LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 30. janúar 2020. Mál nr. 862/2019 : Samkeppniseftirlitið (Gizur Bergsteinsson lögmaður) gegn A hf. B ehf. og C ehf. (Halldór Brynjar Halldórsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Rannsókn. Haldlagning . Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu A hf. og fleiri um að haldi S á gögnum, sem S hafði lagt hald á vegna rannsóknar á nánar tilgreindu stjórnsýslumáli, yrði aflétt. Óumdeilt var að frumgögnum sem hald var lagt á hafði verið skilað og að krafa A hf. og fleiri lyti í raun að því að S yrði gert að eyða afritum allra haldlagðra gagna. Í úrskurði Landsréttar var ekki fallist á sjónarmið A hf. og fleiri um að S hefði fellt málið niður. Þá var vísað til þess að ekkert lægi fyrir um að hús leit S, haldlagning gagna við hana og rannsókn gagnanna hefði verið í ósamræmi við úrskurði héraðsdóms frá 2013 og 2014 og A hf. og fleiri gætu ekki nú leitað eftir sérstakri úrlausn dómstóla um lögmæti þeirra úrskurða. Þá hefðu A hf. og fleiri ekki fært h aldbær rök fyrir því að vanhæfi hefði verið fyrir hendi af hálfu S sem leiða ætti til þess að taka bæri kröfuna til greina. Loks var tekið fram að A hf. og fleiri hefðu engin rök fært fyrir því að afrit hinna haldlögðu gagna hefðu ekki þýðingu við yfirstan dandi rannsókn og úrlausn stjórnsýslumáls þeirra. Þeir gætu látið reyna á atriði sem snertu rannsókn S á síðari stigum, þar á meðal í stjórnsýslumáli S á hendur þeim. Var kröfu A hf. og fleiri því hafnað . Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Hervör Þorvaldsdóttir og Kristbjörg Stephensen kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðil ar skut u málinu til Landsréttar með kæru 20. desember 2019 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum samdægurs . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18 . desember 2019 í málinu nr. R - /2019 þar sem hafnað var kröfum varnaraðila um að sóknaraðila yrði gert að aflétta haldi á gögnum og eyða afritum 2 þeirra. Um kæruheimild er vísað til g - liðar 1 . mgr. 192 . gr . laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðil ar kref ja st þess að hinum kærða úrskurði verði hrundið og að haldi allra þeirra gagna sem hald var lagt á í húsleitum sóknaraðila hjá varnaraðilum og D hf. 2013 og 2014 skuli aflétt og afritum þeirra eytt. Þá krefjast þeir málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Mál þetta er að rekja til beiðni sem sóknaraðili setti fram á grundvelli 102. gr. laga nr. 88/2008 og barst Héraðsdómi Reykjavíkur 3. júlí 2019. Í beiðninni var þess meðal annars krafist að rannsókn sóknaraðila á ætluðum brotum varnaraðila yrði úrskurðuð ólögmæt og að henni skyldi hætt. Með úrskurði 10. október 2019 vísaði héraðsdómur frá öðrum kröfum varnaraðila en kröfu um að haldi allra þeirra gagna sem hald var lagt á í húsleitum sóknaraðila skyldi aflétt og afritum þeirra eytt. Varnaraðilar leituðu endurskoðunar á þeirri frávísun en með úrskurði Landsréttar 24. október 2019 í máli nr. 675/2019 var úrskurður héraðsdóms staðfestur. Í kjölfarið var málið flutt um þá kröfu varnaraðila sem eftir stóð og með hinum kærða úrskurði, sem varnaraðilar leita hér endurskoðunar á, var henni hafnað. 5 Líkt og rakið er í hinum kærða úrskurði er óumdeilt að frumgögnum sem hald var lagt á hefur verið skilað og því lýtur krafa varnaraðila í reynd eingöngu að því að sóknaraðila verði gert að eyða afritum þeirra gagna sem hald var lagt á. Fyrir Landsrétti byggja varnaraðilar kröfuna einkum á því að sóknaraðili hafi fellt niður rannsóknina á h endur þeim og tilkynnt þeim um það og því sé áframhaldandi rannsókn ólögmæt. Þá hafi húsleitin, haldlagningin og eftirfarandi skoðun gagna verið ólögmæt auk þess sem starfsmaður sóknaraðila sem ábyrgð hafi borið á rannsókninni og verktaki á hans vegum hafi verið vanhæfir þar sem þeir hafi samhliða sinnt lögreglurannsókn á hendur tilteknum starfsmönnum varnaraðila. 