LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 24. mars 2023 . Mál nr. 196/2023 : Ákæruvaldið ( enginn ) gegn X (Bjarni Hauksson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Hæfi dómara. Mannréttindasáttmáli Evrópu. Stjórnarskrá. Vanhæfi. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu X um að héraðsdómari viki sæti í máli ákæruvaldsins gegn X á grundvelli g - liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Um ætlað vanhæfi vísaði X til þess að héraðsdómarinn hefði áður en hann var skipaður dómari gegnt embætti saksóknara við embætti héraðssaksóknara sem gaf út ákæru á hendur honum. Þá starfi eiginkona hans nú hjá embættinu sem aðstoðarsaksóknari. Í úrskurði Landsréttar var vísað til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evr ópu um að við úrlausn þess hvort dómari teljist óvilhallur í skilningi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans hafi verið greint á milli athugunar er miði að því að ganga úr skugga um hvaða viðhorf hefðu ráðið hjá dómara í tilteknu máli (huglægur mælikvarði) og hvort fyrir hendi væru hlutlæg atriði sem gæfu réttmætt tilefni til að draga í efa að dómari væri óvilhallur (hlutlægur mælikvarði). Þessi viðmið hefðu verið lögð til grundvallar í íslenskri réttarframkvæmd eins og ráða mætti af dómum Hæstaréttar. Fyri r lægi að atvik máls sem vörðuðu X hefðu öll gerst eftir að héraðsdómarinn lét af störfum hjá embætti héraðssaksóknara. Hefði hann enga aðkomu haft að máli X við meðferð þess hjá embættinu. Var ekki talið að óhlutdrægni héraðsdómarans yrði með réttu dregin í efa vegna þess eins að hann starfaði áður hjá embætti héraðssaksóknara. Af sömu ástæðu yrði óhlutdrægni hans ekki dregin í efa vegna þess að hann var jafnframt í sínu fyrra starfi samstarfsmaður sækjanda málsins. Þá hefði eiginkona héraðsdómarans ekki á tt neina aðkomu að máli X við meðferð þess hjá héraðssaksóknara. Þótt fyrir lægi að hvorki héraðsdómarinn né eiginkona hans hefðu neinna hagsmuna að gæta af meðferð máls X, sem varðaði hreina opinbera hagsmuni en ekki einkahagsmuni yrði á hinn bóginn, eins og atvikum væri háttað, talið að X mætti með réttu draga í efa hlutlægt séð þá óhlutdrægni dómara sem krafist væri. Væri þar horft til þess að eiginkona héraðsdómarans starfi sem aðstoðarsaksóknari á sama sviði innan embættis héraðssaksóknara og sá saksók nari sem annist saksókn í málinu. Var þá jafnframt horft til þess að ekki lægi ótvírætt fyrir hvort mál X hefði verið rætt á fundum sem hún hefði setið og væri ekki loku fyrir það skotið að mál X ætti eftir að koma til 2 umræðu á fundum þess sviðs sem sækjan di málsins og eiginkona héraðsdómarans ynnu saman á, meðan á rekstri þess stæði. Að öllu þessu gættu var talið að fyrir hendi væru atvik eða aðstæður sem væru til þess fallnar að draga óhlutdrægni héraðsdómarans í efa með réttu, sbr. g - lið 1. mgr. 6. gr. l aga nr. 88/2008. Var honum samkvæmt því gert að víkja sæti. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 17. mars 2023 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 20. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. mars 2023 í málinu nr. S - /2022 þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að Björn Þorvaldsson h éraðsdómari viki sæti í máli sóknaraðila gegn varnaraðila. Kæruheimild er í a - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili lét málið ekki til sín taka fyrir Landsrétti . 