LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 11. mars 2022 . Mál nr. 84/2021 : A (Skúli Sveinsson lögmaður) gegn B (Gestur Jónsson lögmaður, Magnús Pálmi Skúlason lögmaður, 1. prófmál) Lykilorð Stjórnsýsla. Andmælaréttur. Rannsóknarregla. Vanhæfi. Miskabætur. Skaðabætur. Viðurkenningarmál. Útdráttur Eftir útboð Ríkiskaupa á skólaakstri í sveitarfélaginu B var tilboði C ehf. tekið. Í kjölfarið gerði félagið ráðningarsamning við A og laut starfið að akstri skólabifreiðar og fleira. Sveitastjórnarmaður, D, hafði samband við sveitarstjóra B og tjáði honum að sér litist ekki á að A annaðist skólaakstur á grundvelli þess að A hefði sjö árum áður verið kærður vegna kynferðislegrar áreitni gegn barni D en málið fellt niður. Skömmu síðar var sú ákvörðun bókuð í trúnaðar bók sveitastjórnar að hún samþykkti ekki A sem skólabílstjóra og var ákvörðunin tilkynnt C ehf. sem sleit ráðningarsamningi við A. Fyrir dómi krafðist A miskabóta og viðurkenningar á skaðabótaábyrgð B vegna framangreindrar ákvörðunar B. Í dómi Landsréttar er rakið að ákvörðun sveitarstjórnar B um að samþykkja ekki A sem skólabílstjóra hefði verið stjórnvaldsákvörðun í máli sem A hefði átt aðild að. Ákvörðunin hefði verið tekin án viðhlítandi rannsóknar og A ekki gefið færi á að koma að athugasemdum og bregð ast við ásökunum. Þá hefði D verið vanhæf til að taka þátt í meðferð og úrlausn málsins með vísan til 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Yrði B að bera hallann af óvissu um hver niðu rstaða málsins hefði orðið ef meðferð þess hefði verið fullnægjandi. Með hliðsjón af framangreindu var B gert að greiða A miskabætur að fjárhæð 800.000 krónum. Þá var viðurkennt að B bæri skaðabótaábyrgð á tjóni A vegna tekjumissis sökum fyrrgreindrar ákvö rðunar um að hafna honum sem skólabílstjóra. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Davíð Þór Björgvinsson og Ragnheiður Bragadóttir . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 2 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 12. febrúar 2021 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Vesturlands 20. janúar 2021 í málinu nr. E - /2019 . 2 Áfrýjandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum 2.500.000 krónur með dráttavöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af þeirri fjárhæð frá 3. desember 2019 til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi þess að viðurkennt verði að stefndi beri skaðabótaábyrgð á tjóni hans vegna tekjumissis sökum ákvörðunar sveitarstjórnar stefnda 2019 um að hafna áfrýjanda sem skólabílstjóra og senda viðkomandi verktaka bréf sama mánaðar þar sem honum var tilkynnt ákvörðun stefnda um að hafna því að áfrýjandi annaðist skólaakstur. Að lokum krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrý jaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik 4 Mál þetta snýst um ákvörðun sem tekin var á fundi sveitarstjórnar stefnda 2019. Ákvörðunin var bókuð með svohljóðandi hætti trúnaðarbók sveitarstjórnar: A sem skólabílstjóra hjá B , hvorki sem aðal - eða C ehf. 5 Áður en framangreind ákvörðun var tekin hafði Ríkiskaup boðið út fyrir hönd stefnda skólaakstur í sveitarfélaginu. Eftir opnun tilboða tilkynnti Ríkiskaup 2019 að tilboði fyrirtækisins C ehf. í skólaakstur á tveimur akstursleiðum hefði verið tekið. Í kjölfarið gerði C ehf. ráðningarsamning við áfrýjanda 2019 sem átti að taka gildi 22. sama mánaðar. Samningurin n var tímabundinn og átti ráðningu áfrýjanda að ljúka 31. maí 2022. Þó var hægt að segja samningnum upp en um uppsagnarfrest átti að fara samkvæmt kjarasamningi. Samkvæmt ráðningarsamningnum fólst starfið í akstri skólabifreiðar og fleira. 6 Í málinu liggur fyrir að sveitarstjóri stefnda og skólastjóri í áttu fund með framkvæmdastjóra C ehf. nokkru áður en hin umdeilda ákvörðun var tekin. Þar óskuðu þeir eftir því að framkvæmdastjórinn sæi til þess að áfrýjandi annaðist ekki akstur barna til og frá sk ólanum. Í skýrslu framkvæmdastjórans fyrir héraðsdómi kemur fram að hann hafi við það tækifæri greint þeim frá því að búið væri að gera ráðningarsamning við áfrýjanda. Ætti hann erfitt með að breyta honum, auk þess sem ekkert lægi fyrir sem gæfi til kynna að áfrýjandi mætti ekki annast skólaakstur. Í ljósi viðbragða framkvæmdastjórans og þar sem sveitarstjóri taldi sig ekki hafa umboð til að gefa fyrirmæli um að áfrýjandi mætti ekki annast skólaakstur var málið lagt fyrir sveitarstjórn. 7 Framkvæmdastjóri C e hf. gat þess einnig í skýrslu sinni fyrir dómi að eftir að hann fékk bréf um ákvörðun sveitarstjórnar í hendur hafi hann sýnt áfrýjanda bréfið, látið n því að forsendur ráðningar hans hefðu brostið með ákvörðun 3 sveitarstjórnar. Vísaði hann til þess að fyrirtækið hefði ekki getað nýtt starfskrafta áfrýjanda til annarra verka enda hefði annar bílstjóri verið ráðinn í fullt starf til að sinna bæði skólaaks tri og öðru því sem ætlunin var að áfrýjandi annaðist. Þá lýsti hann því að áfrýjandi hefði ekki fengið greidd laun á uppsagnarfresti. 