LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 11. október 2019. Mál nr. 909 /2018: Geri allt slf. og Daníel Sigurðsson ( Skarphéðinn Pétursson lögmaður) gegn Theodóri Francis Birgissyni (Einar Gautur Steingrímsson lögmaður) (Gunnhildur Pétursdóttir lögmaður, 2. prófmál) Lykilorð Verklaun. Galli. Matsgerð. Gagnsök. Skuldajöfnun. Útdráttur G slf. höfðaði mál á hendur T til heimtu skuldar að fjárhæð 1.091.567 krónur fyrir verk sem unnið var í þágu hans. Laut ágreiningur í upphafi að fjárhæð endurgjalds fyrir verkið auk þess sem T taldi að gallar væru á því. Undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi aflaði T matsgerðar dómkvadds matsmanns. Með dómi héraðsdóms sætti krafan lækkun á grundvelli matsgerðarinnar í 279.750 krónur. Í dómi Landsréttar voru verklaunin hækkuð í 305.670 kr ónur og jafnframt komist að þeirri niðurstöðu að sú krafa væri að fullu greidd með innborgun stefnda í september 2015 og skuldajöfnun við kröfu hans vegna galla. Var T því sýknaður af kröfu G um greiðslu verklauna. Gagnsök sem T höfðaði á hendur G til sjál fstæðs dóms vegna galla á verkinu var á hinn bóginn vísað frá héraðsdómi með vísan til 2. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Hervör Þorvaldsdóttir , Jóhannes Sigurðsson og Þorgeir Ingi Njálsson . Málsm eðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýj endur skut u málinu til Landsréttar 11. desember 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 14. nóvember 2018 í málinu nr. E - 277/2016 . 2 Áfrýjandinn Geri allt slf . krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða honum 1.091.567 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 12. október 2015 til greiðsludags, að frádreginni innborgun 12. október 2015 að fjárhæð 15 0.000 krónur. Þá krefjast áfrýjendur þess aðallega að þeir verði sýknaðir af kröfum stefnda en til vara að þær verði lækkaðar verulega. Loks krefjast þeir málskostnaðar úr hendi stefnda í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýja ða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. 2 Málsatvik 4 Mál þetta höfðaði áfrýjandi Geri allt slf . á hendur stefnda 18. október 2016 til heimtu skuldar samkvæmt reikningi að fjárhæð 1.091.567 krónur fyrir verk sem áfrýjandi Daníel Sigurðsson vann á vegum félagsins í þágu stefnda á heimili hans í lok árs 2015. Fólst það í vinnu við pípulagnir en að auk i tekur reikningurinn til efnis - og aksturskostnaðar. Upp kom ágreiningur á milli aðila um hæfilegt endurgjald fyrir verkið og á síðari stigum lýsti stefndi að auki þeirri afstöðu sinni að gallar væru á því. Við þingfestingu málsins 2. nóvember 2016 lagði stefndi fram greinargerð sína og önnur gögn, þar á meðal beiðni um dómkvaðningu matsmanns til að meta annars einhverju áfátt og eftir atvikum hvað það myndi kosta að bæta úr göl lum á því. Matsgerð lá fyrir 24. janúar 2017. Er þar komist að þeirri niðurstöðu að sanngjörn þóknun fyrir verkið nemi 202.800 krónum. Þá telur matsmaður að verkinu sé áfátt því 1.778.200 krónur. 5 Stefndi höfðaði gagnsakarmál á hendur áfrýjendum með stefnu útgefinni 10. febrúar 2017 og var það þingfest 14. sama mánaðar. Með henni og á grundvelli ma tsgerðarinnar var þess krafist að áfrýjendum yrði óskipt gert að greiða stefnda 1.569.764 krónur í skaðabætur vegna galla á verkinu. 6 Með hinum áfrýjaða dómi var stefnda gert að greiða áfrýjanda Geri allt slf. 279.750 krónur í verklaun auk dráttarvaxta frá 12. október 2015 til greiðsludags, að frádreginni innborgun stefnda 26. september sama ár að fjárhæð 150.000 krónur. Þá voru áfrýjendur óskipt dæmdir til að greiða stefnda 1.336.964 krónur í skaðabætur auk dráttarvaxta. Loks var áfrýjanda Geri allt slf. g ert að greiða stefnda 2.879.469 krónur í málskostnað, þar af 2.000.000 króna óskipt með áfrýjanda Daníel Sigurðssyni. Niðurstaða 7 Af málatilbúnaði aðilanna er ljóst að ekki tókst samningur með þeim um greiðslu tiltekinnar fjárhæðar í endurgjald fyrir það verk sem unnið var í þágu stefnda og mál þetta snýst um. Það er meginregla kröfuréttar að við slíkar aðstæður beri verkkaupa að greiða það verð sem sanngjarnt er miðað við vinnuframlag, gæði verks, efniskaup og annað sem þýðingu hefur. Meginreglu þessarar sér meðal annars stað í 28. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. Sönnunarbyrði fyrir því að umkrafið verð sé ósanngjarnt hvílir á þeim sem heldur slíku fram. 8 Meðal annars með stoð í þeirri matsgerð sem stefndi aflaði undir rekstri málsins í héraði var um krafið endurgjald áfrýjanda Geri allt slf. lækkað með hinum áfrýjaða dómi úr 1.091.567 krónum í 279.750 krónur. Komst héraðsdómur, sem í átti sæti sérfróður meðdómsmaður, að þeirri niðurstöðu á grundvelli matsgerðarinnar að eðlilegur verktími væri 16 klukk ustundir í stað 66 stunda svo sem reikningur áfrýjanda tók mið af og að tímagjald skyldi vera 8.300 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti, 3 eða samtals 132.800 krónur, en krafa samkvæmt þessum reikningslið nam 654.720 krónum þar sem tímagjald að teknu tillit i til virðisaukaskatts var 9.920 krónur. Þá sætti krafa vegna efniskostnaðar lækkun til samræmis við matsgerðina úr 282.947 krónum í 70.000 krónur. Við samtölu þessara kröfuliða, 202.800 krónur, bætti héraðsdómur 76.950 krónum sem skiptast í 39.600 krónur í kílómetragjald og 37.350 krónur í tímagjald vegna aksturs (8.300 x 4,5) en aksturskostnaður samkvæmt reikningi áfrýjanda nam 153.900 krónum. Með vísan til þessa var það mat héraðsdóms að sanngjarnt endurgjald til áfrýjanda væri 279.750 krónur. 9 Tímagjald samkvæmt reikningi áfrýjanda er tæplega 20% hærra en það tímagjald sem miðað er við í matsgerð. Við skýrslugjöf fyrir héraðsdómi var matsmaður inntur eftir því hvernig fjárhæð þessi væri fundin. Svaraði hann því til að farin hefði verið 10 Að þessu virtu eru ekki efni til að líta svo á að sannað sé með matsge rðinni að umkrafið tímagjald samkvæmt reikningi áfrýjanda teljist ósanngjarnt í skilningi fyrrgreindrar meginreglu. Á hinn bóginn telst stefndi hafa sýnt fram á það með viðhlítandi hætti að krafa áfrýjanda sé ósanngjörn með tilliti til fjölda vinnustunda o g efniskostnaðar. Verður matsgerðin því lögð til grundvallar við ákvörðun endurgjalds hvað þessa þætti þess varðar enda hefur niðurstöðu hennar ekki verið hnekkt að því leyti. Þá ber áfrýjanda greiðsla vegna aksturs til og frá verkstað en að honum var ekke rt vikið í matsgerð. Þykir mega fallast á úrlausn héraðsdóms hvað hann varðar og á þeim grundvelli að með því sé framangreindum áskilnaði um sanngirni gætt. 11 Samkvæmt framansögðu verður krafa áfrýjanda á hendur stefnda um greiðslu verklauna tekin til grein a með 305.670 krónum. Inn á þá kröfu greiddi stefndi 150.000 krónur 26. september 2015. 