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og fallist verði á kröfu hans um að Björn Þorvaldsson víki sæti sem dómari í málinu. Niðurstaða 4 Sakarefni málsins varðar það álitaefni hvort telja beri héraðsdómarann Björn Þorvaldsson vanhæfan í máli varnaraðila á grundvelli g - liðar 1. mg r. 6. gr. laga nr. 88/2008. Um ætlað vanhæfi vísar varnaraðili til þess að héraðsdómarinn hafi áður en hann var skipaður gegnt embætti saksóknara við embætti héraðssaksóknara sem gaf út ákæru á hendur honum. Þá starfi eiginkona hans nú hjá embættinu sem að stoðarsaksóknari. Ekki sé byggt á því að dómarinn sé hlutdrægur heldur snúist héraðssaksóknara. Fyrir liggur að héraðsdómarinn lét af störfum hjá embætti héraðssaksóknara 31. ágúst 2021. 5 Svo sem rakið er í dómi Hæstaréttar 22. júní 2022 í máli nr. 35/2020 ber öllum réttur til að fá úrlausn um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 8. gr. stjórnskipunarlaga nr. 97/1995. Í lögskýringargögnum með þessu ákvæði stjórnarskrárinnar segir að skilyrðið um óhlutdrægan dómstól feli í sér áskilnað um að dómari í máli þurfi að vera hlutlaus og að aðilar njóti jafnræðis að því leyti. Ákvæðið sæki r fyrirmynd sína í 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, en þar segir að sá sem borinn er sökum um refsivert brot skuli eiga rétt til réttlátrar málsmeðferðar fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. 3 6 Nánar er fjallað um hæfi dó mara í sakamálum í 6. gr. laga nr. 88/2008. Eru þar í a - til f - liðum 1. mgr. tilgreind atvik og aðstæður sem ekki reynir á í máli þessu. Í g - lið, sem varnaraðili hefur vísað til, segir að dómari sé vanhæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru önnur atvi k eða aðstæður sem eru fallnar til að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa. 7 Svo sem segir í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar í máli nr. 35/2020 er tilgangur hæfisreglna að réttarfarslögum ekki aðeins að koma í veg fyrir að dómari dæmi mál ef hann er hlutdræ gur gagnvart aðilum máls eða sakarefni heldur jafnframt að tryggja traust bæði aðila máls og almennings til dómstóla með því að hann standi ekki að úrlausn máls þegar réttmætur vafi gæti risið um óhlutdrægni hans. Við þessar aðstæður ber dómara að víkja sæ ti eins og ítrekað hefur verið slegið föstu í dómaframkvæmd Hæstaréttar, sbr. dóma réttarins 22. apríl 2015 í máli nr. 511/2014, 1. júní 2017 í máli nr. 90/2016 og 9. desember 2020 í málum nr. 31/2020 og 32/2020. 8 Eins og enn fremur er rakið í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar nr. 35/2020 hefur í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu við úrlausn þess hvort dómari telst óvilhallur í skilningi 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans verið greint á milli athugunar er miðar að því að ganga úr skugga um hvaða viðho rf hafa ráðið hjá dómara í tilteknu máli (huglægur mælikvarði) og hvort fyrir hendi eru hlutlæg atriði sem gefa réttmætt tilefni til að draga í efa að dómari sé óvilhallur (hlutlægur mælikvarði). Um þetta má meðal annars vísa til dóma 10. apríl 2003 í máli nr. 39731/98, Pétur Þór Sigurðsson gegn Íslandi (sjá 37. lið dómsins) og 23. apríl 2015 í máli nr. 29369/10, Morice gegn Frakklandi (sjá 73. til 78. lið dómsins). Þessi viðmið hafa verið lögð til grundvallar í íslenskri réttarframkvæmd eins og ráðið verðu r af fyrrgreindum dómum Hæstaréttar. 9 Að því er varðar persónulega afstöðu dómara til málsaðila eða sakarefnis eða það sem í dómum Mannréttindadómstóls Evrópu hefur verið kallað huglægur mælikvarði verður almennt að ganga út frá því að dómari sé hæfur til að fara með mál nema leiddar séu líkur að hinu gagnstæða, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 35/2020 og jafnframt til hliðsjónar dóm Mannréttindadómstóls Evrópu 4. júní 2019 í máli nr. 39757/15, Sigurðar Einarssonar o.fl. gegn Íslandi (sjá 56. lið dómsins). Ó umdeilt er að ekkert hefur komið fram sem bendir til að héraðsdómarinn hafi einhverja þá persónulegu afstöðu til málsins eða aðila þess að hæfi hans verði dregið í efa. Að því gættu er álitaefnið bundið við það hvort fyrir hendi séu ytri atvik eða aðstæður sem gefa réttmætt tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa eða hinn svokallaði hlutlægi mælikvarði. 