8 Um málavexti er að öðru leyti vísað til hins áfrýjaða dóms. Málsástæður aðila Málsástæður áfrýjanda 9 Í málinu krefst áfr ýjandi miskabóta og viðurkenningar á skaðabótaábyrgð hins stefnda sveitarfélags vegna framangreindrar ákvörðunar stefnda. Kröfugerð sína byggir áfrýjandi á því að ákvörðunin hafi verið saknæm og ólögmæt þar sem við töku hennar hafi verið farið gegn meginre glum stjórnsýsluréttar. Er það nánar rökstutt með því að ákvörðunin hafi hvorki verið rökstudd né hafi áfrýjanda verið gefið færi á að andmæla forsendum hennar áður en hún var tekin. Þá telur áfrýjandi að rannsókn málsins hafi verið ábótavant, enda hafi ei nungis óstaðfestar ásakanir nafngreinds sveitarstjórnarmanns um ámælisverða háttsemi áfrýjanda í garð dóttur sveitarstjórnarmannsins legið ákvörðuninni til grundvallar. Jafnframt telur áfrýjandi að umræddur sveitarstjórnarmaður hafi átt að víkja sæti á fun di sveitarstjórnar þegar ákvörðunin var tekin. Á því er byggt að með ákvörðuninni hafi verið brotið gegn rannsóknar - , andmæla - og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar en reglurnar eigi meðal annars stoð í stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Þá er um vanhæfi sveitars tjórnarmannsins vísað til 3. gr. stjórnsýslulaga í héraðsdómsstefnu. Um röksemdir áfrýjanda er að öðru leyti vísað til hins áfrýjaða dóms, þar á meðal um miska áfrýjanda og það fjártjón sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna ákvörðunar stefnda. Málsástæ ður stefnda 10 Stefndi telur að verktakinn, C ehf., hafi einn átt aðild að málinu á stjórnsýslustigi. Með ákvörðuninni hafi stefndi ekki gefið fyrirmæli um að áfrýjanda yrði sagt upp starfi, einungis að hann gæti ekki annast skólaakstur í sveitarfélaginu. T ilmælum þess efnis hafi verið beint að verktakanum en þau hafi sem slík hvorki haft áhrif á réttindi áfrýjanda né skyldur. Geti stefndi ekki borið ábyrgð á því að verktakinn hafi brugðist við þeim með því að segja ráðningarsamningi áfrýjanda upp. Þá byggir stefndi á því að ákvörðunin hafi verið reist á lögmætum sjónarmiðum og leggur í því samband áherslu á skyldu sína samkvæmt barnalögum, barnaverndarlögum og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til að gæta hagsmuna barna í hvívetna og tryggja velferð þeirra. E kkert mat hafi verið lagt á réttmæti þeirra ásakana sem bornar voru á áfrýjanda en stefnda hafi borið að láta börnin njóta vafans. Þá hafi áfrýjandi ekki fært rök fyrir því að rannsókn málsins hafi verið ófullnægjandi af hálfu stefnda. Vísar stefndi meðal annars til þess að það hafi verið almenn vitneskja í sveitarfélaginu að áfrýjandi hefði sýnt af sér ósæmilega hegðun gagnvart börnum og sætt ásökunum um kynferðislega áreitni gagnvart barni. Hafi lögregla rannsakað málið og verði sú háttsemi, sem áfrýjandi viðurkenndi við þá rannsókn, að teljast ósæmileg gagnvart barni, þó að 4 ákæruvaldið hafi metið það sem svo að hún væri ekki refsiverð. Stefndi telur sig enn fremur hafa fylgt öllum reglum stjórnsýsluréttar gagnvart C ehf., aðila stjórnsýslumálsins. Hafi fy rirtækinu verið gefið færi á því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, auk þess sem gætt hafi verið meðalhófs. Um röksemdir stefnda fyrir sýknu er að öðru leyti vísað til hins áfrýjaða dóms. Niðurstaða 11 Samkvæmt 1. gr. stjórnsýslulaga taka lögin meðal anna rs til stjórnsýslu sveitarfélaga. Lögin gilda nánar tiltekið þegar stjórnvöld, þar á meðal stjórnsýslunefndir, taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Eitt af megineinkennum slíkra ákvarðana er að þær eru teknar í skjóli stjórnsýsluvalds. Gerð verksamnin ga á einkaréttarlegum grundvelli og ráðstafanir, sem byggjast á eða eiga rætur að rekja til slíkra samninga, teljast almennt ekki til ákvarðana sem falla undir lögin. 12 Flest ákvæði stjórnsýslulaga veita einungis aðila máls þau réttindi sem lögin kveða á um . Ekki er þar skilgreint hvað felist í hugtakinu aðili máls. Í almennum athugasemdum við frumvarp það er varð að stjórnsýslulögum er þó vikið að hugtakinu. Þar segir að hugtakið beri að skýra rúmt þannig að ekki sé einungis átt við þá sem eiga beina aðild að máli, heldur geti þeir sem eiga óbeinna hagsmuna að gæta einnig fallið þar undir. Ómögulegt sé að gefa ítarlegar leiðbeiningar um það hvenær maður teljist aðili máls og hvenær ekki, heldur ráðist það af málsatvikum hverju sinni. Í athugasemdunum er teki ð fram að úrslitum ráði hvort maður teljist hafa lögvarinna hagsmuna að gæta. Í stjórnsýslurétti hefur almennt verið út frá því gengið að hugtakið taki til þeirra einstaklinga og lögaðila, sem ákvörðun stjórnvalds er beint að, og eftir atvikum annarra sem eiga sérstakra, beinna og lögvarinna hagsmuna að gæta. Hefur þeirri skilgreiningu almennt verið beitt í dómaframkvæmd, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 11. janúar 2022 í máli nr. 54/2021. 13 Með tilkynningu Ríkiskaupa 2019, um að tekið væri tilboði C ehf. í tvær akstursleiðir, komst á verksamningur milli fyrirtækisins og stefnda, sbr. 3. mgr. 86. gr. laga nr. 120/2016 um opinber innkaup. Af málatilbúnaði stefnda verður ekki ráðið að hann telji sig hafa á grundvelli samningsins haft heimild til að hafna því að tilteknir bifreiðastjórar önnuðust aksturinn. Hann kveður ákvörðun sína 2019 aftur á móti hafa helgast af lögbundinni skyldu sinni samkvæmt 5. og 22. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla, auk almennra reglna barnalaga, barnaverndarlaga og barnasá ttmála Sameinuðu þjóðanna. Að þessu gættu verður að líta svo á að framangreind ákvörðun hafi verið tekin í skjóli stjórnsýsluvalds. Hún fól í sér fyrirmæli til vinnuveitanda áfrýjanda um að áfrýjandi annaðist ekki akstur barna til og frá skóla sveitarfélag sins. Samkvæmt ráðningarsamningi áfrýjanda átti hann að annast skólaakstur og fleira. Hlaut stefnda vera ljóst að fyrirmælin væru til þess fallin að raska lögvörðum hagsmunum áfrýjanda er lutu að atvinnu hans. Hagsmunir áfrýjanda að þessu leyti voru jafnfr amt einstaklingsbundnir og vörðuðu hann með beinum hætti. Ákvörðunin var því þess eðlis að skylt var að gæta reglna stjórnsýslulaga gagnvart áfrýjanda. 5 14 Samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga ber stjórnvaldi að sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ák vörðun er tekin í því. Með vísan til 13. og 14. gr. sömu laga ber stjórnvaldi enn fremur að tryggja að aðili máls eigi þess kost að tjá sig um efni þess áður en ákvörðun er tekin, enda liggi ekki afstaða hans og rök fyrir henni fyrir í gögnum málsins, eða slíkt sé augljóslega óþarft, eins og það er orðað. 