LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 12. október 2023 . Mál nr. 291/2022 : Reykjavíkurborg ( Heiðar Örn Stefánsson lögmaður ) gegn A ( Fjölnir Vilhjálmsson lögmaður) Lykilorð Líkamstjón. Skaðabætur. Sönnunarbyrði. Gjafsókn. Útdráttur A höfðaði mál gegn R til heimtu skaðabóta vegna slyss sem hún varð fyrir er hún féll á mottu við bakka sundlaugar sem rekin er af R með þeim afleiðingum að hún varð fyrir líkamstjóni. Í dómi Landsréttar kom fram að fyrir lægju nokkrar skýrslur í málinu um nokkur tilvik þar sem sundlaugargestir hefðu fallið eða hrasað við bakka sundlaugarinnar fyrir og eftir slys það sem A varð fyrir. Gögn málsins bentu ekki til þess að mottan sem um ræddi hefði verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyss A. Því lægju ekki fyr ir gögn um ástand hennar og eiginleika á slysdegi. Upplýsingar sem R hefði lagt fram um mottur sem ætlaðar væru til notkunar á sundlaugarbökkum og eiginleika þeirra fengju engu um það breytt. Þá væru upplýsingar sem R hefði lagt fram um veðurskilyrði umræt t kvöld ekki til þess fallnar að hrekja staðhæfingu A um að mottan hefði verið hál er hún datt á henni. Í þessu ljósi yrði ekki talið að R hefði tekist að hrekja stað hæfingu A að hún hefði dottið á mottunni vegna hættueiginleika hennar og yrði R, eins og atvikum væri háttað, látin bera hallann af því. Jafnframt lægi ekkert fyrir um að A hefði ekki sýnt fulla aðgæslu þegar hún gekk um sundlaugarbakkann umrætt sinn með þeim hætti að slysið yrði rakið að öllu leyti eða hluta til eigin sakar hennar. Var krafa A því tekin til greina. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson , Kristinn Halldórsson og Þorgeir Ingi Njálsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 9. maí 2022 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 11. apríl 2022 í málinu nr. E - /2021 . 2 Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og áfrýjandi sýknaður af kröfum stefnd u , en til vara að kröfur stefnd u verði lækkaðar. Þá krefst áfrýjandi málskost naðar í héraði og fyrir Landsrétti. 2 3 Stefnd a krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. Niðurstaða 4 Atvik um málsins og málsástæðum aðila eru gerð viðhlítandi skil í hinum áfrýjaða dómi. Svo sem þar er rakið slasaðist stefnda að kvöldi 6. desember 2018 við útilaug , sem rekin er af áfrýjanda . Lögregla var kvödd til og ræddu lögreglumenn við stefndu. Var stefnda flutt á slysadeild þar sem kom í ljós að hún hafði brotnað á vinstri handlegg og bólgnað á vinstra hné. Á f rýjandi er tryggður ábyrgðar - og húseigendatryggingu hjá réttargæslustefnda í hé raði, Vátryggingarfélagi Íslands hf . 5 Ágreiningur málsaðila lýtur að því hvort á frýjandi sé skaðabótaskyldur gagnvart stefndu á þeim grunni að búnaði við útilaug hafi verið ábótavant. Telur stefnda að slys hennar hafi orðið vegna vanbúnaðar á slysstað sem áfrýjandi beri ábyrgð á og jafnframt að starfsmenn áfrýjanda hafi átt sök á því að slysið varð. Áfrýjandi telur aftur á móti að sök af hans hálfu eða starfsmanna hans sé ósönnuð. Þá mótmælir hann því sérstaklega að sönnunarbyrði um hvort aðbúnaður haf i verið fullnægjandi á slysstað verði lögð á hann, eins og gert hafi verið í hinum áfrýjaða dómi . 6 Í málinu liggur fyrir skýrsla starfsmanns sem rituð var strax í kjölfar slyss stefndu . Þar segir að stefnda hafi fallið í sleipu við vaðlaug. Í skýrslu lögreglu er haft eftir stefn d u að hún hafi verið að koma út úr búningsklefa sundlaugarinnar , henni skrikað fótur og hún dottið . Í málinu er ekki deilt um að þetta hafi gerst er stefnda gekk eftir blárri mottu sem komið hafði verið fyrir í því skyni að auka öryggi sundlaugargesta . Í héraðsdóms stefnu er á því byggt að motta n hafi verið verulega sleip og skapað hættu á slysum . Áfrýjandi hafnar þ essum málatilbúnaði stefndu og telur ósannað að ástand mottunnar hafi verið með þeim hætti sem hún lýsir . 7 Í málinu liggja fyrir skýrslur um nokkur tilvik þar sem sundlaugargestir hafa fallið eða hrasað á eða við bakka útisundlaugar á árinu 2018. Elsta skýrslan er frá 3. janúar 2018 og í henni greinir frá því að sundlaugargestur hafi fallið við er hann var að koma úr nuddpotti á úti svæði . Önnur skýrsla er frá 21. mars 2018 en þar greinir frá slysi sem varð þann dag þegar sundlaugargestur var að stíga úr tröppum við ólgupott og rann til og féll á annan fótinn. Í stuttri lýsingu á þeim atburði segir að svæðið þar sem fallið varð hafi verið mjög hált í bleytu og eitthvað þyrfti við því að gera. Þá liggur fyrir skýrsla um slys 19. júlí 2018. Þar s egir að sundlaugargestur hafi runnið á blautum bakka , hann fengið skurð á hnakkann og að kallaður hafi verið til sjúkr abíll. Einnig liggur frammi í málinu skýrsla starfsmanns sundlaugarinnar um slys 7. september 2018 en í henni segir að gestur hafi dottið á höfuðið þegar hann var á leið út úr kvennaklefa. Enn fremur liggur fyrir skýrsla 18. nóvember 2018 sem greinir frá g esti sundlaugarinnar sem runnið hafi á bakka við útilaug og fengið áverka á höfuð. Loks liggur fyrir skýrsla um slys stefndu frá 6. desember 2018 þar sem meðal annars kemur fram að hún hafi hrasað eða dottið í hálku. Þá er þar að finna stutta lýsingu á sly sinu þar sem segir að stefnda hafi fallið í sleipu við vaðlaug. 