LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 20. janúar 2023 . Mál nr. 754/2022 : Skatturinn (Jóhanna Lára Guðbrandsdóttir lögmaður ) gegn A ( Hjörleifur B. Kvaran lögmaður) Lykilorð Kærumál. Aðfarargerð. Fjárnám. Úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi. Útdráttur S kærði úrskurð héraðsdóms þar sem felld var úr gildi fjárnámsgerð sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði hjá A að kröfu S í mars 2022. Byggði A á því að honum hefði verið heimilt á grundvelli reglna nr. 797/2016 um greiðsluforgang og skul dajöfnun skatta og gjalda að gefa fyrirmæli um með hvaða hætti eignum hans, sem áður höfðu verið kyrrsettar, skyldi ráðstafað til greiðslu á ætlaðri skattkröfu á hendur honum en fjárnámsgerðin hefði verið í andstöðu við þessi fyrirmæli hans. Í úrskurði Lan dsréttar kom fram að reglur nr. 797/2016 tækju samkvæmt efni sínu til ráðstöfunar greiðslna sem inntar væru af hendi til lúkningar þeirra opinberu gjalda sem þar væru tilgreind. Reglurnar mæltu á hinn bóginn ekki fyrir um forgangsröð skattkrafna þegar innh eimtumaður krefðist tryggingar - ráðstafana, svo sem kyrrsetningar eða fjárnáms, í eignum skuldara til tryggingar greiðslu opinberra gjalda. Hefðu reglurnar því ekki þýðingu fyrir úrlausn málsins. Á S hvíldi sú skylda að annast innheimtu skatta og gjalda en af því hlutverki leiddi að S bæri að haga innheimtu sinni með þeim hætti að hún skilaði sem mestum árangri að gættum meginreglum stjórnsýsluréttarins. Hefði S því verið rétt að haga innheimtu sinni með þeim hætti sem greindi í málinu. Var hinn kærði úrskur ður því felldur úr gildi og fallist á kröfu S um staðfestingu fjárnámsgerðarinnar. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson , Ragnheiður Bragadóttir og Símon Sigvaldason kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 29. nóvember 2022 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 19 . næsta mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. nóvember 2022 í málinu nr. Y - [...] /2022 þar sem felld var úr gildi a ð farargerð nr. 2022 - [...] , sem fram fór hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 17. mars 2022. Kæruheimild er í 3 . mgr. 95 . gr. laga nr. 9 0 /19 89 um aðför . 2 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að fyr rgreind aðfarargerð verði staðfest. Þá krefst sóknaraðili málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar. Málsatvik 4 Fyrir liggur að rannsókn skattrannsóknarstjóra á skattskilum sóknaraðila vegna tekjuáranna 2010 til 2016 lauk með útgáfu skýrslu 15. september 2020. Með úrskurði 2. desember 2021 endurákvarðaði ríkisskattstjóri gjaldstofna varnaraðila gjaldárin 2011 til 2017, sem leiddi til þess að tekjuskattur og útsvar hans hækkað i um 487.929.372 krónur á umræddu tímabili. Ágreiningslaust er að fyrrverandi maki varnaraðila ber sjálfskuldarábyrgð á greiðslu skatta hans gjaldárin 2011 og 2012 samkvæmt ákvæðum 116. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt en hækkunin á því tímabili nam 101. 312.132 krónum. 5 Samkvæmt gögnum málsins voru eignir varnaraðila samtals að verðmæti 254.990.324 krónur kyrrsettar 28. desember 2017 og 25. janúar 2018 að kröfu sóknaraðila til tryggingar greiðslu væntanlegrar skattkröfu og sektar. Þá voru eignir fyrrverandi maka varnaraðila að verðmæti 98.500.000 krónur kyrrsettar 21. desember 2018 með vísan til ábyrgðar makans samkvæmt fyrrgreindum ákvæðum laga nr. 90/2003. Í hinum kærða úrskurði kemur fram að látið var reyna á gildi síðast greindrar kyrrsetninga rgerðar fyrir dómi en úrskurður héraðsdóms um að staðfesta skyldi gerðina var staðfestur með úrskurði Landsréttar 27. júní 2019 í máli nr. 413/2019. 