LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 3. apríl 2025 . Mál nr. 257/2024 : Gunnar Anton Njáll Gunnarsson og Vala María Kristjánsdóttir ( Þórir Skarphéðinsson lögmaður ) gegn Í L - sjóði ( Áslaug Árnadóttir lögmaður) Lykilorð Skuldamál. Neytendalán. Skuldaraskipti. Skuldabréf. Samningur. Skuldskeyting. Ógilding samnings. Útdráttur Í málinu var deilt um heimild Í til að krefja G og V um uppgreiðslugjald á grundvelli skilmála ÍLS - veðbréfs, er lánið var greitt upp. G og V urðu skuldarar að kröfu að baki umræddu veðbréfi með skuldskeytingu eftir gildistöku laga nr. 33/2013 um neytendalán en veðbréfið var upphaflega gefið út fyrir gildistöku laganna. Byggðu G og V á því að ákvæði veðbréfsins um uppgreiðslugjald væri ólögmætt og ví kja ætti ákvæðinu til hliðar á grundvelli meginreglna samningaréttar eftir gildistöku laga nr. 33/2013 en lögin hefðu sett fjárhæð uppgreiðslugjalds skorður væri greitt fyrir gjalddaga. Í dómi Landsréttar var rakið að lögum nr. 33/2013 hefði ekki verið ætl að að gilda afturvirkt nema í tilviki opinna lánasamninga, en samningur að baki veðbréfinu væri ekki af þeim toga. Þó að nýtt skuldarasamband hefði stofnast milli G og V og Í með aðildarbreytingu þessari hefði það verið á sama grunni og réttarsamband fyrri skuldara og Í. Hefði því ekki verið um að ræða nýtt lán til handa G og V heldur hefðu G og V aðeins komið í stað fyrri skuldara að þegar veittu láni. Lögum nr. 33/2013 hafi ekki verið ætlað að taka til þeirra samninga sem hér um ræddi og voru í gildi fyri r gildistöku laganna. Voru lögin því ekki talin gilda um samningssamband málsaðila. Með vísan til þess að réttarsamband málsaðila byggðist á veðbréfi sem gefið var út fyrir gildistöku laga nr. 33/2013 var umrætt ákvæði ÍLS - veðbréfsins lögmætt, sbr. dóma Hæ staréttar 27. maí 2021 í máli nr. 3/2021 og 15. febrúar 2023 í máli nr. 37/2022. Var því staðfest niðurstaða hins áfrýjaða dóms um að sýkna Í af kröfum G og V. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristinn Halldórsson og Ragnheiður Br agadóttir og Eyvindur G. Gunnarsson settur landsréttardómari. 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýj endur skut u málinu til Landsréttar 5. apríl 2024 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 28. febrúar 2024 í málinu nr. E - 3712/2023 . 2 Áfrýjendur krefjast þess að stefndi greiði þeim 1.399.092 krónur, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. maí 2020 til greiðsludags. Þá krefjast þau málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti en til vara að máls kostnaður falli niður á báðum dómstigum . 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Málsatvikum og málsástæðum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. 5 Ágreiningur málsaðila á rætur að rekja til svokallaðs ÍLS - veðbréfs sem upphaflega var gefið út 20. júní 2007 til stefnda , sem þá hét Íbúðalánasjóður. Í yfirskrift bréfsins Þá kom fram í 5. tölulið skilmála bréfsins að skuldari afs alaði sér með undirritun um yfirtöku lána 4. janúar 2017 f engu áfrýjendur samþykki stefnda fyrir yfirtöku á skuld samkvæmt framangreindu bréfi. Undir yfirlýsinguna rituðu, auk stefnda, fyrri skuldari og áfrýjendur sem nýir skuldarar. 