LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 14. apríl 2023 . Mál nr. 270/2023 : Ríkissaksóknari (Pétur Hrafn Hafstein aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Helgi Þorsteinsson Silva lögmaður) Lykilorð Kærumál. Afhending sakaðs manns. Evrópsk handtökuskipun. Útdráttur Ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við beiðni um afhendingu X til Ítalíu á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar var staðfest. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen kveða u pp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 12. apríl 2023 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. apríl 2023 í málinu nr. R - [...] /2023 þar sem staðfest var ákvörðun sóknaraðila 23 . mars 202 3 um að verða við beiðni um afhendingu varnaraðila til Ítalíu á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar sem gefin var út 6 . febrúar sama ár . Kæruheimild er í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 51/2016 um han dtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi. Þá krefst hann þóknunar til handa skipuðum verjanda sínum í héraði og fyrir Landsrétt i. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Samkvæmt 1. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 2. gr. laga nr. 51 /2016, greiðist úr rí kissjóði þóknun skipaðs verjanda varnaraðila fyrir Landsrétti , sem ákveðin verður að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir . Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila fyrir Landsrétti, Helga Þorsteinssonar Silva lögmanns, 150.660 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 12. apríl 2023 1. Með bréfi, dagsettu 27. mars 2023, vísaði ríkissaksóknari til dóms ins kröfu varnaraðila, X , fæddur [...] , sem ekki er með skráð lögheimili á Íslandi en til dvalar í fangelsinu Hólmsheiði, um úrlausn á því hvort skil yrði laga um afhendingu séu fyrir hendi vegna ákvörð unar ríkis saksóknara 23. mars, um að fallast á beiðni ítalskra yfirvalda um afhendingu varnar aðila til Ítalí u á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar sem gefin var út 8. febrúar 2023. 2. Um lagaheimild fyrir málskoti varnaraðila til dómsins er einkum vísað til 2. gr. og 2. mgr. 15. gr. laga nr. 51/2016 um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refs iverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar, sem og 1. mgr. 2. gr. og 51. gr., sbr. XXVII. kafla, laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 3. Af hálfu sóknaraðila er krafist staðfestingar á fyrrgreindri ákvörðun. 4. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila um staðfestingu ákvörðunar um afhendingu verði hafnað og að hún verði felld úr gildi. Þá er krafist þóknunar úr ríkis sjóði. 5. Málið var tekið til úrskurðar 11. apríl 2023 að lokinni skýrslutöku af varnaraðila og munn legum málflutningi. Skjöl málsins e ru að verulegum hluta á ítölsku sem ensk þýðing fylgir auk þess sem skrifleg samskipti milli ríkissaksóknara og ítalskra yfirvalda eru einnig á ensku. Dóminum er fært að þýða þau málskjöl sem liggja fyrir á ensku, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga um meðferð sakam ála. Málsatvik: 6. Varnaraðili er [...] ríkisborgari sem hefur dvalist hérlendis að sögn í um níu mánuði. Ákvörðun sóknaraðila frá 23. mars 2023 varðar evrópska handtökuskipun sem gefin var út af skrifstofu ríkissaksóknara við áfrýjunardómstól í Rómaborg (e. Office of the Prosecutor General attached to the