12 Svo sem ráða má af því sem rakið er hér að framan var gagnsakarmál stefnda á hendur áfrýjendum höfðað að liðnum fresti til þess samkvæmt 2. mgr. 28. gr. laga nr. 91/19 91 um meðferð einkamála. Hefur verið á því byggt af hálfu stefnda að honum verði ekki metið til vanrækslu að hafa ekki höfðað gagnsök í tæka tíð, sbr. 3. mgr. sömu greinar. 13 Meðal gagna málsins er bréf sem lögfræðingur ritaði áfrýjanda Daníel Sigurðssyni f yrir hönd stefnda í nóvember 2015 í tilefni af framangreindum reikningi áfrýjanda Geri allt slf. Þar var því haldið fram að gallar væru á umræddu verki og aðallega á því byggt að það hefði ekki verið unnið í samræmi við fyrirmæli í byggingarreglugerð um ei greinargerðar Einars Pálssonar, löggilts pípulagningameistara, þar sem fram kemur að hann hafi að beiðni stefnda gert úttekt á verkinu og kostnaðarmetið það. Var verktími þar áætlaður 16 - 20 klukkustundir og kostnaður við verkið í heild 150.000 krónur með 4 virðisaukaskatti. Í bréfinu segir einnig að annar starfandi pípulagningameistari hafi komist að söm u niðurstöðu. Er í greinargerð Einars lýst því áliti að réttast væri að rífa veggina niður og einangra allar vatnslagnir. Þá segir í niðurlagi framangreinds bréfs til áfrýjanda að þegar tekið sé tillit til galla á verkinu, en ljóst sé að rífa þurfi niður v eggi og einangra pípur eða skipta þeim út, sé stefndi reiðubúinn að ljúka málinu með heildargreiðslu upp á 150.000 krónur sem hann hafði þá innt af hendi. Stefndi tæki þá á sig þær viðgerðir sem þyrfti að ráðast í. Um afstöðu áfrýjanda til þessa tilboðs li ggur fyrir tölvubréf hans 26. febrúar 2016 þar sem hann kveðst vera tilbúinn að fella kröfuna niður gegn 350.000 króna greiðslu frá stefnda fyrir efni og akstur. Um væri að ræða lokatilraun til sátta af hans hálfu og að til málshöfðunar kæmi ef ekki yrði á hana fallist. Ekki liggja fyrir gögn um frekari samskipti aðila eftir þetta og allt þar til mál til heimtu skuldar samkvæmt reikningnum var höfðað 16. október 2016. Svo sem áður er fram komið lagði stefndi fram beiðni um dómkvaðningu matsmanns við þingfes tingu málsins 2. nóvember 2016 og höfðaði gagnsakarmál á grundvelli matsgerðar hans 10. febrúar 2017. 14 Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að þegar í nóvember 2015 hafði stefndi undir höndum gögn og upplýsingar sem lutu að réttmæti kröfu áfrýjanda á hendur honum og mögulegum rétti hans til bóta vegna galla á verkinu. Verður í ljósi þessa að líta svo á að stefnda hafi verið unnt að höfða gagnsök innan lögbundins frests til þess og að bið eftir matsgerð geti svo sem hér háttar til ekki réttlætt undanþágu frá honum en í þeim efnum fær engu breytt þótt nauðsyn hafi borið til þess að afla hennar með tilliti til afstöðu áfrýjanda til gagnkröfunnar. Verður gagnsökinni því sjálfkrafa vísað frá héraðsdómi. 15 Samkvæmt 1. mgr. 28. gr. laga nr. 91/1991 er stefnda í hérað i heimilt án gagnstefnu að hafa uppi í greinargerð gagnkröfu til skuldajafnaðar við kröfu stefnanda ef skilyrði fyrir skuldajöfnuði eru fyrir hendi. Að öðrum kosti verður gagnkröfu ekki komið að í máli nema með gagnstefnu. 16 Í greinargerð sinni í héraði kraf ðist stefndi sýknu af kröfu áfrýjanda. Var sýknukrafan reist á því að hann hefði að fullu greitt fyrir verkið með 150.000 króna greiðslu 26. september 2015, sem áður er getið, en að auki mætti draga frá tildæmdum verklaunum gagnkröfu hans vegna galla og þa r um vísað til almennra reglna kröfuréttarins. Í ljósi þessa og þó að ekki hafi verið tekið fram berum orðum í greinargerðinni að stefndi hefði þessa kröfu uppi sem gagnkröfu til skuldajafnaðar þykir mega líta svo á að hún hafi verið sett fram þar, sbr. ti l hliðsjónar dóm Hæstaréttar 16. janúar 2003 í máli nr. 226/2002, en hún styðst nú við framlagða matsgerð. 17 Þeirri niðurstöðu matsgerðarinnar að gallar væru á verkinu sem nauðsynlegt væri að bæta úr hefur ekki verið hnekkt. Samkvæmt því og án þess að tekin sé frekari afstaða til einstakra matsliða þykir í öllu falli mega slá því föstu að réttmæt gagnkrafa stefnda nemi fjárhæð þeirrar kröfu áfrýjanda sem eftir stendur, 155.670 krónum, en 5 samkvæmt 7. gr. laga nr. 38/2001 ber krafa áfrýjanda ekki dráttarvexti að því marki sem henni er mætt með gagnkröfu stefnda. 18 Samkvæmt öllu framansögðu verður stefndi sýknaður af kröfu áfrýjanda um greiðslu verklauna. 19 Dómkrafa áfrýjanda Geri allt slf. hefur með dómi þessum sætt umtalsverðri lækkun, eða úr 1.091.567 krónum í 3 05.670 krónur. Til grundvallar þeirri niðurstöðu liggur matsgerð sem stefndi aflaði. Að þessu gættu og í ljósi málsúrslita verður áfrýjanda Geri allt slf. gert að greiða stefnda hluta málskostnaðar hans í héraði og fyrir Landsrétti í einu lagi og svo sem n ánar greinir í dómsorði. Að öðru leyti skal málskostnaður falla niður. Dómsorð: Gagnsök er vísað frá héraðsdómi. Stefndi, Theodór Francis Birgisson, er sýknaður af kröfum áfrýjanda, Geri allt slf. Áfrýjandi , Geri allt slf., greiði stefnda 1.000.000 króna í málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Málskostnaður milli áfrýjanda, Daníels Sigurðssonar, og stefnda fellur niður á báðum dómstigum. Dómur Héraðsdóms Suðurlands, miðvikudaginn 14. nóvember 2018 Mál þetta, sem tekið var til dóms að lokinni aðalmeðferð þann 1. október 2018, er höfðað með stefnu birtri 18. október 2016. Aðalstefnandi er Geri Allt slf., kt. [...], [...], fyrirsvarsmaður Daníel Sigurðsson, kt. [...], sama stað. Aðalstefndi er Theodór Francis Birgisson, kt. [...], [...]. Í aða fjárhæð kr. 1,091,567.00, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 af kr. 1,091,567.00 frá 12.10.2015 til greiðsludags. Allt að frádreginni i nnborgun dags. 12.10.2015 kr. 150,000.00, sem dragast skal frá skuldinni miðað við stöðu hennar á innborgunardegi. Þá er krafist málskostnaðar samkvæmt mati dómsins, en málskostnaðarreikningur verður lagður fram við aðalflutning málsins ef til kemur. Að au ki er þess krafist að við ákvörðun málskostnaðar verði tekið tillit til áfallins Í aðalsök krefst aðalstefndi sýknu og málskostnaðar að skaðlausu. Með birtingu gagnstefnu þann 13. febrúar 2017, höfðaði aðal stefndi gagnsök á hendur aðalstefnanda og Daníel Sigurðssyni, kt. [...], [...], fyrirsvarsmanni aðalstefnanda. Í gagnsök gerir gagnstefnandi þær dómkröfur að gagnstefndu verði in solidum dæmdir til að greiða gagnstefnanda kr. 1.569.764 auk vanskilavaxta p .a., skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 að liðnum mánuði frá birtingu gagnstefnu til greiðsludags, sbr. 9. gr. sl. Jafnframt krefst gagnstefnandi málskostnaðar að skaðlausu. öfum gagnstefnanda. Að auki er krafist málskostnaðar að skaðlausu. Til vara er