6 Svo sem greinir í héraðsdómi deila málsaðilar um l ögmæti uppgreiðslugjalds sem áfrýjendum var gert að greiða stefnda á grundvelli framangreindra skilmála ÍLS - veðbréfs er þau greidd u upp skuldina. Í dómum Hæstaréttar 27. maí 2021 í máli nr. 3/2021 og 15. febrúar 2023 í máli nr. 37/2022 var niðurstaðan sú a ð uppgreiðslugjöld sem krafið var um á grundvelli sambærilegra ÍLS - veðbréfa hefðu verið lögmæt og að reglugerð sem þau byggðu á hafi haft viðhlítandi lagastoð. Í þeim málum kröfðust upphaflegir skuldarar samkvæmt ÍLS - veðbréf um endurgreiðslu á uppgreiðslugj aldi sem þeir höfðu innt af hendi. Sá munur er á tilvitnuðum málum og málinu sem hér er til úrlausnar að áfrýjendur voru ekki upphaflegir skuldarar að ÍLS - veðbréfinu heldur urðu þau fyrst skuldarar 4. janúar 2017 með undirritun áðurgreindrar yfirlýsingar u m skuldskeytingu. Í þessu máli er ÍLS - veðbréfið sambærilegt því bréfi sem fjallað var um í dómi Hæstaréttar 27. maí 2021 í máli nr. 3/2021 . 7 Áfrýjendur rei sa málatilbúnað sinn á því að ákvæði ÍLS - veðbréfsins um uppgreiðslugjald hafi verið ólögmætt eftir gil distöku laga nr. 33/2013 um neytendalán er þau undirrit uðu 4. janúar 2017 yfirlýsingu um skuldskeytingu. Leggi 3. mgr. 18. gr. laganna bann við því að uppgreiðslugjöld nemi hærri fjárhæð en 1% af því sem greitt sé fyrir gjalddaga. Beri því að víkja ákvæðum bréfsins um uppgreiðslugjald til hliðar á grundvelli meginreglu íslensks samningaréttar um ógildi samningsskuldbindinga sem fari gegn ófrávíkjanlegum lagaákvæðum, með vísan til 33., 36. gr. a - c og 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógild a 3 l öggerninga. Stefndi byggir á hinn bóginn á því að um ÍLS - veðbréfið skuli gilda þau lög sem í gildi voru við útgáfu þess og skuli réttarsamband málsaðila vera samhljóða fyrra kröfuréttarsambandi sem áfrýjendur gengu inn í með skuldskeytingu. 8 Þegar áfrýjendu r samþykkt u skuldskeytingu ÍLS - veðbréfsins höfðu lög nr. 33/2013 tekið gildi. Samkvæmt 1. gr. laganna taka þau til lánssamninga sem lánveitandi gerir í atvinnuskyni við neytendur. Í þágildandi 4. gr. var mælt fyrir um heimild til að víkja frá ákvæðum lagan na til hagsbóta fyrir neytanda. Hugtakið lánssamningur er skilgreint í l - lið 5. gr. (áður j - liður ákvæðisins) sem samningur þar sem lánveitandi veitir eða lofar að veita neytanda lán, greiðslufrest eða sambærilega fjárhagslega fyrirgreiðslu og neytandi lof ar að greiða samkvæmt ákvæðum samnings. Í 18. gr. er að finna ákvæði um endurgreiðslu fyrir gjalddaga. Þar segir í 1. málslið 1. mgr. að neytanda sé heimilt að standa skil á skuldbindingum sínum samkvæmt lánssamningi, að öllu leyti eða að hluta, fyrir þann tíma sem umsaminn er . Í 2. mgr. segir að þegar um sé að ræða greiðslu fyrir gjalddaga eigi lánveitandi rétt á því að fá sanngjarnar bætur, uppgreiðslugjald, sem byggist á hlutlægum grunni vegna kostnaðar sem hann hefur orðið fyrir og tengist beint greiðsl u fyrir gjalddaga, að því tilskildu að greiðslan fyrir gjalddaga sé gerð á tímabili þar sem útlánsvextir e ru fastir. Þá kemur meðal annars fram í 3. mgr. að uppgreiðslugjald megi ekki fara yfir 1% af fjárhæð endurgreiðslu ef lengri tími en eitt ár er á mil li greiðslunnar og loka lánstíma samkvæmt samningi aðila. 9 Lög nr. 33/2013 öðluðust gildi 1. nóvember 2013, sbr. 1. mgr. 36. gr., en þó tók 37. gr. um breyting ar á öðrum lögum þegar gildi. Í 2. mgr. 36. gr. kom fram að ákvæði 13. - 15. gr., 2. mgr. 19. gr. og 20. gr. , skyldu gilda um svokallaða opna lánssamninga, sbr. 15. gr., sem væru í gildi við gildistöku laganna. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 33/2013 kom fram í athugasemdum með ákvæði því sem varð að 18. gr. laganna að ekki væri ætl unin að ákvæðið gilti afturvirkt. Væri kveðið á um uppgreiðslugjald í samningum gerðum fyrir gildistöku laga nr. 63/2008 frá 12. júní 2008, um breytingu á þágildandi lögum nr. 121/1994 um neytendalán, með síðari breytingum, héldu slík ákvæði gildi sínu. Ef tir gildistöku ákvæða um uppgreiðslugjald takmörkuðust þau ákvæði, eins og þau væru á hverjum tíma, samningsfrelsi lánveitenda og neytenda. Yrði frumvarpið að lögum þyrftu því samningar sem gerðir væru eftir gildistöku laganna að uppfylla skilyrði þeirra u m uppgreiðslugjald. 10 Með hliðsjón af öllu framansögðu verður að skýra ákvæði 2. mgr. 36. gr. laga nr. 33/2013 svo að því hafi við gildistöku laganna einvörðungu verið ætlað að gilda um opna lánssamninga en ekki um annars konar samninga sem þegar voru í gild i . Sá skýringarkostur er í samræmi við vilja löggjafans og það megin sjónarmið að framvirk réttaráhrif á samnings samband aðila ráðast af sjálfum samningnum og hafi ný lög ekki aðrar afleiðingar en þar er mælt. E r opinn lánssamningur skilgreindur sem lánssamningur þar sem neytanda er gert kleift að fá endurtekna fyrirgreiðslu innan umsaminnar úttektarheimildar, sbr. o - lið 5. gr. laganna (áður j - liður ákvæðisins). ÍLS - 4 veðbréfið sem um er deilt í máli nu var ekki sku ldbinding af þeim toga. Samkvæmt þessu tóku lög nr. 33/2013 e kki til ÍLS - verðbréfsins og verða ákvæði laganna, þar með tali n 3. mgr. 18. gr. um hámark uppgreiðslugjalds, ekki talin eiga við um skuldbindinguna sem stofn a ð i st í gildistíð eldri laga. 11 Í málinu bygg ja áfrýjendur á því að samningssamband þeirra og stefnda hafi ekki stofnast fyrr en við skuldskeytingu 4. janúar 2017 en á þeim tíma hafi lög nr. 33/2013 tekið gildi og samningur málsaðila því fallið undir gildissvið laganna. Í þessu sambandi vísa áfr ýjendur til þess að þar sem skuldskeytingu sé komið á með samningi kröfuhafa og ný rra skuldara standi líkur til þess að í því felist að skyldu fyrri skuldara sé lokið og þar með upprunalega skuldarasambandinu, og að stofnast hafi nýtt skuldarasamband sem , eftir því sem við verður komið, sé eins og hið fyrra. 12 Þótt við skuldskeytinguna hafi stofnast nýtt skuldarsamband milli áfrýjenda og stefnda, þar sem fyrri skuldari var leystur undan skyldum sínum, var það á sama grunni og réttarsamband fyrri skuldara og stefnda. Til þess er að líta að stefndi átti ekki frumkvæði að því að aðild að ÍLS - veðbréfinu yrði breytt. Áðurnefnd yfirlýsing um skuldskeytingu var skýr og sá tilgangur ótvíræður að áfrýje ndur kæm u í stað fyrri skuldara sem skuldara r að þegar veittu láni samkvæmt ÍLS - veðbréfinu en áfrýjendum var ekki veitt nýtt lán þegar yfirlýsingin var gerð , sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 29. nóvember 2012 í máli nr. 207/2012 . Hið nýja skuldarsamband sem varð til með þessari aðildarbreytingu svaraði að öllu leyti til hins upprunalega með þeirri einu breytingu að áfrýjend ur urðu nýir skuldarar í stað hins fyrri. Eins og áður er rakið var lögum nr. 33/2013 ekki ætlað að taka til samninga af þeim toga sem hér um ræðir og voru í gildi við gildistöku laganna. Af þessu leiðir að lögin verða ekki talin gilda um réttarsamband málsaðila. Reynir þá ekki á aðrar málsástæður, sem stefndi reisir sýknukröfur sínar á að þessu leyti, þar á meðal um ætlað tómlæti áfrýjenda . 