LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 9. september 2022 . Mál nr. 463/2022 : Leiti eignarhaldsfélag ehf., Sjöstjarnan ehf. og Stjarnan ehf. (Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður ) gegn Svein i Andr a Sveinss yni ( Þorsteinn Einarsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Dómkvaðning matsmanns. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu L ehf., SJ ehf. og ST ehf. um dómkvaðningu matsmanns. Í úrskurði Landsréttar kom meðal annars fram að ráða mætti af matsbeiðni sóknaraðila að þeir teldu sig eiga sk aðabótakröfur á hendur S vegna starfa hans sem skiptastjóra þrotabús E ehf. Yrði ekki annað séð en að matsspurningarnar miðuðu að því að renna stoðum undir þá kröfu sem sóknaraðilar hver um sig teldu sig eiga. Hefðu sóknaraðilar sýnt nægilega fram á lögvar ða hagsmuni sína af því að umbeðið mat færi fram. Það væri ekki hlutverk dómstóla á þessu stigi að taka afstöðu til málsástæðna aðila umfram það sem lyti að því hvort umbeðið mat væri bersýnilega tilgangslaust. Þá skipti ekki máli þótt leitað væri eftir ma ti á atriðum sem öðrum þræði væru lögfræðilegs eðlis enda legðu dómstólar endanlegt mat á slík atriði. Var krafa sóknaraðila um dómkvaðningu matsmanns því tekin til greina. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Ásmundur Helgason og Jóhannes Sigurðsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðil ar skutu málinu til Landsréttar með kæru 15. júlí 2022 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 27. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Rey kjavíkur 11. júlí 2022 í málinu nr. M - 778/2022 þar sem hafnað var beiðni sóknaraðila um dómkvaðningu matsmanns. Kæruheimild er í c - lið 1 . mgr. 143 . gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðil ar kref ja st þess að krafa þeirra um dómkvaðningu matsmanns verði tekin til greina. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. 2 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Matsbeiðni sóknaraðila er sett fram með vísan til XII. kafla laga nr. 91/1991, sbr. IX. kafla sömu laga. Samkvæmt 1. mgr. 77. gr. laganna, sem er upphafsákvæði XII. kafla, er aðila, sem hefur lögvarinna hagsmuna að gæta, heimilt að beiðast dómkvaðningar ma tsmanns til að staðreyna kröfu eða sanna atvik að baki henni áður en til höfðunar dómsmáls kemur. Samkvæmt 1. mgr. 46. gr. laganna hefur aðili máls forræði á því hvaða sönnunargagna hann aflar til stuðnings kröfum sínum fyrir dómi og er það hvorki á færi g agnaðila né dómara að takmarka þann rétt nema sönnunarfærsla sé bersýnilega tilgangslaus, sbr. 3. mgr. sömu greinar. 5 Ráða má af matsbeiðni sóknaraðila að þeir telji sig eiga skaðabótakröfur á hendur varnaraðila vegna starfa hans sem skiptastjóri þrotabús E K1923 ehf. Þar er rakið að þóknun varnaraðila sem skiptastjóra hafi verið óheyrilega há og úr takti við það sem telja megi eðlilega þóknun. Þá telja sóknaraðilar sterkar líkur á því að varnaraðili eða starfsmenn hans hafi oftalið tíma við störf sín fyrir þ rotabúið. Sóknaraðilarnir Sjöstjarnan ehf. og Stjarnan ehf. telja að þeir hefðu átt að fá kröfur sínar á hendur þrotabúinu