LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 6. júní 2023. Mál nr. 428/2023 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Silja Rán Arnarsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Stefán Ragnarsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. C - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Jóhannes Sigurðsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 5. júní 2023 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 2. júní 2023 í málinu nr. R - /2023 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 30 . júní 2023 klukkan 1 6 . Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakam ála . 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Að því frágengnu krefst varnaraðili þess að henni verði gert að sæta vægari úrræðum. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 2. júní 2023 Mál þetta var þingfest og tekið til úrskurðar 2. júní 2023. Sóknaraðili er Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Varnaraðili er X , kt. . Dómkröfur Þess er krafist að X , kt. , sæti gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, til föstudagsins 30. júní 2023, kl. 16:00. Málsatvik Í greinargerð með kröfu lögreglustjóra er málsatvikum lýst í meginatriðum svo: X , kt. , er undir rökstuddum grun um fjölda hegningarlagabrota framin á undanförnum vikum, mánuðum og árum. Í málaskrá lögreglunnar eru fimm opin mál sem varða meint fjársvik og peningaþvætti kærðu á árinu 2023 en brotaþolar í málunum eru 11 talsins og að baki hvers brotaþola eru tugir meintra brota. Telur lögr egla fjárhæð meintra fjársvika í ofangreindum málum vera um 25 milljónir króna. Rannsókn fjármunabrotadeildar lögreglu hófst í janúar sl. eftir að ábending barst frá skrifstofu fjármálagreininga lögreglu (SFL), er varðar meint fjársvik kærðu. Ábendingin gaf til kynna að kærða hafi með skipulögðum hætti sett sig í samband við karlmenn í gegnum einkamálasíður í þeim tilgangi að hafa af þeim fjármuni. Á tveimur árum höfðu fjöldi einstaklinga (um 400) lagt um yfir 200 milljónir á b ankareikninga kærðu en síðan þá er ljóst að töluverðir fjármunir hafa bæst við. Kærða starfar sem og er tekjuskattstofn hennar á árinu 2021 um 7 milljónir. Mál á árunum 2018 - 2022: Þá hafði lögreglu einnig borist fjöldi af kærum á árunum 2018 - 2022 þar sem kærurnar eru samhljóða og greina brotaþolar frá því að hún hafi sett sig í samband við þá og í kjölfarið óskað eftir láni frá þeim. Brotaþolar greina frá því að samskiptin hafi svo færst útaf einkamálasíðum og á snapchat og/eða í farsíma og hafi bæði verið í SMS samskiptum og símtölum við brotaþola. Hafi margir hverjir afhent henni pening sem hún hefur aldrei endurgreitt þrátt fyrir loforð um slíkt. Af framangreindum málum eru a.m.k. tveir einstaklingar með þroskaskerðingu. X he fur í skýrslutöku hjá lögreglu játað hluta brotanna og greint frá því að hún hafi verið á slæmum stað og glímt við spilafíkn. Kvaðst hún hafa leitað til lækna og SÁA til þess að hætta í spilakössum og netspilum. Þá barst lögreglu einnig tilkynningar um að X hafi að minnsta kosti tvisvar komist yfir rafræn skilríki manna og stofnað nýja bankareikninga í þeirra nafni, tekið lán í þeirra nafni og nýtt í eigin þágu. Einstaklingur upplýsti sinn banka um að útlán í hans nafni væru án hans vitundar en stofnað hafði verið til yfirdráttar og um 1,6 milljón millifærð yfir á X . Þá var kreditkort í hans nafni stofnað og fóru upphæðir út af kortinu til m.a. til Betson. Annar einstaklingur hafði samband við Íslandsbanka vegna þess að tveir reikningar höfðu verið stofnaðir í hans nafni og að yfirdráttaheimildin uppá 2,4 milljónir hafi verið fullnýtt. Viðkomandi var ekki í viðskiptum við bankann og sagði fjármálagerningana ekki hafa verið hans en upphæðin var millifærð á reikning í eigu X . Bæði tilvik voru gerð í