Court of Appeal of Rome) frá 8. febrúar 2023 sem gefin var út á grundvelli dóms þess áfrýjunardómstóls (Court of Appeal of Rome Second Criminal Division) 21. janúar 2020 sem varð endanlegur 5. júlí 2022 a uk þarlendrar handtökuskipunar (e. enforcement order) frá 6. júlí 2022 sem einnig var gefin út af skrifstofu ríkissaksóknara við áfrýjunardómstólinn (Office of the Prosecutor General of the Republic at the Court of Appeal in Rome). Ákvörðun ríkissaksóknar a Íslands byggir á hinni evrópsku handtökuskipun. Í handtökuskipuninni er óskað eftir handtöku og afhend ingu varnaraðila til fullnustu refsingar í samræmi við framangreindan dóm. 7. Samkvæmt handtökuskipuninni hefur varnaraðili verið sakfelldur fyrir að ei ga hlut að tilraun til manndráps í félagi með öðrum sem hafi falist í að hafa ráðist gegn nafngreindum einstaklingi með kylfum, glerflöskum, spörkum og hnefahöggum sem og með sveðju. Við aðalmeðferð málsins hérlendis kom fram hjá varnaraðila að árásarmenni rnir hefðu verið 15 en hann bar af sér allar sakir. Refsing varnaraðila vegna þáttar hans í þessu afbroti var ákveðin fangelsi í ellefu ár og sex mánuði. Af þeirri refsingu eigi hann eftir að afplána átta ár, fjóra mánuði og fjóra daga. Tekið er fram í han dtökuskipuninni að refsing varnaraðila fyrnist fyrst 23 árum eftir endanlega staðfestingu dóms 5. júlí 2022, eða árið 2055. 8. Mál varnaraðila hlaut meðferð fyrir ítölskum dómstólum í Róm og liggur fyrir skrifleg samantekt saksóknarfulltrúa á skrifstofu ríkis saksóknara við áfrýjunardómstólinn um feril dómsmálsins sem send var sóknaraðila til fyllingar hinni evrópsku handtökuskipun. Varnaraðili var fyrst sakfelldur 9. desember 2013 af fjölskipuðum dómi í sakamáladeild fyrsta dómstigs í Rómaborg (The Ordinary Co urt of Rome 1st Criminal Divison) og honum þá gerð fyrrnefnd refsing. Varnaraðili ásamt fleiri dómfelldu í málinu áfrýjuðu málinu en sakfelling þeirra var staðfest með dómi fyrstu sakamáladeildar áfrýjunardómstóls Rómarborgar (Court of Appeal of Rome 1 st. Criminal Division) sem kveðinn var upp 28. maí 2014. Dómfelldi ásamt öðrum dómfelldu áfrýjuðu þeim dómi til æðsta dómstóls Ítalíu (Court of Cassation) sem ómerkti hinn áfrýjaða dóm 20. mars 2015 af lögfræðilegum ástæðum og vísaði málinu til nýrrar 3 dóms meðferðar fyrir annarri sakamáladeild áfrýjunardómstóls Rómarborgar (Court of Appeal of Rome 2nd Criminal Division). Nýr dómur var kveðinn upp 21. janúar 2020. Síðastnefndur dóm ur fól í sér endanlega efnislega úrlausn ítalskra dómstóla eftir að beiðni um á frýjunarleyfi af hálfu varnaraðila og fleiri dómfelldu var synjað 5. júlí 2022. 9. Varnaraðili var í varðhaldi á meðan mál hans var til meðferðar á fyrstu tveimur dómstigunum og sótti þing við þá málsmeðferð ásamt tveimur nafngreindum lögmönnum sem skipaðir v oru verjendur hans í samræmi við ósk hans þar að lútandi. Í framburði varnaraðila fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur staðfesti varnaraðili að nefndir verjendur hefðu gætt hagsmuna hans og hann hafi alls komið í 21 skipti fyrir dóm við meðferð málsins. Annar þess ara verjanda gætti einnig hagsmuna varnaraðila fyrir æðsta dómstól Ítalíu. Ætla verður að það hafi verið í kjölfar þess að dómur fyrstu sakamáladeildar áfrýjunardómstóls Rómarborgar var ómerktur sem varnaraðili var látinn laus. 10. Sami verjandi gætti hagsmun a varnaraðila við málsmeðferð fyrir annarri sakamáladeild áfrýjunardómstóls Rómarborgar sem leiddi til