greiddar að fullu og sóknaraðilinn Leiti eignarhaldsfélag ehf. lítur svo á að honum hefði borið að fá bú EK1923 ehf. afhent sér, enda þá búið að gera upp allar skuldir búsins. Fram kemur einnig að sóknaraðilar hyggist höfða mál á hendur varnaraðila, sameiginlega eða hver í sínu lagi, náist ekki samkomulag milli aðila um ágreining þeirra í kjölfar matsins. Verður ekki annað séð en að mat sspurningarnar miði að því að renna stoðum undir þá kröfu sem sóknaraðilar hver um sig telja sig eiga. Samkvæmt þessu hafa sóknaraðilar sýnt nægilega fram á lögvarða hagsmuni sína af því að umbeðið mat fari fram. Það er ekki hlutverk dómstóla á þessu stigi að taka afstöðu til málsástæðna aðila umfram það sem lýtur að því hvort umbeðið mat sé bersýnilega tilgangslaust. Þá skiptir ekki máli þótt leitað sé eftir mati á atriðum sem öðrum þræði eru lögfræðilegs eðlis, enda leggja dómstólar endanlegt mat á slík a triði. Það eru sóknaraðilar sem standa straum af kostnaði við öflun matsgerðarinnar og þeir bera áhættuna af því ef matsgerðin telst hafa takmarkað sönnunargildi. 6 Að þessu gættu þykja hvorki ákvæði 3. mgr. 46. gr. né 1. mgr. 77. gr. laga nr. 91/1991 stand a beiðni sóknaraðila í vegi. Ber því að fallast á beiðni sóknaraðila um dómkvaðningu matsmanns. 7 Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðilum hverjum um sig málskostnað og kærumálskostnað í einu lagi eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Fallis t er á beiðni sóknaraðila, Leitis eignarhaldsfélags ehf., Sjöstjörnunnar ehf. og Stjörnunnar ehf., um dómkvaðningu matsmanns samkvæmt matsbeiðni 9. febrúar 2022. 3 Varnaraðili, Sveinn Andri Sveinsson, greiði sóknaraðilum hverjum fyrir sig 200.000 krónur í m álskostnað í héraði og kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 11. j úlí 2022 1. Mál þetta var tekið til úrskurðar 30. júní 2022. Matsbeiðendur eru Leiti eignarhaldsfélag ehf., Sjöstjarnan ehf. og Stjarnan ehf., sóknaraðilar þessa máls. Matsþoli er Sveinn Andri Sveinsson, varnaraðili þessa máls. Með beiðni dagsettri 9. febrúar 2022 fóru sóknaraðilar þess á leit við Héraðsdóm Reykjavíkur, með vísan til XII. kafla, sbr. IX. kafla, laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, að dómkvaddur yrði einn hæfur og óvilhallur matsmaður, sérfróður um gjaldþrotaskipti og skiptastjórn, til að meta hver hefði verið eðlileg þóknun fyrir störf matsþola í þágu þrotabús EK1923 ehf., sem tekið var til gjaldþrotaskipta þann 7. september 2016 og var skiptunum lokið 15. desembe r 2020. 2. Varnaraðili krefst þess að beiðni sóknaraðila verði hafnað. Þá krefst varnaraðili þess að sóknaraðilar verði sameiginlega (in solidum) úrskurðaðir til greiðslu málskostnaðar samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eða að mati dómsins. 