3 8 Af gögnum málsins verður ráðið að slysið 19. júlí 2018 hafi orðið til þess að gripið var til þess ráðs að leggja mottur , bláar að lit, við bakka útisundlaugarinnar. Af gögnu num má jafnframt ráða að sú ráðstöfun g etur ekki talist hafa verið fullnægjandi , þótt hún kunni að hafa orðið til þess að draga úr slysahættu að einhverju leyti . Þannig er ekki um það deilt í málinu að motturnar hafi verið fjarlægðar af útisvæði að vetri til þar sem snjóbræðslukerfi laugarinnar dugði ekki til að bræða s n jó og klaka af mottunum . Í því sambandi verður ekki fram hjá því horft að slys stefndu varð 6. desember 2018 og þó sv o gögn sem aflað var frá Veðurstofu Íslands beri með sér að frost hafi ekki verið á slysdegi þá kemur fram í þeim að fryst hafði dagana þar á undan, auk þess sem snjóað hafði síðustu tvo daga fyrir slysið. 9 Í málinu liggja fyrir níu aðrar skýrslur en þær s em þegar hefur verið vikið að um slys á bökkum útilaugar og eru þær allar fr á árinu 2019. Samkvæmt skýrslu 1. janúar 2019 féll sundlaugagestur við bakka við barnalaug á leið í kvennaklefa og handleggsbrotnaði. Samkvæmt skýrslu 8. janúar 2019 féll gestu r á sundlaugabakka vegna hálku við útisundlaug nálægt nuddpotti. Sambærileg slys urðu 25. janúar og 6. , 17. og 22. febrúar 2019 . Þá urðu slys 5. maí, 22. júní og 28. október sama ár . 10 H eilbrigðiseftirlit Reykjavíkur var ekki kallað á vettvang í kjölfar sly ss stefndu og f ékk eftirlitið raunar ekki, samkvæmt gögnum málsins, vitneskju um það fyrr en 5. september 2019 eftir að borgarlögmaður sendi því erindi um nokkuð tíð hálkuslys á bakka útilaugar . Fulltrúar heilbrigðis eftirlitsins fóru á vettvang, ræddu við starfsfólk, fóru yfir slysaskráningar og skoðuðu laugarbakka. Í minnisblaði heilbrigðiseftirlitsins 6. september 2019 kemur fram að eftirlitið hafi fengið að vita af slysi við sundlaugina sem átti sér stað 19. júlí 2018. Í kjölfarið hafi verið settar b láar mottur í kringum potta og vaðlaug. Jafnframt kemur þar fram að þær mottur hafi verið teknar upp um veturinn og hafi ástæða þess verið sú að snjóbræðslukerfið h efði ekki náð að hita upp nægilega fyrir motturnar og þær því orðið hálar. 11 Í bréfi heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur til 9. september 2019 var þess krafist að gerðar yrðu varanlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir hálku á laugarbökkum sem gagnast gætu allt árið. Vísaði eftirlitið til 8. gr. reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætt i á sund - og baðstöðum , þar sem fram kemur að gólfefni skuli uppfylla viðeigandi staðla um hálkuviðnám. 12 Í málinu liggur einnig frammi eftirlitsskýrsla heilbrigðiseftirlitsins 21. október 2019. Í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um húsnæði og búnað segir meðal annars að laugarbakkar geti verið hálir við útilaug og að sett hafi verið stamt efni á gönguleiðir að hluta en annars hafi mott um verið komið þar fyrir . Enn fremur segir að mikilvægt sé að klára að setja stamt efni á gönguleiðir því motturnar dugi ek ki þegar frysti. 13 Um bótaábyrgð rekstraraðila sund - og baðstaða vegna slysa sem þar kunna að verða gild a almenna r skaðabótareglur . Samkvæmt því ber rekstra r aðili ábyrgð á tjóni sem gestir kunna að verða fyrir og rakið verður til ófullnægjandi aðbúnaðar á su nd - eða 4 baðstað og/eða saknæm r ar háttsemi starfsmanna hans. Við sakar mat í tilvikum sem hér um ræðir skiptir máli að á sund - og baðst öðum geta leynst ýmsar hættur, svo sem vegna bleytu og hálku á gólfum og á bökkum sundlauga og potta . Þá er í fyrrnefndri reglugerð nr. 814/2010 að finna ýmsar reglur sem miða a ð því að auka öryggi og stemma stigu við slysum. Segir meðal annars í 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar að gólfefni skuli uppfylla viðeigandi staðla um hálkuviðnám. R eglugerðin hefur þannig að geyma sérs takar og nokkuð strangar reglur um aðbúnað á sund - og bað stöðum til að stemma stigu við slysum og óhöppum. Af framansögðu l eið ir að ríkar kröfur eru gerðar um að sérstakrar varúðar sé gætt um allan aðbúnað á slíkum stöðum . 14 Af framangreindu leiðir að gera má þá kröfu til rekstraraðila sund - og baðstaða að tryggja að orsakir slysa séu rannsakaðar og að haldið sé til haga gögnum um aðbúnað sem varpað geti ljósi á aðdraganda þeirra. Sé þetta ekki tryggt getur komið til álita að láta rekstraraðila bera hallann af sönnunarskorti um þessi atriði . J afnframt getur komið til álita í slíkum tilvikum að leggja staðhæfingar tjónþola um aðstæður og orsakir slyss til grundvallar , takist þeim sem ábyrgð ber á rekstri eða búnaði ekki að hrekja þær . 15 Gögn málsins benda ekki t il þess að mottan sem um ræðir hafi verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyss stefndu. Því liggja ekki fyrir gögn um ástand hennar og eiginleika á slysdegi. Upplýsingar sem áfrýjandi hefur lagt fram um mottur sem ætlaðar eru til notkunar á sundlaugarbökkum og eiginleika þeirra fá engu um það breytt. Þá eru upplýsingar sem áfrýjandi hefur lagt fram um veðurskilyrði þetta kvöld ekki til þess fallnar að hrekja staðhæfing u stefndu um að mottan hafi verið hál er hún datt á henni . Samkvæmt þessu og öðru framangrei ndu verður ekki talið að áfrýjanda hafi tekist að hrekja staðhæfingu stefndu um að hún hafi dottið á mottunni vegna hættueiginleika hennar og v erður áfrýjandi, eins og atvikum er hér háttað, látinn bera hallann af því. Þá liggur ekkert haldbært fyrir um að stefnda hafi ekki sýnt fulla aðgæslu þegar hún gekk frá kvennaklefanum og að vaðlauginni í umrætt sinn þannig að slysið verði rakið að öllu leyti eða hluta til eigin sakar hennar. 