6 Að gengnum áður greindum úrskurði ríkisskattstjóra krafðist varnaraðili þess með bréfi 27. janúar 2022 að k yrrsettum fjármunum hans að fjárhæð 254.990.324 krónur yrði ráðstafað til greiðslu á höfuðstól vangoldinna opinberra gjalda gjaldárin 2011 til og með 2014. 7 Með aðfararbeiðni 2. febrúar 2022 krafðist sóknaraðili fjárnáms hjá varnaraðila til tryggingar grei ðslu kröfu að fjárhæð 392.087.102 krónur en um var að ræða vangoldin opinber gjöld varnaraðila á árunum 2013 til 2017 ásamt kostnaði. 8 Bréfi varnaraðila frá 27. janúar 2022 var svarað með bréfi sóknaraðila 25. febrúar sama ár þar sem honum var kynnt að fram angreind aðfararbeiðni hefði verið send sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Innheimtu yrði háttað með þeim hætti sem þar kæmi fram í því skyni að stuðla að sem mestum möguleikum á innheimtu opinberra gjalda hans en fyrir lægi að fyrrverandi maki hans bæri sjálfskuldarábyrgð á greiðslum opinberra gjalda hans gjaldárin 2011 og 2012. 9 Samkvæmt endurriti úr gerðabók 17. mars 2022 var gert fjárnám í eignum varnaraðila til tryggingar kröfu að fjárhæð 294.895.758 krónur en árangurslaust fjárnám fyrir þeim hluta krö funnar sem umfram var eða 97.191.344 krónum. 3 10 Í hinum kærða úrskurði er gerð skilmerkileg grein fyrir málsástæðum aðila og er til þeirrar umfjöllunar vísað. Niðurstaða 11 Í hinum kærða úrskurði er því hafnað að sú framganga sóknaraðila að halda áfram innheimtu kröfunnar þrátt fyrir kæru varnaraðila á úrskurði ríkisskattstjóra til yfirskattanefndar hafi farið gegn meðalhófsreglu stjórnsýsluréttarins. Verður úrlausn héraðsdóms um þessa málsástæðu varnaraðila staðfest með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar. 12 Varnaraðili heldur því fram að á grundvelli reglna nr. 797/2016 um greiðsluforgang og skuldajöfnun skatta og gjalda hafi honum verið heimilt að gefa fyrirmæli um með hvaða hætti kyrrsettum eignum hans skyldi ráðstafað til greiðslu á ætlaðri skattkröfu á h mars 2022 hafi verið í andstöðu við þessi fyrirmæli hans og með framgöngu sinni hafi sókn araðili brotið gegn jafnræðis - og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 11. og 12. gr. þeirra. Um hafi verið að ræða íþyngjandi ákvörðun, sérstaklega gagnvart fyrrverandi maka hans sem hafi hagsmuni af niðurstöðu málsins. 13 Eins og greinir í úrsk urði Landsréttar 27. júní 2019 í máli nr. 413/2019 taka reglur nr. 797/2016 samkvæmt efni sínu til ráðstöfunar greiðslna sem inntar hafa verið af hendi til lúkningar þeirra opinberu gjalda sem þar eru tilgreind. Umræddar reglur mæla á hinn bóginn ekki fyri r um forgangsröð skattkrafna þegar innheimtumaður krefst tryggingarráðstafana, svo sem kyrrsetningar eigna eða fjárnáms í eignum skuldara til tryggingar greiðslu opinberra gjalda. Hafa reglurnar því ekki þýðingu fyrir úrlausn málsins. Af því leiðir að hald laus er sú málsástæða varnaraðila að aðferð sóknaraðila við innheimtuna hafi brotið gegn jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. 