6 Varnaraðilar byggja sjónarmið sín um að málið hafi verið fellt niður á bréfi sóknaraðila 12. júní 2019 sem kom til eftir að lögmaður varn araðila hafði bent á að við málsmeðferð rannsóknarinnar mætti finna tilvísanir til tveggja málsnúmera í skjalavistunarkerfi sóknaraðila. Nefnt bréf sóknaraðila hefst á því að vísað er til júní 2018. Í og umfjöllun yðar í fyrrgreindu bréfi ber skýrlega með sér tengjast bæði umrædd mál, merkt í skjalavistunarkerfinu númer og , áðurnefndri rannsókn Sa mkeppniseftirlitsins á ætluðum brotum umbjóðenda yðar og Samskipa gegn samkeppnislögum. Mál merkt númer var stofnað í skjalavistunarkerfinu vegna undirbúnings og framkvæmdar húsleitar og haldlagningu/afritun gagna á starfsstöðvum B og E sem fór fram þa nn 2013. Mál þetta, númer , var nánar 3 tiltekið stofnað í skjalavistunarkerfinu þann 5. júní 2013. Málinu í skjalavistunarkerfinu var lokað þann 23. júní 2015 en það er tengt í skjalavistunarkerfinu við mál nr. yðar er kunnugt um er rannsóknin á ætluðum brotum umbjóðenda yðar ennþá yfirstandandi fyrirkomulag kunni að hafa verið í ósamræmi við gildandi reglur um opinber skjalasöfn er ljóst að bréfið og þau atvik sem í því greinir báru á engan hátt með sér að stjórnsýslumálið á hendur varnaraðilum hefði verið fellt niður og það með endanlegri úrlausn. Krafa varnaraðila verður því ekki studd við 1. mgr. 4. gr. 7. samningsviðauka við mannrétti ndasáttmála Evrópu. 7 Heimild sóknaraðila samkvæmt úrskurðum héraðsdóms 2013 og 2014 tók til leitar og haldlagningar á munum og gögnum í húsnæði og starfsstöðvum geym d á tölvutæku formi á starfsstöðvum D haldlagningin og rannsókn gagnanna hafi verið í ósamræmi við úrskurðina og varnaraðilar geta ekki nú leitað eftir sérstakri úrlausn dómstóla um lögmæti þeirra. Þá hafa varnaraðil ar ekki fært haldbær rök fyrir því að vanhæfi hafi verið fyrir hendi af hálfu sóknaraðila sem leiði til þess að taka beri kröfu þeirra til greina, en 42. gr. samkeppnislaga fjallar um samstarf Samkeppniseftirlitsins og lögreglu og mælir meðal annars fyrir um heimild þessara aðila til að taka þátt í aðgerðum hvor annars. Önnur sjónarmið sem varnaraðilar hafa fært fram í málinu geta ekki heldur leitt til þess að fallist verði á kröfu þeirra. 8 Stjórnsýslumálið á hendur varnaraðilum hefur tekið langan tíma. Af f yrirliggjandi gögnum er hins vegar ljóst að það er mjög umfangsmikið og það dregur að lokum þess, en fyrir Landsrétt lagði sóknaraðili andmælaskjal II í málinu frá 13. desember síðastliðnum, sem telur 1168 blaðsíður. Varnaraðilar hafa engin rök fært fyrir því að afrit hinna haldlögðu gagna hafi ekki þýðingu við þá rannsókn sem eftir stendur og við úrlausn stjórnsýslumálsins. Þá hafa þeir ekki tilgreint nein tiltekin gögn sem krafist er eyðingu afrita af heldur tekur krafan til allra haldlagðra gagna, sem lj óst er að eru mjög umfangsmikil. Loks er ljóst að varnaraðilar geta látið reyna á atriði er snerta rannsókn sóknaraðila á síðari stigum, þar á meðal í því stjórnsýslumáli sem um ræðir og ekki er lokið. 9 Að framangreindu virtu og að öðru leyti með vísan ti l þess sem greinir í hinum kærða úrskurði verður hann staðfestur. Kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 4 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 18. desember 2019 Mál þetta, sem var tekið til úrskurðar 3. d esember sl. að loknum munnlegum málflutningi, barst Héraðsdómi Reykjavíkur 3. júlí 2019 með bréfi sóknaraðila dagsettu 1. júlí s.á., þar sem farið var fram á úrskurð héraðsdóms á grundvelli 102. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Sóknaraðilar eru f élögin 26, Reykjavík. Í kröfubréfi sóknaraðila kröfðust þeir úrskurðar á grundvelli 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, m.a. um að rannsókn varnaraðila á máli sóknaraðila væri ólögmæt og henni skyldi hætt. Með úrskurði 10. október sl. var vísað frá dómi öðrum kröfum sóknaraðila en þeim að haldi Eru þær kröf ur sóknaraðila því hér til úrlausnar að haldi allra þeirra gagna sem hald var lagt á í þeirra eytt. Þá krefjast sóknaraðilar þess að varnaraðila verði ger t að greiða sóknaraðilum hverjum fyrir sig málskostnað. Varnaraðili krefst þess að kröfum sóknaraðila verði hafnað. Þá krefst varnaraðili málskostnaðar úr hendi sóknaraðila. Yfirlit málsatvika og ágreiningsefna Forsaga málsins er sú að árið 2010 hóf var naraðili rannsókn á starfsemi sóknaraðila, A hf. og dótturfélaga samkeppnislögum nr. 44/2005. Árið 2013 réðst varnaraðili í aðra rannsókn á starfsemi f starfsemi og var eldri rannsóknin frá 2010 í kjölfarið sameinuð hinni yngri haustið 2013. Laut rannsóknin að ætluðum brotum á 10. gr. samkeppnislaga um bann við ólögmætu samráði fyrirtækja, sbr. einnig 53. gr. EES - samningsins, og 11. gr. laganna, um bann við misnotkun á markaðsráðandi stöðu, sbr. og 54. gr. EES - samningsins, sbr. og lög nr. 2/1993 um Evrópska efnahagssvæðið. til húsleitar og haldlagningar og afritunar gagna á starfsstöðvum sóknaraðila á grundvelli 20. gr. samkeppnislaga, sbr. ákvæði 74. gr. og 1. mgr. 75. gr. laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála. Auk þess var krafist heimildar til húsleitar á starfsstöð D hf . og til afritunar tölvutækra gagna sóknaraðila sem kynnu að vera vistuð á slíku formi á starfsstöð fyrirtækisins. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sama dag í máli nr. R - i einnig munum og gögnum í húsnæði og starfsstöðvum sóknaraðila og læstum hirslum og til að taka afrit gagna, sem geymd séu á tölvu tæku formi. Þá n ái heimildin til leitar og afritunar tölvutækra gagna sóknaraðila sem kunni að vera geymd á tölvutæku formi á nánar tilgreindum starfs stöðvum D hf. Var leit gerð daginn eftir þar sem meðal annars voru haldlögð gögn og afrit tekin af rafrænum gögnum. Við u pphaf leitarinnar tilkynnt um sameiningu eldri rannsókna rinnar frá 2010 við hina yngri. starfsstöðvum sóknaraðila og D hf., sem og til haldlagningar og afritunar gagna. Á þær kröfur var fallist með úrskurði dómsins, dags ettum sama dag, í máli nr. R - húsleitarheimildin nái einnig til leitar og haldlagningar á munum og gögnum í húsnæði og tilgreindum starfsstöðvum sóknaraðila og læstum hirslum, þ.á m. rafrænum hýsingum, og til að taka afrit gagna, sem geymd séu eða séu aðgengileg á tölvutæku formi. Enn fremur nái heimildin til leitar og afritunar tölvutækra gagna sóknaraðila sem kunni að vera geymd á tölvutæku formi á tilgreindum starfsstöðvum D hf. Við upphaf húsleitar hjá sóknaraðilum , sem fram fór í kjölfarið, var lögmaður þeirra jafnframt upplýstur með 5 bréfi varnaraðila um að ætluð brot tiltekinna einstaklinga á vegum sóknaraðila hefðu verið kærð til Á árunum 2013 til 2015 létu sóknaraðilar og E hf. reyna á fjölmörg atriði vegna rannsóknar varnaraðila, meðal annars fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og með kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Árin 2015 og 2016 áttu málsaðilar í tíðum bréfaskiptum er vö rðuðu fyrst og fremst beiðnir varnaraðila um gögn og upplýsingar á grundvelli 19. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 og afhendingu sóknaraðila á þeim. Málsaðilar áttu svo í enn frekari bréfaskiptum vegna áframhaldandi beiðna varnaraðila um gögn og upplýsingar árin 2017 2019. Varnaraðili ritaði ítarlegt andmælaskjal, sbr. 17. gr. reglna nr. 880/2005 um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins, þar sem greint var frá frummati eftirlitsins á ætluðum brotum sóknaraðila og E hf. á ákvæðum samkeppnislaga og var það sent félögunum 6. júní 2018. Var félögunum með því veittur frestur, sem ítrekað hefur verið framlengdur, til að setja fram sjónarmið sín og eftir atvikum leggja fram ný gögn. Með andmælaskjalinu fylgdi listi yfir þau gögn sem það var byggt á og í því var boðað að til stæði að rita annað andmælaskjal til sóknaraðila. Með bréfi sóknaraðila, dagsettu 1. júlí 2019, sem barst Héraðsdómi Reykjavíkur 3. júlí s.