LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 15. desember 2023. Mál nr. 854/2023 : Héraðssaksóknari (Kristín Ingileifsdóttir saksóknari ) gegn X (Arnar Þór Stefánsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Afhending gagna. Rannsókn sakamáls. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu X um að felld yrði úr gildi synjun H við því að afhenda X afrit af gögnum sem bárust frá erlendum stjórnvöldum á grundvelli réttarbeiðni H. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Kristinn Halldórsson , Ragnheiður Bragadóttir og Símon Sigvaldason kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 8. desember 2023 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 11. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 6. desember 2023 í málinu nr. R - [...] /2023 þar sem hafnað var kröfu varnaraðila um að felld yrði úr gildi synjun sóknaraðila 26. október 2023 við því að afhenda verjanda varnaraðila afrit af þeim nýju gögnum í lögreglumálinu nr. 300 - [...] , sem bárust frá [...] stjórnvöldum sumarið 2023 á grundvelli réttarbeiðni sóknaraðila. Kæruheimild er í c - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varna raðili krefst þess að felld verði úr gildi synjun sóknaraðila 26. október 2023 við því að afhenda verjanda varnaraðila afrit af þeim nýju gögnum í lögreglumálinu nr. 300 - [...] , sem bárust frá [...] stjórnvöldum í júlí 2023 á grundvelli réttarbeiðni sem sók naraðili sendi þeim 17. október 2022, ásamt því að sóknaraðili verði skyldaður til að afhenda verjanda varnaraðila afrit af umræddum gögnum. Niðurstaða 4 Samkvæmt gögnum málsins hefur sóknaraðili um fjögurra ára skeið haft til rannsóknar ætluð mútu - , pening aþvættis - og auðgunarbrot í tengslum við starfsemi 2 fyrirtækjasamstæðu Y hf. í [...] og fleiri löndum á árunum 2012 til 2019. Við rannsókn málsins hefur varnaraðili notið stöðu sakbornings um rúmlega þriggja ára skeið. Þá kemur fram í gögnunum að auk varnar aðila beinist rannsókn málsins að átta öðrum mönnum sem einnig hafa við hana réttarstöðu sakbornings. Eins og greinir í hinum kærða úrskurði óskaði sóknaraðili eftir upplýsingum og gögnum frá yfirvöldum í [...] í tengslum við rannsókn málsins með réttarbei ðni sem send var þarlendum stjórnvöldum 17. október 2022. Gögn þessi, sem eru mikil að vöxtum, munu hafa borist sóknaraðila í júlí síðastliðnum á rafrænu formi en fyrir liggur að þau telja tugþúsundir blaðsíðna. Í lok október síðastliðnum óskaði verjandi v arnaraðila eftir afriti af þessum gögnum. Þeirri beiðni var hafnað af sóknaraðila en verjanda boðið að skoða gögnin á rafrænu formi á starfstöð sóknaraðila. Tekið var fram að unnið væri að því að skoða gögnin og engin gögn hefðu bæst við skjöl málsins sem til rannsóknar væri. Verjandi varnaraðila sætti sig ekki við þessi svör og ítrekaði erindi sitt skömmu síðar sem sókna raðili svaraði samdægurs með þeim hætti að gögnin væru til skoðunar hjá embættinu og ekki lægi fyrir hvort og þá hvaða gögn yrðu meðal málsgagna í málinu. Því væri ekki hægt að fallast á kröfu verjandans um afhendingu gagnanna að svo stöddu. Ítrekað var að honum væri þó velkomið að kynna sér gögnin á starfstöð sókn araðila. Með máli því sem hér er til meðferðar hefur varn araðili borið þessa synjun sókn araðila undir dóm og krafist þess að hún verði felld úr gildi og að sókn araðila verði gert að afhenda verjanda varn araðila afrit af umræddum gögnum. 