LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 4. júní 2021. Mál nr. 348/2021 : Ríkissaksóknari (Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir saksóknari ) gegn X (Ólöf Heiða Guðmundsdóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Kærufrestur. Afhending sakaðs manns. Evrópsk handtökuskipun. Útdráttur Ákvörðun ríkissaksóknara um að verða við beiðni um afhendingu X til Póllands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar var staðfest. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Davíð Þór Björgvinsson og Símon Sigvaldason kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 28. maí 2021 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 31. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 25. maí 2021 í málinu nr. R - [...] /2021 þar sem staðfest var ákvörðun sóknaraðila 6. maí 2021 um að verða við beiðni um afhendingu varnaraðila til Póllands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar sem gefin var út 30. mars 2020. Kæruheimild er í 3. mgr. 15. gr. laga nr. 51/2016 um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefs t þess að framangreind ákvörðun sóknaraðila verði felld úr gildi. Þá krefst va rnaraðili þóknunar til handa skipuðum verjanda sínum. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur, þar með talið um að þóknun skipaðs verjanda varnaraðila í héraði greiðist úr ríkissjóði, sbr. 2. gr. laga nr. 51/2016. 5 Það athugast að úrskurður héraðsdóms var ekki birtur fyrir varnaraðila sjálfum, en upphaf kærufrests miðast við það tímamark, sbr. 2. mgr. 193. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, sbr. 2. gr. laga nr. 51/2016. 2 6 Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila vegna m eðferðar málsins fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði og er hún ákveðin að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lög manns, 167.400 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 25. maí 2021 Mál þetta barst dóminum með erindi sóknaraðila, dagsettu 12. maí 2021. Í málinu gerir sóknaraðili þá kröfu að staðfest verði ákvörðun hans 6. maí 2021, um að verð a við beiðni pólskra yfirvalda um afhendingu á X, kt. [...], til Póllands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar sem gefin var út 30. mars 2020. Varnaraðili krefst þess að fyrrgreind ákvörðun verði felld úr gildi. Þá krefst skipaður verjandi hans hæfile grar þóknunar sér til handa úr ríkissjóði. I Krafa sóknaraðila lýtur að evrópskri handtökuskipun sem gefin var út á hendur varnaraðila af dómara við dómstól í í Póllandi 30. mars 2020. Í henni er óskað handtöku og afhendingar varnaraðila, sem er pólskur ríkisborgari, til fullnustu fangelsisrefsingar sem hann hlaut með dómi sama dómstóls 2. nóvember 2018. Með dóminum var varnaraðila gert að sæta sex ára og níu má naða óskilorðsbundnu fangelsi, en samkvæmt handtökuskipuninni mun varnaraðili enn eiga óafplánuð sex ár, einn mánuð og 18 daga. Brotið sem varnaraðili var sakfelldur fyrir var stórfelld líkamsárás 17. júlí 2017 sem leiddi til dauða brotaþola. Sóknaraðila barst umrædd handtökuskipun 4. maí 2020 og taldi hann skilyrðum um form og efni hennar fullnægt, sbr. 6. gr. laga nr. 51/2016 um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsiverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar. Á þeim grundvelli, og í samræmi við 13. gr. laga nr. 51/2016, var handtökuskipunin send lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu til meðferðar 22. mars 2021. Varnaraðili var handtekinn 15. apríl sl. vegna rannsóknar annars máls og daginn eftir, eða 16. apríl sl., var honum kynnt umrædd handtökuskipun. Var varnaraðila tilnefndur verjandi og tekin af honum skýrsla vegna handtökuskipunarinnar. Varnaraðili kvaðst í skýrslutökunni kannast við þau málsatvik sem lýst væri í handtökuskipuninni en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hana. Mótmælti hann því eindregið að vera afhentur pólskum yfirvöldum. Sóknaraðili taldi skilyrðum laga nr. 50/2016 fullnægt og tók ákvörðun um afhendingu varnaraðila til Póllands 6. maí sl. Var ákvörðunin kynnt varnaraðila 10. maí sl. Með bréfi verjanda varna raðila, mótteknu af sóknaraðila daginn eftir, krafðist varnaraðili úrskurðar