LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 27. mars 2025 . Mál nr. 769/2023 : Ákæruvaldið (Anna Barbara Andradóttir saksóknari ) gegn X (Kristrún Elsa Harðardóttir lögmaður) ( Guðmundur Njáll Guðmundsson réttargæslumaður) Lykilorð Nauðgun. Kynferðisbrot. Sönnun. Refsiákvörðun. Sakhæfi. Geðrannsókn. Miskabætur. Matsgerð. Útdráttur X var ákærður fyrir nauðgun samkvæmt 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/194 0 með því að hafa stungið fingrum ítrekað í leggöng A og sleikt kynfæri hennar án samþykkis henna r er hún lá sofandi í sófa og gat ekki spornað við verknaðnum sökum ölvunar og svefndrunga. Var X sakfelldur samkvæmt ákæru í héraði og gert að sæta fangelsi í 18 mánuði. X bar því við að A hefði verið samþykk kynmökunum í upphafi og haft frumkvæði að þeim , en síðan sofnað. Þegar X hefði orðið þess var hefði hann hætt. Vitnið B, sem sofnað hafði í sófanum við hlið ákærða og brotaþola og vaknað við einhver hljóð skömmu síðar bar um að hafa þá séð X hafa kynmök við brotaþola með áðurgreindum hætti án þess að brotaþoli bærði á sér. Hann hefði skömmu síðar stöðvað háttsemi ákærða og þá séð þannig að ekki fór á milli mála að brotaþoli var sofandi en hún hefði ekki vaknað fyrr en seint daginn eftir. Fyrir lá framburður A og vitna um að A hefði verið mjög ölvuð umr ædda nótt. Með vísan til þess og trúverðugs framburðar B, sem einnig var í samræmi við framburð A, þótti sannað að ákærði hefði haft í frammi þá háttsemi sem í ákæru greinir. Þá þóttu samskipti X og A á samskiptamiðlum eftir atvikið og orðaskipti B og X me ðan á verknaði X stóð bera með sér að ákærði gerði sér grein fyrir að brotaþoli var ekki meðvituð um það sem fram fór. Fyrir Landsrétti voru dómkvaddir tveir sérfróðir matsmenn til að meta sakhæfi X og hvort refsing myndi bera árangur. Var það niðurstaða þ eirra að X hefði verið fær um að stjórna gerðum sínum er hann braut gegn A og því sakhæfur. Var hinn áfrýjaði dómur því staðfestur um sakfellingu X. Hvað síðara matsatriðið varðaði töldu matsmenn að vegna víðtækra skerðinga ákærða myndi refsing í hans tilv iki ekki bera árangur. Með hliðsjón af þeirri niðurstöðu og því að leitt hefði verið í ljós með framlagðri matsgerð að ákærði væri haldinn margháttuðum skerðingum og að almennum skilningi hans og vitsmunalegri getu væri mjög ábótavant þótti rétt að gera X ekki refsing í málinu. Honum var á hinn bóginn gert að greiða A miskabætur. 2 Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristinn Halldórsson og Ragnheiður Bragadóttir og Eyvindur G. Gunnarsson settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 4. október 2023 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Málsgögn bárust réttinum 24. apríl 2024. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 11. september 2023 í málinu nr. /2023 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. 3 Ákærði krefst sýknu af kröfum ákæruvalds, til vara að honum verði ekki gerð refsing, en að því frágengnu að refsing hans verði milduð og bundin skilorði. Þá er þess krafist að miskabótakröfu brotaþola verði vísa ð frá dómi, til vara að ákærði verði sýknaður af henni en að því frágengnu að bætur verði lækkaðar. 4 Af hálfu brotaþola, A, er þess krafist að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 3.000.000 króna með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. janúar 2022 þar til mánuður var liðinn frá birtingu kröfu nnar, en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. 5 Við aðalmeðferð málsins voru spilaðar hljóð - og myndupptökur af framburði ákærða, brotaþola og vitnisins B fyrir héraðsdómi. Þá komu fyrir dóminn og gáfu skýrslu vitnis sálfræðingarnir K og L og M geðlæknir. Hin tvö síðasttöldu voru dómkvödd sem sérfróðir matsmenn til að meta sakhæfi ákærða að hans beiðni, sbr. 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og eftir atvikum hvort refsing muni bera árangur, sbr. 16. gr. sömu laga. Málsatvik og sönnunarfærsla 6 Málsatvik eru rakin í hinum áfrýjaða dómi og þar er ei nnig gerð grein fyrir framburði ákærða og vitna fyrir héraðsdómi. Jafnframt er framburður ákærða hjá lögreglu við rannsókn málsins rakinn í stuttu máli. 7 Í skýrslu fyrir Landsrétti staðfesti K sálfræðingur vottorð frá 19. september 2024 um líðan brotaþola. Hún sagðist hafa rætt þrisvar við brotaþola um málið og væri það mat hennar að brotaþoli glímdi við fremur alvarlegar, flóknar og víðtækar afleiðingar vegna ætlaðrar háttsemi ákærða. Þær kæmu fram í öryggisleysi, sem hefði haft áhrif á félagsleg samskipti brotaþola að því leyti að hún hefði einangrað sig. Mikil streitueinkenni hefðu verið sjáanleg hjá brotaþola í viðtölunum og hún lýst mikilli vanlíðan, sjálfsefa og skertu sjálfstrausti. Sjálfsmynd brotaþola væri því skert. Brotaþoli hefði vilja til að tak a ábyrgð á eigin líðan og með réttri hjálp gæti hún náð árangri hvað það varðaði. Vitnið sagði stór áföll, eins og það sem brotaþoli hefði orðið fyrir, hefðu almennt séð áhrif á streitukerfi líkamans til framtíðar, sem þýddi að þótt viðkomandi næði bata sæ tu afleiðingarnar eftir í taugakerfinu. Ástæða þess að 3 brotaþoli hefði ekki leitað til hennar fyrr en raun bar vitni væri sú að brotaþoli hefði verið á biðlista eftir þjónustu, en ekki komist að fyrr en síðar og að loknum viðtölum hjá henni. Brotaþoli hefð i á hinn bóginn sýnt vilja til að leita sér hjálpar fyrr. Aðspurð sagðist hún hafa kannað hvort eitthvað annað kynni að hafa haft áhrif á líðan brotaþola en niðurstaða hennar væri sú að þessar afleiðingar væri eingöngu að rekja til ætlaðrar háttsemi ákærða og einkennin hefðu ekki verið til staðar fyrir atvikið. 