10 Kemur þá til skoðunar hvort héraðsdómarinn sé vanhæfur í málinu vegna fyrra starfs hans hjá embætti héraðssaksóknara eða vegna núverandi starfs eiginkon u hans sem aðstoðarsaksóknari hjá embættinu. 4 11 Í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu hefur í nokkrum málum reynt á ætluð brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu þar sem dómari hefur annað hvort komið að sömu málsmeðferð í öðru hlutverki eð a gegnt tvíþættu hlutverki í aðskildum málum þar sem einhver málsaðili kom við sögu eða hafði tengsl við þriðja aðila sem hafði verið eða var á einhvern hátt tengdur málsmeðferðinni, sbr. fyrrgreindan dóm dómstólsins í máli Sigurðar Einarssonar o.fl. gegn Íslandi í máli nr. 39757/15 (sjá 58. lið dómsins). Þá hefur jafnframt reynt á ætluð brot gegn ákvæðinu þar sem skyldmenni dómara tengist með einum eða öðrum hætti málsmeðferð sem dómari hefur til meðferðar (sjá 59. lið sama dóms). Hafa þær aðstæður að maki dómara hefur farið fyrir opinberri rannsókn sem hefur leitt til útgáfu ákæru í því máli sem um ræðir verið talið fela í sér brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans, sbr. dóma 24. apríl 2008 í málum nr. 14659/04 og 16855/04, Dorzhko og Pozharskiy g egn Eistlandi. Á sama hátt hefur það verið talið fela í sér brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans að bróðir dómara hafi á tímabili starfað í rannsóknarteymi sem vann að viðkomandi refsimáli og þannig átt aðkomu að sama refsimáli varðandi sömu sak borninga, sbr. dóma 26. júlí 2011 í málum nr. 35485/05, 45553/05, 35680/05 og 36085/05, Huseyn o.fl. gegn Aserbaísjan. Þá verður ráðið af dómaframkvæmd dómstólsins að hagsmunatengsl maka dómara af einkaréttarlegum toga við aðila máls geti leitt til þess að með rétti megi draga óhlutdrægni dómara í efa þannig að um brot gegn 1. mgr. 6. gr. sáttmálans sé að ræða, sbr. fyrrgreindan dóm nr. 39731/98, Pétur Þór Sigurðsson gegn Íslandi. Í máli nr. 39757/15, Sigurður Einarssonar o.fl. gegn Íslandi, var lagt til gr undvallar að sonur dómara í sakamáli gegn Sigurði o.fl. hefði út á við borið formlega ábyrgð á lögfræðilegum málum banka á sama tíma og bankinn rak einkamál gegn tveimur ákærðu í málinu. Hefði ekki þýðingu þótt hann hafi ekki átt aðkomu að umræddum einkamá lum eða sakamálinu. Var litið til þess að þótt bankinn sem sonur dómarans starfaði fyrir hefði ekki verið aðili að sakamálinu og málin ekki verið tengd að efni til hefði bankinn verið brotaþoli og málin átt uppruna í sömu málsatvikum. Þóttu þessar aðstæður vera til þess fallnar að vekja hlutlægan og réttmætan ótta varðandi óhlutdrægni dómarans gagnvart ákærðu í sakamálinu og því hefði verið um brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans að ræða. 12 Við skoðun á hinum hlutlæga mælikvarða í því máli sem hér er til umfjöllunar er til þess að líta að hjá embætti héraðssaksóknara gegndi héraðsdómarinn starfi ákæranda samkvæmt lögum nr. 88/2008. Gildir hið sama um eiginkonu hans sem er sem fyrr segir aðstoðarsaksóknari við embættið. Um ákærendur í sakamálum er fj allað í III. kafla laga nr. 88/2008 en í 2. mgr. 18. gr. þeirra laga segir að hlutverk þeirra sé að tryggja, í samvinnu við lögreglu, að þeir sem afbrot fremja verði beittir lögmæltum viðurlögum. Segir þar jafnframt að þeir taki ekki við fyrirmælum frá öðr um stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum. Skulu þeir samkvæmt 3. mgr. sömu greinar vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar. Þá eru þeir bundnir þagn arskyldu samkvæmt X. kafla stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sem tekur til upplýsinga 5 um einkahagi manna sem eðlilegt er að leynt fari, upplýsinga sem varða starfshætti ákæruvalds og lögreglu og fyrirhugaðra aðgerða í þágu rannsóknar sem og annarra upplýsinga se m leynt skulu fara samkvæmt lögum, stjórnvaldsfyrirmælum eða eðli máls. Helst þagnarskylda þótt látið sé af starfi. Loks er til þess að líta við mat á hæfi héraðsdómarans að samkvæmt 1. mgr. 43. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla eru dómarar sjálfstæðir í dó mstörfum og leysa þau af hendi á eigin ábyrgð. Við úrlausn máls fara þeir eingöngu eftir lögum og lúta þar aldrei boðvaldi annarra. 13 Fyrir liggur að atvik máls sem varða varnaraðila gerðust öll eftir að héraðsdómarinn lét af störfum hjá embætti héraðssaksók nara 31. ágúst 2021. Átti hann samkvæmt því enga aðkomu að máli varnaraðila við meðferð þess hjá embættinu. Hvorki hann né eiginkona hans eiga neinna hagsmuna að gæta af meðferð máls varnaraðila en um það er til þess að líta að lögbundið hlutverk ákærenda við meðferð ákæruvalds er sem fyrr segir að gæta almannahagsmuna og varðar þannig hreina opinbera hagsmuni en ekki einkahagsmuni. Hið sama gildir um starf dómara svo sem fyrr greinir. Að því gættu verður ekki talið að óhlutdrægni héraðsdómarans verði með r éttu dregin í efa vegna þess eins að hann starfaði áður hjá embætti héraðssaksóknara. Af sömu ástæðu verður óhlutdrægni hans ekki dregin í efa vegna þess að hann var jafnframt í sínu fyrra starfi samstarfsmaður sækjanda málsins. 14 Samkvæmt skipuriti héraðssa ksóknara er starfsemi embættisins skipt niður í þrjú svið, saksóknarsvið I, rannsóknarsvið og saksóknarsvið II. Eiginkona héraðsdómarans starfar sem aðstoðarsaksóknari á saksóknarsviði I en auk hennar munu starfa þar 11 aðrir aðstoðarsaksóknarar, tveir sak sóknarar, varahéraðssaksóknari og einn ritari. Samkvæmt skipuriti embættisins annast saksóknarsvið I meðal annars saksókn í ofbeldismálum en ákæra á hendur varnaraðila var gefin út af sækjanda málsins sem starfar þar. Mál varnaraðila mun hafa verið rannsak að hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu en sent héraðssaksóknara að rannsókn lokinni til ákvörðunar um saksókn, sbr. h - lið 1. mgr. 23. gr. laga nr. 88/2008. Ákæra var gefin út af sækjanda málsins 24. ágúst 2022. Samkvæmt upplýsingum frá sóknaraðila h efur eiginkona héraðsdómarans ekki átt neina aðkomu að máli varnaraðila við meðferð þess hjá fund argerðum embættisins á tímabilinu frá því málið kom þangað og fram að útgáfu ákæru megi hins vegar ekki ráða að fjallað hafi verið um þetta mál á vikulegum sviðsfundum sem haldnir séu á saksóknarsviði I. 15 Við skoðun á hinum hlutlæga mælikvarða verður að ákv arða, án tillits til gerða dómarans og eftir atvikum aðila tengdum honum, hvort fyrir hendi séu atvik eða aðstæður sem kunna að vekja vafa um óhlutdrægni hans. Þeir hagsmunir sem eru í húfi lúta að því trausti sem dómstólar í lýðræðissamfélagi verða að vek ja meðal almennings en af þeim sökum kann ásýnd dómsins ein að hafa þýðingu. Álitaefnið er hvort telja megi að málsaðili megi með réttu hlutlægt séð draga í efa óhlutdrægni 6 dómara óháð gerðum hans. Þótt fyrir liggi að hvorki héraðsdómarinn né eiginkona han s hafi af þeim ástæðum sem raktar eru í málsgrein 12 neinna hagsmuna að gæta af meðferð máls varnaraðila og það varði hreina opinbera hagsmuni en ekki einkahagsmuni verður eins og atvikum háttar talið að varnaraðili megi með réttu draga í efa hlutlægt séð þá óhlutdrægni dómara sem krafist er samkvæmt framangreindu. Er þar horft til þess að eiginkona héraðsdómarans starfar sem aðstoðarsaksóknari á sama sviði innan embættis héraðssaksóknara og