LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 9. desember 202 2 . Mál nr. 465/2021 : Langisjór ehf. ( Stefán Geir Þórisson lögmaður ) gegn íslenska ríki nu ( Soffía Jónsdóttir lögmaður) Lykilorð Tekjuskattur. Einkahlutafélag. Endurálagningarheimild. Stjórnsýsla. Andmælaréttur. Útdráttur L ehf. höfðaði mál gegn Í og laut ágreiningur aðila að endurákvörðun ríkisskattstjóra á opinberum gjöldum L ehf. gjaldárin 2008 - 2012. Endurákvörðunin hafði komið til vegna ákvarðana ríkisskattstjóra í málum dótturfélaga L ehf., B ehf. og J ehf., að fella niður í skattskilum félaganna umrædd ár, gjald - og skuldfærðar verðbætur og afföll i tilviki B ehf. og gjald - og skuldfærð afföll í tilviki J ehf. Vegna samsköttunar leiddu ákvarðanirnar til gjaldbreytinga hjá L ehf. vegna hækkunar á sameiginlegum tekjuskattstofni gjaldárin 2008 og 2012 en gjaldárin 2009, 2010 og 2011 til lækkunar á yfirfæranlegu rekstrartapi. Krafðist L ehf. þess aðallega að felldir yrðu úr gildi úrskurður ríkisskattstjóra 20. desember 2013, um endurákvörðun opinbe rra gjalda L ehf., og úrskurður yfirskattanefndar nr. 280/2015, þar sem hafnað var kröfum L ehf. um ógildingu fyrrgreinds úrskurðar. Með dómum Landsréttar nr. 463/2021 og 464/2021 sem kveðnir voru upp sama dag er því slegið föstu að ekki hefðu verið skilyr ði til að draga hin ætluðu afföll í tilviki J ehf. og afföll og verðbætur í tilviki B ehf. frá skattskyldum tekjum þeirra. Var Í því sýknað af kröfum félaganna B ehf. og J ehf. Með vísan til þess var hinn áfrýjaði dómur staðfestur og Í sýknað af aðalkröfu L ehf. Þá var vara og þrautavarakröfum L ehf. var vísað frá héraðsdómi án kröfu. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson og Kristbjörg Stephensen og Eymundur Sveinn Einarsson löggiltur endurskoðandi. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 13. júlí 2021 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 2021 í málinu nr. E - 5638/2019 . 2 Áfrýjandi krefst þess aðallega að úrskurður ríkisskattstjóra 20. desember 2013 um endurákvörðun opinberra gjalda áfrýjanda verði felldur úr gildi og að úrskurður yfirskattanefndar 21. október 2015 nr. 280/2015 í kærumáli áfrýjanda, þar sem hafnað 2 var kröf um áfrýjanda um ógildingu úrskurðar ríkisskattstjóra, verði felldur úr gildi. Til vara krefst áfrýjandi þess að áðurgreindum úrskurðum verði breytt vegna leiðréttingar á samsköttun með dótturfélögum áfrýjanda, þannig að tekið verði tillit til frádráttarlið a í skattframtölum félaganna, affalla og verðbóta í tilviki Brimgarða ehf. og affalla í tilviki 14. júní ehf., á árunum 2008 til 2012 vegna skuldabréfaútgáfu þeirra á árinu 2005. Til þrautavara að viðurkennt verði með dómi að áfrýjanda hafi verið heimilt a ð leiðrétta tekjuskattstofn sinn í skattframtölum áranna 2008 til 2012 með hliðsjón af frádrætti í skattskilum dótturfélaga sinna, vegna affalla og verðbóta í tilviki Brimgarða ehf. og affalla í tilviki 14. júní ehf., vegna skuldabréfaútgáfu þessara félaga á árinu 2005. Þá krefst áfrýjandi í öllum tilvikum málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Málsatvikum og málsástæðum aðila eru gerð skil í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar kemur fram lýtur ágreiningur málsins að endurákvörðun ríkisskattstjóra á opinberum gjöldum áfrýjanda gjaldárin 2008 til 2012. Endurákvörðunin kom til vegna