13 Áfrýjendur bygg ja jafnframt á því að það væri óheiðarlegt af stefnda að bera fyrir sig ákvæði ÍLS - veðbréfsins um uppgreiðslugjald, sbr. 33. gr. laga nr. 7/1936. Einnig bygg ja þau á því að ákvæðið verði ógilt á grundvelli meginreglu samningaréttar um ógildi ólögmætra gern inga eða heimilt sé að víkja ákvæðinu til hliðar á grundvelli 36. gr. og 36. gr. a - c sömu laga , enda sé ósanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju að bera það fyrir sig. Í þessu sambandi hafa áfrýjendur lagt áherslu á að samningssamband aðila þessa máls hafi stofnast eftir gildistöku laga nr. 33/2013. Að framan var komist að þeirri niðurstöðu að skuldskeyting fengi því ekki breytt að réttarsamband málsaðila hvíldi á sama grunni og réttarsamband fyrri skuldara og stefnda. Fyrir liggur að uppgreiðslugjald s em áfrýjendum var gert að greiða samkvæmt umræddu ákvæði ÍLS - veðbréfsins telst lögmætt, sbr. dóma Hæstaréttar 27. maí 2021 í máli nr. 3/2021 og 15. febrúar 2023 í máli nr. 37/2022. Verður því ekki talið óheiðarlegt af hálfu stefnda, sbr. 33. gr. laga nr. 7 /1936, að bera ákvæðið fyrir sig vegna atvika sem voru fyrir hendi þegar áfrýjendur skuldb undu sig að þessu leyti með skuldskeytingu. Enn fremur er til þess að líta að í tilvitnuðum dómum Hæstaréttar 5 var tekin afstaða til þess að sams konar ákvæðum um uppg reiðslugjöld yrði ekki vikið til hliðar á grundvelli 36. gr. og 36. gr. a - c laga nr. 7/1936. Að öllu þessu virtu eru ekki skilyrði til að víkja skuldbindingu áfrýjenda til hliðar. 14 Samkvæmt öllu framansögðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur um sýknu ste fnda. Þá er staðfest niðurstaða héraðsdóms um málskostnað. 15 Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þykir rétt að málskostnaður milli aðila falli niður fyrir Landsrétti. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málsko stnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 28. febrúar 2024 Málsmeðferð, aðild og kröfur aðila 1. Málið var höfðað 9. júní 2023 og dómtekið að lokinni aðalmeðferð 31. janúar 2023. Stefnendur eru Gunnar Njáll Gunnarsson og Vala María Kristjánsdóttir, bæði til heimilis í á Akureyri . Stefndi er ÍL - sjóður, í Reykjavík. 2. Stefnendur krefjast þess að stefndi verði dæmdur til að greiða þeim 1.399.092 krónur , vegna ólögmætrar uppgreiðsluþóknuna r sem þeim hafi verið gert að greiða, ásamt dráttar vöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 26. maí 2020 til greiðsludags. Þá krefjast þau þess að stefndi verði dæmdur til að greiða málskostnað að skaðlausu samkvæmt ma ti dómsins eða málskostnaðarreikningi sem áskilinn sé réttur til að leggja fram á síðari stigum. Tekið skuli tillit til greiðslu virðis aukaskatts af málflutningsþóknun. 3. Stefndi krefst þess að hann verði sýknaður af kröfum stefnenda og honum dæmdur máls ko stnaður úr hendi stefnenda að óskiptu að mati dómsins eða samkvæmt síðar fram lögðum málskostnaðarreikningi. Helstu málsatvik 4. Ágreiningur málsins snýr í meginatriðum að því hvort skorður sem lög nr. 33/2013 um neytendalán reisa við því að uppgreiðslugjald sé innheimt þegar neytandi greiðir skuld samkvæmt lánssamningi fyrir umsaminn greiðslutíma gildi gagnvart nýjum skuldara sem hefur eftir gildistöku laganna tekið við skyldum eldri skuldara samkvæmt lánssamningi sem komst á fyrir gildistöku laganna. 5. Hinn 2 0. júní 2007 var gefið út veðskuldabréf sem stefndi, sem þá hét Íbúðalánasjóður, keypti. Veðskuldabréfið var tryggt með 3. veðrétti í fasteigninni á Akureyri , með fastanúmerið . Í því var kveðið á um að skuldari þess afsalaði sér, með undirritun þes s, heimild til þess að greiða aukaafborganir eða endur greiða skuldina að fullu fyrir gjalddaga nema gegn sérstakri þóknun. Jafnframt var tekið fram í yfirskrift bréfsins að þau væru án heimildar til uppgreiðslu eða aukaafborgana nema gegn sérstakri þóknun . Upphafleg fjárhæð skuldabréfsins var 16.215.000 krónur. 