LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 6. febrúar 2025 . Mál nr. 366/2024 : Ákæruvaldið ( Hulda María Stefánsdóttir saksóknari ) gegn Eliner Duro ( Jóhann Fannar Guðjónsson lögmaður , Grímur Már Þórólfsson lögmaður, 3. prófmál ) Lykilorð Ávana - og fíkniefni. Fíkniefnalagabrot. Refsiákvörðun. Vörslur. Upptaka. Útlendingur. Útdráttur Staðfestur var dómur héraðsdóms þar sem E var sakfelldur fyrir brot gegn 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. , laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 með því að hafa h aft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni nánar tilgreint magn fíkniefna og brot gegn 2. málslið 1. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 50. gr., sbr. a - lið 1. mgr. 116. gr. , laga um útlendinga nr. 80/2016 með því að dvelja hér á landi í heimildarleysi án dvalarle yfis auk brots gegn c - lið 1. mgr. 114. gr., sbr. a - lið 1. mgr. 116. gr. , laga um útlendinga með því að sinna ekki tilkynningarskyldu sinni samkvæmt lögunum. Var E gert að sæta fangelsi í sex mánuði, þar af fimm mánuði skilorðsbundið, og upptöku á fíkniefnu m, farsímum og reiðufé. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásgerður Ragnarsdóttir og Jóhannes Sigurðsson og Eyvindur G. Gunnarsson settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 24. apríl 2024 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Málsgögn bárust réttinum 25. september 2024. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 21. mars 2024 í málinu nr. S - 5656/2023 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd en héraðsdómur staðfestur að öðru leyti. 3 Ákærði krefst sýknu af ákæruliðum 2, 3, 6 og 8 og sýknu af ætlaðri söludreifingu fíkniefna í ágróðaskyni samkvæmt ákæruliðum 4, 5 og 7. Að því frágengnu krefst ákærði að honum verði gerð vægasta refsing sem lög leyfa og að refsing verði alfarið bundin skilorði. Þá krefst hann þess að kröfu um upptöku á 481.500 krónum verði hafnað. 2 4 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar hljóð - og myndupptökur af s kýrslu ákærða og vitnisins A fyrir héraðsdómi. Niðurstaða 5 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur. 6 Ákærða verður gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns sem ákveðin verða að me ðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Dómsorð: H inn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Ákærði, Eliner Duro , greiði allan áfrýjunarkostnað málsins, 922.935 krónur, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, Jóhanns Fannars Guðjónssonar, 837.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur fimmtudaginn 21. mars 2024 I. Ákæra, dómkröfur og f leira: Mál þetta, sem dómtekið var 5. mars 2024, var höfðað með ákæru lögreglustjórans á höfuð borgarsvæðinu, dagsettri 5. september 2023, á hendur Eliner Duro, fæddum , búsettum í 1. Fíkniefnalagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 22. apríl 2021, í herbergi nr. í íbúð að í Reykjavík, haft í vörslum sínum samtals 108,08 g af marí húana, 13,06 g af amfetamíni og 57 stykki af MDMA ætluðu til söludreifingar í ágóða skyni, sem lögre gla fann við húsleit hjá ákærða og lagði hald á. Mál nr. 007 - 2021 - Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. 2. Fíkniefnalagabrot með því að hafa, þriðjudaginn 27. apríl 2021, í herbergi að í Reykjavík, haft í vörslum sínum samtals 9,38 g af maríhúana og 10 stykki af MDMA ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni, sem lögregla fann við hús leit hjá ákærða og lagði hald á. Mál nr. 007 - 2021 - Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlit sskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. 3. Fíkniefnalagabrot með því að hafa, laugardaginn 8. maí 2021, er lögregla hafði af skipti af ákærða utandyra að í Reykjavík, haft í vörslum sínum samtals 7,19 g af maríhúana ætluðu til söludreifingar í á góðaskyni, sem lög regla fann við öryggisleit á ákærða og lagði hald á. 3 Mál nr. 007 - 2021 - Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni o g önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. 4. Fíkniefnalagabrot með því að hafa, laugardaginn 1. janúar 2022, er lögregla hafði afskipti af ákærða í bifreiðinni við í Reykjavík, haft í vörslum sín um samtals 17,21 g af maríhúana ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni, sem lög regla fann við öryggisleit á ákærða og lagði hald á. Mál nr. 007 - 2022 - Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglug erðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. 5. Fíkniefnalagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 24. nóvember 2022, er lögregla hafði afskipti af ákærða utandyra á í Reykjavík, haft í vörslum sínum samtals 0,97 g af kókaíni og 12,99 g af maríhúana ætluðu til sölu dreif ingar í ágóðaskyni, sem lögregla fann við öryggisleit á ákærða og lagði hald á. Mál nr. 007 - 2022 - Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. 6. Útlendingalagabrot með því að hafa, á tímabilinu 26. apríl 2021 til 22. de sember 2022, ítrekað brotið gegn skyldu sinni til að tilkynna sig á lögreglustöðina við Hverfisgötu 113 í Reykjavík samkvæmt ákvörðunum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, dags. 26. apríl 2021, 2. janúar 2022 og 24. nóvember 2022, birtum ákærða greinda daga. Mál nr. 007 - 2022 - Telst brot þetta varða við c. lið 1. mgr. 114. gr., sbr. a. lið 1. mgr. 116. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. 7. Fíkniefnalagabrot með því að hafa, föstudaginn 6. janúar 2023, er lögregla hafði af skipti af ákærða utandyra á í Reykjavík, haft í vörslum sínum samtals 25,15 g af maríhúana ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni, sem lögregla fann við öryggis leit á ákærða og lagði hald á. Mál nr. 007 - 2023 - Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, með síðari breytingum. 8. Útlendingalagabrot með því að hafa, á tímabilinu 27. september 2020 til 6. janúar 2023, dvalið í heimildarleysi hér á landi án dvalarleyfis, en ákærði fór huldu höfði hér á landi í kjölfar ákvörðunar Útlendingastofnunar 2021, þar sem honum var til kynnt um brottvísun og endurkomubann fyrir ólögmæta dvöl hér á landi. Mál nr. 007 - 2022 - 4 Telst brot þetta varða við 2. málslið 1. mgr. 49. gr. og 1. mgr. 50. gr., sbr. a. lið 1. mgr. 116. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er krafist upptöku á samtals 180,72 g af maríhúana, 13,06 g af amfetamíni, 0,97 g af kóka íni og 67 stykki af MDMA (efnaskrár lögreglu nr. , , , og ] , ) sem hald var lagt á, skv. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglu gerðar nr. 233/2001, með síðari breytingum. Einnig er krafist upptöku á 14 far sím um (munaskrá lögreglu nr. , , og ) og grammavog (muna skrá lögreglu n r. ), sem lögregla lagði hald á, skv. heimild í 7. mgr. 5. gr. sömu laga og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, með síðari breytingum, sbr. og 1. mgr. 69. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en munirnir voru notaðir eða ætlaðir til ólög mæ trar meðferðar haldlagðra ávana - og fíkniefna. Einnig er krafist upptöku á sam tals 481.500 krónum, sem hald var lagt á (munaskrár lögreglu nr. , , , og ), skv. 7. mgr. 5. gr. fíkniefnalaga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233 /2001, með síðari breytingum, sbr. 1. mgr. 69. gr. b. almennra hegn ingarlaga nr. 19/1940, en fjármunirnir eru ætlaður ágóði ákærðu af sölu ólöglegra ávana - Ákæra var birt í Lögbirtingablaði 13. október 2023 og málið var þingfest 23. nóv ember sama ár. Endanleg afstaða ákærða til ákæru, sbr. aðilaskýrslu við aðalmeðferð, er með þeim hætti að hann játar sök samkvæmt 1. ákærulið og hann játar sök að hluta samkvæmt 2., 3., 4., 5. og 7. ákærulið. Ákærði neitar hins vegar sök samkvæmt 6. og 8. ákæru lið. Ákærði sam þykkir upptökukröfu á fíkniefnum, 14 farsímum og grammavog, sem lagt var hald á en mótmælir að mestu leyti kröfu um upptöku á hald lögðum peningum. Ákæru valdið gerir sömu dóm kröfur og greinir í ákæru og að gæsluvarðhaldstími komi t il frádráttar refsingu. Varðandi 1. ákærulið gerir ákærði kröfu um að honum verði gert að sæta vægustu refsingu sem lög leyfa. Varðandi 2. og 3. ákærulið gerir ákærði aðal lega kröfu um sýknu af kröfu um refsingu vegna söludreifingar fíkniefna í ágóða sky ni og að því frágengnu að hann verði sýknaður af ákæru um vörslur fíkniefna. Til vara krefst hann þess að hann sæti sekt fyrir vörslur fíkniefna og til þrautavara að honum verði gert að sæta vægustu refsingu sem lög leyfa. Varðandi 4., 5., og 7. ákærulið g erir ákærði aðallega kröfu um sýknu af refsikröfu vegna söludreifingar fíkniefna í ágóðaskyni og að því frá gengnu að hann sæti sekt fyrir vörslur fíkniefna. Til vara krefst hann þess að honum verði gert að sæta vægustu refsingu sem lög leyfa. Varðandi 6. ákærulið gerir ákærði aðallega kröfu um sýknu af refsikröfu en til vara að honum verði gert að sæta vægustu refsingu sem lög leyfa. Varðandi 8. ákærulið krefst ákærði sýknu af kröfu ákæruvaldsins um refs ingu en til vara að honum verði gert að sæta vægustu refsingu sem lög leyfa. Ákærði krefst þess aðallega að kröfu um upptöku á 481.500 krónum verði hafnað, til vara að kröfu um upp töku á 441.500 krónum verði hafnað og til þrautavara að dómurinn meti hlut fall upptöku fjármuna til samræmis við úrslit málsin s. Þessu til viðbótar krefst ákærði þess að sakar kostn aður greiðist úr ríkissjóði að mestu leyti til samræmis við úrslit máls ins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda samkvæmt tímaskýrslu, auk þóknunar fyrri til nefnds verjanda á rannsóknarstig i að mati dómsins. II. Málavextir: 1. Um 1. ákærulið: Samkvæmt frumskýrslu voru höfð afskipti af ákærða seint að kvöldi 22. apríl 2021 í herbergi á gisti heimili á þeim stað sem greinir í ákæru. Tilefni afskiptanna var upp lýs ingar sem höfðu borist lö greglu áður um að þar færi fram sala og dreifing fíkni efna. Að sögn lög reglu var sterk kannabislykt í herberginu þegar lögregla kom á staðinn. Ákærði heimilaði leit í herberginu og fundust ætluð fíkniefni, níu farsímar og 200.000 krónur í reiðufé sem lag t var hald á. Ákærði var handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Samkvæmt 5 efna skýrslu tækni deildar voru hin hald lögðu fíkniefni þeirrar tegundar og í því magni sem greinir í ákæru. Fíkniefnunum var pakkað í litla smelluláspoka. Samkvæmt ljós mynda s kýrslu reynd ist vera mynd efni og skilaboð í haldlögðu símunum og það renndi stoð um undir grun lögreglu um meinta fíkniefnasölu. Ákærði gaf skýrslu næsta dag með réttar stöðu sakbornings og ját aði vörslur kannabisefna sem hann sagði að hluta til e igin neyslu og að hluta til sölu og dreifingar. Ákærði kvaðst hins vegar ekki kannast við önnur hald lögð fíkniefni eða hann kvaðst kannast við að hafa fengið hluta af þeim efnum í skipt um fyrir kannabis efni. Kannaðist ákærði að nokkru marki við söl u og dreifingu kanna bis efna og að hann hefði auglýst efnin til sölu á Telegram og gefið upp símanúmer hjá sér. Þá kann aðist ákærði að nokkru marki við Telegram - auglýsingar um fíkni efna sölu sem bornar voru undir hann við skýrslutökuna. Einnig kannaðis t ákærði við að haldlagðir símar sem voru í fórum hans hefðu verið notaðir í tengslum við fíkniefnasöluna. Greindi ákærði meðal annars frá því að hann hefði verið orð inn peninga laus eftir dvöl hér á landi um nokk urn tíma og hann hefði því gripið til þes s ráðs að selja fíkniefni. Hvað varðaði hina haldlögðu peninga greindi ákærði frá því að um helmingur þeirra fjármuna hefði komið til vegna fíkniefna sölu en að öðru leyti hefði verið um að ræða fjármuni sem hann átti fyrir. 2. Um 2. ákærulið: Samkvæmt frumskýrslu var lögregla þann 27. apríl 2021 að fylgjast með mannaferðum við vegna framkominnar ábendingar um að þar færi fram sala og dreif ing fíkniefna. Að sögn lögreglu sást til grunsamlegs karlmanns koma úr húsnæðinu og hljóp hann frá lög reglumönnum þegar þeir gáfu sig á tal við hann. Var honum veitt eftir för og óhlýðnaðist hann fyrirmælum um að nema staðar. Var maðurinn handtekinn stuttu síðar og reyndist hann vera ákærði. Ákærði veitt lögreglu heimild til að leita í her bergi sem han n var með til umráða í fyrrgreindu húsnæði. Við leitina fundust kannabis efni, rauðar töflur í smelluláspokum og grammavog sem lagt var hald á. Að auki fund ust í jakkavasa ákærða 135.000 krónur í peningum sem einnig var lagt hald á, auk þriggja farsíma se m hann var með í fórum sínum. Ákærði gaf skýrslu síðar sama dag með réttar stöðu sakbornings og ját aði vörslur fíkniefna sem hann sagði til eigin neyslu en ekki til sölu og dreifingar. Kvaðst hann hafa fundið fíkniefnin og greindi frá því að uppruni hald lagðra peninga skýrðist af milli færslu fjár muna til hans frá ættingjum erlendis. Kvaðst hann hafa orðið hræddur þegar lögregla reyndi að ná tali af honum og hann hefði því hlaupið á brott. Samkvæmt efnaskýrslu tæknideildar voru hin hald lögðu fíkniefni þeirrar tegundar og í því magni sem greinir í ákæru. Samkvæmt ljós myndaskýrslu reynd ist vera mynd efni og skilaboð í haldlögðu símunum sem renndi stoðum undir grun lögreglu um meinta fíkniefnasölu. 3. Um 3. ákærulið: Samkvæmt frumskýrslu áttu tveir lögreglumenn leið um þann 8. maí 2021 þegar þeir urðu varir við tvo grunsamlega menn og ætlaða sölu á fíkni efn um. Voru höfð afskipti af öðrum mannanna stuttu síðar á og reyndist sá maður vera ákærði. Fundust fíkniefni við leit á honum og var um að ræða kannabisefni í fimm smellu lás pokum sem lagt var hald á. Ákærði sagði efnin ætluð til eigin neyslu og var hann hand - tekinn og fluttur á lögreglustöð. Þá lagði lögregla hald á farsíma sem hann var með í fórum sínum, auk tveggja símkorta. Einnig var lagt hald á 20.000 krónur í reiðu fé sem ákærði var með á sér í veski. Við athugun á Telegram - samskiptaforriti reynd ust vera auglýsingar um sölu fíkniefna þar sem símanúm er ákærða var gefið upp. Sam kvæmt efna skýrslu tæknideildar voru hin hald lögðu fíkniefni þeirrar tegundar og í því magni sem greinir í ákæru. Ákærði gaf skýrslu daginn eftir með réttarstöðu sak born ings og gaf sömu skýringar og áður greinir á efnunu m. Bar ákærði af sér allar sakir um sölu fíkniefna, þar á meðal í aðdraganda þess að hann var handtekinn. Þá sagði hann pen ing ana ekki tengjast fíkniefnaviðskiptum. Kvaðst ákærði ekki vera með Tele gram og greindi hann frá því að símanúmer sem lögregla v ísaði til tilheyrðu öðrum og eldri símum sem áður tilheyrðu honum. 6 4. Um 4. ákærulið: Samkvæmt frumskýrslu voru höfð afskipti af ákærða 1. janúar 2022 í bifreið í . Tilefni afskiptanna var tilkynning sem barst stuttu áður frá lögreglu manni á frí vakt sem kvaðst hafa séð ökumann bifreiðarinnar vera að selja fíkniefni við . Að sögn lögreglu var mikil kannabislykt í bifreiðinni og heimilaði ákærði ekki leit í henni. Var ákærði handtekinn og færður á lögreglustöð. Þá var bifreiðin haldlögð og flutt á lög reglu stöð í Kópavogi. Að sögn lögreglu voru fíkniefni sjáanleg í aftursæti bif reiðar innar þegar verið var að ganga frá henni. Efnin voru haldlögð og samkvæmt efna skýrslu tækni deildar voru þau þeirrar tegundar og í því magni sem greinir í ákæru. Ákærði gaf skýrslu daginn eftir með réttarstöðu sakbornings og kvaðst hvorki kann ast við fíkni efnin né heldur að hann notaði fíkniefni. Greindi hann meðal annars frá því að bifreiðin væri bílaleigubifreið sem hann hefði fengið að láni frá öðrum ma nni og notað til ferðalaga um landið. 