á., kröfðust þeir, sem fyrr segir, úrskurðar á grundvelli 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakam ála, m.a. um afléttingu halds og eyðingu afrita af haldlögðum gögnum, og eru þær kröfur hér til úrlausnar. Helstu málsástæður og lagarök sóknaraðila Sóknaraðilar byggja kröfur sínar einkum á því að varnaraðili hafi formlega fellt niður málið á hendur þei m hafi sá starfsmaður varnaraðila sem stýrt hafi rannsókn stjórnsýslumálsins verið vanhæfur til þess þar sem hann hafi samhliða í reynd stýrt lögregluranns ókn á hendur starfsmönnum sóknaraðila án lögregluvalds. Þá hafi rannsókn varnaraðila byggst á gögnum sem lagaheimild hafi ekki staðið til að haldleggja, þar sem húsleit og haldlagning gagna hafi verið ólögmæt, en héraðsdómur hafi verið blekktur til veita h úsleitarheimildir. Þá fyrri með því að leyna kæru E til varnaraðila fyrir dóminum og þá síðari með því að gefa í skyn að um sameiginlega rannsókn lögreglu og varnaraðila væri að ræða, en ósannað sé að sameiginleg rannsóknaráætlun hafi verið fyrir hendi. Í kröfum sóknaraðila felist að aflétta beri haldi allra gagna sem haldlögð voru í húsleitum eytt, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 633/2009. Fyrir lig gi að lagaheimild hafi ekki staðið til húsleita og haldlagningar á gögnunum. Með útgáfu andmælaskjals varnaraðila liggi fyrir að varnaraðili hafi rannsakað innihald gagnanna en til þess hafi honum borið að afla sér sérstaks dómsúrskurðar. Samkvæmt 2. mgr. 102. gr. laga um meðferð sakamála, sbr. 3. mgr. 69. gr. laganna, sé sóknaraðilum heimilt að leita úrlausnar dómstóla um kröfu þessa. Lágmarksúrræði sóknaraðila við hinni ólögmætu haldlagningu og eftirfarandi rannsókn gagnanna sé að þeim verði eytt og því ó lögmæta ástandi sem komið hafi verið á þannig snúið við. Í 6. og 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sem hafi lagagildi hér á landi, felist að aðilum verði að tryggja raunhæf réttarúrræði til að tryggja þau réttindi sem vernduð séu með ákvæðunum. Beri því að lágmarki í öllum tilvikum að aflétta haldi og eyða afritum haldlagðra gagna. Rannsókn varnaraðila á haldlögðum rafrænum gögnum hjá D styðjist ekki við úrskurð dómara og sé því ólögmæt. Í 68. gr. sakamálalaga segi að hald skuli lagt á muni, þar á meðal s kjöl, ef ætla má að þeir hlutir eða upplýsingar sem þeir hafa að geyma hafi sönnunargildi í sakamáli, að þeirra hafi verið aflað á refsiverðan hátt eða að þeir kunni að verða gerðir upptækir. Engin þessara skilyrða hafi verið uppfyllt um haldlögð gögn sókn araðila hjá D og sé haldlagningin af þeirri ástæðu einni ólögmæt. Í 70. gr. laganna komi fram að hald megi leggja á bréf eða aðrar sendingar, sem eru í vörslum póst - eða flutningafyrirtækis, svo og á símskeyti, símbréf, tölvubréf eða aðrar sendingar, sem e ru í vörslum fjarskiptafyrirtækis, enda sé það gert vegna rannsóknar á broti sem varðað geti fangelsisrefsingu að lögum. Hafi sendandi og viðtakandi ekki verið viðstaddir haldlagningu skuli hún tilkynnt þeim svo fljótt sem verða megi, þó þannig að það skað i ekki frekari rannsókn málsins. Í ákvæðinu segi svo orðrétt: Rannsókn á efni bréfa, skeyta eða 6 sendinga, sem hald er lagt á samkvæmt þessari málsgrein, má einungis fara fram samkvæmt úrskurði dómara. Í úrskurði héraðsdóms hafi verið heimiluð leit og haldlagning gagna hjá fjarskiptafyrirtækinu D. Ekki sé að sjá að nein heimild hafi verið veitt, hvorki í forsendum úrskurðar né í úrskurðarorðunum sjálfum, fyrir því að varnaraðili mætti rannsaka þessi gögn í kjölfar haldlagningar, það er, opna og skoða viðkomandi rafræn gögn. Skýrt lagaboð mæli