endanlegs dóms sem hin evrópska handtökuskipun byggir á. Varnaraðli sótti ekki þing sjálfur sem samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara við áfrý junardómstólinn í Róm samræmist 420. grein laga um meðferð sakamála á Ítalíu. Afrit lagaákvæðisins er í enskri þýðingu meðal málskjala. Að gengnum dómi áfrýjunardómstólsins 21. janúar 2020 sótti verjandi varnaraðila um áðurnefnt áfrýjunarleyfi til æðsta dó ms Ítalíu sem var hafnað 5. júlí. Varnaraðili bar um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að honum hefði verið ókunnugt um rekstur málsins fyrir áfrýjunardómstólnum sem lauk með dómi 21. janúar 2020. Hann bar á hinn bóginn um að tildrög þess að hann kom til Ís lands hefðu verið þau að verjandi hans hefði hringt til hans í byrjun júlí 2022 og sagt honum að lögreglan væri að leita að honum og að hann skyldi flýja land sem hann hefði gert samstundis og flúði til Íslands. 11. Með hliðsjón af hinni evrópsku handtökuskip un og fyrirliggjandi upplýsinga um málsmeðferð fyrir ítölskum dómstólum tók ríkissaksóknari ákvörðun 23. mars 2023 um að fallast á beiðni ítalskra yfirvalda um afhendingu varnaraðila til Ítalíu á grundvelli handtökuskipunarinnar. Að sögn hafi það verið ger t eftir að metið hafði verið að skilyrðum um form og inni hald væri fullnægt, sbr. 6. gr. laga nr. 51/2016. Ákvörðun ríkissaksóknara var birt varnaraðila 23. mars 2023 að viðstöddum verjanda og túlki þar sem varnaraðili hefði mótmælt því að verða fluttur t il Ítalíu. Því var lýst yfir af varnaraðila 24. mars að krafist væri úrskurðar héraðsdóms um hvort skilyrði laga nr. 51/2016 fyrir afhendingu séu fyrir hendi. 12. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 11. mars 2023 í kjölfar handtöku 10. sama mánaðar sem staðfest var með úrskurði Landsréttar 14. mars 2023. Gæsluvarðhald var framlengt til 3. maí 2023 með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 5. apríl 2023. 13. Í skýrslu varnaraðila fyrir lögreglu vildi hann ekki tjá sig um sakargiftir og málsatvik en vildi ekki verða afhentur ítölskum yfirvöldum og óttaðist að hann yrði drepinn í fangelsi ef til þess kæmi. Hann gerði nokkra grein fyrir högum sínum hérlendis hvar hann byggi og að hann hefði framfærslu af greiðslum frá íslenska ríkinu og vegna vinnu sem hann sinnti án þ ess að laun væru gefin upp. Hann bar um að eiga enga ættingja hérlendis. Bókað var að skýrslutakan hefði verið annmörkum háð vegna vandamáls við túlkun. Varnaraðili gaf skýrslu fyrir dómi eins og áður er getið að viðstöddum túlki þar sem fram kom að hann l iti svo á að með því að æðsti dómstóll Ítalíu hefði ómerkt fyrri dóm áfrýjunardómstóls Rómaborgar þá hefði hann verið laus allra mála og því sleppt úr fangelsi. Hann bar um að dómari hefði afhent honum blað þessu til staðfestingar og gert honum grein fyrir því að hann ætti von á bótum frá ítalska ríkinu. Varnaraðili var þess fullmeðvitaður að hafa verið dæmdur í fangelsi í 11 ár og sex mánuði og hve lengi hann hann sat í fangelsi undir rekstri málsins. Honum reyndist hins vegar ekki kleyft að gera grein fyr ir hvenær hann hefði verið hnepptur í varðhald né hvenær honum hefði verið sleppt úr fangelsi. Bar hann fyrir sig áfall sem fangelsisdvölin hefði haft í för með sér sem leiddi til þess að minni hans væri stopult. Taldi hann að ekki ætti að verða við hinni evrópsku handtökuskipun og afhenda hann ítölskum yfirvöldum þar sem honum hefði verið sleppt en gaf hins vegar ekki skýringu á því af hvaða ástæðu hann hefði þurft að flýja frá Ítalíu eða af hvaða ástæðu verjandi hans hefði talið það nauðsynlegt. 