16 Ekki er tölulegur ágreiningur um útreikning bóta og bótafjárhæðir. 17 Samkvæmt öllu því sem að framan greinir er staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um skaðabótaskyldu áfrýjanda og fjárhæð bóta. Hinn áfrýjaði dómur verður því staðfestur, þar með talin ákvæði hans um málskostnað og gjafsóknarkostnað. 18 Áfrýjanda verður gert að greið a málskostnað fyrir Landsrétti sem rennur í ríkissjóð. Um þann kostnað og gjafsóknarkostnað stefndu fer eftir því sem segir í dómsorði. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Áfrýjandi, Reykjavíkurborg, greiði 1.200.000 krónur í málskostnað fyri r Landsrétti sem renni í ríkissjóð . 5 Allur gjafsóknarkostnaður stefndu, A , fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Fjölnis Vilhjálmssonar, 1.200.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 11. apríl 2022 Mál þetta var hö fðað 8. júní 2021 og tekið til dóms 29. mars 2022. Stefnandi er A , , Reykjavík. Stefndi er Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu, Tjarnargötu 11, Reykjavík. Vátryggingafélagi Íslands hf., Ármúla 3, Reykjavík, er stefnt til réttargæslu. Endanleg dómkrafa stefnanda er að stefndi, Reykjavíkurborg, verði dæmdur til að greiða stefnanda 3.529.622 krónur, með 4,5% vöxtum af 1.149.111 krónum frá 6. desember 2018 til 21. janúar 2019 og af 3.529.622 krónum frá þeim degi til 24. desember 2020, en m eð dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda eins og mál þetta væri ekki gjafsóknarmál. Engar kröfur eru gerðar á hendur réttargæslustefnda. Stefndi krefst aðallega sýknu af öllum kröfum stefnanda en til vara að dómkröfur stefnanda verði lækkaðar verulega. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar að skaðlausu. Ekki eru hafðar uppi kröfur af hálfu réttargæslustefnda. Gengið var á vettvang í u pphafi aðalmeðferðar. Málavextir Stefnandi varð fyrir óhappi er hún rann til á blárri mottu sem komið hafi verið fyrir á sundlaugarbakka við útilaug sem stefndi Reykjavíkurborg á og rekur. Réttargæslustefndi tryggir stefnda ábyrgðartryggingu og húseigendatryggingu. Óhapp stefnanda átti sér stað 6. desember 2018 að kvöldlagi er hún var á gangi frá kvennaklefa í átt að heitum potti sem er á útisvæði sundstaðarins samsíða útilauginni. Stefnandi gekk eftir blárri mottu sem komið hafði verið fyrir á gönguleið hennar á milli vaðlaugar og sundlaugarinnar er henni skrikaði fótur og hún féll. Þetta kvöld var lofthiti samkvæmt skjálfvirkri veðurstöð Veðursto fu Íslands 4,1 gráða á celsíus en hafði farið hæst í 6,3 gráður á celsíus um hádegið. Frostlaust var samkvæmt þessu og úrkomulaust þennan dag. Frost hafði verið fyrstu daga desembermánaðar og snjóað síðustu tvo dagana, þrjá sentimetra 4. desember og fimm s entimetra 5. desember. Ekkert liggur fyrir um að snjór hafi verið á sundlaugarbakkanum. Er stefnandi féll mun hún hafa borið fyrir sig vinstri hönd og fengið högg á handlegginn og vinstra hné. Stefnandi kenndi sér strax meins en kom sér ofan í vaðlaugina o g beið eiginmanns síns sem var þá í öðrum heitum potti en sneri baki í stefnanda og varð ekki var við hana fyrr en hann fór að svipast um eftir henni nokkru síðar. Fór hann þá og liðsinnti henni við að komast úr pottinum og hafa samband við starfsfólk laug arinnar. Lögregla var kvödd á staðinn og ræddi við stefnanda, sem lýsti tildrögum slyssins en var við svo búið flutt á slysadeild með sjúkrabíl. Þar kom í ljós að hún hafði brotnað á vinstri handlegg og bólgnað á vinstra hné. Sett var spelka á handlegg st efnanda og lauk meðferð stefnanda á vegum slysadeildar 7. janúar 2019. Stefnandi var skoðuð af bæklunarlækni 8. maí 2019 að tilhlutan lögmanns hennar og lýsti læknirinn einkennum hennar og lét í té það álit í vottorði að búast mætti við að stefnandi fengi slitgigt í úlnlið vinstri handar sem gæti háð henni í vinnu og almennt. Að tilhlutan lögmanns hennar var aflað matsgerða, fyrst bæklunarlæknis þar sem lagt var mat á miska stefnanda í tilefni af kröfum hennar um bætur úr slysatryggingu hennar sem og úr he imilistryggingu eiginmanns hennar. Niðurstaða matsins var að varanlegur miski væri 10 stig og tímabil óvinnufærni frá 6. desember 2018 til 21. janúar 2019. 