LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 23. júní 2023 . Mál nr. 71/2023 : Ákæruvaldið (Hulda María Stefánsdóttir saksóknari ) gegn Önnu L efik - Gawryszczak (Bjarni Hauksson lögmaður) Lykilorð Fíkniefnalagabrot. Upptaka. Útdráttur A var sakfelld fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, sbr. 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, með því að hafa staðið að innflutningi á samtals 3800 ml af amfetamínbasa, sem var að styrkleika á bilinu 40 - 43%, ætluðum til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni, en fíkniefnin flutti A í fjórum vínflöskum með flugi til landsins. Í dómi Landsréttar var til þess vísað að frásögn A um það hvernig það hefði komið til að hún tók að sér að flytja umræddar flöskur til landsins væri um margt óskýr og á honum t alsverður ólíkindablær. Þá samræmdist hann ekki öllu leyti framburði vitnisins B, sem ferðaðist með A til landsins, og fékk heldur ekki stoð í rannsóknargögnum. Þótti framburður A í heild sinni ótrúverðugur. Fyrir lægi að A hefði tekið við flöskunum án þes s að ganga úr skugga um innihald þeirra og því látið sér í léttu rúmi liggja um hvaða efni væri að ræða. Þótti ljóst að ásetningur hennar stóð til þess að flytja fíkniefnin til landsins. Með hliðsjón af magni og styrkleika efnanna þótti jafnframt ljóst að þau hefðu verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Ekki var fallist á með A að meðferð málsins fyrir héraðsdómi hefði dregist. Með hliðsjón af dómaframkvæmd og magni og styrkleika efnanna var refsing A ákveðin fangelsi í fjögur ár. Dóm ur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristinn Halldórsson , Ragnheiður Bragadóttir og Símon Sigvaldason . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 19. janúar 2023 í samræmi við yfirlýsingu ákærð u um áfrýjun. Málsgögn bárust réttinum 28. næsta mánaðar . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 16. janúar 2023 í málinu nr. S - 1888/2022 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærðu verði þyngd. 3 Ákærða krefst sýknu af kröfum ákæruvalds en til vara að refsin g hennar verði milduð. 2 Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Málsatvik eru rakin í hinum áfrýjaða dómi og þar er gerð skilmerkileg grein fyrir framburði ákærðu og vitna fyrir dómi. Er til þeirrar reifunar vísað. 5 Við meðferð málsins fyrir Landsrétti var spilaður í heild sinni framburður ákærðu og vitnisins B í héraði. Ákærða óskaði ekki eftir að gefa viðbótarskýrslu fyrir Landsrétti. Niðurstaða 6 Eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi voru ákærða og samferðakona hen nar, vitnið B , stöðvaðar af tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við komu þeirra til landsins 14. ágúst 2022. Í farangri þeirra fundust fjórar vínflöskur, tvær í farangurstösku hvorrar um sig, og reyndust þær innihalda samtals 3.800 ml af amfetamínbasa. Strax við upphaf rannsóknar málsins skýrði ákærða frá því að maður að nafni C hefði beðið hana um að taka flöskurnar fjórar með sér til Íslands. Hún hefði síðan beðið vitnið B um að setja tvær þeirra í töskuna hjá sér, en ákærða sagðist hafa kynnt sér reg lur um innflutning á áfengi til Íslands og vitað að hver og einn mætti einungis koma með tvær flöskur af áfengi til landsins. Ákærða sagðist ekki hafa vitað að flöskurnar innihéldu fíkniefni. 7 Vitnið B naut við upphaf rannsóknar málsins réttarstöðu sakborni ngs. Skýrði hún frá því í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að ákærða hefði á bílastæði skammt frá flugvellinum í Varsjá sett tvær af flöskunum fjórum í töskuna hjá henni. Hún sagðist ekki hafa vitað að þær innihéldu fíkniefni. Ekki var gefin út ákæra á hend ur B vegna málsins og gaf hún skýrslu fyrir héraðsdómi sem vitni. 8 Í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu 15. ágúst 2022 var ákærða beðin um að skýra frá því hver hefði skipulagt ferðina til Íslands. Sagðist ákærða þá ekki þekkja þann mann vel og neitaði að svara því hvernig hann hefð i haft samband við hana. Þegar hún var spurð um það síðar í skýrslu töku nni hver ætti fíkniefnin sagðist hún ekki vita það en kannski væri það C . Þá greind i hún frá því að þegar hún hefði verið stödd í Varsjá , e n þangað hefði hún farið til að fara í hárlengingar, hefði C haft samband við hana og spurt hvort hún gæti tekið flöskurnar með sér . Síðar hefði maður á hans vegum komið með þær til hennar. Nánar aðspurð um C neitaði ákærða að tjá sig frekar og sagðist eng in tengsl hafa við hann. 9 Í næstu skýrslutöku hjá lögreglu 23. sama mánaðar sagðist ákærða hvorki muna hvernig hún komst í samband við C né hvar eða hvenær þau kynntust en það hefði þó verið í samkvæmi. C hefði frétt að hún væri að fara til Íslands og beðið hana um að taka með sér vínflöskur. Þegar hún hefði verið stödd í Varsjá í sama tilgangi og áður hefur komið fram hefði einhver maður komið með flöskurnar til hennar og sagt henni að þetta væri frá C . Sagðist ákærða ekki muna hvort hringt hefði verið í ha na eða henni send skilaboð. 