5. Um 5. ákærulið: Samkvæmt frumskýrslu áttu tveir lögreglumenn leið um við um miðnætti 24. nóvember 2022 þegar þeir urðu varir við tvo grunsamlega menn og ætlaða sölu á fíkni efnum. Voru báðir mennirnir hand teknir og reyndist annar þeirra vera ákærði. Ákærði var með fíkniefni í fórum sínum sem fundust við leit á honum og virtust vera kannabisefni í smelluláspokum. Þá var ákærði með 6.000 krónur í reiðufé á sér sem lagt var hald á. Hinn maðurinn sem var með ho num reyndist einnig vera með fíkniefni í fórum sínum og greindi hann frá því að hafa keypt þau af ákærða stuttu fyrir handtöku. Samkvæmt efna skýrslu tæknideildar voru efnin þeirrar tegundar og í því magni sem greinir í ákæru. Ákærði gaf skýrslu síðar sama dag með réttarstöðu sak born ings og ját aði vörslur fíkniefna sem hann sagði til eigin neyslu en ekki til sölu og dreif ingar. Ákærði kann aðist ekki við að hafa verið að selja fyrrgreindum manni fíkniefni en þeir hefðu verið að neyta saman fíkniefna. Þá sagði hann fyrrgreinda peninga ekki tengjast fíkniefna viðskipt um. 6. Um 7. ákærulið: Samkvæmt frumskýrslu stöðvaði lögregla för ákærða 6. janúar 2023 þar sem hann var á gangi á . Að sögn lögreglu var áberandi kannabislykt af manninum og var hann hand tekinn og fluttur á lögreglustöð. Reyndist maðurinn vera ákærði. Við leit á ákærða fund ust ætluð kanna bis efni í 17 smelluláspokum, auk 120.500 króna í reiðufé. Var lagt hald á efnin og pen ing ana. Einnig var lagt hald á farsíma, auk tveggj a símkorta. Að sögn lög reglu leiddi athugun á Telegram í ljós að símanúmerin sem ákærði var með í fórum sínum virtust gefin upp í auglýsingum um sölu fíkniefna. Þá var ákærði að sögn lögreglu óskýr og tví saga í samskiptum við lögreglu. Samkvæmt efn a skýrslu tæknideildar voru hin hald lögðu fíkniefni þeirrar tegundar og í því magni sem greinir í ákæru. Samkvæmt ljós mynda skýrslu reyndust vera skilaboð í haldlögðum síma sem renndu stoðum undir grun lögreglu um meinta fíkniefnasölu. Ákærði gaf skýr slu síðar sama dag með réttar stöðu sak bornings og kannaðist við að vera notandi síma núm era sem hann var með á sér en hann virt ist ekki geta útskýrt fyrrgreindar auglýsingar. Ákærði gekkst við vörsl um fíkni - efnanna og sagði þau til eigin nota en e kki til sölu og dreif ingar. Þá greindi ákærði meðal annars frá því að peningarnir sem hann var með í fórum sínum hefðu komið frá ætt ingjum, auk þess sem hann hefði fengið lánaða peninga frá öðrum. 7. Um 6. og 8. ákærulið: Við rannsókn lögreglu þann 22. apríl 2021 á sakarefni samkvæmt 1. ákærulið, sbr. kafla II/1, kom í ljós að vegabréf ákærða var með áritun um að hann hefði komið inn á Schengen - svæðið 27. september 2020. Þá kom fram við skýrslutöku af ákærða vegna sömu rannsóknar að hann hefði dvali ð hér á landi í samfleytt meira en þrjá mánuði frá því í nóvember 2020 og hann hefði hagað dvöl sinni á Schengen - svæðinu með nánar til greind um hætti. Leiddi þetta til þess að Útlendingastofnun hóf meðferð stjórnsýslu máls 9. maí 7 2021 þar sem fjallað var um meinta ólögmæta dvöl hans hér á landi með till iti til mögulegrar brott vísunar og endur komu banns. Lauk stjórnsýslumálinu með ákvörðun Útlendinga stofnunar 16. júní 2021 þar sem ákærða var vísað brott frá landinu á grundvelli a - liðar 1. mgr. 98. g r. laga nr. 80/2016 um útlendinga. Jafnframt var ákærða gert að sæta tveggja ára endur komu banni. Ákvörðunin var birt fyrir ákærða 2. janúar 2022 samhliða skýrslugjöf vegna rannsóknar á sakarefni samkvæmt 4. ákærulið, sbr. kafla II/4. Ákvörð - unin var end anleg á stjórnsýslustigi þar sem hún var ekki kærð til kæru nefndar útlendingamála. Sam hliða fyrrgreindri máls meðferð hjá Útlendingastofnun var ákærða með ákvörðunum lög reglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 23. apríl 2021, 2. janúar 2022 og 24. nóvembe r sama ár meðal annars gert að tilkynna sig á lög reglu stöð með nánar tilgreindum hætti sam kvæmt c - lið 1. mgr. 114. gr. laga nr. 80/2016. Ákvarðanirnar voru, hver fyrir sig, birtar fyrir ákærða sama dag og þær voru teknar og var hverri þeirra fyrir si g ætlað að gilda í einn mánuð. Að sögn lögreglu hætti ákærði að sinna tilkynningarskyldu sem var í gildi á tímabilinu frá 26. apríl 2021 til 25. maí sama ár þegar hann átti eftir að tilkynna sig í átta skipti. Hvað varðar tilkynningarskyldu sem var í gildi frá 2. janúar 2022 til 31. sama mánaðar hætti ákærði, að sögn lögreglu, að sinna þeirri skyldu eftir aðeins tvö skipti, frá 5. sama mán aðar. Hvað varðar þriðju tilkynningarskylduna, með gildistíma frá 24. nóvember 2022 til 22. desember sama ár, sinnti ák ærði frá upphafi ekki þeirri skyldu að sögn lögreglu. Að sögn lögreglu dvaldist ákærði, og þrátt fyrir allt framangreint, áfram í heimildarleysi í land inu án dvalar leyfis. Við skýrslutöku af ákærða 24. nóvember 2022 í tengslum við rann sókn á sakarefn i samkvæmt 5. ákærulið, sbr. kafla II/5, kannaðist ákærði við að hafa ekki yfirgefið Schengen - svæðið og að hann hefði ekki sinnt tilkynningarskyldu. Þá kvaðst hann hafa verið hér á landi allan tímann, þar með talið eftir að honum var birt fyrr greind ák vörðun um brottvísun og endurkomubann. Ákærði var handtekinn 6. janúar 2023 í tengsl um við rannsókn á sakarefni samkvæmt 7. ákærulið, sbr. kafla II/6. Þá var hon um í framhaldi gert að sæta gæslu varðhaldi til 20. sama mánaðar á grundvelli útlend inga l aga í því skyni að fullnusta fyrrgreinda brottvísun, sbr. úrskurð Landsréttar í máli nr. 29/2023. III. Skýrslur fyrir dómi: 1. Um 1. ákærulið og upptökukröfu: Ákærði gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði og kvaðst játa vörslur fíkniefna samkvæmt 1. ákæru lið, þar á meðal að efnin hefðu verið ætluð til sölu og dreifingar. Í skýrslu hans kom meðal annars fram að hann hefði verið að selja fíkniefni á þeim tíma þegar lögregla gerð leit á dvalarstað hans að . Ákærði kvaðst hafa verið atvinnulaus á þeim tíma og verið að afla sér tekna með fíkniefnasölu. Aðstæður hans hefðu verið erfiðar þar sem honum hefði ekki verið unnt að fara frá land inu til vegna Covid - ferðatakmarkana. Hvað varðaði hald lagða pen inga, 200.000 krónur, greindi ákærði frá því að lítil l hluti þeirra peninga, eða um 20%, væri ágóði fíkni efnasölu. Að öðru leyti skýrðist uppruninn af svartri vinnu hér á landi. Þá hefði hann upphaflega komið með 5.000 evrur með sér til lands ins og notað þá fjár muni til að kaupa íslenskar krónur af vini s ínum hér á landi. Hluti þeirra fjármuna hefði verið meðal hinna haldlögðu peninga. Um 2. ákærulið: Ákærði kvaðst játa vörslur fíkniefna samkvæmt 2. ákærulið en efnin hefðu verið ætluð til eigin nota. Í skýrslu hans kom meðal annars fram að hann hefði veri ð hættur að selja fíkniefni á þeim tíma sem um ræðir. Hann hefði verið mjög háður neyslu á maríjúana, auk þess sem hann hefði verið í neyslu á kókaíni og MDMA. Þá vísaði ákærði til þess að magn þeirra efna sem hann var með í fórum sínum umræddan dag hefði verið óveru legt og gæti ekki samrýmst því að hafa verið ætlað til sölu og dreif ingar. Ákærði kvaðst hafa fengið farsíma gefins frá vini sínum og ekki vita hvaða gögn voru í símanum. Þá kvaðst hann ekki kannast við Telegram - forrit í símanum. Í símanum he fðu verið upplýsingar á íslensku sem hann skildi ekki 8 og hann hefði notað símann til að tala við ættingja. Ákærði kvaðst hafa hætt að selja fíkniefni eftir að hafa verið tekinn nokkrum dögum áður með fíkni efni í fórum sínum á , sbr. 1. ákærulið. Hann h efði starf að svart við bygg ingar vinnu