LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 20. febrúar 2025 . Mál nr. 669/2024 : Ákæruvaldið (Hrafnhildur M. Gunnarsdóttir saksóknari ) gegn Dagbjörtu Guðrúnu Rúnarsdóttur (Arnar Kormákur Friðriksson lögmaður) ( Inga Lillý Brynjólfsdóttir , lögmaður einkaréttarkröfuhafa ) Lykilorð Manndráp. Ákæra. Heimfærsla. Ásetningur. Matsgerð. Miskabætur. Útdráttur D var gefið að sök manndráp með því að hafa svipt A lífi með margþættu nánar tilgreindu ofbeldi, allt með tilgreindum afleiðingum. Með dómi héraðsdóms var sú háttsemi sem D var sakfelld fyrir heimfærð til 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í dómi Landsréttar var rakið að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að dánarorsök A hefði verið köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndu narveginn. Væri horft heildstætt á gögn málsins og samskipti D og A í aðdraganda andlátsins væri fallist á þá niðurstöðu héraðsdóms að ekki yrði vefengt með skynsamlegum rökum að D hefði veitt A þá áverka sem leiddu til andláts hans en fyrir lægi að áverka rnir hefðu verið ferskir og ekki öðrum til að dreifa en D. Var háttsemi hennar heimfærð til 211. gr. almennra hegningarlaga enda yrði ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu hefði verið að ræða sem D hefði ekki getað dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af. Staðfest var niðurstaða héraðsdóms um að ákvæði 15. og 16. gr. almennra hegningarlaga hefðu ekki þýðingu fyrir niðurstöðu málsins. Við ákvörðun refsingar var horft til þess að um mjög grófa og tilefnislausa árás hefði verið að ræða á h endur A og að D ætti sér engar málsbætur. Var D gert að sæta fangelsi í 16 ár. Þá var henni gert að greiða einkaréttarkröfuhöfum miskabætur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Jón Höskuldsson og Kristbjörg Stephensen , Andri Traustason réttarlæknir og Karl Reynir Einarsson geðlæknir. 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 31. júlí 2024 í samræmi við yfirlýsingu ákærðu um áfrýjun. Málsgögn bárust réttinum 24. september sama ár. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 24. júlí 2024 í málinu nr. S - /2023 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að háttsemi ákærðu verði heimfærð til 211. gr. almennra heg ningarlaga nr. 19/1940 og að refsing hennar verði þyngd. 3 Ákærða krefst sýknu en til vara að refsing hennar verði milduð. Þá krefst hún þess að einkaréttarkröfum verði vísað frá dómi, til vara sýknu en að því frágengnu krefst hún lækkunar á dæmdum skaðabótu m. 4 Einkaréttarkröfuhafinn, C , krefst þess að ákærðu verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 8.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 23. september 2023 til 10. febrúar 2024 en með dráttarvöxtum samkv æmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hún staðfestingar hins áfrýjaða dóms hvað varðar skaðabætur vegna útlagðs kostnaðar vegna útfarar brotaþola. Til vara krefst hún staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Jafnframt krefst hún m álskostnaðar, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. 5 Einkaréttarkröfuhafinn, B , krefst þess að ákærðu verði gert að greiða honum miskabætur að fjárhæð 8.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 23. september 2023 til 10. febrúar 2024 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst hann staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Þá krefst hann málskostnaðar, eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. 6 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti var sp iluð upptaka af framburði ákærðu við aðalmeðferð málsins í héraði, þar á meðal hljóð - og myndupptökur sem fundust í síma ákærðu sem spilaðar voru þar að hluta. Þá voru spilaðar upptökur af framburðum vitnanna I og J . Loks gáfu viðbótarskýrslu D og E réttar læknar og F sérfræðilæknir í réttarmeinafræði. Málsatvik og helstu málsástæður 7 Málsatvik og skýrslur ákærðu og vitna eru skilmerkilega rakin í hinum áfrýjaða dómi. Svo sem þar greinir var ákærðu með ákæru 15. desember 2023 og framhaldsákærum 17. janúar 202 4 og 10. júní sama ár gefið að sök manndráp með því að hafa laugardaginn 23. september 2023 svipt A lífi með margþættu ofbeldi, þar á meðal með höggum og/eða spörkum og þrýstingi á andlit, klof, bol, handleggi og fótleggi, auk þess að taka hann hálstaki og taka fast um, snúa upp á og beygja fingur hans, allt með nánar tilgreindum afleiðingum sem raktar eru í ákæru og hinum áfrýjaða dómi. Segir í fyrrgreindum framhaldsákærum að A hafi látist af völdum köfnunar vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndun arveginn en blæðing innvortis og fitublóðrek vegna áverka á beinum og mjúkvef, hefðu átt sinn skerf í spillandi áhrifum á súrefnisnæringu til heilans og verið þannig til þess fallin að stuðla enn frekar að 3 framvindu köfnunarferlisins. Var háttsemin heimfær ð í ákæru til 211. gr. almennra hegningarlaga. 8 Ákærða hefur frá upphafi neitað að hafa beitt brotaþola nokkru ofbeldi, að því frátöldu að hún gat þess við skýrslutöku fyrir héraðsdómi að hafa mögulega slegið hann r ákærðu var í hinum áfrýjaða dómi metinn ótrúverðugur í öllum meginatriðum. Taldi dómurinn framburðinn óstöðugan, misvísandi og í mörgum tilvikum fjarstæðukenndan, meðal annars í tengslum við skýringar á minnisleysi hennar. Þá hefði hann stangast á við fy rirliggjandi sönnunargögn, þar með talið mynd - og hljóðupptökur sem liggja fyrir í málinu úr símum ákærðu og brotaþola og varpa ljósi á samskipti þeirra í aðdraganda andlátsins. Beri upptökurnar með sér að ákærða hefði þá beitt brotaþola ýmsu ofbeldi. Þá v ísaði héraðsdómur til þess að framburður ákærðu hefði stangast á við framburð ýmissa vitna sem gáfu skýrslu í málinu. 9 Í dómi héraðsdóms var komist að þeirri niðurstöðu að dánarorsök brotaþola hefði verið köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri ön dunarveg sem leggja yrði til grundvallar að ákærða bæri ábyrgð á. Taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að ýmsa áverka sem tilgreindir eru í efnisgrein 196 í dóminum væri að rekja til háttsemi ákærðu. Taldi dómurinn að ákærða bæri jafnframt ábyrgð á miklum og víðtækum áverkum á hálsi brotaþola sem hefðu verið þess eðlis að geta einir og sér dregið brotaþola til dauða. Ekki hefði á hinn bóginn verið sýnt fram á það með nægilegri vissu að ýmsa aðra áverka sem raktir eru í efnisgreinum 198 og 199 væri að rekja til háttsemi ákærðu. Var hún því sýknuð af þeim hluta ákæru. 10 Sú háttsemi sem ákærða var sakfelld fyrir var í hinum áfrýjaða dómi heimfærð til 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Hafnaði dómurinn því að unnt væri að sakfella hana fyrir manndráp samkvæmt 211. gr. sömu laga. Segir um þessa niðurstöðu í forsendum dómsins að leggja yrði til grundvallar að ekki hafi vakað fyrir ákærðu að bana brotaþola í aðdraganda andlátsins. Draga yrði þá ályktun af gögnum málsins að ákærða hefði í fyrstu beitt brot aþola alvarlegum líkamsmeiðingum í trausti þess að sér í lagi á viðkvæmum líkamspörtum eins og hálsi, væru líklegar til að bana 11 Héraðsdómur taldi að 15. gr. og 16. gr. almennra hegningarlaga hefðu ekki þýðingu í málinu. Var ákærðu gert að sæta fangelsi í tíu ár en til frádráttar kæmi gæsluvarðhald sem hún hefði sætt frá 24. september 2023. Þá var henni gert að greiða útfararkostnað vegna brotaþola og tveimur börnum hans miskabætur, ásamt vöxtum og málskostnaði. Loks var henni gert að greiða allan sakarkostnað málsins í héraði. 12 Ákæruvaldið krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðf estur um sakfellingu ákærðu en að háttsemin verði heimfærð til 211. gr. almennra hegningarlaga og refsing 4 þyngd. Um málsástæður vísar ákæruvaldið einkum til forsendna hins áfrýjaða dóms sem það telur renna stoðum undir heimfærslu háttseminnar til 211. gr. almennra hegningarlaga frekar en 2. mgr. 218. gr. sömu laga. Fyrrgreindar forsendur dómsins sem raktar eru hér að framan í lok efnisgreinar 10 bæru með sér að sannað þætti að saknæmisskilyrðum 211. gr. almennra hegningarlaga væri fullnægt. Telur ákæruvaldi ð að hæfileg refsing eigi af þeim sökum að vera fangelsi í 16 ár. 13 Af hálfu ákærðu er á því byggt að verknaðarlýsingu í ákæru sé áfátt. Þannig sé henni ekki gefið að sök þar að hafa þrengt að hálsi brotaþola með þeim afleiðingum að hann hafi látist vegna kö fnunar. Henni sé einungis gefið að sök að hafa tekið brotaþola hálstaki en sönnun um það hefði ekki tekist. Þá sé henni ekki heldur gefið að sök í ákæru að hafa þrýst á háls brotaþola, sparkað eða slegið í háls hans eða haldið fyrir munninn á honum. Loks s é ekki að finna í ákæru lýsingu á broti á tungubeins - , barkakýlis - og hringbrjósksvæðinu. Byggir ákærða á því að ekki sé unnt að sakfella hana fyrir aðra háttsemi en lýst sé í ákæru en það hafi verið gert í hinum áfrýjaða dómi, einkum varðandi ætlaða áverk a sem héraðsdómur taldi hafa leitt til andláts brotaþola. 14 Ákærða gerir ýmsar athugasemdir við sönnunarmat héraðsdóms. Hafi héraðsdómur meðal annars lagt til grundvallar að sannað væri að ákærða hefði beitt kröftugum þrýstingi á háls brotaþola sem lagður yr ði að jöfnu við að beita hálstaki. Með þessu hafi héraðsdómur reynt að leiðrétta þá annmarka sem hefðu verið á verknaðarlýsingu 88/2008 um meðferð sakamála. Þá hafi héraðs dómur að hluta til valið sínar eigin leiðir við mat á ætlaðri dánarorsök brotaþola sem hefðu hvorki verið í samræmi við niðurstöðu dómkvadds matsmanns né niðurstöðu réttarlækna sem skiluðu skýrslu um svokallaða útvíkkaða réttarkrufningu. Hafi dómurinn auk þess farið út fyrir málatilbúnað ákæruvaldsins um fitublóðrek í brotaþola og hafnað því að það hefði stuðlað að framvindu köfnunarferlis hans, svo sem byggt hafi verið á af þess hálfu og fram komi í framhaldsákæru 17. janúar 2024 eins og henni var breytt m eð framhaldsákæru 10. júní sama ár. 15 Ákærða byggir á því að gögn málsins beri með sér að aðrar dánarorsakir en köfnun brotaþola vegna ytri kraftverkunar á háls og efri öndunarveg séu ekki útilokaðar. Þannig liggi fyrir matsgerð dómkvadds matsmanns, sem ekki hafi verið hnekkt með yfirmati, um að aðrar mögulegar dánarorsakir séu banvænt blóðsykursfall eða eitrun vegna víxlverkunar alkóhóls, kódeins og amfetamíns. Hafi matsmaður staðfest þessa niðurstöðu fyrir héraðsdómi og aftur hér fyrir dómi. Matsgerðin hafi sterkara sönnunargildi en skýrsla réttarlækna um krufningu sem hafi verið aflað af lögreglu. Liggi þannig fyrir skynsamlegur vafi um að dánarorsök brotaþola sé að rekja til atvika sem ákærða geti ekki borið ábyrgð á. Þá vísar ákærða til þess að fyrir ligg i að brotaþoli hafi ítrekað dottið og sé meðal annars ágreiningslaust að hann hafi fallið inni á baðherbergi í aðdraganda andlátsins en það hefði þrátt fyrir það ekki verið rannsakað 5 nánar. Gögn málsins beri með sér að hluti þeirra áverka sem fundust á bro taþola megi rekja til þessa en óvissa ríki um að hve miklu leyti þeir kunni að hafa átt þátt í andláti hans. Þá liggi fyrir að brotaþoli hafi verið í mikilli óreglu og lélegu líkamlegu ásigkomulagi í aðdraganda andlátsins. Verði ákærða að njóta góðs af öll um vafa um dánarorsök sem af framangreindu hljótist en þess hafi ekki verið gætt í hinum áfrýjaða dómi. Samkvæmt þessu beri gögn málsins með sér að mögulegt sé að brotaþoli hafi látist vegna atvika og aðstæðna sem ákærða geti ekki borið ábyrgð á. Beri því að sýkna hana af ákæru um brot gegn 211. gr. eða eftir atvikum 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. Niðurstaða Ætlaðir annmarkar á verknaðarlýsingu ákæru 16 Af hálfu ákærðu er því borið við að henni sé í ákæru, réttilega, ekki gefið að sök að haldið um munn brotaþola. Telur ákærða að verknaðarlýsing ákæru falli illa að broti sem unnt sé að heimfæra til 211. gr. almennra hegningarlaga og samræmist ekki málatilbúnaði ákæruva ldsins. 17 Samkvæmt c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 skal meðal annars greina í ákæru, svo glöggt sem verða má, hver sú háttsemi er, sem ákært er út af, hvar og hvenær brotið er talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og loks heimfærslu þess til laga og stjórnvaldsfyrirmæla, ef því er að skipta. Ákvæði þetta hefur í réttarframkvæmd verið skýrt þannig að lýsing á þeirri háttsemi, sem ákærða er gefin að sök í ákæru, verði að vera svo greinargóð og skýr að hann geti ráðið af henni og þeim r öksemdum sem færðar kunna að vera fyrir sakargiftum á hendur honum, hvaða refsiverða háttsemi hann er sakaður um og hvaða ákvæði refsilaga hann er talinn hafa brotið. Ekki mega vera slík tvímæli um það hverjar sakargiftirnar eru að með réttu verði ákærða e kki talið fært að taka afstöðu til þeirra og halda uppi vörnum gegn þeim. Ákæra verður og að vera svo skýr að þessu leyti að dómara sé fært af henni einni að gera sér grein fyrir því um hvað ákærði sé sakaður og hvernig telja megi þá háttsemi refsiverða. Í þessum efnum verður ákæra að leggja fullnægjandi grundvöll að máli þannig að fella megi dóm á það samkvæmt því sem í henni segir, enda verður ákærði ekki dæmdur fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008 og a - lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. 18 Kröfur sem gerðar verða til skýrleika ákæru ráðast nánar af atvikum máls. Í sumum tilvikum er þannig unnt að greina nákvæmlega í ákæru hvernig ætlað brot ákærða er talið hafa verið framið en í öðrum er þess ekki kostur. 19 Svo sem síðar verður rakið var ekki unnt við krufningu brotaþola að staðreyna hvaða aðferð var beitt við ytri kraftverkun á háls og öndunarveg hans. Ýmsar aðferðir kæmu þar til greina sem allar eigi það sameiginlegt að geta l eitt til köfnunar. 6 20 aðdraganda andláts hans, þar á meðal með höggum og/eða spörkum og þrýstingi á andlit, klof, bol, handleggi og fótleggi, auk þess að taka hann hálstaki og taka f ast um, snúa upp á og beygja fingur hans með ýmsum afleiðingum sem ástæðulaust er að rekja verið andlát brotaþola. Í framhaldsákæru 17. janúar 2024 var síðastnefndu orðalagi um að telja að með þessari breytingu hafi orðið nægilega ljóst hvaða háttsemi ákærðu var gefin að sök og við hvaða ákvæði almennra hegningarlaga hún var talin varða. Verður ekki fallist á að það komi að sök þótt ekki sé getið um allar mögulegar aðferðir við ytri kraftverkun á háls og efri öndunarveg brotaþola, sem leitt geti til köfnunar. Uppfyllir ákæran þar með kröfur c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um skýrleika en af málatilbúnaði ákærðu fyrir dómi verður skýrlega ráðið að ákærða gat tekið afstöðu til hennar og haldið uppi vörnum gegn henni. Samkvæmt því verður ekki fallist á að slíkir a nnmarkar séu á ákæru að leitt geti til frávísunar án kröfu eða eftir atvikum sýknu ákærðu. Þá verður ekki fallist á að hinn áfrýjaði dómur sé haldinn slíkum annmörkum að efni sé til að ómerkja hann án kröfu. Gögn og vitnaskýrslur um ætlaða dánarorsök brota þola 21 Í gögnum málsins liggur fyrir skýrsla 10. janúar 2024 um útvíkkaða réttarkrufningu á brotaþola. Var skýrslan unnin að beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af D réttarlækni. Í henni kemur fram að auk þess hafi E réttarlæknir tekið þátt í stórum hluta krufningarinnar og séð öll gögn málsins. Þessu til samræmis rituðu þau bæði undir skýrsluna og gáfu munnlega skýrslu um hana við meðferð málsins fyrir héraðsdómi og hér fyrir dómi. Þá liggja fyrir svör þeirra við spurningum sem þeim voru sendar í ti lefni af matsgerð sem liggur fyrir í gögnum málsins og nánar verður vikið að í efnisgreinum 34 til 36. 22 Í skýrslu um krufningu er að finna nákvæma lýsingu á þeim áverkum sem fundust á brotaþola auk ljósmynda af þeim. 23 Um ætlaða dánarorsök brotaþola segir orðrétt í niðurstöðukafla skýrslunnar: a. Rannsóknarniðurstöðurnar benda sterklega til þess að dánarorsökin hafi verið köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn. b. Áverkarnir á svæðinu sem tekur yfir munn, niður á háls, efri hluta brjóstka ssans og út eftir öxlunum eru allverulegir og benda til að miklu og marghliða afli hafi verið beitt og því beint að þessum svæðum af ákafa. Líkamssvæðið tekur meðal annars til nærri alls efri öndunarvegarins, þar með talið hálsins, sem gerir þunga krafta s em þarna verka að ógn við öndun og blóðflæði um hálsinn. c. Þá er ótalið að af beináverkunum á útlimunum og brjóstkassanum hlaust beinmergjarblóðrek til lungnablóðrásarinnar sem hefur þau áhrif að skerða blóðflæði til lungnanna sem torveldar súrefnisvæðingu b lóðsins, og að frá áverkunum á bein og mjúkvefi hefur blætt inn í mjúkvef, 7 og þó svo að ekki sé unnt að mæla rúmmál blóðtapsins nákvæmlega, er óhætt að segja að blæðingin sé drjúg og á, ásamt beinmergjarblóðreki, sinn skerf í spillandi áhrifum á súrefnisnæ ringu til heilans og er þannig fallin til að stuðla enn frekar að framvindu köfnunarferlisins. 24 25 Segir í niðurstöðukafla að áverkarnir séu smásjárskoðun styrki þá ályktun. Þó megi sjá vægan breytileika í fyrstu skrefum auk nánar tilgreindra sára bendi þó til að þeir séu nokkru eldri en svo. 26 áverkanna hafi komið til við nýlega aðför annars manns, að verknaðurinn hafi verið langdreginn, - , háls - og brjóstsvæði verið beitt kröftum til þess föllnum að riðla lífsstarfseminni, og að hins vegar hafi honum verið valdið meiðslum, nokkuð hnitmiðað á geirvörtunum, kynfærunum, höndunum og vinst ra dálksbeininu sem einkum [séu] fallin til að valda sterklega gegn því að áverkarnir skýrist einvörðungu af eigin slysni. 27 Segir um nánar tilgreinda áverka á hálsi brotaþola að ennfremur að kraftinum hafi verið beint að svæðunu m og hann veittur í formi d. Útlit áverkanna um hálsinn bendir til þess að þeir séu komnir til við þrýsting á hálsinn - einkum hann framanverðan - af nokkrum krafti og samræmast því sem þekkt er þegar annar maður færir þyngd sína yfir á þolandann með því að setja t.d. hné, fót eða framhandlegg á háls þolandans. 28 Þá hafi sést punktblæðingar í slímhúðum augnanna og munnsins sem geti skýrst af slíkum þrýstingi yfir hálsinn vegna lokunar á bláæðum en þær geti einnig skýrst af þeim sljóu kröftum sem komu beint á munn - og augnsvæðin. 29 Um útlit nánar tilgreindra skráma, mars, sára og mjúkvefjablæðinga á neðri hluta sterklega til þess að þau hafi kom ið til fyrir sljóa krafta í formi margra steyta yfir formi blóðsósa og trosnaðs mjúkve fjar í andlitinu, sem bendir mögulega til þess að 8 30 Við skýrslugjöf í héraði gerðu réttarlæknarnir nánar grein fyrir framangreindum niðurstöðum sínum. Í skýrslu D kom fram almennt um áv erka á hálsi og öndunarvegi að um væri að ræða svæðið sem byrjar fyrir neðan nef og nær niður á efri part ola og slegið á sem hafi valdið blæðingum og broti á tungubeininu, skjaldbrjóski og hringbrjóski. Spurt um hvort fall hafi mögulega getað valdið köfnun brotaþola svaraði vitn Nánar spu rt um hvað það væri sem gerði það ólíklegt að fall gæti hafa orsakað umrædda áverka sagði vitnið að til að fall gæti útskýrt svona áverka þyrfti viðkomandi sem almennt gerð ist ef fólk félli fram fyrir sig án þess að bera fyrir sig hendur. Ekkert ferskt brot hefði fundist á nefi brotaþola. Þá hefðu áverkar verið meira öðrum megin verið valdið me Spurt hvort vitnið teldi að útilokað væri að þessi áverki hefði komið til við fall sagði það að sér myndi aldre i detta það í hug. Ýmsir áverkar á brotaþola á þessu svæði hefðu þó getað komið til við fall en heildarmynd áverkanna sem leiddu af sér fyrrgreinda niðurstöðu um ætlaða dánarorsök hefðu, að þess mati, ekki getað komið til af eigin byltum brotaþola. Spurt u m hvort mögulegt væri að brotaþoli hefði orðið fyrir árás sem hefði verið yfirstaðin þegar köfnunarferli hefði tekið við vegna ýmissa áverka virkir til að viðhalda köfnu 31 Í framburði D fyrir Landsrétti kom fram að vitnið staðfesti að um brot á vinstra dálksbeini brotaþol a hefði verið að ræða en ekki því hægra eins og ákært væri fyrir. Spurt hvort ráða mætti af vefjasýni sem tekið var úr mjúkvef þess brots hversu gamalt brotið hefði verið og hvort brotaþoli hefði getað gengið um með það sagði vitnið að komnar hefðu verið b ólgufrumur í blæðinguna sem væri jafnan það fyrsta sem gerðist í viðbragði líkamans við áverkum. Það þýddi að áverkinn hefði fengið tíma til að fara yfir í fyrsta fasa gróanda. Sagði vitnið óvarlegt að áætla nákvæma tímasetningu en brotið hefði ekki verið alveg nýtt þegar brotaþoli lést. Vitnið sagði að erfitt væri að segja til um hvort brotaþoli hefði gengið með brotið en það væri hægt að ganga með 9 það. Spurt um nánari skýringar á því sem fram kom í framburði vitnisins í héraði um að þótt komnar væru átfru mur í áverka á hægri skjaldvöðva bringubeins væri ekki komin bólga, sagði vitnið að það gætti byrjandi bólguviðbragðs en að erfitt væri að túlka hlutverk átfrumna. Vitnið kvað brotin á brjóskinu í hálsinum sýna réttarlæknisfræðilega að ákveðinn og sérstaku r kraftur hefði komið á hálsinn sem hefði verið til þess fallinn að valda hindrun á æðarnar sem liggja milli heila og líkamans. Sagði vitnið að krafturinn um hálsinn væri ríkuleg breyta í köfnuninni. Spurt hvort tungubeins - , barkakýlis - og hringbrjósksvæði sbrotin hefðu átt þátt í að draga brotaþola til dauða sagði vitnið að brot sem þessi þyrftu ekki út af fyrir sig að vera lífshættuleg heldur væru þau til marks um þann kraft sem kom á hálsinn og átti þátt í að draga brotaþola til dauða. Spurt hvort brotaþo li hefði getað dáið úr köfnun án þess að viðvarandi þrýstingur hefði verið á líkamann sagði vitnið að köfnunin væri fullgerð þegar heilinn þyldi ekki meira. Þá væri hægt að taka þrýstinginn af og hjartað myndi slá. Ekki væri hægt að tímasetja þann punkt þa r sem heilinn þyldi ekki meira en tíminn gæti verið langur. Erfitt væri því að tímasetja atvik nákvæmlega í þessu máli sem hafi margar breytur og kraftákomur, og ekki hægt að segja hversu lengi hvert tak hefði varað, hvaða æð hefði verið klemmd og hvenær n æsta tak, högg eða þrýstingur hefði komið. Inn í það spili svo áhrif fitublóðreks og blóðmissis. Vitnið kvað þekkt vera að köfnun geti valdið hraðtakta hjartastoppi. Vitnið kvaðst ekki sammála mati dómkvadds matsmanns að hjartað færi í hægtakt við köfnun. Spurt um ástæðu þess að einkenni dauðsfalla af völdum blóðsykursfalls eða eitrunar, sem búast mætti við að sæjust í slíkum tilvikum, hefðu ekki sést á brotaþola svaraði vitnið að erfitt væri að greina dauðsföll af völdum blóðsykurslækkunar því ekki væri hæ gt að staðfesta lágan blóðsykur hjá þeim sem væru dánir, þar sem eðlilegur blóðsykur í líki væri núll. Ekki væri hægt að staðfesta að lækkunin hefði verið veruleg meðan fólkið lifði. Ummerki við slíkar krufningar væru ósértæk. Sagði vitnið að ekki hefðu ve rið ummerki sem bentu til eitrunar hjá brotaþola með þeim fyrirvara að ummerki eitrunar væru ósértæk. Vitnið sagði rannsóknarniðurstöðurnar hafa bent sterklega til þess að dánarorsökin hefði verið kraftarnir á hálsinn og ákoma á öndunarveginn og það hefði verið að teknu tilliti til alls þess sem vitnið hefði séð og mælt. Líkindi á öðrum möguleikum væru lítil. Lítið sé gert úr etanólinu í skýrslunni, sem hefði haft mestan styrk eiturefna, því það væri miklu eðlilegra að lifa með því heldur en þessum áverkum, sérstaklega ef einstaklingurinn væri vanur etanóli. 32 Í skýrslu E fyrir héraðsdómi ítrekaði vitnið fyrrgreinda niðurstöðu í skýrslu um krufningu að áverkarnir hefðu að mati þess og D að dánarorsökin hefði verið köfnun vegn a ytri kraftverkunar á hálsinn á efri öndunarveginn. Öndun hefði verið hömluð vegna ytri krafts á háls. rkar á svæði yfir 10 áverkarnir á þessu svæði væru margþátta og gætu hafa komið á mismunandi tíma. Þau ar í þessu samhengi til áverka í kringum barkakýlið á brjósk og beinhluta þar og að nokkru leyti líka á neðri hluta andlitsins í kringum munnsvæðið og á hálsinum, efst á brjóstinu og á bakinu og herðunum. Lýsti vitnið áverkum í hálsi meðal annars svo að br ot hefðu tungubeininu, skjaldbrjóskinu og hringbrjóskinu. Sagði vitnið að talsverðan kraft þyrfti til að valda umræddum áverkum og þá kannski sérstaklega á hringbrjóskinu. Hefðu vitni ð og D svaraði vitnið því að br otaþoli hefði vel getað látist án þess að það hefði komið til. Vegna brots á barkakýlinu taldi vitnið ólíklegt að áverkar á hálsi hefðu komið til við fall, nema þá að hann hefði fallið úr mikilli hæð. Eða þá að það hefði komið þrýstingur aftan á brotaþola þar sem hann hefði legið á einhverju. Þá gæti fall ekki útskýrt marga af þeim áverkum sem hefðu fundist á hálsinum. Hefði vitnið þá jafnframt viljað sjá 33 Í framburði E hér fyrir dómi kom fram a ð fyrir lægi ein mæling frá sjúkraflutningamönnum um sleglahraðtakt (V - Tach) sem væru upplýsingar sem taka yrði tillit til við greiningu andláts en aftur á móti kæmi fram í læknanótum frá slysadeild að brotaþoli hefði verið í hjartastoppi þegar þangað var komið. Sagði vitnið að ekki væri vitað hversu lengi hjartastoppið hefði varað. Því væri upplýsingum um sleglahraðtakt tekið með fyrirvara og sagði vitnið að það yrði ekki túlkað þannig að hjartað hefði unnið eðlilega á þeim tíma sem mælingin fór fram. Vitn ið sagði gögn benda til þess að dánarferlið hefði tekið tíma. Þó væru brot í kringum barkakýli og blæðingar þar í kring ferskar. Ekki væri hægt að tímasetja hvenær brotaþoli hefði látist þar sem fitublóðrek gæti hafa haft áhrif og léleg öndun vegna rifbein sbrota sem hefði áhrif á súrefnisvæðingu heilans. Heilinn hefði orðið fyrir súrefnisskorti sem hefði þróast og á einhverjum tímapunkti yrðu óafturkræfar heilaskemmdir sem gerðu það að verkum að byrjað hefði að slokkna á öðrum líffærum. Þetta hefði ekki ver ið eitt stakt átak heldur hefði fleira spilað inn í. Það hefðu verið fleiri ákomur á afmarkað svæði sem væru mikilvæg. Sagði vitnið að ekki væri vitað hvort brotaþoli hefði verið með lágan blóðsykur meðan hann lifði. Í köfnunarferli noti líkaminn sykurefni í súrefnisþurrð til að reyna að gefa frumum bensín til að búa til orku og þá sé eðlilegt að hann falli. Afurð brennslunnar sé laktat sem einnig hafi verið hátt. Taldi vitnið lágan blóðsykur því geta stutt niðurstöður skýrslu um krufningu varðandi köfnunar ferlið. Vitnið kvað ekki upplýst í sjúkrasögu brotaþola að hann fengi blóðsykursföll, þrátt fyrir upplýsingar um margar innlagnir og komur hans á bráðamóttöku. 