14 Á sóknaraðila hvílir sú skylda sem innheimtumanni ríkissjóðs að annast innheimtu skatta og gjalda í sínu umdæmi, sbr. ákvæði 3. gr. lag a nr. 150/2019 um innheimtu opinberra skatta og gjalda. Leiðir af því hlutverki að honum ber að haga innheimtu sinni með þeim hætti að hún skili sem mestum árangri að gættum meginreglum stjórnsýsluréttarins. Í ljósi sjálfskuldarábyrgðar fyrrverandi maka og þess að kyrrsettar eignir varnaraðila nægðu ekki til greiðslu heildarskattkröfunnar á hendur honum var sóknaraðila rétt að haga innheimtu sinni og tryggingarráðstöfunum með þeim hætti sem að framan greinir. Verður ekki talið að með því móti hafi sóknaraði li brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. 15 Samkvæmt framangreindu verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og fallist á kröfu sóknaraðila um staðfestingu þeirrar aðfarargerðar sem um er deilt í málinu. 16 Rétt þykir að málskostnaður í héraði og kærum álskostnaður falli niður. 4 Úrskurðarorð: Aðfarargerð nr. 2022 - [...] , sem framkvæmd var af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hjá varnaraðila, A að kröfu sóknaraðila, Skattsins, 17. mars 2022, er staðfest. Málskostnaður í héraði og kærumálskostnaður fellur niður. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. nóvember 2022 1. Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 31. október síðastliðinn, hófst með kröfuskjali, dags. 13. apríl 2022, sem barst dóminum þann sama dag. Sóknaraðili er A , [...] , [...] , og varnaraðili er Ska tturinn, [...] , [...] . 2. Sóknaraðili krefst þess að fjárnámsgerð nr. 2022 - [...] sem framkvæmd var af Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 17. mars 2022 verði felld úr gildi. Þá gerir sóknaraðili kröfu um málskostnað úr hendi varnaraðila. 3. Varnaraðili krefst þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað og fjárná msgerðin nr. 2022 - verði staðfest. Þá krefst varnaraðili málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. 4. Skattrannsóknarstjóri mun hafa haft tekjur og skattskil sóknaraðila til rannsóknar um nokkurt árabil. Upplýst er að til tryggingar meintum skattskuldum sóknaraðila hafi eignir sóknaraðila verið kyrrsettar með tveimur kyrrsetningargerðum, 28. desember 2017 og 25. janúar 2019. Munu kyrrsettir fjármunir sóknaraðila hafa numið 254.990.324 krónum. Þá er ágreiningslaust að fyrrverandi maki sóknaraðila ber sjálfskuldarábyrgð á greiðslu opinberra gjalda vegna álagningaráranna 2011 2012 samkvæmt ákvæðum 116. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Með kyrrsetningargerð þann 21. desember 2018 voru eignir fyrrverandi maka sóknara ðila að fjárhæð 98.500.000 krónur kyrrsettar, til tryggingar því að þær séu til staðar við lok rann sóknar og endurálagningar skatta sóknaraðila. Á þá kyrrsetningargerð var látið reyna fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem staðfesti gerðina með úrskurði 31. maí 2019. Í máli Landsréttar í máli nr. 413/2019 27. júní 2019 var sú niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur staðfest. 5. Opinber gjöld sóknaraðila vegna álagningaráranna 2011 2017 voru endurákvörðuð með úrskurði ríkisskattstjóra 2. desember 2021. Sóknaraðili kærði þann úrskurð til yfirskattanefndar með bréfi, dags. 1. mars 2022. 