LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 2. júní 2023 . Mál nr. 168/2022 : A ( Halldór Kr. Þorsteinsson lögmaður ) gegn B ehf. ( Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður) Lykilorð Kjarasamningur. Veikindaforföll. Uppsagnarfrestur. Orlof. Útdráttur A og B ehf. deildu annars vegar um kröfu A um greiðslu launa í veikindaforföllum samkvæmt tilgreindum kjarasamningi og hins vegar greiðslu orlofs vegna tveggja tilgreindra tímabila. B ehf. var í héraði sýknað af kröfum A. A byggði á því að hún hefði haft lögmæt veikindaforfö ll á tilgreindu tímabili og studdi kröfu sína þremur læknisvottorðum. Í öllum vottorðunum var tekið fram að væri óskað nánari upplýsinga um sjúkdóm A skyldi trúnaðarlæknir snúa sér til þess læknis sem vottorðið ritaði. Í grein 4.1.2 kjarasamnings var mælt fyrir um að starfsmanni sem væri óvinnufær vegna veikinda væri skylt að gangast undir hverja þá venjulegu og viðurkenndu læknisrannsókn sem trúnaðarlæknir kynni að telja nauðsynlega til þess að skorið yrði úr því hvort forföll væru lögmæt. B ehf. byggði á því að í ákvæðinu fælist að A hefði borið að mæta til skoðunar hjá trúnaðarlækni B ehf. er hún var til hans boðuð. A byggði á því að ákvæðið fæli ekki í sér slíka skyldu. Í dómi Landsréttar kom fram að telja yrði dóm Félagsdóms 23. nóvember 2022 í máli nr. 3/2022 hafa fordæmisgildi við úrlausn málsins. Samkvæmt því var lagt til grundvallar að A hefði ekki borið skylda til að mæta til skoðunar hjá trúnaðarlækni B ehf. Þá hefði staðið B ehf. nær að ganga eftir því að læknirinn ynni allt að einu vottorð um hei lsufar A í kjölfar þess að hún mætti ekki til skoðunar. Var talið að A hefði fært á það sönnur með þeim læknisvottorðum sem hún aflaði og kom til B ehf. að hún hefði verið óvinnufær með öllu vegna sjúkdóms á umræddu tímabili. Var B ehf. því gert að greiða áfrýjanda samtals 422.589 krónur í veikindaforföllum hennar. Að því er varðaði kröfu um greiðslu orlofs var lagt til grundvallar með vísan til gagna málsins og með hliðsjón af dómi Landsréttar 13. desember 2019 í máli nr. 912/2018 að A hefði í samræmi við ósk hennar þar um verið við töku orlofs á tilgreindu tímabili. Þeim málatilbúnaði B ehf. að A hefði gerst sek um ólögmætt brotthlaup úr starfi var því hafnað og fallist á kröfu A um greiðslu orlofs í 21,7 dag. Var B ehf. gert að greiða A samtals 1.339.607 krónur, auk nánar tilgreindra dráttarvaxta, vegna veikindaforfalla og orlofs. 2 Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristinn Halldórsson og Símon Sigvaldason og Eggert Óskarsson, settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 25. mars 2022 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 11. mars 2022 í málinu nr. E - 1910/2021 . 2 Áfrýjandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða henni 1.381.866 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. ágúst 2021 til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefst hann málskostnaðar fyrir Land srétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Málsatvik eru skilmerkilega rakin í hinum áfrýjaða dómi og er til þeirrar reifunar vísað. 5 Málsaðilar hafa lagt fram nokkur ný gögn fyrir Landsrétti. Áfrýjandi hefur meðal annars lagt fram viðmiðunarreglur Læknafélags Íslands frá árinu 2009 varðandi trúnaðarlækningar. Meðal gagna sem stefndi hefur lagt fram eru tölvupóstsamskipti lögmanna aðila og dómara málsins í héraði. Varða þau mögulega skýrslugjöf þriggja lækna við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi sem gáfu út v ottorð er liggja frammi í málinu. Svo fór að læknarnir gáfu ekki skýrslu fyrir héraðsdómi en eftir áfrýjun málsins óskaði áfrýjandi eftir heimild til þess að leiða þá til skýrslugjafar við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti. Stefndi mótmælti því að vitna leiðslurnar yrðu heimilaðar og með ákvörðun Landsréttar 21. apríl síðastliðinn var beiðni áfrýjanda hafnað. Niðurstaða 6 Svo sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi lýtur ágreiningur málsaðila annars vegar að kröfu áfrýjanda um greiðslu launa í veikindaforföll um samkvæmt kjarasamningi [...] . Hins vegar lýtur ágreiningurinn að kröfu áfrýjanda um greiðslu orlofs vegna tímabilanna 1. september 2020 til 30. apríl 2021 og 1. maí 2021 til 13. júlí það ár. 7 Af hálfu áfrýjanda er á því byggt að hún hafi haft lögmæt veik indaforföll á tímabilinu 17. maí 2021 til 14. júlí sama ár. Samkvæmt grein 4.1.1 í áðurnefndum kjarasamningi, sem óumdeilt er í málinu að gilt hafi um starfskjör áfrýjanda, ber starfsmanni að tilkynna þegar í upphafi vinnudags verði hann óvinnufær vegna ve ikinda. Þá er á um það kveðið í niðurlagi greinarinnar að krefjast megi læknisvottorðs af starfsmanni vegna óvinnufærni hvenær sem þörf þyki á. 3 8 Krafa áfrýjanda um greiðslu launa í veikindaforföllum er studd þremur læknisvottorðum sem hún aflaði og kom til stefnda en vottorðin voru lögð fram af þeim síðarnefnda undir rekstri málsins í héraði. Þannig er áfrýjandi í vottorði 20. maí 2021 sögð óvinnufær með öllu vegna sjúkdóms frá 17. til 28. þess mánaðar. Samkvæmt vottorði 26. maí 2021 er hún sögð vera óvinnuf ær með öllu vegna sjúkdóms frá 17. þess mánaðar til 30. júní sama ár. Þá er áfrýjandi í vottorði 7. júlí 2021 sögð óvinnufær með öllu vegna sjúkdóms frá 1. til 14. þess mánaðar. Vottorðin í þeim að sé óskað nánari upplýsinga um sjúkdóm áfrýjanda skuli trúnaðarlæknir snúa sér til þess læknis sem vottorðið ritaði. 