10 Fyrir héraðsdómi sagði ákærða að hún hefði haft orð á því í samkvæmi að hún væri að fara til Íslands. Hefði C þá gefið sig á tal við hana og spurt hvort hún gæti tekið 3 með sér áfengi til Íslands til að færa það einhverjum sem g jöf eða sem þakklætisvott. Hún hefði samþykkt það og síðar hefði karlmaður sem tengdist C komið til hennar þar sem hún var stödd í Varsjá og látið hana fá flöskurnar. 11 Frásögn ákærðu af því hvernig það kom til að hún tók að sér að flytja umræddar flöskur ti l landsins er samkvæmt framansögðu um margt óljós og hefur ákærða borið fyrir sig minnisleysi um ýmis atriði. Einnig hefur framburður hennar um tengsl hennar við nefndan C verið á reiki. Ákærða hefur ekki getað gefið greinargóðar upplýsingar um áðurgreinda n C , svo sem eftirnafn hans eða hvar hann búi. Þá hefur hún ekki getað lýst útliti hans, svo sem hvort hann sé hávaxinn eða lágvaxinn, grannvaxinn eða þéttvaxinn eða hver háralitur hans sé. Hefur ákærða þó borið um að hafa þekkt hann í eitt til tvö ár og h itt hann nokkrum sinnum í samkvæmum eða hátíðum tengdum raftónlist. Þá hefur hún ekki getað upplýst um símanúmer hans eða aðrar tengingar við hann á samskiptamiðlum þrátt fyrir að hafa borið um að hafa verið í símasambandi og rafrænum samskiptum við hann. Jafnframt hefur ákærða ekki sagst muna hvernig karlmaður sá, er færði henni flöskurnar frá C , leit út og ekki heldur hvar í Varsjá afhendingin á flöskunum fór fram. Auk framangreinds gat ákærða ekki gefið greinargóða lýsingu á vitninu D , sem hún sagði að v æri vinur sinn sem ynni á hóteli í Reykjavík og ætlunin hefði verið að hitta meðan á dvölinni hér stæði. Lýsingin sem ákærða gaf á áðurgreindum D var á þá leið að hann væri stundum með hár og stundum ekki og stundum skegg og stundum ekki. Þá hefur ákærða b orið um að hafa með aðstoð vitnisins D bókað hótelherbergi á sínu nafni en mundi þó ekki hvert hótelið var. Í frumskýrslu lögreglu er á hinn bóginn haft eftir ákærðu að vinur hennar D hefði bókað herbergi fyrir hana og vitnið B á þar sem hann starfaði. 12 Á meðal gagna málsins er upplýsingaskýrsla lögreglu 14. september 2022 um leit að D , sem ákærða hafði borið um að væri góður vinur sinn og byggi og starfaði hér á landi. Við skoðun í kerfum lögreglu fannst einn maður að nafni D með íslenska kennitölu og sem skráður var til heimilis í Reykjavík. Í upplýsingaskýrslunni kemur fram að D þessi sé ekki skráður með laun á Íslandi og tilraunir lögreglu til að hafa upp á honum í Reykjavík hafi ekki tekist. Í vitnaskýrslu lögreglumanns nr. E fyrir héraðsdómi kom fr am að áðurgreindur maður hefði ekki verið á launaskrá, hvorki á né annars staðar. 13 Fyrrgreindur maður, D , gaf vitn a skýrslu fyrir héraðsdómi og sagðist þekkja ákærðu vel en þau hefðu kynnst fyrir þremur eða fjórum árum. Ákærða hefði haft samband við hann áður en hún kom til landsins og sagst ætla að koma hingað með vinkonu sinni og dvelja í þrjá eða fjóra daga. Sagðist vitnið hafa pantað gistingu fyrir þær á Hótel . Vitnið staðhæfði að hafa starfað á hóteli, sem væri hluti af , frá 30. apríl 2022. Þar hefði hann fengið greidd laun og greitt af þeim skatta. Vitnið gat ekki skýrt af hverju rannsókn lögreglu í september 2022 hefði leitt í ljós að hann væri ekki með skráð laun á Íslandi. 4 14 Loks hefur framburður ákærðu um hversu leng i hún og vitnið B ætluðu að dvelja á Íslandi verið reikull og ekki að öllu leyti í samræmi við framburð vitnisins. Þannig sagði ákærða fyrir dómi að ætlun hennar hefði verið að dvelja hér á landi að hámarki í tvær vikur. Vitnið B hefði á hinn bóginn aðeins ætlað að dvelja hér í viku vegna brúðkaups sem hún hefði ætlað í helgina á eftir. Þá sagði ákærða að þær B hefðu einnig velt fyrir sér að vera aðeins í þrjá daga en það hefði oltið á veðrinu og því hvort D yrði laus og gæti farið með þeim. Vitnið B bar á hinn bóginn fyrir héraðsdómi að ætlunin hefði verið að dvelja hér í um það bil eina og hálfa viku en í mesta lagi í tvær vikur. Sagðist vitnið hafa ætlað að fara í skoðunarferðir um náttúru Íslands og taka ljósmyndir og tók fram að það hefði ekki stöðvað h ana þótt ákærða hefði ekki haft áhuga á því að fara með henni. Hún hefði þá bara farið ein. Minntist vitnið hvorki á D í þessu sambandi né að ætlunin hefði verið að fara í brúðkaup helgina á eftir. 