og þrif. Þá hefðu haldlagðir peningar, 135.000 krónur, sem hann var með í fór um sínum verið fjármunir sem voru millifærðir til hans frá ætt ingjum erlendis. Ákærði kvaðst hins vegar ekki geta framvísað kvittun fyri r þeirri milli færslu. Um 3. ákærulið: Ákærði kvaðst játa vörslur fíkniefna samkvæmt 3. ákærulið en efnin hefðu verið ætluð til eigin nota. Í skýrslu hans kom meðal annars fram að hann hefði keypt efnin hér á landi í fimm smelluláspokum. Haldlagðir pen ingar, 20.000 krónur, hefðu ekki verið ágóði fíkni efna sölu. Þá kvaðst hann ekki kannast við símanúmerin og , sbr. lög regluskýrslu um auglýsingu á Telegram um sölu fíkniefna. Um hefði verið að ræða síma sem tilheyrðu vini hans. Um 4. ákæruli ð: Ákærði kvaðst játa vörslur fíkniefna samkvæmt 4. ákærulið en efnin hefðu verið ætluð til eigin nota. Í skýrslu ákærða kom meðal annars fram að hann hefði verið í bílaleigu bif reið á leið í verslun þegar lögregla hafði afskipti af honum. Hann hefði sætt mismunun vegna þjóðernis sem leiddi til þess að hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Lög regla hefði tjáð ákærða eftir á að fíkniefni hefðu fundist í bifreiðinni en hann hefði verið í mikilli neyslu á þeim tíma. Um 5. ákærulið: Ákærði kvaðst játa vörslur fíkniefna samkvæmt 5. ákærulið en efnin hefðu verið ætluð til eigin nota. Í skýrslu hans kom meðal annars fram að hann hefði á þeim tíma sem um ræðir verið hættur sölu fíkniefna, eins og áður greinir. Lögregla hefði í umrætt skip ti haft afskipti af ákærða þegar hann var staddur utandyra að reykja sígarettur ásamt íslenskum manni sem hann kannaðist við. Frekar spurður kvaðst ákærði ekki vita nafn mannsins en hann hefði hitt hann tvisvar áður á skemmtistað. Þeir hefðu ekki talað mik ið saman út af tungu mála örðugleikum. Haldlagðir peningar, 6.000 krónur, sem fundust í úlpuvasa ákærða um rætt skipti, hefðu ekki verið tilkomnir af fíkniefnasölu. Peninganna hefði ákærði aflað með svartri vinnu eða fengið þá senda frá ættingja. Um 6. og 8. ákærulið og dvöl ákærða á Íslandi: Ákærði kvaðst hafa komið til landsins á árinu 2019 sem ferðamaður og hafa ílengst hér á landi. Vinur ákærða hefði framan af tímabilinu verið með honum á Íslandi. Þá hefði ákærði jafnan gætt þess að vera aldrei lengu r en 90 daga í hvert skipti hér á landi en þess á milli farið til . Á þessu hefði hins vegar orðið röskun vegna almennra ferða takmarkana sem voru í gildi til út af Covid - heimsfaraldri. Kvaðst ákærði til að mynda hafa farið til 13. maí 2021, sbr . lögregluskýrslu um sam skipti við lögreglu menn þann dag á Keflavíkurflugvelli. Þá hefði hann sent Útlendinga stofnun tölvupóst 31. maí 2021 og upplýst um veru sína í á þeim tíma, auk þess að senda stofn uninni afrit af lögregluskýrslu því til st aðfestingar. Þá hefði hann komið til Íslands nokkru síðar en hann kvaðst ekki muna hvenær það var. Ákærði kvaðst að nokkru marki kannast við að hafa verið látinn sæta tilkynningarskyldu gagnvart lögreglu á árinu 2021 og 2022, eins og greinir í 6. ákærulið. Hann hefði í fyrstu sinnt þeirri skyld u en ekki skilið eða fengið nægjanlegar leiðbeiningar um hvernig eða hversu lengi hann ætti að tilkynna sig. Skjöl hefðu verið á íslensku eða ensku sem ákærði hefði ekki skilið. Ákærði hefði óskað eftir því að fá skj ölin á en lög regla hefði ekki orðið við því. Þá hefði maður sem túlkaði á fyrir lögreglu á þeim tíma verið frá og talað mállýsku sem ákærði hefði ekki skilið nægjanlega vel. Ákærði kvaðst kannast við að hafa 2. janúar 2022 verið birt ákvörðun Útlendinga stofn unar en hann kvaðst ekki muna hvort túlkur var viðstaddur. Ákærði hefði í framhaldi af birtingu ákvörð un arinnar farið af landi brott en hann kvaðst ekki muna hvenær það var. Þá kvaðst ákærði kannast við að hafa verið færður af landi b rott á árinu 2023 í fylgd lögreglu. Um 7. ákærulið: Ákærði kvaðst játa vörslur fíkniefna samkvæmt 7. ákærulið en efnin hefðu verið ætluð til eigin nota. Í skýrslu ákærða kom meðal annars fram að hann myndi ekki vel eftir um ræddum atvikum þar sem hann hefði verið undir áhrifum áfengis. Peningar sem lagt var hald á, 120.500 krónur, hefðu ekki verið ágóði fíkniefnasölu. Ákærði hefði á þeim tíma sem um ræðir verið hættur sölu fíkniefna og hann aflað sér peninga 9 með svartri vinnu, eins og áður greinir. Einn ig hefði hann fengið senda peninga frá ættingjum erlendis. Ákærði kvaðst ekki muna eftir eða geta út skýrt símanúmerin og og ekki kannast við auglýsingar um sölu fíkni efna þar sem hið síðarnefnda síma númer var gefið upp. Um hefði verið að ræða sí ma sem hann fékk frá vini sínum degi áður en hann var handtekinn. Frekar spurður kvaðst ákærði ekki geta útskýrt eða kann ast við framburð sinn hjá lögreglu þar sem hann kannaðist við fyrrgreind síma númer og að hann hefði fengið um ræddan síma hjá vini s ínum tíu dögum áður. Frekar spurður greindi ákærði frá því að hann hefði yfirleitt gengið með reiðufé á sér þar sem hann hefði ekki verið með kennitölu og bankareikning hér á landi. Þá hefði hann jafnan verið með síma sem hann fékk frá öðrum þar sem hann h efði ekki séð tilgang í því að kaupa síma. Lög regla hefði jafnan haft afskipti af honum og komið illa fram við hann út af þjóðerni og jafn framt tekið af honum síma og fjármuni. 2. Um 2. ákærulið: Vitni, lögreglumaður nr. [1] , greindi meðal annars frá því að hafa séð ákærða koma út úr húsi við sem lögregla var að fylgjast með. Ákærði hefði hlaupið á brott þegar hann varð var við lögreglu. Honum hefði verið veitt eftirför og hann fundist stuttu síðar í nálægum garði. Vitnið hefði borið kennsl á ákærð a vegna sögu hans hjá lög reglu. Ákærði hefði verið með lykla í vasanum og þeir gengið að herbergi í fyrr greindu húsi. Í her berginu hefðu fundist fíkniefni sem lagt var hald á. Vitnið kvaðst ekki muna hvort hann ræddi við ákærða eða hvort hann gaf skýrin gar á efnunum. Sam skipti lögreglu við ákærða hefðu verið á bjagaðri ensku með aðstoð þýðingarforrits. Ákærði hefði verið með sögu hjá lögreglu vegna gruns um meinta sölu og dreifingu fíkni efna. Þá hefði ákærði í umrætt skipti verið með þrjá farsíma í fór um sínum, auk peninga og fíkniefna sem lagt var hald á. 3. Um 2. ákærulið: Vitni, lögreglumaður nr. [2] , gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði og staðfesti frumskýrslu og greindi meðal annars frá því að hafa umræddan dag verið við eftirlit með húsnæði á þeim st að sem greinir í ákæru. Tilefnið hefði verið upplýsingar sem höfðu borist lög reglu um ætlaða sölu fíkniefna sem þar færi fram. Lögregla hefði séð ákærða koma úr húsnæðinu og hlaupa á brott þegar hann varð var við lögreglu. Honum hefði verið veitt eftirför og lögregla hefði um tíma misst sjónar af honum en fundið hann um 15 mínútum síðar þar sem hann var í felum í nálægum bakgarði. Hann hefði verið handtekinn og verið skilríkja laus. Lögregla hefði fylgt ákærða í herbergi í fyrr greindu húsnæði til að nálga st skilríki. Þegar þangað var komið hefði ákærði upplýst að skilríkin væru í vörslu lögreglu. Tungu málaerfiðleikar hefðu truflað samskiptin. Ákærði hefði veitt lögreglu heimild til að gera leit í herberginu. Það hefði leitt til þess að lögregla lagði hald á fíkniefni, reiðufé og grammavog sem reyndist allt geymt í herberginu, auk farsíma sem ákærði var með á sér. 4. Um 3. ákærulið: Vitni, lögreglumaður nr. [3] , gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði og staðfesti frumskýrslu og greindi meðal annars frá því að hafa verið í lögreglubifreið á og séð til tveggja manna sem hefðu virst vera í fíkniefnaviðskiptum. Vitnið og annar lögreglu maður hefðu gefið sig á tal við annan mannanna, ákærða, en hinn ma ðurinn hefði komist burt. Fíkni efni hefðu fundist við leit á ákærða, auk peninga og farsíma sem lagt var hald á. Ákærði hefði verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Ákærði hefði gengist við vörslum fíkniefna en ekki kannast við að hafa verið að selja fíkniefni. Hann hefði hins vegar kannast við að hafa verið í samskiptum við manninn sem komst burt. Hin hald lögðu fíkniefni hefðu verið í smelluláspokum og magnið verið meira en gæti samrýmst því að vera einn neysluskammtur. Ákærði hefði kannast við að e iga hinn haldlagða síma. Þá hefði hann verið með tvö símkort á sér. Lögregla hefði athugað með símanúmer á sím kortunum og annað númeranna verið tilgreint í auglýsingu á Telegram um sölu fíkni efna. 10 Samskipti við ákærða hefðu farið fram á ensku og hann hef ði framan af virst skilja það sem fram fór en eftir því sem leið á samskiptin hefði það breyst til hins verra. 