LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 19. apríl 2024 . Mál nr. 435/2023 : A ( Jónas Þór Jónasson lögmaður ) gegn Sjóvá - Almenn um trygging um hf. ( Kristín Edwald lögmaður) Lykilorð Útivist í héraði. Lögmæt forföll. Ómerking héraðsdóms. Heimvísun. Skriflegur málflutningur. Gjafsókn. Útdráttur Útivist varð af hálfu A í þinghaldi í héraði 13. desember 2022. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti skýrði lögmaður A fjarveru í greindu þinghaldi á þann veg að lögmaðurinn hefði ranglega skráð hjá sér að þ inghaldið yrði háð 14. sama mánaðar. Í úrskurði Landsréttar kom fram að áðurgreind ástæða fyrir fjarveru lögmanns A gæti hvorki talist til lögmætra forfalla í skilningi 1. mgr. 97. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála né yrði henni jafnað til slíkra f orfalla. Þegar þingsókn hefði fallið niður af hálfu A hefði héraðsdómara borið að fara svo að sem segði í b - lið 1. mgr. 105. gr. laga nr. 91/1991 og fella málið niður en afstaða lögmanns S hf. hefði engu getað breytt í því efni. Þetta hefði héraðsdómari ek ki gert og væri því óhjákvæmilegt að ómerkja meðferð málsins frá og með fyrrgreindu þinghaldi 13. desember 2022 og leggja fyrir héraðsdóm að taka það til löglegrar meðferðar. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Ásgerður Ragnarsdóttir , Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 6. júní 2023 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 9. maí 2023 í málinu nr. E - /2022 . 2 Áfrýjandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða honum 18.540.778 krónur með 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, af 18.107.778 krónum frá 1. maí 2019 til 25. febrúar 2021 en með 4,5% vöxtum af 3.621.556 krónum og dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. l aga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 14.486.222 krónum frá þeim degi til 3. mars 2022 en með dráttarvöxtum af 18.540.778 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að teknu tilliti til innborgunar stefnda 500.062 krónur 12. maí 2023. Til vara kref st áfrýjandi þess að stefnda verði 2 gert að greiða honum 8.532.240 krónur með 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga, af 8.099.240 krónum frá 1. maí 2019 til 25. febrúar 2021 en með 4,5% vöxtum af 1.619.848 krónum og dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr . laga nr. 38/2001 af 6.479.392 krónum frá þeim degi til 3. mars 2022 en með dráttarvöxtum af 8.532.240 krónum frá þeim degi til greiðsludags, allt að teknu tilliti til innborgunar stefnda 500.062 krónur 12. maí 2023. Loks krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. 3 Stefndi krefst sýknu af kröfum áfrýjanda og málskostnaðar fyrir Landsrétti. 4 Málið var skriflega flutt á grundvelli 3. mgr. 161. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða 5 Áfrýjandi höfðaði mál þetta á hendur stefnda 31. ágúst 2022. Stefndi tók til varna og lagði fram greinargerð. Var málið tekið fyrir 24. nóvember 2022 þar sem áfrýjandi lagði fram nánar tilgreind skjöl en stefndi óskaði eftir fresti til að kynna sér þau. Í lok þinghaldsins var fært til bókar að málinu væri frestað í þessu skyni til 13. desember sama ár klukkan 13.00. Í þinghaldi þann dag var ekki mætt af hálfu áfrýjanda og engin forföll boðuð en bókað að lögmaður áfrýjanda svaraði ekki síma. Jafnframt var fæ rt sama ár klukkan 15.15 en þá var sótt þing af hálfu áfrýjanda og stefnda. 6 Við með ferð málsins fyrir Landsrétti var óskað upplýsinga um hvort lögmaður áfrýjanda hefði haft lögmæt forföll í þinghaldi 13. desember 2022, sbr. 1. mgr. 97. gr. laga nr. 91/1991. Skýrði lögmaður áfrýjanda fjarveru í greindu þinghaldi á þann veg að lögmaðurinn hefði ranglega skráð hjá sér að þinghaldið yrði háð 14. sama mánaðar. Hringt hefði verið úr dómsal og hefði lögmaðurinn boðist til að mæta í þinghaldið en dómari ákveðið að boða til nýrrar fyrirtöku í málinu síðar í sömu viku með samþykki stefnda. Staðfest i lögmaður stefnda að stefndi hefði samþykkt að boðað yrði til nýrrar fyrirtöku í málinu. 7 Áðurgreind ástæða fyrir fjarveru lögmanns áfrýjanda í þinghaldi 13. desember 2022 getur hvorki talist til lögmætra forfalla í skilningi 1. mgr. 97. gr. laga nr. 91/19 91 né verður henni jafnað til slíkra forfalla, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 30. ágúst 2000 í máli nr. 268/2000. Þegar þingsókn féll niður af hálfu áfrýjanda 13. desember 2022 bar héraðsdómara að fara svo að sem segir í b - lið 1. mgr. 105. gr. laga nr . 