15 Með hliðsjón af því sem rakið er að framan þykir framburð ur ákærðu í málinu óskýr og hafa yfir sér talsverðan ólíkindablæ. Þykir framburðurinn í heild sinni ótrúverðugur. Eins og að framan greinir samræmist hann ekki að öllu leyti framburði vitnisins B og fær ekki stoð í rannsóknargögnum. Þá liggur fyrir að sköm mu eftir að ákærða lenti hér á landi var hringt fjórum sinnum úr pólsku númeri í síma hennar en ákærða hefur gefið ótrúverðugar skýringar á þeim upphringingum. Þá hefur hún borið um að hafa átt að afhenda flöskurnar ótilgreindum manni hér á landi og að haf t yrði samband við hana þegar hún kæmi til landsins. Jafnframt liggur fyrir að ákærða greiddi flugmiða bæði fyrir sig og vitnið B og annaðist bókun á hóteli fyrir þær báðar. Þá hafa ákærða og vitnið B báðar borið að þær hafi tekið ákvörðun um að fara til Í slands í umrætt sinn skömmu áður en þær héldu af stað og hefur vitnið B borið um að það hafi frekar verið að tillögu ákærðu en vitnisins að þær komu hingað til lands. Allt þykir þetta hafa yfir sér yfirbragð þess að ferðalag ákærðu hingað til lands hafi ve rið í þeim tilgangi að flytja umrædd fíkniefni til landsins. Framburður hennar um að hún hafi ekki vitað að flöskurnar innihéldu fíkniefni fær samkvæmt öllu framangreindu ekki staðist. Þá liggur fyrir að ákærða tók við flöskunum án þess að ganga úr skugga um innihald þeirra og lét sér því í léttu rúm i liggja um hvaða efni var að ræða. Þykir ljóst að ásetningur hennar stóð til þess að flytja fíkniefnin til landsins. Með hliðsjón af magni og styrkleika efnanna þykir jafnframt ljóst að þau hafi verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Ákærða tók að sér og bar ábyrgð á flutningi á flöskunum fjórum til landsins og skiptir því ekki máli við mat á sök hennar þótt tveimur þeirra hafi að hennar beiðni verið komið fyrir í ferðatösku samferðakonu he nnar. Samkvæmt öllu framangreindu verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu ákærðu staðfest. 16 Ekki verður á það fallist með ákærðu að meðferð málsins fyrir héraðsdómi hafi dregist. Með vísan til þeirra sjónarmiða sem færð eru fyrir ákvörðun refsi ngar í hinum áfrýjaða dómi þykir refsing ákærðu með hliðsjón af dómaframkvæmd og magni og styrkleika efnanna hæfilega ákveðin fangelsi í fjögur ár. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhald sem ákærða hefur sætt vegna málsins frá 15. ágúst 2022. 5 17 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku fíkniefna og sakarkostnað skulu vera óröskuð. 18 Ákærða greiði áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, sem ákveðin eru að meðtöldum virðisaukaskatti eins og greinir í dómsor ði. Dómsorð: Ákærða, Anna Lefik - Gawryszczak , sæti fangelsi í fjögur ár. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarhald sem ákærða hefur sætt frá 15. ágúst 2022. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku fíkniefna og sakarkostnað skulu vera óröskuð. Ákærða greiði áfrýjunarkostnað málsins, 649.671 krónu, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, Bjarna Haukssonar lögmanns, 602.640 krónur. Dómur Héraðsdoms Reykjaness 16. janúar 2023 I Mál þetta sem dómtekið var 9. desember 2022 að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af Héraðssaksóknara með ákæru dagsettri 6. október 2022 á hendur Anna Lefik - Gawryszczak, fæðingardagur 1973, með pólskt ríkisfang: að hafa sunnudaginn 14. ágúst 2022 staðið að innflutningi á samtals 3800 ml af amfetamínbasa, sem hafði 40 - 43% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fíkniefnin flutti ákærða til Íslands sem farþegi með flugi nr. frá Varsjá í Póllandi til Keflavíkurflugvallar. Telst brot þetta varða við 173. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. lög nr. 64/1974 og 32/2001. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist er [sic] upptöku á 3800 ml af amfetamínbasa með vísan til 6. og 7. mgr. 5. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, Ákærða neit ar sök og krefst sýknu en til vara vægustu refsingar og að gæsluvarðhaldsvist komi að fullu til frádráttar dæmdri refsingu. Þá er þess krafist að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærðu. II Málavextir Sunnudaginn 14. ágúst 2022 var ákærða, Anna Lefik Gawryszczak, sem er pólskur ríkisborgari, ásamt samferðakonu sinni B , sem einnig er pólskur ríkisborgari, stöðvuð af tollvörðum í flugstöð Leifs Eiríkssonar við komu þeirra til landsins með flugi frá Varsjá í Póllandi. Við skoðun á farangri þeirra beggja fundust fjórar vínflöskur, tvær í farangurstösku hvorrar um sig, og vaknaði grunur um að í 6 flöskunum væri amfetamín. Rannsókn á innihaldi flasknanna leiddi í ljós að þar var um að ræða samtals 3 .800 ml af amfetamínbasa sem reyndist vera með 40 - 43% styrkleika. Var ákærða, ásamt samferðakonu sinni, handtekin og færð á lögreglustöð til skýrslutöku. Ákærða gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu 15. ágúst 2022. Kvað ákærða mann að nafni C , sem ákærða kvaðs t ekki vita frekari deili á, hafa beðið sig um að taka fjórar vínflöskur til Íslands sem færa átti ótilgreindum aðila sem gjöf. Ákærða kvaðst ekki þekkja þennan mann vel en neitaði að öðru leyti að tjá sig um hann. Kvaðst ákærða hafa beðið