5 Í greinargerð sóknaraðila til Landsrétt ar kemur fram að frumskoðun á þeim rafrænu gögnum sem borist hafi frá yfirvöldum í [...] hafi leitt í ljós að stór hluti þeirra varði einstaklinga og lögaðila sem ekki séu til rannsóknar hjá sókn araðila . Þar á meðal séu sakborning ar í [...] sem enn hafi ek ki verið ákærðir þar í landi. Þá hafi gögnin einnig að geyma viðkvæmar persónu legar upp lýsingar um aðra en varn araðila. Samkvæmt framangreindu sé fyrirséð að einungis hluti gagnanna varði og hafi sönnunargildi í mál i því sem til rannsóknar sé hér á landi. Rannsók nin standi enn yfir og ekki hafi verið tekin afstaða til saksóknar á hendur varn araðila. Vegna umfangs og eðlis gagnanna verði að veita sókn araðila tóm til að rannsaka áðurgreind gögn svo unnt sé að taka afstöðu til þess hvaða gögn eigi að gera að m áls skjölum í máli varnaraðila. 6 Samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008 á verjandi aðeins rétt til skjala, sem varða það sakarefni sem beint er að skjólstæðingi hans. Þá getur lögregla samkvæmt 3. mgr. ákvæðisins synjað verjanda um aðgang að einstökum skjölum og öðrum gögnum meðan á ra nnsókn málsins stendur ef brýnir einkahagsmunir annarra en skjólstæðings hans standa því í vegi. Í ákvæðinu felst að heimilt er að fara þá leið, sem er síður íþyngjandi í garð sakbornings, og veita honum aðgang að skjölum og öðrum gögnum á lögreglustöð en synja honum um afrit af þeim. 7 Eins og að framan er rakið hefur sóknaraðili staðið fyrir umfangsmikilli öflun gagna frá yfirvöldum í [...] sem eðli málsins samkvæmt tekur nokkurn tíma að vinna úr. Að öllu framangreindu virtu og þeim tíma, sem liðinn er frá því gagnanna var aflað, 3 verður fallist á með sóknaraðila að honum sé ekki skylt að svo stöddu að afhenda verjanda varnaraðila afrit af umræddum gögnum sem honum hafi borist og enn hafa ekki verið rannsökuð. 8 Samkvæmt framangreindu verður hinn kærði úrskurð ur staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsóms Reykjavíkur 6. desember 2023 1 Mál þetta, sem tekið var til úrskurðar 17. nóvember 2023, hófst með málskoti sóknaraðila, X , sakbornings í máli nr. 300 - [...] hjá varnar aðila, til héraðsdómara, á grundvelli 4. málsliðar 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sem barst dóminum 30. október 2023. 2 Sóknaraðili krefst þess að felld verði úr gildi synjun varnaraðila 26. október 2023 við því að afhenda verjanda sók naraðila afrit af þeim nýju gögnum í lögreglumálinu nr. 300 - [...] , sem bárust frá [...] stjórnvöldum sumarið 2023 á grundvelli réttarbeiðni sem varnaraðili sendi þeim 17. október 2022. Þess er jafnframt krafist að varnaraðili verði skyldaður til að afhenda verjanda sóknaraðila afrit af umræddum gögnum. 3 Varnaraðili krefst þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað. I 4 Sóknaraðili hefur notið stöðu sakbornings við ofangreinda rannsókn varnaraðila frá 23. júlí 2020, eftir því sem segir í kröfu sóknaraðila. Beinist rannsóknin að meintum brotum gegn 109. gr., 264. gr., 264. gr. a, ásamt XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Er sóknaraðili samkvæmt gögnum málsins einn af níu einstaklingum sem fengið hafa réttarstöðu sakborn ings við rannsóknina, en auk þeirr a mun vera litið á tiltekin félög í fyrirtækjasamstæðu Y sem sakborninga við rannsókn málsins. 5 Hinn 17. október 2022 óskaði varnaraðili eftir aðstoð viðeigandi yfirvalda í [...] við öflun upplýsinga og gagna, sem sönnunargildi gætu haft við úrlausn framan greinds máls varðandi meinta spillingu, mútur og peningaþvætti. Samkvæmt beiðni varnaraðila til [...] yfirvalda beinist rannsókn málsins að starfsemi fyrir tækja samsteypu Y og einstaklinga, sem komu fram fyrir hönd þess félags í [...] og fleiri löndum. Af beiðninni má sömuleiðis ráða að tímabilið sem til rannsóknar er taki til áranna 2012 til 2019, að báðum árum meðtöldum. 