krafist lækkunar á kröfum 6 Við aðalmeðferð gáfu skýrslur Daníel Sigurðsson, Theodór Francis Birgisson, Harpa Sjöfn Nicolaidóttir Blöndal, eiginkona Daníels Sigurðssonar, Þórir Haraldsson vinur aðalstefnda og tengdafaðir Daníels Sigurðssonar, og Gunnar Fannberg Gunnarsson. Við aðalmeðferð var leiðrétt af lögmanni aðalstefnda að innborgun hafi átt sér stað 26. september 2015 en ekki 12. október sama ár. Fyrir uppkvaðningu var gætt 1. mgr. 115. gr. laga nr. 91/1991. Málavextir Að nokkru greinir aðila máls þessa á um málavexti. Þó er óumdeilt að Daníel Sigurðsson, fyrirsvarsmaður aðalstefnanda, hér eftir stefnanda nema annað sé tekið fram, vann við pípulagnir á heimili aðalstefnda, hér eftir stefnda nema annað sé tekið fram. Ásamt Daníel vann kona Daníels, Harpa Sjöfn, við verkið að einhverju leyti. Stefnandi byggir á því að hafa unnið tiltekið verk fyrir stefnda og sé skuldin einfaldlega vegna ógreidds reiknings fyrir verkið, en um sé að ræða vinnu, aksturs - og efniskostnað. Stefndi lýsir því að hafa í byrjun september 2015 samið um það við Þóri Haraldsson að vinna fyrir sig breytingar á bílskúr við heimili sitt að [...]. Þóri r hafi óskað eftir því að dóttir hans, Harpa Sjöfn Blöndal Nicolaidóttir, sæi um pípulögn og í gegnum Þóri hafi stefndi gert munnlegt samkomulag um hennar þátt í verkinu. Kveður stefndi að um hafi verið að ræða breytingu á 50 fermetra bílskúr í 35 fermetr a stúdíóíbúð og 15 fermetra geymslu. Í upphafi hafi þurft að leggja 6 metra frárennslisrör fyrir eldhúsvask og 3 metra frárennsli fyrir sturtu og salerni sem hafi farið í sama niðurfall í gólfi. Öll brotvinna á gólfi hafi verið framkvæmd af öðrum aðila þan nig að aðeins hafi þurft að leggja rörin. Þá hafi þurft að tengja frárennsli frá gólfi og upp í eldhúsvaskinn, leggja heitt og kalt vatn frá inntaki í eldhúsvaskinn, sem séu 6 metrar, og að baðvaski sem séu 3 metrar. Jafnframt hafi þurft að leggja kalt vat n fyrir þvottavél, sem hafi verið 4 metrar og færa inntaksgrindina um 1 metra. Kveður stefndi að samkomulagi við Hörpu Sjöfn, sem hafi verið verktaki, hafi verið rift þegar þessir verkþættir hafi verið afstaðnir og þannig hafi komið í hlut annars pípulagn ingamanns að ljúka verkinu. Þegar til hafi komið hafi Harpa ekki sagst ráða við að klára verkið ein og ætlað að fá kærastann sinn, Daníel Sigurðsson, fyrirsvarsmann stefnanda, til að hjálpa sér. Stefndi hafi ekki haft neinar athugasemdir við að Daníel y rði undirverktaki, enda hafi Harpa sagt að það myndi engu breyta um þeirra samning og að tímagjald væri það sama og hún hefði ætlað að taka eða 3.500 kr. á tímann auk virðisaukaskatts. Daníel hafi svo komið og unnið í þrjá daga við verkið með Hörpu. Fyrsta vinnudag Hörpu, þann 26. september 2015, hafi stefndi greitt henni kr. 150.000 inn á verkið sbr. framlagða millifærslukvittun. Þá kveðst stefndi hafa fengið skilaboð frá Hörpu þann 5. október 2015 um að hann þyrfti að greiða kr. 400.000 inn á verki ð þann dag, en annars gæti Daníel ekki klárað að kaupa efni í verkið. Stefndi hafi þá hringt í Hörpu og sagt að hann væri ósáttur, enda væri þessi upphæð langt frá upprunalegri áætlun. Harpa hafi ekki viljað tjá sig um málið og beðið stefnda að ræða við Da níel, sem stefndi hafi ekki sagst vilja gera þar sem Daníel væri hennar undirverktaki og stefndi væri ekki í neinu samningssambandi við hann. Seinna þennan saman dag hafi stefndi fengið tölvupóst frá Daníel með yfirliti yfir unna tíma í þá níu daga sem ver kið eigi að hafa staðið og kostnað við akstur og efni. Um væri að ræða 66 tíma á kr. 9.930 með virðisaukaskatti, eða samtals kr. 654.720, akstur kr. 153.900 og lagnaefni, samtals kr. 1.091.567. Væri Daníel tilbúinn að rukka kr. 63.000 fyrir akstur, þ.e. 7 .000 kr. á dag og kr. 3.500 á tímann vegna vinnu. Með þessu stæðu eftir kr. 449.737 sem væri tæplega 50% lægra en eðlilegt verð fyrir þetta verk. Þetta yrði Daníel að fá greitt fyrir 15. október 2015. Hafi stefndi svarað þessu strax og gert athugasemdir vi ð tímafjölda og verð á efni. Þá hafi stefndi áréttað að samningur hans hefði verið við Hörpu en ekki stefnanda og væri reikningurinn því honum í raun óviðkomandi. Við þessu hafi Daníel brugðist með því að gefa út þann reikning sem stefnt sé út af. Stefndi kveðst þegar eftir viðtöku reikningsins hafa haft samband við Daníel og ítrekað við hann að þeir væru ekki í 7 viðskiptum. Stefndi hafi hafnað reikningnum og endursent af tveimur ástæðum, annars vegar væri ekkert samningssamband á milli aðila og hins vegar væri reikningurinn í engu samræmi við almenn verð á markaði og fjarri því að vera í nokkru samræmi við þann samning sem stefndi hefði gert við Hörpu Sjöfn. Kveðst stefndi hafa sent Hörpu tölvupóst þann 13. október 2015 og afrit á Daníel og reynt með því a ð gera lokatilraun til að ná uppgjöri við hana. Í tölvupóstinum hafi stefndi boðist til að greiða Hörpu kr. 100.000 til viðbótar þeim 150.000 kr. sem hann hafi þegar verið búinn að greiða, gegn því að málið yrði endanlega látið niður falla. Hafi stefndi bo ðið féð fram til greiðslu samdægurs. Í framhaldi af þessu hafi Daníel sent stefnda tölvupóst þar sem hafi komið fram að Harpa myndi ekki svara þessu og lögfræðiinnheimtu verið hótað, en stefndi hafi svarað og ítrekað að ekkert samningssamband væri milli að ila málsins og hafnað því að skulda stefnanda neitt. Daníel hafi svarað þessu og sagt Hörpu meðeiganda að stefnanda og því væri reikningurinn á hennar vegum. Samkvæmt framlögðu vottorði fyrirtækjaskrár dags. 14. október 2015 eru eigendur stefnanda þeir Daníel Sigurðsson og Guðjón Einarsson. Hluthafaskýrsla frá Creditinfo, prentuð 26. október 2016 staðfestir þetta. Stefnda mun hafa borist innheimtuviðvörun 22. október 2015 og kveðst hann þegar hafa hafnað kröfunni, en fengið síðan áminningarbréf 5. nóve mber 2015. Stefndi kveðst hafa fengið úttekt Einars Pálssonar pípulagningameistara um verkið þann 17. nóvember 2015 og hafi hann gert ítarlegar athugasemdir við efnisval, verktíma og efnislista. Þá hafi hann áætlað að kostnaður við verkið með efni og vinn u væri um kr. 150.000 með virðisaukaskatti. Athugasemdir hans hafi lotið að því að lagnir væru ekki einangraðar inn í veggjum og engin úttekt farið fram af löggiltum pípulagningameistara áður en veggjum var lokað. Því mætti búast við raka inn í veggjum þar sem heita - og kaldavatnslagnir væru ekki einangraðar og í framhaldi af því gæti myglusveppur myndast. Þá hafi ekki verið gengið frá festingum á lögnum í veggjum og ekki liggi fyrir að lagnir hafi verið þrýstiprófaðar áður en veggjum hafi verið lokað. Hafi Einar Pálsson áætlað að um tveggja daga verk væri að ræða, 16 - 20 klukkustundir með ferðum og efniskaupum. Þá hafi hann gert athugasemdir við efnislista stefnanda en ekki væri að sjá að allt það efni sem þar væri listað upp hefði verið notað til verksins. Ekki hefði verið tekið tillit til efnis sem hefði væntanlega verið skilað og ekki til afsláttar sem ætla mætti að hefði verið á efniskaupum. Þann 23. nóvember 2015 sendi Erling Magnússon lögfræðingur bréf til Daníels f.h. stefnda með athugasemdum við umr æddan reikning. Athugasemdirnar lutu að eftirfarandi: 1. Ekkert samningssamband væri milli aðila. 