LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 29. nóvember 2019. Mál nr. 105/2019 : A ( Jónas Jóhannsson lögmaður ) gegn B ( Edda Björk Andradóttir lögmaður) Lykilorð Ráðningarsamningur. Riftun. Sveitarfélög. Skaðabætur. Útdráttur A var vikið úr starfi starfsmanns við búsetuþjónustu hjá B vegna meints líkamlegs ofbeldis gagnvart skjólstæðingi hennar. A höfðaði mál gegn B og krafðist þess að henni yrðu dæmdar skaða - og miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Landsréttur taldi að málið hefði ekki verið nægilega u pplýst áður en ákvörðun um fyrirvaralausa brottvikningu A var tekin og B hefði því brotið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt taldi rétturinn að B hefði ekki gætt þess að leita vægari úrræða gagnvart A vegna þeirra ávirðinga sem á hana voru bornar. Var því ekki gætt þess meðalhófs sem B hefði átt að viðhafa þegar um svo íþyngjandi ákvörðun er að ræða, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga. Var því litið svo á að brottvikning A hefði verið ólögmæt og ætti A því rétt á skaðabótum úr hen di B sem voru hæfilega metnar 4.000.000 króna, auk miskabóta sem ákveðnar voru 500.000 krónur. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Oddný Mjöll Arnardóttir og Sigurður Tómas Magnússon og Eggert Óskarsson , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 13. febrúar 2019 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Vestfjarða 17. janúar 2019 í málinu nr. E - /2018 . 2 Áfrýjandi krefst þess í áfrýjunarstefnu að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þá leið að henni verði dæmdar 13.084.775 krón ur í skaðabætur og 3.000.000 kr óna í miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi hjá stefnda 22. desember 2016. Þá verði stefndi dæmdur til greiðslu málskostnaðar í hér a ði og fyrir Landsrétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál . 3 Stefndi krefst þess að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefst hann málskostnaðar úr hendi áfrýjanda fyrir Landsrétti. 2 Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Áfrýjandi starfaði við búsetuþjónustu hjá stefnda og var upphaflega í 57% starfshlutfalli samkvæmt ráðningarsamningi 14. janúar 2015. Samkvæmt gögnum málsins var starfshlutfall hennar þó breytilegt á starfstíma hennar hjá stefnda. 5 Í starfi áfrýjanda fólst umönnun og aðstoð við fatlaða einstaklinga inni á heimili þeirra, sem þ eir eiga rétt á í samræmi við lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, áður lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks. 6 Áfrýjandi var boðuð til fundar með yfirmönnum stefnda 6. desember 2016. Á þeim fundi var henni afhent bréf dagsett sama dag þar sem henni var tilkynnt að til skoðunar væri hvort tilefni væri til að víkja henni fyrirvaralaust frá störfum vegna grófra brota í starfi, sbr. 4. mgr. greinar 11.1.6.1 í kjarasamningi Verkalýðsfélags Vestfirðinga við Samband ísle nskra sveitarfélaga, sem gilti um ráðningarsamband aðila. Áfrýjanda var í bréfi þessu meðal annars gefið að sök að hafa beitt skjólstæðing sinn líkamlegu ofbeldi. Tekið var fram að umræddur einstaklingur hefði greint öðrum starfsmönnum búsetu frá þessu lau gardaginn 3. desember 2016 og aftur 4. desember sama ár. Var áfrýjanda gefinn kostur á því að tjá sig um málið á sérstökum fundi sem haldinn yrði 9. desember sama ár með tilgreindum yfirmönnum hjá stefnda. Í niðurlagi bréfsins var tekið fram að ekki væri ó skað eftir vinnuframlagi áfrýjanda á meðan málið væri í skoðun en hún héldi óskertum launum á tímabilinu. Á fundinum 9. desember þvertók áfrýjandi fyrir að hafa beitt skjólstæðing sinn líkamlegu ofbeldi. 7 Með bréfi til lögreglunnar á Vestfjörðum 13. desember 2016 óskaði stefndi eftir desember og aftur sunnudaginn 4. desember hefði skjóls tæðingur búsetuþjónustu stefnda greint þremur nafngreindum starfsmönnum stefnda frá því að annar ppnámi vegna þessa. Um væri að ræða fatlaða konu sem búi í sjálfstæðri búsetu en njóti sólarhringsþjónustu frá stefnda. Hún væri með þroskahömlun, hreyfihömlun og mikla sjónskerðingu. Hún geti tjáð sig en sé málhölt og því geti stundum reynst erfitt að sk ilja hana. Tekið er fram í niðurlagi bréfsins að þar sem um væri að ræða grun um líkamlegt ofbeldi hafi starfsmenn stefnda ekki faglegar forsendur til að rannsaka málið og leiti því til lögreglunnar. 8 Með bréfi stefnda 22. desember 2016 var áfrýjanda vikið frá störfum. Þar var vísað til þess að búið væri að fara yfir andmæli hennar , sem sett höfðu verið fram á fundi og í bréfi 9. desember 2016 , og málið að öðru leyti og niðurstaðan væri sú að víkja henni úr starfi ðingur hefur greint öðrum . Í bréfinu er tekið fram að málið hafi verið kært til lögreglu. Þá segir einnig að stefndi hafi fallist á að greiða áfrýjanda þriggja mánaða uppsagnarfrest. 3 9 Með bréfi lögreglunnar á Vestfjörðum 16. febrúar 2017 var stefnda tilkynnt að rannsókn málsins væri lokið og það sem fram hefði komið við rannsókn þess teldist ekki líklegt til sakfellis. Væri málið fellt niður með vísan til 145. gr. laga nr. 88/2008 um meðfe rð sakamála. 10 Að öðru leyti en að framan greinir vísast um atvik máls til hins áfrýjaða dóms. Málsástæður aðila 11 Áfrýjandi byggir á því að stefndi hafi með ólögmætum hætti sagt upp ráðningarsamningi hennar þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til upps agnar. Þá hafi skilyrði kjarasamnings til fyrirvaralausrar uppsagnar ekki verið uppfyllt. Við þá málsmeðferð hafi heldur ekki verið gætt að meginreglum stjórnsýsluréttar. 12 Stefndi byggir á því að frávikning áfrýjanda og öll málsmeðferð í því sambandi hafi f arið fram í samræmi við gildandi lög og reglur og gildandi kjarasamning. Fullnægjandi forsendur fyrir frávikningu áfrýjanda hafi verið fyrir hendi og öllum viðeigandi málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar fylg t. Niðurstaða 13 Í bréfi því sem áfrýjanda var af hent á fundi með yfirmönnum hjá stefnda 6. desember 2016 voru tilgreind fjögur atriði sem til skoðunar væru vegna mats á því hvort tilefni væri til að víkja henni fyrirvaralaust frá störfum vegna ætlaðra brota í starfi. Var þar í fyrsta lagi um að ræða lík amlegt ofbeldi gagnvart skjólstæðingi, í öðru lagi brot á þagnarskyldu, í þriðja lagi brot á réttindum skjólstæðings og í fjórða lagi myndatöku af trúnaðargögnum. Af gögnum máls ins verður þó ráðið að ástæða brottvikningarinnar hafi fyrst og fremst verið sú að talið var að áfrýjandi h efði beitt skjólstæðing sinn líkamlegu ofbeldi. 14 Fram kemur í gögnum málsins að skjólstæðingur áfrýjanda sem hér um ræðir sé kona með fötlun sem búi í sjálfstæðri búsetu en njóti sólarhringsþjónustu frá stefnda. Hún sé með þroska hömlun, hreyfihömlun og mikla sjónskerðingu. Hún geti tjáð sig en sé málhölt og því geti stundum reynst erfitt að skilja hana. Af hálfu stefnda er á því byggt að skjólstæðingur áfrýjanda hafi greint þremur starfsmönnum stefnda frá því að áfrýjandi hafi bei tt hana líkamlegu ofbeldi með því að slá hana í handlegginn fyrir neðan olnboga, eins og fyrr gre i nir. Vitnin K og J báru fyrir héraðs dómi að þegar þær voru við vinnu og staddar heima hjá skjólstæðingnum hafi hún gefið þeim til kynna með látbragði og orðum að áfrýjandi hefði lamið hana í hendina. Vitnið I skýrði frá á sömu lund og kvað hana hafa gefið í skyn með látbragði að áfrýjandi hefði slegið hana í vinstri hendi. Áfrýjandi bar fyrir héraðsdómi að hún hefði aldrei lamið umræddan skjólstæðing. Hún skýrð i frá því að það h efði verið einhvern laugardaginn að skjólstæðingur hennar hafi verið að slá sjálfa sig í andlit og háls og áfrýjandi hafi þurft að grípa í hendur hennar og halda þeim til þess að koma í veg fyrir að hún gæti skaðað sjálfa sig. Vitnin J og I báru báðar fyrir héraðsdómi að skjólstæðingurinn ætti það til að slá sjálfa sig í andlitið. 4 15 Þótt ekki sé fyllilega ljóst hvað átti sér stað milli áfrýjanda og skjólstæðings hennar er ekki ástæða til að draga í efa að skjólstæðingurinn hafi með framangreindum hætti komið upplýsingum á framfæri við stefnda um að eitthvað hafi komið upp í samskipt um við áfrýjanda sem stefndi varð að bregðast við. Hins vegar er það álitaefni í málinu hvort málsmeðferð stefnda og ákvörðun um fyrirvaralausa b rottvikningu áfrýjanda úr starfi í kjölfarið hafi samræmst ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum að því er varðar rannsókn máls og hvort gætt hafi verið meðalhófs við ákvörðunina. 16 Um réttarsamband aðila gilti kjarasamningur Sambands íslenskra sveit a rfélaga og Starfsgreinasambands Íslands f yrir h önd Verkalýðsfélags Vestfirðinga og fleiri stéttarfélaga , frá 20. nóvember 2015. Er til kjarasamnings þessa vísað í ráðningarsamningi áfrýjanda 14. j anúar 2015. Í 11. kafla samningsins er fjallað um réttindi o g skyldur starfsmanna sveitarfélaga. Í 1. mgr. greinar 11.1.6 .1 segir að óheimilt sé að segja starfsmanni upp án málefnalegra ástæðna. Verði endi bundinn á ráðningu með uppsögn af hálfu sveitarfélags sé sú ráðstöfun háð því skilyrði að starfmanni hafi áður verið gefið færi á að bæta ráð sitt með áminningu ef ástæður uppsagnar eiga rætur að rekja til ávirðinga, sbr. grein 11.1.6.2. Í uppsagnarbréfi 22. desember 2016 var aftur á móti vísað til 4. mgr. greinar 11.1.6.1 í kjarasamningnum. Þar segir að starfsman ni skuli víkja úr starfi fyrirvaralaust verði hann uppvís að grófu broti í starfi enda valdi viðvera hans á vinnustað áframhaldandi skaða fyrir starfsemina, aðra starfsmenn eða viðskiptavini. 