91/1991 og fella málið niður en afstaða lögmanns stefnda gat engu breytt í því efni, sbr. til hliðsjónar áðurgreindan dóm Hæstaréttar. Þetta gerði héraðsdómari ekki og er því óhjákvæmilegt að ómerkja meðferð málsins frá og með fyrrgreindu þinghaldi 13. d esember 2022 og leggja fyrir héraðsdóm að taka það til löglegrar meðferðar, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstaréttar 9. október 1997 í máli nr. 404/1997, sem birtur er í dómasafni réttarins það ár á bls. 2543, og 24. mars 2011 í máli nr. 521/2010. 3 8 Málskostnaðu r fyrir Landsrétti fellur niður. 9 Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, sem ákveðin er eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðar orð: Meðferð málsins frá og með 13. desember 2022 er ómerkt og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til löglegrar meðferðar. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda, A , fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hans, Jónasar Þórs Jónassonar, 350.0 00 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 9. maí 2023 Mál þetta, sem dómtekið var 13. apríl 2023, var höfðað 31. ágúst 2022 af A , , á hendur Sjóvá - Almennum tryggingum hf., , til heimtu vátryggingabóta. Stefnandi krefst þess aðallega að stefndi verði d æmdur til að greiða stefnanda 18.540.778 krónur með 4,5% vöxtum samkvæmt 16. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, af 18.107.778 krónum frá 1. maí 2019 til 25. febrúar 2021, en með 4,5% vöxtum af 3.621.556 krónum og dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 af 14.486.222 krónum frá þeim degi til 3. mars 2022, en með dráttarvöxtum af 18.540.778 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda 8.532.240 krónur með 4,5% vöxtum samk væmt 16. gr. skaðabótalaga af 8.099.240 krónum frá 1. maí 2019 til 25. febrúar 2021, en með 4,5% vöxtum af 1.619.848 krónum og dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga af 6.479.392 krónum frá þeim degi til 3. mars 2022, en með dráttarvöxtum af 8.532 .240 krónum frá þeim degi til greiðsludags. Stefnandi krefst málskostnaðar í öllum tilvikum, að skaðlausu samkvæmt mati dómsins, í samræmi við þá hagsmuni sem í húfi eru og vinnu málflytjanda, að teknu tilliti til virðisaukaskatts á málflutningsþóknun. Ste fndi krefst sýknu af öllum kr ö fum stefnanda. Þá er þess krafist að stefnanda verði gert að greiða stefnda málskostnað að mati dómsins. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna Stefnandi lenti í slysi þann 2018 um borð í þar sem hann var við þrif á millidekki með háþrýstislöngu. Járnloki á enda slöngunnar losnaði af henni og slóst framan í stefnanda, sem missti við þetta meðvitund og þurfti að undirgangast aðgerð á andliti þegar í land var komið. Útgerð skipsins, hf., var með áhaf nartryggingu í gildi hjá stefnda á slysdegi. Bótaskylda stefnda vegna slyssins er óumdeild og telur stefndi tjón stefnanda að fullu uppgert, en stefnandi krefst hærri bóta. Afleiðingar slyssins voru metnar samkvæmt ákvæðum skaðabótalaga nr. 50/1993 í matsg erð læknis og lögmanns, dags. 21. janúar 2021. Var heilsufar stefnanda talið stöðugt 29. janúar 2019, varanlegur miski vegna slyssins var metinn 15 stig og varanleg örorka 20%. Með tölvupósti lögmanns stefnanda 25. janúar 2021 var stefndi á grundvelli mats gerðarinnar krafinn bóta fyrir tímabundnar og varanlegar afleiðingar slyssins. Var þess krafist að við uppgjör bóta fyrir varanlega örorku yrðu árslaun metin sérstaklega samkvæmt 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, þar sem árslaun stefnanda árin 2015 2017 gæfu e kki rétta eða sanngjarna mynd af skertu tekjuöflunarhæfi hans vegna þess að á stórum hluta tímabilsins hafi hann ekki haft atvinnutekjur. Á slysdegi hafi hann á hinn bóginn verið fastráðinn skipverji á . Stefnandi hefði alla sína starfsævi verið á sjó og hafi það verið niðurstaða matsmanna að hann hefði verið það áfram hefði hann ekki slasast. Í því ljósi yrði að miða uppgjör bóta fyrir varanlega örorku stefnanda við laun hans á skipinu. Krafa stefnanda um uppgjör bóta fyrir varanlega örorku miðist við hámarkslaun 4 skaðabótalaga á stöðugleikatímapunkti, 12.596.000 krónur, sem