ákvarðana ríkisskattstjóra í málum dótturfélaga áfrýjanda, Brimgarða ehf. og 14. j úní ehf., að fella niður í skattskilum félaganna umrædd ár, annars vegar gjald - og skuldfærðar verðbætur og afföll af skuldabréfum sem Brimgarðar ehf. gáfu út á árinu 2005 og hins vegar gjald - og skuldfærð afföll af skuldabréfum sem 14. júní ehf. gaf út sa ma ár. Vegna samsköttunar áfrýjanda með dótturfélögum sínum leiddu þessar ákvarðanir ríkisskattstjóra til gjaldabreytinga hjá áfrýjanda vegna hækkunar á sameiginlegum tekjuskattsstofni gjaldárin 2008 og 2012 en gjaldárin 2009, 2010 og 2011 til lækkunar á y firfæranlegu rekstrartapi. 5 Það athugist að áfrýjandi krefst þess í aðalkröfu sinni að úrskurður ríkisskattstjóra 20. desember 2013 og úrskurður yfirskattanefndar 21. október 2015 verði felldir úr gildi. Með úrskurði yfirskattanefndar var úrskurður ríkisskattstjóra staðfestur. Úrskur ður yfirskattanefndar er samkvæmt 1. mgr. 15. gr. laga nr. 30/1992 um yfirskattanefnd fullnaðarúrskurður á stjórnsýslustigi. Úrskurður nefndarinnar kemur því í stað úrskurðar ríkisskattstjóra. Hefði áfrýjandi mátt láta við það sitja að krefjast þess í aðal kröfu sinni að úrskurður nefndarinnar yrði felldur úr gildi. 6 Með dómum réttarins í málum nr. 463/2021 og 464/2021, uppkveðnum í dag, eru dótturfélög áfrýjanda, Brimgarðar ehf. og 14. júní ehf., látin bera hallann af sönnunarskorti fyrir því að kaupandi sk uldabréfanna, sem þau gáfu út á árinu 2005, eða eftir atvikum sá sem bar endanlega áhættu af kaupum þeirra hafi í reynd ekki verið aðili tengdur þeim. Var í dómunum því lagt til grundvallar að um hafi verið að ræða aðila sem tengdur var dótturfélögunum í s kilningi 57. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og að enginn vafi væri á því að ráðstafanir og viðskipti dótturfélaganna með skuldabréfin á árinu 2005 hafi verið verulega frábrugðin því sem almennt gerist í slíkum viðskiptum milli ótengdra aðila, sbr. 1. m gr. 57. gr. laga nr. 90/2003. 3 Tilgangurinn með þeim hafi fyrst og fremst verið skattalegur ávinningur, það er að skapa dótturfélögunum svigrúm til gjaldfærslu fjármagnskostnaðar til frádráttar skattskyldum tekjum þeirra á komandi árum. Hafi því ekki verið skilyrði til að draga hin ætluðu afföll í tilviki 14. júní ehf. og afföll og verðbætur í tilviki Brimgarða ehf. frá skattskyldum tekjum þeirra, sbr. 1. mgr. 1. töluliðar 31. gr., sbr. 2. töluliður 1. mgr. 49. gr. laga nr. 90/2003. Var íslenska ríkið því s ýknað af kröfum félaganna. 7 Með vísan til framangreinds og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur um sýknu stefnda af aðalkröfu áfrýjanda og málskostnað. 8 Með varakröfu sinni leitast áfrýjandi eftir því að úrskurðum yfirskattanefndar og ríkisskattstjóra verði breytt. Þótt dómstólar séu almennt til þess bærir á grundvelli 60. gr. og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar að taka afstöðu til kröfu um ógildingu stjórnvaldsákvörðunar er að jafnaði ekki á valdi þeirra að taka ákvörðun, sem undir stjórnvald heyrir samkvæmt lögum, svo sem ráðið verður af fyrirmælum 2. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 22. nóvember 2018 í máli nr. 842/2017, eða breyta fyrri ákvörðun stjórnvalds eins og beinlínis er krafist í varakröfu áfrýjanda. Verður henni því vísað frá héraðsdómi án kröfu, sbr. 