LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 15. desember 2023 . Mál nr. 8/2023 : Ákæruvaldið ( Óli Ingi Ólason saksóknari ) gegn X ( Sveinn Andri Sveinsson lögmaður , Páll Ágúst Ólafsson lögmaður, 1. prófmál) ( Unnar Steinn Bjarndal Björnsson lögmaður brotaþola ) Lykilorð Umsáturseinelti. Miskabætur. Skilorð. Útdráttur X var sakfelldur fyrir brot gegn 232. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa sett sig endurtekið í samband við A á rúmlega sex mánaða tímabili og viðhaft nánar tilgreind ummæli. Í niðurstöðu Landsréttar var rakið að með því að setja sig endurtekið í samband við A með nánar tilgreindum hætti hefði X gerst sekur um háttsemi sem félli að verknaðarlýsingu 232. gr. a laga nr. 19/1940. Hafði X einbeittan ásetning til háttseminnar og lét ekki af henni þrátt fyrir að A hefði ítrekað óskað eftir því að X léti hana í friði. Hefðu þau skilaboð sem X sendi til A þannig verið til þess fallin að valda A hræðslu eða kvíða í skilningi 232. a laga nr. 19/1940. Var refsing X ákveðin fangelsi í tvo má nuði en fullnustu hennar frestað skilorðsbundið í tvö ár. Þá var X gert að greiða A 600.000 krónur í miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson og Ragnheiður Harðardóttir og Kjartan Bjarni Björgvinsson , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 13. desember 2022 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Málsgögn bárust réttinum 20. júní 2023. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 1. desember 2022 í málinu nr. S - /2022 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur um sakfellingu ákærða og að refsing hans verði þyngd. 3 Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvaldsins en til vara að refsing verði lækkuð. Þá krefst ákærði þess að bótakröfu brotaþola verði vísað frá dómi, til vara að hann verði sýknaður af kröfunni og að því frágengnu að dæmdar bætur verði lækkaðar. 2 4 Brotaþoli, A , krefst þess að ákærði verði dæmdur til að greiða sér bætur að fjárhæð 1.000.000 króna ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. október 2021 til 25. apríl 2022, en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. l aganna til greiðsludags. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Mál þetta er höfðað með ákæru á hendur ákærða 28. febrúar 2022 fyrir umsáturseinelti, með því að hafa á tímabilinu frá 1. apríl til 10. október 2021, endurtekið hótað, fylgst með og sett sig í samband við fyrrverandi vinnufélaga sinn, A gegn hennar vilja, bæði með tölvupóstum og skilaboðum í gegnum vefsíðuna bland.is, auk þess að hafa fylgst með henni m.a. fyrir utan heimili hennar ákærða einnig gefið að sök að hafa haldið því margítrek að fram við brotaþola að hún hafi svikið sig um kynlíf og að hún ætti því m.a. að hafa vit á að vera annars staðar en hann það sem eftir er , að hún væri ómerkileg, að hún væri lygin, að hún væri heppin að hann væri bara reiður, að hún ætti eftir að sjá ef tir því alla ævi að hafa svikið hann en einnig hafi ákærði reynt að fá brotaþola til að bæta fyrir það sem hann hélt fram að væru svik. ákærða [verið] til þess fallin að valda hræðslu og kvíða hjá A við 232. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 6 Í hinum áfrýjaða dómi var ákærði sýknaður af þeim hluta ákærunnar sem lýtur að því að hann hafi fylgst með brotaþola fyrir utan heimili hennar. Ákæruvaldið unir niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að þessu leyt i . 7 Fyrir liggur að ákærði sendi brotaþola fyrstu skilaboðin á tímabilinu sem vísað er til í veist auðvitað alveg af hverju ég er svona reiður við þig. Ég er mjög sterkur bæði andlega og líkamlega að öllu jöfnu. En þegar þú sveikst mig um kynlífið sem þú lofaðir eftir allt saman þá komstu heldur betur við veikan blett á mér. Ég hefði algerlega sæt t mig við allt saman og verið besti vinur til æviloka ef þú hefðir ekki svikið það. Þegar ég er orðinn svona spenntur og þú búinn að lofa mér þessu þá er ekkert aftur snúið engan veginn alls ekki bara. Þetta mun ég því miður aldrei sætta mig við og lang be st fyrir þig að vera bara einhvernstaðar annarstaðar en ég er það sem eftir er. Ég tel mig hafa fullan rétt á að láta svona við þig þar sem þetta eru um það bil mestu svik sem ég hef orðið fyrir. Það verður bara að svo að vera um ókomna framtíð. En ef þú v ilt bæta fyrir svikin þá fer öll spennan úr því um leið og við getum orðið bestu vinir sem nokkurn tíma hafa verið til. P.S ég mun samt auðvitað aldrei gera þér neitt. Bara verða 8 Ákærði sendi brotaþola e innig svohljóðandi skilaboð á vefsvæðinu bland.is 4. apríl augu við hvað þú ert ómerkileg og ætlar að standa á svikunum [er] best fyrir þig að 3 hafa vit á því að vera einhverstaðar allt annarstaðar en ég það sem eftir er og ég ætla 9 Brotaþoli svaraði tölvupósti ákærða frá 1. apríl 2021 með tölvupósti 5. þess mánaðar en þar sagði: ,,Ég ætla að biðja þig um að láta mig í friði. Þetta áreiti og þessar ofsóknir frá þér í minn garð eru ekki að bera neinn tilgang svo vinsamlegast láttu mig Ákærði svaraði skilaboðunum tæplega klukkutíma síðar um að það væri sjálfsagt mál, ar aftur 10 Brotaþoli svaraði skilaboðum ákærða nokkrum mínútum síðar og bað hann að snúa sér a ð einhverju öðru en að reyna að angra sig. Ákærði sendi brotaþola þá aftur auðveldlega út úr þessu. Viðurkenndu bara að þú ert svona svakalega ómerkileg. Svikin munu sitja í mér alla um nóttina að ákærði væri búinn að vera giftur konunni sinni í mörg ár og ætti að 11 Ákærði sendi brotaþola tvo tölvupósta til v iðbótar síðar sömu nótt þar sem hann lýsti og útilokað að ski f ta bara um skoðun þetta Brotaþoli svaraði ákærða að morg uninn eftir en í skilaboðu m hennar sagði meðal annars: ,,Nú höfum við ekki talað saman