11 34 Í málinu liggur fyrir matsgerð F , sérfræðings í réttarmeinafræði. Í niðurstöðukafla hennar er f jallað um þrjár mögulegar dánarorsakir brotaþola, það er valdbeitingu annars einstaklings, banvænan blóðsykurskort og eitrun vegna efna sem fundust í honum. Um fyrstu mögulegu dánarorsökina segir: Á líkama [brotaþola] fundust skýr ummerki um sljóa kraftbei tingu, í formi blæðinga, skráma, slit - og klemmusára, blæðinga og beinbrota. Verulegir áverkar á hálsi, væg ofþensla lungnanna og punktblæðingar í slímhúðum augnsvæðisins og munnslímhúðum vekja grun um banvæna og verulega valdbeitingu gegn hálsi, eins og v ið kyrkingartak eða þegar hné er þrýst að hálsi. Niðurstöður vefjarfræðilegu rannsóknarinnar sýna að mögulega hafi verið um að ræða tvo atburði á allt að þriggja daga tímabili, þannig að annars vegar hafi átt sér stað árás á hálsinn sem var að vísu veruleg en fórnarlambið lifði þó af í nokkra daga, hins vegar eru áverkarnir á hálsinum samrýmanlegir falli á þennan líkamshluta. 35 Segir í matsgerðinni að marga áverka á líkama brotaþola megi túlka sem afleiðingar falls. Hinar fjölmörgu blæðingar á líkama hans ber kraftbeitingu hafi verið að ræða og það geti samrýmst því að hún hafi verið af völdum annars einstaklings. Þegar um sé að ræða margra ára áfengissýki geti, vegna ólíkra áhrifasambanda, komið til storknunartruflana þannig að minni háttar áverkar geti framkallað blæðingu eða mar. Þá segir að fjöldi áverkanna og staðsetning þeirra bendi að útiloka að um endurtekin fallatvik hafi verið að beinbrotin í höndunum og áverkana á hálsinum liggi fyrir vefjafræðilegar rannsóknaniðurstöður sem bendi til þess að áverkarnir hafi orðið til á fleiri en einu tímamarki yfir tímabil sem geti numið allt að þremur dögum. 36 Þá segir í matsgerðinni að sambland áfengiseitrunar og inntöku amfetamíns geti verið til þess fallið að framkalla banvænan og skyndilegan blóðsykurskort. Lifrarskemmdir sem staðfestar hafi verið í vefjafræðilegu rannsókninni á brotaþola geti einnig stuðlað að þess u. Þá auki inntaka amfetamíns ein og sér enn fremur hættuna á hjartsláttartruflunum. Þannig sé banvænn blóðsykurskortur í kjölfar inntöku alkóhóls og amfetamíns á grundvelli fyrirliggjandi lifrarskemmda möguleg dánarorsök. Loks sé ekki hægt að útiloka að á fengiseitrun og inntaka meðferðarskammts af kódeini hafi leitt til svokallaðrar banvænnar víxlverkunar í brotaþola. 37 Í vitnaskýrslu F fyrir héraðsdómi kom fram að af þeim myndum sem vitnið hefði líklegt að áverkar á barkakýli og tungubeini hefðu komið til svaraði vitnið varðandi bilinu 10 til 80 kílóa afl. Það teldi þessa áverka ekki samræma st því að hafa komið til hafa orðið til við ytri valdbeitingu en ekki væri hægt að útiloka að þeir hefðu orðið til 12 við fall. Spurt nánar um hvernig fall gæti komið til greina svaraði vitnið að til þess að framkalla þessa áverka hefði þurft afl sem væri einhvers staðar á bilinu 10 til 80 kíló en slíkt afl yrði ekki við til dæmis það eitt að falla á gólf. Fallið hefði þurft að vera getað dugað til að valda dauða brotaþola. Spurt um hvort það teldi að valdbeiting væri Þega langlíklegast að þetta að dánarorsökin og orsök þeirra sé líkam - sé valdbeiting, ytri proforma, þe ir eru, þeir einir og sér geta líka leitt til andláts. 38 Spurt um hvort mögulegt sé miðað við áverkana að brotaþoli hafi dottið á hálsinn og einnig orðið fyrir líkamsárás svaraði vitnið: kraftarnir eru það miklir, það hefði þurft til að hinn látni hefði þá legið áfram á þeim hlut t að öndunarvegi og svo framvegis. 39 Spurt um áverka á hálsi brotaþola sagði vitnið að ekki væri unnt að svara því á grundvelli innri áverkanna hvort þeir hafi orðið til með þrýstingi handleggs eða við högg. Vísaði vitnið til þess að í matsgerð kæmi fram að gæti átt við. Spurt hvort brotaþoli hefði mögulega verið kyrktur sagði vitnið það ta. Spurt um nánar tilgreindan áverka á munni brotaþola og hvort mögulegt væri að hann væri að rekja til endurlífgunartilrauna sagði vitnið að miðað við kraftinn sem hefði verið beitt og heildarmyndina væri líklegra að áverkinn hefði orðið til við ytri kra ftbeitingu. 40 Í framburði F hér fyrir dómi kom fram að vitnið hefði ekki skoðað vefjasýni á mjúkvef háls brotaþola. Spurt um mögulegar dánarorsakir sagði vitnið að erfitt væri að leggja mat á það þar sem um nokkra möguleika væri að ræða. Spurt um blóðsykur b rotaþola sagði vitnið að blóðsykurgildið sýndi að um gríðarlegan sykurskort hefði verið að ræða sem gæti einn og sér verið dánarorsök. Varðandi möguleika á samverkan alkóhóls, kódeins og amfetamíns sagði vitnið að eitt efnanna gæti magnað upp áhrif annars og þannig verið banvænt. Spurt um sleglahraðtakt sagði vitnið að þá slægi hjartað svo hratt að líkaminn gæti ekki tekið upp súrefni eins og þyrfti. Ósennilegt væri að sleglahraðtaktur ætti sér stað þegar um væri að ræða köfnun, frekar væri um að ræða einke nni blóðsykursfalls eða umtalsverðrar kælingar líkamshita sem í þessu tilviki mældist 30,6 gráður. Vitnið sagði súrefnisskort keyra niður líkamsstarfsemina og leiða meðal annars til hægtakts. Spurt um blóðsykur í tengslum við andlát sagði 13 vitnið að blóðsyk ur félli hratt eftir andlát. Gera mætti ráð fyrir að ekki væri verulegur munur á blóðsykursgildinu skömmu fyrir andlátið og þegar hann var mældur í tengslum við endurlífgunartilraunirnar eftir andlátið. Spurt sagði vitnið að samkvæmt þeim gögnum sem það he fði undir höndum hefði brotaþoli ekki haft sjúkdóma eða annað slíkt sem leiða ættu til lágs blóðsykurs en einkenni fitulifrar hefðu verið staðfest sem truflað gæti lítillega blóðgildin. Vitnið sagði að líklegasta ástæða lágs blóðsykurs brotaþola væri samve rkan alkóhóls og amfetamíns. Áfengi hindri sykurmyndun í lifrinni en amfetamín leiði til þess að sykurbirgðir líkamans tæmist sem leiði til aukinnar insúlínmyndunar sem verði til þess að glúkósi tæmist úr blóði og í frumur og orsaki þannig einnig sykurfall . Hafi einstaklingurinn ekki borðað geti það leitt til banvæns sykurfalls. 41 Í tilefni niðurstöðu framangreindrar matsgerðar voru D og E réttarlæknum sendar viðbótarspurningar 26. apríl 2024. Var meðal annars spurt hvaða þýðingu styrkur etanóls, amfetamíns o g kódeins í útæðablóði sem tekið var við krufningu hefði og þá hvort þessi efni, samverkandi með blóðsykri, hefðu verið orsök dauða brotaþola. Þá var spurt hvort ástand lifrar brotaþola hefði haft áhrif á andlátið, samverkandi með efnum í blóði og blóðsykr i. 42 Í svari D og E 6. maí 2024 segir að dauðsfall brotaþola skýrist ekki af efnunum sem fundust í blóði hans samverkandi með stöðu blóðsykurs. Um nánari skýringu á því er vísað til skýrslu um krufningu. Segir þar í niðurstöðukaflanum að styrkur etanóls í út jafnvægisleysi, svefnhneigð og óstöðugu geði. Ef maður væri vanur dagdrykkju, eins og virtist sýnt í til viki brotaþola, yrði að ætla að hann þyldi þennan styrk etanóls mun styrkur parasetamól s, kódeins og amfetamíns yfirstígi ekki það sem vænta megi eftir inntöku þeirra skammta sem tíðkist af hverju efni fyrir sig. Um ástand lifrar brotaþola segir í svari D og E að hann hafi sýnt breytingar á lifur sem trúlega skýrist af misnotkun áfengis. Vær i sjúkdómur hans í lifur á 1. stigi, það er fitulifur af völdum - r því hafnað að dánarorsök brotaþola mætti rekja til efna í blóði hans, blóðsykurs, lifrarsjúkdóms eða blöndu þessa. Þau teldu mjög lítil líkindi meðverkandi etanóli, kódeini og a mfetamíni. 43 Fyrir héraðsdómi ítrekuðu D og E framangreindar niðurstöður, að því marki sem vitnin voru spurð um þær. Þá var að nokkru að þeim vikið hér fyrir dómi, svo sem nánar er rakið í efnisgreinum 31 og 33. Niðurstaða um dánarorsök brotaþola 14 44 Þótt matsge rðir sem aflað hefur verið á grundvelli 128. gr. laga nr. 88/2008 hafi ríkt sönnunargildi í sakamálum hafa þær ekki að fyrra bragði ríkara sönnunargildi en skýrslur sérfróðra aðila sem aflað hefur verið að frumkvæði lögreglu á grundvelli 86. gr. sömu laga. Sönnunargildi matsgerða, sem og sérfræðigagna af framangreindum toga, ræðst sem endranær af mati dómara samkvæmt 109. gr. laga nr. 88/2008 sem tekur eðli máls samkvæmt fyrst og fremst mið af efni þeirra, staðfestingu fyrir dómi og rökrænu samhengi við önn ur gögn málsins, þar með talið framburð ákærða og vitna. Af þessu leiðir að ekki verður fallist á að matsgerð F , sérfræðilæknis í réttarmeinafræði, hafi að fyrra bragði ríkara sönnunargildi í málinu um ætlaða dánarorsök brotaþola en skýrsla um krufningu og tengd gögn frá réttarlæknunum D og E . Um framangreint er jafnframt horft til hlutlægnisskyldu lögreglu og ákær uvaldsins sem kveðið er á um í 3. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008. Verður því til samræmis ekki talið að það dragi úr sönnunargildi skýrslu réttarlækna um krufningu, og annarra gagna sem henni tengjast, þótt lögreglan hafi átt frumkvæði að öflun hennar á grundvelli 86. gr. sömu laga, enda er ekkert í gögnum málsins sem gefur til kynna að ekki hafi verið gætt að hlutlægnisskyldu við meðferð máls ákærðu á rannsóknarstigi og fyrir dómi. 45 Svo sem nánar er rakið í efnisgreinum 21 til 29 er niðurs taða réttarlæknanna D og E afdráttarlaus um að dánarorsök brotaþola hafi verið köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn. Áverkarnir í heild bendi sterklega til þess að bróðurpartur þeirra hafi komið til við nýlega aðför annars manns og að verknaðurinn hafi verið langdreginn, flókinn og endurtekningarsamur. Áverkarnir beri með sér að þeir hafi komið til við mikinn kraft, en ekki hafi verið um eitt átak eða ytri kraft að ræða heldur fleiri. Gerðu þau nánar grein fyrir þessari niðurstöðu við skýrslutöku fyrir dómi svo sem rakið er í efnisgreinum 30 til 33. Eins og þar er nánar rakið telja þau líkur á því að þeir áverkar sem hafi valdið dauða brotaþola hafi komið til við fall mjög litlar, þótt einhverja áverka megi mögulega rekja til slíks . Hafna þau niðurstöðu matsmanns um að dauða brotaþola megi mögulega rekja til banvæns sykurskorts eða fyrrgreindrar eiturverkunar, sbr. skýringar þeirra sem eru einkum raktar í efnisgreinum 42 og 43. Loks telja þau að fitublóðrek hafi ekki orsakað dauða b rotaþola en hafi mögulega stuðlað að framvindu köfnunarferlisins. 46 Svo sem fram kemur í efnisgreinum 34, 35 og 37 er matsmaður sammála hafi verið um kyrkingartak að ræða eða að hné hafi verið þrýst að hálsi. Hann telji á hinn bóginn ekki hægt að kveða á um nákvæmlega með hvaða hætti valdbeitingin hafi átt sér stað, nokkrir möguleikar komi til greina. Samræmist sú niðurstaða afstöðu rétta rlæknanna. Jafnframt gat hann þess að langlíklegast væri að dánarorsökin og orsök áverkanna á brotaþola væri ytri valdbeiting. Auk þess eru öll vitnin sammála um að áverkarnir beri með sér að ekki hafi verið um eina kraftverkun að ræða gegn hálsi og önduna rvegi, heldur fleiri. Um 15 áverkarnir hefðu orðið á fleiri en einu tímamarki. Í matsgerðinni segir á hinn bóginn jafnframt að áverkarnir á hálsi brotaþola séu samrýmanlegir falli. Í framburði matsmanns fyrir dómi kom þó fram að ekki væri hægt að segja að dánarorsök brotaþola gæti skýrst eingöngu af falli, sbr. nánar efnisgrein 38. Til skýringar á því sagði vitnið að krafturinn hefði verið það mikill en auk þess hefði brotaþoli þá þ urft að liggja áfram á þeim hlut sem hann hefði fallið á og krafturinn að verka áfram á hann. Svo sem fyrr er rakið taldi hann kraftinn hafa verið á bilinu 10 til 80 kíló. 47 Sé horft til alls framangreinds er fallist á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að haf ið sé yfir skynsamlegan vafa á grundvelli fyrirliggjandi sönnunargagna að dánarorsök brotaþola hafi verið köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn og að hana sé ekki að rekja til falls brotaþola í eitt eða fleiri skipti í aðdraganda andlátsins. Er samkvæmt því hafnað framburði ákærðu fyrir dómi um þá mögulegu skýringu á andláti brotaþola. Að teknu tilliti til þeirra sjónarmiða sem fram komu hjá réttarlæknunum D og E og rakin eru í efnisgrein 42, og að hluta nánar í skýrslu þeirra fyri r héraðsdómi og Landsrétti, verður ekki fallist á þá niðurstöðu matsmanns að andlát brotaþola kunni að vera að rekja til banvæns blóðsykurskorts eða eitrunar vegna víxlverkunar alkóhóls, kódeins og amfetamíns. Í ljósi málatilbúnaðar ákæruvaldsins og orðala gs framhaldsákæru 17. janúar 2024, eins og því var breytt með framhaldsákæru 10. júní sama ár, verður við það miðað að blæðing innvortis og fitublóðrek vegna áverka á beinum og mjúkvef hafi átt sinn skerf í spillandi áhrifum á súrefnisnæringu til heila bro taþola og þannig verið til þess fallið að stuðla enn frekar að framvindu köfnunarferlisins. 48 Hefur ekki áhrif á framangreinda niðurstöðu um dánarorsök þótt fyrir liggi að fitublóðrek vegna áverka hafi stuðlað enn frekar að framvindu köfnunarferlis brotaþola eða að hann hafi vegna óreglu haft minna mótstöðuafl en almennt gerist hjá heilbrigðum einstaklingi. Byggir sú niðurstaða meðal annars á því að af skýrslu um krufningu og trúverðugum framburði réttarlæknanna D og E fyrir dómi verði ráðið að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að þær orsakir hafi einar og sér ekki valdið andláti brotaþola. Fær sú niðurstaða stoð í gögnum málsins. Verknaður ákærðu 49 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms er fallist á þá niðurstöðu að framburður ákærðu sé í öllum grundvallaratr iðum ótrúverðugur. Stangast hann á við framburð þar tilgreindra vitna og mynd - og hljóðupptökur sem liggja fyrir í málinu og voru að hluta til spilaðar við aðalmeðferð máls í héraði og hér fyrir dómi sem hluti af skýrslu ákærðu. Í þessum upptökum má heyra, og að hluta til sjá, samskipti ákærðu við brotaþola í aðdraganda andlátsins. Svo sem rakið er nokkuð ítarlega í dómi héraðsdóms verður ótvírætt ráðið af þessum upptökum að ákærða beitti brotaþola ítrekað líkamlegu ofbeldi. Þá verður af þeim ráðið að brota þoli hafi verið í slæmu ásigkomulagi og átt bágt með að verja sig en hann sakaði ákærðu ítrekað um að beita sig ofbeldi og veinaði og kveinkaði sér ítrekað af sársauka. Gat ákærða engar 16 trúverðugar skýringar gefið á því sem fram kemur í upptökunum eða af h verju hún gerði tilraun til að eyða þeim. Kaus hún að mestu að tjá sig ekki um þær við skýrslutöku fyrir héraðsdómi. Sú skýring að hún hafi sætt ofbeldi af hálfu brotaþola fær enga stoð í gögnum málsins og er metin mjög ótrúverðug. 50 Fyrir liggur af framangr eindum upptökum að ákærða sakaði brotaþola um að hafa drepið hundinn sinn, annaðhvort með því að hafa eitrað fyrir honum eða kæft hann. brotaþola. Hafi hundurinn verið búinn A , er það ekki bara best að taka og brjóta hálsinn þá deyr fólk bara sjálft eða nn. Í því samhengi sagði Það er ekki hægt að lífga það við er það ekki, er það ekki, er það ekki sniðugt? Bara að hálsbrjóta það og það kaffærir sjálfu sér. Aumingja K ókó mín. En hún er komin 51 Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi er síðasta upptaka úr síma ákærðu frá laugardeginum 23. september 2023 klukkan 13.18. Næsta upptaka er símtal sem hún átti við H klukkan 2 0.26 sama dag. Í framburði vitnisins fyrir héraðsdómi kom fram að ákærða hefði verið í geðshræringu og beðið það um að koma. Hefði ákærða sakað brotaþola um að hafa drepið hundinn sinn. Sagðist vitnið hafa heyrt í A í bakgrunni símtalsins og það hefði veri af því tilefni hafa beðið ákærðu um að vera góð við brotaþola. Nánar spurt um hljóðin hann væri verkjaður. Samkvæ mt gögnum málsins liggur fyrir að ákærða hringdi í Neyðarlínuna klukkan 21.22. Fyrstir á vettvang voru lögreglumenn og sjúkraflutningamenn frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, svo sem nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi. Var brotaþoli fluttur af vettvang i meðvitundarlaus og líflítill og úrskurðaður látinn klukkan 22.14 sama dag. 52 Af framangreindum gögnum verður ráðið að brotaþoli var enn á lífi skömmu áður en ákærða hringdi í Neyðarlínuna. Enginn annar en ákærða er til frásagnar um hvert ástand brotaþola v ar nákvæmlega í aðdraganda þess að lögregla og sjúkraflutningamenn komu á vettvang, eða á tímabilinu frá klukkan 13.18 til klukkan 20.26 sama dag. Þá liggja engin bein sönnunargögn fyrir um samskipti ákærðu og brotaþola á þessum tíma. Sem fyrr greinir er f ramburður ákærðu í öllum meginatriðum metinn ótrúverðugur og verður hann af þeim sökum ekki lagður til grundvallar í málinu. Af því sem rakið er í efnisgreinum 49 og 50 og nánar í hinum áfrýjaða dómi verður ótvírætt ráðið af gögnum málsins að ákærða hafi v erið brotaþola mjög reið í 17 aðdraganda andlátsins og hún hafi af því tilefni beitt hann ýmis konar ofbeldi. Er með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms staðfest sú niðurstaða að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi með höggum og/eða spörkum og þ rýstingi á andlit, klof, bol, handleggi og fótleggi og með því að taka fast um, snúa upp á og beygja fingur brotaþola valdið honum þeim áverkum sem í ákæru er lýst sem broti á nefhrygg kinnkjálkans, undirhúðablæðingu í neðri hluta andlits, slitáverka á efr a og neðra varahafti, marblettum og mjúkvefjablæðingum í framhandleggjum og upphandleggjum, sér í lagi í vöðvum umhverfis vinstri axlarliðinn, mari og marblettum á brjósti og baki, skrámum með marblettum á geirvörtum, hlið - og baklægu broti gegnum efri rif , mari á efra blaði hægra lungans, broti gegnum hægri þvertinda lendhryggjarliða 2 og 3, blæðingum í garnahenginu og bakskinurýminu umhverfis vinstri þvagleiðarann, þrota og mjúkvefjablæðingum í náranum, í getnaðarlim og pung, marblettum og grófum mjúkvefj ablæðingum í lærvöðvum, mölbroti á hægri löngutöng með aðliggjandi blæðingum í liðbönd og aðra mjúkvefi, liðbandssliti með beinflísun á beygihlið hnúaliðs hægri þumals, vöðvatrosnun og mjúkvefjaskaða um hnúalið vinstri þumals, broti gegnum hnúahluta nærkjú ku litla fingurs vinstri handar og staðbundnum blæðingum í djúpa og grunna vöðva handanna og inn með sinaslíðrum og stundum inn í liði. 53 Af fyrrgreindum samskiptum ákærðu og brotaþola í aðdraganda andlátsins verður ráðið að brotaþoli hafi fallið inni á sale rni. Þá liggur jafnframt fyrir að brotaþoli hafi vegna óreglu verið í slæmu líkamlegu ásigkomulagi og hafi átt það til að detta. Með vísan til þess er fallist á að nokkra áverka, sem fundust á brotaþola og getið er um í ákæru, megi mögulega rekja til falls , nánar tiltekið ýmis sár og skrámur á höfði sem og áverkar á augnsvæðum. Þá verður jafnframt talið að áverkar sem lýst er í ákæru á vinstri ökkla brotaþola og blæðingar í vöðvum herðablaðanna kunni að eiga sér aðrar orsakir. Er ákærða sýknuð af ákæru um a ð hafa valdið brotaþola þessum áverkum. 54 Svo sem rakið er í efnisgreinum 44 til 47 verður við það miðað að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að dánarorsök brotaþola hafi verið köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn og að hana sé ekki að rekja til falls brotaþola í eitt eða fleiri skipti í aðdraganda andlátsins. Þá verður jafnframt við það miðað að blæðing innvortis og fitublóðrek vegna áverka á beinum og mjúkvef hafi átt sinn skerf í spillandi áhrifum á súrefnisnæringu til heila brotaþ ola og þannig verið til þess fallið að stuðla enn frekar að framvindu köfnunarferlisins. Sé horft heildstætt á gögn málsins og samskipti ákærðu og brotaþola í aðdraganda andlátsins er fallist á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að ekki verði vefengt með sky nsamlegum rökum að ákærða hafi veitt brotaþola þá áverka sem leiddu til andláts hans en fyrir liggur að áverkarnir voru ferskir og öðrum ekki til að dreifa en ákærðu. Hafi áverkarnir hlotist af krafti sem ákærða beitti gagnvart hálsi og efri öndunarvegi br otaþola, svo sem því er lýst í ákæru eins og henni var breytt með framhaldsákæru 17. janúar 2024. Í ákæru er þessum áverkum lýst sem blæðingum í mjúkhlutum hálsins, þar með taldar djúpar 18 blæðingar í vöðvum barkakýlisins, brot gegnum bæði efri horn skjaldbr jósksins og blæðandi áverkar á sitthvorri hlið hringbrjósksins. Heimfærsla háttsemi ákærðu til refsiákvæða 55 Í ákæru er háttsemi ákærðu heimfærð til 211. gr. almennra hegningarlaga. Svo til álita komi að heimfæra háttsemi hennar undir það ákvæði verður að l iggja fyrir fullnægjandi sönnun um að ásetningur hennar hafi staðið til að valda brotaþola bana. Í hinum áfrýjaða dómi var komist að þeirri niðurstöðu að leggja bæri til grundvallar að ekki hefði vakað fyrir ákærðu að valda brotaþola bana í aðdraganda andl átsins. Draga yrði þá ályktun að ákærða hefði í fyrstu beitt brotaþola alvarlegum líkamsmeiðingum í trausti þess að hann myndi lifa þær af. Á hinn bóginn hefði henni verið ljóst hversu bágborið ástand hans hefði verið og því ekki getað dulist að áframhalda ndi líkamsmeiðingar, sér í lagi á viðkvæmum líkamspörtum eins og hálsi, væru líklegar til að bana brotaþola. Var háttsemin heimfærð til 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. 56 Svo sem fyrr hefur verið rakið liggur hvorki fyrir játning ákærðu um ásetning t il manndráps né líkamsárásar. Þvert á móti hefur hún frá upphafi neitað að hafa beitt brotaþola nokkru ofbeldi. Verður ekkert ráðið af framburði ákærðu hjá lögreglu eða fyrir dómi um huglæga afstöðu til afleiðinga þess verknaðar sem hún hefur nú verið sakf elld fyrir. Á hinn bóginn verður ótvírætt ráðið af fyrrgreindum upptökum af samskiptum hennar við brotaþola í aðdraganda andlátsins að hún var honum mjög reið þar sem hún taldi hann bera ábyrgð á dauða hundsins. Í þeim samskiptum sem rakin eru í efnisgrein hefði verið við hundinn hennar en sem fyrr greinir sakaði hún hann meðal annars um að hafa kæft hann eða brotið á honum hálsinn. Samkvæmt skýrslu um réttarkrufningu og trúverðugum frambur ði réttarlækna bera þeir áverkar sem leiddu til köfnunar brotaþola vott um að um fleiri en eina atlögu eða kraftbeitingu hefði verið að ræða gagnvart mjög viðkvæmum líkamshlutum hans. Þá liggur fyrir samkvæmt sömu gögnum að mjög kröftuga atlögu hefði þurft til að valda áverkunum. Af upptökum um samskipti ákærðu við brotaþola í aðdraganda láts hans verður sem fyrr greinir ráðið að brotaþoli hafi verið í slæmu líkamlegu ástandi og átt bágt með að veita mótspyrnu. Var ástand hans slíkt að hann var enn viðkvæma ri fyrir hvers kyns ofbeldi, ekki síst gagnvart viðkvæmum líkamshlutum eins og hálsi og efri öndunarvegi. Gat ákærðu ekki dulist það. Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist a ð langlíklegast væri að bani hlytist af. Er því lagt til grundvallar að fram sé komin full sönnun þess að ákærða hafi með kraftverkun á háls og efri öndunarveg brotaþola haft ásetning til að bana honum. Ber ítrekuð atlaga eða kraftverkun að þessum líkamshl utum vott um aukinn ásetning, ekki síst í ljósi þess hversu bágborið ástand brotaþola var. Verður í ljósi þess sem hefur verið rakið ekki fallist á að þýðingu geti haft fyrir þessa niðurstöðu þótt það hafi verið ákærða sem hringdi í Neyðarlínuna, hún hafi beðið vin sinn H nokkru áður um að koma til sín eða að hún hafi síðar í samskiptum við vitnið U meðal annars vakið 19 máls á því að hún tryði því ekki að brotaþoli væri látinn. Verður ákærða samkvæmt þessu sakfelld fyrir manndráp samkvæmt 211. gr. almennra he gningarlaga. Refsiákvörðun, einkaréttarkröfur og sakarkostnaður 57 Niðurstaða héraðsdóms um að ákvæði 15. og 16. gr. almennra hegningarlaga hafi ekki þýðingu fyrir niðurstöðu málsins er staðfest með vísan til forsendna. 58 Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi hefur ákærða áður hlotið refsingu fyrir brot gegn lögum um ávana - og fíkniefni og umferðarlagabrot. Þá rauf hún skilorð samkvæmt dómi Landsréttar 20. janúar 2023 og verður refsing samkvæmt þeim dómi tekin upp og ákveðin í einu lagi, sbr. 60. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga. Við ákvörðun refsingar er horft til þess að um mjög grófa og tilefnislausa árás var að ræða á hendur brotaþola og að ákærða á sér engar málsbætur. Verður refsing hennar ákveðin með hliðsjón af 1., 2., 3. og 6. tölulið 1. mgr. 70. g r. almennra hegningarlaga fangelsi í 16 ár. 59 Samkvæmt 76. gr. almennra hegningarlaga kemur til frádráttar refsingunni gæsluvarðhald sem ákærða hefur sætt óslitið frá 24. september 2023. 60 Ákvæði héraðsdóms um sakarkostnað, einkaréttarkröfur og máls - og gjafsó knarkostnað eru staðfest með vísan til forsendna að því frátöldu að miskabætur til einkaréttarkröfuhafa þykja hæfilega ákveðnar 3.000.000 króna til hvors um sig. 61 Ákærða verður samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 dæmd til að greiða allan áfrýjunarko stnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Þá verður hún dæmd til að greiða einkaréttarkröfuhöfum málskostnað fyrir Landsrétti sem greiðist í ríkissjóð. All ur gjafsóknarkostnaður einkaréttarkröfuhafa fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði. Dómsorð: Ákærða, Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir, sæti fangelsi í 16 ár. Til frádráttar refsingu komi óslitið gæsluvarðhald ákærðu frá 24. september 2023. Ákvæði héraðsdóms u m sakarkostnað, einkaréttarkröfur og máls - og gjafsóknarkostnað skulu vera óröskuð að öðru leyti en því að ákærða greiði einkaréttarkröfuhöfunum B og C , hvoru um sig, 3.000.000 króna í miskabætur auk vaxta eins og kveðið er á um í hinum áfrýjaða dómi. Ákær ða greiði einkaréttarkröfum hvoru um sig 300.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti sem renni í ríkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaður beggja einkaréttarkröfuhafa greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns þeirra, Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur, alls 600.000 krónur. 20 Ákærða greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 4.448.754 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns, 3.820.440 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 24. júlí 2024 1. Mál þetta, sem dómtekið var 28. júní sl., er höfðað með ákæru, útgefinni af héraðssaksóknara 15. desember 2023, á hendur Dagbjörtu Guðrúnu Rúnarsdóttur, kennitala , , með dvalarstað að fangelsinu inn 23. september 2023, á heimili sínu að í Reykjavík, svipt A, kennitala , lífi, en ákærða beitti A margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans, dagana 22. og 23. september 2023, þar á meðal með höggum og/eða spörkum og þrýstingi á andlit, klof, bo l, handleggi og fótleggi auk þess að taka hann hálstaki og taka fast um, snúa upp á og beygja fingur hans, allt með þeim afleiðingum að A hlaut af margvíslega áverka á höfði og líkama, þar á meðal brot á nefhrygg kinnkjálkans, undirhúðablæðingu á augnsvæðu m og í neðri hluta andlits, slitáverka á efra og neðra varahafti og önnur sár og skrámur á höfði, marbletti og blæðingar í mjúkhlutum hálsins, þar með talið djúpar blæðingar í vöðvum barkakýlisins, brot gegnum bæði efri horn skjaldbrjósksins og blæðandi áv erka á sitthvorri hlið hringbrjósksins, marbletti og mjúkvefjablæðingar í framhandleggjum og upphandleggjum, sér í lagi í vöðvum umhverfis vinstri axlarliðinn, mar og marbletti á brjósti og baki, skrámur með marblettum á geirvörtum, blæðingar í vöðvum herð ablaðanna, hlið og baklæg brot gegnum efri rif, mar á efra blaði hægra lungans, brot gegnum hægri þvertinda lendhryggjarliða 2 og 3, blæðingar í garnahenginu og í bakskinurýminu umhverfis vinstri þvagleiðarann, þrota og mjúkvefjablæðingar í nárunum, í getn aðarlim og pung, marbletti og grófar mjúkvefjablæðingar í lærvöðvum og brot gegnum efri hluta hægri dálksins, sár á vinstri ökkla, mölbrot á hægri löngutöng með aðliggjandi blæðingum í liðbönd og aðra mjúkvefi, liðbandsslit með beinflísun á beygihlið hnúa liðs hægri þumals, vöðvatrosnun og mjúkvefjaskaða um hnúalið vinstri þumals, brot gegnum hnúahluta nærkjúku litla fingurs vinstri handar og staðbundnar blæðingar í djúpa og grunna vöðva handanna og inn með sinaslíðrum og stundum inn í liði en samþættar afl eiðingar áverkanna voru þær að A lést. Telst þetta varða við 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þess er krafist að ákærða verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einkaréttarkröfur: Af hálfu B, er þess krafist að ákærðu verði gert að greiða honum miskabætur að fjárhæð kr. 8.000.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verð trygg ingu nr. 38/2001, frá 23. september 2023, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þei m degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Þá er þess krafist að ákærðu verði gert að greiða málskostnað að mati dómsins eða samkvæmt síðar framlögðum málskostnaðarreikningi, að viðbættum virðisaukaskatti á málflutning sþóknun. Af hálfu C, er þess krafist að ákærðu verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 8.000.000, - auk vaxta skv. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, frá 23. september 2023, en með dráttarvöxtum skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá þeim degi er mánuður er liðinn frá því að bótakrafa þessi er birt til greiðsludags. Þá er krafist skaðabóta vegna útlagðs útfararkostnaðar allt að fjárhæð kr. 2.000.000, - . Þá er þess krafist að ákærðu verði ge rt að greiða málskostnað að mati dómsins eða 2. Við þingfestingu málsins 19. janúar 2024 lagði sækjandi fram framhaldsákæru, útgefna af héraðssaksóknara 17. 21 desember 2023, gefa tilefni til, sbr. 1. mgr. 153. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Í stað texta í niðurlagi atvikalýsingar ákæru sem hljóðar svo: en samþættar afleiðingar áverkanna voru þær að A lést kemur eftirfarandi texti: A lést af völdum köfnunar vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn en blæðing innvortis og beinmergjarblóðrek vegna beináverka, átti sinn skerf í spilla ndi áhrifum á súrefnisnæringu til heilans og var þannig til þess fallið að stuðla enn frekar að framvindu köfnunarferlisins. 3. Við fyrirtöku málsins 28. júní 2024 lagði sækjandi fram aðra framhaldsákæru, útgefna af héraðssaksóknara 10. júní 2024, á hendur á 2023 og framhaldsákæra dagsett 17. janúar 2024 voru gefnar út, gefa tilefni til, sbr. 1. mgr. 153. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Í stað texta í niðurlagi atvikalýs ingar framhaldsákæru sem hljóðar svo: beinmergjarblóðrek vegna beináverka fitublóðrek vegna áverka á beinum og mjúkvef 4. Ákærða neitar sök samkvæmt ákæru og hafnar einkaréttarkröfum. Hún krefst aðallega sýknu af kröfum ákæruv aldsins. Til vara krefst hún vægustu refsingar sem lög leyfa og að óslitið gæsluvarðhald sem hún hefur sætt frá 24. september 2023 komi til frádráttar dæmdri fangelsisrefsingu verði hún dæmd til óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar. Þá krefst ákærða aðall ega frávísunar á einkaréttarkröfum, til vara sýknu, en að því gengnu krefst hún að bætur verði ákvarðaðar mun lægri en krafist er. Ákærða krefst þess að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda samkvæmt framlögðum m álskostnaðarreikningi. I Málsatvik 5. Laugardaginn 23. september 2023 kl. 21:17 hringdi ákærða Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir í neyðarlínuna og óskaði eftir aðstoð. Fram kom að hún væri stödd að og að vinur hennar A þarfnaðist hjálpar. Lögregla kom fyrst á vettvang og hóf þegar endurlífgun. Brotaþoli, sem reyndist vera A, lá þá meðvitundarlaus á gólfi íbúðar ákærðu, nánar tiltekið í hurðargættinni mitt á milli stofu og svefnherbergis, klæddur í nærbuxur og peysu. Í frumskýrslu lögreglu segir að brotaþoli ha fi verið blár og marinn víðsvegar um líkamann og með skurð fyrir ofan aðra augabrúnina. Haft var eftir ákærðu að brotaþoli væri mikill drykkjumaður, hann hefði verið slappur og orkulaus síðustu daga, sídettandi og stæði vart í fæturna. Tekið er fram að fra mburður ákærðu hafi verið óskýr og erfitt að fá upplýsingar frá henni um það sem átt hefði sér stað. Ákærðu hafi jafnframt verið tíðrætt um hundinn sinn og dánarorsök hans. 6. er fjölbýlishús á þremur hæðum og íbúð ákærðu nr. . Íbúðinni er lýst sem lítilli, um 40 fm með einu svefnherbergi. Komið sé inn á þröngan gang þegar komið sé inn en eldhús og stofa séu í opnu rými. Baðherbergi og svefnherbergi séu á vinstri hönd þegar komið er inn í opna rýmið frá gangi. Á svefnherbergi s éu tvær rennihurðir sem ná upp í loft og stúka herbergið frá alrýminu. Rúm í herberginu náði milli veggja og lítið gólfpláss við enda rúmsins sem lá að skáp. Ekkert var á gólfi annað en fatahrúga. 7. Í skýrslu rannsóknarlögreglumanns er að finna samantekt á fyrstu aðgerðum lögreglu. Um klukkan 21:00 fengust upplýsingar frá sjúkraflutningamanni um ástand brotaþola og fram kom að hann væri blár og marinn víða á líkama og með skurð á höfði. Í kjölfarið var óskað eftir aðstoð rannsóknarlögreglumanns sem gaf fyrir mæli um að vettvangur að yrði frystur en í kjölfarið fór fram rannsókn tæknideildar. Brotaþoli var úrskurðaður látinn á bráðamóttöku kl. 22:14 þetta sama kvöld eftir að endurlífgunartilraunir höfðu verið reyndar áfram um hríð. Lögreglumenn tæknideildar gerðu í framhaldinu líkskoðun á brotaþola að viðstöddum rannsóknarlögreglumanni og héraðslækni. Við þá skoðun komu í ljós dökkir marblettir víðsvegar um líkama brotaþola. Þá voru skurðir á andliti brotaþola sem virtust nýir. 8. Um aðdraganda að handtöku ákæ rðu segir í fyrrgreindri skýrslu að þegar lögregla hafi komið í íbúð ákærðu hafi þar verið karlmenn, sem ákærða kvað vera vini sína. Fram kemur að ákærða hefði verið óðamála og talað 22 samhengislaust um ýmis mál, m.a. um dauðan hund sinn sem hún taldi að hef ði drukkið eitur. Haft er eftir ákærðu að brotaþoli hafi drukkið eitrað vatn og honum því liðið illa. Jafnframt tók hún fram að brotaþoli glímdi við undirliggjandi heilsufarsvandamál sem hefðu getað dregið hann til dauða. Þá kvað hún brotaþola detta í sífe llu og að hann hefði dottið tvisvar sinnum í íbúðinni, einu sinni þegar hún hjálpaði honum inn á salernið og einnig á stól fyrir nokkru. Öll samskipti við ákærðu voru tekin upp á búkmyndavélar og eru meðal gagna málsins. Í kjölfar þessa og að fengnu áliti D réttarlæknis um útlit áverka á brotaþola vöknuðu grunsemdir um að andlát hans gæti hafa borið að með saknæmum hætti og var ákærðu kynnt réttarstaða sakbornings og hún handtekin á heimili sínu kl. 00:16. 9. Ákærða gekkst í framhaldinu undir réttarlæknisfræði lega skoðun og segir um ástand hennar að hún hafi verið þreytuleg, lyktað af áfengi og greinilega undir áhrifum. Hún hafi þó virst áttuð á stað og stund. Á handleggjum hafi verið samtals fjórir daufir marblettir en enga aðra ferska áverka hafi mátt sjá á á kærðu. Á gangflötum 10. Hinn 24. september 2023 framkvæmdi réttarmeinafræðingur líkskoðun ásamt þeim lögreglumönnum er komu að fyrri líkskoðuninni. Í nótu D réttarlæknis frá 24. september sér að maðurinn hafi orðið fyrir sljóum krafti sem komið hafi á í mismunandi plönum og í eftirtektarverðum mæli verkað á á svæði líkamans sem síður skadda valdið honum mörgum eða allflestum þeirra með höggum, tökum og þrýstingi, og að hinn látni hafi reynt að verjast höggum með því að bera fyrir sig hendur. Aðrar hugsanlegar skýringar áverkanna, eins og þeir koma fyrir nú, eru samt ekki útilokaðir. Áverkarnir eru langflestir ferskir að sjá sem samræmist því að þeir hafi komið til skömmu fyrir dau ðann. Dánarorsökin er ekki enn vituð. Frekari réttarlæknisfræðilegra rannsókna, svo sem nánar lýst, sem og áverkum á brotaþola. 11. Hinn 26. septe mber 2023 fór fram réttarkrufning á líki brotaþola sem framkvæmd var af réttarlæknunum D og E að beiðni lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Skiluðu þau bráðabirgðaskýrslu útvíkkaðri réttarkrufningu 27. september 2023. Í skýrslunni eru staðfestir tilte knir áverkar á höfði, hálsi, efri útlimum, bol, nára og kynfærasvæði og ganglimum. Þá er umfjöllun um tilurð áverkanna sem er í meginatriðum á sama veg og lýst er í framangreindri nótu réttarlæknis. Í skýrslunni er tekið fram að frekari rannsókna sé þörf, þ.e. vefjafræðilegrar rannsóknar, fínkrufningar á barkakýli og réttarefnafræðilegrar rannsóknar. Endanleg skýrsla réttarlæknanna útvíkkuð réttarkrufning er dagsett 10. janúar 2023 og er nánari grein gerð fyrir skýrslunni í kafla II. 12. Meðal gagna máls eru ítarlegar skýrslur tæknideildar sem unnar voru vegna rannsóknar á vettvangi . Fram kemur að óreiða hafi verið í íbúðinni. Hafi ætlað blóð og blóðkám sést í íbúðinni. Þannig hafi blóðkám verið að finna í svefnherbergi, á gólfi, rúmgafli og sængurfatnaði. Þá hafi verið tveir blóðdropar á baðherbergisgólfi. Einnig hafi fundist blóð í fatnaði, rúmfötum, heilsukodda og viskastykki. Ekkert annað óeðlilegt hafi verið að sjá í íbúðinni. Haft var eftir ákærðu að hún hefði þrifið upp eftir sjúkraflutningamenn og v ar ruslapoki í stofu sem bar þess merki. Staðfest var við frumrannsókn að blóð var að finna í öllum sýnum sem varðveitt voru frá vettvangi, þ.m.t. fatnaði. Voru þau þá rannsökuð frekar og greind með DNA - greiningaraðferðum. 13. Greiningar á sýnum úr haldlögðum bol ákærðu, leiddu í ljós að sýnin höfðu sama DNA - snið og brotaþoli. Greiningar á sýnum sem tekin voru við réttarlæknisfræðilega skoðun á ákærðu leiddu í ljós að í þeim var blanda DNA - sniða frá a.m.k. tveim einstaklingum. Það snið sem var í meirihluta í sý nunum var eins og DNA - snið brotaþola, en sniðið sem var í minnihluta var eins og DNA ákærðu. Sýni sem tekin voru við vettvangsrannsókn, úr bol brotaþola, heilsukodda og koddaveri, leiddu öll í ljós sama DNA - snið og hjá brotaþola. 14. Meðal gagna máls er uppta ka af fyrrgreindu símtali ákærðu til neyðarlínunnar frá 23. september 2023 og endurrit þess en nánar verður gerð grein fyrir því í kafla um niðurstöðu. Þá liggur fyrir samsett myndefni lögreglu með mynd - og/eða hljóðupptökum sem teknar voru á síma í eigu ákærðu og brotaþola. Símarnir voru 23 haldlagðir á vettvangi að . Eins og áður er gerð grein fyrir eyddi ákærða flestum upptökum úr eigin síma áður en hann var haldlagður. Upptökurnar eru teknar á tímabilinu frá föstudeginum 22. september kl. 12:20 til lau gardagsins 23. september 2023 og eru samtals 2 klst. og 23 mínútur. 15. Mynd og/eða hljóðupptökur á síma ákærðu og brotaþola á föstudeginum eru frá kl. 12:20 og sú síðasta kl. 23:37. Upptaka af símtali ákærðu við kunningjakonu hefst kl. 15:06 en í framhaldinu heldur hljóðupptaka áfram til kl. 22:26. Næstu upptökur eru örstuttar, kl. 22:28 og kl. 23:37, en þá sést dauður hundur ákærðu. Stutt myndupptaka er kl. 1:48 aðfaranótt laugardagsins 23. september. Fyrsta upptaka eftir það er kl. 10:11 og sú síðasta kl. 1 3:18. 16. Undir rannsókn málsins voru teknar fimm skýrslur af ákærðu á tímabilinu 24. september 19. október 2023, þar sem henni voru m.a. kynnt helstu sönnunargögn. Ákærða, sem frá upphafi hefur neitað sök, hefur sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá 24. september 2023, fyrst á grundvelli 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála en frá 10. nóvember 2023 á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laganna. II. 17. Eins og áður greinir var krufning framkvæmd af réttarlæknunum D og E en sú síðarnefnda tók þátt í krufningu að hluta og fór yfir öll gögn sem lágu til grundvallar. 18. Í inngangi skýrslunnar er gerð grein fyrir efni hennar; þar sé gerð grein fyrir bakgrunnsupplýsingum, myndgreiningu, ytri skoðun, innri skoðun, vefjafræðilegri skoðun, réttarlæknafræðilegri skoðun og lo ks grein gerð fyrir niðurstöðum og túlkun þeirra. Fram kemur að lík brotaþola hafi mælst [hæð og þyngd] . Umfjöllun um ytri og innri skoðun er sérgreind eftir líkamshlutum. Alls er gerð grein fyrir meira en eitt hundrað ytri áverkum og meira en áttatíu innr i áverkum. Ítarleg myndaskýrsla er fylgigagn skýrslunnar og áverkar númeraðir og merktir inn á myndir, en fleiri en einum áverka var stundum lýst undir sama áverkanúmeri. Í kafla um niðurstöður og túlkun er gerð grein fyrir líkamshlutum og ummerkjum kraftv erkunar sem þar fundust en það var á hvolfhluta höfuðsins, andliti, hálsinum, báðum höndum, framhandleggjum, upphandleggjum og öxlum, brjósti, nárasvæði og ytri kynfærum, lendasvæði, kvið og báðum neðri útlimum. 19. Um tilurð og aldur áverkanna segir í skýrslu nni að áverkamyndin sem í heild bendi sterklega til þess að bróðurpartur áverkanna hafi komið til við nýlega aðför annars manns , að verknaðurinn hafi verið langdreginn, flókinn og endurtekningasamur, að annars vegar hafi munn - , háls - og brjóstsvæði verið b eitt kröftum til þess föllnum að riðla lífsstarfseminni , og að hins vegar hafi brotaþola verið valdið meiðslum, nokkuð hnitmiðað, á geirvörtunum, kynfærunum, höndunum og vinstra dálksbeininu sem einkum hafi verið fallin til að valda sársauka, þjáningu og v arnarleysi. Umfang, eðli og staðsetning áverkanna tali sterklega gegn því að þeir skýrist einvörðungu af eigin slysni. 20. Í skýrslunni er ítarlega gerð grein fyrir útliti áverka hvers líkamssvæðis og ætlaðri tilurð þeirra. Talið er að flestir áverkarnir hafi komi til fyrir sljóa krafta í formi steyti - eða þrýstingskrafts. Um áverkana í heild segir að þeir séu langflestir ferskir að sjá. Smásjárskoðun á völdum áverkum styðji þetta en sýni samt vægan breytileika í fyrstu skrefum vefjarviðbragða. Þetta samræmist best því að áverkarnir hafi komið til á sólarhringnum fyrir dauðann. Sérstaklega er getið um þá áverka sem talið er að séu eldri eða komnir til vegna endurlífgunartilrauna. 21. Um útlit áverkanna um hálsinn, um nærhluta efri útlimanna og axlirnar og efri hluta brjóstsins segir að þeir bendi mjög sterklega til þess að krafturinn hafi verið flókinn, þ.e. komið á í mörgum brögðum og haft margvíslegar stefnur; enn fremur að kraftinum hafi verið beint að svæðunum og hann veittur í formi þrýstings og margra stey ta. Útlit áverkanna um hálsinn bendi til þess að þeir séu komnir til við þrýsting á hálsinn, einkum hann framanverðan, af nokkrum krafti og samræmist því sem þekkt sé þegar annar maður færir þyngd sína yfir á þolandann með því að setja t.d. hné, fót eða fr amhandlegg á háls þolandans. Punktblæðingar sáust í slímhúðum augnanna og munnsins sem gætu skýrst af slíkum þrýstingi yfir hálsinn 24 vegna lokunar á bláæðum en þær gætu einnig skýrst af þeim sljóu kröftum sem komu beint á munn - og augnsvæðin . 22. Útlit skrámann a og maranna, sáranna og mjúkvefjablæðinganna á neðri hluta andlitsins og brotsins gegnum fremri nefnibbu kinnkjálkans bendi mjög sterklega til þess að þau hafi komið til fyrir sljóa krafta í formi margra steyta yfir munnsvæðið mót tregeftirgefanlegu yfirb orði, og með þrýstingi. Áverkarnir séu mjög ákafir en það eðli þeirra skili sér ekki samsvarandi á djúpið í formi blóðsósa og trosnaðs mjúkvefjar í andlitinu, sem bendi mögulega til þess að kraftgangurinn hafi einkennst af meira vefjarmisgengi en þungum hö ggum. Slímhúðarsár í formunninum, oft að minna umfangi en í þessu tilfelli, séu þekkt afleiðing þess er maður heldur fyrir munn annars með hendi sinni. Sé litið til hinna umfangsmiklu slímhúðarsára í formunninum gæti slíkur verknaður skýrt þau, hið minnsta að hluta. 23. Útlit áverkanna á geirvörtusvæðunum bendi mjög sterklega til þess að þeir séu komnir til fyrir sljóan kraft. Áverkarnir hafi staðsetningu, eðli og dýpt sem bendi sterklega til þess að kraftinum hafi verið beint að svæðunum og veittir brotaþola a f öðrum manni, í formi staðbundins þrýstings, togs, klemmu eða viðlíka framgangsmáta. 24. Útlit áverkanna á höndunum bendi mjög sterklega til þess að þeir hafi komið til fyrir sljóa krafta og að kraftarnir hafi verið merjandi og komið á hluta handanna á sundur leita vegu , og skælt fingurliði og afbakað með kjölfarandi beináverkum og trosnun á mjúkvef. Hin umfangsmikla áverkamynd á höndunum og hinir margvíslegu krafthættir sem hún vitnar um geti aðeins skýrst af flóknu ferli þar sem krafti sé markvisst beint að þ essum líkamshlutum yfir tíma, svo sem við aðför annars manns eða, sem langsóttara sé, að brotaþoli hafi fest hendur sínar í tæki eða vél sem olli skaðanum á þeim. 25. Útlit áverkanna á lendasvæðunum bendi mjög sterklega til þess að þeir séu komnir til vegna sl jórra krafta. Útlit áverkanna almennt og staðsetning þeirra, einkum áverkakerfið í hægri síðunni, bendi til þess að kraftinum hafi verið beint að svæðinu við steyta veitta af öðrum manni, til dæmis í formi sparks í hægri síðuna eða ámóta höggs. Ekki sé úti lokað að áverki þessi hafi komið til við eigið fall á mótað, hart og fast yfirborð, t.d útstæðan þátt innréttingar eða húsgagns. 26. Útlit blæðinganna í bakskinurýminu og garnahenginu bendi sterklega til þess að þær séu afleiðing sljós steyti - eða þrýstikrafts . Áverkarnir hafi útlit og staðsetningu sem geti skýrst jafnt af höggi með breiða ákomu á framanverðan kviðinn með sama krafti og olli blæðingum og beinbroti á hægra lendasvæðinu. 27. Útlit sársins á hægra handarbakinu og skrámanna á hægri baugfingrinum og vin stri baugfingrinum bendi mjög sterklega til þess að þau hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi steyta eða skröpun gegnt hörðum kanti eða ójöfnu. Þessir áverkar geti vel skýrst af sama krafti og verkaði annars á hendurnar, eins og lýst var. 28. Útlit áverkan na á nárasvæðunum og á kynfærunum bendi mjög sterklega til þess að þeir hafi komið til fyrir sljóan kraft og að kraftinum hafi verið beint gegnt svæðunum í formi steyta og/eða þrýstings. 29. Útlit brotsins á vinstri dálkinum og meðfylgjandi mjúkvefjablæðinga b endi mjög sterklega til þess að áverkarnir séu tilkomnir fyrir sljóan kraft og bendi til þess að högg hafi komið á hliðlægan fótlegginn á þessum stað. 30. Útlit áverkanna á augnsvæðunum bendi mjög sterklega til þess að þeir hafi komið til við sljóan kraft í fo rmi steyta gegnt þessum svæðum mót tregeftirgefanlegu yfirborði. Áverkarnir hafi staðsetningu og eðli sem bendi til þess að krafturinn hafi beinst gegn svæðunum svo sem við högg annars manns. Útlit áverkanna á nefinu og vinstri augabrúninni bendi mjög ster klega til þess að þeir hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi steyta. Áverkarnir geti skýrst af jafnt höggum annars manns sem eigin slysni. 25 31. Útlit skrámanna á hægri hlið höfuðsins bendi sterklega til þess að þær hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi endurtekinna léttari steyta eða skröpun gegnt hörðu yfirborði með takmarkaðan ákomuflöt. Blæðingarnar í höfuðleðrinu á hægra gagnaugasvæðinu geti skýrst af sama krafti. 32. Útlit skrámunnar og höfuðleðursblæðingarinnar í hnakkanum, höfuðleðursblæðingarinnar á vinstra gagnaugasvæðinu, smásáranna og marblettanna á enninu og húðblæðingarinnar á hvirflinum bendi sterklega til þess að þær hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi steyta mót hörðu og/eða köntuðu yfirborði. 33. Útlit áverkanna á framhandleggjunum bendi mjög sterklega til þess að þeir hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi steyta mót hörðu og eða tregeftirgefanlegu yfirborði , minnst sumpart með takmörkuðum ákomufleti. Nánar tilgreindir áverkar hafi útlit og staðsetningu, sérstaklega í ljósi heildar al lra áverkanna, sem geti bent til þess að þeir hafi orðið við tilraunir brotaþola til að verjast árás annars manns með því að bera fyrir sig handleggina. 34. Útlit djúpu vöðvablæðinganna í lærunum bendi sterklega til þess að þær séu komnar til fyrir sljóan kraf t í formi þungra steyta eða þrýstings yfir svæðin. 35. Útlit áverkans á hægri olnboganum sem nái upp eftir innanverðum hægri upphandleggnum bendi mjög sterklega til þess að hann hafi komið til fyrir sljóan kraft í formi steyts eða þrýstings og hann hafi umfang og eðli sem geti bent til þess að hann hafi annar maður veitt hinum látna, þó ekki sé hægt að útiloka að áverkinn hafi komið til við eigin slysni, t.d. fall á harða innréttingu eða gólf. 36. Útlit sársins á utanverðum hægri ökklanum bendi sterklega til þess a ð það sé komið til fyrir sljóan kraft í formi steyts gegnt hörðu yfirborði, á þann stað sem skrúfa í beini skagi mest fram, og hafi valdið bresti í húðinni. 37. Útlit marblettanna efst og miðlægt á báðum lærunum bendi sterklega til þess að þeir hafi komið til fyrir sljóan kraft og að krafturinn hafi komið á í formi margendurtekins þrýstings gegnt mótuðu yfirborði eða endurtekins klemmandi krafts. Eðli, staðsetning og innbyrðis afstaða áverkanna geti bent til þess að þeir séu tilkomnir með stjórn og vilja, annað hvort sjálfveittir eða verk annars manns. 