4 Málsástæður sóknaraðila: 14. Af hálfu sóknaraðila er byggt á því að uppfyllt séu öll form - og efnisskilyrði laga nr. 51/2016 svo unnt sé að afhenda varnaraðila til Ítalíu. Engar forsendur hafi breyst frá því ákvörðunin var tekin. Nánar tiltekið vísar sóknaraði li til þess að uppfyllt séu skilyrði 6. gr. um form og innihald hand töku skipunar, 7. gr. um lágmarks refsingu og 8. gr. um tvöfalt refsi næmi. Þá séu ekki fyrir hendi ástæður til að synja um afhendingu á grundvelli 9. eða 10. gr. um skyldubundnar og heim ilar synjunarástæður. Að auki vísar sóknaraðili til megin reglna samkvæmt 1. mgr. 1. gr. um skyldu til handtöku og afhendingar. Rík skylda hvíli á íslenskum yfirvöldum að afhenda mann sem sætir evrópskri handtökuskipun þegar fyrrgreind lagaskilyrði séu fyrir hendi. Þá verði samkvæmt 1. og 3. mgr. 15. gr. við úr lausn máls að leggja til grundvallar upplýsingar sem komi fram í hand tökuskipun nema þær séu augljóslega rangar. Málsástæður varnaraðila: 15. Varnaraðili telur niðurstöðu sóknaraðila um afhendingu e kki vera í samræmi við lög. Að ekki hafi farið fram viðhlítandi rannsókn á beiðninni og grundvelli hennar en varnaraðili haldi því fram að hann hafi þegar afplánað þriggja ára refsingu í Ítalíu og hafi í kjölfarið verið látinn laus. Varnaraðili hafi einnig greint frá því að málið hafi verið endurupptekið 2020 og það dæmt að honum fjarstöddum. 16. Byggt sé á að handtökuskipun ítalskra stjórnvalda uppfylli ekki skilyrði laga nr. 51/2016 og að ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við beiðni um afhendingu standist ekki 1. mgr. 12. gr. laga nr. 51/2016. Samkvæmt ákvæðinu eigi að hafna beiðni þegar evrópsk handtökuskipun lúti að afhendingu á manni til fullnustu á fangelsisrefsingu sem dæmd hafi verið án nærveru hins eftirlýsta og án þess að hann hafi verið upplýstur u m tíma og stað fyrir málsmeðferðina nema að ríki sem hafi gefið hana út tryggi að eftirlýstur maður geti krafist nýrrar málsmeðferðar þar sem hann eigi rétt á að vera viðstaddur. Í skýrslutöku hjá lögreglu þar sem beiðni ítalskra yfirvalda um afhendingu var fyrst kynnt fyrir varnaraðila hafi hann borið um að hafa ekki verið viðstaddur meðferð málsins fyrir dómi og hann hafi ekki verið upplýstur um tíma og stað málsmeðferðarinnar sem virðist hafa lokið með dómi dómstóls á Ítalíu. Samkvæmt 2. mgr. 12. gr. l aganna verði sú trygging sem mælt sé fyrir um í 1. mgr. að liggja fyrir áður en héraðsdómur úrskurði um hvort skilyrði fyrir afhendingu séu til staðar sem varnaraðili telji vafa leika á. 17. Þá b e ri einnig að líta til þess að einstaklingar s e m hafa v e rið dæmdi r í fangelsisr e fsingu erl e ndis eigi e kki auðvelt m e ð að sýna fram á þá annmarka s e m um ræði eða afla upplýsinga frá hinu e rlenda ríki. Íslenskum yfirvöldum beri að tryggja að beiðnir um afhendingu séu í samræmi við lög og þeim sé jafnframt í lófa lagið að kalla e flir upplýsingum eða skýringum á mögulegum annmörkum með tilliti til 1. mgr. 12. gr. laga nr. 51/2016, e n þar k e mur fram að b e iðni skuli hafnað n e ma að ríkið sem gaf út b e iðni tryggi að e ftirlýstur maður geti krafist nýrrar málsmeðferðar þar sem han n eigi rétt á að v e ra til staðar. Í samræmi við þ e tta hljóti sú skylda að hvíla á sóknaraðila að óska eftir upplýsingum um þetta mikilvæga atriði frá hinu erl e nda ríki. Ef