LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 7. nóvember 2024 . Mál nr. 471/2023 : Reynir Traustason og Sólartún ehf. ( Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður ) gegn Atl a Viðar i Þorsteinss yni (Stefán A. Svensson lögmaður) og til réttargæslu Árvakri hf. ( Finnur Magnússon lögmaður ) Lykilorð Höfundarréttur. Skaðabætur. Miskabætur. Útdráttur A höfðaði mál á hendur R og S ehf. til heimtu skaðabóta í tilefni af frétt sem birtist á vefmiðlinum Mannlif.is um andlát bróður hans. Í fréttinni var efni tekið orðrétt upp úr minning argrein sem A ritaði og birtist í Morgunblaðinu. A byggði á því að fréttin hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart honum og brot gegn sæmdarrétti hans sem höfundar minningargreinarinnar, sbr. 1. og 2. mgr. 4. gr. höfundalaga nr. 73/1972. Í hinum áfrýja ða dómi, sem Landsréttur staðfesti með vísan til forsendna hans, voru tilgreind ákvæði höfundalaga rakin og umrædd minningargrein talin njóta höfundaréttar A til handa. Rakið var að höfundaréttur greinist í tvennt, fjárhagslegan rétt höfundar og persónubun dinn ófjárhagslegan sæmdarrétt. A hafði framselt fjárhagslega hluta höfundarréttarins til Á ehf. en naut enn sæmdarréttar. Þar sem R og S ehf. tóku efni úr minningargrein sem A ritaði orðrétt upp í frétt um andlát bróður hans án þess að geta nafns A sem h öfundar greinarinnar, brutu R og S ehf. gegn skyldu til að nafngreina A sem höfund verksins, sbr. 1. mgr. 4. gr. höfundalaga enda ekki á nokkurn hátt sýnt að nafngreiningu hefði ekki mátt koma við. Jafnframt voru R og S ehf. talin hafa brotið gegn rétti A til virðingar, sbr. 2. mgr. 4. gr. höfundalaga, með því að taka efni úr minningargrein hans í óþökk hans upp og birta á öðrum vettvangi og í öðru samhengi en höfundur kaus. Niðurstaða dómsins var því að R og S ehf. hefðu brotið gegn sæmdarrétti A og var ha nn var talinn eiga rétt á miskabótum á grundvelli höfundalaga úr hendi R og S ehf. og þeim gert að fá dómsorð dómsins birt í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins. A var hins vegar ekki talinn hafa sýnt fram á að frétt R og S ehf. hefði falið í sér ólögmæta mein gerð gagnvart honum í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. 2 Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristinn Halldórsson , Ragnheiður Bragadóttir og Símon Sigvaldason . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýj e nd ur skutu málinu til Landsréttar 20. mars 2023 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 22. febrúar 2023 í málinu nr. E - 942/2022 . 2 Áfrýjendur krefjast þess að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnda. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefnd i krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms, auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. 4 Réttargæslustefndi krefst málskostnaðar f yrir Landsrétti. Niðurstaða 5 Við flutning málsins fyrir Landsrétti lýsti stefndi því yfir að taka ætti mið af því, að því er varðaði kröfur um birtingu dóms samkvæmt 59. gr. c höfundalaga nr. 73/1972, að rekstri Fréttablaðsins hefði verið hætt og yrði kra fa um birtingu að miðast við það. Í samræmi við ofangreinda yfirlýsingu stefnda skulu áfrýjendur sameiginlega, með vísan til þeirra forsendna er fram koma í hinum áfrýjaða dómi, fá dómsorð hans birt í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins. Að þessu gættu en að ö ðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur, þar á meðal um málskostnað, en stefndi hefur ekki krafist endurskoðunar málskostnaðarákvörðunar héraðs dóms. 6 Rétt þykir að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. Dómsorð: H inn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður um annað en birtingu dóms. Áfrýjendur, Reynir Traustason og Sólartún ehf., skulu sameiginlega fá dómsorð hins áfrýjaða dóms birt í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 22. febrúar 2023 Mál þetta, sem dómtekið var 26. janúar 2023, var höfðað 6. maí 2022, af Atla Viðari Þorsteinssyni, Stefnandi krefst þess að stefndu Reyni og Sólartúni ehf. verði, óskipt, gert að greiða honum 1.500.000 kr., með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. október 2021 til og með. mars 2022, en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá þeim degi til og með greiðsludags. Þá krefst stefnandi þess að stefndu Reynir og Sólartún ehf. verði dæmdir 3 til að fá birtan dóm í máli þessu í heild í prentaðri útgáfu Morg unblaðsins og Fréttablaðsins. Loks krefst stefnandi málskostnaðar úr hendi stefndu Reynis og Sólartúns ehf. óskipt. Stefndu Reynir og Sólartún ehf. krefjast aðallega sýknu af kröfum stefnanda og til vara stórkostlegrar lækkunar á fjárkröfu hans. Þá krefja st stefndu málskostnaðar úr hendi stefnanda. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefnda, Árvakri hf., og réttargæslustefndi gerir engar kröfur í máli þessu en tekur undir málatilbúnað stefnanda. I. Helstu málsatvik Hinn 1. október 2021 birtist í Morgunblaðinu, sem gefið er út af réttargæslustefnda, minningargrein sem stefnandi ritaði um bróður sinn, Eyþór Má Hilmarsson, sem lést 2. september 2021. Samhliða birtist æviágrip hins látna. Sama dag birtist svo frétt um an dlát Eyþórs Más á vefmiðlinum mannlif.is, sem líkt og Mannlíf er gefinn er út af stefnda Sólartúni ehf. og ritstýrt af stefnda Reyni. Ágreiningslaust er að umrædd frétt er útdráttur úr því sem fram kemur í framangreindu æviágripi hins látna auk þess sem í fréttinni er tekið orðrétt upp innan gæsalappa efni úr framangreindri minningargrein stefnanda án þess að nafns stefnanda sé getið eða þess að viðkomandi efni sé tekið úr minningargrein sem stefnandi hafi ritað og birst hafi í Morgunblaðinu sama dag. Enn f remur er ágreiningslaust að hvorki var aflað samþykkis stefnanda né réttargæslustefnda til birtingar viðkomandi efnis úr minningargrein hins fyrrnefnda. Sólartúns ehf. sem bera með sér að hafa átt sér stað nokkrum dögum síðar gerði stefnandi verulegar athugasemdir við umrædda frétt stefndu, framsetningu hennar og þá staðreynd að efni hefði verið tekið upp í hana úr áðurgreindri minningargrein hans. Með bréfi stefnanda til stefndu, dagsettu 10. febrúar 2022, var því svo lýst að stefnandi teldi sig eiga kröfu um miskabætur úr hendi stefndu vegna framangreinds á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, 3. mgr. 56. gr. höfundalaga nr. 73/1972 og almennra skaðabótareglna se m væru að virtum atvikum hæfilega ákvarðar 1.500.000 krónur sem og skaðabótavaxta frá tímamarki hins bótaskylda atburðar og svo dráttarvaxta að liðnum mánuði frá umræddu bréfi. Í því voru svo efnislega í meginatriðum gerðar alvarlegar athugasemdir við fram setningu umræddrar fréttar og notkun á efni úr minningargrein stefnanda án hans samþykkis og því lýst að stefnandi teldi hvort tveggja fela í sér ólögmæta meingerð gegn sér, bæði sem höfundar viðkomandi minningargreinar og einnig sjálfstætt sem nákomins að standanda hins látna, þannig að bótaskyldu varðaði. Enn fremur var því lýst að um brot á sæmdarrétti hans samkvæmt 4. gr. laga nr. 73/1972 væri að ræða. Sá réttur stæði óhaggaður þó svo að höfundaréttur hans að greininni hefði verið framseldur réttargæslus tefnda. Loks var tekið fram að ef ekki kæmi til fullnægjandi málalykta mundi stefnandi að óbreyttu leita réttar síns fyrir dómstólum. Framangreindu bréfi stefnanda var svarað með bréfi stefndu, dagsettu 1. mars 2022. Þar var því efnislega lýst að stefndu teldu minningargreinar ekki njóta verndar samkvæmt höfundalögum og jafnvel þó svo væri hefði umrædd umfjöllun á mannlif.is verið heimil á grundvelli heimildar sömu laga til að taka upp í blöð og tímarit og flytja í útvarpi dægurgreinar um hagfræðileg efni, stjórnmál eða trúmál úr blöðum eða tímaritum. Því hafi ekki verið um brot á höfundarétti að ræða og þar með ekki ætluðum sæmdarrétti stefnanda. Þá hafi ekkert verið athugavert við framsetningu umræddrar fréttar þeirra og í öllu falli hafi hún ekki verið þ ess eðlis að um ólögmæta meingerð gegn stefnanda hafi verið að ræða. Var kröfum stefnanda því hafnað. Stefnandi höfðaði mál þetta svo sem fyrr greinir hinn 6. maí 2022. Sama dag höfðaði réttargæslustefndi mál gegn stefndu og til réttargæslu stefnanda fyri r dóminum, sbr. mál nr. E - 943/2022, sem rekið hefur verið samhliða þessu máli. Í því máli krefst réttargæslustefndi bóta að tilgreindri fjárhæð óskipt úr hendi stefndu vegna brots á höfundarétti að umræddri minningargrein sem framseldur hafi verið 4 honum se m og að stefndu verði dæmdir til að fá birtan dóm í því máli í heild í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. II. Helstu málsástæður stefnanda Stefnandi byggir á því að háttsemi stefndu feli í sér ólögmæta meingerð gegn sér þannig að bótaskyldu varði. Stefnandi, sem höfundur minningargreinar um hinn látna í Morgunblaðinu og nákominn aðstandandi, þurfi þannig ekki að sæta því, hvað þá án samþykkis, að ummæli sem birst hafi í minningargrein hans í Morgunblaðinu, og hvers efni séu mjög persónuleg s krif, séu tekin upp á mannlif.is, án frekari tilvísunar til heimilda, og þau umkringd fjölda auglýsinga um allt milli himins og jarðar. Með því hafi skrif stefnanda, og minning hins látna, í reynd verið fénýtt. Þessi háttsemi sé eftir efni og eðli sínu ólö gmæt meingerð gegn stefnanda, hvorutveggja sem höfundar þeirrar minningargreinar og ummæla sem um ræði, en einnig og sjálfstætt sem nákomins aðstandanda, auk þess sem háttsemin fari gegn rétti réttargæslustefnda til eintakagerðar samkvæmt framsali stefnand a þar á til réttargæslustefnda. Höfundur minningargreinar sem njóti verndar eftir fyrirmælum höfundalaga nr. 73/1972, sbr. meðal annars 1. gr. laganna, þurfi ekki að sæta þessari háttsemi, og gildi einu þótt höfundarétturinn hafi verið framseldur réttargæs lustefnda. Aðstandendur, hér stefnandi, dálki í Morgu nblaðinu, og með þeirri umgjörð sem áður sé lýst, þ.e. þar sem miklum fjölda auglýsinga sé skeytt við umfjöllunina, þvert t.d. á birtingu minningargreina í Morgunblaðinu. Í framangreindu samhengi sé þess að gæta að samkvæmt 4. gr. laga nr. 73/1972 njóti hö fundur svokallaðs sæmdarréttar, sem séu