2. Fjárhæð reikningsins væri margföld sú fjárhæð sem sambærilegt verk myndi kosta. 3. Gallar væru á verkinu og það væri ekki unnið í samræmi við byggingarregl ugerð um einangrun pípulagna. Þá væri verkið ekki unnið í samræmi við 4. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup þar sem fram komi að útseld þjónusta sem veitt væri í atvinnuskyni, skuli ávallt vera byggð á fagþekkingu og í samræmi við góða viðskiptahætti. M eð síðastgreindu bréfi var reikningnum hafnað og stefnanda boðið að ljúka málinu með þeim 150.000 kr. sem þegar höfðu verið greiddar til Hörpu þann 26. september 2015 að teknu tilliti til þeirra galla sem komið hefðu í ljós á verkinu en stefndi bauð stefna nda að hann skyldi bera þann kostnað sjálfur, yrði málinu lokið með framangreindum hætti. Þann 26. febrúar 2016 barst stefnda tölvupóstur frá Daníel þar sem hann sagðist gera lokatilraun að sátt. Kvað skuldina í raun vera kr. 449.737 og að hann væri tilbú inn að fella hana niður ef greiddar yrðu 350.000 fyrir efni og akstur og væri þá vinnan frí. Stefndi kveðst hafa ítrekað að þann 13. október 2015 hefði hann gert Hörpu lokatilboð til sátta og afstaða hans væri enn sú sama. Harpa gæti fengið kr. 100.000 þan n sama dag ef gengið yrði að kröfu stefnda um að málið yrði látið falla niður. Undir rekstri málsins var dómkvaddur matsmaður að beiðni stefnda. Var matsbeiðni lögð fram í þinghaldi 2. nóvember 2016 og matsmaður dómkvaddur í þinghaldi 7. desember 2017 og var matsgerð hans lögð fram í þinghaldi 14. febrúar 2016. Matsspurningar voru eftirfarandi: 8 1. Hvert er umfang þess verks sem matsþoli Geri Allt slf. kveðst hafa unnið við pípulagningar að [...], [...]? 2. Í hverju fólst framangreint verk? 3. Hvað má ætla að kost i að láta vinna framangreint verk, þ.e. hvað er sanngjörn þóknun fyrir verkið? 4. Er verkinu í einhverju áfátt? 5. Sé svarið við spurningu 4 jákvætt, hvað þarf að gera til að bæta úr og hvað kostar það? Í matsgerð hins dómkvadda matsmanns, Gunnars Fannberg Gun narssonar byggingafræðings og pípulagningameistara, dags. 24. janúar 2017, segir í niðurstöðu um matsspurningu nr. 1, að matsmaður hafi staðreynt við vettvangsskoðanir, yfirferð gagna ásamt viðtölum við matsbeiðanda og matsþola að umfang verksins sé lagnin g neyslu, hitalagna og fráveitulagna innan rýmis sem skráð er bílskúr á samþykktum teikningum. Lagnir lagðar að tengistöðum en ekki tengdar hreinlætistækjum, lagnagrind færð um ca. einn metra og lögð ný stofnlögn að deilikistu í þvottahúsi. Í niðurstöðu matsmanns um matsspurningu nr. 2 segir að verkið hafi falist í lagnavinnu er varði breytingar á bílskúr þar sem innréttuð sé íbúð í hluta bílageymslu, líkt og fram komi í matslið 1. Um fráveitulagnir segir að fráveitulögn sé lögð og tengd við eldri lögn un dir steyptri botnplötu, lagt sé að tengistöðum handlaugar, salernisskálar, sturtu í sama rými ásamt eldhúsvask. Um neysluvatnslagnir segir að Álpex lagnir séu lagðar að tengistöðum að handlaug, salernisskálar, sturtu og eldhúsvask, hluti lagna lagðar í lét ta veggi en undir botnplötu að eldhúsvask. Um hitalagnir segir að hitagrind sé færð ca. einn metra af útvegg og á léttan vegg sem aðskilji núverandi geymslu og íbúð í bílskúr. Álpex lagnir lagðar sýnilegar að ofnum í íbúð og deilikistu í þvottahúsi sem lig gi næst geymslu. Samkvæmt upplýsingum sem fram hafi komið við vettvangsskoðun hafi verið búið að brjóta og undirbúa lagnaleiðir, en matsþoli hafi lýst því að nauðsynlegt hefði verið að brjóta enn betur til að geta tengt lagnir. Um frágang eftir lagnavinnu segir að steypt hafi verið yfir lagnaleið í gólfplötu og stillt af niðurfall í sturtubotni. Um matsspurningu nr. 3 segir að við skoðun og yfirferð gagna megi áætla að verk sem hér um ræði, ásamt efniskaupum, sé tveggja daga vinna fyrir einn mann, eða 16 tímar. Almennt tímagjald pípulagningameistara sé kr. 8.300 með virðisaukaskatti og því sé heildar kostnaður vinnuliðar 16x8.300 eða samtals kr. 132.800 með virðisaukaskatti og efniskostnaður kr. 70.000, eða samta ls kr. 202.800 með virðisaukaskatti. Um matsspurningu nr. 4 segir í niðurstöðu að við skoðun hafi verið staðreynt að ýmsu hafi verið áfátt við verkið þar sem ekki séu uppfylltar lágmarkskröfur sem gerðar séu til slíkra verka ásamt því að hluti lagnaefnis sé gallað. Um matsspurningu nr. 5 segir í niðurstöðu að matsmaður hafi staðreynt að endurleggja þurfi allar neyslu - , hita - og fráveitulagnir þar sem lágmarkskröfur séu ekki uppfylltar. Við endurbætur skuli taka niður öll hreinlætistæki ásamt neðri skápum í eldhúsi, fjarlægja parket og innanstokksmuni. Opna skuli létta veggi og brjóta upp gólfplötu þannig að mögulegt sé að fjarlægja þær lagnir sem þar hafi verið komið fyrir. Lyfta skuli eldri steinlögn þannig að rennslishalli sé réttur og fráveitulögn sé sj álfhreinsandi. Leggja skuli 100 mm PVC plastlagnir allt frá tengingu eldri steinlagnar og að tengistöðum þar sem lagnir ganga upp í gegnum botnplötu, greiningar á lögn neðan botnplötu skuli að hámarki hafa 45° beygju og ef þörf sé á að vinkilbeygja sé útfæ rð í sökkli skuli nota tvær 45° beygjur. Minnkanir á fráveitulögn skuli útfærðar þar sem lagnir ganga í gegnum botnplötu og því grennri lagnir að tengistöðum við hreinlætistæki. Skipta skuli út gölluðum neysluvatns - og hitalögnum og endurleggja, einangra s kuli allar neyslu - og hitalagnir sem lagðar eru undir botnplötu eða inn í létta veggi/stokka. Sanda skuli að lögnum áður en botnplata er járnabundin og steypt er í skurð. Reiknað sé með að nota megi aftur parket, innréttingu í eldhús ásamt hreinlætistækjum en endurnýja þurfi flísar, hluta léttra veggja ásamt lagnaefni. Undirvinna og mála skuli íbúðarrými eftir lok framkvæmda. Metinn kostnaður í matsgerð innifeli allan kostnað verktaka við að vinna viðkomandi verkliði og innifeli virðisaukaskatt. Miðað sé v ið að verkið sé unnið í einum áfanga og sé unnið af faglærðum mönnum með aðstoðarmönnum. Tekið sé tillit til umfangs verkliða og aðstæðna á verkstað. 