LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 5. febrúar 2024 . Mál nr. 88/2024 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Bjarni Hauksson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. Útlendingur. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli g - liðar 1. mgr. 115. gr., sbr. 4. mgr. 105. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 2. febrúar 2024 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum sama dag . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reyk janess 31. janúar 2024 í málinu nr. R - /2024 þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 14. febrúar 2024 klukkan 12. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraði li krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að beitt verði vægari úrræðum en að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Þá krefst hann þóknunar til han da skipuðum verjanda sínum vegna málsins fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að uppfyllt séu skilyrði g - liðar 1. mgr. 115. gr., sbr. 4. mgr. 105. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga fyrir því að varnaraðila verði gert að sæta gæsluvarðhaldi eins og krafist er. Verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. 2 5 Samkvæmt 1. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008, sbr. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 80/2016, greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs verjanda var naraðila fyrir Landsrétti, sem ákveðin verður að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Bjarna Haukssonar lögmanns, 161.200 krónur, fyrir Landsrétti, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 31. janúar 2024 Mál þetta var þingfest og tekið til úrskurðar 31. janúar 2024. Sóknaraðili er Lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Varnaraðili er X , kt. . Dómkröfur Þess er krafist að X , fd. , sæti gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, til miðvikudagsins 14. febrúar 2024, kl. 12:00. Málsatvik I. Í greinargerð sóknaraðila er atvikum lýst svo: Að kvöldi þriðjudagsins 30. janúar 2024 barst sí mtal á varðstofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) þar sem fram kom að aðili óskaði eftir aðstoð lögreglu í komusal. Þegar lögregla kom á vettvang var þar varnaraðili, sem sagðist vera frá . Aðilinn gat ekki framvísað neinum skilríkjum og var því færður í biðherbergi á varðstofu FLE. Áður en farið var með aðilann á varðstofu FLE var farið með hann í tollskoðun. Þar fundust allskonar skjöl, bækur, farsímar, USB lyklar, harður diskur en enginn skilríki. Við skoðun á skjölunum er talið að varnaraðili beri nafnið X og sé fæddur í . Aðspurður sagðist varnaraðili heita X og væri fæddur . Varnaraðili breytti svo svarinu sínu og sagðist vera fæddur . Hann kvaðst vera sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi, hann sagðist vera hræddur um líf sitt í , þar sem höfðu hótað að drepa hann. Aðspurður um hvort hann hafi sótt um alþjóðlega vernd í öðrum löndum kvað hann hafa sótt um alþjóðlega vernd í nokkrum löndum, m.a. , , , . Varnaraðili talaði um að hann hafi ætlað sér að fara til að sækja um alþjóðlega vernd en gat ekki orðið sér út um áritun. Hann sagði að í hafi hrakið hann í burtu frá þá hefði han n farið til , þar voru enn á ferð og vildu hann burt. Hann sagði að væru að elta sig og vildu drepa sig hvert sem hann færi. 3 Aðspurður kvaðst hann engan þekkja á landinu og að hann tengist landinu ekki neitt. Hann kvaðst hafa borgað flugmiðan sjálfur til Íslands. Hann kvaðst vera koma frá . Aðspurður um heilsufar kvaðst hann vera andlega veikur og sagðist vera á lyfjum. Aðspurður um herþjálfun kvaðst hann hafa verið í samtökum sem bera nafnið frá ára aldurs. Við frekari skoðun á skjölum sem fundust í farangri X mátti sjá dagbækur um hvernig á að sækja um alþjóðlega vernd í ýmsum löndum og einnig um það hvernig á að beita kvenfólki kynbundnu misrétti. Einnig mátti sjá teikningu í minnisbók af löndum sem hann var búinn að setja X yfir. Í lögreglukerfi fannst aðili með sama nafn og fæðingadag. Samkvæmt lögreglukerfi sótti varnaraðili um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2021. Hann framvísaði vegabréfi útgefið í ánöfnuðu X , einnig framvísaði hann dvalarleyfiskorti útgefið í . Honum var fylgt til af Stoðdeild Ríkislögreglustjóra þann 2021. Varnaraðila var flett upp í alþjóðlegum gagnagrunni og kom smellur á nafnið hans með annan fæðingardag . Fenginn var sérfræðingur til að bera saman myndir af smellinum og ljósmynd sem tekinn var af honum í hælismeðferð árið 2021. Einnig var borin saman fingraför úr smelli við fingraför tekin af aðilanum í hælismeðferð árið 2021. Við þennan samanburð eru allar líkur eru á því um sama aðila sé að ræða á smelli og X . Varnaraðili var handtekinn kl. 00:50 aðfaran ótt miðvikudagsins 31. janúar 2024 og kynnt réttastaða sakbornings. Fyrirhugað er að taka skýrslu af varnaraðila á lögreglustöð í dag, að viðstöddum túlki og verjanda. Vísast að öðru leyti til fyrirliggjandi gagna málsins. Lagarök II. Í greinarg erð er krafa sóknaraðila rökstudd þannig: Með vísan til alls framangreinds er það mat sóknaraðila að nauðsynlegt sé að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi, af nokkrum ástæðum. Varnaraðili kom til landsins án skilríkja og liggur ekki endanlega fyr ir hver hann er. Hann hefur gefið misvísandi upplýsingar um fæðingardag sinn og þá hefur hann ekki sagst hafa nein tengsl við Ísland, en í kerfum lögreglu bendir allt til þess að hann hafi áður sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Vísast hér til a. liðar 1. mgr. 115. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga. Þá benda fyrirliggjandi upplýsingar lögreglu eindregið til þess að b. liður 1. mgr. 115. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga eigi einnig við um varnaraðila. Varnaraðili hefur nú sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Sóknaraðili telur að umsókn hans eigi að hljóta forgangsmeðferð hjá yfirvöldum, sbr. 29. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Unnið er að rannsókn máls varnaraðila og er þannig mál hans til meðferðar sem leitt getur til þeirrar ákvörðunar að hann skuli yfirgefa landið. Vísast hér til g. liðar 1. mgr. 115. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga. Með vísan til alls framangreinds og þess að fyrirséð er að þónokkra daga taki að ljúka máli varnarað ila farið fram á gæsluvarðhald yfir varnaraðila á grundvelli 4. mgr. 105. gr., sbr. a., b., og g. liða 1. mgr. 115. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016, sbr. b. lið 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. 4 Er það mat lögr eglu að ekki sé unnt að beita vægari úrræðum í máli þessu sbr. 114. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Hvað framangreint varðar vísast einnig til e., g. og i. liða 3. mgr. 105. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Með vísan til alls framangreinds er það mat lögreglu að skilyrði 4. mgr. 105. gr., sbr. a., b. og g. liða 1. mgr. 115. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016 og b. lið 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 séu uppfyllt og því sé nauðsynlegt að varna raðila verði með úrskurði dómsins gert að sæta gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 14. febrúar 2024, kl. 12:00. III. Varnaraðili mótmælir kröfunni en krefst þess að honum verði þess í stað gert að sæta farbanni. Vísar varnaraðili einkum til þess að han n hafi allt frá handtöku gert fulla grein fyrir sér. Ástæða þess að ósamræmis hafi gætt varðandi fæðingardag hans megi rekja til annars tímatals sem varnaraðili hafi í fyrstu vísað til. Varnaraðili segir ekki vera fyrir hendi skilyrði til að gera honum að sæta gæsluvarðhaldi, enda sé því sjaldnast beitt í málum af þessum toga. Niðurstaða IV. Líkt og að framan greinir kom varnaraðili hingað til lands án persónuskilríkja og hefur gefið misvísandi persó nuupplýsingar. Benda gögn máls til þess að varnaraðili hafi áður komið við sögu hér á landi og sótt hér um alþjóðlega vernd, en honum hafi verið fylgt úr landi af lögreglu í september 2021, í samræmi við ákvörðun Útlendingastofnunar frá [ 2021. Varnaraðili mun nú hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og má ætla að umsókn hans fái forgangsmeðferð skv. 29. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Kann afgreiðsla máls hans að leiða til þess að honum verði gert skylt að yfirgefa landið. Samk væmt 4. mgr. 105. gr. laga nr. 80/2016 um útlendinga er heimilt að handtaka þá og úrskurða í gæsluvarðhald samkvæmt lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála eftir því sem við á. Samkvæmt 5. mgr. 105 gr. sömu laga skal gæsla ekki ákveðin lengur en í tvær vikur nema útlendingur fari ekki sjálfviljugur úr landi. Að framangreindu virtu og með vísan til rannsóknargagna er það mat dómsins að fyrir hendi séu skilyrði 4. mgr. 105. gr. laga nr. 80/2016, sbr. a - , b - og g - liði 1. mgr. 115. gr. laganna, til að gera varnaraðila að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar hér á landi, enda er það mat dómsins að ekki sé unnt að beita vægari úrræðum í málinu, sbr. meðal annars 114. gr. laganna. Verður því fallis t á kröfu lögreglustjóra um að varnaraðili sæti gæsluvarðhaldi til miðvikudagsins 14. febrúar næstkomandi, kl. 12:00, líkt og í úrskurðarorði greinir. Þóknun skipaðs verjanda, Bjarna Haukssonar lögmanns, greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 1. mgr. 38. gr. la ga nr. 88/2008, sbr. 1. mgr. 13. gr. laga nr. 80/2016, og er þóknun verjandans ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti líkt og í úrskurðarorði greinir. Þórhallur Haukur Þorvaldsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. 5 Úrskurðarorð Varnaraðili, X , fd. , skal sæta gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til miðvikudagsins 14. febrúar 2024, kl. 12:00. Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Bjarna Haukssonar lögmanns, 145.080 krónur, greiðist úr ríkissjóði.