15 Áfrýjanda varð ekki kunnugt um ákvörðun sveitarstjórnar fyrr en eftir að hún hafði verið tekin. Samkvæmt skýrslum sveitarstjóra, sveitarstjórnarmanna og skólastjóra fyrir héraðsdómi lágu engin gögn fy rir fundinum 2019 um mál áfrýjanda. Aftur á móti höfðu einstakir sveitarstjórnarmenn heyrt sögusagnir um óviðurkvæmilega hegðun hans í garð barns eða barna. Einn sveitarstjórnarmaður, hafði vitneskju um kæru á hendur áfrýjanda til lögreglu haustið 2012 vegna hegðunar í garð dóttur sveitarstjórnarmannsins. Upplýst var við skýrslutökur í málinu fyrir héraðsdómi að nokkrum dögum áður hefði umræddur sveitarstjórnarmaður látið sveitarstjóra vita af því máli og tjáð honum að sér litist ekki á að áfrýjandi ann aðist skólaakstur. Varð það til þess að sveitarstjóri bar málið undir skólastjóra og leituðu þeir saman til framkvæmdastjóra C ehf. eins og lýst hefur verið. Samkvæmt skýrslum í héraði virðist kæran frá 2012 hafa verið sveitarstjórnarmönnum ofarlega í huga þegar ákvörðun í máli áfrýjanda var tekin 2019. Ekki er þó að sjá að á fundinum hafi verið farið ofan í efnisatriði málsins eða vikið að lyktum þess. 16 Eins og málið lá fyrir var brýnt að stefndi gæfi áfrýjanda færi á að koma að athugasemdum og breg ðast við þeim ásökunum sem á hann voru bornar áður en ákvörðun var tekin. Var það í senn nauðsynlegt til að upplýsa atvik með viðhlítandi hætti en ekki síður til að gefa honum færi á að lýsa sinni hlið og verja hagsmuni sína. Þar sem þessa var ekki gætt fó r málsmeðferð í aðdraganda ákvörðunar sveitarstjórnar 2019 gegn framangreindum ákvæðum stjórnsýslulaga. 17 Fyrir liggur að fyrrgreindur sveitarstjórnarmaður, sem komið hafði að máli við sveitarstjóra og lýst áhyggjum sínum af því ef áfrýjandi fengi að key ra skólabörn, hafði sem foreldri brotaþola kært til ríkissaksóknara ákvörðun lögreglu haustið 2012 um að fella niður lögreglurannsókn á ætlaðri kynferðislegri áreitni áfrýjanda. Umræddur sveitarstjórnarmaður undirritaði, ásamt öðrum sveitarstjórnarmönnum, bókun í trúnaðarbók sveitarstjórnar um þá ákvörðun sem tekin var 2019 í máli áfrýjanda. Í ljósi aðdraganda og tilefni þeirrar ákvörðunar verður að líta svo á að hann hafi verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og úrlausn málsins með vísan til 6. tölu liðar 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 1. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Bar honum því að víkja sæti og yfirgefa fund sveitarstjórnar þegar mál áfrýjanda var tekið fyrir, sbr. 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga. 18 Ekki er ástæða til að efast um að fyrir sveitarstjórn hafi einungis vakað að gæta hagsmuna og öryggis þeirra barna sem þurfa að nota skólaakstur í sveitarfélaginu. Að því leyti miðaði ákvörðunin að lögmætu markmiði. Eftir sem áður hvíldi sú skylda á sveitarstjórn að fylgja fram angreindum reglum stjórnsýslulaga sem miða að því að 6 niðurstaða í máli sé reist á réttum upplýsingum um atvik og að afstaða þeirra sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta liggi fyrir. Var það forsenda þess að unnt væri að meta þá ólíku hagsmuni sem í húfi vor u til að komast að réttmætri niðurstöðu, sbr. meðal annars 12. gr. stjórnsýslulaga. Verður stefndi að bera hallann af óvissu um hver niðurstaða hefði orðið ef meðferð málsins hefði verið fullnægjandi. 19 Eins og áður segir hlaut stefnda vera ljóst að fyrirmæl in til C ehf. væru til þess fallin að raska hagsmunum áfrýjanda er lutu að atvinnu hans. Er á það fallist að með hinni umdeildu ákvörðun 2019 hafi sveitarstjórn stefnda sýnt af sér saknæma háttsemi sem var til þess fallin að valda áfrýjanda fjártjóni. Áfrýjandi missti þá atvinnu sem hann hafði verið ráðinn til að sinna áður en að hann hóf störf og ágreiningslaust er að hann naut ekki réttar til launa á uppsagnarfresti samkvæmt kjarasamningi. Upplýsti hann fyrir dómi að hann hefði í kjölfarið verið atvin nulaus um nokkurt skeið. Hefur hann leitt nægar sönnur að því að hafa orðið fyrir fjártjóni sökum fyrirmæla stefnda. Því ber að taka viðurkenningarkröfu hans til greina á þann hátt sem í dómsorði greinir. Engin afstaða er tekin til umfangs tjónsins. 20 Áfrýja ndi styður miskabótakröfu sína við b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þar segir að heimilt sé að láta þann sem ber ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Af lögskýringargögnum má ráða að með hugtakinu ólögmætri meingerð sé áskilið að um saknæma hegðun sé að ræða. Þar segir þó að gáleysi þurfi að vera verulegt til þess að tjónsatvik verði talið ólögmæt meingerð. Þannig taki hugtakið til dæmis ekki til smávægil egra hrekkja eða stríðni. Með vísan til þessa hefur í dómaframkvæmd verið litið svo á að lægsta stig gáleysis fullnægi ekki kröfum ákvæðisins, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 15. nóvember 2018 í máli nr. 828/2017. 21 Við mat á sök stefnda í málinu verður að líta til þess að efni fyrirmæla sveitarstjórnar lutu augljóslega að hagsmunum áfrýjanda sem kölluðu á að litið væri á hann sem málsaðila. Þrátt fyrir það var réttur hans samkvæmt stjórnsýslulögum ekki virtur, auk þess sem vanhæfur sveitarstjórnarmaður tók beinan þátt í afgreiðslu málsins. Tilefni ákvörðunarinnar var upprifjun á ásökunum í hans garð um siðferðislega ámælisverða háttsemi gagnvart börnum sem að hluta voru óljósar og reistar á sögusögnum. Í einu tilviki var þó um að ræða mál sem hafði sætt ran nsókn lögreglu en verið fellt niður tæpum sjö árum áður. Mátti stefnda vera ljóst að fyrirmæli hans til vinnuveitanda áfrýjanda, sem byggðust á þessum grunni, væru meiðandi og gætu vegið að orðspori hans og æru. Að þessu virtu verður að líta svo á að fulln ægt sé skilyrðum b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga þannig að fallast beri á rétt áfrýjanda til miskabóta. Verða þær metnar að álitum í ljósi atvika og þykja þær hæfilega ákveðnar 800.000 krónur. Fjárkrafan ber dráttarvexti eins og í dómsorði greinir. 