9 Stefndi hefur fyrir Landsrétti vísað til þess að ekki verði byggt á framangreindum læknisvottorðum til sönnun ar á veikindum áfrýjanda þar sem vottorðin séu ekki í samræmi við áskilnað reglna nr. 586/1991 um gerð og útgáfu læknisvottorða. Áfrýjandi segir málsástæðu þessa of seint fram komna og mótmælir því að hún komist að í málinu. Ekki verður séð að stefndi hafi byggt á henni fyrir héraðsdómi. Samkvæmt því er um að ræða nýja málsástæðu fyrir Landsrétti sem ekki kemst að í málinu, enda standa ekki til þess skilyrði 2. mgr. 163. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 10 Í grein 4.1.2 í kjarasamningi er mælt fyrir um að starfsmanni sem er óvinnufær vegna veikinda sé skylt að gangast undir hverja þá venjulegu og viðurkenndu læknisrannsókn sem trúnaðarlæknir kann að telja nauðsynlega til þess að skorið verði úr því hvort forföll séu lögmæt. Er á því byggt af hálfu ste fnda að í grein þessari felist að áfrýjanda hafi borið að mæta til skoðunar hjá trúnaðarlækni stefnda er hún var til hans boðuð, en óumdeilt er í málinu að áfrýjandi hafi fengið slíka boðun. Áfrýjandi er ekki sammála túlkun stefnda á grein 4.1.2 og telur h ana ekki fela í sér slíka skyldu sem stefndi heldur fram. Bendir áfrýjandi á að stefndi hafi átt þess kost, vefengdi hann efni vottorðanna, að óska eftir því við trúnaðarlækni sinn að hann hefði samband við þá lækna sem vottorðin gáfu út, líkt og sérstakle ga hafi verið tekið fram í vottorðunum sjálfum. Það hafi stefndi ekki gert. Þá hafi hann heldur ekki kvatt læknana fyrir dóm til skýringar á vottorðunum. 11 Til stuðnings framan greindum skilningi sínum á grein 4.1.2 í kjarasamningnum hefur áfrýjandi vísað til dóms Félagsdóms 23. nóvember 2022 í máli nr. 3/2022. Af þeim dómi má ráða að kjarasamningsákvæði það sem þar var til umfjöllunar hafi verið nánast orðrétt eins og grein 4.1. 2 og efnislega sambærilegt henni . Var það niðurstaða Félagsdóms að þar umrætt kjar asamningsákvæði yrði ekki túlkað sem svo að í því fælist heimild vinnuveitanda til að gefa starfsmanni fyrirmæli um að mæta til trúnaðarlæknis. 12 F élagsdóm ur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og hefur hann það hlutverk að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins. V erður að telja dóm Félagsdóms haf a fordæmisgildi þegar leyst er 4 úr ágreiningi málsaðila í ljósi þessa hlutverks hans. Samkvæmt því verður lagt til grundvallar við úrlausn málsins að áfr ýjanda hafi ekki borið skylda til þess að mæta til skoðunar hjá trúnaðarlækni stefnda. Af þeim sökum verður ekki á það fallist með stefnda að með því að mæta ekki til skoðunar hafi áfrýjandi brotið gegn kjarasamningsbundnum skyldum sínum. 13 Svo sem áður er r akið aflaði áfrýjandi þriggja læknisvottorða sem hann kom til stefnda meðan á veikindatímabili hennar stóð . Vottorðin kveða samkvæmt efni sínu á um að áfrýjandi hafi verið óvinnufær með öllu vegna sjúkdóms á tímabilinu 17. maí 2021 til 14. júlí sama ár . Ei ns og slegið er föstu hér að framan var áfrýjanda ekki skylt að mæta til trúnaðarlæknis stefnda til skoðunar. Það stóð því hins vegar ekki í vegi að aflað yrði vottorðs trúnaðarlæknis samkvæmt grein 4.1.2 í kjarasamningi þeim er gilti um starfskjör áfrýjan da. Svo sem mál þetta liggur fyrir verður að telja að staðið hafi stefnda nær að ganga eftir því, í kjölfar þess að áfrýjandi mætti ekki til boðaðrar skoðunar hjá trúnaðarlækni, að læknirinn ynni allt að einu vottorð um heilsufar áfrýjanda eftir þeim reglu m sem gilda um gerð slíkra vottorða. 14 Frá upphafi hefur verið byggt á því af hálfu áfrýjanda að hún eigi rétt til greiðslna úr hendi stefnda vegna veikindaforfalla. Þannig er í héraðsdómsstefnu ítrekað vísað til veikinda áfrýjanda, veikindaforfalla hennar o g veikindaréttar. Þykir áfrýjandi samkvæmt öllu framansögðu hafa fært á það sönnur með þeim læknisvottorðum sem hún aflaði og kom til stefnda að hún hafi verið óvinnufær með öllu vegna sjúkdóms á tímabilinu 17. maí 2021 til 14. júlí sama ár. 15 Samkvæmt grein 4.3.1 í kjarasamningi skal launagreiðslum til starfsmanna í veikindaforföllum þeirra hjá sama vinnuveitanda haga þannig á fyrsta ári að tveir dagar greiðist fyrir hvern unninn mánuð. Við upphaf veikinda áfrýjanda 17. maí 2021 hafði hún áunnið sér 18 veiki ndadaga í starfi sínu hjá stefnda. Hún hefur þegar fengið átta af þeim dögum greidda samkvæmt launaseðlum útgefnum 28. febrúar, 31. mars, 30. apríl og 31. maí 2021. Ber stefnda að greiða áfrýjanda þá tíu veikindadaga sem ógreiddir eru. Óumdeilt er í málinu að mánaðarlaun áfrýjanda við starfslok hafi numið 915.750 krónum. Dagvinnukaup hennar nam því 42.258,88 krónum, sbr. grein 1.2.2 í kjarasamningi. Samkvæmt þessu verður stefnda gert að greiða áfrýjanda samtals 422.589 krónur (10 × 42.258,88 (915.750/21,67) ) í veikindaforföllum hennar. 16 Í málinu krefst áfrýjandi þess í annan stað að henni verði greiddur 21,7 orlofsdagur sem hún hafi átt inni hjá stefnda við starfslok en samkvæmt 8. gr. laga nr. 30/1987 um orlof hafi stefnda borið að gera þann rétt upp við áfr ýjanda við starfslok. Greiða skuli hina ógreiddu orlofsdaga miðað við fyrrnefnt dagvinnukaup, 42.258,88 krónur. Þessi hluti dómkröfu áfrýjanda nemur samtals 917.018 krónum (21,7 × 42.258,88). 17 Ágreiningslaust er með aðilum að áfrýjandi sagði starfi sínu lau su 20. apríl 2021. Uppsagnarfrestur hennar var þrír mánuðir samkvæmt 12. grein ráðningarsamnings aðila frá 20. ágúst 2020. Samkvæmt framansögðu var áfrýjandi veik frá 17. maí 2021 5 til 14. júlí sama ár. Þá liggur fyrir að með tölvuskeyti 13. apríl 2021 hafð i áfrýjandi óskað eftir því að hefja töku orlofs 14. júlí 2021. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að stefndi hafi svarað því erindi áfrýjanda. Aftur á móti má ráða af tölvuskeyti fyrirsvarsmanns stefnda til áfrýjanda 14. maí 2021 að hann hygðist draga or lofsdaga hennar frá uppsagnartímabili hennar. Að öllu þessu gættu og með hliðsjón af dómi Landsréttar 13. desember 2019 í máli nr. 912/2018 verður lagt til grundvallar að áfrýjandi hafi í samræmi við ósk hennar þar um verið við töku orlofs á tímabilinu 14. til 31. júlí 2021. Að þeirri niðurstöðu fenginni verður hafnað þeim málatilbúnaði stefnda að áfrýjandi hafi á því tímabili gerst sek um ólögmætt brotthlaup úr starfi. 18 Orlofsréttur áfrýjanda samkvæmt grein 3.2.1 í kjarasamningi var 25 dagar á ári. Áfrýjand i byggir kröfugerð sína eins og áður segir á því að hún hafi átt inni 21,7 orlofsdag við starfslok. Verður ekki séð að tölulegur grundvöllur þeirrar kröfugerðar áfrýjanda hafi sætt andmælum af hálfu stefnda. Samkvæmt því og öðru ofansögðu verður fallist á kröfu áfrýjanda um greiðslu orlofs í 21,7 dag, sem samkvæmt framangreindri útlistun áfrýjanda nemur samtals 917.018 krónum. 19 Samkvæmt öllu framansögðu verður stefnda gert að greiða áfrýjanda samtals 1.339.607 krónur, auk dráttarvaxta svo sem nánar greinir í dómsorði. 20 Með vísan til úrslita málsins, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, verður stefnda gert að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti með þeim hætti sem í dómsorði greinir. Dómsorð: Stefndi, B ehf., greiði áfrýjanda, A , 1. 339.6 07 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. ágúst 2021 til greiðsludags. Stefndi greiði áfrýjanda samtals 1.300.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 11. mars 2022 Með stefnu þingfestri 22. september 2021 sl. höfðaði A, kt. [...], [...], Mosfellsbæ, mál á hendur B ehf., kt. [...], [...], Kópavogi. Dómkröfur stefnanda eru aðallega þær að stefnda, B ehf., verði gert að greið a stefnanda 1.381.866 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, frá 1. ágúst 2021 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda auk málsk ostnaðar en til vara lækkunar á dómkröfum. Þá er krafist málskostnaðar. Fór aðalmeðferð málsins fram þann 17. febrúar sl. og var málið dómtekið að málflutningi loknum. Málsatvik. 6 Samkvæmt gögnum málsins gerðu stefnandi og stefndi með sér ráðningarsamning þann 20. ágúst 2020. Segir í ráðningarsamningnum að fyrsti starfsdagur stefnanda sé 1. september 2020. Gilti samningurinn fyrst í þrjá mánuði en átti að endurskoðast af beggja hálfu tveimur vikum fyrir lok samningsins. Samningnum mátti framlengja óbreyttu m að þremur mánuðum liðnum ótímabundið að því gefnu að báðir aðilar væru samþykkir því. Starfsheiti stefnanda var [...] hjá stefnda og næsti yfirmaður voru eigendur fyrirtækisins, C og D. Vinnustaður var E og verkstaðir fyrirtækisins eftir óskum yfirmanna. Starfslýsingu er ítarlega lýst í samningnum og trúnaðarskyldu. Vinnutími og starfshlutfall var 100% starf og starfsstöð sögð sveigjanleg í samráði við yfirmenn og miðað við virka vinnustund á milli kl. 8:00 og 16:00 á virkum dögum. Laun, hlunnindi og orlo f voru tilgreind ásamt tilhögun starfsloka. Segir undir þeim lið að þegar starfsmaður láti af störfum, án tillits til orsaka, beri honum að afhenda eiganda öll þau skjöl, skilríki, hugbúnað, vélbúnað og önnur göng sem væru í hans vörslu og tilheyrðu stefnd a. Uppsagnarfrestur, veikindagreiðslur, orlof og aðrar skyldur fari samkvæmt kjarasamningi [...] . Var samningurinn uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila með viku fyrirvara á reynslutímanum en með mánaðar fyrirvara fyrstu þrjá mánuði fastráðningar og þriggja mánaða fyrirvara fyrsta árið þar á eftir en eftir það samkvæmt þeim kjarasamningi sem við ætti. Uppsögn skuli vera skrifleg og bundin við mánaðamót. Samkvæmt ofangreindu starfaði stefnandi hjá stefnda frá 1. september 2020. Í gögnum málsins liggur fyrir skjáskot af smáskilaboðum frá stefnanda til stefnda þann 15. febrúar 2021 þar sem stefnandi tilkynnti um veikindi sín. Ekki liggja fyrir gögn um uppsögn stefnanda en stefndi staðfesti uppsagnarbréf hennar með tölvupósti 20. apríl 2021 og kvað uppsagnart ímann hefjast frá og með næstu mánaðamótum og væri uppsagnarfresturinn þrír mánuðir. Með tölvupóstum leituðu aðilar samkomulags um verklok og þann 5. maí 2021 kvaðst stefnandi vísa til samtals aðila þann 3. maí þar sem fyrirkomulag starfsloka var lagt ti l þannig: [...] . - bíl í eigu fyrirtækisins sé skilað en standi þér til reiðu þessa tvo daga - tölvu í eigu fyrirtækisins sé geymd í E þá daga sem staðbundin vinna fer ekki fram - þ 7. maí. Þann 9. maí ítrekaði stefndi að stefnandi svaraði fyrrgreindu fyrirkomulagi. Þann 10. maí spurði stefnandi hvort stefndi hefði ekki séð að hún hafi beðið um framhaldsfund um málið en sá póstur hafði farið fram hjá stefnda og lagði hann til fund þann dag eftir kl. 16.00. getum sæst á 50% starf til loka launatímabils í júní (25. júní). Fyrirkomulag yrði þá eftirfarandi: - 1 heill dagur í vikunni á verkstað í þinni umsjón á svæði [...] 