6 Starfsmaður stefnda í fyllti úr svonefnda slysaskýrslu í kjölfar þess að slysið átti sér stað þ ar sem gerð var grein fyrir stefnanda, tímasetningu slyss hennar og staðsetningu. Um staðlað eyðublað var að - - en hvorugur þeirra kom fyrir dóm liggja ekki fyrir upplýsingar um það hvað þeir s áu. Heilbrigðiseftirlit stefnda brást við ábendingu borgarlögmanns um mörg hálkuslys á laugarbakkanum við útilaugina við 5. september 2019 en fyrir liggur að eftirlitinu var ekki tilkynnt um slys stefnanda þegar það átti sér stað. Fram kemur í skýrslu eftirlitsins, sem dagsett er 5. september, að tilkynnt hafi verið 14 hálkuslys á 21 mánaðar tímabili í kjölfar þess að útisundlaug var tekin í notkun. Fram kom að starfsmenn hefðu greint frá því að þeir hefðu sett bláar plastmottur á gönguleiðir ti l að sporna við slysum en þess getið að ekki væri hægt að hafa þessar mottur uppi að vetri til þar sem þær yrðu hálar í frosti. Þar sem snjóbræðslukerfi næði ekki að hita upp undir motturnar væri einungis unnt að nota þær á sumrin. Sett væri salt á göngule iðir á veturna. Af hálfu heilbrigðiseftirlitsins voru gerðar kröfur um varanlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir hálku á sundlaugarbökkum og mun það hafa leitt til þess að á yfirborð sundlaugabakkanna var borið efni til að gera þá stamari. Vísað var a f hálfu eftirlitsins til 8. gr. reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund - og baðstöðum sem kvæði á um að gólfefni skyldu uppfylla viðeigandi staðla um hálkuviðnám. Stefndi fól Nýsköpunarmiðstöð Íslands að gera viðnámsmælingar á ákveðnum stöðum á gö nguleiðum í kringum útilaug 13. desember 2019. Í niðurstöðum mælinganna, sem kynntar voru í samantekt 16. desember sama ár, kom fram að viðnám hefði verið í öllum mælitilvikum nægjanlega gott en sá fyrirvari settur við að það minnkaði við aukið ágengi. Fram kom að viðnámið hefði verið mælt með skó með hrágúmmísóla. Fyrir liggur að viðnám á þeim stað þar sem stefnandi datt var ekki mælt og viðnám á þeirri bláu mottu sem hún gekk eftir var ekki heldur mælt. Réttargæslustefndi var krafinn um afstöðu til bó taskyldu úr vátryggingum stefnda 9. nóvember 2019. Því erindi var hafnað með bréfi dagsettu 15. apríl 2020 og skaut stefnandi þeirri afstöðu til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Úrskurðarnefndin kvað upp úrskurð 3. nóvember 2020 og komst að þeirri nið urstöðu að stefnandi ætti rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu stefnda hjá réttargæslustefnda. Fram kom í áliti nefndarinnar að skýrt kæmi fram í gögnum málsins að nokkur slys hefðu orðið á hinu nýja sundlaugarsvæði á svipuðum tíma og slys stefnanda varð. Fram hefði komið í umsögn heilbrigðiseftirlits stefnda að við skoðun í október 2019 hefðu laugarbakkar verið hálir við útilaug og búið væri að setja stamt efni á gönguleiðir. Einnig væru bláar mottur notaðar þar sem ekki væri búið að setja slíkt efni en s tarfsmenn hefðu greint frá því að þær mottur dygðu ekki í frosti. Nýsköpunarmiðstöð, sem rannsakað hefði aðstæður, hefði metið þær þannig að þar sem búið væri að koma hinu stama efni fyrir uppfylltu yfirborðsfletir staðla um hálkuviðnám. Álit sitt byggði úrskurðarnefndin á því að nægjanlega væri sýnt fram á með gögnum málsins að aðstæður hefðu ekki verið nægjanlega öruggar fyrir gangandi vegfarendur, eins og það var orðað, á þeim stað þar sem stefnandi féll. Annars hefði ekki þurft að gera frekari ráðstafa nir á árinu eftir slys stefnanda og ekki hefðu þá verið gerðar athugasemdir í skýrslu heilbrigðiseftirlitsins. Í þessu ljósi var stefndi látinn bera hallann af skorti á sönnun þess að aðstæður hefðu verið fullnægjandi þegar stefnandi féll enda hefðu ekki v erið gefnar fullnægjandi skýringar á því hvers vegna gera þurfti sérstakar ráðstafanir á árinu 2019 fyrst aðstæðurnar hefðu verið fullnægjandi árið 2018. Ekki væri ósanngjarnt að stefnda sem þjónustuveitanda stæði nær að tryggja sér slíka sönnun vegna þjón ustu sem margir sæktu og mikilvægt væri að fyllsta öryggis væri gætt. Af hálfu stefnanda var 11. nóvember 2020 óskað mats lögfræðings og bæklunarlæknis á afleiðingum slyss hennar í samræmi við ákvæði skaðabótalaga og var matsgerð gefin út 19. nóvember sama ár. Niðurstaðan samkvæmt matsgerðinni var að stöðuleikapunkti hefði verið náð 21. janúar 2019 og að 7 tímabundin óvinnufærni hefði staðið frá 6. desember 2018 til 21. janúar 2019. Stefnandi ætti rétt á þjáningabótum vegna sama tímabils, varanlegur miski næm i 10 stigum og varanleg örorka væri 5%. Stefnandi krafði réttargæslustefnda fyrir hönd stefnda um bætur 24. nóvember 2020 en þann sama dag tilkynnti réttargæslustefndi að ekki væri unað við niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar. Taldi réttargæslustefndi að skil yrði skaðabótaskyldu væru ekki uppfyllt þar sem aðstæður á slysstað hefðu uppfyllt öll skilyrði starfsleyfis um hálkuvarnir og öryggismerkingar. Að fengu leyfi til gjafsóknar 20. maí 2021 var mál þetta höfðað 8. júní 2021. Við aðalmeðferð málsins gaf stef nandi aðilaskýrslu og eiginmaður hennar, B , skýrslu sem vitni. Málsástæður stefnanda: Á því er byggt að slys stefnanda megi rekja til ófullnægjandi aðbúnaðar á slysstað sem hafi leitt til aukinnar hættu á slysum daginn sem stefnandi slasaðist. Ljóst sé af gögnum málsins að motta sem komið hafi verið fyrir á gönguleið stefnanda hafi verið verulega sleip og borið með sér mikla slysahættu. Fram hafi komið í skýrslu starfsmanns Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar að starfsmenn hefðu litið svo á að mottur eins og sú sem stefnandi féll á væru ekki nothæfar að vetri til vegna hálkumyndunar á þeim. Fyrir liggi að slys stefnanda hafi átt sér stað að vetri til að kvöldlagi er hálkuhætta sé hvað mest á þessum mottum eftir því sem starfsmennirnir hafa borið um. Þ essar mottur hafi samkvæmt skýrslunni borið að fjarlægja að vetrarlagi þegar tæki að kólna en