38. Um réttarefnafræðilega túlkun segir að styrkur etanóls í útæðablóði sem tekið hafi verið við krufninguna samræmist best verulegri etanóleitrun og sé til þess fallinn að valda mikilli ölvun, vanlíðan, ógleði, jafnvægisleysi, svefnhneigð og óstöðugu geði. Sé maður vanur dagdrykkju, eins og virðist sýnt í þessu tilfelli, megi ætla að hann þoli þennan styrk etanóls mun betur en hinn almenni maður en það megi þó ætla að áhrif etanólsins hafi dregið úr getu hans til að verjast þeirri árás sem hann vafalítið varð fyrir. Styrkur parasetamóls, kódeíns og amfetamíns yfirstígi ekki það sem vænta megi eftir inntöku þeirra skammta sem tíðkist af hverju efni fyrir sig. 39. Um dánarorsök og dánartilvik segir í skýrslunni að ranns óknaniðurstöðurnar bendi sterklega til þess að dánarorsökin hafi verið köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn. Áverkarnir á svæðinu sem taki yfir munn, niður á háls, efri hluta brjóstkassans og út eftir öxlunum séu allverulegir og bendi til þess að miklu og marghliða afli hafi verið beitt og því beint að þessum svæðum af ákafa. Líkamssvæðið taki meðal annars til nærri alls efri öndunarvegarins, þar með talið hálsins, og það geri þunga krafta sem þarna verka að ógn við öndun og blóðf læði um hálsinn. Þá sé ótalið að af beináverkunum á útlimunum og brjóstkassanum hafi hlotist beinmergjarblóðrek til lungnablóðrásarinnar sem hafi haft þau áhrif að skerða blóðflæði til lungnanna og þannig torvelda súrefnisvæðingu blóðsins, og að frá áverku num á bein og mjúkvefi hafi blætt inn í mjúkvef, og þó svo að ekki sé unnt að mæla rúmmál blóðtapsins nákvæmlega sé óhætt að segja að blæðingin sé drjúg og eigi, ásamt beinmergjarblóðreki , sinn skerf í spillandi áhrifum á súrefnisnæringu til heilans og haf i þannig verið fallin til að stuðla enn frekar að framvindu köfnunarferlisins. Bendi rannsóknarniðurstöðurnar sterklega til þess að áverkarnir sem leiddu til dauðans hafi verið viljaverk annars manns. III. 26 40. Undir rekstri málsins var réttarmeinafræðingurinn F dómkvaddur að beiðni ákærðu og lagðar fyrir hann eftirtaldar matsspurningar: 1. ort áverkar séu á framangreindu svæði og svara jafnframt eftirfarandi spurningum varðandi þá áverka sem matsmaður kann að greina: a. Hver sé líkleg tilurð þeirra áverka sem matsmaður telur að greina megi á hinum látna. b. Matsmaður svari þeirri spurningu, hvort útilokað sé að áverkar hafi hlotist af öðru en viljaverki annars manns. c. Matsmaður svari hvort hægt sé að staðfesta að hinn látni hafi verið tekinn hálstaki eða hann hafi orðið, með öðrum hætti, fyrir þrýstingi á háls. d. Matsmaður er beðinn að svara hvaða kra ft hefði þurft til að valda þeim áverkum sem hann getur greint og um hve margar ákomur hafi verið að ræða. e. Matsmaður svari hvort og þá að hvaða marki, áverkar á hinum látna geti skýrst af endurlífgunartilraunum (hjartahnoði) sem ákærða/matsbeiðandi og síða r sjúkraflutningamenn beittu hinn látna. 2. Matsmaður svari hvort hægt sé að staðfesta hver dánarorsök hins látna var og með hve mikilli vissu hægt er að staðfesta hana. a. Matsmaður svari að hvaða marki heilsufar og heilsubrestir hins látna hafði [áhrif] á dánarferlið, samanborið við heilsuhraustan einstakling á sama aldri. b. Matsmaður svari hvort og þá hvaða áhrif verulega etanóleitrun hins látna hafði á dánarferlið. 3. Komist matsmaður að þeirri niðurstöðu að dánarorsök hafi verið köfnun er óskað eftir að hann svari eftirfarandi spurningum: a. Matsmaður svari hvort hinn látni hafi hlotið, af beináverkum, beinmergjarblóðrek til lunganablóðrásarinnar og hvort blætt hafi inn í mjúkvefi hins látna. b. Matsmaður svari hve veigamikill þáttur í andlátinu (köfnunarferlinu) bl æðingar og beinmergjarblóðrek var og hvort líkur séu á að [brotaþoli] hefði lifað, ef ekki hefði komið til þess. c. Matsmaður svari hvort útilokað sé að slím í vitum/öndunarvegi eða möguleg uppköst hins látna hafi haft áhrif á dánarferlið (köfnun). d. Hvort slím húðasár séu í munni hins látna og hvort hægt sé að fullyrða um orsakir þeirra. 4. Matsmaður svari hver sé líkleg tilurð þeirra beinbrotsáverka sem matsmaður getur greint á hinum látna og hvort sé útilokað að áverkar hafi hlotist af öðru en viljaverki annars manns. 41. Matsgerðin var lögð fram í þinghaldi 23. apríl sl. Í inngangi hennar er gerð grein fyrir bakgrunnsupplýsingum, myndgreiningu og lýsingu á sjáanlegum ytri (samtals 96 áverkar) og innri áverkum (samtals 57) sem eru sérgreindir eftir líkamshlutum. Hels tu svör matsmannsins við spurningunum voru eftirfarandi: 42. Svar við spurningu 1a: Matsmaðurinn fjallar almennt með ítarlegum hætti um áverka brotaþola og ætlaða tilurð þeirra. Fjallaði matsmaður fyrst almennt um áverkana en í kjölfarið vék hann að einstökum áverkahópum. Í öllum tilvikum nema einu voru áverkar brotaþola raktir til sljórra krafta, þ.e. blæðingar og mar í mjúkvef, rof á húð, bein - eða brjóskbrot svo og aðrir áverkar. Talið var að suma áverka mætti rekja til háttsemi annars einstaklings en verkna ðaraðferðir sem til greina kæmu væru högg eða spörk en aðrar skýringar kæmu oftast til greina, svo sem slysni eða föll. Hluti áverka var talinn varnaráverkar. Þá var hluti áverkanna rakinn til endurlífgunartilrauna. 27 43. Svar við spurningu 1b: Á líkama hins lá tna finnast ítarleg ummerki um endurtekna sljóa kraftvirkni. Á grundvelli staðsetningar og fjölda áverkanna er ekki unnt að skýra þá fyrirvaralaust með einstöku falltilviki. Framburður sakbornings í málinu um að dagana fyrir andlátið hafi komið til ítrekaðra falltilvika getur engu að síður komið heim og saman við marga af áverkunum. Áverkarnir á svæði mjúkvefja hálsins virðast við fyrstu sýn benda ti l að þeir séu tilkomnir af völdum utanaðkomandi einstaklings. Einnig mætti skýra hluta þessara áverka sem afleiðingu falls á mjúkvefi hálsins. Túlka mætti hina formuðu skrámu á svæði hóstargróparinnar sem mögulega vísbendingu um þetta. Að teknu tilliti til niðurstaðna vefjafræðilegu rannsóknarinnar mætti ganga út frá því að áverkarnir hafi orðið til á tveimur tímapunktum, en með því er ekki alveg ljóst, hvort hinn látni hafi lifað áfram í fleiri klukkustundir og allt að þrjá daga, þótt áverkarnir hafi orðið 44. Að auki hafi verið sjáanleg merki um endurlífgunartilraunir, m.a. með hjartahnoðvélinni LUCAS sem nánar er gerð grein fyrir víðar í matsgerðinni. Telur matsmaðurinn að skýra mætti öll rifbeinsbrot, brot brjóstbeins og blæðinga r inn á aftanverðan brjóstkassann sem afleiðingar endurlífgunartilrauna þó ekki sé útilokað að áverkarnir séu vegna ásetnings annars einstaklings. Á öðrum stað í matsgerð svarar matsmaður því til að brot fyrstu tveggja rifbeinanna séu þó ódæmigerð sem afl eiðing endurlífgunartilrauna. Þá telur matsmaður að ekki sé unnt að útiloka að blæðingarnar í bakskinurýminu séu einnig afleiðingar af endurlífgunaraðgerðum. Að öðrum kosti þyrfti í þessu tilviki að gera ráð fyrir verulegri kraftbeitingu gegn efri hluta kv iðarholsins sem hefði annaðhvort gerst með höggi af hálfu annars einstaklings eða falli á útstandandi hlut á borð við húsgagn. 45. Svar við spurningu 1c. Áverkarnir á hálssvæðinu eru ótvíræður vitnisburður um sljóa kraftbeitingu gegn hálsinum. Á grundvelli fyrirliggjandi gagna ber frekar að gera ráð fyrir kraftbeitingu frá hægri þar sem þar eru fyrir hendi auknar blæðingar í mjúkvefi hálsins. Á hálssvæðinu hefði veruleg kraftbeiting af hálfu annars einstaklings, s.s. hálstak aftanfrá, hnefahögg eða þrýstingur hnés á hálsinn, nægt til að veita þá áverka sem staðfestir eru. Auk kraftáverka af hálfu annars einstaklings kemur þó einnig til greina að útskýra áver kana á framhlið hálsins sem sljóan hálsáverka vegna falls á hálsinn. Hjá öllum framangreindum sviðsmyndum um mögulega tilurð áverkanna þurfa ekki nauðsynlega að sjást áverkar á húð eða undirhúð, en þegar um er að ræða áverka á hálsi af hálfu annars einstak lings eða vegna falls á hálsinn, óháð eiginleikum yfirborðsins sem fallið var á, koma blæðingarnar og áverkarnir fyrst fram í dýpri mjúkvefjalögum hálsins. Áverkarnir sem staðfestir eru á augunum og munnslímhúðunum og eru að hluta til í formi punktblæðinga benda frekar til þess að um sé að ræða hindrun á innflæði að ofan, þ.e. lokun bláæða á hálssvæðinu, á sama tíma og blóð heldur áfram að flæða til höfuðsins í gegnum slagæðar sem leiðir til yfirþrýstings í bláæðakerfinu og þar með rofs í minnstu æðunum. Þe ssar niðurstöður mætti skýra með kyrkingaratviki eða annarri kraftbeitingu af hálfu annars einstakling með öflugum þrýstingi á mjúkvefi hálsins. Punktblæðingar koma þó einnig fyrir þegar um er að ræða beina kraftbeitingu á svæði augnlokanna og munnsins. Að slíkt hafi átt sér stað sést greinilega á áverkunum á andlitssvæðinu. Blæðingarnar hér eru að hluta til verulega stærri og allt að 0,8 sm í þvermál. Þegar um svo umfangsmikla áverka er að ræða ber frekar að ganga út frá því að áfall (svo ritað) hafi átt s ér stað. Jafnvel þegar um er að ræða hjartadauða geta slíkar punktblæðingar átt sér stað, en þá eru þær einkum í efri hluta brjóstkassans (Thoxapertur), þ.e. frá efri hluta brjóstkassans og þar fyrir ofan. Loks ber að geta þess að slíkar punktblæðingar get a einnig orsakast í tengslum við flogakast sem getur bæði komið upp í kjölfar súrefnisskorts (asphyxia) og blóðsykurskorts (hypoglychemia). Áverkana á hálssvæðinu ber því ekki að rekja eingöngu til gerða utanaðkomandi einstaklings heldur er ekki unnt að út iloka að um slys hafi verið 46. Svar við spurningu 1d. Matsmaður bendir á að einn sljór kraftatburður á hálsinn hefði nægt til að framkalla þá áverka sem staðfestir eru á háls. Vísar hann til vefjafræðilegrar rannsóknar á brotum efri horna skjaldbrjó stsins þar sem engin merki sáumst um það á blæðingasvæðinu að áverkarnir hefðu orðið til meðan sjúklingurinn var Til að brjóta efri horn skjaldbrjós ksins nægir 1 - 2 kg . kraftur. Í hægri musculus sternothyroideus (vöðvanum sem 28 er á milli brjóstbeinsins og skjaldbrjósksins) sjást engu að síður nevtrófílar sem og fjöldi makrófaga án ummerkja um járnupptöku. Nevtrófílar eru í fyrsta lagi greinanlegir eftir 20 - 30 mínútur og almennt ekki fyrr en eftir 20 klst. Makrófagar eru í fyrsta lagi greinanlegir eftir 3 klst. og almennt ekki fyrr en eftir u.þ.b. þrjá daga. Sé byggt á niðurstöðu vefjafræðilegu rannsóknarinnar hafa áverkarnir sem hér er um að ræða orðið t il á a.m.k. tveimur tímapunktum og má ætla að blæðingin inn á musculus sternothyroideus hafi orðið til allt að þremur dögum fyrir andlátið. Þessi vöðvi liggur beint við hringbrjóskið og barkakýlið. Samkvæmt vísindarannsóknum þarf 10 - 80 kg . kraft til að brj óta barkakýlið og 8 - 34 kg . kraft til að brjóta hringbrjóskið. Blæðing inn á mjúkvefi hálsins getur orsakast strax við beitingu tiltölulega lítils þrýsti - eða togkrafts. Varðandi blæðingarnar sem staðfestar eru er ekki unnt að tilgreina með marktækum hætti hversu mikinn kraft þurfti til að orsaka þær því tilurð blæðinga fer ekki aðeins eftir kraftinum heldur einnig staðsetningu, þykkt og eiginleikum mjúkvefjanna sem og aðliggjandi beinum. Loks skiptir ástand storknunarkerfisins máli við tilurð blæðinga. Þess ber ennfremur að geta að erfitt er að meta aldur blæðinga út frá lit þeirra. Að vísu breytist litur blæðinga með tímanum, en slíkar breytingar geta verið breytilegar hjá sama einstaklingi. Í því tilviki sem hér um ræðir virðast blæðingarnar skv. ljósmyndu num vera frekar ferskar. Það þýðir þó ekki að þær þurfi allar að hafa orðið til á sama tíma og nálægt dánartímanum, heldur er allt 47. Svar við spurningu 1e. Matsmaður bendir á að með þrýstingi og hliðrun barkakýlis upp á við og til hægri við framkvæmd barkaþræðingar geti komið til blæðinga og eftir atvikum brota á svæði barkakýlisins og aðliggjandi vefja. Telur matsmaðurinn hina ólíku áverka á barkakýlinu, tungubeininu og aðliggjandi vefjum virðast mjög víðtæka og það mæli frekar með því að um öfluga kraftbeitingu hafi verið að ræða. Ekki sé unnt að gera ráð fyrir því að slík kraftbeiting hafi átt sér stað við endurlífgunaraðgerðir. Þá bendir hann á að brot báðum megin á skjaldbrjóskshornunum bendi til þess að þetta sé ólík legt. Hið sama megi segja um undirliggjandi brotáverkann á brjósksvæði barkakýlisins. Matsmaður vísar til þess sem áður er sagt um brot á svæði brjóstbeins og rifbeina sem líta megi á sem afleiðingu endurlífgunartilrauna. Þær geti líka skýrt ofþenslu lungn a og áverum á efra magasvæði hafi verið lýst í vísindaritum, og því sé ekki unnt að útiloka að blæðingar inn á spatium retroperitoneale (bakskinurými) séu afleiðing endurlífgunartilrauna. Varðandi fitu - eða beinmergsblóðrek telur matsmaður að fitu - /beinmer gsblóðtapparnir í lungunum sem komu fram í vefjafræðilegu rannsókninni séu ekki nauðsynlega afleiðingar beinbrotanna í fingrunum eða sköflungnum, heldur sé mun líklegra að um sé að ræða afleiðingar endurlífgunartilraunanna . 48. Svar við spurningu 2. Matsmaður Einn möguleikinn er að um sé að ræða andlát í kjölfar köfnunar/kyrkingar. Þessu til stuðnings má nefna áverka á sviði mjúkvefja hálsins, meiri háttar áverka á brjóski barkakýlis og hringbrjósk i sem og bráða ofþenslu lungnanna að hluta. Í þessu sambandi má einnig túlka alvarleika og fjölda áverkanna sem vísbendingu um að þeir séu af völdum annars einstaklings. Vandkvæðin við þessa túlkun stafa einkum af þeirri niðurstöðu vefjafræðilegu rannsókna rinnar að áverkarnir á hálssvæðinu hafi orðið til á tveimur ólíkum tímapunktum, en aðeins er unnt með vissu að tímasetja brotin á hornum skjaldbrjósksins nærri andlátsstundinni. Blæðingin inn á m. sternothyroideus virðist út frá tilvist makrófaganna vera e ldri. Þessi blæðing er staðsett beint við alvarlegri áverkana á barkakýlinu sem benda til verulegrar valdbeitingar gegn hálsinum. Því er mögulegt að átt hafi sér stað kraftbeiting gegn hálsinum, en að hinn látni hafi lifað hana af í allt að nokkra daga. Hi nn þátturinn sem túlka má í tengslum við köfnunardauða er bráð ofþensla lungnanna. Þar sem endurlífgunaraðgerðir geta einnig leitt til bráðrar ofþenslu lungnanna er ekki unnt að meta gildi þessa þáttar 49. Í svari sínu rekur matsmaðurinn nokkur at riði sem líta megi til, svo sem sleglahraðtakt sem mældist sem fyrsta rafvirkni er sjúkralið kom til aðstoðar. Sé það að mati hans fremur ódæmigert. Þá rekur matsmaðurinn að eitrun vegna samverkandi áhrifa amfetamíns og alkóhóls geti, eins og í því tilviki sem um ræði, leitt til banvæns blóðsykurfalls. Vísar hann til niðurstöðu mæligilda á blóðsykri sem hafi verið lág en laktatgildi hátt. Bendir hann á að draga megi ákveðnar ályktanir af þessu en nefnir einnig atriði sem draga úr nákvæmni niðurstöðu hvað þe tta varðar. Þá bendir hann á að ekki sé unnt að útiloka að dánarorsökin geti hafa verið eitrun vegna 29 samverkandi áhrifa alkóhóls, kódeíns og amfetamíns, en jafnvel þó að kódeín í blóðinu sé aðeins greinanlegt í lágum meðferðarstyrk geti slíkur styrkur magn að öndunarbælandi áhrif alkóhóls. 50. Svar við spurningu 2a. Matsmaður rekur í svari sínu að vefjafræðileg rannsókn á lifur brotaþola sýni greinilega fram á fitulifur sem megi rekja til áralangrar áfengisneyslu. Slík fitusöfnun hafi vanalega ekki í för með sé r marktæka skerðingu á lifrarstarfseminni. Hann nefnir þó möguleika á aukinni truflun lifrarstarfsemi sem geti stuðlað enn frekar að lífshættulegu blóðsykurfalli. Fitusöfnun í tilviki brotaþola hafi ekki verið komin á það stig, að því er virðist, að hún tr uflaði storknun marktækt þó dæmi sé um að fram komi storknunarraskanir. Nefnir matsmaðurinn dæmi um slíkt en vefjafræðilegar rannsóknir hafi í tilviki brotaþola ekki sýnt fram á þær sérstaklega. Aðrir þættir þessu tengdir virðist ekki hafa haft marktæk áhr if og rekur matsmaðurinn það frekar. 51. Svar við spurningu 2b. Matsmaður bendir á að samblandið við kódeín sem greindist í vægum meðferðarstyrk í blóði hins látna geti leitt til banvænnar eitrunar, einnig hjá þeim sem hafa byggt upp áfengisþol, eins og ætla megi í hans tilviki, enda geti bæði alkóhól og kódeín haft neikvæð áhrif á öndunarstjórnstöðina og efnin haft hvetjandi víxlverkandi áhrif hvort á annað. Sé því ekki unnt að útiloka að andlátið hafi orsakast af blóðsykurfalli og tengdri hjartsláttartruflun /hjartastoppi. Þá hafi mælst amfetamín í brotaþola sem þrátt fyrir að teljast dæmigert gildi og ekki lífshættulegt sé, þegar litið er til magns, talið eitrunarmagn. Amfetamín hafi margþætt örvandi áhrif á taugakerfið og samverkandi með alkóhóli geti það fr amkallað lífshættulegt blóðsykurfall. 52. Svar við spurningu 3a og b. Matsmaður telur beinmergjarblóðrek á lungnasvæðinu afleiðingu endurlífgunartilrauna. Gerir hann nánari grein fyrir fitublóðreki í lungum. Þá tekur hann fram að við skoðun á áverkum brotaþola hafi sést blæðingar í mjúkvefjum sem teljist ekki svo alvarlegar að þær tengist andlátinu sem þáttur í köfnunarferlinu. Skerðing á súrefnismettun blóðreksins hafi þó getað dregið úr endurlífgunarlíkum. Samkvæmt blóðgreiningu hafi hemóglóbíngildið mælst eð lilegt og því ekki átt sér stað marktækt blóðtap vegna blæðinga sem staðfestar voru. 53. Svar við spurningu 3c. Hvorki ytri skoðun lungnanna né vefjafræðileg rannsókn gefi ástæðu til að ætla að markverð innöndun ælu hafi átt sér stað. Því megi útiloka uppköst sem áhrifaþátt. Þá hafi ekki komið fram neinar vísbendingar við ytri skoðun á lungum um að berkjur hafi verið tepptar vegna slíms. 54. Svar við spurningu 3d. Öll slímhúðarsár brotaþola hafi verið afleiðing sljórrar valdbeitingar. Einn áverkinn geti samrýmst þ ví að munni hafi verið haldið lokuðum með töluverðu afli en þar sjáist slímhúðarslit. Fall geti einnig hafa orsakað þann áverka. Aðra áverka á slímhúð megi skýra með höggi, falli eða endurlífgunartilraunum. Þá bendi brot á nefnibbu fremur til þess að um hö gg hafi verið að ræða eða fall. 55. Svar við spurningu 4. Brotin og sprungurnar á tungubeins - , barkakýlis - og hringbrjósksvæðinu eru til marks um gríðarlega kraftbeitingu gegn hálsinum. Nærtækast er að rekja umfang áverkanna til verulegrar kraftbeitingar af hálfu annars einstaklings, t.d. með því hné hafi verið þrýst á mjúkvefi hálsins eða beitt hálstaki, sennilega með framhandlegg aftanfrá. Ólíklegt er að unnt hefði verið að beita nægum krafti (10 - 80 kg) með hálstaki framanfrá til að framkalla brotin í barka kýlinu og skjaldbrjóskinu. Við vefjafræðilega greiningu íslenskra kollega okkar fundust vísbendingar um að áverkarnir á hálssvæðinu hafi orðið til við tvíþættan atburð, þannig að slík árás hafi átt sér stað en fórnarlambið lifað áfram í allt að þrjá daga. Hér komu ekki fram veikleikar í efri öndunarvegi sem hefðu takmarkað öndun varanlega. Ekki er unnt að útiloka að þessir áverkar hafi einnig orðið til við fall á hálsinn. 56. Í tilviki beinbrotanna í brjóstkassanum er nærtækast að ganga út frá því að þau hafi o rsakast við endurlífgunartilraunirnar. Brot fyrstu tveggja rifbeinanna beint við festingu þeirra við hryggsúluna geta að vísu einnig hafa orðið til við endurlífgunartilraunir, en það væri þó fre kar ódæmigert. Á þessu svæði hefði veruleg kraftbeiting gegn e fri hluta brjóstbeinsins, t.d. með þrýstingi frá hné, verið til þess fallin að valda þessum beinbrotum. Brot hægri hryggtinda 2. og 3. lendarhryggjarliðarins eru til marks um sljóa kraftbeitingu sem mætti skýra með valdbeitingu af hálfu annars einstaklings . Til þessa þyrfti hins vegar að beita mjög miklu afli sem gerist aðeins með sparki eða þungu barefli. Hins vegar gætu áverkarnir einnig 30 auðveldlega hafa orsakast af falli. Brot hægri dálksins fyrir tilstilli annars einstaklings hefði einnig krafist mjög m ikils afls eins og við spark eða högg með barefli. Formfræði brotsins sem sveigjubrots og staðsetning þess getur einnig auðveldlega samrýmst falli. 57. Brotin í höndunum eru flókin. Þegar einstaklingur dettur og ber fyrir sig hendurnar verða vanalega ekki ti l svo viðamikil brot hvað varðar fjölda þeirra og form. Þegar um er að ræða mjög drukkna einstaklinga sem fyrir beinbrotum einstakra fingra og áætla r aldur áverkanna á bilinu 20 mínútur til þriggja daga eftir mikill til að unnt sé að útskýra þá með falli. Gera þyrfti ráð fyrir mörgum og að hluta til flóknum fallatburðum samfara jafnvægistruflunum. Á heildina litið er orsök af hálfu annars einstaklings a.m.k. að hluta til sennilegra, en ekki er hægt að útiloka með öllu að áverkarnir hafi orðið til við fall, ekki síst þar sem niðurstöður vefjafræðil egu rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að brotin hafi orðið til á ólíkum IV. 58. Undir rannsókn málsins var G geðlæknir dómkvaddur matsmaður til að framkvæma geðrannsókn á ákærðu svo unnt væri að leggja mat á hvort 15. eða 16. gr. almennra hegn ingarlaga nr. 19/1940 ætti við um geðræna hagi hennar á verknaðarstundu. Niðurstaða geðlæknisins var sú að ákærða væri hvorki haldin geðsjúkdómi né öðrum kvilla sem hefði áhrif á andlegt ástand hennar. 59. Í geðrannsókninni er m.a. gerð grein fyrir undirliggj andi gögnum og rakin eru helstu atriði matsviðtala við ákærðu. Um geðskoðun segir að hún hafi ekki sýnt mikil svipbrigði en svarað spurningum skýrt og skilmerkilega. Hún hafi lítið vilja ræða um brotaþola eða það sem gerst hefði en haft er eftir henni að h ún myndi allt. Hafi hún verið í mikilli varnarstöðu gagnvart atvikinu. Svo virtist sem hún tæki andlát brotaþola ekki nærri sér. Hún hafi komist í uppnám þegar rætt hafi verið um andlát hunds hennar og þá hafi hún grátið mikið. Hún hafi neitað aðsóknarhugm yndum. Matsmaður greindi hvorki hugsanatruflanir né ranghugmyndir hjá ákærðu. Klínískt mat læknisins var að greind hennar væri í góðu meðallagi. 60. Niðurstaða matsmannsins hvað varðaði geðrænt ástand ákærðu var sú að ekki væri að sjá að hún hefði verið haldin geðsjúkdómi eða öðrum einkennum á verknaðarstund sem leiða kynnu til þess að skilyrði 15. gr. almennra hegningarlaga teldust uppfyllt. Þá yrði ekki séð að hún hefði verið haldin slíkum einkennum fyrir þann tíma. Þá kemur fram það mat geðlæknisins að ekker t liggi fyrir í málinu varðandi hennar geðrænu hagi sem kæmi í veg fyrir að refsing kynni að geta borið árangur. Telur hann að ákærða geri sér almennt grein fyrir því hvað sé rétt og hvað sé rangt. V. Skýrslur fyrir dómi 61. Ákærða kvaðst hafa þekkt brotaþola í um sjö ár. Þau hefðu ekki átt í kynferðissambandi. Hann hefði búið hefði haft til umráða íbúð annars staðar. Þá hefði hann lagt til heimilisins. H efðu foreldrar hennar fengið að vera í íbúðinni hans. Ákærða kvað brotaþola oft hafa látið illa og hótað öllu illu en hún hefði litið á það sem fyllerísrugl. Lýsti hún köstunum einna helst sem geðrofsköstum án þess að útskýra frekar. Hún hefði aldrei beitt hann ofbeldi eða reynt að svara fyrir sig. 62. Spurð um heilsufar brotaþola í aðdragandanum kvað ákærða hann hafa verið voðalega slappan, að því er hún teldi vegna lífsstíls hans, en hann hefði sífellt verið drukkinn. Hann hefði ekki neytt annarra fíkniefna. Nefndi hún að yfirleitt hefði hann beðið hana að aðstoða sig á milli herbergja en þó getað bjargað sér og farið út. Hún hefði ekki alltaf fylgst með honum. Ákærða kvaðst alltaf hafa verið brotaþola mjög góð og sinnt honum á ýmsan hátt. 63. Ákærða kannaðist við að vinafólk hefði komið til þeirra áður en atvik áttu sér stað og vísaði til framburðar hjá lögreglu um það. Hún kannaðist við að hundurinn hennar hefði dáið rétt áður. Spurð um hvað komið 31 hefði fyrir hann kvað hún hann hafa verið 14 ára og því orðinn gam all. Hún kvaðst ekki hafa talið brotaþola hafa drepið hundinn en vísaði enn til lögregluskýrslu. 64. Ákærða kannaðist ekki við að hafa beitt brotaþola ofbeldi í aðdraganda þess að hún hringdi á neyðarlínuna. Hann hefði dottið um allt. Beðin um að lýsa því kvað hún það hafa verið mjög skrítið, hann hefði bara dottið án þess að bera fyrir sig hendur beint á hausinn á gólfið inni á salerni. Mögulega hefði hann dottið á salernið sjálft, hún hefði ekki séð það beint en þó út undan sér þar sem hún hefði verið í eldhú sinu. Hefði hún séð áverka á andlitinu eftir það á kinnbeini, auga og yfir augabrún. Spurð hvort hann hefði dottið meira þá daga sem um ræðir kvaðst hún halda að svo hefði verið, a.m.k. tvisvar sinnum, en taldi það hafa verið á fimmtudeginum og föstudeginu m. 65. Í aðdraganda þess að ákærða hringdi á neyðarlínuna kvað hún brotaþola hafa kvartað mikið yfir kulda. Hún hefði látið hann fá hlýja peysu, teppi og vatn um einum og hálfum tíma áður. Hann hefði verið á gólfinu á mottunni en hún í sófanum. Hún hefði boðið honum sófann en hann neitað því. Nánar spurð kvað hún brotaþola hafa legið á gólfinu meira eða minna allan daginn. Hann hefði ekki viljað borða en viljað áfengi. Hefði ákærðu svo verið litið á hann og fundist hann eitthvað skrítinn og athugað með hann og ekki fundist hann vera með púls. Hefði hann verið með meðvitund en óvenju slappur. Nánar spurð kvaðst hún ekki geta sagt til um hvenær hún hefði tekið eftir þessu, mögulega hefði hún verið nýlega vöknuð. Enn spurð taldi ákærða sig hafa verið vakandi í um t vo til þrjá tíma þar til hún tók eftir þessu en þá hefði hún strax hringt í neyðarlínuna og byrjað að hnoða. Þá hefði hún klipið brotaþola að þeirra beiðni. Hún hefði panikkað aðeins en þó hefði hún oft hringt í neyðarlínuna áður. 66. Ákærða kvað vin sinn H ha fa komið eftir að brotaþoli fór með sjúkrabifreið en hún hefði hringt í hann áður 67. Spurð um upptökur á síma kvaðst ákærða ekki vilja tjá sig sjálfstætt um þær en vísaði til þess sem fram kæmi í skýrslutöku hjá lögreglu. Aðspurð kvaðst hún hafa eytt efni af símanum því að síminn hefði verið fullur af efni en kaus að tjá sig ekki að öðru leyti um ástæðuna. 