3. Sóknarað ilar, Leiti eignarhaldsfélag ehf., sem var eini hluthafi hins gjaldþrota félags og Sjöstjarnan ehf. og Stjarnan ehf., sem voru kröfuhafar í búið, hafa farið þess á leit við dóminn að matsmaður skoði og meti hver hefði verið eðlilegur skiptakostnaður vegna þrotabús EK1923 ehf. Í matsbeiðni segir að varnaraðili hafi tekið sér þóknun úr búinu að fjárhæð 166.886.950 krónur, samkvæmt úthlutunargerð dags. 15. desember 2020, á tímabili gjaldþrotaskiptanna. Í matsbeiðni er rakið að með ákvörðun Héraðsdóms Reykjavík ur í máli nr. Ö - 29/2018 þann 15. nóvember 2019 hafi varnaraðila verið gert að endurgreiða þá þóknun sem hann hafði ráðstafað til sín úr þrotabúinu þar sem ekki hefði verið bókað um hana með tilhlýðilegum hætti í fundargerð skiptafundar. Í kjölfar þess hafi varnaraðili boðað til skiptafundar þar sem bókað hafi verið um þóknunina og hún greidd úr þrotabúinu. Sóknaraðilar fullyrða að í framangreindri ákvörðun héraðsdómara hafi verið gefið sterklega í skyn að sú þóknun sem varnaraðili ráðstafaði þannig af eignu m þrotabús EK1923 ehf. hefði verið óhæfileg, en dómari hafi ekki tekið endanlega afstöðu til þess, enda hefði það verið utan gildissviðs 2. mgr. 76. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991. Vegna þessa kveður sóknaraðili Leiti eignarhaldsfélag ehf. nauðsynlegt að kanna leiðir til að leita réttar síns gagnvart varnaraðila með höfðun einkamáls, m.a. vegna þess að úrræði 171. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti séu honum ekki aðgengileg á grundvelli þess að hann er þrotamaður í skilningi laganna. Þ á telja sóknaraðilar Stjarnan ehf. og Sjöstjarnan ehf. nauðsynlegt að kanna leiðir til að leita réttar síns gagnvart varnaraðila, enda hefðu heimtur þeirra á kröfum sínum í þrotabúið verið hærri hefði þóknun varnaraðila verið hæfileg. 4. Í matsbeiðni sóknarað ila kemur fram að fjögur dómsmál, sem lokið hafi með dómi, hafi verið rekin af skiptastjóra á meðan á rekstri þrotabúsins stóð. Landsréttarmál nr. 139/2018, nr. 155/2019 og nr. 755/2019 og Hæstaréttarmál nr. 19/2020. Samanlagður dæmdur málkostnaður í þeim málum hafi numið 11.440.000 krónum en málskostnaðarkröfur þrotabúsins hafi numið mörgum tugum milljóna króna. Að auki kemur fram í matsbeiðni að varnaraðili hafi höfðað mál sem hafi verið sætt og staðið í ýmsum öðrum málarekstri, svo sem kærum til héraðssa ksóknara en engin þeirra hafi leitt til sakfellingar, sem sýni þarfleysi þeirrar vinnu að mati sóknaraðila. Þá vísa sóknaraðilar til þess að varnaraðili hafi lagt fram tímaskýrslu í héraði í máli Hæstaréttar nr. 19/2020 upp á 828 tíma en við það hafi bæst 900 tímar þegar málið var flutt fyrir Landsrétti og Hæstarétti. Hæstiréttur hafi að lokum dæmt þrotabúinu málskostnað fyrir málflutning á öllum dómstigum að fjárhæð 5.000.000 króna, eða langtum minna en það sem krafist var. Þá kemur fram í matsbeiðni að só knaraðilar telja misræmi vera í tímaskýrslum sem varnaraðili lagði fram, ýmist fyrir dómi eða í skýrslu skiptastjóra til kröfuhafa. Telja sóknaraðilar að matsmaður þurfi að rannsaka þetta misræmi betur. 