áform um það varpi ljósi á grandsemi starfsmanna um þá hálkumyndun og slysahættu sem notkun á mottunum hafi í för með sér að vetrarlagi. Frá því hafi verið gr eint í kjölfar annarrar eftirlitsskoðunar heilbrigðiseftirlitsins að verið væri að vinna í að setja stamt efni á motturnar til að minnka slysahættu. Sú framkvæmd sé enn frekar til marks um að forsvarsmenn hafi verið sér meðvitaðir um að motturnar, í þv í ástandi sem þær voru á slysdegi, hafi verið óforsvaranlegar og hættulegar þeim sem á þeim gengju. Í málflutningi hafi verið lögð áhersla á að engin gögn varpi ljósi á raunaðstæður á slysdegi. Lögreglan hafi í raun ekkert kannað slysvettvang en eins og má lið horfi við leysi það stefnda ekki undan ábyrgð á að kanna tildrög slyssins til að forða megi frekari slysum. Á því er byggt að beita beri ströngu sakarmati enda beri stefnda ríka aðgæsluskyldu þar sem að um sé að ræða stað þar sem aðsókn almennings er mikil. Í slíkum tilvikum hafi dómstólar beitt slíku mati, eins og ítrekað hafi verið slegið föstu, og jafnframt að horft sé til þess hvorum standi nær að tryggja sér sönnun málsatvika. Í þeim efnum verði að horfa til þess að á stefnda hvíldi tilkynningarsk ylda til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur samkvæmt öryggishandbók fyrir sund - og baðstaði. Byggt er á vinnuveitandaábyrgð stefnda vegna saknæmrar háttsemi starfsmanna sem hafi verið það ljóst í júlí 2018 að motturnar fælu í sér slysahættu að vetri til samkvæmt því sem komi fram í minnisblaði starfsmanns Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá 6. september 2019. Á því er byggt að starfsmenn hafi gert sig seka um saknæmt gáleysi með því að fjarlægja ekki motturnar fyrir veturinn, eins og til hafi staðið, eða gert aðrar ráðstafanir til að fyrirbyggja fyrirsjáanleg slys eins og það sem stefnandi varð fyrir. Þá er byggt á því að aðbúnaður og viðbrögð við slysi stefnanda hafi verið í ósamræmi við gildandi reglugerðir og skráðar hátternisreglur en í 2. mgr. 8 . gr. reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund - og baðstöðum sé kveðið á um að mannvirki og búnaður eigi að vera þannig gerður og viðhaldið að ýtrasta öryggis sé gætt. Þar sé einnig kveðið á um að gólfefni skuli uppfylla viðkomandi staðla um hálkuv iðnám og gönguleiðum við útilaugar skuli haldið frostfríum. Ljóst sé að mottan sem stefnandi hafi runnið á hafi verið flughál og starfsmönnum hafi verið það ljóst. Ekki liggi fyrir hvert hálkuviðnám mottunnar hafi verið enda hafi engin rannsókn farið fram á slysdegi sem hefði getað varpað ljósi á orsök slyssins en búnaður hafi ekki verið þannig að fyllsta öryggis væri gætt eða að mottan væri frostfrí í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Í þessu sambandi er sérstök athygli vakin á því að bókað hafi verið í slysatilkynningu starfsmanns að stefnandi hefði fallið í hálku og til viðbótar ritað að hún hefði fallið í sleipu, eins og 8 það var orðað. Viðnámsmælingar sem gerðar voru rúmu ári síðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands hafi ekki þýðingu í m álinu eða sönnunargildi. Þar hafi viðnám flísa á gönguleiðum verið mælt og til þess notaður skór með hrágúmmísóla. Stefnandi hafi á hinn bóginn verið berfætt og dottið á hálli mottu. Stefnandi leggur það til grundvallar að viðvörunarmerkingar um mögulega h álku hafi verið ófullnægjandi og því í ósamræmi við 1. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 814/2010 og efni öryggishandbókar fyrir sundstaði. Því er þannig mótmælt að ljósmyndir sem stefndi hafi lagt fram hafi nokkurt sönnunargildi þar sem ekkert liggi fyrir um s tærð þeirra merkinga og hvort og hvar viðvörunarskiltum hafi verið komið fyrir á slysdegi. Loks er á því byggt að aðbúnaður fyrir sundgesti hafi verið óforsvaranlegur enda hefði ella ekki þurft að koma fyrir stömu efni á gönguleiðum eftir slysdag. Allan va fa um aðstæður á slysstað verði að meta stefnanda í hag þar sem rannsókn á vettvangi hafi verið ófullkomin, bæði af hálfu starfsmanna og lögreglu, en í skýrslum þessara aðila komi ekkert fram um undirlag eða varúðarmerkingar. Stefnda sem rekstaraðila s undstaðar beri að rannsaka slys og orsakir þess enda ekki hægt að koma í veg fyrir frekari slys ef orsakir þess liggja ekki fyrir. Starfsmönnum stefnda hefði verið í lófa lagið að tilkynna slysið til heilbrigðiseftirlits til að láta rannsaka svæðið og meta hvort aðbúnaður hefði verið fullnægjandi greint sinn en kveðið sé á um slíka tilkynningarskyldu í öryggishandbók fyrir sundstaði. Þetta hafi ekki verið gert og það leiði til þess að stefndi verði að bera hallann af öllum vafa sem kunni að vera um aðbúnað á slysdegi vegna þessarar vanrækslu starfsmanna stefnda. Stefnandi byggir á því að stefndi hafi verið tryggður ábyrgðartryggingu hjá réttargæslustefnda sem bæti beint líkamstjón stefnanda vegna skaðabótaábyrgðar vátryggðs. Skilyrðum ábyrgðartryggingar sé þ annig fullnægt og réttargæslustefndi því skaðabótaskyldur vegna afleiðinga slyss stefnanda og hún geti af þeim sökum beint kröfu að réttargæslustefnda í samræmi við 1. mgr. 44. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Fjárkrafa stefnanda byggist á nið urstöðu matsgerðar sem aflað var af hennar hálfu og kröfuliðir verðbættir með lánskjaravísitölu miðað við daginn sem réttargæslustefnda var sent kröfubréf, 24. nóvember 2020. Krafan sundurliðist á eftirfarandi hátt: Þjáningarbætur án rúmlegu í 46 daga, sam tals 94.340 krónur. Varanlegur miski, 10 stig, samtals 1.054.771 króna. Hvað varanleg örorku áhræri sé miðað við síðustu tvö árin fyrir slys með vísan til 2. mgr. 7. gr. þar sem stefnandi hafi verið að hefja starfsemi fyrirtækis síns á árinu 2015 og hafi a f þeim sökum greitt sér lægri laun en raunin verði til framtíðar. Meðalárslaun áranna 2016 og 2017 hafi numið með framreikningi með launavísitölu 8.487.160 krónum að teknu tilliti til framlags atvinnurekanda til lífeyrissjóðs. Aldursstuðull stefnanda hafi verið á stöðugleikapunkti 5,895 en varanleg örorka hafi verið metin 5%, eins og áður gat. Þannig nemi tjón vegna varanlegrar örorku 2.501.590 krónum. Því var lýst yfir af hálfu stefnanda við málflutning að athugasemd stefnda sem laut að útreikningi varanle grar örorku ætti við rök að styðjast og þessi kröfuliður lækkaður um 121.079 krónur og nemi hann því 2.380.511 krónum. Bótakrafa stefnanda felist í samtölu þessara þriggja þátta og nemi 3.529.622 krónum, sem er stefnufjárhæð málsins. Málsástæður stefnda Þar sem krafa stefnanda byggist í grunninn á hinni almennu sakarreglu beri stefnandi sem tjónþoli sönnunarbyrði þess að bótagrundvelli sé til að dreifa í orsakasambandi við tjón sem stefnandi hafi sannanlega orðið fyrir. Stefnandi axli þessa sönnunarbyrði ekki. Í raun hafi stefnandi ekki sannað að 9 saknæmum vanbúnaði eða athöfnum af hálfu stefnda hafi verið til að dreifa. Engar réttarreglur leiði til þess að sönnunarbyrðinni verði snúið við. Af hálfu stefnda er lögð áhersla á að gera verði greinarmun á mill i skráðra hátternisreglna og stefnumiða laga. Ákvæði sem fjalli um markmið laga feli ekki í sér hátternisreglur og því teljist það ekki vera brot á lögunum þó að markmiðum þeirra hafi ekki verið náð í einstökum tilvikum. Í máli þessu hafi engar skráðar hát ternisreglur verið brotnar og því sé háttsemi stefnda að öllum líkindum ekki saknæm. Til að hinu öndverða verði slegið föstu þurfi stefnandi að sanna að aðstæður hafi verið óvenjulegar og sérstaklega hættulegar. Við slíku hefði stefnda borið að bregðast. S tefnandi hafi á hinn bóginn ekki sannað að slíkar aðstæður hafi verið. Viðnám allra yfirborðsflata sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafi kannað hafi verið umfram kröfur og sundlaugarmottur þær sem hafi verið notaðar verið með meira viðnám en gólfflísar með þe irri undantekningu ef frost væri en slíkum aðstæðum hafi ekki verið til að dreifa er slysið gerðist. Stefnandi, sem beri um það sönnunarbyrði, hafi ekki sýnt fram á að eitthvað hafi verið að mottunum. Þótt óumdeilt sé að stefnandi hafi runnið og dottið á b akka útilaugar feli það ekki í sér þar með að brotið hafi verið gegn 2. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 814/2010. Fyllsta öryggis hafi verið gætt og gólfin hafi staðist staðla um hálkuviðnám. Þá hafi viðvaranir verið uppi og aðstæður ekki á nokkurn hátt hæ ttulegri en á öðrum sundlaugarbökkum eða með öðrum hætti en stefnandi gat búist við, en fyrir liggi samkvæmt framburði hennar að hún hafi lagt stund á sund um langt árabil og sé því mjög reynd sem sundlaugargestur og gjörþekki því aðstæður við sundlaugar. Slys stefnanda sé því ekki í orsakasambandi við þá staðhæfingu að viðvörunarmerkingar hafi verið ófullnægjandi. Áréttað er að ekkert bendi til þess að slys stefnanda hafi orðið þar sem mikil hætta hafi verið á sundlaugarbakkanum. Það gildi enn frekar á sun dlaugarmottunum, jafnvel þótt vitað sé að þær gætu verið varhugaverðar í miklu frosti, en þær hafi ekki verið notaðar við slíkar aðstæður. Áréttað er að engin leið er að koma að fullu í veg fyrir að slys geti orðið en alþekkt sé að sundlaugarbakkar geti ve rið hálir enda liggi það fyrir að sléttur flötur verði aldrei hættulaus þar sem fólk gengur um blautt og regnvatn og vatn úr laugum geti legið. Stefndi geri á hinn bóginn það sem unnt sé til að draga úr slysahættu og beri ekki sakarábyrgð á því þótt slys v erði allt að einu. Er slysið átti sér stað hafi engin sérstök hætta verið á ferð. Sundlaugarmottur á gönguleiðum, frostlaust, úrkomulaust og veður stillt. Því er jafnframt hafnað að sök stefnda verði byggð á vinnuveitandaábyrgð enda sé ósannað að starfsmön num hafi borið að tryggja öryggi betur eða að þeir hefðu átt að fjarlægja sundlaugarmotturnar, sérstaklega þar sem ekki var frost þennan dag. Í orðum í ndi hafi dottið af einhverjum þeim ástæðum sem stefndi beri ábyrgð á. Einungis sé verið að lýsa hlutrænni staðreynd, að þegar fólk dettur við sundlaugarbakka er langalgengast að það sé af þeirri ástæðu að það renni til í bleytu, það liggi í hlutarins eðli. Varakrafa um lækkun krafna stefnanda byggist aðallega á því að krafa hennar um bætur vegna varanlegrar örorku sé rangt reiknuð. Krafan ætti með réttu að vera 2.380.511 krónur ef miðað er við þær forsendur sem lagðar séu til grundvallar í stefnu en svo vir ðist sem framlag atvinnurekanda til lífeyrissjóðs hafi verið tvítalið. Fyrst framreiknað með árslaunum en síðan að þeim útreikningi afstöðnum bætt aftur við sem 6% framlagi atvinnurekanda til lífeyrissjóðs. Beri