17 Fljótlega eftir að gru nsemdir vöknuðu um ætlað brot áfrýjanda í starfi gagnvart skjólstæðingi sínum í desember 2016 var gripið til mjög harkalegra aðgerða g agnvart henni . Óskað var opinberrar rannsóknar á meintu líkamlegu ofbeldi hennar með kæru til lögreglu 13. desember 2016 og henni var vikið fyrirvaralaust úr starf i hjá stefnda 22. sama mánaðar, áður en lögreglurannsókn var lokið. Með bréfi lögreglunnar á Vestfjörðum 16. febrúar 2017 var stefnda tilkynnt, eins og fyrr greinir, að rannsókn málsins væri lokið og þ að sem fram hefði komið við rannsóknina teldist ekki lí klegt til sakfellis. Eins og atvikum er háttað í máli þessu verður talið að það hafi ekki verið nægilega upplýst áður en ákvörðun um fyrirvaralausa brottvikningu áfrýjanda var tekin, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 . Þá verður talið að stefndi hafi ekki gætt þess að leita vægari úrræða gagnvart áfrýjanda vegna þeirra ávirðinga sem á hana voru bornar , svo sem með að færa hana til í starfi eða eftir atvikum að veita henni áminningu samkvæmt grein 11.1.6.2 í kjarasamningi í stað þeirra hark a legu aðgerð a sem gripið var til gagnvart henni. Var því ekki gætt þess meðalhófs sem gera verður kröfu um að stefndi viðhafi þegar um svo íþyngjandi ákvörðun er að ræða, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga. 18 Samkvæmt framansögðu verður litið svo á að fyrirvaralaus brottvikn ing áfrýjanda úr starfi hjá stefnda 22. desember 2016 hafi verið ólögmæt og stefndi beri skaðabótaábyrgð gagnvart áfrýjanda af þeim sökum. 5 19 Bótakrafa áfrýjanda er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða skaðabótakröfu vegna uppsagnar á ráðningarsamningi að fjá rhæð 13.084.775 krónur og hins vegar kröfu um miskabætur að fjárhæð 3.000.000 krón a eða alls 16.084.775 krónur. Áfrýjandi gerir kröfu um skaðabætur vegna fjártjóns sem miðað er við áætlað árlegt tekjutap hennar í fimm ár . 20 Við ákvörðun bóta ber að líta til þess að áfrýjandi var ráðin til starfa hjá stefnda með gagnkvæmum uppsagnarfresti en hafði ekki ástæðu til að ætla annað en að hún fengi að gegna starfi sínu áfram nema einhverjar sérstakar ástæður kæmu til sem ýmist snertu hana sjálfa eða starf hennar á þ ann hátt að henni yrði réttilega sagt upp samkvæmt ákvæðum kjarasamnings og að gættum ákvæðum stjórnsýslulaga. Í samræmi við dómaframkvæmd verða bætur henni til handa ákveðnar að álitum, að teknu tilliti til aldurs hennar, menntunar, launatekna, atvinnumög uleika og atvika að öðru leyti. 21 Áfrýjandi var 48 ára að aldri er henni var vikið úr starfi hjá stefnda. Stefndi greiddi áfrýjanda þriggja mánaða laun eftir brottvikninguna . Þá er til þess að líta að áfrýjandi, sem er af erlendu bergi brotin, býr á litlu a tvinnusvæði þar sem stefndi er stór atvinnurekandi. Af gögnum máls ins verður ráðið að áfrýjandi hafi ekki fengið annað starf með sambærilegum launa kjörum og hún hafði í starfi hjá stefnda . Samkvæmt framlög ð um skattframtölum áfrýjanda hafa tekjur hennar dregist verulega saman eftir starfslok hennar hjá stefnda. Að öllu framangreindu virtu þykja bætur til áfrýjanda vegna fjártjóns hennar hæfilega ákveðnar 4 . 0 00.000 krón a . 22 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um að áfrýjanda verði dæmdar 500.000 krónur í miskabætur. 23 Í áfrýjunarstefnu er ekki krafist dráttarvaxta af bótakröfum en samkvæmt d - lið 1. mgr. 155. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála skal í áfrýjunarstefnu kom a fram í hverju skyni áfrýjað er og hverjar dómkröfur áfrýjandi gerir. Slík krafa kemur hins vegar fram í greinargerð áfrýjanda til Landsréttar. Aukning á dómkröfum kemst ekki að í málinu nema með samþykki gagnaðila, sbr. 1. mgr. 111. gr., sbr. 166. gr. la ga nr. 91/1991. Þar sem slíkt samþykki liggur ekki fyrir verða dráttarvextir ekki dæmdir. 24 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað er staðfest. 25 Samkvæmt gjafsóknarleyfi útgefnu 22. mars 2019 hefur áfrýjandi gjafsókn í málinu sem takmö rkuð er við rekstur málsins fyrir Landsrétti. Gjafsóknarkostnaður áfrýjanda þar með talin þóknun lögmanns hennar, Jónasar Jóhannssonar, 1. 2 00.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Verður stefnda gert að greiða þá fjárhæð í ríkissjóð eins og nánar greinir í d ómsorði. Dómsorð: Stefndi, B , greiði áfrýjanda, A , 4.500.000 krónur. 6 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um málskostnað og gjafsóknarkostnað skulu vera óröskuð. Stefndi greiði áfrýjanda 1.200.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti er renni í ríkissjóð. Allur gjaf sóknarkostnaður áfrýjanda þar með talin þóknun lögmanns hennar, Jónasar Jóhannssonar, 1.200.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Dómur Héraðsdóms Vestfjarða fimmtudaginn 17. janúar 2019 Mál þetta, sem var dómtekið 10. desember sl., er höfðað 15. janúar Stefnandi gerir þær dómkröfur að stefndi verði dæmdur til greiðslu 16.084.775 króna skaða - og miskabóta, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu fr á 7. mars 2018 til greiðsludags, en ellegar að stefndi verði dæmdur til greiðslu lægri fjárhæðar að álitum eftir mati dómsins. Þá krefst stefnandi greiðslu málskostnaðar að skaðlausu fyrir stefnanda eins og málið væri eigi gjafsóknarmál og að viðbættu álag i er nemi virðisaukaskatti. Stefndi krefst sýknu af kröfum stefnanda og málskostnaðar að skaðlausu úr hendi hennar auk virðisaukaskatts. I Málsatvik Samkvæmt gögnum málsins hóf stefnandi störf hjá stefnda 1. október 2014. Hún var fastráðin hjá stefnda í 57% starfshlutfalli frá 1. janúar 2015 samkvæmt ráðningarsamningi frá 14. janúar 2015. Síðar mun starfshlutfalli stefnanda hafa verið breytt í 80% og s vo tímabundið í 64%. Liggur ekki annað fyrir í málinu en það hafi verið starfshlutfall stefnanda er atvik máls þessa áttu sér stað. Starfsheiti stefnanda samkvæmt atlaðra einstaklinga er njóta búsetuþjónustu stefnda, en í því felst að þjónusta stefnda er veitt á heimili viðkomandi skjólstæðings. Mun stefnandi að mestu hafa sinnt umönnun tveggja einstaklinga sem bjuggu hlið við hlið í sama húsi. Samkvæmt ráðningarsam ningnum var gagnkvæmur uppsagnarfrestur þrír mánuði og þar var einnig að finna ákvæði um þagnarskyldu. tilefni [væri] til að víkja [stefnanda] fyrirvaralaust mgr. gr. 11.1.6.1 í kjarasamningi Verkalýðsfélags Vestfirðinga við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem gilti um ráðningarsamband aðila. Í bréfinu var rakið hvert tilefni þessarar skoðunar væri. Var í fyrsta lagi vísað til þess að tiltekinn skjólstæðingur stefnanda hefði sagt öðrum starfsmönnum í búsetu að stefnandi hefði beitt skjólstæðinginn líkamlegu ofbeldi. Í öðru lagi að stefnandi hefði brotið gegn þagnarskyldu samkvæmt ráðningarsamningi með þv framan óviðkomandi og þannig að þeir heyrðu. Í þriðja lagi að stefnandi hefði brotið á réttindum skjólstæðings með því að neita honum um að fá það í kvöldmat sem hann óskaði eftir og uppnefnt s kjólstæðing í samtölum við samstarfsfólk, en með slíkri hegðun og framkomu yrði talið að viðvera stefnanda á vinnustað ylli skjólstæðingi vanlíðan og skaða og hefði neikvæð áhrif á starfsemina. Í fjórða lagi, var vísað til þess að á starfsmannafundum og í samtölum við stefnanda hefði oft verið rætt um að myndataka af trúnaðargögnum á vinnustað væri með öllu óheimil, en þrátt fyrir þessi skýru fyrirmæli hefði stefnandi oft sent myndir af slíkum gögnum til samstarfsmanns. Þá var tekið fram í bréfinu að ef til 7 mannauðsstjóra stefnda 9. desember 2016. J afnframt var stefnanda bent á rétt hennar til þess að óska eftir viðveru trúnaðarmanns og að hafa samband við starfsmann Verkalýðsfélags Vestfirðinga . Þá væri stefnanda frjálst að tjá sig skriflega, ef hún kysi það frekar. Var stefnandi vinsamlega beðin um að láta vita ef hún vildi frekar hafa þann háttinn á eða ef boðaður fundartími hentaði illa. Þá kom fram í bréfinu að bærust hvorki athugasemdir eða andmæli af hennar hálfu fyrir tilgreint tímamark, né beiðni um frekari frest, væri litið svo á að í því fælist sú afstaða að hreyfa hvorki athugasemdum né andmælum vegna málsins. Í niðurlagi bréfsins var athygli stefnanda va kin á því að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi hennar á meðan málið væri í skoðun en að hún héldi óskertum launum á tímabilinu. Fram kemur á samskiptaseðli, sem mun hafa vera ritaður af mannauðsstjóra bæjarins, C, þann 6. desember 2016, að stefnandi hafi verið boðuð á fund þann sama dag með símtali frá D, forstöðumanni búsetu hjá stefnda. Stefnanda hafi verið ráðlagt að hafa með sér fulltrúa stéttarfélags. Á fundinn hafi mætt C mannauðsstjóri, E, deildarstjóri málefna fatlaðra hjá stefnda, F, sviðsstjóri velferðarsviðs hjá stefnda, túlkur, G, frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga , og stefnandi. Hafi stefnanda verið afhent áðurnefnt bréf á með VerkVest og r Þann 9. desember 2016 var áður boðaður fundur haldinn. Af óundirrituðu skjali sem ber k stefnanda hafi setið fundinn fulltrúar Verkalýðsfélags Vestfirðinga og túlkur, C, mannauðsstjóri stefnda, E, deildarstjóri málefna fatlaðra hjá stefnda, og D, forstöðumaður búsetu hjá stefnda. Í skjalinu kemur fram að stefnandi segist aldrei hafa beitt l íkamlegu ofbeldi. Hún gangist við broti á þagnarskyldu en segist ekki hafa vitað af þagnarskylduákvæði. Þá segist hún ekki hafa fengið sitt eintak af ráðningarsamningi sem vitnað sé í vegna ákvæða um þagnarskyldu. Hún segist ekki heldur hafa neitað umræddu m skjólstæðingi um mat en samkvæmt innkaupalista hafi átt að kaupa inn