5. Um lögvarða hagsmuni sóknaraðila af hinu umbeðna mati vísa sóknaraðilar til þess í matsbeiðni að samkvæmt úthlutunargerð dagsettri 1. desember 2020 hafi eignir þrotabúsins EK1923 ehf. numið 635.771.219 krónum. Allar samþykktar kröfur, auk skiptatryggingar, hafi numið 514.478.487 krónum og 4 skiptakostnaður 197 .829.289 krónum. Skuldir umfram eignir hafi því verið 76.536.557 krónur að teknu tilliti til skiptakostnaðar. Af þessum kostnaði hafi þóknun varnaraðila numið 166.886.950 krónum að meðtöldum virðisaukaskatti. Hefði sú þóknun verið lægri hefði sóknaraðili S jöstjarnan ehf., sem kröfuhafi í þrotabúið, getað átt tilkall til allt að 5.396.972 króna, til viðbótar við það sem honum var úthlutað samkvæmt úthlutunargerð, til að fá kröfu sína greidda að fullu. Að sama skapi hefði sóknaraðilinn Stjarnan ehf. átt tilka ll til allt að 3.775.389 króna aukalega til að fá kröfu sína greidda að fullu. Jafnframt kemur fram í matsbeiðni að hefði þóknun varnaraðila verið 76.536.557 krónum lægri hefðu eignir þrotabúsins verið umfram skuldir og sóknaraðili Leiti eignarhaldsfélag e hf. átt kröfu um að fá bú EK1923 ehf. afhent aftur, enda hefði búið þá gert upp allar skuldir þess. Samhliða þessu telja sóknaraðilar að þóknun varnaraðila fyrir störf hans hafi verið óheyrilega há og í engu samhengi við það sem telja megi eðlilega þóknun fyrir störf af þessu tagi. Þá telja sóknaraðilar sterkar líkur á því að varnaraðili eða starfsmenn hans hafi ofskráð tíma við störf fyrir þrotabúið og þar með valdið sóknaraðilum tjóni. Þó þóknun varnaraðila hafi verið samþykkt á skiptafundi telja sóknarað ilar að hún hafi verið byggð á röngum og villandi upplýsingum. 6. Sóknaraðilar telja framangreint hafa valdið sér tjóni og með vísan til þess telja þeir óhjákvæmilegt að dómkvaddur verði hæfur, sérfróður og óvilhallur matsmaður til að skoða og meta, meðal ann ars, hvað hefði verið eðlileg þóknun fyrir störf varnaraðila í þágu þrotabúsins. Í kjölfar þess hyggjast sóknaraðilar, eftir atvikum, höfða mál á hendur varnaraðila, sameiginlega eða hver í sínu lagi, til heimtu þeirra fjármuna sem upp á vantar við uppgjör búsins og renna áttu til sóknaraðila. Sóknaraðilar óska því eftir að matsmaður a. Hver var hæfilegur fjöldi tíma við vinnu skiptastjóra þrotabúsins EK1923 ehf. og undirmanna hans í þágu búsins? Óskað er eftir því að svarið verði sundurliðað eins og kostur er, meðal annars eftir þeim dómsmálum sem þrotabúið rak. b. Hvert var hæfilegt og sanngjarnt endurgjald fyrir vinnu skiptastjóra þrotabús EK1923 ehf.? Óskað er eftir því að svarið verði sundurl iðað eins og kostur er, meðal annars eftir dómsmálum sem þrotabúið rak, og gefið upp með og án virðisaukaskatts. c. Telur matsmaður að einhverjar vinnustundir hafi verið skráðar án þess að vinna hafi verið þar að baki? Óskað er eftir því að matsmaður tilgreini þær vinnustundir eins og kostur er. d. Hvert var hæfilegt og eðlilegt tímagjald skiptastjóra þrotabús EK1923 eh f. annars vegar og fulltrúa hans hins 7. Varnaraðili krefst þess að beiðni sóknaraðila um dómkvaðningu matsmanns verði hafnað. Reisir hann kröfu sína meðal annars á því að ekki séu lagaskilyrði fyrir því að verða við beiðni sóknara ðila. Í greinargerð varnaraðila kemur fram að varnaraðili hafi verið skiptastjóri þrotabús EK1923 ehf. og skiptum þess hafi lokið á skiptafundi 15. desember 2020 með því að frumvarp skiptastjóra til úthlutunar á þrotabúinu var samþykkt af kröfuhöfum þrotab úsins, sbr. 2. mgr. 160. gr. laga nr. 21/1991. Boðað hafi verið til þess skiptafundar í samræmi við fyrirmæli 1. mgr. 