3 hálfir dagar fyrirframákveðnir á verkstað eða á skrifstofu félagsins í E bíll í eigu fyrirtækisins sé skilað en standi þér til reiðu á umsömdum vinnutíma tölva í eigu fyrirtækisins sé geymd í E þá daga/tíma sem staðbundin vinna fer ekki fram þátttaka B í símakostnaði fellur niður. Vinsamlega staðfestu fyrir dagslok í dag föstudaginn 14. maí að þú samþykkir Með tölvupósti þan n 14. maí 2021 kvað stefnandi þennan fyrirvara vera alltof skamman í ljósi þess að langt bæri á milli aðila. Óskaði stefnandi eftir öðrum fundi til að ljúka samningum. Þann sama dag svaraði stefndi og kvað fyrrgreint fyrirkomulag hafa verið nákvæmlega það sama og stefnandi hafi lagt til á fundi fyrr í vikunni. Ítrekaði stefndi að þau þyrftu að fá svör sem fyrst. Síðar þennan sama dag sendi annar eigandi stefnda tölvupóst og taldi að þar sem samkomulag næðist ekki væri best að uppsagnarfrestur væri unninn að fullu. Ætlaði hann að taka saman lista yfir þau verkefni sem hann þyrfti aðstoð við og ættu að vera klár á mánudagsmorguninn. Þá væri hægt að reikna út hversu margir orlofsdagar væru eftir og starfslok ættu þá að liggja skýr fyrir. Í kjölfar þessara sams kipta hafði stefnandi samband við lögmann sem átti ítarleg samskipti við stefnda um starfslok. Kemur þar m.a. fram að ekki sé hægt að neyða starfsmann til að vinna út uppsagnartíma vilji hann það ekki. Er þar tekið fram að stefnandi sé tilbúin að starfa áf ram til 25. júní í 50% starfshlutfalli og vinna tvo og hálfan dag. Ekki náðist samkomulag um verklok. Þá var ágreiningur um það hvort stefnanda væri heimilt að hefja sumarleyfi 14. júlí 2021 en stefndi kvaðst ekki hafa 7 samþykkt þá beiðni stefnanda en stefn andi kvað lokun leikskóla frá 14. júlí til 9. ágúst 2021 ráða sínu sumarfríi. Í gögnum málsins liggur fyrir læknisvottorð til atvinnurekanda dagsett 20. maí 2021 og stefnandi sögð óvinnufær með öllu vegna sjúkdóms frá 17. maí til 28. maí 2021. Annað lækni svottorð liggur fyrir dagsett 26. maí 2021 þar sem stefnandi er sögð óvinnufær með öllu frá 17. maí til 30. júní 2021. Þá liggur þriðja læknisvottorðið fyrir dagsett 7. júlí 2021 þar sem stefnandi er sögð óvinnufær með öllu vegna sjúkdóms frá 1. júlí 2021 til 14. júlí 2021. Í tölvupósti frá stefnda þann 25. júní 2021 til lögmanns stefnanda kemur fram að stefnandi hafi neitað að mæta í læknisskoðun hjá trúnaðarlækni hjá Heilsuvernd og óskaði staðfestingar á því og hverju það sætti. Svaraði lögmaðurinn því t il að réttur trúnaðarlæknis næði ekki til skoðunar starfsmanns og væri trúnaðarlæknir að vinna fyrir atvinnurekanda. Launaseðlar stefnanda liggja fyrir í málinu þar sem fram kemur að greidd voru full mánaðarlaun til og með 31. maí 2021. Málsástæður og lagarök stefnanda. Stefnandi byggir í fyrsta lagi á því að hún eigi inni hjá stefnda áunninn veikindarétt skv. kjarasamningi [...] , en skv. gr. 4.3.1 í þeim samningi skuli launagreiðslum til starfsmanna í veikindaforföllum þeirra á fyrsta á ri hjá sama vinnuveitanda haga þannig að tveir dagar greiðist fyrir hvern unninn mánuð. Við upphafsdag veikinda stefnanda þann 17. maí 2021 hafi stefnandi átt inni sautján veikindadaga hjá stefnda. Hún hafi þegar fengið greidda sex af þeim sautján dögum og hljóði krafa hennar því upp á ellefu ógreidda veikindadaga. Við starfslok hafi mánaðarlaun stefnanda verið 915.750 krónur og dagvinnukaup hennar verið 42.258,88 krónur sbr. gr. 1.2.2 í kjarasamningi [...] . Útreikningur á áunnum veikindarétti stefnanda sé því eftirfarandi: Ellefu dagar ógreiddir á 42.258 krónur (915.750/21,67) = 464.848 krónur. Krafa stefnanda byggir í öðru lagi á því að hún eigi inni orlofsrétt við starfslok sín hjá stefnda þann 13. júlí síðastliðinn. Annars vegar eigi stefnandi inni áunn inn orlofsrétt fram til 30. apríl 2021 vegna orlofstöku sumarið 2021, þ.e. 2,083 daga fyrir hvern unninn mánuð frá 1. september 2020 til 30. apríl 2021, alls 16,666 daga (2,083*8), og hins vegar eigi stefnandi inni áunninn orlofsrétt frá 1. maí 2021 til st arfsloka, 13. júlí 2021, eða 5,038 daga (2,083*2,4186). Samtals eigi stefnandi því inni 21,7 daga vegna ógreidds orlofs, sem stefnda beri að gera upp við stefnanda við starfslok hennar skv. 8. gr. orlofslaga nr. 30/1987. Útreikningur á áunnu orlofi stefnan da sé því eftirfarandi: 21,7 dagar ógreiddir á 42,258 krónur (915.750/21,67) = 917.018 krónur. Samtals sé krafa stefnanda því 1.381.866 krónur. Samtals sé því stefnukrafa stefnanda 1.381.866 krónur. Kröfu sinni til stuðnings vísar stefnandi til 8. gr. lag a um orlof nr. 30/1987, sem og til kjarasamnings [...] . Um varnarþing vísar stefnandi til 1. mgr. 33. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Málskostnaðarkrafa stefnanda byggist á 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Málsástæður og lagarök stefnda. Stefndi byggir sýknukröfu í fyrsta lagi á því að forföll stefnanda í uppsagnarfresti hafi ekki verið lögmæt og því eigi hún ekki rétt til veikindagreiðslna eða greiðslu orlofs. Telur stefndi sig eiga bótakröfu á hendur stefnanda vegna ól ögmæts brotthvarfs hennar úr starfi. Stefndi telji ljóst af málsatvikum að stefnandi hafi gerst sek um ólögmætt brotthlaup úr starfi hjá stefnda. Stefndi telji einsýnt að stefnandi hafi gripið til þess úrræðis að mæta ekki aftur til starfa og bera fyrir si g veikindi þegar henni varð ljóst að stefndi myndi ekki verða við einhliða kröfum hennar um starfslok hjá stefnda. Stefndi byggir á því að þrátt fyrir fyrirliggjandi veikindavottorð stefnanda sé ósannað að forföll hennar frá starfi hjá stefnda í uppsagna rfresti hafi verið lögmæt. Það megi glögglega sjá af þeirri atburðarás sem upphófst í kjölfar þess að stefnandi sagði upp störfum hjá stefnda, en einkum í beinu framhaldi af því að stefndi tilkynnti stefnanda um að hann gæti ekki orðið við kröfum stefnanda um fyrirkomulag starfsloka í uppsagnarfresti og að hann færi fram á að stefnandi starfaði út þriggja mánaða uppsagnarfrest, að frádregnum orlofsdögum, í samræmi við ráðningarsamning og kjarasamning [...] . 