í meira en ár og þetta virðist vera alvarleg þráhyggja hjá þér, 12 Ákærði sendi brotaþola skilaboð rúmlega hálftíma síðar í tölvupósti þar sem sagði: g viti ekki að þú sérð enganveginn hvað þú ert lygin og ómerkileg. Ég hafði ekki hugsað svo mikið um þetta þangað til ég sá þig aftur eftir langan tíma. Ég veit alveg hvar þú býrð hef samt ekki hugsað mér að koma þar óboðinn. Þetta eru mestu og verstu svik sem ég hef orðið fyrir á ævinni. Ef þú heldur að þú svíkir mig svona svakalega frítt þá er þá ertu ansi langt frá að vera í lagi sem ég held reyndar að sé raunin. Mundu bara það sem ég sagði þér ef ég þarf ekki að sjá þig þá færðu frið fyrir mér það stend 13 Um sólarhring síðar eða að morgni dags 7. apríl hafði ákærði aftur samband við svara fá frið frá þér bara, þetta er orðin ansi þreytt rulla og þú þarft virkilega að fara að ná þér upp úr þessu eða leita þér aðstoðar við því, því alveg sama hvað á hefur gengið þ á er þetta greinilega orðin rosaleg þráhyggja hjá þér. Þetta er mitt síðasta svar og vona ég að þú virðir það og ég þurfi ekki að blocka þig hér eins og allsstaðar annarsstaðar 4 i til brotaþola síðar um daginn sagðist ákærði vera hættur. 14 Ákærði hafði hins vegar aftur samband við brotaþola í tölvupósti 12. júní 2021. Þar þar sem þú þolir ekki sann leikann. Hef séð aðeins of mikið af þér undanfarið! Þér finnst greinilega hegðun þín algerlega eðlileg gagnkvæmt mér. Þú hefðir ekki getað svikið mig meira en þú gerðir og veist það alveg en örugglega öll [af] vilja gerð til að svíkja mig meira en það var bara ekki hægt. Er samt búinn að bjóða þér að bæta fyrir svikin og þetta rugl sem þú bjóst til er endalega úr sögunni. Það villtu auðvitað alls 15 Ákærði hafði aftur samband við brotaþola með skilaboðum í tölvupósti 10. júlí, 24. júlí og 26. ágúst 2021 en brotaþoli svaraði ekki skilaboðunum. Í skilaboðunum sem ,,Þú hefur samt enn tækifæri á að bæ ta fyrir svikin og þetta rugl sem þú bjóst til er 16 Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi hófst rannsókn lögreglu þegar brotaþoli lagði fram kæru 28. september 2021 hjá lögreglunni vegna umsáturseineltis sem hún kvaðst hafa orðið fyrir af hálfu ákærða á árinu 2021, auk þess sem hún óskaði eftir nálgunarbanni gagnvart ákærða. Í skýrslutöku hjá lögreglu sama dag greindi brotaþoli frá því að hún og ákærði hefðu áður verið vinir og unnið á sama vinnustað og samband þ eirra hafi þróast út í daður en hún hefði hætt samskiptum við hann í apríl 2020. Eftir það hefði ákærði haft samband við hana í gegnum bland.is og ítrekað áreitt hana með tölvupóstum, þrátt fyrir að hún hefði beðið hann um að láta sig í friði. 17 Við skýrslu töku hjá lögreglu samþykkti b rotaþoli að beitt yrði vægara úrræði en nálgunarbanni gagnvart ákærða, þannig að ákærði myndi skrifa undir yfirlýsingu um að hafa ekki samband við hana í allt að 12 mánuði frá undirritun. 18 Ákærði mætti til skýrslutöku 30. s epte mber 2021 þar sem hann gekkst við því að hafa sent brotaþola skilaboðin sem lágu fyrir í málinu. Kvað hann ástæðu skilaboðanna eftir ár án samskipta vera þá að hann hafi séð brotaþola í verslun í og snöggreiðst. Ákærði skrifaði undir yfirlýsingu um að koma ekki á eða vera við heimili brotaþola og jafnframt að veita henni ekki eftirför, heimsækja hana eða setja sig með öðru móti í samband við hana, svo sem með símtölum, tölvupósti eða öðrum hætti , í 12 mánuði frá undirritun. Ákærði kvaðst aldrei ætla að hafa samskipti við brotaþola framar og að hún þyrfti ekki að óttast hann. 19 Á kærði sendi brotaþola tölvupóst að kvöldi 10. október 2021 þar sem hann bauð henni greiðslu gegn því að hún félli frá kæru. Í tölvupóstinum sagði ákærði meðal annars að 5 verður nú ákært í þessu máli sem ég veit ekkert um og þriðji aðilinn sem sumt varðar dregst þar inní og farið verður að hártogast um hver sagði hvað, hver laug hverju og hver lofaði hverju í tveggja manna tali held ég að það endi bara þannig að lygin verð i sannleikur og sannleikurinn lygi og ósættið verði enn meira en nokkru 20 Í tölvupósti til lögreglu næsta dag óskaði lögmaður brotaþola eftir nálgunarbanni gagnvart ákærða. Tekin var skýrsla af ákærða 12. o któber 2021 þar sem honum var birt ákvörðu n lögreglustjóra um nálgunarbann. Niðurstaða 21 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar hljóð - og myndupptökur af skýrslum ákærða og brotaþola í héraði. Í skýrslu ákærða fyrir héraðsdómi staðfesti hann að hafa sent brotaþola þá tölvupósta og s kilaboð á vefsíðunni bland.is á tímabilinu 1. apríl til 10. október 2021 sem ákæra málsins lýtur að og rakin eru hér að skrifað skilaboðin vegna reiði sinnar í garð brotaþola. 22 Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi greindi brotaþoli frá því fyrir dóminum að hún hefði hætt samskiptum við ákærða í apríl 2020 vegna þess að henni hafi ekki líkað í hvaða farveg þau væru komin og hún hefði verið orðin hrædd. Hún hafi þá verið búin að loka á ákærða í síma og á samfélagsmiðlum, auk þess að skipta um símanúmer, en ákærði hafi síðan orðið sér úti um netfang hennar. Öll samskipti ákærða við hana samkvæmt ákæru hafi verið gegn hennar vilja en hún hafi verið hrædd á meðan þeim stóð, liðið mjög illa og hvergi upplifað sig örugga. 23 Sýknukrafa ákærða í málinu byggist á því að skilaboðin sem hann sendi brotaþola falli ekki undir verknaðarlýsingu 232. gr. a a lmennra hegningarlaga. Samkvæmt á kvæðinu öðrum sambærilegum hætti situr um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. 