vinkonu sína, vitnið B , um að taka tvær þeirra með sér í ferðatösku, en þær hafi ætlað saman í ferðalag til Íslands. Ákærða kvað ástæðu fyrirhugaðrar ferðar hafa verið þá að þær hafi ætlað sér að skoða eldgos, taka ljósmyndir og fleira. Ákærða kveðst hafa keypt flugmið a þeirra beggja til landsins og bókað hótel í þrjár nætur. Hún hafi beðið vin sinn, D , sem búsettur væri á Íslandi, um að annast hótelbókun. Við skýrslutöku hjá lögreglu 23. ágúst 2022 ítrekaði ákærða að hún kvæðist hvorki kunna nánari skil á þeim aðil a sem afhenti henni umræddar flöskur, sem hún kvað heita C , né kvaðst hún muna hvar þær voru afhentar, utan þess að það hafi verið í Varsjá. Aðspurð um símtöl í farsíma ákærðu kvaðst hún ekki kunna á þeim skil. Hún sé eigandi fyrirtækis sem beri nafnið [ sem annast viðskipti með skrúfur fyrir fyrirtæki. Fyrirtæki ákærðu beri sama nafn og þar í landi og að ákærðu berist iðulega, og á öllum tímum sólarhrings, símtöl ætluð því fyrirtæki og því gætu umrædd símtöl hafa verið ætluð því félagi. Í málinu liggja fyrir þrjár matsgerðir rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði. Í tveimur hinna fyrri matsgerða, sem dagsettar eru 26. ágúst 2022, greinir að efnapróf þeirra fjögurra sýna sem tekin voru hafi bent til þess að amfetamínið væri að mestu á formi amfetamínbasa og að styrkur basans hafi sýnt 40 43% af þunga sýnanna. Í matsgerð sem dagsett er 13. september 2022 greinir að beðið hafi verið um útreikning á hversu mikið magn í neyslustyrkleika sé hægt að útbúa úr 3.800 ml af vökva sem s ýnin voru tekin úr og að við útreikninginn sé að helmingi miðað við 42% styrk vökvans og að helmingi við 40% styrk hans. Í matsgerðinni er tekið fram að neyslustyrkleiki amfetamíns hafi ekki verið rannsakaður nýlega en vitað sé að neyslustyrkleiki fíknief na geti verið breytilegur frá einu landi til annars, frá ári til árs og jafnvel milli borga í sama landi. Í matsgerðinni sé hins vegar gengið út frá tölum um neyslustyrkleika amfetamíns í Danmörku, en hann hafi verið að meðaltali 14% á landsvísu árið 2020 , en hæstur hafi hann verið 16% árið 2018 og lægstur 5% árið 2009. Við útreikninga sé gengið út frá því að vökvanum verði breytt í duft með því að búa til úr honum amfetamínsúlfat. Við breytinguna sé óhjákvæmilegt að eitthvað fari til spillis. Hve mikið sé háð kunnáttu og þjálfun gerandans. Það sé því álit matsmanns að vart sé unnt að komast hjá minna tapi en sem nemur 2% af þunga efnisins. Við útreikningana sé því gengið út frá 2% tapi og neyslustyrkleika sem sé 14%. Er niðurstaða matsmanns því sú að inniheldur 42% af amfetamínbasa er skv. framangreindum forsendum í hæsta lagi hægt að búa til 1900x0,98x42/14 = 5194 g af efni sem væri 14% að styrk. Úr 1900 ml af vökva, sem inniheldur 40% af amfetamínbasa er skv. framangreindu m forsendum í hæsta lagi hægt að búa til 1900x0,93x40/14 = 4947 g af efni sem væri 14% að styrk. Samanlagt er því í hæsta lagi hægt að búa til ríflega 10 kg af efni sem Ákærða gaf á ný skýrslu hjá lögreglu 22. september 2022 þar sem meðal annars voru bornar undir hana niðurstöður framangreindra matsgerða. III Framburður ákærða og vitna fyrir dómi Ákærða neitar sök. Ákærða kveðst hafa tekið við umræddum fjórum flöskum á bílastæði í Varsjá frá aðila manni að nafni C , sem hún hafi þekkt lauslega og meðal annars hitt fyrir í gleðskap nokkru áður þar sem fyrirhuguð ferð ákærðu til Íslands hafi borið á góma. Ákærða kvaðst aðspurð hvorki vita nánari deili á umræddum C , en hann hafi haft allt frumkvæði að samskiptum þeirra á 7 millum, né þeim aðila sem afhenti henni flöskurnar. Ákærða kvaðst hafa verið stödd í Varsjá til að gangast undir hárlengingar. Hún hafi því ekki gert sér sérstaka ferð þangað til að sækja umræddar flöskur. Ákærða kveðst hafa skipul agt ferð sína til Íslands með nokkrum fyrirvara í samráði við góða vinkonu sína, vitnið B , sem hún hafi þekkt í um fimm ár. Ákærða kveðst hafa fest kaup á flugmiðum en vinur hennar, vitnið D , hafi aðstoðað hana varðandi bókun á gistingu, en hann starfi á hóteli hér á landi. Kveður ákærða að hún og vitnið hafi mælt sér mót á bílastæði skammt frá flugvellinum í Varsjá skömmu fyrir brottför til landsins og að þær hafi ferðast þaðan saman á flugvöllinn. Kveðst ákærða hafa óskað eftir því að vitnið B tæki tv ær flasknanna með sér í farangri vegna þeirra reglna sem gilda um innflutning áfengis til landsins. Ákærða kvaðst aðspurð ekki geta sagt til um hverjum flöskurnar hafi verið ætlaðar, en að henni hafi verið falið að flytja þær til landsins og afhenda þær ó tilgreindum aðila hér á landi, en ákærða kvaðst engar upplýsingar hafa um þann aðila. Ákærða kveður að ekkert athugavert hafi verið við umræddar flöskur, en hún hafi ekki skoðað þær nákvæmlega. Ákærða kveðst búa í í Póllandi ásamt ára dóttur sinni og ára syni. Hún kveðst reka eigið fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á skrúfum. Dóttir ákærðu hafi verið ólétt þegar ferð ákærðu hófst, en hún hafi verið sett það ár, og meðal annars af þeim sökum hafi ákærða ekki ákveðið brottf arardag frá Íslandi. Hún hafi hins vegar viljað verja eins löngum tíma hér á landi og unnt var, en hún hafi þó ráðgert að dvelja hér á landi að hámarki í tvær vikur og nýta þann tíma til ferðalaga og slökunar. Ákærða kveðst sjálf hafa staðið að skipulagn ingu ferðarinnar, ásamt vinkonu sinni B . Ákærða kveðst hafa annast kaup á flugmiða fyrir þær báðar auk þess sem ákærða annaðist bókun hótelgistingar sem greiða átti við innritun. Ráðgert var að þær myndu báðar standa jafnan straum af kostnaði vegna ferða rinnar. Ákærða kvaðst ekki hafa leynt fyrirhugaðri ferð sinni til Íslands, en flestir sem hana þekktu hafi vitað af ferðinni. Ákærða kvað fjárhagsstöðu sína vera ágæta, þótt hún sé nú verri en áður sökum Covid. Hún eigi stórt einbýlishús í miðbæ , au k nokkurra byggingarlóða, og fimm hektara landbúnaðarjörð. Þá eigi hún fyrirtæki og þriggja ára gamla Subaru bifreið. Ákærða kvaðst ekki vera kunnugt um hvort vitnið D og fyrrgreindur C hafi þekkt til hvors annars, þótt hún geti ekki útilokað það. Aðspu rð um ástæðu þess að hún hafi neitað að tjá sig um C við skýrslutöku hjá lögreglu kvaðst ákærða ekki hafa vitað nein deili á manninum og ekki viljað búa eitthvað til. Aðspurð kvaðst ákærða ekki kannast við tilgreint pólskt símanúmer sem hringt var úr í sí ma hennar alls fjórum sinnum eftir að hún lenti á Íslandi, en taldi það gæti hafa verið skakkt númer. Ákærða kveðst almennt ekki neyta áfengis eða fíkniefna, en geri það þó við sérstök tilefni. Ákærða kvað sig aldrei hafa grunað að í flöskunum leyndist e itthvað annað en áfengi. Hún hafi talið það Hún hafi verið að koma til la ndsins í frí og þar sem hún drekki ekki áfengi hafi henni fundist sjálfsagt að taka við flöskunum. Ákærða kvaðst almennt vera mjög greiðvikin, jafnvel fyrir fólk sem hún þekki ekki. Aðspurð, kvaðst ákærða hafa rætt munnlega við lögreglu á flugstöð Leifs Eiríkssonar stuttu eftir að hún var stöðvuð þar við eftirlit. Kvað hún samtalið hafa átt sér stað á ensku en ekki hafi verið kallaður til túlkur. Ákærða kvað enskukunnáttu sína ekki góða. Hún kveðst þá hafa upplýst lögreglu um vin sinn, vitnið D , sem hafi annast hótelbókun fyrir ákærðu. Ákærða kveðst ekki muna eftir því að hafa verið innt eftir nánari upplýsingum um fyrrgreindan D , en það hefði verið hægur leikur fyrir lögreglu að afla nánari upplýsinga um hann, meðal annars með skoðun á síma ákærðu. 8 Vitnið B l gaf skýrslu fyrir dómi 7. október 2022, en vitnið var handtekið við komu hennar til landsins ásamt ákærðu. Kvaðst vitnið fyrst hafa rætt við ákærðu um ferð til Íslands um einum mánuði fyrir brottför. Greindi vitnið frá því að ástæða ferðarinnar hafi verið tvíþætt, annars vegar þar sem hún hafi lengi haft hug á því að koma til landsins og hins vegar hafi það verið vinnutengt en hún sé áhugaljósmyndari sem hafi verið falið verkefni í samstarfi við súpufr amleiðandann Knorr sem fólst í því að taka ljósmyndir af framleiðsluvörum félagsins á ólíkum stöðum víða um heim. hún telji þó að það hafi verið sameiginleg ákvörðun þeirra að ferðast til Íslands og jafnframt hvenær skyldi lagt í ferðina, en þó hafi það fremur verið að tillögu ákærðu, en vitninu hafi litist vel á þá tillögu. Vitnið kveðst hafa ráðgert að dvelja hér á landi í um eina og hálfa viku, í mesta lagi í tvær vikur og meðal annars nýta tímann í ferðir um landið, skoða eldfjall, gullhring, Bláa lónið og fleira. Hún hafi þó ekki bókað slíkar ferðir fyrir fram, enda taldi vitnið það óþarfa. Aðspurð hvort þær h afi skipulagt skoðunarferðir um landið Aðspurð hvort vitninu hafi fundist ákærða hafa reynt að draga úr fy rirætlunum hennar varðandi skoðunarferðir um landið kvaðst vitnið ekki hafa greint það, enda hefði það engu skipt að hennar mati, hún hefði þá farið ein í slíkar ferðir. Vitnið kvað ákærðu, sem hún hafi þekkt í um fjögur ár, hafa pantað flugfarmiða til la ndsins og greitt fyrir þá, en til hafi staðið að vitnið gerði þann kostnað upp síðar. Ákærða hafi nefnt að hún þekkti aðila hér á landi sem hafi mælt með hóteli, en vitninu hafi staðið á sama um það á hvaða hóteli þær myndi gista hér á landi þar sem tilga ngur með ferðinni hafi aðallega verið að ferðast um landið. Vitnið kvaðst ekki hafa ferðast áður með ákærðu. Vitnið greindi frá því að ákærða hefi afhent henni tvær flöskur, pylsur og sígarettur, rétt fyrir brottför þeirra á bílastæði við flugvöllinn í V arsjá, sem ákærða hafi beðið vitnið um að setja í farangur sinn og ferðast með til Íslands, en ákærða hafi borið því við að takmarkanir væru á því hversu margar vínflöskur mætti koma með til landsins. Ekki hafi verið rætt um innihald flasknanna, en þær ha fi