8 Í því sambandi sé í fyrsta lagi bent á að stefnan di tilkynnti ekki um skyndileg veikindi sín fyrr en eftir að útséð var um að stefndi gæti ekki orðið við kröfum stefnanda um fyrirkomulag starfsloka og vinnuframlag í uppsagnarfresti hjá stefnda. Athygli sé vakin á því að fram til þess hafði nánast ekkert borið á veikindum stefnanda þá níu mánuði sem hún hafði verið í starfi hjá stefnda. Líkt og áður sé rakið óskaði stefnandi eftir að starfslok hennar yrðu sem fyrst í framhaldi af uppsögn hennar. Þrátt fyrir þá staðreynd að stefndi átti skýran rétt til þess að stefnandi ynni út þriggja mánaða uppsagnarfrest skv. ráðningarsamningi aðila hafi stefndi verið tilbúinn að athuga með möguleika þess að verða við óskum stefnanda. Hins vegar hafi fljótlega komið í ljós að stefnandi fór fram með það sem stefnda þótti ó raunhæfar kröfur um fyrirkomulag starfsloka sem stefndi gat einfaldlega ekki orðið við. Var það m.a. vegna eðlis þess verkefnis sem stefnandi hafði umsjón með fyrir stefnda á [...] . Í viðræðum aðila þótti stefnda að stefnandi vildi ráða starfslokum sínum o g vinnufyrirkomulagi í uppsagnarfresti með einhliða hætti án þess að gefa réttmætum hagsmunum stefnda gaum. Þannig liggi skýrt fyrir að stefnandi tilkynnti ekki um veikindi sín fyrr en eftir að ljóst varð að stefndi felldi sig ekki við kröfur hennar um s nemmbúin starfslok svo að hún gæti hafið störf fyrr á nýjum vinnustað. Samkvæmt framlögðum veikindavottorðum stóðu veikindi stefnanda samfleytt yfir í tvo mánuði frá 17. maí til 14. júlí 2021 eða sem nemur öllum uppsagnarfresti stefnanda fram til þess dags sem hún taldi að sumarleyfi sitt hæfist. Þess skal getið að ekki verði ráðið af umræddum vottorðum að sjálfstæð skoðun viðkomandi lækna hafi legið til grundvallar vottorðum þeirra um meint veikindi stefnanda. Í öðru lagi byggir stefndi á því að það hljó ti að teljast verulega vafasamt að skv. síðasta vottorði sem stefnandi lagði fram til grundvallar meintum veikindum, útgefnu 7. júlí 2021, að gildistími vottorðsins endi á nákvæmlega sama degi og stefnandi áleit að sumarleyfi sitt hæfist, þ.e. 14. júlí, en ekki t.d. út júlímánuð líkt og raunin var með fyrri vottorð. Sérstök athygli sé vakin á því að af hálfu stefnda hafði beiðni stefnanda um að hefja sumarfrí 14. júlí aldrei verið samþykkt, hvorki skriflega né munnlega. Stefndi vísar því á bug sem bæði röng u og ósönnuðu að svo hafi verið. Sömuleiðis sé því mótmælt að það jafngildi samþykki um sumarleyfistöku að stefndi hafi ekki hreyft við athugasemdum við beiðni stefnanda um sumarleyfi þá sjö daga sem liðu milli þess að beiðnin kom fram til þess dags að ste fnandi sagði upp störfum hjá stefnda. Eðli máls samkvæmt verði að játa atvinnurekendum hæfilegt rými til að yfirfara og taka afstöðu til sumarleyfisbeiðna frá starfsfólki, líkt og má raunar ráða af tölvupósti stefnda frá 7. apríl 2021 að hann áskildi sér r étt til að gera. Var þar sérstaklega tiltekið að ekki væri unnt að ábyrgjast að orðið yrði við öllum sumarleyfisbeiðnum. Þá veiti það stefnanda ekki aukinn rétt til orlofstöku að sumarlokun leikskóla barns hennar standi yfir ákveðið tímabil, líkt og stefna ndi virðist byggja á. Í 10. gr. ráðningarsamnings stefnanda komi skýrt fram að stefnandi ákveði í samráði við stefnda hvenær orlof skuli tekið og skuli vera samhugur um töku orlofs. Til enn frekari stuðnings því að virða beri framlögð vottorð stefnanda a ð vettugi við mat á því hvort forföll stefnanda hafi verið lögmæt byggir stefndi jafnframt á því að með því að mæta ekki í boðaðar skoðanir hjá trúnaðarlækni stefnda hafi stefnandi brotið gróflega gegn kjarasamningsbundnum rétti stefnda til að staðreyna ve ikindi stefnanda. Með þessu svipti stefnandi stefnda í raun eina tæka úrræðinu til að staðreyna veikindi stefnanda er stefndi hafi borið brigður á þau vottorð sem stefnandi hafði aflað. Af hálfu stefnanda sé því haldið fram að stefnda beri enginn réttur ti l að stefnandi gangist undir sjálfstæða skoðun hjá trúnaðarlækni stefnda. Stefndi vísar þessu á bug sem röngu enda sé réttur stefnda skýr hvað þetta varði skv. ótvíræðu orðalagi síðari málsliðar gr. 4.1.1 í kjarasamningi [...] , sem Vinnuv eitandi ákveður hvort læknisvottorðs skuli krafist og hvort það skuli vera frá trúnaðarlækni fyrirtækis. Krefjast má læknisvottorðs af starfsmanni vegna óvinnufærni hvenær sem þykir þörf á. að starfsmanni se m sé óvinnufær vegna veikinda eða slyss sé skylt að gangast undir hverja þá venjulegu og viðurkenndu læknisrannsókn sem trúnaðarlæknir kann að telja nauðsynlega til þess að skorið verði úr því hvort forföll séu lögmæt verði séð að í hinni síðarnefnd u grein sé greinarmunur gerður á læknisrannsókn sem trúnaðarlæknir framkvæmir og hvers kyns öðrum rannsóknum sem til álita kunna að koma til að sannreyna veikindi starfsmanns. 9 Í málinu liggi fyrir að í samráði við stefnda hafi trúnaðarlæknir hans talið þörf á að framkvæma sjálfstæða skoðun á stefnanda til að skera úr um lögmæti forfalla hennar. Í því skyni var stefnandi sannarlega boðuð í viðtal hjá trúnaðarlækni sem stefnandi mætti ekki í. Að virtum skýringum lögmanns stefnanda verði að ætla að stefnand i hafi ekki mætt til trúnaðarlæknis þar sem hún taldi sér það ekki skylt. Að áliti stefnda sé hins vegar um að ræða skýrt og verulegt brot á kjarasamningsbundnum rétti stefnda sem atvinnurekanda, ekki síst með hliðsjón af því að stefnandi var skv. framlögð um læknisvottorðum sögð óvinnufær út allan uppsagnarfrest sinn hjá stefnda, en stefnandi hafði nánast enga veikindasögu fram til þess að hin umdeildu veikindi hófust. Þá verði ekki betur séð en að skv. vottorðunum þremur sem stefnandi lagði fram hafi viðko mandi læknar ekki framkvæmt skoðun á stefnanda. Hafi því verið enn ríkari ástæða en ella til að stefnandi mætti í skoðun til trúnaðarlæknis til að staðreyna meint veikindi. Með vísan til framangreinds byggir stefndi á því að stefnandi verði að bera hallann af því að hafa svipt stefnda réttinum til að staðreyna meint veikindi stefnanda með skoðun trúnaðarlæknis. Verði meint veikindi stefnanda því að teljast ósönnuð. Af því leiði að forföll stefnanda í uppsagnarfresti hafi verið ólögmæt