24 Ákvæði 232. gr. a var tekið upp í almenn hegningarlög með 1. gr. laga nr. 5/2021 en lögin tóku gildi 11. febrúar 2021 . Í almennum athugasemdum sem fylgdu frumvarpi því sem varð að lögum nr. 5/2021 kemur fram að þörf hafi verið talin á að setja sérstakt ákvæði um umsáturseinelti í íslenska refsilöggjöf til að treysta enn frekar vernd kvenna og barna í framhaldi af fullgildingu Íslands á Istanbúl - samningnum, samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Er í því sambandi vísað sérstaklega til 34. gr. samningsins um umsáturseinelti en samkvæmt því ákvæði skul u samningsaðilar gera nauðsynlegar ráðstafanir, með 6 lagasetningu eða öðrum hætti, til að tryggja að ásetningsverknaður sem felst í ógnandi hegðun gagnvart öðrum einstak lingi og veldur ótta hjá honum um eigið öryggi, sé lýstur refsiverður. 25 Í athugasemdum með nokkuð lýsandi fyrir þannig hræðslu eða kvíða. Geti beinist að upplifi ógn og skelfingu sem skerð i lífsgæði hennar. 26 Í athugasemdum við ákvæði 1. gr. frumvarpsins sem varð að 232. gr. a almennra hegningarlaga er því lýst að umsáturseinelti sé hægt að hafa í frammi með ólíkum aðferðum sem seint verð i tæmandi taldar. Þ ær algengustu séu taldar upp í ákvæðinu g i að tryggja að aðrar aðferðir sem beitt er og eru til þess fallnar að valda öðrum hræðslu eða kvíða falli undir ákvæðið. Þá segir í athugasemdunum að a ðferð sem beitt sé við umsáturseinelti þurfi ekki að fela í sér sjálfstæðan refsiverðan verknað heldur geti hegðun sem ein og sér sé ekki refsiverð orðið það ef hún er endurtekin. Er þá tekið sem dæmi að h áttsemin geti falist í því að fylgja eftir eða elta annan mann ítrekað, koma á samskiptum eða sambandi við hann í óþökk hans eða með því að láta annan man n vita að fylgst sé með honum. 27 Hér að framan eru rakin þau skilaboð sem ákærði sendi brotaþola á tímabilinu 1. apríl til 10. október 2021. Samkvæmt þeim liggur fyrir að ákærði setti sig ítrekað í samband við brotaþola á rúmlega sex mánaða tímabili og viðh afði í því sambandi endurtekið ummæli um að það væri best fyrir hana að vera einhvers staðar annars staðar en hann það sem eftir væri og að hún fengi frið fyrir honum ef hann þyrfti ekki að sjá hana aftur. Jafnframt gaf ákærði oftar en einu sinni til kynna að brotaþoli hefði svikið sig Ákærði hélt uppteknum hætti þrátt fyrir að brotaþoli óskaði ítrekað eftir að hann léti sig í friði og gerði honum þar með ljóst að samskipti hans við hana vær u í hennar óþökk en áður hafði hún lokað á að hann hefði samband við hana í gegnum aðra miðla eins og skilaboð ákærða til hennar ber a með sér . Þá hafði ákærði aftur samband við brotaþola eftir að hún hafði kært hann til lögreglu. 28 Telja verður að með því að setja sig endurtekið í samband við brotaþola með framan greindum hætti hafi ákærði gerst sekur um háttsemi sem fellur að verknaðarlýsingu 232. gr. a almennra hegningarlaga eins og það ákvæði verður skýrt með hliðsjón af lögskýring argögnum. Ljóst er að ákærði hafði einbeittan ásetning til háttseminnar og lét ekki af henni þótt brotaþoli kæmi því ítrekað á framfæri við hann að skilaboðin væru í hennar óþökk. 29 Að virtu efni skilaboðanna sem ákærði sendi verður að telja að háttsemi han s hafi verið til þess fallin að valda brotaþola hræðslu eða kvíða . Í því sambandi hefur ekki þýðingu þótt ákærði hafi í skilaboðum 1. apríl 2021 sagt að hann myndi aldrei gera 7 brotaþola neitt. Er þá að líta til þess að ákærði viðhafði í síðari skilaboðum s ínum til brotaþola ítrekað ummæli á borð við að hún ætti eftir að sjá eftir því alla ævi að hafa svikið hann og hún fengi frið fyrir honum ef hann þyrfti ekki að sjá hana aftur. 30 Með vísan til þess sem að framan er rakið verður staðfest niðurstaða hins áfr ýjaða dóms um sakfellingu ákærða og þá refsingu sem þar er tilgreind. 31 Sakaferill ákærða hefur ekki áhrif á refsingu. Að því gættu en öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest niðurstaða hans um refsingu ákærða og rétt brotaþola til miskabóta . Að háttsemi ákærða virtri, einbeitts ásetnings hans og þegar litið er til þess hversu langan tíma háttsemin stóð yfir verður ákvæði hins áfrýjaða dóms um miskabætur staðfest. 32 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað er staðfest. Ákærði greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda , sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði . Þá greiði ákærði málskostnað brotaþola vegna þóknunar lögmanns hennar fyrir Landsrétti, sbr. 3. mgr. 176. gr. laga nr. 88/2008 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði , X , greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 581.112 krónur, þar me ð talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, 535 .000 krónu r. Ákærði greiði brotaþola, A , 167.400 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 1. desember 2022 Mál þetta, sem dómtekið var 11. október 2022, höfðaði lögreglustjórinn með ákæru 28. febrúar 2022 á hendur ákærða, X , kt. , : fyrir umsáturseinelti, með því að hafa á tímabilinu frá 1. apríl 2021 til 10. október 2021, endurtekið hótað, fylgst með og sett sig í samband við fyrrverandi vinnufélaga sinn, A , kt. , gegn hennar vilja, bæði með tölvupóstum og skilaboðum í gegnum v efsíðuna bland.is, auk þess að hafa fylgst með henni m.a. fyrir utan heimili hennar. Hélt ákærði því margítrekað fram við A að hún hafi svikið sig um kynlíf og að hún ætti því m.a. að hafa vit á að vera annars staðar en hann það sem eftir er, að hún væri ó merkileg, að hún væri lygin, að hún væri heppin að hann væri bara reiður, að hún ætti eftir að sjá eftir því alla ævi að hafa svikið hann en einnig reyndi ákærði að fá A til að bæta fyrir það sem hann hélt fram að væru svik. Var þessi háttsemi ákærða til þess fallin að valda hræðslu og kvíða hjá A . Telst þessi háttsemi ákærða varða við 232. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 8 Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkrafa: Af hálfu A , kt. , er þess krafist að ákærði verði dæmdur til að greiða henni kr. 1.000.000, - ásamt vöxtum skv. 8. gr., sbr. 4. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. ágúst 2021 til þess dags er liðinn verður mánuður frá því að krafan er kynnt ákærða en frá þeim degi með dráttarvöxtum skv. IV. kafla laga nr. 38/2001, sbr. 9. gr. laganna, allt til greiðsludags. Þá er krafist hæfilegrar þóknunar vegna starfa réttargæslumanns að viðbættum virðisaukaskatti, að mati dómara eða skv. síðar framla gðri Af hálfu ákærða er aðallega krafist sýknu en til vara að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög frekast heimila. Ákærði krefst þess að bótakröfu verði vísað frá dómi, til vara krefst hann sýknu en til þrautavara að bætur verði s tórlega lækkaðar. Þá er þess krafist að allur sakarkostnaður verði felldur á ríkissjóð, þ.m.t. hæfileg málsvarnarlaun verjanda samkvæmt málskostnaðarreikningi. I. Samkvæmt skýrslu rannsakara hófst rannsókn lögreglu þegar brotaþoli lagði fram kæru 28. sep tember 2021 hjá lögreglunni vegna umsáturseineltis sem hún kvaðst hafa orðið fyrir af hálfu ákærða á árinu 2021, auk þess sem hún óskaði eftir nálgunarbanni gagnvart ákærða. Brotaþoli kvað þau ákærða hafa byrjað vinskap í kringum áramótin 2018 - 2019, se m hafi þróast út í einhvers konar daður. Þau hafi átt sameiginlegan vin og öll þrjú unnið á sama vinnustað. Brotaþoli kvað sér hafa fundist þetta óþægilegt, sérstaklega eftir að hún hafi komist að því að ákærði ætti konu og börn, og hætt samskiptum við ákæ rða í apríl 2020. Ári síðar hafi ákærði haft samband við hana í gegnum Bland en einnig áreitt brotaþola með tölvupóstum og meðal annars rukkað hana um kynlíf, sem ákærði taldi brotaþola skulda sér. Brotaþoli kvaðst ítrekað hafa beðið ákærða um að láta sig í friði án árangurs. Brotaþoli samþykkti að beitt yrði vægara úrræði en nálgunarbanni gagnvart ákærða, svokallaðri Selfossleið, en þá skrifar meintur sakborningur undir yfirlýsingu um að hafa ekkert samband við brotaþola í allt að 12 mánuði frá undirritun. Þann 30. september 2021 mætti ákærði til skýrslutöku. Ákærði kvaðst hafa sent brotaþola skilaboðin sem lágu fyrir í málinu með tölvupóstum og í gegnum Bland, þar sem hann hafi meðal annars rukkað brotaþola um kynlíf sem hann taldi brotaþola hafa lofað s ér. Kvað hann ástæðu skilaboðanna eftir ár án samskipta vera þá að hann hafi séð brotaþola í verslun í og snöggreiðst. Ákærði skrifaði undir yfirlýsingu um að koma ekki á eða vera við heimili brotaþola og jafnframt að veita henni ekki eftirför, heimsæk ja eða vera með öðru móti í sambandi við hana, svo sem með símtölum, tölvupósti eða öðrum hætti í 12 mánuði frá undirritun. Ákærði kvaðst aldrei ætla að hafa samskipti við brotaþola framar og að hún þyrfti ekki að óttast hann. Lögmaður brotaþola sendi lö greglunni tölvupóst þann 11. október 2021 og greindi frá því að ákærði hafi sent brotaþola tölvupóst daginn áður, þar sem hann fari yfir málið og bjóði brotaþola greiðslu gegn því að hún falli frá kæru. Ákærði hafi tekið fram að hann langaði til að bjóða brotaþola sættir þótt hann mætti það kannski ekki. Óskaði lögmaður brotaþola eftir nálgunarbanni gagnvart ákærða. Tekin var skýrsla af ákærða 12. október 2021 þar sem ákærða var birt ákvörðun lögreglustjóra um nálgunarbann. Tölvupóstur dagsettur 10. októ ber 2021 var borinn undir ákærða, sem ákærði kvaðst hafa sent, þrátt fyrir að hafa skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að hann muni láta af því að senda brotaþola skilaboð eða áreita hana á nokkurn hátt. Ákærði kvaðst vera með ADHD og vera stundum svolíti ð fljótur á sér. Hann kvaðst hafa hugsað með sér að þetta gæti nú ekki verið svo slæmt og sent skilaboðin. Ákærði samþykkti ákvörðun lögreglustjóra um nálgunarbann. 9 Í málinu liggja fyrir 14 tölvupóstar og ein skilaboð á bland.is frá ákærða til brotaþola á tímabilinu 1. apríl til 10. október 2021 og fjórir tölvupóstar frá brotaþola til ákærða þar sem hún svarar ákærða á tímabilinu 5. - 7. apríl 2021. Einnig skjáskot af skilaboðum ákærða til vitnisins B frá 12. október 2020. Meðal gagna málsins er staðfesting Bjarkarhlíðar um að brotaþoli hafi komið í viðtöl í september 2021. Einnig yfirlýsing dagsett 30. september 2021 undirrituð af ákærða þar sem hann skuldbindur sig til að koma ekki nálægt heimili brotaþola, veita henni ekki eftirför eða setja sig í samband við hana í 12 mánuði. Þá liggur fyrir ákvörðun lögreglustjóra 12. október 2021, árituð af ákærða, um nálgunarbann ákærða gagnvart brotaþola til 20. apríl 2022. Vitnin B og C gáfu lögregluskýrslu en ekki þykir ástæða til að rekja efni þeirra. II. Framburð ur ákærða, brotaþola og annarra vitna fyrir dómi Ákærði kvaðst hafa kynnst brotaþola á sameiginlegum vinnustað 2019 og þau stungið saman nefjum fram til fyrri hluta árs 2020 en þau hafi ekki verið í samskiptum frá þeim tíma til 1. apríl 2021. Ákærði kva ðst vera tíður gestur í næsta húsi við hús brotaþola, þar sem hann hafi verið að keyra dóttur sína til vinkonu sinnar og þá þurft að keyra í gegnum bílastæði við heimili brotaþola. Ákærði kvaðst hafa séð bifreið brotaþola fyrir utan og ályktað út frá því a ð brotaþoli byggi þarna. Hann hafi einnig skoðað bíla á Bland og séð auglýsingu frá brotaþola en svo séð brotaþola fyrir utan Nettó skömmu síðar og fundist hann vera búinn að sjá helst til of mikið af brotaþola. Hann hafi farið á ja.is og fundið símanúmer brotaþola Ákærði staðfesti að hafa sent brotaþola samskiptin sem liggja fyrir í málinu á því tímabili sem ákært er fyrir. Aðspurður um hvað hafi vakað fyrir ákærða með skilaboðunum kvað ákærði að togstreita milli sín, brotaþola og B hafi setið illa í sér en brotaþol i hafi sagt að hún gæti ekki verið með ákærða því að hún