159. gr. laga nr. 21/1991 og auglýsing um þann skiptafund verið birt í Lögbirtingablaðinu 1. desember 2020. Varnaraðili fullyrðir að ágrei ningslaust sé að til þess fundar hafi verið boðað með þeim hætti sem lög áskilja og að á umræddan skiptafund hafi mætt, auk sóknaraðila, sex lögmenn fyrir hönd 32 kröfuhafa, sem lýst höfðu kröfum í þrotabúið og sem höfðu verið samþykktar við skiptin. Fyrrg reint frumvarp til úthlutunar í þrotabúi EK1923 ehf. hafi ekki sætt andmælum á fundinum og því verið endanlega samþykkt af kröfuhöfum þrotabúsins sem úthlutunargerð úr þrotabúinu, sbr. 2. mgr. 160. gr. laga nr. 21/1991, og frumvarpið svo áritað af varnarað ila um þau skiptalok. Varnaraðili telur það rangt er fram kemur í matsbeiðni að hann hafi tekið sér tiltekna þóknun við skiptin. Hið rétta sé að kröfuhafar hafi endanlega tekið ákvörðun um þann kostnað sem og aðra liði í úthlutunargerð. Kröfuhafar á skipta fundi 15. desember 2020 hafi verið til þess bærir að að ákveða þóknun varnaraðila vegna skiptastjórnar og samþykki þeirra við frumvarpinu verið endanleg afgreiðsla úthlutunargerðar úr þrotabúinu. 8. Varnaraðili kveðst leggja áherslu á að gjaldþrotaskipti séu sameiginleg fullnustugerð allra þeirra sem eiga kröfur á hendur skuldara við uppkvaðningu úrskurðar um gjaldþrotaskipti og lýsa kröfum sínum með réttum hætti í þrotabú eða eiga af öðrum ástæðum rétt til greiðslu við úthlutun. Í þeirri sameiginlegu fullnus tugerð felist að kröfuhafar hafi meðal annars endanlegt vald um efni úthlutunargerðar þrotabús. Úthlutunargerðin úr þrotabúi EK1923 ehf., sem samþykkt var á skiptafundi 15. desember 2020, hafi því 5 verið ákvörðun kröfuhafa en ekki varnaraðila og kveðst hann leggja áherslu á að hann hafi ekki, sem skiptastjóri þrotabúsins, haft atkvæðisrétt um frumvarpið. Ábyrgð á úthlutunargerðinni hvíli á þeim sem ákvörðun tóku um að samþykkja frumvarpið. Lögvörðum hagsmunum kröfuhafa, þar á meðal sóknaraðila, af efni frumv arps til úthlutunar úr búinu hafi lokið er frumvarpið var samþykkt sem úthlutunargerð úr búinu af hálfu sóknaraðila og annarra kröfuhafa. Varnaraðili kveðst telja að kröfuhafar hafi nú þegar svarað spurningum í matsbeiðni með endanlegum hætti, með því að s amþykkja frumvarp að úthlutunargerð á lögmætum skiptafundi. 9. Varnaraðili byggir jafnframt á því að það sé í verkahring dómara máls en ekki sérfróðs matsmanns að leggja mat á þau atriði sem fram koma í matsbeiðni. Samkvæmt 2. mgr. 60. gr. laga nr. 91/1991 sé það dómara að leggja mat á atriði sem krefjast almennrar þekkingar og menntunar eða lagaþekkingar. Varnaraðili telur spurningar í matsbeiðni varða lagaleg atriði og að sérþekking á sviði lögfræði sé nauðsynleg til að svara þeim. Það væri því beinlínis í a ndstöðu við 2. mgr. 60. gr. laga nr. 91/1991 að fela matsmanni að leggja mat á þessi lagalegu atriði. Þá byggir varnaraðili einnig á því að sóknaraðilar hafi ekki lögvarinna hagsmuna að gæta og því beri að hafna matsbeiðni þeirra, sbr. 1. mgr. 77. gr. laga nr. 91/1991. Telur hann að ekki verði ráðið af matsbeiðninni hvort markmið hennar sé að leggja grunn að skaðabótakröfu á hendur varnaraðila eða annars konar