litið út eins og venjulegar vínflöskur. Hún kveðst hins vegar ekki hafa skoðað þær nákvæmlega. Þá hafi ekkert verið rætt um hvað ákærða hafi ætlað sér að gera við flöskurnar, pylsurnar eða sígaretturnar. Vitnið kvaðst ekki hafa upplýsingar um þann að ila sem hafi átt að taka við umræddum flöskum, eða öðru sem vitnið ferðaðist með til landsins að beiðni ákærðu. Ekki hafi verið um það rætt. Vitnið kvaðst ekki hafa fengið fyrirmæli um það frá ákærðu að hún ætti að fela flöskurnar í farangri sínum. Vitn ið kveðst ekki hafa skynjað nokkuð grunsamlegt í fari ákærðu, hvorki fyrir ferðina né á meðan á henni stóð, en samskipti þeirra tveggja ekki verið mikil í ferðinni. Kvaðst vitnið ekki vita til þess að ákærða neytti fíkniefna, en vitnið kveðst sjálft vera mótfallið slíkri neyslu og hún hafi aldrei neytt fíkniefna. Fíkniefnaneyslu hafi þó aldrei borið á góma í samskiptum þeirra tveggja. Vitnið aðalvarðstjóri hjá Tollgæslunni með auðkennisnúmerið F kvaðst hafa verið stjórnandi á vakt umrætt sinn þegar ákærð a og vitnið B voru stöðvaðar við eftirlit á Keflavíkurflugvelli. Starfsmaður tollgæslunnar, vitnið tollsérfræðingur með auðkennisnúmerið G , hafi leitað í farangri þeirra og fundið umræddar fjórar flöskur, tvær í ferðatösku hvorrar þeirra um sig. Í framhal dinu hafi verið gert svokallað snefilpróf af flöskunum, sem hafi gefið til kynna að um amfetamín væri að ræða. Af þeim sökum hafi verið afráðið að opna eina flöskuna til að kanna nánar með innihald hennar. gefi ð sterklega til kynna að ekki væri um áfengi að ræða. Kveðst vitnið í framhaldinu hafa rætt nánar við ákærðu og vitnið B hafa játað að hafa átt. Kveðst vitnið hafa haft ef og ætlað að skoða landið líka eitthvað lítillega en að aðal tilgangurinn væri að fara í einhv erja veislu eða 9 Þær hafi svarað svo til að flöskurnar hefðu verið keyptar í Póllandi af aðila sem önnur þeirra hafi, eftir nokkuð hik, sagt heita C . Þá kvað vitnið að komið hafi fram hjá vitninu B að hún hafi sett flöskurnar í tösku sína að beiðni ákærðu, en í tösku B hafi einnig verið kjöt eða pylsur sem hún mun jafnframt hafa tekið við frá ákærðu. Kvaðst vitnið hafa rætt við ákærðu og vitnið B á ensku og að svo hafi virst sem þær skyldu spurninga r vitnisins en hann kvaðst hafa skilið svör þeirra. Vitnið tollasérfræðingur hjá Tollgæslunni með auðkennisnúmerið G greindi frá því að hún hefði stöðvað ákærðu og vitnið B í tollhliði Keflavíkurflugvallar þar sem hún hafði við gegnumlýsingu greint tvær f löskur í ferðatösku hvorrar þeirra um sig. Hún hafi í framhaldinu beðið yfirmann sinn um að skoða þetta með henni, sem hafi tekið við málinu. Kvaðst vitnið hafa haft eftir annarri þeirra að tilgangur ferðar þeirra Að sögn vitnisins hafi verið augljóst að stúlkurnar hafi verið tvær saman á ferð enda hafi þær verið í samræðum þegar vitnið stöðvaði för þeirra. Greindi vitnið frá því að hún hafi fyrst leitað í tösku ákærða og fundið þar tvær flöskur og a ð ákærða hafi vísað á flöskur í ferðatösku samferðarkonunnar B þar sem vitnið hafi óskað eftir því að hún myndi sýna henni þær tvær og vitnið komst að orði. Kvaðst vitnið hafa rætt við stúlkurnar á ensku án túlks, hún hafi skilið þær og að hún hafi jafnframt metið það svo að þær hafi skilið spurning ar hennar. Vitnið kvaðst að öðru leyti staðfesta skýrslu sína í málinu. Lögreglumaður H kvaðst hafa verið á bakvakt umrætt sinn. Hann hafi fengið símtal frá tollvörðum á Keflavíkurflugvelli um að þeir hefðu stöðvað tvær konur sem grunaðar væru um að vera með í fórum sínum meint fíkniefni í vökvaformi. Vitnið kvaðst hafa farið á flugvöllinn þar sem tollverðir sýndu honum umræddar flöskur. Kvaðst vitnið í framhaldinu hafa rætt við konurnar tvær, hvora um sig, en þær höfðu þá verið aðskildar af starfsm önnum tollgæslunnar, og tekið af þeim framburðarskýrslu. Kvaðst vitnið hafa litið svo á að umræddar flöskur hafi tilheyrt ákærðu en ákærða mun hafa beðið vitnið B um að ferðast með tvær þeirra til landsins í ferðatösku sinni. Mun ákærða hafa tjáð vitninu að maður að nafni C hafi látið hana fá flöskurnar og kvaðst vitnið hafa skilið ákærðu þannig að hún hafi ætlað að hitta vin sinn að nafni D sem starfi á við Vitnið kveðst að öðru leyti staðfesta skýrslu sem hann vann að í málinu. Rannsóknarlögreglumaður E kvað yfirmann sinn hafa falið henni málið til rannsóknar daginn eftir að það hafi komið upp og meðal annars tekið skýrslur í málinu. Kvað vitnið lögreglu h vorki hafa tekist að hafa upp á vitninu D við rannsókn málsins né aðila að nafni C , sem ákærða nefndi til sögunnar, enda hafi slíkt í raun verið útilokað. Lögreglufulltrúi K kvaðst hafa komið að málinu sem starfsmaður tækideildar lögreglu. Hann, ásamt samstarfsmanni sínum, hafi opnað flöskurnar og tekið sýni úr þeim með bómullarpinnum og sett í litaforpróf. Hafi öll sýni gefið sömu svörun, það er að um amfetamín væri að ræða. Þá hafi innihald flasknanna verið mælt og sýni á ný tekið úr flöskunum sem s end hafi verið Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði til styrkleikamælingar auk þess sem rannsóknarstofunni var falið að rannsaka með nánari hætti efnainnihald flasknanna. Vitnið staðfestir að öðru leyti þær skýrslur sem hann vann í m álinu. 