væri svo hrædd við B . Ákærði kvaðst hafa verið skotinn í brotaþola og viljað hana. Ákærði var spurður um skilaboð send til B A sem var ilaboðin sem hafi verið skrifuð í reiðikasti en hann hafi augljóslega átt við að brotaþoli hafi sagt við sig að hún gæti ekki verið með ákærða vegna B . Ákærði var spurður hvort hann væri að tala um meint loforð um kynlíf í tölvupósti 1. apríl 2021 og kvað þau brotaþola hafa talað um fátt annað enda hafi greddan dregið þau saman. Ákærði kvaðst ekki geta útskýrt frekar ummæli sín aftar í sama orði svikinn og ósáttur við hvernig þetta endaði. Aðspurður hvort brotaþoli hafi mátt skilja ummælin sem svo að ef hún stundaði kynlíf með ákærða myndi hann láta hana vera, kvaðst ákærði ekkert vita um það. Ákærði var spurður hvort honum hafi ekki dottið í hug að virða ósk brotaþola um að láta sig í friði þegar hún i. Þetta áreiti og ofsóknir frá þér í minn garð eru ekki að bera neinn tilgang svo vinsamlegast láttu mig í skynsemistal og sagt að hún hafi ein faldlega skipt um skoðun, þegar ákærði vissi að þau væru bæði jafn miklir skíthælar í þessum málum. ákveðið og útilokað að skifta bara um skoðun þetta voru fullk rétt á að skipta um skoðun. Þarna hafi verið þessi togstreita sem hann hafi áður talað um en það hafi verið 10 auðveldara að hugsa ekki rökrétt. Spurður hverju brotaþoli hafi mátt eiga von á ef hún hitti ákærða veg na af brotþola á stuttum tíma. Aðspurður hva ð ákærði hafi átt við í tölvupósti 12. júní 2021, þar sem fram kemur að ákærði geri ráð fyrir að brotaþoli hafi blokkað sig og ákærði sé búinn að bjóða henni að bæta fyrir svikin sem hún sitji uppi með alla ævi, kvað ákærði það hafa verið reiðilestur af sa ma meiði og annað. Aðspurður um tölvupóst 24. júlí 2021 þar sem ákærði talar um að hafa séð brotaþola á tjaldsvæði og hann hafi verið kominn að því að hella sér yfir hana fyrir framan foreldra hennar, kvaðst ákærði hafa sent og takist það ef til vill einu sinni enn. Aðspurður kvaðst ákærði ekki hafa vitað að brotaþoli væri í útilegu á þessum stað, hann hafi farið þangað fyrir tilviljun en verið á leið t il Akureyrar. Aðspurður um tölvupóst 26. ágúst 2021, þar sem ákærði tali enn og aftur um að brotaþoli eigi eftir að sjá eftir því alla ævi að svíkja hann og að hún hafi enn tækifæri til að bæta fyrir svikin, kvað ákærði skilaboðin ekki hafa verið eðlileg frekar en annað í málinu. Það hafi farið alveg öfugt ofan í hann þegar brotaþoli hafi verið með eitthvert réttlætistal í þessum málum þegar hann viti hvernig hún er. Ákærði kvaðst aðspurður hafa verið giftur á þessum tíma og spurður um það hvort honum þætt i eðlilegt að rukka einhvern um kynlíf, sem ákærði teldi sig eiga rétt á, kvað ákærði þetta allt vera kolrangt. Ákærði kvað Ák ærði kvaðst hafa sent tölvupóst 10. október 2021 því að hann hafi hugsað með sér að yrði dómsmál úr þessu rugli hlyti sannleikurinn að koma í ljós, hann hafi ekki langað sérstaklega til þess og hafi haldið að brotaþola langaði ekki til þess heldur. Aðspurð ur hvort skilaboð í tölvupóstum og á bland.is hafi haft þann tilgang að valda brotaþola hræðslu eða kvíða, kvaðst ákærði ekki halda það en að brotaþoli væri hrædd manneskja yfirleitt, þetta hafi bara verið reiðilestur. Spurður nánar um tölvupóstinn 10. okt óber kvaðst ákærði hafa áttað sig á því að það hafi átt að bola sér úr vinnunni. Hann hafi því sagt sínum yfirmanni frá málinu sem hafi sagt við ákærða að hann yrði að reyna að ná sáttum. Því kvaðst ákærði hafa sent þessi skilaboð, reynt að leggja spilin á borðið og skrifað þannig að brotaþoli vissi hvað hann ætti við. Aðspurður hvort ákærði hafi ekki gert sér grein fyrir því undir hvað hann var að skrifa nokkrum dögum áður, um að hafa ekki samband við brotaþola, kvað ákærði þetta hafa verið upplognar ásaka nir, kannski hafi brotaþoli haldið að ákærði hafi verið að elta hana en hann hafi verið þarna í öðrum tilgangi og ekki verið hræddur við það. Brotaþoli kvaðst hafa kynnst ákærða í vinnunni en ákærði hafi síðan haft samband með skilaboðum vegna sameiginleg s vinar og vinskapur skapast út frá því. Þau hafi hætt samskiptum í apríl 2020 vegna þess að sér hafi ekki líkað í hvaða farveg þau voru komin og hafi verið orðin hrædd. Hún hafi verið búin að loka á ákærða í síma og á samfélagsmiðlum auk þess að skipta um símanúmer en svo hafi ákærði orðið sér úti um netfang brotaþola. Fyrst hafi hún svarað ákærða og beðið hann um að láta sig í friði en ákærði ekki sinnt því. Brotaþoli kvaðst aðspurð hafa verið hrædd meðan á þessu stóð, sér hafi liðið mjög illa, hvergi upp lifað sig örugga og alltaf hafa verið með í maganum þegar hún hafi fengið tölvupósta. Brotaþoli kvað öll samskipti samkvæmt ákæru hafa verið gegn sínum vilja. Brotaþoli kvaðst aðspurð hafa verið í útilegu með foreldrum sínum og syni sumarið 2021, séð húsbí l en ekki áttað sig á að ákærði ætti hann. Hún hafi síðan séð ákærða sem hafi setið fyrir framan húsbílinn langt fram eftir degi og horft yfir til sín og fjölskyldu sinnar sem brotaþola hafi þótt óþægilegt. Aðspurð um ummæli í tölvupóstum um að brotaþoli geti bætt fyrir svikin og hvernig upplifun hennar hafi verið við að fá slíka tölvupósta kvað hún hana hafa verið mjög skrýtna. Henni hafi ekki fundist ákærði hafa verið svikinn, hún líti svo á að fólk hafi ákvörðunarrétt í þessum málum, hvort sem það haldi sínu striki eða skipti um skoðun. Brotaþoli kvaðst ekki beint hafa skipt um skoðun, sér hafi alltaf þótt þetta mjög óþægilegt. Aðspurð hvort ákærði hafi verið að reyna að þvinga brotaþola til kynlífs kvað brotaþoli 11 svo hafa verið. Þegar slíkt væri ítrekað sagt í marga mánuði væri ekki um annað að ræða en þvingun. Hún hafi verið búin að biðja ákærða ítrekað um að láta sig í friði. Aðspurð