LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 24. mars 202 3. Mál nr. 753/2021 : Lífeyrissjóður bankamanna ( Jónas Friðrik Jónsson lögmaður ) gegn Landsbank anum hf., ( Andri Árnason lögmaður) Seðlabank a Íslands, ( Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður) Valitor hf., ( Helga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður) Reiknistof u bankanna hf., ( Eiríkur S. Svavarsson lögmaður, Hallmundur Albertsson lögmaður, 2. prófmál) Samtök um starfsmanna fjármálafyr irtækja og ( Bjarki Þór Sveinsson lögmaður) íslenska ríki nu ( Eiríkur Áki Eggertsson lögm aður) Lykilorð Lífeyrissjóður. Breyting samnings. Ábyrgð. Brostnar forsendur. 36. gr. samningalaga. Stjórnarskrá. Aðildarskortur. Útdráttur Lífeyrissjóðurinn LB höfðaði mál gegn stefndu og krafðist breytinga á samkomulagi LB og aðildarfyrirtækja sjóðsins frá 1997, sem gert var í tengslum við setningu laga um einkavæðingu bankanna LÍ og B. Með samkomulaginu, sem byggt var á nánar tilgreindum tr yggingarfræðilegum forsendum, skuldbundu aðildarfyrirtækin sig til að inna af hendi viðbótargreiðslu til LB sem skiptist niður á þau hlutfallslega, auk þess sem kveðið var á um hækkun á iðgjaldahlutfalli launagreiðanda. Aðalkrafa og fyrsta og önnur varakra fa LB byggðu einkum á því að samkomulagið hafi verið ósanngjarnt og forsendur þess brostið. Ættu stefndu því, í tilteknum hlutföllum, að inna af hendi viðbótargreiðslu í samræmi við niðurstöðu matsgerðar frá 2017 og að frá 1. janúar 2015 ættu stefndu að be ra ábyrgð á skuldbindingum svokallaðrar Hlutfallsdeildar LB umfram eignir á hverjum tíma. Þriðja varakrafa LB laut að því að viðurkennt yrði að stefndi Í bæri ábyrgð frá 1. janúar 1998 gagnvart LB á lífeyrisskuldbindingum þeirra sjóðfélaga í Hlutfallsdeild sem voru starfsmenn LÍ fyrir þann dag. Með dómi Landsréttar var staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu LÍ vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá var staðfest niðurstaða héraðsdóms um að aðalkrafa og fy rsta og önnur varakrafa LB 2 yrðu ekki teknar til greina á grundvelli 36. gr. samningalaga, og að tilvísanir LB til 65. gr. og 72. gr. stjórnarskrárinnar breyttu engu þar um. Með sömu röksemdum var niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest um að hafna málsástæð um LB fyrir aðalkröfu og tveimur varakröfum hans sem lutu að óskráðum reglum um brostnar forsendur og óréttmæta auðgun, sem og þriðju varakröfu LB. Var því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóm um sýknu stefndu af kröfum LB. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir , Ragnheiður Harðardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson og Margret G. Flóvenz löggiltur endurskoðandi. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 8. desember 2021 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 12. nóvember 2021 í málinu nr. E - 3250/2018 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að breytt verði samkomulagi hans og stefndu frá 1997 er veg að í lok samkomulagsins komi eftirfarandi v iðbótarákvæði n úmer I framangreint skulu Valitor hf., Seðlabanki Íslands, Reiknistofa bankanna hf., Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, íslenska ríkið og Landsbankinn hf. greiða Lífeyrissjóði bankamanna , viðbótargreiðslu vegna samkomulags þessa sem hér segir: Valitor hf.: 194.047.248 kr., Seðlabanki Íslands: 794.906.783 kr., Reiknistofa bankanna hf.: 432.283.014 kr., Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja: 7.707.647 kr., í slenska ríkið: 120.874.568 kr., Landsbankinn hf.: 4.086.877.469 kr. Gj alddagi framangreindra greiðslna er 15 dögum eftir að Lífeyrissjóður bankamanna gerir kröfu um greiðslu. Landsbankinn hf., Seðlabanki Íslands, Valitor hf., Reiknistofa bankanna hf., Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og íslenska ríkið bera frá 1. janúar 2015 ábyrgð á skuldbindingum Hlutfallsdeildar Lífeyrissjóðs bankamanna umfram eignir á Verði ekki fallist á fyrrgreindar kröfur áfrýjanda á hendur stefnda, Landsbankanu m hf., gerir áfrýjandi sömu kröfur, á hendur stefnda, íslenska ríkinu, sem varastefnda, í stað Landsbankans hf. Aðild annarra stefndu haldist óbreytt. Til vara krefst áfrýjandi þess að fyrrgreindu samkomulagi aðila verði breytt á þann veg að í lok þess kom Seðlabanki Íslands, Valitor hf., Reiknistofa bankanna hf., Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og íslenska ríkið bera frá 1. janúar 2015 ábyrgð á skuldbindingum Hlutfallsdeildar Lífeyrissjóðs bankam anna umfram eignir á hverjum tíma í hlutfalli fyrrgreinda varakröfu áfrýjanda á hendur stefnda, Landsbankanum, gerir áfrýjandi sömu kröfur á hendur stefnda, íslenska ríkinu, sem varastefnda, í stað Landsbankans hf. Aðild annarra stefndu haldist óbreytt. 3 Til þrautavara krefst áfrýjandi þess að fyrrgreindu samkomulagi aðila verði breytt á skulu Valitor hf., Seðlabanki Íslands, Reiknistofa bankanna hf., Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, íslenska ríkið og Landsbankinn hf. greiða Lífeyrissjóði bankamanna viðbótargreiðslu vegna samkomulags þessa sem hér segir: Valitor hf.: 194.047.248 kr., Seðlabanki Íslands: 794.906.783 kr., Reiknistofa bankanna hf.: 432.283.014 kr., Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja: 7.707.647 kr., íslenska ríkið: 120.874.568 kr., Landsbankinn hf.: 4.086.877.469 kr. Gjalddagi framangreindra greiðslna er 15 dögum eftir Verði ekki fallist á þrautavarakröfu áfrýjanda á hendur stefnda, Landsbankanum hf., gerir áfrýjandi sömu kröfur á hendur stefnda, íslenska ríkinu, sem varastefnda, í stað Landsbankans hf. Aðild annarr a stefndu haldist óbreytt. Að því frágengnu krefst áfrýjandi þess að viðurkennt verði að stefndi íslenska ríkið sjóðfélaga í Hlutfallsdeild áfrýjanda sem voru starfsmenn Landsbanka Íslands fyrir 1. Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndu, Landsbankinn hf., Seðlabanki Íslands, Valitor hf., Reiknistofa bankanna hf., Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og íslenska ríkið, kref jast þess, hver fyrir sig, að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefjast stefndu, Seðlabanki Íslands og Reiknistofa bankanna hf., þess til vara að viðbótarákvæði nr. I, sem áfrýjandi krefst að bætt verði við samkomulag aðila frá 1997, mæli fyrir um greiðslu lægri fjárhæðar af hálfu þeirra til áfrýjanda en í kröfugerð áfrýjanda greinir en stefndu verði sýknaðir af þeirri kröfu áfrýjanda að þeir skuli bera frá 1. janúar 2015 ábyrgð á skuldbindingum Hlutfallsdeildar áfrýjanda umfram eignir á hverjum tím a í hlutfalli við skuldbindingar vegna sjóðfélaga áfrýjanda í þeirri deild. Í öllum tilvikum krefjast stefndu málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik 4 Ágreining í máli þessu er að rekja til samkomulags sem áfrýjandi gerði árið 1997 við aðildarfyrirtæki l ífeyrissjóðsins, Greiðslumiðlun hf., VISA Island, sem síðar varð Valitor hf., Landsbréf hf., Lánasýslu ríkisins, Landsbanka Íslands, Fiskveiðisjóð Íslands, Samband íslenskra bankamanna, sem síðar varð Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Reiknistofu bank anna, Seðlabanka Íslands, Iðnþróunarsjóð og Landsvaka hf. um uppgjör á skuldbindingum þeirra við áfrýjanda. Samkomulagið var gert í tengslum við setningu laga nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands, en með þeim var bönkunum breytt í hlutafélög og þeir síðar seldir. Með samkomulaginu, sem byggt var á nánar tilgreindum tryggingafræðilegum forsendum, skuldbundu aðildarfyrirtækin sig til að inna af hendi viðbótargreiðslu til áfrýjanda sem skiptist niður á þau hlutfallsl ega, auk þess sem kveðið var á um hækkun á iðgjaldahlutfalli launagreiðenda. Þann 31. desember 1997 4 tók gildi ný reglugerð nr. 669/1997 um áfrýjanda en með henni var felld niður bakábyrgð banka og annarra vinnuveitenda sjóðfélaga á skuldbindingum áfrýjanda sem gilt hafði samkvæmt eldri reglugerð. Samhliða þessu var sjóðnum skipt í deildir og skyldi starfrækt sérstök deild fyrir sjóðfélaga sem hefðu hafið störf fyrir 1. janúar 1998, svokölluð Hlutfallsdeild. 5 Þann 18. desember 2006 gerði áfrýjandi á ný samkom ulag við Landsbanka Íslands hf., Seðlabanka Íslands, Reiknistofu bankanna, Greiðslumiðlun hf. og Fjármálaeftirlitið, sem í gögnum málsins er nefnt viðbótarsamkomulagið. Þá lá fyrir að miðað við tryggingafræðilega stöðu sjóðsins gat áfrýjandi að óbreyttu ek ki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sjóðfélögum í Hlutfallsdeild. Með samkomulaginu skuldbundu aðildarfyrirtækin sig til að greiða viðbótarfjárhæð til áfrýjanda, samtals að fjárhæð 1.407.516.480 krónur, auk greiðslu rekstrarkostnaðar í þágu hans. Í 4. gr. dómstólum, allri aðild að málarekstri og frekari kröfum á hendur aðildarfyrirtækjunum, sem tengjast forsendum og uppgjöri skuldbindinga í 5. gr. að samkomulagið fæli ekki í sér viðurkenningu á greiðsluskyldu aðildarfyrirtækja áfrýjanda eða því að um brostnar forsendur væri að ræða. Í tengslum við gerð samkomulagsins féll áfrýjandi frá málsókn sem hann hafði haft uppi gegn stefndu Landsban kanum hf. og íslenska ríkinu til vara þar sem krafist hafði verið viðurkenningar á því að ábyrgð þessara aðila á skuldbindingum áfrýjanda gagnvart sjóðfélögum væri enn til staðar. 6 Í gögnum málsins kemur fram að eftir gerð viðbótarsamkomulagsins hafi í tvíg ang reynst nauðsynlegt að skerða lífeyrisréttindi í Hlutfallsdeild áfrýjanda sem nemur um 15% vegna neikvæðrar tryggingafræðilegrar stöðu. Árið 2017 aflaði áfrýjandi matsgerðar dómkvadds manns sem laut meðal annars að því hvert heildarframlag aðildarfélaga sjóðsins vegna samkomulagsins 1997 hefði þurft að vera ef uppgjörið hefði miðast við upplýsingar um raunþróun tiltekinna tryggingafræðilegra forsendna til 31. desember 2015. Dómkröfur áfrýjanda í málinu eru reistar á niðurstöðum matsgerðarinnar. Byggir áf rýjandi á því að á grundvelli samkomulagsins hafi áfrýjanda verið greiddar tæplega 6.103 milljónir króna vegna áfallinna skuldbindinga og svokallaðrar 95 ára reglu en hefði þurft að greiða um 7.550 milljónir króna, miðað við verðlag á þeim tíma. Þá hafi na uðsynlegt heildariðgjald til að mæta framtíðarkostnaði við lífeyrisskuldbindingar verið ákveðið 18,4% en hefði þurft að vera 20,63%, en mismunurinn nemi 810 milljónum króna miðað við verðlag í lok árs 1997. 7 Um málsatvik er að öðru leyti vísað til þess sem rakið í hinum áfrýjaða dómi. Niðurstaða 8 Aðalkrafa áfrýjanda og fyrsta og önnur varakrafa hans lúta að því að fyrrgreindu samkomulagi frá 1997 verði breytt annars vegar með því að í lok þess verði tekið upp nýtt ákvæði um að stefndu verði, í tilteknum hlu tföllum, gert að inna af hendi 5 viðbótargreiðslu í samræmi við niðurstöðu framangreindrar matsgerðar frá 2017 og hins vegar að tekið verði upp nýtt ákvæði þess efnis að frá 1. janúar 2015 skuli stefndu bera ábyrgð á skuldbindingum Hlutfallsdeildar áfrýjanda umfram eignir á hverjum tíma. Þriðja varakrafa lýtur að því að viðurkennt verði að stefndi íslenska ríkið beri ábyrgð frá 1. janúar 1998 gagnvart áfrýjanda á lífeyrisskuldbindingum þeirra sjóðfélaga í Hlutfallsdeild sem voru starfsmenn Landsbanka Íslands fyrir þann dag. 9 Með hinum áfrýjaða dómi var stefndi Landsbankinn hf. sýknaður af kröfum áfrýjanda vegna aðildarskorts, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Er sú niðurstaða staðfest með vísan til forsendna dómsins. Af því leiðir að t il skoðunar koma kröfur áfrýjanda á hendur stefnda íslenska ríkinu samkvæmt síðari lið aðalkröfu og síðari liðum fyrstu og annarrar varakröfu hans. 10 Aðalkrafa áfrýjanda og fyrsta og önnur varakrafa hans um að samkomulaginu frá 1997 verði breytt, eins og að framan greinir, eru á því reistar að uppgjör ábyrgðar á skuldbindingum áfrýjanda hafi verið ósanngjarnt og að forsendur þess hafi brostið. Nánar tiltekið vísar áfrýjandi til ógildingarreglu 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggernin ga og óskráðra reglna samningaréttarins um brostnar forsendur. Í héraðsdómsstefnu vísaði áfrýjandi auk þess til ó lögfestrar auðgunarreglu íslensks kröfuréttar til stuðnings dómkröfum sínum. 11 Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 má víkja samningi til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta samningi, ef það yrði talið ósanngjarnt að bera hann fyrir sig. Við mat á því hvort ósanngjarnt sé að bera fyrir sig samning skal samkvæmt 2. mgr. 36. gr . líta til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til. Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi verður ráðið af lögskýringargögnum að ákvæði 36. gr. feli í sér undantekningarreglu gagnvart meginreglum íslensk s fjármunaréttar um samningsfrelsi og skyldu manna til þess að efna gerða samninga. Þá sé til þess ætlast að dómstólar fari mjög varlega í beitingu reglunnar þar sem óhófleg beiting hennar væri til þess fallin að skerða öryggi í viðskiptum og skapa réttaró vissu. Einnig er til þess að líta að ákvæðinu verður ekki beitt með þeim hætti að aðilar verði með dómi skyldaðir til samningsgerðar, enda myndi það stríða gegn meginreglunni um samningsfrelsi og venjulegum viðskiptaháttum, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstarét tar 1. júní 2006 í máli nr. 282/2006. 12 Af hálfu stefndu hefur meðal annars verið vísað til þess að gögn málsins beri með sér að áfrýjandi meti stöðu sína betri en lagt var til grundvallar í framangreindri matsgerð frá árinu 2017. Þannig komi fram í athugas emd við ársreikning áfrýjanda fyrir árið 2019 að skuldabréf í eigu Hlutfallsdeildar séu þar metin á afskrifuðu kostnaðarverði en væru þau færð til eignar á markaðsverði væri bókfært verð þeirra 5.619,6 milljónum króna hærra. Þá komi fram í ársreikningnum a ð meðaltal hreinnar raunávöxtunar hjá Hlutfallsdeild frá því að henni var komið á fót árið 1998 hafi verið 3,81% en dómkvaddur matsmaður hafi gengið út frá 3,5% meðaltalsávöxtun. 6 13 Samkvæmt 24. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og st arfsemi lífeyrissjóða skal stjórn lífeyrissjóðs árlega láta fara fram tryggingafræðilega athugun á fjárhag sjóðsins. Í 1. mgr. 39. gr. laganna kemur fram að hrein eign lífeyrissjóðs til greiðslu lífeyris ásamt núvirði framtíðariðgjalda skuli vera jafnhá nú virði væntanlegs lífeyris vegna þegar greiddra iðgjalda og framtíðariðgjalda. Hrein eign lífeyris skuli á hverjum tíma metin í samræmi við ákvæði 24. gr. Markmið tryggingafræðilegrar úttektar er að sýna fram á raunverulega stöðu lífeyrissjóðs, það er hvern ig eignir sjóðsins og framtíðariðgjöld muni standa gagnvart lífeyrisgreiðslum til framtíðar. Um tryggingafræðilega athugun er nánar fjallað í reglugerð nr. 391/1998 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þar segir í 20. gr. að núvi rði verðbréfa með föstum tekjum skuli metið miðað við 3,5% raunávöxtunarkröfu enda þótt bókfært verð eignanna sé annað. Samkvæmt 19. gr. reglugerðarinnar skal við núvirðisreikning væntanlegs lífeyris og framtíðariðgjalda einnig nota 3,5% vaxtaviðmiðun umfr am vísitölu neysluverðs. Samkvæmt því hefur bókhaldsleg meðferð verðbréfa í ársreikningi áfrýjanda ekki áhrif á tryggingafræðilega stöðu hans. 14 Í matsgerð dómkvadds manns sem áfrýjandi aflaði árið 2017 var stuðst við 3,5% raunávöxtunarviðmið samkvæmt frama ngreindum reglum, enda hefur með þeim verið lagt til grundvallar að það viðmið sé áreiðanlegast til lengri tíma litið. Engu verður slegið föstu um hvort áfrýjandi muni geta ávaxtað eignir sínar umfram 3,5% viðmiðið til framtíðar. Samkvæmt framangreindu haf a þau gögn sem stefndu byggja á að þessu leyti ekki áhrif á mat réttarins um hvort reglum 36. gr. laga nr. 7/1936 verði beitt í málinu. 15 Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er staðfest niðurstaða héraðsdóms um að staða aðila við gerð samkomulagsins frá 1997, efni samkomulagsins, atvik við samningsgerðina og síðari atvik réttlæti ekki að samkomulaginu verði breytt með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936 og að tilvísun áfrýjanda til 65. gr. og 72. gr. stjórnarskrárinnar bre yti engu þar um. Þá er einnig með sömu röksemdum staðfest niðurstaða héraðsdóms um að hafna málsástæðum áfrýjanda fyrir aðalkröfu og tveimur varakröfum hans sem lúta að óskráðum reglum um brostnar forsendur og óréttmæta auðgun, sem og þriðju varakröfu hans sem byggir á ákvæðum 1. mgr. 11. gr. laga nr. 50/1997 og 65. gr., 72. gr. og 76. gr. stjórnarskrárinnar. Er því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu stefndu af kröfum áfrýjanda. 16 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað skal vera óraskað. Rétt þykir að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. 7 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 12. nóvember 2021 Mál þetta, sem var dómtekið 18. október sl., var höfðað með stefnu birtri 21. og 24. september 2018. Stefnandi er Lífeyrissjóður bankamanna, [...] Reykjavík. Stefndu eru Landsbankinn hf., [...] Reykjavík, Seðlabanki Íslands, [...] Reykjavík, Valitor hf [...] í Hafnarfirði, Reiknistofa bankanna hf., [...] Reykjavík, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, [...] Reykjavík, og íslenska ríkið, [...] Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: Aðalkrafa : A. Að breytt verði samkomulagi, stefnanda annars vegar og hins vegar stefndu Seðlabanka Íslands, Valitor hf., Reiknistofu bankanna hf., Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, íslenska ríkisins og Landsbankans hf., er ber heitið Samkomulag um uppgjör á sku ldbindingum aðildarfyrirtækja , sem gert var á árinu 1997, á þann hátt að í lok samkomulagsins komi eftirfarandi viðbótarákvæði nr. I: Þrátt fyrir framangreint skulu Valitor hf., Seðlabanki Íslands, Reiknistofa bankanna hf., Samtök starfsmanna fjármálafyrir tækja, íslenska ríkið og Landsbankinn hf. greiða Lífeyrissjóði bankamanna viðbótargreiðslu vegna samkomulags þessa sem hér segir: Valitor hf.: 194.047.248 kr. Seðlabanki Íslands: 794.906.783 kr. Reiknistofa bankanna hf.: 432.283.014 kr. Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja: 7.707.647 kr. Íslenska ríkið: 120.874.568 kr. Landsbankinn hf.: 4.086.877.469 kr. Gjalddagi framangreindra greiðslna er 15 dögum eftir að Lífeyrissjóður bankamanna gerir kröfu um greiðslu. Landsbankinn hf., Seðlabanki Íslands, Valitor hf., Reiknistofa bankanna hf., Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og íslenska ríkið bera frá 1. janúar 2015 ábyrgð á skuldbindingum Hlutfallsdeildar Lífeyrissjóðs bankamanna umfram eignir á hverjum tíma í hl utfalli við skuldbindingar vegna sjóðfélaga þeirra í Hlutfallsdeild. B. Verði ekki fallist á kröfur stefnanda á hendur stefnda Landsbankanum hf. samkvæmt A - lið aðalkröfu þessarar, þá er í stað hans gerðar sömu kröfur á hendur íslenska ríkinu sem varastefn da. Aðild annarra stefndu helst hins vegar óbreytt. Fyrsta varakrafa: A. Að breytt verði samkomulagi, stefnanda annars vegar og hins vegar stefndu Seðlabanka Íslands, Valitor hf., Reiknistofu bankanna hf., Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, íslenska ríkisins og Landsbankans hf., er ber heitið Samkomulag um uppgjör á skuldbindingum aðildarfyrirtækja , sem gert var á árinu 1997, á þann hátt að í lok samkomulagsins komi eftirfarandi viðbótarákvæði nr. I: Landsbankinn hf., Seðlabanki Íslands, Valitor hf., Reiknistofa bankanna hf., Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og íslenska ríkið bera frá 1. janúar 2015 ábyrgð á skuldbindingum Hlutfallsdeildar Lífeyrissjóðs bankamanna umfram eignir á hverjum tíma í hlutfalli við skuldbindingar vegna sjóðfélaga þeirra í Hlutfallsdeild. 