7 22 E ftir úrslitum málsins og í samræmi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála er stefnda gert að greiða áfrýjanda málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti eins og nánar greinir í dómsorði. Dómsorð: Stefndi, B , greiði áfrýjanda, A , 800.000 k rónur með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 3. desember 2019 til greiðsludags. Viðurkennt er að stefndi beri skaðabótaábyrgð á tjóni áfrýjanda vegna tekjumissis sökum ákvörðunar sveitarstjórnar stefnda 2019 um að hafna áfrýjanda sem skólabílstjóra. Stefndi greiði áfrýjanda 2.800.000 krónur í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Dómur Héraðsdóms Vesturlands 20. janúar 2021 I. Mál þetta, sem dómtekið var 2. desember sl., er höfðað af A , til heimilis að , , á hendur sveitarfélaginu B , , , með stefnu birtri 12. nóvember 2019. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum miskabætur að fjárhæð 2.500.000 krónur, ásamt dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr . 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þingfestingardegi til greiðsludags. Stefnandi krefst þess jafnframt að viðurkennt verði að stefndi beri skaðabótaábyrgð á tjóni stefnanda vegna missis atvinnutekna sökum ákvörðunar sveitarstjórnar stefnda 2019 um að hafna stefnanda sem skólabílstjóra og senda viðkomandi verktaka bréf, dags. 2019, þar sem verktakanum var tilkynnt ákvörðun stefnda um að hafna því að stefnandi annaðist skólaakstur. Stefnandi krefst loks málskostnaðar úr hendi stefnda. Stefndi kr efst þess að hann verði sýknaður af dómkröfum stefnanda. Jafnframt krefst stefndi málskostnaðar að mati dómsins. II. Hinn 2019 buðu Ríkiskaup, f.h. stefnda, út skóla - og frístundaakstur í B fyrir árin 2019 til 2022. Boðnar voru út alls sjö akstursleiði r og bauð félagið C ehf. í þrjár þeirra, þ.e. leiðir 1 - 3. Samkvæmt skilmálum útboðsins þurfti tilboðsgjafi að tilgreina hvaða bílstjórar myndu annast aksturinn fyrir hans hönd jafnframt því að leggja fram gögn til staðfestingar því að þeir uppfylltu allar þær kröfur sem gerðar væru til bílstjóranna samkvæmt skilmálunum, s.s. sakavottorð þeirra og ökuskírteini. Í tilboði sínu tilgreindi tilboðsgjafinn fimm bílstjóra sem annast myndu aksturinn fyrir hönd félagsins og var stefnandi einn þeirra. Með bréfi Ríki skaupa, dags. 2019, var tilkynnt um niðurstöðu útboðsins og kom þar fram að tilboðum C ehf. vegna leiða 1 og 2 hefði verið tekið. Í kjölfar þessa, eða 2019, rituðu stefnandi og C ehf. undir 8 ráðningarsamning þess efnis að stefnandi annaðist akstur s kólabifreiðar o.fl. fyrir fyrirtækið á tímabilinu 2019 til 2022. Á fundi sveitarstjórnar stefnda 2019 voru skólaakstursmál 2019 - 2022 tekin fyrir. Kemur fram í fyrirliggjandi fundargerð vegna fundarins að auk sveitarstjórnarmanna hafi setið fund inn vegna þess málefnis skólastjóri og að bókun um þetta málefni hafi verið færð í trúnaðarbók sveitarstjórnar. Kemur fram í þeirri bókun að samþykkt sé samhljóða að sveitarstjórn samþykki ekki stefnanda sem skólabílstjóra hjá sveitarfélaginu, hvorki s em aðalbílstjóra né varabílstjóra. Var C ehf. tilkynnt um þessa niðurstöðu með bréfi, dags. sama mánaðar. Kemur fram í stefnu að þar með hafi endir verið bundinn á ráðningarsamning stefnanda við verktakann, sem eðli málsins samkvæmt hafi þar með að eng u verið orðinn, enda hefði stefnandi sérstaklega verið ráðinn til að annast akstur skólabarnanna. Hinn 2019 sendi lögmaður stefnanda hinu stefnda sveitarfélagi bréf þar sem óskað var eftir aðgangi að gögnum varðandi málið, auk þess sem skorað var á stef mun umbj. minn höfða skaðabótamál á hendur sveitarfélaginu vegna þess tjóns sem útilokun hans frá sama ár, var fallist á afhendin gu umbeðinna gagna en hafnað kröfum stefnanda um afturköllun fyrirmæla og sjónarmiðum hans um meinta bótaskyldu stefnda vegna þeirra. Ítrekaði lögmaður stefnanda sjónarmið hans um bótaskyldu stefnda vegna framangreinds í bréfi til lögmanns stefnda, dags. [ s.m. Var þeim sjónarmiðum og kröfum stefnanda um viðurkenningu á bótaskyldu sveitarfélagsins hafnað með bréfi lögmanns þess, dags. s.m. Mál þetta var í kjölfarið höfðað með stefnu birtri 12. nóvember 2019, eins og fyrr greinir. Undir rekstri málsins var lagt fram bréf ríkissaksóknara, dags. 3. júlí 2013, til móður stúlku vegna kæru hennar á hendur stefnanda fyrir kynferðisbrot gegn stúlkunni á árunum 2011 og 2012. Kemur í bréfinu meðal annars fram að skilgreiningu á kynferðislegri áreitni sé að finna í ákv. 199. gr. almennra hegningarlaga, þar sem segi að kynferðisleg áreitni felist m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan og enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem sé mjög meiðandi, ítreka ð eða til þess fallið að valda ótta. Það sé mat ríkissaksóknara að þótt telja megi sannað að kærði hafi lagt hönd á læri dóttur kæranda og strokið bak hennar niður að rassi þá sé það sem fram sé komið í málinu ekki nægilegt eða líklegt til þess að sök verð i felld á kærða fyrir að hafa áreitt dóttur kæranda kynferðislega með saknæmum hætti í skilningi almennra hegningarlaga. Þá telji ríkissaksóknari sannaða háttsemi heldur ekki fela í sér brot gegn 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Er loks tilgre int að niðurstaða ríkissaksóknara sé byggð á dómum Hæstaréttar í málum nr. 558/2008 og 684/2008. Sé málið á grundvelli framangreinds fellt niður með vísan til 145. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Við aðalmeðferð málsins voru teknar aðilaskýrslu r af stefnanda og E sveitarstjóra af hálfu stefnda. Þá voru teknar vitnaskýrslur af F , G , H , I , J , K , L , M , N , O , P og Q . III. Stefnandi byggir á því að ákvörðun sveitarstjórnar stefnda hinn 2019, um að meina stefnanda að annast skólaakstur fyrir hönd stefnda, hafi verið saknæm og ólögmæt, auk þess sem hún hafi verið byggð á ólögmætum grundvelli, forsendum og sjónarmiðum. Með ákvörðuninni hafi sveitarstjórn brotið gegn öllum helstu meginreglum stjórnsýsluréttar, sbr. m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993. Þá hafi sveitarstjórn hvorki heimild né forsendur til að taka það upp hjá sjálfri sér að ákveða að meina stefnanda að starfa við skólaakstur, hvorki fyrir stefnda né aðra. Ákvörðun stefnda sé sérstaklega ámælisverð þar sem stefndi hefði þegar fengið í hendur sannanir og staðfestingu, sbr. samþykkt tilboð verktakans, um að stefnandi uppfyllti allar kröfur og skilyrði til þess að starfa við akstur skólabarna og þá ekki síst í ljósi þess að tilboði verktakans, sem grundvallast hafi á vinnuframlagi stefnanda, hafi verið tekið af Ríkiskaupum fyrir hönd stefnda. 9 Stefndi hafi hvorki rökstutt ákvörðun sína né gefið stefnanda tækifæri til að bera hönd fyrir höfuð sér með neinum hætti, t.d. með því að veita honum rétt til andmæla, áður en umrædd ákvörðun sveitarstjórnar hafi verið tekin. Ásakanir þær, sem allt bendi til að einn tilgreindur sveitarstjórnarfulltrúi sveitarstjórnar stefnda hafi haft í frammi á sveitastjórnarfundinum, um ósæmilega hegðun stefnanda í garð dóttur hennar fyrir löngu síðan, eigi sér enga stoð í r aunveruleikanum. Hafi fyrrgreindur sveitarstjórnarfulltrúi því nýtt sér stöðu sína og vald til að bregða fæti fyrir stefnanda með ólögmætum hætti. Umrædd ákvörðun stefnda hafi einungis grundvallast, að því er virðist, á óstaðfestum ásökunum fyrrgreinds sve itarstjórnarmanns í garð stefnanda. Ásakanir þessar hafi verið rannsakaðar á þeim tíma þegar þær hafi komið fram og ekki verið taldar réttmætar. Með ákvörðun sveitastjórnar hafi því m.a. verið brotið gegn rannsóknar - , andmæla - og meðalhófsreglu stjórnsýslu réttar, sem eigi sér m.a. lagastoð í stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Með ólíkindum verði að telja að umræddum sveitastjórnarmanni hafi ekki verið gert að víkja af fundi sveitastjórnar stefnda þegar hin örlagaríka ákvörðun hafi verið tekin. Hefði það þá gefið öðrum sveitarstjórnarmönnun tækifæri til þess að ræða sín í milli fyrrgreindar ásakanir í garð stefnanda, án nærveru sveitarstjórnarmannsins, áður en endanleg ákvörðun væri tekin. Hafi umræddur sveitarstjórnarmaður verið vanhæfur til að eiga aðild að umræ ddri ákvörðun um skólaakstur stefnanda, sbr. 3. gr. stjórnsýslulaga, sem kveði á um vanhæfi sveitastjórnarmanna til ákvarðanatöku í slíkum tilfellum. Með vísan til framangreinds megi ljóst vera að ákvörðun sveitastjórnar stefnda 2019, um að meina stefn anda að annast skólaakstur, og bréf stefnanda til verktakans þar um, hafi verið saknæm og ólögmæt. Hafi stefndi með þeirri ákvörðun bakað sér skaðabótaábyrgð utan samninga á tjóni stefnanda. Hafi ákvörðun sveitastjórnarinnar eðli máls samkvæmt leitt til þe ss að stefnandi missti það starf sem hann hefði verið ráðinn til og sé því augljóst orsakasamband á milli hinnar lýstu saknæmu háttsemi stefnda og tjóns stefnanda. Stefnandi geri kröfu um viðurkenningu á skaðabótaábyrgð stefnda vegna missis atvinnutekna sökum umræddrar ákvörðunar sveitastjórnar stefnda. Með því hafi stefndi bundið enda á ráðningarsamband stefnanda og verktakans, þar sem forsendur fyrir ráðningu stefnanda hafi verið með öllu brostnar, enda stefnandi sérstaklega ráðinn til verktakans til að annast skólaaksturinn. Varðandi fjártjón stefnanda þá liggi fyrir ráðningarsamningur. Ljóst sé að stefnandi verði af þeim atvinnutekjum sem hann hefði annars haft á grundvelli þess starfs sem hann hefði verið ráðinn til að gegna og þar með orðið fyrir tjó ni. Varðandi útreikning á fjártjóni stefnanda þá liggi fyrir útreikningur endurskoðanda stefnanda á tjóninu sem sýni að stefnandi verði af atvinnutekjum að fjárhæð 24.641.476 krónur. Stefnandi reisi kröfu um viðurkenningu á bótarétti vegna tjóns sem rekja megi til saknæmrar háttsemi stefnda á 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þar sem enn sé óljóst hvert heildartjón stefnanda verði vegna þessa sé honum nauðsynlegt að gera að svo stöddu kröfu um viðurkenningu bótaréttar. Verði fallist á kröfu stefnanda megi búast við því að leitast verði við að ná samkomulagi um greiðslu bóta. Stefnandi byggi kröfu sína um miskabætur á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sem kveði á um að heimilt sé að láta þann sem ábyrgð beri á ólögmætri me ingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert hafi verið við. Stefnandi byggi á því að með umræddri ákvörðun stefnda, um að meina stefnanda að annast skólaakstur fyrir hönd stefnda og að senda verktakanum br éf þar um, hafi stefndi fellt á sig ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru og/eða persónu stefnanda. Óhjákvæmilegt hafi verið að þær ásakanir sem legið hafi til grundvallar ákvörðun sveitarstjórnar stefnda yrðu með því öllum kunnar jafnvel þó tt forsendur ákvörðunarinnar hafi ekki verið gerðar opinberar formlega af hálfu stefnda. 10 Miskabótakrafa stefnanda sé á því byggð að háttsemi sveitarstjórnar stefnda umrætt sinn, bæði í orði og athöfnum, hafi falið í sér alvarlega meingerð. Hafi ákvörðun s veitarstjórnarinnar verið til þess fallin að niðurlægja stefnanda, ekki bara gagnvart stefnda sjálfum og starfsfólki sveitarfélagsins heldur gagnvart samfélaginu í heild, enda sé hún nú öllum kunn í nærsamfélagi stefnanda. Hafi ákvörðunin haft alvarlegar a fleiðingar fyrir stefnanda og fjölskyldu hans, valdið honum álitshnekki og vanlíðan. Börn stefnanda séu á skólaaldri, nýti sér skólaakstur þann sem stefnandi hafi átt að sinna og þurfi að sitja undir þessum ásökunum ekki síður en stefnandi sjálfur. IV. Ste fndi byggir á því að lögmætar og málefnalegar ástæður hafi legið að baki því að hann gaf tilmæli til verktakans C ehf. um að stefnandi sinnti ekki akstri skólabarna á vegum sveitarfélagsins. Stefndi vísar til gr. 1.5.10 í útboðsgögnum vegna skólaakstursins , en samkvæmt henni skuli vara og þjónusta sú sem látin sé í té m.a. uppfylla kröfur íslenskra laga og tilskipana Evrópusambandsins á sviði félagslegra réttinda. Þannig hafi stefnda borið skylda til þess samkvæmt ákvæðum barnalaga að horfa til þess hvað bö rnunum væri fyrir bestu. Þessi regla eigi sér m.a. stoð í 2. mgr. 1. gr. barnalaga nr. 76/2003, 1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 3. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem veitt hafi verið lagagildi hér á landi með lögum nr. 19/2013. Ljóst sé að tilgangur tilvitnaðs ákvæðis í útboðsgögnum hafi einmitt verið sá að gæta hagsmuna barna og tryggja velferð þeirra meðan á akstrinum standi. Sé þannig á því byggt, með vísan til framangreindra lagareglna, að stefnda hafi verið skylt að beina þeim tilmælum til verktakans C ehf. að stefnandi sinnti ekki skólaakstri í sveitarfélaginu í ljósi þeirra ásakana sem fram hefðu komið á hendur honum um kynferðislega áreitni gagnvart börnum, og sveitarstjórnarmönnum hafi verið kunnugt um, og með vísan til þess að í ákvörðunum sem varði börn skuli ávallt horfa til þess sem börnum sé fyrir bestu. Með tilmælum sínum hafi stefndi ekkert mat lagt á réttmæti þeirra ásakana sem fram hefðu komið á hendur stefnanda heldur byggt á því að með vísan til framangreindra laga reglna væri hann að láta börnin njóta vafans, svo sem honum bæri skylda til. Stefndi byggi á 5. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla, en samkvæmt henni sé rekstur grunnskóla á ábyrgð og kostnað sveitarfélaga. Jafnframt sé vísað til 22. gr. sömu laga, þar se m fram komi að sveitarfélög beri ábyrgð á skipulagi skólaaksturs, og til 7. gr. sömu laga, þar sem fram komi að skólastjóri beri ábyrgð á starfi skóla gagnvart sveitarstjórn. Í ljósi þeirra ávirðinga sem bornar hefðu verið á stefnanda hafi sveitarstjórn ve rið rétt og skylt að bregðast við með þeim hætti sem gert hafi verið með því að grípa til vægasta úrræðis sem mögulegt hafi verið, þ.e. að óska eftir því við verktakann að stefnandi sinnti ekki akstri skólabarna. Samkvæmt 4. gr. reglna nr. 656/2009 um skól aakstur grunnskóla skuli skólaakstur skipulagður þannig að þarfir, öryggi og velferð nemenda sé höfð að leiðarljósi. Stefndi byggi á því að sveitarfélagið hafi verið að framfylgja þessari skyldu sinni með því að samþykkja ekki stefnanda sem bílstjóra í skó laakstri. Stefndi byggir á því að sú háttsemi sem fyrir liggi samkvæmt bréfi ríkissaksóknara að stefnandi hafi sýnt af sér í samskiptum við börn geti ekki undir nokkrum kringumstæðum talist eðlileg, óháð því hvort um refsiverða háttsemi hafi verið að ræ ða eður ei. Þá mótmæli stefndi því að sú háttsemi geti talist merki um væntumþykju eða vináttu, í samskiptum fullorðinna og barna, svo sem stefnandi hafi haldið fram, og m.a. komi fram í fyrrgreindu bréfi. Stefndi mótmæli því að tilboð C ehf. hafi verið grundvallað á vinnuframlagi stefnanda, eins og haldið sé fram í stefnu, heldur liggi fyrir að hann hafi verið einn af fimm bílstjórum sem átt hafi að keyra fyrir fyrirtækið, fengi það allar leiðirnar. Stefndi mótmæli því sérstaklega að rökstuðningi hans í málinu sé að einhverju leyti ábótavant. Það sé meginregla í íslenskum stjórnsýslurétti að rökstuðningur sé veittur eftir á, sé eftir honum óskað af aðila máls. Byggi stefndi á því að tilmæli þau sem hann hafi gefið C ehf. hafi ekki verið sérstaklega íþy ngjandi 11 fyrir félagið eða til þess fallin að valda því réttarspjöllum. Sé í því sambandi á það bent að verktakinn hafi tilgreint fimm bílstjóra til að sinna skólaakstri á þremur leiðum. Hins vegar liggi fyrir í málinu að hann hafi aðeins fengið tvær leiðir og því liggi ekkert fyrir um að stefnandi hefði verið við keyrslu á þeim tveimur leiðum sem fyrirtækið hafi fengið. Hefðu engin gögn verið lögð fram, þegar stefndi beindi tilmælum sínum til verktakans, um að félagið hefði þá gert ráðningarsamning við stef nanda. Hafi það í raun ekki verið upplýst fyrr en við þingfestingu máls þessa, þegar stefnandi hafi lagt fram ráðningarsamning sinn við félagið. Stefndi byggi á því að sveitarfélagið hafi rökstutt tilmæli sín gagnvart C ehf., bæði á sérstökum fundi með fyr irsvarsmanni félagsins sem og í fyrirliggjandi bréfi til lögmanns þess. Hafi sveitarstjóri hitt stefnanda 2019 og farið yfir ástæður þess að fyrrgreindum tilmælum hafi verið beint að verktakanum. Þá liggi ekkert fyrir í málinu um að stefnanda hafi verið sagt upp störfum hjá verktakanum eða að umrædd tilmæli hafi á nokkurn hátt haft áhrif á hann, en hann hafi sönnunarbyrðina fyrir því. Þannig liggi ekkert uppsagnarbréf fyrir eða annað sem skýri meint starfslok stefnanda hjá fyrirtækinu. Bendi stefndi sérs taklega á að samkvæmt ráðningarsamningi stefnanda hafi hann ekki eingöngu átt að sinna skólaakstri heldur jafnframt að sinna öðrum störfum. Í því samhengi bendi stefndi á að samkvæmt útprentun af heimasíðu C ehf. sinni félagið fjölþættum öðrum verkefnum, m .a. vörubílaakstri. Lagagrundvöllur sá er stefnandi virðist byggja á í stefnu sé alls óljós og í raun stefnan í heild sinni. Þar virðist stefnandi halda því fram að það að hann hafi farið á mis við að keyra skólabörn leiði eitt og sér til þess að hann eig i rétt á bótum úr hendi stefnda. Þá mótmæli stefndi því að hann hafi brotið stjórnsýslulög með umræddum tilmælum sínum. Tilmælin hafi verið málefnaleg, réttmæt og lögmæt í ljósi þeirra málsatvika sem liggi fyrir í málinu. Stefnandi hafi ekki verið aðili að því stjórnsýslumáli sem um ræði og tilmælin sem slík ekki haft áhrif á réttindi hans og skyldur. Á því sé byggt að stefndi hafi fylgt öllum reglum stjórnsýsluréttar gagnvart C ehf., aðila stjórnsýslumálsins. Þannig