9 Í matsgerð sinni sundurliðar matsmaður áætlaðan kostnað við úrbætur með eftirfarandi hætti: Samantekt ko stnaðar Vinna á verkstað Efni og tækjaleiga Upphæð með vsk eftir afskriftir Matsliður nr. 5 Endurbætur vegna ágalla 1.340.200 kr. 438.000 kr 1.778.200 kr Kostnaður samtals með vsk 1.340.200 kr 438.000 kr 1.778.200 kr Kostnaður að teknu tilliti til afskrifta 1.340.200 kr Samtals kostnaður án vsk. 1.080.806 kr 353.226 kr. 1.434.032 kr. Endurgreiddur vsk. af vinnu á staðnum 60% 155.363 kr. Samtals 1.622.564 kr. M atsliður nr. 5 Verkþáttur Vinna á verkstað Efni og tækjaleiga Upphæð með vsk Endurbætur vegna ágalla 5,1 Niðurtekt innréttinga og hreinlætistækja 132.800 kr 16.000 kr 148.800 kr 5,2 Parket tekið upp og brotin upp lagnaleið í botnplötu þar sem eldri lagnir eru fjarlægðar, léttur veggir og stokkar opnaðir og neyslu - og hitalagnir fjarlægðar. 332.000 kr 120.000 kr 452.000 kr 5,3 Eldri steinlögn hækkuð ásamt lagningu fráveitu, neyslu - og hitalagna að tengistöðum. Neyslu og hitalagnir einangraðar 15 2.800 kr 80.000 kr 232.800 kr 5,4 Léttum veggjum, stokkum lokað, skurður í gólfplötu, járnaður steyptur 265.600 kr 96.000 kr 361.600 kr 5,5 Parket endurlagt ásamt flísalögn á baðherbergi 199.200 kr 60.000 kr 259.200 kr 5,6 Uppsetning hreinlætistæk ja og innréttingar 132.800 kr 16.000 kr 148.800 kr 5,7 undirvinna og málun 75.000 kr 30.000 kr 105.000 kr 5,8 Þrif og förgun 50.000 kr 20.000 kr 70.000 k r Samtals með vsk 1.340.200 kr 438.000 kr 1.778.200 kr. Í þinghaldi 17. mars 2017 lagði stefnandi fram beiðni um yfirmat ásamt beiðni um undirmat vegna tveggja nýrra spurninga. Þann 10. apríl 2017 voru dómkvaddir tveir nýir mats - og yfirmatsmenn skv. framansögðu. Annar þeirra var svo leystur undan starfanum að eigin ósk og nýr dómkvaddur í hans stað. Áður en þeirri vinnu lauk lagði stefnandi fram um það kröfu í þinghaldi 7. desember 2017 að mats - og yfirmatsmenn yrðu leystir undan starfanum og nýir dómkvaddir í þeirra stað, en því var hafnað í sama þinghaldi með úrskurði dómsins. Þá þegar lagði stefnandi fram bókun þar sem hann féll frá kröfu sinni um dómkvaðningu mats - og yfirmatsmanna. Var þá ákveðin aðalmeðferð 12. mars 2018, en hún dróst af ýmsum ástæðum, m.a. vegna vandkvæða við að finna sérfróðan meðdómanda . 10 Málsástæður og lagarök stefnanda í aðalsök Stefnandi kveðst bjóða upp á margs konar viðgerðarþjónustu, m.a. pípulagningaþjónustu. Skuld þessi sé tilkomin vegna vinnu og aksturs stefnanda í þágu stefnda ásamt efniskostnaði, allt samkvæmt meðfylgjandi reikningi og sundurliðun. Inn á skuldina hafi verið greidd innborgun 12. október 2015 kr. 150,000 og hafi þegar verið tekið tillit til hennar við gerð dómkrafna. Eftirstöðvar skuldarinnar hafi ekki fengist greiddar þrátt fyrir innheimtutilraunir og sé því nauðsynlegt að höfða mál til greiðslu hennar. Kveðst stefnandi byggja kröfu sína á ofangreindum reikningi sem og á almennum reglum samninga - og kröfuréttar um ábyrgð manna á skuldbindingum sínum. Jafnframt vísar stefnandi til laga um þjónustukaup nr. 42/2 000. Kröfur um vexti og dráttarvexti styður stefnandi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, einkum III. og V. kafla. Kröfu um málskostnað styður stefnandi við 129. og 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Varðandi varnarþing vísa r stefnandi til 32. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Málsástæður og lagarök stefnda í aðalsök Í upphafi byggði stefndi á því að ekkert samningssamband væri á milli aðila máls og beri því að sýkna sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Undir rekstri málsins lagði stefndi fram bókun í þinghaldi þann 14. febrúar 2017, þar sem segir að aðalstefndi fall i frá þeirri málsástæðu í aðalsök um aðildarskort aðalstefnanda. Í því felist ekki viðurkenning á því að Harpa Sjöfn Nicolaidóttir Blöndal sé laus allra mála hvað varðar hennar þátt í málinu. Að öðru leyti sé krafist sýknu á grundvelli greinargerðar í aðal sök og á grundvelli framlagðrar greinargerðar Stefndi byggir á því að lög nr. 42/2000 um þjónustukaup eigi við um verkið sbr. 2. tl. 1. mgr. 1. gr. Ekki megi víkja frá samningi þessum neytanda í óhag, sbr. 3. gr. laganna. Byggt er á því að umrætt ve rk sé gallað og frágangur ófullnægjandi. Verkið samræmist því ekki 4. gr. laga nr. 42/2000. Á því er byggt að galli þessi sé þess eðlis að vikið sé frá 5. gr. laga nr. 42/2000, m.a. venjum, stöðlum og byggingarreglugerð. Nánar um galla á verki vísar st efndi til þess að verkið standist ekki kröfur skv. 4. gr. laga nr. 42/2000 og geti eignin legið undir skemmdum vegna gallanna. Að auki sé vísað til þess að verkinu sé almennt áfátt þar sem vikið sé frá þeim fagkröfum sem gerðar eru til fagmanna. Sé því sam hliða reglum laga nr. 42/2000 jafnframt byggt á almennu skaðabótareglunni en virða verði handarbakavinnu stefnanda til ásetnings eða gáleysis. Stefndi hyggist sanna með matsgerð umfang gallans og kostnað við að bæta úr. Byggir stefndi á því að með kr. 150.000 sé verkið fullborgað og að auki megi draga frá því gagnkröfu vegna framangreinds galla. Frádráttur þessi sé samkvæmt almennum reglum kröfuréttarins og fái að auki stoð í 2. mgr. 11. gr. laga nr. 42/2000. Fram að því megi neytandi halda eftir greið slu sbr. 3. mgr. 11. gr. laganna. Verði ekki fallist á bótakröfu stefnda sé byggt á því að hann eigi rétt til afsláttar svo háan að stefnandi eigi engan rétt til greiðslu fyrir verkið. Þá áskilur stefndi sér það í greinargerð að stefna fyrir öllu tjóni og afslætti sem stefndi kunni að eiga rétt á og endurkrefja það sem ofborgað sé. Skaðabótakröfum sínum til frekari stuðnings vísar stefndi til 15. gr. laga nr. 42/2000, enda sé á því byggt að krafan verði bæði rakin til vanrækslu stefnanda og að hún hafi ek ki þá kosti sem áskildir eru, enda hafi stefnandi skapað fleiri vandamál en hann hafi leyst með vinnu sinni. Miðað við lýsingar á gallanum kunni stefnandi að hafa valdið tjóni á eignum stefnda. Er áskilinn réttur til að gera kröfur á þeim grundvelli. Þ á byggir stefndi á því að reikningurinn uppfylli ekki þau skilyrði 28. gr. laga nr. 42/2000, að vera sanngjarn að teknu tilliti til umfangs verksins og eðli þess. Þá byggir stefndi á því að reikningur stefnanda sé ekki nægilega sundurliðaður í skilningi 34. gr. laga nr. 42/2000. Af því leiði að sýkna beri að svo stöddu ef ekki verði fallist á sýknukröfuna. Málsástæður og lagarök gagnstefnanda í gagnsök 11 Gagnstefnandi byggir á því að þjónustan sem gagnstefndu hafi innt af hendi fyrir gagnstefnanda að [.. .] sé haldin galla. Í matsgerð á bls. 7, sé umfangi hins selda verks lýst sem svo: Kveður gagnstefnandi að í 9. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup sé fjallað um galla á seldri þjónustu, en þar segi m.a. í 1. tl. að seld þjónusta sé gölluð ef árangur af unnu verki stenst ekki kröfur skv. 4. gr. eða víkur frá almennum öryggiskröfum skv. 5. gr. Þjónusta gagnstefndu uppfylli ekki kröfur 4. eða 5. gr. laga nr. 42/2000 um að þjónusta skuli vera byggð á fagþekkingu og í samræmi við góða viðskiptahætti sem tíðkast hverju sinni og að þjónustan sé í samræmi við almennar reglur, staðla og reglur sem stjórnvöld setja, stjórnvaldsákvarðanir og lög sem gilda um veitta þjónustu í þeim tilgangi að vernda öryggi neytenda. Í matsgerð sé sýnt fram á að vinna gagnstefndu hafi verið haldin þeim ágalla að uppfylla ekki lágmarkskröfur byggingarreglugerðar um frágang á pípulögnum, sbr. bls. 11 í matsgerð. Í matsgerð komi fram að neyslu - og hitalagnir hafi verið óeinangraðar undir steyptri gólfplötu og inni í léttum veggjum en slíkt uppfylli ekki kröfur 14.2.5. gr. byggingarreglugerðar. Þá og þegar af þeirri ást æðu uppfylli verkið ekki opinber skilyrði og teljist því ólögmætt sbr. skýringar í greinargerð við ákvæði 1. tl. 9. gr. laga nr. 42/200. Þá hafi verið notaðar gallaðar lagnir til verksins, en slíkt geti ekki talist til faglegra og góðra viðskiptahátta. Þá kveðst gagnstefnandi enn fremur byggja á því að verkið sé gallað skv. 5. tl. 9. gr. laga nr. 42/2000, þar sem að árangur verks gagnstefnda hafi verið minni en með réttu hafi verið áskilið af gagnstefnanda og megi rekja orsök þess til vanrækslu gagnstefndu . Eins og að ofan greinir hafi neyslu - og hitalagnir verið óeinangraðar, en slíkur frágangur gangi í berhögg við opinber fyrirmæli um frágang lagna. Þá hafi úrgangur myndast í fráveitulögn vegna ófullnægjandi tengingar við eldri lögn. Þá hafi tengingum fr áveitulagna frá eldhúsvaski, niðurfalli í sturtubotni og salernisskál verið ábótavant svo að rennsli og sjálfhreinsun hafi ekki verið tryggð, sbr. bls. 11 í matsgerð. Þá hafi verið notaðar gallaðar lagnir til verksins. Sé því ljóst að notagildi þeirrar þjó nustu sem gagnstefndi hafi innt af hendi sé mun minna en ella, og því um galla að ræða sbr. skýringar í greinargerð við 5. tl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 42/2000. Þá sé enn fremur sannað að notagildi þjónustu gagnstefnda hafi ekki einungis verið minna en ella , heldur hafi gagnstefndi beinlínis valdið tjóni með gölluðu verki og sé kostnaður við að bæta úr metinn margfalt hærri en sá kostnaður sem eðlilegur hefði verið við vinnu verksins. Ef árangur þjónustu verði ekki sá sem um hafi verið samið, og það er ekki á ábyrgð neytanda, sé þjónustan gölluð, óháð því hvort um sök er að ræða hjá seljanda. Þá sé talið að verkið sé einnig gallað skv. 6. tl. 9. gr. laga nr. 42/2000. Sýnt hafi verið fram á að þjónusta gagnstefnda víki að miklu, ef ekki öllu leyti, frá því se m upphaflegt samkomulag um þjónustuna hafi kveðið á um. Eðli málsins samkvæmt hafi gagnstefnandi gert kröfu um að þær lagnir sem leggja hafi átt, væru gallalausar og sömuleiðis frágangur þeirra. Hins vegar sé sýnt fram á að lagnirnar sem lagðar hafi verið, sem og frágangur þeirra, hafi verið gallaður og því ljóst að hin selda þjónusta víki í meginatriðum frá upphaflegu samkomulagi sbr. 6. tl. 9. gr. laga nr. 42/2000. Byggir gagnstefnandi á því í gagnsök að gagnstefndi hafi valdið gagnstefnanda tjóni þegar hann hafi unnið þjónustu sem falist hafi í lagningu hita - , neyslu - og fráveitulagna að [...], og beri hann ábyrgð á því skv. almennu skaðabótareglunni auk 15. gr. laga nr. 42/2000. Gagnstefndi, sem sé löggiltur pípulagningameistari, hafi vitað eða mátt vit a að frágangur hans og vinna að [...], uppfyllti ekki lágmarkskröfur um frágang og að slíkur frágangur væri til þess fallinn að valda því tjóni sem hafi orðið. Þá verði gagnstefndi að bera ábyrgð á því að hafa notað til verksins gallað efni. Kveður gagnst efnandi að skv. 15. gr. laga nr. 42/2000 sé gagnstefndi skaðabótaskyldur vegna tjóns gagnstefnanda, en skilyrði ákvæðisins séu þegar uppfyllt þar sem sýnt hafi verið fram á að; 1. bæði þjónustan og efni sem notað hafi verið af gagnstefnda við vinnu að [... ] sé gallað, sbr. 1., 5. og 6. tl. 9. gr. laga nr. 42/2000, og að 2. gagnstefnandi hafi orðið fyrir tjóni af þeim sökum. Þá séu gagnstefndu einnig skaðabótaskyldir á grundvelli sakarreglunnar en leggja verði til grundvallar að gagnstefndi Daníel, sem sé löggiltur pípulagningameistari, hafi vitað eða mátt vita um 12 kröfur þær sem gerðar séu um frágang lagna í opinberum fyrirmælum og að honum hafi borið að fylgja eftir þeim kröfum í starfi sínu. Þá verði að gera þær kröfur til fagmanna, að þeir noti ógallað e fni í vinnu sinni og beri ábyrgð á því ef efni sem þeir nota telst vera gallað. Um lagarök vísar gagnstefnandi til 4., 5. og 9., 15. gr. laga nr. 42/2000, almennu skaðabótareglunnar og byggingarreglugerðar nr. 112/2012. Að því er varðar málskostnað vísar gagnstefnandi til XXI. kafla l. nr. 91/1991, sérstaklega 129. gr. og 130. gr. Tekið verði tillit til þess að gagnstefnandi sé ekki virðisaukaskattskyldur og þurfi því aðfararhæfan dóm fyrir skattinum. Hvað varðar tölulega kröfugerð gagnstefnanda vísar han n til þess að matsmaður miði við að tjón gagnstefnanda sé kr. 1.622.564 að teknu tilliti til endurgreiðslu 60% virðisaukaskatts vegna vinnu á verkstað. Matsmaður komist einnig að þeirri niðurstöðu að kostnaðurinn við að vinna verkið sé kr. 202.800 m/vsk. Þ að sé sú fjárhæð sem gagnstefnandi hafi mátt vænta að verkið myndi kosta hann. Dragist sú fjárhæð því frá tjóninu. Þegar hafi verið greiddar kr. 150.000 inn á verkið og standi þá eftir kr. 52.800. Sé það dregið frá framangreindri fjárhæð og þannig fáist st efnufjárhæðin, kr. 1.569.764. Að því er varðar aðild vísar gagnstefnandi til þess að um sé að ræða samlagsfélag sem hafi unni verkið og beri gagnstefndi Daníel ótakmarkaða ábyrgð á skuldbindingum þess. Málsástæður gagnstefndu í gagnsök Gagnstefndu vekja sérstaklega athygli á því að notaðar hafi verið Huliot lagnir, sem komi með einangrun, í verkið. Gagnstefndi kveðst gera alvarlegar athugasemdir við fyrirliggjandi matsgerð í málinu og telur hana ekki endurspegla raunverulega stöðu málsin s. Þannig sé ekki sýnt fram á að gagnstefnandi hafi orðið fyrir nokkru tjóni vegna aðgerða gagnstefnda sem og að ekki sé sýnt fram á að frágangur gagnstefnda á verkinu sé ekki jafn endingargóður og sú úrræði sem fyrirliggjandi matsgerð mæli fyrir um. Gagn stefndi kveðst einkum gera athugasemdir við eftirfarandi: Varðandi matslið 3 kveðst gagnstefndi ekki fallast á það að almennt tímagjald pípulagningameistara sé 8.300 kr. á klukkustund með virðisaukaskatti. Þessi tala sé úr lausu lofti gripin og ekki í samr æmi við eðlilegan rekstrarkostnað og reiknað endurgjald vegna starfsemi pípulagningameistara. Þá sé niðurstaða matsmanns um áætlaða vinnu í engu samræmi við staðreyndir málsins. Unnið hafi verið að breytingum