LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 10. júní 2021. Mál nr. 377/2021 : Ákæruvaldið ( enginn ) gegn X (enginn) Y , (enginn) Z , (enginn) Þ , (enginn) Æ og (enginn) Ö (enginn) ( Gísli M. Auðbergsson, lögmaður brotaþola ) Lykilorð Kærumál. Brotaþoli. Réttargæslumaður. Úrskurður héraðsdóms felldur úr gildi. Útdráttur Felldur var úr gildi úrskurður héraðsdóms þar sem brotaþola var synjað um skipun réttargæslumanns. Á grundvelli nýs læknisvottorðs féllst Landsréttur á að brotaþoli he fði þörf fyrir sérstaka aðstoð réttargæslumanns til þess að gæta hagsmuna sinna í málinu, sbr. skilyrði lokamálsliðar 2. mgr. 41. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Ragnheiður Bragadóttir og Símon Sigvaldason kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Brotaþoli, A , skaut málinu til Landsréttar með kæru 4. júní 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 8. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 1. j úní 2021 í málinu nr. S - /2020 þar sem brotaþola var synjað um skipun réttargæslumanns. Kæruheimild er í e - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 2 Brotaþoli krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að lagt verði f yrir héraðsdóm að skipa Gísla M. Auðbergsson lögmann sem réttargæslumann brotaþola. 3 Hvorki sóknaraðili né varnaraðilar hafa látið málið til sín taka fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar er staðfest sú niðurstaða héraðsd óms að læknisfræðileg gögn sem liggi fyrir í málinu beri með sér að brotaþoli hafi í umrætt sinn orðið fyrir verulegu heilsutjóni, sbr. 2. mgr. 41. gr. laga nr. 88/2008. Þá liggur fyrir að ákærða Æ er barnsmóðir brotaþola. Teljast þau vera nákomin í skilni ngi ákvæðisins. 5 Af hálfu brotaþola hefur verið lagt fyrir Landsrétt vottorð frá C geðlækni sem dagsett er 2. júní 2021. Þar kemur fram að brotaþoli glími við veikindi og hafi verið öryrki af þeim sökum í um áratug. Ástand hans hafi versnað til muna í k jölfar þeirra atvika sem ákært sé fyrir í máli þessu. Afleiðingarnar séu langvinnar og hafi enn frekar skert getu brotaþola á flestum sviðum. Er það mat geðlæknisins að nauðsynlegt sé að brotaþoli njóti aðstoðar réttargæslumanns við meðferð sakamálsins. 6 A ð framangreindu virtu er fallist á að brotaþoli hafi þörf fyrir sérstaka aðstoð réttargæslumanns til þess að gæta hagsmuna sinna í málinu, sbr. skilyrði lokamálsliðar 2. mgr. 41. gr. laga nr. 88/2008. Verður hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi og lag t fyrir héraðsdómara að skipa brotaþola réttargæslumann. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að skipa brotaþola réttargæslumann. Úrskurður Héraðsdómur Norðurlands eystra 1. júní 2021 I Í málinu eru ákærðu X, Þ og Ö, ákærðir fyrir frelsissviptingu, líkamsárás og hótanir, þann 5. september 2017, m.a. fyrir að hafa ítrekað slegið í höfuð og líkama brotaþola, hafa sparkað og stigið á höfuð hans, sett viskastykki eða klút yfir andlit hans og hellt vatni yfir vit hans, hótað að beita frekara ofbeldi, hótað að henda honum í sjóinn, fram af brú, hótað að vinna honum mein með borvél og dúkahníf, og frelsissviptingu sem hafi staðið yfir í um fjórar klukkustundir. Brotin eru talin varða við 1. mgr. sbr. 2. mgr. 226. gr. og 2. mgr. 218. gr. og 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þá eru meðákærðu Y, Z og Æ ákærð fyrir hlutdeild í fyrrgreindum brotum. Ákærðu neita öll sök og hafna bótakröfu. Brotaþoli hefur uppi bótakröfu í málinu. Í bótakröfu hans er þess krafist að Gísli M. Auðbergsson lögmaður verði skipaður réttargæslu