8 L , sálfræðingur og dómkvaddur matsmaður, staðfesti að hafa unnið að framlagðri matsgerð í málinu ásamt M geðlækni. Fyrir hefðu legið ýmis sérfræðigögn um ákærða en einnig hefði M , með leyfi ákærða, a flað gagna úr sjúkraskrá varðandi fyrri greiningar á honum. Fljótlega hefði komið í ljós í viðtölum við ákærða að hann væri skertur, sem væri í samræmi við áðurgreind gögn. Vitnið sagðist hafa lagt greindarpróf fyrir ákærða og í þeim hefðu komið fram vanda mál, aðallega varðandi málþroska, en einnig annan þroska. Aðlögunarfærni ákærða væri einnig verulega skert, en hann þyrfti stuðning í daglegu lífi, sem móðir hans hefði hingað til veitt honum. Þá kvaðst vitnið telja að æskilegt væri að ákærði ynni á verndu ðum vinnustað eða annars staðar þar sem tekið væri tillit til skerðinga hans. 9 Vitnið kvaðst hafa metið ákærða með skerta greind og á einhverfurófi. Þá hefði ákærði áður verið greindur með athyglisbrest með ofvirkni og hvatvísi og hann verið á lyfjum vegna þess. Vitnið sagði aðspurt að erfitt væri að meta út frá lögregluskýrslum hvort ákærði hefði skilið spurningar lögreglu, en benti á að spurningarnar hefðu ekki verið flóknar og eingöngu lotið að því sem gerðist. Vitnið sagði ákærða þekkja muninn á réttu og röngu og gera sér grein fyrir verknaði og afleiðingum. Ákærði væri með ökuréttindi og hefði áður verið í vinnu þar sem tekið hefði verið tillit til aðstæðna hans. Vitnið sagðist telja að ákærði gæti ekki búið einn án stuðnings og handleiðslu. Ákærði hefði á hinn bóginn ávallt búið hjá móður sinni og því ekki reynt á sjálfstæða búsetu hans. Hvað varðaði það álitaefni hvort refsing myndi bera árangur benti vitnið á að vandi ákærða væri fjölþættur, eins og áður greindi, og að hann væri þroskahamlaður en á hin n bóginn ekki með alvarleg geðræn vandamál. Hann væri töluvert skertur en ekki svo að hann þyrfti að vera á sambýli eða í sérstöku búsetuúrræði. Vitnið sagðist halda að ákærði skildi afleiðingar verknaðarins að einhverju leyti, en á hinn bóginn ætti hann e rfitt með að skilja þetta mál almennt. Hvað það varðaði hvort rétt væri að refsa ákærða en binda refsingu hans skilorði kvaðst vitnið telja að ákærði hefði ekki fullan skilning á því hvað í því fælist. Ákærði hefði þó skilning á því að hann þyrfti að bera ábyrgð á því sem hann gerði. Matsmenn hefðu metið áhættu á frekari afbrotum ákærða fremur litla, enda hefði hann almennt ekki sýnt af sér andfélagslega hegðun. Ákærði gæti sinnt samfélagsþjónustu, sem væri heppilegasta refsingin í hans tilfelli, en alls en gin þörf væri talin á því að ákærði sætti öryggisráðstöfunum eða vistun á hæli. Vitnið staðfesti að lokum það mat sitt að það teldi að refsing myndi ekki bera árangur. 4 10 M , geðlæknir og dómkvaddur matsmaður, sagði að ákærði þyrfti aðstoð við athafnir dagleg s lífs og leiðbeiningar, svo sem að halda sjálfum sér og umhverfi sínu hreinu. Einnig þyrfti hann aðstoð og leiðbeiningar varðandi öll samskipti, hvort sem um væri að ræða samskipti við stofnanir, fyrirtæki eða annað fólk. Ákærði væri misþroska að því leyt i að verkleg greind hans væri sterkari en málfarslega greindin. Ákærði ætti erfitt með að leysa úr vandamálum og læra af reynslunni, en hann gæti á hinn bóginn leyst úr ákveðnum verkefnum á verklega sviðinu. Vitnið sagði að ákærði þekkti nokkurn veginn mun inn á réttu og röngu, en samt hefði þurft að útskýra málið fyrir honum af því að hann skildi ekki flókin hugtök. Oft meðtæki ákærði ekki það sem fram færi í samtali eða skildi það ekki. Ákærði væri greindarskertur og skildi ekki ákveðna hluti í samskiptum. Hann myndi þrífast mjög illa í fangelsi þar sem hann þyrfti mikinn stuðning í daglegu lífi og ætti erfitt uppdráttar í samskiptum. Þá væri auðvelt að misnota hann. Fengi ákærði skilorðsbundna refsingu sagðist vitnið halda að ákærði myndi skilja að ef hann gerði ekkert af sér í ákveðinn tíma myndi honum ganga betur. Á hinn bóginn væri lítil hætta talin á því að ákærði bryti af sér á ný. Ekki væri talið nauðsynlegt að hann sætti öryggisráðstöfunum eða vistun á hæli. Niðurstaða 11 Eins og rakið er í hinum áfrý jaða dómi hefur ákærði viðurkennt að hafa stungið fingri í leggöng brotaþola og sleikt á henni kynfærin. Hann ber því á hinn bóginn við að brotaþoli hafi verið með fullri meðvitund þegar þau kynferðislegu samskipti áttu sér stað og hún átt frumkvæði að þei m með því að taka í hönd hans og setja hana inn á sig. Jafnframt hafi brotaþoli stungið fingri sínum upp í hann. Af framburði ákærða verður ráðið að hann hafi ítrekað stungið fingri í leggöng brotaþola, eða í um 10 til 15 mínútur, áður en vitnið B, sem sof nað hafði í sófanum við hliðina á ákærða og brotaþola, vaknaði og fór inn í svefnherbergi sitt. Þar hefði vitnið verið í 5 til 10 mínútur. Á meðan hefði ákærði haldið verknaði sínum áfram og brotaþoli þá tjáð honum að hún vildi meira. Hann hefði þá sleikt á henni kynfærin. Eftir smátíma hefði hann tekið eftir því að brotaþoli var sofnuð. Þá hefði hann hætt, klætt sig í buxur og dregið nærbuxur brotaþola upp. Í þann mund hefði vitnið B komið aftur fram í stofuna og vísað honum á dyr. Heldur ákærði því fram a ð ekkert kynferðislegt hafi átt sér stað eftir að hann áttaði sig á því að brotaþoli var sofnuð. 12 Ákærði lýsti atvikum með svipuðum hætti í skýrslu hjá lögreglu. Þar var hann meðal annars spurður hvort brotaþoli hefði veitt samþykki sitt fyrir kynmökunum o g svaraði hann því svo til að hún hefði gert það í byrjun, en síðan hefði hún greinilega verið honum. 