til að elda pitsu. Hún hafi sagt skjólstæðingnum að samstarfsmaður sinn, sem væri á kvöldvakt, myndi sennilega elda pitsu í kvöldmat. Því hafi skjólstæðingurinn reiðst ákaflega og heimt að hamborgara. Hún hafi reynt að hugga skjólstæðinginn en hún hafi verið óhuggandi. Jafnframt kemur fram í áðurnefndu skjali að stefnandi segi að það sé stundum hægt að spyrja skjólstæðinginn leiðandi spurninga. Þá eigi skjólstæðingurinn einnig til að ska ða sjálfa sig. Þegar hún hafi Hún hafi huggað hana og spurt hvort hún væri að meiða sig sjálf og borið krem á áverkana. Þegar hún hafi skjólstæðingur hafi virst vera glöð að sjá hana. Þá kemur fram í skjalinu að stefnandi spyrji líka af hverju hvergi hafi staðið neitt í neinum gögnum um að skjólstæðingurinn hefði sýnt sjálfsskaðandi hegðun á vaktinni hennar. Þá kemur einnig fram að fulltrúar Verkalýðsfélags Vestfirðinga vinnubrögðin, að ásökunum sé safnað saman á þennan hátt og svo beitt svona íþyngjandi úrræði en ekki farið í eðlilegt starfsmönnum og að fyrst hefði verið unnið að því að fara í eðlilegt áminningarferli. Seinna hafi borist ábending um líkamlegt ofbeldi og því hafi verið ákveðið að fara þessa leið. Þá kemur fram í niðurlagi Sama dag og áðurnefndur fundur var haldinn, 9. desember 2016, bars t stefnda svarbréf Verkalýðsfélags Vestfirðinga , fyrir hönd stefnanda, við fyrrgreindu bréfi stefnda, frá 6. desember 2016. Kom þar fram að í bréfinu væri stefnandi borin þungum sökum. Stefnandi neiti eindregið ásökunum um líkamlegt ofbeldi og brotum á rét tindum skjólstæðings. Telji verkalýðsfélagið þær ósannaðar og þar af leiðandi ekki tilefni til fyrirvaralausrar brottvikningar stefnanda. Myndi verkalýðsfélagið væntanlega sækja laun í þriggja mánaða uppsagnarfresti ef til þess kæmi. Var og fullyrt að meðf erð stefnda vekti upp ýmsar spurningar. Ekki væri farin sú leið að áminna starfsmann vegna einstakra meintra brota, eins og gert 8 væri ráð fyrir í kjarasamningi og lögum, og honum þannig gefinn kostur á að bæta ráð sitt að viðlagðri fnað saman meintum ávirðingum í nokkurn tíma og gert ráð fyrir fyrirvaralausri Með bréfi til lögreglunnar á Vestfjörðum 13. desember 2016 óskaði stefndi eftir opinberri rannsókn á meintu líkamlegu ofbeldi stefnanda gagnvart einstaklingi með fötlun, eins og fram kemur í yfirskrift bréfsins. Í bréfinu er málavöxtum lýst á þann veg að laugardaginn 3. desember 2016 og aftur sunnudaginn 4. desember hafi skjólstæðingur búsetuþjónustu stefnda greint þremur nafngreindum starfsmönnum búsetuþjónustunn ar frá því að annar starfsmaður, stefnandi, hefði beitt hana líkamlegu uppnámi vegna þessa. Kom og fram í bréfinu að á þessum tíma hefði stefnandi þe í starfi meðal annars með broti á þagnarskyldu og sá grunur var fyrir hendi að hún virti ekki sjálfstæði tilkynnt að til sko ðunar væri fyrirvaralaus brottvikning hennar vegna alvarlegra brota í starfi og hafi hún verið leyst frá störfum á meðan málið sé í vinnslu. Þar sem um væri að ræða grun um líkamlegt ofbeldi grundvelli kæru stefnda fóru fram skýrslutökur yfir þeim skjólstæðingi sem um ræðir, stefnanda og starfsmönnum í búsetuþjónustu stefnda á tímabilinu 14. desember 2016 til 1. febrúar 2017 . Með bréfi lögreglunnar á Vestfjörðum 16. febrúar 2017 var stefnda tilkynnt að rannsókn málsins væri lokið hjá lögreglu og það sem fram hefði komið við rannsókn þess teldist ekki vera líklegt til sakfellis. Væri málið fellt niður með vísan til 145. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. yfir andmæli þín, sem sett voru fram á fundi og í bréfi dags. 9. desember 2016, og málið að öðru leyti er niðurstaðan sú að segja þér upp störfum vegna grófs brots í starfi þar sem skjólstæðingur hefur greint öðrum starfsmönnum búsetu frá því að þú hafir beitt hann líkamlegu ofbeldi. Við teljum að viðvera þín á Þá er tekið fram að uppsögn grundvallist á 4. mgr. gr. 11.1.6.1 í kjarasamningi Verkalýðsfélags Vestfirðinga við Samband íslenskra sveitarfélaga.Í bréfinu kemur jafnframt fram að stefndi fallist á að greiða stefnanda þriggja mánaða uppsagnarfrest. Í febrú ar og mars 2017 áttu sér stað samskipti þáverandi lögmanns stefnanda og starfsmanna og lögmanns stefnda, vegna gagnabeiðni þess fyrstnefnda. Með bréfi til stefnda 16. mars 2017 krafðist lögmaður stefnanda þess að uppsögn stefnanda yrði afturkölluð. Var vís að til þess að lögregla hefði fellt rannsökuðu mál Með bréfi stefnda 4. apríl 2017 var kröfu um afturköllun uppsagnar og afsökun hafnað, þar sem Var því hafnað að niðurfelling lögreglu á málinu fæli sjálfkrafa í sér að uppsögn stefnanda hefði verið tilefnislaus. Var áréttað af hálfu stefnda að þrátt fyrir að tilefni hefði verið til fyrirvaralausrar uppsagnar að mati stefnda hefði verið ákveðið að greiða stefnanda laun í uppsagnarfresti, umfram skyldu. Þrátt fyrir þetta og í því skyni að leitast við að ljúka ágreiningi aðila vegna uppsagnarinnar væri stefndi tilbúinn til þess að greiða stefnanda umkrafinn lögmannskostnað. Þetta væri þó gert án allra r viðurkenningar á réttmæti krafna stefnanda, og þannig að samkomulag væri um það með aðilum að með þeirri greiðslu væri ágreiningi vegna uppsagnarinnar að öllu leyti lokið. Væri stefnandi þá búin að fá bæði laun í uppsagnarfresti og þann kostnað sem hún t eldi sig hafa haft af ráðgjöf vegna uppsagnarinnar. Mál þetta er höfðað af stefnanda með stefnu birtri 15. janúar 2018 og var málið þingfest 7. febrúar 2018. Undir rekstri málsins hefur stefnandi lækkað dómkröfu sína hvað varðar fjárhæð miskabóta en krafa hennar að þessu leyti nemur nú 3.000.0000 kr. Þá hefur upphafstími dráttarvaxta verið færður fram til 7. mars 2018 frá 11. janúar 2018. Eru endanlegar dómkröfur hennar því þær er að framan greinir. 9 II Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst byg gja dómkröfur sínar á því að stefndi hafi með ólögmætum hætti sagt upp ráðningarsamningi stefnanda þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til uppsagnar. Engin lagaskilyrði hafi verið fyrir uppsögn. Hún hafi ekki byggst á nokkurri lagaheimild sem heimi laði svo íþyngjandi ákvörðun og þá hafi skilyrði kjarasamnings til fyrirvaralausrar uppsagnar ekki verið uppfyllt. Þá hafi stefndi við málsmeðferðina ekki gætt að meginreglum stjórnsýsluréttar, eins og rannsóknarreglunni, meðalhófsreglunni eða leiðbeininga rskyldu sinni, og upplýsingarétti og andmælarétti stefnanda. Með því að grípa til uppsagnar hafi stefndi bakað stefnanda tjón sem stefndi beri fébótaábyrgð á gagnvart stefnanda. Stefnandi reisir málatilbúnað sinn einnig á því að hún eigi samningsbundna fjá rkröfu á hendur stefnda um efndir á ráðningarsamningi aðila auk launatengdra greiðslna, sem og greiðslna vegna áunnins en ótekins orlofs. Stefnandi kveður að í 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga sé mælt fyrir um að starfskjör, réttindi og skyldur starfsm anna sveitarfélaga fari eftir ákvæðum kjarasamninga hverju sinni og ráðningarsamningum. Um réttarsamband stefnanda og stefnda hafi gilt kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands, f.h. Verkalýðsfélags Vestfirðinga , frá 20. nóvember 2015. Í grein 11.1.6.1 í kjarasamningnum séu ákvæði um uppsögn, frávikningu og áminningu. Í 1. mgr. greinarinnar segi að óheimilt sé að segja starfsmanni upp án málefnalegra ástæðna. Verði endir bundinn á ráðningu með uppsögn af hálfu sveitarf élags sé sú ráðstöfun háð því skilyrði kjarasamnings að starfsmanni hafi áður verið gefið færi á að bæta ráð sitt með áminningu, ef ástæður uppsagnar eiga rætur að rekja til ávirðinga sem raktar séu í grein 11.1.6.2. Heimildir greinar 11.1.6.1 til að víkja starfsmanni fyrirvaralaust úr starfi séu háðar því að hann hafi með fullnaðardómi verið sviptur rétti til að gegna því eða hann hafi játað að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi sem ætla megi að hefði í för með sér sviptingu réttinda samkvæmt 68. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hvað varði tilvísun stefnda í uppsagnarbréfi til 4. mgr. áðurnefnds ákvæðis í kjarasamningi sé til þess að líta að einungis hafi verið um ásakanir að ræða, ásakanir sem lögregla rannsakaði og komst að þeirri niðurstöðu að væru ekki líklegar til sakfellis. Stefnandi hafi aldrei verið staðin að grófu broti í starfi, svo sem gera verði ráð fyrir að þurfi að liggja til grundvallar uppsögn samkvæmt áðurnefndu ákvæði, og hafi staðfastlega neitað þeim ásökunum sem á hana hafi verið bornar. Ekkert af framangreindu hafi verið uppfyllt í þessu máli og því hafi ekki verið fyrir hendi þau skilyrði sem fram komi í grein 11.1.6.1 í áðurnefndum kjarasamningi til að stefnda væri heimilt að víkja stefnanda úr starfi fyrirvaralaust. Þær á haft í för með sér fyrirvaralausan brottrekstur, sér í lagi að ólokinni rannsókn máls og án undanfarandi áminningar. Sönnunarbyrði um það að starfsmaður hafi brotið af sér í starfi sé alfarið á herðum vinnuveitanda. Við þær aðstæður þurfi að gæta að andmælarétti starfsmanns áður en endanleg ákvörðun sé tekin, eins og fram komi í 5. mgr. greinarinnar. Stefnandi hafi aldrei fengið í hendur öll gögn málsins og hafi því aldrei haft tök á að beita slíkum andmælarétti vegna ítrekaðra brota stefnda á lögbundnum réttindum hennar. Þó að starfsmenn sveitarfélaga falli ekki undir lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins hafi almennt verið viðurkennt að þeir njóti sambærilegrar verndar á grundvelli kjarasamninga, hér 11. kafla kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands f.h. Verkalýðsfélags Vestfirðinga frá 