LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 1. apríl 2022. Mál nr. 353/2020 : Faxar ehf. ( Ólafur Eiríksson lögmaður ) gegn þrotabú i Karls Emils Werners s onar ( Árni Ármann Árnason lögmaður) Lykilorð Gjaldþrotaskipti. Þrotabú. Riftun. Gjöf. Endurgreiðsla. Skaðabætur. Dagsektir. Útdráttur Þrotabú K höfðaði mál gegn F og krafðist riftunar og/eða greiðslu fjármuna vegna afsals K á tveimur fasteignum og bifreið til F í aðdraganda gjaldþrots K. Í dómi héraðsdóms, sem staðfestur var í Landsrétti, var lagt til grundvallar að engar skuldir hefðu legið að baki veðskuldabréfum sem hvíldu á eigninni V þegar þrotamaður hefði afsalað henni til F og því hefði K afsalað eigninni án þess að nokkurt endurgjald kæmi fyrir hana. Þar sem ráðstöfun eignarinnar hefði farið fram þegar minna en sex mánuðir voru til frestdags var fallist á riftun ráðstöfunarinnar á grundvelli 1. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. og F gert að afhenda þrotabúinu fasteignina. Jafnframt var fallist á það með þrotabúi K að ráðstöfun fasteignar innar B, fyrir verð sem hefði verið langt undir markaðsverði eignarinnar, hefði falið í sér gjafagerning sem riftanlegur væri samkvæmt 2. mgr. 131. gr. laga nr. 21/1991. Var því fallist á kröfu þrotabúsins um riftun þeirrar ráðstöfunar auk þess sem F var gert að greiða þrotabúinu bætur sem námu mismun á fasteignarmatsverði eignarinnar og stöðu áhvílandi veðskulda sem F hefði tekið yfir á afsalsdegi. Þá var lagt til grundvallar að K hefði afsalað tilgreindri bifreið til F með tilkynningu til bifreiðarskrár eftir frestdag án þess að nokkurt endurgjald hefði komið á móti og því fallist á að sú ráðstöfun væri riftanleg á grundvelli 2. mgr. 139. gr. laga nr. 21/1991 og F gert að greiða þrotabúinu bætur sem jafngiltu eðlilegu kaupverði bifreiðarinnar þegar henni var afsalað til F. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Oddný Mjöll Arnardóttir og Símon Sigvaldason . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til Landsréttar 30. mars 2020. Ekki varð af þingfestingu sem átti að fara fram 13. maí sama ár. Hann áfrýjaði öðru sinni 8. júní 2 2020. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 4. mars 2020 í málinu nr. E - 152/2019 . 2 Áfrýjand i krefst aðallega sýknu af kröfum stefnda auk málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. Til vara krefst hann lækkunar á kröfum stefnda og að málskostnaður verði felldur niður á báðum dómstigum. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms auk málskost naðar fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Málsatvik eru skilmerkilega rakin í hinum áfrýjaða dómi. Eins og þar segir var bú Karls Emils Wernerssonar tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 16. apríl 2018. Frestdagur við skiptin var 21. júlí 2017. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur í búið námu 12.737.536.308 krónum. 5 Í máli þessu er deilt um heimild þrotabús Karls Emils Wernerssonar til að rifta tilteknum ráðstöfunum þrotamanns, það er sölu fasteignarinnar Via di Moriano 1625, Monte S. Quirico, í nágrenni Lucca á Ítalíu, til áfrýjanda 6. júlí 2017, sölu fasteignarinnar Blikaness 9, Garðabæ, til áfrýjanda með afsali 25. j anúar 2016 og sölu bifreiðarinnar EU - U48 til áfrýjanda með afsali 13. september 2017. 6 Ný skjöl hafa verið lögð fyrir Landsrétt, þar á meðal skrifleg yfirlýsing Gunnars Þórs Ásgeirssonar löggilts endurskoðanda 7. júlí 2020 sem gefin var að beiðni áfrýjanda í því skyni að hún yrði lögð fram í máli þessu. 7 Hvað varðar áðurnefnda fasteign á Ítalíu segir í yfirlýsingu Gunnars Þórs að eins og fram komi í fyrri yfirlýsingu hans 28. október 2019 hafi Lyf og heilsa hf. keypt skuldabréf af AMK ehf . sem hafi verið me ðal krafna í bókum Lyfja og heilsu hf. í lok árs 2014. Skuldabréfin, en Karl Emil hafi verið skuldari samkvæmt þeim, séu meðal krafna í ársreikningum Lyfja og heilsu hf. rekstrarárin 2014 til 2016. Í ársreikningum Lyfja og heilsu hf. vegna rekstraráranna 2 017 til 2019 sé áfrýjandi orðinn skuldari bréfanna eftir kaup hans á fasteigninni á Ítalíu. Þá komi fram í ársreikningi áfrýjanda vegna sömu rekstrarára að áfrýjandi sé skuldari umræddra skuldabréfa gagnvart Lyfjum og heilsu hf. eftir kaup áfrýjanda á fast eigninni á Ítalíu. Loks segir að viðkomandi færslur og stöður í ársreikningum félaganna hafi verið byggðar á bókhaldi þeirra og hafi viðkomandi bókhaldsárum verið lokað um mitt næsta ár eftir færsluár. 8 Þá staðfesti Gunnar Þór með sömu yfirlýsingu 7. júlí 2020 að samkvæmt bókhaldi áfrýjanda og ársreikningi hans hafi áfrýjandi keypt fasteignina að Blikanesi 9 í Garðabæ af Karli Emil á árinu 2015 fyrir 150.000.000 króna. Þá staðfesti Gunnar Þór einnig að tilgreindar greiðslur frá Lyfjum og heilsu hf. til Kar ls Emils, Gjaldheimtunnar, LOGOS slf., Lyfja og heilsu hf., Kviku banka hf. og Lækjarbrautar ehf. hafi verið skráðar í bókhald Lyfja og heilsu hf. sem greiðslur fyrir hönd áfrýjanda til Karls Emils vegna kaupa áfrýjanda á Blikanesi 9. Hafi greiðslurnar, se m nema samtals 78.120.938 krónum og voru greiddar til nefndra aðila á tímabilinu frá 11. júní 3 2015 til 16. nóvember sama ár, verið skráðar í bókhaldi áfrýjanda sem greiðsla kaupverðs vegna Blikaness 9 og skuld við Lyf og heilsu hf. Hafi ársreikningar félag anna endurspeglað greiðslurnar og bókhaldsárum félaganna verið lokað um mitt næsta ár eftir færsluár. 9 Loks var staðfest í sömu yfirlýsingu Gunnars Þórs að bókhald áfrýjanda beri það með sér að í lok árs 2012 hafi félagið keypt bifreiðina EU U48 af Karli Em il og hafi bifreiðin verið eignfærð hjá áfrýjanda í lok ársins á 15.000.000 króna. Karl Emil hafi á þessum tíma staðið í skuld við áfrýjanda og hafi fjárhæðin verið færð til lækkunar á skuldastöðu Karls Emils við áfrýjanda. Bæði ársreikningur og skattskýrs lur áfrýjanda fyrir rekstrarárin 2012 til 2020 beri það með sér að áfrýjandi hafi keypt bifreiðina af Karli Emil Wernerssyni. 10 Með tveimur dómum Landsréttar 3. desember 2021 í málum nr. 52/2021 og 53/2021 var leyst úr tveimur ógildingarmálum sem Lyf og hei lsa hf. höfðaði samkvæmt lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála og krafðist þess að ógilt yrðu skuldabréf að fjárhæð 90.000.000 króna og 110.000.000 króna sem útgefin voru af Karli Emil Wernerssyni til Sjávarsýnar ehf. og Arks ehf., síðar Snæbóls ehf., og tryggð voru með tryggingarbréfum á fyrsta og öðrum veðrétti í fyrrnefndri fasteign á Ítalíu. Stefndi í máli þessu mótmælti ógildingu skuldabréfanna. Við meðferð málsins kom fram af hálfu Lyfja og heilsu hf. að skuldabréfin hefðu týnst í vörslum upphaflegra kröfuhafa þeirra og hefðu þau því aldrei komist í vörslur Lyfja og heilsu hf. eins og haldið væri fram í ógildingarstefnu. Í dómum Landsréttar segir að af gögnum málsins væri ljóst að AMK ehf., sem ekki hefði verið aðili að því réttarsambandi sem stofnað hefði verið til með útgáfu skuldabréfanna, hefði án skyldu greitt þau upp árið 2013 án þess að krafa samkvæmt þeim hefði verið framseld félaginu. Þar með hefðu kröfuréttindi samkvæmt skuldabréfunum fallið niður ásamt veðréttindum sem voru til tryggingar gr eiðslu þeirra. Var Lyfjum og heilsu hf. því synjað um ógildingardóm í báðum málum, sbr. 4. mgr. 121. gr. laga nr. 91/1991. 11 Við aðalmeðferð máls þessa fyrir Landsrétti gaf Gunnar Þór Ásgeirsson skýrslu. Staðfesti vitnið yfirlýsingu sína 7. júlí 2020 og sag ði efni hennar eiga sér samsvörun í bókhaldi Lyfja og heilsu hf. og áfrýjanda. Þá svaraði vitnið því að kröfuréttindi samkvæmt tveimur veðskuldabréfum sem fjallað var um í dómum Landsréttar í málum nr. 52/2021 og 53/2021 hefðu fallið niður og að einungis h efði staðið eftir endurgreiðslukrafa AMK ehf. sem hefði verið framseld með samkomulagi 30. desember 2014 og skráð í bækur Lyfja og heilsu hf. eftir framsalið. Þá kom fram í 2014 hefði lækkað að hluta til vegna framsals kröfunnar. Enn fremur að eignahlið efnahagsreiknings Lyfja og heilsu hf. hefði á sama ári hækkað að hluta til vegna tengda aðil 4 þessara tveggja félaga endurspeglað að áfrýjandi hefði yfirtekið þessa skuld Karls Emils. Niðurstaða 12 Í máli þessu leitast áfrýjandi við að sýna fram á að viðskipti hans og þrot amanns hafi verið með öðrum hætti en skrifleg gögn um eignayfirfærslurnar beri með sér. Þannig er því haldið fram að þrotamaður hafi selt fasteignina að Blikanesi 9 í Garðabæ löngu fyrir frestdag, eða á árinu 2015, og bifreiðina EU U48 árið 2012. Hvað varð ar fasteignina á Ítalíu snýr deila aðila að því hvort áfrýjandi hafi tekið yfir lán samkvæmt skuldabréfum sem tryggð voru með veði í fasteigninni, lán sem þrotamaður skuldaði Lyfjum og heilsu hf. Heldur áfrýjandi því fram að kaupverðið hafi verið greitt me ð yfirtöku áhvílandi skulda og því standi áfrýjandi í skuld gagnvart Lyfjum og heilsu hf. vegna þeirrar yfirtöku. Stefndi byggir á hinn bóginn á því að engar skuldir hafi hvílt á fasteigninni og því hafi áfrýjandi fengið eignina að gjöf. 13 Færslur í bókhaldi og efnahagsreikningi áfrýjanda, AMK ehf. og Lyfja og heilsu hf. sem áfrýjandi byggir málatilbúnað sinn á fá ekki næga stoð í öðrum gögnum málsins. Jafnframt fá þær ekki haggað þeim skjölum um yfirfærslu eignanna sem um ræðir til áfrýjanda sem raki n eru og byggt er á í hinum áfrýjaða dómi. Þá liggur fyrir að kröfuréttindi samkvæmt tveimur skuldabréfum sem um er fjallað í dómum Landsréttar 3. desember 2021 í málum nr. 52/2021 og 53/2021, og veðréttindi til tryggingar greiðslu bréfanna, féllu niður 23 . júlí 2013 þegar AMK ehf. greiddi andvirði skuldabréfanna án skyldu vegna þess að skuldabréfin hefðu ekki verið framseld félaginu. Var það fjórum árum áður en þrotamaður seldi áfrýjanda títtnefnda fasteign á Ítalíu. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með vísan til forsenda hins áfrýjaða dóms verður hann látinn óraskaður að öðru leyti en því að upphafsdagur dagsekta ákveðst 30 dögum frá uppkvaðningu dóms þessa. 14 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað skal vera óraskað. 15 Með vísan til 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður áfrýjanda gert að greiða stefnda málskostnað fyrir Landsrétti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður að öðru leyti en því að upphafsdagur dagsekta er 30 dögum frá uppkvaðningu dóms þessa. Áfrýjandi, Faxar ehf., greiði stefnda, þrotabúi Karls Emils Wernerssonar, 1.200.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. 5 Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 4. mars 2020 Mál þetta, sem var dómtekið 28. janúar sl., var höfðað með stefnu birtri 20. desember 2018. Stefnandi er þrotabú Karls Emils Wernerssonar, Tjarnargötu 36 í Reykjavík. Stefndi er einkahlutafélagið Faxar, Síðumúla 20 í Reykjavík. Dómkröfur stefnanda eru eftirfarandi: I. Vegna fasteignarinnar Via di Moriano 1625, Monte S. Quirico, við Lucca á Ítalíu Aðallega að (i) rift verði með dómi ráðstöfun þrotamanns, Karls Emils Wernerssonar, sem fólst í því að þann 6. júlí 2017 seldi hann stefnda fasteignina Via di Moriano númer 1625, í hverfinu Monte S. Quirico, í nágrenni borgarinnar Lucca á Ítalíu, o g jafnframt (ii) að stefndi verði dæmdur til að afsala aftur til stefnanda nefndri fasteign að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 3.000.000 króna á dag er falli á að liðnum fimm dögum frá uppkvaðningu dóms, hafi framangreindri skyldu stefnda ekki verið fullnæg t fyrir þann tíma. Ef fallist verður á riftun samkvæmt lið (i) en verði afsali eignarinnar ekki komið við samkvæmt lið (ii) krefst stefnandi þess að stefndi greiði sér 2.231.210,35 evrur ásamt dráttarvöxtum af þeirri fjárhæð frá málshöfðunardegi til greiðs ludags, sbr. og ákvæði III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, einkum 4. mgr. 5. gr. og 1.mgr. 6. gr. laganna. Til vara krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða sér 2.231.210,35 evrur ásamt dráttarvöxtum frá málshöfðunardegi til greiðsludags, sbr. ákvæði III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, einkum 4. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna og til þrautavara að stefndi verði dæmdur til greiðslu sömu fjárhæðar með dráttarvöxtum frá 17. febrúar 2019 til greiðsludags, sbr. ákvæði III. og IV. kafla vaxta laga nr. 38/2001, einkum 1. mgr. 6. gr. og 9. gr. laganna. II. Vegna fasteignarinnar Blikaness 9 í Garðabæ Aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 79.711.483 krónur ásamt dráttarvöxtum frá málshöfðunardegi til greiðsludags, sbr. ákvæði II I. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, einkum 4. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna. Til vara að (i) rift verði með dómi ráðstöfun þrotamanns, Karls Emils Wernerssonar, sem fólst í því að þann 25. janúar 2016 afsalaði hann til stefnda fasteigninni Blikanesi 9 í Garðabæ, fastanúmer 206 - 9348, og jafnframt (ii) að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 79.711.483 krónur ásamt dráttarvöxtum frá málshöfðunardegi til greiðsludags sbr. ákvæði III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, einkum 4. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna. III. Vegna Mercedes Benz - bifreiðar með fastanúmer EU - U48 Aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 7.748.410 krónur ásamt dráttarvöxtum frá málshöfðunardegi til greiðsludags sbr. ákvæði III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, einkum 4 . mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna. Til vara að (i) að rift verði með dómi ráðstöfun þrotamanns, Karls Emils Wernerssonar, sem fólst í því að þann 13. september 2017 afsalaði hann til stefnda bifreiðinni Mercedes Benz með fastanúmerið EU - U48 og jafnf ramt (ii) að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 7.748.410 krónur ásamt dráttarvöxtum frá málshöfðunardegi til greiðsludags, sbr. ákvæði III. kafla vaxtalaga nr. 38/2001, einkum 4. mgr. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna. Í öllum tilvikum krefst ste fnandi greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda og greiðslu málskostnaðar úr hendi stefnanda að mati dómsins. Atvik máls og ágreiningsefni Með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness 16. apríl 2018 var bú Karls Emils Wernerssonar tekið til gjaldþrotaskipta, að beiðni þrotabús Milestone ehf. Grundvöllur gjaldþrotaskiptabeiðninnar var árangurslaus löggeymsla sem gerð var hjá þrotamanni 5. júlí 2017. Árn i Ármann Árnason lögmaður er 6 skiptastjóri þrotabúsins. Frestdagur við skiptin er 21. júlí 2017. Lýstar kröfur í búið nema liðlega 12.737.536.308 krónum en engar eignir fundust í búinu við upphaf skipta. Fyrir liggur að þrotamaður var einn aðaleigenda og stjórnarformaður Milestone ehf., sem tekið var til gjaldþrotaskipta 1. september 2009. Það félag átti m.a. Sjóvá - Almennar tryggingar hf., hlut í Glitni banka hf. og Lyfjum og heilsu hf. Milestone ehf. er l angstærsti kröfuhafinn í þrotabú þrotamanns og nema lýstar kröfur þess félags 11.793.647.002 krónum. Þann 8. nóvember 2010 höfðaði þrotabú Milestone ehf. skaðabótamál gegn þrotamanni og fleirum. Því máli lauk með dómi Hæstaréttar í máli nr. 40/2017, kveðnu m upp 9. maí 2018, þar sem þrotamanni ásamt fleirum var gert að greiða þrotabúinu óskipt 346.350 evrur, 419.229 svissneska franka, 28.046.557 japönsk jen og 134.445 bandaríkjadali að viðbættum vöxtum. Þá var þrotamaður dæmdur til að greiða sama aðila 5.195 .721.859 krónur að viðbættum dráttarvöxtum með dómi Hæstaréttar í máli nr. 325/2017, kveðnum upp 17. maí s.á. Sá málarekstur hófst 13. janúar 2011 og laut að umdeildum kaupum þrotamanns og bróður hans á hlutabréfum systur þrotamanns í Milestone ehf. Vegna sömu viðskipta hlaut þrotamaður refsidóm með dómi Hæstaréttar nr. 74/2015, kveðnum upp 28. apríl 2016. Sá refsidómur varð til þess að þrotamaður varð að hætta sem framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu hf. og jafnframt þurfti hann að hætta í stjórn margra félaga sem hann sat í á þeim tíma. Þá hóf skattrannsóknarstjóri rannsókn á skattskilum þrotamanns árið 2011. Niðurstaða rannsóknar skattrannsóknarstjóra var sú að þrotamaður hefði skilað efnislega röngum skattframtölum árin 2006 2009. Vegna þessa voru skattar þ rotamanns endurákvarðaðir með úrskurði kveðnum upp 25. júní 2015 og hækkaðir um 531.923.619 krónur. Þar til nokkru áður en bú þrotamanns var tekið til gjaldþrotaskipta átti þrotamaður m.a. félagasamstæðu fjögurra félaga; Toska ehf., sem átti Faxa ehf. sem átti stefnda, sem heitir Faxar ehf., sem átti 99,45% í Lyfjum og heilsu hf. Í ársreikningi Toska ehf. fyrir árið 2014, sem skilað var til fyrirtækjaskrár 10. nóvember 2015, er þrotamaður sagður eigandi félagsins. Um mánaðamótin apríl - maí 2016 barst RSK be iðni um að þeim ársreikningi yrði skipt út fyrir nýjan ársreikning sem sendur var fyrirtækjaskrá. Var sagt að villa hefði verið í eldri ársreikningi. RSK féllst á þetta. Samkvæmt nýja ársreikningum er sonur þrotamanns, Jón Hilmar Karlsson, sagður eigandi f élagsins. Í skýrslugjöf þrotamanns hjá skiptastjóra þann 18. apríl 2018 sagði þrotamaður að hann hefði selt syni sínum sínum einkahlutafélagið Toska fyrir 1.133.000 kr. þann 13. janúar 2014. Við skýrslugjöfina sagði þrotamaður að að baki þessum viðskiptum hefðu legið verðmöt KPMG og sérfræðiskýrsla frá Grant Thornton og að hann teldi að lögmannsstofan Lex hefði unnið álit fyrir Íslandsbanka vegna viðskiptanna. Með kaupsamningi, dagsettum 28. janúar 2015, seldi þrotamaður síðan Faxa ehf. fjögur einkahlutafé lög í sinni eigu fyrir eina krónu hvert, m.a. félögin Fet ehf. og Vátt ehf. Stefnandi hefur krafist riftunar á sölu nefndra félaga og er rekið annað dómsmál vegna þess. Samkvæmt upplýsingum úr hlutafélagaskrá 11. nóvember 2018 er Anna Guðný Aradóttir eini skráði stjórnarmaður félagsins og Kjartan Örn Þórðarson varamaður í stjórn. Enginn er skráður framkvæmdastjóri eða prókúruhafi. Þrotamaður hefur nú afsalað til stefnda fasteign sinni á Ítalíu, einbýlishúsinu að Blikanesi 9 og Mercedes Benz - bifreið sem ha nn átti. Málarekstur stefnanda í þessu máli er á því reistur að sala þessara þriggja eigna feli í sér riftanlegar ráðstafanir og með þeim gerningum hafi stefndi bakað sér bótaábyrgð gagnavart stefnanda eða, í tilviki fasteignarinnar á Ítalíu, beri honum að skila eigninni til þrotabúsins. Fasteigninni á Ítalíu afsalaði þrotamaður til stefnda með