þó fyrir um nauðsyn þess. Hæstiréttur Íslands hafi fjallað um þetta álitaefni í málum nr. 291/2016 og 297/2016. Í máli nr. 291/2016 hafði lögreglan lagt hald á farsí ma manns og gerð hafði verið tilraun til þess að rannsaka efnisinnihald farsímans. Um það hafi Hæstiréttur sagt að þótt heimilt sé að haldleggja hlut án dómsúrskurðar, sbr. 1. mgr. 69. gr. laga nr. 88/2008, verði 68. gr. laganna ekki skilin á þann veg að l ögregla geti rannsakað efnisinnihald raftækja án þess að fyrir liggi úrskurður dómara. Aðstæður þær sem hér um ræði séu efnislega sambærilegar þeim sem ákvæði 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. laga nr. 88/2008 taki til og samkvæmt lögjöfnun frá þeim sé ljóst að lögreglu hafi borið að afla dómsúrskurðar til þess að rannsaka efni farsímans. Afstaða Hæstaréttar sé því skýr, lögreglu beri að afla sérstaks dómsúrskurðar til að rannsaka megi efni raftækja og rafrænna gagna sem hald sé lagt á undir rannsókn máls. Fyr irmæli ríkissaksóknara nr. 1/2016 taki af öll tvímæli um nauðsyn þess að hafa heimild samkvæmt 70. gr. sakamálalaga til þess að mega rannsaka rafræn gögn sem haldlögð hafi verið hjá fjarskiptafélögum. Í fyrirmælum nr. 1/2016 komi m.a. fram að Ríkissaksókna ri beini þeim fyrirmælum til lögreglu að afla dómsúrskurðar í kjölfar haldlagningar ef ekki liggur fyrir samþykki eiganda eða haldlagningarþola raftækja (símtækja, tölvur, tölvudrif o.s.frv.) fyrir því að rannsaka/skoða gögn í tækjunum. Lagatilvísun í kröf ugerðinni yrði þá lögjöfnun frá 1. mgr. 70. gr. og 1. mgr. 84. gr. laga nr. 88/2008, sbr. dóma Hæstaréttar. Þau lagaákvæði og þau sjónarmið sem reyni á í fyrrnefndum dómum hafi einnig verið í gildi þegar varnaraðili hafi óskað heimildar til húsleitar og ha ldlagningar gagna sóknaraðila á árinu 2013, enda hafi engin lagabreyting átt sér stað síðan þá. Þar sem engin heimild hafi verið veitt til að rannsaka þau rafrænu gögn og tölvur sem hald hafi verið lagt á, á starfsstöðvum sóknaraðila og hjá D, hafi rannsók n varnaraðila á þeim gögnum verið ólögmæt og brot á friðhelgi einkalífs sóknaraðila sem verndað sé með 71. gr. stjórnarskrárinnar. Húsleitin og haldlagning gagna sem fram hafi farið á grundvelli úrskurða Héraðsdóms Reykjavíkur og eftirfarandi rannsókn varnaraðila á haldlögðum gögnum hafi brotið gróflega gegn grundvallarréttindum sem tryggð sé friðhelgi með ákvæðum 71. gr. stjórnarskrá rinnar, 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu og 68., 70. og 74. gr. sakamálalaga, auk þess að brjóta gegn þeirri réttlátu málsmeðferð sem sóknaraðilum sé tryggður réttur til með ákvæðum 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu . Gildi ákvæði sáttmálans fullum fetum um málsmeðferð stjórnvalda í samkeppnismálum, sbr. til hliðsjónar dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli 43509/08, Menarini Diagnostics S.R.L. gegn Ítalíu . Heimild hafi verið fengin til húsleitar með því að leyna héra ðsdóm mikilvægum gögnum, auk þess sem héraðsdómur hafi veitt heimildina án þess að lagaheimild stæði til, hvort sem var hjá sóknaraðilum eða hjá D. Þá hafi verið lagt hald á rafræn gögn og þau rannsökuð án dómsúrskurðar, þvert gegn skýru lagaboði. Helstu málsástæður og lagarök varnaraðila Varnaraðili krefst þess að kröfum sóknaraðila um að haldi verði aflétt af gögnum og afritum eytt verði hafnað. Heimild varnaraðila til að gera húsleitir og til að rannsaka gögn hafi byggst á ákvæðum samkeppnislaga og úrs kurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. Sóknaraðilar vísi til dóms Hæstaréttar 26. nóvember 2009 í máli nr. 633/2009 um heimild sína til að gera kröfur um að aflétta skuli haldi á þeim gögnum sem varnar aðili hafi lagt hald á við húsleitir hjá sóknaraðilum og D hf. og að afritum gagnanna skuli eytt. Í ljósi þess að varnar aðili hafi fyrir margt löngu aflétt haldi á öllum þeim gögnum