8 B. Verði ekki fallist á kröfu stefnanda á hendur stefnda Landsbankanum hf. samkvæmt A - lið kröfu þessarar, þá er í stað hans gerðar sömu kröfur á hendur íslenska ríkinu sem varastefnda. Aðild annarra stefndu helst hins vegar óbreytt. Önn ur varakrafa A. Að breytt verði samkomulagi, stefnanda annars vegar og hins vegar stefndu Seðlabanka Íslands, Valitor hf., Reiknistofu bankanna hf., Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, íslenska ríkisins og Landsbankans hf., er ber heitið Samkomulag um uppgjör á skuldbindingum aðildarfyrirtækja , sem gert var á árinu 1997, á þann hátt að í lok samkomulagsins komi eftirfarandi viðbótarákvæði nr. I: Þrátt fyrir framangreint skulu Valitor hf., Seðlabanki Íslands, Reiknistofa bankanna hf., Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, íslenska ríkið og Landsbankinn hf. greiða Lífeyrissjóði bankamanna viðbótargreiðslu vegna samkomulags þessa sem hér segir: Valitor hf.: 194.047.248 kr. Seðlabanki Íslands: 794.906.783 kr. Reiknistofa bankanna hf.: 432.283.014 kr. Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja: 7.707.647 kr. Íslenska ríkið: 120.874.568 kr. Landsbankinn hf.: 4.086.877.469 kr. Gjalddagi framangreindra greiðslna er 15 dögum eftir að Lífeyrissjóður bankamanna gerir kröfu um greiðslu. B. Verði ekki fallist á kröfu stef nanda á hendur stefnda Landsbankanum hf. samkvæmt A - lið í kröfu þessari, þá er í stað hans gerðar sömu kröfur á hendur íslenska ríkinu sem varastefnda. Aðild annarra stefndu helst hins vegar óbreytt. Þriðja varakrafa Að viðurkennt verði að íslenska ríkið beri ábyrgð frá 1. janúar 1998, gagnvart stefnanda, á lífeyrisskuldbindingum þeirra sjóðfélaga í Hlutfallsdeild stefnanda sem voru starfsmenn Landsbanka Í öllum tilvikum krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu. Stefn di Landsbankinn hf. krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Stefndi Seðlabanki Íslands krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda. Stefndi krefst þess til vara að viðbótarákvæði nr. I, sem stefnandi krefst að bætt verði við samkomulag aðila frá á rinu 1997, mæli fyrir um greiðslu lægri fjárhæðar af hálfu stefnda Seðlabanka Íslands til stefnanda en í kröfugerð stefnanda greini, en að sýknað verði af þeirri kröfu stefnanda að stefndi skuli frá 1. janúar 2015 bera ábyrgð á skuldbindingum Hlutfallsdeil dar stefnanda umfram eignir á hverjum tíma í hlutfalli við skuldbindingar vegna sjóðfélaga stefnda í þeirri deild. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda. Stefndi Valitor hf. krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnanda. Stefndi Reiknistofa bankanna hf. krefst aðallega sýknu af kröfum stefnanda. Til vara krefst stefndi þess að kröfur stefnanda í málinu verði lækkaðar verulega og að stefndi verði sýknaður af kröfu stefnanda um að nýtt viðbótarákvæði verði gert við samkomulag aðila frá 1997 sem mæli fyrir um að stefndi skuli frá 1. janúar 2015 bera ábyrgð á skuldbindingum Hlutfallsdeildar stefnanda umfram eignir á hverjum tíma í hlutfalli við skuldbindingar vegna sjóðfélaga þeirra í Hlutfallsdeild. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda. 9 Stefndi Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda. Til vara er þess krafist að stefnda verði aðeins gert að greiða hluta af kröfum stefnanda. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda. Stefndi íslenska ríkið krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda. Til vara er þess krafist að stefnukröfur verði stórkostlega lækkaðar. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnanda en til vara er þess krafist að málskostnaður verði látinn niður falla. I Stefnandi er lífey rissjóður sem komið var á fót með reglugerð sem sett var með stoð í 49. gr. laga nr. 10/1928 um Landsbanka Íslands. Síðar hlaut stefnandi heitið Eftirlaunasjóður starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans. Með tímanum gerðust starfsmenn annarra fjármálastofn ana sjóðfélagar í stefnanda. Fjölgaði þannig svokölluðum aðildarstofnunum sjóðsins. Samkvæmt 5. gr. eldri samþykkta stefnanda frá 1. janúar 1988, sem nefnd var reglugerð Eftirlaunasjóðs starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans, skyldu sjóðfélagar greiða 4% af föstum mánaðarlaunum í iðgjöld til sjóðsins og bankarnir 8% til viðbótar, samtals 12%. Kveðið var á um það að bankarnir bæru fyrir skuldbindingum skyldu almennt vera þegar starfsmenn væru 65 til 70 ára. Þeir sem unnu lengur en fram að 65 ára aldri gátu með því aukið réttindi sín. Sjóðfélagi sem hafði náð 60 ára aldri gat þó hætt störfum ef samanlagður aldur og starfsaldur náði 95 árum og fengið allt að 75% eftirlaun. Það mark náðist við 60 ára aldur ef sjóðfélagi hafði greitt til Eftirlaunasjóðsins í 35 ár. Þetta var hin svokallaða 95 ára regla. Mælt var fyrir um stofnun hlutafélags um Landsbanka Íslands með 1. gr. laga nr. 50/1997 um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands. Í III. kafla laganna er rakið hvernig farið skuli með réttindi starfsmanna bankans. Þar er meðal annars að finna ákvæði í 11 . gr. um lífeyrisréttindi. Í 1. mgr. ákvæðisins segir að ríkissjóður beri ábyrgð á skuldbindingum Landsbanka Íslands gagnvart Eftirlaunasjóði starfsmanna Landsbankans og Seðlabankans og skuldbindingum Búnaðarbanka Íslands gagnvart Eftirlaunasjóði starfsman na Búnaðarbanka Íslands, sem verði til vegna starfsmanna ríkisviðskiptabankanna áður en rekstur þeirra sé yfirtekinn af Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. og til staðar séu samkvæmt reglugerðum eftirlaunasjóðanna eins og þær séu á því tímam arki sem greini í 3. gr. laganna, ef ekki náist á einhverjum tíma samningar um aðra tilhögun. Hið sama gildi um lífeyrisskuldbindingar ríkisviðskiptabankanna aðrar en skuldbindingar gagnvart eftirlaunasjóðunum. Í 2. mgr. segir síðan að reyni á ábyrgð 1. mg r. og skuli þá greiðsluhlutfall ríkissjóðs annars vegar og viðkomandi hlutafélagsbanka hins vegar vera hið sama og hlutfallslegur starfstími viðkomandi starfsmanns hjá hvorum aðila um sig. Fyrir hlutafélagsvæðingu Landsbanka Íslands giltu, eins og áður seg ir, samþykktir frá 1. janúar 1988, sem nefndar voru reglugerð, um starfsemi stefnanda. Þær samþykktir voru leystar af hólmi með samþykktum stefnanda frá 26. júní 1997, sem birtar voru sem reglugerð nr. 699/1997 í B - deild Stjórnartíðinda í kjölfar staðfesti ngar fjármálaráðuneytisins 13. nóvember 1997. Samkvæmt 4. gr. hinna nýju samþykkta skyldi sjóðurinn starfa í fjárhagslega aðskildum deildum og bæri hver deild ekki ábyrgð á skuldbindingum annarra deilda. Eins og áður segir varðar mál þetta Hlutfallsdeild stefnanda. Sú deild var ætluð sjóðfélögum sem hafið hefðu störf fyrir 1. janúar 1998. Hlutfallsdeildin var frá upphafi lokuð fyrir nýjum sjóðfélögum og þannig ljóst að greiðandi sjóðfélögum myndi fækka með tímanum. Voru 1066 greiðandi sjóðfélagar í Hlutfal lsdeild í ársbyrjun 1998 en 155 í árslok 2017. Í 5. gr. samþykktanna sagði að stjórn sjóðsins skyldi árlega láta tryggingafræðing rannsaka fjárhag hans. Ef slík rannsókn leiddi í ljós að misræmi hefði myndast milli eigna og skuldbindinga einstakra deilda s kyldi áunnum lífeyrisréttindum sjóðfélaga breytt að fengnum tillögum tryggingafræðings þannig að jöfnuður yrði milli eigna og skuldbindinga. Áður skyldi þó stjórn sjóðsins leita leiða til að bæta ávöxtun 10 hans eða hækka iðgjöld. Samhljóða ákvæði hafði verið að finna í 5. gr. tillögu stjórnar sjóðsins, dags. 18. apríl 1996, að nýrri reglugerð. Í 5. gr. samþykktanna fólst þar með breyting frá því sem gilti samkvæmt eldri samþykktum frá 1. janúar 1988, en þar hafði í 3. gr. og 5. gr. verið miðað við ábyrgð Land sbanka Íslands og Seðlabanka Íslands á skuldbindingum sjóðsins, a.m.k. þar til eignir hans nægðu fyrir skuldbindingum. Samkvæmt 9. gr. samþykktanna skyldu sjóðfélagar eins og áður greiða 4% af föstum mánaðarlaunum í iðgjald, en vinnuveitendur þurftu nú að greiða 14,4% í stað 8%. Hina svokölluðu 95 ára reglu var áfram að finna í samþykktum sjóðsins, sbr. 10. gr. þeirra. Í framhaldi af setningu laga nr. 50/1997 urðu Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands hlutafélög sem síðar voru seld. Í tengslum við þet ta gerði stefnandi árið 1997 samkomulag við stefnda Valitor hf., sem þá hét Greiðslumiðlun hf. - VISA Island, Landsbréf hf., Lánasýslu ríkisins, Landsbanka Íslands, Fiskveiðisjóð Íslands, stefnda Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, sem þá hét Samband ísle nskra bankamanna, Reiknistofu bankanna, sem þá var ekki hlutafélag, stefnda Seðlabanka Íslands, Iðnþróunarsjóð og Landsvaka hf. um uppgjör á skuldbindingum þessara aðila við stefnanda. Nánar tiltekið segir í skjalinu að þær tryggingafræðilegu forsendur sem Ávöxtun: 3,5% á ári miðað við vísitölu neysluverðs. Almennar launahækkanir: 0,5% á ári umfram hækkun vísitölu neysluverðs. Aldursbundnar launa hækkanir á starfstíma: Miðað er við meðaltalslaunamun eftir aldri hjá þeim sem greiða til lífeyrissjóðsins, byggt á upplýsingum frá 1983 - 1992. Aldur við eftirlaunatöku: 67 ár. Notkun 95 ára reglu í sjóð samkvæmt II. kafla: Metnar skulu skuldbindingar sjóðsins fyrir þá einstaklinga sem verða 31. desember 1997 í þeirri deild sjóðsins sem fjallað er um í II kafla, annars vegar miðað við að allir sem kost geti átt á 95 ára reglu við starfslok muni nýta sér regluna, og hins vegar miðað við að þeir láti alli r af störfum við 67 ára aldur. Fjórðung þess mismunar sem þannig er reiknaður skulu aðildarstofnanir greiða til sjóðsins, sbr. 1. hér að framan. Dánarlíkur: Íslenskar dánar - og eftirlifendatölur Félags íslenskra tryggingastærðfræðinga miðað við árin 1986 - 1 990. Örorkulíkur: Danskar örorkulíkur, G - 82 reiknigrundvöllur danskra líftryggingafélaga, með 40% lækkun örorkutíðni. Giftingarlíkur: Fyrir karla er miðað við hlutfall kvæntra karla í sjóðnum, en fyrir konur er miðað við hlutfall giftra kvenna samkvæmt þjó Í samkomulaginu var ekki vikið að rekstrarkostnaði sjóðsins. Þess skal getið að ekki virðist hafa verið gengið frá skjalinu með undirritun en málsaðilar vefengja ekki gildi þess. Samkomulagið var til dæmis að finna í viðauka við tillögur að nýjum samþykktum stefnanda sem samþykktar voru á sjóðfélagafundi 19. júní 1997. Þá var viðaukinn einnig í fyrstu útgáfu samþykktanna frá 26. júní 1997, þ.e. reglugerð nr. 669/1997. Samhliða því að ábyrgð aðildarstofnana