því að lækka kröfu stefnanda vegna þessa krö fuliðar um 121.079 krónur. Þá byggist varakrafan einnig á því að stefnandi verði að bera hluta tjóns síns sjálf vegna eigin sakar. Einkum sé á því byggt af hálfu stefnda að um óhappatilvik hafi verið að ræða en hafi aðstæður verið á einhvern hátt varhugav erðar verði stefnandi að bera stærstan hluta tjóns síns sjálf í ljósi almennrar aðgæsluskyldu, þekktrar hættu á sundlaugarbökkum og viðvarana þar að lútandi sem uppi hafi verið á 10 skiltum og varúðarmerkingum við sundlaugina. Stefnanda hafi borið að viðhafa aðgæslu í samræmi við aðstæður. Niðurstaða Málsatvik liggja að mestu ljós fyrir eftir að gengið var á vettvang í upphafi aðalmeðferðar. Fyrir liggur að stefnandi datt á göngu utandyra á milli vaðlaugar og útisundlaugar þar sem hún var á ferð klukkan r úmlega 21:00 að kvöldi 6. desember 2018. Óumdeilt er að hún hafi gengið eftir bláum mottudregli sem lagður hafði verið ofan á yfirborð sundlaugarbakkanna þar sem í ljós hafði komið er ný útilaug hafði verið tekin í notkun að bakkarnir voru hálli en gert ha fði verið ráð fyrir og töluvert hafði borið á því að gestir dyttu á sundlaugarbökkunum. Til þess að bregðast við þessum vanda hafi efni með auknu viðnámi verið borið á bakkana en á þeim tíma þegar stefnandi datt hafði einungis verið búið að bera efnið á hl uta af sundlaugarbökkunum og áðurnefndar bláar sundlaugarmottur notaðar þar sem ekki var búið að bera efnið á. Þegar búið var að bera efnið á alla sundlaugarbakkana mun hafa verið hætt að nota motturnar utandyra. Aðstæður á slysstað voru þannig breyttar vi ð vettvangsgöngu og því ekki unnt að endurskapa þær aðstæður sem ríktu þegar stefnandi datt. Sjá mátti á hinn bóginn við vettvangsgöngu að þessar mottur eru nýttar innandyra þar sem þess er að vænta að fólk eigi leið um berfætt og blautt á leið frá sturtuk lefa út að sundlauginni. Stefnandi gat ekki staðfest nákvæmlega hvernig mottu hún hefði dottið á en bar um að mottan hefði verið flughál. Þær mottur sem var að finna við vettvangsskoðun voru það ekki en mottunni sem stefnandi datt á var ekki haldið til ha ga eftir slysið. Í raun hverfist mál þetta um sönnun á því hver hafi verið nákvæm tildrög þess að stefnandi féll og slasaðist og jafnframt hvor aðila beri hallann af hugsanlegum skorti á upplýsingum um atvik máls. Ekki liggur fyrir að vettvangsrannsókn hafi farið fram eða skoðun á vettvangi af hálfu stefnda er slysið átti sér stað. Lögregla rannsakaði vettvang ekki þótt hún hefði verið kvödd til. Þá liggur ekki fyrir á hvern hátt staðið var að öflun upplýsinga sem s kráðar voru í slysatilkynningu þá sem fyllt var út af starfsmanni stefnda í , hvort starfsmaðurinn kannaði aðstæður sjálfur, ræddi við samstarfsfólk eða bókaði einungis eftir stefnanda athugasemd um atvikið, að stefnandi hefði dottið í sleipu, eins og þ að var orðað, og að um fall í hálku hefði verið að ræða. Óumdeilt er að viðnámsmælingar sem fram hafa farið við útisundlaug og frá er greint í samantekt 16. desember 2019 hafa beinst að yfirborði sundlaugarbakkanna á öðrum stað en þar sem stefnandi dat t. Væntanlega hafa þær að auki farið fram eftir að búið var að bera stamt efni á sundlaugarbakkana. Hafa þessar mælingar því enga þýðingu við úrlausn málsins. Að sama skapi verða engar ályktanir dregnar af skjali frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins f rá því janúar 1991 um hálkuviðnám á flísalögðum gólfum enda liggur fyrir að sundlaugarbakkarnir eru ekki flísalagðir. Þá liggur fyrir, eins og áður gat, að mottan sem stefnandi datt á var ekki rannsökuð, ástand hennar eða kringumstæður, til dæmis hvort mo ttan hefði færst til og hvort mikil bleyta hefði verið á slysstaðnum sjálfum og á mottunni. Stefnandi gat ekki staðfest að mottan sem notuð var við vettvangsgöngu og gögn liggja fyrir um væri af sömu tegund og hún datt á. Af hennar hálfu hefur á hinn bógin n ekki verið gerður sérstakur ágreiningur um að mottan hafi verið af þessari tegund. Stefndi hefur lagt fram skjal á ensku sem stafar frá framleiðanda sundlaugarmotta. Dóminum er unnt að þýða skjalið að því marki sem það kemur til skoðunar í málinu, sbr. 3. mgr. 10. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Í skjalinu er fullyrt að meðal kosta mottanna sé að fyrir liggi vottun um viðnám gegn hálku (enska: certified slip resistance) auk þess sem vísað var til þess við málflutning að fyrir lægi vottun um þ etta 11 viðnám í skjalinu meðal tæknilegra upplýsinga. Þar kemur eftirfarandi fram í dálki sem merktur er hálkuviðnámi (enska: slip resistance): DIN 51097: Classification C, ASTM F 1677 Dry/wet 0,9/0,7. Sá hængur er á hinn bóginn á þessum upplýsingum að ste fndi hefur ekki lagt fram gögn eða upplýsingar sem varpa ljósi á það um hvaða mælieiningar er að ræða eða hvað tilvitnaðar skammstafanir og tölugildi merkja. Verður eiginleikum sundlaugarmottanna því ekki slegið föstu á grundvelli þessara upplýsinga. Þanni g verða ekki dregnar ályktanir til dæmis um það hversu mikið viðnám er í yfirborði mottanna gagnvart því er berfætt fólk gengur eftir þeim eða hversu mikið viðnám er í undirlagi mottanna, hvort þær geti hreyfst til á sléttu yfirborði sundlaugarbakka þar se m þær eru lagðar án þess að vera festar