5. Um 4. ákærulið: Vitni, lögreglumaður nr. [4] , greindi meðal annars frá því að hafa verið á frívakt og átt leið um Selás og tekið eftir gruns amlegri bifreið sem var kyrrstæð við Rauðás. Vitnið hefði fylgst með og séð mann sitja í bifreiðinni og vera í símanum. Þá hefði annar maður komið stuttu síðar að bif reið inni og tekið í höndina á ökumanninum. Atvikin hefðu borið það með sér að vera fíkni efnasala, eins og þau horfðu við vitninu. Vitnið hefði hringt í lögreglu og meðal annars veitt upplýsingar um skráningarnúmer bifreiðarinnar, auk þess sem vitnið hefði um tíma fylgt henni eftir í áttina að Breiðholti. Vitnið hefði að öðru leyti ekki komið að málinu. 6. Um 4. ákærulið: Vitni, lögreglumaður nr. [5] , staðfesti frumskýrslu og gerði grein fyrir aðkomu sinni að rannsókn málsins. Í vætti vitnisins kom meðal annars fram að tilkynning hefði borist frá lögreglumanni á frívakt um ætlaða sölu á fíkni efnum úr nánar tilgreindri bifreið. Vitnið hefði haft afskipti af ákærða í bifreiðinni síðar sama dag á þeim stað sem greinir í ákæru. Mikil kannabislykt hefði verið í bifreiðinni. Ákærði hefði verið handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann gat ekk i sýnt fram á löglega dvöl í landinu. Tungu - málaörðugleikar hefðu verið í samskiptum við hann. Þá hefðu kannabisefni fundist við leit í bifreiðinni en efnin hefðu verið sýnileg í sætisvasa. Frekar spurður greindi vitnið frá því að efnin hefðu verið í stóru m plastpoka og þeim hefði mögulega verið pakkað í minni neysluskammtaumbúðir en vitnið kvaðst ekki muna það vel vegna þess tíma sem væri liðinn. 7. Um 4. ákærulið: Vitni, lögreglumaður nr. [6] , greindi meðal annars frá því að hafa ásamt öðrum lög regl u manni haft afskipti af ákærða í bifreið í . Undanfari þess hefði verið til kynning sem barst frá öðrum lögreglumanni á frívakt um mögulegt fíkniefnamisferli. Sterk kanna bis lykt hefði verið í bifreiðinni og ákærði verið einn í henni sem ökumaður. Ha nn hefði ekki get að framvísað vegabréfi og grunur vaknað um ólöglega dvöl í landinu. Það hefði leitt til þess að ákærði var handtekinn og bifreiðin haldlögð og flutt á lög reglu stöð. Þá hefðu fíkniefni fundist í sætisvasa í bifreiðinni en vitnið kvaðst a ðspurður ekki muna hvernig þeim var pakkað í umbúðir. 8. Um 5. ákærulið: Vitnið A gaf skýrslu í fjarfundarbúnaði og greindi meðal annars frá því að hafa hitt mann seint að kvöldi til á þeim stað sem greinir í ákæru. Þeir hefðu ekkert þekkst og vitnið haf t samband við manninn símleiðis áður. Vitnið kvaðst hafa keypt 2 g af kannabisefni af manninum og greitt fyrir það sex þúsund krónur í reiðufé. Lögregla hefði í framhaldi haft afskipti af vitninu og manninum. 9. Um 5. ákærulið: Vitni, lögreglumaður nr. [ 7] , staðfesti og gerði grein fyrir frumskýrslu. Í vætti vitnisins kom meðal annars fram að lögregla hefði umræddan dag haft afskipti af ákærða í fram haldi af því að hann hefði selt ungum manni fíkniefni. Hinn síðarnefndi hefði greint frá því að hafa verið að kaupa fíkniefni af ákærða. Vitnið kvaðst ekki muna hvort hann ræddi við ákærða en taldi það líklegt og að samskiptin hefðu líklega farið fram á en sku. Frekar spurður kvaðst vitnið ekki muna eftir hvar fíkniefnin fundust eða geta að öðru leyti tjáð sig um atvik með nákvæmni þar sem langur tími væri liðinn frá því að þau áttu sér stað. 11 10. Um 5. ákærulið: Vitni, lögreglumaður nr. [8] , staðfesti vettvangsskýrslu og greindi meðal annars frá því að hafa ásamt lögreglumanni nr. [7] verið við fíkniefnaeftirlit umræddan dag. Þeir hefðu orðið varir við ætlaða fíkni - efnasölu við þar sem tveir menn hittust og réttu hvor öðrum eitthvað. Þet ta hefði leitt til þess að höfð voru afskipti mönn unum. Annar þeirra, ákærði, hefði verið með 6.000 krónur í reiðufé á sér. Þá hefði hinn maður inn verið með smáræði af kannabisefnum í fórum sínum. Hinn síðarnefndi hefði geng ist við því að hafa verið að kaupa fíkniefni af ákærða og staðfest það með vettvangs skýrslu. Ákærði hefði verið handtekinn og færður á lögreglustöð og þar hefðu fundist fíkni efni á honum við leit. 11. Um 6. ákærulið: Vitni, lögreglumaður nr. , staðfesti og gerði grein fyrir up plýsingaskýrslu um til kynn ingarskyldu og ætlaða dvöl ákærða hér á landi. Vitnið kvaðst hafa komið að rann sókn málsins í nóvember 2022 í framhaldi af handtöku ákærða. Fram að þeim tíma hefði ákærði verið eftirlýstur vegna vanrækslu á tilkynningar - skyldu. Gerði vitnið nánari grein fyrir því en um þau atriði vísast til þess sem áður greinir í málavaxtalýsingu. Lögregla hefði á þeim tíma sem um ræðir verið búin að birta honum ákvörðun Útlendingastofnunar um brott vísun og tilkynn ingar skyldu. Ákærði hefði virst hafa látið sig hverfa þegar reynt var að hafa uppi á honum í framhaldi til að fylgja eftir fyrrgreindri ákvörðun um brott vísun. Lögregla hefði í upphafi árs 2022 talið að ákærði væri farinn af landi brott en annað hefði komið í ljós í nóvember sama ár. Vitnið hefði tekið framburðarskýrslu af ákærða og hann gengist við því að hafa ekki yfirgefið landið í kjölfar ákvörðunar um brottvísun. Þá hefði hann ekki verið með vegabréf meðferðis og lögreglu ekki verið unnt að staðfesta dvalartíma og hvort hann hefði yfirgefið landið. Ákærði hefði borið því við að hafa týnt vegabréfinu eða verið ófús að upplýsa hvar það væri geymt. Ákærði hefði viður kennt að hafa ekki sinnt tilkynningarskyldu frá því í apríl 2021 og janúar 2022 og hann hefði ekki talið sig þurfa að sinna henni þar sem hann hefði verið búinn að kaupa sér flugmiða. Hann hefði á fyrri stigum framvísað hjá lögreglu flugmiða en í raun aldrei farið af landi brott. Ekkert hefði komið fram hjá ákærða við skýrslutöku í nóv ember 2022 um að hann hefði ekk i skilið það sem fram fór né heldur að túlkaþjónustu hefði verið áfátt. Ákærða hefði samhliða verið kynnt ákvörðun um tilkynningarskyldu og hann sagst gera sér grein fyrir því til hvers væri ætlast af honum og hann talað um að hann hefði sinnt slíku áður. 12. Um 7. ákærulið: Vitni, lögreglumaður nr. [10] , staðfesti frumskýrslu og myndaskýrslu og greindi meðal annars frá því að hafa haft afskipti af ákærða. Sterk lykt af kannabis hefði verið af honum en hann hefði neitað því að vera með kannabisefni á sér. Þá hefði hann ekki getað fram vísað vegabréfi. Ákærði hefði verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem fíkni efni í 17 smelluláspokum fundust við leit á honum. Einnig hefðu við leitina fundist 120.500 krónur í reiðufé og farsími og tvö símkort. Vi tnið hefði athugað með síma númerin á Telegram - síðu þar sem seld voru fíkniefni og annað númeranna hefði passað við slíkar auglýsingar, sbr. myndaskýrslu. Ákærði hefði verið ótrúverðugur í samskiptum og ýmist sagst skilja eða ekki skilja það sem fram fór. Þá hefði hann gefið óskýrar upp lýsingar um heimilisfang sitt. 13. Um 7. ákærulið: Vitni, lögreglumaður nr. [11] , kvaðst hafa tekið framburðarskýrslu af ákærða í framhaldi af því að hann var handtekinn 6. janúar 2023. Túlkur hefði verið viðstaddur s kýrslu tök una og ekkert hefði komið fram hjá ákærða um að hann skildi ekki túlkunina. Þá hefði ástand ákærða verið gott við skýrslutökuna. Vitnið staðfesti og gerði grein fyrir ljós mynda skýrslu um skilaboð í haldlögðum farsíma sem var í fórum ákærða. Í sím anum hefðu verið verið skilaboð sem pössuðu við fíkniefnasölu. Þar á meðal hefðu verið skila boð um að hann hefði verið að kaupa mikið magn fíkniefna og kvaðst vitnið telja það sam rýmast því að hann hefði 12 verið að kaupa efni til að selja áfram til an narra. Ákærði hefði við skýrslutöku kannast við að vera notandi símanúmers í símanum sem passaði einnig við auglýsingu á sölusíðu fyrir fíkniefni. Ákærði hefði sagst eiga peninga sem fund ust í fórum hans. Hann hefði sagst ekki hafa verið að stunda vinnu en fengið fjár - mun ina senda frá ættingjum. 