20. nóvember 2015. Verði því að leggja lögin til grundvallar við túlkun á ákvæðum hans. Ákvæði 1. mgr. 45. gr. laga nr. 70/1996 kveði á um að starfsmanni skuli vikið úr starfi fyrirvaralaust hafi hann verið sviptur með fullnaðardómi rétti til að gegna því starfi. Starfsmanni skuli og vikið úr starfi fyrirvaralaust hafi hann játað að hafa gerst sekur u m refsiverða háttsemi sem ætla megi að hefði í för með sér sviptingu réttinda samkvæmt 68. gr. almennra hegningarlaga, sbr. 2. mgr. ákvæðisins. Ákvæðið, sem sé efnislega samhljóða ákvæði 11.1.6.1 í kjarasamningnum, sé skýrt að þessu leyti og verði ekki túl kað á annan veg en svo að um tæmandi upptalningu sé að ræða á þeim tilvikum sem geti leitt til fyrirvaralausrar uppsagnar. Virðist svo sem stefndi hafi ekki verið vissari í sinni sök en svo að ekki hafi 10 verið um eiginlega riftun á ráðningarsamningi að ræða enda greiddi stefndi stefnanda laun á uppsagnarfresti. Stefnandi telur að vanefndir starfsmanns á ráðningarsamningi, hvort sem þær eru verulegar eður ei, geti hvorki í skilningi kjarasamnings né laga réttlætt fyrirvaralausa uppsögn. Stefnandi hafi hvorki orðið uppvís að refsiverðri háttsemi, eins og áskilnaður sé gerður um, né verið svipt með fullnaðardómi rétti til að gegna starfi sínu. Af framangreindu sé ljóst að skilyrðum til fyrirvaralausrar uppsagnar sé ekki með nokkru móti fullnægt. Stefnandi bend ir á að samkvæmt reglum vinnuréttar sé talið að vinnuveitanda á almennum vinnumarkaði sé unnt að rifta ráðningarsamningi, m.ö.o. að víkja starfsmanni fyrirvaralaust úr starfi, vegna verulegra vanefnda hans á skyldum sínum samkvæmt ráðningarsamningi eða ann arra alvarlegra brota starfsmanns í starfi. Sambærilega reglu sé ekki að finna í áðurnefndum kjarasamningi eða lögum. Stefnandi kveðst byggja á því að um tæmandi upptalningu þeirra atriða sé að ræða sem réttlætt geti fyrirvaralausa uppsögn starfsmanns. Ef almenn sjónarmið vinnuréttar ættu við hvað varðar starfsmenn sveitarfélaga yrði í raun að telja ákvæði kjarasamningsins marklaus. Sé á því byggt að almenn uppsagnarheimild vegna verulegra vanefnda eigi ekki við í tilviki stefnanda enda sé einungis unnt að beita henni í algjörum undantekningartilvikum þegar starfsmenn sveitarfélaga séu annars vegar. Byggir stefnandi í þeim efnum á því að þær ávirðingar og ástæður sem stefndi hafi vísað í til grundvallar ákvörðun sinni um fyrirvaralausa uppsögn séu ekki svo v erulegar að réttlætt gætu slíka ákvörðun, þó sannar væru. Að öllu framanrituðu virtu verði ekki séð að atvik þessa máls réttlæti svo íþyngjandi ráðstöfun gagnvart stefnanda sem fyrirvaralaus uppsögn sé. Þá hafi stefnda ekki með nokkru móti tekist að sýna fram á að stefnandi hafi verulega vanefnt skyldur sínar samkvæmt ráðningarsamningi. Samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar sé fyrirvaralaus uppsögn ekki heldur tæk nema að undangenginni áminningu, nema sakir séu þeim mun meiri og þurfi þær þá að liggja ljósar fyrir við brottrekstur og beri vinnuveitanda að sýna fram á þær. Óumdeilt sé að stefnanda hafi ekki verið veitt áminning við undanfara og ákvörðun um starfslok og verði því að telja ákvörðun stefnda um uppsögn ólögmæta. Á því beri stefndi bótaábyrgð. Stef nandi kveðst einnig byggja á því að með ákvörðun stefnda um uppsögn á ráðningarsamningi stefnanda hafi verið brotið gegn ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Við undirbúning og aðdraganda þeirrar ákvörðunar hafi stefndi brotið í bága við málsmeðferðarreglu r stjórnsýslulaga og vandaða stjórnsýsluhætti og þar með vegið að lögvörðum rétti stefnanda. Þannig hafi stefndi ekki með fullnægjandi hætti aflað nægjanlegra upplýsinga um allar þær aðstæður og atvik sem þýðingu kynnu að hafa þegar afstaða var tekin til þess hvort segja skyldi upp ráðningarsamningi stefnanda. Hafa verði í huga í þeim efnum hversu verulega íþyngjandi ákvörðun var um að ræða gagnvart stefnanda og því hafi orðið að gera enn ríkari kröfur til þess að málið væri að fullu upplýst áður en ákvörð un var tekin. Hafi stefndi með háttsemi sinni við undanfara og í kjölfar ákvörðunar um uppsögn brotið í verulegum atriðum gegn rannsóknarskyldu sinni samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga sem og vönduðum stjórnsýsluháttum og verði því ákvörðunin um fyrirvaralau sa uppsögn talin ólögmæt þegar af þeirri ástæðu. Þá hafi stefnanda ekki verið kynnt gögn málsins áður en ákvörðun um fyrirvaralausa uppsögn hafi verið tekin. Gögn frá stefnda hafi fyrst borist 8. mars 2017. Við nánari skoðun þeirra gagna hafi komið í ljós að hluti gagna frá stefnda hefði verið yfirstrikaður. Af þeim sökum hafi fyrri gagnabeiðni verið ítrekuð 9. mars 2017 og tekið fram að hún væri gerð með vísan til 1. mgr. 15. gr. stjórnsýslulaga. Hafi verið gerð krafa um afhendingu óyfirstrikaðra gagna mál sins. Með bréfi frá lögmanni stefnda 13. mars 2017 hafi kröfu lögmanns stefnanda verið hafnað. Með þessu hafi stefndi enn brotið gegn stjórnsýslulögum. Verði að telja rétt stefnanda til afhendingar á gögnum máls vera ríkari en rétt annarra til að bera á vi ðkomandi sakir í skjóli nafnleysis. Með ákvörðun stefnda hafi stefnandi verið svipt rétti til að koma athugasemdum á framfæri. Framangreind háttsemi brjóti í bága við vandaða stjórnsýsluhætti, sem og andmæla - , tilkynningar - og upplýsingarétt stefnanda, sbr . 13., 14. og 15. gr. stjórnsýslulaga. Þá er af hálfu stefnanda á því byggt að ákvörðun stefnda hafi ekki samrýmst meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga, þar sem mælt sé fyrir um að stjórnvald skuli því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun að 11 lögmætu markmiði , sem að sé stefnt, verði ekki náð með öðru og vægara móti. Óumdeilt sé að uppsögn ráðningarsamnings er verulega íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun. Í ljósi þess verði að túlka þröngt heimild vinnuveitanda til að segja ráðningarsamningi upp fyrirvaralaust, að því gefnu að fyrir hendi séu efnislegar forsendur fyrir fyrirvaralausri uppsögn, ef sú heimild er tæk yfirhöfuð, sbr. áðurnefnt ákvæði kjarasamningsins, auk þess sem gera verði strangar kröfur til málsmeðferðar. Þegar horft sé til útskýringa stefnanda og þ ess sem síðar hafi komið fram, til að mynda við rannsókn lögreglu, verði að telja að stefndi hafi farið offari við þá ákvörðun að segja upp ráðningarsamningi stefnanda. Hvorki laga - né efnisrök hafi hnigið að því að segja upp ráðningarsamningi stefnanda ve þær ávirðingar og ástæður sem gefnar hafi verið fyrir uppsögninni séu þess eðlis að þær hafi í besta fa llið getað verið tilefni til formlegra aðfinnslna eða áminningar en stefndi hafi ekki kosið að fara þá leið. Það hversu langt hafi verið gengið með ákvörðuninni hafi falið í sér verulega röskun á högum stefnanda, bæði fjárhagslega og hvað varði félagslega stöðu hennar. Stefnandi kveðst einnig reisa kröfur sínar á því að stefndi hafi með ákvörðun sinni brotið gegn lögmætisreglu stjórnsýsluréttar. Þegar stjórnvöld taki íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun þurfi hún að eiga sér skýra lagastoð. Lagastoð til grundval lar ákvörðun stefnda um fyrirvaralausa uppsögn hafi ekki verið fyrir hendi. Þá sé ljóst að skilyrði kjarasamnings til fyrirvaralausrar uppsagnar hafi heldur ekki verið uppfyllt. Sé ákvörðunin því ólögmæt af þessum sökum. Stefnandi kveðst krefjast bóta vegna hinnar ólögmætu uppsagnar auk miska og sundurliðar kröfu sína með eftirfarandi hætti: 1. Skaðabætur vegna uppsagnar á ráðningarsamningi: 13.084.775 krónur 2. Miskabætur: 3.000.000 króna Samtals 16.084.77 5 krónur Hvað varði skaðabætur vegna uppsagnarinnar kveður stefnandi að þær bætur eigi ekki að ákvarðast með sama hætti og bætur fyrir missi launa í uppsagnarfresti. Tjón vegna ólögmætrar uppsagnar sé annars eðlis og verði að ákvarða bætur að álitum. Gerð sé krafa um bætur sem taki mið af dómaframkvæmd. Til grundvallar kröfu um bætur liggi að það hafi reynst ógerningur fyrir stefnanda að finna sér annað starf við hæfi sem gæti tryggt henni sambærileg kjör. Brottreksturinn hafi verið reistur á rangri ásökun um að hún hefði beitt fatlaðan skjólstæðing sinn ofbeldi. Slíkt spyrjist óhjákvæmilega út og þessi framganga stefnda sé til þess fallin að skaða stöðu stefnanda við leit að nýju starfi og verði stefndi að bera bótaábyrgð á tjóni sem af því hafi hlotist. Þ á verði jafnframt að horfa til þess að stefnandi sé að nálgast sextugsaldur og hafi starfað á sérhæfðu sviði. Einnig verði að líta til þess að stefndi sé stærsti vinnuveitandinn á svæðinu. Því hafi reynst verulega örðugt um vik fyrir stefnanda að fá starf sem hæfði reynslu og kjörum sem hún hafði í fyrra starfi. Ekki verði séð að breyting verði þar á. Stefnandi hafi reynt að takmarka tjón sitt eins og kostur hafi verið. Hafi hún m.a. ráðið sig í hlutastörf í þvottahúsi, sem heimilishjálp og yfir sumarið haf i hún unnið við ferðaþjónustu. Öll þau störf sem stefnanda hafi staðið til boða hafi verið láglaunastörf, ýmist tímabundin og/eða í skertu starfshlutfalli. Framsetning launakröfu taki mið af meðalheildarlaunum stefnanda síðastliðin tvö ár áður en ráðninga rsamningi hafi verið sagt upp, þ.e. árin 2015 og 2016. Framangreint tímabil gefi því raunsanna mynd af meðalheildarlaunum stefnanda, sem samanstandi af föstum mánaðarlaunum, yfirvinnu og orlofi af yfirvinnu. Af gögnum máls megi sjá að tekjumöguleikar stefn anda hafi minnkað til mikilla muna og ekki líti út fyrir að nokkrar breytingar verði þar á um fyrirséða framtíð. Þannig hafi heildarlaun stefnanda á árinu 2015 verið 8.564.118 krónur en 8.333.772 krónur á árinu 2016. Meðaltal árslauna stefnda á viðmiðunará runum hafi því verið 8.448.945 krónur. Heildarlaun stefnanda á árinu 2017 hafi verið 5.831.990 krónur. Beint árlegt tjón stefnanda í formi tekjutaps vegna ólögmætrar uppsagnar nemi því 2.616.955 krónum til framtíðar og sé stefndi skaðabótaskyldur vegna þes s tjóns. Umfang tjóns stefnanda hafi legið fyrir 1. janúar 2018. Sé því gerð krafa um greiðslu fjártjóns stefnanda fyrir árin 2017 2021, eða að fjárhæð 13.084.775 krónur. 