að maður h e fur verið dæmdur án þ e ss að hafa v e rið viðstaddur og án þ e ss að hafa verið boðaður fyrir dóm beri ríkissaksóknara að óska eftir tryggingu fyrir því að hinn e ftirlýsti geti krafist nýrrar málsmeðferðar þar sem hann eigi rétt á að v e ra til staðar. Enginn slík staðfesting liggur fyrir í þessu máli að mati varnaraðil a. 18. Varnaraðili byggi kröfu sína enn fr e mur á 2. mgr. 9. gr. laga nr. 51/2016, e n þar komi fram að ríkissaksóknara beri einnig að synja um afhendingu manns ef afhending á manni samkvæmt viðkomandi handtökuskipun er í andstöðu við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu og þeirra samningsviðauka s e m hafi lagagildi hér á landi. Ákvæði 6. gr. sáttmálans komi hér sérstakl e ga til skoðunar, e n þar sé fjallað um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Hin umdeilda handtökuskipun virðist byggjast á dómi sem hafi verið e ndurupptekinn mörgum árum eftir að varnaraðili afplánaði verulegum hluta af refsingu sinni og að dæmt hafi verið í málinu að honum fjarstöddum. Þessar upplýsingar gefi til e fni til að ætla að refsingin hafi e kki verið ákvörðuð e ftir réttláta og opin bera málsm e ðferð. 19. Til viðbótar framangreindu hnígi öll rök að því að varnaraðili eigi að njóta vafans enda sé um mjög íþyngjandi þvingunaraðgerð að ræða og öll grundvallarsjónarmið í refsirétti gangi út á að sakborningar e igi að njóta vafans en e kki hið op inb e ra. 5 Niðurstaða 20. Í 1. mgr. 1. gr. laga nr. 51/2016 um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar er kveðið á um að maður sem er eftirlýstur á grundvelli handtökuskipunar skuli handtekinn og a fhentur á grundvelli laganna til þess ríkis sem gaf út handtökuskipunina. Í greinargerð með frumvarpi til laganna segir að í ákvæðinu komi fram sú meginregla að ríki sem taki á móti handtökuskipun beri skylda til að hand taka og afhenda eftirlýstan mann þv í ríki sem gaf beiðnina út, nema til staðar séu ástæður til synjunar samkvæmt lögunum. 21. Ríkissaksóknari tekur ákvörðun um hvort orðið skuli við beiðni um afhendingu á eftir lýstum manni og skal til grundvallar ákvörðun leggja þær upplýsingar sem fram koma í handtökuskipun nema þær séu augljóslega rangar, sbr. 2. mgr. 4. gr. og 1. mgr. 15. gr. laga nr. 51/2016. Gert er ráð fyrir sömu nálgun hjá dómstólum, sbr. 3. mgr. 15. gr. sömu laga eins og raunin hefur enda verið sbr. til dæmis úrskurð Landsréttar í máli nr. 184/2023 frá 14. mars 2023. Málið á hendur varnaraðila hér á landi, sem dómkrafa hans lýtur að, einskorðast við mat á skilyrðum afhendingar samkvæmt hinni evrópskri handtökuskipun. 22. Í handtökuskipuninni greinir meðal annars að varnaraðili hafi verði sak felldur fyrir refsivert brot sem hafi lotið að tilraun til mandráps og hann hlotið fangelsisdóm í 11 ár og sex mánuði af þeim sökum. Varnaraðili hefur þegar afplánað hluta af þeirri refsingu á meðan á varðhaldi stóð er málið var til meðferðar fyrir ítölsku m dómstólum. Jafnljóst er að enn hefur meirihluti refsingar varnaraðila ekki verið fullnustaður eða sem nemur átta árum, fjórum mánuðum og fjórum dögum. Árétta verður að þær varnir varnaraðila sem lúta að ætluð um atvikum í tengslum við fyrrgreint sakamál á hendur honum á Ítalíu geta ekki komið til úrlausnar í því máli sem er til meðferðar hér á landi. 