persónubundin ófjárhagsleg réttindi. Í sæmdarrétti felist bæði nafngreiningarréttur, sbr. 1. mgr. 4. gr., og virðingarréttur, sbr. 2. mgr. 4. gr., en í síðarnefnda réttinum felist að bæði er óheimilt að breyta verki höfundar og að birta verk með þeim hætti eða í því samhengi að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni. Háttsemi stefndu hafi jafnframt brotið gegn þessum rétti stefnanda, sbr. fyrri umfjöllun að breyttu breytanda. Í þessu samhengi sé þess og a ð gæta, að enda þótt stefnandi hafi framselt réttargæslustefnda höfundarétt sinn að greininni standi sæmdarréttur hans alltaf óhaggaður. Stefnandi hafi sent kröfubréf til stefndu fyrir málshöfðun þessa. Stefndu hafi hins vegar ekki orðið við umleitunum ste fnanda með þeim hætti sem hann hafi krafist og málshöfðun þessi því óhjákvæmileg. Þannig hafi stefndu byggt á því að minningargrein stefnanda njóti hvorki höfundaréttar né hafi verið brotið gegn sæmdarrétti stefnanda, telji ekkert athugavert við framsetnin og ráða megi af framangreindu sé stefnandi þessu, sem öðru er fram komi í andsvörum stefndu, ósammála í einu og öllu. Jafnframt hafi aðilar átt í orðaskiptum á fyrri stigum. Stefnandi styðji kröfu sína við 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, 3. mgr. 56. gr. laga nr. 73/1972 og almennar skaðabótareglur. Ekki sé gerð sérstök krafa um refsingu, eða eftir atvikum um bætur eftir fyrirmælum 2. mgr. 56. gr. laga nr. 73/1972, þótt stefnandi telji uppfyllt lagaskilyrði fyrir því að slíkum kröfum yrði við komið. Stefnandi telji miskabætur, að virtum atvikum málsins, hæfilega ákvarðaðar 1.500.000 krónur. Krafist sé skaðabóta vaxta frá tímamarki hins bótaskylda atburðar, þ.e. frá 1. október 2021, og dráttarvaxta mánuði frá kröfubréfi, sbr. fyrirmæli laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, sbr. einkum 8. og 9. gr. laganna, auk III. kafla þeirra. Birtingarkrafan sé studd fyri rmælum 59. gr. c. laga nr. 73/1972. Um aðild til varnar vísar stefnandi til þess að stefndi Reynir og Trausti Hafsteinsson séu eigendur Mannlífs og mannlif.is í gegnum stefnda Sólartún ehf. Stefndi Reynir sé jafnframt ritstjóri bæði Mannlífs 5 og mannlif.is og fyrirsvars - og ábyrgðarmaður. Sem ábyrgðarmaður beri stefndi Reynir ritstjórnarlega ábyrgð á efni og efnisvali og ákvarði hvernig það sé skipulagt, sbr. lög nr. 38/2011 um fjölmiðla, sbr. nánar 2. gr. laganna. Þá vísist jafnframt um ábyrgð ábyrgðarmanns á útgefnu efni til fyrirmæla 50. og 51. gr. laganna, sbr. c - lið 1. mgr. lagagreinanna, auk almennra reglna skaðabótaréttar sem leiði til sömu niðurstöðu, en umrædd frétt hafi ekki verið sérstaklega auðkennd neinum. Stefndi Sólartún ehf., sem eigandi Mannl ífs og mannlif.is og skráð fjölmiðlaveita, beri jafnframt skaðabótaábyrgð, hvort tveggja sjálfstætt sem fjölmiðlaveita á grundvelli sakarreglu og sem vinnuveitandi, sbr. húsbóndareglu skaðabótaréttar, auk lögbundinnar greiðsluábyrgðar samkvæmt lögum nr. 38 /2011, sbr. 2. mgr. 50. og 51. gr. laganna. Stefnandi vísar til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála kröfu sinni um málskostnað til stuðnings. Loks vísar stefnandi til þess að þar sem sakarefni málsins tengist minningargrein sem stefnandi hafi ritað í Morgunblaðið, sem réttargæslustefndi gefi út og njóti tiltekins höfundaréttar yfir, sé honum gefinn kostur á að láta sig málið varða og veita stefnanda styrk, sbr. 21. gr. laga nr. 91/1991. III. Helstu málsástæður stefnda Stefndu hafna málsástæðum stefnanda og krefjast sýknu. Af málatilbúnaði stefnanda verði illa ráðið í hverju hin ólögmæta meingerð gegn honum eigi að hafa falist. Svo virðist sem stefnandi byggi á því að brot stefndu hafi falist í því að geta ekki heimilda, að tilvitnun í ummæli ste fnanda hafi verið án birst við hlið umfjöllunarinnar um andlát bróður hans. Þá megi einnig ráða af stefnu að byggt sé á því að brotið hafi verið gegn na fngreiningarrétti stefnanda. Það sem birst hafi í kringum umfjöllunina virðist raunar vera helsta umkvörtunarefni stefnanda og hafa hrundið máli þessu af stað. Þetta sé ruglingslegt enda virðist byggt jöfnum höndum á því að brotið hafi verið gegn hagsmunum stefnanda sem höfundar annars vegar og hins vegar hagsmunum hans sem bróður hins látna. Stefndu byggi á því að stefnandi geti ekki krafist miskabóta vegna ólögmætrar meingerðar á þeim grundvelli að hann hafi verið bróðir hins látna. Stefnandi geti ekki se tt fram körfu sem byggi á því að framin hafi verið ólögmæt meingerð gegn stefnanda þar sem auglýsingar hafi birst í kringum umfjöllun um andlát bróður hans. Stefnanda skorti bæði aðild að slíkri kröfur, sbr. 