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 9 Með þrautavarakröfu sinni krefst áfrýjandi að viðurkennt verði með dómi að honum hafi verið heimilt að fn sinn í skattframtölum áranna 2008 til 2012 með hliðsjón af frádrætti í skattskilum dótturfélaga sinna, vegna affalla og verðbóta í tilviki Brimgarða ehf. og affalla í tilviki 14. júní ehf., vegna skuldabréfaútgáfu þessara félaga á árinu 2005 . Þótt af s ýknu aðalkröfu áfrýjanda leiði óhjákvæmilega að jafnframt beri að sýkna hann af þessari kröfu er til þess að líta að í kröfunni er hvorki gerð grein fyrir hvaða skuldabréf dótturfélaganna um ræðir að öðru leyti en því að þau hafi verið gefin út á árinu 200 5, fjárhæðum þeirra affalla og verðbóta sem um teflir , né hvernig beri að öðru leyti að framkvæma umkrafða leiðréttingu en í 4. mgr. 55 . gr. laga nr. 90/2003 er kveðið á um að tap, sem verði á rekstri eins eða fleiri samskattaðra hlutafélaga, megi draga fr á tekjum hinna áður en tekjuskattur er reiknaður. Framsetning þessarar kröfu fullnægir því ekki skilyrðum d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 og verður henni því jafnframt vísað sjálfkrafa frá héraðs dómi. 10 Áfrýjandi verður dæmdur til að greiða stefnda málskostnað fyrir Landsrétti eins og í dómsorði greinir. Við ákvörðun málskostnaðar er tekið tillit til þess að fyrrgreind mál nr. 463/2021 og 464/2021voru flutt samhliða máli þessu. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um sýknu stefnda, íslens ka ríkisins, af aðalkröfu áfrýjanda, Langasjós ehf., svo og um málskostnað. Varakröfu og þrautavarakröfu áfrýjanda er vísað frá héraðsdómi. 4 Áfrýjandi greiði stefnda 400.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 16. júní 2021 Mál þetta sem var höfðað með stefnu birtri 16. október 2019, var dómtekið 20. maí 2021. Stefnandi er Langisjór ehf., [...] , Reykjavík, en stefndi er íslenska ríkið, [...] , Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru þær aðallega að úrskurður ríkisskattstjóra frá 20. desember 2013 um endurákvörðun opinberra gjalda stefnanda verði felldur úr gildi og að úrskurður yfirskattanefndar nr. 280/2015 frá 21. október 2015 í kærumáli stefnanda þar sem hafnað var kröfum stefnanda um ógildingu úrskurðar ríkisskattstjóra, verði felldur úr gildi. Til vara er þess krafist að úrskurður ríkisskattstjóra frá 20. desember 2013 um endurákvörðun opinberra gjalda stefnanda og úrskurður yfirskattanefndar nr. 280/2015 frá 21. október 2015 verði breytt vegna leiðréttingar á samsköttun með d ótturfélögum stefnanda þannig að tekið verði tillit til frádráttarliða í skattframtölum félaganna, affalla og verðbóta í tilviki Brimgarða ehf. og affalla í tilviki 14. júní ehf., á árunum 2008 - 2012 vegna skuldabréfaútgáfu þeirra á árinu 2005. Til þrautava ra er þess krafist að viðurkennt verði með dómi að stefnanda hafi verið heimilt að leiðrétta tekjuskattstofn sinn í skattframtölum áranna 2008 - 2012 með hliðsjón af frádrætti í skattskilum dótturfélaga sinna, vegna affalla og verðbóta í tilviki Brimgarða eh f. og affalla í tilviki 14. júní ehf., vegna skuldabréfaútgáfu þessara félaga á árinu 2005. Þá krefst stefnandi greiðslu málskostnaðar. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda, auk greiðslu málskostnaðar. Stefndi krefst ekki frávísunar málsins, en í greinargerð er ábending til dómsins um frávísun á vara - og þrautavarakröfu stefnanda. I Ágreiningur málsins lýtur að endurákvörðun ríkisskattstjóra á opinberum gjöldum stefnanda gjaldárin 2008, 2009, 2010, 2011 og 2012 sem leiddi af þeim ákvörðunum ríki sskattstjóra í málum dótturfélaga stefnanda, Brimgarða ehf. og 14. júní ehf., að fella niður í skattskilum félaganna umrædd ár gjald - og skuldfærð afföll af skuldabréfum sem félögin gáfu út á árinu 2005, sbr. úrskurði ríkisskattstjóra, dags. 20. desember 2 013, í málum dótturfélaganna. Vegna samsköttunar stefnanda með dótturfélögunum umrædd gjaldár á grundvelli 55. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, leiddu þessar ákvarðanir ríkisskattstjóra einungis til gjaldabreytinga hjá stefnanda vegna hækkunar á sameigi nlegum tekjuskattsstofni gjaldárin 2008 og 2012, en gjaldárin 2009, 2010 og 2011, leiddu breytingarnar til lækkunar á yfirfæranlegum rekstrartapi. Með úrskurði ríkisskattstjóra hækkaði tekjuskattsstofn stefnanda gjaldárið 2008 um 190.056.348 kr. og gjaldárið 2012 um 336.590.143 kr. að viðbættu 25% álagi samkvæmt 2. mgr. 108. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Nam fjárhæð álags 47.514.087 kr. gjaldá rið 2008 og 84.147.535 kr. gjaldárið 2012. Þá lækkaði ríkisskattstjóri yfirfæranlegt rekstrartap í skattskilum stefnanda gjaldárin 2009, 2010 og 2011 um 271.821.410 kr. fyrsta árið, um 247.507.068 kr. það næsta og um 200.279.259 kr. það síðasta. Breytinga r ríkisskattstjóra á skattskilum stefnanda voru sem fyrr segir til komnar vegna breytinga á skattskilum dótturfélaga stefnanda, þ.e. Brimgarða ehf. og 14. júní ehf., sömu gjaldár samkvæmt úrskurðum ríkisskattstjóra, dags. 20. desember 2013, í málum dótturf élaganna, en vegna samsköttunar stefnanda og þeirra félaga leiddu breytingar ríkisskattstjóra á skattframtölum dótturfélaganna til gjaldabreytinga hjá stefnanda, sbr. 55. gr. laga nr. 90/2003. Fólust þær breytingar nánar tiltekið í niðurfellingu gjald - og skuldfærðra affalla af skuldabréfum sem félögin tvö gáfu út á árinu 2005, en fjárhæð niðurfelldra affalla í skattskilum félaganna nam 147.189.584 kr. gjaldárið 2008, 228.954.646 kr. gjaldárið 2009, 204.640.304 kr. gjaldárið 2010, 157.412.495 kr. gjaldárið 2011 og 201.919.277 kr. gjaldárið 2012 í tilviki Brimgarða ehf. og 42.866.764 kr. gjaldárið 2008, 42.866.764 kr. gjaldárið 2009, 42.866.764 kr. gjaldárið 2010, 42.866.764 kr. gjaldárið 2011 og 134.670.866 kr. gjaldárið 2012 í tilviki 14. júní ehf. Í niðurl agi úrskurðar ríkisskattstjóra í máli stefnanda, sem telur fimm blaðsíður, gerði ríkisskattstjóri nánari 5 sundurliðaða og tölulega grein fyrir breytingum á yfirfærðum hagnaði/rekstrartapi vegna dótturfélaganna og skattalegri leiðréttingu vegna samsköttunar. Stefnandi skaut málinu til yfirskattanefndar og krafðist þess aðallega að úrskurður ríkisskattstjóra yrði felldur úr gildi einkum sökum þess að ríkisskattstjóri hafi farið út fyrir lögskipað valdsvið sitt með því að fulltrúar embættisins hafi mætt á starf sstöð umboðsmanns stefnanda 11. desember 2013 og krafist þess að fá afhent afrit af andmælabréfi umboðsmannsins, dags. sama dag. Hafi sú upplýsingaöflun ríkisskattstjóra verið án lagaheimildar og brotið gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/19 93. Til vara var gerð krafa um að 25% álag yrði fellt niður. Með úrskurði nr. 280/2015 uppkveðnum 21. október 2015 féllst yfirskattanefnd á kröfu stefnanda um niðurfellingu álags en hafnaði kröfum hans að öðru leyti. Við aðalmeðferð málsins gaf Hlynur Sig urðsson löggiltur endurskoðandi skýrslu vitnis. II 1. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda Í aðalkröfu sína um um ógildingu úrskurða ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar byggir stefnandi í fyrsta lagi á því að úrskurðir skattyfirvalda um endurákvörðun opinberra gjalda vegna gjaldáranna 2008 - 2012 eigi sér ekki lagastoð þar sem dótturfélögum stefnanda, Brimgörðum ehf. og 14. júní ehf., hafi verið heimilt að gjald - og skuldfæra afföll annars vegar og verðbætur hins vegar af skuldabréfaútgáfu félaganna frá árinu 2005 sem frádráttarbæran rekstrarkostnað í skattskilum áranna 2008 - 2012 í samræmi við ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 31. gr. tsl, sbr. 49. gr. laganna. Stefnandi telur ljóst að úrskurðir skattyfirvalda um endurák vörðun opinberra gjalda stefnanda byggist á röngum forsendum því í úrskurðunum sé gengið sé út frá því að gjald - og skuldfærsla affalla og verðbóta hjá dótturfélögum stefnanda hafi ekki verið lögmæt í skattskilum áranna 2008 - 2012. Samkvæmt framansögðu er þ að aðal málsástæða stefnanda að úrskurður ríkisskattstjóra frá 20. desember 2013 og úrskurður yfirskattanefndar nr. 280/2015 frá 21. október 2015 í máli stefnanda séu rangir þar sem þeir byggi í fyrsta lagi á rangri lögskýringu á ákvæðum laga um tekjuskatt og í öðru lagi séu þeir reistir á röngum forsendum þar sem þeir grundvallist á afstöðu skattyfirvalda til skuldabréfaútgáfu dótturfélaga stefnanda sem fær ekki staðist. Í öðru lagi er á því byggt að úrskurðir ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar í málefn um dótturfélaga stefnanda, Brimgarða ehf. og 14. júní ehf., séu í andstöðu við meginreglur stjórnsýsluréttarins og ákvæði stjórnsýslulaga. Í þriðja lagi byggir stefnandi á því að skattyfirvöld hafi ranglega komist að þeirri niðurstöðu í málum dótturfélaga stefnanda að skuldabréfaútgáfa þeirra árið 2005 hafi verið óvenjuleg eða verulega frábrugðin því sem almennt gerist og að um hagsmunatengsl hafi verið að ræða, sbr. 1. mgr. 57. gr. tsl. Varðandi vara - og þrautavarakröfu er vísað er til sömu málsástæðna og lagaraka hvað og um aðalkröfuna. 2. Helstu málsástæður og lagarök stefnda Öllum málatilbúnaði stefnanda er mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Stefndi vill halda því sérstaklega til haga að endurákvörðun á opinberum gjöldum stefnanda eru afleiddar breytinga r af þeim ákvörðunum sem ríkisskattstjóri tók í málum dótturfélaga stefnanda, 14. júní ehf. annars vegar og hins vegar Brimgarða ehf. Þær breytingar voru staðfestar með úrskurðum yfirskattanefndar. Stefnandi er samskattaður með dótturfélögunum á grundvelli heimildar í 55. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003. Samkvæmt lagaákvæðinu er samsköttuðum félögum heimilt að yfirfæra rekstrarhagnað og eftir atvikum rekstrartap milli sjálfstæðra skattaðila til skattlagningar hjá einum þeirra á þann hátt sem í ákvæðinu er l ýst. Fallist dómur ekki á kröfur dótturfélaganna, 14. júní ehf. og/eða Brimgarða ehf., á stefnandi engan sjálfstæðan rétt sem grundvallað getur kröfugerð hans. Meginforsenda kröfugerðar hans væri brostinn þar sem engin breyting yrði þá gerð á skattskilum d ótturfélaganna frá úrskurðum skattyfirvalda sem myndi valda því að stefnandi ætti ekki neinn lögvarinn rétt á breytingum á eigin skattskilum. Af þessum sökum telur stefndi málsókn stefnanda óþarfa og er það sjálfstæð sýknuástæða. 