10 Lögreglufulltrúi L kvaðst hafa komið að rannsókn á flöskunum og innihaldi þeirra, bæði hafi verið tekið sýni af innihaldi sem send hafi verið til rannsóknar auk þess sem skimað hafi verið fyrir fingraförum, sem ekki hafi greinst. Kvaðst vitnið tel flöskurnar verið grænar á lit og því hafi verið erfitt að greina lit vökvans við slíka skoðun . Vitnið kveðst að öðru leyti staðfesta þær skýrslur sem hann hafi unnið að í málinu. Vitnið M , verkefnastjóri Rannsóknarstofu HÍ í lyfja - og eiturefnafræði staðfesti matsgerðir rannsóknarstofunnar varðandi umrædd fíkniefni. Greindi vitnið meðal annars frá því að unnt væri, að gefnum ákveðnum forsendum, að útbúa ríflega tíu kíló af efni sem væru 14% af styrkleika. Við mat á mögulegri rýrnun efnis í efnaferli hafi vitnið haft til hliðsjónar gamla ritrýnda fræðigrein, sem gaf til kynna um 98% heimtur efni s, það er 2% tap á efni, sem vitnið álítur vera lágmarksrýrnun efnis við slíkt efnaferli. Vitni D i kvaðst hafa dvalið á Íslandi í um sjö mánuði. Hann starfi nú sem vaktstjóri á hótel í Reykjavík, auk þess sem hann hafi nýlega sett á stofn eigið fyrirtæki sem annist flutninga. Kvaðst vitnið hafa starfað á vegum hér á landi allt frá 30. apríl 2022. Vitnið kveðst hafa þekkt ákærðu í um þrjú til fjögur ár, auk þess sem vitnið taldi sig líklega hafa hitt vitnið B einu sinni eða tvisvar. Greindi vitnið frá því að ákærða hafi sett sig í samband við hann um tveimur til þremur mánuðum áður en hún hafi komið til landsins. Hafi ákærða beðið vitnið um upplýsingar um gistingu og áhugaverða staði hér á landi. Ákærða hafi ætlað að koma til landsins með vinkonu sinni og dvelja hér í um þrjá til fjóra sólarhringa, einkum til að sjá eldfjöll, Geysi og aðra hefðbundna ferðamannastaði, auk þess sem hún hafði áhuga á því að kynna sér næturlífið á Íslandi. Aðspurður taldi vitnið að auðvelt ætti að reynast að h afa upp á því og ná sambandi við það, enda sé hann starfsmaður á fyrrgreindu hóteli og þiggi hér laun og greiði skatta, hann sé með íslenska kennitölu sem hann hafi sótt um áður en hann hóf störf hér á landi. Þar að auki hafi vitnið farið á lögreglustöðin a við Hlemm daginn eftir ætlaðan komudag ákærðu til landsins til að grennslast fyrir um Þá hafi hann tveimur dögum síðar leitað til pólska sendiráðsins til að spyrjast fyrir um ákærðu. Jafnframt hafi vitnið farið á hótel í Reykjavík til að afpanta hótelbókun sem hann hafði annast fyrir ákærðu og vinkonu hennar. IV Niðurstaða Ákærða var, ásamt vitninu B , handtekin við komuna til landsins 14. ágúst 202 2. Í farangurstöskum þeirra fundust alls fjórar áfengisflöskur sem við rannsókn reyndust innihalda þau fíkniefni sem tilgreind eru í ákæruskjali, tvær í farangurstösku hvorrar þeirra um sig. Ákærða hefur gefið þá skýringu að hún hafi að beiðni manns, sem hún hafi nefnt C , fallist á að taka fjórar áfengisflöskur til landsins sem afhenda átti ótilgreindum aðila hér á landi. Ákærða kveðst hafa tekið við flöskunum á bílastæði í Varsjá af manni sem C . Ákærða kvaðst hvorki kunna á þeim aðila nokkur deili né kvaðst hún muna eftir útliti hans. Þá kvaðst ákærða ekki muna nákvæmlega hvar hún fékk umræddar flöskur afhentar annað en að það hafi verið á bílastæði í Varsjá. Ákærða kveðst ekki hafa rennt í grun að í flöskunum leyndust ólögm æt ávana - og fíkniefni, enda hafi hvorki flöskurnar sjálfar né vökvainnihald þeirra gefið slíkt til kynna. Hefur ákærða vísað til þess að hún hafi fallist á að flytja flöskurnar til landsins sem vinargreiða, en hún væri almennt mjög greiðvikin. Þeim fram burði ákærðu og vitnisins B þess efnis að vitnið hafi tekið að sér að ferðast með tvær flöskur til landsins að beiðni ákærðu, hefur ekki verið hnekkt, en ákærða mun hafa borið við reglum um innflutning áfengis til landsins. Að mati dómsins þykir frambur ður ákærðu um tildrög og ástæður þess að hún tók að sér að flytja umræddar flöskur til landsins allur með ólíkindum og í raun fjarstæðukenndur enda liggur ekkert fyrir í málinu sem 11 rennt geti stoðum undir framburð hennar. Þannig hefur ákærða til að mynda ekki getað veitt nokkrar upplýsingar um fyrrgreindan C , sem hún kveður hafa sett sig í samband við hana í síma þegar hún var stödd í Varsjá til hárlenginga, þrátt fyrir að hún kvæðist hafa hitt hann nokkrum sinnum áður. Kvaðst ákærða ekki geta sagt til um hvort hann væri hávaxinn eða lágvaxinn, ljós eða dökkur á hörund, en Jafnframt kvaðst vitnið ekki þekkja símanúmer hans enda hafi hann ávallt hringt úr leyninúmeri. Þá