héraðsdóms um hvort skilyrði fyrir afhendingu væru fyrir hendi, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 50/2016. Vísaði sóknaraðili þeirri kröfu til dómsins með bréfi, dagsettu 12. maí 2021 , samkvæmt framansögðu. II Sóknaraðili byggir á því að skilyrði til afhendingar samkvæmt lögum nr. 61/2016 séu uppfyllt og að ekki séu komnar fram neinar upplýsingar sem gefi ástæðu til að synja beiðninni. Sú skylda hvíli á íslenskum yfirvöldum að afhenda einstaklinga á grundvelli l aganna þegar skilyrði þeirra séu fyrir hendi og að leggja beri til grundvallar þær upplýsingar sem fram komi í handtökuskipun nema þær séu augljóslega rangar, sbr. 1. og 3. mgr. 15. gr. fyrrgreindra laga. Í handtökuskipuninni komi fram að henni til grundva llar 3 sé fullnustuhæfur dómur dómstólsins í . Með tilliti til lengdar dæmdar refsingar sé fullnægt skilyrði b. liðar 1. mgr. 7. gr. laga nr. 51/2016. Verknaðurinn teljist og refsiverður samkvæmt íslenskum lögum, sbr. 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarla ga nr. 19/1940 og sé skilyrðum 1. mgr. 8. gr. laga nr. 51/2016 um tvöfalt refsinæmi því fullnægt. Loks hafi engar haldbærar upplýsingar verið lagðar fram sem bendi til þess að afhending varnaraðila samkvæmt handtökutilskipuninni kunni að vera í andstöðu vi ð ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu eða þeirra samningsviðauka sem hafa gildi hér á landi, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 51/2016. Sóknaraðili telji upplýsingar sem borist hafa frá varnaraðila um slæmar aðstæður í fangelsum í Póllandi og andlega líðan hans ekki þess eðlis að talið verði að afhending hans brjóti gegn ákvæðum mannréttindasáttmálans. Hafi varnaraðili engin gögn lagt fram sem bendi til þess að synja beri afhendingu á slíkum grundvelli. Pólland hafi, sem aðili að mannréttindasáttmála Evrópu, skul dbundið sig til að veita öllum þeim sem dvelja innan lögsögu landsins þau réttindi sem sáttmálanum sé ætlað að tryggja. Landið hafi jafnframt fullgilt Evrópuráðssamning um varnir gegn pyndingum og annarri grimmilegri og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð e ða refsingu. Eftir samningnum starfi nefnd um varnir gegn pyndingum (CPT) sem skipuleggi heimsóknir á staði og stofnanir til þess að hafa eftirlit með meðferð frelsissviptra einstaklinga. Þá hafi aðildarríki Evrópuráðsins sammælst um að gera ráðstafanir ti l að tryggja lágmarkskröfur tilmæla ráðherraráðs Evrópuráðsins um reglur í fangelsum nr. 2/2006, en reglurnar séu viðmiðanir sem aðildarríki hafi komið sér saman um til að tryggja vernd lágmarksréttinda einstaklinga sem sæti afplánun. Pólland hafi verið að ildarríki Evrópuráðsins frá árinu 1991 og þannig gengist undir umrædd viðmið. Loks séu tengsl varnaraðila við landið ekki þess eðlis að synja beri um afhendingu hans á grundvelli c. liðar 10. gr. laga nr. 51/2016. Hann hafi dvalið hér í um tvö ár, eigi ek ki fjölskyldu hér á landi og sagt heilsufar sitt fínt. Þá komi ekki til álita synjunarástæður samkvæmt 11. eða 12. gr. um dóm sem kveðinn hafi verið upp án þess að sakborningur hafi verið viðstaddur, en samkvæmt handtökuskipuninni hafi varnaraðili verið vi ðstaddur meðferð málsins fyrir dómi. Með vísan til framangreinds telji ríkissaksóknari að form - og efnisskilyrði laga nr. 51/2016 fyrir afhendingu varnaraðila séu uppfyllt og að ekki séu fyrir hendi ástæður til að synja um afhendingu hans. Dómnum beri því að staðfesta ákvörðun ríkissaksóknara, sem tekin hafi verið samkvæmt 1. mgr. 15. gr. laga nr. 51/2016. III Í greinargerð varnaraðila segir að hann hafi komið til Íslands á árinu 2019 til þess að hefja hér nýtt líf. Hann hafi fljótlega fengið vinnu en mis st hana vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hafi síðan fengið aðra vinnu hjá [...] fyrirtæki sem hann vinni nú hjá og líki vel. Varnaraðili hafi eignast vini og kunningja hér á landi og vilji setjast hér að til frambúðar. Hann kannist við dóminn sem hann ha fi hlotið í Póllandi en flutningar hans til Íslands hafi ekki verið í því skyni að fela sig fyrir pólskum yfirvöldum. Hann hafi hins vegar ekki gert sér grein fyrir því að hann væri eftirlýstur fyrr en hann hafi mætt til skýrslutöku hjá lögreglu hér á land i 16. apríl sl. Hann hafi þegar afplánað um sjö mánuði af dómi sínum með gæsluvarðhaldsvist í pólsku fangelsi og engar upplýsingar fengið um það hvort eða hvenær hann ætti að klára afplánunina. Hann hafi því verið vongóður um að hann hefði þegar lokið afpl ánun og væri á skilorði eða reynslulausn varðandi eftirstöðvar dómsins. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við för hans úr landi og hafi engin boð borist um að hefja afplánun. Varnaraðili vísar í fyrsta lagi til þess að hafna eigi kröfu sóknaraðila á gr undvelli mannúðarsjónarmiða. Fangelsisrefsing hans árið 2018 hafi verið skelfileg og hafi honum liðið afar illa í fangelsinu. Hann hafi verið beittur ofbeldi af öðrum föngum og enga aðstoð fagaðila fengið. Þegar hann hafi síðan heyrt af handtökutilskipunin ni hér á landi hafi algjörlega þyrmt yfir hann [...] . Vinir hans hafi [ ...] komið honum á geðdeild Landspítalans þar sem hann hafi dvalið í rúma viku og verið þegar ákvörðun sóknaraðila hafi verið birt honum 10. maí sl. Andleg veikindi hans séu því augljós enda sé enginn lagður inn á geðdeild að ástæðulausu. Varnaraðili óttist um öryggi sitt og andlega heilsu í Póllandi. Hann eigi rétt á því að honum verði tryggð mannúðleg og réttlát málsmeðferð þar í landi í merkingu 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6 . gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Sé mikill vafi á að svo verði. 4 Í öðru lagi byggir varnaraðili á því að hann eigi ólokið sakamál hér á landi sem varði húsbrot, frelsissviptingu o.fl. Þær ásakanir sem á hann séu bornar í málinu séu úr lausu lofti gripnar og því sé varnaraðila nauðsynlegt að vera til staðar til þess að geta tryggt að málið fái réttlát málalok að honum viðstöddum. Varnaraðili vísar um framangreint til c. liðar 10. gr. laga nr. 51/2016 þar sem kveðið er á um heimild til að synja beiðni um a fhendingu á grundvelli refsidóms ef íslensk stjórnvöld skuldbinda sig til þess að fullnusta refsingu dómsins eða ákvörðun um frjálsræðissviptingu samkvæmt honum. Kveðst hann heldur vilja afplána hér á landi ef til þess kemur að hann þurfi að afplána restin a af dóminum í Póllandi, en þar hafi hann helst í huga almennilega heilbrigðisþjónustu og að mannréttindi hans séu tryggð. Með því að vera hér á landi fái hann jafnframt tækifæri til þess að verjast þeim ásökunum sem á hann séu bornar í máli því sem til ra nnsóknar sé hér á landi. Hagsmunir varnaraðila, sem sé búinn að koma sér fyrir hér á landi, séu ríkari en hagsmunir pólskra yfirvalda af því að fá hann framseldan, m.a. með hliðsjón af nauðsynlegri læknisþjónustu. Í greinargerð sinni vísaði varnaraðili ein nig til laga nr. 13/1984 um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, en af hálfu verjanda hans var því lýst yfir við munnlegan flutning málsins að ekki væri byggt á umræddum lögum í málinu. IV Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 51/2016, sem gilda um afh endingu á manni milli Íslands og aðildarríkja Evrópusambandsins, skal maður, sem eftirlýstur er á grundvelli handtökuskipunar, handtekinn og afhentur til þess ríkis sem skipunina gaf út samkvæmt ákvæðum laganna. Skal við úrlausn um það hvort skilyrði laga nr. 51/2016 séu uppfyllt leggja til grundvallar þær upplýsingar sem fram koma í handtökuskipun, nema þá aðeins að þær séu augljóslega rangar, sbr. 3. mgr. 15. gr. laganna. Skilyrði afhendingar frá Íslandi samkvæmt evrópskri handtökuskipun eru m.a. að til meðferðar sé sakamál sem getur varðað eins árs fangelsisrefsingu í því ríki sem gaf út handtökuskipunina, sbr. a. lið 1. mgr. 7. gr. fyrrgreindra laga, eða til fullnustu á fangelsisrefsingu eða annarri ákvörðun um fjárræðissviptingu þegar dæmd refsing er m innst fjórir mánuðir, sbr. b. lið 1. mgr. 7. gr. Þá er það skilyrði fyrir afhendingu manns að verknaðurinn, sem er forsenda þess að viðkomandi handtökuskipun er gefin út, sé jafnframt refsiverður samkvæmt íslenskum lögum, sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna. Í ha ndtökuskipun þeirri er liggur til grundvallar kröfu sóknaraðila segir eins og áður greinir að varnaraðili hafi hlotið dóm fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða brotaþola. Hafi hann hlotið sex ára og níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi og eigi óa fplánuð sex ár, einn mánuð og 18 daga. Samkvæmt þessu, og með vísan til þess að ekkert er fram komið um að þær upplýsingar sem fram koma í handtökuskipuninni séu efnislega rangar, sbr. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 51/2016, eru uppfyllt skilyrði b. liðar 1. mgr . 7. gr. laganna um lágmark dæmdrar refsingar. Þá er uppfyllt það skilyrði 1. mgr. 8. gr. laganna að verknaður teljist refsiverður samkvæmt íslenskum lögum, sbr. 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Varnaraðili byggir þrátt fyrir framangreint á því að synja beri beiðni um afhendingu hans á grundvelli mannúðarástæðna og þess að hann sæti þegar rannsókn í öðru máli hér á landi sem hann vilji fylgja eftir. Vísar varnaraðili í þessum efnum til c. liðar 10. gr. fyrrgreindra laga þar sem fram kemur að heimil t sé að synja beiðni um handtökuskipun ef hún varðar fullnustu refsivistar samkvæmt dómi og sá sem er eftirlýstur er búsettur hér á landi og íslensk stjórnvöld skuldbinda sig til að fullnusta refsingu dómsins. Að mati dómsins geta þau atriði sem varnaraði li nefnir ekki leitt til þess að synjað verði um afhendingu hans á grundvelli c. liðar 10. gr. laganna, sem samkvæmt framansögðu felur í sér heimild en ekki skyldu og miðar við að stjórnvöld hér á landi skuldbindi sig til að fullnusta refsingu dómsins. Þá geta umrædd atriði ekki talist þess eðlis að synja beri um afhendingu varnaraðila á öðrum grundvelli, en í því sambandi er til þess að líta að þrátt fyrir einhliða yfirlýsingar varnaraðila liggur ekkert liggur fyrir um að aðstæður í fangelsum í Póllandi sé u með þeim hætti að afhending teljist í andstöðu við 2. mgr. 9. gr. laga nr. 50/2016 eða að hann hljóti ekki nauðsynlega læknisaðstoð. Í þeim efnum vísast til hliðsjónar til úrskurðar Landsréttar 19. maí 2021 í máli nr. 261/2021, þar sem fjallað var um þá málsástæðu að mannúðarástæður ættu að leiða til þess að framsali hans til Póllands á grundvelli laga nr. 13/1984 um 5 framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum yrði synjað. Þótt skilyrði þeirra laga séu önnur en hér reynir á leiðir af úrskurðinum að ekker t þótti fram komið sem benti til þess að afhending í því máli til Póllands væri andstæð mannúðarsjónarmiðum. Loks er engin heimild fyrir því í lögum nr. 51/2016 að synja um afhendingu á grundvelli þess að hann vilji vera viðstaddur og gæta hagsmuna sinna við rannsókn þess sakamáls sem lögregla hefur til skoðunar hér á landi. Að öðru leyti er að mati dómsins ekkert fram komið sem bendir til þess að þau atriði sem talin eru upp í 1. mgr. 9. gr. fyrrgreindra laga eða a., b. eða d. liðir 10. gr. standi því í v egi að varnaraðili verði afhentur pólskum yfirvöldum á grundvelli fyrrgreindrar handtökuskipunar. Þá koma ekki til álita synjunarástæður 11. og 12. gr., en samkvæmt handtökuskipuninni og framburði varnaraðila fyrir dómi verður ekki annað ráðið en að hann h afi verið viðstaddur meðferð málsins fyrir pólskum dómstólum. Samkvæmt framansögðu, og með vísan til meginreglu 1. mgr. 1. gr. laganna um afhendingu samkvæmt handtökuskipun, verður ákvörðun sóknaraðila frá 6. maí 2021, um að verða við beiðni um afhendingu varnaraðila til Póllands á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar, staðfest. Eins og áður greinir var Ólöf Heiða Guðmundsdóttir lögmaður tilnefndur verjandi varnaraðila við skýrslutöku hans hjá lögreglu 16. apríl sl. Var hún og skipuð verjandi varnaraðila fyrir dómi við flutning málsins 21. maí sl. Samkvæmt þessu, og með vísan til 2. gr., sbr. 2. mgr. 13. gr., laga nr. 51/2016 og 1. mgr. 38. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, verður verjanda dæmd þóknun í máli þessu eins og í úrskurðarorði greinir sem greiðast skal úr ríkissjóði. Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Staðfest er ákvörðun sóknaraðila, dagsett 6. maí 2021, um að verða við beiðni um afhendingu varnaraðila, X, kt. [...], til Póllands, á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar, sem gefin var út 30. mars 2020. Þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Ólafar Heiðu Guðmundsdóttur lögmanns, 450.000 krónur að virðisaukaskatti meðtöldum, greiðist úr ríkissjóði.