um líðan sína í dag kvað brotaþoli hana vera svipaða, hún og ákærði byggju í sama bæjarfélagi, hún væri mjög vör um sig þegar hún færi í búð og kvaðst helst ekki fara í búð í sínu bæjarfélagi, auk þess að læsa hurðum á bílnum þegar hún keyri um. Þetta hafi haft mikil áhrif á líf hennar og geri enn í dag. Aðspurð um það hvað brotaþola hafi þótt verst í tölvupóstsamskiptum á kærða kvað hún það hafa vissi ekki hver nig hún ætti að skilja þau öðruvísi. Aðspurð hvaða önnur áhrif framkoma ákærða hafi haft á daglegt líf brotaþola kvaðst brotaþoli hafa upplifað sig örugga þar til hún hafi séð ákærða keyra fram hjá heimili hennar í fyrsta sinn en þá hafi sú öryggistilfinni ng horfið. Brotaþoli kvað ákærða hafa keyrt fram hjá heimili hennar og þar á meðal þegar hún var með fermingarveislu fyrir son sinn 1. apríl 2021 en kvaðst ekki muna hversu oft. Brotaþoli kvaðst ekki vita hvort einhver hafi verið með ákærða í bílnum. Aðspu rð hvort brotaþoli hafi leitað sér aðstoðar hjá fagaðilum kvaðst hún hafa farið í samtal hjá Bjarkarhlíð og fengið aðstoð þar til að gera eitthvað varðandi þessa hræðslu varðandi tölvupóstana. Hún hafi leitað þangað einvörðungu vegna þessa máls. Vitnið B kvaðst hafa kynnst brotaþola og ákærða á sameiginlegum vinnustað, en hann hafi þekkt ákærða frá 2015. Vitnið kvaðst kannast við skilaboð til sín frá ákærða en muni ekki hvenær þau hafi verið send. Ákærði hafi sent vitninu skilaboð nokkrum mánuðum eftir að hann sleit sambandinu við vitnið og vildi að vitnið kæmi sér í samband við brotaþola. Brotaþoli hafði skipt um símanúmer og skilaboðin hafi verið send eftir það. Aðspurður um hvað ákærði hafi átt við kvað vitnið það vera ljóst af skilaboðunum að ákærði haf i talið vitnið hafa komið í veg fyrir kynlíf hjá ákærða. Ákærði hafi verið að tala um kynlíf þegar hann tali um loforð. Vitnið kvað báða aðila hafa rætt þetta við sig og að hegðun ákærða hafi verið óeðlileg gagnvart brotaþola en þetta hafi virst snúast um kynlíf fyrst og fremst. Brotaþola hafi liðið illa með þetta og hún hafi verið hrædd við ákærða vegna þessa meinta kynlífs. Ákærði hafi verið mjög reiður út í brotaþola. Vitnið kvaðst ekki hafa verið í neinu sambandi við ákærða síðan þeir slitu sambandi og lítið við brotaþola en kvaðst hafa heyrt í henni í síðustu viku. Vitnið C kvaðst þekkja brotaþola og ákærða frá sameiginlegum vinnustað. Vitnið kvaðst lítið vita um samskipti þeirra utan eitt tilvik þegar brotaþoli hafi komið til sín í mikilli geðshræring u eftir að flestir starfsmenn voru farnir. Vitnið kvaðst halda að það hafi verið fyrir eða í kringum Covid. Brotaþoli hafi sagt sér að hún hafi hitt ákærða sem hafi hótað henni en brotaþoli hafi sagt að þau hafi verið saman eftir einhvern fögnuð hjá fyrirt ækinu. Ákærði hafi sagt að brotaþoli mætti ekki segja neinum frá því sem hefði gerst á milli þeirra. Vitnið kvaðst hafa viljað tilkynna atvikið en brotaþoli hafi ekki viljað það. Vitnið kvaðst hafa minnst á þetta við brotaþola nokkrum sinnum en hún hafi ek ki viljað tilkynna málið. Eftir þetta kvaðst vitnið hafa séð til þess að brotaþoli væri aldrei ein með ákærða. Rannsóknarlögreglumaður D kvaðst hafa tekið kæruskýrslu af brotaþola, auk þess að taka skýrslur af vitnum og sakborningi málsins. Tölvupóstar ha fi verið sendir lögreglu af lögmanni brotaþola. Vitnið kvað aðspurt ekki hafa verið rannsakað hvort ákærði hafi getað átt erindi í næsta hús við hús brotaþola. Lögreglumaður E kvaðst staðfesta að hafa ritað upp framburðarskýrslur í málinu en ekki komið að því að öðru leyti. III. 12 Forsendur og niðurstaða Ákærði er ákærður fyrir umsáturseinelti gagnvart brotaþola á tímabilinu 1. apríl 2021 til 10. október sama ár, en ákærði hafi endurtekið hótað, fylgst með og sett sig í samband við brotaþola gegn hennar v ilja, bæði með tölvupóstum og skilaboðum gegnum vefsíðuna bland.is auk þess að hafa fylgst með henni, m.a. fyrir utan heimili hennar. Háttsemi ákærða hafi verið til þess fallin að valda hræðslu og kvíða hjá brotaþola. Í ákæru er brot ákærða talið varða við 232. gr. a í almennum hegningarlögum. Samkvæmt ákvæðinu varðar það sektum eða fangelsi allt að fjórum árum að endurtekið hóta, elta, fylgjast með, setja sig í samband við eða með öðrum sambærilegum hætti sitja um annan mann og háttsemin er til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða. Ákærði neitar sök. Hann viðurkennir að hafa sent þau skilaboð sem ákært er fyrir og að hann hafi þar meðal annars verið að tala um kynlíf sem hann taldi brotaþola hafa lofað sér en svikið sig um. Ákærði kvaðst hafa verið ósáttu r við það hvernig samskipti sín og brotaþola hafi endað og fundist hann illa svikinn. Ákærði kvað það vera mjög rangt að halda því til streitu að innheimta kynlíf sem hann hafi talið sig eiga rétt á en hann hafi verið svo reiður. Af málsgögnum og því sem f ram hefur komið við aðalmeðferð málsins má ráða að ákærði og brotaþoli hafi verið í miklum samskiptum á árunum 2019 og 2020 þar sem kynlíf hafi verið rætt en ekki orðið af því og brotaþoli hafi endað þau samskipti. Jafnframt liggur fyrir að ákærði hafi stu ttu síðar hótað brotaþola það alvarlega að yfirmaður hennar kom að henni grátandi en brotaþoli vildi ekki tilkynna um það til yfirmanna. Þá liggur fyrir í gögnum málsins að brotaþoli hafi 5. apríl 2021 svarað fyrsta tölvupósti ákærða á því tímabili sem ákæ rt er fyrir, þ.e. 1. apríl 2021, og beðið ákærða um að láta sig í friði og að hún upplifi samskiptin sem áreiti og ofsóknir af hálfu ákærða. Einnig liggur fyrir að brotaþoli svaraði þremur tölvupóstum til viðbótar en aðeins til að biðja ákærða um að hætta að hafa samband, síðast 7. apríl 2021. Eins og að framan er rakið er það skilyrði 232. gr. a að endurtekin