sem hald hafi verið lagt á í fyrr nefndum húsleitum verði að líta svo á að kröfur sóknaraðila beinist í reynd að heimild varnar aðil a til að halda afritum gagnanna og þeim afritum rafrænna gagna sem hann hafi tekið við húsleitirnar. Í dómi Hæstaréttar 26. nóvember 2009 í máli nr. 633/2009 hafi verið fallist á kröfur fyrirtækis, en varnar aðili hafi haft háttsemi þess til rannsóknar, um að 7 afritum nánar tiltekinna gagna yrði eytt með vísan til þess að gögnin væru þýðingarlaus fyrir rannsóknina. Kröfur sóknaraðila beinist hvorki að afritum nánar tilgreindra gagna né hafi þeir rök stutt að gögnin séu þýðingarlaus fyrir rannsóknina. Varnara ðili telji þær ástæður leiða til þess að hafna beri kröfum sóknaraðila. Sóknaraðilar staðhæfi að skort hafi lagaskilyrði til að heimila varnar aðila að gera húsleitir hjá sér og D hf. og haldleggja og/eða afrita gögn við þau tilefni. Telji sóknaraðilar að varnaraðili hafi þurft að afla úrskurðar héraðs dóms til að rannsaka gögnin og að húsleit hjá D hf. hafi verið ólögmæt þar sem hann hafi ekki verið sakborningur. Varnaraðili mótmæli þessum málsástæðum sóknaraðila. Tölvutæk gögn sóknaraðila hafi verið hýst hjá D hf. Samkvæmt skýru orðalagi 1. mgr. 20. gr. samkeppnislaga einskorðist húsleitarheimildin ekki við fyrirtæki sem grunuð séu um brot á samkeppnislögum. Heimildin taki einnig til starfsstöðva fyrirtækja sem ekki sæti rannsókn, sé slík aðgerð nauðsynleg við rannsókn á brotum á samkeppnis lögum. Dómstólar hafi ítrekað fallist á það með varnaraðila að heimildin taki til þjónustu - fyrirtækja sem hýsi tölvugögn fyrirtækja sem sæti rannsókn. Sama regla gildi við beitingu 19. gr. samkeppnislaga. Varnaraðili haf i heimild til þess að krefja fyrirtæki um upplýsingar og gögn þótt þau séu sjálf ekki til rannsóknar, sbr. t.d. úrskurði áfrýjunar nefndar samkeppnismála 5. janúar 2001 í máli nr. 3/2001 og 22. júní 2011 í máli nr. 4/2011. Í tilefni af því að sóknaraðilar staðhæfi að varnaraðila hafi verið óheimilt að rannsaka gögn sem aflað hafi verið í húsleit hjá D hf. og að rannsókn varnaraðila á gögnunum styðjist ekki við úrskurð dómara og sé því ólögmæt, sbr. 68. og 70. gr. laga um meðferð sakamála, sé áréttað að varn araðili hafi ekki lagt hald á tölvugögn sóknaraðila sem vistuð hafi verið hjá D hf. Þess í stað hafi varnaraðili tekið afrit af gögnunum, en til þess hafi honum verið veitt svohljóðandi heimild í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur Þá nær heimildin t il leitar og afritunar tölvutækra gagna framangreindra félaga sem kunna að vera geymd á tölvutæku formi á starfsstöðvum D hf. [...] . Dómstólar hafi talið að slík afritun sé ekki eins íþyngjandi rannsóknaraðgerð og hald lagning á tölvubúnaði og þeim gögnum sem hann geymi. Af úrskurðinum, sem og 1. mgr. 20. gr. samkeppnislaga, leiði að varnar aðila hafi verið heimilt að kanna þau rafrænu gögn sem hann hafi tekið afrit af vegna rannsóknar sinnar á ætluðum brotum sóknaraðila, sbr. til hliðsjónar dóma Hæstarétta r 3. maí 2002 í málum nr. 177/2002 og 178/2002. Þegar litið sé til þess að varnaraðili hafi lagt hald á gögn og tekið afrit af rafrænum gögnum á grundvelli úrskurða Héraðsdóms Reykjavíkur verði ágreiningur um heimild hans til að halda afritum gagnanna ekk i lagður nú fyrir héraðsdóm á þeim grundvelli að í upphafi hafi skort skilyrði til þess að taka kröfur hans þar um til greina. Með því að leysa úr slíkum ágreiningi tæki héraðsdómur að nýju afstöðu til þess hvort heimila hafi átt varnaraðila að gera húslei tir og haldleggja eða afrita gögn hjá sóknaraðilum og D hf. Með því væri brotið gegn þeirri reglu að dómstólar leysi ekki úr kröfu um lögmæti rannsóknaraðgerðar sem þegar hafi farið fram, sbr. dóma Hæstaréttar í málum nr. 177/2002 og 178/2002. Sóknaraðilar geti ekki nú leitað úrlausnar héraðsdóms um kröfur sem séu reistar á því að lagaskilyrði