13 Vitnið B greindi frá því fyrir héraðsdómi að hann, ákærði og brotaþoli h efðu undir morgun umrædda nótt, eftir að hafa skutlað vinkonu brotaþola heim, komið á heimili Um hefði 5 verið að ræða tungusófa og vitnið legið á tungunni. Þegar svefninn hefði færst yfir hefði vitnið snúið sér á hliðina og frá ákærða og brotaþola. Um hálftíma síðar hefði vitnið vaknað við einhver hljóð og þegar það hefði litið við hefði rassinn á b rotaþola blasað við honum, en hún hefði snúið höfði sínu að honum, og hann séð að ákærði var að stinga fingrum sínum í leggöng hennar. Kvaðst vitninu hafa brugðið mjög við þessa dauð hafa svarað því neitandi og farið inn í herbergi og reynt að átta sig á stöðunni. Vitnið hefði verið nývaknað og ekki skilið strax hvað var í gangi. Eftir skamma stu nd hefði það ákveðið að fara aftur fram og stöðva ákærða. Áður en vitnið hefði náð að segja nokkuð hefði ákærði bent á hillu í stofunni og beðið það um að rétta sér smokka. Vitnið hefði þá sagt ákærða að hætta þessu, sem hann hefði gert og síðan farið að g ráta. Sagðist vitnið hafa reynt að útskýra fyrir ákærða hvað hann hefði verið að gera og rætt gætilega við hann í dágóðan tíma til að róa hann. Að svo búnu hefði vitnið beðið ákærða að yfirgefa íbúðina og hefði ákærði sofið í bifreið fyrir utan heimili þes s um nóttina. 14 Vitnið B sagðist vera þess fullvisst að brotaþoli hefði verið sofandi þegar það vaknaði. Þá hefði vitnið rætt við ákærða í um 20 til 30 mínútur eftir að það stöðvaði verknað hans og allan þann tíma hefði brotaþoli legið á maganum á sófanum o g ekkert bært á sér, enda verið sofandi. Brotaþoli hefði einnig verið í þessari sömu stellingu þegar vitnið vaknaði og fór inn í herbergi. 15 Brotaþoli bar fyrir héraðsdómi að hún hefði verið mjög drukkin umrætt kvöld og nótt og muna síðast eftir sér þegar h ún hefði lagst á sófann heima hjá vitninu B ásamt honum og ákærða og farið að sofa. Þegar hún hefði vaknað seint daginn eftir hefði ákærði verið nýkominn inn í íbúðina og tjáð henni að hann hefði sett fingur í leggöng hennar um nóttina og metið það svo að hún hefði verið því samþykk. Vitnið B hefði síðan sagt henni nánar frá þessu og lýst atvikum á sama hátt og áður hefur verið rakið, meðal annars að ákærði hefði boðið vitninu að prófa líka og beðið um smokk. Hún sagði að nærbuxurnar hefðu ekki setið rétt á henni þegar hún vaknaði. Hún sagðist ekkert muna eftir sér frá því að hún sofnaði á sófanum og þar til hún vaknaði daginn eftir. 16 Vitnið B sagði í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi að það væri nokkuð viss t um að það hefði sofnað á undan brotaþola og að sú hát tsemi, sem ákærða er gefið að sök í málinu, hafi hafist á meðan vitnið var sofandi. Vitnið g æ ti því ekki borið um hvort brotaþoli var vakandi og samþykk kynmökunum í byrjun eins og ákærði héldi fram. 17 Hvað sem framangreindu líður þykir sannað með staðföstum og trúverðugum vitnisburði B að brotaþoli hafi verið sofandi þegar hann vaknaði um nóttina og sá að ákærði var að hafa við hana kynferðismök með því að stinga fingrum í leggöng hennar. Þá þykir einni g sannað að brotaþoli hafi verið sofandi þegar hann kom aftur fram í stofuna nokkru síðar og stöðvaði háttsemi ákærða og að hún hafi ekki bært á 6 sér fyrr en seint daginn eftir. Samræmist þ etta framburði brotaþola sjálfs, sem segist ekkert muna eftir atviku m frá því að hún sofnaði undir morgun á sófanum og þar til hún vaknaði daginn eftir. Einnig fær þetta stuðning í samskiptum ákærða og brotaþola á samskiptamiðlum eftir atvikið. Þá þykja þau orðaskipti sem vitnið B hefur borið um að ákærði hafi átt við það meðan á verknaði hans stóð benda eindregið til þess að ákærði hafi gert sér grein fyrir að brotaþoli var ekki meðvituð um það sem fram fór. Í ljósi þess og alls framangreinds þykir framburður ákærða um að hann hafi talið að brotaþoli væri samþykk kynmökunu m ekki trúverðugur. 18 Brotaþoli hefur borið um að hafa verið mjög ölvuð umrætt kvöld og nótt og fær það stuðning í framburði ákærða og vitnanna B og C . Brotaþoli staðfesti í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi að hún hefði byrjað að neyta áfengis klukkan hálf tó lf um kvöldið og drukkið stelpubjór og skot og þá hefðu hún og vitnið C klárað vodkaflösku og sagði að þau sem voru í samkvæminu heima hjá honum fyrr um kvöldið hefðu öll verið að neyta áfengis, þar á meðal brotaþoli og vinkona hennar C . Vitnið og ákærði hefðu á hinn bóginn verið edrú. Vitnið sagði að þegar líða tók á nóttina hefði brotaþoli orðið mjög drukkin og þegar þau hefðu verið að ganga til baka eftir hafa fylgt C h eim hefði brotaþoli varla staðið í lappirnar. Vitnið C bar um í skýrslu sinni fyrir héraðsdómi að hún og brotaþoli hefðu neytt áfengis um nóttina, vodka, ópalskota og . Þegar vitnið B, ákærði og brotaþoli hefðu fylgt henni heim seint um n óttina hefðu þær brotaþoli báðar verið orðnar mjög þreyttar og drukknar. Brotaþoli hefði þó verið undir meiri áfengisáhrifum en vitnið . Fyrir liggur að skömmu síðar lagðist brotaþoli á sófann á heimili vitnisins B og sofnaði. Með hliðsjón af öllu þessu þyk ir sannað að þannig hafi verið ástatt um brotaþola eftir að hún sofnaði á sófanum að hún gat ekki spornað við verknaði ákærða vegna ölvunar og svefndrunga, sbr. 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt því og öðru framangreindu þykir m ega slá því föstu að ákærði hafi haft í frammi þá háttsemi sem greinir í ákæru. 19 Eins og áður greinir voru við meðferð málsins fyrir Landsrétti dómkvaddir tveir sérfróðir matsmenn til að meta sakhæfi ákærða, sbr. 15. gr. almennra hegningarlaga. Var niðurst aða þeirra sú að ákærði væri með væga þroskahömlun, athyglisbrest með ofvirkni og einkenni á einhverfurófi. Þá væri aðlögunarfærni hans skert og félagslegur skilningur takmarkaður. Hann þekkti þó í grundvallaratriðum mun á réttu og röngu. Var það mat hinna sérfróðu matsmanna að ákærði hefði verið fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann braut gegn brotaþola og því væri hann sakhæfur. 20 Samkvæmt öllu framangreindu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um sakfellingu ákærða. 