6. Varnaraðili hefur haft vangoldin opinber gjöld sóknaraðila samkvæmt fyrrgreindum úrskurði til innheimtu og krafðist þess með beiðni til sýslumanns 2. febrúar 2022 að gert yrði fjárnám í eign um sóknaraðila til tryggingar skuld að fjárhæð 392.087.102 krónur, vegna áranna 2013 2107. Að þeirri kröfu varnaraðila var fjárnám gert í eignum sóknaraðila fyrir samtals 294.895.758 krónum, en árangurslaust fjárnám var gert fyrir því er umfram kröfu varna raðila nam eða 97.191.344 krónum. Sóknaraðili krefst þess nú að fjárnámsgerð þessi, sem fékk númerið 2022 - í meðförum sýslumanns, verði felld úr gildi. Helstu málsástæður sóknaraðila 7. Sóknaraðili byggir kröfu sína um ógildingu fjárnámsgerðarinnar á því að aðfararbeiðni varnaraðila, eins og hún var sett fram, hafi verið í andstöðu við reglur um greiðsluforgang og skuldajöfnun skatta og gjalda nr. 797/2016. Sóknaraðili hafi með bréfi sínu, dags. 27. janúar 2022, gefið varnaraðila fyrirmæli um með hvaða hæt ti kyrrsettum eignum hans skyldi ráðstafað inn á meinta skattskuld hans. Það hafi honum verið heimilt að gera sem eigandi hinna kyrrsettu eigna og í samræmi við meginreglu reglna nr. 797/2016, þ.e. að greitt yrði fyrst upp í elsta ár eða tímabil, sbr. 1. m gr. 2. gr. reglna nr. 797/2016. Sóknaraðili kveðst byggja á því að gildi reglna nr. 797/2016 sé óumdeilt og vísar um það 5 til úrskurðar Landsréttar í máli nr. 413/2019. Skattinum hafi því borið að ráðstafa greiðslum í samræmi við beiðni sóknaraðila og skipt i þar engu þótt fjármunir sóknaraðila hafi verið kyrrsettir á þeim tíma, enda hafi varnaraðili verið gerðarbeiðandi við þær kyrrsetningargerðir og því sjálfur getað óskað endurupptöku kyrrsetningargerðanna, sbr. 1. mgr. 22. gr. laga um kyrrsetningu, lögban n o.fl. nr. 31/1990. Aðeins afstaða varnaraðila hafi staðið ráðstöfun í samræmi við beiðni sóknaraðila í vegi. 8. Sóknaraðili kveður varnaraðila hafa með framgöngu sinni brotið gegn ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sérstaklega jafnræðisreglu 11. gr. og r eglu um meðalhóf í 12. gr. laganna. Aðfararbeiðni varnaraðila hafi falið í sér íþyngjandi ákvörðun gagnvart sóknaraðila sjálfum en ekki síst gagnvart fyrrum eiginkonu hans sem teljist aðili málsins enda hafi hún hagsmuni af niðurstöðu þess. Samkvæmt 12. gr . stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skuli stjórnvald því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verði ekki náð með öðru og vægara móti. Markmið varnaraðila sé að innheimta meinta skattskuld sóknaraðila vegna tekjuáranna 2011 20 16. Með því að undanskilja elstu tvö tekjuárin í aðfararbeiðni sinni, beinlínis í andstöðu við ráðstöfunarbeiðni sóknaraðila, hafi varnaraðili ekki gætt meðalhófs. Réttara hefði verið að krefjast fjárnáms vegna alls þess tímabils sem úrskurður Skattsins fr á 2. desember 2021 nær yfir. Þá kveður sóknaraðili það litlu skipta fyrir varnaraðila upp í hvaða ár eða tímabil greiðslum þessum væri ráðstafað . 9. Sóknaraðili byggir og á því að sú ákvörðun að krefjast fjárnáms í eignum sóknaraðila, þrátt fyrir að hann hafi kært úrskurð Skattsins til yfirskattanefndar, brjóti í bága við reglur um meðalhóf. Lögmaður varnaraðila hafi lagst gegn beiðni sóknaraðila um að gerðinni yrði frestað þar til endanleg niðurstaða fengist í málinu frá yfirskattanefnd og fyrir l iggi að varnaraðili hafi þegar kyrrsett allar eignir sóknaraðila og með því tryggt að þær eignir muni vera til staðar þegar endanleg niðurstaða hefur fengist í mál sóknaraðila. Varnaraðili hefði því verið skaðlaus af því að fresta gerðinni með hliðsjón af kyrrsettum fjármunum sóknaraðila . 