hafi skort fyrir héraðsdómara til þess að heimila húsleit og haldlagningu og/eða afritun gagna hjá sóknaraðilum og D hf., enda hafi rannsóknaraðgerðir þessar þegar fa rið fram. Sóknaraðilar geri ekki kröfu um að afritum nánar tilgreindra gagna verði eytt á þeim grundvelli að þau séu þýðingarlaus fyrir rannsóknina, sbr. um slíkar kröfur dóma Hæstaréttar 26. nóvember 2009 í máli nr. 633/2009 og 30. maí 2012 í málum nr. 3 56/2012 og 357/2012. Þeir dómar sem sóknaraðilar vísi til hafi enga þýðingu við úrlausn um kröfur þeirra. Í umræddum málum hafi reynt á haldlagningu farsíma og afritun og rannsókn lögreglu á gögnum símans án undangengins úrskurðar dómara. Með lögjöfnun frá 1. mgr. 70. gr. og 84. gr. laga um meðferð sakamála hafi Hæstiréttur talið að lögregla hefði þurft að afla dóms úrskurðar til að framkvæma afritun og skoðun á gögnum farsímanna. Sóknaraðilum láist hins vegar að geta þess að lögregla hafði lagt hald á fars ímana án undangengins dóms úrskurðar í samræmi við heimild 1. mgr. 69. gr. laga um meðferð sakamála. Þessi tilvik séu þess vegna gjörólík tilviki sóknaraðila. Í þessu sambandi vísi sóknaraðilar jafnframt til fyrirmæla ríkissaksóknara nr. 1/2016 um rannsókn lögreglu á haldlögðum raftækjum sem innihaldi rafræn gögn. Þar komi fram að þau séu sett í kjölfar áður nefndra dóma Hæstaréttar og taki til þeirra tilvika þegar lögregla hafi án undan gengins úrskurðar dómara lagt hald á raftæki. Samkvæmt því eigi fyrirm ælin ekki við um tilvik sóknar aðila. Ekkert 8 hald sé í tilvísun sóknar aðila til 70. gr. laga um meðferð sakamála, sem geti tekið til þeirra tilvika þegar lögreglu sé heimilt að haldleggja muni án undangengins dómsúrskurðar, sbr. 1. mgr. 69. gr. sakamálala ga. Ákvæðinu sé ætlað að setja heimild lögreglu ákveðin skilyrði, sem felist meðal annars í því að tryggja að rannsókn lögreglu á efni haldlagðra bréfa, skeyta eða sendinga fari aðeins fram að undangengnum úrskurði dómara. Sambærilegt ákvæði hafi verið í e ldri lögum, sem þá hafi tekið til Pósts og síma. Núgildandi - 70. gr. laga um meðferð sakamála sé ekki ætlað að taka til D hf. þegar fyrirtækið veiti a lmenna upplýsinga - tækniþjónustu og geymi rafræn gögn sóknaraðila. Hýsing D hf. á tölvugögnum sóknaraðila teljist því ekki fjarskipta þjónusta í skilningi fjarskiptalaga, sbr. 15. tölulið 1. mgr. 3. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. D hf. teljist af þeim sökum heldur ekki fjarskiptafyrirtæki í skilningi laga um fjarskipti og 1. mgr. 70. gr. laga um meðferð sakamála þegar fyrirtækið annist hýsinguna. Málsástæðum sóknaraðila um að með húsleit varnaraðila, ætlaðri haldlagningu hjá D hf. og eftirfarandi ranns ókn hafi verið brotið gegn grundvallarréttindum þeirra mótmæli varnaraðili sem órökstuddum og vanreifuðum. Haldlagning og afritun varnaraðila á gögnum hafi verið í samræmi við lög og reglur. Niðurstaða Fyrir liggur að varnaraðili lagði hald á gögn og afritaði rafræn gögn á starfsstöðvum sóknaraðila og hjá D hf. á grundvelli úrskurða Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2013 og frá 2014, sbr. og heimildir í 1. mgr. 20. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Samkvæ mt sérákvæðum í 2. mgr. 20. gr. samkeppnislaga gilda ákvæði laga nr. 88/2008, um meðferð sakamála, við framkvæmd aðgerða sem mælt er fyrir um í 1. mgr. 20. gr. samkeppnislaga, þar á meðal um leit og haldlagningu gagna. Samkvæmt 2. mgr. 102. gr. laga nr. 88 /2008, sbr. 3. mgr. 69. gr. laganna, er varnaraðila heimilt að leita úrlausnar dómstóla um kröfu um að afritum haldlagðra gagna skuli eytt, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar í máli nr. 633/2009. Sóknaraðilar krefjast þess að varnaraðila verði gert að aflét ta haldi á þeim gögnum sem haldlögð voru við húsleitir sóknaraðila og að afritum þeirra skuli eytt. Fallist er á það með varnaraðila að fyrrgreindir