séu þó lægri en uppreiknuð laun stefnanda á sjónum fyrir slysið. Kröfu stefnanda um tekjuviðmið hafnaði stefndi og í uppgjöri 3. feb rúar 2021 voru bætur fyrir varanlega örorku gerðar upp miðað við lágmarkslaun skaðabótalaga, sbr. 3. mgr. 7. gr. laganna. Af hálfu stefnda var vísað til þess að stefnandi hefði verið með tekjur undir lágmarksviðmiðinu á viðmiðunarárum og ekki hefði verið s ýnt fram á að annað tekjuviðmið hefði á slysdegi verið réttara um líklegar framtíðartekjur. Tekjur hans hefðu verið mjög stopular fyrir slysið og ekki hefði verið sýnt fram á að á slysdegi hefði verið útlit fyrir breytingu á þeim högum tjónþola til frambúð ar. Við þetta uppgjör átti eftir að draga frá bótafjárhæðinni eingreiðslu örorkubóta Sjúkra trygginga Íslands og eingreiðsluverðmæti örorkulífeyris og taka tillit til greiddra inn borgana upp í bætur. Stefnandi taldi að afleiðingar slyssins væru vanmetnar og óskaði endurmats örorku nefndar á þeim. Í álitsgerð örorkunefndar 10. janúar 2022 var mat á varanlegum miska óbreytt, 15 stig, en varanleg örorka var metin 25% og batahvörf talin 1. maí 2019. Með tölvubréfi 3. febrúar 2022 var stefnda send álitsgerð öro rkunefndar og hann krafinn um greiðslu viðbótarskaðabóta á grundvelli hennar. Í svari stefnda með lokauppgjöri 5. apríl 2022 var vísað til þess að eingreiðsluverðmæti lífeyrisgreiðslna, sbr. 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga, og innborganir stefnda þurrki út þá viðbót sem fengist hafi með áliti örorkunefndar. Væri tjón stefnanda því að fullu uppgert, fyrir utan bætur vegna lögfræðikostnaðar, en tekið var tillit til þeirra í uppgjörinu. Stefnandi telur tjón sitt vegna afleiðinga slyssins ekki að fullu bætt sé mið að við lágmarkslaun skaðabótalaga við uppgjör bóta fyrir varanlega örorku og krefst þess að bætur fyrir varanlega örorku miðist við hámarkslaun skaðabótalaga. Málsástæður og lagar ö k stefnanda Stefnandi krefst greiðslu eftirstöðva vátryggingabóta úr slysat ryggingu sjómanna fyrir varanlega örorku vegna afleiðinga sjóvinnuslyss 2018. Ekki sé ágreiningur um bótaskyldu stefnda, en deilt sé um hvaða árslaunaviðmið leggja skuli til grundvallar við uppgjör bóta fyrir varanlega örorku stefnanda. Aðrir bótaliðir en fyrir varanlega örorku hafi verið gerðir upp og ekki sé ágreiningur um uppgjör þeirra. Við uppgjör á bótum fyrir varanlega örorku hafi stefndi miðað við lágmarkslaun skaðabótalaga, sem hafi á stöðugleikatímapunkti verið 3.325.000 krónur, eða 277.083 kr ónur á mánuði. Stefndi hafi byggt á því að launatekjur stefnanda á árunum 2015 2017, sbr. 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga, hafi verið mjög stopular og ekki hafi verið sýnt fram á að á slysdegi hafi verið útlit fyrir breytingu á þeim högum stefnanda til frambú ðar. Þessi skoðun stefnda og forsenda fyrir ákvörðun árslaunaviðmiðs fái ekki staðist. Það sé bæði rangt og ósanngjarnt að miða bótauppgjörið við lágmarkslaunin, enda sé það launaviðmið fyrst og síðast ætlað við uppgjör bóta fyrir varanlega örorku barna og annarra sem hafa ekki, eða að mjög takmörkuðu leyti, nýtt tekjuöflunarhæfi sitt til tekjuöflunar. Um slíkt sé ekki að ræða hjá stefnanda sem verið hafi á vinnumarkaði frá ungaaldri, að langmestu leyti til sjós. Á slysdegi hafi hann verið fastráðinn skipve rji á frystitogara og þá hafi engin merki verið um annað en að hann yrði áfram á sjó. Gefi það því bersýnilega ekki rétta mynd af skertri starfsorku stefnanda að miða uppgjör bótanna við lágmarkslaun skaðabótalaga. Gera verði upp bætur fyrir varanlega öror ku með vísan til 2. mgr. 7. gr. laganna, þar sem árslaun stefnanda á árunum 2015 2017 gefi ekki rétta eða sanngjarna mynd af tekjuöflunarhæfi hans til frambúðar. Þá hafi verið fyrir hendi óvenjulegar aðstæður og annar mælikvarði en atvinnutekjur þau árin r éttari á líklegar framtíðartekjur hans. Þess sé aðallega krafist að við uppgjör bóta fyrir varanlega örorku stefnanda verði miðað við laun hans sjálfs á sjónum, eftir að hann hóf störf þar á ný í 2018 til þess tíma er hann slasaðist í 2018. Í matsg erð B hrl. og C , heila - og taugalæknis, hafi verið lagt til grundvallar í umfjöllun um til að afla tekna með þeim takmörkunum er hér að framan grei örorkunefndar sé í umfjöllun um varanlega örorku stefnanda vísað til sjómennsku hans og að afleiðingar slyssins hafi dregið úr