gegnum sjálfvirkan lánavef bankana. Mál í febrúar 2023: Á grundvelli þeirra upplýsinga sem lögreglan hafði í febrúar sl., var kærða handtekinn og í skýrslutöku hjá lögreglu varð hún spurð um meint fjársvik og færslur til brotaþolanna, A , B , C og D . Sagði hún að um væri að ræða lán og að hún myndi borga það til baka. Nema upphæðirnar yfir 15 milljónum króna. Greindu brotaþolar frá því að hún hafi beðið um pening og þeir millifært til hennar lán sem hún ætlaði að greiða til baka ásamt að hafa stofnað til skuldbindinga í þeirra nafni án þeirrar vitundar. Má sem d æmi nefna að í máli A hefur lögreglan aflað símagagna og má þar sjá SMS sendingar til A þar sem kærða óskar eftir að fá að skoða bankareikinga hans og veitir hann því heimild með rafrænum skilríkjum. Síðan tekur hann eftir því að yfirdrátt arlán uppá 750.000 kr. hafði verið tekið á hans reikning og kvaðst hann ekki hafa gert það sjálfur. Mál frá mars til júní 2023: Ljóst er að afskipti lögreglu af kærðu í febrúar stöðvuðu ekki meinta háttsemi hennar og nýlega hafa brotaþolar, E , F , C , B , H , D , H , J , K og L kært kærðu til lögreglu og gefið skýrslu. Fjórir af þeim eru með þroskaskerðingu. Þá greindu brotaþolar frá hvernig þeir hefðu verið blekktir til þess að veita lán, og gaf kærða ýmsar ástæður fyrir því að henni vantaði nauðsynlega lán se m hún myndi greiða til baka en m.a. greinir einn brotaþoli frá því að hann hafi haldið að þyrfti að nota rafræn skilríki til þess að samþykkja innborganir frá kærðu. Síðan hafi hann fengið skilaboð frá Íslandsbanka og hann boðin velkomin í viðskipti. Þá sá hann að óskað hafði verið eftir 500.000 króna yfirdráttaheimild á þann reikning sem hann kvaðst ekki hafa gert sjálfur. Hann hafði búið erlendis og þekkti ekki mikið til rafrænna skilríkja. Annar brotaþoli greindi frá því að hann væri parkinsson sjúklingu r og að hann hafi lánað henni pening en hann hafi talið sig þurfa að aðstoða hana í neyð svo að hún yrði ekki úti. Kærða hafi ítrekað lofað endurgreiðslum. Á tímabili hafi hann verið með ofskynjanir vengja lyfjaeitrunar og er hann gat ekki lesið á símann sinn skilaboð frá kærðu hafi hún hringt í hann og þrýst á hann að samþykkja með rafrænum skilríkju. Þegar hann hafi verið komin á spítala tók dóttir hans eftir því að bankareikingur hans var 1,4 milljónir í mínus í Arion banka og að Aur lán hafi verið tekið í Íslandsbanka á hans nafni að upphæð 700.000 kr. Ennfremur setti kærða sig í samband við eftirfarandi brotaþola eftir að hún var handtekinn í febrúar sl. Í máli 318 - greindi brotaþoli frá því að hann hafi uppgötvað að kærða hafði tekið lán á hans nafni að fjárhæð kr. 300.000 hjá AUR í mars sl., sem hafði verið lagt inn á hans bankareikning. Þar sem hann áttaði sig ekki á uppruna peningana og treysti orðum kærðu að þeir tilheyr ðu henni þá hafði hann millifært alla fjárhæðina yfir á hennar bankareikning. Síðar hefði honum orðið ljóst að í raun hafði verið tekið lán á hans nafni hjá AUR. Í máli 316 - greindi brotaþoli frá því að hann hafi kynnst kærðu 2 5. apríl sl. og hafi hún sama dag stofnað til reikninga í Íslandsbanka, Landsbankanum og Arion banka en hann var í viðskiptum við tvo fyrrnefnda banka. Sagði hann kærðu hafa framkvæmt millifærslur sjálf og beðið hann um að staðfesta þær með rafrænum skilríkjum. Brotaþoli er með þroskaskerðingu og býr í búsetuþjónustu hjá . Í máli 007 - greindi brotaþoli frá því að þann 18. apríl sl. hafi hann fengið skilaboð frá Íslandsbanka um að reikningur hafi verið stofnaður í banka num. Hann hafi hunsað þau skilaboð þar sem hann hafi ekki verið í viðskiptum við Íslandsbanka. Þegar hann hafi fengið annað sambærilegt tveimur dögum síðar hafi hann haft samband við bankann og kom þá í ljós að tekinn hafði v erið yfirdráttur á báðum reikningum. Þegar móðir brotaþola hafi farið að kanna málið