21 Fyrrgreindum dómkvöddum matsmönnum var einnig falið að leggja mat á hvort ætla mætti með hliðsjón af skerðingum ákærða að refsing gæti borið árangur, sbr. 16. gr. almennra hegningarlaga. Í ljósi þess að ákærði væri greindur með væga 7 þro skahömlun, glímdi við víðtæka skerðingu á taugasálfræðilegum þroska, aðlögunarfærni hans væri slök og almennur skilningur verulega skertur, var það niðurstaða matsmannanna að refsing í tilviki ákærða gæti ekki borið árangur, sbr. 16. gr. almennra hegningar laga. Var þá einnig horft til þess að ákærði þyrfti mikinn stuðning og handleiðslu í daglegu lífi. 22 Leitt hefur verið í ljós með framlagðri matsgerð að ákærði er haldinn margháttuðum skerðingum og að almennum skilningi hans og vitsmunalegri getu er mjög ábó tavant. Með vísan til þess og eindreginnar niðurstöðu hinna dómkvöddu matsmanna um að refsing muni ekki bera árangur þykir rétt að gera honum ekki refsingu í málinu, sbr. 16. gr. almennra hegningarlaga. 23 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður ák ærða gert að greiða brotaþola miskabætur, sem þykja hæfilega ákveðnar 1.800.000 krónur með vöxtum eins og ákveðnir voru í héraði. 24 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað verður staðfest. 25 Rétt þykir í ljósi niðurstöðu málsins fyrir Landsrétti að allur áfr ýjunarkostnaður þess verði lagður á ríkissjóð, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærða, X , er ekki gerð refsing í máli þessu. Ákærði greiði brotaþola , A, 1.800.000 krónur með vöxtum eins og greinir í hinum áfrýjaða dómi. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um sakarkostnað skal vera óraskað. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, Kristrúnar Elsu Harðardóttur lögmanns, 2.678.400 krónur, og þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Guðmundar Njáls Guðmundssonar lögmanns, 669.600 krónu r. Dómur Héraðsdóms Reykjaness 11. september 2023 I Mál þetta, sem dómtekið var 23. ágúst 2023, að lokinni aðalmeðferð, er höfðað af héraðssaksóknara með Ákærða er gefin að sök nauðgun, með því að hafa snemma að morgni föstudagsins 31. de sember 2021, í að , haft önnur kynferðismök við A , kennitala , án hennar samþykkis, þar sem A lá sofandi í sófa í stofu íbúðarinnar en ákærði klæddi A úr nærbuxum hennar, stakk fingrum ítrekað í leggöng 8 hennar og sleikti kynfæri hennar og no tfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa áfengis og svefndrunga. Telst brot þetta varða við 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar Einkaréttarkrafa : - og miskabætur með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 2. janúar 2022 þar til mánuður er liðinn frá birtingu kröfu nnar en dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr. sömu laga, frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist þóknunar vegna starfa Halldóru Aðalsteinsdóttur hdl. skv. mati dómsins eða síðar framlögðum málskostnaðarreikningi að teknu tilliti til virð isaukaskatts. Verjandi ákærða krefst þess aðallega að hann verði sýknaður en til vara, komi til sakfellingar, er krafist vægustu refsingar sem lög frekast leyfa og hún verði þá skilorðsbundin að öllu leyti. Þá er þess aðallega krafist að einkaréttarkröfu v erði vísað frá dómi, til vara að ákærði verði sýknaður af henni en til þrautavara að dæmdar bætur verði verulega lægri en krafist er. Loks er þess krafist að allur sakarkostnaður verði lagður á ríkissjóð þ.m.t málsvarnarlaun verjandans samkvæmt málskostnað arreikningi. II Málavextir. sagði að það hafi gerst aðfararnótt 31. desember 2021 þegar hún hafi verið að skemmta sér með vinum sínum X, ákærða í máli þess hvenær hún hafi hætt því. Hún taldi að hún hafi komið heim til B um kl. 22:00 og þegar hún hafi verið ein eftir með ákærða og B hafi hún lagst í stofusófa ásamt þeim. Brotaþoli kvaðst síðan hafa sofnað og ekki munað eftir sér fyrr en hún hafi vaknað eftir kl. 16:00 daginn eftir. Þegar hún hafi vaknað hafi B náð í ákærða þar sem hann ha fi verið í bifreið fyrir utan íbúðina en B hafi rekið ákærða út úr íbúðinni. B hafi að gráta og sagt fyrirgefðu. Hún hafi verið í svo miklu áfalli að hún hafi ekki náð öllu sem ákærði hafi sagt en hann hafi ekki sagt mikið meira. Ákærði hafi sagt að brotaþoli hafi verið vakandi og gröð, farið úr stutte rmabol þegar hún hafi sofnað og einnig verið í þeim þegar hún hafi vaknað. B hafi sagt henni að ákærði hafi klætt hana aftur í fötin. Brotaþoli sagði að daginn eftir þ.e. um áramótin hafi hún verið að drekka og þá sagt vinkonu sinni, D, og vini sínum, E, frá atvikinu. Brotaþoli og D hafi farið heim til B og brotaþoli hringt þaðan í ákærða og hann hafi komið hágrátandi til hennar. Hún hafi viljað vita hvort ákærði hafi riðið henni en hún hafi ekki verið á getnaðarvörn. B hafi sagt henni að ákærði hafi beðið brotaþola. B hafi sagt að þau hafi ekki riðið. Brotaþoli kvaðst hafa verið í SMS samskiptum við ákærða 1. janúar 2022. Hún hafi spurt hann hvort honum fyndist að hann hefði gert eitthvað rangt og hann hafi sva rað því játandi. Hann hafi sent brotaþola þessi skilaboð: ,,Þetta er fokking messed up hvað ég gerði við fokking bestu vinkonu mína þess vegna er put hafi verið að þessu í 20 - 30 mínútur. 9 Meðal r annsóknargagna málsins eru SMS samskipti brotaþola og ákærða frá 1. og 2. janúar 2022 og á þeim tíma sendu þau 185 skilaboð sín á milli. Þar segir ákærði m.a. að það séu allir að segja að hann hafi nauðgað brotaþola og hún segir að hann hafi líka gert það en ákærði neitar því. Meðal skilaboðanna eru ofangreind skilaboð sem brotaþoli skýrði frá þegar hún lagði fram kæruna. Ákærði segir einnig að brotaþoli hafi ekki verið sofandi fyrst en svo hafi hún sofnað og þá hafi ákærði hætt og klætt hana í fötin. B vit i að brotaþoli hafi ekki verið sofandi og hún hafi talað við ákærða á meðan með opin augun og ,,þess vegna sá niður, lokað augunum og sofnað. Vakna ð síðan á sama stað og það sé því ekki eins og hún hafi verið að gera eitthvað. Ákærði svaraði að brotaþoli hafi verið gröð, klætt sig sjálf úr fötunum og tekið hönd ákærða inn á sig. Brotaþoli segir að þetta sé kjaftæði. Ákærði segir að hann hafi dregið h öndina frá í tvö skipti en svo hafi eitthvað farið í hausinn á honum og hann séð þetta vitlaust. Einnig kemur fram hjá ákærða að brotaþoli hafi ekki verið sofandi fyrstu 20 mínúturnar. Ákærði kvaðst ekki hafa riðið brotaþola en hann hafi byrjað að sleikja og hann hafi ekki verið langt frá því að ríða brotaþola. Ákærði gaf skýrslu hjá lögreglu 1. apríl 2022. Hann kvaðst hafa farið heim til félaga síns, B, ásamt brotaþola og vinkonu hennar C. Þær hafi drukkið mikið en svo hafi C verið skutlað heim til sín og brotaþoli hafi átt að sofa þar en hún hafi neitað því og viljað gista hjá B og ákærða. Þegar þau hafi komið aftur heim til B hafi þau öll farið í tungusófa og hann verið á tungunni en ákærði og brotaþoli hafi legið þar við hliðina. Ákærði kvaðst hafa tekið eftir því að brotaþoli hafi verið eitthvað skrýtin og látið putta upp í munn ákærða. Hann hafi síðan verið næstum því sofnaður eða ný sofnaður og vaknað við að brotaþoli hafi tekið hönd hans og dregið hana inn á brotaþola. Ákærði hafi tekið höndina frá og spurt hvort ekki væri allt í lagi hjá brotaþola sem hafi svarað því játandi. Hún hafi verið búin að nudda rassi sínum utan í ákærða og tekið síðan hönd hans aftur og fært hana inn á brotaþola. Hún hafi síðan haldið í hönd ákærða meðan hann hafi klætt brot hafi séð að B hafi verið hálfsofandi og hann hafi síðan farið inn í herbergi. Þá hafi ákærði enn þá verið að Þá hafi B komið aftur fram og stöðvað ákærða eða hann og brotaþola og B þá séð að hún hafi verið sofandi. B hafi haldið að brotaþoli hafi verið sofandi allan tímann. III Framburður ákærða og vitna fyrir dómi. Ákærði, X, viðurkenndi að hafa stungið fingrum í leggöng brotaþola og sleikt kynfæri hennar. Hann og Þau hafi einu sinni sofið í sama rúmi en ekki neitt kynferðislegt verið á milli þeirra. Í umrætt sinn hafi ákærði farið heim til vinar síns B og þar hafi einnig verið brotaþoli og C vinkona hennar. Þær hafi fengið sér í glas en síðan hafi ákærði og B skutlað C heim til hennar og hafi brotaþoli farið með þeim. Það hafi staðið til að brotaþoli myndi gista hjá C en hún hafi viljað vera hjá ákærða og B. Þá hafi klukkan líklega verið á bilinu 03:00 til 04:00. Þegar þau hafi komið aftur heim til B hafi þau öll lögst í sama sófann og byrjað að horfa á mynd. Brotaþoli hafi verið einkennileg og sett fingur í munn ákærða. Hún hafi síðan dregið hendi ákærða tvisvar að sér en þá hafi B verið sofnaður. Ákærði hafi verið að setja fingur í leggöng brotaþola í 10 - 15 mínútur og hún hafi viljað meira. Þá hafi ákærði far ið niður á brotaþola og sleikt kynfæri hennar. Þá hafi B verið kominn inn í herbergi. Ákærði hafi síðan séð að brotaþoli væri að sofna og þá hafi hann hætt. Hún hafi verið vakandi allan tímann meðan á kynmökunum hafi staðið og ákærði kvaðst halda að hún ha fi fengið fullnægingu. Brotaþoli hafi verið með opin augun en ekki gefið frá sér hljóð. Hún hafi átt frumkvæðið að kynmökunum og hjálpað ákærða að draga nærbuxur brotaþola niður. Ákærði hafi dregið þær aftur upp. Ákærði sagði að á skalanum einn til tíu, e f tíu er mikið ölvuð, hafi brotaþoli verið sex. Ákærði sagði það skrýtið að brotaþoli myndi ekki eftir kvöldinu en ákærði kvaðst ekki vita hvað hún hafi drukkið mikið af áfengi en hún hafi drukkið bæði bjór og sterkt áfengi. Brotaþoli hafi verið í góðu ska pi, með gott jafnvægi 10 og haldið uppi samræðum. Samskipti ákærða og brotaþola hafi verið góð þetta kvöld. Eftir að brotaþoli hafi sofnað hafi ekkert kynferðislegt átt sér stað á milli hennar og ákærða. Ákærði kvaðst ekki hafa átt samskipti við B meðan ákæ ekki boðið B að taka þátt í því og ákærði hafi ekki heldur beðið B um smokk. Eftir kynmökin hafi B hent ákærða út úr íbúðinni og sagt honum að sofa út í bifreið en ákærði viti ekki hvers vegna. B hafi þá dregið gluggatjöld fyrir íbúðina. Þegar ákærði hafi verið kominn út hafi hann sent F vini sínum skilaboð. Ákærði kvaðst hafa borið tilfinningar til brotaþola á þeim tíma sem atvikið varð og verið hrifinn af henni. Ákærði kvaðst ekki vita hvaða tilfin ningar brotaþoli hafi borið til ákærða og hún hafi ekki sagt umrætt kvöld að hún væri ekki hrifin af ákærða. Brotaþoli, A, sagði að hún og þrír vinir hennar hafi verið heima hjá B. Brotaþoli og C vinkona hennar hafi verið að drekka áfengi. Ákærði, B og br otaþoli hafi síðan ekið C heim til hennar en farið síðan aftur heim til B. Þar hafi brotaþoli sofnað og þegar hún hafi vaknað daginn eftir hafi B sagt henni hvað hafði gerst. Brotaþoli kvaðst hafa munað síðast eftir sér þar sem hún hafi legið á sófanum hei ma hjá B ásamt honum og ákærða. Brotaþoli sagði að það hafi aldrei verið neitt kynferðislegt á milli hennar og ákærða. Umrætt kvöld hafi ákærði sagt að hann væri hrifinn af brotaþola og ákærði hafi verið pirraður yfir því að það væri ekki gagnkvæmt af hál fu brotaþola. Brotaþoli taldi að ákærði hafi verið nýkominn inn í íbúðina aftur daginn eftir þegar brotaþoli hafi vaknað. yfir þessu. B hafi einni brotaþola og B hafi sagt við ákærða að brotaþoli væri sofandi. Síðan hafi B farið inn í herbergi en farið aftur fram að tala við ákærða og þá hafi hann boðið B að ,,put um smokk. Brotaþoli kvaðst hafa drukkið mikið um kvöldið bæði vodka og opal. Á skalanum einn til tíu, ef tíu eru mikil áfengisáhrif, hafi hún verið sjö. Hún kvaðst muna eftir kvöldinu m.a. eftir því þegar þau hafi keyrt C heim til hennar, farið aftur heim til B og lagst þar í sófa. Brotaþoli kvaðst ekki muna eftir því að C hafi beðið brotaþola að koma heim með C. Brotaþoli kvaðst ekki vita hvað hafi liðið langur tími frá því að hún kom aftur heim til B og þar til h ún hafi sofnað. Brotaþoli kvaðst hafa vaknað í fötum en nærbuxur hennar hafi verið öfugar. Brotaþoli kvaðst hafa rætt atvikið við B og hún hafi einnig rætt aðeins við ákærða á SMS skilaboðum eftir atvikið. Fyrir atvikið hafi brotaþola og ákærði oft verið saman ásamt fleirum þ. á m. B. Nóttina eftir atvikið kvaðst brotaþoli hafa gist heima hjá B og hún hafi viljað fá að vita hvort ákærði hafi riðið henni. Brotaþoli kvaðst hafa sagt C frá atvikinu á gamlárskvöld. Brotaþoli kvaðst hafa liðið mjög illa lengi e ftir að atvikið varð og hún reyni að hugsa ekki um það. Vitnið, B, kvaðst hafa kynnst ákærða í skóla og vitnið hafi kynnst brotaþola í gegnum ákærða. Vitnið sagði að þau þrjú hafi verið mikið saman m.a. á rúntinum en ekkert kynferðislegt hafi verið á mill i vitnisins og brotaþola en vitnið hafi haft tilfinningar til hennar. Umrætt kvöld hafi verið nokkrir aðilar heima hjá vitninu m.a. ákærði en hann og vitnið hafi ekki verið undir áfengisáhrifum. Brotaþoli hafi verið þar og hún hafi verið undir áfengisáhrif um og í slíku ástandi hafi hún verið óróleg. Um kl. 05:00 um morguninn hafi vitnið, ákærði og brotaþoli keyrt vinkonu þeirra, C, til síns heima. Hún hafi viljað að brotaþoli myndi gista hjá C en brotaþoli hafi ekki viljað það. Hún hafi þá verið undir miklu m áfengisáhrifum og varla geta gengið. Vitnið taldi að á skalanum einn til tíu, þar sem tíu væri mikil áfengisáhrif, hafi brotaþoli verið níu. Þegar þau þrjú hafi komið aftur heim til vitnisins hafi þau öll farið upp í sama sófann. Brotaþoli hafi sofnað og um 30 mínútum seinna hafi vitnið heyrt hljóð og séð afturendann á brotaþola og ákærða vera að ,,putta það vildi prófa. Brotaþoli hafi ekki sýnt nein viðbrögð við því. Vitnið hafi þá farið inn í herbergi en farið aftur fram eftir um eina mínútu og þá hafi ákærði beðið vitnið um smokk. Brotaþoli hafi þá verið sofandi 11 eða meðvitundarlaus. Vitnið hafi þá sagt við ákærða að þetta væri búið og hann þá farið að grenja. Vitnið kvaðst hafa gert ákærða grein fyrir því hvað hann væri búinn að gera og síðan hafi vitnið sagt ákærða að fara út úr íbúðinni. Ákærði hafi farið út og sofið í bifreið fyrir utan heimili vitnisins. Hann hafi komið aftur inn til vitnisins d aginn eftir og viðurkennt fyrir brotaþola hvað ákærði hafði gert henni og lýst yfir iðrun. Ákærði hafi þá lýst atvikum á sama hátt og vitnið. Vitnið hafi leyft ákærða að útskýra málið fyrir brotaþola í stað þess að vitnið segði henni frá því sem hafði gers t. Vitnið og brotaþoli hafi líklega vaknað um kl. 17:00 daginn eftir atvikið og vitnið hafi líklega vakið brotaþola. Hún hafi ekki munað eftir því sem hafði gerst. Vitnið kvaðst hafa heyrt hljóð frá ákærða og brotaþola og það hafi verið eins og þegar fi ngri væri stungið í leggöng. Þetta hljóð hafi hann heyrt þegar þau hafi öll verið í sófanum og einnig þegar hann hafi verið inn í herberginu. Vitnið kvaðst ekki vera viss um hvort ákærði hafi beðið það um smokk áður eða eftir að vitnið fór inn í herbergi. Vitnið lýsti því að ákærði hafi sagt umrætt kvöld að hann bæri tilfinningar til brotaþola og ákærði hafi sagt það við brotaþola. Hún hafi ekki verið sátt við það og sagt að hún væri hvorki hrifin af ákærða né vitninu. Vitnið sagði að eftir atvikið hafi sa mskipti þess við ákærða ekki verið góð og þetta hafi einnig eyðilagt vinasamband vitnisins og brotaþola. Vitnið, C, sagði að vitnið og brotaþoli væru æskuvinkonur og vitnið hafi verið með ákærða í skóla. Vitnið kvaðst hafa verið með þeim og B umrætt kvöl d heima hjá honum. Vitnið og brotaþoli hafi drukkið vodka, opal o.fl. og þær hafi verið undir áfengisáhrifum. Brotaþoli hafi verið undir meiri áfengisáhrifum en vitnið og á skalanum einn til tíu, þar sem tíu væri mikil áfengisáhrif, hafi brotaþoli verið se x til sjö. Brotaþoli hafi samt getað gengið óstudd. Vitnið og brotaþoli hafi einnig verið þreyttar. Vitnið vissi ekki hvenær það hafi farið heim og það hafi viljað að brotaþoli myndi gista hjá vitninu en hún hafi ekki viljað það. Vitnið sagði að það hafi v erið umræða um að ákærði væri með tilfinningar til brotaþola en hún hafi sagt að hún hefði ekki áhuga á ákærða. Vitnið kvaðst hafa farið daginn eftir að heimili B til að athuga með brotaþola og þá hafi ákærði verið í bifreið þar fyrir utan. Hann hafi veri ð skelkaður eða brugðið þegar vitnið hafi komið að bifreiðinni. Vitnið kvaðst hafa bankað á íbúð B en það hafi enginn svarað og vitnið þá farið aftur til síns heima. Vitnið sagði að vinkona þess hafi spurt vitnið kvöldið eftir hvort vitnið gæti rætt við brotaþola en það hafi ekki verið hægt að ræða við hana vegna tilfinningalegs ástands hennar. Vitnið mundi ekki hvernig B hafi lýst atvikum. Vitnið, D, sagði að brotaþoli hafi sagt vitninu frá atvikinu í samkvæmi um áramótin. Vitnið kvaðst lítið muna það vegna ölvunar en brotaþoli hafi sagt grátandi að ákærði hafi nauðgað henni. Vitnið kvaðst hafa vitað að ákærði hefði áhuga á brotaþola en hún hafi ekki verið til í að vera með ákærða . Vitnið kvaðst ekki hafa haft góða tilfinningu gagnvart ákærða og vitnið kannaðist við að hafa sent B skilaboð og beðið hann að passa upp á brotaþola. Vitnið kvaðst hafa sent þessi skilaboð vegna þess að það væri svona manneskja. Vitnið, F, kvaðst hafa k ynnst brotaþola og ákærða í gegnum B sumarið 2021. Vitninu kvaðst hafa komið vel saman við ákærða og brotaþola en haft lítið sambandi við þau síðustu 8 - 9 mánuði. Vitnið kvaðst hafa heyrt báðar hliðar málsins. Morguninn sem atvikið varð kvaðst vitnið hafa h ringt í ákærða og þá hafi hann verið niður á bryggju og þá hafi hann sagt vitninu sína hlið. Hann hafi sagt að brotaþoli hafi verið ölvuð sagt að honum fyndist leiðinlegt að hafa gert þetta því hann og brotaþoli væru vinir. Vitnið sagði að B hafi sofandi. Ákærði hafi beðið