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, s em og lögvarða hagsmuni samkvæmt 25. gr. sömu laga. Stefnandi sé ekki erfingi hins látna og fari að engu leyti með réttindi eða skyldur dánarbús hans, enda liggi fyrir að hinn látni hafi átt bæði eiginkonu og börn, sem hafi ekki látið sig þetta mál varða a ð nokkru leyti. Hafna verði kröfu stefnanda, bróður hins látna, um miskabætur honum til handa, á þeim grundvelli að umfjöllun um látinn bróður hans hafi ekki verið sæmandi og stefnandi þannig orðið fyrir miska. Einstaklingur geti ekki átt kröfu til miskabó ta sér til handa af því honum misbjóði hvernig fjallað sé um skyldmenni hans. Breyti ekki nokkru einasta máli þótt skyldmennið sem um sé fjallað sé látinn einstaklingur. Bróðir viðkomandi, sem sé ekki einu sinni erfingi hans, eigi enga slíka kröfu og verði því þegar af þeirri ástæðu að hafna henni. Þá hafi ekki verið um minningargrein á vefmiðlinum mannlif.is að ræða heldur umfjöllun um andlát. Í stefnu sé fundið að því að í kringum umfjöllun um andlát bróður stefnanda hafi verið auglýsingar af öllum stærðu m og gerðum, m.a. um bingó, munnholsúða við tóbaksfíkn o.fl. og minning hins látna samkvæmt ekki staðist. Þannig hafi verið greint frá andláti v iðkomandi einstaklings og tæpt á lífshlaupi hans. Slíkar umfjallanir séu algengar hjá fjölmiðlum og sé réttargæslustefndi Árvakur hf. þar engin undantekning, en það sé sá miðill sem stefnandi hafi kosið að nota til að birta sín minningarorð um hinn látna. Mjög reglulega birtist tilkynningar um andlát einstaklinga á síðum Morgunblaðsins, bæði í prentaðri útgáfu sem og á vefmiðlinum mbl.is. Undantekningarlaust birtist hinar ýmsu auglýsingar í kringum slíkar umfjallanir í miðlum réttargæslustefnda líkt og fram lögð gögn beri glöggt vott um. Í þessu sambandi beri að hafa í huga að auglýsingar á vefmiðlum séu keyptar fram í tímann og ekki ákveðið fyrirfram að tilteknar 6 auglýsingar skuli birtast með tiltekinni umfjöllunum. Auglýsingunum hafi því ekki verið skeytt v ið umfjöllunina um andlát bróður stefnanda á mannlif.is eins og stefnandi byggi á. Þá telji stefndu jafnframt ósannað að sá texti sem birtist í minningargreininni og stefnandi byggi á að hafi brotið gegn lögum, njóti höfundaréttarverndar. Texti í minningar grein, m.a. þar sem hlaupið sé á ævi hins látna, uppfylli að mati stefndu ekki grunnskilyrði þess að teljast höfundarverk, þ.e.a.s. nái ekki tilskilinni verkshæð. Verkshæð sé í höfundarétti þau lágmarksskilyrði sem þurfi að uppfylla til að tiltekið verk te ljist höfundarverk og njóti verndar sem slíkt. Almennt sé gerð krafa um að verk sem háð sé höfundarétti sé sjálfstæð og frumleg sköpun höfundar. Í verki þurfi því að felast umtalsvert nýnæmi og sköpun, að minnsta kosti að formi, svo það njóti höfundaréttar . Fjölmörg mannanna verk séu þannig að þau uppfylli ekki frumleikaskilyrði og nái ekki verkshæð, enda sé ekki hvaðeina sem skapað sé háð höfundaréttarvernd. Hafi til dæmis uppskriftir og matseðlar verið nefndir sem dæmi um slíkt. Sumum mannanna verkum, sem ekki nái verkshæð, hafi engu að síður verið veitt sérstök vernd í höfundalögum, yfirleitt þá í mun skemmri tíma en höfundaverkum. Þetta eigi til dæmis við um ólistrænar ljósmyndir, sbr. 49. gr. laga nr. 73/1972., safnverk, sbr. 17. gr. laganna, og gagnagr njóti heldur ekki sérstakrar verndar samkvæmt lögum nr. 73/1972 sem ólistræn verk. Engin rök standi enda til þe ss að veita minningargreinum slíka vernd. Minningargreinar uppfylli ekki framangreind skilyrði og séu heldur ekki afrakstur neinnar verulegrar fjárfestingar eða fyrirhafnar, enda liggi fyrir að þeir sem sendi réttargæslustefnda minningargreinar geri það ra frænt og fái ekkert endurgjald fyrir. Því sé mótmælt að höfundarverki stefnanda, minningarorðum hans, hafi verið breytt eða hluti hennar birtur með þeim hætti að skert gæti höfundarheiður stefnanda. Í ljósi þess að um smekklega umfjöllun hafi verið að ræða og ekkert sé athugavert við að fjölmiðlar birti auglýsingar á vef sínum, verði ekki byggt á því að höfundarheiður stefnanda hafi verið skertur eða að umfjöllunin hafi á einhvern hátt verið minningarorðum hans til vansæmdar, enda vitnað til þeirra í beinni ræðu og innan gæsalappa. Raunar verði að telja að alls ekki sé byggt á því í stefnu að auglýsingar í kringum umfjöllunina hafi verið minningarorðum stefnanda til vansæmdar. Skilja verði stefnu þannig að byggt sé á því að umgjörðin hafi verið minningu bróð ur stefnanda til vansæmdar, ekki höfundarverki stefnanda. Sem fyrr segi eigi stefnandi hvorki aðild að slíkri kröfu né hafi hann lögvarða hagsmuni af úrlausn um hana og stefna málsins mjög ruglingsleg hvað þetta varði, enda ekki skýrlega greint á milli min ningar bróður stefnanda og höfundarheiðurs stefnanda, sem sé auðvitað sitt hvor hluturinn. Skilja verði málatilbúnað stefnanda svo, þótt óskýr sé, að hann telji stefndu hafa brotið gegn þeim rétti í 4. gr. höfundalaga nr. 73/1972 sem nefndur hafi verið naf ngreiningarréttur, þ.e.a.s. að geta skuli nafns höfundar. Stefnandi byggi hins vegar sjálfur á því að hann hafi framselt höfundarétt sinn að minningargreininni til réttargæslustefnda, en mjög þröngar takmarkanir séu á framsali sæmdarréttar samkvæmt tilvitn aðri 4. gr. Hvorki í stefnu í máli þessu né í framlagðri stefnu réttargæslustefnda í öðru máli sé vikið að því sérstaklega hvort stefnandi hafi engu að síður framselt þennan rétt sinn til réttargæslustefnda, svo sem heimilt sé í einstökum tilvikum. Hafi ha nn gert það sé augljóst að sýkna