var felld niður var lagt tryggingafræðileg t mat á ábyrgð þeirra, annars vegar hversu mikið þau þyrftu að greiða inn í sjóðinn vegna þegar áfallinna skuldbindinga, þ.e. vegna réttinda sem sjóðfélagar höfðu þegar áunnið sér, en hins vegar hvert iðgjaldshlutfall þurfti að vera til að standa undir rét tindaávinnslu greiðandi sjóðfélaga í framtíðinni fram til starfsloka hvers og eins. 11 Uppgjörsgreiðsla vegna áfallinna skuldbindinga og 95 ára reglu nam tæplega 6.103 milljónum króna sem skiptist á ábyrgðaraðila eftir hlutfalli þeirra í skuldbindingunum. Iðg jaldshluti launagreiðandans hækkaði, eins og áður segir, í 14,4% og var það hlutfall tekið inn í nýja reglugerð sjóðsins. Fyrir liggur bréf stefnanda til Lánasýslu ríkisins, dags. 19. nóvember 1998. Þar er almennt fjallað um uppgjör svokallaðra ábyrgðaraði la á skuldbindingum sjóðsins samkvæmt samkomulaginu frá árinu 1997. forsendur sem liggja til grundvallar útreikningum og sé því um fullnaðaruppgj Árið 2004 var tryggingafræðileg staða Hlutfallsdeildar orðin neikvæð um 11,8%. Að mati stefnanda réð þar mestu að launaþróun var umfram tryggingafræðilegar forsendur samkomulagsins. Af þessum sökum höfðaði stefnandi mál árið 2005 á hendur Land sbanka Íslands hf., en til vara stefnda íslenska ríkinu, sem síðar var fallið frá. Þar gerði stefnandi aðallega þá kröfu að viðurkennt yrði með dómi að enn væri fyrir hendi ábyrgð Landsbanka Íslands hf., en að honum frágengnum ábyrgð stefnda íslenska ríkis ins, á skuldbindingum stefnanda gagnvart sjóðfélögum sem starfað hefðu hjá bankanum og Seðlabanka Íslands. Til vara var þess í fyrsta lagi krafist að viðurkennt yrði með dómi að þáverandi lífeyrissjóðsframlag Landsbanka Íslands hf. væri ófullnægjandi og að greiða bæri 787 milljónir króna af þessum sökum vegna tímabilsins frá 1998 til 2004. Í öðru lagi var þess krafist að viðurkennt yrði að forsendur samkomulagsins frá árinu 1997 um launahækkanir, meðaltalseftirlaunaaldur, lífslíkur og rekstrarkostnað hefðu ekki staðist og að kveðið yrði á um tiltekna breytingu þeirra. Í þriðja lagi var krafist skaðabóta að fjárhæð 2.626 milljóna króna vegna tjóns stefnanda af völdum rangra forsendna við útreikning og greiðslu á uppsöfnuðum lífeyrisskuldbindingum. Sú fjárhæð skiptist í 671 milljón króna vegna breytinga á lífslíkum fram yfir áætlun, 1.615 milljónir króna vegna breytinga á launum fram yfir áætlun og 340 milljónir króna vegna rekstrarkostnaðar. Áhrif breytinga á eftirlaunaaldri frá áætlun árið 1997 voru ekki tilg reind í þessum lið. Einnig var í þessum efnum gerð krafa um viðurkenningu á því að forsendur samkomulagsins frá árinu 1997 hefðu brostið. Fjórða varakrafa stefnanda var loks um viðurkenningu á skaðabótaskyldu Landsbanka Íslands hf. og stefnda íslenska ríki sins vegna atvika í þriðju kröfunni hér að framan. Í málsatvikalýsingu stefnanda í stefnunni frá árinu 2005 kemur fram að þegar drög að nýjum reglum hafi verið kynntar sjóðfélögum á fundi í janúar 1997 hafi komið fram sterkar óánægjuraddir frá þeim, sem e inkum hafi beinst að afnámi bakábyrgðar aðildarstofnana. Tillögur stjórnar sjóðsins hafi þó verið samþykktar í júní 1997 eftir mikinn átakafund. Fram kemur að þá hafi verið gert ráð fyrir að bakábyrgðir aðildarstofnana yrðu felldar niður. Eftir gerð samkom ulagsins frá 1997 hafi ekki liðið á löngu þar til ný að eignir Hlutfallsdeildar sjóðsins stæðu ekki undir öllum skuldbindingum samkvæmt tryggingafræðilegu mati og í lok árs 2002 hafi vantað 8,7% upp á að svo gæti orðið. Því næst er farið yfir það í stefnunni hvernig forsendur hafi brostið að mati stefnanda. Í fyrsta lagi eru launahækkanir sagðar hafa verið umfram það sem ráðgert var. Í öðru lagi hafi verið gengið út frá því að eftirlaunaaldur yrði að jafnaði við 67 ára aldur en komið hefði í ljós að hann væri að jafnaði við 65 ára aldur. Ástæða þess, að sögn stefnanda, væri meðal annars sú að aðildarstofnanir, þar með talið Landsbanki Íslands hf., hefðu þrýst á starfsmenn að hverfa fyrr úr störfum en ella. Í þriðja lagi hafi lífslíkur breyst þannig að skuldbindingar stefnanda hafi vaxið mjög mikið. Í fjórða l agi er getið tveggja hæstaréttardóma sem leitt hafi til hærri ávinnslu réttinda tiltekinna sjóðfélaga en stefnandi hafi séð fyrir. Í fimmta lagi hafi láðst að taka mið af rekstrarkostnaði stefnanda við gerð samkomulagsins frá 1997. Áðurnefnt dómsmál var fe llt niður í kjölfar samkomulags 18. desember 2006, sem stefnandi vísar til sem Seðlabanki Íslands, Reiknistofa bankanna, sem þá var ekki hlutafélag, stefndi Valitor hf., sem þá hét Greiðslumiðlun hf., og Fjármálaeftirlitið. Í inngangi skjalsins segir að á fundi sjóðfélaga 2. nóvember 2006 tillaga stjórnar s é hjálögð. Í 1. gr. samkomulagsins segir að aðildarfyrirtækin muni greiða til 12 Hlutfallsdeildar stefnanda fyrir árslok 2006 eftirtaldar fjárhæðir sem tryggingastærðfræðingur sjóðsins hafi reiknað út: kr. 654.937.291 Seðlabanki Ísla nds kr. 385.661.991 Reiknistofa bankanna kr. 173.460.447 Greiðslumiðlun hf. kr. 160.056.741 Fjármálaeftirlitið kr. 35.682.642 eða samtals Þess skal getið að í skjalinu hefur verið strikað yfir fyrrnefnda fjárhæð á eftir Fjármálaeftirliti nu og handfærð inn í skjalið fjárhæðin 33.400.000 krónur. Samtals hafa greiðslur þá numið 1.407.516.480 krónum. Í 2. gr. samkomulagsins er fjallað um vissa þátttöku í rekstrarkostnaði stefnanda, en samkomulagið frá 1997 hafði ekki tekið tillit til þess að Landsbanki Íslands hafði borið rekstrarkostnað fyrir dómstólum, allri aðild að málarekstri og frekari kröfum á hendur aðildarfyrirtækjunum, sem tengja st feli ekki í sér viðurkenningu á greiðsluskyldu aðildarfyrirtækja stefnanda eða því að um brostnar forsendur sé að ræða. Í inngangi samkomulagsins er ví sað til hjálagðrar viljayfirlýsingar sem sömu aðilar stóðu að í júlí 2006. Í þeirri yfirlýsingu er einnig að finna ákvæði samhljóða því sem síðar varð að 4. gr. samkomulagsins og tekið er orðrétt upp hér að framan. Meðfylgjandi samkomulaginu er einnig till aga stjórnar stefnanda, dags. 2. nóvember 2006, sem lögð var fyrir fund sjóðfélaga stefnanda þann dag. Þar segir að stefnandi falli frá frekari kröfum á hendur aðildarfy Guðmundssonar tryggingastærðfræðings sem stafi af hækkun launa, (2) aðildarfyrirtæki taki þátt í rekstrarkostnaði stefnanda upp að vissu marki, og (3) ef tiltekin l aun hækki þá skuldbindi aðildarfyrirtækin sig til að greiða hærra framlag til Hlutfallsdeildar stefnanda. Í þessu samhengi skal þess getið að í málinu liggur fyrir fundargerð af ársfundi stefnanda 27. apríl 2006. Þar kemur fram að stjórnarformaður stefnand a hafi fjallað sérstaklega um vanda Hlutfallsdeildar. Hann hafi einnig nefnt fyrrnefndan málarekstur. Unnið sé að samningum og lausn málsins og málaferlin í biðstöðu meðan á því standi. Tveir stærstu aðilarnir hafi gefið stjórn sjóðsins jákvæð svör um að l ausn muni nást. Hugmyndin sem nú sé rædd sé að fyrirtækin greiði inn vegna hækkunar launa umfram þær hækkanir sem fólgnar séu í kjarasamningum frá ársbyrjun 1998 til ársloka 2005 og að fyrirtækin muni greiða inn ákveðna upphæð vegna rekstrarkostnaðar sjóðs ins. Með því væri stöðu eigna sjóðsins komið niður í um það bil - 4,0% af stöðu heildarskuldbindinga. Ef raunávöxtun nái a.m.k. 4,6% næstu árin þá dugi þessar aðgerðir þannig að ekki þurfi að skerða réttindi í sjóðnum. Síðan segir orðrétt í fundargerðinni: samkomulag um að endanlegt uppgjör hafi átt sér stað milli aðila og þar með verður ekki unnt að sækja oftar til aðildarfyrirtækjanna vegna leiðréttingar á u pphafsforsendum. Hins vegar gæti enn steðjað vandi að Hlutfallsdeildinni en hann gæti skapast vegna 95 ára reglunnar og þeirrar staðreyndar að fleiri og fleiri Í árslok 2014 voru lífeyrisréttindi í Hlutfallsdeild stefnanda, þ.e. bæði áunnin rét tindi og réttindi til framtíðar, skert um 9,65% sökum neikvæðrar tryggingafræðilegrar stöðu deildarinnar. Þess skal getið að undir rekstri málsins hafa lífeyrisréttindi í deildinni verið skert á nýjan leik, þ.e. um 5,2% í árslok 2019. 13 Árið 2017 aflaði stef nandi matsgerðar í því skyni að leita efnislega eftir svörum við meðal annars því hvert heildarframlag aðildarfélaga sjóðsins vegna samkomulagsins 1997 hefði þurft að vera ef uppgjörið hefði miðast við upplýsingar um raunþróun tiltekinna tryggingafræðilegr a forsendna til 31. desember 2015. Þær forsendur sem matsmaður skyldi miða við voru ávöxtun, almennar launahækkanir, aldursbundnar launahækkanir á starfstíma, aldur við töku eftirlauna, notkun svokallaðrar 95 ára reglu, dánar - , örorku - og giftingarlíkur. Þ órir Óskarsson tryggingastærðfræðingur var dómkvaddur matsmaður og skilaði hann matsgerð 23. október 2017. Niðurstaða matsgerðarinnar var að heildargreiðsla aðildarfélaganna hefði miðað við breyttar forsendur þurft að vera rúmlega 7,5 milljarðar króna fyri r áfallnar skuldbindingar, en fyrir liggur að aðildarfélögin greiddu um 6,1 milljarð króna miðað við verðlag ársins 1997. Í matsgerðinni eru þessar upphæðir færðar til verðlags í lok árs 2015. Þá hefði nauðsynlegt heildariðgjald til að mæta framtíðarkostna ði við lífeyrisskuldbindingar þurft að vera 20,63% í stað 18,4%, en mismunur á verðmæti þessa iðgjaldahlutfalls nemur 810 milljónum króna miðað við verðlag í lok árs 1997. Eftir að matsgerðin lá fyrir sendi stefnandi bréf, dags. 1. desember 2017, til stefn du þar sem óskað var eftir afstöðu stefndu til þess hvort vilji væri til samkomulags. Þau samskipti báru ekki árangur og hefur stefnandi því höfðað mál þetta. Undir rekstri málsins var Þórir Óskarsson dómkvaddur á nýjan leik sem matsmaður og skilaði hann m atsgerð, dags. 16. desember 2019, að beiðni stefnanda, matsgerð, dags. 12. mars 2021, að beiðni stefnanda, matsgerð, dags. 12. mars 2021, að beiðni stefnda Reiknistofu bankanna hf., og loks matsgerð, dags. 15. mars 2021, að beiðni stefndu Seðlabanka Ísland s og íslenska ríkisins. Í öllum tilvikum vörðuðu matsgerðirnar töluleg atriði og útreikninga. Í niðurstöðukafla dómsins