12 Hvað varði miskabótakröfu kveðst stefnandi vísa til framangreindrar málsmeðferðar ste fnda og framkomu forsvarsmanns stefnda í þeim efnum, m.a. á fundi aðila 9. desember 2016. Á tilgreindum fundi hafi verið bornar á stefnanda ásakanir sem enginn fótur hafi verið fyrir, ekki höfðu verið kannaðar á fullnægjandi hátt og hafi á allan hátt verið niðurlægjandi í garð stefnanda. Það sé afstaða stefnanda að aðgerðir stefnda hafi verið illa ígrundaðar og aðallega byggðar á óstaðfestri ábendingu frá þriðja aðila sem stefndi hafi ekki enn upplýst hver sé, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir stefnanda þess efnis. Verði að telja að uppsögnin hafi verið óréttmæt og fyrirsvarsmenn stefnda gengið fram af stórfelldu gáleysi er leiði af sér skyldu stefnda til greiðslu miskabóta. Eftir þessa aðför hafi stefnandi þurft að leita sér læknis - og sálfræðihjálpar og sé h ún enn í dag með hjálp sálfræðings að vinna úr áfallinu og þeirri niðurlægingu sem hún hafi orðið fyrir. Samkvæmt b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sé heimilt að láta þann sem beri ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru og persó nu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert sé við. Í lögskýringargögnum komi fram að í skilyrðinu um ólögmæta meingerð felist að um saknæma hegðun sé að ræða. Gáleysi þurfi þó að vera verulegt til þess að tjónsatvik verði talið ólögmæt meingerð . Í réttarframkvæmd hafi verið miðað við að lægsta stig gáleysis fullnægi ekki kröfum ákvæðisins. Eins og fram hafi komið sé það afstaða stefnanda að framkoma og framganga stefnda og fyrirsvarsmanna hans hafi verið á þann veg að uppfyllt séu skilyrði skaða bótaréttar fyrir greiðslu bóta vegna miska. Málið í heild, undanfari þess og framkoma stefnda hafi valdið stefnanda andlegum áhyggjum, kvíða og sárindum, rýrt starfsheiður hennar og jafnframt álit annarra, svo sem fyrrum samstarfsfólks. Um þetta vísist nán ar til fyrirliggjandi vottorðs H sálfræðings. Þá hafi aðgerðir stefnda rýrt verulega möguleika stefnanda til að geta fundið sér annað starf við hæfi, m.a. með tilliti til meðmæla, en stefnandi hafði allt fram til þess að mál þetta hafi komið upp starfað vi ð góðan orðstír. Að framangreindu virtu verði að telja að stefndi hafi með háttsemi sinni og framferði í garð stefnanda valdið henni miska og beri þannig ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn æru og persónu stefnanda í skilningi b - liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabót alaga nr. 50/1993 og beri af þeim sökum að greiða stefnanda miskabætur. Í samræmi við framangreint og dómaframkvæmd þyki miskabætur hæfilega ákvarðaðar 3.000.000 króna. Stefnandi krefst dráttarvaxta af kröfufjárhæð frá 17. mars 2018, en mál þetta hafi ver ið þingfest 17. febrúar sama ár í samræmi við ákvæði 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, sbr. einnig 4. mgr. 5. gr. og 9. gr. þeirra laga. Um lagarök vísar stefnandi til almennra reglna samninga - og kröfuréttar, vinnuréttar og stjórnsýsluréttar, stjórnsýslul aga nr. 37/1993, sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og ákvæða kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands, f.h. Verkalýðsfélags Vestfirðinga frá 20. nóvember 201 5. Krafa um málskostnað styðst við XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, aðallega 129. og 130. gr. Krafa um virðisaukaskatt af málskostnaði byggi á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt, en stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyld og til að trygg ja skaðleysi sé henni nauðsynlegt að fá skattinn dæmdan úr hendi stefnda. III Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi kveðst mótmæla öllum málsástæðum stefnanda og krefst sýknu í málinu. Stefndi byggir á því að frávikning stefnanda og öll málsmeðferð í því sambandi hafi farið fram í samræmi við gildandi lög og reglur, þ.á m. gildandi kjarasamning. Fullnægjandi forsendur fyrir frávikningu stefnanda hafi verið fyrir hendi og öllum viðeigandi málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar hafi verið fylgt. Rannsókn mál sins hafi verið fullnægjandi af hálfu stefnda, meðalhófs, leiðbeiningarskyldu og upplýsingaréttar gætt og stefnanda veittur viðeigandi andmælaréttur.Sé því hafnað að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni sem stefndi beri ábyrgð svo sem haldið er fram í stefnu. Stefndi tekur fram að það leiði af 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 að um starfskjör, réttindi og skyldur stefnanda, sem starfsmanns st efnda, hafi farið eftir kjarasamningi Verkalýðsfélags 13 Vestfirðinga við Samband íslenskra sveitarfélaga og ráðningarsamningi. Í 2. 4. mgr. greinar 11.1.6.1 í kjarasamningnum sé kveðið á um við hvaða aðstæður sveitarfélagi beri að víkja starfsmanni fyrirvara laust frá störfum. Í slíkri frávikningu frá störfum felist að starfsmaður njóti ekki þeirra réttinda sem felist í hefðbundinni uppsögn, þ. á m. þriggja mánaða uppsagnarfrests samkvæmt grein 11.1.3.3 eða skriflegrar áminningar og tækifæris til að bæta ráð s itt samkvæmt grein 11.1.6.2. Við þær aðstæður að frávikning úr starfi samkvæmt 2. 4. mgr. greinar 11.1.6.1 í kjarasamningnum sé til skoðunar þurfi sveitarfélag, svo sem tekið sé fram í 5. mgr. greinar 11.1.6.2, að gæta að andmælarétti starfsmanns áður en e ndanleg ákvörðun er tekin. Á meðan á slíkri málsmeðferð standi sé heimilt að afþakka vinnuframlag starfsmanns en hann skuli þó halda launum sínum. Af hálfu stefnda sé á því byggt að á grundvelli 4. mgr. greinar 11.1.6.2 hafi stefnda afdráttarlaust verið he imilt, og raunar skylt, að víkja stefnanda fyrirvaralaust frá störfum vegna þeirra aðstæðna sem uppi hann uppvís að grófu broti í starfi enda valdi v iðvera hans á vinnustað áframhaldandi skaða fyrir Með því að skjólstæðingur í störfum stefnanda fyrir stefnda hafi greint þremur öðrum starfsmönnum í búsetuþjónustu stefnda frá því að stefnandi hefði beitt s kjólstæðinginn líkamlegu ofbeldi Í beinu fram haldi af því að hinn rökstuddi grunur hafi komið fram hafi málið verið sett í þann farveg sem grein 11.1.6.1 í kjarasamningnum geri ráð fyrir. Þannig hafi stefnandi verið boðuð á fund 6. desember 2016 ásamt túlki og fulltrúa Verkalýðsfélags Vestfirðinga . Á fundinum hafi henni verið afhent bréf dagsett i. Hafi stefnanda verið gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum og andmælum áður en ákvörðun yrði tekin, auk þess sem henni hafi verið tilkynnt að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi hennar á meðan málið væri í skoðun. Hafi síðan verið haldin þar sem stefnandi hafi komið á framfæri útskýringum sínum og andmælum. Sama dag hafi athugasemdum og andmælum stefnanda síðan verið komið skriflega á framfæri við stefnda af hálfu Verkalýðsfélags Vestfirðinga . Samhliða því að stefnanda hafi verið gefið færi á að koma að andmælum sínum og athugasemdum hafi málið verið rannsakað að öðru leyti af hálfu starfsmanna stefnda, þ. á m. með því að rætt hafi verið við þann skjólstæðing sem átti í hlut og þá starfsmenn ste fnda sem málið varðaði. Sú rannsókn hafi leitt til þess að ákveðið hafi verið að kæra málið til lögreglu. Að fengnum andmælum og athugasemdum stefnanda, og að lokinni rannsókn málsins af hálfu stefnda, hafi legið fyrir að stefnandi neitaði að hafa beitt sk jólstæðinginn líkamlegu ofbeldi, en hins vegar að skjólstæðingurinn sjálfur hefði greint þremur starfsmönnum búsetuþjónustu stefnda frá hinu líkamlega ofbeldi. Að teknu tilliti til þessa og aðstæðna að öðru leyti, þ. á m. eðlis starfs stefnanda, hafi stefn di ekki talið annan kost vera í stöðunni en að víkja stefnanda frá störfum á grundvelli 4. mgr. greinar 11.1.6.1 í kjarasamningnum. Telur stefndi að þessi málsmeðferð hafi verið í fullu samræmi við gildandi lög og reglur. Stefndi kveðst byggja á því að en gu geti breytt um lögmæti eða réttmæti frávikningar stefnanda þótt lögreglan hafi síðar fellt rannsókn málsins niður, með vísan til þess að málið væri ekki líklegt til sakfellingar. Sé að mati stefnda ekki unnt að gera sömu kröfur við mat á því annars vega r hvort sveitarfélagi sé rétt að víkja starfsmanni er sinnir fötluðum einstaklingum frá störfum vegna grófs brots í starfi og við mat á því hins vegar hvort mál sem til rannsóknar er hjá lögreglu sé líklegt til sakfellis í skilningi laga um meðferð sakamál a nr. 88/2008. Að sama skapi sé ekki unnt að gera sömu kröfur til sönnunar í hefðbundnu einkamáli, eins og því sem hér um ræði, og í sakamáli sem rekið sé eftir ákvæðum laga nr. 88/2008. Stefndi vísi hér til þess sem fram komi í skýrslu þess skjólstæðings sem um ræði hjá lögreglu, en viðstaddur skýrslutökuna hafi m.a. verið réttindagæslumaður fatlaðra á Vestfjörðum , sem og skýrslna þeirra starfsmanna stefnda sem um ræði. 14 Að mati stefnda beri að horfa til þess að upplýsingum um ávirðingar á hendur stefnanda, sem leitt hafi til frávikningar hennar, hafi verið beint til starfsmanna stefnda frá skjólstæðingnum sjálfum, brotaþola, sem sé andlega og líkamlega fötluð og búi við mjög skerta tjáningu. Með vísan til þessa sé því mótmælt kjarasamningnum, sem frávikning stefnanda hafi grundvallast á, sé end a einungis gerður áskilnaður um að hafi upp frávikningar gæti komi, og þá sérstaklega þegar um er að ræða starfsmenn sem séu flestum stundum einir með skjólstæðingum sínum, sem séu margir hverjir ófærir eða illfærir um að tjá sig. Af sömu ástæðu geti það eitt að stefnandi hafi neitað því að hafa beitt skjólstæðinginn líkamlegu ofbeldi ekki ráðið úrslitum um það hvort stefnd a hafi verið rétt að víkja stefnanda frá störfum á grundvelli 4. mgr. greinar 11.1.6.1 í kjarasamningnum, þegar skjólstæðingurinn sjálfur beri á annan veg. Á því sé jafnframt byggt af hálfu stefnda að við úrlausn máls þessa verði að taka sérstakt tillit t il eðlis þess starfs sem stefnandi sinnti og andlegs og líkamlegs ástands þeirra skjólstæðinga sem stefnandi annaðist í starfi sínu. Beri þá jafnframt að taka hér tillit til þeirrar ábyrgðar og þeirra skyldna sem hvíla á sveitarfélögum, þ.