B um smokk og boðið honum að taka þátt í þessu. Vitnið, G, lýsti því að brotaþoli hafi sagt vitninu tveimur eða þremur dögum eftir atvikið að ákærði hafi nauðgað henni. Vitnið kvaðst hafa séð samtöl brotaþola og ákærða og hvernig hann hafi lýst þessu. Hann hafi sagt að hann hafi ekk i nauðgað brotaþola heldur hafi þetta verið með hennar leyfi. Vitnið hafi einnig heyrt sögu brotaþola en hún hafi verið áfengisdauð og ekki vitað hvað hafi gerst. Vitnið sagði að B hafi 12 sagt að hann hafi heyrt hljóð af kynlífsathöfnum, farið inn í herbergi en aftur fram. Þá hafi ákærði beðið B um smokk en hann þá hent ákærða út. Vitnið sagði að brotaþoli hafi aldrei haft áhuga á ákærða. Vitnið, H, kvaðst hafa talað við brotaþola á skilaboðum á Facetime kvöldið sem atvikið varð. Á skalanum einn til tíu varð andi áfengisáhrif ef tíu er mikil áfengisáhrif hafi brotaþoli verið sjö til átta. Það hafi verið erfitt að ræða við hana og það hafi verið eins og hún væri að sofna. Um áramótin kvaðst vitnið hafa skutlað brotaþola og C heim til B og hann hafi þá sagt hvað hafði gerst en brotaþoli hafi verið í uppnámi og ekki lýst því. Vitnið, E, kvaðst þekkja brotaþola mjög vel og það þekki einnig ákærða. Brotaþoli hafi lýst því að hún hafi verið sofandi í sófa og ákærði hafi sett hendi inn í sig. Vitnið kvaðst muna þetta mjög illa. Lögreglumaður I gaf skýrslu fyrir dómi en ekki er ástæða til að gera grein fyrir þeim framburði. J læknir staðfesti vottorð sitt um andlega heilsu ákærða. IV Niðurstaða. Samkvæmt 108. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála hvílir sönnu narbyrði um sekt ákærða og atvik, sem telja má honum í óhag, á ákæruvaldinu. Þá metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði véfengd með skynsamlegum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti , þar á meðal hvaða sönnunargildi skýrslur ákærða hafa, vitnisburður, mats - og skoðunargerðir, skjöl og önnur sýnileg sönnunargögn. Enn fremur metur dómari ef þörf krefur hvert sönnunargildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki beinlínis það atriði sem san na skal en ályktanir má leiða af um það, sbr. 1. og 2. mgr. 109. gr. laganna. Þá skal dómur reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi, sbr. 1. mgr. 111. gr. laganna. Ákærði hefur viðurkennt að hafa stungið fingrum inn í leggön hana munnmök þ.e. sleikt á henni kynfærin. Kynmökin hafi verið að frumkvæði brotaþola og með hennar samþykki. Brotaþoli hefur lýst því að hún muni ekki eftir kynmökunum og þau hafi því ekki farið fram með hennar samþykki. Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði ákærði í fyrstu að hann hafi ekki sleikt kynfæri brotaþola. Það var ekki fyrr en töluvert var liðið á skýrslutökuna og þegar borin voru undir ákærða skilaboð sem fóru á milli hans og brotaþola eftir atvikið að ha nn segist ,,þá greinilega hafa sleikt á henni píkuna, ég bara mundi ekki eftir áfengisáhrifa. Þykir það ótrúverðugt að ákærði hafi ekki munað eftir því að hafa ha ft munnmök við brotaþola fyrr en hann sá þessi skilaboð. Verður að skoða framburð ákærða m.a. í þessu ljósi. Ákærði sagði í skilaboðum til brotaþola eftir atvikið að hann hafi dregið höndina frá í tvo skipti en svo hafi eitthvað farið vitlaust í hausinn á honum og hann séð þetta vitlaust. Hann sagði einnig að þetta væri hafi auðvitað verið án leyfis og hann sjái eftir þessu öllu. Ákærði sagði einnig að hann hafi gert þetta og það hafi verið vegna þess að hann hafi ekki séð þetta rétt fyrir sér. Ákærði sendi vini sínum F skilaboð morguninn eftir atvikið þar sem ákærði segi r að hann ætli að tala við hana strax og þess vegna sé hann vakandi. Ef hún taki segði brotaþola þetta strax og útskýri allt hljóti hún að fyrirgefa ákæ rða. Hann sagði einnig að hún hafi verið blindfull og ákærði hafi byrjað að putta hana á fullu og hún hafi fengið það svona fimm sinnum ,,eða - 40 mínútur. B hafi svo komið fram og talað við ák 13 Ofangreind skilaboð ákærða benda til þess að hann hafi litið þannig á málið að hann hafi gert eitthvað rangt. Þar getur engu breytt þó að í öðrum skilaboðum komi fram að ákærði líti ekki þannig á málið að hann hafi brotið af sér. Það bendir aðeins til þess að ákærði hafi reynt að fegra hlut sinn eftir atvikið. Ákærði sjálfur lýsti því að brot aþoli hafi drukkið mikið bæði sterkt áfengi og bjór í umrætt sinn. Brotaþoli lýsti því sömuleiðis að hún hafi drukkið mikið bæði sterkt áfengi og opal. Vitni hafa staðfest það að brotaþoli hafi verið talsvert ölvuð. Því má fullyrða að brotaþoli hafi verið undir töluverðum áfengisáhrifum þegar hún, ákærði og B komu aftur í íbúð hans eftir að hafa ekið C til síns heima umrædda nótt. Ákærði taldi að þá hafi klukkan verið á bilinu 03:00 til 04:00 og vitnið B taldi að klukkan hafi verið um kl. 05:00 en hjá lögre glu sagði hann að klukkan hafi verið um 06:00. Allt bendir því til þess að töluvert hafi verið liðið á nóttina þegar ákærði, brotaþoli og B voru komin í sófann heima hjá honum. Þá standa líkur til þess að brotaþoli hafi verið talsvert ölvuð og auk þess þre ytt þar sem langt var liðið á nótt. Því er líklegt að brotaþoli hafi sofnað fljótlega eftir að hún lagðist í sófann sem er í samræmi við framburð hennar um það að hún muni síðast eftir sér þegar hún hafi lagst í sófann. Hvað þetta varðar þykir framburður b rotaþola trúverðugur og þá einnig um það að hún hafi ekki munað eftir kynmökum við ákærða. Enda er ekkert fram komið sem bendir til þess fyrir utan framburð ákærða. Vitnið, B, sem var með ákærða og brotaþola í sófanum lýsti því að hún hafi sofnað eða ver ið áfengisdauð. Hjá lögreglu sagði vitnið að brotaþoli hafi rotast eftir svona 20 mínútur. Vitnið hafi síðan séð ákærða vitnið að brotaþoli hafi veri hafi vitnið vísað ákærða út úr íbúðinni og ákærði hefur staðfest það. Þessi