14. Um 1., 2., 3., 4., 5. og 7. ákærulið: Vitni, lögreglumaður nr. [12] , staðfesti yfirlitsskýrslu um rannsóknir mála varðandi ákærða. Þá staðfesti vitnið einnig ljósmyndaskýrslu með skýringum um haldlögð fík ni efni, farsíma, skilaboð í símum og fleira. Í vætti vitnisins kom meðal annars fram að meðal helstu niðurstaðna rannsóknar væri að ákærði hefði haft atvinnu af sölu fíkniefna hér á landi. Hann hefði komið hingað til lands gagngert til að selja og dreifa fíkniefnum og jafnan verið með fíkniefni, reiðufé og farsíma á sér við handtökur, sem lagt var hald á. Einnig hefði hann við skýrslutökur meðal annars gefið óskýrar og misvísandi skýringar á ferðum sínum og dvöl í landinu, meðferð fíkniefna og uppruna hald lagðra fjár muna. Þá hefðu símanúmer sem ákærði var með í fórum sínum samrýmst auglýsing um á Telegram um sölu fíkniefna. Þar hefði komið fram að auglýsandi með símanúmer sem passaði við síma ákærða væri að selja kannabis, amfetamín og MDMA. Einnig hefði á kærði verið með myndefni í fórum sínum sem samrýmdist myndefni í Telegram - auglýs ing - um. Ákærði hefði ekki lagt fram nein gögn sem studdu skýringar hans um uppruna fjármunanna, þ.e. að þeir hefðu borist til hans með löglegum hætti frá ættingjum í . Þá h efði hann einnig greint frá því að hafa verið að vinna svarta vinnu en ekki útskýrt það nánar. Hann hefði engin gögn lagt fram til að útskýra uppruna fjármunanna og því ekki verið tilefni til að rannsaka það frekar. Skýringar ákærða á uppruna fjármuna og f erðum og gjörðum hér á landi hefðu verið keimlíkar skýringum annarra manna í öðrum málum af sama toga hjá lögreglu í gegnum tíðina. Ákærði hefði kannast við að eiga farsíma sem lagt var hald á, að minnsta kosti hvað varðaði síma sem lagt var hald á við leit á dvalarstað hans á , sbr. 1. ákærulið. Ákærði hefði játað sölu og dreif ingu fíkniefna og vörslur efna í þeim tilgangi þegar höfð voru afskipti af honum á , sbr. 1. ákærulið. Hann hefði verið með aðra dvalarstaði síðar á því tímabili sem ha nn sætti rannsókn vegna svipaðra mála. Aðferðir hans við ætlaðar vörslur og sölu fíkniefna hefðu hins vegar jafnan verið af sama toga. Þá hefði sama tegund af töflum verið í fórum hans á og nokkrum dögum síðar í , sbr. 1. og 2. ákærulið. Fíkniefnin hefðu verið í litlum skammtapokum og það hefði stutt grun lögreglu um sölu og dreifingu fíkniefna. Þá hefði magn efna sem fannst í fórum hans jafnan verið meira en sam rýmdist eigin neyslu. Einnig hefði komið fram í skilaboðum frá ákærða að hann leitaði á tímabili eftir því að kaupa mikið magn fíkniefna af heildsala og það styddi einnig grun lögreglu um ætlaða smásölu ákærða á efnum. Þá hefði ekkert komið fram hjá ákærða á rannsóknarstigi um að hann skildi ekki túlk við skýrslutökur. IV. Niðurstöður: 1. Almennt: Samkvæmt 1. mgr. 111. gr. laga nr. 88/2008 gildir sú grundvallar regla almennt að dómur skuli reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við meðferð máls fyrir dómi. Sam kvæmt 108. gr. sömu laga hvílir sönnunar byrði um sekt ákærða og atvik sem telja má hon um í óhag á ákæruvaldinu og verður hann því aðeins sakfelldur að nægi leg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rök um, teljist fram komin um hvert það atriði er varðar sekt, sbr. 1. mgr. 109. gr. sömu laga. Einnig metur dómurinn h vert sönn unar gildi þær staðhæfingar hafa sem varða ekki bein línis það atriði sem sanna skal en álykt anir má leiða af um það, sbr. 2. mgr. sömu laga greinar. 13 2. Um 1. ákærulið: Ákærði hefur játað skýlaust sök sam kvæmt 1. ákærulið og er játningin s tudd sakar gögn um. Sann að er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að hann er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök og er brot hans rétt heimfært til refsi ákvæða í ákæru. 3. Um 2. ákærulið: Ákærði hefur játað vörslur fíkniefna samkvæmt 2. ákærulið en neitað því að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni. Fyrir liggur að fíkniefni sem lagt var hald á voru geymd á þáverandi dvalarstað hans á þeim tíma sem greinir í ákæru. Sam kvæmt vætti lögreglumanna nr. [1] og [2] var fylgst gagngert með húsnæði ákærða um ræddan dag vegna framkominna upplýsinga um að þar færi fram fíkni efna sala. Sam kvæmt vætti sömu lögreglumanna leitaðist ákærði við að koma sér undan af skipt um lög reglu með því að hlaupa frá staðnum og fela si g fyrir lögreglumönnum. Fyrrgreind atriði benda til sektar ákærða og magn haldlagðra fíkni efna er meira en getur samrýmst almenn um neyslu skömmum. Af myndefni í málsgögnum, sbr. efnaskýrslur og vætti lög reglu manns nr. [12] , má ráða að haldlagðar MDMA - töflur, rauðar að lit, séu sömu gerðar og lagt var hald á fimm dögum áður á Snorra braut, sbr. 1. ákærulið. Einnig liggur fyrir sam - kvæmt sama myndefni, sbr. efna skýrslur og vætti lögreglumanns nr. 1702, að haldlögð kannabisefni voru í átta smelluláspok um. Að því virtu samrýmist pökkun efnanna sölueiningum. Þessu til viðbótar liggur fyrir að í umrætt skipti var lagt hald á grammavog, þrjá farsíma og 135.000 krónur í reiðufé sem ákærði var með í fórum sínum. Allt framangreint styður mjög málatilbúnað ákær u valds ins um að ákærði hafi um nokkurt skeið fram að handtöku umræddan dag lagt stund á fíkniefnasölu í ágóðaskyni, sem og að vörslur hans á efnunum umræddan dag skýrist fyrst og fremst af þeim ástæðum. Hið sama á við um mynd efni í málsgögnum af fíkni efnaauglýsingum þar sem birtast síma númer sem sam rýmast hald lögðum farsímum. Fram burður ákærða fyrir dómi, sbr. fram burð hans hjá lögreglu, hefur verið mjög ósenni legur og samrýmist illa framangreindum sakargögnum og vætti fyrrgreindra vitna. Ákærði hefur því verið afar ótrú - verð ugur fyrir dómi í framburði sínum og verður ekki byggt á skýringum hans um það hvað honum gekk til með vörslum efnanna. Að öllu framangreindu virtu, gegn neitun ákærða, telst lög full sönnun hafa tekist fyrir því að hann ha fi farið með vörslur fíkniefna og að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni, eins og greinir í 2. ákærulið. Brotið varðar fangelsis refs ingu, sbr. lið IV/10, og er sök hans því ófyrnd. Verður ákærði því sakfelldur fyrir brot sam kvæmt 2. á kærulið og er það rétt fært til refsiákvæða í ákærunni. 