10. Þá kveðst sóknaraðili vísa til þess enn fremur að ekki hafi verið gætt að jafnræði í málinu, sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Engin skýring hafi verið gefin á því af hverju kröfugerðinni í máli sóknaraðila sé hag að með öðrum hætti en jafnan er í sambærilegum málum utan þeirrar skýringar að markmiðið sé að heimtur ríkisins verði sem mestar. Málsástæður varnaraðila 11. Varnaraðili kveðst byggja á því að hann hafi, sem innheimtumaður ríkissjóðs sam kvæmt 2. mgr. 3. gr. laga nr. 150/2019, það verkefni að innheimta gjaldfallnar skatt kröfur á hendur sóknaraðila sem, þrátt fyrir almenna greiðsluáskorun sem birt hafi verið í dagblöðum 18. janúar 2022, hafi ekki verið greiddar. Því hafi verið krafist fjárnáms til að tryggja greiðslu skattkröfunnar. Öll forms - og efnisskilyrði fyrir því að fjárnámsgerðin nái fram að ganga séu uppfyll t. Varnaraðili kveðst mótmæla málsástæðum sóknaraðila sem röngum, auk þess sem þær hafi ekki þýðingu við úrlausn máls sem er rekið um ógildingu fjárnámsgerðar samkvæmt lögum nr. 90/1989. 12. Varnaraðili kveður það h lutverk sitt samkvæmt lögum að innheimta skat ta og gjöld sem lögð eru á og tryggja að álagðir skattar skili sér með sem bestum innheimtu árangri til ríkissjóðs og sveitarfélaga. Til að ná fram því markmiði sé honum bæði heimilt og skylt að haga innheimtuaðgerðum þannig að þær nái sem mestum árangri. Með framangreint í huga hafi gjöld sem annar aðili ber sjálfskuldarábyrgð á ekki verið tekin með í þá fjárnámsgerð sem deilt er um í þessu máli en fyrirfram hafi verið talið ólíklegt að sóknaraðili þessa máls ætti nægar eignir til að tryggja greiðslu allra þeirra krafna sem til innheimtu eru. Enda hafi það verið niðurstaðan í fjárnámsgerðinni að henni lauk með árangursleysi að hluta. 13. Varnaraðili kveðst mótmæla því að farið hafi verið gegn meðalhófsreglu við með ferð málsins. Varnaraðili hafi ekki gengið har ðar fram gagnvart sóknaraðila en nauð synlegt sé til að ná fram málefnalegu markmiði varnaraðila, að ná fram fullri greiðslu skattkrafna. Verði raunin sú að nauðsynlegt reynist að ganga að fyrrverandi maka sóknaraðila eigi fyrrverandi maki hans endurkröfur étt á hann. Sóknaraðili málsins sé hvorki í betri né verri stöðu þó að fyrrverandi maki hans eigi á hann endurkröfurétt. 6 14. Varnaraðili kveður það rangt að reglur nr. 797/2016 um greiðsluforgang og skulda jöfnun skatta og gjalda komi í veg fyrir að vanskilain nheimtu sé hagað með þeim hætti sem gert var í þessu tilviki. Þær reglur fjalli um með hvaða hætti greiðslum er ráðstafað inn á kröfur m.t.t. höfuðstóls, álags og kostnaðar. Hver forgangsröð gjald flokka sé við skuldajöfnun og greiðslur inn á vanskilareikn inga og greiðsluáætlanir. Reglurnar mæli ekki fyrir um forgangsröð skattkrafna þegar innheimtumaður fer fram á að fjárnám verði gert í eignum skuldara til að tryggja greiðslu skatta og gjalda. Vísar varnaraðili þar um til úrskurðar Landsréttar í máli nr. 4 13/2019. Sömu sjónar mið eigi við hér þótt um fjárnám sé að ræða. 15. Þá kveður varnaraðili ekki hald í þeirri málsástæðu sóknaraðila að varnaraðili hafi með kyrrsetningu á eignum fyrrverandi eiginkonu sóknaraðila fengið fullnægjandi tryggingu fyrir þeim skattkröfum sem ábyrgð hennar kann að taka til. Þá hafi sóknar aðili ekki sýnt fram á að kyrrsettir hafi verið fjármunir í hennar eigu umfram þær skattkröfur. Þá áréttar varnaraðili að allar þær kröfur sem eru til innheimtu hjá sóknaraðila séu jafngamlar þó að mismunandi álagningarár séu undir. Skattkröfurnar hafi allar orðið til við skattbreytingu með úrskurði 2. desember 2021. Niðurstaða 16. Sóknaraðili leitar í máli þessu eftir því að aðfarargerð Sýslumannsins á höfuð borgarsvæðinu, sem fram fór 17. mars 2022 og fékk númerið 2022 - [...] í meðför um embættisins, verði ógilt. Um rétt sinn í því efni byggir sóknaraðili á reglum 15. kafla laga um aðför nr. 90/1989. 