hér á eftir er vikið nánar að þessum atriðum eftir því sem tilefni er til. Við aðalmeðferð málsins gaf dómkvaddur matsmaður skýrslu fyr ir dómi. II Stefnandi byggir almennt á því að fyrrgreint samkomulag frá árinu 1997 um uppgjör ábyrgðar á skuldbindingum stefnanda hafi verið ósanngjarnt, forsendur þess hafi brostið og stefndu auðgast með óréttmætum hætti á kostnað stefnanda og sjóðfélaga hans. Hvað varði A - lið aðalkröfu stefnanda þá byggi hún á niðurstöðu matsgerðar dómkvadds matsmanns, dags. 23. október 2017, en hún leiði í ljós ósanngirni samkomulagsins frá árinu 1997. Krafan miði við greiðslu stefndu í sömu hlutföllum og miðað hafi veri ð við í samkomulaginu frá árinu 1997. B - liður aðalkröfu stefnanda taki mið af því ef dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að stefndi Landsbankinn hf. eigi ekki aðild að máli þessu. Í því tilviki verði stefnda íslenska ríkinu gert að bera umræddar skyldur, s br. frumkvæði og samþykki stefnda íslenska ríkisins að samkomulaginu frá 1997 og einnig 11. gr. laga nr. 50/1997. Þá hafi stefndi íslenska ríkið þegar viðurkennt að 11. gr. laganna eigi við um atvik sem þessi, þ.e. í bankahruninu í október 2008 þegar stefn di íslenska ríkið ábyrgðist lífeyrisréttindi tiltekinna einstaklinga, þ.e. fyrrverandi æðstu starfsmanna bankans og maka þeirra. Í þessum efnum sé einnig vísað til meginreglna laga um jafnræði og forsvaranlega aðstoð vegna elli og örorku, sbr. 65. gr. og 1 . mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, ef talið yrði að 11. gr. laga nr. 50/1997 næði einungis til fyrrnefndra aðila en ekki til annarra starfsmanna bankans. Þá hafi stefndi íslenska ríkið ekki getað svipt starfsmenn eign þeirra án þess að fullar bætur kæmu fy rir, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Einnig teldist það ósanngjarnt í ljósi jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar og lífeyrisréttar samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar að stefndi íslenska ríkið neiti að taka ábyrgð á lífeyrisskuldbindingu sjóðfélaga s tefnanda í ljósi samninga við Bandalag háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sbr. lög nr. 127/2016 um breytingu á lögum nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Loks sé á það bent að stefndi íslenska rík ið hafi fengið hærra verð við einkavæðingu Landsbankans með því að eyða úr bókum hans óvissri skuldbindingu. 14 Stefnandi hafni því alfarið að hann hafi fyrirgert nokkrum rétti sínum með viðbótarsamkomulagi því sem gert var árið 2006 og áður er rakið. Hvað ná nar varðar málsástæðu stefnanda um ósanngirni og 36. gr. laga nr. 7/1936 þá vísar stefnandi til efnis samkomulagsins árið 1997 og atvika við samningsgerðina, atvika sem síðar komu til, misjafnrar stöðu aðila, og loks heildarmats á atvikum. Við slíkt heilda rmat þurfi einkum að líta til gagnkvæmrar trúnaðarskyldu samningsaðila, 72. gr. stjórnarskrárinnar með vísan til eignarréttinda sem felist í lífeyrisréttindum, og 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. forsögu málsins, eignarhalds stærstu aðildarfyrirtækja stefn anda, 11. gr. laga nr. 50/1997 auk samkomulags sem stefndi íslenska ríkið gerði um lausn á halla Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Hvað nánar varðar málsástæðu stefnanda um brostnar forsendur þá hafi það verið grundvallarforsenda fyrir gerð samkomulagsin s árið 1997 af hálfu stefnanda að þáverandi sjóðfélagar hans væru jafnsettir með lífeyrisréttindi sín eins og ábyrgðar nyti við og að lífeyrisréttindum til framtíðar væri ekki stefnt í hættu. Forsendan teljist veruleg, stefndu hafi verið kunnugt um hana og ósanngjarnt væri að leggja áhættuna af forsendubrestinum á stefnanda. Hvað nánar varðar málsástæðu stefnanda um óréttmæta auðgun, sem reist sé á hinni ólögfestu auðgunarreglu, þá sé byggt á því að stefnandi hafi fengið of lágt endurgjald vegna lífeyrissku ldbindinga sem honum sé skylt að standa skil á. Annars vegar hafi greiðslur verið of lágar og hins vegar hafi iðgjald verið ákvarðað of lágt. Þetta hafi leyst stefndu undan skuldbindingum án þess að þurfa að greiða fyrir þær eðlilegt og sanngjarnt endurgja ld. Nemi tjón stefnanda vegna þessa hinni óréttmætu auðgun stefndu. A - liður varakröfu stefnanda lúti að því að nýju ákvæði sé bætt við samkomulagið frá 1997 um ábyrgð stefndu vegna sjóðfélaga þeirra í Hlutfallsdeild frá og með 1. janúar 2015. Styðjist kraf an við sömu málsástæður og A - liður aðalkröfu hans. B - liður varakröfu stefnanda styðjist við sömu málsástæður og B - liður aðalkröfu hans. A - liður annarrar varakröfu stefnanda byggist að breyttu breytanda á sömu málsástæðu og A - liður aðalkröfu hans. Þar sé f arið fram á viðbótarákvæði við téð samkomulag um viðbótargreiðslu, en ekki krafist viðbótarákvæðis um ábyrgð stefndu frá 1. janúar 2015. B - liður annarrar varakröfu stefnanda styðjist við sömu málsástæður og B - liður aðalkröfu hans. Þriðja varakrafa stefnan da felist í kröfu um viðurkenningu á ábyrgð stefnda íslenska ríkisins gagnvart stefnanda á lífeyrisskuldbindingum þeirra sjóðfélaga í Hlutfallsdeild stefnanda sem hafi verið starfsmenn Landsbanka Íslands hf. fyrir 1. janúar 1998. Sú ábyrgð leiði af 11. gr. laga nr. 50/1997. Hvað varði skiptingu milli stefnda íslenska ríkisins og Landsbanka Íslands hf. þá verði sá fyrrnefndi að bera hallann af þeirri staðreynd að slík skipting sé nú óframkvæmanleg vegna falls bankans, sbr. einnig 72. og 76. gr. stjórnarskrár innar. Önnur niðurstaða væri auk þess í andstöðu við 65. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. fyrri umfjöllun um ákvörðun stefnda íslenska ríkisins að takast á hendur ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum fyrrum bankastjóra Landsbanka Íslands. Að öðru leyti sé vísað til þeirra röksemda sem áður séu raktar um aðild íslenska ríkisins. III Stefndi Landsbankinn hf. hafnar málatilbúnaði stefnanda og byggir á því í fyrsta lagi að sýkna beri stefnda sökum aðildarskorts. Hvorki hafi ábyrgð Landsbanka Íslands hf. samkvæmt fyrrgre indu samkomulagi frá árinu 1997 verið flutt til stefnda né hafi hann tekist á hendur slíka ábyrgð. Í öðru lagi teljist stefnandi í öllu falli hafa ráðstafað hagsmunum sínum með fyrrgreindu viðbótarsamkomulagi frá árinu 2006 á þann veg að honum sé nú ófært að beina kröfum að stefnda í tengslum við samkomulagið frá árinu 1997 eða þær forsendur sem þar hafi verið lagðar til grundvallar. 15 Í þriðja lagi séu ekki uppfyllt skilyrði 36. gr. laga nr. 7/1936 til að breyta megi fyrrgreindum samningi frá árinu 1997. Í fjórða lagi verði ógildingarreglu samningaréttarins um brostnar forsendur ekki beitt til að breyta samningi málsaðila, enda verði þeirri reglu almennt ekki beitt til að breyta samningsskilmálum, eins og ráðið verði af dómaframkvæmd Hæstaréttar. Í öllu fall i sé ekki fullnægt skilyrðum fyrir beitingu reglunnar í máli þessu. Í fimmta lagi sé ekki unnt að fallast á kröfur stefnanda með vísan til ætlaðrar óréttmætrar auðgunar, enda væri slík krafa þá í formi fjárkröfu en gæti ekki leitt til breytingar á samningi . Jafnvel þótt stefnandi hefði sett fram fjárkröfu þá teldist ekki fullnægt skilyrðum fyrir beitingu reglunnar í máli þessu. Í sjötta lagi teljist ætluð krafa stefnanda fyrnd. Í sjöunda lagi hafi stefnandi glatað ætluðum rétti sínum fyrir tómlæti. Loks haf i stefnandi ekki hlutast til um að samþykktum sínum yrði breytt til að leiðrétta halla á rekstri Hlutfallsdeildar með hækkun iðgjalda. IV Stefndi Seðlabanki Íslands hafnar málatilbúnaði stefnanda og byggir á því í fyrsta lagi að fyrrgreint viðbótarsamkomulag frá árinu 2006 standi kröfum stefnanda í vegi, enda hafi stefnandi skuldbundið sig með bindandi hætti til að falla frá öllum málarekstri og frekari kröfum á hendur stefnda sem tengist forsendum og uppgjöri skuldbindinga aðildarfyrirtækja nna frá árinu 1997. Í öðru lagi sé ætluð krafa stefnanda fyrnd. Í þriðja lagi séu ekki uppfyllt skilyrði 36. gr. laga nr. 7/1936 til að breyta megi samkomulaginu frá árinu 1997. Í fjórða lagi verði ógildingarreglu samningaréttarins um brostnar forsendur e kki beitt til að breyta samningi málsaðila, enda verði þeirri reglu almennt ekki beitt til að breyta samningsskilmálum, eins og ráðið verði af dómaframkvæmd Hæstaréttar. Í öllu falli sé ekki fullnægt skilyrðum fyrir beitingu reglunnar í máli þessu. Í fimmt a lagi sé ekki unnt að fallast á kröfur stefnanda með vísan til ætlaðrar óréttmætrar auðgunar, enda væri slík krafa þá í formi fjárkröfu en gæti ekki leitt til breytingar á samningi. Jafnvel þótt stefnandi hefði sett fram fjárkröfu þá teldist ekki fullnægt skilyrðum fyrir beitingu reglunnar í máli þessu. Hvað varði varakröfu um lækkun dómkrafna stefnanda þá byggi hún á því að draga verði fjárhæð, sem greidd hafi verið í tengslum við fyrrgreint viðbótarsamkomulag frá árinu 2006, frá kröfum stefnanda. Auk þes s verði að líta til þess að starfsmenn stefnda hafi í litlum mæli nýtt sér 95 ára regluna svokölluðu. V Stefndi Valitor hf. hafnar málatilbúnaði stefnanda og byggir á því í fyrsta lagi að uppgjöri á skuldbindingum aðildarfyrirtækja sé lokið, enda hafi fari ð fram fullnaðaruppgjör á skuldbindingum stefnda með samkomulaginu frá árinu 1997. Þá hafi stefnandi enga fyrirvara gert við forsendur uppgjörsins. Í öðru lagi hafi stefnandi ráðstafað hagsmunum sínum með viðbótarsamkomulaginu frá árinu 2006 á þann hátt að hann hafi fallið frá frekari kröfum á hendur aðildarfyrirtækjum, sbr. meginregluna um skuldbindingargildi samninga. Í þriðja lagi sé ekki fullnægt skilyrðum fyrir beitingu 36. gr. laga nr. 7/1936 til að breyta megi samkomulaginu frá árinu 1997. 