á m. stefnda, í m álefnum fatlaðs fólks. Meðal annars með tilliti til þessa hafi stefnda sýnilega ekki verið stætt á öðru í því tilviki sem hér um ræðir en að víkja stefnanda frá störfum. Með vísan til framangreinds telji stefndi sérstaka ástæðu til að mótmæla harðlega þeir ávirðingar og ástæður sem stefndi hefur vísað í til grundvallar ákvörðun sinni um fyrirvaralausa uppsögn Með vísan til málatilbúnaðar stefnand a kveðst stefndi mótmæla því að lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins hafi þá þýðingu hér að leggja eigi þau til grundvallar túlkun kjarasamningsins eða að 45. gr. laganna feli í sér tæmandi talningu tilvika sem geti leitt til fyrirva ralausrar uppsagnar að íslenskum vinnurétti. Vísist í því sambandi til afmörkunar á gildissviði laga nr. 70/1996 í 1. gr. þeirra og fyrrnefndrar 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga. Sé því sérstaklega mótmælt í þessu sambandi, svo sem haldið virðist fram í jafnframt mótmælt, sem fram komi í stefnu, að í kjarasamningnum sé ekki að finna reglu sambærilega þeirri reglu almenns vinnuréttar að vinnuveitandi geti vikið starfsmanni fyrirvaralaust úr starfi vegna alvarlegra brota starfsmanns í starfi, enda sé þá reglu að finna í margnefndri 4. mgr. greinar 11.1.6.1 í kjarasamningnum. Til viðbótar framangreindu telur stefndi að taka beri tillit til þess að þó að hann hafi vissulega sem stefndi hafi talið sér rétt og skylt að gera, þá ha fi stefndi ákveðið að greiða stefnanda þriggja mánaða svo að hún naut allra þeirra réttinda sem hún hefði notið ef til hefðbundinnar uppsagnar samkvæm t kjara - og ráðningarsamningi hefði komið. Með þessu hafi stefndi jafnframt gætt að meðalhófi. Hvað varði athugasemdir í stefnu um að gögn máls hafi ekki verið kynnt stefnanda áður en ákvörðun um frávikningu hennar hafi verið tekin skuli á það bent að stef nandi hafi fengið í hendur öll þau gögn og allar þær upplýsingar sem hún átti rétt til og máli skiptu á meðan á rannsókn málsins stóð. Beri að vekja athygli á því að hluti þeirra gagna sem þáverandi lögmaður stefnanda hafi fengið afhent frá stefnda og lögr eglu, og lagður hefur verið fram í máli þessu, varð til eftir að stefnanda hafði verið vikið frá störfum. Hafi því eðli málsins samkvæmt ekki komið til þess að þau hafi verið kynnt stefnanda eða henni gefið færi á að tjá sig um þau áður en til frávikningar kæmi. Er því mótmælt að andmælaréttar stefnanda hafi ekki verið gætt með því að stefnandi hafi ekki fengið fullnægjandi upplýsingar. Með vísan til alls framangreinds, og málsatvika eins og þau horfa við stefnda, sé á því byggt að frávikning stefnanda frá störfum og málsmeðferð í því sambandi hafi farið fram í samræmi við lög og 15 gildandi reglur, þ. á m. kjarasamning og málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga. Til grundvallar frávikningu stefnanda hafi legið fullnægjandi málefnalegar ástæður, þ.e. frásögn andleg a og líkamlega fatlaðs skjólstæðings búsetuþjónustu stefnda um líkamlegt ofbeldi af hálfu stefnanda, er staðfest hafi verið af þremur starfsmönnum stefnda, og þannig sterkur grunur um. Öllum viðeigandi málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar hafi verið fylgt , með því að stefnanda hafi verið tilkynnt um framkomnar ásakanir og farveg málsins í beinu framhaldi af því að rökstuddur grunur hafi komið fram, og henni gefið færi á að koma á framfæri andmælum og athugasemdum. Þá hafi rannsókn málsins verið fullnægjand i, enda leitað eftir upplýsingum og skýringum frá öllum viðkomandi, auk þess sem meðalhófs hafi verið gætt. Sé því þannig hafnað að ákvörðun stefnda sé ógild að efni eða formi. Stefndi kveðst hafna því að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni sem stefndi beri á byrgð á eða að haldið sé fram í stefnu. Að sama skapi sé miskabótakröfu stefnanda hafnað. Dómkröfu stefnanda sé því mótmælt, en í því felist þá jafnfram t krafa um að dómkrafa hennar verði lækkuð verulega, verði fallist á málatilbúnað stefnanda að öðru leyti. Kveðst stefndi byggja á því að skilyrði skaðabótaábyrgðar séu ekki uppfyllt og að slíkt sé ósannað af hálfu stefnanda. Með vísan til málatilbúnaðar s tefnda að öðru leyti sé ljóst að saknæmri háttsemi stefnda sé ekki til að dreifa, auk þess sem orsakatengsl meintrar saknæmrar háttsemi og meints tjóns stefnda séu ekki fyrir hendi. Þá sé fjárhæð dómkröfu stefnanda mótmælt enda eigi framsetning hennar sér enga stoð í lögum, dómaframkvæmd eða gögnum málsins. Sé á því byggt af hálfu stefnda, verði fallist á málatilbúnað stefnanda að öðru leyti, að fjárhæð bótakröfu geti ekki miðast við mismuninn á meðaltali heildarlauna fyrri ára og ársins 2017, þar sem tekið sé tillit til launagreiðslna frá bæði stefnda og öðrum vinnuveitendum stefnanda. Rétt sé og eðlilegt að miða bótafjárhæð heldur við ráðningar - og kjarasamningsbundnar greiðslur í þriggja mánaða uppsagnarfresti, sem stefnandi hafi nú þegar fengið, umfram s kyldu að mati stefnda. Af þeim sökum sé tjón stefnanda ekkert. Þess utan sé því sérstaklega mótmælt að krafa stefnanda geti tekið til áranna 2017 2021, eða yfir fimm ára tímabil, en fyrir því sé engin stoð í lögum, samningi, dómaframkvæmd eða öðru. Hvað va rði miskabótakröfu stefnanda sérstaklega þá telji stefndi að skilyrði 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 séu ekki uppfyllt og mótmæli því að á stefnanda hafi verið bornar ásakanir sem enginn fótur hafi verið fyrir, ekki hafi verið kannaðar á fullnægjandi há tt eða hafi verið niðurlægjandi í garð stefnanda. Taka beri fram að upplýsingar um ástæðu frávikningar stefnanda hafa ekki verið veittar óviðkomandi af hálfu stefnda eða starfsmanna stefnda, og viti stefndi ekki til þess að þær upplýsingar séu á vitorði óv iðkomandi. Á vanlíðan eða andlegri heilsu stefnanda í kjölfar frávikningarinnar geti stefnandi því ekki borið ábyrgð. Hvað sem því líði sé fjárhæð miskabótakröfu stefnanda sérstaklega mótmælt enda sé hún órökstudd með öllu og í engu samræmi við það sem tíð kist í framkvæmd. Varðandi framangreint sé rétt að taka tillit til þess að af gögnum málsins verði ekki annað ráðið en að stefnandi sinni enn þeim störfum sem hún sinnti samhliða starfi sínu fyrir stefnda áður en til frávikningar kom, auk þess sem stefnand i virðist hafa gengið í önnur störf í kjölfarið. Verði því ekki séð að frávikning stefnanda hafi haft þau áhrif á störf eða starfsorðstír stefnanda sem haldið sé fram í stefnu. Þá sé því mótmælt sem ósönnuðu að stefnandi hafi gripið til viðunandi og nauðsy nlegra ráðstafana til að takmarka meint tjón sitt í kjölfar frávikningar. Þá kveðst stefndi mótmæla dráttarvaxtakröfu stefnanda, þ. á m. upphafstíma dráttarvaxta. Verði fallist á kröfu stefnanda um dráttarvexti sé þess krafist að þeir reiknist frá dómsupp sögu. Um lagarök vísi stefndi m.a. til sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og almennra reglna vinnuréttar. Jafnframt sé vísað til stjórnsýslulaga nr. 37/1993, laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fó lks og laga nr. 88/2011 um réttindagæslu fyrir fatlað fólk auk almennra reglna samninga - og kröfuréttar. Um málskostnað sé vísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. IV Forsendur og niðurstaða 16 Í máli þessu greinir aðila á um lögmæti uppsag nar stefnanda úr starfi sem starfsmaður í búsetuþjónustu á vegum stefnda sem stefnanda var tilkynnt með bréfi 22. desember 2016. Stefnandi byggir á því að uppsögn hennar hafi verið ólögmæt þar sem stefndi hafi við undirbúning ákvörðunarinnar og við málsmeð ferðina ekki gætt að ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sér í lagi ákvæðum 10. gr., 12. gr. og 13. gr. Stefndi hafi ekki rannsakað málið til hlítar áður en ákvörðun var tekin og ekki gætt nægilega að andmælarétti stefnanda. Þá hafi stefnda borið að áminn a stefnanda og gefa henni færi á að bæta ráð sitt í stað þess að beita fyrirvaralausri uppsögn. Annmarki hafi því verið á ákvörðun og málsmeðferð stefnda sem hann beri ábyrgð á gagnvart stefnanda vegna þess tjóns sem hún hafi í kjölfarið orðið fyrir. Þá he fur stefnandi einnig talið að ákvörðun stefnda hafi farið gegn meginreglum vinnuréttarins sem endurspeglist í grein 11.1.6 í viðeigandi kjarasamningi. Krefst stefnandi skaðabóta vegna þess fjártjóns sem hún hafi orðið fyrir en einnig miskabóta þar sem upps ögnin og framkvæmd hennar hafi verið ólögmæt, meiðandi og til þess