4. Um 3. ákærulið: Ákærði hefur játað vörslur fíkniefna samkvæmt 3. ákærulið en neitað því að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni. Fyrir liggur að fíkniefni sem lagt var hald á vo ru í fórum ákærða á þeim stað og tíma sem greinir í ákæru. Samkvæmt vætti lög reglu manns nr. [3] sást til ákærða og annars manns stuttu fyrir handtöku, eins og þar ætti sér stað afhending á fíkniefnum, auk þess sem reiðufé fannst á ákærða við handtöku. Ma gn haldlagðra fíkniefna, sbr. efnaskýrslu, er meira en getur samrýmst almennum neyslu - skömmtum, sbr. og vætti lögreglumanna nr. [3] og [12] . Samkvæmt myndefni í máls gögn um, sbr. vætti fyrrgreindra lögreglumanna, voru fíkniefnin í fimm smellulás pokum . Að því virtu samrýmist pökkun efnanna sölueiningum. Þessu til viðbótar liggur fyrir að í umrætt skipti var lagt hald á farsíma og tvö símkort og 20.000 krónur í reiðufé. Allt framangreint styður mjög málatilbúnað ákæru valds ins um að ákærði hafi um nokk urt skeið fram að handtöku umræddan dag lagt stund á fíkniefnasölu í ágóðaskyni, sem og að vörslur hans á efnunum umræddan dag skýrist fyrst og fremst af þeim ástæðum. Hið sama á við um mynd efni í málsgögnum af fíkni efnaauglýsingum þar sem birtast síma númer sem sam rýmast haldlögðum farsímum. Fram burður ákærða fyrir dómi, sbr. fram burð hans hjá lögreglu, hefur verið mjög ósenni legur og samrýmist illa framangreindum sakargögnum og vætti fyrrgreindra vitna. Hann hefur því verið afar ótrú verð ugur fyri r dómi í framburði sínum og verður ekki byggt á skýringum um hvað honum 14 gekk til með vörslum efnanna. Að öllu framangreindu virtu, gegn neitun ákærða, telst lög full sönnun hafa tekist fyrir því að hann hafi farið með vörslur fíkniefna og að efnin hafi ver ið ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni, eins og greinir í 3. ákærulið. Brotið varðar fangelsis refs ingu, sbr. lið IV/10, og er sök hans því ófyrnd. Verður ákærði því sakfelldur fyrir brot sam kvæmt 3. ákærulið og er það rétt fært til refsiákvæða í ákæru nni. 5. Um 4. ákærulið: Ákærði hefur játað vörslur fíkniefna samkvæmt 4. ákærulið en neitað því að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni. Fyrir liggur að fíkniefni sem lagt var hald á voru í fórum ákærða á þeim stað og tíma sem greinir í ákæru. Samkvæmt vætti lög reglu manns nr. [4] sást til bifreiðar þar sem virtust eiga sér stað fíkniefnaviðskipti. Sam kvæmt vætti lögreglumanna nr. [5] og [6] voru höfð af skipti af ákærða síðar sama dag þar sem hann var ökumaður sömu bifreiðar. Samkvæmt vætti hinna síðarnefndu lögreglumanna liggur fyrir að fíkniefnin fund ust í bifreiðinni. Magn hald lagðra fíkniefna, sbr. efnaskýrslu, er meira en getur samrýmst almennum neyslu skömmt um, sbr. og vætti lögreglumanns nr. [12] . Þá er ljóst af efnaskýrs lu að efnunum var pakkað í 15 litla poka. Að því virtu samrýmist pökkun efnanna sölueiningum. Allt framangreint styður mjög mála tilbúnað ákæru valds ins um að ákærði hafi um nokkurt skeið fram að handtöku umræddan dag lagt stund á fíkniefnasölu í ágóðasky ni, sem og að vörslur hans á efnunum umræddan dag skýrist fyrst og fremst af þeim ástæðum. Fram burður ákærða fyrir dómi, sbr. fram burð hans hjá lögreglu, hefur verið mjög ósenni legur og samrýmist illa framan greindum sakargögnum og vætti fyrrgreindra vi tna. Að auki hefur hann verið óstöðugur í framburði þar sem hann kannaðist ekki við vörslur efnanna þegar hann gaf skýrslu hjá lögreglu. Hann hefur því verið afar ótrú verð ugur fyrir dómi í framburði sínum og verður ekki byggt á skýringum um hvað honum ge kk til með vörslum efnanna. Að öllu framan greindu virtu, gegn neitun ákærða, telst lög full sönnun hafa tekist fyrir því að hann hafi farið með vörslur fíkniefna og að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni, eins og greinir í 4. ákærulið. Verður ákærði því sakfelldur fyrir brot sam kvæmt fyrr greindum ákærulið og er það rétt fært til refsiákvæða í ákærunni. 6. Um 5. ákærulið: Ákærði hefur játað vörslur fíkniefna samkvæmt 5. ákærulið en neitað því að efnin hafi verið ætluð til söludreifing ar í ágóðaskyni. Fyrir liggur að fíkniefni sem lagt var hald á voru í fórum ákærða á þeim stað og tíma sem greinir í ákæru. Samkvæmt vætti lögreglu manna nr. [8] og [7] sást til ákærða þar sem hann seldi og afhenti öðrum manni fíkni efni stuttu áður en ákæ rði var handtekinn. Samkvæmt vætti sömu lögreglumanna var ákærði með 6.000 krónur í reiðufé á sér við handtöku, auk þess sem fyrrgreindur maður gekkst við því að hafa keypt kannabisefni af ákærða stuttu áður fyrir sömu fjár hæð. Í vætti fyrrgreinds meints kaupanda fyrir dómi, vitnisins Benedikts, kom hið sama fram. Magn hald lagðra fíkniefna, einkum kannabisefna, sbr. efnaskýrslu, er meira en getur samrýmst almennum neyslu skömmt um, sbr. og vætti lögreglumanns nr. [12] . Þá er ljóst af efnaskýrslu að ka nnabisefnunum var pakkað í átta litla poka. Að því virtu samrýmist pökkun efnanna sölueiningum. Allt framan greint styður mjög mála tilbún að ákæru valds ins um að ákærði hafi um nokkurt skeið fram að handtöku umræddan dag lagt stund á fíkniefnasölu í ágóð askyni, sem og að vörslur hans á efnunum umræddan dag skýrist fyrst og fremst af þeim ástæðum. Fram burður ákærða fyrir dómi, sbr. fram burð hans hjá lögreglu, hefur verið mjög ósenni legur og samrýmist illa framangreindum sakar gögnum og vætti fyrrgreindr a vitna. Hann hefur því verið afar ótrú - verð ugur fyrir dómi í framburði sínum og verður ekki byggt á skýringum um hvað honum gekk til með vörslum efnanna. Að öllu framangreindu virtu, gegn neitun ákærða, telst lög full sönnun hafa tekist fyrir því að hann hafi farið með vörslur fíkniefna og að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar í ágóða skyni, eins og greinir í 5. ákærulið. Verður ákærði því sakfelldur fyrir brot sam kvæmt fyrrgreindum ákærulið og er það rétt fært til refsiákvæða í ákærunni. 15 7. Um 6. ákærulið: Samkvæmt stjórnvaldsákvörðunum lögreglustjóra 26. apríl 2021, 2. janúar 2022 og 24. nóvember sama ár var ákærða gert að sæta tilkynningarskyldu á grundvelli útlendinga laga, eins og nánar greinir í 6. ákærulið. Ákvarðanir lögreglustjóra voru endanlegar og sæta ekki endurskoðun dómsins við úrlausn þessa máls. Málsgögn bera með sér að ákvarð anirnar voru birtar fyrir ákærða sömu daga og þær voru teknar. Af framburði ákærða fyrir dómi verður ráðið að hann kannist við að túlkur hafi verið viðs taddur birt ingarnar. Varnir ákærða um þennan hluta málsins hverfast um að hann hafi ekki skilið um ræddar ákvarð anir eða hvernig hann ætti að rækja skyldur sínar þar sem túlkaþjónustu hafi verið áfátt. Fyrrgreindar ákvarð anir lögreglustjóra eru skýrar u m það hvaða skyldur voru lagðar á ákærða. Ekkert kemur fram í málsgögnum um að ákærði hafi gert athuga semdir við túlkaþjónustu á meðan mál hans voru til meðferðar hjá lög reglu, sbr. og vætti lögreglu manns nr. [9] um hið sama. Hið sama kom fram í vætti l ögreglumanns nr. [11] . Þá kannaðist ákærði við það fyrir dómi að hafa að nokkru marki byrjað að sinna tilkynn ingar skyldu en hafa síðan hætt að sinna henni. Sam kvæmt öllu framangreindu eru mótbárur ákærða hald lausar og að engu hafandi við úrlausn málsin s. Samkvæmt vætti lögreglumanns nr. [9] , sbr. upplýsingaskýrslu, hætti ákærði að sinna tilkynningar skyldu á tímabili frá 26. apríl 2021 til 25. maí sama ár, þegar átta skipti voru eftir. Á tímabili frá 2. janúar 2022 til 31. sama mánaðar sinnti hann tilky nningarskyldu aðeins í tvö skipti og þá sinnti hann aldrei til kynn ingarskyldu á tímabili frá 23. nóvember 2022. Að öllu framangreindu virtu, gegn neitun ákærða, telst lög full sönnun hafa tekist fyrir því að hann hafi brotið gegn tilkynn ingarskyldu sam kvæmt lögum um útlendinga, eins og greinir í 6. ákærulið. Verður ákærði því sakfelldur fyrir brot sam kvæmt þeim ákærulið og er það rétt fært til refsi ákvæða í ákærunni. 