sérstaklega. Eina sem í raun liggur fyrir upplýst er að motturnar henta ekki í frosti því vatn frýs ofan á þeim. Auk framangreindrar umfjöllunar um aðstæður á slysstað er einnig til þess að líta að tilefni þess að st efndi fór að bera efni á sundlaugarbakkana til að gera þá stamari og leggja út sundlaugarmottur var sú staðreynd að umtalsverður fjöldi sundlaugargesta hafði dottið á sundlaugarbökkunum og meiðst það mikið að það hafði verið tilkynnt sérstaklega í samræmi við reglur stefnda þar um. Fyrir liggur að á tímabilinu mars 2018 til október 2019 hafi 14 tilvik verið skráð sem hafi vakið slíka eftirtekt að því var beint til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að gera úttekt á því hvað ylli þessum slysum og hvað væri til ráða til að draga úr þeim. Stefnandi slasaðist á miðju því tímabili sem slysahrina þessi stóð yfir. Stefnandi, sem krefst skaðabóta vegna líkamstjóns og ber sönnunarbyrði fyrir því að slysið hafi orðið með bótaskyldum hætti, hefur byggt á því að fall hen nar eigi rót að rekja til þess að hún hafi dottið á hálu yfirborði sundlaugarmottu. Því til sönnunar er vísað til fyrrnefndrar bókunar í slysaskýrslu þar sem Fyrir liggur að af dóm aframkvæmd Landsréttar og Hæstaréttar má ráða, samanber til dæmis dóm Landsréttar í máli nr. 488/2020 frá 18. nóvember 2021, að þegar um þjónustuhúsnæði er að ræða eins og hér, sem gera má ráð fyrir að almenningur venji komur sínar í eða er hvattur til að mæta í, eins og á við um sundstaði, verður að gera ríkar kröfur til þeirra sem eiga og reka slíkt húsnæði til að tryggja að almenningi stafi ekki hætta af húsnæðinu og starfseminni sem þar fer fram. Sakarmat er með öðrum orðum strangt þegar tekin er afstað a til þess hvort skaðabótaábyrgð hafi stofnast vegna líkamstjóns sem orðið hefur inni í slíkum fasteignum eða fyrir utan þær. Engin rök standa til þess að gera minni kröfur til stefnda sem opinbers aðila sem veitir almenningi þá þjónustu til heilsueflingar að hafa sundstaði til reiðu frekar en einkaaðila sem rekur ámóta starfsemi í hagnaðarskyni, eins og byggt var á af hálfu stefnda í málflutningi. Í málinu liggur fyrir að stefnandi datt við hálar aðstæður. Ekki getur hafa verið um hálku vegna ísingar að ræ ða, enda hitastig vel yfir frostmarki á slysdegi, en starfsmaður stefnda, sem fyllti út slysaskýrslu sambærilegar. Horfa verður til þessarar bókunar og e innig þess að gripið hafði verið til bráðabrigðráðstöfunar á gönguleið þeirri sem stefnandi var að ganga eftir vegna ágalla á yfirborði sundlaugarbakkans með því að koma þar fyrir sundlaugarmottum sem sjálfar voru með veðurháðum ágalla þar sem þær gátu orð ið hættulega hálar, í það minnsta í frosti. Þegar þetta er haft í huga og það að vísað var til 8. gr. reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund - og baðstöðvum af hálfu Heilbrigðiseftirlitsins sem kvæði á um að gólfefni skyldu uppfylla viðeigandi sta ðla um hálkuviðnám verður því slegið föstu að stefndi hafi ekki axlað það stranga sönnunarmat sem dómstólar hafa talið að eigi varð stefnanda að falli ha fi verið eðlileg þannig að fall hennar verði talið hafa átt sér stað vegna óhappatilviljunar fær ekki staðist enda er ekkert fram komið í málinu sem skýtur stoðum undir þann málatilbúnað stefnda að stefnandi hafi á einhvern hátt gengið óvarlega fram eða át t hlut að því á annan hátt að slys hennar átti sér stað. Verður því fallist á skaðabótaskyldu stefnda. Stefnandi leiðrétti kröfugerð sína í tilefni af athugasemdum stefnda og er því engum tölulegum ágreiningi til að dreifa. Þar sem krafa stefnanda er í sam ræmi við ákvæði skaðabótalaga og gögn málsins verður hún tekin til greina. Verður stefndi þannig dæmdur til að greiða stefnanda 3.529.622 krónur, með 12 vöxtum eins og nánar greinir í dómsorði enda kröfugerð stefnanda í þeim efnum í samræmi við 16. gr. skaðab ótalaga og hvað dráttarvexti snertir í samræmi við 1. mgr. 6. gr., sbr. 9. gr., laga um vexti og verðtryggingu. Stefnandi nýtur gjafsóknar samkvæmt gjafsóknarleyfi frá 20. maí 2021. Allur gjafsóknarkostnaður hennar greiðist úr ríkissjóði samkvæmt 1. mgr. 1 27. gr. laga nr. 91/1991. Þar með talin er þóknun lögmanns hennar, Þ. Skorra Steingrímssonar, sem er hæfilega ákveðin 1.200.000 krónur, en þóknunin er ákveðin með hliðsjón af afmörkuðu umfangi málsins. Eftir úrslitum málsins og með vísan til 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 4. mgr. 128. gr. sömu laga, er stefndi dæmdur til að greiða málskostnað er renni í ríkissjóð. Af hálfu stefnanda flutti málið Fjölnir Vilhjálmsson lögmaður, í umboði Þ. Skorra Steingrímssonar lögmanns, og af hálfu stefnda og réttargæslust efnda Heiðar Örn Stefánsson lögmaður. Björn L. Bergsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi Reykjavíkurborg greiði stefnanda, A , 3.529.622 krónur, með 4,5% vöxtum af 1.149.111 krónum frá 6. desember 2018 til 21. janúar 2019 og af 3.529.622 krónum frá þeim degi til 24. desember 2020 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá þeim degi til greiðsludags. Stefndi greiði 1 .488.000 krónur í málskostnað sem renni í ríkissjóð. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Þ. Skorra Steingrímssonar, 1.200.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði