LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 14. maí 2018. Mál nr. 412/2018 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Kári Ólafsson aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Guðmundur Njáll Guðmundsson lögmaður ) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. A - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var ú rskurður héraðsdóms um að X skyldi sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga n r. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ingveldur Einarsdó ttir, Jón Finnbjörnsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut má linu til Landsréttar með kæru 10 . maí 2018 sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur /2018, þar sem varnaraðila var gert að sæta gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 24. maí 2018 til klukkan 16 og einangrun á meðan á því stendur. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192. gr. laga nr. 88 /2008 um meðferð sakamála. 2 Varnara ðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að henni verði gert að sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds. Til þrautavara krefst hún þess að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími og að hún verði ekki látin sæta einangrun. Þá krefst hún kærumálskostnaðar. 3 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði stað festur. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Ekki er fallist á kröfu um kærumálskostnað, sbr. 3. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 10. maí 2018 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur krafist þess að Hé raðsdómur Reykjavíkur úrskurði að kærða, X , kt. [ ... ] verði gert að sæta gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 24. maí nk. til kl. 16.00. Þá er þess krafist að kærðu verði gert að sæta einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur. Í greinargerð aðstoðarsaksóknara kemur fram að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafi stöðvað sendingu á . Búið hafi verið að koma fyrir umfangsmiklu magni niefna í sendingunni. Y hafi verið mer ktur móttakandi sendingarinnar hér á landi og hafi lögregla fylgst með honum undanfarið af þeim sökum. Þá er þess getið að á grundvelli nánar tilgreinds úrskurðar frá Héraðsdómi Reykjavíkur hafi verið komið fyrir eftirfararbúnaði í sendingunni. Y hafi tekið v ið sendingunni og aðstoðaði kærða hann við að nálgast muni úr sendingunni. Að því loknu hafi þau ekið með grindina utan af þar sem þrír aðrir sakborningar málsins hafi haldið t . Grindinni h og að því loknu ha fi kærði ekið á brott ásamt Y . Þau hafi síðan verið handtekin skömmu síðar. Í greinargerð sækjanda kemur einnig fram að þegar lögregla hafi hafi verið búið að koma botnstykkinu af grindinni, hvar fíkniefnin hefðu verið geymd up pha flega, í , greinilega í þeim tilgangi að skrúfa í sundur botnstykkið og nálgast efnin. Að sögn aðstoðarsaksóknara hefur kærða gefið afar ótrúverðuga frásögn hjá lögreglu þess efnis að hún kannist ekki við neina sendingu og hafi hvergi k omið nálægt því að taka upp úr umræddri sendingu. Verulegt ósamræmi sé einnig Y . Í ljósi framangreinds og þeirra gagna sem lögreglan hafi aflað sé kærða undir rökstuddum grun um aðild að stórfelldu fíkniefnalagabroti. Lögreglan t elji brýna nauðsyn á því að kærða sæti gæsluvarðhaldi, í einangrun, á þessu stigi máls þar sem ljóst sé að gangi kærða laus geti hann sett sig í samband við meinta samverkamenn, eða þeir sett sig í samband við hann, sem og möguleg vitni. Þá geti kærða einn ig komið undan gögnum með sönnunargildi sem lögreglu hafi ekki tekist að leggja hald á nú þegar. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, og til að sæta einangrun samkvæmt b. lið 1. mg r. 99. gr., sbr. 2. mgr. 98. gr. sömu laga, sé þess krafist að krafan nái fram að ganga eins og hún sé sett fram. Niðurstaða: Samkvæmt því sem að framan var rakið og því sem fram kemur í rannsóknargögnum málsins er kærða undir rökstuddum grun um að eiga aðild að umfangsmiklu fíkniefnamisferli. Fallist er á með lögreglustjóra að kærða geti torveldað rannsóknina hafi hún óskert ferðafrelsi. Það eru því uppfyllt skilyrði a liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 og verður krafan tekin til greina eins og í úr skurðarorði greinir. Þá verður kærðu gert að sæta einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur samkvæmt b lið 99. gr., sbr. 2. mgr. 98. gr. nefndra laga. Ú R S K U R Ð A R O R Ð Kærða, X , kt. [ ... ] skal sæta gæsluvarðhaldi en þó ekki lengur en til fimmtudags ins 24. maí nk. til kl. 16.00. Kærða sæti einangrun á meðan á gæsluvarðhaldinu stendur.