LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 24. september 2021. Mál nr. 565/2021 : Ákæruvaldið ( Alla Rún Rúnarsdóttir saksóknarfulltrúi ) gegn X (Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Frestur. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms um að málinu skyldi frestað í þeim tilgangi að leiða vitnið A fyrir dóm til skýrslugjafar í málinu . Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Jón Höskuldsson , Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 17. september 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 22. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 16. september 2021 í málinu nr. S - [...] /2019 þar sem máli nu var frestað um ótiltekinn tíma. Kæruheimild er í a - lið 2 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnar aðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og lagt fyrir hé raðsdóm að dómtaka málið. Niðurstaða 4 Ekki verður hróflað við þeirri ákvörðun héraðsdómara að vitnið A skuli leitt fyrir dóm til að gefa skýrslu í máli sóknaraðila gegn varnaraðila. Þá verður að ganga út frá því að frestun máls í þessu skyni verði mjög í hóf stillt, enda hefur þegar orðið verulegur dráttur á meðferð þess fyrir héraðsdómi. Að þessu gættu ve rður hinn kærði úrskurður staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Úrskurður Héraðsdóms Norðurlands eystra 16. september 2021 Mál þetta var höfðað með ákæru Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, útgefinni 12. desember 2019, þar sem ákærða er gefið að sök umferðarlagabrot, með því að hafa fimmtudagskvöldið 8. ágúst 2019, ekið hópferðabifreiðinni [...] undir áhrifum áfengis stutta veg alengd við starfsmannahús á tjaldstæði [...]. Samkvæmt ákæru telst málið varða við 1. mgr., sbr. 3. mgr. 45. gr., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum. Ákæruvaldið krefst þess að ákærði verði dæmdur til refsingar og til gre iðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er þess krafist að ákærði sæti sviptingu ökuréttar samkvæmt 101. og 102. gr. nefndra umferðarlaga. Málið var þingfest 16. júní 2020 og dómtekið 22. júlí 2021 að lokinni aðalmeðferð. Eftir dómtöku málsins taldi dómari r étt að vitnið A kæmi til skýrslugjafar fyrir dómi, sbr. 168. gr. laga nr. 88/2008, en vitnið gaf óformlega skýrslu fyrir lögreglu sem liggur frammi í málinu. Til stóð að vitnið gæfi skýrslu við aðalmeðferð málsins, en ekki náðist samband við hana þrátt fyr ir ítrekaðar tilraunir. Vitnið, sem starfar sem fjallaleiðsögumaður, hafði samband símleiðis við dóminn eftir að aðalmeðferð var lokið og kvaðst ekki hafa náð símsambandi er reynt var að hafa samband við hana. Þá taldi dómari einnig nauðsynlegt að vitnið B gæfi skýrslu á ný fyrir dómi, þar sem túlkur sem átti að túlka framburð hennar við aðalmeðferð málsins var ekki fær um að túlka á milli íslensku og tékknesku. Upplýsti dómari sakflytjendur um þetta með tölvupósti 6. ágúst sl. og boðaði þá 2. september til framhaldsaðalmeðferðar þann 14. september. Vitnið B gaf skýrslu á ný við framhaldsaðalmeðferð. Enn reyndust hins vegar vandkvæði við að ná símsambandi við vitnið A við framhaldsaðalmeðferð málsins. Þar sem dómari telur framburð vitnisins geta haft mikilvæ ga þýðingu í málinu tók hann ákvörðun um að málinu skyldi frestað í því skyni að unnt yrði að leiða vitnið fyrir dóminn. Verjandi mótmælti þeirri ákvörðun og krafðist úrskurðar. Vísaði verjandinn til þess að hagsmunir málsins réttlættu ekki frestun í því s kyni að leiða vitnið. Ákæruvaldið hafi ekki talið nauðsynlegt að fresta aðalmeðferð 22. júlí er ekki náðist samband við vitnið. Dómari hefur metið það svo að vætti umrædds vitnis kunni að vera þýðingarmikið í málinu, en umrætt vitni er eitt tveggja vitna sem kvaðst hafa séð ákærða aka bifreiðinni samkvæmt lögregluskýrslu. Við skýrslugjöf fyrir dómi kvaðst hitt vitnið ekki hafa séð ákærða aka rútunni. Hæstiréttur hefur í sambærilegum tilvikum talið dómara rétt að beina því til ákæruvaldsins að leiða vitni f yrir dóm, eftir atvikum að undangenginni endurupptöku máls eftir dómtöku, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar í máli nr. 97/2009 og athugasemdir dómenda í sératkvæði í máli nr. 284/2016. Einnig er horft til dóma Hæstaréttar í málum 512/2005 og 300/2002. Er framangre ind ákvörðun í samræmi við það hlutverk dómara að sjá til þess að mál sé nægilega upplýst, sbr. 2. mgr. 110. gr. laga nr. 88/2008. Í 3. ml. 168. gr. laganna segir að fresta megi málinu eftir þörfum í þessu skyni. Ekki verður fallist á að slíkar tafir hafi orðið á meðferð málsins að heimild dómara til frestunar samkvæmt framangreindu ákvæði verði takmörkuð af þeim sökum með hliðsjón af 1. mg. 171. gr. laganna, sbr. 1. ml. 1. mgr. 7. gr. stjórnarskrárinnar. Þá verður ekki fallist á að mat ákæruvaldsins við up phaflega aðalmeðferð málsins bindi hendur dómara, enda felur ákvæðið dómara þetta mat. Ákæruvaldið hefur jafnframt lýst því yfir að rétt sé að leiða vitnið. Verður málinu frestað eins og í úrskurðarorði greinir í þeim tilgangi að vitnið verði leitt fyrir d óminn til skýrslugjafar í málinu. Dómari beinir því til ákæruvaldsins að leiða vitnið fyrir dóminn eins skjótt og kostur er. Hlynur Jónsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Máli þessu er frestað um ótiltekinn tíma.