og beri þegar af þeirr i ástæðu að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Stefndi byggir á því að stefnandi beri sönnunarbyrðina fyrir því að hún hafi verið veik í skilningi vinnuréttar frá 17. maí 2021 til loka uppsagnarfrests hennar 30. júlí 2021. Með vísan til framangreinds hafi sú sönnun ekki tekist að mati stefnda. Auk framangreinds byggir stefndi jafnframt á því að jafnvel þótt fallist yrði á, gegn væntingum stefnda, að stefnanda hafi verið tækt að mæta ekki til skoðunar hjá trúnaðarlækni stefnda til að sannreyna veikindi og f yrirliggjandi veikindavottorð verði þannig lögð til grundvallar, þá teljist stefnandi ekki hafa verið veik umþrætt tímabil í skilningi sjúkdómshugtaks vinnuréttar. Í stefnu sé orsök forfalla stefnanda frá störfum vegna meintra veikinda afmörkuð við að stef nandi treysti sér ekki til að starfa áfram undir því álagi sem fylgdi því að viðræður aðila um fyrirkomulag starfsloka stefnanda sigldu í strand. Ekki sé á því byggt í stefnu að eiginleg veikindi, eða sjúkdómur, í skilningi vinnuréttar hafi orsakað langvar andi fjarveru stefnanda í uppsagnarfresti. Þvert á hennar um ákveðið fyrirkomulag starfsloka og færi fram á að stefnandi starfaði út uppsagnarfrest í 100% starfi. Lögð sé áhersla á að fyrir því hafði stefndi málefnalegar og réttmætar ástæður. Ljóst sé af ofangreindri málsatvikalýsingu sem og af stefnu að stefnandi hafði vonir um að ljúka störfum hjá stefnda sem fyrst og í skertu starfshlutfalli svo að hú n gæti hafið störf fyrr hjá nýjum vinnuveitanda. Að mati stefnda verði að telja ljóst að þótt stefnandi kunni að hafa fundið vonbrigði og óánægju og jafnvel reiði í garð stefnda við að óskum hennar var ekki framfylgt, þá geti meint álag eða vanlíðan sem sl íkar tilfinningar kunna að hafa orsakað ekki talist til sjúkdóms í skilningi vinnuréttar sem geri forföll í tvo og hálfan mánuð lögmæt. Stefnandi geti því ekki talist veik umrætt tímabil. Verði fallist á að vanlíðan starfsmanns sökum þess að vinnuveitand i fari fram á að gagnkvæmur, kjarasamningsbundinn uppsagnarfrestur sé virtur jafngildi veikindum í skilningi vinnuréttar, sem veiti starfsmanni víðtæk réttindi sem hann annars nyti ekki, sé ljóst að hin lögfesta og rótgróna meginregla vinnuréttar um vinnus kyldu á uppsagnarfresti væri höfð að engu. Í því fælist jafnframt að réttarvernd atvinnurekanda væri fyrir borð borin. Hafi meint óvinnufærni stefnanda grundvallast í raun á öðrum ástæðum en byggt sé á í stefnu, þ.e. vegna álags sem fylgdi því að þurfa a ð vinna út uppsagnarfrest í 100% starfi gegn væntingum um annað, þá sé um nýja málsástæðu að ræða sem er of seint fram komin. Í sambandi við ofangreint áréttar stefndi mótmæli við þeirri staðhæfingu í stefnu að skilningur hafi verið á milli aðila um að ste fnandi sinnti 50% starfi með ákveðnum hætti fram til loka launatímabils í júní 2021. Staðreyndin sé að aðilar áttu samtal um möguleika þessa en úr því varð ekki þegar fyrir lá að stefnandi fór fram á fjarvinnufyrirkomulag sem stefndi gat ekki orðið við. Í viðræðum aðila kom strax í ljós að stefndi gæti ekki orðið við óskum stefnanda um fyrirkomulag starfsloka. Stefnandi gat því ekki haft réttmætar væntingar um að sinna aðeins 50% starfi fram til loka launatímabils í júní líkt og virðist byggt á í stefnu. Be nt sé á að frá uppsagnardegi 20. apríl 2021 að telja hafði stefnandi verið í 100% starfi í 19 daga, þar af 10 daga í uppsagnarfresti, þegar hún ákvað að mæta ekki aftur til starfa hjá stefnda. Stefndi byggir á 10 því að stefnandi beri sönnunarbyrðina fyrir st aðhæfingu sinni um að skilningur hafi verið með aðilum um ákveðið fyrirkomulag starfsloka. Á grundvelli framangreindra röksemda reisir stefndi einnig sýknukröfu á því að hann eigi gagnkröfu til skuldajöfnunar á hendur stefnanda vegna ólögmæts brotthlaups stefnanda úr starfi þann 17. maí 2021, sbr. 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991. Þann dag hætti stefnandi fyrirvaralaust störfum hjá stefnda án þess að virða eftirstöðvar gagnkvæms uppsagnarfrests, sbr. ákvæði laga nr. 19/1979 um rétt verkafólks til uppsagna rfrests o.fl., ákvæði 5.3.1 í kjarasamningi [...] og grein 12 í ráðningarsamningi stefnanda. Að mati stefnda megi glöggt ráða af málsatvikum og málsgrundvelli í stefnu að ástæður hinna fyrirvaralausu starfsloka séu vonbrigði stefnanda með að stefndi skyldi ekki hafa mætt kröfum hennar um fyrirkomulag starfsloka. Fyrir liggi að stefndi áskildi sér allan rétt sem lög og kjarasamningar leyfðu til að bregðast við neitun stefnanda um að mæta í skoðun til trúnaðarlæknis til að staðfesta veikindi. Þá ítrekaði stefn di jafnframt í bréfi dags. 15. september 2021 að hann áliti fjarvistir stefnanda vera ólögmætar og áskildi sér allan rétt í því sambandi, m.a. til að hafa uppi gagnkröfu á hendur stefnanda vegna brota hennar. Stefndi byggir bótakröfu sína á undirstöðuregl u 25. gr. hjúalaga nr. 22/1928. Samkvæmt dómafordæmum Hæstaréttar hafi reglunni verið beitt með lögjöfnun um þau tilvik þegar starfsmaður vanefnir starfsskyldur sínar með því að hverfa fyrirvaralaust úr starfi. Með vísan til fordæma Hæstaréttar byggir stef ndi á því að skuldajöfnun við orlofskröfu stefnanda sé heimil þrátt fyrir reglu 1. gr. laga nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups. Gagnkrafa stefnda stofnaðist og varð gjaldkræf þegar bótaskyld háttsemi stefnanda hófst þann 17. maí 2021 en í síðasta lagi 30. j úlí 2021 þegar uppsagnarfresti stefnanda lauk. Stefndi byggir á því að kröfurnar uppfylli almenn skilyrði kröfuréttar til að mætast með skuldajöfnun enda séu þær gagnkvæmar, sambærilegar og hæfar til að mætast hvað tíma varðar. Gagnkrafa stefnda