háttsemi sé til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða. Kom fram hjá brotaþola að hún hafi lokað á ákærða í síma og á samfélagsmiðlum við lok samski pta þeirra í apríl 2020 vegna þess að henni hafi ekki líkað í hvaða farveg þau voru komin og hún orðin hrædd. Ákærði hafi orðið sér úti um netfang hennar ári síðar og sent brotaþola endurtekna tölvupósta í óþökk hennar sem brotaþoli kvaðst ekki hafa getað skilið örðuvísi en hótanir. Brotaþoli kvaðst hafa verið hrædd, sér hafi liðið mjög illa, hvergi upplifað sig örugga og alltaf hafa verið með í maganum þegar hún hafi fengið tölvupóst. Brotaþoli kvað sér hafa þótt verst þegar ákærði hafi sent óljósar setnin gar kvaðst hafa upplifað sig örugga þótt hún hefði flutt til baka í sama bæjarfélag og ákærði en öryggistilfinningin hafi horfið þegar hún hafi s éð ákærða keyra fram hjá heimili hennar í fyrsta sinn, sem hún kveður hafa verið sama dag og ákærði sendi fyrstu skilaboðin samkvæmt ákæru. Ákærði byggir sýknukröfu sína á því að ekki hafi falist hótanir í tölvupóstunum. Hegðun ákærða hafi ekki falið í sér síendurtekin friðhelgisbrot gagnvart brotaþola eins og áskilið sé í 232. gr. a í almennum hegningarlögum. Hlutrænt séð hafi skilaboðin alls ekki verið almennt til þess fallin að valda hræðslu eða kvíða en við það mat skipti forsaga ekki máli enda ekki ákært fyrir það tímabil. Aðeins hafi verið um að ræða óviðeigandi skilaboð en í þeim hafi alls ekki falist nein þvingun eða hótanir í garð brot aþola. Þá sé það alls ósannað að ákærði hafi verið að fylgjast með brotaþola fyrir utan heimili hennar. Ákærði hafi skýrt frá því við skýrslutöku að hann hafi þurft að keyra fram hjá heimili brotaþola til að keyra dóttur sína til vinkonu sinnar. Lögregla h afi hins vegar alls ekkert rannsakað þann þátt málsins en hefði það verið gert hefði verið leitt í ljós hvernig atvikum hafi verið háttað. Ákærði sendi brotaþola fjórtán skilaboð með þrettán tölvupóstum og einum skilaboðum á bland.is á tímabilinu 1. apríl til 26. ágúst 2021. Flest skilaboðin fjalla um að brotaþoli hafi lofað ákærða kynlífi og svikið það loforð en það hafi hún ekki haft heimild til að gera, í nokkrum skilaboðum kemur einnig fram að brotaþoli geti losnað við ákærða með því að efna það lofor ð auk þess sem brotaþoli er ásökuð um að vera lygin og ómerkileg auk fleiri ásakana. Ákærði sendi vitninu B einnig skilaboð þar sem ákærði heldur 13 því fram að vitnið hafi átt að segja brotaþola að standa við gefin loforð en samkvæmt lögregluskýrslu voru þau send í október 2020. Í tvennum skilaboðum ákærða er gefið í skyn að eitthvað geti hent brotaþola verði hún á vegi ákærða, en upplifun brotaþola var að þau skilaboð hefðu verið einna verst. Er þar um að ræða skilaboð í gegnum bland.is þann 4. apríl 2021 þa vera einhversstaðar allt annarstaðar en ég er það sem eftir er og ég ætla rétt að vona að ég þurfi aldrei að heldur betur eftir að sjá eft ir því alla ævi að svíkja mig. Ég geri hvað sem er fyrir vini mína. En ef ég er illa svikinn er það ekki aftur tekið. Þú hefur samt enn tækifæri á að bæta fyrir svikin og þetta rugl sem þú ði ákærða í kjölfarið vegna umsáturseineltis og óskaði eftir nálgunarbanni. Ákærði viðurkenndi hjá lögreglu að hafa sent brotaþola skilaboðin og skrifaði undir yfirlýsingu 30. september 2021 þess efnis að setja sig ekki í samband við eða nálgast brotaþola næstu 12 mánuði. Aðeins tíu dögum síðar hafði ákærði samband við brotaþola með tölvupósti 10. október 2021. Þar kemur fram að ákærði geri sér grein fyrir að hann megi ekki vera í ttin felst í því að við séum sammála um það sem ég sagði fyrst hérna. Ég biðst auðvitað afsökunar. Borga þér 100 þúsund fyrir að ráðast að þér ösku reiður í vinnunni rétt áður en þú hættir og þú brotnar niður og ferð að gráta fyrir framan vinnufélagana. Þa ð var auðvitað niðurlægjandi Það var að vísu ekki ætlunin en algerlega mér að kenna. Ég borga þér 200 þúsund fyrir þessar ömurlegu skeyta sendingar í vor og sumar sem pottþétt ullu þér Ákvæði 232. gr. a var bætt við almenn hegningarlög með l ögum nr. 5/2021 sem tóku gildi 12. febrúar 2021. Í almennum athugasemdum með frumvarpi til laganna kemur fram að notað sé orðið valda þannig hræðslu eða kv ógn og skelfingu sem skerða lífsgæði hennar. Þá segir svo meðal annars í athugasemdum um ákvæðið erða tæmandi taldar. sem beitt er og eru til þess fallnar að valda öðrum hræðslu eða kvíða falli undir ákvæðið. Aðferð sem beitt er við umsáturseinelti þa rf ekki að fela í sér sjálfstæðan refsiverðan verknað heldur getur hegðun sem ein og sér er ekki refsiverð orðið það ef hún er endurtekin. Háttsemin getur falist í því að fylgja eftir eða elta annan mann ítrekað, koma á samskiptum eða sambandi við annan ma nn í óþökk hans eða með því að láta annan mann vita að fylgst sé með honum. Í þessu felst t.d. að mæta í eigin persónu á vinnustað annars manns eða stað þar sem hann stundar íþróttir eða nám eða sinnir áhugamálum sínum eða fylgja honum eftir í netheimum, s Eins og sjá má af framangreindu er með ákvæði 232. gr. a í almennum hegningarlögum stefnt að því að ná yfir tilvik sem ekki þurfa að fela í sér hótanir heldur eru til þess fallin vegna endurtekningar að valda hræðslu og kvíða hjá viðtakanda. Er ákvæðinu ætlað að verja einstaklinga gegn því að þurfa að þola endurtekið að annar einstaklingur hafi samband í óþökk viðtakanda með svívirðingum eins og hér háttar. Í hluta skilaboða ákærða fólust að mati dómsins auk þe ss annars vegar hótanir um að brotaþoli mætti búast við að ákærði héldi áfram uppteknum hætti nema hún myndi standa við meint loforð um kynlíf með ákærða og hins vegar óljósar hótanir um að það gæti komið sér illa fyrir brotaþola að vera á sama stað og ákæ rði. Efni skilaboðanna er þess eðlis að ætla mætti að ákærði hafi ekki verið þátttakandi í íslensku samfélagi þar sem fátt hefur fengið meiri umfjöllun en kynfrelsi einstaklinga, ekki síst kvenna, og að það teljist vera nauðgun í skilningi 194. gr. almennr a hegningarlaga ef ekki er tekið tillit til þess þegar samþykki til kynmaka er dregið til baka, á hvaða stigi þeirra sem er, hvað þá ef beitt er hótunum í því skyni. Er það mat dómsins að skilaboð af þessu tagi í óþökk viðtakanda séu almennt til þess falli n að valda hræðslu og kvíða auk þess að fela í sér friðhelgisbrot, án tillits til þess hvort þau verði talin fela í sér hótanir eða ekki. Er að mati dómsins augljóst af skilaboðunum að ákærði lét sér í léttu rúmi liggja þótt brotaþoli hafi gefið ítrekað 14 sk ýrt til kynna að skilaboðin fælu í sér áreiti og ofsóknir, enda kemur fram í tölvupósti ákærða 10. október að skilaboð hans um vorið og sumarið hafi án efa valdið brotaþola hugarangri. Svo einbeittur var brotavilji ákærða að hann setti sig enn og aftur í samband við brotaþola, aðeins tíu dögum eftir að hafa skrifað undir yfirlýsingu hjá lögreglu um að hafa ekkert samband við brotaþola næstu 12 mánuði. Að mati dómsins er ekki dregið í efa að brotaþoli hafi séð ákærða fyrir utan heimili sitt miðað við framb urð ákærða sjálfs, sem kvaðst hafa ekið fram hjá heimili brotaþola margoft með dóttur sína til vinkonu hennar. Er heldur ekki dregið í efa að það hafi svipt brotaþola öryggistilfinningu eins og hún lýsti fyrir dómi. Hins vegar var þessi þáttur ákæru sem lý tur að því að ákærði hafi fylgst með brotaþola fyrir utan heimili hennar ekkert rannsakaður af hálfu lögreglu en þar stendur orð gegn orði. Verður ákærði því sýknaður af þessum hluta ákærunnar. Að öðru leyti metur dómurinn það svo að með tölvupóstum og ski laboðum tímabilið 1. apríl 2021 til 10. október 2021 hafi ákærði endurtekið hótað og sett sig í samband við brotaþola gegn hennar vilja og háttsemin verið til þess fallin að valda brotaþola hræðslu og kvíða eins og lýst er í ákæru. Að framangreindu virtu t elur dómurinn sannað, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ákæru og er brot ákærða þar réttilega heimfært til refsiákvæða. IV. Í ákæru er getið um miskabótakröfu brotaþola að f járhæð 1.000.000 króna. auk vaxta og dráttarvaxta eins og nánar greinir í ákæru. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir alvarlegt brot gegn brotaþola og ber því bótaábyrgð vegna miska á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Eins og fram hefur komið að framan hefur háttsemi ákærða valdið brotaþola mikilli vanlíðan, en hún lýsti áhrifum þeirra með trúverðugum hætti á daglegt líf sitt fyrir dómi. Engum gögnum er til að dreifa í málinu um áhrif brotanna á brotaþola en fyrir liggur vottorð Bjarkarhlíðar um komur brotaþola í september 2021. Í þessu sambandi skal áréttað að ákærði taldi sjálfur að brotaþoli ætti rétt á miskabótum að fjárhæð 200.000 krónur sem hann bauð brotaþola vegna skilaboða samkvæmt ákæru auk 100.000 króna til viðbótar vegna háttsemi sem e kki er ákært fyrir, gegn því að falla frá kæru. Að teknu tilliti til framangreinds og þess að brot af þessu tagi eru almennt til þess fallin að valda miska, þykja miskabætur hæfilega ákveðnar 600.000 krónur. Bótakrafa var birt fyrir ákærða við þingfesting u málsins 25. apríl 2022 og breytti réttargæslumaður kröfugerð við aðalmeðferð um upphafstíma dráttarvaxta til samræmis við það auk þess að gera kröfu um vexti frá þeim degi er ákærði sendi síðast tölvupóst til brotaþola þann 10. október 2021. V. Ákærði e r fæddur . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 1. mars 2022, hefur hann ekki sætt refsingu. Auk framangreinds verður litið til þess við ákvörðun refsingar að háttsemi ákærða olli brotaþola vanlíðan, sbr. 1. tl. 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarla ga. Með hliðsjón af framangreindu og sakarefni málsins þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í tvo mánuði, skilorðsbundin eins og í dómsorði greinir. Á grundvelli sakfellingar ákærða, sbr. 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, ve rður honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, sem var ekki verjandi ákærða á rannsóknarstigi, sem að virtu umfangi máls og með hliðsjón af fyrirliggjandi tímaskýrslu þykir hæfilega ákveðin 1.004.400 kró nur að meðtöldum virðisaukaskatti. Ákærða verður einnig gert að greiða þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Ástu Bjarkar Eiríksdóttur lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 781.200 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti auk 16.428 króna í aksturskostnað. Af hálfu ákæruvaldsins kom fram við aðalmeðferð að skráður kostnaður 15 vegna meðferðar málsins næmi 31.340 krónum. Engin gögn hafa verið lögð fram í málinu til stuðnings þeirri kröfu og verður ákærði af þeim sökum sýknaður af henni. María Thejll héraðsdóma ri kveður upp dóm þennan. Gætt hefur verið að ákvæðum 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Dómsorð: Ákærði, X , sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu dóms þessa að telja, haldi ákærði almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærði greiði A 600.000 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 10. október 2021 til 25. apríl 2022 en með dráttarvöxtum sa mkvæmt 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr., frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði allan sakarkostnað málsins, 1.802.028 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, 1.004.400 krónur, þóknun skipaðs réttarg æslumanns brotaþola, Ástu Bjarkar Eiríksdóttur lögmanns, 781.200 krónur, og aksturskostnað réttargæslumanns, 16.428 krónur.