6 Með framangreindri beiðni varnaraðila til [...] stjórnvalda var óskað eftir marg víslegum upplýsingum og gögnum, allt frá almennum upp lýsingum eða bak grunnsupplýsingum, sem þýðingu gætu haft fyrir samhengi málsins, þar með töldum fjölskylduupplýsingum um nafngreinda einstaklinga þar í landi, þ. á m. um innbyrðis tengsl þeirra, upplýsingum varðandi félög þar sem þessir einstaklingar væru stjórn - endur eða eigendur, upplýsingum um persónulegar eignir viðkomandi o.s.frv. 4 7 Jafnframt var í framangreindri beiðni beðið um rafræn gögn úr símum og tölvum, sem haldlögð höfðu verið við rannsókn [...] yfirvalda, reikninga og önnur gögn sem sýndu flæð i vara og/eða þjónustu frá fyrirtækjasamstæðu Y til einstaklinga og embættismanna [...] yfirvalda, sem hefðu getað haft áhrif á ákvarðanatöku þeirra, greiðsluupplýsingar og gögn sem sýndu flæði fjármagns, vara eða þjónustu til aðila í [...] , opinber gögn v arðandi tiltekin fyrirtæki, sem tilgreind voru í beiðninni, afrit af samningum o.s.frv. Þá var sömuleiðis beðið um framburðar skýrslur sakborninga og vitna, tiltekna sérfræðiskýrslu o.fl. 8 Sóknaraðili vísar í kröfu sinni til þess að umbeðin gögn séu komin í hendur varnar aðila, sem hafi jafnframt upplýst í [...] að þau gögn sem fengin hafi verið frá [...] yfirvöldum skipti töluverðu máli fyrir rannsókn varnaraðila. Í greinar gerð varnaraðila fyrir dóminum kemur fram að gögnin hafi borist honum í júlí 2023. II 9 Gögn málsins bera með sér að verjandi sóknaraðila hafi óskað eftir þeim gögnum sem bæst [hafi] við rannsóknina síðan síðast með tölvupósti til varnaraðila 19. júlí 2023. Þeim tölvupósti hafi verið svarað með tölvupósti 11. ágúst 2023 með orðunum Sæll, þetta er móttekið. Tek til og verður afhent rafrænt . Verjandi sóknaraðila hafi aftur sent tölvupóst sama efnis 13. október 2023, sem hafi verið svarað með tölvupósti 19. sama mánaðar með þeim orðum að engin gögn hefðu bæst við málsskjölin frá síðustu afhen dingu. 10 Verjandi sóknaraðila sendi varnaraðila enn á ný tölvupóst 24. október 2023 með tilvísun í frétt á vefsvæðinu [...] , þar sem fram kom að gögn hefðu borist frá [...] síðastliðið sumar. Óskað var eftir afriti af þessum gögnum og útskýringum á því hver s vegna síðasta svar varnaraðila hefði verið á þann veg að engin ný gögn [hefðu] bæst við síðan í ágúst . 11 Svar barst frá varnaraðila með tölvupósti 26. sama mánaðar þar sem sagði orðrétt: Gögnin frá [...] eru á rafrænu formi og við getum gert þau aðgengile g fyrir ykkur til skoðunar hér á [...] . Sambærilegt og gert var með [...] hafa engin gögn bæst við málsskjölin. 12 Verjandi sóknaraðila sætti sig ekki við framangreint svar og í trekaði ósk um afhend ingu umræddra gagna með tölvupósti síðar sama dag, 26. október sl., enda augljós lega unnt að prenta þessi gögn út og afhenda sem slík . Nú eða senda með signet svo sem gert hefur verið af embættinu hingað til Taldi verjandinn það en gu breyta þótt varnaraðili hefði kosið að gera gögnin ekki að málsskjölum enn. 13 Varnaraðili svaraði þeim tölvupósti sama dag og kvaðst vera að fara yfir gögnin . Því lægi ekki fyrir á þeirri stundu hvort og þá hvaða gögn yrðu meðal málsgagna í málinu. Ekki væri þar af leiðandi hægt að fallast á kröfu verjandans að svo stöddu. [Verjandanum] væri þó velkomið að koma og kynna sér gögnin, þó svo að þau fengj ust ekki afhent. Ber sóknaraðili þessa synjun varnaraðila undir héraðs dóm með máls koti þessu. 5 III 14 Ran nsókn sakamála er í höndum lögreglu, undir stjórn héraðssaksóknara eða lög reglu stjóra, nema öðruvísi sé mælt fyrir um í lögum, sbr. 1. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Markmið rannsóknar er að afla gagna til að ákæranda sé fært að ákveð a að henni lokinni hvort sækja skuli mann til sakar, svo og að afla gagna til undirbúnings málsmeðferð fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 53. gr. sömu laga. Þeir sem rannsaka sakamál skulu vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sektar, sbr. 3. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 53. gr. sömu laga. 15 Réttur sakbornings og verjanda hans til aðgangs að gögnum máls hefur verið talinn mikilvægur þáttur í réttlátri málsmeðferð, bæði hér á landi og fyrir Mannréttinda - dómstóli Evrópu, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. og b - lið 3. mgr. 6. gr. mannréttinda sáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. 16 Verjandi sakbornings skal jafnskjótt og unnt er fá afrit af öllum skjölum máls, sem varða skjólstæðing hans, svo og aðst öðu til að kynna sér önnur gögn í málinu, sbr. 1. málslið 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008. Verjandi getur borið synjun lögreglu um afrit af skjölum máls eða aðstöðu til að kynna sér önnur gögn í máli undir dómara, sbr. 4. málslið 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008, sbr. einnig niðurlag 3. mgr. sömu greinar og 2. mgr. 102. gr. laganna. 17 Samkvæmt framansögðu er í lögum gerður greinarmunur á milli skjala máls annars vegar og annarra gagna í máli hins vegar. Hefur í dómaframkvæmd verið litið svo á að verjandi sa kbornings eigi rétt á afriti af öllum skjölum máls samkvæmt meginreglu 1. máls liðar 1. mgr. 37. gr. laganna, nema undantekningarreglur laganna eigi við. Verjandinn eigi hins vegar ekki rétt á að fá afrit af öðrum gögnum í máli, heldur eigi hann rétt til þ ess að kynna sér gögnin á skrifstofu lögreglu eða ákæruvalds. Gildir þetta bæði um rannsókn máls og meðferð þess eftir útgáfu ákæru, sbr. meðal annars dóma Hæstaréttar Íslands frá 27. júní 2017 í máli nr. 407/2017, 21. febrúar 2017 í máli nr. 113/2017, 12. apríl 2012 í máli nr. 205/2012, 1. nóvember 2010 í máli nr. 614/2010 og 21. september 2009 í málum nr. 495/2009, 496/2009 og 497/2009. Þá má jafnframt vísa til úrskurða Landsréttar frá 24. október 2022 í máli nr. 640/2022, 3. október 2019 í máli nr. 652/2 019 og 5. apríl 2018 í máli nr. 324/2018. 18 Í báðum tilvikum, þ.e. þegar annars vegar er um skjöl máls að ræða og hins vegar þegar um er að ræða önnur gögn í máli , er það meginforsenda fyrir aðgangi að gögnum samkvæmt 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008 að um sé að ræða gögn í til teknu máli, sem til rannsóknar er, þ.e. málsgögn. Af áðurnefndri 1. mgr. 52. gr. laga nr. 88/2008 leiðir að það er lögregla, undir stjórn héraðssaksóknara eða lögreglu - stjóra, sem ákveður farveg rannsóknar sakamáls og hvaða skjöl og ö nnur gögn verði hluti af málsgögnum í málinu, á meðan á rannsókn máls stendur. 19 Það er jafnframt forsenda þess að verjandi sakbornings fái afrit af skjölum máls, eða að kynna sér önnur gögn í máli, að þau gögn sem um ræðir varði skjólstæðing hans, þ.e. að gögnin varði þær sakargiftir sem á skjólstæðing verjandans eru bornar. Verður það beinlínis ráðið af orðalagi 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008, en sömuleiðis af dómaframkvæmd, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar Íslands frá 27. nóvember 2002 í máli nr. 500/2 002 og dóm frá 6. júní 2017 í máli nr. 335/2017. Þá má einnig vísa í þessu samhengi til úrskurða Landsréttar frá 30. ágúst 2023 í máli nr. 624/2023 og 21. mars 2022 í máli nr. 114/2022. 6 20 Lögregla getur við ákveðnar aðstæður synjað verjanda um aðgang að ein stökum skjölum og öðrum gögnum, ýmist tímabundið eða allt til loka rannsóknar máls, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, sbr. 2. og 3. málslið 1. mgr. og 2. og 3. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008, þ. á m. ef í húfi eru brýnir einkahagsmunir annarra en skjólstæð ings verjandans eða samskipti við yfirvöld í öðrum ríkjum standa því í vegi, sbr. síðastnefnda 3. mgr. 37. gr. laganna. Slík frávik skal þó skýra þröngt, enda um að ræða undantekningu frá meginreglu 1. málsliðar 1. mgr. 37. gr. laganna. Má í þessu samhengi , svo dæmi séu tekin, vísa til dóms Hæstaréttar frá 26. október 2015 í máli nr. 717/2015 og fyrrnefnds úrskurðar Landsréttar frá 30. ágúst 2023 í máli nr. 624/2023. 21 Eftir útgáfu ákæru í máli á verjandi sakbornings að meginstefnu til rétt á afriti af öllum skjölum máls og aðgangi að öðrum gögnum á skrifstofu lögreglu eða ákær anda. Leiðir það meðal annars af hinni ólögfestu jafnræðisreglu sakamálaréttarfars, sbr. og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar um réttláta málsmeðferð og 1. mgr. og b - lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. 22 Þau gögn sem lögð eru fram við þingfestingu máls, samhliða ákæru, eru gögn ákæru valdsins, sbr. 1. mgr. 158. gr. laga nr. 88/2008. Ákæruvaldinu ber að leggja fram skjöl við meðferð máls fyrir dómi, hvort heldur sem efni þeirra horfir til sýknu eða sektar ákærða, sbr. 3. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 134. gr. laga nr. 88/2008, sbr. og áðurnefndan dóm Hæstaréttar frá 6. júní 2017 í máli nr. 335/2017 og fyrrgreindan úrskurð Landsréttar frá 21. mars 2022 í máli nr. 114/2022. 23 Ákærandi og sakborningur eða verjandi hans leggja að öðru leyti fram þau skjöl og sýnileg sönnunargögn sem þeir vilja að tekið verði tillit til við úrlausn málsins, sbr. 1. og 2. mgr. 134. gr. sömu laga. Ekki er sjálfgefið að öll skjöl eða gögn , sem aflað hefur verið við rannsókn máls, verði gerð að málsgögnum fyrir dómi, enda er það almennt á forræði ákæruvaldsins hvaða gögn það leggur fram til þess að fullnægja sönnunarbyrði sinni, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar frá 3. október 2012 í máli n r. 609/2012 og úrskurð Landsréttar frá 3. október 2019 í máli nr. 652/2019. 24 Samkvæmt framansögðu geta verið til staðar gögn, sem aflað var við rannsókn máls, en ekki lögð fram sem málsgögn í málinu fyrir dómi. Við slíkar aðstæður á verjandi sakbornings rétt á að kynna sér önnur gögn sem aflað hefur verið við rannsókn máls, en ekki gerð að gögnum máls fyrir dómi, sbr. meðal annars margnefndan dóm Hæstaréttar frá 6. júní 2017 í máli nr. 335/2017 og dóm Hæstaréttar frá 8. júní 2012 í máli nr. 592/2012. Hefu r verjandi sakbornings fengið að kynna sér slík gögn á skrifstofu lögreglu eða ákæranda, sbr. 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008. 25 Komi til þess að mál verði fellt niður, í stað þess að ákæra verði gefin út, á sak borningur rétt á því að fá aðgang að gögnum m álsins á grundvelli 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. til að mynda dóm Hæstaréttar frá 6. mars 2017 í máli nr. 138/2017. IV 26 Rannsókn þess máls sem um ræðir stendur enn yfir og er óljóst á þessu stigi málsins hvort rannsóknin muni leiða til ákæru eða ekki. Varnaraðila bárust sem fyrr segir gögn í júlí síðastliðnum frá yfirvöldum í [...] , sem óskað var eftir 17. október 2022. Eftir því sem fram kemur í greinargerð varnaraðila fyrir dóminum er um umfangs mikið gagnasafn að ræða, en við munnlega n flutning málsins kom fram að umfang gagnanna næmi tugþúsundum blaðsíðna. 