kaupsamningi dagsettum 6. júlí 2017, eða degi eftir að árangurlaus löggeymsla var gerð hjá honum. Samkvæmt kaupsamningi er fasteignin sögð þriggja hæða íbúðarhús me ð 40 herbergjum ásamt stórum bílskúr, samtals 1.158 m 2 , sem stendur á um 5,5 hektara lóð skammt utan við borgina Lucca. Kaupverð eignarinnar var 2.232.210,34 evrur. Í kaupsamningnum segir að kaupverðið hafi verið að fullu greitt með yfirtöku áhvílandi veðs kulda, veðhafarnir hafi annars vegar verið Sjávarsýn ehf. og hins vegar Akur ehf. sem nú heitir Snæból ehf. Skuldir við þessi félög á kaupsamningsdegi er sögð nema 939.456,90 evrum við Sjávarsýn ehf. og 1.291.753,45 evrum við Akur ehf. Í skýrslutöku hjá sk iptastjóra, 27. nóvember 2018., upplýsti þrotamaður að umrædd félög hefðu lánað sér fjármuni í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu Lyfja og heilsu 7 hf. og veðsetning þessi tengdist þeim viðskiptum. Sagði hann jafnframt að staða umræddra skulda á ka upsamningsdegi hefði verið sú sem að framan greinir. Í tölvupósti frá Finni R. Stefánssyni, framkvæmdastjóra Snæbóls ehf., til skiptastjóra stefnanda 4. desember 2018 svarar hann fyrirspurn hans um framangreint lán til þrotamanns. Þar segir hann að Snæból ehf. hafi ekki átt neina kröfu á þrotamann þann 6. júlí 2017 og að félagið hafi ekki verið með veðrétt í hinni seldu eign á þeim tíma. Í svarinu var þess einnig getið að félagið hefði lánað þrotamanni um áramótin 2011 - 2012 fjármuni með veði í framangreind ri eign. Það lán hafi verið að fullu gert upp við Snæból ehf. í júlí 2013. Í tölvupósti Bjarna Ármannssonar, eiganda Sjávarsýnar ehf., frá 12. desember 2018 kemur fram að félagið hafi ekki átt neina fjárkröfu á þrotamann þann 6. júlí 2017. Sömu aðilar hafa einnig undirritað samhljóða yfirlýsingar, dagsettar 14. október 2019, þar sem fram kemur að þrotamaður hafi gefið út veðskuldabréf til félaga þeirra með veði í framangreindi fasteign á Ítalíu. AMK ehf. hafi greitt upp skuld samkvæmt veðskuldabréfunum þann 23. júlí 2013. Eftir framangreindar greiðslur hafi félögin því ekki verið eigendur þessara veðskuldabréfa. Þá liggur fyrir í málinu yfirlýsing Kjartans Arnars Þórðarsonar, fyrir hönd AMK ehf., dagsett 17. október 2019, þar sem því er lýst yfir að framangr eind veðskuldabréf hafi verið framseld félaginu í júlí 2013 eftir greiðslu kaupverðsins. Þá liggur jafnframt fyrir yfirlýsing frá Kjartani Erni dagsett sama dag, fyrir hönd Lyfja og heilsu hf., þar sem því er lýst yfir að AMK ehf. hafi framselt bréfin því félagi 30. desember 2014. Svo sem nánar er rakið í kaflanum um málsástæður og lagarök stefnanda, þá byggir stefnandi á því að framangreindar skuldir við Snæból ehf. og Sjávarsýn ehf. hafi verið endurgreiddar löngu fyrir sölu fasteignarinnar og eignin hafi því verið veðbandalaus við söluna. Því hafi þrotamaður í reynd afhent stefnda eignina án endurgjalds og einungis að nafninu til. Tengt síðargreinda atriðinu þá staðfesti Anna Guðný Aradóttir, stjórnarmaður stefnda, í skýrslu fyrir dómi að þrotamaður hefði enn afnot af eigninni. Þá liggur fyrir að eignin hefur einnig verið leigð út og leigugreiðslur hafa borist þrotamanni. Þrír leigjendur sem greitt hafa þrotamanni á bilinu 550.000 til 750.000 krónur kveða þær fjárhæðir hafa verið greiddar þrotamanni vegna l eigu á húsinu sumarið 2017, samkvæmt skriflegum svörum þeirra til skiptastjóra. Með afsali dagsettu 25. janúar 2016 afsalaði þrotamaður einbýlishúsi sínu að Blikanesi 9 til stefnda. Afsalið er undirritað af þrotamanni fyrir hönd stefnda. Í afsalinu kemur fram að húsið sé 421,8 m 2 og fasteignamat þess hafi verið 152.300.000 krónur. Þá er greint frá því að samkvæmt þinglýsingarvottorði hvíli þrjú veðskuldabréf á eigninni, öll gefin út 28. september 2009, samtals að fjárhæð 57.780.000 krónur. Kaupandi yfirtók framangreindar veðskuldir. Kaupverðs er ekki getið í afsalinu en tekið er fram að það sé að fullu greitt. Í kauptilboði, dagsettu 29. júní 2015, og samþykktu af þrotamanni sama dag, kemur fram að kaupverðið sé 150.000.000 sem greiða skuli með reiðufé; ann ars vegar með 115.000.000 króna greiðslu við undirritun kaupsamnings, sem skuli fara fram eigi síðar en 1. september 2015, og mismuninn við afhendingu afsals sem skuli fara fram innan sex vikna frá undirritun kaupsamnings. Þá segir í tilboðinu að eignina s kuli afhenda veðbandslausa. Þrotamaður kemur fram fyrir hönd stefnda í þessum viðskiptum. Kaupsamningur um eignina liggur ekki fyrir í málinu. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi ekki greitt neitt fyrir einbýlishúsið umfram það sem fólst í yfirtöku skul da. Stefndi mótmælir því og kveður kaupverðið hafa verið greitt, annars vegar með yfirtöku veðskulda og hins vegar með peningagreiðslum sem hafi verið inntar af hendi af hálfu Lyfja og heilsu hf. fyrir reikning þrotamanns. Þann 13. september 2017 var ökutæ kjaskrá send tilkynning um eigendaskipti Mercedes Benz - bifreiðar með fastanúmer EU - U48. Matsverð bifreiðarinnar í skattframtali þrotamanns 2017 var 7.748.410 krónur. Samkvæmt tilkynningunni seldi þrotamaður stefnda bifreiðina. Við skýrslutöku hjá skiptastj óra 13. nóvember 2018 sagði þrotamaður að viðskiptin hefðu í raun farið fram í desember 2012 eða 2013 en eigendaskiptin hefðu hins vegar ekki gengið í gegn. Þá upplýsti þrotamaður að hann hefði enn endurgjaldslaus afnot af bifreiðinni og hún væri í umráðum hans. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi ekkert greitt fyrir bifreiðina og því hafi verið um gjöf að ræða. Stefndi andmælir því og kveður stefnda hafa keypt bifreiðina af þrotamanni árið 2012 fyrir 15.000.000 króna og átt hana og rekið allar götur sí ðan. 8 Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi reisir kröfur sínar á því að sala á umdeildum eignum, fasteignunum á Ítalíu og í Garðabæ og áðurnefndri bifreið, séu gjafagerningar sem séu að öllu leyti ótilhlýðilegir. Markmið málssóknar þessarar á hendur stefnda sé að endurheimta verðmæti sem ekki séu til reiðu til fullnustu kröfuhöfum þrotabús þrotamanns með því að hafa uppi kröfur um afhendingu fasteignar á Ítalíu og greiðslu á söluverði fasteignarinnar Blikaness 9 og Mercedes Benz - bifreiðarinnar. Aðfe rð þrotamannsins, þegar hann hann hafi séð fram á gjaldþrot sitt, hafi í meginatriðum falist í tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu hafi hann framselt félagið Toska ehf., sem hafi verið efst í eignasamstæðu hans, fyrir gjafverð til sonar síns. Í seinna skrefi nu hafi hann síðan framselt nær allar eignir sem hann átti eftir til félaga neðar í samstæðunni, svo sem til Faxa ehf. og stefnda. Þrotamaður nýti áfram eignirnar og hafi stjórn þeirra með höndum. Með framangreindum aðgerðum hafi þrotamaður orðið nær eigna laus. Stuttu fyrir gjaldþrotaúrskurðinn hafi hann átt nokkrar milljónir á bankareikningi sínum og gamla Toyota Auris - bifreið. Innstæðuna á bankareikningnum hafi hann tekið út í seðlum og Auris - bifreiðina hafi hann selt þremur dögum fyrir úrskurð gegn penin gagreiðslu sem hann eyddi áður en skiptastjóri lét loka bankareikningi hans. Sonur þrotamanns, Jón Hilmar Karlsson, hafi skýrt kaup sín á Toska ehf. af föður sínum fyrir skiptastjóra á fundi 5. desember 2018 með þeim orðum að hann hafi verið að gera honum greiða. Allar kröfur stefnanda styðjist við eftirfarandi málsástæður: Stefndi sé nákominn þrotamanni þar sem um sé að ræða félag sem er að öllu leyti í eigu Faxa ehf. sem er dótturfélag Toska ehf. sem er í 100% eigu Jóns Hilmars Karlssonar sem er sonur þr otamanns. Því eigi 3. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., við í þessu sambandi, einkum 4. tölul. en einnig 6. tölul. greinarinnar. Hafi það verulega þýðingu við mat á riftanleika þeirra ráðstafana sem um sé deilt, m.a. við mat á gjafagerningum , grandsemi riftunarþola um ógjaldfærni og ótilhlýðileika ráðstafana þar sem lögbundin skilyrði riftunar undir gjaldþrotaskiptum séu rýmri gagnvart nákomnum en öðrum aðilum. Almennt sé talið að löglíkur séu fyrir því að viðskipti milli nákominna í aðdragan da gjaldþrots séu fremur talin gjöf en ráðstöfun á viðskiptalegum forsendum. Þrotamaður hafi verið ógjaldfær löngu áður en sala á fasteignunum og bifreiðinni fór fram og stefnda hafi verið fullkunnugt um það. Í hugtakinu ógjaldfærni felist að eignir þrotam anns séu minni en skuldir (eignahalli) og að hann geti ekki staðið í fullum skilum við kröfuhafa sína þegar kröfur þeirra falli í gjalddaga og ekki sé talið sennilegt að greiðsluerfiðleikar muni líða hjá innan skamms tíma (ógreiðslufærni). Þrotamaður hafi verið ógjaldfær a.m.k. frá árinu 2013. Vísar stefnandi í því sambandi til forprentaðs skattframtals hans það ár, en þrotamaður hætti sjálfur að skila inn skattframtölum árið 2010, þar sem fram komi að skuldir séu meiri en eignir. Þá beri að taka tillit ti l þess, þegar fjárhagsstaða þrotamanns á því ári og upp frá því sé metin, að þá þegar voru í gangi a.m.k. tvö skaðabótamál gegn þrotamanni. Annars vegar mál sem lauk með dómi Hæstaréttar 17. maí 2018 nr. 327/2017. Þau málaferli hafi hafist í janúar 2011 og lotið að bótakröfu sem átti rætur að rekja til háttsemi þrotamanns á árunum 2006 og 2007, sem sé tjónsatburðartími. Með framangreindum dómi Hæstaréttar var þrotmanni gert að greiða tjónþola tæplega 5,2 milljarða í skaðabætur. Þá var hann með dómi Hæstarét tar 8. maí 2018 í máli nr. 40/2017 dæmdur til að greiða lánardrottni fjárhæð í erlendum gjaldmiðlum sem á dómsuppkvaðningardegi nam tæplega 125,5 milljónum króna, auk vaxta en að frádreginni liðlega 7,3 milljóna króna innborgun. Stefnandi byggir á því að t jónsatburður sem leiddi til greiðsluskyldu þrotamanns samkvæmt síðarnefnda dóminum hafi orðið 4. júní 2007. Beri því við mat á fjárhagsstöðu þrotamanns árið 2013 að taka mið af framangreindum skaðabótamálum enda hafi þrotamaður þá þegar valdið tjóni og mál aferli verið hafin til innheimtu bóta vegna þeirra. Fjárhagsstaða þrotamanns hafi haldið áfram að versna upp frá þessu. Vísar stefnandi í því efni til skattframtala, sem sýni skuldir hans vaxa milli ára auk þess sem skattrannsóknarstjóri hafi lokið skattr annsókn 2014 sem leiddi til endurákvörðunar skatta árið 2015 sem nam tæplega 532 milljónum króna. Í árslok 2017 hafi eignir þrotamanns verið nær horfnar en skuldir verið um 581,6 milljónir króna, 9 samkvæmt skattframtali, til viðbótar við framangreindar kröf ur samkvæmt dómum og endurákvörðun skattyfirvalda. Með vísan til framangreinds byggir stefnandi á því að það sé engum vafa undirorpið að þrotamaður hafi verið ógjaldfær allt frá árinu 2013 og út árið 2017 og bæði þrotamanni sjálfum og stefnda hafi verið fullljóst að hann gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar og væri þar af leiðandi ógjaldfær. Ógjaldfærni þrotamanns hafi verið óslitin allt til frestdags eins og forskráð framtöl hans beri með sér, sem og umfjöllunin í þessum kafla. Jafnframt byggir stef nandi á því að, eins og atvikum sé háttað, og þrátt fyrir almennar sönnunarreglur skaðabótaréttar, beri að snúa sönnunarbyrðinni við og gera stefnda að sýna fram á að þær ráðstafanir sem hér eru til umfjöllunar hafi ekki verið ólögmætar og stefnanda óhagfe lldar og hafi þar af leiðandi ekki valdið stefnanda tjóni. Það standi stefnda nær að tryggja sér sönnun fyrir því að umræddar ráðstafanir hafi í raun verið lögmætar og verið gerðar á eðlilegum forsendum á þeim tíma er þær fóru fram. Þrotamaður hafi enn þá umráð yfir mörgum af þeim eignum sem hann hafi afsalað til stefnda, þar á meðal þeim eignum sem riftunarkröfur máls þessa lúti að. Jafnframt hafi hann umráð annarrar bifreiðar sem hann hafi afsalað til stefnda og fasteignar við Lækjarbraut 14 í Rangárþing i ytra sem hann afsalaði til stefnda 9. október 2013. Skrifstofa þrotamanns sé í Síðumúla 20 þar sem öll fyrirtækin í áðurnefndri fyrirtækjasamsteypu hafi aðsetur. Byggt er á því að þrotamaður sé hinn raunverulegi stjórnandi þeirra félaga og vísar stefnan di í þessu efni til skýrslna Jóns Hilmars Karlssonar hjá skiptastjóra sem renni stoðum undir þessa staðhæfingu en þar hafi hann ekki getað gefið neinar upplýsingar um eða skýringar á rekstri Toska ehf. Nánar rökstyður stefnandi kröfur sínar í kröfulið I me ð eftirfarandi hætti: Krafa stefnanda feli í sér yfirlýsingu um riftun á þeirri ráðstöfun þrotamanns sem fólst í því að 6. júlí 2017 afsalaði hann til stefnda fasteigninni Via di Moriano númer 1625 í hverfinu Monte S. Quirico, í nágrenni borgarinnar Lucca á Ítalíu. Um sé að ræða löggerning á milli tveggja nákominna aðila sem hafi verið gerður 15 dögum fyrir frestdag þegar þrotamaður hafi augljóslega séð fram á gjaldþrot sitt. Umrædd ráðstöfun hafi á ótilhlýðilegan hátt verið stefnda til hagsbóta á kostnað k röfuhafa þrotamanns og leitt til þess að eignir þrotamanns hafi ekki verið til reiðu til fullnustu kröfuhöfum búsins þegar úrskurður um gjaldþrot var kveðinn upp og þannig bakað kröfuhöfum tjón. Í stefnu lýsir stefnandi yfir riftun sölunnar á framangreind ri eign. Kveður hann yfirlýsingu um riftun vera ákvöð sem bindi stefnda þegar hún sé komin til hans og falli frá þeim tíma niður réttaráhrif löggerningsins, sem riftunin snúi að. Markmiðið sé að hlutaðeigendur verði eins settir og ef löggerningurinn hefði aldrei verið gerður. Byggt sé á því að hin riftanlega ráðstöfun sé gjafagerningur sem heimilt sé að rifta á grundvelli 131. gr., sbr. 3. gr., gjaldþrotaskiptalaga nr. 21/1991, enda hafi gjöfin verið gefin innan þeirra tímamarka sem mælt sé fyrir um í fyrrn efndu greininni og þrotamaður verið ógjaldfær samkvæmt því sem að framan hafi verið lýst. Framangreindri fasteign á Ítalíu hafi verið ráðstafað til stefnda án þess að nokkurt endurgjald kæmi í stað hennar. Samkvæmt kaupsamningi um eignina hafi verðmæti he nnar á afsalsdegi verið 2.231.210,35 evrur. Eignir skuldara hafi því rýrnað um þessa fjárhæð og leitt til samsvarandi auðgunar stefnda. Tilgangur ráðstöfunar þrotamanns hafi ótvírætt verið sá að gefa eignina og koma eignum hans í skjól fyrir kröfuhöfum han s. Þá verði að telja að sú staðreynd að hin fyrri tvö hugtaksskilyrði gjafahugtaksins séu augljóslega uppfyllt leiði til þess að löglíkur séu á því, hlutlægt, að hið þriðja um gjafatilgang sé það einnig. Sér í lagi þar sem viðtakandi eignarinnar sé nákomin n þrotamanni. Verði ekki fallist á að rifta sölu hússins á grundvelli 131. gr. gjaldþrotaskiptalaga byggir stefnandi á því að rifta eigi sölunni á grundvelli 141. gr. sömu laga. Stefndi hafi verið grandsamur um riftanleika ráðstöfunarinnar, enda nákominn þrotamanni. Samkvæmt þessari grein sé heimilt, án tilgreindra tímamarka, að krefjast riftunar á ráðstöfunum þrotamanns sem séu ótilhlýðilegar og leiði til þess að eignir þrotamannsins verði ekki til reiðu til fullnustu kröfuhöfum enda hafi þrotamaður verið ógjaldfær eða orðið það vegna ráðstöfunarinnar. Öll skilyrði greinarinnar séu fyrir hendi. Krafa stefnanda um að stefndi verði dæmdur til að afsala aftur til stefnanda fasteigninni Monte S. Quirico, Via di Moriano nr. 1625 í borginni Lucca á Ítalíu, skv. lið (ii) í aðalkröfu samkvæmt dómkröfunni, 10 byggist á 144. gr. gjaldþrotaskiptalaga en þar komi fram að ef annar hvor aðila krefst þess skuli skila greiðslum í þeim mæli, sem þær séu enn til, enda verði það gert án óhæfilegrar rýrnunar verðmæta. Fyrir ligg i að stefndi er enn eigandi fasteignarinnar á Ítalíu og því sé unnt að gera það án rýrnunar verðmæta. Því séu öll skilyrði uppfyllt fyrir því að fallast eigi á þessa kröfu. Fallist dómurinn á þessa kröfu leiði það til þess að stefnandi verði aftur eigandi fasteignarinnar á Ítalíu. Dagsektarkrafan undir lið (ii) í aðalkröfu er byggð á heimild í 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá sé sett fram varakrafa í lið (ii) í aðalkröfu ef svo færi að aðalkröfunni, um að eigninni verði afsalað ti l stefnanda, verði af einhverjum ástæðum ekki komið við. Krafan byggist á því að ávinningur stefnda og tjón stefnanda af hinni riftanlegu ráðstöfun nemi þeirri fjárhæð og stefnda beri því að greiða stefnanda þá fjárhæð skv. 1. mgr. 142. gr. gjaldþrotaskipt alaga, vegna ráðstafana sem rift er á grundvelli 131. gr. sömu laga eða skv. 3. mgr. 142. gr. laganna ef rift er á grundvelli 141. gr. þeirra. Varakröfu sína, um greiðslu 2.232.210,35 evra, auk tilgreindra vaxta byggir stefnandi á því að skuld stefnda þes sarar fjárhæðar sé ógreidd. Fjárhæð kröfunnar byggist á kaupverði fasteignarinnar á Ítalíu samkvæmt kaupsamningi aðila, sem enn sé ógreitt. Vísar stefnandi einnig til ólögfestrar auðgunarreglu í íslenskum rétti. Stefndi hafi notið óréttmætrar auðgunar með því að fasteigninni var ráðstafað til hans, án þess að endurgjald kæmi fyrir, og stefnandi hafi orðið fyrir tjóni sömu fjárhæðar. Stefnda beri því að skila ávinningi sínum. Vaxta er krafist frá málshöfðunardegi þessa máls, en málið var höfðað með birtingu stefnu 12. desember 2018. Til þrautavara krefst stefnandi þess að stefndi greiði sér skaðabætur jafnháar varakröfunni, með nánar tilgreindum vöxtum. Byggist sú krafa á reglum skaðabótaréttar um bótaábyrgð utan samninga. Stefndi hafi valdið stefnanda tjóni með saknæmri og ólögmætri athöfn sinni eða athafnaleysi og því beri honum að bæta stefnanda það tjón sem telja megi sennilega afleiðingu af þessari athöfn hans eða athafnaleysi. Stefnandi byggir á því að öll ákvæði almennu skaðabótareglunnar séu uppfyllt o g er það nánar rökstutt í stefnu. Dráttarvaxta er krafist frá 17. febrúar 2019 með vísan til 9. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 og er byggt á því að þá sé liðinn mánuður frá þingfestingardegi málsins. Nánar rökstyður stefnandi kröfur sínar í kröfulið II með efti rfarandi hætti: Í aðalkröfu þessa liðar krefst stefnandi þess að stefndi greiði sér 79.711.483 krónur vegna kaupa hans á fasteign þrotamanns að Blikanesi 9 í Garðabæ. Enginn kaupsamningur liggi fyrir um sölu eignarinnar en fyrir liggi afsal eignarinnar frá þrotamanni til stefnda, útgefið 25. janúar 2016. Ósannað sé að stefndi hafi greitt nokkuð fyrir eignina. Í afsalinu komi fram að fasteignamat eignarinnar hafi verið 152.300.000 krónur við söluna. Þar komi einnig fram að kaupandi yfirtaki veðskuldir á þrem ur veðréttum sem greint sé frá í afsalinu. Þar sem enginn kaupsamningur liggi fyrir beri að miða verðmæti eignarinnar við fasteignamat hennar enda eigi fasteignamat að sýna markaðsverð eignar miðað við staðgreiðslu. Krafa stefnanda feli í sér greiðslu verð mætis eignarinnar að frádregnum fjárhæðum áhvílandi lána, miðað við stöðu þeirra um áramótin 2015 - 2016. Staða áhvílandi veðskulda hafi þá verið samtals 72.588.517 krónur. Mismunur á fasteignamatinu og áhvílandi skuldum sé því 79.711.483 krónur. Ósannað sé að stefndi hafi staðið þrotamanni skil á greiðslu þessa hluta kaupverðsins sem sé stefnukrafan í þessum kröfulið ásamt dráttarvöxtum frá málshöfðunardegi. Verði ekki fallist á framangreinda fjárkröfu stefnanda er til vara krafist riftunar á þeirri ráðstöfu n þrotamanns að afsala eigninni til stefnda 25. janúar 2016. Vafalaust sé um gjafagerning að ræða á milli nákominna aðila sem farið hafi fram um það bil 18 mánuðum fyrir frestdag og sé riftanlegur samkvæmt 131. gr. gjaldþrotaskiptalaga, sbr. 3. gr. sömu la ga. Gjöfin hafi verið gefin nákomnum á tímabilinu þegar sex til tuttugu og fjórir mánuðir voru til frestdags og þrotamaður hafi þá þegar verið ógjaldfær. Gjöfin hafi rýrt eignir skuldara, enda hafi endurgjaldið einungis falist í yfirtöku áhvílandi skulda s em hafi til muna verið lægri en verðmæti eignarinnar. Með gjöfinni hafi móttakandi því auðgast um mismun verðmætis eignarinnar og endurgjaldsins, eða 79.711.483 krónur og stefnandi að sama skapi orðið fyrir tjóni sem nemi sömu fjárhæð. Ráðstöfunin hafi haf t ótvíræðan gjafatilgang en með afsalinu hafi stefnda verið ívilnað á kostnað kröfuhafa þrotabúsins. Til vara er byggt á því að löggerningurinn sé riftanlegur á grundvelli 141. gr. gjaldþrotaskiptalaga. 11 Verði fallist á riftun samkvæmt framangreindu er þes s jafnframt krafist að stefndi greiði stefnanda 79.711.483 krónur ásamt þeim vöxtum sem tilgreindir eru í stefnukröfunni. Fjárkrafan byggist á 1. mgr. 142. gr. gjaldþrotaskiptalaga, ef fallist er á riftun á grundvelli 131. gr. þeirra, en á 3. mgr. 142. gr. , ef fallist er á riftun á grundvelli 141. gr. laganna. Stefnandi telur ljóst að stefndi hafi haft hag af hinni riftanlegu ráðstöfun og að ávinningur stefnanda hafi verið 79.711.483 kr., þ.e. mismunur á fasteignamati eignarinnar við sölu og fjárhæð yfirtek inna veðskulda. Sú fjárhæð jafngildi einnig því tjóni sem stefnandi hafi orðið fyrir vegna þessarar ráðstöfunar, þar sem samsvarandi eignir séu ekki til reiðu í búinu til fullnustu kröfuhöfum. Stefndi hafi verið grandsamur um riftanleika ráðstöfunarinnar, enda nákominn þrotamanni. Af þessum sökum beri að dæma stefnda til greiðslu skaðabóta. Nánar rökstyður stefnandi kröfur sínar í kröfulið III með eftirfarandi hætti: Stefnandi krefst greiðslu 7.748.410 króna úr hendi stefnda vegna ráðstöfunar þrotamanns á Mercedes Benz - bifreið, með fastanúmeri EU - U48, til stefnda þann 13. september 2017, þ.e. eftir frestdag. Engar upplýsingar liggi fyrir um söluverð bifreiðarinnar. Ósannað sé að stefndi hafi greitt nokkuð fyrir bifreiðina. Stefnandi byggir á því að rétt söl uverð bifreiðarinnar hafi verið 7.748.410 kr., sem sé matsverð bifreiðarinnar samkvæmt skattframtali þrotamanns 2017 vegna tekjuársins 2016. Framangreint verð komi fram í reit nr. 4.3 á skattframtalinu en það byggist á afskrifuðu stofnverði bifreiðarinnar í samræmi við reglur tekjuskattslaga. Ósannað sé að stefndi hafi greitt kaupverð bifreiðarinnar og krefst stefnandi því greiðslu þess að viðbættum dráttarvöxtum frá málshöfðunardegi. Stefnandi mótmælir sem röngu og ósönnuðu að þrotamaður hafi selt stefnda bifreiðina 31. desember 2012 fyrir 15.000.000 króna og að það verð hafi verið fengið með því að taka kaupverð bifreiðarinnar og færa það niður í samræmi við skattareglur. Þrotamaður hafi verið skráður eigandi bifreiðarinnar í ökutækjaskrá fram til 13. sep tember 2017, bifreiðin hafi verið skráð á forskráð framtal hans fram að söludegi á árinu 2017 auk þess sem hann hafi alla tíð haft endurgjaldslaus afnot af bifreiðinni, eins og kom fram í skýrslutöku af honum hjá skiptastjóra þann 12. júlí 2018. Allt frama ngreint bendi til þess bifreiðin hafi ekki verið seld fyrr en 13. september 2017. Verði ekki fallist á framangreint krefst stefnandi til vara að sölu bifreiðarinnar verði rift á grundvelli 2. mgr. 139. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Um sé að ræða löggerning á m illi nákominna aðila sem farið hafi fram tæplega tveimur mánuðum eftir frestdag. Öll skilyrði lagaákvæðisins fyrir riftun eigi við enda hafi ráðstöfunin ekki verið nauðsynleg í þágu atvinnurekstrar þrotamanns og heldur ekki eðlileg með tilliti til sameigin legra hagsmuna lánardrottna eða til að fullnægja daglegum þörfum. Í ljósi þess að stefndi er nákominn þrotamanni í skilningi 3. gr. gjaldþrotaskiptalaga geti ekki átt við ákvæði 2. málsl. 2. mgr. 139. gr. laganna um vanþekkingu riftunarþola á fjárhagslegum högum þrotamanns. Til vara er á því byggt að rifta beri sölunni á grundvelli 141. gr. laganna. Verði fallist á riftun samkvæmt framangreindu krefst stefnandi þess jafnframt að stefndi greiði honum 7.748.410 kr. með dráttarvöxtum frá málshöfðunardegi. Ste fndi hafi haft hag af hinni riftanlegu ráðstöfun sem lýst hafi verið, ávinningur stefnda hafi verið 7.748.410 kr., þ.e. matsverð bifreiðarinnar í skattframtali 2017 vegna ársins 2016. Sú fjárhæð jafngildi einnig því tjóni sem stefnandi hafi orðið fyrir veg na þessarar ráðstöfunar, þar sem samsvarandi eignir séu ekki til reiðu í búinu til fullnustu kröfuhöfum. Stefndi hafi verið grandsamur um riftanleika ráðstöfunarinnar, enda nákominn þrotamanni. Af þessum sökum beri að dæma stefnda til greiðslu skaðabóta. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi krefst sýknu. Hann mótmælir því sem röngu og ósönnuðu að þrotamaður hafi verið ógjaldfær frá árinu 2013 og mótmælir því sömuleiðis að hann hafi haft nokkra vitneskju um það fyrr en í fyrsta lagi þegar dómar Hæstarétta r, í málum nr. 40/2017 og 325/2017 hafi verið kveðir upp í maí 2018. Ekki sé annað vitað en þrotamaður hafi fram að þeim tíma að fullu staðið í skilum við lánardrottna sína. Hvað varðar kröfulið I , um riftun og greiðslur vegna fasteignarinnar á Ítalíu, þá byggir stefndi á því að skilyrði riftunar skv. 131. eða 141. gr. laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., eða bótagreiðslna séu 12 ekki fyrir hendi. Stefndi hafi keypt eignina af þrotamanni fyrir 2.231.210,35 evrur. Stefndi hafi að fullu staðið við greið slu kaupverðs með yfirtöku áhvílandi skulda sem hafi numið greiðslu kaupverðsins. Því sé hvorki um gjöf né ótilhlýðilega ráðstöfun að ræða, stefndi hafi ekki auðgast með ólögmætum eða saknæmum hætti og stefnandi hafi ekki orðið fyrir tjóni. Sérstaklega sé mótmælt staðhæfingum stefnda um að ólögmæt undanskot hafi átt sér stað og stefndi hafi verið grandsamur um það eða að viðskipti stefnda við þrotamann kunni að varða við III. kafla hegningarlaga nr. 19/1940, svo sem stefnandi ýi að. Verði ekki fallist á að fullt kaupverð hafi verið greitt fyrir eignina krefst stefndi þess að honum verði einungis gert að greiða mismun á kaupverði og því endurgjaldi sem sannanlega var innt af hendi. Þá sé ekki fyrir hendi skilyrði til að taka til greina kröfu stefnanda um að f á eignina afhenta. Það myndi leiða til ótilhlýðilegrar rýrnunar verðmæta stefnda enda hafi hann varið umtalsverðum fjármunum til endurbóta og viðhalds á eigninni. Í öllu falli beri stefnanda þá að endurgreiða stefnda þann kostnað auk greiðslu kaupverðsins. Stefndi mótmælir því að skilyrði séu fyrir hendi til að taka kröfu stefnanda um greiðslu dagsekta til greina auk þess sem fjárhæð kröfunnar sé sérstaklega mótmælt. Sýknu af kröfulið II byggir stefndi á því að fasteignina Blikanes 9 hafi hann keypt af þr otamanni fyrir 150 milljónir og kaupverðið sé að fullu greitt. Rangt sé að ekki hafi verið gerður kaupsamningur. Fyrir liggi kauptilboð upp á 150 milljónir sem seljandi hafi samþykkt 29. júní 2015. Samþykkt tilboð sé samningur. Kaupverðið hafi verið greitt , annars vegar með yfirtöku áhvílandi skulda og hins vegar með peningagreiðslum. Greiðslurnar hafi dótturfélag stefnda, Lyf og heilsa, innt af hendi en fyrir reikning stefnda samkvæmt uppgjöri milli félaganna tveggja. Fullt endurgjald hafi því komið fyrir eignina. Um þetta hafi þrotamaður upplýst skiptastjóra. Í ljósi framangreinds beri að sýkna stefnda af öllum kröfum þessa kröfuliðar. Loks krefst stefndi sýknu af kröfum í kröfulið III og byggir á því að umrædda bifreið hafi stefndi keypt af þrotamanni ári ð 2012, greitt fyrir hana 15 milljónir króna, sem hafi verið fullt verð, og átt hana allar götur síðan. Röng skráning í bifreiðaskrá, sem leiddi einnig til rangrar forskráningar á skattframtali þrotamanns, breyti engu í þessu efni. Staðhæfingu stefnanda um að ekkert endurgjald hafi komið fyrir bifreiðina sé því mótmælt sem rangri. Af því leiði að engin skilyrði séu fyrir kröfum stefnanda í þessum lið. Í öllu falli sé matsverði bifreiðarinnar mótmælt sem röngu. Stefndi mótmælir vaxtakröfum stefnanda í heild sinni og þess er krafist að upphafstími dráttarvaxta verði í fyrsta lagi frá dómsuppsögu. Forsendur og niðurstaða Í máli þessu krefst stefnandi riftunar og/eða greiðslu fjármuna vegna tiltekinna