beri stefnda af kröfu á þessum grundvelli vegna aðildarskorts. Hvort sem stefnandi hafi framselt þann rétt eða ekki til réttargæslustefnda byggi stefndu á því að hinn svonefndi nafngreiningarréttur sé ekki fortakslaus, enda segi í 4. gr. laga nr. 73/1972 að skylt sé eftir því sem við geti átt að geta nafns höfundar. Því fari þannig fjarri að í öllum tilvikum þar sem vitnað sé til höfundarverks sé nafns höfundar getið. Í þessu tilviki hafi stefndu metið það svo að smekklegra væri að vísa til minningarorðanna sem svo að þau hafi bróðir hins látna ritað um hann, frekar en að greina jafnframt frá fullu nafni stefnanda. Það hefði ekki hæft umfjölluninni. Stefndu byggi á því að stefnandi geti ekki átt skýlausa kröfu um að í stuttri tilvitnun í minningarorð hafi átt að fylgja fullt nafn stefnanda sem höfundar. Nægjanlega hafi verið staðið að málum með því að greina frá því að um væri að ræða beina tilvitnun í minningaorð bróður hins látna, sbr. einnig 1. mgr. 14. gr. laga nr. 73/1972 . 7 Verði talið að verkið, sem stefnandi kveðist þó hafa framselt réttargæslustefnda, sé höfundarverk, sé byggt á því að hafna beri miskabótakröfu þar sem um ólistrænt verk sé að ræða sem hafi ekkert fjárhagslegt gildi, enda hafi stefnandi framselt það rétta rgæslustefnda án nokkurs endurgjalds. Stefnandi virðist hvað höfundarétt varðar byggja á því að brotið hafi verið gegn nafngreiningarrétti, en í þessu tilviki væri það alls ekki tilefni til neinna miskabóta, enda vandséð í hverju miskinn sé fólginn. Stefnd u byggi einnig á því að þeim hafi verið heimilt að vitna til verksins (verði yfirleitt talið að um verk sé að ræða), sbr. áðurgreinda 1. mgr. 14. gr. laga nr. 73/1972. Í ákvæðinu segi að heimil sé tilvitnun í birt bókmenntaverk, þar á meðal leiksviðsverk, svo og birt kvikmyndaverk og tónverk, sé hún gerð í sambandi við gagnrýni, vísindi, almenna kynningu eða í öðrum viðurkenndum tilgangi, enda sé hún gerð innan hæfilegra marka og rétt með efnið farið. Þetta sé ein þeirra heimilda í lögum nr. 73/1972 sem hei mili frjálsa og endurgjaldslausa nýtingu á höfundarverkum og að baki henni búi mikilvæg sjónarmið. Í umræddri heimild felist samkvæmt dómaframkvæmd jafnframt að heimilt sé að vitna í verk án þess að geta heimilda. Í skýringum við lagaákvæðið í greinargerð sem fylgt hafi frumvarpi því sem orðið hafi að umræddum lögum komi fram að í höfundarétti hafi ávallt verið talið óhjákvæmilegt að leyfa tilvitnanir í birt verk höfunda án samþykkis þeirra, þótt vandkvæðum sé bundið að skilgreina hvaða takmörkunum slíkur t ilvitnanaréttur eigi að vera bundinn, þ.e. að hvaða marki slíkt eigi að vera heimilt. Í skýringunum segi enn fremur að það sem talið sé upp í dæmaskyni í lögunum sé ekki tæmandi talning, þ.e. tilvitnunarrétturinn svonefndi sé hvorki bundinn við bókmenntave rk í eiginlegum skilningi né sé hann bundinn við gagnrýni, vísindi, almenna kynningu o.s.frv. Segi til dæmis að ekki sé amast við því að stuttar tilvitnanir í höfundarverk séu notaðar í blöðum og tímaritum, en það skilyrði sé þó sett að tilvitnun sé ekki a ð ráði víðtækari en hæfa þyki eftir tilganginum. Til dæmis megi ekki taka heilu kaflana upp úr vernduðu riti og endurbirta, þannig að gengið sé á fjárhagslegan rétt höfundar. Þá segi að tilvitnun verði að vera gerð á tilhlýðilegan hátt og í samræmi við góð ar venjur á sviði höfundaréttar, t.d. megi ekki slíta hana úr samhengi eða afbaka. Stefndu byggi á því að umfjöllun um ótímabært andlát einstaklings sé viðurkenndur tilgangur í skilningi ákvæðisins og stutt tilvitnun í opinberlega birt minningarorð annarra , t.d. aðstandenda, um hinn látna falli því innan framangreindrar heimildar og því hvorki þörf á samþykki höfundar né heldur á því að geta nafns hans. Framlögð gögn beri með sér að fjölmiðlar, þar á meðal Morgunblaðið sem réttargæslustefndi gefi út, greini iðulega frá andláti einstaklinga. Enn fremur sé oft greint frá sambandsslitum einstaklinga, barneignum o.fl. í fjölmiðlum og sé Morgunblaðið síst þar undanskilið. Umfjöllun um skyndilegt eða sviplegt fráfall einstaklinga sé því viðurkennd fjölmiðlun og vi ðurkenndur tilgangur. Eðlilegt sé að fjölmiðlar greini frá andláti og vitni jafnvel til opinberra minningarorða aðstandenda og vina án þess að aflað sé sérstakrar heimildar allra þeirra sem hlut eigi að máli. Það sé virðingarvert og menningarlegt að fjalla um, tilkynna og greina frá andlátum í samfélagi manna, en málsókn stefnanda virðist byggja á því að andlát og umfjöllun um þau séu og eigi að vera viðskipti og að stefnandi og eftir atvikum réttargæslustefndi missi spón úr aski sínum fjalli aðrir fjölmiðl ar en Morgunblaðið um andlát. Því sé mótmælt enda umfjallanir af þeim toga þáttur í samfélagi manna en ekki viðskipti. Rökin að baki tilvitnunarheimild 14. gr. laga nr. 73/1972 séu sambærileg þeim sem búi að baki heimild til eintakagerðar höfundarverks sam kvæmt 11. gr. sömu laga, það er að í menningarsamfélögum megi ekki setja of miklar hömlur á höfundaverk, en einnig að það sé verulega íþyngjandi fyrir starfsemi fjölmiðla að afla samþykks