hefur ákærða engar skýringar g etað gefið á því hverjum umræddar flöskur voru ætlaðar aðrar en þær að henni hafi verið falið að afhenda þær ótilgreindum Að auki liggur fyrir að ákærðu bárust fjögur símtöl úr tilgreindu pólsku númeri eftir að hún kom til landsins, sem ákærða hefur ekki getað gefið fullnægjandi skýringar á að mati dómsins. Samræmist framburður ákærðu fyrir dómi jafnframt ekki því sem haft var eftir henni af tollverði þegar hún var stöðvuð á Keflavíkurflugvelli við komu henn ar til landsins. Því til stuðnings má hafa til hliðsjónar framburðarskýrslu aðalvarstjóra Tollgæslunnar nr. F fyrir dómi sem veislu eða partí og Í greinargerð verjanda ákærðu er vikið að því að verknaðarlýsing ákæru samræmist að hans mati ekki rannsóknargögnum, en í ákæru sé ekki gerð grein fyrir því hvernig ákærða eigi að bera ábyrgð á þeim hluta vökvans sem samferðarkona hennar, B Að mati verjanda verði að skilja ákæruna á þann veg að ákærða hafi f lutt vökvann til landsins fyrir aðra sem fjármögnuðu og skipulögðu brotið. Hún hafi verið svokallað burðardýr. Að áliti verjandans geti því aldrei staðist að gera ákærðu ábyrga fyrir þeim hluta vökvans sem samferðarkonan flutti til landsins, án þess að ú tskýra í ákæru hvernig ábyrgð hennar á þeim hluta hafi komið til. Hvorki af framburði ákærðu eða vitna né af gögnum máls verður nokkuð ráðið um það hvort einhver annar hafi staðið að skipulagningu innflutningsins eða fjármögnun hans. Ákærða hefur greint frá því að hafa sjálf greitt fyrir ferð hennar og samferðarkonu hennar og annast bókun gistingar, þótt þær hafi báðar borið á þann veg að gera ætti upp kostnað síðar. Jafnvel þótt litið verði svo á að ákærða hafi ekki haft áform um að flytja efnin til lan dsins ber hún refsiábyrgð á slíkum innflutningi enda lét hún sér að minnsta kosti í léttu rúmi liggja hvort í flöskunum reyndust vera þau efni sem um er að tefla en hún gerði engan reka að því að ganga úr skugga um að svo væri ekki og mátti ekki treysta þv í að ekki væri um fíkniefni að ræða í því magni sem raun var á, sbr. meðal annars sjónarmið í dómum Hæstaréttar í máli 716/2010 og 150/2009. Að framangreindu virtu verður ákærða því sakfelld fyrir að hafa flutt umrædd fíkniefni inn til landsins með þeim h ætti sem lýst er í ákæruskjali. Í málinu liggur fyrir skýrsla rannsóknarstofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði sem staðfestar hafa verið fyrir dómi þar sem fram kemur að unnt væri að framleiða úr því ríflega tíu kíló af efni sem væru 14% að styr kleika. Þegar horft er til magns og styrkleika efnanna, sem er umtalsvert, þykir enginn vafi leika á því að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Þykir háttsemi ákærðu því réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Hefur ákærða því unnið sér til refsingar samkvæmt 173. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Ákærða, sem fædd er árið 1973, hefur samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsett 5. október 2022, ekki áður sætt refsingu hér á landi, en ekkert liggur fyrir um sakar feril hennar í heimalandi hennar eða annars staðar. Við ákvörðun refsingar verður horft til þess að brot ákærðu er stórfellt. Er í því sambandi einkum horft til hinna verulegu hættueiginleika efnanna, styrkleika þeirra og magns, sem ætlað var til söludre ifingar hér á landi í ágóðaskyni. Að öllu virtu og með vísan til dóma í sambærilegum málum þykir 12 refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í fimm og hálft ár. Til frádráttar refsingu komi gæsluvarðhald sem ákærða hefur sætt vegna málsins frá 15. ágúst 202 2 að fullri dagatölu, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í ljósi framangreindrar niðurstöðu er fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins eins og hún er sett fram í ákæru, samkvæmt heimild í 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála verður ákærðu gert að greiða allan sakarkostnað málsins í samræmi við sakarkostnaðaryfirlit dagsett 26. september 2022, 606.379 krónur, auk málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns, Bjarna Haukssonar lögmanns, 3.195.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti og ferðakostnað verjandans 13.400 krónur. Gætt var ákvæða 1. mgr. 184. gr. laga nr. 88/2018. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari. Þórhallur Haukur Þorvaldsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærða, Anna Lefik Gawryszczak, sæti fangelsi í fimm og hálft ár. Til frádráttar refsingunni kemur gæsluvarðhald hennar frá 15. ágúst 2022 a ð fullri dagatölu. Gerð eru upptæk 3.800 ml af amfetamínbasa sem lagt var hald á við rannsókn málsins. Ákærða greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Bjarna Haukssonar lögmanns, 3.195.000 krónur og ferðakostnað verjandans, 13.400 krónur. Ákærða gre iði annan sakarkostnað, 606.379 krónur.