húsleitarúrskurðir héraðsdóms, þar sem m.a. voru veittar heimildir til haldlagningar og til afritunar rafræ nna gagna, geta ekki sætt endurskoðun hér fyrir dómi í þessu máli. Engin rök standa til þess að draga í efa að í þessum heimildum samkvæmt úrskurðum dómara til að haldleggja gögn og til að taka afrit af rafrænum gögnum felist jafnframt heimild til að skoða þau gögn sem þannig er aflað. Í málatilbúnaði varnaraðila fyrir dómi kom fram að frumgögnum sem hald var lagt á hefði verið skilað til sóknaraðila. Einungis afrit þeirra gagna, sem og gögn á rafrænu formi, væru enn í vörslum varnaraðila. Af hálfu sóknara ðila var þessu ekki mótmælt og staðfesti lögmaður þeirra við málflutning að sú væri raunin. Þannig verður að líta svo á að þessi krafa sóknaraðila lúti að því að varnaraðila verði gert að eyða afritum umræddra gagna. Kröfur sóknaraðila taka ekki til tiltek inna gagna heldur er þess krafist að afritunum verði eytt í heild sinni. Af gögnum málsins og málatilbúnaði aðila verður ráðið að umrædd afrit gagna séu umfangsmikil. Varnaraðili byggir á því að gögnin skipti máli varðandi yfirstandandi rannsókn stjórnva ldsins á máli sóknaraðila á grundvelli samkeppnislaga og varði efnisatriði þeirrar rannsóknar. Meðan rannsókninni sé ólokið sé stjórnvaldinu nauðsynlegt að hafa aðgang að gögnunum og sé jafnframt skylt að varðveita þau. Sóknaraðilar halda því fram að umræd dri rannsókn varnaraðila hafi formlega verið lokað með tilkynningu til þeirra þar sem vísað hafi verið í tiltekið málsnúmer. Varnaraðili hefur útskýrt um hvað rannsókn stjórnvaldsins snúist og hefur gert ítarlega grein fyrir efnisatriðum hennar í andmælask jali og jafnframt boðað annað ítarlegt andmælaskjal varðandi rannsókn sína. Þó að varnaraðili hafi samkvæmt tilkynningu til sóknaraðila lokað tilteknu málsnúmeri er ljóst að efnislegri rannsókn á umræddu máli hefur ekki verið lokið, heldur virðist henni en n haldið áfram og hún vera mjög umfangsmikil. Ekki verður fallist á það með sóknaraðilum að það geti haft þýðingu varðandi kröfu þeirra um afléttingu halds undir hvaða málsnúmer 9 varnaraðila rannsóknargögn eru færð. Þá hafa sóknaraðilar engin haldbær rök fæ rt fyrir því að aflétta skuli haldi vegna þess að starfsmaður varnaraðila hafi jafnframt komið að lögreglurannsókn. Sóknaraðilar hafa ekki tilgreint tiltekin gögn sem þeir telji að ekki varði efnisatriði rannsóknarinnar og hafa ekki gert grein fyrir sértækum hagsmunum sem þeir hafi af því að tilteknum afritum af gögnum verði eytt, heldur vísa til stuðnings kröfum sínum um eyðingu afrita gagnanna í heild sinni einkum til almennra sjónarmiða um friðhelgi og meðalhóf. Atvik eru því með öðrum hætti hér en í máli Hæstaréttar nr. 633/2009, þar sem fallist var á skyldu til að eyða gögnum sem upplýst var að ekki vörðuðu þá ranns ókn sem var tilefni haldlagningar og afritunar gagna. Varnaraðili hefur stutt það gögnum að rannsókn hans standi enn yfir og hefur fært fram fullnægjandi rök fyrir því að vegna rannsóknarhagsmuna þurfi hann að hafa aðgang að afritum þeirra gagna sem hal dlögð voru vegna rannsóknarinnar. Einnig að umrædd gögn varði efnisatriði hennar, en því hafa sóknaraðilar í engu hnekkt eða sýnt fram á sérstaka hagsmuni sína af því að afritum þeirra verði í heild sinni eytt, svo sem krafist er. Sóknaraðilar hafa ekki sý nt fram á að einstök skjöl eða önnur gögn séu þýðingarlaus fyrir rannsóknina og verður ekki fallist á kröfu þeirra um afléttingu halds með því að afritum gagnanna verði eytt. Að þessu virtu verður kröfum sóknaraðila þar að lútandi hafnað. Í ljósi þeirrar niðurstöðu eru ekki efni til að ákveða málskostnað. Kristrún Kristinsdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum sóknaraðila, A hf., B ehf., og C ehf., um að haldi allra þeirra gagna sem hald var lagt á í húsleitum va skuli aflétt og afritum þeirra eytt.