á húsnæðinu og hafi gagnstefndi ítrekað verið k allaður til svo hann gæti lokið vissum þáttum verksins. Þetta hafi kallað á akstur milli [...] og [...] sem hafi gert tímavinnu umfangsmeiri en annars. Gagnstefndi hafi þannig ítrekað þurft að koma og leysa mál sem síðar hafi komið í ljós að ekki væri hægt að leysa nema að hluta. Eðlilegt sé að niðurstaða matsmanns taki tillit til þess að húsnæðið hafi ekki verið klárt allt á sama tíma til að ljúka pípulagningavinnu. Í engu hafi verið tekið tillit til þessa við fyrirliggjandi matsgerð. Varðandi matslið 4 k veður gagnstefndi að verkinu sé í engu áfátt. Fullyrðingar um að hluti lagnaefnis sé gallað séu beinlínis rangar. Útlitsgalli á rörum leiði ekki til tjóns fyrir gagnstefnanda. Kveður gagnstefndi að bólga geti myndast í ysta einangrunarlagi lagnanna sem haf i engin áhrif á einangrunargetu þeirra. Varðandi matslið 5 kveður gagnstefndi að niðurstöður matsmanns standist ekki skoðun um hvað teljist galli. Í 9. gr. laga um þjónustukaup nr. 42/2000 séu vísireglur um hvenær þjónusta telst gölluð. Matsatriðin séu eft irfarandi: öryggiskröfum, sbr. 5. gr., 2. seljandi þjónustu hefur gefið rangar eða villandi upplýsingar í auglýsingum eða öðrum tilkynningum sem beint er að a lmenningi eða neytanda sérstaklega enda hafi þær verið forsenda fyrir kaupum á þjónustu, 3. seljandi þjónustu hefur ekki veitt neytanda upplýsingar sem hann hafði vitneskju um eða hefði mátt hafa vitneskju um og hafa þýðingu fyrir framkvæmd verksins, 13 4 . þjónustan felur í sér hættu á líkams - eða eignatjóni, 5. árangur verks eða þjónustu verður minni eða hefur minna notagildi en ella fyrir neytanda eftir að áhætta flyst aftur til hans og rekja má orsök þess til vanrækslu seljanda, 6. seld þjónusta víku Í fyrsta lagi kveðst gagnstefndi gera athugasemd við að Álpex lagnir séu gallaðar. Þó svo að þekkt sé hjá framleiðanda lagnanna að raki geti myndast í ysta einangrunarlagi svo litlar bólur myndist á yfirborði hafi það engin áhrif á gæði og einangrun lagnanna. Slíkt hafi engin áhrif á notagildi, endingu og öryggi lagnanna. Í öðru lagi gerir gagnstefndi athugasemd við fullyrðingu um að lagnir undir gólfplötu séu óeinangraðar. Lagnirnar sjálfar séu einangraðar frá framleiðanda og kveðst gagnstefndi hafa lagt þær í samræmi við fyrirmæli framleiðanda. Telur gagnstefndi að frágangur á lögnum sé í samræmi við gr. 14.2.5 í byggingarreglugerð þar sem einangrun lagnanna sjálfra komi í veg fyrir óþarfa orkueyðslu. Í þriðja lagi sé röng fullyrðing í matsgerð um að 50mm lögn sem greinist frá og liggur að handlaug innan salernis, sé 70 mm, svo minnkuð í 50 mm og svo aftur upp í 70mm. Það sé mat gagnstefnda að hér hafi átt sér stað mistök í úrlestri l agnamyndunar. Í fjórða lagi gerir gagnstefndi athugasemd við að 50mm lögn liggi frá sturtu inn á fráveitulögn. Um sé að ræða rör sem taki eingöngu við vatni úr niðurfalli sturtunnar og engu öðru. Rörið sé jafnbreitt niðurfallinu og fari beint inn á 100mm l ögn í gegnum tengigrein frá salerni. Því sé alrangt að segja að frárennslislögn sé undir 100mm í grunni þar sem einungis tenging sturtunnar við frárennslislögnina sé 50mm en ekki 100mm. Gagnstefndi telur að tengingin sé fullnægjandi og anni því að tengja s turtuna við frárennslislagnir. Því valdi þetta gagnstefnanda engu tjóni. Í fimmta lagi kveður gagnstefndi að matsmaður virðist haldinn misskilningi um eðli Huliot lagna sem notaðar hafi verið í verkið þegar gerð sé athugasemd við að notuð hafi verið 87° gr ein en ekki tvær 45° greinar. Vísar gagnstefndi til myndar í bæklingi sem fylgi matsgerð sem fjalli um frárennslislagnirnar. Huliot lagnirnar séu þess eðlis að þær séu með innbyggðan 45° fláa sem tryggi rennsli og sjálfhreinsun. Vegna niðurstaðna matsmanns vísa gagnstefndu til þess að í niðurstöðukafla matsgerðar segi að lyfta skuli eldri steinlögn þannig að rennslishalli sé réttur og fráveitulögn sé sjálfhreinsandi. Þetta hafi bæði gagnstefnandi og gagnstefndi vitað þegar verkið var framkvæmt. Gagnstefndi hafi bent á að þetta þyrfti að laga sem hafi gert það að verkum að taka þyrfti upp lögnina með tilheyrandi broti og mokstri fram í heimkeyrslu. Þetta hafi gagnstefnandi ekki viljað. Hér sé matsmaður að leggja til úrbætur sem séu fyrir utan það verk sem gag nstefnandi og gagnstefndi hafði samið um að væri framkvæmt og eigi ekki að skoðast sem hluti af matsgerð. Að öðru leyti sé niðurstöðum mótmælt með hliðsjón af áðurgreindu þar sem engin þörf sé á svo umfangsmiklum aðgerðum þar sem ástand lagna sé ekki lakar a að gæðum og endingu en sú útfærsla sem matsmaður hafi lagt til. Þar að auki sé beinlínis rangt sem segi í matsgerð að einangra þurfi vatnslagnir sem lagðar eru inn í létta veggi. Þær liggi öðru megin á einangrunarlagi (steinull) og annað einangrunarlag l agt yfir. Því sé þessi fullyrðing matsmanns röng og lagnirnar séu vel einangraðar inni í veggnum milli tveggja steinullarlaga. Gagnstefndi kveðst því mótmæla alfarið að þjónusta hans hafi verið haldin galla. Gagnstefndi telur að þjónustan hafi uppfyllt öll skilyrði 9. gr. laga um þjónustukaup nr. 42/2000. Þá telur gagnstefndi sig hafa unnið verkið af fagþekkingu svo gæði þess séu ekki lakari en það sem lagt hafi verið til í matsgerð dómkvadds matsmanns. Gagnstefndi telur að þjónustan uppfylli allar almennar reglur, staðla og önnur fyrirmæli sem stjórnvöld setji. Því uppfylli þjónusta gagnstefnda öll skilyrði 4. og 5. gr. laga um þjónustukaup nr. 42/2000. Gagnstefndi mótmælir því að verkið sé gallað með vísan til 5. tl. 9. gr. laga nr. 42/2000. Notagildi gagn stefnanda af vinnu gagnstefnda sé það sama og ending sú sama eins og ef framkvæmdar væru þær úrbætur sem matsmaður leggi til. Úrgangur sem myndist í fráveitulögn sé út af því að taka þurfi upp gömlu steinlögnina. Þetta sé kostnaður sem gagnstefnandi hafi e kki viljað leggja út í og komi ágreiningi aðila í þessu máli ekkert við. Þörfin hafi jafnt verið til staðar þá sem nú. Gagnstefnandi geti ekki krafið 14 gagnstefnda um að framkvæmdar séu úrbætur sem hann hafi ekki viljað að væru gerðar þegar umþrætt verk var unnið. Þá kveðst gagnstefndi ítreka mótmæli við því að vinnubrögð gagnstefnda uppfylli ekki skilyrði 6. tl. 9. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. Gagnstefnandi hafi notið allra þeirra hagsbóta sem hann hafi fyrirhugað af verki gagnstefnda. Gagnstefnandi hafi ekki orðið fyrir neinu tjóni. Gagnstefndi hafi ekki sýnt af sér sök og hafi framkvæmt verkið af fagmennsku og áreiðanleika. Sé öllum kröfum gagnstefnanda hafnað. Kveðst gagnstefndi byggja á ofangreindum reikningi sem og á almennum reglum samninga - og kröfuréttar um ábyrgð manna á skuldbindingum sínum. Jafnframt er vísað til laga um þjónustukaup nr. 42/2000. Krafa um málskostnað er studd við 129. og 1. mgr. 130. gr . laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Forsendur og niðurstaða Aðalsök Í aðalsök krefur stefnandi stefnda um greiðslu á kr. 1.091.567 ásamt dráttarvöxtum eins og nánar greinir í dómkröfum, allt að frádreginni innborgun 12. október 2015 kr. 150. 000 sem dragast skuli frá skuldinni miðað við stöðu hennar á innborgunardegi. Kveður stefnandi þetta vera skuld vegna ógreidds reiknings fyrir vinnu við pípulagnir. Í upphafi bar stefndi fyrir sig aðildarskort þar sem aldrei hafi verið samningssamband milli hans og stefnanda, en þar sem stefndi hefur með framangreindri bókun fallið frá þeirri málsástæðu verður ekki frekar fjallað um hana. Eins og að framan greinir ber stefndi fyrir sig að verkið hafi verið gallað og frágangur þess ófullnægjandi. Kveðu r stefndi að verkið uppfylli ekki kröfur 4. gr. og 5. gr. laga nr. 42/2000, auk annarra röksemda sem að framan greinir. Um verk þetta hefur stefndi aflað matsgerðar dómkvadds matsmanns, sem stefnandi hefur ekki hnekkt að mati dómsins, en stefndi féll frá kröfu sinni um að dómkvaddir yrðu yfirmatsmenn til að hnekkja matsgerð hins dómkvadda matsmanns, eins og að framan er nánar lýst. Hinn dómkvaddi matsmaður kom fyrir dóm og staðfesti matsgerð sína. Er niðurstaða hins dómkvadda matsmanns sú að eðlilegt sé að telja verk þetta tveggja daga vinnu fyrir einn mann, eða 16 klukkustundir, en í reikningi aðalstefnanda er krafist greiðslu fyrir 66 unnar stundir og er sá tímafjöldi allur ósannaður. Almennt tímagjald pípulagningamanna á þessum tíma hafi verið kr. 8.3 00 ásamt virðisaukaskatti. Er jafnframt niðurstaða matsmanns að efniskostnaður væri kr. 70.000. Í niðurstöðu hins dómkvadda matsmanns er komist að þeirri niðurstöðu að sanngjarnt og eðlilegt endurgjald fyrir umrætt verk hafi samkvæmt þessu verið kr. 202. 800 með virðisaukaskatti. Auk þess þykir rétt að stefnandi fái greitt fyrir akstur og þann tíma sem í hann hefur farið og er þá miðað við þrjár ferðir frá [...] til [...] og til baka. Var ekki tekið tillit til þessa í matsgerð. Er miðað við almennt aksturs gjald kr. 110 pr. kílómetra, alls 360 kílómetra, eða 39.600 kr. Þá þykir rétt að stefnandi fái greiddar 4 og hálfa klukkustund vegna akstursins fram og aftur, alls kr. 37.350. Alls eru þetta kr. 279.750, sem aðalstefnda ber að greiða aðalstefnanda. Fyrir l iggur að aðalstefndi greiddi inn á verkið kr. 150.000 þann 26. september 2015 og skal sú fjárhæð dragast frá miðað við stöðu á innborgunardegi. Gagnsök Í gagnsök krefur gagnstefnandi gagnstefndu um greiðslu á kr. 1.569.764 in solidum ásamt dráttar vöxtum eins og nánar greinir í dómkröfum. Í gagnsök byggir gagnstefnandi á því að verk gagnstefndu hafi verið gallað og ekki staðist kröfur laga nr. 42/2000 um selda þjónustu. Þá hafi verk gagnstefndu valdið sér tjóni og krefst hann bóta vegna þess og ve gna fyrirsjáanlegs kostnaðar við úrbætur á verkinu. Um þetta hefur gagnstefnandi aflað framangreindrar matsgerðar svo sem áður greinir. Er einkum fjallað um þessi atriði í þeim hluta matsgerðar sem lýtur að matsspurningum nr. 4 og 5. Kemur fram í 15 matsger ðinni að við skoðun hafi verið staðreynt að ýmsu hafi verið áfátt við verkið þar sem ekki séu uppfylltar lágmarkskröfur sem gerðar séu til slíkra verka, ásamt því að hluti lagnaefnisins sé gallaður. Gagnstefndu hafa ekki hrakið téðar niðurstöður hins dómkv adda matsmanns með yfirmatsgerð, en að mati dómsins hefur matsgerðin ekki heldur verið hrakin á annan hátt eða sýnt fram á að niðurstöður hennar séu rangar um þessi atriði. Verður því byggt á niðurstöðum matsgerðarinnar um þetta og fallist á það með gagns tefnanda að verkið hafi ekki verið unnið skv. þeim kröfum sem áskilið er í 4. og 5. gr. laga nr. 42/2000 og sé það jafnframt gallað í skilningi 9. gr. laganna. Þá verður jafnframt fallist á það með gagnstefnanda að hann eigi rétt til skaðabóta úr hendi gag nstefndu skv. 15. gr. laga nr. 42/2000. Gagnstefnandi hefur gert grein fyrir því tjóni sem hann telur sig hafa orðið fyrir vegna þessa og er fjallað um tjón hans og umfang þess í matsgerð hins dómkvadda matsmanns, sem eins og áður segir, hefur ekki verið hrakin með yfirmatsgerð eða á annan hátt, þó að því frátöldu að ekki verður talið sannað að um það hafi verið samið í upphafi að gagnstefndi skyldi taka að sér að vinna við endurlögn á eldri steinlögn. Verður því, með því fráviki sem leiðir af endurlagnin gu hinnar eldri steinlagnar, matsgerðin lögð til grundvallar um umfang tjóns gagnstefnanda. Sá matsliður sem snýr að endurlagningu hinnar eldri steinlagnar er í matsgerð virtur að fjárhæð kr. 232.800 og verður hann dreginn frá dómkröfum í gagnsök. Ber því gagnstefndu að greiða gagnstefnanda í gagnsök kr. 1.336.964 in solidum, en fyrir liggur að gagnstefndi Daníel er skráður 90% hluthafi í aðalstefnanda Geri allt slf. skv. framlögðum gögnum frá Creditinfo og skv. útprentun fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra er hann skráður stjórnarmaður, eigandi, framkvæmdastjóri og prókúruhafi félagsins. Byggir ábyrgð hans á 2. mgr. 160. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og hefur ekki verið mótmælt fyrr en við aðalmeðferð en þau mótmæli eru of seint fram komin, sbr. 5. mgr. 10 1. gr. laga nr. 91/1991, auk þess að vera haldlaus. Greiðslur skulu bera vexti og dráttarvexti eins og nánar greinir í dómsorði. Málskostnaður verður ákveðinn í einu lagi í aðalsök og gagnsök, þannig að alls greiði aðalstefnandi Geri allt slf. aðalst efnda Theodóri Francis Birgissyni málskostnað kr. 2.879.469, þar af kr. 2.000.000 in solidum með gagnstefnda Daníel Sigurðssyni. Sigurður G. Gíslason héraðsdómari kveður upp dóm þennan, ásamt meðdómsmönnunum Hirti O. Aðalsteinssyni dómstjóra og Gísla H. Gunnlaugssyni pípulagningameistara og byggingarstjóra. DÓMSORÐ: Í aðalsök skal aðalstefndi, Theodór Francis Birgisson, greiða aðalstefnanda, Geri allt slf ., kr. 279.750, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 frá 12. október 2015 til greiðsludags, allt að frádreginni innborgun dags. 26. september 2015 kr. 150.000, sem dragast skal frá skuldinni miðað við stöðu hennar á innborgunar degi. Í gagnsök skulu gagnstefndu, Daníel Sigurðsson og Geri Allt slf., greiða in solidum til gagnstefnanda, Theodórs Francis Birgissonar, kr. 1.336.964, með dráttarvöxtum skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 13. mars 2017 til greiðsludags. Aðalste fnandi og gagnstefndi Geri allt slf. greiði aðalstefnda og gagnstefnanda, Theodóri Francis Birgissyni, málskostnað kr. 2.879.469, þar af kr. 2.000.000 in solidum með gagnstefnda Daníel Sigurðssyni.