7 27 Þá hefur einnig komið fram af hálfu varnaraðila að unnið sé við að fara í gegnum gögnin og meta hvort og þá hvaða gögn eigi að gera að málsgögnum í málinu, í skilningi 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008. Má ætla að það ráðist af þeim farvegi sem varnaraðili markar rannsókn málsins, sbr. 1. mgr. 52. gr. sömu laga. 28 Sakborningar í málinu eru nokkrir, eins og áður segir, en auk þess að ákvarða hvaða gögn verði gerð að málsgögnum liggur s ömuleiðis fyrir varnaraðila að ákvarða hvaða gögn varði hvaða sakborning, sbr. nefnda 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008. Þá kom jafnframt fram af hálfu varnaraðila við munnlegan flutning málsins fyrir dómi að hluti þeirra gagna sem borist hafi varði viðkvæm einkamálefni annarra einstaklinga, sem ekki séu til rannsóknar hér á landi. Fær það sem rakið hefur verið hér að framan stuðning í beiðni varnaraðila um aðstoð [...] stjórnvalda sem frammi liggur í málinu. 29 Verður að mati dómsins, með hliðsjón af framangr eindu, að veita varnaraðila nokkurt svigrúm til að yfirfara og greina þau gögn sem honum bárust frá [...] yfirvöldum í júlí síðastliðnum, þannig að varnaraðili geti ákvarðað hvaða gögn teljist málsgögn í málinu og hvaða gögn varði hvaða sakborning. Þá verð ur einnig að fallast á það með varnaraðila að hann verði að fá ráðrúm til að leggja mat á það hvort um sé að ræða persónulegar upplýsingar þriðja manns sem halda beri frá sakborningi og verjanda hans á þessu stigi málsins, á grundvelli 3. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008. 30 Sóknaraðili hefur valið að haga kröfugerð sinni þannig að gerð er krafa um að verjandi hans fái afrit af þeim nýju gögnum [...] sem bárust frá [...] yfirvöldum , sem svar við réttarbeiðni varnaraðila frá 17. október 2022. Ekki er í kröfu sókna raðila gerður greinar munur á skjölum og öðrum gögnum. Þá er eigi heldur krafist aðgangs að tilteknum gögnum eða afrits tilgreindra skjala, en sóknaraðili getur sem fyrr segir aldrei átt rétt til þess að fá afrit af öðrum gögnum í málinu en skjölum og þá a ðeins skjölum sem hann varða, svo og aðstöðu til að kynna sér önnur gögn í málinu. 31 Í því samhengi verður ekki fallist á þau sjónarmið sóknaraðila að þar sem hann hafi verið starfsmaður Y allt það tímabil sem til rannsóknar sé hljóti öll gögnin, þ.m.t. skjöl, að varða hann. Svo þarf alls ekki að vera, auk þess sem vega þarf og meta hagsmuni sóknar aðila til aðgangs að gögnum annars vegar og hins vegar hags muni annarra einstaklinga, sem gögnin varða en ekki eiga aðild að rannsókn málsins hér á landi. Er þannig, svo dæmi sé tekið, ekki útilokað að varnaraðila þyki ástæða til þess, að lokinni yfirferð þeirra gagna sem um ræðir, að neita verjanda um afrit af einstökum skjölum og öðrum gögnum á meðan á rannsókn málsins stendur vegna brýnna einkahagsmuna annar ra en sóknaraðila, sbr. 3. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008. 32 Fallast verður á það með varnaraðila að yfirferð yfir þau gögn sem varnaraðili fékk afhent frá [...] taki tíma, þótt erfiðara sé að ákvarða hvað teljist hæfilegur tími í því samhengi. Má hvað það v arðar vísa til þeirrar skyldu lögreglu og ákæruvalds að hraða skuli meðferð máls eftir því sem kostur er, en þessi skylda er meðal annars áréttuð í 3. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008. Má jafnframt í þessu sambandi vísa til áðurnefnds dóms Hæstaréttar Íslands frá 27. nóvember 2002 í máli nr. 500/2002. 33 Þá er málið sem fyrr segir enn á rannsóknarstigi og óljóst hvort ákæra verður gefin út eða ekki, en eins og áður segir er réttur verjanda til aðgangs að gögnum máls alla jafna ríkari eftir útgá fu ákæru en á 8 rannsóknarstigi máls. Liggur þannig fyrir að þeim hömlum, sem nú eru á aðgangi verjanda sóknaraðila að gögnum málsins, þ.m.t. rétti hans til að krefjast afrits af skjölum, verður aflétt komi til þess að ákæra verði gefin út í málinu. Að öðrum kosti mun sóknaraðili, sem fyrr segir, eiga rétt á því að fá aðgang að gögnum málsins á grundvelli 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. til að mynda áðurnefndan dóm Hæstaréttar Íslands frá 6. mars 2017 í máli nr. 138/2017. 