hafi fulltrúar sveitarstjórnar hitt fy rirsvarsmann félagsins á fundi áður en ákvörðun hafi verið tekin og honum þar gefinn kostur á að koma sjónarmiðum þess og andmælum á framfæri. Það hafi hann gert og krafist þess að fá tilmæli sveitarfélagsins send skriflega. Þá hafi meðalhófs verið gætt, e nda hafi stefndi einungis farið fram á að málum yrði hagað þannig hjá verktakanum að stefnandi sinnti ekki keyrslu skólabarna. Loks sé alls órökstutt í stefnu hvernig rannsóknarregla eigi að hafa verið brotin gagnvart stefnanda. Í ljósi þess að þau atvi k sem um ræði hafi varðað dóttur tilgreinds sveitarstjórnarmanns viðurkenni stefndi að heppilegra hefði verið að hann hefði vikið sæti þegar ákvörðun um að gefa verktakanum framangreind tilmæli hafi verið tekin. Því sé hins vegar mótmælt að umræddur sveita rstjórnarmaður hafi haft sig sérstaklega í frammi eða haft bein áhrif á að tilmælin væru gefin. Það rétta í málinu sé að þau málsatvik sem mál þetta spretti af hafi verið flestum í sveitarfélaginu kunn, þ.m.t. sveitarstjórnarmönnum sem samþykkt hafi samhlj óða, með öllum greiddum atkvæðum, að gefa fyrrgreind tilmæli. Skuli og áréttað að eftir upphaf máls þessa hafi tilgreindur sveitarstjórnarmaður ekki komið að umræðum eða ákvörðunum um skólaakstur í sveitarstjórn stefnda. Stefndi mótmæli sérstaklega þeir ri staðhæfingu stefnanda að augljóst orsakasamband sé milli hinnar meintu saknæmu háttsemi og meints tjóns stefnanda og að tjón hans geti talist sennileg afleiðing af tilmælum stefnda, enda sé ekkert leitast við að reifa sjónarmið um sennilega afleiðingu í stefnu. Stefnanda hafi ekki tekist að sanna eða gera líklegt að hann hafi orðið fyrir tjóni. Umrædd tilmæli til verktakans hafi verið gefin 2019, en samkvæmt ráðningarsamningi hafi stefnandi ekki átt að hefja störf fyrr en sama mánaðar. Í sama rá ðningarsamningi sé tekið fram að um uppsagnarfrest fari eftir kjarasamningi SA og Starfsgreinasambands Íslands. Í gr. 12.2 sé fjallað um uppsagnarfrest þeirra sem falli undir kjarasamninginn og komi þar fram að fyrstu tvær vikurnar í starfi sé enginn upp sagnarfrestur. Í sömu grein komi fram að uppsagnarfrestur eftir þriggja ára starf sé þrír mánuðir. Stefndi byggi þannig á því að séu tilmæli hans ólögmæt, eins og stefnandi haldi fram, ætti stefnandi einungis rétt til bóta í samræmi 12 við uppsagnarákvæði ráð ningarsamnings, en þar sé vísað í framangreinda grein kjarasamningsins. Ekki standist að reikna ráðningarsamning stefnanda til lokadags, enda beinlínis tekið þar fram að hann sé uppsegjanlegur í samræmi við ákvæði framangreinds kjarasamnings. Stefndi mó tmæli sérstaklega niðurstöðum fyrirliggjandi útreikninga á tjóni stefnanda og telji þá ranga. Stefndi hafi ekki haft neina aðkomu að útreikningunum og megi jafna sönnunargildi þeirra við aðilaskýrslu. Þá séu þessir útreikningar ekkert skýrðir í stefnu eða leitt út hvernig niðurstöður séu fengnar. Fyrir utan það séu tölulegar forsendur í engu samræmi við niðurstöður útboðsins. Enginn reki sé gerður að því í stefnu að skýra út hvernig 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 eigi við um kröfugerð stefnanda eða hvers vegna meint tjón hans sé enn óljóst. Um sé að ræða óútskýrða, óljósa og vanreifaða stefnukröfu, sem með réttu eigi að leiða til frávísunar hennar án kröfu, sbr. d - , e - og g - liði 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Auk þess sé kröfuge rð stefnanda ekki studd neinum gögnum sem unnt sé að byggja á. Stefndi mótmæli því að stefnandi eigi rétt á miskabótum úr hendi stefnda vegna meintrar ólögmætrar meingerðar gegn frelsi, friði og æru og/eða persónu stefnanda. Sé á því byggt að þau málsatv ik sem legið hafi til grundvallar tilmælum stefnda hafi verið flestum ef ekki öllum í sveitarfélaginu kunn. Þá telji stefndi að það hafi í raun verið stefnandi sjálfur sem upplýst hafi fólk í sveitarfélaginu um að hann yrði bílstjóri í skólaakstri. Ekker gegn æru, friði, frelsi og persónu stefnanda, en stefnandi hafi sönnunarbyrðina fyrir þeirri staðhæfingu sinni. Þá sé því mótmælt að umrædd tilkynning sk ipti einhverju máli við mat á því hvort sveitarfélagið hafi gerst sekt um brot gegn æru, friði, frelsi og persónu stefnanda. Hið rétta í málinu sé að stefndi hafi sent tilmælin að kröfu félagsins sjálfs, en vandséð sé hvernig það eitt og sér hafi átt að ve ga að æru, friði, frelsi og persónu stefnanda, sér í lagi þegar málsatvik hafi verið þekkt í sveitarfélaginu. Ekkert liggi heldur fyrir um það í málinu hvort eða með hvaða hætti tilmæli stefnda hafi valdið stefnanda álitshnekki og vanlíðan, en stefnandi hl jóti að þurfa að bera sönnunarbyrðina fyrir þeirri fullyrðingu sinni. og fjölskyldu hans. Til þess að stefnandi kunni að eiga rétt á miskabótum þu rfi tilmæli sveitarfélagsins að ósekju að hafa bitnað á orðspori hans og orðið honum að meini til þess að unnt sé að fallast á kröfu hans um miskabætur samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Það sé af og frá að svo sé í ljósi gagna máls ins og þeirra málsatvika sem um ræði. Loks mótmæli stefndi sérstaklega fjárhæð miskabótakröfu, en hún sé úr öllu samhengi við dómaframkvæmd Hæstaréttar. V. Niðurstaða Stefnandi krefst þess í fyrsta lagi að stefnda verði gert að greiða honum miskabætur, sbr. b - lið 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, fyrir að valda honum ólögmætri og alvarlegri meingerð gegn frelsi, friði, æru og/eða persónu hans, annars vegar með fyrrgrei ndri ákvörðun sinni 2019 um að samþykkja ekki stefnanda sem skólabílstjóra hjá sveitarfélaginu og hins vegar með því að senda verktakanum C ehf. bréf þar um. Hafi þetta verið til þess fallið að niðurlægja stefnanda gagnvart sveitungum hans og valdið ho num álitshnekki og vanlíðan. Í athugasemdum við fyrrnefnd lagaákvæði í frumvarpi til laganna kemur fram að í skilyrðinu um ólögmæta meingerð felist að um saknæma hegðun sé að ræða. Gáleysi þurfi þó að vera verulegt til þess að tjónsatvik verði talið ólögmæ t meingerð. Í réttarframkvæmd hefur verið við það miðað að lægsta stig gáleysis fullnægi ekki kröfum ákvæðisins. 