16 Í fjórða lagi verði ógildingarreglu samningaréttarins um brostnar forsendur ekki beitt til að breyta samningi málsaðila, enda verði þeirri reglu almennt ekki beitt til að breyta samningsskilmálum, eins og ráðið verði af dómaframkvæmd Hæstaréttar. Í öllu falli sé ek ki fullnægt skilyrðum fyrir beitingu reglunnar í máli þessu. Í fimmta lagi sé ekki unnt að fallast á kröfur stefnanda með vísan til ætlaðrar óréttmætrar auðgunar, enda gæti beiting reglunnar ekki leitt til breytingar á samningi. Jafnvel þótt stefnandi hefð i sett fram fjárkröfu þá teldist ekki fullnægt skilyrðum fyrir beitingu reglunnar í máli þessu. Í sjötta lagi sé ætluð krafa stefnanda fyrnd. Í sjöunda lagi hafi stefnandi glatað ætluðum rétti sínum fyrir tómlæti. Hvað varði varakröfu stefnda sérstaklega þ á verði að miða við lægri fjárhæð í slíku tilviki, enda þurfi að draga greiðslur aðildarfélaga samkvæmt samkomulaginu frá 2006 frá þeirri fjárhæð sem stefnandi geri kröfu um. VI Stefndi Reiknistofa bankanna hf. hafnar málatilbúnaði stefnanda og byggir á þv í í fyrsta lagi að stefnandi hafi með viðbótarsamkomulaginu frá árinu 2006 afsalað sér rétti til að bera ágreining málsaðila um forsendur samkomulagsins frá árinu 1997 undir dómstóla. Í öðru lagi sé ætluð krafa stefnanda fyrnd. Í þriðja lagi hafi stefnand i glatað ætluðum rétti sínum fyrir tómlæti. Í fjórða lagi sé ekki fullnægt skilyrðum fyrir beitingu 36. gr. laga nr. 7/1936 til að breyta megi samkomulaginu frá árinu 1997. Í fimmta lagi verði ógildingarreglu samningaréttarins um brostnar forsendur ekki b eitt til að breyta samningi málsaðila, enda verði þeirri reglu almennt ekki beitt til að breyta samningsskilmálum, eins og ráðið verði af dómaframkvæmd Hæstaréttar. Í öllu falli sé ekki fullnægt skilyrðum fyrir beitingu reglunnar í máli þessu. Í sjötta lag i sé málsástæðu stefnanda um óréttmæta auðgun mótmælt. Í sjöunda lagi sé mótmælt málsástæðum stefnanda um brot gegn stjórnarskrárvörðum rétti stefnanda til jafnræðis eða eignaréttinda. Hvað sérstaklega varði varakröfu stefnda þá sé nauðsynlegt að framkvæma ítarlega sundurliðun á því hvenær einstakir starfsmenn hafi lokið störfum og hver launaþróun hafi verið hjá hverju og einu aðildarfyrirtæki á umræddu tímabili. Starfsmenn stefnda hafi ekki verið beittir þrýstingi til að hefja töku lífeyris fyrr en ella, n ýting á svokallaðri 95 ára reglu hafi verið lítil, sem hafi komið Hlutfallsdeild stefnanda til góða. VII Stefndi Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja hafnar málatilbúnaði stefnanda og byggir á því í fyrsta lagi að stefndi hafi ekki orðið valdur að þeirri skekkju eða forsendubresti sem stefnandi haldi fram að hafi átt sér stað. Í öðru lagi hafi stefndi ekki ýtt á starfsmenn að láta af störfum fyrr en ella. Fullyrðingar stefnanda um annað séu ósannaðar. Í þriðja lagi þá sé uppi aðildarskortur með vísan til viðbótarsamkomulagsins frá árinu 2006, en þar sem stefndi hafi ekki verið aðili að því þá geti hann ekki nú talist til aðildarfélags. 17 Í fjórða lagi hafi stefnandi sjálfur skilgreint forsendur sínar, svo sem um dánarlíkur og örorkulíkur. Þær séu stefnda óvi ðkomandi. Í fimmta lagi sé ekki fullnægt skilyrðum fyrir beitingu 36. gr. laga nr. 7/1936 til að breyta megi samkomulaginu frá árinu 1997. Í sjötta lagi sé ekki fullnægt skilyrðum fyrir beitingu ógildingarreglu samningaréttar um brostnar forsendur í máli þessu. Í sjöunda lagi sé málsástæðu stefnanda um óréttmæta auðgun mótmælt. Í áttunda lagi sé ætluð krafa stefnanda á hendur stefnda fyrnd. Loks vísi stefndi til málsástæðna meðstefndu og geri þær að sínum. VIII Stefndi íslenska ríkið hafnar málatilbúnað i stefnanda og byggir á því í fyrsta lagi að fyrir hendi sé aðildarskortur hvað varðar skuldbindingar Landsbanka Íslands sem Landsbanki Íslands hf. hafi yfirtekið. Með samkomulaginu frá árinu 1997 hafi ábyrgðin verið afnumin á grundvelli fullnaðaruppgjörs. Því sé kröfum stefnanda ekki réttilega beint gegn stefnda að því leyti sem þær varði lífeyrisskuldbindingar sjóðfélaga sem hafi verið starfsmenn Landsbanka Íslands fyrir 1. janúar 1998. Í öðru lagi sé byggt á því að með viðbótarsamkomulaginu frá árinu 200 6 hafi stefnandi skuldbundið sig með bindandi hætti til að falla frá öllum málarekstri og frekari kröfum á hendur stefnda sem tengist forsendum og uppgjöri skuldbindinga aðildarfyrirtækjanna frá árinu 1997. Í þriðja lagi teljist ætluð krafa stefnanda fyrnd . Í fjórða lagi hafi stefnandi glatað ætluðum rétti sínum fyrir tómlæti. Í fimmta lagi séu ekki uppfyllt skilyrði 36. gr. laga nr. 7/1936 til að breyta megi samningi aðila frá árinu 1997. Í þessu samhengi sé því einnig alfarið hafnað að brotið sé gegn jafn ræðisreglu með ábyrgð gagnvart bankastjórum og aðstoðarbankastjórum Landsbanka Íslands auk maka, enda hafi ekki verið um sambærilega stöðu að ræða og hjá sjóðfélögum í Hlutfallsdeild. Í sjötta lagi sé ekki fullnægt skilyrðum fyrir beitingu ógildingarreglu samningaréttar um brostnar forsendur í máli þessu. Þess skuli getið að engin haldbær rök séu fyrir því að líta svo á að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar hafi verið brotið gagnvart stefnanda. Aðilum samkomulagsins frá 1997 hafi mátt vera ljóst að staða stefnanda gæti ýmist batnað eða versnað frá því sem lagt hafi verið upp með. Engu fái breytt um þetta það samkomulag sem stefnandi nefni til sögunnar og gert hafi verið á milli á milli Bandalags háskólamanna, BSRB, Kennarasambands Íslands annars vegar og hins vegar ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga árið 2016. Það sé enda gert 20 árum síðar og við verulega breyttar aðstæður auk þess sem ákvæði þar séu bundin verulegum fyrirvörum. Þá hafi breytingarlög nr. 167/2006 tekið af öll tvímæli um það að s jóðum sem nytu ekki lengur bakábyrgðar á skuldbindingum væri skylt að haga samþykktum sínum til samræmis við ákvæði 2. mgr. 39. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða þar sem kveðið væri á um heimild til að bre yta samþykktum í því skyni að bregðast við tryggingafræðilegum halla umfram tiltekin lögbundin viðmið. Í sjöunda lagi sé ekki unnt að fallast á kröfur stefnanda með vísan til ætlaðrar óréttmætrar auðgunar, enda sé því mótmælt að sú regla eigi við í málinu . Hvað varakröfu stefnda varði þá sé sérstaklega vísað til viðbótarsamkomulagsins frá árinu 2006. Óljóst sé a.m.k. hvert sé samspil matsgerðar dómkvadds matsmanns frá 23. október 2017 og viðbótarsamkomulagsins. Auk þess þyrfti þá að liggja fyrir hve hátt h lutfall sjóðfélaga, sem stefnandi álíti að stefndi íslenska ríkið sé í ábyrgð fyrir, hafi nýtt sér 95 ára regluna. 18 IX A Dómkröfur stefnanda miða allar við það að fyrrnefndu samkomulagi frá árinu 1997 verði með dómi breytt á tiltekinn hátt, að undanskilinni þriðju varakröfu hans, en hún miðar við að viðurkennt verði að stefndi íslenska ríkið beri ábyrgð frá 1. janúar 1998, gagnvart stefnanda, á lífeyrisskuldbindingum þeirra sjóðfélaga í Hlutfallsdeild stefnanda sem voru starfsmenn Landsbanka Íslands fyrir 1. janúar 1998. Aðild stefnda íslenska ríkisins hvað fyrstnefndu kröfurnar varðar snýr að ætluðum skuldbindingum Lánasýslu ríkisins, Fiskveiðasjóðs og Iðnþróunarsjóðs, en er auk þess til vara, sbr. 2. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991, verði ekki fallist á kröfu r stefnanda á hendur stefnda Landsbankanum hf. Þriðju varakröfunni er síðan, eins og áður segir, einungis beint að stefnda íslenska ríkinu. Athugasemdir stefnanda við samkomulagið frá árinu 1997 lúta samandregið að tveimur atriðum. Annars vegar að því að á grundvelli þess hafi verið greiddar tæplega 6.103 milljónir króna vegna áfallinna skuldbindinga og svokallaðrar 95 ára reglu, en að þar hefði þurft að greiða um 7.550 milljónir króna, allt miðað við verðlag á umræddum tíma. Hins vegar að því að iðgjald ha fi verið ákveðið 18,4% en það hefði þurft að vera 20,63%, en þar muni 810 milljónum króna miðað við verðlag á umræddum tíma. Í þessum efnum byggir stefnandi á fyrrnefndri matsgerð dómkvadds matsmanns, dags. 23. október 2017. B Í 1. málslið 1. mgr. 24. g r. laga nr. 129/1997 segir að árlega skuli stjórn lífeyrissjóðs láta fara fram tryggingafræðilega athugun á fjárhag sjóðsins í samræmi við 39. gr. laganna og ákvæði reglugerðar sem ráðherra setji. Í 1. mgr. 27. gr. laga nr. 129/1997 kemur fram að samþykktir lífeyrissjóðs skuli við það miðaðar að sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar. Í 2. mgr. 39. gr. laga nr. 129/1997 segir að leiði tryggingafræðileg athugun samkvæmt 24. gr. laganna í ljós að meira en 10% munur sé á milli eignarliða og lí feyrisskuldbindinga samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins sé hlutaðeigandi lífeyrissjóði skylt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum sjóðsins. Hið sama gildi ef munur samkvæmt tryggingafræðilegum athugunum á milli eignarliða og lífeyrisskuldbindinga hafi hald ist meiri en 5% samfellt í fimm ár. Áréttað er loks í 1. mgr. 54. gr. laganna, eins og þeim var breytt með lögum nr. 167/2006, að lífeyrissjóði, sem starfi í samræmi við staðfesta reglugerð samkvæmt lögum nr. 55/1980 og njóti bakábyrgðar ríkis, sveitarféla gs eða banka eða notið hafi slíkrar ábyrgðar 31. desember 1997, sé heimilt að starfa áfram á óbreyttum iðgjalda - og réttindagrundvelli fyrir þá sem eigi aðild að sjóðnum við gildistöku laganna. Lífeyrissjóði samkvæmt síðastnefndum málslið, sem njóti ekki l engur bakábyrgðar, sé skylt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum sjóðsins í samræmi við ákvæði 2. mgr. 39. gr. laganna. Slíkar breytingar skuli taka mið af ákvæðum 4. gr. laganna um lágmarkstryggingavernd. C Eins og áður er rakið hafnar stefndi Lan dsbankinn hf. því alfarið að hafa yfirtekið skyldur Landsbanka Íslands hf. samkvæmt fyrrgreindu samkomulagi frá árinu 1997 og ber fyrir sig aðildarskort, en téður stefndi er lögaðili sem komið var á fót árið 2008. Að mati dómsins hefur stefnandi ekki leitt að því haldbær rök að stefndi Landsbankinn hf. hafi með samningi eða á annan hátt yfirtekið þær skuldbindingar sem Landsbanki Íslands hf. bar á grundvelli samkomulagsins frá árinu 1997. Í þessum efnum hefur ekki þýðingu þótt téður stefndi hafi frá stofnun tekið að greiða stefnanda 14,4% iðgjöld launagreiðanda vegna þeirra starfsmanna sem tilheyra 19 Hlutfallsdeild stefnanda