vegna ólögmæts brotthlaups stefnanda nemi samtals 1.655.491 krónu ásamt skaðabótavöxtum og dráttarvöxtum. Krafan samanstandi annars vegar af helmingi fastra mánaðarlauna stefnanda af eftirstöðvum uppsagnarfrests hennar, að teknu tilliti til 10 unninna daga í maí , eða 1.162.311 krónum, og hins vegar af greiddum veikindadögum í maí, 493.161 krónu, sem stefndi greiddi umfram skyldu í ljósi þess að síðar kom í ljós að stefnandi hafði ekki lögmæt forföll umrædda daga. Byggir stefndi á því að hann eigi endurkröfu á ste fnanda vegna ofgreiddra veikindadaga í maí. Krafa stefnda sundurliðist nánar svo: Skýringar Fjárhæð Helmingur launa í júní og júlí kr. 915.750 (915.750 x 2) / 2 Laun í maí kr. 915.750 10 unnir dagar í maí * kr. 422.589 (42.258,88 x 10) Eftirstöðvar launa í maí kr. 493.161 (915.750 - 422.589) Helmingur eftirstöðva launa maí kr. 246.580 (493.161 / 2) Ofgreiddir veikindadagar í maí kr. 493.161 Krafa samtals kr. 1.655.492 *Dagvinnukaup stefnanda er kr. 42.258,88 (kr. 915.750 / 21,67). Krafa stefnda beri skv. 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 skaðabótavexti af 1.162.311 krónum frá 17. maí 2021 til 17. desember 2021 en dráttarvexti frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., sömu laga. Þá beri krafa stefnda vegna ofgreiddra veikindadaga, 493.161 króna, dráttarvexti frá 17. nóvember 2021, sbr. 1. mgr. 6. gr., sbr. 4. mgr. 5. gr., laga nr. 38/2001. Ljóst sé að gagnkrafa stefnda er hærri en stefnufjárhæð og beri því að sýkna stefnda þótt fallist verði á kröfur stefnanda. Verði ekki fallist á sýknukröfu er þess krafist til vara á grundvelli ofangreindra röksemda að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Með vísan til málsástæðna fyrir aðalkröfu er því í fyrsta lagi mótmælt að stefnanda beri orlof sréttur fyrir dagana 17. maí 2021 til 13. júlí 2021, þ.e. tímabilið sem meint veikindi stefnanda stóðu yfir. Þar sem stefnandi hafði ekki lögmæt forföll umrætt tímabil sé því mótmælt að hún hafi áunnið sér orlofsrétt þá daga. 11 Þá áréttar stefndi að beiðni stefnanda um sumarleyfi frá 14. júlí 2021 hafði ekki verið samþykkt líkt og áskilið er. Uppsagnarfrestur stefnanda hafi því gilt að óbreyttu til 30. júlí 2021, en gildistími vottorðs dags. 7. júlí 2021 hafi runnið út 14. júlí 2021. Stefnandi hafi því í ö llu falli ekki verið með lögmæt forföll frá þeim degi til 30. júlí 2021. Verði ekki fallist á aðalkröfu stefnda kemur bótakrafa hans með sömu rökum og þar greinir til frádráttar dæmdum kröfum stefnanda. Bótakrafa stefnda nemi þá dagvinnulaunum stefnanda í 6 daga, 253.553 krónum, ásamt vöxtum og dráttarvöxtum skv. málsgrein 2.16. Varðandi kröfu stefnanda vegna veikindaréttar þá vísar stefndi til þess að launatímabil stefnanda hafi verið 1. 31. hvers mánaðar en ekki 26. 25. líkt og byggt sé á í stefnu. Því til staðfestingar vísist til launaseðla stefnanda. Launaseðlarnir sýni jafnfr amt að stefnandi hafði áður tekið samtals tvo veikindadaga í febrúar og mars 2021 sem komi til frádráttar veikindarétti hennar. Þá hafi stefnandi jafnframt tekið veikindadag 12. maí 2021. Að teknu tilliti til þessa, og í ljósi þess að stefndi hafði þegar g reitt stefnanda 11 veikindadaga vegna 17. - 31. maí 2021, sé byggt á því að stefnandi eigi aðeins rétt á greiðslu þriggja veikindadaga hið mesta verði talið að forföll hennar frá 17. maí út uppsagnarfrest hafi verið lögmæt. Beri því að lækka kröfu stefnanda vegna veikindaréttar ofangreindu til samræmis. Um lagarök vísar stefndi til meginreglna samninga - og kröfuréttarins um að gerða samninga beri að efna og að tjón vegna vanefnda sé bætt. Þá vísar stefndi til meginreglna vinnuréttar um skyldur launþega til þess að inna vinnuskyldu sína af hendi á uppsagnarfresti og endurgreiðslu ofgreiddra launa. Þá vísar stefndi til laga nr. 55/1980, laga nr. 19/1979 og laga um orlof nr. 30/1987. Um bótakröfu stefnda er vísað sérstaklega til 25. gr. hjúalaga nr. 22/1928 og fordæma Hæstaréttar um lögjöfnun frá ákvæðinu. Þá er vísað til kjarasamnings [...] , einkum ákvæða um þriggja mánaða uppsagnarfrest og skyldu starfsmanns til að gangast undir læknisrannsókn sem trúnaðarlæknir kann að telja nauðsynlega til að skera úr um lögmæt forföll. Um skaðabótavexti og dráttarvexti af kröfu stefnda vísast til laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Krafa um málskostnað er reist á XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og 1. mgr. 28. gr. þeirra um heimild til að hafa upp i gagnkröfu til skuldajöfnunar í máli. Skýrslur fyrir dómi. Stefnandi gaf skýrslu fyrir dómi og verður vitnað til hennar eftir því sem þurfa þykir við úrlausn málsins. Forsendur og niðurstaða. Það liggur fyrir í málinu og er ágreiningslaust að stefnandi var ráðin til starfa sem verkefnastjóri hjá stefnda 1. september 2020 og sagði starfi sínu lausu þann 20. apríl 2021. Líkt og fram hefur komið lýtur ágreiningur málsaðila að kröfu stefnanda á hendur stefnda um greiðslu launa í veikindum skv. kjarasamningi [...] , auk orlofsgreiðslna vegna tímabilsins 1. september 2020 til 30. apríl 2021 sem og frá 1. maí 2021 til starfsloka, 13. júlí 2021. Launatímabil stefnanda var þá frá 1. - 31. hvers mánaðar samkvæmt launaseðlum stefnanda, en ekki 26. - 25. líkt og stefnand i byggir á. Við úrlausn um kröfu stefnanda hefur grundvallarþýðingu hvort stefnandi hafi verið veik frá 17. maí til 14. júlí 2021. Stefnandi byggir í því sambandi á þremur læknisvottorðum sem kveða á um að hún hafi verið óvinnufær með öllu vegna sjúkdóms. Stefndi byggir á móti á því að veikindi stefnanda í uppsagnarfresti séu ósönnuð og hafi stefnandi því ekki haft lögmæt forföll frá störfum sem hefði veitt henni