23. Í málinu er ekki deilt um að skilyrði b. liðar 7. gr. laga nr. 51/2016 um lágmarks fangelsisrefsingu er fullnægt. Að sama skapi liggur fyrir að sú háttsemi s em varnaraðili var sakfelldur fyrir á Ítalíu er einnig refsiverð hérlendis, sbr. 8. gr. laganna en brot varnaraðila getur hér á landi varðað við 211. gr., sbr. 20. gr. eða 2. mgr. 218. gr. almennra hegn ingar laga nr. 19/1940. Árétta verður að samkvæmt lö gskýringargögnum er ekki gert ráð fyrir að dómstólar staðreyni grundvöll fyrir hinum erlenda dómi. Nægjanlegt er að dómur hafi verið kveðinn upp eins og raunin er hér. Ekkert í fyrirliggjandi handtökuskipun eða öðrum gögnum málsins bendir heldur til þess a ð synjunarástæður samkvæmt a - til h - liðum 1. mgr. 9. og a - til d - liðum 1. mgr. 10. gr. laga nr. 51/2016 eigi við um varnaraðila enda ekki vakið máls á slíku af hans hálfu. 24. Deila aðila í máli þessu hverfist í raun um hvort skilyrðum 12. gr. og 2. mgr. 9. gr . laga nr. 51/2016 sé fullnægt. Lykilatriði mótmæla varnaraðila lýtur að því að hann hafi verið fjarstaddur málsmeðferðina sem leiddi til seinni dóms áfrýjunardómstóls Rómaborgar sem var kveðinn upp 21. janúar 2020 í andstöðu við 1. mgr. 12. gr. 25. Á þennan málatilbúnað varnaraðila verður ekki fallist. Fyrir liggur að sami verjandinn var skipaður verjandi varnaraðila að hans ósk á öllum dómstigum við meðferð málsins fyrir ítölskum dómstólum eins og varnaraðili staðfesti í framburði sínum fyrir dómi í máli þes su. Augljóst var af framburði hans að honum var verjandinn vel kunnugur. Í því ljósi er einkar ótrúverðugt að varnaraðili hafi fyrst heyrt af frekari málsmeðferð málsins eftir að æðsti dómstóll Ítalíu ómerkti fyrri dóm áfrýjunardómstóls sem kunngjört var 1 7. júlí 2015 þegar verjandinn hafi hringt til hans í júlí 2022 og hvatt hann til að leggja á flótta. Sýnast þau viðbrögð að flýja land án tafar næsta fjarstæðukennd hafi hann talið sig hafa verið lausan allra mála sjö árum fyrr. Að sama skapi er það ótrúve rðugt að verjandi haldi uppi vörnum fyrir æðstu dómum Ítalíu um árabil án nokkurs samráðs við skjólstæðing sinn hvers hagsmunir eru í húfi og hafi verið þess umkominn að afráða um áfrýjun og beiðni um áfrýjunarleyfi án þess að fyrir lægi afstaða varnaraðil a sem sakbornings til slíkar málsmeðferðar. Horfa verður einnig til þess að varnaraðili hafði sótt margoft þing í málinu áður og gefist kostur á að gæta hagsmuna sinna en þess er vart að vænta að þörf hafi verið fyrir viðbótaskýrslugjöf af hans hálfu við h ina endurteknu málsmeðferð á áfrýjunarstigi. Úr því hefur verið leyst á vettvangi dómstóls Evrópusambandsins í máli C - 399/11, efnisgrein 49 að í því felist ekki brot gegn réttlátri málsmeðferð í málum er lúta að hinni evrópsku handtökuskipun þótt sakbornin gur mæti ekki sjálfur fyrir dóm hafi verið tekið til varna fyrir hann af verjanda sem hann hefði fengið til þess verks eins og raunin er í máli þessu. 6 26. Þá er einnig til þess að líta að í 1. mgr. 12. gr. eru tvenn skilyrði tilgreind, annars vegar fjarvera s akbornings og hins vegar að honum hafi ekki verið upplýstur um stað og tíma fyrir málsmeðferðina. Í hinn evrópsku handtökuskipun er þess getið að hann hafi ekki verið viðstaddur en sérstaklega auðkennt að hann hafi verið upplýstur um málsmeðferðina og honu m hafi verið skipaður verjandi að hans ósk sem hafi haldið uppi vörnum fyrir hann fyrir dómi. Í samræmi við 3. mgr. 22. gr. laga nr. 51/2016 verða þessar upplýsingar lagðar til grundvallar enda ekkert fyrirliggjandi um að þær séu augljóslega rangar en fra mburður varnaraðila verður ekki talinn hagga þeirri ályktun. Þess er