í samræmi við ákvörðun um hlutfall iðgjalda í samþykktum stefnanda, sbr. einnig til hliðsjónar 23. gr. laga nr. 129/1997. Hróflar það ekk i við þessari niðurstöðu þótt stefndi Landsbankinn hf. hafi tekið þátt í rekstrarkostnaði stefnanda og eitt sinn greitt Hlutfallsdeild stefnanda umfram skyldu tiltekna fjárhæð sem viðbótargreiðslu vegna launaþróunar. Þá hefur stefnandi ekki leitt í ljós að ákvarðanir Fjármálaeftirlitsins í tengslum við fall Landsbanka Íslands hf. hafi flutt ætlaða skuldbindingu þess banka gagnvart stefnanda yfir á stefnda Landsbankann hf. Að mati dómsins hefði þannig meira þurft til að koma svo að unnt yrði að draga þá ályk tun að téður stefndi teldist hafa gengist undir skuldbindingar Landsbanka Íslands hf. samkvæmt samkomulaginu. Í þessum efnum skal þess getið að ekki er unnt að fallast á það með stefnanda að atvikum málsins verði jafnað til þeirra sem uppi voru í dómi Hæst aréttar 24. maí 2012 í máli nr. 156/2011. Að öllu þessu virtu er uppi aðildarskortur gagnvart stefnda Landsbankanum hf., sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Þannig verður stefndi Landsbankinn hf. ekki dæmdur til að þola á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/ 1936 umkrafða breytingu á samkomulagi sem hann telst ekki eiga aðild að, sbr. til nokkurrar hliðsjónar dóm Hæstaréttar 21. júní 2011 í máli nr. 546/2010. Þaðan af síður verður rætt um að forsendur stefnanda gagnvart téðum stefnda hafi brostið eða að hann h afi auðgast með óréttmætum hætti í tengslum við samkomulagið, sem gert var löngu áður en honum var komið á fót sem lögaðila, auk þess sem sú málsástæða gæti ekki leitt til breytingar á samningi eins og kröfur stefnanda á hendur téðum stefnda miða þó við. V erður því ekki hjá því komist að sýkna stefnda Landsbankann hf. af kröfum stefnanda. Við þessar aðstæður reynir á kröfur sem stefnandi hefur uppi gagnvart stefnda íslenska ríkinu til vara, sbr. B - lið aðalkröfu hans og B - liði fyrstu og annarrar varakröfu ha ns í samræmi við 2. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991. D Aðalkrafa stefnanda og tvær fyrstu varakröfur hans fela, eins og áður segir, í sér kröfu um breytingu á áðurnefndu samkomulagi frá árinu 1997. Málatilbúnaður stefnanda að þessu leyti er byggður á hinni ó skráðu auðgunarreglu, hinni óskráðu reglu samningaréttarins um brostnar forsendur og loks ógildingarreglu 36. gr. laga nr. 7/1936. Stefndu mótmæla því aftur á móti að þessar reglur eigi hér við. Hvað fyrstu regluna varðar, þ.e. hina óskráða auðgunarreglu, þá gæti beiting hennar almennt séð átt við í máli þar sem sett væri fram fjárkrafa en reglunni verður aftur á móti ekki beitt til að ná fram dómi um breytingu samnings. Þegar af þeirri ástæðu ber að hafna málsástæðu stefnanda hvað þetta varðar. Hvað síðari reglurnar tvær varðar þá er þar um að ræða ógildingarreglur samningaréttarins. Slíkar reglur eru undantekning frá meginreglu samningaréttarins um skuldbindingargildi samninga og verða ekki skýrðar rúmt. Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. laga nr. 7/1936 má víkja s amningi til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta samningi, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. Í þessum efnum vísar stefnandi til ósanngirni í málatilbúnaði sínum í stefnu en ekki til góðrar viðskiptav enju. Þegar meta á hvort ósanngjarnt sé að bera fyrir sig samning skal samkvæmt 2. mgr. 36. gr. laganna líta til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til. Af lögskýringargögnum verður ráðið að ákvæði 36. gr. laganna sé í eðli sínu undantekningarregla gagnvart meginreglum íslensks fjármunaréttar um samningsfrelsið og skyldu manna til þess að efna gerða samninga. Þar er jafnframt áréttað að til þess sé ætlast að dómstólar fari mjög varlega í beitingu reglun nar þar sem óhófleg beiting hennar væri mjög til þess fallin að skerða öryggi í viðskiptum og skapa réttaróvissu. Dómurinn fellst ekki á það með stefnanda að fyrir hendi hafi verið aðstöðumunur á milli samningsaðila í tengslum við gerð samkomulagsins árið 1997. Þvert á móti varðaði samningsgerðin álitaefni sem voru á sérsviði stefnanda, sem starfar sem lífeyrissjóður, sbr. dóm Hæstaréttar 26. janúar 2016 í máli nr. 808/2015. Þá er fram komið að stefnandi naut sérfræðiráðgjafar tryggingastærðfræðings við sam ningsgerðina, sbr. 20 dóm Hæstaréttar 7. apríl 2011 í máli nr. 561/2010. Við allt þetta bætist að atvik málsins bera með sér að samningsgerðin átti sér þó nokkurn aðdraganda, sbr. einnig fyrri umfjöllun dómsins um aðdragandann að breytingu á reglugerð stefnan da, og verður ekki annað ráðið en að samkomulagið hafi byggst á yfirveguðu mati aðila þess, sbr. til nokkurrar hliðsjónar dóm Hæstaréttar 26. janúar 2012 í máli nr. 84/2011. Við mat á því hvort samningi skuli breytt verður einnig að líta til þess að þær fo rsendur, sem stefnandi hefur vísað til að tekið hafi breytingum, teljast til atriða sem þegar við samningsgerðina var viðbúið að gætu breyst með tímanum, sbr. til nokkurrar hliðsjónar dóm Hæstaréttar 27. maí 2021 í máli nr. 3/2021. Þess skal getið að tilví sun stefnanda til gagnkvæmrar trúnaðarskyldu samningsaðila telst haldlaus eins og atvikum háttar hér til. Áður er getið þeirrar málshöfðunar stefnanda gegn aðallega Landsbanka Íslands hf. en til vara stefnda íslenska ríkinu, árið 2005 sem síðar var fallið frá. Í tengslum við þetta var, eins og áður segir, gengið frá samkomulagi 18. desember 2006 af hálfu stefnanda og Landsbanka Íslands hf., stefnda Seðlabanka Íslands, Reiknistofu bankanna, sem þá var ekki hlutafélag, stefnda Valitor hf., sem þá hét Greiðslu miðlun hf., og loks Fjármálaeftirlitsins. Samkvæmt samkomulaginu skyldu viðsemjendur stefnanda greiða yfir 1.400 milljónir króna inn í Hlutfallsdeildina fyrir árslok 2006. Þá voru í samkomulaginu ákvæði um greiðslu rekstrarkostnaðar í þágu stefnanda auk gr eiðslna ef tilteknar launahækkanir ættu sér stað. Loks sagði í 4. og frekari kröfum á hendur aðildarfyrirtækjunum, sem tengjast forsendum og uppgjöri skuldbindinga greiðsluskyldu aðildarfyrirtækja stefnanda eða því að um brostnar forsendur sé að ræða. Í málinu liggur, eins og áður segir, fyrir fundargerð af ársfundi stefnanda 27. apríl 2006. Þar kemur fram að stjórnarformaður stefnanda hafi fjallað sérstaklega um vanda Hlutfallsdeildar. Hann hafi einnig nefnt fyrrnefndan málarekstur. Unnið sé að samningum og lausn málsins og málaferlin í biðstöðu meðan á því standi. Tveir stærstu aðilarnir hafi gefið stjórn sjóðsins jákvæð svör um að lausn muni nást. Hugmyndin sem nú sé rædd sé að fyrirtækin greiði inn vegna hækkunar launa umfram þær hækkanir sem fólgnar séu í kjarasamningum frá ársbyrjun 1998 til ársloka 200 5 og að fyrirtækin muni greiða inn ákveðna upphæð vegna rekstrarkostnaðar sjóðsins. Með því væri stöðu eigna sjóðsins komið niður í um það bil - 4,0% af stöðu heildarskuldbindinga. Nái raunávöxtun a.m.k. 4,6% næstu árin þá dugi þessar aðgerðir þannig að ekk athygli á því að ef samningar nást þá mun stjórn sjóðsins skrifa undir samkomulag um að endanlegt uppgjör hafi átt sér stað milli aðila og þar með verð ur ekki unnt að sækja oftar til aðildarfyrirtækjanna vegna leiðréttingar á upphafsforsendum. Hins vegar gæti enn steðjað vandi að Hlutfallsdeildinni en hann gæti Af frama ngreindu verður ráðið að stefnandi áttaði sig á því að ef gengið yrði til nýs samkomulags þá gæti hann vart vænst þess að samkomulagið frá árinu 1997, sem átti að vera fullnaðaruppgjör aðila, yrði enn og aftur tekið upp, jafnvel þótt blikur væru á lofti að hans mati vegna aukinnar nýtingar á hinni svokölluðu 95 ára reglu. Þrátt fyrir allt þetta gekk stefnandi, sem er sérfræðingur á því sviði sem samningsgerðin varðaði, vitandi vits til þeirra samningaviðræðna sem leiddu til samkomulagsins árið 2006. Var ákv æði 4. málarekstri og frekari kröfum á hendur aðildarfyrirtækjunum, sem tengjast forsendum og uppgjöri og afdráttarlaust. Þess skal getið að viljayfirlýsing sem gerð var tæplega hálfu ári fyrr af stefnanda, en til hennar er vísað í inngangi samkomulagsins, innihélt ákvæði samhljóða því er síðar varð að 4. gr. samkomulagsins frá árinu 2006. Er ekki unnt að f allast á það með stefnanda að leggja beri þrengri skilning í orðalagið sökum tilvísunar í inngangi samkomulagsins til 2006. Í þessu felst að þegar met ið er hvort samkomulagið frá árinu 1997 teljist ósanngjarnt í skilningi 36. gr. laga nr. 7/1936 þá verður ekki litið fram hjá viðbótarsamkomulaginu og þeim atvikum sem upplýst eru um gerð 21 þess. Þess skal getið að við þessu sanngirnismati dómsins hróflar ek ki sú staðreynd að stefndu átti ekki allir aðild að því samkomulagi, enda er hér einungis verið að meta hvort samkomulagið frá árinu 1997 teljist í ljósi allra atvika málsins, þar með talið viðbótarsamkomulagsins frá árinu 2006, ósanngjarnt í skilningi 36. gr. laga nr. 7/1936. Við allt þetta bætist að í málinu liggur fyrir að sú forsenda sem dómkvaddur matsmaður lagði til grundvallar í matsgerð sinni, dags. 23. október 2017, um að miða við 50% nýtingarhlutfall svokallaðrar 95 ára reglu, í stað 25% viðmiðsi ns í samkomulaginu frá árinu 1997, hefur við nánari athugun matsmannsins reynst of hátt viðmið, sbr. síðari matsgerð hans, dags. 15. mars 2021. Hér ber einnig að halda því til haga, að fyrirliggjandi ársreikningur stefnanda árið 2019 ber með sér að stefna ndi metur eigin stöðu í reynd betri en gengið er út frá í matsgerð dómkvadds matsmanns frá 2017. Nánar tiltekið kemur fram í skýringum við ársreikninginn að meiri hluti skuldabréfa Hlutfallsdeildar sé metinn á afskrifuðu kostnaðarverði þar sem tekin hafi v erið ákvörðun um að halda bréfunum til gjalddaga. Síðan segir að væru bréfin aftur á móti færð til eignar á markaðsverði væri bókfært verð þeirra 5.619,6 milljónum króna hærra og hrein eign til greiðslu lífeyris hærri sem því næmi. Að sama skapi væri reikn uð raunávöxtun á árinu 2019 hærri ef skuldabréf væru metin á markaðsverði eða 5,3% í