viðbrögð vitnisins benda til þess að það hafi litið svo á að hegðun ákærða hafi verið óviðeigandi. Vi tnið lýsti því einnig að daginn eftir atvikið hafi ákærði lýst atvikum fyrir brotaþola eins og vitnið hafi lýst þeim. Fram kom hjá ákærða að hann hafi borið tilfinningar til brotaþola en aldrei hafi verið neitt kynferðislegt á milli þeirra. Brotaþoli sagð i að ákærði hafi verið pirraður yfir því umrætt kvöld að ekki hafi verið um gagnkvæma hrifningu að ræða hjá henni gagnvart ákærða. Vitnið B lýsti því ákærði hafi sagst hafa tilfinningar til brotaþola en hún hafi ekki verið sátt við það og sagt að hún væri ekki hrifin af ákærða og ekki heldur af vitninu. Vitnið C lýsti því að það hafi komið til tals að ákærði væri með tilfinningar til brotaþola en hún hafi sagt að hún hefði ekki áhuga á ákærða. Þannig hefur ekkert komið fram um það að samdráttur hafi verið m eð ákærða og brotaþola umrætt kvöld og ekki heldur fyrir það tímamark. Þá gaf ekkert í samskiptum þeirra um kvöldið og nóttina til kynna að brotaþoli hefði kynferðislegan áhuga á ákærða. Því verður ekki séð að ákærði hafi mátt ætla að brotaþoli væri fús ti l þess að eiga við hann kynmök í umrætt sinn. Ákærði lét sér þannig a.m.k. í léttu rúmi liggja hvort samþykki brotaþola til kynferðismaka væri fyrir að fara í umrætt sinn. Ákærði hefur viðurkennt að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við brotaþola þ. e. stungið fingrum í leggöng hennar og sleikt kynfæri hennar. Ekkert er fram komið sem styður framburð ákærða um það að brotaþoli hafi átt frumkvæði að kynmökunum og að þau hafi farið fram með samþykki hennar sem jafnframt hafi verið veitt af frjálsum vilj a. Framburður ákærða hvað þetta varðar þykir ótrúverðugur þegar hliðsjón er höfð af ofanrituðu. Dómurinn telur, þrátt fyrir neitun ákærða, með vísan til alls framanritaðs að það sé hafið yfir skynsamlegan vafa og þar með sannað að ákærði hafi gerst se kur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök í ákæru og þar er réttilega heimfærð til 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt ákvæðinu telst það einnig nauðgun og varða sömu refsingu og mælt er fyrir um í 1. mgr. ákvæðisins að beita b lekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hana samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðin um eða skilið þýðingu hans. Ljóst er að sofandi manneskja er hvorki fær um að veita samþykki né sporna við kynferðismökum. Hefur ákærði unnið sér til refsingar í samræmi við þetta. 14 Ákærði hefur ekki áður sætt refsingu og hann var ungur að árum þegar hann framdi brot sitt. Verður tekið tillit til þessa við ákvörðun refsingar í þessu máli, sbr. 4. og 5. tölulið 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Við ákvörðun refsingar verður á hinn bóginn til refsiþyngingar litið til 1. og og 3. töluliðar 1. mgr. 70. gr. laganna. Brot ákærða var alvarlegt kynferðisbrot og með því braut ákærði gróflega gegn kynfrelsi brotaþola og því trausti sem hún bar til ákærða á grundvelli vináttu þeirra. Með vísan til framangreinds þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fa ngelsi í 18 mánuði. Í ljósi alvarleika brotsins og með hliðsjón af dómafordæmum eru ekki tilefni til að skilorðsbinda refsingu ákærða að neinu leyti. Í málinu gerir brotaþoli kröfu til þess að ákærða verði gert að greiða henni miskabætur að höfuðstól 3.0 00.000 króna auk vaxta og dráttarvaxta. Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn 2. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og hefur með háttsemi sinni bakað sér bótaábyrgð á grundvelli b. - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 gagnv art brotaþola. Háttsemi ákærða var til þess fallin að valda brotaþola miska og með henni braut hann gegn vinkonu sinni sem bar traust til ákærða. Þó ekki liggi fyrir vottorð um andlega líðan brotaþola má fullyrða að brot ákærða hefur haft áhrif á andlega l íðan hennar til hins verra. Með vísan til þessa, atvika málsins og dómafordæma þykir fjárhæð miskabóta til brotaþola hæfilega ákveðin 1.500.000 króna, auk vaxta og dráttarvaxta eins og nánar greinir í dómsorði. Einkaréttarkrafan var birt ákærða 4. ágúst 20 22 og tekur ákvörðun um dráttarvexti mið af því. Ákærði greiði allan sakarkostnað þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Elíasar Kristjánssonar lögmanns, sem þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af umfangi málsins og málskostnaðarreikningi 1.355.940 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Málsvarnarlaunin taka einnig til starfa verjandans á rannsóknarstigi málsins. Ákærði greiði aksturskostnað verjandans 23.124 krónur. Ákærði greiði þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Halldóru Aðalsteinsdóttur lö gmanns, sem þykja hæfilega ákveðin með hliðsjón af umfangi málsins og málskostnaðarreikningi 903.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Þóknunin tekur einnig til starfa réttargæslumannsins á rannsóknarstigi málsins. Ákærði greiði aksturskostnað réttargæ slumannsins 30.240 krónur og annan sakarkostnað 25.360 krónur. Af hálfu ákæruvalds sótti málið Þorbjörg Sveinsdóttir aðstoðarsaksóknari. Ingi Tryggvason héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð: Ákærði, X, sæti fangelsi í 18 mánuði. Ákærði gr eiði A 1.500.000 króna auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 31. desember 2021 til 4. september 2022, en með dráttarvöxtum samkvæmt 9. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs v erjanda síns, Elíasar Kristjánssonar lögmanns, 1.355.940 krónur og aksturskostnað verjandans 23.134 krónur. Ákærði greiði þóknun skipaðs réttargæslumanns brotaþola, Halldóru Aðalsteinsdóttur lögmanns, 903.000 krónur og aksturskostnað réttargæslumannsins 30.240 krónur. Ákærði greiði annan sakarkostnað 25.360 krónur.