fallin að vega að æru hennar og starfsheiðri. Hefur ítarleg grein verið gerð fyrir kröfugerð stefnanda og hvernig hún er sundurliðuð. Stefndi hafnar öllum sjónarmiðum stefnanda og krefst sý knu í málinu en verði að einhverju leyti fallist á sjónarmið stefnanda verði kröfur hennar lækkaðar verulega. Stefndi hefur á því byggt að við töku ákvörðunar um uppsögn stefnanda hafi verið gætt allra málsmeðferðarreglna stjórnsýslulaga og þá hafi málsmeð ferðin verið í samræmi við ákvæði kjarasamnings. Ljóst hafi verið að þær upplýsingar sem borist höfðu um líkamlegt ofbeldi af hálfu stefnanda gagnvart skjólstæðingi í búsetuþjónustu hafi verið með þeim hætti að ekki hafi verið við unað. Skilyrði 4. mgr. gr einar 11.1.6.1 í viðkomandi kjarasamningi hafi verið uppfyllt og í einu og öllu farið að ákvæðum hans. Það hafi verið mat stefnda að stefnandi gæti í ljósi þessa ekki lengur sinnt starfi sínu hjá stefnda og áminning hafi ekki verið tæk. Óhjákvæmilegt hafi því verið að segja stefnanda fyrirvaralaust upp störfum. Til að gæta meðalhófs hafi stefndi þó ákveðið að greiða stefnanda laun í uppsagnarfresti. Í 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 segir að um starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna sv eitarfélaga fari eftir ákvæðum kjarasamninga hverju sinni og ákvæðum ráðningarsamninga. Ákvæðið kom inn með lögum nr. 45/1998, en í eldri sveitarstjórnarlögum var vísað til þess að starfsmenn sveitarfélaga hefðu réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, s br. lög nr. 38/1954. Framangreint ákvæði sveitarstjórnarlaga hefur verið túlkað svo að einstök réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga í vinnuréttarlegum skilningi séu í grundvallaratriðum ekki lögbundin, heldur taki mið af kjarasamningum og ráðninga rsamningum eins og þeir eru á hverjum tíma. Á hinn bóginn hefur ákvæðið einnig verið túlkað svo að sveitarstjórnir geti ekki samið um frávik frá grundvallarreglum stjórnsýsluréttar hvort sem er í kjarasamningum eða ráðningarsamningum. Þá hefur verið á því byggt að veigamiklar ákvarðanir stjórnvalda, s.s. við uppsögn starfsmanna sveitarfélaga, teljist vera stjórnvaldsákvarðanir í skilningi 1. gr. stjórnsýslulaga, þannig að málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga gildi við uppsögn starfsmanna sveitarfélaga. Samkv æmt þessu bar stefnda við undirbúning og ákvörðun um brottvikningu stefnanda úr starfi að fara að stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Um réttarsamband stefnanda og stefnda gilti kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands, f.h . Verkalýðsfélags Vestfirðinga , frá 20. nóvember 2015. Í 1. mgr. greinar 11.1.6 í kjarasamningnum segir að óheimilt sé að segja starfsmanni upp án málefnalegra ástæðna. Verði endir bundinn á ráðningu með uppsögn af hálfu sveitarfélags sé sú ráðstöfun háð því skilyrði að starfsmanni haf i áður verið gefið færi á að bæta ráð sitt með áminningu ef ástæður uppsagnar eiga rætur að rekja til ávirðinga, sbr. grein 11.1.6.2. Í uppsagnarbréfi stefnda til stefnanda 22. desember 2016 var vísað til ákvæðis 4. mgr. greinar 11.1.6.1 en samkvæmt því ák væði skal víkja starfsmanni úr starfi fyrirvaralaust verði hann uppvís að grófu broti í starfi enda valdi viðvera hans á vinnustað áframhaldandi skaða fyrir starfsemina, aðra starfsmenn eða viðskiptavini. Fulltrúa stéttarfélags skal veittur kostur á að kyn na sér slík mál áður en ákvörðun er tekin. Þá kom fram í bréfinu að skjólstæðingur hefði greint öðrum starfsmönnum í búsetu frá því að stefnandi hefði beitt hana líkamlegu ofbeldi. Þá sagði að stefndi teldi að viðvera stefnanda á vinnustaðnum ylli skjólstæ ðingi skaða og vanlíðan og að málið hefði verið kært til lögreglu. 17 Í máli þessu liggur fyrir að á fundi yfirmanna stefnanda með stefnanda 6. desember 2016 var stefnanda afhent bréf þar sem fram kom að til stæði að víkja henni fyrirvaralaust frá störfum vegna grófra brota í starfi, sbr. 4. mgr. greinar 11.1.6.1 í kjarasamn ingi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands f.h. Verkalýðsfélags Vestfirðinga frá 20. nóvember 2015, sem eins og áður sagði gilti um ráðningasamband aðila. Fundinn sat einnig fulltrúi Verkalýðsfélags Vestfirðinga . Í bréfinu voru n ánar tilgreind fjögur atriði sem voru tilefni þess að uppsögn stefnanda var til skoðunar hjá stefnda Líkamlegt ofbeldi . Skjólstæðingur þinn hefur sagt öðrum starfsmönnum búsetu að þú hafi beitt hann líkamlegu ofbeldi. Skjól stæðingurinn greindi frá þessu laugardaginn 3. á framfæri sjónarmiðum sínum vegna efnis bréfsins, en þá aðallega hvað varðaði brot á þagnarskyldu, sem var eit t af þeim atriðum sem tilgreind voru í bréfinu. Fundur var haldinn með stefnanda og yfirmanni hennar, yfirmanni málaflokksins hjá stefnda og mannauðsstjóra 9. desember 2016 en fulltrúi Verkalýðsfélags Vestfirðinga sat einnig fundinn. Samantekt af fundinum, sem er dagsett sama dag, liggur fyrir í málinu. Hún er óundirrituð en samkvæmt gögnum málsins var stefnanda og fulltrúa Verkalýðsfélags Vestfirðinga send hún í tölvupósti 9. desember 2016 og gefinn kostur á að koma að athugasemdum sem var gert með tölvupó sti 13. desember 2016. Í samantektinni kemur fram að stefnandi segist aldrei hafa beitt líkamlegu ofbeldi. Hún gangist við broti á þagnarskyldu en segist ekki hafa brotið á réttindum skjólstæðings með því að neita viðkomandi um þann mat sem hún vildi. Skjó lstæðingurinn hafi hins vegar verið óhuggandi. Þá taki hún fram að stundum sé hægt að spyrja viðkomandi skjólstæðing leiðandi spurninga og einnig eigi hún það til að skaða skjálfa sig. Þegar hún hafi komið til skjólstæðingsins kl. 4 á sunnudeginum hafi hún kvartað yfir höfuðverk og verið rauð á enninu. Hún hafi huggað hana og spurt hvort hún hefði verið að meiða sig sjálf og borið krem á áverkana. Gerð er grein fyrir því að af hálfu verkalýðsfélagsins séu gerðar athugasemdir við vinnubrögðin, að ásökunum sé safnað saman á þennan hátt og svo beitt íþyngjandi úrræði en ekki farið í eðlilegt áminningarferli. Af hálfu stefnda hafi verið útskýrt af hverju brugðist hefði verið við með þessum hætti. Bréf Verkalýðsfélags Vestfirðinga til stefnda f.h. stefnanda er da gsett sama dag og er þar gerð ítarleg grein fyrir sjónarmiðum stefnanda. Kom þar fram að stefnandi væri borin þungum sökum og að hún neitaði eindregið ásökunum um líkamlegt ofbeldi og brot á réttindum skjólstæðings. Teldi verkalýðsfélagið þær ósannaðar og þar af leiðandi ekki tilefni til fyrirvaralausrar brottvikningar hennar. Myndi verkalýðsfélagið væntanlega sækja laun í þriggja mánaða uppsagnarfresti ef til þess kæmi. Var og fullyrt að meðferð stefnda vekti upp ýmsar spurningar. Ekki væri farin sú leið a ð áminna starfsmann vegna einstakra meintra brota eins og gert væri ráð fyrir í kjarasamningi saman meintum ávirðingum í nokkurn tíma og gert ráð fyrir fyr Stefnanda var svo sagt upp störfum með bréfi dagsettu 22. desember 2016. Þar sagði orðrétt: málið að öðru leyti er niðursta ðan sú að segja þér upp störfum vegna grófs brots í starfi þar sem skjólstæðingur hefur greint öðrum starfsmönnum búsetu frá því að þú hafir beitt hann líkamlegu ofbeldi. Við teljum að viðvera þín á vinnustaðnum valdi skjólstæðingi skaða og vanlíðan. Málið hefur verið kært kjarasamningi. Í bréfinu kemur jafnframt fram að stefndi fallist á að greiða stefnanda þriggja mánaða uppsagnarfrest. Stefnandi gaf skýr slu fyrir dóminum. Fram kom í máli hennar að hún hefði aldrei beitt viðkomandi skjólstæðing í búsetuþjónustu ofbeldi. Fyrir dóminum var borinn undir hana framburður úr lögregluskýrslu, en hún hafði áður staðfest að öllu væri rétt lýst sem þar kæmi fram, að atvik hefði átt sér stað einhvern laugardaginn þar sem skjólstæðingurinn hefði verið að skaða sjálfa sig og hún hefði stöðvað hana. Atvik af þessu tagi hafi verið algeng og ekki óalgengt að hún hafi þurft að grípa í hendur viðkomandi skjólstæðings og hald a þeim því það hefði verið mjög slæmt fyrir skjólstæðinginn ef hún hefði ekki stoppað hana. Nánar greindi hún svo frá fyrir dóminum að atvik hefði átt sér stað, líklega um miðjan nóvember 2016, á laugardegi, þar sem umræddur skjólstæðingur hefði verið að s kaða sjálfa sig. Hafi hún greint yfirmanni sínum frá því sem gerðist en hún viti ekki af hverju ekki hafi verið brugðist við þá. 18 Skilja verður þennan framburð stefnanda svo að hún kannist við að eitthvað hafi komið upp í samskiptum hennar og viðkomandi skj ólstæðings og að það hafi átt sér stað á laugardegi um miðjan nóvember 2016 en ekki laugardaginn 3. desember eða sunnudaginn 4. desember. Ekki verður séð af gögnum málsins að stefnandi hafi á fundunum 6. og 9. desember 2016 komið þessum upplýsingum á framf æri og þá koma þessi sjónarmið ekki fram í andmælabréfi hennar frá 9. desember 2016. Ekki komu fram skýringar á því af hálfu stefnanda fyrir dóminum. Aðspurð svaraði hún því ekki með skýrum hætti hvort vera kynni að þetta atvik kynni að vera tilvik sem skj ólstæðingurinn hafi mögulega upplifað sem ofbeldi og lýst svo fyrir öðrum starfsmönnum í búsetu. Í málinu er fram komið að viðkomandi skjólstæðingur greindi tveimur samstarfsmönnum stefnanda, I og J, með eigin hætti frá samskiptum við stefnanda, líklega h elgina 3. og 4. desember 2016 Þá er einnig fram komið að þriðji samstarfsmaður stefnanda, K, spurði viðkomandi skjólstæðing út í samskipti við stefnanda. Í skýrslu hennar fyrir dóminum kom fram að I og J hefðu sagt sér að stefnandi hefði slegið á höndina á hún að framburður