stað 3,9%. Í ársreikningnum kemur einnig fram að meðaltal hreinnar raunávöxtunar hjá Hlutfallsdeild sé 4,31% síðustu 10 ár og 3,81% frá upptöku deildarskiptingar 1998. End a þótt ekkert hafi í sjálfu sér verið athugavert að mati dómsins við það að dómkvaddur matsmaður liti til framtíðar til laga og reglna um núvirðisreikning lífeyris, sbr. 24. gr. laga nr. 129/1997 og reglugerð nr. 391/1998 um skyldutryggingu lífeyrisréttind a og starfsemi lífeyrissjóða, þá verður ekki fram hjá því litið, þegar dómurinn framkvæmir atviksbundið sanngirnismat samkvæmt 36. gr. laga nr. 7/1936, að rúmum 20 árum eftir gerð fyrrgreinds samkomulags telur stefnandi beinlínis sjálfur að eignir hans séu í reynd umtalsvert verðmætari en miðað er við í matsgerð dómkvadds matsmanns frá árinu 2017 og að ávöxtun eigna hans hafi reynst hagfelldari en gengið er út frá í þeirri matsgerð, sbr. einnig til hliðsjónar 22. gr. reglugerðar nr. 391/1998. Síðari matsger ð matsmannsins, dags. 15. mars 2021, sem unnin var að beiðni stefndu íslenska ríkisins og Seðlabanka Íslands, staðfestir einnig að sé miðað við 3,81% meðalraunávöxtun stefnanda á tímabilinu þá leiði slíkt til lækkunar á áföllnum skuldbindingum hans um rúml ega 830 milljónir króna samanborið við matsgerðina frá árinu 2017 og er þar í báðum tilvikum litið til uppfærðra dánar - og eftirlifendataflna. Þess skal getið að við málflutning mótmælti lögmaður stefnanda tilvísun lögmanns stefnda íslenska ríkisins til fr amangreindra upplýsinga sem nýrri málsástæðu sem of seint væri fram komin í málinu. Að mati dómsins er ekki unnt að fallast á þetta með stefnanda, enda er hér um að ræða tilvísun til tölulegra þátta sem ætlað er að undirbyggja þá málsástæðu stefnda íslensk a ríkisins að samningur málsaðila sé í reynd ekki ósanngjarn þannig að réttlætt geti breytingu hans samkvæmt 36. gr. laga nr. 7/1936. Verður því ekki fallist á það með stefnanda að líta beri fram hjá þessum upplýsingum við úrlausn málsins. Samandregið telu r dómurinn að staða samningsaðila, efni samkomulagsins, það sem upplýst hefur verið um atvik við samningsgerðina og síðari atvik réttlæti ekki að dómurinn breyti samkomulaginu frá árinu 1997 með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936. Við þessari niðurstöðu hró fla ekki tilvísanir stefnanda til 65. og 72. gr. stjórnarskrárinnar. Ber því að hafna málatilbúnaði stefnanda að þessu leyti. Eins og áður segir byggir stefnandi málatilbúnað sinn einnig á hinni óskráðu ógildingarreglu samningaréttar um brostnar forsendur. Á grundvelli þeirrar reglu er unnt að fella samninga úr gildi í heild eða að hluta, sé skilyrðum til þess fullnægt hverju sinni, en reglunni verður almennt ekki beitt til þess að breyta samningsskilmálum að öðru leyti, sbr. dóma Hæstaréttar 11. nóvember 2 010 í máli nr. 151/2010, 21. júní 2011 í máli nr. 542/2010 og 2. október 2014 í máli nr. 109/2014. Að virtum þessum dómum ber að fallast á það með stefndu að þessi regla geti, eins og hér háttar til, ekki leitt til þess að dómkröfur stefnanda um breytingu samkomulagsins frá 1997 verði teknar til greina. Þar að auki gæti því skilyrði reglunnar, um að hún leiði ekki til óréttlátrar réttarskerðingar fyrir viðsemjanda, ekki talist fullnægt í málinu að teknu tilliti til atvika málsins, eins og þau eru rakin hér að framan, sbr. einkum umfjöllun dómsins um fyrrgreint samkomulag frá árinu 2006. Þá er þess áður getið að samkomulagið frá árinu 1997 22 varðaði atriði sem lutu sérþekkingu stefnanda, sbr. dóm Hæstaréttar 13. október 2011 í máli nr. 81/2011. Að öllu þessu vi rtu ber að hafna málsástæðu stefnanda sem reist er á reglunni um brostnar forsendur. Áður er getið þeirrar niðurstöðu dómsins að sýkna beri stefnda Landsbankann hf. af kröfum stefnanda sökum aðildarskorts. Í samræmi við allt sem að framan greinir ber einni g að sýkna aðra stefndu af aðalkröfu stefnanda ásamt fyrstu og annarri varakröfu hans. Þarf því ekki að víkja að öðrum málsástæðum stefndu til varnar umræddum kröfu stefnanda, svo sem um tómlæti, en þess skal getið að tómlæti getur haft þýðingu þegar metið er hvort til greina komi að fallast á beitingu ógildingarreglna samningaréttar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 22. febrúar 1965 í máli nr. 221/1960 sem birtur er í dómasafni réttarins það ár á bls. 169. E Hér að framan hefur aðalkröfu stefnanda ásam t fyrstu og annarri varakröfu hans verið hafnað. Eftir stendur þá þriðja varakrafa stefnanda, en hún beinist einungis að stefnda íslenska ríkinu og miðar, eins og áður segir, við að viðurkennt verði að téður stefndi beri ábyrgð frá 1. janúar 1998, gagnvart stefnanda, á lífeyrisskuldbindingum þeirra sjóðfélaga í Hlutfallsdeild stefnanda sem voru starfsmenn Landsbanka Íslands fyrir 1. janúar 1998. Í þeim efnum byggir stefnandi einkum á því að ábyrgð stefnda íslenska ríkisins samkvæmt 11. gr. laga nr. 50/1997 hafi í reynd aldrei fallið niður. Hinn 31. desember 1997 tók, eins og áður segir, gildi ný reglugerð fyrir stefnanda nr. 669/1997, sem staðfest var af fjármálaráðherra, en í ákvæði nr. III til bráðabirgða var vísað til laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisré ttinda um heimild til að setja hana. Áður höfðu breytingar, sem fólust í hinni nýju reglugerð, verið samþykktar á almennum fundi sjóðfélaganna, en á lögmæti þess fundar reyndi sérstaklega í dómi Hæstaréttar 25. janúar 2001 í máli nr. 249/2000 og dómi Hæsta réttar 26. febrúar 2004 í máli nr. 244/2003, þar sem dæmt var um rétt tveggja sjóðfélaga til lífeyris frá stefnanda. Fram að gildistöku reglugerðar nr. 669/1997 báru bankar og aðrir vinnuveitendur starfsmanna, sem greiddu iðgjöld til stefnanda, bakábyrgð á skuldbindingum hans. Sú ábyrgð var felld niður, en áfallnar skuldbindingar vinnuveitenda þess í stað reiknaðar út og þær greiddar sjóðnum, sem eftir það skyldi standa á eigin fótum, sbr. dóm Hæstaréttar 13. október 2005 í máli nr. 108/2005. Að virtum þeim dómi Hæstaréttar og að teknu tilliti til orðalags 11. gr. laga nr. 50/1997 og lögskýringargagna að baki ákvæðinu er ekki unnt að fallast á það með stefnanda að ábyrgð stefnda íslenska ríkisins á grundvelli umrædds lagaákvæðis sé enn fyrir hendi. Þá verður háttsemi stefnda íslenska ríkisins að mati dómsins ekki jafnað til skerðingar á eignarrétti sem fari í bága við 72. gr. stjórnarskrárinnar. Stefnandi byggir einnig á því að ósanngjarnt teljist í ljósi 65. gr. og 76. gr. stjórnarskrárinnar að stefndi ísle nska ríkið neiti að taka ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum sjóðfélaga stefnanda í ljósi samninga ríkisins við aðra um það sem stefnandi nefnir óbeina ábyrgð á lífeyrisskuldbindingum, þ.e. Bandalag háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, sbr. lög nr. 127/2016 um breytingu á lögum nr. 1/1997 um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Stefnandi hefur einnig vísað til annarra samninga sem lagðir hafa verið fram undir rekstri málsins þar sem stjórnvöld hafa hlaupið undir bagga með tilteknum lífeyrissjóðum á grundvelli sérstakra samninga, eftir atvikum að fenginni heimild í fjárlögum. Áður er rakið það sanngirnismat dómsins sem beitt er í tengslum við 36. gr. laga nr. 7/1936 og vísast um það til þeirrar umfjöllunar hér að framan . Hvað varðar tilvísun stefnanda til 76. gr. stjórnarskrárinnar þá hefur hann að mati dómsins ekki fært haldbær rök fyrir því að stefndi hafi með einhverjum hætti gerst brotlegur við það ákvæði stjórnarskrárinnar. Hvað varðar tilvísun stefnanda til jafnræð isreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar þá er ekki unnt að líta svo að samningar á borð við þá sem nefndir eru hér að framan geri það að verkum að stefnda íslenska ríkinu sé skylt á grundvelli umrædds ákvæðis stjórnarskrárinnar að ábyrgjast með almennum hætti l ífeyrisskuldbindingar í öllum íslenskum lífeyrissjóðum. Hvað varðar tilvísun stefnanda til ábyrgðar í þágu fyrrum bankastjóra og aðstoðarbankastjóra Landsbanka Íslands og maka þeirra þá réðst hún af 2. málslið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 50/1997 þar sem um va 23 fjármálaráðuneytisins, dags. 29. október 2009, verður ráðið að stefn di íslenska ríkið hafi ekki samið um og telur sig því ekki hafa náð samningum sem leyst gætu hann undan ábyrgð sinni samkvæmt ákvæðinu. Þar var því ekki til að dreifa sambærilegri réttarstöðu og átti við um meðlimi Hlutfallsdeildar stefnanda. Samandregið hefur stefnandi að mati dómsins ekki fært haldbær rök fyrir þeirri staðhæfingu sinni að stefndi íslenska ríkið hafi brotið gegn 65. gr. stjórnarskrárinna r gagnvart stefnanda. Að öllu þessu virtu ber að sýkna stefnda íslenska ríkið af þriðju varakröfu stefnanda. Í samræmi við framangreinda niðurstöðu verða stefndu allir sýknaðir af kröfum stefnanda. Eftir atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Af hálfu stefnanda flutti málið Jónas Fr. Jónsson lögmaður. Af hálfu stefnda Landsbankans hf. flutti málið Andri Árnason lögmaður. Af hálfu stefnda Seðlabanka Íslands flutti málið Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður. Af hálfu stefnda Valitor hf. flutti málið He lga Melkorka Óttarsdóttir lögmaður. Af hálfu stefnda Reiknistofu bankanna hf. flutti málið Hallmundur Albertsson lögmaður. Af hálfu stefnda Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja flutti málið Bjarki Þór Sveinsson. Af hálfu stefnda íslenska ríkisins flutti málið Eiríkur Áki Eggertsson lögmaður. Dóm þennan kveða upp Arnaldur Hjartarson, héraðsdómari og dómsformaður, Pétur Dam Leifsson héraðsdómari og Helgi Þórsson, tölfræðingur og sérfræðingur í tryggingastærðfræði. Þess skal loks getið að annar héraðsdómari en dómsformaður fór með málið á tímabilinu 6. mars 2019 til 2. september 2020. D Ó M S O R Ð: Stefndu, Landsbankinn hf., Seðlabanki Íslands, Valitor hf., Reiknistofa bankanna hf., Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og íslenska ríkið, eru sýknir af kröfum stefnanda, Lífeyrissjóðs bankamanna. Málskostnaður fellur niður.