13 Óumdeilt er að stefnandi er með hreint sakavottorð. Fyrir liggur hins vegar, eins og áður er rakið, að hann sætti á árinu 2012 kæru um að hafa í fjögur eða fimm skipti áreitt unglingsstúlku kynferðislega þegar hann ók henni heim eftir að hún hafði gætt barna hans og einnig að hafa í eitt skipti haldið um axlir stúlkunnar og látið síðan höndina renna niður bakið á henni og stöðvað á rassi hennar. Var mál þetta rannsakað af lögreglu með tilliti til þess hvort ætluð brot vörðuðu við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en rannsóknin var felld niður með bréfi ríkissaksóknara, dags. 3. júlí 2013. Kom þar m.a. fram að það væri mat ríkiss aksóknara að þótt telja mætti sannað að stefnandi hefði lagt hönd á læri stúlkunnar og strokið bak hennar niður að rassi þá væri það sem fram hefði komið í málinu ekki nægilegt eða líklegt til þess að sök yrði felld á hann fyrir að hafa áreitt stúlkuna kyn ferðislega með saknæmum hætti í skilningi almennra hegningarlaga. Þá taldi ríkissaksóknari sannaða háttsemi stefnanda heldur ekki fela í sér brot gegn 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Samkvæmt ákvæðum barnalaga ber stjórnvöldum, þar á meðal sv eitarstjórnum, við töku ákvarðana sem varða börn, ávallt að hafa í forgangi hvað barni sé fyrir bestu. Þessi regla á sér m.a. stoð í 2. mgr. 1. gr. barnalaga nr. 76/2003, 1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 3. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðann a, sem veitt hefur verið lagagildi hér á landi með lögum nr. 19/2013. Þá kemur fram í grein 1.5.10 í útboðsgögnum vegna umrædds skólaaksturs að vara og þjónusta sú sem látin er í té skuli m.a. uppfylla kröfur íslenskra laga og tilskipana Evrópusambandsins á sviði félagslegra réttinda. Fram kemur í 5. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla að rekstur grunnskóla sé á ábyrgð og kostnað sveitarfélaga. Þá segir í 22. gr. sömu laga að sveitarfélög beri ábyrgð á skipulagi skólaaksturs og í 7. gr. að skólastjóri beri á byrgð á starfi skóla gagnvart sveitarstjórn. Þá kemur fram í 4. gr. reglna nr. 656/2009 um skólaakstur grunnskóla að skólaakstur skuli skipulagður þannig að þarfir, öryggi og velferð nemenda sé haft að leiðarljósi. Ráðið verður af framburði þeirra sveitars tjórnarmanna sem stóðu að fyrrgreindri ákvörðun og skýrslu gáfu við aðalmeðferð málsins, og einnig af gögnum málsins að öðru leyti, að þeir hafi heyrt af eða þekkt til þeirra ásakana sem fram komu á hendur stefnanda, sbr. fyrrgreint bréf ríkissaksóknara, o g metið stöðuna á þann veg að ekki væri forsvaranlegt, með hagsmuni skólabarnanna í huga, að fallast á að stefnandi sæi um skólaakstur þeirra. Ekki hefði verið hjá því komist að láta börnin njóta vafans. Byggir stefndi á því að sú háttsemi sem fyrir liggi samkvæmt bréfi ríkissaksóknara að stefnandi hafi sýnt af sér í samskiptum við börn geti ekki undir nokkrum kringumstæðum talist eðlileg, óháð því hvort um refsiverða háttsemi hafi verið að ræða eður ei, og engan veginn talist merki um væntumþykju eða vinát tu í samskiptum fullorðinna og barna, svo sem stefnandi hafi haldið fram og fram komi m.a. í fyrrgreindu bréfi. Verður ekki annað ráðið af gögnum en að fyrir sveitarstjórn hafi einungis vakað að gæta hagsmuna þeirra barna er nýta þurfa sér umræddan skólaak stur í sveitarfélaginu í samræmi við ósk skólastjóra þar um. Verður að játa stjórn sveitarfélagsins sem ábyrgðaraðila skólaaksturs talsvert rými til að gæta hagsmuna þeirra nemenda sem nýta þurfa sér þá þjónustu og svigrúm við mat þar um. Ekki verður talið að stjórnendur sveitarfélagsins hafi með tilliti til þeirra upplýsinga sem fram höfðu komið sýnt af sér stórfellt gáleysi við töku umræddrar ákvörðunar eða haft með henni sérstakan ásetning til að lítillækka stefnanda eða vinna honum miska á annan hátt. Þ á verður ekki annað séð, m.a. með tilliti til þess að umrædd ákvörðun var einungis færð til bókar í sérstaka trúnaðarbók sveitarfélagsins, en að kappkostað hafi verið af þess hálfu að trúnaður ríkti um efni hennar. Loks verður ekki á það fallist með stefna nda að staðhæfingar hans um vanhæfi eins sveitarstjórnarfulltrúa í málinu, skort á rökstuðningi og um að brotið hafi verið gegn andmælareglu og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar komi hér til álita, enda var stefnandi ekki beinn aðili að þeirri ákvörðun svei tarstjórnar sem hér um ræðir. Þegar litið er til þess sem fyrir liggur í málinu um aðdraganda ákvörðunar sveitarstjórnar og tilkynningar sveitarfélagsins til umrædds verktaka þar um verður ekki fallist á það með stefnanda að í þessum gerðum sveitarfélagsin s hafi falist ólögmæt meingerð gegn stefnanda. Verður stefndi því sýknaður af miskabótakröfu stefnanda. Stefnandi krefst þess jafnframt að viðurkennt verði að stefndi hafi með umræddum gerðum sínum valdið honum tjóni sem stefndi beri bótaábyrgð á. Fyrir li ggur að framangreindar gerðir stefnda beindust í 14 grunninn að viðsemjandanum C ehf. þótt þær hafi vissulega einnig haft áhrif á hagsmuni stefnanda og hugsanlega valdið honum tjóni. Það tjón telst hins vegar afleitt tjón sem ekki verður talið falla innan ver ndarsviðs skaðabótareglna. Verður stefndi því þegar af þeirri ástæðu sýknaður af kröfu stefnanda að þessu leyti. Með hliðsjón af atvikum öllum þykir rétt að málskostnaður verði látinn niður falla. Ásgeir Magnússon dómstjóri kveður upp dóm þennan, en við up pkvaðningu hans var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Dómsorð: Stefndi, B , er sýkn af kröfum stefnanda, A . Málskostnaður fellur niður.