68. Í þinghaldinu voru spilaðir fyrir hana valdir kaflar úr upptökum. Neitaði ákærða mikið til að tjá sig um efni þeirra. Beðin um að skýra orðbragð sitt gagnvart brotaþola kvað hún það vera merkingarlaus ljót orð og heyrðist kveinka sér eða væla kvað hún eftir þessu. Þá hefði hann oft verið að ímynda sér eitthvað sem ekki var raunverulegt. Dæmi um það kvað hún á brotaþola ekki vera af sínum völdum. Kvaðst hún aldrei myndu gera honum eitt eða neitt. Ákærða vísaði jafnframt til þess að hún myndi illa eftir því sem þarna gerðist. Sennilega hefði hún verið í sjokki, m.a. vegna þess hve rnig brotaþoli lét við hana. Hún kvaðst ekki muna til þess að hafa verið undir áhrifum á þeim tíma sem um ræðir. Hún hefði þó eitthvað drukkið. 69. Ákærða var spurð út í framburð sinn hjá lögreglu þar sem hún lýsti því hvernig hún hefði þurft að verja sig þega r brotaþoli hefði ráðist á hana. Kvaðst hún hafa þurft að halda í höndina á honum til þess að stöðva hann, haldið honum til að verja sig. Hefði þetta verið inni í herberginu. Vel mætti vera að hún hefði slegið hann eitthvað út undan en ekkert sparkað í han n. Kvaðst ákærða muna illa eftir þessu enda hefði hún verið í áfalli eftir dauða hundsins. Aðspurð um ummæli hennar um að mögulega hefði verið eitrað fyrir hundinum kvað 70. Spurð um blóð í íbúðinni kvaðst hún ekki muna eftir neinu sérstöku en mögulega hefði eitthvað verið í rúmfötum eftir að hann datt. Þá hefði hún tekið saman eftir sjúkra flutningamenn og stigið í blóðpoll. 71. Um eldri tilvik kvað ákærða brotaþola hafa verið sídettandi og því hefði hún ekki verið að gefa honum sérstakan gaum umrætt sinn eða tekið eftir neinu óvenjulegu. Til að mynda hefði hann ekki kvartað yfir því að vera illt í hálsinum þannig að henni hefði ekki dottið í hug að það væri eitthvað að honum. Ákærða kannaðist vi ð að hafa gefið brotaþola verkjalyf á meðan á þessu stóð en hann hefði þá eitthvað verið að kvarta yfir verkjum en hún myndi ekki hvort hún hefði gefið honum [ lyf ] . 72. Ákærða kannaðist við tilvik hálfum mánuði fyrr er brotaþoli datt fram af palli í sumarbústa ð móður hennar en 32 73. Ákærða kvað andlegt ástand sitt vera gott í dag. Á sínum tíma, í kjölfar erfiðleika, hefði hún leitað til geðlæknis sem ávísa ði henni [ lyf ] sem hefðu bætt ástand hennar. Hún hefði byrjað að taka [ lyf ] fyrir um einu til tveimur árum. 74. I kvaðst hafa verið með kærustu sinni J heima hjá ákærðu að . Þau hafi gist eina nótt en farið svo öll út á föstudagskvöldið. Ákærða hafi farið he im á undan. Þegar þau hafi komið hafi hún verið í einhverju sturlunarástandi, hundurinn uppi á borði og hún hafi ásakað brotaþola um að hafa drepið hundinn. Kvaðst vitnið hafa þurft að stoppa hana tvisvar því hún hefði stokkið upp í rúmið þar sem hann lá o g sparkað í höfuð brotaþola. Aðspurður taldi vitnið að það hefði séð eitthvað á andliti brotaþola án þess að muna hvar. Síðar hefði hann komið fram og þau virtust ná sáttum og föðmuðust. Vitnið kvað þau J síðan hafa farið þaðan um kl. 23:00. Umrætt sinn hefði vitnið verið undir áhrifum fíkniefna. Kvað vitnið ákærðu og brotaþola hafa notað efni í gegnum tíðina. 75. Aðspurður kvaðst vitnið hafa orðið vitni af ofbeldi ákærðu í garð brotaþola í gegnum tíðina en þa ð hafi ekki verið neitt alvarlegt. Kvaðst vitnið hafa verið hættur að kippa sér upp við þetta. Hefði þetta verið meira andlegt að hans mati. Þau hafi líka alltaf náð sáttum á ný. 76. J kvaðst hafa verið í . Hún, I og ákærða hefðu farið í bæinn en áður hefðu þau neytt amfetamíns. Brotaþoli hafi legið í rúminu. Ákærða hefði farið heim á undan þeim og þegar þangað kom hafi hún verið að lesa yfir brotaþola því hún taldi hann hafa drepið hundinn sinn. I hefði þurft að stoppa hana tvisvar inni í herbergi. Aðspurð kvaðst vitnið ekki hafa séð ákærðu veitast að brotaþola en heyrt læti eins og hún væri að meiða brotaþola sem kveinkaði sér. Þegar brotaþoli hefði komið fram hefðu þau grátið og vitnið tekið utan um þau vegna hundsins sem hafði dáið. Vitnið tók fram að ákæ rða og brotaþoli hefðu reynst henni vel í gegnum tíðina og þarna hefði ákærða ekki verið mjög hátt uppi og ekki alveg sjálfri sér lík, jafnvel þó að hún hefði 77. K nágranni ákærðu kvaðst ha fa komið heim úr vinnu á laugar dags kvöldið um kl. 19:00. Hún hefði heyrt mikil hljóð úr íbúð ákærðu en það hefði ekki verið óvenjulegt og hún hefði ekki skipt sér af því. Kvaðst vitnið ekki geta lýst þessum hljóðum frekar í dag. Borinn var undir vitnið f ramburður hjá lögreglu þar sem hún lýsti hljóðunum eins og verið væri að færa húsgögn til eða henda þeim í gólfið. Taldi vitnið sig hafa munað betur eftir atvikum þegar hún gaf skýrsluna. 78. L nágranni ákærðu, kvaðst hafa heyrt hljóð úr íbúð hennar aðfaranót t laugardagsins. Það hafi verið há öskur eða væl úr karlmanni að hún taldi. Hafi þau staðið lengi eða í um klukkustund. Hún hafði áður heyrt sambærileg hljóð, í raun hafi það verið hversdagslegur hlutur og því lagði hún þau ekki sérstaklega á minnið. Fyrst eftir að þau byrjuðu hefði hún vakið athygli á þessu á viðeigandi stöðum en engin breyting hafi orðið á. Vitnið staðfesti framburð sinn hjá lögreglu en þar er haft eftir vitninu að hljóðin hafi verið eins og sársaukastunur eins og einhver væri verkjaður. 79. Lögreglumaður nr. FF ritaði frumskýrslu málsins og staðfesti hana. Hann gerði grein fyrir aðkomu sinni meðvitundar. Nokkur óreiða hafi verið á vettvangi. Lý sing í rýminu þar sem brotaþoli lá hafi verið léleg en sjá mátti hann var blár og marinn. Kvað hann framburð ákærðu hafa verið óskýran um það sem átt hefði sér stað en hún nefndi að hundur hennar hefði drukkið eitrað vatn og að brota þoli sífellt verið að detta. Fram hafði komið að hún hafði verið að skemmta sér áður en þetta gerðist. Ekki hefðu fengist skýringar á áverkum brotaþola þegar eftir því var leitað. Vitnið kvaðst í framhaldinu hafa verið í samskiptum við sjúkraflutningamenn. Eftir að grunur vakn aði um að eitthvað saknæmt hefði átt sér stað hefði málið farið í annan farveg. 80. Lögreglumaður nr. GG áður var meðal þeirra sem kom fyrstur á vettvang og gerði hann grein fyrir aðkomu sinni. Kvað hann brotaþola hafa legið á gólfinu mitt á milli svefnherbergis og stofu. Vitnið hefði reynt endurlífgun með hjartahnoði. Sjúkra flutningamenn hafi tekið við eftir um 10 mínútur. Sá síðarnefndi kvað ákærðu hafa talað ógreinilega en hún hafi m.a. sagt að brotaþoli hefði verið sídettandi. 33 81. Lögreglumaður nr. HH, áður var með fyrstu lögreglumönnum sem komu á vettvang. Ákærða hefði opnað fyrir þeim og var þá ein í íbúðinn i. Myrkur hafi verið inni og erfitt að sjá til. Ákærða hafði reynt endurlífgun og var mjög sveitt. Hún hafi talað fremur ógreinilega og mikið um hundinn sinn. Þá hafi hún hafi verið í svolítilli geðs hræringu. 82. Lögreglumenn nr. II, áður og nr. JJ komu á vettvang eftir að tilraun til endurlífgunar var hafin á vettvangi. Íbúðin hafi verið lítil og því erfitt að athafna sig. Aðkoma vitnanna á þeim tíma var ekki mikil en þeir hafi komið aftur eftir að ákvörðun var tekin um að tryggja vettvang. Með ákærðu í íbúðinni hafi verið tveir vinir ákærðu sem fóru eftir að lögreglan kom. Vitnin voru í íbúðinni þar til rannsóknarlögreglumenn komu á vettvang. Á þeim tíma talaði ákærða samhengislaust um atvikið og fór úr einu yfir í annað. Þá hefði hún verið ör og talað l átlaust. Nefndi hún að hundur hennar hefði dáið fyrr um daginn og taldi að einhver hefði eitrað fyrir hundinum. Sérstaklega hafi hún haft áhyggjur af vatninu í vatnsdallinum og taldi mikilvægt að varðveita sönnunargögn. Hún hefði líka nefnt að brotaþoli he fði drukkið úr dallinum. Þá hefði ákærða talað um heilsukvilla brotaþola. 83. Lögreglumaður nr. KK í tæknideild lögreglu kvaðst hafa rannsakað vettvang og tekið sýni af blóði sem fannst á nokkrum stöðum í íbúðinni, fatnaði og fleiru inni á salerninu. Ekki hafi verið talin þörf á eiginlegri blóðferlagreiningu þar sem blóð og blóðtengd ummerki hafi ekki verið mikil. Þá hafi verið ákveðið að leita af fingraförum af lofti og veggjum. Hefði fundist lófafar óvenju hátt á rennihurð í svefnherbergi. Rúm sem þar var hef ði nánast fyllt herbergið og því mátt ætla að einstaklingur hefði staðið í rúminu. 84. Rannsóknarlögreglumaður LL gerði grein fyrir aðkomu sinni að rannsókn málsins sem hófst eftir að sjúkraflutningamaður vakti athygli á áverkum brotaþola. Í kjölfarið hafi ve rið ákveðið að tryggja vettvang á meðan málið var skoðað. Héraðslæknir hafði framkvæmt líkskoðun og talið marblettina gamla. Þá hafi verið leitað álits hjá D réttarlækni sem var annarrar skoðunar. Í kjölfarið skoðaði hann líkið en vitnið var þar viðstatt. Gerði hún grein fyrir helstu áverkum. 85. Vitnið hafi farið að í kjölfarið. Erfitt hafi verið að fá upplýsingar hjá ákærðu um það sem komið hefði fyrir brotaþola en vitnið kvaðst ítrekað hafa spurt um það. Ákærða hefði bent á ýmsar ástæður svo sem vatnið í hundaskálinni sem hún taldi eitrað en einnig hefði hún bent á heilsufar hans. Einnig hefði hún talað um að brotaþoli hefði dottið á salerninu. Vitnið kvaðst hafa séð upptöku á síma ákærðu sem sýndi brotaþola en vitnið hefði beðið ákærðu um að sýna sér ný justu myndina af honum. Ákærða hefði síðan eytt upptökunni þegar vitnið brá sér frá. 86. Rannsóknarlögreglumaður nr. MM kom að málinu um 12 tímum eftir andlát brota þola og skipulagði rannsóknina. Hann gerði grein fyrir aðkomu sinni og helstu þáttum rannsóknarinnar. Vitnið kvaðst hafa tekið lögregluskýrslur af ákærðu ásamt lögreglu manni nr. NN. Ákærða hefði ýmist slegið úr og í og verið m að því að tímasetja atvik. Þá hafi hún fyrst reynt að laga framburð sinn að gögnum sem henni voru kynnt. Einnig hafi komið í ljós að ákærða hefði eytt upp tökum á síma sem síðar tókst að endurheimta. Vitnið kvað skýrslutökur af ákærðu krefjandi og á köfl um þess eðlis að vitnið hefði velt fyrir sér hvort að hún væri með réttu ráði. Hafi það fyrst og fremst verið samhengisleysi frásagnar og sérstakar til vísanir sem gáfu ástæðu til þess. Þá virtist andlát brotaþola ekki hafa fengið á brota þola eins og dauð i hundsins. 87. Rannsóknarlögreglumaður nr. NN kvaðst hafa komið að málinu frá tæknideild. Vitnið gerði grein fyrir aðkomu sinni, m.a. vettvangsskoðun og líkskoðun með réttar lækni . Vitnið kvaðst hafa hitt ákærðu á vettvangi. Hún hefði greint frá því að brota þoli hefði verið að detta og m.a. dottið við salernið. Þá hefði hafa skoðað vettvang en í körfu með óhreinu taui hafi verið blóðugt koddaver og teppi s vo og bolur sem brotaþoli sást klæðast á mynd í síma ákærðu. Aðspurð kvað vitnið ekki hafa verið mikið blóð á vettvangi en eitthvert kám á gólfi. Blóð dropar hefðu fundist sem virtust uppþornaðir, þ.e. ekki nýfallnir. 34 88. Einnig kom fyrir dóminn M sérfræðingu r í tæknideild lögreglu , sem gerði grein fyrir aðkomu sinni tengdri rannsókn lífsýna og helstu niðurstöðum sem bárust úr DNA greiningu. Þá kom fyrir dóminn N sérfræðingur í tæknideild lögreglu , sem gerði grein fyrir vinnslu símagagna og niðurstöðu þeirrar rannsóknar. 89. Sjúkraflutningamennirnir O og P gerðu grein fyrir aðkomu sinni eftir útkall. P kvaðst hafa komið í fyrsta bíl á vettvang ásamt fleirum. Menn hafi skipst á að hnoða brotaþola. Lög reglan hefði þegar verið á staðnum og ræddi við ákærðu. O kvaðst hafa tekið þátt í að hnoða brotaþola. Brotaþoli hafi legið á gólfinu í íbúðinni í dyra gætt mitt á milli svefnherbergis og stofu en var dreginn inn í alrýmið þar sem endur lífgunartilraunir fóru fram. Brotaþoli hafi engin viðbrögð sýnt. Kvaðst vitnið hafa tekið eftir einhverjum skurðum á andliti brotaþola. Báðir báru um að ákærða hefði í eitt skiptið komið að brotaþola meðan á þessu stóð og gefið honum léttan kinnhest. O að b rotaþoli léti oft svona. 90. Q sjúkraflutningamaður kvaðst hafa komið á vettvang þegar búið var að færa brotaþola út á mitt gólf í íbúðinni. Hann gerði grein fyrir aðkomu sinni að endurlífgunartilraunum en hann hafi m.a. tekið við hnoði. Kvaðst vitnið ekki muna vel eftir atvikinu í dag og vísaði til lögregl uskýrslu. Hann myndi til að mynda ekki eftir því sem hann greindi frá í lögregluskýrslu um að hann hafi séð óþekktan mann í íbúðinni á meðan á endurlífgunartilraunum stóð. 91. R kvað endurlífgunartilraunir hafnar þegar kom á vettvang. Hún hafi fengið það hlut verk að sinna öndunarvegi og hefja blástursaðferð. Reynt hafi verið að koma niður kokrennu og túbu en það hafi ekki gengið eins og það venjulega gerði. Hafi hún reynt kokrennuna. Minnti vitnið að það hafi ekki stafað af því að öndunarvegur hafi verið stífl aður. Þá kvaðst vitnið muna að andlit brotaþola hefði verið skakkt og skurður á enni. Aðspurð kvaðst hún ekki hafa beitt þrýstingi á hálsinn við endurlífgunina en halda þyrfti við þegar kokrennu væri komið niður. Kvaðst vitnið hafa fylgt brotaþola í bíl á bráðamóttöku en hann hafi verið hnoðaður á leiðinni. Hafi endurlífgunartækið Lucas ekki verið notað þá svo hún muni. 92. S bráðatæknir lýsti aðkomunni á vettvangi sem nokkuð kaótískri en óvenju margir hefðu verið á vettvangi. Brotaþoli hafi legið á gólfinu og höfuð hans og herðar vísuðu inn í sjónvarpsholið. Hann hefði verið færður inn í rými þar sem unnt var að athafna sig. Endurlífgunartilraunir hefðu verið byrjaðar þegar vitnið kom á staðinn. Ákærða hefði verið á staðnum og illa gengið að fá gagnlegar upp lýs ingar frá henni. Vitnið kvaðst muna eftir því að ákærða hafi slegið brotaþola en var þá tekin frá. Á brotaþola hefðu verið áverkar, marblettir á efri hluta líkama, höndum, bringu og svo hafi hann verið með einhverja skurði á höfði. 93. Spurður um endurlífg unartilraunir kvað vitið reynt að nota kokrennu en svo að barkaþræða með LDS túbu. það væri reynt ítrekað. Vitnið kvaðst hins vegar ekki hafa séð rad dböndin og því ekki sett túbuna niður. kvað vitnið ekki unnt að segja til um hve lengi brotaþoli hefði verið í hjartastoppi enda fengust ekki upplýsin gar um það. Hann hefði verið volgur viðkomu en hlýtt hafi verið inni. Þá hefði hann verið í peysu og með teppi yfir sér. Aðspurður kvað vitnið brotaþola ekki hafa verið settan í endurlífgunartækið Lucas á vettvangi. 94. H lýsti því að ákærða hefði hringt í ha nn í einhvers konar geðshræringu og beðið hann um að koma til sín í . Hefði þá verið langt liðið frá því að þau voru í sambandi síðast. Vinur hans T hefði verið með honum og því hefði hann ekki getað sinnt kallinu þá þegar en sagðist koma strax og hann gæti. Vitnið kvaðst hafa af því þegar ákærða var að snúa upp á eyrun á brotaþola í fylleríum. Kvaðst vitnið hafa haldið að á milli þeirra væri enn eitt rifrildið. Þegar á staðinn var komið hafði brotaþoli verið fluttur burt. 95. panikástandi rei séð hana í viðlíka ástandi. Hún hefði sett dauðan hund sinn í frysti og otaði honum að vitninu og T . Ákærða hefði talað um 35 að brotaþoli hefði sennilega drepið hundinn en að mati vitnisins var það ástæða hegðunar ákærðu. Hún hefði gengið um gólf kófsvei tt og vitnið kvaðst ekki hafa fengið nein bein svör við því sem gerst hefði annað en að brotaþoli hefði drepið hundinn hennar. Kvaðst vitnið hafa reynt að sannfæra hana um annað. Borið var undir vitnið það sem haft er eftir honum í skýrslu hans hjá lögregl u um það sem ákærða hefði hafa átt það til að tala til brotaþola á þennan hátt. 96. T kvaðst hafa verið með vitninu H sem ætlaði að líta við hjá ákærðu. Hefði hann rætt við þennan vin í síma. Hafi hann skilið það sem svo að ákærða hefði beðið hann um að koma. H hefði síðan sagt honum að fólk þetta væri stundum að slást. Þegar á staðinn hafi verið kominn hafði brotaþoli verið fluttur burt með sjúkrabíl. Vi tninu fannst sem ákærðu liði ekki vel. Ákærða hefði tekið dauðan hund sinn úr frystinum og taldi að brotaþoli hefði eitrað fyrir honum. Lögreglan hefði komið á staðinn stuttu síðar og beðið þá um að fara sem þeir gerðu. 97. Borið var undir vitnið það sem haft var eftir honum hjá lögreglu um að ákærða hefði hringt í H og hann sagt sér eftir samtalið að þau hafi verið að rífast. Einnig var borið undir hann að ákærða hefði hringt aftur og sagt að hún hefði verið að pumpa brotaþola og hann fluttur burt með sjúkrab ílnum. Kvaðst vitnið ekki muna þetta skýrt í dag og því marktækara að styðjast við skýrslu hans hjá lögreglu sem hafi verið stuttu eftir atvik. 98. U kvaðst hafa verið vistuð á sama gangi og ákærða á Hólmsheiði en þekkti hana ekki fyrir. Vitnið greindi frá þv í hvernig það kom til að hún hefði ákveðið að gefa skýrslu hjá lögreglu og greina frá því sem ákærða hefði sagt henni um það sem gerðist að . Vitninu hafi fundist sem ákærða væri fremur hissa yfir því að brotaþoli væri látinn. Hún taldi jafnvel að einhv er hefði drepið hann í sjúkrabílnum eða á spítalanum, því henni hefði þótt það svo ótrúlegt. Þá hefði komið fram hjá ákærðu að hún taldi mögulegt að vatn hundsins hefði verið eitrað og að brotaþoli hefði jafnframt drukkið af því. Kvað vitnið ákærðu hafa sa gt sér að hún hefði brotið einhverja putta á brotaþola og mögulega sköflunginn líka. Hafi hún sýnt vitninu hvernig hún hefði gert það, þ.e. með því að taka putta fyrir putta og síðan sköflunginn. Aðra daga hefði ákærða talað eins og hún hefði ekki gert bro taþola neitt. Hafi því verið erfitt fyrir vitnið að vita hvað væri rétt. Aðspurð kvað vitnið ákærðu ekki hafa sýnt neinar tilfinningar þegar hún talaði um brotaþola eða það sem hún hefði gert en grátið þegar hún talaði um hundinn sinn. Kvað vitnið það vera sína upplifun að ákærða hefði gert sér grein fyrir að hún hefði gert brotaþola eitthvað sem hún hefði ekki átt að gera af reiði í hans garð. Hún virtist hins vegar ekki trúa að hún hefði orðið honum að bana. Vitnið staðfesti það sem haft er eftir henni í skýrslu lögreglu um það hvernig ákærða lýsti líkamsmeiðingum sínum gagn vart brotaþola. Kvaðst hún hafa sagt satt og rétt frá og haft lýsingarnar eftir ákærðu. 99. D réttarlæknir gerði grein fyrir aðkomu sinni að málinu og staðfesti skýrslu sína og vitnisins E um útvíkkaða réttarkrufningu svo og viðbótarsvar í tengslum við hana. Þá fór hann yfir helstu gögn sem lágu til grund vallar. Hann kvaðst hafa skoðað lík brotaþola strax að kvöldi 24. september sl. að beiðni lögreglu. Við fyrstu skoðun hefðu komið í ljós yfirborðskenndir áverkar sem flestir hefðu verið nýlegir en útbreiðslan og eðli áverkanna hefði verið slíkt að ákveðið hefði verið að framkvæma útvíkkaða réttarkrufningu enda grunur um manndráp. Áverkarnir hefðu verið mjög dreifðir og óvanalega margir, jafnvel þegar í hlut ættu einstaklingar sem væru að drekka og byltur tíðar. 100. Spurður nánar um áverka kvað vitnið að lítið hafi verið um að byrjaður væri einhvers konar gróandi eð a vefjaviðbrögð sem gæfu til kynna að áverki væri eldri. Hefði niðurstaðan því verið sú sem rakin væri í skýrslunni um tilurð og aldur áverka. Ætlaðir varnaráverkar hefðu verið á framhandleggjum og olnbogum en slíkir áverkar gætu komið til eftir byltur, sp örk eða annað slíkt. Sár og marblettir hefðu verið á efri hluta andlits og uppi á höfði hálfgróin sár og fáeinir marblettir og skrámur. Yfir augnsvæði, augnkverk, inn við nef og víðar hefðu verið greinilegar ákomur, högg og annað. Fyrir neðan nef hefðu ver ið meiri vefjaáverkar, svo sem slitáverkar í munnslímhúð, sérstak lega vinstra megin og eiginlega samfelld skráma yfir allt svæðið umhverfis húðsvæði munnsins. Á því svæði hefðu komið til flóknir kraftar, hvort sem haldið hefði verið fyrir munn eða sparkað í hann, stigið á hann eða eitthvað slíkt. Telja mætti að þungir og flóknir kraftar hefðu verkað á það svæði með endurtekningum. Einnig hefði verið afflísun á nefnibbu, en hún væri í neðri mærum nefgatsins, 36 strax fyrir ofan efri vörina. Áverkinn væri þess eðlis að fall á það svæði yrði að vera ítrekað í sama farið á hlut sem ylli þó ekki nefbroti. Brotið hefði ekki verið klassískt nefbrot sem sæist t.d. við föll þar sem fólk næði ekki að bera hendur fyrir sig. Áverkinn hefði verið meira vinstra megin eins o g hluti áverka á munnsvæðinu. 101. Vitnið gerði grein fyrir skrámum á geirvörtu og geirvörtusvæði brotaþola. Þar hefðu komið til sljóir kraftar, marblettir hefðu verið samhverfir, þ.e. eins beggja vegna við hið marða svæði eins og einhver þrýstingur, kreistingu r eða slíkt hefði komið á það. Af útliti áverkanna hefði mátt ætla að um viljaverk hefði verið að ræða. 102. Á kynfærasvæði og nára hefði verið mikill þroti og blæðing inn á svæðið. Erfitt væri að segja hvað þetta væru asvæðið og stimplun í húðinni eins og eftir stapp eða eitthvað slíkt. Þetta hefði einnig verið flókin áverkamynd. Þetta hefðu verið nýlegir áverkar eins og vefjarannsókn bar með sér. 103. Áverkar á fingrum væru einnig sérkennandi, þ.e. ákveðin samhverfa í áverk unum sem styddi að þeir væru tilkomnir vegna ákveðinnar viljastýringar. Það hefði til að mynda verið brot á báðum þumlum, á sama lið á báðum löngutöngum og öðrum vísifingri. Miklar blæðingar hefðu verið í kringum brotin og miklir mjúkvefjaáverkar með sérke nnilegum blæðingum á fingurgómi hægri löngutangar og fingurgómi vinstri þumals. Þá hefði verið mölbrot á nærkjúku á vinstri litla fingri. Þetta hefði verið mjög flókinn kraftur og fingurnir látnir hreyfast í áttir sem þeir ekki ættu að hreyfast. Miklum og flóknum krafti hefði verið beitt á fingurna. Aðspurður kvað vitnið ólíklegt að slíkir áverkar hlytust eftir fall. 104. Varðandi blæðingu í efsta hluta fremri sköflungsvöðva og brot í gegnum hluta dálksins benti það að mati vitnisins til þess að högg hefði komið á beinið með einhvers konar ytri krafti. 105. Um blæðingar almennt innvortis kvað vitnið þær hafa einkum hafa verið í mjúkvefjum stoðkerfis. Áberandi á axlasvæði og upp og yfir á nærhluta upphandleggja. Sérstaklega mikil blæðing hefði verið í hægra lærinu í st óru vöðvunum um lærleggsbeinið. Þetta hefðu verið djúpar blæðingar en þetta séu stórir vöðvar og þyrfti nokkuð mikið til svo að þeir merðust og blæddi. Það þyrftu því að koma til högg eða ákveðinn þrýstingur yfir útlimina en það sæist meira að segja í vins tri upphandleggnum, þríhöfðavöðvanum, sem væri óvanalegt en sá vöðvi hefði verið sundurslitinn og trosnaður vegna þeirra krafta sem á hann verkuðu með tilheyrandi blæðingu sem hefði verið mikil. 106. Lítið hefði verið um yfirborðsmerki eins og stundum sæjust ef tir áhöld eða skófatnað. Því hefði sú ályktun verið dregin að kraftar hefðu komið til með beitingu eigin líkams þyngdar, eigin tökum og hreyfingum. 107. Varðandi hlið - og baklæg brot gegnum efri rif taldi vitnið ekki líklegt að slík brot væru afleiðing endurlíf gunar vegna staðsetningar. Endurlífgunartækið Lucas ylli meiri áverk um á rifbein en þegar hnoðað væri handvirkt. Þeirra áverka væri því getið sérstaklega í skýrslunni. 108. Spurður um blæðingar í bakskinurými kvað vitnið það vera mjúkvefinn aftast í kviðar hol inu. Blæðingar í garnahenginu gætu skýrst af einhvers konar höggi í kviðinn eða utanaðkomandi þrýstingi en óvanalegra væri að sjá slíkan áverka eftir endur lífgunarvélar þó það gæti gerst enda lægi blæðingin djúpt. 109. Varðandi brot gegnum hægri þvertinda 2. og 3. lendhryggjarliðs kvað vitnið það vera utan þess svæðis sem endurlífgunartækið Lucas næði til enda ætti ekki að setja tækið á þennan stað. Brot sem þessi sæjust við byltur en þarna hefðu einnig verið blæðingar yfir svæðinu, þ.e. í hægri síðunni sem þý ddi að það kæmi kraftur utan frá sem ylli brotunum líka. Þessi kraftur kæmi því markvisst inn í hægri síðuna og bryti hryggjarliðina. 110. Um punktblæðingar kvað vitnið þær geta gefið ákveðnar vísbendingar, sérstaklega í tengslum við hálsáverka, kyrkingar, köfn un og slíkt. Brotaþoli hefði verið með mikla áverka á hálsi og mun meira en sæjust við kyrkingar. Það væru líka sljóir áverkar á augnsvæðunum sem tengja mætti punktblæðingarnar við en þetta hefðu ekki verið verulegar blæðingar. 111. Vitnið kvað mikla krafta haf a verkað á hálsinn og öndunarveginn alveg niður að efri hluta brjóstkassa. Mögulega hefði verið haldið fyrir munn eða mörg högg komið á munnsvæðið. Á hálsinn hefði komið mikill kraftur og valdið blæðingum og broti á tungubeininu, broti á skjaldbrjóskinu og broti á hringbrjóskinu. Þetta væru kraftar sem væru alveg til þess fallnir að valda köfnun með því að trufla öndunarveginn. 112. Vitnið kvað mikla krafta hafa verkað á hálsinn og öndunarveginn alveg niður að efri hluta brjóstkassa. Mögulega hefði verið haldið fyrir munn eða mörg högg komið á munnsvæðið. Á hálsinn hefði komið mikill kraftur og valdið blæðingum og broti á tungubeininu, broti á skjaldbrjóskinu og á broti hringbrjóskinu. Þá 37 hefðu verið áberandi blæðingar á axlargrind og efri hluta brjóstkassans. Þe tta væru kraftar sem væru alveg til þess fallnir að valda köfnun með því að trufla öndunarveginn. 