34 Síðast en ekki síst hefur varnaraðili boðið verjanda sóknaraðila að yfirfara á skrif stofu sinni þau gögn sem bárust varnaraðila frá [...] yfirvöldum, jafnt þau gögn sem mögulega verða gerð að málsgögnum er fram líða stundir, skjöl sem önnur gögn, sem og þau gögn sem ekki ve rða gerð að málsgögnum, án tillits til þess hvort gögnin tengist sóknaraðila eða ekki og án tillits til hagsmuna þriðja manns. 35 Er þar af leiðandi ekkert því til fyrirstöðu að verjandi sóknaraðila yfirfari gögnin á skrifstofu varnaraðila og vegi og meti sj álfur hvaða gögn hann telur að tengist skjól stæðingi hans og hver ekki, svo og hvaða gögn skipti hér máli og hver ekki. Í kjölfar slíkrar yfirferðar gæti sóknaraðili eftir atvikum krafist afrits af tilgreindum skjölum úr því gagnasafni sem barst varnaraði la frá [...] yfirvöldum í júlí síðast liðnum og eftir atvikum borið synjun varnaraðila um afrit af þeim skjölum undir héraðsdóm, ef kröfu hans yrði synjað. 36 Með öðrum orðum, þá gæti verjandi sóknaraðila, að lokinni yfirferð sinni yfir þau gögn sem bárust f rá [...] yfirvöldum í júlí síðastliðnum, eða jafnvel samhliða þeirri yfirferð, krafist afrits af til teknum skýrt afmörkuðum skjölum, í stað afrits af gagnasafni eins og nú er gert. Gæti varnaraðili þá með sama hætti lagt mat á það og tekið afstöðu til þes s, í hverju og einu tilviki, hvort umrætt skjal varðaði sóknaraðila sem sakborning og hvort skjalið innihéldi viðkvæmar upplýsingar varðandi þriðja mann, sem rétt væri að halda frá verjanda á grundvelli 3. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008. 37 Með vísan til þess , sem rakið hefur verið hér að framan, verður að fallast á það með varnaraðila að réttur sóknaraðila til réttlátrar málsmeðferðar í skilningi 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, sé tryggðu r með þeim hætti að hann fái, á þessu stigi málsins, að kynna sér þau gögn er varnaraðili móttók frá [...] yfirvöldum í júlí síðastliðnum á skrif stofu varnaraðila. 38 Þá verður ákvæði 1. mgr. 37. gr. laga nr. 88/2008, að mati dómsins, ekki skilið með þeim hæ tti að verjandi sakbornings eigi, allra síst á rannsóknarstigi máls, rétt á að fá afrit af öllum skjölum, hvað þá öðrum gögnum, sem aflað hefur verið við rannsókn máls, án tillits til þess hvort um málsgögn er að ræða eða ekki, óháð því hvort þau gögn varð i skjólstæðing hans eða ekki og án tillits til hagsmuna þriðja aðila. Væri slík niðurstaða sömuleiðis í andstöðu við þá dómaframkvæmd sem lýst hefur verið hér að framan. 39 Með hliðsjón af öllu því sem rakið hefur verið hér að framan, þ.m.t. (a) því hvernig kröfur sóknaraðila eru settar fram, (b) þar sem um er að ræða umfangsmikið gagna safn og ekki liggur fyrir hve stór hluti þess muni verða hluti af málsgögnum í málinu, (c) að um allmarga sakborninga er að ræða og ekki liggur fyrir hvaða gögn varði hvaða s akborning, (d) þar sem gæta þarf að rétt indum annarra, sem ekki eiga aðild að rann sókn málsins hér á landi, og (e) þar sem verjandi sóknaraðila á þess kost að kynna 9 sér umrædd gögn á skrifstofu varnaraðila, þá verður ekki hjá því komist að hafna kröfum s óknaraðila í máli þessu. 40 Af hálfu sóknaraðila flutti mál þetta Arnar Þór Stefánsson lögmaður. 41 Af hálfu varnaraðila flutti mál þetta Kristín Ingileifsdóttir saksóknari. 42 Jóhannes Rúnar Jóhannsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Kröfum sóknaraðila, X , í máli þessu er hafnað.