möguleikum stefnanda til að ganga til ýmissa starfa, bæði vegna líkamlegra og 5 andlegra e inkenna. Hann geti þó unnið léttari störf standi þau honum til boða. Einsýnt sé að leggja verði þessar forsendur matsgerðanna til grundvallar við ákvörðun árslaunaviðmiðs stefnanda vegna varanlegrar örorku hans. Þessar forsendur matsgerðanna séu ekki í sam ræmi við þær forsendur sem stefndi hafi lagt til grundvallar ákvörðun um að miða við lágmarkslaun skaðabótalaga. Stefndi hafi ekki hnekkt því sem fram komi í matsgerðunum, hvorki því að stefnandi hefði verið áfram í vinnu og á sjó, hefði hann ekki slasast í vinnuslysinu, né niðurstöðum matsgerð anna um varanlega örorku stefnanda. Í þeim endurspeglast ekki að stefnandi hefði ekki eða lítið verið á vinnumarkaði hefði hann ekki slasast, þvert á móti. Því sé rétt og eðlilegt að miða við laun stefnanda sjálfs á sjó á slysárinu við útreikning bóta fyrir varanlega örorku hans. Fram komi í matsgerðum að stefnandi hefði verið virkur á vinnumarkaði frá ungaaldri. Árin fyrir slysið hefði atvinnuþátttaka hans þó verið skert, einkum vegna afleiðinga krossbandaslita, sem hann hefði jafnað sig á eftir vel heppnaða aðgerð í september 2017. Á slysdegi hafi stefnandi verið fastráðinn skipverji á og hafi þá haft fulla vinnugetu til sjós, hafandi verið þar í vinnu án vandkvæða í meira en sex mánuði. Aðstæður stefnanda hefðu þannig breyst frá því á árunum á undan og hann þá bæði verið vinnufær til sjós á ný og hefði náð fullum tökum á öðrum málum sínum. Samkvæmt skattagögnum hafi laun stefnanda á fyrir slysið (apríl október) verið 6.875.142 krónur, sem geri á ársgrundvel li 11.785.958 krónur (6.875.142 /7*12) og 12.728.833 krónur, að teknu tilliti til 8% mótframlags atvinnurekanda í lífeyrissjóð, sem sé hærra en hámarkslaun skaðabótalaga á stöðugleikatímapunkti, sem sé 12.596.000 krónur. Tekjuviðmiðið í aðalkröfu vegna bót a fyrir varanlega örorku sé því hámarkslaun skaðabótalaga. Krafa stefnanda um bætur fyrir varanlega örorku sé því 25.384.089 krónur (12.596.000 * 25% * 8,061) og þá sé miðað við stöðugleikatíma punktinn 1. maí 2019, samkvæmt álitsgerð örorkunefndar. Frá þe ssari fjárhæð dragist innáborganir stefnda upp í bætur fyrir varanlega örorku 3.200.280 krónur (5.500.000 410.470 1.889.250), auk eingreiðslu örorkubóta frá SÍ, 1.154.745 krónur, og ein greiðsluverðmæti örorkulífeyris, 2.921.286 krónur. Eftir standi 18 .107.778 krónur, sem sé aðalkrafa stefnanda um eftirstöðvar bóta fyrir varanlega örorku hans. Að viðbættum bótum samkvæmt 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga vegna 433.000 króna kostnaðar við öflun á álitsgerð örorkunefndar nemi aðalkrafan samtals 18.540.778 krón um . Til vara geri stefnandi þá kröfu að miðað verði við meðallaun verkamanna á árinu 2018 við uppgjör bóta fyrir varanlega örorku. Á slysdegi hafi hann verið fastráðinn skip verji á fiskiskipi og hafi ekkert bent til annars en að hann hefði verið það áfram eða hið minnsta að hann hefði verið áfram á vinnumarkaði hefði hann ekki slasast. Verði ekki talið rétt að miða einvörðungu við laun stefnanda á sjónum yrði hið minnsta að miða við meðallaun verkamanna. Í dómaframkvæmd hafi verið byggt á því launaviðmiði þegar óvissa hafi verið um framtíðarstarfsvettvang tjónþola á slysdegi. Meðallaun verkamanna hafi á árinu 2018 samkvæmt Hagstofu Íslands verið 578.000 krónur á mánuði eða 6.936.000 krónur á ársgrundvelli. Að viðbættu 10% fram lagi atvinnurekanda í lífeyris sjóð sé árslaunaviðmiðið 7.629.600 krónur. Varakrafa stefn anda um bætur fyrir varanlega örorku sé því 15.375.551 króna (7.629.600 * 25% * 8,061), en frá henni dragist innborganir stefnda, 3.200.280 krónur, auk eingreiðslu örorkubóta frá SÍ, 1.154.745 krón ur, og eingreiðsluverðmæti örorkulífeyris, 2.921.286 krónur. Eftir standi 8.099.240 krónur, sem sé varakrafa stefnanda um eftirstöðvar bóta fyrir varanlega örorku, auk bóta samkvæmt 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga, vegna 433.000 króna kostnaðar við öflun á ál itsgerð örorkunefndar. Samtals sé varakrafa stefnanda því 8.532.240 krónur. Krafa stefnanda um viðbótarbætur fyrir varanlega örorku beri 4,5% vexti frá stöðugleikatímapunkti. Krafist sé greiðslu dráttarvaxta frá 25. febrúar 2021 og 3. mars 2022, að liðnum mánuði frá því að bótakrafa stefnanda hafi verið sett fram á grundvelli