113. Í því tilviki sem hér um ræddi væru miklir áverkar í barkakýlinu og hringbrjóskið, sem væri sterkast af þessum hörðu líffærum eða hörðu strúktúrum í barkakýli nu, hefði brotnað á þann hátt að það féll saman framan frá og í afturátt eins og krafturinn kæmi framan á hálsinn. Allt þetta væri á ólíkan og margvíslegan hátt til þess fallið að valda köfnun. Um mikla krafta hefði verið að ræða og endurtekningar í ferlin u öllu. Samlíkingin væri slys í einhvers konar tívolítæki þar sem flóknir kraftar kæmu, til eins og áverkarnir bæru vitni um. Aðspurður kvað vitnið fall eða endurteknar byltur afar ólíklegt til þess að skýra þessa áverka. Ekki væri hægt að útiloka að högg hefði komið framan á hálsinn til að valda áverkunum á brjóskgrindina en sennilega hefði þurft annað högg hægra megin frá til að valda áverkunum þar. Vitnið taldi þó þrýsting yfir svæðinu fremur koma til greina auk þess sem svolítið yfirþan hefði verið á lu ngunum. 114. Vitnið gerði grein fyrir helstu niðurstöðum vefjafræðirannsóknar en hann hefði skoðað vefjasýnin. Þar hefði sést drjúg blæðing með nevtrófílahópun auk þess sem átfrumur hefðu verið tíðar. Átfrumur, þ.e. makrófagar, væru frumur sem kæmu síðar inn í áverkann en nevtrófílar. Að jafnaði byrjuðu átfrumur að koma á einhverjum mínútum eða klukkutímum. Þegar dagar liðu færu átfrumurnar að taka upp járnið í blóðinu þremur klukkustundum heldur þyrfti sinn tíma talinn í dögum. Mjög erfitt væri að koma með fíngreiningar á tímasetningu áverka við vefjafræðiskoðun en þar sem um vefjaskemmd væri að ræða mætti draga þá ályktun að brotaþoli hefði hlotið hálsáverkann á meðan hann var lifandi. Ekki hefðu verið nein merki um járnúttöku þó átfrumurnar hefðu verið til staðar sem benti til þess að áverkinn hefði ekki verið farinn að þroskast eða eldast. Bólga væri alltaf það fyrsta sem gerðist en engin merki þess sæjust í þessu til viki. 115. Aðspurður frekar um hálsáverka brotaþola og aldursgreiningu kvaðst vitnið ekki geta sagt til um hvort um aðskilda kraftatburði hefði verið að ræða. Til þess að unnt væri að fullyrða um slíkt þyrfti vefjasýni sem sýndi ákveðið sértæki í breytingunum s em yrðu. Þá kvað vitnið ósennilegt að brotaþoli hefði lent í hjartastoppi löngu eftir síðasta áverkann. Brotaþoli hefði þá verið að kafna og þrýstingi verið viðhaldið á meðan hann var í dánarferlinu. Þá hefði verið líklegt að lesa hefði mátt meira úr vefja sýnum ef þetta hefði verið raunin. 116. Vitnið gerði grein fyrir helstu niðurstöðum réttarefnafræðilegrar rannsóknar sem sýndu að brotaþoli hefði verið undir miklum áfengisáhrifum þegar hann dó. Aðspurð ur taldi vitnið ósennilegt að brotaþoli hefði dáið af völd um áfengiseitrunar eða annars konar eitrunar. Þá væri nokkuð víst að hann þyldi meira magn áfengis en annað fólk. Ástand á lifur hefði ekki verið gott en ekki þó á því stigi að hefði dregið hann til dauða. Að mati vitnisins blasti dánarorsökin við í formi þessara miklu áverka sem maður með bágborið heilsufarsástand og undir miklum áhrifum hefði ekki getað lifað af. Áverkarnir á háls einir og sér hefðu nægt til þess að draga hann til dauða. Þá taldi vitnið parasetamól og amfetamín í þeim styrk sem mældist ek ki hafa haft nein áhrif. Kvaðst vitnið því sem næst útiloka eitrun sem dánarorsök. 117. Vitnið staðfesti að blæðing og fitublóðrek hefði átt sinn skerf í dánarferlinu. Skýrði hann það nánar svo að dánarorsökin væri kraftarnir á hálsinn og öndunarveginn en þessi r þættir væru ekki til að bæta ástandið. Væru þessir þættir afleiðing þess sem var að gerast, þ.e. fita hefði farið út í blóðrásina og stíflað æðar í lungum auk þess sem blæðingar hefðu verið drjúgar á tilteknum svæðum. Ómögulegt væri að segja hvort og þá hversu mikil áhrif þetta hefði haft og blóðmissir, þ.e. hvaða áhrif þetta hefði haft á getu brotaþola til að flytja súrefni um líkamann. Fitublóðrekið hefði hins vegar verið það útbreitt að það hefði valdið honum erfiðleikum. Áverkarnir stæðu hins vegar al veg sjálfstætt og það sem kraftarnir gerðu honum. 118. Varðandi sleglahraðtakt (VT) sem mældist sem fyrsti taktur þegar sjúkraflutningamenn komu á staðinn kvað n kom til kraftbeitingu á háls eða köfnun. 119. Vitnið yfirfór niðurstöður rannsóknar á sýni sem tekið var úr augnvökva brotaþola og glúkósi og laktat mæl t. Glúkósagildið sem mældist hefði verið mjög lágt en gildi laktats mjög hátt. Vandkvæði fylgdu svona mælingu því að glúkósi héldi áfram að efnabreytast í augnvökvanum eftir andlát. Traub - formúlan væri leið til þess að áætla hver glúkósinn hefði verið fyri r andlát. Í dag væri ekki byggt á þessum útreikningum og ekki unnt að 38 byggja á þeim. Hins vegar gæti þetta samrýmst því að dánarorsök væri köfnun og að brotaþoli hefði verið í vandræðum með að súrefnisnæra sig en þá færu vefir líkamans yfir í þessa súrefni sfirrtu glýkólýsu, að éta upp allan glúkósa sem lægi fyrir. Laktat byggðist hins vegar upp við köfnun, við súrefnisbrest í vefjum og þegar fólk væri að deyja úr súrefnisskorti. Það hefði verið gríðarlega hátt þegar brotaþoli var nýlega látinn. Kvaðst vitni ð setja mikinn fyrirvara við niðurstöður mælingar þegar einstaklingur væri ekki á lífi og rökstuddi hann það nánar. 120. E réttarlæknir staðfesti skýrslu sína og vitnisins D um útvíkkaða réttarkrufningu svo og viðbótarsvar í tengslum við hana. Þá lýsti hún ve rklagi við réttarkrufninguna. 121. Vitnið lýsti heildarmynd áverka brotaþola svo að á líkamanum hefði verið mikil út breiðsla áverka sem hlotist hefðu innan tiltölulega þröngs tímaramma. Sumir áverkar hefðu verið frábrugðnir áverkum sem hlytust eftir átök eða s lys. Nefndi vitnið sem dæmi áverka á höndum, á kynfærum og á geirvörtum. Þá hefði verið mikið af áverkum, sérstaklega á höfði og hálsi, sem ekki væri gert ráð fyrir að hlytust fyrir eigin slysni. Sem dæmi nefndi vitnið áverka í kringum barkakýlið, þ.e. á b rjóski og beinhlutum þar og að nokkru leyti líka á neðri hluta andlits í kringum munnsvæði og á hálsi, efst á brjósti, á baki og herðum. 122. Mikið hefði verið um blæðingar í vöðvum, sérstaklega á brjósti og herðum eða axlasvæði, einnig hefðu verið blæðingar í hálsvöðvum og djúpt í lærisvöðva. Á herðum og öxlum hefði jafnframt verið mikil vefjatrosnun. Þetta hefðu ekki verið innvortis blæðingar í hinum almenna skilningi, þ.e. hætta á að brotaþola blæddi út. Blæðing í bakskinurýminu væri af þessum toga líka, þ.e. hún hefði verið í rýminu fyrir aftan kviðarholið og aðallega í fitunni, í garnahenginu, í efri hluta lundar vöðvans og farið í kringum þvagleiðarann. Talið væri að áverkinn væri til kominn fyrir sljóan kraft, steyt. Mögulegt væri að krafturinn hefði komið á lendarsvæðið en það væri ekki útilokað að brotaþoli hefði fengið breiða ákomu á kviðinn. Fall á útstandandi innréttingar eða þess háttar væri ekki útilokað þó mat réttarlækna væri að þarna væri aftur um virkan kraft að ræða. 123. Vitnið kvað niðurstöðu krufn ingar um tilurð ytri áverka hafa verið að þeir hefðu komið til við sljóan kraft, í formi höggs eða þrýstings og endurtekið og af þó nokkrum ákafa þar sem sérstaklega hefði orðið trosnun á vöðvafrumum og vöðvunum sjálfum sem á vissum stöðum hefðu verið sund urkramdir. Einnig kæmi fall til greina í vissum tilvikum, t.d. ef skoðaður væri áverki á læri, en fallið yrði að vera á útistandandi harðan flöt. 124. Varðandi áverka á geirvörtusvæðum, kynfærasvæði og nárasvæði kvað vitnið m.a. horft á útlit áverkans. Geirvör tusvæðið hefði verið alskrámað og skrámur náð yfir alla geirvörtuna. Litlir marblettir í kringum geirvörturnar bentu samkvæmt þeirra reynslu til þess að þarna hefði verið um að ræða virkan kraft en sjálfsáverkar ólík legir . Þarna hefði verið snúningur, þrýstingur, tog eða klemma. Á kynfæra svæðinu hefðu verið blæðingar og bjúgur. Staðbundnir áverkar hefðu verið á getnaðarlim og pung sem hefðu getað komið til við tog eða snúning auk þess sem högg væri ekki útilokað. 125. Brot á fingrum brotaþola hefðu verið nokkur, tveir fingur brotnir á hægri hendi og fjórir fingur á vinstri hendi. Þegar litið væri til staðsetningar og hversu krafturinn var flókinn virtust brotin komin til vegna þvingunar, þ.e. fingurnir þvingaðir úr sinni náttú rulegu stöðu. Fingurnir hefðu verið skakkir og skældir og staðsetningin á brot unum og brotasvæðunum við liðina og kjúkurnar. Þá hefði verið trosnun á liðböndum og miklar blæðingar í svæðinu. 126. Hvað varðaði brot á efri hluta hægri dálks benti útlit áverkans til að hann væri kominn til fyrir sljóan kraft í formi höggs sem hefði komið inn hliðlægt á dálkinn á þessum stað. 127. Um rifbrot kvað vitnið líklegt að hluti þeirra hefði hlotist af endurlífgunartilraunum en það sama gilti ekki um brot baklægt eða hliðlægt nálægt hryggjarsúlunni. Taldi vitnið mjög ólíklegt að slíkt brot mætti rekja til endurlífgunartilrauna. 128. Áverkar á andliti, hálsi og brjóstinu einkenndust af margvíslegum flóknum kraftákomum, stærri og minni, sem hefðu í rauninni komið úr öllum áttum og jaf nvel á mismunandi tímum. Á andliti, hálsi og kjálka hefðu verið skrámur og marblettir efst á brjósti en öllu svæsnara þegar maður kæmi á dýpið. Í munnslímhúðinni hefði verið skráma en líka vefjarof í efri og neðri vör. Talið væri að þeir áverkar væru 39 tilko mnir vegna þrýstings eða einhvers konar misgengis á vefnum. Ekki hefðu verið miklar undirliggjandi blæðingar á þessum svæðum eins og reikna mætti með við högg eða spark. 129. Skrámur hefðu verið á báðum hliðum andlitsins og blæðingar í hálsvöðvanum alveg niðri við barkann og þá strúktúra sem væru í barkanum. Brot hefði t.d. verið á tungu beininu hægra megin, brot á báðum stóru hornunum í skjaldbrjóskinu og brot á hringbrjóskinu. Taldi vitnið útbreiðslu brotanna og þá sérstaklega á hringbrjóskinu benda til mikill a krafta, t.d. vegna þrýstings með hné, handlegg eða áhaldi strekktu yfir háls. Einnig hefðu verið blæðingar í aftari hálsvöðvum fyrir framan hryggjar súluna og í hálsvöðvunum fyrir aftan hana og niður að baki þar. Punktblæðingar hefðu verið bæði í augnslí mhúðinni og í munnslímhúðinni sem bentu til þess að kraft urinn hefði verkað í einhvern tíma og getað lokað á fráflæði frá höfðinu. Þó væri ekki unnt að útiloka að þær væru tilkomnar vegna sljós krafts sem hefði verkað bæði á augnsvæði og munnsvæði. 130. Að mat i vitnisins hefði hálsáverkinn orðið til fyrir sljóan kraft, þrýsting á framan verðan hálsinn, þ.e. fram og síðan aftur. Aðspurð kvað vitnið ekki útilokað að högg hefði getað valdið áverkanum en ólíklegra vegna útlits áverkanna. Það sama ætti við um að tek ið hefði verið um háls með tveimur höndum. Spurð hvort áverkarnir hefðu getað hlotist eftir fall kvað vitnið brotaþola hafa þurft að falla beint á hálsinn á eitthvað, t.d. úr mikilli hæð, og hanga þar. Hinn möguleikinn væri mikill þrýstingur að aftan frá m eðan legið væri á einhverju. Vegna útlits áverka á barkakýlinu taldi vitnið þetta langsótt. Þá væru ekki áverkar á hálsinum sem styddu þetta. 131. Aðspurð kvað vitnið hvorki unnt að útiloka að hálsáverkar hefðu komið til vegna einnar kraftákomu eða fleiri. Hins vegar hefði allt gerst á mjög svipuðum tíma. Áverkarnir hefðu verið ferskir, eins og sæist á vefjarannsókninni, sem vitnið lýsti frekar. Bólgu viðbrögð hefðu til að mynda ekki verið komin almennilega af stað svo og járnupptaka. Þarna hefði þó verið komið ákveðið viðbragð sem segði til um hversu ferskir áverkarnir hefðu verið. Talið hefði verið að áverkarnir hefðu orðið til innan sólarhrings. Benti vitnið á að út frá útliti áverka almennt og tímarammanum væri síður unnt að álykta að þeir hefðu komið til veg na falla, þ.e. vegna þessa þrönga tímaramma. 132. Vitnið rakti niðurstöðu réttarlækna í krufningarskýrslu um dánarorsök, en talið væri að brotaþoli hefði kafnað vegna ytri kraftverkunar á hálsinn á efri öndunarveg. Fitublóðrek í lungnaæðum gæti hafa verið meðve rkandi þáttur í köfnuninni en áverkarnir hefðu verið óafturkræfir og brotaþoli hefði dáið þó fitublóðrekið hefði ekki komið til. 133. Spurð um aðrar mögulegar dánarorsakir kvaðst vitnið telja að þær hefðu ekki verið neinar. Ástand lifur brotaþola hefði sagt til um að hann hefði haft áfengisþol. Sést hefðu álagsbreytingar í lifrinni, þ.e. fitusöfnun í lifrarfrumunum en sú breyting hefði ekki verið banvæn og að mati vitnisins ekkert haft með dánarorsök að gera. 134. Ekki hefðu verið merki um blóðstorknunarvanda. Mikið hefði verið um undirhúðar blæðingar og blæðingar á öðrum stöðum en þær hefðu ekki verið í þeim mæli að benti til þessa. 135. Varðandi þýðingu blóðsykursmælingar brotaþola eftir andlátið með tilliti til stöðu blóðsykurs í lifandi lífi kvað vitnið slíka mælingu e kki marktæka. Ekki hefði legið fyrir hversu lengi brotaþoli var í hjartastoppi. Brennsla glúkósa í köfnunarferli ykist og hefði brotaþoli verið dáinn í einhvern tíma eða að kafna í einhvern tíma gæti það skýrt gildi glúkósans. Hins vegar félli blóðsykurinn fljótt við andlát og því væri ómarktækt að líta til þessarar mælingar. Hvað varðaði laktat sem hefði mælst hátt gæti það bent til að brotaþoli hefði verið í loftfirrðum metabólisma á frumunum, þ.e. líkaminn þá nýtt glúkósa til að mynda laktat vegna ríkjan di súrefnisskorts. Aðspurð kvað vitnið svokallaða Traub - formúlu ekki gjaldgenga í hennar heimalandi. 136. F réttarmeinafræðingur staðfesti og skýrði helstu atriði matsgerðar sinnar fyrir dóminum. Vitnið kvaðst hafa skoðað ljósmyndir sem teknar voru við krufnin guna og lagt mat á áverkana, þá hefði hann kallað eftir ákveðnum viðbótar gögnum. Mikið hefði verið af nýlegum eða ferskum áverkum á brotaþola, svo sem mari og blæðingum. Ekki væri unnt að aldursgreina áverkana upp á mínútu en það teldust nýir áverkar sem hefðu orðið til undanfarna einn til tvo daga. 137. Suma áverka mætti túlka sem varnaráverka, sérstaklega á framhandleggjum og höndum. Einnig mætti túlka suma áverka sem afleiðingu af falli á einhvern hlut eða hluti. Flesta meiri háttar áverka væri unnt að túlka 40 á fleiri en einn veg. Nefndi vitnið sem dæmi rifbrot sem gætu orðið við endurlífgunartilraunir en ekki eingöngu við atlögu annars manns. Rifbeinsbrotin að aftan væru þó fremur ódæmigerð fyrir slíkt en þó ekki útilokuð væri nógu miklu afli beitt. 138. Vitnið kv að blæðingar og mar á hægri öxl og handleggjum auðveldlega hafa getað orðið til af völdum annars einstaklings eða í átökum á milli manna. Áverkar á upp handleggjum gætu líka verið varnaráverkar en ekki útilokað að þeir hefðu getað orðið til við endurlífgun við ákveðnar aðstæður. 139. Hvað varðaði brot á fingrum hefði brot á litla fingri skorið sig úr m.t.t. aflsins sem komið hefði á fingurinn, þ.e. með langvarandi hreyfi ngu á fingurinn. Áverkar á hinum fingrunum hefðu orðið til er þeim var þrýst til hliðar, við sveigju eða beygju til hliðar eða aftur. Mögulegt væri að brot á grunnliðum fingra hefði orðið við fall en brot á miðkjúkum gæti ekki orðið til á þann hátt. 140. Spurt var um áverka á hálsi sem hefðu bæði verið á svæði barkakýlisins og í skjald brjóski . Til þess að valda áverkunum á skjaldbrjóski þyrfti í sjálfu sér ekki mikið afl til þess að framkalla þá, eitt til tvö kíló gætu dugað og þeir gætu hafa orðið til við endu rlífgun eða endurlífgunartilraunir. Áverkar í tungubeinssvæðinu og í hring brjóskinu samrýmdust því ekki en verulegt afl hefði þurft til að framkalla þá áverka, samkvæmt vísindunum einhvers staðar á bilinu 10 80 kílóa afl. Vefjafræðileg grein ing á sýnum a f þessu svæði hefði leitt í ljós að áverkarnir á svæði efri barkakýlisins hefðu orðið til mjög nálægt dánarstundinni. Í vefjasýnum sem tekin voru á barka svæðinu hefðu fundist svokallaðir makrófagar sem benti til þess að þeir áverkar sem þar greindust hefð u verið eldri og líklega orðið til á bilinu einum til þremur dögum fyrir andlátið. Þessir áverkar samræmdust mjög auðveldlega því að þeir hefðu orðið til við ytri valdbeitingu en það væri ekki hægt að útiloka að þeir hefðu orðið til við fall. Aðspurður kva ð hann slíkt fall ekki hafa getað orðið við það eitt að falla á gólf. Það yrði að vera beint og hindrunarlaust fall á einhvers konar formaðan hlut. Kraft arnir hefðu verið það miklir að brotaþoli hefði þá legið áfram á þeim hlut sem hann hefði fallið á og krafturinn hefði áfram verkað á líkamann, þrengt að öndunarvegi og svo framvegis. 141. Áverkinn á svæði barkakýlisins gæti auðveldlega hafa orðið til við ytri valdbeitingu, þ.e. hann einn og sér hefði nægt til þess að valda dauða. Ekki væri unnt að svara því á grundvelli innri áverka hvers konar kraftbeiting hefði komið til, þ.e. þrýstingur með handlegg eða hné eða öflugt högg. Spurður um þá áverka á hálsi sem mögulega væru eldri taldi hann þá eina og sér ekki hafa getað leitt til andlátsins og m.a. mætti rekja það til þess að sýni sem tekin voru í tengslum við endurlífgunartilraunirnar hefðu ekki leitt í ljós verulegan blóðmissi. 142. Vitnið kvað valdbeitingu gegn hálsinum með köfnunaráhrifum vera sennilega dánarorsök brotaþola. Þegar horft væri á heild áverkanna, þ. e. massífa áverka víða á líkamanum væri langlíklegast að þetta væri dánarorsökin, tilkomin vegna ytri valdbeitingar. 143. Tveir aðrir möguleikar kæmu jafnframt til greina, þ.e. afleiðing skarps sykurfalls og hins vegar blanda af eitrunaráhrifum af völdum etanól s, alkóhóls og amfetamíns sem fannst í blóði. Benti vitnið á að vefjafræðileg rannsókn á brotaþola hefði sýnt fram á blæðingar á heilasvæðinu og í æðum á því svæði sem þar væru, og þær gætu hæglega verið dæmigerðar fyrir truflun á sviði blóðstorknunar sem væri dæmigerð hjá langt leiddum áfengissjúklingum og ekki óalgengt að sjá. Þá hefðu sjúkraflutningamenn staðfest mjög öran hjartslátt, sleglahjartslátt. Þegar um köfnun væri að ræða leiddi það vanalega til hægari hjartsláttar, ekki hraðari. Hinn hraði hjar tsláttur gæti bent til sykurfalls eða eitrunarsamverkunar vegna áfengis og örvandi efna eins og þarna kæmi fram. 144. Spurður um fitublóðrek og hvort það hefði átt þátt í að hraða köfnunarferlinu taldi vitnið beinbrotin sem fyrir hendi voru ekki nægja til að fr amkalla massíft fitublóðrek. Mun líklegra væri að það ætti rætur að rekja til endurlífgunartilrauna. Aðspurður kvað vitnið unnt að rekja fitublóðrek til áverka á mjúkvef, það væri ekki endilega lífshættulegt en gæti mögulega verið samverkandi. 145. V móðir ákærðu , og AA stjúpfaðir ákærðu lýstu vinasambandi ákærðu og brotaþola. V kvað brotaþola hafa að brotaþoli hefði yfirleitt verið undir áhrifum áfen gis og sótt mikið í það. Þá hafi hann verið valtur á fótum. Þá nefndu þau bæði tilvik í sumarbústað þeirra helgina áður en atvik þessi áttu sér stað en þá hefði brotaþoli 41 dottið fram af pallinum hjá þeim í um 90 100 cm hæð. Hann hafi farið á hausinn og hlo tið einhvern skaða í andliti sem vitnið AA lýsti frekar. Hann kvað brotaþola einnig hafa átt það til að skammast mikið og virtist stundum haldinn ranghugmyndum. Aðspurð kváðust vitnin ekki hafa orðið vör við að ákærða og brotaþoli beittu hvort annað ofbeld i. 146. G geðlæknir og dómkvaddur matsmaður , gerði grein fyrir helstu niður stöðum geðmats á ákærðu. Til grundvallar hafi m.a. verið þrjú löng viðtöl við ákærðu sem var þá í gæsluvarðhaldi. Ákærða hafi verið viðræðugóð og svarað skilmerkilega í sjálfu sér. Þó h afi ákærða ekki viljað ræða um það sem hefði farið fram á milli hennar og brotaþola í aðdraganda atviksins og í raun alfarið neitað að tala um það. Hún hefði þó rætt um hundinn sinn sem hefði dáið skömmu fyrir atvikið og hefði hún á meðan á frásögn stóð fa rið að hágráta. Hafi verið mjög áberandi að ákærða sýndi aldrei neinar tilfinningar. Áhrifin voru önnur í þau skipti er hún talaði um andlát hundsins þrátt fyrir að um mánuður hafi verið liðinn frá atvikum. Vitnið kvaðst aðspurður ekki geta skýrt þessi við brögð hennar en fyrst hefði ákærða algjörlega afneitað því að brotaþoli væri látinn en síðar hafi hún ekkert viljað ræða það. Hún hefði þó sagt vitninu að hún myndi hvað hefði gerst. Aðspurður kvað vitnið viðbrögð ákærðu í sjálfu sér óvenjuleg en ekki væri óalgengt að fólk lokaði á tiltekinn atburð og beindi athyglinni að einhverju öðru, t.d. að hundinum í tilviki ákærðu. Þá hefði drykkja brotaþola markað samskipti þeirra og líðan hennar. Taldi vitnið að dauði hundsins hefði í raun sett ákærðu úr jafnvægi o 147. Vitnið kvað ákærðu hafa verið hjá geðlækni nokkrum árum áður sem hefði greint hana með og sett hana á lyfjameðferð við því. Taldi hann einhverja spurningu um hvort að hún kynni að vera Vitnið kvað ákærðu ekki hafa v erið með ýkja mikil einkenni um það en skorað kannski örlítið á skölum sem að meta það ástand. Niðurstaða vitnisins hafi verið að hún væri ekki með einkenni alvarlegs geð sjúkdóms og ekkert þeirra einkenna sem eru talin eru upp í 15. grein almennra hegningarlaga. Vitnið kvaðst aðspurður ekki hafa greint áberandi einkenni í viðtölum við ákærðu sem þó þyrfti ekki að segja mikið. Þá hefði hann hvorki greint ranghugmyndir eða geðro fseinkenni af neinu tagi né örlyndiseinkenni. Að mati vitnisins þyrfti hún því ekki á sérhæfðri lyfjameðferð að halda. Taldi vitnið orðbragð hennar fremur mega rekja til reiði hennar í garð brotaþola. Greind hennar væri þegar litið væri til viðtala, skóla göngu og fleira, að minnsta kosti í meðallagi. Var kvaðst því ósammála mati geðlæknis hennar um 148. BB geðlæknir kvaðst hafa sinnt meðferð ákærðu fyrst snemma árs 2021 og eftir það hitta hana í sjö skipti á og því m jög erfitt að meta hana. Þá væri mjög erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar frá henni. Hún tali í belg og biðu, hlusti ekki og geti ekki farið yfir einföldustu upplýsingar. Þá haldi hún ekki þræði og því sé erfitt að segja til um hve mikið sé að marka sem hún segi. Það hafi vissulega mikil áhrif á niðurstöður í greiningarferlinu. Hafi það verið niðurstaða vitnisins að ákærða væri sennilega Vegna mikils sé hins vegar erfitt að meta þetta en hún hafi skorað hámark á skölum fyrir Vitnið kvað ákærðu þó virðast rólegri og kveða aðeins betur að á lyfjameðferð. Virtist hún þola [ lyf ] nokkuð vel og hefði hann sett hana á [ lyf ] en myndi ekki hvort hann hefði ávísað [ lyf ] sem hún tæki í dag. Aðspurður kvað vitið rannsóknir sýni að meðferð með [ lyf ] minnki geðrof og fíknivanda en það útiloki ekki að einstaklingar geti orðið veikir af lyfjunum en áhættan aukist með stærri skömmtum. 149. Fram kom hjá ákærðu að hún ætti að baki áfallasögu vegna fyrra sambands sem hafi verið ofbeldisfullt. Hún hafi hins vegar ekkert rætt samband sitt við brotaþola. Vitnið kvað ekki unnt að útiloka að einhver fíknisaga væri til staðar þó ákærða hafi ekki greint frá slíku. 150. Vitnið kvaðst ekki hafa orðið var við neinar ranghugmyndir eða aðsóknarhugmyndir hjá ákærðu í viðtölum við hana. Hann hafi vitað að ákærða hafi verið nátengd hundinum í meira en áratug og hefði dauði hans því getað haft djúpstæð áhrif á hana. Mögulega hafi hún ekki getað höndlað þær skyndilegu breytingar sem urðu þegar hann dó. 151. Einnig kom fyrir dóminn CC héraðs læknir sem úrskurðaði brotaþola látinn, skoðaði hann og framkvæmdi réttarlæknisfræðilega skoðun á ákærðu. Gerði hann grein fyrir aðkomu sinni í meginatriðum en ekki þykir ástæða til að rekja þann framburð sérstaklega. 42 152. Þá komu fyrir dóminn DD og EE kunning jar ákærðu og brotaþola. Ekki þykir ástæða til að rekja framburð þeirra sérstaklega. V. 1. Niðurstaða 153. Ákærðu er gefið að sök manndráp með því að hafa laugardaginn 23. september 2023, á heimili sínu að í Reykjavík, svipt brotaþola A lífi, en ákærða beitti A margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans, dagana 22. og 23. september 2023. Ofbeldið fólst meðal annars í höggum og/eða spörkum og þrýstingi á andlit, klof, bol og fótleggi auk þess að taka hann h álstaki og taka fast um, snúa upp á og beygja fingur hans, allt með þeim afleiðingum sem nánar greinir í ákæru og framhalds ákærum og verður nánar rakið síðar. 154. Ákærða telur að óskýrleika gæti í verknaðarlýsingu ákæru þar sem verknaðaraðferðir sem þar eru t ilgreindar virðast eiga við um tiltekna líkamsparta, þ.e. andlit, klof og bol, en að auki sé ákærðu gefið að sök að hafa tekið brotaþola hálstaki. Af þessu megi ráða að þeir áverkar sem hlutust á hálsi séu eingöngu raktir til hálstaks. Af hálfu ákæru valds ins er þetta skýrt svo að háls og efri hluti brjóstkassa teljist til bols brotaþola. Sé það ekki ætlun ákæruvaldsins að undanskilja aðra áverka, sem kunna að hafa hlotist með framangreindum verknaðaraðferðum, svo sem þrýstingsáverka á hálsi. Megi ákærðu ve ra þetta ljóst. 155. Samkvæmt orðabók er bolur skilgreindur sem líkami án höfuðs og útlima, en samheiti er búkur. Í almennu tali er oftast skírskotað til hálsins eins og um sérstakan líkamspart sé að ræða. Í umfjöllun um áverka í skýrslu réttarlækna og matsgerð dómkvadds mats manns er til að mynda tekið mið af þessu og eru áverkar á höfði og/eða hálsi annars vegar og bol hins vegar tilgreindir sérstaklega. 156. Við mat á því hvort högg og/eða spörk og þrýstingur á bol geti jafnframt tekið til kraft beitingar á háls verður að líta til þess að í bráðabirgðaskýrslu réttarlækna í umfjöllun um áverka var bent á að áverkamyndin sem heild benti til þess að krafturinn hefði verið virkur, þ.e. honum beint að líkamanum, sér í lagi að munnsvæðinu, hálsinum, efri hluta bolsins/a xlarsvæðunum, sem og nokkuð hnitmiðað að geirvörtum, kynfærum og höndunum. Útlit áverka benti til þess að verknaðaraðferðir hefðu hið minnsta verið í formi högga, sparka og taks um háls. Í kjölfar endanlegrar skýrslu réttarlæknanna gaf ákæruvaldið 17. janú ar sl. út framhaldsákæru þar sem niðurlagi ákærunnar var breytt til samræmis við niðurstöðu skýrslunnar. Byggir ákæruvaldið á því að dánarorsök brota þola hafi verið köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveg auk annarra samverkandi þátta . 157. Eftir útgáfu framhaldsákæru fór ákærða fram á að dómkvaddur yrði matsmaður til þess að leggja mat á dánarorsök. Laut ein matsspurningin að því hvort unnt væri að staðfesta að brotaþoli hefði verið tekinn hálstaki eða hann hefði orðið, með öðrum hætti, fy rir þrýstingi á háls. Var þeirri spurningu svarað eins og grein hefur verið gerð fyrir. 158. Þrátt fyrir að ekki verði séð, eins og hér háttar til, að vörnum ákærðu hafi verið áfátt vegna framsetningar verknaðarlýsingar í ákæru ber að mati dómsins að túlka han a sam kvæmt orðanna hljóðan. Þannig er því lýst í verknaðarlýsingu að ofbeldi hafi beinst að tilteknum líkamssvæðum með þeim hætti sem þar er lýst, þ.m.t. með því að taka brota þola hálstaki. 159. Ákærða neitar sök. Hún kannast ekki við að hafa beitt brotaþola ofbeldi dagana 22. og 23. september 2023. Kvað hún brotaþola hafa legið á gólfinu þegar hún hefði orðið vör við breytingu á líðan hans sem varð til þess að hún hringdi á neyðarlínuna. 160. Ákærða ber jafnframt fyrir sig minnisleysi að nokkru og kannast aðeins að hluta til við atvik í aðdragandanum. Til að mynda man hún eftir samskiptum við vitnin I og J en ekki að hafa veist að brotaþola þegar þau voru stödd í íbúðinni. Þá man hún takmarkað eftir því sem fram kemur á upptökum sem gerðar voru framangreinda daga í mynd og/eða hljóði eða neitaði að tjá sig. Um einstaka þætti vísaði hún til skýrslutöku hjá lögreglu. 43 161. Fyrir liggur að illa gekk að fá greinargóða lýsingu á því sem gerðist hjá ákærðu. Kemur þetta fram bæði hjá lögreglu - og sjúkraflutningamönnum sem komu á staðinn. Fyrstu upplýsingar bentu því ekki til þess að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað og samtal við ákærðu var fremur á þá leið að hún hefði komið að honum í þessu ástandi, eins og getið er í bráðamóttökuskrá. 162. Óumdeilt er og m.a. staðfest í sjúkragö gnum að heilsufar brotaþola var bágborið vegna áfengisfíknar. Hann hafði ítrekað leitað á slysadeild eftir átök eða slysfarir og virðist oft hafa verið óstöðugur á fótum. Ákærða hefur borið að byltur eða föll brotaþola hafi verið tíð. Hann hafi þó farið si nna ferða og ekki þurft sérstaka umönnun þó hún hafi sinnt ýmsu fyrir hann. Fær það nokkra stoð í sjúkragögnum þar sem ákærðu ber á góma, og hún er fyrst nefnd sem nánasti aðstandandi í janúar 2019. Samkvæmt sjúkraskrá leitaði brotaþoli síðast á bráðamóttö 163. Ákærða kveðst ekki hafa átt í kynferðislegu sambandi við brotaþola heldur hafi verið um langan vinskap að ræða. Hún kveðst ekki hafa verið í ofbeldissambandi þó hún vísi til þess að brotaþoli hafi oft vegna ástands síns verið erfiður viðureignar og átt það til að slá til hennar. Hún hefur neitað því að hafa beitt brotaþola vísvitandi ofbeldi. Vitni í málinu hafa þó borið á annan veg hvað þetta varðar en þó ekki talið að um alvarleg tilvik hafi verið að ræða. Hafi þau átt það ti l að rífast mikið og áfengis - og fíkniefnaneysla hafi komið við sögu hjá þeim báðum. 164. Ákærða hefur borið að brotaþoli hafi verið eitthvað slappur dagana áður en atvik urðu. Ekki kom fram að hann hefði verið með áberandi áverka eða sérstaklega þjáður. Gat hú n þó um að ákærði hefði dottið fram af palli við sumarbústað sex dögum áður og séð á andliti hans á eftir. 165. Um ástand brotaþola föstudaginn 22. september 2023 liggur því ekki annað fyrir en það sem haft er eftir ákærðu og vitnunum I og J. Vitnin, sem voru um tíma stödd að það kvöld, báru að brotaþoli hefði verið rúmliggjandi en þó komið fram og átt í samskiptum við vitnin og ákærðu. Hefði þá jafnframt komið í ljós að hundur ákærðu hafði nýlega dáið og kenndi hún brotaþola um það. 166. Framburður vitnanna I o g J hefur verið stöðugur um að ákærða hafi beitt brotaþola ofbeldi í viðurvist þeirra. Hafi hún verið í uppnámi vegna dauða hundsins og brotaþola afar reið. Bar vitnið I ákveðið að brotaþoli hefði stokkið upp í rúmið og sparkað í höfuðið á brotaþola en han n hefði ekki varið sig. Hefði vitnið þurft að stöðva hana tvisvar sinnum. Kvaðst hann aldrei hafa séð hana svona tryllta áður. Í málinu er ekkert fram komið sem er til þess fallið að rýra sönnunargildi framburðar vitnanna og engin ástæða til annars en að æ tla að endurtekin skýrsla vitnisins I hafi verið til þess eins að leggja sitt af mörkum við að upplýsa um það sem honum var kunnugt um og hann varð vitni að. Hefur framburður hans verið í öllum meginatriðum á sama veg fyrir dómi og hjá lögreglu. Þá liggur fyrir skýrsla tæknideildar um rannsókn á lófafari sem fannst í 2,15 cm hæð á rennihurð sem liggur upp við og samsíða rúminu sem brotaþoli lá í en það var samkennt við lófa ákærðu og efri vísifingur hennar. Getur far á þessum stað samrýmst því að ákærða haf i staðið í rúminu og stutt sig við renni hurðina. 167. Gögn málsins sýna að ákærða hringdi í vitnið H kl. 20:26 laugardaginn 23. september sl. og aftur eftir að hún hringdi á neyðarlínuna, eða kl. 21:47. Fram kom í skýrslu hans fyrir dómi að brotaþoli hefði þeg ar verið fluttur á bráða móttöku þegar hann kom ásamt félaga sínum T. Ákærða hefði þá verið í uppnámi, gengið um kófsveitt og kennt brotaþola um dauða hundsins hennar. Hann hefði ekki fengið svör um hvað hefði komið fyrir brotaþola. Vitnið lýsti því að han n hefði heyrt hljóð í brotaþola í símtalinu við ákærðu líkt og hann væri því að ég heyrði að hún var eitthvað kvaðst hafa verið í bílnum með H þegar ákærða hringdi og vildi að hann kæmi til hennar. Kvaðst hann hafa m unað ástæðu þess betur er hann gaf skýrslu hjá lögreglu en þar er haft eftir honum að ákærða hafi sagt að hún hefði verið að hnoða brotaþola. Þá er haft eftir vitninu að ákærða hafi hringt í H líka fyrr um daginn en þá hafi ífast. Dómurinn metur framburð vitnanna trúverðugan og er ekkert fram komið sem rýrir sönnunargildi framburðarins. 44 168. Á meðal gagna málsins er hljóðupptaka símtals sem ákærða átti við starfsmann Neyðarlínunnar kl. 21:22 laugardaginn 23. september 2023. Í sam talinu, sem er um átta og hálf mínúta að lengd, greinir ákærða frá því tundarlaus og að þau séu ein á heimilinu. Þá kveður hún hann hafa verið voða skrítinn lengi og óskar eftir sjúkrabifreið. Ákærða kveðst hafa blásið í hann og svarar því játandi að hún sé með hann á gólfinu. Aðspurð hvað hafi komið fyrir segir ákærða: eit ekki, hann er búinn að vera á einhverju fyllerí, ég veit ekki alveg hvað gerðist, hann er búinn að vera ð ekki, ég bara, ég er búin að vera meira og minna sofandi síðan ég kom Á meðan á samtalinu stóð leiðbeindi starfsmaður neyðarlínunnar ákærðu og hvatti hana til að hnoða stöðugt. Af hljóðum að dæma virðist ákærða hnoða en einnig heyrast líkams hljóð sem koma greinilega frá brotaþola. Þá heyrist ákærða segja að upp úr brotaþola hafi komið vökvi. Ákærða hélt stillingu sinni á meðan á samtalinu stóð en viðmælandi hennar var í samskiptum við hana allt þar til hjálp barst. 169. , heyrðu hljóð koma úr íbúð ákærðu á því tímabili sem um ræðir. L kvaðst hafa heyrt væl og öskur í karlmanni aðfaranótt laugardags. Hljóðin hefðu varað í um klukkustund líkt og einhver þjáðist. Þá staðfesti vitnið framburð sinn hjá lögreglu og að hún hefði jafnframt heyrt bankhljóð og hljóð eins og einhver væri að draga til þunga hluti í íbúðinni, mögulega húsgögn. K kvaðst hafa heyrt hljóð á laugardeginum eftir kl. 19:00 eins og það væri verið að hrinda til húsgögnum. 170. Dómur inn telur sannað með framburði ákærðu og öðrum gögnum máls að hún hafi verið ein í íbúðinni með brotaþola allt frá því að vitnin I og J fóru þaðan föstudagskvöldið 22. september 2023, eða um kl. 23:00 að sögn I í skýrslu lögreglu 24. september 2023. Taldi hann þau J þá hafa verið í í um tvær klukkustundir. Í málinu er ekkert sem bendir til þess að einhver annar hafi komið þangað eftir það allt þar til neyðaraðstoð lögreglu barst. Var því ekki öðrum til að dreifa en ákærðu í íbúðinni með ákærða og hún ei n gat varpað ljósi á atburðarásina í aðdraganda þess að brotaþoli missti meðvitund. 2. 171. Fyrir liggur að á brotaþola voru áverkar víðs vegar um líkamann. Í myndaskýrslu sem fylgir skýrslu réttarlækna má sjá hversu útbreiddir áverkarnir eru, og þá sérstaklega á efri hluta líkamans. Lögregla og sjúkraflutningamenn veittu tilteknum áverkum strax athygli á vettvangi. Sömuleiðis er getið um áverka í bráðamóttökuskrá en þar segir að við skoðun hafi komið í ljós marblettir á víð og dreif og einstaka áverkar sýnilegi r. 172. hafi ekki verið notað við endurlífgu nartilraunir þeirra. Liggur því ekki annað fyrir en að Lucas hafi fyrst verið notaður á bráðamóttöku. 173. Réttarlæknarnir og dómkvaddur matsmaður eru sammála um að áverkar á brotaþola hafi borið þess merki að um endurtekna sljóa kraftvirkni hafi verið að ræða og áverkarnir hafi verið ferskir. Viku þeir að útbreiðslu áverkanna sem vakti sérstaka athygli. Réttarlæknarnir töldu smásjárskoðun samræmast því best að áverkarnir hefðu komið til á sólarhringnum fyrir andlátið og áverkamyndina sem heild benda sterklega t il þess að bróðurpartur þeirra hefði komið til við nýlega aðför annars manns. Matsmaður miðaði við að elstu áverkar gætu verið allt að þriggja daga gamlir. Væri litið til fjölda þeirra og staðsetningar benti það fremur til þess að þeir hefðu orðið af völdu m annars einstaklings en ekki væri unnt að útiloka aðrar skýringar, svo sem endurtekin fallatvik eða endurlífgunartilraunir. 174. Ákærða kannast ekki við að hafa beitt brotaþola vísvitandi ofbeldi og telur vera aðrar skýringar á áverkum brotaþola. Ákærða hefur vísað til þess að heilsufar brotaþola hafi ekki verið gott, m.a. vegna áfengisneyslu, og 45 að hann hafi dottið á salerninu þennan dag. Þá bar hún um að hún hefði þurft að verja sig gagnvart brotaþola sem hefði sótt að henni og vísaði í framburð sinn hjá lögr eglu hvað það varðaði. 175. inni á salerninu og þá beint fram fyrir sig á salernið. Hún hefði séð það gerast útundan sér. Hefði hann verið með áverka á auga, kinnbeini og yfir augabrún. Öðrum falltilvikum þá daga sem um ræðir lýsti ákærða með óljósum hætti bæði hvað varðaði lýsingu á aðdraganda og tímasetningu. 176. Á upptökum á búkmyndavél rannsóknarlögreglumanns á vettvangi er að finna samtal við ákærðu áður en henni var kynnt réttarstaða sakbornings. Var hún beðin að sýna hvernig og hvar brotaþoli hefði dottið. Sú lýsing var 177. Í skýrslutöku hjá lögreglu 24. september sl. var ákær ða spurð hvenær hún hefði fyrst orðið vör við áverka á september var nú búin að segja að hann hafi hrunið þarna eitthvað fram fyrir sig á klósettinu þú veist á þarna eitthvað, hvað heitir þú ákærðu og borinn un Spurð hvort brotaþoli hefði verið að því þarna svaraði á sér einhvers staðar á klósettinu þegar bara, þú veist, beint þarna ein hvers staðar við hliðina á klósettinu og bara hvers staðar, henti sér 178. Eftir ákærðu er haft í skýrslu lögreglu frá 24. september sl. að henni hafi virst brotaþoli vera í geðrofskasti. Vísaði ákærða til þe ásaka hann en ásakaði bara meira mig að hafa sett hann upp í rúm og ekki farið strax upp í rúm af því að ég spurt brotaþola út í þetta en þá hefði hann m.a. öskrað og gargað á hana, hent sér fram úr rúminu og barið sjálfan sig í hausinn og andlitið á fullu. Þá hefði hann skellt á hana rennihurð sem hefði farið í andlitið á henni. 179. Fram kom að ákærða hefði varið s ig enda lært sjálfsvarnaríþróttir, haldið honum niðri og slegið hann utan undir og svo hefði hann róast. Aðspurð kvað hún það geta verið að hún hefði sparkað eitthvað í lærin á honum og kýlt einu sinni, en hún myndi það ekki. Hún hefði verið reið en ekki v iljað gera honum neitt. Þá kom fram að hún hefði í raun forðast brotaþola þegar hann var í þessum ham. Í skýrslutöku frá 28. september sl. vísaði ákærða enn til hegðunar brotaþola sem hefði gert það að verkum að hún hefði ekki þorað að sofa við hliðina á h hún hefði ekki verið með fullri meðvitund er atvik áttu sér stað, mögulega vegna byrlunar. Taldi ákærða þetta hafa verið á föstu deginum og tengdi þ etta við það er vitnin I og J voru í heimsókn en þau hefðu að hennar sögn orðið vitni að hegðun brotaþola. 180. Hljóð og/eða myndupptökur voru að hluta til bornar undir ákærðu fyrir dómi og kaus hún að tjá sig lítt eða ekki eða vísaði til lögregluskýrslna. Í sk ýrslutöku 11. og 12. októ ber 2023 var ákærðu kynnt að fundist hefðu ummerki um hljóð og/eða myndupptökur í síma hennar frá 22. og 23. september og voru þær spilaðar fyrir hana. Ákærða kaus að tjá sig ekki um þær að mestu leyti. Í síðustu skýrslutöku af ák ærðu 19. október sl. kvaðst hún ekki geta skýrt þá. 2. 181. Samkvæmt 115. gr. laga nr. 88/2008 metur dómari sönnunargildi framburðar ákærða, þar á meðal trúverðugleika hans, við úrlausn máls. Í því sambandi skal meðal annars hugað að ástandi og hegðun 46 ákærða við skýrslugjöf og stöðugleika í frásögn hans. Í dómafram kvæmd hefur við matið verið m.a. litið til viðbragða ákærða við spurningum og hvort haldbærar skýringar kunni að vera fyrir hendi á breyttum framburði eða framburði sem er í andstöðu við önnur sönnunargögn málsins, þ.m.t. lögregluskýrslur. Til hliðsjónar e r vísað til dóma Hæstaréttar frá 21. júní í máli nr. 8/2023, 18. febrúar 2021 í máli nr. 30/2020 og dóms Landsréttar frá 27. júní 2024 í máli nr. 693/2023. Kemur fram í dómunum að á framangreindum grunni sé trúverðugleiki framburðar þess sem ákærður er met inn um einstök atriði sem áhrif geta haft við sakarmat og tvinnist þar saman sönnunarmat og sakarmat. 182. Fyrir liggur að ákærða eyddi gögnum úr síma sínum er lögregla kom á vettvang í annað skiptið og gengið var á hana með spurningar um ástand brotaþola í aðd ragandanum. Í annarri skýrslutöku 24. september sl. var ákærða spurð um myndskeiðið sem lögregla hafði séð og hvort hún vildi skýra hví hún hefði eytt því. Svaraði reyndar, þú veist, ég ma öðru en þessu en kannaðist við að hafa tekið upp á símann umrætt skipti. Hér fyrir dómi vísaði ákærða til þess er áður hafði komið fram hjá henni um að síminn hefði veri ð fullur af gögnum og því hefði hún byrjað að eyða gögnum. 183. Dómurinn hefur horft og hlustað á upptökur í málinu. Þar má sjá og heyra, svo ekki verður um villst, að ákærða hafði yfirburðastöðu gagnvart brotaþola. Hún talar nánast í samfellu og að mestu í sam a tónfalli og oftast hversdagslega þó orðbragðið sé oft meiðandi eða gróft. Þá kemur víða fram að henni er vel ljóst að brotaþoli hafði ekki í roð í hana og hæðist að brotaþola eins og heyra má t.d. í upptöku frá föstudeginum kl. 14:41 en Getur þú ekki gert betur en þetta A, komdu með eitthvað betra en þetta, ég næstum því Nei, ég var bara að sparka aðeins í hann. A, vaknaðu, A, hættu þessu væli, hann er búinn að, hann alveg reynir að slá til mín og allt, sko. Ég bara, hann er 184. Ákærða gerir brotaþola einnig ljóst að hann fái ekke rt að fara nema á salernið. Þetta má til að mynda heyra á voga þér, þú skalt hurðina í friði, f íflið þitt, láttu hana í friði, láttu hana í friði. Hvert ætlarðu að fara, þú ferð aldrei neitt nema 185. Brotaþoli heyrist, eins og áður er lýst, kveinka sér eða veina, m.a. undan greinilegum höggum eða öðrum barsmíðum. Í fyrrgreindu símtali ákærðu við ónefnda konu á föstudeginum frá kl. 15:06 heyrist brotaþoli í aukana bæði í tali og með höggum og/eða spörkum og heyrist greinilega þegar brotaþoli veinar ítrekað. Á meðan á þessu stendur sakar ákærða hann ítrekað um að hafa drepið hundinn hennar og raddb lærinn breytist á toppurinn á tilver Þá sést brotaþoli kveinka sér á myndupptöku frá föstudeginum kl. 16:01 og biðj a hana að vera ekki vond við 47 186. Áverkar eru ekki sjáanlegir í andliti og á líkama í fyrstu myndupptökum frá föstu deg inum að undanskildum litlum mar bletti neðarlega á hægri handlegg brotaþola. Hann er til að mynda með skalla á hvirfli og engir áverkar sjást þá á höfði. Marblettur sést á innanverðum hægri kálfa þar sem brotaþoli situr á gólfi uppi við rúm í upptöku frá föstudegi kl. 16:12. Þegar brotaþ oli opnar munninn má sjá að hann er blóðugur. Áverkar á andliti brotaþola sjást ekki á myndupptöku fyrr en á laugardeginum, sbr. myndupptöku þann dag kl. 11:42, en þá liggur brotaþoli í rúminu. 187. Á hljóðupptöku frá laugardeginum kl. 10:11 heyrist brotaþoli a degi kl. 10:18 segir brotaþoli að sér líði illa. Hann heyrist ítrekað kveinka sér en ákærða spyr hann enn um st ítrekað emja eða kveinka sér og segist ákærða ætla að sýna honum sömu bara í höndina á þér laust, hvað er að þér (óskýrt) á andlitinu, og hvað svo, meiri að henda sér þarna á klósettið, ú gerir það bara sjálfur, A. Kókó náttúrulega gerði þetta sjálf, hún hlýtur að hafa dottið á hausinn og hálsbrotnað, er örugglega ekki gott að fá alla hl sé að brjóta hálsliðinn en þá deyi fólk. Þá emjar og biður hana að vera ekki svona vonda við sig. Ákærða spyr þá hvort hún eigi að gefa honum (óskýrt) hættu þessu væli, þú verður að hætta þessu væli og fara að keyra bara, vinna aðeins, hætta þessu 188. Á myndupptöku frá laugardeginum kl. 11:42 sést langatöng brotaþola fjólublá og bólgin og blóðugt sár á vinstri augabrún. Brotaþoli kveinkar sér ítrekað og u frá sama degi kl. 13:14 Brotaþoli seg höndina á þér, er ekki í lagi með þig, hvað ertu að væla? Eitthvað að þér, ógeðslegur. Bara fara á geðdeild eða sjúkrahúsið eða heilsuhæli eða eitthvað, þú ge tur ekkert verið hér. Hvað er eiginlega að þér, dettandi um allt hans. 189. Síðasta upptaka á síma er frá laugardeginum 23. september kl. 13:18 og þar víkur talinu enn að hundinum. Þar verið g erð fyrir. Ástand brotaþola var ekki umtalsefni ákærðu í samtalinu en sjálf var hún að hans sögn í geðshræringu og kvað brotaþola hafa drepið hundinn sinn. Kvaðst vitnið hafa heyrt brotaþola veina og hafa beðið hana sérstaklega um að vera góð við brotaþola . Ákærða hringdi í neyðarlínuna kl. 21:17. 190. Ákærða hefur fyrir dómi og í skýrslutökum hjá lögreglu greint frá því að brotaþoli hafi sjálfur komið sér fram úr rúmi og á gólfið. Þar hafi hann legið lengst af á laugardeginum. Lýsti ákærða þessu einnig í skýrsl utökum 48 hjá lögreglu, þ.e. hvernig hún hefði sótt kodda og teppi og boðið honum að liggja í sófanum og horfa á sjónvarpið. Að mati dómsins vekur þessi sérkennilega staðsetning brotaþola athygli svo og skýringar ákærðu á henni. Í samtali við ákærðu sem tekið var upp á búkmyndavél rannsóknarlögreglumanns á vettvangi var ákærða spurð hvernig hann hefði komist fram og á gólfið og svaraði hún þá að brotaþoli hefði pissað í rúmið ði ekki nennt að hreyfa sig eða vera í sófanum enda eitthvað slappur. 191. Ákærða kvaðst ekki hafa séð blóð í munni brotaþola eða annars staðar. Hún hefði stigið í blóð sem var eftir endurlífgunartilraunir sjúkraflutningamanna. Það liggur hins vegar fyrir að h eilsukoddi og koddaver með blóði úr brotaþola var á meðal þess sem var haldlagt en einnig má sjá blóð á sængurfatnaði á myndupptöku frá laugardeginum. 192. Mælingar á blóðsýni ákærðu hjá rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði leiddu í ljós am fetamín 105 ng/ml, metamfetamín 20 ng/ml og etanól 0,91 prómill (merki). Samkvæmt þeim var ákærða undir áhrifum áfengis og örvandi efna. Ákærða kvaðst ekki muna hvernig neyslu sinni hefði verið háttað á þeim tíma sem um ræðir en vitnin I og J kváðu hana ha fa verið í neyslu. Samkvæmt sjúkraskrá ákærðu og 193. Vitnið U bar um samtal við ákærðu eftir að hún hóf afplánun þar sem hún lýsti því hvernig hún hefði beitt brotaþola ofbeldi umrætt skipti, m.a. hvernig hún hefði brotið á honum fingurna, sköflunginn og allt fyrir utan búkinn til þess að passa að hann myndi ekki deyja. Framburður vitnisins hefur verið á einn veg hvað þetta varðar og að um eigin frásögn ákærðu hafi verið að ræða sem fleiri samfangar voru vitni að. Dómurinn metur framburð vitnisins trúverðugan og er ekkert fram komið sem rýrir sönnunargildi hans. 194. Dó murinn lítur til þess að ákærða hefur allt frá upphafi haldið eftir veigamiklum upplýsingum eða færst undan að svara spurningum um aðdraganda atvika sem máttu verða til þess að varpa ljósi á atburðarásina, þ.m.t. spurningum er tengjast upptökum á hennar ei gin síma. Upptökur í málinu sanna, gegn neitun ákærðu, að hún beitti brotaþola vísvitandi ofbeldi í aðdraganda andláts hans, dagana 22. og 23. september sl. Sönnunargildi gagns af þessum toga er ríkt, enda um samtímagagn að ræða þar sem brotaþoli sjálfur t jáir sig um ofbeldi sem hann er beittur. Sýna upptökur jafnframt hvernig ástand brotaþola var í aðdraganda andlátsins en hann var lítt fótafær og meira eða minna rúmliggjandi, framan af vegna áfengisástands, en að auki kemur glöggt fram á upptökum að ákærð a stýrði ferðum hans. Af upptökunum verður jafnframt ráðið að mótstöðuafl brotaþola fór þverrandi er á leið og var orðið bágborið á laugardeginum. Engu að síður hélt brotaþoli áfram að þjarma að honum. Um stigmögnun ofbeldis var að ræða á köflum þar sem be in tenging er á milli þráhyggju vegna dauða hundsins og árásargirni. Þá ber að líta til aðstöðumunar á milli ákærðu og brotaþola á verknaðarstundu sem var bersýnilegur. Þá var ákærða ekki með áverka sem styðja frásögn hennar af ofbeldi brotaþola í hennar g arð, en á henni voru fjórir daufir marblettir á handleggjum. 195. Með vísan til þess sem rakið hefur verið er það mat dómsins að framburður ákærðu um þau atriði sem máli skipta hafi verið óstöðugur, misvísandi og í mörgum tilvikum fjarstæðukenndur, m.a. í teng slum við skýringar á minnisleysi hennar. Þá hefur hann verið í andstöðu við önnur fyrirliggjandi sönnunargögn og framburð vitna. Á þetta einnig við um framburð ákærðu hjá lögreglu sem ákærða vísaði til fyrir dómi, þar sem hún endurtekið gerði mikið úr hlut verki sínu í að styðja ákærða en lýsti sjálfri sér sem fórnarlambi . Metur dómurinn framburð ákærðu ótrúverðugan í öllum meginatriðum hvað framangreint varðar. 196. Eins og atvikum var háttað og að virtum gögnum máls sem gerð hefur verið grein fyrir, sem og skýr slu réttarlækna og dómkvadds matsmanns og skýrslum þeirra fyrir dómi, telur dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að eftirtalda áverka megi rekja til líkamsmeiðinga brotaþola og kraftbeitingar af því tagi sem greinir í verknaðarlýsingu ákæru: Brot á nefhry gg kinnkjálkans, undirhúðablæðingu í neðri hluta andlits, slitáverka á efra og neðra varahafti, önnur sár og skrámur á höfði, marbletti og mjúkvefjablæðingar í framhandleggjum og upphandleggjum, sér í lagi umhverfis vinstri axlarliðinn, mar og marbletti á brjósti og baki, skrámur með marblettum á geirvörtum, hlið - og baklægt brot gegnum efri rif, mar á efra blaði hægra lungans, brot gegnum 49 hægri þvertinda lendarhryggjaliða 2 og 3, blæðingar í garnahenginu og bakskinurýminu umhverfis vinstri þvagleiðarann, þ rota og mjúkvefjablæðingar í náranum, í getnaðarlim og pung, marbletti og grófar mjúkvefjablæðingar í lærvöðvum og brot gegnum efri hluta hægri dálksins, mölbrot á hægri löngutöng með aðliggjandi blæðingum í liðbönd og aðra mjúkvefi, liðbandsslit með beinf lísun á beygihlið hnúaliðs hægri þumals, vöðvatrosnun og mjúkvefjaskaða um hnúalið vinstri þumals, brot gegnum hnúahluta nærkjúku litla fingurs vinstri handar og staðbundnar blæðingar í djúpa og grunna vöðva handanna og inn með sinaslíðrum og stundum inn í liði. 197. Ekkert bendir til þess að brotaþoli hafi glímt við blóðstorknunartruflun sem áhrif hefði getað haft á þessar niðurstöður, svo sem fyrri slysatilvik eða skráning í sjúkraskrá. Fær það einnig stoð í því sem fram kemur í matsgerð um að fitusöfnun í lif ur brotaþola hafi ekki verið komin á það stig að hún hefði átt að trufla storknunina marktækt. Blóðstorkutruflanir sjáist gjarnan við lifrarbólgu eða skorpulifur en ekki hafi verið merki um slíkt hjá brotaþola. Réttarlæknarnir töldu einnig að blæðingarnar í brotaþola væru ekki í því magni eða útbreiðslu miðað við áverkana að það benti til blóðstorkutruflana. 198. Fallast má á að einstaka ferskir áverkar, þ.e. skrámur og maráverkar á höfði, þ.m.t. andliti svo og mar og marblettir á brjósti og baki kunni að eiga s ér aðrar skýringar. Verður vafi um tilurð þessara áverka skýrður ákærðu í hag. Þeir áverkar eru allir minniháttar. Ákærða hefur haldið því fram frá upphafi að brotaþoli hafi dottið inni á salerni en ákærða vísaði til slíks tilviks í tengslum við tiltekna á verka. Þrátt fyrir að framburð ákærðu hvað þetta varðar beri að taka með fyrirvara þar sem hann er metin ótrúverðugur liggja fyrir ljósmyndir í málinu sem sýna tvo blóðdropa á þeim stað sem hún vísaði til. Einnig fær þetta að nokkru stoð af upptökum í máli nu frá laugardeginum 23. september 2023. Ekki er loku fyrir það skotið þegar litið er til útlits og staðsetningar áverka á hægra gagnaugasvæði og kringum vinstra eyrað, á hægri eyrnablöðkunni, á vinstra augnsvæði yst og neðst, á nefi, vinstri augabrún miðl ægt, neðra augnloki vinstra augans miðlægt, vinstra augnsvæðinu, svo og efra og neðra augnloki hægra augans, og vinstri hluta efri og neðri vararinnar, að þá megi rekja til falls. 