8. Um 7. ákærulið: Ákærði hefur játað vörslur fíkniefna samkvæmt 7. ákærulið en nei tað því að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar í ágóðaskyni. Fyrir liggur að fíkniefni sem lagt var hald á voru í fórum ákærða á þeim stað og tíma sem greinir í ákæru en þau fundust við leit á hon um stuttu eftir handtöku. Samkvæmt vætti lög - regluman ns nr. [10] var ákærði með 120.500 krónur í reiðufé á sér við handtöku. Hið sama kom fram í skýrslu ákærða fyrir dómi. Magn hald lagðra fíkniefna, sbr. efnaskýrslu, er mun meira en getur samrýmst almenn um neyslu skömmt um, sbr. og vætti lögreglumanns nr. [12] . Þá er ljóst af efna skýrslu að efnunum var pakkað í 17 litla poka. Að því virtu samrýmist pökkun efnanna sölu einingum. Allt framan greint styður mjög málatilbúnað ákæru valds ins um að ákærði hafi um nokkurt skeið fram að handtöku umræddan dag lagt stund á fíkniefnasölu í ágóðaskyni, sem og að vörslur hans á efnunum umræddan dag skýrist fyrst og fremst af þeim ástæðum. Hið sama á við um mynd efni í málsgögnum af fíkni efnaauglýsingum þar sem birtast síma númer sem sam rýmast haldlögðum farsíma sem ákærði var með á sér við handtöku. Fram - burður ákærða fyrir dómi, sbr. fram burð hans hjá lögreglu, hefur verið mjög ósenni legur og samrýmist illa framangreindum sakargögnum og vætti fyrr greindra vitna. Hann hefur því verið afar ótrú verð ugur fyrir dómi í framburði sínum og verður ekki byggt á skýringum um hvað honum gekk til með vörslum efnanna. Að öllu framangreindu virtu, gegn neitun ákærða, telst lög full sönnun hafa tekist fyrir því að hann hafi farið með vörslur fíkniefna og að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar í ágóða skyni, eins og greinir í 7. ákærulið. Verður ákærði því sakfelldur fyrir brot sam kvæmt fyrrgreindum ákærulið og er það rétt fært til refsiákvæða í ákærunni. 9. Um 8. ákærulið: Samkvæmt stjórnvaldsákvörðun Útlendingastof nunar 16. júní 2021 var ákærða gert að sæta brottvísun frá landinu og endurkomubanni. Ákvörðunin er skýr samkvæmt orðanna hljóðan. Þá er hún endanleg og sætir hún ekki endurskoðun dómsins við úrlausn þessa máls. Samkvæmt málsgögnum var ákvörð unin birt fyr ir 16 ákærða 2. janúar 2022 með aðstoð túlks. Ekkert kemur fram í málsgögnum um að ákærði hafi gert athuga - semdir við túlkaþjónustu þegar honum var birt ákvörðunin. Framburður ákærða fyrir dómi um að hann hafi endurtekið komið og farið af landi innan 90 daga, að því marki sem honum var það unnt vegna ferðatakmarkana, er ekki studdur haldbærum gögnum. Þá sam rýmast þær skýringar ekki ákvörðun og niðurstöðu Útlendingastofnunar. Loks hefur ákærði engin haldbær gögn lagt fram sem styðja það að hann hafi farið af l andi brott í framhaldi af birt ingu ákvörðunar Útlendingastofnunar. Framburður ákærða um hið gagnstæða er afar óskýr og ótrúverðugar og samrýmist ekki nægjanlega málsgögnum. Þá liggur fyrir að lögregla hafði af skipti af honum hér á landi 24. nóvember 202 2 og 6. janúar 2023, sbr. 5. og 7. ákærulið. Að framangreindu virtu, gegn neitun ákærða, telst lögfull sönnun hafa tekist fyrir því að ákærði hafi dvalist hér á landi í heimildarleysi án dvalarleyfis á því tímabili sem greinir í 8. ákærulið. Verður ákærði því sakfelldur fyrir brot samkvæmt þeim ákæru lið og er það rétt fært til refsiákvæða í ákærunni. 10. Um refsingu: Ákærði er fæddur . Samkvæmt sakavottorði hefur ákærði ekki áður gerst brotlegur við refsilög hér á landi en að öðru leyti á hann sér eng ar málsbætur. Um ákvörðun refsingar fer samkvæmt 1. mgr. 77. gr. í almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Að þessu virtu og með hliðsjón af magni fíkni efna og að þau voru ætluð til sölu og dreif ingar í ágóðasyni verður ákærða gert að sæta fangelsi í sex má nuði. Skal refsingin bundin skilorði að hluta, eins og nánar greinir í dómsorði. Frá óskilorðsbundnum hluta refs ingarinnar ber að draga með fullri dagatölu gæslu varðhaldsvist sem ákærði sætti undir rann sókn málsins, sbr. 76. gr. almennra hegn ingarlaga , eins og greinir í dóms orði. 11. Um upptökukröfur: Með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 verða gerð upptæk fíkniefni, eins og nánar greinir í dómsorði. Ákæruvaldið krefst upptöku á 14 farsímum og grammavog sem lagt var hald á og ákærði hefur samþykkt upptökukröfuna. Miðað við það sem fram hefur komið við meðferð málsins liggur fyrir að símarnir og vogin tilheyrðu ákærða og bendir allt til þess að þessir m unir hafi verið notaðir við meðferð og sölu og dreifingu fíkniefna. Að þessu virtu, og með vísan til 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, verður fallist á upp - tökukröfu ákæruvaldsins, eins og nánar greinir í dómsorði. Ákærði heldur uppi vörnum varðandi upp tökukröfu á haldlögðum peningum. Ágrein ingslaust er að umræddir fjármunir voru í fórum ákærða þegar lögregla hafði afskipti af honum. Fyrir liggur að ákærði hefur verið sakfelldur fyrir endurteknar vörslur fíkniefna til söludreifingar í ágóðaskyni, sbr. þ að sem áður greinir um niðurstöðu varðandi 1., 2., 3., 4., 5. og 7. ákærulið. Eru því löglíkur fyrir því að hinir haldlögðu fjár munir séu ágóði af fíkniefna brotum en brot af þeim toga eru jafnan hagnaðardrifin og þáttur í viðvarandi brotastarfsemi. Þá he fur ákærði fyrir dómi að hluta kannast við að upp runi fjármunanna geti skýrst af fíkniefnasölu, sbr. 1. ákærulið. Ljóst er að ákærði ber sönn unar byrð ina um lög mætan uppruna fjármunanna, sbr. 4. mgr. 69. gr. b í almennum hegningarlögum. Ákærði hefur en gin gögn lagt fram sem gera sennilegt að fjármunanna hafi verið aflað með öðrum hætti en fíkniefnabrotum. Þá hefur framburður hans fyrir dómi í öllum aðal atriðum verið ósennilegur og ótrúverðugur, eins og áður greinir, og á það einnig við um skýringar han s á uppruna fjármunanna. Að öllu framangreindu virtu hefur ákærði ekki að neinu leyti sýnt fram á lögmætan uppruna hinna haldlögðu fjár mun a. Verður því fallist á upptökukröfu ákæruvaldsins, eins og nánar greinir í dóms orði. 12. Um sakarkostnað og fl eira: 17 Dæma ber ákærða til greiðslu sakarkostnaðar, sbr. 233. og 235. gr. laga nr. 88/2008. Til þess kostn aðar teljast málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, Gunnars Gíslasonar lög manns, vegna vinnu fyrir dómi, sem þykja út frá eðli og umfangi máls hæfileg a ákveðin 1.250.000 krónur, að meðtöldum virðis aukaskatti. Þessu til viðbótar telst til sakar kostn aðar þóknun fyrri tilnefnds verjanda ákærða á rannsóknarstigi, Sigurgeirs Valssonar lög manns, sem þykir út frá eðli og umfangi máls, hæfilega ákveðin 200 .000 krónur, að með töldum virðisaukaskatti. Annan sakar kostn að leiddi ekki af meðferð málsins. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Lína Ágústsdóttir aðstoðarsaksóknari. Daði Kristjánsson héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, Eliner Duro, sæti fangelsi í sex mánuði, en fresta ber fullnustu fimm mán aða af refs ingunni og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum frá upp kvaðningu dóms ins að telja haldi ákærði almennt skilorð 3. mgr. 57. gr. almennra hegn ingarlaga nr. 19/1940. Frá óskilorðsbundnum hluta refsingarinnar ber að draga með fullri daga tölu gæslu varðhaldsvist ákærða frá 6. til 20. janúar 2023. Ákærði sæti upptöku á 180,72 g af maríjúana, 13,06 g af amfetamíni, 0,97 g af kókaíni og 67 töflum af MDMA (efnaskrár , , , , og ). Ákærði sæti upptöku á 14 farsímum (munaskrá , , og ), grammavog (munaskrá ) og 481.500 krónum (munaskrá , , , og ). Ákærði greiði samtals 1.450.000 krónur í sakarkostnað til ríkissjóðs og eru þar innifalin máls varnar laun skip aðs verjanda hans, Gunnars Gíslasonar lög manns, 1.250.000 krónur, og þóknun til nefnds verjanda á kærða á rannsóknarstigi, Sigurgeirs Valssonar lögm anns, 200.000 krónur.