veikindarétt. Samkvæmt aðilaskýrslu stefnanda við aðalmeðferð málsins fyrir dómi er óljóst um hvers konar sjúkdóm var að ræða. Stefnandi lýsti því að sjúkdómurinn hafi verið til staðar áður en stefnandi tilkynnti um veikindi sín til stefnda, en þó farið versnandi vegna álags í störfum sínum sem verkefnastjóri hjá stefnda. Hún hafi þá leitað í tvíga ng á heilsugæslustöð í læknisskoðun vegna veikinda sinna og hringt á heilsugæsluna í þriðja sinn. Engin vitni voru leidd fyrir dóminn til að staðfesta veikindi og komu hennar á heilsugæslustöðvar en aukinheldur er ekkert í málinu sem styður frásögn stefnan da um þau atvik, að undanskildum þremur læknisvottorðum sem kveða hvorki á um hvers eðlis sjúkdómur stefnanda sé, né hvort skoðun af hlutaðeigandi læknum hafi farið fram á stefnanda. Svo sem gerð er grein fyrir í lýsingu á helstu málavöxtum hér að framan leituðu aðilar samkomulags um verklok og lá ljóst fyrir þann 14. maí 2021 að ekki næðist samkomulag um þau. Tilkynnti stefnandi fimm dögum síðar, eða þann 19. maí s.á., um veikindi sín frá og með mánudeginum 12 17. maí 2021 með læknisvottorði. Snéri stefnandi þá ekki aftur til vinnu allt fram til 14. júlí eins og læknisvottorð hennar út þetta tímabil kveða á um, en sama dag taldi stefnandi sig vera að byrja í sumarleyfi. Benda þær staðreyndir, ásamt því að stefnandi hafi 18. maí 2021, daginn áður en hún tilkyn nti um veikindi sín, boðið fram vinnuframlag út 25. júní, að mati dómsins draga í efa raunverulega ástæðu framlagningar tíðræddra veikindavottorða. Í því sambandi er og til þess að líta að stefnandi mætti ekki í boðað viðtal hjá trúnaðarlækni stefnda í jún í 2021 í því skyni að staðreyna veikindi. Stefnandi túlkar orðalag gr. 4.1.1 og 4.1.2 í kjarasamningi [...] svo að stefnda bæri ekki réttur til að krefjast þess að stefnandi færi í sjálfstæða skoðun hjá trúnaðarlækni. Rétturinn næði aðeins til samskipta vi ð lækna stefnanda enda væri enginn trúnaður á milli trúnaðarlæknis atvinnurekanda og starfsmanns, heldur væri trúnaðarlæknir atvinnurekanda að vinna fyrir atvinnurekandann. Stefndi telur aftur á móti að ákvæðin séu skýr um skyldu stefnanda til að mæta í sk oðun hjá trúnaðarlækni. Að framangreindu virtu þykir að mati dómsins boð stefnda, um að stefnandi skyldi gangast undir skoðun hjá trúnaðarlækni, hafa gefið stefnanda tilefni til að afla gagna um heilsufar sitt til sönnunar um óvinnufærni sína. Í grein 4.1. 1 í kjarasamningi [...] segir að ef starfsmaður verði óvinnufær vegna veikinda eða slyss, skuli hann tilkynna það þegar í upphafi vinnudags. Vinnuveitandi ákveði hvort læknisvottorðs skuli krafist og hvort það skuli vera frá trúnaðarlækni fyrirtækis. Í gre in. 4.1.2 segir að skylt sé starfsmanni sem sé óvinnufær vegna veikinda eða slyss að gangast undir hverja þá venjulegu og viðurkenndu læknisrannsókn sem trúnaðarlæknir kunni að telja nauðsynlega til að skorið verði úr því hvort forföll séu lögmæt, enda sé kostnaður vegna viðtals við lækni og nauðsynlegra læknisrannsókna greiddur af atvinnurekanda. Verða þessi ákvæði ekki túlkuð á annan hátt en að starfsmanni sé skylt að sinna boðun trúnaðarlæknis í viðtal. Með því að mæta ekki í boðað viðtal hjá trúnaðar lækni braut stefnandi gegn kjarasamningsbundnum rétti stefnda til að staðreyna veikindi stefnanda. Þannig svipti stefnandi stefnda í raun eina tæka úrræðinu til að staðreyna veikindi stefnanda er stefndi bar brigður á þau vottorð sem stefnandi hafði aflað. Ágreiningslaust er að stefnandi hóf störf að nýju 1. ágúst 2021 hjá nýjum vinnuveitanda sem gefur að mati dómsins enn frekar til kynna að stefnandi hafi ekki verið haldin sjúkdómi umrætt tímabil. Að öllu framangreindu virtu er að mati dómsins sýnt að me int veikindi stefnanda teljist með öllu ósönnuð og ber stefnandi hallann af þeim sönnunarskorti. Þrátt fyrir ábendingu dómara um að leiða lækna fyrir dóminn til að staðfesta útgefin veikindavottorð, sem stefndi bar brigður á, varð stefnandi ekki við þeirri ábendingu. Þá er í stefnu byggt á því að stefnandi hafi ekki treyst sér til að starfa áfram undir því álagi sem 100% starfi fylgdi og hafi tilkynnt um veikindi sín frá og með mánudeginum 17. maí 2021 með læknisvottorði. Ekki er byggt á því í stefnu að st efnandi hafi verið frá vinnu vegna veikinda fyrr en eftir á en forsendan fyrir verklokum hennar hafi verið álag.Verður stefnandi því að bera hallann af þeim sönnunarskorti að hún hafi verið veik í skilningi vinnuréttar. Stefndi byggir sýknukröfu sína á ré tti til að skuldajafna fjárkröfu sína á móti kröfum stefnanda með vísan til 1. mgr. 28. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 og á grundvelli lögjöfnunar frá 25. gr. hjúalaga nr. 22/1928. Stefndi byggir kröfur sínar á því að stefnandi hafi hlaupist á b rott úr starfi þegar henni varð ljóst að stefndi myndi ekki verða við einhliða kröfum hennar um starfslok hjá stefnda. Brotthlaup stefnanda hafi valdið stefnda miklu óhagræði og fjárhagslegu tjóni vegna þess rasks sem leiddi af brotthlaupinu í ljósi skamms fyrirvara um starfslok og dagsektum sem kæmu í tilviki afhendingardráttar á verkefnum stefnanda . Nemur skuldajöfnunarkrafa stefnda hærri fjárhæð en stefnukröfur stefnanda. Ekki er gagnstefnt í málinu og verður því ekki leyst úr þeim kröfum stefnda sem eru hærri en stefnufjárhæðin. Af öllu þessu virtu verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda í máli þessu. Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnandi dæmd til að greiða stefnda 850.000 krónur í málskostnað. Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, B ehf., er sýkn af kröfum stefnanda, A. 13 Stefnandi greiði stefnda 850.000 krónur í málskostnað.