199. Þá er er það mat dómsins eftirtalda áverka, megi skýra með öðrum hætti og ák ærða því ekki talin bera ábyrgð á: Sár á vinstri ökkla, mar á neðri hluta hægra herðarblaðs og marblettir á framanverðum og innan verðum hnjám. Fallast má á þá skýringu matsmanns að áverki á hægri hluta herðablaðs kunni að tengjast endurlífgunartilraunum. Orsakir hinna áverkanna eru óútskýrðar. 200. Varðandi brot á fingrum telur dómurinn gögn málsins sýna ótvírætt að þau séu tilkomin vegna líkamsmeiðinga ákærðu. Þó að brotaþoli kunni við fall að hafa skaðað einn fingur á hendi, eins og ákærða heldur fram á upptö ku, er ljóst að hún skaddaði fingur brotaþola markvisst og alvarlega eftir það og verða allar afleiðingar því raktar til háttsemi hennar. 3. 201. Við réttarkrufningu komu jafnframt í ljós miklir og víðtækir áverkar á hálsi brotaþola sem lýst er í ákæru sem marblettum og blæðingum í mjúkhlutum hálsins, þar með talið eru djúpar blæðingar í vöðvum barkakýlisins, brot gegnum bæði efri horn skjaldbrjósksins og blæðandi áverkar á sinni hvorri hlið hringbrjósksins. Þessir áverkar, sem ekki voru greinanlegir af ytri ummerkjum, eru annars vegar staðsettir á framanverðum hálsi þar sem er að finna brot og sprungur á tungubeins - , barkakýlis - og hringbrjóskssvæðinu, og hins vegar hægra megin í mjúkvefjum hálsins þar sem blæðingar var að finna. Réttarlæknum og matsmanni be r saman um að kraftbeiting á háls hafi verið afar mikil og tengir sá síðarnefndi þá miklu krafta sérstaklega við brot - og sprunguáverkana. Þá var það mat réttarlækna að útlit áverka benti til mikils þrýstings á framanverðan hálsinn en D réttarlæknir lýsti því svo að við þetta hefði jafnvel hringbrjóskið brotnað, sem sé 50 202. Matsmaður staðfesti fyrir dómi að einn sljór kraftatburður á hálsinn myndi nægja til að fram kalla umrædda áverka en sú niðurstaða styddi að um verk annars manns væri að ræða skömmu fyrir andlátið. Hann benti á að vefjafræðileg rannsókn á tungubeinsvöðva bringubeins (musculus sternothyroideus), sem staðsettur er djúpt í framanverðum hálsinum, frá efsta hluta bringubeins til skjaldkirtilsbrjósksins, benti þó til þess að hluti áverkanna á hálsinum gæti verið allt að þriggja daga gamall og þá mögulega til kominn vegna falls á hálsinn sem brotaþoli gæti hafa lifað af. Brot á báðum efri hornum skjaldbrj ósksins væri hins unnt að tímasetja nærri dánarstundinni og engin merki um að sá áverki hefði orðið til á meðan brotaþoli var á lífi. 203. Ákærða byggir á því að ósannað sé að hún hafi tekið brotaþola hálstaki og að áverkar geti skýrst af öðrum ástæðum, jafnvel fleiri en einni, til að mynda blöndu af valdbeitingu og falli. Við mat á því hvers konar kraftbeiting hafi átt sér stað á hálsinn ber að líta til þess að réttarlæknum og matsmanni ber saman um að útlit áverkanna bendi til að nokkrir möguleikar komi til gr eina þar sem þrýstingur er lagður á háls eða þrengt að hálsi. Í bráðabirgðaskýrslu réttarlækna var talið að útlit áverka benti til taks um háls. Í endanlegri skýrslu er útlit áverka talið samræmast þrýstingi á framanverðan háls og nefnt sem dæmi er þrýstin gi er beitt á háls með hné, fæti eða framhandlegg. Matsmaður taldi á hinn bóginn ólíklegra að unnt væri að beita nægum krafti með hálstaki framan á til að framkalla brot í barkakýli og skjaldbrjóski. Taldi hann útlit áverka því fremur geta samræmst hálstak i aftan frá (með framhandlegg aftan frá), hnefahöggi eða þrýstingi hnés á háls sem myndi nægja til að veita þá áverka sem staðfestir séu. Taldi hann kraftbeitingu frá hægri líklegri vegna aukinna blæðinga í vefjum. Þá nefndi matsmaður einnig kyrkingu. 204. Ma tsmaður taldi einnig að til greina kæmi að skýra áverka á framhlið hálsins sem sljóan hálsáverka vegna falls á hálsinn. Eins og fram kemur í réttarlæknisfræðilegum gögnum og matsgerðinni voru ekki önnur ytri ummerki á hálsi brotaþoli en skráma á framanverð um hálsinum. Í málinu er þó ekkert sem styður að hálsáverkar brotaþola hafi hlotist af falli, sem þyrfti að vera sérstaks eðlis, eins og réttarlæknar og matsmaður gerðu nánar grein fyrir. Taldi matsmaður að sú staðreynd að bæði horn skjaldbrjósksins væru b rotin mælti gegn því að fall hefði getað orsakað áverkana. Af sömu ástæðum mælti það gegn því að hluti áverka hefði getað hlotist af endurlífgunartilraunum. Er það því mat dómsins að áverkar brotaþola verði ekki skýrðir með þessum hætti. 205. Réttarlæknarnir g erðu grein fyrir vanköntum við að tímasetja framangreinda áverka nákvæmlega. Voru þeir þó sammála um að hugsanlegt væri að endurtekin kraftbeiting á háls hefði getað átt sér stað en nærtækara væri með hliðsjón af rannsóknarniðurstöðum að það hefði þá verið innan sólarhrings þó annað væri ekki útilokað. 206. Brotaþoli var á lífi á laugardeginum og gat tjáð sig eins og hljóð og myndupptökur bera með sér. Þá var brotaþoli á lífi þegar ákærða hringdi í vitnið H að kvöldi þess dags, tæpri klukkustund áður en hún hrin gdi í neyðarlínuna kl. 21:22. Þykja vefjarannsóknir sem sýndu vægan breytileika í fyrstu skrefum vefjaviðbragða, þ.e. engin merki um hrörnun á rauðum blóðkornum eða merki um járnupptöku, styðja þá niðurstöðu að ekki hafi liðið langur tími frá því að brotaþ oli hlaut hálsáverkana og þar til hann lést. Með vísan til framangreinds, gagna máls og ótrúverðugs framburðar ákærðu telur dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærða hafi veitt brotaþola umrædda hálsáverka. 207. Þó ekki verði staðhæft með hvaða hætti ákær ða beitti hálstaki telur dómurinn ótvírætt með vísan til gagna máls og framangreinds vitnisburðar réttarlækna og matsmanns, svo og eðlis og umfangs hálsáverkanna, að um hafi verið að ræða kröftugan þrýsting á háls brotaþola sem lagður verði að jöfnu við að beita hálstaki. Hefur vörnum ákærðu ekki verið áfátt þó lýsing í ákæru hafi ekki verið nákvæmari hvað þetta varðar, sbr. 180. gr. laga nr. 88/2008. 4. 208. Ákærða reisir varnir sínar jafnframt á því að dánarorsök brotaþola sé ósönnuð eða rekja megi hana til an narra þátta. Vísar hún einkum til niðurstöðu í matsgerð hvað þetta varðar og bendir á ríkt sönnunargildi gagns af því tagi sem hafa skuli meira vægi en önnur sérfræðigögn sem aflað hafi verið einhliða. 51 209. Sá háttur hefur lengi verið hafður á að lögregla leiti aðstoðar réttarlækna á rannsóknarstigi án dómkvaðningar. Er það í samræmi við 1. mgr. 86. gr. laga nr. 88/2008 sem kveður á um að lögregla geti í þágu rannsóknar leitað til sérfróðra aðila þegar þörf er á sérfræðilegri skoðun eða rannsókn til að upplýsa m ál. Sönnunargildi sérfræðigagna sem þessara er ríkt en einnig ber að líta til þess að á ákærendum og lögreglu hvílir hlutlægnisskylda, sbr. 3. mgr. 18. gr. og 2. mgr. 53. gr. laga nr. 88/2008. 210. Tveir óháðir réttarlæknar hjá rannsóknastofu Háskóla Íslands ko mu að krufningunni. Báðir komu fyrir dóminn, svöruðu spurningum og staðfestu skýrslu sína um hina útvíkkuðu réttarkrufningu. Þá er sönnunarmat dómara frjálst og ber honum að meta sönnunargögn máls heildstætt með það fyrir augum að leiða hið sanna í ljós sv o að dómur í sakamáli verði efnislega réttur. Ekki hafa verið leiddir í ljós neinir annmarkar á framangreindri skýrslu réttarlækna sem sýnt er að hafi þýðingu fyrir úrlausn málsins. Hið sama er að segja um viðbótarsvar réttarlækna sem lögregla óskaði eftir í því skyni að upplýsa um tiltekin atriði eftir að tilefni gafst til. 211. Í matsgerð og hér fyrir dómi gerði matsmaður grein fyrir því að sá möguleiki væri fyrir hendi að dánarorsök hefði verið köfnun eða kyrking. Færði hann rök fyrir því með vísan til meiri háttar áverka á hálssvæðinu, eins og þegar hefur verið grein fyrir. Hann taldi þó ekki útilokað að aðrar dánarorsakir væru mögulegar og tiltók í þessu sambandi annars vegar eitrunaráhrif vegna samverkandi áhrifa amfetamíns og alkóhóls sem leitt gæti til ba nvæns blóðsykurfalls og hins vegar eitrun vegna samverkandi áhrifa/víxlverkunar alkóhóls, kódeíns og amfetamíns. Um niðurstöðu þessa eru réttarlæknar og matsmaður á öndverðum meiði. 212. Réttarlæknunum ber saman um að rannsóknarniðurstöður bendi sterklega til þ ess að dánarorsökin hafi verið köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn. Vísast til umfjöllunar hér að framan um áverka á hálsi. Til efri öndunarvegar telst nef, munnur og barki. Réttarlæknar töldu útlit áverka á vörum og formunni, e inkum vinstra megin, geta samræmst því að haldið hefði verið fyrir munn brotaþola og krafturinn yrði skýrður meira af vefjamisgengi eða togi. Gerðu þeir nánar grein fyrir áverkum þessum fyrir dómi. 213. Í verknaðarlýsingu í ákæru er ekki gerð sérstök grein fyri r þessari verknaðaraðferð, þ.e. að halda fyrir vit brotaþola, en slitáverka á efra og neðra varahafti getið sem afleiðingar af ofbeldi ákærðu. Í niðurstöðu matsgerðar sem staðfest var af matsmanni er hluti áverkanna fremur talinn samræmast kraftbeitingu, s vo sem höggi eða falli. Telja réttarlæknar þann möguleika einnig koma til greina. Hefur dómurinn þegar komist að þeirri niðurstöðu að hluta áverka á vörum megi rekja til falls. Á upptökum má sjá blóð í munni brotaþola 22. september og enn 23. september sl . auk þess sem brotaþoli getur þess að ákærða hafi lamið sig í andlit. Verða slitáverkar á vörum því ekki settir í samhengi við dánarorsök brotaþola heldur tengdir við líkamsmeiðingar sem beindust að andliti brotaþola. 214. Verður þá vikið að öðrum mögulegum sj úkdómsbreytingum sem til greina kæmu sem dánarorsök eða samverkandi þættir. Sjúkraskrá brotaþola nær aftur til ársins 2010. Þá þegar var brotaþoli með sögu um remur er getið um áfengis eitrun á árunum 2014 og 2017 og grun um slíkt árið 2021. Einnig kom fram og var haft eftir brotaþola sjálfum að hann neytti fíkniefna. 215. Mælingar á blóðsýni brotaþola hjá rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja - og eiturefnafræði lei ddu í ljós etanól ljós metamfetamín, kódeín og parasetamól. Í útæðablóði mældist parasetamól 6,9 ng/ml, amfetamín 265 ng/ml og kódeín 30 ng/ml. Í niðurstöður bendi til þess að hinn látni hafi notað lækningalega skammta af kódeíni og parasetamóli, stóra skammta af amfetamíni og verið með alvarlega áfengiseitrun. 216. Eins og fram kemur í skýrslu réttarlækna og matsgerð dómkvadds matsmanns sýndi vefjafræðileg rannsókn á lifur mikla fitusöfnun í lifrarfrumum en einnig eðlilegar lifrar frumur. Ekki hafi sést bólga eða markverð bandvefjarmyndun. Skerðing á lifrastarfsemi var þv í mjög ólíkleg í tilviki brotaþola. Í matsgerð er talið að fitusöfnun í lifur og fleiri atriði í heilsufarssögu brotaþola kunni þó að hafa gert hann veikari fyrir gagnvart lífs hótandi blóðsykurfalli. 52 217. Að mati dómsins er, þegar litið er til stigs lifrarsjú kdóms brotaþola og heilsufarssögu hans, ekki leitt í ljós að eitrunaráhrif hafi verið slík að þau hefðu ein og sér leitt brotaþola til dauða. Skýrist það einnig af áunnu drykkjuþoli brotaþola. Vafalaust er þó að eitrunar áhrifin hafa dregið úr mótstöðuafli hans, eins og glögglega sést á upptökum, og því sumpart verið meðvirkandi þáttur hvað það varðar. 218. Dómurinn telur jafnframt ósannað hver áhrif amfetamíns og kódeíns voru í tilviki brotaþola. Þá liggur ekki fyrir í hvaða mæli brotaþoli neytti þessara efna a lmennt. Að mati dómsins verður ekki byggt á rannsóknarniðurstöðum varðandi brenglun í glúkósastyrk einum og sér hvað þetta varðar. Voru réttarlæknar afdráttarlausir um að dauðsfall brotaþola gæti ekki skýrst af efnum í blóði samverkandi með stöðu blóðsykur s. Gerðu þeir grein fyrir áreiðanleika rannsókna sem lægju þessu til grundvallar og rökstuddu sérstaklega að túlka bæri niðurstöður með fyrirvara þegar um látinn einstakling væri að ræða. Verða svör matsmanns fyrir dómi ekki skilin á annan veg en að hann t aki undir það. Með vísan til framangreinds telur dómurinn því varhugavert að draga megi afgerandi ályktanir hvað þetta varðar við mat á dánarorsök og telur að réttarkrufning og frekari rannsóknir er að þessu lúta hafi ekki leitt í ljós þætti sem geti talis t vera dánarorsök brotaþola eða samverkandi þættir hennar. 219. Dómurinn vísar til þess sem áður er rakið um umfang hálsáverka brotaþola en þeir voru þess eðlis að einir og sér gátu þeir dregið brotaþola til dauða. Er þetta samdóma niðurstaða réttarlækna sem o g dánarorsök sem matsmaður taldi vel koma til greina af ástæðum sem áður eru raktar. Að mati dómsins styðja aðrir þættir þá niðurstöðu að dánarorsök brotaþola hafi af þessum orsökum verið köfnun vegna banvæns súrefnisskorts, svo sem punktblæðingar í augnlo kum og ofþensla lungna. Þá liggur fyrir að brotaþoli var í hjartastoppi á vettvangi er neyðaraðstoð barst. Hann var því látinn þegar sleglahjartsláttur mældist við rafvirkniathuganir og hafði hann því ekki áhrif á köfnunarferlið. 220. Ákæruvaldið byggir á því að blæðing innvortis og fitublóðrek vegna áverka á mjúkvefjum og beinum hafi átt sinn þátt í spillandi áhrifum á súrefnisnæringu til heilans og hafi þannig verið til þess fallið að stuðla enn frekar að framvindu köfnunarferlisins. 221. Við mat á því hvort fram angreindir þættir hafi haft áhrif í þessa veru ber að líta til þess að innvortis blæðingar og fitublóðrek eru mögulegar afleiðingar af tilteknum áverkum. Til innvortis blæðinga telst blæðing inn á mjúkvefi. Réttarlæknar gerðu grein fyrir því að slík blæðin g hefði verið drjúg þó ekki væri unnt að mæla rúmmál blóðtaps nákvæmlega. Fyrir liggur að samkvæmt blóðgreiningu var hemóglóbíngildið nærri eðlilegu ástandi. Telur matsmaður það styðja að marktækt blóðtap vegna blæðinganna hafi ekki átti sér stað. Telur dó murinn með vísan til framangreinds ekki sýnt fram á að innvortis blæðingar hafi stuðlað að framvindu köfnunarferlisins. 222. Fitublóðrek getur komið til vegna beinbrota jafnt sem áverka á mjúkvefi og getur skert blóðflæði til lungna. Réttarlæknar vísuðu til þe ss í skýrslu sinni og viðbótarupplýsingum vegna hennar að í smásjársýnum hefði sést útbreitt fitublóðrek en umfang þess ráðist af umfangi áverka auk þess sem það fari vaxandi eftir því sem tími sem líður frá áverkanum lengist. Erfitt sé að segja til um hve r hlutur áverka á rifbein sem rakin eru til endurlífgunartilrauna hafi verið í þessu sambandi. Matsmaður taldi að fitublóðrek hefði verið ástand sem að hluta til eða jafnvel að öllu leyti hefði verið afleiðing endurlífgunartilrauna, þ.e. beinbrota á rifbei num, og hefði getað dregið úr endurlífgunarlíkum. Varðandi blæðingar í mjúkvefjum taldi matsmaður þær ekki svo alvarlegar að þær tengdust andlátinu að þessu leyti. Dómurinn telur með hliðsjón af framangreindu ekki sýnt fram á að fitublóðrek hafi stuðlað að framvindu köfnunarferlis. 223. Með vísan til þess sem rakið hefur verið telur dómurinn sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, að dánarorsök brotaþola hafi verið köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveg. Dómurinn hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að engum öðrum hafi verið til að dreifa á heimili ákærðu þegar brotaþoli lést og að hún hafi í aðdragandanum beitt hann margþættu ofbeldi, sem meðal annars beindist að hálsi brota þola, með þeim afleiðingum er að framan greinir. Verður ákærða sakfelld fyrir háttsemina. 53 224. Brot ákærðu er heimfært undir 211. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en málið var jafnframt reifað með tilliti til 2. mgr. 218. gr. laganna. Ákvæðið hljóðar svo; - eða heilsutjón af árás eða brot er sérstaklega hættulegt vegna þeirrar aðferðar, þ.á.m. tækja, sem notuð eru, svo og þegar sá, er sætir u að brotaþola ber að meta sem samfellda atburðarás en alvarlegasta brotið ræður heimfærslu til refsiákvæðis og tæmir sök. 225. Við mat á heimfærslu til refsiákvæðis ber að líta til huglægrar afstöðu ákærðu fyrir og eftir atvikið. Þegar gögn málsins eru virt í heild sinni, þar með taldar upptökur sem liggja fyrir í málinu, verður ekki séð að ásetningur ákærðu hafi staðið til annars en að kvelja brotaþola sem lengst, þar með talið með líkamsmeiðingum vegna dauða hunds hennar. Ber það víða á góma á títtnefndum up ptökum. Til að mynda segir ákærða ítrekað í upptöku föstudaginn 22. september 2023 að hún vilji ekki drepa brotaþola en halda honum á lífi af öðrum ástæðum, ekki síst svo að hann geti áttað sig á gjörðum sínum. Þetta kemur einnig fram eftir að ákærða býður brotaþola verkjalyf þegar hann hefur ítrekað kveinkað sér og veinað af sársauka vegna áverka á hendi. Segir hætta þessu helvítis rugli, getur fa rið að vinna eftir tvo daga. Þú verður bara, fáðu þér vatn og vítamín og góða 226. Þá virtist ákærða a.m.k. í fyrstu átta sig á raunverulegum ástæðum dauða hundsins, eins og glögglega kom fram í símtali við kunningjakonu hennar. Ákærða fór hins vegar út af sporinu er athygli hennar beindist að brotaþola og hún varð sífellt uppteknari af því að hann hefði átt þátt í dauða hundsins og virtist trúa þeim hugmyndum. Ákærða viðraði þessar hugmyndir sínar við lögreglu á vettvangi og bar sérstaklega á þeim í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu. Ákærða hefur ekki skýrt hvers vegna hún hringdi í vitnið H skömmu fyrir andlát brotaþola en vitnisburður hans bendir til þess að ástæðurnar hafi v erið aðrar en áhyggjur af brotaþola. Ákærða hringdi eftir það á neyðarlínuna eins og gerð hefur verið grein fyrir. Hegðun ákærðu á vettvangi, svo sem með því að reyna að vekja brotaþola með því að slá hann utan undir eftir að sjúkraflutningamenn komu, bend ir til þess að hún hafi staðið í þeirri trú eða talið sér trú um að brotaþoli myndi koma til sjálfs síns. Kom það einnig fram í samtali við lögreglu á upptökum á búkmyndavél að brotaþoli hefði lent í ýmsu í gegnum tíðina en alltaf haft það af. Var hún þann ig frá byrjun úr tengslum við atburðinn og það sem þar hafði raunverulega átt sér stað og sýndi engin merkjanleg tilfinningaleg viðbrögð gagnvart brotaþola, heldur gerði sér fremur far um að réttlæta atvikið og afneita athöfnum sínum. Fær þetta jafnframt s toð af vitnisburði G geðlæknis sem lýsti m.a. geðslagi hennar þegar á viðtölum við hana stóð og U sem upplifði það svo að ákærða tryði því ekki að hún hefði banað brotaþola. 227. Samkvæmt þessu telur dómurinn að ekki hafi vakað fyrir ákærðu að bana brotaþola í aðdraganda andláts hans. Telur dómurinn að draga megi þá ályktun að ákærða hafi í fyrstu beitt brotaþola alvarlegum líkamsmeiðingum í trausti þess að hann myndi lifa það af. Á hinn bóginn var ákærðu ljóst hversu bágborið ástand hans var og henni gat ekki d ulist að áframhaldandi líkamsmeiðingar, sér í lagi á viðkvæmum líkamspörtum eins og hálsi, væru líklegar til að bana brotaþola. Þegar litið er til framangreinds, hins langvinna ástands, hættueiginleika verknaðaraðferða ákærðu og afleiðinga háttsemi hennar verður hún heimfærð undir 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga. V. 228. Ákærða hefur verið sakfelld fyrir sérlega hættulega líkamsárás sem leiddi til andláts brotaþola. Dómurinn telur ekkert fram komið í málinu sem bendi til þess að ákærða hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu. Styðst það við niðurstöðu matsgerðar í málinu og önnur gögn málsins. Ákærða er því sakhæf í skilningi 15. gr. almennra hegningarlaga. Áður er lýst hegðun ákærðu í aðdraganda, á meðan á atvikum stóð og efti r atvik sem bendir eindregið til röskunar á geðrænu ástandi hennar, fyrst og fremst vegna tilfinningalegs ójafnvægis eftir dauða hunds hennar og sumpart vegna áhrifa örvandi efna og áfengis. Að mati dómsins liggur ekkert fyrir um að geðrænum högum hennar s é eða hafi verið farið svo að mæli gegn því að refsing megi bera árangur, sbr. 16. gr. sömu laga. 54 229. Ákærða er fædd í desember 1981. Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dagsettu 15. desember 2023, hefur hún áður hlotið refsingu fyrir brot á lögum um ávana - og fíkniefni og umferðarlagabrot. Nú síðast var hún dæmd í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið í eitt ár með dómi Landsréttar frá 20. janúar 2023 og var dómur Héraðs dóms Reykjavíkur frá 25. október 2021 þá staðfestur. Þrátt fyrir að um eðlisólík brot sé að ræða hefur ákærða rofið skilorð framangreinds dóms Landsréttar og verður refsingin því dæmd upp og henni gerð refsing í einu lagi, sbr. 60. gr. og 77. gr. laga nr. 19/1940. 230. Við ákvörðun refsingar er litið til þess að ákærða hefur með háttsemi sinni ger st sek um alvarlegt ofbeldisbrot og atlögu gegn brotaþola sem gat ekki varið sig. Til refsiþyngingar horfir að háttsemi ákærðu var sprottin af grimmúðlegum hvötum. Ákærða á sér engar málsbætur en hún hefur ekki með nokkrum hætti sýnt merki um iðrun svo trú verðugt sé. Með vísan til framangreinds og með hliðsjón af 1., 2., 3., 6. og 8. tölulið 1. mgr. 70. gr. laga nr. 19/1940 þykir hæfileg refsing ákærðu vera 10 ára fangelsi. Til frádráttar refsingu komi óslitið gæsluvarðhald ákærðu frá 24. september 2023. 231. Á kærða er bótaskyld vegna háttsemi sinnar og eiga lögráða börn brotaþola B fæddur og C fædd rétt á miskabótum úr hendi hennar á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Þá ber ákærðu að greiða C skaðabætur 840.957 kr ónur vegna útlagðs kostnaðar vegna útfarar brotaþola sem styðst við framlagða reikninga, sbr. 12. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Kostnaður þessi telst hæfilegur, sbr. 2. mgr. 12. gr. laganna og ber vexti eins og nánar greinir í dómsorði. Ekki er krafist vaxta af útlögðum kostnaði. 232. V ið ákvörðun miskabóta er litið alvarleika og afleiðinga verknaðar ákærðu sem er til þess fallinn að valda miska þó ekki sé um að ræða missi framfæranda. Óumdeilt er að börn brotaþola voru í stopulu sambandi við hann sem ófyrirséð var hvernig myndi þróast t il framtíðar. Þykja hæfilegar miskabætur með hliðsjón af dómafordæmum vera 2.000.000 krónur til hvors um sig. Ber krafan vexti eins nánar greinir í dómsorði en upphafsdagur dráttarvaxta er mánuði eftir birtingu þeirra samhliða fyrirkalli þann 10. janúar 20 24. 233. Af hálfu aðila heldur Inga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaður fram einkaréttarkröfum barna brotaþola, sem njóta gjafsóknar. Verður allur gjafsóknarkostnaður þeirra greiddur úr ríkissjóði. Þykir þóknun lögmannsins hæfilega ákveðinn 1.501.500 krónur. Hefur þá ekki verið tekið tillit til virðisaukaskatts af þóknun lögmannsins. Hliðsjón er höfð af tímaskýrslu lögmannsins en tímagjald ræðst af reglum dómstólasýslunnar nr. 1/2024. 234. Ákærða greiði sömu fjárhæð í málskostnað sem renni til ríkissjóðs eins og nánar gr einir í dómsorði. 235. Til samræmis við niðurstöðu málsins og með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 verður ákærðu gert að greiða allan sakarkostnað málsins. Fyrir liggur yfirlit ákæruvaldsins yfir heildarsakarkostnað sem nemur samtals 2.888.604 krónu m sem ákærða ber samkvæmt þessu að greiða. 236. Við ákvörðun málsvarnarlauna verjanda er málið virt í heild og tekið mið af meðferð þess á rannsóknarstigi og umfangi að öðru leyti. Þá er hliðsjón höfð af reglum dómstólasýslunnar nr. 1/2024. Þá tekur dómurinn tillit til þeirra verkefna sem falla undir hlutverk verjanda innan hóflegra marka. Verjandi ákærðu krefst málsvarnarlauna fyrir 396,25 klst. vinnu og vísar til ítarlegrar sundurliðunar í tímaskýrslu. Þó fallast megi á með ver janda að mál þetta hafi krafist mikillar vinnu verður sá tími að vera í samræmi við eðli máls og innan skynsamlegra marka. Samkvæmt tímaskráningu voru samskipti við ákærðu óvenjutíð og tímafrek en þau voru á öllum stigum málsins allt frá tilnefningu verjan dans og á tímabili nær viðstöðulaus. Við bættist erindisrekstur sem ekki getur talist til hlutverks verjanda. Að öllu virtu þykja hæfileg málsvarnarlaun verjanda vera 7.640.880 krónur. Við ákvörðun málsvarnarlauna er tekið tillit til virðisaukaskatts. 237. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari. 55 238. Dóminn kveða upp Sigríður Hjaltested héraðsdómari og dómsformaður, Þóra Steffensen réttarmeinafræðingur og Halldóra Jónsdóttir geðlæknir. D Ó M S O R Ð: Ákærða, Dagbjört Guðrún Rúnarsdó ttir, sæti fangelsi í 10 ár. Til frádráttar refsingu komi óslitið gæsluvarðhald ákærðu frá 24. september 2023. Ákærða greiði B 2.000.000 krónur auk vaxta samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 23. september 2023 til 10. febrúar 2024, en með dráttar vöxt um frá þeim degi samkvæmt 1. mgr. 6. gr. til greiðsludags. Ákærða greiði B 2.000.000 króna auk vaxta samkvæmt 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 23. september 2023 til 10. febrúar 2024, en með dráttarvöxtum frá þeim degi samkvæmt 1. mgr. 6. gr. til greiðslu dags. Ákærða greiði C jafnframt 840.957 krónur vegna útfararkostnaðar. Gjafsóknarkostnaður einkaréttarkröfuhafa 1.501.500 króna þóknun Ingu Lillýjar Brynjólfsdóttur lögmanns greiðist úr ríkissjóði. Ákærða greiði 1.501.500 krónur í málskostnað sem renni í r íkissjóð. Ákærða greiði málsvarnarlaun skipað verjanda síns, Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns, 7.640.880 krónur og annan sakarkostnað 2.888.604 krónur.