annars vegar fyrri matsgerðar og hins vegar álitsgerðar örorkunefndar. Krafa um bætur samkvæmt 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga, vegna matsgjalds örorkunefndar, beri dráttar vexti frá sama tíma, að liðnum mánuði frá því að stefndi var krafinn um endurgreiðslu matsgjaldsins. Stefnandi byggi á ákvæðum skaðabótalaga nr. 50/1993 og á skilmálum slysa tryggingar sjómanna hjá stefnda. Einnig á lögum um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 og dómafordæ mum Hæstaréttar. Um vexti og dráttarvexti sé vísað til skaðabótalaga og laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Um 6 málskostnað vísist til XXI. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála, og um virðisaukaskatt til laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Málsástæður og lagar ö k stefnda Stefndi tekur fram að bótaskylda úr tryggingunni og umfang tjóns stefnanda sé óumdeilt, en deilt sé um hvaða árslaunaviðmið skuli lagt til grundvallar við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku samkvæmt 5. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Samkvæmt 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga skulu árslaun til útreiknings bóta vegna varanlegrar örorku vera meðallaun tjónþola síðustu þrjú ár fyrir slys, uppreiknuð til stöðugleikapunkts samkvæmt launavísitölu og að viðbættu framlagi vinnuveitanda í lífeyrissjóð. Árslaunin skulu þó ekki vera lægri en samkvæmt lágmarksviðmiði 3. mgr. 7. gr. og ekki hærri en samkvæmt hámarksviðmiði 4. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Heimild sé í 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga til að meta árslaun sérstaklega þe gar óvenjulegar aðstæður eru fyrir hendi og ætla megi að annar mælikvarði sé réttari á líklegar framtíðartekjur tjónþola. Stefnandi byggi kröfur sínar á því að beita eigi 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku sem hlaust af sjó slys inu þann 2018 þar sem tekjur hans á viðmiðunarárunum 2015 2017 gefi ekki rétta mynd af aflahæfi hans. Hann telji réttast að miða við hámarkstekjuviðmið samkvæmt 4. mgr. 7. gr. skaðabótalaga þar sem uppreiknaðar tekjur stefnanda á tíma bilinu 2018 til sama ár hafi verið hærri en hámarkstekjuviðmiðið. Árslaunaviðmið sem miðað hafi verið við vegna útreiknings bóta hjá stefnda vegna varanlegrar örorku stefnanda af völdum slyssins hafi tekið mið af tekjum stefnanda síðustu þrjú ár fy rir slysið samkvæmt meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Þar sem tekjur hans á viðmiðunarárunum hafi verið undir lágmarksviðmiði 3. mgr. 7. gr. hafi verið miðað við lágmarksviðmiðið. Ósannað sé að skilyrði 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga séu uppfyllt og þ ví verði ekki miðað við annað árslaunaviðmið en það sem 1. mgr. 7. gr. gefi. Stefnandi beri sönnunarbyrði þar um og þeirri sönnunarbyrði hafi hann ekki mætt. Stefndi hafi því þegar bætt stefnanda tjón hans að fullu með greiðslu bóta samkvæmt bótauppgjörum, dags. 3. febrúar 2021 og 5. apríl 2022. Beri því að sýkna stefnda af kröfum stefnanda. Tvö skilyrði séu fyrir beitingu 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga og þurfi bæði að vera uppfyllt til þess að beiting ákvæðisins sé heimil, sbr. dóma Hæstaréttar Íslands í má lum nr. 70/2017 og 71/2017. Annars vegar þurfi að hafa verið fyrir hendi óvenjulegar aðstæður varðandi tekjuöflun stefnanda á viðmiðunarárunum og hins vegar þurfi annað árslauna viðmið en það sem fáist með beitingu meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga a ð hafa á slysdegi verið réttara um líklegar framtíðartekjur. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að seinna skilyrðið sé uppfyllt að mati stefnda. Tekjur stefnanda hafi verið mjög stopular í langan tíma eins og lesa megi úr tekju upplýsingum hans frá árunum 201 0 2014, sem lagðar hafi verið fram í dómskjali, og einnig á viðmiðunarárunum 2015 2017, sem fram komi í örorkumati þeirra C , heila - og taugalæknis, og B hrl., dags. 21. janúar 2021. Tekjur stefnanda hafi samanstaðið af lífeyrissjóðsgreiðslum og bótum frá T ryggingastofnun ríkisins á árunum 2010 2018 fyrir utan tekjur af sjómennsku á árinu 2012 og síðustu sjö mánuðina fyrir slysið þann 2018. Ástæðan fyrir stopulum tekjum sé óvinnufærni sem stafi af fjölþættum heilsufars - , fíkniefna - , áfengis - og geðvanda eins og vandlega sé farið yfir í fyrirliggjandi örorkumati. Þá komi fram í endurmati D læknis vegna Lífeyrissjóðsins , dags. 13. júní 2019, að stefnandi hafi verið 100% óvinnufær til fyrri starfa (sjómannsstarfa) frá árinu 2005. Stefnandi hafi ekki veri ð á sjó í mörg ár þegar hann hafi hafið sjómennsku aftur í 2018. Hann hafi aðeins verið á sjó í sjö mánuði þegar slysið varð og gefi tekjur á því stutta tímabili ekki réttari mynd af líklegum framtíðartekjum stefnanda en það viðmið sem beiting meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga gefi við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku stefnanda, sérstaklega þegar litið sé til þess að stefnandi hafi fyrir slysið verið óvinnufær til sjómannsstarfa vegna fjölþætts heilsufars - , fíkniefna - , áfengis - og geðvanda. Stefnandi hafi áður reynt að fara á sjó eftir að hafa verið m etinn óvinnufær til sjómannsstarfa árið 2005, en hafi ávallt verið stutt á sjó og neyðst til að hætta ítrekað vegna heilsuvanda. Ekkert bendi því 7 til þess að á slysdegi hafi verið útlit fyrir að hann hefði lagt fyrir sig sjómennsku samfellt starfsævina til enda ef slysið þann 2018 hefði ekki komið til. Stefnandi hafi samkvæmt þessu ekki sýnt fram á að skilyrði fyrir beitingu 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga séu uppfyllt. Þá hafi stefnandi ekki heldur sýnt fram á að meðallaun verkamanna hafi á slys degi veri ð réttara viðmið um líklegar framtíðartekjur en það sem beiting meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga gefi við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku stefnanda. Stefndi mótmæli því einnig varakröfu stefnanda sem ósannaðri. Lágmarksviðmiðið sé eina viðm iðið um líklegar framtíðartekjur stefnanda sem byggjandi sé á við útreikning bóta vegna varanlegrar örorku. Stefndi hafi þegar greitt bætur vegna varanlegrar örorku sem reiknaðar hafi verið út samkvæmt því og stefnandi hafi ekki sýnt fram á að annað viðmið hafi á slysdegi verið réttara um líklegar framtíðar tekjur. Því beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Um lagarök vísi stefndi einkum til skaðabótalaga nr. 50/1993, sérstaklega 5. 7. gr., og dómafordæma Hæstaréttar Íslands og Landsréttar. Um m á lskostnað sé v ísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða Í máli þessu er deilt um uppgjör skaðabóta fyrir varanlega örorku stefnanda, sem stefnda ber að bæta honum vegna afleiðinga slyss sem hann varð fyrir 2018. Ágrein ingur er um hvort árslaun til ákvörðunar bóta samkvæmt 7. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 skuli við útreikning bóta fara að meginreglu 1. mgr., sbr. 3. mgr., greinarinnar eða hvort beita skuli undantekningarreglu 2. mgr. hennar og meta árslaun sérstaklega. V ið ákvörðun árslauna samkvæmt meginreglu 1. mgr. 7. gr. skaðabótalaga ber að leggja til grundvallar meðalatvinnutekjur stefnanda að meðtöldu framlagi vinnuveitanda til lífeyrissjóðs þrjú síðustu almanaksárin fyrir þann dag er tjón varð, leiðrétt samkvæmt l aunavísitölu til batahvarfa. Samkvæmt þessu átti að nota sem grundvöll við ákvörðun árslauna stefnanda atvinnutekjur hans árin 2015, 2016 og 2017. Óumdeilt er að meðal atvinnutekjur stefnanda þessi ár voru lægri en lágmarkslaun samkvæmt 3. mgr. 7. gr. laga nna. Felur beiting meginreglunnar því í sér að miða beri árslaun stefnanda við lág markslaun samkvæmt 3. mgr. 7. gr., sem voru samkvæmt fullnaðaruppgjöri stefnda í apríl 2022 3.359.500 krónur. Stefnandi hefur fengið greiddar skaðabætur vegna slyssins á þei m grundvelli og byggir stefndi á því að tjón hans hafi þar með verið að fullu bætt. Stefnandi krefst þess að við uppgjör bóta til hans fyrir varanlega örorku vegna slyssins skuli vikið frá meginreglunni og árslaun metin sérstaklega samkvæmt 2. mgr. 7. gr. Byggir stefnandi aðallega á því að tekjur sem hann aflaði mánuðina 2018 gefi réttari mynd af líklegum framtíðartekjum hans en lágmarkslaunin, við þær skuli miðað og að hann hefði slíkar tekjur alla mánuði ársins. Reiknist árslaun hans þannig 12.728.833 krónur, en krafa stefnanda miðast við árslaun að fjárhæð 12.596.000 krónur í samræmi við hámark sem ákveðið er í 4. mgr. 7. gr. skaðabótalaga. Til vara krefst stefnandi þess að árslaun til útreiknings bóta miðist við meðallaun verkamanna. Samkvæmt gögnum málsins um tekjusögu stefnanda allt frá árinu 2005 hefur uppistaðan í greiðslum til hans verið lífeyrisgreiðslur, greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins og aðrar bótagreiðslur. Af skattframtölum verður ráðið að þær atvinnutekjur sem stefnandi hafði og gre iddar voru af útgerðarfélögum séu vegna sjómannsstarfa. Launa tekjur stefnanda fyrir slysið eru samkvæmt gögnum málsins nánar þessar: Á árinu 2005: 1.861.177 krónur, á árinu 2006: 2.201.445 krónur, á árinu 2011: 3.053.351 króna, á árinu 2012: 10.503.295 kr ónur, á árinu 2016: 1.421.094 krónur og loks 8.590.923 krónur á árinu sem slysið varð, 2018. Stefnandi hafði engar atvinnutekjur árin 2007, 2008, 2009, 2010, 2013, 2014, 2015 og 2017. Stefnandi hefur sönnunarbyrði fyrir því að fullnægt sé skilyrðum 2. mgr. 7. gr. skaðabótalaga til þess að ákveða árslaun sérstaklega. Þau skilyrði eru í meginatriðum tvenns konar, sbr. dóma Hæstaréttar í málum nr. 70/2017 og 71/2017. Annars vegar að óvenjulegar aðstæður hafi verið fyrir hendi hjá stefnanda á viðmiðunarárunum a ð því er atvinnuþátttöku eða atvinnutekjur varðar eða hvort tveggja. Hins vegar að ætla megi að annar mælikvarði sé réttari á líklegar framtíðartekjur hans. 8 Að því er varðar skilyrðið um óvenjulegar aðstæður viðmiðunarárin 2015 2017 vísar stefnandi til þes s að atvinnuþátttaka hans hafi þá verið skert vegna afleiðinga krossbandaslita. Í álitsgerð örorkunefndar er haft eftir stefnanda að hann hafi snúið sig á hægra hné á árinu 2017 og hafi farið í aðgerð í september 2017. Í fyrri matsgerð kemur fram að skráð hafi verið við komu til læknis 30. maí 2017 að stefnandi sé með slitið krossband í hægri fæti og bíði eftir aðgerð. Matsmenn hafa eftir stefnanda að meiðslin hafi orðið við vinnuslys á árinu 2016, en ekki er tekið fram hvenær ársins það varð. Þessi tiltekn u meiðsli geta því ekki hafa haft áhrif á atvinnuþátttöku eða atvinnutekjur stefn anda á árinu 2015 og fram að slysi á árinu 2016. Viðmiðunarárin hafði stefnandi engar atvinnutekjur á árunum 2015 og 2017, en hann hafði tekjur undir lágmarkslaunum árið 2016 . Samkvæmt gögnum málsins hefur stefnandi um langt árabil glímt við vanheilsu af ýmsu tagi og fíknisjúkdóm, og atvinnuþátttaka hans verið stopul. Af tekjusögu stefnanda síðustu 13 árin fyrir slysið sést að á því tímabili hafði hann engar atvinnutekjur í át ta ár. Eftir að hafa verið án atvinnutekna samfellt í fjögur ár hafði stefnandi atvinnutekjur árin 2011 og 2012, en hann hafði engar atvinnutekjur næstu þrjú ár þar á eftir. Með hliðsjón af þessu verður ekki fallist á að aðstæður hafi verið óvenjulegar að því er varðar atvinnu þátttöku eða atvinnutekjur stefnanda á viðmiðunarárunum 2015, 2016 og 2017, í saman burði við árin á undan þeim. Við mat á því hvort skilyrðinu um að önnur laun en lágmarkslaun séu réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur stefnan da verður fyrst og fremst að líta til atvinnu þátttöku hans og launatekna. Svo sem rakið er hér að framan var atvinnuþátttaka stefn anda stopul fyrir slysið sem hann varð fyrir í 2018. Eftir slysið er ekki að sjá breytingar á atvinnuþátttöku hans, hvor ki að dregið hafi úr henni né að hún hafi aukist. Í matsgerð er þess getið að launatekjur stefnanda árið 2019 hafi verið 5.102.961 króna, en hann hafi engar tekjur haft árið 2020. Ekki eru í málinu upplýsingar um tekjur á árinu 2021, en á árinu 2022 mun st efnandi hafa verið lögskráður á skip í 42 daga og hafa haft 2.930.663 krónur í launatekjur það ár. Á árinu 2018 voru launatekjur stefnanda 8.590.923 krónur, sem greiddar voru samkvæmt staðgreiðsluskrá frá apríl til ársloka það ár af hf., sem gerir út s kipið þar sem slysið varð. Sem fyrr greinir telur stefnandi að tekjur hans á því sjö mánaða tímabili sem hann var á sjó árið 2018 séu réttari mæli kvarði á líklegar framtíðartekjur hans en lágmarkstekjuviðmið skaðabótalaga. Þegar litið er til tekjusögu stefnanda og stopullar atvinnuþátttöku hans, bæði fyrir slysið og eftir það, er augljóst að umrætt sjö mánaða tímabil sker sig mjög úr í samanburði við tekjusögu hans allt frá árinu 2005 til loka ársins 2022. Atvinnutekjur hans á þessu óvenjulega tíma bil i geta að mati dómsins alls ekki talist réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur hans en lágmarkstekjuviðmið skaðabótalaga. Til stuðnings varakröfu um að miða beri árslaun við meðaltekjur verkamanna vísar stefnandi til þess að í dómaframkvæmd hafi verið byggt á því launaviðmiði þegar óvissa hafi verið um framtíðarstarfsvettvang tjónþola á slysdegi. Af gögnum málsins verður ekki ráðið að stefnandi hafi lagt fyrir sig önnur störf en sjómennsku. Stefnandi hugðist gefa skýrslu fyrir dómi við aðalmeðferð , en lögmaður hans tilkynnti að morgni sama dags að hann væri forfall aður og kæmi ekki fyrir dóminn. Gafst því ekkert færi á að inna hann eftir því í hverju óvissa um störf hans til framtíðar gat verið falin á slysdegi. Hefur það ekki verið rökstutt freka r af hans hálfu hvers vegna rétt sé að nota þetta viðmið, en launatekjur stefnanda voru jafnan lægri en meðallaun verkafólks, bæði fyrir slysið og eftir það. Renna fyrir liggjandi gögn engum stoðum undir það að meðallaun verkafólks séu réttari mælikvarði á framtíðartekjur stefnanda en lágmarkslaun þau sem mælt er fyrir um í 3. mgr. 7. gr. skaðabótalaga og leiða af meginreglunni í 1. mgr. greinarinnar. Að virtu framangreindu hefur stefnandi hvorki sýnt fram á að aðstæður, að því er varðar atvinnuþátttöku eða atvinnutekjur, hafi á viðmiðunarárunum verið óvenjulegar né sýnt fram á að til sé réttari mælikvarði á líklegar framtíðartekjur sínar en lágmarkslaun samkvæmt meginreglu skaðabótalaga. Eru því ekki uppfyllt þau skilyrði sem þarf til að beita undantekninga rreglu 2. mgr. 7. gr. laganna. Verður kröfu stefnanda um að beita reglunni því hafnað og þar með kröfu hans um hærri bætur fyrir varanlega örorku. Stefnandi krefur stefnda jafnframt, á grundvelli 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga, um bætur fyrir annað fjártjón, um greiðslu á 433.000 krónum vegna kostnaðar við öflun á álitsgerð örorkunefndar, sem stefnandi aflaði einhliða og hefur borið þann kostnað af. 9 Í álitsgerð örorkunefndar 10. janúar 2022 var varanlegur miski metinn 15 stig, eins og í fyrra mati, en varanle g örorka stefnanda var metin 25% og batahvörf talin 1. maí 2019. Álitið leiddi því til hækkunar varanlegs örorkustigs um 5 prósentustig og til lengra tímabils veikinda og tímabundins atvinnutjóns en metið var í þeirri matsgerð sem aðilar öfluðu sameiginleg a og stefndi bar kostnað af. Stefnandi krafði stefnda þann 3. febrúar 2022 um frekari bætur á grundvelli álitsgerðar örorku nefndar og er í fullnaðaruppgjöri frá stefnda, dags. 5. apríl 2022, tekið tillit til þessara breytinga í útreikningi bótanna. Að frá talinni greiðslu lögfræðikostnaðar sem þá var ógreiddur leiddi þetta þó ekki til frekari greiðslna en greiddar höfðu verið samkvæmt fyrra fullnaðaruppgjöri stefnda, dags. 3. febrúar 2021. Þetta útskýrði stefndi með því að eingreiðsluverðmæti lífeyrisgreiðs lna, sbr. 4. mgr. 5. gr. skaðabótalaga, og innborganir stefnda þurrki út þá viðbót sem fengist hafi með áliti örorkunefndar. Um þá niðurstöðu stefnda er ekki ágreiningur og fyrir liggur útreikningur tryggingastærðfræðings á ein greiðsluverðmæti örorkulífey ris stefnanda, dags. 31. mars 2022, en ekki var tekið tillit til slíks frádráttar eða innborgana við fyrra uppgjör. Stefndi krefst í greinargerð sýknu af öllum kröfum stefnanda, en þó tók lögmaður stefnda fram við málflutning að ómótmælt væri kröfu um gre iðslu kostnaðar við öflun álits örorkumatsnefndar, þó því aðeins að álitið leiddi til greiðslu frekari bóta. Svo sem að framan er rakið hafði stefndi með útreikningi í síðara uppgjöri sínu þegar viðurkennt að álit örorkunefndar leiddi til þess að stefnandi ætti rétt til hærri skaðabóta en áður höfðu verið reiknaðar á grundvelli fyrri matsgerðar. Að mati dómsins breytir engu þótt ekki hafi komið til frekari greiðslna á grundvelli nýs útreiknings, enda á það sér þær skýringar að greiðslur á móti höfðu þegar v erið inntar af hendi. Stefndi telst því hafa fallist á kröfuna, sem á sér stoð í 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga, og verður stefnda gert að greiða stefnanda 433.000 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 3. mars 2022, svo sem krafist er. Eftir atvikum og með vísan ti l 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 þykir rétt að málskostnaður falli niður milli aðila. Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Sjóvá - Almennar tryggingar hf., greiði stefnanda, A , 433.000 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 3. mars 2022 til greiðsludags. Málskostnaður fellur niður.