6 Leiði framangreindar málsá stæður stefnda ekki til sýknu hans, byggir stefndi sýknukröfu sína á því að úrskurðir ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar í máli stefnanda og dótturfélaga hans hafi í einu og öllu verið að lögum. Engum þeim form - eða efnisannmörkum er til að dreifa á úrs kurðunum sem leitt geti að lögum til þess að þeir verði felldir út gildi í heild sinni eða að hluta. Öndverðum málsástæðum stefnanda er mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Þá telur stefndi að gætt hafi verið að réttum málsmeðferðarreglum við meðferð máls stefnanda sem og dótturfélaga hjá ríkisskattstjóra og yfirskattanefnd. Auk þess séu engir þeir annmarkar á rökstuðningi ríkisskattstjóra, né yfirskattanefndar sem brjóti gegn fyrirmælum 22. gr. stjórnsýslulaga, enda verði ekki annað séð, bæði af málatilbún aði stefnanda við stjórnsýslumeðferð málsins sem og í stefnu þessa máls en að stefnandi hafi getað glöggvað sig á þeim réttareglum og forsendum sem ríkisskattstjóri og yfirskattanefnd byggðu niðurstöður sína á. Þá hafi andmælaréttar var gætt. Málsástæðu st efnanda að röksemdir hans/dótturfélaga hans hafi ekki fengið viðunandi umfjöllun hjá skattyfirvöldum er mótmælt sem rangri. Varðandi efnisþátt málsins byggir stefndi á því að sjónarmið stefnanda varðandi form og efniskröfur málsins fái hvorki staðist ótvír æð ákvæði tekjuskattslaganna né dómaframkvæmd. Efnislegur ágreiningur málsins lýtur að því hvort gjald - og skuldfærð afföll í skattframtölum dótturfélaga stefnanda, 14. júní ehf. og Brimgarða ehf. árin 2008, 2009, 2010, 2011 og 2012 sem tengjast útgefnum s kuldabréfum dótturfélaga stefnanda séu réttmætir frádráttarliðir í skattskilum þeirra þau ár. III Ágreiningur málsins lýtur að endurákvörðun ríkisskattstjóra á opinberum gjöldum stefnanda gjaldárin 2008, 2009, 2010, 2011 og 2012 sem leiddi af þeim ákvörð unum ríkisskattstjóra í málum dótturfélaga stefnanda, Brimgarða ehf. og 14. júní ehf., að fella niður í skattskilum félaganna umrædd ár gjald - og skuldfærð afföll af skuldabréfum sem félögin gáfu út á árinu 2005, sbr. úrskurði ríkisskattstjóra, dags. 20. d esember 2013, í málum dótturfélaganna. Vegna samsköttunar stefnanda með dótturfélögunum umrædd gjaldár á grundvelli 55. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt, leiddu þessar ákvarðanir ríkisskattstjóra til gjaldabreytinga hjá stefnanda vegna hækkunar á sameigi nlegum tekjuskattsstofni gjaldárin 2008 og 2012, en gjaldárin 2009, 2010 og 2011 leiddu breytingarnar til lækkunar á yfirfæranlegum rekstrartapi. Samkvæmt framangreindu er ljóst að breytingar voru gerðar á skattsskilum stefnanda og er þess krafist að þær breytingar verði felldar úr gildi. Stefnandi hefur því lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Með vísan til þess er hafnað málsástæðu stefnda um aðildarskort stefnanda, sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Kröfu sína um ógildingu úr skurða ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar byggir stefnandi í fyrsta lagi á því að úrskurðirnir hafi verið byggðir á röngum forsendum þar sem gengið hafi verið út frá því að gjald - og skuldfærsla affalla og verðbóta hjá dótturfélögum stefnanda hafi ekki verið lögmæt. Í öðru lagi séu úrskurðirnir í andstöðu við meginreglur stjórnsýsluréttarins og ákvæði stjórnsýslulaga. Í þriðja lagi er á því byggt að skattyfirvöld hafi ranglega komist að þeirri niðurstöðu að skuldabréfaútgáfa dótturfélaganna á árinu 2005 hafi verið óvenjuleg eða verulega frábrugðin því sem almennt gerist og að um hagsmunatengsl hafi verið að ræða, sbr. 1. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003. Með dómi í máli dótturfélags stefnanda nr. E - 5637/2019 Brimgarða ehf. gegn íslenska ríkinu og í máli nr . 5636/2019, 14. júní ehf. gegn íslenska ríkinu, uppkveðnum í dag, er stefndi íslenska ríkið sýknað af öllum kröfum félaganna. Er því hafnað að ekki hafi verið gætt andmælaréttar stefnenda eða að röksemdir þeirra hafi ekki fengið viðhlítandi umfjöllun hjá ríkisskattstjóra og yfirskattanefnd. Þá var því einnig hafnað að rannsókn málsins hafi verið ábótavant og að úrskurðir skattayfirvalda hafi verið í andstöðu við meginreglur stjórnsýsluréttarins og ákvæði stjórnsýslulaga. Þá var kröfu félaganna um heimild t il gjald - og skuldfærslu affalla og verðbóta einnig hafnað. Var því m.a. hafnað að Kaupthing Bank Luxembourg S.A. hafi verið raunverulegur kaupandi hinna umþrættu skuldabréfa og litið svo á að hinar umdeildu ráðstafanir féllu utan gildissviðs 2. mgr. 49. g r. laga nr. 90/2003. Þá var það niðurstaða dómsins í báðum málunum að þegar hinar umdeildu ráðstafanir og viðskipti með skuldabréf væru metnar heildstætt, þ.e. söluverð þeirra, ófullnægjandi upplýsingar um raunverulegan kaupanda skuldabréfanna og kröfuhafa 7 þeirra, verulega skuldsetningu til langs tíma og umgjörð þeirra og kjör að öðru leyti, yrði ekki komist að annarri niðurstöðu en að þau hafi verið verulega frábrugðin því sem almennt gerðist í sambærilegum viðskiptum á milli ótengdra aðila. Voru því ekki talin uppfyllt skilyrði til að draga hin meintu afföll frá skattskyldum tekjum félaganna, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 31. gr. laga nr. 90/2003, sbr. einnig skilyrði 2. töluliðar 1. mgr. 49. gr. laga nr. 90/2003 og ákvæði 1. mgr. 57. gr. sömu laga. Þá var vara kröfum félaganna hafnað með sömu röksemdum. Með skírskotun til niðurstöðu dómsins í málum dótturfélaganna er hafnað öllum kröfum stefnanda í máli þessu, enda eru þær breytingar sem gerðar voru á skattskilum félagsins umrædd gjaldár að öllu leyti afleiddar breytingar af þeim ákvörðunum sem ríkisskattstjóri tók í málum dótturfélaga stefnanda, 14. júní ehf. annars vegar og hins vegar Brimgarða ehf. vegna samsköttunar þeirra með stefnanda á grundvelli 55. gr. laga nr. 90/2003. Eftir úrslitum málsins og með ví san til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála ber stefnanda að greiða stefnda 500.000 krónur í málskostnað. Við ákvörðun málskostnaðar er tekið tillit til þess að samhliða máli þessu voru rekin tvö önnur mál. Stefán Geir Þórisson lögmaður flutti málið af hálfu stefnanda. Ólafur Helgi Árnason lögmaður flutti málið af hálfu stefnda. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan, ásamt meðdómurunum Lárentsínusi Kristjánssyni héraðsdómara og Birki Leóssyni, löggiltum endurskoðan da. Dómsorð: Stefndi, íslenska ríkið er sýknaður af öllum kröfum stefnanda, Langasjóar ehf. Stefnanda ber að greiða stefnda 500.000 krónur í málskostnað.