17. Samkvæmt 1. mgr. 92. gr. laga nr. 90/1989 er málsaðilum heimilt að krefjast úr lausnar héraðsdómara um aðfarargerð, ef krafa þess efnis berst héraðsdómara innan átta vikna frá því gerðinni var lokið. Krafa sóknaraðila barst dóminum 13. apríl 2022 og er áskilnaði 1. mgr. 92. gr. því fullnægt þannig að krafan fái komist að. Sam kvæmt 1. mgr. 95. gr. laga nr. 90/1989 skal í úrskurði héraðsdómara kveðið á um staðfestingu eða ógildingu aðfarargerðar eða um breytingu hennar, samkvæmt því, sem við á hverju sinni. Kröfugerð í málum sem þessum verður því byggð á atriðum sem varða gerðina frá upphafi til enda eða efnislegt réttmæti kröfu gerðarbeiðanda, svo framarlega sem dómstóll hefur ekki tekið afstöðu til hennar áður. 18. Til þeirrar kröfu sem aðfararbeiðni varnaraðila varðar stofnaðist með úrskurði ríkisskattstjóra 2. desember 2021. Með þeim úrskurði voru endurákvörðuð álögð opinber gjöld sóknaraðila vegna gjaldáranna 2011 til og með 2017. Laut aðfarar beiðni varnaraðila að hluta skuldar sóknaraðila samkvæmt þeim úrskurði, þ.e. fyrir gjaldárin 2013 til og með 2017. Frekari innheimtur á hendur sóknarað ila vegna gjaldáranna 2011 og 2012 hefur varnaraðili samkvæmt því kosið að láta liggja milli hluta að svo stöddu. Meðal gagna málsins er bréf sóknaraðila, dags. 27. janúar 2022, til varnaraðila, þar sem hann upplýsir að hann hyggist kæra úrskurðinn frá 2. desember 2021, en óskar eftir því að tilgreindum kyrrsettum eignum hans verði ráðstafað til greiðslu höfuðstóls elstu gjalddaga kröfunnar, fyrir árin 2011 2014, með fyrirvara um réttmæti greiðslnanna. Við því var ekki orðið. 19. Sóknaraðili hefur vísað til þe ss að um innheimtur skattkrafna gildi ákveðnar megin reglur sem birtist í reglum nr. 797/2016 um greiðsluforgang og skuldajöfnun skatta og gjalda. Þrátt fyrir að þær reglur beri ekki með sér að eiga sér sérstaka eða til greinda lagastoð í því regluverki er varðar innheimtu skatta og opinberra gjalda verð ur ekki hjá því litið að reglurnar stafa frá hinu opinbera og hafa verið birtar sem almenn stjórnvaldsfyrirmæli. Þá bera reglur þessar með sér að vera efnislega í samræmi við almennar reglur kröfuréttar þeg ar kemur að innheimtu krafna. Þannig er kveðið á um það í 2. gr. reglna nr. 797/2016 að þegar um er að ræða gjaldfallna skatta og gjaldfallin gjöld í tilteknum gjaldflokki skuli greiðsla frá gjaldanda, sem aðeins nægir fyrir hluta af heildarskuld, alltaf g anga fyrst upp í elsta ár eða tímabil. Þá segir og í b - lið 2. gr. reglnanna að ef gjaldandi tilgreini sérstaklega hvaða ár eða tímabil hann ætli að greiða skuli farið að óskum hans, að því tilskildu að hann greiði kostnað af kröfu viðkomandi tímabils fyrst , þá höfuðstól, álag og loks áfallna vexti. Með vísan til framanritaðs og þess að umræddar kröfur eru nú gjaldfallnar verður fallist á það með sóknaraðila að varnaraðila hafi verið bæði rétt og skylt að haga innheimtukröfum sínum með þeim hætti að sóknarað ila, gjaldanda í þessu samhengi, væri unnt að greiða gjaldfallnar skuldir sínar þannig að hinir elstu 7 gjalddagar yrðu fyrst greiddir. Þá verður að hafna þeirri málsástæðu varnaraðila að umræddar reglur eigi ekki að koma til skoðunar nú með vísan til þess a ð sömu sjónarmið eigi við um fjárnámsgerðina og kyrrsetningargerð þá sem fjallað var um í tilvitnuðum úrskurði Landsréttar í máli nr. 413/2019, enda fjárnám gert til fullnustu greiðsluskyldu sóknaraðila en kyrrsetning bráðabirgða aðgerð til tryggingar grei ðslu á síðari stigum. 20. Sóknaraðili byggir enn fremur á því að varnaraðili hafi við framgöngu sína farið gegn reglum stjórnsýsluréttarins um meðalhóf og jafnræði. Fyrir liggur að sóknar aðili vill ekki una þeim úrskurði sem til grundvallar fjárnámsbeiðni va rnaraðila ligg ur og hefur kært úrskurðinn til yfirskattanefndar í þeim tilgangi að fá honum breytt. Sú staðreynd breytir þó ekki heimild eða skyldu varnaraðila til að halda áfram innheimtuaðgerðum á hendur sóknaraðila, sbr. 4. gr. laga um innheimtu opinbe rra skatta og gjalda nr. 150/2019, en samkvæmt því frestar áfrýjun eða deila um skattskyldu hvorki eindaga skatta og gjalda né leysir gjaldanda undan viðurlögum við vangreiðslu þeirra. Þá ber innheimtumönnum ríkis sjóðs að innheimta skattkröfur sem byggjas t á áætlunum skattyfirvalda með sama hætti og skuld samkvæmt skattskýrslu. Hefur því ekki verið mótmælt af hálfu sóknaraðila að áður en til fjárnámsgerðarinnar kom hafi varnaraðili skorað á hann að greiða kröfuna. Að þessu virtu verður ekki fallist á það m eð sóknaraðila að sú framganga varnaraðila að halda áfram innheimtu kröfunnar, þrátt fyrir að sóknaraðili hafi kært úrskurðinn sem þar liggur til grundvallar, fari gegn reglum stjórnsýslu réttarins um meðalhóf. 21. Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpi þ ví er varð að lögum nr. 150/2019 um innheimtu opinberra skatta og gjalda segir berum orðum í umfjöllun um áður nefnda 4. gr., er fjallar um áfrýjun eða deilu um skattskyldu og skyldu innheimtumanna til innheimtu, að innheimtumenn skuli gæta að meginreglum stjórnsýsluréttarins um meðalhóf og jafnræði. Þá er í 6. gr. laga nr. 150/2019 að finna sérstaka jafnræðis reglu. Samkvæmt henni skal þess gætt við úrlausn mála er varða innheimtu skatta, gjalda og sekta samkvæmt þeim lögum að allir gjaldendur sem eins ste ndur á um hljóti sömu málsmeðferð. Fyrir liggur að varnaraðili hefur ekki orðið við beiðnum sóknaraðila um endurupptöku kyrrsetningargerða eða óskum um ráðstöfun þeirra fjármuna þannig að greitt verði upp í elstu kröfur fyrst. Þvert á móti hefur varnaraðil i upplýst að hann hafi hagað innheimtuaðgerðum út frá þeirri staðreynd að fyrrverandi maki sóknaraðila beri sjálfskuldarábyrgð á greiðslu álagningaráranna 2011 2013 eins og bréf varnaraðila, dags. 25. febrúar 2022, ber með sér. Verður ekki fallist á það me ð varnaraðila að sá framgangsmáti sé í samræmi við meðalhóf eða jafnræðis reglur stjórnsýsluréttarins, sbr. og sérstaka jafnræðisreglu 6. gr. laga nr. 150/2019, eða reglur nr. 797/2016, sem settar hafa verið með það að markmiði að kveða með skýrum hætti á um greiðsluforgang og skuldajöfnun skatta og gjalda. 22. Með vísan til alls framangreinds verður fallist á kröfu sóknaraðila um að fjárnáms gerð nr. 2022 - sem fram fór hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 17. mars 2022 verði felld úr gildi. Með hliðsjón af niðurstöðu málsins verður varnaraðila gert að greiða sóknaraðila málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn 350.000 krónur. Bergþóra Ingólfsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Aðfarargerð nr. 2022 - [...] , sem fram fór þann 17. mars 2022 hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, er felld úr gildi Varnaraðili, Skatturinn, greiði sóknaraðila, A , 350.000 krónur í málskostnað.