fyrir öllum tilvitnunum sem birtist í dagblöðum og tímaritum. Ekki m egi þó ganga of langt í þessum efnum, t.d. ekki birta höfundaréttarvarið efni nánast í heild sinni. Því fari fjarri að það hafi verið gert í þessu tilviki. Í þessu sambandi vísi stefndu til þess að oft sé vitnað til efnis sem birtist í fjölmiðlum án þess a ð viðkomandi blaðamaður sé nafngreindur eða leyfis óskað. Fjölmiðlar endurbirti ítrekað fréttir og annað efni frá öðrum fjölmiðlum og ekki hafi verið gerðar strangar kröfur til þess að geta heimildar en fjölmiðlar láti yfirleitt nægja að segja frá því hvað a fjölmiðill hafi fyrst sagt frá málinu og setji hlekk á upphaflegu 8 fréttina. Hafi þetta ekki sætt nokkrum athugasemdum hingað til og teljist viðurkennd framkvæmd, einnig af stefnanda sjálfum, sem hafi gert þetta ítrekað líkt og framlögð gögn beri vott um. Af þeim megi glöggt ráða að í tilvikum þar sem vísað sé til frétta Mannlífs í Morgunblaðinu sé nafn blaðamanns hvorki tilgreint, enda væntanlega ekki talið eiga við, né hafi leyfis verið beiðst. Í slíkum tilvikum hafi verið talið, og sé raunar viðurkennt af öllum, að gætt hafi verið að sæmdarrétti á fullnægjandi hátt. Á sama hátt hafi stefndu tekið fram að þau minningarorð sem tekin hafi verið upp í umfjöllun þeirra um andlát bróður stefnanda væru höfð eftir bróður hins látna. Samkvæmt öllu framansögðu haf i stefndu því hvorki brotið gegn hagsmunum stefnanda á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 né heldur 4. gr. laga nr. 73/1972 eða annarra ákvæða þeirra laga. Þá sé athygli vakin á því að samkvæmt 26. gr. laga nr. 50/1993 sé gerð krafa um aukið sakn æmi. Einfalt gáleysi dugi því ekki til. Til vara krefjist stefndu svo stórkostlegrar lækkunar á fjárkröfu stefnanda enda sé hún fjarstæðukennd. Framangreindu til frekari stuðnings vísa stefndu heildstætt til höfundalaga nr. 73/1972. Kröfu sinni um málskost nað til stuðnings vísa stefndu til XXI. kafla laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. IV. Niðurstaða Ágreiningur málsaðila lýtur í meginatriðum að því hvort stefnandi eigi rétt til miskabóta úr hendi stefndu í tilefni af frétt á vefmiðlinum mannlif.is um a ndlát bróður stefnanda. Ágreiningslaust er að í þeirri frétt var tekið orðrétt upp efni úr minningargrein sem stefnandi ritaði um bróður sinn og birt var í ir Hafþórs þynnra hár, en veit að þú verður alltaf með okkur í stelpunum þínum og ég skal glaður taka að mér að stefndu að umrætt efni sé tekið úr minningargrein sem stefnandi hafi ritað og birst hafi í Morgunblaðinu auk þess sem rangt er farið með nafn hins látna í tilvitnuðum texta úr frétt þeirra. Krafa stefnanda um miskabætur er reyst á tvíþættum grunni. Annars vegar byggir stefnandi á því að umrædd frétt stefndu og framsetning hennar hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart honum sem aðstandanda hins látna og hann eigi því rétt til miskabóta á grundvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Hins vegar byggir stefnandi á því að með því að taka framangreint efni úr minningargrein hans upp í umrædda frétt með þeim hætti sem gert var hafi verið brotið gegn sæmdarrétti hans sem höfundar hennar samkvæmt 1. og 2. mgr. 4. gr. höfundalaga nr. 73/1972 og h ann eigi því rétt til miskabóta á grundvelli 3. mgr. 56. gr. þeirra laga. Stefndu byggja í meginatriðum á því að frétt um andlát einstaklings geti aldrei talist ólögmæt meingerð gagnvart aðstandanda hans og því geti stefnandi ekki rétt til miskabóta á grun dvelli b - liðar 1. mgr. 26. gr. laga nr. 50/1993 vegna umræddrar fréttar. Þá byggja stefndu á því að framangreind minningargrein stefnanda njóti ekki, frekar en minningargreinar almennt, höfundaréttarverndar, og jafnvel þótt svo væri hafi umrædd frétt ekki á nokkurn hátt brotið gegn sæmdarrétti höfundar hennar og heimilt samkvæmt 14. gr. laga nr. 73/1972 að taka viðkomandi efni upp. Stefnandi eigi því ekki heldur rétt til miskabóta á grundvelli 3. mgr. 56. gr. þeirra laga. Samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. lag a nr. 50/1993 er heimilt að láta þann sem ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Að mati dómsins hefur stefnandi ekki sýnt með viðhlítandi hætti fram á það að frétt s tefndu um andlát bróður stefnanda eða framsetning hennar hafi falið í sér ólögmæta meingerð gegn frelsi stefnanda, friði hans, æru eða persónu í skilningi þess ákvæðis. Verður því ekki fallist á kröfu stefnanda um miskabætur á þeim grundvelli. 9 Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 73/1972 á höfundur að bókamenntaverki eða listaverki eignarrétt á því með þeim takmörkunum, sem í þeim lögum greinir. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar teljast til bókmennta og lista samið mál í ræðu og riti, leiksviðsverk, tónsmíðar, myn dlist, byggingarlist, kvikmyndir, ljósmyndalist, nytjalist og aðrar samsvarandi listgreinar, á hvern hátt og í hverju formi sem verkið birtist. Af þessu leiðir að minningargreinar teljast á sama hátt og aðrar blaðagreinar til bókmennta í skilningi umræddra laga enda um samið mál í riti að ræða. Hvort minningargrein nýtur höfundaréttarverndar ræðst svo sem endranær af því hvort í henni felst andleg sköpun sem er ný og sjálfstæð. Að mati dómsins verður almennt að ganga út frá því að frumsamið laust mál hvort heldur sem er í ræðu eða riti feli í sér slíka sköpun óháð magni þess eða gæðum. Þannig kemur til að mynda fram í athugasemdum við 1. gr. í greinargerð sem fylgdi frumvarpi því sem varð að lögum nr. 73/1972 að hugtökin bókmenntaverk og listaverk beri að sk ýra svo að í verkinu eigi að koma fram andleg sköpun, sem sé ný og sjálfstæð. Þess sé þó að gæta, að það sé tegund verksins, heimfærsla þess undir bókmenntir eða tiltekna listgrein, en ekki mat á gæðum þess, sem oftast komi til álita við framkvæmd höfundar éttar. Mörkin niður á við séu óglögg, en jafnan hafi verið talið, að rit sem aðallega séu samtíningur staðreynda án sjálfstæðrar úrvinnslu, verði ekki til bókmennta talin. Í máli þessu hafa engar haldbærar brigður verið bornar á að minningargrein stefnanda um bróður hans hafi að öllu leyti verið frumsamin og rituð af honum. Verður því lagt til grundvallar að hún feli í sér andlega sköpun stefnanda, sem sé ný og sjálfstæð í framangreindum skilningi, og að við ritun hennar hafi stofnast höfundaréttur honum ti l handa. Höfundaréttur greinist í tvennt. Annars vegar fjárhagslegan rétt höfundar sem í felst einkaréttur til að gera eintök af verki og til að gera það aðgengilegt almenningi, sbr. ákvæði 2. gr. laga nr. 73/1972, og hins vegar persónubundinn ófjárhagsle gan sæmdarrétt höfundar sem í felst réttur til nafngreiningar og virðingar, sbr. ákvæði 4. gr. sömu laga. Samkvæmt framlögðum gögnum er hinn fjárhagslegi hluti höfundaréttar að minningargreinum framseldur réttargæslustefnda samhliða því sem slíkar greinar eru sendar honum til birtingar í Morgunblaðinu en höfundar þeirra njóta eftir sem áður sæmdarréttar að efni þeirra enda eru afsali þess réttar settar skorður samkvæmt 3. mgr. 4. gr. laga nr. 73/1972. Þannig liggur frammi útprentun af vefsíðunni mbl.is þar sem fram koma skilmálar og skilafrestur minningargreina til efni í gegnum heimasíðu Morgunblaðsins er höfundaréttur að hinu innsenda efni framseldur ti l Árvakurs. sem og þeirri staðreynd að ágreiningslaust er milli stefnanda og réttargæslustefnda að hinn fyrr nefndi hafi eingöngu framselt hinum síðar n efnda fjárhagslegan hluta höfundaréttar síns, standa ekki nokkur rök til annars en að leggja til grundvallar að stefnandi njóti sæmdarréttar að efni umræddrar minningargreinar. Verður því ekki fallist á kröfu stefndu um sýknu á grundvelli aðildarskorts til sóknar. Í sæmdarrétti höfundar felst sem að framan greinir annars vegar réttur til nafngreiningar og hins vegar réttur til virðingar. Þannig er samkvæmt 1. mgr. 4. gr. laga nr. 73/1972 skylt, eftir því sem við getur átt, að geta nafns höfundar bæði á ein tökum verks og þegar það er birt og samkvæmt 2. mgr. sömu greinar er svo óheimilt að breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því samhengi, að skert geti höfundaheiður hans eða höfundasérkenni. Sæmdarréttur leiðir af þeirri hugmynd að verk höfundar sé framlenging á persónu hans. Verndarhagsmunir sæmdarréttar eru því persónulegs eðlis. Ákvæði 4. gr. hafa staðið óbreytt frá setningu laga nr. 73/1972. Í athugasemdum við ákvæði 4. gr. í greinargerð sem fylgdi frumvarpi því sem varð að umræddum l ögum segir meðal annars um 1. mgr. að um sé að ræða rétt höfundar til að fá nafns síns getið, þegar verk hans sé birt almenningi. Þá kemur fram að samkvæmt orðalagi ákvæðisins skuli nafngreining fara fram eftir því sem við getur átt. Um það orðalag segir s vo efnislega að því sé ætlað að taka til tilvika þar sem höfundur kynni verk sín undir gervinafni eða hafi birt þau nafnlaust. Þegar svo hátti til sé óheimilt að birta nafn höfundar nema með samþykki hans. Þá verði nafnbirtingu í sumum tilvikum ekki við ko mið, svo vel fari á því. Um 2. mgr. segir svo meðal annars að með henni sé höfundi einnig veitt vernd gegn því, að verk hans sé birt með þeim hætti eða í því u 10 útgáfufyrirtæki rétt til að birta skáldsögu sem framhaldssögu í nýju tímariti, þá gæti hann hindrað birtingu á framhaldi sögunnar, ef efni tímaritsins reynist þannig að öðru leyti, að telja mætti það til sorprita. Sama er, ef listaverki væri í listasafni þegar brotið sé gegn ákvæðum 1. eða 2. mgr. eigi höfundur oft rétt til miskabóta. Af framansögðu leiðir að mati dómsins að í rétti höfundar til nafngreiningar samkvæmt 1. mgr. 4. gr. l aga nr. 73/1972 felst að nafns hans skuli getið þegar verk hans er birt ef hann svo kýs, að því gefnu að því verði við komið, sem og að snar þáttur í rétti höfundar til virðingar samkvæmt 2. mgr. sömu greinar er ákveðin stjórn á því hvar og í hvaða samheng i verk hans er birt. Í máli þessu liggur fyrir að stefndu tóku efni úr minningargrein stefnanda orðrétt upp í frétt um andlát bróður hans án þess að geta nafns stefnanda eða þess að viðkomandi efni væri tekið úr minningargrein sem stefnandi hefði ritað og birst hefði í Morgunblaðinu. Með því brutu stefndu gegn rétti