hafi hún séð að um 1,4 milljón hafi í heildina verið tekið út af reikningum sonar síns. Fór hún og hitti kærðu og föður hennar sem bæði lofuðu að sk uldin yrði greidd til baka, um 150.000 kr. á mánuði gegn því að brotaþoli myndi ekki kæra. Í máli 318 - greindi brotaþoli frá því að hann hafi orðið fyrir fjársvikum á tímabilinu 8. til 11. apríl sl. Fyrst hafi hann lagt inná kærðu 5000 krónur fyrir bensíni svo hún gæti hitt hann. Í kjölfarið hafi brotaþoli gefið kærðu upp upplýsingar um reikningsnúmer, kennitölu, pin númer og fleira en þá hafði lán í hans nafni verið tekið í gegnum Aur appið uppá 300.000 kr. Þá greindi brotaþoli, D , frá því í lok maí sl. í 007 - að kærða væri ennþá að setja sig í samband við hann nokkrum dögum fyrir skýrslutökuna. Kærða var handtekinn í dag og greindi hún frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að greindi frá því að í mörgum tilfe llum hafi verið um lán að ræða en hún ætti von á arfi og til stæði að greiða fjárhæðirnar til baka. Einnig kvaðst hún vera að vinna í sínum spilavanda og væri búin að panta tíma hjá SÁÁ. Þá kvaðst hún ýmist hafa fengið leyfi til að fara inná rafræn skilrík i manna eða neitaði að tjá sig aðspurð um hvort hún hafi stofnað til fjárhagslegra skuldbindinga í nafni þeirra. Rannsókn lögreglu er í fullum gangi og hefur rannsókn lögreglu sýnt fram á að sömu IP tölur hafi komið upp við skráningar í netbanka og Aur umsóknir brotaþola, en þeir þekkjast ekki innbyrðis og eru þeirra einu tengsl að þeir hafi kært kær ðu fyrir fjársvik. Enn fremur hefur lögreglan fengið staðfest að IP tala sem kærða hefur tengst, , hafi tengst innskráningum hjá netbönkum brotaþola, t.d. A , B ., E og C . Sem fyrr segir er rannsóknin í fullum gangi og þrátt fyrir að ekki hafi verið rannsakaðar IP tölur í nýjustu málunum, hefur lögreglan rökstuddan grun að sama aðferð sé notuð hjá kærðu. Það er mat lögreglu að kærða sé undir rökstuddum grun um að hafa ítrekað og fjölda tilfella beitt blekkingum, hagnýtt sér óljósa r hugmyndir einstaklinga og þannig haft af þeim fé. Hún hafi blekkt menn með því að óska eftir láni þegar henni var ljóst að hún gæti ekki borgað þau til baka og telur lögregla að hún hafi haft einbeittan brotavilja og ásetning í því að blekkja brotaþola og ýmist villa um fyrir þeim og stofnað til skuldbindinga í þeirra nafni eða blekkt þá með ósönnum fullyrðingum svo hún myndi greiða til fjárhæðir til baka. Þá telur lögregla samtals sex brotaþola vera m eð þroskaskerðingu af þeim sem hafa leitað til lögreglu en talið er að fjöldi brotaþola hafi ekki enn leitað til lögreglu. Meint brot kærðu sem eru til rannsóknar frá árinu 2023 snúa að 11 brotaþolum og þar af eru fjórar kærurskýrslur frá 17. apríl sl. Mei nt brot sem hver brotaþoli hefur greint frá nema eru frá tugum skipta og uppí hundruði skipta. Lagarök Í greinargerð er krafa lögreglustjóra rökstudd með eftirgreindum hætti: 5 Það er mat lögreglustjóra að kærða sé undir rökstuddum grun um háttsemi sem fa ngelsisrefsing liggur við og miðað við brotaferil kærðu að undanförnu er það jafnframt mat lögreglustjóra að yfirgnæfandi líkur séu á því að kærða muni halda áfram brotastarfsemi fari hún frjáls ferða sinna. Hún sé haldin alvarlegri spilaf íkn og virðist ganga langt til þess að fá blekkja einstaklinga til að greiða sér fjármuni eða svíkja út fjármuni með blekkingum og hefur haldið ítrekað áfram þrátt fyrir að hafa verið handtekinn í febrúar sl. Að virtum þeim mikla fjölda hegningarlagabrota sem eru til umfjöllunar og þeim refsiþyngingarsjónarmiðum sem koma til álita í væntanlegu dómsmáli er það mat lögreglustjóra að kærða muni hljóta óskilorðsbundna fangelsisrefsingu fái hún dóm fyrir þau mál sem nú eru til meðferðar. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna, c. liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála er þess krafist að krafan nái fram að ganga. Niðurstaða Samkvæmt 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 er það skilyrði þess að sakborningur verði úrskurðaður í gæsluvarðhald að fram sé kominn rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Því til viðbótar þarf minnst eitt þeirra skilyrða sem tilgreind eru í fjórum stafliðum málsgreinarinnar að vera uppfyllt. Krafa lögreglustjóra er reist á c - lið, sem heimilar gæsluvarðhald ef ætla má að sakborningur muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið. Samkvæmt framan sögðu og fyrirliggjandi rannsóknargögnum hefur lögregla nú til rannsóknar fimm opin mál sem varða meint fjársvik og peningaþvætti varnaraðila gagnvart 11 brotaþolum en meint brot sem hver brotaþoli hefur greint frá skipta tugum. Ranns ókn flestra þeirra hófst í byrjun janúar sl. eftir að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá skrifstofu fjármálagreiningar lögreglu um að varnaraðili væri grunuð um að hafa með sviksamlegum hætti stofnað til bankaviðskipta á nö fnum nokkurra einstaklinga án þeirra vitundar eða samþykkis. Varnaraðili var yfirheyrð af lögreglu 8. febrúar 2023 vegna gruns um fjársvik og misneytingu en þá lágu fyrir lögregluskýrslur eins brotaþola vegna meintra brota varnaraðila sem nám u tæpum 10 milljónum króna á tímabilinu október 2022 til og með 11. janúar 2023. Varnaraðili var aftur yfirheyrð af lögreglu þann 14. febrúar 2023 vegna gruns um fjársvik og peningaþvætti vegna meintra brota. Á tímabilinu 21. febrúar til 23 . maí sl. hafa átta brotaþolar kært varnaraðila til lögreglu vegna meintra fjársvika auk þess að gefa skýrslur og níundi brotaþoli gefið skýrslu en fjórir þessara einstaklinga eru taldir vera með þroskaskerðingu. Er ljóst af gögnum málsins að varnar aðili hefur, þrátt fyrir kærur og tvær yfirheyrslur lögreglu í febrúar sl. vegna meintra brota, sett sig ítrekað í samband við þessa tilteknu einstaklinga í mars og apríl sl. þar sem varnaraðili hefur viðhaft sömu háttsemi og áður auk þess sem einn brotaþola hefur greint frá því að varnaraðili hafi sett sig í samband við hann síðast í maí. Varnaraðili á ekki að baki sakaferil en meint brot varnaraðila hafa samkvæmt rannsóknargögnum átt sér stað allt frá árinu 2018 og fram til dag sins í dag og varða að minnsta kosti um 25.705.000 krónum. Varnaraðili hefur viðurkennt í skýrslutöku að vera haldin alvarlegri spilafíkn og þurfi að leita sér aðstoðar vegna þess. 6 Með vísan til framanritaðs og fyrirliggjandi rannsóknargagna v erður fallist á það mat lögreglustjóra að varnaraðili liggi undir rökstuddum grun um að hafa undanfarið framið fjölmörg brot sem fangelsisrefsing er lögð við. Er því uppfyllt almennt skilyrði 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála til þess að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi. Þá verður í ljósi rannsóknargagna að telja miklar líkur á því að varnaraðili muni halda áfram brotastarfsemi, fari hún frjáls ferða sinna og er fallist á það mat lögreglu að um sé að ræða afbrotatahrinu sem nauðsynlegt er að stöðva og því fallist á að skilyrði c - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 séu uppfyllt til að úrskurða megi varnaraðila í gæsluvarðhald. Í ljósi fjölda brota sem eru til r annsóknar sem ætla má að varði samkvæmt dómaframkvæmd almennt óskilorðsbundnu fangelsi, verður ekki talið að 3. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 standi gæsluvarðhaldi í vegi. Að öllu framangreindu gættu verður krafa lögreglustjóra tekin til greina eins og hún er fram sett og nánar greinir í úrskurðarorði, en ekki þykja efni að svo komnu til að marka gæsluvarðhaldi skemmri tíma. María Thejll héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð Varnaraðili, X , kt. , skal sæta gæsluvarðhaldi, til föstudagsins 30. júní 2023, kl. 16:00.