kröfu. Bendir varnaraðili sérstaklega á að hvergi í matsbeiðni sé að finna setningu um að sóknarað ilar telji sig eiga skaðabótakröfu á hendur varnaraðila og ekki séu þar færð lagaleg rök fyrir því að sóknaraðilar kunni að eiga kröfur á hendur varnaraðila. Niðurstaða 10. Samkvæmt 1. mgr. 46. gr. laga nr. 91/1991 afla aðilar í einkamáli sönnunargagna ef þeir fara með forræði á sakarefninu. Til samræmis við þessa meginreglu verður almennt í dómaframkvæmd að játa aðilum að einkamáli rúma heimild til öflunar matsgerða, enda ma tsgerða almennt aflað á áhættu og kostnað matsbeiðenda. Ákvæði 3. mgr. sömu lagagreinar hefur hins vegar að geyma undantekningu frá þessari meginreglu en samkvæmt ákvæðinu getur dómari meinað aðila um sönnunarfærslu ef hann telur bersýnilegt að atriði, sem aðili vill sanna, skipti ekki máli eða að gagn sé tilgangslaust til sönnunar. Samkvæmt 1. mgr. 77. gr. laga nr. 91/1991 er aðila sem hefur lögvarinna hagsmuna að gæta heimilt að beiðast dómkvaðningar matsmanns þótt hann hafi ekki haft uppi kröfu vegna mat satriðis í dómsmáli ef það er gert til að staðreyna kröfu eða atvik að baki hennar. 11. Við mat á því hvort umbeðin dómkvaðning matsmanns sé þarflaus verður að líta til þess ríka svigrúms sem aðilum er almennt veitt til öflunar matsgerða en sóknaraðilar telja nauðsynlegt að afla matsgerðar til að meta það tjón sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Þá ber og að líta til þess að heimildir IX. kafla laga nr. 91/1991 til öflunar matsgerða eru háðar því skilyrði að matsbeiðandi sýni fram á að hann hafi lögvarða hags muni af því að matið fari fram. Af beiðni sóknaraðila verður ekki ráðið með skýrum hætti með hvaða hætti eða á hvaða grunni sóknaraðilar telja sig eiga kröfu á hendur varnaraðila sem þeir geti sótt á hendur honum í dómsmáli. Þá segir í matsbeiðni berum orð þann að sóknaraðilar vilji með matsbeiðni sinni leita álits dómsins á réttarstöðu sinni með þe im hætti sem ekki fær staðist áskilnað 1. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála. Sóknaraðilar hafa samkvæmt framansögðu ekki sýnt fram á með hvaða hætti þeir njóta lögvarinna hagsmuna í skilningi 1. mgr. 77. gr. laga nr. 91/1991. 12. Hvað varðar þau atvik er umbeðin matsgerð varðar, það er skipti þrotabús EK1923 ehf., m.a. boðun og afgreiðslu þess skiptafundar þar sem lok búsins voru afráðin, liggur fyrir að skiptum búsins lauk 15. desember 2020. Af þeim sökum verður ekki í máli þessu tekin afstaða til ágreini ngsefna er þau búskipti varða. 13. Að framansögðu virtu verður kröfu sóknaraðila um hina umbeðnu dómkvaðningu matsmanns hafnað. Samkvæmt úrslitum málsins og með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála þykir rétt að sóknaraðilar greiði varnaraðil a sameiginlega málskostnað er þykir hæfilega ákveðinn svo sem í úrskurðarorði greinir. 14. Úrskurð þennan kveður upp Bergþóra Ingólfsdóttir héraðsdómari. 6 Úrskurðarorð: Beiðni sóknaraðila, Leitis eignarhaldsfélags ehf., Sjöstjörnunnar ehf. og Stjörnunnar eh f., um dómkvaðningu matsmanns er hafnað. Sóknaraðilar greiði varnaraðila, Sveini Andra Sveinssyni, sameiginlega 400.000 krónur í málskostnað.