stefnanda til nafngreiningar samkvæmt 1. mgr. 4. gr. enda ekki á nokkurn hátt sýnt að nafngreiningu hefði ekki mátt koma við, svo vel færi á því, og sú hans að þessu leyti. Þá eru minningargreinar í eðli sínu almennt verulega persónulegar og er umrædd minningargrein stefnanda engin undantekning þar á. Stefnandi kaus að birta hana í Morgunbl aðinu og þar með í því samhengi sem birting þar felur í sér. Í rétti hans til virðingar samkvæmt 2. mgr. 4. gr. felst að hann þarf ekki að sæta því að efni úr þeirri minningargrein sé í óþökk hans tekið upp og birt á öðrum vettvangi og í öðru samhengi. Bru tu stefndu því einnig gegn rétti stefnanda til virðingar samkvæmt 2. mgr. 4. gr. Þá verður ekki á það fallist með stefndu að þeim hafi verið framangreint heimilt á grundvelli 1. mgr. 14. gr. laga nr. 73/1972 enda hefði þeim jafnvel þótt sú heimild ætti yfi rhöfuð við allt að einu borið skylda til að virða sæmdarrétt viðkomandi höfundar. Samkvæmt öllu framansögðu er það því niðurstaða dómsins að stefndu hafi á framangreindan hátt brotið gegn sæmdarrétti stefnanda samkvæmt 1. og 2. mgr. 4. gr. laga nr. 73/197 2. Í aðilaskýrslu sinni fyrir dómi lýsti stefnandi þeim áhrifum sem það hefði haft á andlega líðan hans að efni úr minningargrein hans hefði verið tekið upp í frétt stefndu og birt á þann hátt og í því samhengi sem gert var. Þá er hinu sama að einhverju ma rki lýst í framlögðu viðtali við hann sem birtist á vefmiðlinum dv.is. hinn 23. október 2022. Ekki liggja fyrir önnur gögn um áhrif brots stefndu á stefnanda, en að virtu eðli þess efnis sem brot þeirra tók til telur dómurinn allt að einu nægilega sýnt fra m á það hafi valdið stefnanda miska. Að því gættu verður á það fallist að stefnandi eigi rétt til miskabóta úr hendi stefndu á grundvelli 3. mgr. 56. gr. laga nr. 73/1972 sem þykja, að áðurgreindu virtu og með hliðsjón af dómaframkvæmd, hæfilega ákveðnar 3 00.000 krónur. Þá er á það fallist að tildæmd fjárhæð skuli bera vexti samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá og með þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað og dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi er liðinn var mánuður frá því að stefnandi setti kröfu sína um miskabætur fyrst fram, sbr. 1. málsl. 9. gr. umræddra laga. Stefnandi krefst þess einnig að stefndu verði dæmdir til að fá birtan dóm í máli þessu í heild í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Þeirri kröfu til stuðnings vísar stefnandi til 59. gr. c. laga nr. 72/1972. Samkvæmt 1. mgr. þeirrar greinar má í dómi þar sem kveðið er á um brot á umræddum lögum eða ráðstafanir samkvæmt 55. gr. þeirra að beiðni brotaþola mæla fyrir u m birtingu dómsins að hluta eða í heild. Birtingin skal fara fram með þeim hætti og í þeim mæli sem sanngjarnt má teljast. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar skal hinn brotlegi annast og kosta birtinguna. Ákvæði 59. gr. c var leitt í lögin með 13. gr. laga nr. 93/2010. Í athugasemdum við 13. gr. í greinargerð sem fylgdi frumvarpi því sem varð að lögum nr. 93/2010 kemur fram að ákvæðið taki mið af 15. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2004/48/EB um fullnustu hugverkaréttinda þar sem sé að finna heimild ti l að mæla fyrir um birtingu ákvarðana á því réttarsviði. Þá kemur fram að birting ákvarðana sé talin hafa forvarnargildi gagnvart öðrum hugsanlegum brotamönnum og gegni hlutverki í vitundarvakningu almennings um virðingu fyrir hugverkaréttindum. Lagt sé ti l að ákvæðið nái jafnt til áfellisdóma í einkamálum sem sakamálum, svo og dóma þar sem kveðið sé á um ráðstafanir samkvæmt 55. gr. laga nr. 73/1972. 11 Að virtum framangreindum sjónarmiðum verður fallist á það með stefnanda að efni standi til að beita ákvæði 59. gr. c í máli þessu. Með hliðsjón af lengd þessa dóms þykir hins vegar ekki sanngjarnt að mæla fyrir um birtingu hans í heild á kostnað stefndu og verða stefndu því sameiginlega dæmdir til að fá dómsorð hans birt í prentaðri útgáfu Morgunblaðsins og Fré ttablaðsins, sbr. til hliðsjónar dóm Landsréttar frá 12. nóvember 2021 í máli nr. 266/2020. Samkvæmt 1. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 skal sá sem tapar máli í öllu verulegu að jafnaði dæmdur til greiða gagnaðila sínum málskostnað. Í aðilaskýrslu stefnanda fyrir dómi kom fram að hann hefði engan kostnað haft af máli þessu og að málskostnaður hans væri að öllu leyti borinn af réttargæslustefnda. Að því virtu, og að því gættu að réttargæslustefndi krefst ekki málskostnaðar sér til handa, þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður. Hulda Árnadóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndu, Reynir Traustason og Sólartún ehf., skulu greiða stefnanda, Atla Viðari Þorsteinssyni, óskipt 300.000 krónur, með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 1. október 2021 til 10. mars 2022 og með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Stefndu skulu sameiginlega fá dómsorð þessa dóms birt í prentað ri útgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Málskostnaður milli aðila fellur niður.