sá saksóknari sem annast saksókn í málinu. Er þá jafnframt horft til þess að það liggur ekki ótvírætt fyrir hvort mál varnaraðila hafi verið rætt á fundum sem hún hefur setið. Þá liggja fyrir upplýsingar frá Samkvæmt því er ekki loku fyrir það skotið að mál varnaraðila eigi eftir að koma til umræðu á slíkum fundum meðan á rekstri þess stendur. Að öllu þessu gættu verður talið að fyrir hendi séu atvik eða aðstæður sem eru til þess fallnar að draga óhlutdrægni héraðsdómarans í efa með réttu, sbr. g - lið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008. Ber honum samkvæmt því að víkja sæti. Úrskurðarorð: Héraðsdómarinn Björn Þorvaldsson skal víkja sæti í máli þessu. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. mars 2023 Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar í dag, var höfðað með ákæru, útgefinni af héraðssaksóknara 22. ágúst 2022, á hendur X , f yrir manndráp, með því að hafa laugardaginn 4. júní 2022 utan við heimili sitt að í Reykjavík, svipt A , lífi, en ákærði beitt i A ofbeldi, fyrst inni á stigagangi hússins að og síðan utan við húsið, en er komið var út úr húsinu sparkaði ákærði í og kýldi A og náði honum niður í jörðina og þar sem A lá á jörðinni, kýldi ákærði, sparkaði og traðkaði margsinnis á höfði hans, þar á meðal andliti, og brjóstkassa, allt með þeim afleiðingum að A hlaut af húðblæðingar með undirliggjandi mjúkvefjablæðingum og merslu í andliti og hálsi, fjölbrot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini, innkýlt brot í fremri kúpugróf og útbre itt heilamar, sárrifur á vinstra hvirfilsvæði, vinstra augnsvæði og neðri vör og húðblæðingar og mjúkvefjablæðingar í djúpum og grunnum vöðvum aftanverðs háls og lést af völdum höfuðáverkans með kjölfarandi umfangsmiklu heilamari og áverka á andliti sem to rveldaði öndun. Auk þess hlaut A af stakar húðblæðingar og smásár á grip - og ganglimum, stakar húðblæðingar og mjúkvefjablæðingar á bol og mjúkvefjablæðingu yfir vinstra herðablaði. Í ákærunni er brotið talið varða við 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 1 9/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá eru í ákærunni teknar upp einkaréttarkröfur barna, foreldra og systkina hins látna. Í málinu liggur fyrir undirmat og yfirmat vegna sakhæfis ákærða og töldu m álflytjendur og dómari þörf á sérfræðikunnáttu í dóminum, einkum vegna mats á því hvort 16. gr. almennra hegningarlaga kunni að eiga við í málinu. Upplýsti dómsformaður þá að B geð - og embættislæknir myndi taka sæti í dóminum og voru ekki gerðar athugasemd ir við það. Var ákveðið að aðalmeðferð málsins færi fram í seinni hluta mars en dagarnir 29., 30. og 31. mars voru ákveðnir utan réttar þegar í ljós hafði komið hvaða dagar komu til greina fyrir málflytjendur og dómara. Dómsformaður fór þess á leit við dó mstjóra að fundinn yrði embættisdómari til setu í dóminum. Föstudaginn 10. mars sendi sækjandi dómsformanni erindi og benti á að sá dómari kynni að vera vanhæfur 7 til að dæma í málinu. Var það tekið til skoðunar og komist að þeirri niðurstöðu að svo væri. D ómstjóri fól í kjölfarið Birni Þorvaldssyni héraðsdómara að taka sæti sem meðdómari í máli. Með tölvuskeyti 14. mars sl. tilkynnti dómsformaður málflytjendum um fyrirhugaða skipan dómsins í samræmi við 2. málslið 1. mgr. 5. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Bárust í kjölfarið athugasemdir frá verjanda við því að Björn Þorvaldsson héraðsdómari tæki sæti í dóminum. Dómsformaður ákvað því að gefa lögmönnum kost á að bera uppi mótmæli við skipan dómsins á dómþingi og færa rök fyrir þeim. Meðdómarar t óku sæti í dóminum í þinghaldi í dag en sérfróður meðdómandi var viðstaddur í fjarfundi. Munnlegur málflutningur fór fram um kröfuna og var málið tekið til úrskurðar að honum loknum. Verjandi ákærða krefst þess að Björn Þorvaldsson héraðsdómari víki sæt i í málinu. Sækjandi og réttargæslumaður brotaþola taka ekki afstöðu til málsins. Verjandi ákærða byggir kröfu sína á g - lið 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008. Telur hann vera fyrir hendi atvik eða aðstæður sem séu til þess fallnar að draga óhlutdrægni með dómarans með réttu í efa. Ekki sé verið að halda því fram að dómarinn sé hlutdrægur heldur snúist málið um ásýnd dómsins vegna tengsla hans við embætti héraðssaksóknara. Meðdómarinn hafi starfað um árabil sem saksóknari við embættið og séu ekki liðin nema um tvö ár frá því hann hætti þar störfum. Þá sé eiginkona hans aðstoðarsaksóknari við það sama embætti og samstarfsmaður sækjandans í málinu. Meðdómarinn hafi því talsverð tengsl við embættið og verði að skoða þau með heildstæðum hætti. Sakargiftir í mál inu séu afar alvarlegar og ákærði eigi ekki að þurfa að sætta sig við að dómari í máli hans svo svo tengdur ákæruvaldinu sem raun beri vitni. Það sé eðlilegt og mannlegt að slík tengsl geti haft áhrif á skoðanir eða afstöðu dómara. Að auki bendi verjandin n á að til hafi staðið að dómstjóri tæki sæti í dóminum, en í ljós hafi komið að hún væri vanhæf þar sem hún hefði úrskurðað ákærða í gæsluvarðhald á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/20008, sbr. 2. mgr. 6. gr. laganna. Af þeim sökum telji hann að dóm stjórinn sé vanhæf til að taka ákvörðun um hver skuli taka sæti sem meðdómari í málinu. Sækjandi tekur ekki afstöðu til kröfunnar en telur rétt að fá úr henni skorið. Hún kveðst ekki telja um vanhæfi að ræða en bendir á að hún hafi áður starfað með meðdó maranum við embætti héraðssaksóknara og starfi í dag með eiginkonu hans. Þær starfi á sama sviði, en eiginkona meðdómarans hafi ekki komið að neinni ákvarðanatöku í málinu og sé ekki undirmaður hennar. Réttargæslumaður brotaþolans C og lögmaður annarra k röfuhafa tekur ekki afstöðu til kröfunnar. Meðdómarinn sem krafan beinist að telur engin þau atvik vera uppi sem geri það að verkum að draga megi hlutdrægni hans með réttu í efa, en dómara beri ætíð að gæta að hæfi sínu af sjálfsdáðum, sbr. 1. mgr. 7. gr . laga nr. 88/2008. Nokkuð er um liðið síðan meðdómarinn hætti störfum hjá embætti héraðssaksóknara og gerðust atvik málsins öll eftir það. Verður því ekki talið að fyrri störf hans fyrir embættið séu til þess fallin að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa. Þótt eiginkona hans sé starfsmaður embættisins hefur hún ekki komið að málinu sem um ræðir og hefur enga hagsmuni af úrlausn þess. Engin persónuleg eða fjárhagsleg tengsl eru til staðar sem gætu haft áhrif á hæfi meðdómarans. Þá er því hafnað að dóms tjóri sé vanhæfur til að sinna því hlutverki sínu, samkvæmt lögum nr. 50/2016 um dómstóla, að úthluta málinu til meðdómara, þótt hann geti ekki sjálfur tekið sæti í dóminum vegna vanhæfis á grundvelli 2. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008. Samkvæmt framansögðu verður því hafnað að verjandi ákærða hafi sýnt fram að fyrir hendi séu einhver þau atvik eða aðstæður sem fallnar séu til þess að draga óhlutdrægni meðdómarans með réttu í efa. 8 Dómurinn telur heldur engin önnur atvik gefa til kynna að ákærði hafi ástæðu ti l að ætla að á málið verði ekki felldur dómur af fyllstu hlutlægni. Er því hafnað að skilyrði g - liðar 1. mgr. 6. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt og verður kröfu um að Björn Þorvaldsson héraðsdómari víki sæti sem meðdómari í málinu hafnað. Barbara Björns dóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfu ákærða, X , um að Björn Þorvaldsson héraðsdómari víki sæti sem meðdómari í málinu, er hafnað.