sinn í lögregluskýrslu væri réttur. Var borinn undir hana framburður þar sem fram kom að viðkomandi skjólstæðingur hefði ekki verið með áverka hefði greint sér frá samskiptum við stefnanda. Þá var einnig borinn undir hana framburður úr lögreglusk hefði lamið hana í höndina. Látbragðið hefði falist í því að skjólstæðingurinn hefði slegið hægri hendi í vinstri handlegg sinn til að sýna hvað stefnandi gerði henni. Í skýrslu vitnisins I kom fram að viðkomandi skjólstæðingur hefði sýnt þetta með því að slá í höndina á sjálfri sér og hún hefði gert það nokkrum sinnum. J, sem hefði verið að vinna með öðrum skjólstæðingi í næstu íbúð, hefði komið yfir og þá hefði hún gert þetta aftur. Þær hafi spurt skjólstæðinginn nokkrum sinnum hvort þetta væri satt sem hún væri að segja og hvort hún væri að meina þetta. Síðar s egir stefnandi ætti að vera hjá henni. Stefnandi hún væri æst en hún kannski var það ekkert endilega [...] það virkaði rosalega vel fyrir hinn skjólstæðinginn svolítið illa hana því við vissum alveg að þetta væri mjög alvarlegt sem hún var að rif. Stefnandi hafi verið sinn hjá lögreglu. Hún kvað enga áverka hafa verið sjáanlega á viðkomandi skjólstæðingi. Í lýsingu skjólstæðingsins á at F, sviðsstjóri velferðarsviðs stefnda, gaf skýrslu fyrir dóminum. Hún sat fundinn með stefnanda 6. desember 2016 að hluta og skrifaði e innig undir bréfið 6. desember 2016 þar sem stefnanda var tilkynnt að fyrirvaralaus brottvikning hennar væri til skoðunar. Hún kvað stefnda, sem bæri að gæta hagsmuna er bara ekki hægt að sætta sig við það [...] við bara stöndum með fólki alla leið með það af því að þetta fólk getur ekki varið 19 E, deildarstjóri málefna fatlaðra hjá stefnda, gaf skýrslu fyrir dóminum. Hún sat fundina með stefnanda 6. og 9. desember 2016 og skrifaði einnig undir bréfið 6. desember 2016, ásamt áðurnefndum sviðsstjóra, þar sem stefnanda var tilkynnt að fyrirvaralaus brottvikning hennar væri til skoðunar. Einnig skrifaði hún undir uppsagnarbréfið til stefnanda 22. desember 2016. Fram kom í skýrslu hennar fyrir dóminum að borist hefðu kvartanir frá öðru starfsfólki um að stefnandi kæmi illa fram við skjólstæðinginn töldum a Ljóst er af gögnum málsins og því sem fram kom við skýrslutökur og aðalmeðferð málsins að stefnda var nokkur vandi á höndum vegna frásagnar viðkomandi skjólstæðings í búsetu um framkomu stefnanda gagnvart sér. Vógust þar á sjónarmið um réttindi stefnanda sem starfsmanns og skyldu stefnda til að veita viðkomandi skjólstæðingi þjónustu og stuðning í daglegu lífi til að efla lífsgæði hennar og þá jafnframt rétt viðkomandi skjólstæð ings til að fá þjónustu í samræmi við það. Dómurinn telur enga ástæðu til að efast um að umræddur skjólstæðingur hafi með tjáningu sinni komið upplýsingum á framfæri við samstarfsmenn stefnanda um samskipti stefnanda og skjólstæðingsins, sem stefndi varð í ljósi framangreindra skuldbindinga sinna gagnvart viðkomandi skjólstæðingi að bregðast við. Þá er einnig komið fram og rakið hér að framan að viðkomandi tveir samstarfstarfsmenn stefnanda hafi margspurt skjólstæðinginn til að fullvissa sig um að þær skild u hana rétt í ljósi alvarleika málsins. Eftir að yfirmenn stefnanda fengu þessar upplýsingar voru haldnir tveir fundir með henni auk þess sem ítarlegu andmælabréfi var skilað af hennar hálfu. Þá er einnig fram komið að yfirmenn stefnanda ræddu við þá starf smenn sem skjólstæðingurinn hafði tjáð sig við og skjólstæðinginn sjálfan. Þegar horft er á atvik málsins að þessu leyti verður að telja að stefndi hafi með málsmeðferð sinni leitast við að fá fram helstu sjónarmið í málinu áður en ákvörðun var tekin. Ver ður því ekki talið að með málsmeðferð sinni hafi stefndi brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga eða andmælarétti stefnanda. Þá verður ekki séð að stefndi hafi brotið gegn upplýsingarétti stefnanda eða leiðbeiningarskyldu sinni. Eins og atvik málsins l águ fyrir telur dómurinn einnig að stefndi hafi getað ákveðið starfslok stefnanda þó að lögreglurannsókn væri á þessum tíma ólokið. Dómurinn telur ekki ástæðu til að draga í efa að að eitthvað það hafi komið upp í samskiptum stefnanda og viðkomandi skjóls tæðings sem leiddi til þess að stefnandi gat ekki komið að frekari þjónustu við hana. Er þá haft í huga eðli þeirrar þjónustu sem um ræðir, staða skjólstæðinga stefnda sem hennar njóta og hversu mikilvægt er að traust ríki milli skjólstæðinga stefnanda og starfsmanna sem inna þjónustuna af hendi, en einnig framburður stefnanda fyrir dóminum sem að framan er lýst. Á hinn bóginn verður að telja að stefndi hafi gengið nokkuð harkalega fram gegn stefnanda við úrvinnslu málsins í framhaldinu og ekki gætt þess me ðalhófs sem gera verður kröfu um að vinnuveitandi viðhafi í slíkum aðstæðum í ljósi réttinda starfsmannsins. Þegar litið er til gagna málsins og þess sem komið hefur fram fyrir dóminum er það því mat dómsins að stefnda hafi borið að fara varlegar í sakirn ar en gert var. Þannig verður að telja að stefnda hafi borið að beita áminningu í þessum aðstæðum, og gefa stefnanda með því færi á að bæta ráð sitt, frekar en að beita fyrirvaralausri brottvikningu. Hafa verður í huga að stefndi hafði gert athugasemdir vi ð störf og framkomu stefnanda en ekki séð ástæðu til að veita henni áminningu. Þá verður einnig að telja að stefndi hefði getað hagað skipulagi starfseminnar þannig að stefnandi hætti að sinna umræddum skjólstæðingi. Er þá litið til þess að stefndi er stór , ef ekki stærsti, vinnuveitandi á svæðinu. Í málinu hefur hvorki verið sýnt fram á að reynt hafi verið að standa vörð um réttindi stefnanda að þessu leyti né að útilokað hafi verið að beita vægara úrræði en uppsögn. Skiptir þá ekki máli við þetta mat þótt stefndi hafi greitt stefnanda laun í þriggja mánaða uppsagnarfresti. Það er því niðurstaða dómsins að við ákvörðun um uppsögn stefnanda 22. desember 2016 hafi stefndi ekki gætt þess meðalhófs sem kveðið er á um í 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í bei tingu ákvæðisins felst að stjórnvald skuli því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði sem að er stefnt verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skuli þess þá gætt að ekki sé gengið harðar fram en nauðsyn ber til. Er þá einnig litið til þess inntaks meðalhófsreglunnar að stjórnvald grípi fyrst til vægari úrræða sem almennt eru talin koma að gagni áður en ákveðið er að grípa til harkalegri og róttækara aðgerða. Þetta felur í sér að ákvörðun stefnda er að þessu leyti haldin annmarka og þá er hú n 20 einnig í andstöðu við efni og inntak greinar11.1.6. í kjarasamningi þeim sem um ráðningarsamband aðila gilti. Þegar metið er hvort og þá hvaða fjárhagslegu afleiðingar framangreint á að hafa við mat á tjóni stefnanda er óhjákvæmilegt að líta til þess að fyrir liggur í málinu að stefndi greiddi stefnanda laun í þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þá er fram komið í málinu að stefnandi hóf í febrúar 2017 störf hjá öðrum vinnuveitanda í hlutastarfi, eins og hún hafði gert hjá stefnda, en ekki liggur annað fyrir en að er atvik urðu hafi hún verið í 64% starfi hjá stefnda. Sinnti hún einnig öðrum störfum samhliða starfi sínu hjá stefnda og benda gögn málsins til þess að því hafi hún haldið áfram eftir að henni var sagt upp störfum hjá stefnanda. Telur dómurinn því ekki ástæðu til að fallast á kröfu stefnanda um bætur fyrir fjártjón. Fellst eins og hún er sett fram, en stefnandi hefur gert kröfu um greiðslur á tímabilinu 2017 til 2021 sem nemi árlegu tjóni hennar í formi tekjutaps vegna mismunar á meðallaunum hjá stefnda árin 2015 og 2016 og þeim launum sem hún hafði á árinu 2017. Er dómafra mkvæmd skýr um það að bætur í slíkum tilvikum eru dæmdar að álitum að teknu tilliti til ýmissa atriða, eins og aldurs, menntunar, launatekna, atvinnumöguleika og atvika að öðru leyti. Á hinn bóginn telur dómurinn að ákvörðun og málsmeðferð stefnda hafi ver ið til þess fallin að valda stefnanda miska þar sem gengið hafi verið of harkalega fram gegn stefnanda. Telur dómurinn því rétt að fallast á kröfu stefnanda um miskabætur samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, og þykja þær hæfilega ákveðnar 500.000 kr ónur. Ber sú fjárhæð dráttarvexti frá 7. mars 2018 í samræmi við kröfugerð stefnanda. Stefnandi nýtur gjafsóknar í málinu samkvæmt útgefnu gjafsóknarleyfi 17. júlí 2018 og er gjafsóknin takmörkuð við rekstur málsins fyrir héraðsdómi. Gjafsóknarkostnaður st efnanda, þ. á m. þóknun lögmanns hennar, Jónasar Jóhannssonar, 1.500.000 krónur, og lögmanns stefnanda á fyrri stigum, Páls Heiðars Halldórssonar, 1.000.000 króna, greiðist úr ríkissjóði. Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 verður stefnda gert að greiða hluta þess kostnaðar í ríkissjóð eins og nánar greinir í dómsorði. Hólmfríður Grímsdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómarinn tók við meðferð málsins 16. maí 2018. Við uppkvaðningu dóms var gætt ákvæða 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991 u m meðferð einkamála. D Ó M S O R Ð: Stefndi, B, greiði stefnanda, A, 500.000 krónur, með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 7. mars 2018. Stefndi greiði stefnanda 500.000 krónur í málskostnað sem renni í r íkissjóð. Allur gjafsóknarkostnaðar stefnanda, þ. á m. málflutningsþóknun lögmanns hennar, Jónasar Jóhannssonar, 1.500.000 krónur, og þóknun lögmanns hennar á fyrri stigum, Páls Heiðars Halldórssonar, 1.000.000 króna, greiðist úr ríkissjóði.