getið í lögskýringargögnum að ákvæði greinarinnar sé í samræmi við 8. gr. samningsins um evrópska handtökuskipun milli Evrópusambandsins og lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Noregs um málsmeðferð við afhendingu milli aðildarríkja Evrópusambandsins og Íslands og Noregs sem undirritaður var 28. júní 2006 þannig að fyrrnefnd dómsniðurstaða í máli C - 399/11 sýnist eiga hér við. 27. Þá er ekkert sem bendir til þess að afhending varnaraðila sam kvæmt handtökuskipuninni til Ítalíu gangi í berhögg við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu og þeirra samningsviðauka sem hafa lagagildi hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994. Fyrir liggur að Ítalía, sem er eitt af stofn ríkjum Evrópuráðsins, hefur með fullgild ingu mannréttindasáttmála Evrópu skuld bundið sig til að veita öllum sem dvelja innan lögsögu þess þau réttindi sem sáttmálanum er ætlað að tryggja. Ítalía hefur einnig fullgilt samning Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum og annarri grimmilegri og ómann legri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, sbr. 3. gr. mannréttindasáttmálans um bann við pyndingum. Samkvæmt framangreindu verður að telja að skilyrði 2. mgr. 9. gr. laga nr. 51/2016 séu uppfyllt. 28. Varnaraðili hefur ekki fært fram haldbær rök fyrir því að synja eigi um afhendingu hans til ítalskra yfirvalda. Þá geta varnir hans að öðru leyti ekki átt við eða komið til úrlausnar dómsins, eins og skilyrðum laga nr. 51/2016 er háttað. 29. Með vísan til alls framangreinds verður fallist á með sóknaraðila að form - og efnis skilyrði laga nr. 51/2016 fyrir afhendingu varnaraðila séu uppfyllt og að ekki séu fyrir hendi ástæður til að synja um afhendingu hans. Að öllu þessu virtu, og með vísan til 1. og 3. mgr. 15. gr. laga nr. 51/2016, sbr. til hliðsjónar úrskurð Lands réttar í máli nr. 207/2023, verður staðfest ákvörðun sóknaraðila frá 23. mars 2023 um afhendingu varnar aðila, X , til Ítalíu á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar útgefinnar 6. febrúar 2023. 30. Með vísan til 1. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 2. gr. laga nr. 51/2016, greiðist þóknun skipaðs verjanda, Helga Þorsteinssonar Silva lögmanns, úr ríkissjóði. Með hliðsjón af dómsúrlausnum Landsréttar, sbr. til dæmis fyrrnefndan úrskurð og úrskurð í máli nr. 662/2022 til samanburðar verður þóknun ákveðin 500. 000 krónur, að meðtöldum virðis auka skatti. Ekki eru skilyrði í máli þessu til að ákvarða verjanda þóknun eins og krafist er vegna málsmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjaness vegna úrskurðar um gæsluvarðhald. Samkvæmt 38. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 2. gr. l aga nr. 51/2016 bar að hafa slíka kröfu uppi fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 217/2023 frá 27. mars 2023. Úr því verður ekki bætt fyrir hliðsettum dómstól þar sem annað sakarefni tengt sama varnaraðila er til úrlausnar. 31. Af hálfu sóknaraðila flutti málið Pétur Hrafn Hafstein, aðstoðarsaksóknari. Af hálfu varnaraðila flutti málið Helgi Þorsteinson Silva lögmaður. 32. Björn L. Bergsson héraðsdómari kveður upp þennan úrskurð. Úrskurðarorð : Ákvörðun ríkissaksóknara frá 23. mars 2023 um að fallast á beiðni ítalskra yfirvalda um afhendingu á varnaraðila, X , til Ítalíu, er staðfest. Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Helga Þorsteinssonar Silva, 500.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.