maður hans. Stefán Karl Kristjánsson lögmaður, verjandi Ö , krefst þess að þeirri beiðni verði synjað. Það ágreiningsefni v ar tekið til úrskurðar 31. maí sl. II 3 Byggir krafan á því að brotaþoli hafi orðið fyrir alvarlegum áverkum sem læknisfræðileg gögn sýni fram á. Auk þess hafi verið brotið gegn honum af nákomnum þar sem ein af ákærðu sé barnsmóðir hans. Þá sé málið þess e ðlis að þörf sé á skipun réttargæslumanns. Sækjandi tekur undir með lögmanni bótakrefjanda. Stefán Karl Kristjánsson verjandi ákærða Ö hefur mótmælt kröfunni. Af hálfu ákærða Ö er byggt á því að ekki séu skilyrði til skipunar réttargæslumanns. Ekki megi ætla að brotaþoli hafi orðið fyrir verulegu tjóni á líkama og andlegu heilbrigði til lengri tíma þar sem engin vottorð séu um slíkt. Þó barnsmóðir brotaþola sé ein af ákærðu þá sé engin sérstök þörf á að skipa réttargæslumann, en hún sé aðeins ákærð fyrir hlutdeild í málinu. Verjandi ákærðu Æ tekur undir en aðrir verjendur taka ekki afstöðu. III Í 2. mgr. 41. gr. laga nr. 88/2008 eru tilgreind skilyrði fyrir því að brotaþola verði skipaður réttargæslumaður. Það er skilyrði fyrir skipun að ætla megi að b rotaþoli hafi orðið fyrir verulegu tjóni á líkama eða andlegu heilbrigði af völdum brotsins eða að brotið hafi verið gegn honum af einhverjum sem er honum nákominn. Þá er það skilyrði fyrir skipun réttargæslumanns að brotaþoli hafi þörf fyrir sérstaka aðst oð réttargæslumanns til þess að gæta hagsmuna sinna í málinu. Í gögnum málsins eru áverkavottorð, en samkvæmt þeim var m.a. sjáanlegt mar á vinstra og hægra kinnbeini, bólga kringum auga og skurður á hægra augnloki. Mar var á báðum eyrum og bláir flekkir n iður háls hægra megin. Þá var blóð á hægri hljóðhimnu. Eymsli voru í miðlínu yfir miðjum hálshrygg og miðjan kvið. Auk þess voru fjögur rifbein brotin og brot á vinstri þvertind efsta lendhryggjar. Kemur fram að brotaþoli hafi verið lagður inn á skurðlækn ingadeild. Hann hafi verið í miklu áfalla ástandi fyrstu dagana eftir innlögn og því ákveðið að hann myndi leggjast inn á [ ] deild í einhverja daga eftir útskrift af skurðdeild. Brotaþoli hafi síðan leitar aftur til læknis þann 19. febrúar 2018 og kvartað um heyrnarleysi og versnandi verkjum. Þann 16. ágúst 2018 mætti hann í eftirlit en þá sýndi heyrnarit verulega skerðingu á heyrn. Var niðurstaða B læknis sú að áverki á hægra eyra hafi leitt til leka á heila og mænuvökva sem valdi leiðniheyrnartapi og sí ðan sýkingu í vökvann með tímabundnum skaða á andlitstaug, andlitslömun og síðan innra eyra, með taugaleiðnitapi. Læknisfræðileg gögn sem liggja fyrir í málinu bera því með sér að brotaþoli hafi í umrætt sinn orðið fyrir verulegu heilsutjóni, sbr. 2. mgr. 41. gr. laga nr. 88/2008. Fyrir liggur að ákærða Æ er barnsmóðir brotaþola. Teljast þau vera nákomin í skilningi ákvæðisins. Hins vegar hafa ekki verið lögð fram gögn eða vottorð um núverandi ástand brotaþola, hvorki líkamlegt né andlegt, til að sýna fra m á að hann hafi þörf fyrir sérstaka aðstoð réttargæslumanns í máli þessu. Ekki verður fram hjá því litið að brotaþoli nýtur nú þegar liðsinnis lögmanns til að halda uppi bótakröfu sinni í málinu. Að framangreindu virtu verður ekki talið að tilefni sé til að skipa brotaþola réttargæslumann til að gæta hagsmuna sinna við rekstur málsins fyrir dómstólum, sbr. skilyrði lokamálsliðar 2. mgr. 41. gr. laga nr. 88/2008. Berglind Harðardóttir aðstoðarmaður dómara kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu brotaþola, A, um að Gísli M. Auðbergsson lögmaður verði skipaður réttargæslumaður hans.