ráðstafana þrotamanns sem stefnandi byggir á að hafi farið fram í aðdraganda gjaldþrots hans og að séu riftanlegar á grundvelli XX. kafla laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Tvær þessara ráðstafana, sala á stórri fasteign á Ítalíu og einbýlishúsi í Garðabæ, fóru fram fyrir frestdag en hins vegar er deilt u m það hvenær þriðja ráðstöfunin fór fram, þ.e. sala á bifreið, en stefnandi byggir á að hún hafi farið fram eftir frestdag. Svo sem rakið er í atvikalýsingu dómsins var þrotamaður, Karl Emil Wernersson, eigandi fyrirtækjasamstæðu fjögurra félaga fram á ár ið 2016. Umrædd félög eru móðurfélagið Toska ehf. sem á að fullu félagið Faxa ehf. sem á stefnda að fullu sem aftur á 99,56% í Lyfjum og heilsu hf. Sonur þrotamanns, Jón Hilmar Karlsson, á nú félagið Toska ehf. samkvæmt kaupsamningi sem þrotamaður kveður h afa verið gerðan 13. janúar 2014. Upp frá því er Jón Hilmar einn eigandi stefnda í gegnum eignarhald sitt á móðurfélaginu og dótturfélagi þess sem er móðurfélag stefnda. Samkvæmt þessu er vafalaust að þrotamaður og stefndi eru nákomnir aðilar samkvæmt 4. t ölulið 3. gr. laga nr. 21/1991. Verða umdeild viðskipti og skilyrði ráðstafananna skv. XX. kafla laganna metin í því ljósi. Um kröfulið I; riftun á sölu fasteignarinnar Via di Moriano 1625, Monte S. Quirico, við Lucca á Ítalíu 13 Aðalkrafa stefnanda felst í þ ví að rift sölu eignarinnar til stefnda og jafnframt að eigin verði afhent stefnanda að viðlögðum dagsektum að liðnum fimm dögum frá uppkvaðningu dóms. Fyrir liggur og er óumdeilt að þrotamaður seldi stefnda fasteignina 6. júlí 2017. Samkvæmt kaupsamningi var söluverðið 2.231.210,35 evrur. Kaupverðið var greitt með yfirtöku veðskulda sem í kaupsamningi eru sagðar nema sömu fjárhæð og kaupverðið. Þær veðskuldir sem um ræðir eru annars vegar skuld við Sjávarsýn ehf. og hins vegar við Akur ehf., sem áður hét Snæból ehf. Stefnandi byggir á því að umræddar veðskuldir hafi verið að fullu greiddar þegar eignin var seld stefnda og því hafi í reynd ekkert verið greitt fyrir eignina. Skuldaskjöl vegna framangreindra veðskulda hafa ekki verið lögð fram í málinu. Í áð urnefndum kaupsamningi er greint frá þessum veðskuldum. Segir þar að veð í þágu félaganna Sjávarsýnar og Akurs hafi verið færð til bókar í veðbók fasteignaskrár Lucca 1. febrúar 2012 og heildarupphæð hvors þeirra hafi verið 700.000 evrur. Í skýrslu hjá ski ptastjóra 27. nóvember 2018 greindi þrotamaður frá því að umrædd lán hefði hann fengið frá þessum félögum í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu Lyfja og heilsu hf. Í skriflegu svari 4. desember 2018 við fyrirspurn skiptastjóra um lán til þrotamann s og veðréttindi á eigninni greinir Finnur R. Stefánsson, framkvæmdastjóri og annar eigandi Snæbóls ehf., frá því að félagið hafi ekki átt fjárkröfu á þrotamann þegar eignin var seld þann 6. júlí 2017 og þar með heldur engan veðrétt í nefndri eign. Hins ve gar greinir hann frá því að í kringum áramótin 2011 - 2012 hafi Snæból lánað þrotamanni fjármuni gegn veði í eigninni. Lánið hafi að fullu verið greitt í júlí 2013. Bjarni Ármannsson, eigandi Sjávarsýnar efh., svaraði sömu spurningum skriflega 12. desember 2 018 og kvað félag sitt ekki hafa átt fjárkröfu á þrotamann 6. júlí 2017. Þá liggur fyrir yfirlýsing Kjartans Arnar Þórðarsonar, f.h. AMK ehf., dagsett 17. október 2019 þar sem fram kemur að það félag hafi í júlí 2013 keypt tvö veðskuldabréf útgefin af Karl i Emil Wernerssyni 16. desember 2011. Annað bréfið hafi verið í eigu Sjávarsýnar, kaupverð þess hafi verið 95.931.733 krónur, og hitt bréfið í eigu Snæbóls ehf., kaupverð þess hafi verið 131.906.133 krónur. Veðskuldabréfin hafi verið tryggð með veði á 1. o g 2. veðrétti í fasteigninni Via di Moriano 1625, Monte S. Quirico, við Lucca á Ítalíu. Eftir kaup bréfanna hafi AMK ehf. orðið kröfuhafi bréfanna. Þá lýsir Kjartan Arnar Þórðarson því yfir í annarri yfirlýsingu, sem einnig er dagsett 17. október 2019, að Lyf og heilsa efh. hafi keypt umrædd veðskuldabréf af AMK ehf. 30. desember 2014. Þá liggja fyrir samhljóða yfirlýsingar þeirra Bjarna Ármannssonar og Finns R. Stefánssonar, yfirlýsing Bjarna er dagsett 14. október 2019 og Finns 27. september s.á., þar sem þeir lýsa því yfir að þeir hafi fengið fulla greiðslu skuldar samkvæmt nefndum bréfum þann 23. júlí 2013. Um hafi verið að ræða fullnaðargreiðslu vegna kaupa AMK ehf. á veðskuldabréfunum sem þeir áttu og þrotamaður hafði gefið út. Að lokum, tengt viðskipt um með þessi veðskuldabréf, þá liggur fyrir ljósrit af yfirliti reiknings nr. 0701 - 26 - 055111 fyrir tímabilið 16. júlí 2013 til 24. september 2015 sem sýnir færslur merktar Sjávarsýn ehf. annars vegar og Snæbóli ehf. hins vegar, dagsettar 23. júlí 2013, með fjárhæðum þeim sem Kjartan Arnar lýsir yfir að hafi verið kaupverð veðskuldabréfanna, sbr. yfirlýsingu hans sem áður er rakin. Í skýrslu fyrir dómi kvað Kjartan, sem verið hefur framkvæmdastjóri Lyfja og heilsu hf. frá því um mitt ár 2016 og er jafnframt varamaður í stjórn stefnda, að hann hefði um tíma verið stjórnarmaður í einkahlutafélaginu AMK ehf. en engin starfsemi væri nú í því félagi. Hann kvað framangreindar yfirlýsingar sem hann undirritaði hafa verið útbúnar af lögmanni sem starfaði fyrir stefnd a. Varðandi yfirlýsinguna fyrir AMK ehf. kvaðst hann hafa kannað í bókum félagsins að þau viðskipti sem hann staðfestir að hafi farið fram árið 2013 hafi í raun gert það. Hann hafi þó hvorki séð skuldabréfin sem sögð eru framseld til AMK ehf. né gögn um fr amsal þeirra. Hann gat hins vegar ekki gefið nánari upplýsingar um færslur á reikningi nr. 0701 - 26 - 055111 sem koma fram á áðurnefndu yfirliti. Þá komu Bjarni Ármannsson og Finnur R. Stefánsson fyrir dóm og staðfestu að hafa undirritað yfirlýsingar um fram sal veðskuldabréfa félaga sinna sem áður er lýst. Gáfu þeir ekki nánari upplýsingar um efni skuldabréfanna eða skilmála en kváðu báðir að þeir hefðu undirritað framangreindar yfirlýsingar að beiðni þrotmanns eða lögmanns hans. Í veðbókum fasteignarinnar á Ítalíu er getið um útgáfudag og upphaflegar fjárhæðir. Jafnframt er óumdeilt að upphaflegir kröfuhafar fengu andvirði þeirra greitt í júlí 2013. Stefnandi byggir á því að 14 veðskuldin hafi verið greidd á þeim tíma og upp frá því hafi engin krafa verið á bak við veðsetninguna. Fyrir liggur að upphaflegir kröfuhafar hafa lýst því yfir að krafa þeirra hafi verið greidd 23. júlí 2013. Umdeild veðskuldabréf hafa ekki verið lögð fram í málinu. Í þinghaldi þann 19. nóvember sl. lagði stefndi fram drög að stefnum í t veimur í ógildingarmálum vegna þessara skuldabréfa sem hann kvað að Lyf og heilsa hf. mundi höfða innan skamms. Þar kemur fram um efni þessara skuldabréfa, auk þess sem að framan er lýst um útgefanda, upphaflega kröfuhafa og höfuðstól, að bréfin séu óverðt ryggð skuldabréf, útgefin 16. desember 2011 sem beri 12% vexti og skyldi endurgreiða með einni greiðslu á gjalddaga sem hafi verið 18 mánuðum eftir útgáfu þeirra og síðar hafi verið framlengdur. Bréfin hafi verið tryggð með tryggingarbréfi með veði í frama ngreindri fasteign á Ítalíu. Eins og hér hagar til verður fallist á það með stefnanda að stefndi beri sönnunarbyrðina fyrir því að skuld þeirrar fjárhæðar sem hann kveður eftirstöðvar skuldabréfanna hafa numið á þeim degi þegar hann keypti eignina hafi í r aun verið fyrir hendi. Stendur það honum nær en stefnanda að leggja fram gögn til sönnunar um efni skuldabréfanna og eftirstöðvar á kaupsamningsdegi. Hvorki skuldabréfin sjálf né samtímagögn um stöðu þeirra á þeim tíma sem þau eru sögð hafa verið framseld hafa verið lögð fram í dómi. Yfirlýsingar fyrirsvarsmanna Sjávarsýnar ehf. og Snæbóls ehf. og yfirlýsingar Kjartans Arnars Þórðarsonar, eða skýrslur þeirra fyrir dómi, renna ekki viðhlítandi stoðum undir staðhæfingar stefnda um raunverulega stöðu skuldarin nar á kaupsamningsdegi. Þess er að gæta að yfirlýsingar Bjarna Ármannssonar og Finns R. Stefánssonar eru gerðar að beiðni þrotamanns mörgum árum eftir að viðskipti sem þau lýsa voru gerð. Þá verður að meta trúverðugleika yfirlýsinga og vitnisburðar Kjartan s Arnars fyrir dómi með hliðsjón af því að hann er varamaður í stjórn stefnda og fyrirsvarsmaður dótturfélags stefnda og hefur í gegnum árin unnið náið með þrotamanni. Jafnframt verður að gæta þess að þau félög sem stefndi byggir á að hafi fengið kröfu á h endur þrotamanni framselda voru ýmis í eigu hans sjálfs eða aðila honum nákominna á þeim tíma sem byggt er á að framsöl hafi átt sér stað. Sömu augum verður að líta á sönnunargildi áðurgreindra draga að ógildingarstefnum sem stefndi kveður að félag, nákomi ð þrotamanni, muni gefa út innan skamms. Loks eru sterkar vísbendingar í málinu um að salan hafi verið til málamynda og vísast í því efni til gagna sem sýna að leigutekjur af eigninni runnu áfram til þrotamanns eftir að eignin var seld stefnda auk þess sem hann hefur enn afnot af eigninni samkvæm t því sem fram kom í framburði Önnu Guðnýjar Aradóttur, fyrirsvarsmanns stefnda, fyrir dómi. Með vísan til þess sem að framan er rakið verður lagt til grundvallar niðurstöðu málsins að engar skuldir hafi legið að baki veðskuldabréfum sem hvíldu á eigninni þegar þrotamaður afsalaði henni til stefnda. Þrotamaður afsalaði því eigninni án þess að nokkurt endurgjald kæmi fyrir hana. Jafnframt er fallist á það með stefnanda að sá tilgangur einn hafi legið að baki afsalinu að gefa stefnanda eignina. Vísast til þe ss sem að framan er rakið og þess sem fram kom í skýrslu Önnu Guðnýjar fyrir dómi, en hún gat ekki tilgreint neinn sérstakan viðskiptalegan tilgang félagsins með kaupum á fasteigninni og sagði það eitt að kaupin hefðu þótt eðlileg. Bú þrotamanns var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 16. apríl 2018 á grundvelli kröfu um gjaldþrotaskipti sem barst dóminum 21. júlí 2017, sem er þá frestdagur skv. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 21/1991. Framangreind ráðstöfun fasteignarinnar Via di Moriano 1625, Monte S. Quirico fór fram þann 6. júlí 2017, þ.e. þegar minna en sex mánuðir voru til frestdags. Er ráðstöfunin því riftanleg á grundvelli 1. mgr. 131. gr. sömu laga og verður aðalkrafa stefnanda þessa efnis því tekin til greina. Jafnframt er, með v ísan til 144. gr. laganna, fallist á kröfu stefnanda um að stefndi afhendi þrotabúinu fasteignina enda er eignin enn í umráðum stefnda og ekkert sem kemur í veg fyrir að hann afhendi þrotabúinu umráð hennar. Þá er ósönnuð sú staðhæfing stefnda að hann hafi varið fjármunum til endurbóta á eigninni eftir afsalsdag enda er hún ekki studd neinum gögnum. Stefnandi gerir kröfu um að stefnda verði gert að greiða 3.000.000 króna í dagsektir að liðnum fimm dögum frá uppkvaðningu dómsins uns stefndi leysir af hendi framangreinda skyldu sína til afhendingar nefndrar fasteignar. Krafan er reist á heimild í 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi mótmælir kröfunni. Dómurinn telur skilyrði til að mæla fyrir um greiðslu dagsekta. Umkrafin fjárhæð er hins vegar óhófleg. 15 Með hliðsjón af almennri meðalhófsreglu er fjárhæð dagsekta hæfilega ákveðin 150.000 krónur og skulu þær falla á að 30 dögum liðnum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja. Um kröfulið II; kröfur vegna afsals á fasteigninni Blikanesi 9 í Garðabæ. Í kröfulið II krefur stefnandi stefnda aðallega um greiðslu að fjárhæð 79.711.483 krónur sem hann kveður vera mismun á verðmæti einbýlishússins að Blikanesi 9 í Garðabæ og þeim greiðslum sem stefndi innti af hendi með því að yfirtaka áhvílandi skuldir á eigninni þeg ar þrotamaður afsalaði eigninni til hans í janúar 2016. Í XX. kafla laga nr. 21/1991 er ekki gert ráð fyrir því að þrotabúi sé unnt að krefjast greiðslu eins og þeirrar sem aðalkrafan lýtur að án þess að það sé gert samhliða kröfu um riftun þess gernings sem krafan er byggð á. Stefnandi hefur enda ekki vísað til lagaraka að baki kröfu sinni um greiðslu þessa sem hann telur vera mismun greiðslu og gagngjalds vegna ráðstöfunar fasteignarinnar. Eru því ekki tilefni til að fjalla nánar um aðalkröfu stefnanda í þessum kröfulið. Í þess stað verður tekin afstaða til þess hvort skilyrði varakröfu hans um riftun ráðstöfunarinnar séu fyrir hendi og þá á hvaða lagagrundvelli. Ef á það verður fallist kemur til skoðunar hvort fallast beri á kröfu stefnanda um greiðslu s ömu fjárhæðar og aðalkrafan, svo sem varakrafa hans fjallar um. Í varakröfu stefnanda felst krafa um riftun þeirrar ráðstöfunar þrotamanns að afsala fasteigninni Blikanesi 9 til stefnda þann 25. janúar 2016 án þess að fullt endurgjald hafi komið fyrir. Byg gir stefnandi aðallega á því að um gjafagerning hafi verið að ræða sem riftanlegur sé samkvæmt 2. mgr. 131. gr. gjaldþrotaskiptalaga en til vara að ráðstöfunin hafi verið ótilhlýðileg og riftanleg á grundvelli 141. gr. sömu laga. Afsal fasteignarinnar var gefið út 25. janúar 2016 og skjalið var móttekið til þinglýsingar daginn eftir. Verður að miða við að ráðstöfun eignarinnar til stefnda hafi farið fram þann dag sem afsalinu var þinglýst, sbr. 140. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Auk þessa hefur stefndi ekki sýn t fram á að ráðstöfun eignarinnar hafi í raun farið fram á öðrum degi þótt fyrir liggi í málinu ljósrit af kauptilboði stefnda dagsettu 29. júní 2015 og árituðu um samþykki þrotamanns sama dag. Þrotamaður ritar undir þetta skjal bæði sem tilboðsgjafi og ti lboðshafi. Ekki er unnt að líta svo á að skjal sem stafar frá stefnda og þrotamanni sjálfum geti talist sönnun um að tiltekin viðskipti hafi átt sér stað, án þess að það sé stutt frekari gögnum. Samkvæmt 2. gr. kauptilboðsins skyldi stefndi greiða kaupverð ið, sem sagt er 150.000.000 krónur, með peningum í tveimur hlutum; annars vegar 115.000.000 krónur við undirritun kaupsamnings, gegn útgáfu skilyrts veðleyfis, og eftirstöðvarnar við útgáfu afsals, sem skyldi gefa út eigi síðar en sex vikum eftir undirritu n kaupsamnings. Hvorki hefur verið lagður fram í málinu kaupsamningur, skilyrt veðleyfi né kvittanir fyrir greiðslu framangreindra fjárhæða frá stefnda til þrotamanns. Samkvæmt 2. mgr. 131. gr. gjaldþrotaskiptalaga er unnt að krefjast riftunar gjafagerning s til nákominna ef gjöf var afhent sex til tuttugu og fjórum mánuðum fyrir frestdag nema leitt sé í ljós að þrotamaður hafi þá verið gjaldfær og það þrátt fyrir afhendingu gjafarinnar. Áður hefur verið greint frá þeirri niðurstöðu dómsins að stefndi og þro tamaður eru nákomnir í skilningi 3. gr. laganna og ljóst er, miðað við þinglýsingardag afsalsins, að ráðstöfunin fór fram innan þess tíma sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 131. gr. laganna. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi ekki greitt fullt verð fyrir e ignina og mismunur á endurgjaldi og verðmæti eignarinnar feli í sér gjöf til stefnda eða a.m.k. ótilhlýðilega ráðstöfun. Óumdeilt er að stefndi tók yfir áhvílandi veðskuldir á eigninni og ekki er heldur ágreiningur um stöðu þeirra skulda á afsalsdegi, en í því efni byggir stefnandi á upplýsingum úr skattframtali þrotamanns árið 2016. Þá liggur fyrir að fasteignamat eignarinnar á afsalsdegi var 152.300.000 krónur. Fasteignamati er ætlað að endurspegla gangverð fasteigna miðað við staðgreiðslu, sbr. 27. gr. l aga nr. 6/2001. Stefndi hefur ekki leitt líkur að því að fasteignamatið sé í ósamræmi við raunverulegt verðmæti eignarinnar á afsalsdegi og verður það því lagt til grundvallar við úrslausn málsins. Verðmæti eignarinnar nam því 79.711.483 krónum umfram áhví landi veðskuldir á afsalsdegi. Stefndi mótmælir staðhæfingu stefnanda um að eftirstöðvar kaupverðs hafi ekki verið greiddar þrotamanni. Byggir hann á því að greiðslurnar hafi dótturfélag stefnda, Lyf og heilsa hf., innt af hendi en fyrir reikning stefnda samkvæmt uppgjöri milli félaganna tveggja. Í tölvuskeyti til skiptastjóra 23. 16 nóvember 2018 greindi lögmaður stefnda frá því að stefndi hefði keypt eignina af þrotamanni í júní 2015 og að greiðslur til þrotamanns vegna sölu eignarinnar hefði fyrirtækið Lyf og heilsa innt af hendi, samtals 78.200.000 krónur með 21 greiðslu á grundvelli samnings milli þessara tveggja félaga. Ástæðan fyrir því að greiðslur bárust frá Lyfjum og heilsu hf. hefði verið sú að stefnda hefði skort lausafé á þessum tíma og því hefði verið ákveðið að dreifa greiðslum til þrotamanns í stað þess að greiða tvær stórar greiðslur við undirritun kaupsamnings og við útgáfu afsals. Til stuðnings framangreindri staðhæfingu hefur stefndi lagt fram afrit af millifærslukvittunum út af reikningi me ð tilteknu númeri með sömu fjárhæðum og dagsetningum og byggt er á að greiðslur hafi borist til þrotamanns frá Lyfjum og heilsu. Greiðandi er ýmist sagður vera Lyf og heilsa hf., Gjaldheimtan ehf., Lækjarbraut ehf., Kvika banki hf. eða þrotamaður. Viðtakan di greiðslu er ýmist ekki tilgreindur, tilgreindur sem Logos ehf., Gjaldheimtan ehf., Lyf og heilsa eða þrotamaður. Ekki verður af þessum millifærslukvittunum ráðið hvort og þá hvaða viðskipti standa á bak við millifærslurnar. Stefndi hefur heldur ekki lag t fram samning þann við Lyf og heilsu sem hann kveður félögin hafa gert vegna þessara greiðslna. Að mati dómsins renna þessi gögn ekki viðhlítandi stoðum undir staðhæfingu stefnda um að þrotamanni hafi borist greiðslur vegna viðskipta með fasteignina að Bl ikanesi 9. Er því ósannað að stefndi hafi greitt kaupverð eignarinnar, umfram það sem fólst í yfirtöku áhvílandi skulda, og ber hann hallann af þeim sönnunarskorti. Verður því lagt til grundvallar niðurstöðu dómsins að þrotamanni hafi ekki borist frekari g reiðsla fyrir eignina en sem nemur fjárhæð yfirtekinna skulda á afsaldegi og er fallist á það með stefnanda að afsalið hafi falið í sér gjöf og nemi fjárhæð hennar mismun á verðmæti eignarinnar og greiðslu stefnda með yfirtöku framangreindra veðskulda. Svo sem fram kemur í 2. mgr. 131. gr. gjaldþrotaskiptalaga er unnt að krefjast riftunar á gjafagerningi nema sýnt sé fram á að þrotamaður hafi þá verið gjaldfær og það þrátt fyrir afhendingu gjafarinnar. Sönnunarbyrðin um gjaldfærni þrotamanns samkvæmt framan greindu ákvæði hvílir á stefnda. Stefndi byggir á því að þrotamaður hafi verið gjaldfær á umræddum tíma og vísar m.a. til þess að hann hafi ekki verið í vanskilum á þeim tíma þegar fasteigninni var afsalað til stefnda. Stefnandi hefur lagt fram gögn sem ve ita sterkar vísbendingar um að þrotamaður hafi ekki verið gjaldfær þegar salan fór fram. Í því efni vísast annars vegar til skattframtals þrotamanns 2016 þar sem fram kemur að skuldir hafi verið liðlega 430 milljónum meiri en eignir, en meðal eigna hans er umdeild fasteign og bifreið sú sem III. liður kröfugerðar stefnanda lýtur að. Tekjur þrotamanns á árinu 2015 eru samkvæmt skattframtalinu tæplega 16 milljónir króna. Svo sem áður hefur verið rakið eru upplýsingar í skattframtali þær sem skattyfirvöld öflu ðu þar sem þrotamaður hætti að telja fram til skatts árið 2012. Annarra gagna nýtur ekki við um eignir og tekjur þrotamanns á umræddu tímabili. Hins vegar liggur fyrir að opinber gjöld þrotamanns, vegna áranna 2007 til 2009, voru endurákvörðuð á grundvelli rannsóknar skattrannsóknarstjóra sem hófst í október 2011. Úrskurður um endurálagningu var kveðinn upp 25. júní 2015, og nam álagningin 531.923.619 krónum. Samkvæmt 6. mgr. 112. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003 fellur skattkrafa samkvæmt úrskurði um endurá lagningu í gjalddaga 10 dögum eftir uppkvaðningu hans og eindagi er mánuði síðar. Skattkrafa þessi er meðal lýstra krafna í bú þrotamanns stefnanda. Af framangreindu verður ekki annað ráðið en að þrotamaður hafi vafalaust verið ógjaldfær í skilningi gjaldþ rotaskiptalaga, án tillits til þess hvernig líta beri til bótakrafna sem þrotamaður var síðar dæmdur til að greiða, sbr. niðurstöður þeirra dóma sem raktir eru í atvikalýsingu dómsins. Í öllu falli er óhætt að slá því föstu að stefndi hafi ekki leitt líkur að eða sannað að þrotamaður hafi verið gjaldfær þegar hann afsalaði umdeildri fasteign til stefnda og svo sem áður greinir ber hann sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu sinni, sbr. orðalag ákvæðis 2. mgr. 131. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Með vísan til fr amangreinds er fallist á það með stefnanda að ráðstöfun fasteignarinnar að Blikanesi 9, fyrir verð sem var langt undir markaðsverði eignarinnar, hafi falið í sér gjafagerning sem riftanlegur sé samkvæmt 2. mgr. 131. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Er því fallist á kröfu stefnanda um riftun þeirrar ráðstöfunar. Jafnframt verður fallist á kröfu stefnanda um bætur að fjárhæð 79.711.483 krónur, sem nemur mismun á fasteignarmatsverði eignarinnar og stöðu áhvílandi veðskulda sem stefndi tók yfir á afsalsdegi. Ekki lei kur vafi á því að stefndi var grandsamur um skuldastöðu þrotamanns á afsalsdegi, þar með talið stöðu skattskuldar hans samkvæmt úrskurði ríkisskattstjóra, enda kom þrotamaður sjálfur fram fyrir hönd 17 stefnda í viðskiptum um eignina. Eru því fyrir hendi skil yrði til að taka kröfu stefnanda til greina á grundvelli lokamálsliðar 1. mgr. 141. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Stefnandi krefst dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá málshöfðunardegi, sem var 20. desember 2018. Samkvæmt 9. gr. sömu laga er m eginreglan sú að s kaðabótakröfur bera dráttarvexti að liðnum mánuði frá þeim degi er kröfuhafi sannanlega lagði fram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Til samræmis við það verður fallist á dráttarvaxtakröfu stefnanda fr á því að mánuður var liðinn frá höfðun þessa máls, þ.e. 20. janúar 2019, enda liggur ekki fyrir að hann hafi sannanlega lagt fram upplýsingar samkvæmt tilvitnuðu ákvæði fyrr en með stefnu máls þessa. Um kröfulið III; kröfur vegna sölu Mercedes Benz bifrei ðarinnar EU - U48 Aðalkrafa þessa liðar felur í sér, eins og aðalkrafan í kröfulið II, greiðslu fjárhæðar sem stefnandi byggir á að svari til söluverðs bifreiðarinnar þegar tilkynnt var um eigendaskipti, sem stefnandi byggir á að stefndi hafi ekki greitt. Me ð sömu rökum og greinir í umfjöllun um aðalkröfu í lið II verður ekki fjallað frekar um aðalkröfu stefnanda. Til vara krefst stefnandi þess að rift verði sölu bifreiðarinnar á grundvelli 2. mgr. 139. gr. gjaldþrotaskiptalaga. Byggir stefnandi á því að bifr eiðin hafi verið seld stefnda 13. desember 2017 en þann dag var bifreiðaskrá send tilkynning um eigendaskipti að bifreiðinni. Stefndi staðhæfir að hann hafi keypt bifreiðina af þrotamanni árið 2012 fyrir 15 milljónir króna en mistök hafi valdið því að ekk i hafi verið gengið frá opinberri skráningu eigendaskipta fyrr en gert var. Stefndi ber sönnunarbyrði fyrir þessari staðhæfingu sinni enda verður að leggja til grundvallar að opinber skráning um eignarhald bifreiða sé rétt, nema annað sannist. Stefndi hefu r hvorki fært sönnur á að samið hafi verið um sölu bifreiðarinnar árið 2012, að markaðsverð hennar þá hafi verið 15 milljónir né að kaupverðið hafi verið innt af hendi til þrotamanns það ár. Í þessu sambandi skal þess getið að ársreikningar stefnda fyrir 2 014 og 2016, þar sem fram kemur að félagið eigi bifreið og verðmæti hennar er tilgreint, veita ekki sönnur á eignarhaldi þeirrar bifreiðar sem um er deilt. Sömuleiðis getur framburður stjórnarmanns stefnda fyrir dómi, þess efnis að umdeild bifreið sé sú se m greint er frá í ársreikningi félagsins, ekki skoðast sem sönnun þess að viðskiptin hafi farið fram á öðrum tíma en þegar eigendaskiptayfirlýsingin var gefin. Stefndi hefur ekki teflt fram öðrum gögnum til stuðnings staðhæfingu sinni. Verður því lagt til grundvallar úrlausn málsins að bifreiðinni hafi verið afsalað til stefnda með tilkynningu til bifreiðarskrár liðlega tveimur mánuðum eftir frestdag án þess að nokkurt endurgjald hafi komið á móti og án þess að því sé borið við að einhverjar þær aðstæður sé u uppi sem með réttu getið komið í veg fyrir riftanleika slíkrar ráðstöfunar á þeim tíma. Ráðstöfunin er því riftanleg á grundvelli 2. mgr. 139. gr. gjaldþrotaskiptalaga og verður fallist á kröfu stefnanda þessa efnis. Stefndi krefst bóta vegna þessarar r áðstöfunar sem jafngildi eðlilegu kaupverði bifreiðarinnar þegar henni var afsalað til stefnda, sem hann byggir á að hafi verið 7.748.410 krónur. Þá fjárhæð styður hann við upplýsingar um verðmæti bifreiðarinnar í skattframtali þrotamanns árið 2017 sem sýn ir verðmæti eigna þrotamanns í árslok 2016. Bifreiðar skulu færðar á kaupverði í skattframtöl auk þess sem heimilt er að færa verðið niður um 10% á ári, sbr. 3. mgr. 73. gr. tekjuskattslaga nr. 90/2003. Stefndi hefur ekki lagt fram gögn sem sýna eða leiða líkur að því að verðmæti bifreiðarinnar hafi verið annað og lægra á afsalsdegi en fram kemur í skattframtali þrotamanns. Því verður lagt til grundvallar að ráðstöfun þessi hafi bakað þrotabúinu tjón sem nemi þeirri fjárhæð sem greinir í skattframtali, eða 7.748.410 krónum. Með vísan til 3. mgr. 142. gr. gjaldþrotaskiptalaga og með sömu rökum og fjallað er um í kröfulið II verður krafa stefnanda um greiðslu bóta að þessari fjárhæð því tekin til greina, með dráttarvöxtum frá 20. janúar 2019. Að virtu öllu fr amanröktu verður fallist á kröfur stefnanda um riftun allra umdeildra ráðstafna, auk þess sem stefnda ber að skila til stefnanda fasteigninni Via di Moriano 1625, Monte S. Quirico, við Lucca á Ítalíu, að viðlögðum 150.000 króna dagsektum, sem falli til 30 dögum eftir uppkvaðningu dómsins, verði eignin ekki þá komin í umráð stefnanda. Stefnda ber einnig að greiða stefnanda bætur vegna riftunar á ráðstöfun sem fólst í afsali á fasteigninni að Blikanesi 9 í Garðabæ, 79.711.483 krónur, og vegna sölu Mercedes Be nz - bifreiðarinnar EU - U48, 7.748.410 krónur, eða samtals 87.459.893 krónur, með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 20. janúar 2019 til greiðsludags. Þá verður stefnda 18 gert að greiða stefnanda allan málskostnað skv. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991. Stefnandi hefur lagt fram málskostnaðarreikning þar sem fram kemur að lögmenn hafi varið liðlega 206 klukkustundum í málarekstur þennan. Sá tímafjöldi er eðlilegur með hliðsjón af umfangi málsins og tafsamri vinnu við að varpa ljósi á riftanle ika þeirra ráðstafnana sem um er deilt og önnur atriði sem stefnanda var nauðsynlegt að færa sönnur á. Með hliðsjón af því er hæfilegur málskostnaður, vegna vinnu lögmanna og auk annars kostnaðar, 5.467.395 krónur, að teknu tilliti til virðisaukaskatts. Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp þennan dóm. Gætt var ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 við uppkvaðningu dómsins. Dómsorð: Rift er þeim ráðstöfunum þrotamanns, Karls Emils Wernerssonar, sem fólust í sölu fasteignarinnar Via di Moriano 1625, Monte S. Quirico, við Lucca á Ítalíu, til stefnda, Faxa ehf., þann 6. júlí 2017, afsali fasteignarinnar Blikaness 9 í Garðabæ til stefnda þann 25. janúar 2016 og afsali Mercedes Benz - bifreiðarinnar EU - U48 þann 13. september 2017. Stefnda ber að skila stefnanda, þrotabúi Karls Emils Wernerssonar, eigninni Via di Moriano 1625, Monte S. Quirico, við Lucca á Ítalíu, að viðlögðum 150.000 króna d agsektum sem falla til 30 dögum eftir uppkvaðningu dóms þessa. Stefndi greiða stefnanda 87.459.893 krónur, ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 20. janúar 2019 til greiðsludags. Stefndi greiði stefnanda 5.467.395 krónur í málskost nað.