6. Hinn 1. nóvember 2013 tóku gildi lög nr. 33/2013 um neytendalán. Í 1. mgr. 18. gr. þeirra er mælt fyrir um rétt neytanda til að standa skil á skuldbindingum sínum samkvæmt lánssamningi fyrir þann tí ma sem umsaminn er. Í 3. mgr. sömu greinar eru reistar skorður við því hvað uppgreiðslugjald megi nema háu 6 hlutfalli af fjárhæð endurgreiðslu, á þann hátt að það megi ekki fara yfir 1% af henni ef lengri tími en eitt ár er milli greiðslunnar og loka lánstí ma samkvæmt samningi aðila en ef eitt ár eða minna er eftir af samnings tímanum má gjaldið ekki fara yfir 0,5% af fjárhæð endurgreiðslunnar. 7. Hinn 4. janúar 2017 komst á lánssamningur milli stefnenda og Íbúðalánasjóðs í tengslum við kaup stefnenda á fasteig ninni að á Akureyri sem stóð til tryggingar skuldinni. Það gerðist með skuldskeytingu, á þann hátt að þáverandi skuldari fyrrgreinds veðskuldabréfs var leystur undan skuldbindingu sinni við Íbúða lánasjóð en nýtt kröfu réttarsamband stofnaðist milli st efnenda sem lántaka og Íbúða lána sjóðs sem lánveitanda. Í yfirlýsingu, dags. 4. janúar 2017 , sem gerð var í tengslum við yfirtöku stefnenda á lánunum kemur m.a. fram að umsækjandi hafi kynnt sér efni skilmála yfirtekinna lána og samþykki þá með undirritun sinni á skjalið. 8. Stefnendur greiddu lán sín upp 26. maí 2020 . Stefndi krafði þau þá um greiðslu upp greiðslugjalds að fjárhæð 1.399.092 krónur. Stefnendur kveðast hafa mótmælt lögmæti uppgreiðslugjaldsins og gert fyrirvara við greiðsluskyldu sína. Þess s ér þó ekki stað í kvittun, dags. 27. maí 2020 , sem stefnendur lögðu fram og varða uppgreiðslu á láninu eða öðrum gögnum málsins að stefnendur hafi haft uppi slík mótmæli eða fyrirvara. 9. Með 2. mgr. 18. gr. laga nr. 137/2019 um Húsnæðis - og mannvirkjastofnun tók sú stofnun við hlutverki, verkefnum og skyldum þess hluta Íbúðalánasjóðs sem áður til heyrði rekstri Húsnæðisstofnunar. Með 4. mgr. sömu lagagreinar var lögfest að Íbúða lánasjóður fengi nafnið ÍL - sjóður við gildistöku laganna og skyldi áfram sinna þe im verkefnum og fara með þau réttindi, skyldur, eignir og skuldbindingar Íbúðalánasjóðs sem flyttust ekki til Húsnæðis - og mannvirkjastofnunar og Húsnæðissjóðs. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 151/2019 um úrvinnslu eigna og skulda ÍL - sjóðs fer fjármála - o g efnahagsráðherra með yfirstjórn ÍL - sjóðs og hefur yfirumsjón með úrvinnslu og uppgjöri eigna og skulda sem verða eftir í ÍL - sjóði við uppskiptingu Íbúðalánasjóðs. 10. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í dómi 4. desember 2020 í máli nr. E - 314 1/2020 að reglusetning um uppgreiðslugjald sem ákvörðuð var með reglugerðum nr. 1017/2005 og 1016/2005 um gjaldskrá stefnda stæðist ekki áskilnað 2. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál sem áður giltu. Í framhaldi af því var af hálfu stefnda gefin út yfirlýsing þar sem fram kom að stjórnvöld hefðu ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar og að þar til niðurstaða Landsréttar lægi fyrir yrði innheimta uppgreiðslu - þóknana með óbreyttum hætti. Yrði niðurstaða dómsins sú að innheimta uppgreiðslu þóknana yrði dæmd ólögmæt myndu stjórnvöld miða fyrningarfrest við 4. desember 2020 þegar dómur héraðsdóms féll, auk þess sem ekki yrði gerð krafa um að fyrirvari hefði verið settur af hálfu viðskiptavina við uppgreiðslu lána. 11. Svo fór að fyrrgreindum dómi héraðs dóms var áfrýjað beint til Hæstaréttar á grundvelli 1. mgr. 175. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sbr. leyfi þess efnis, dags. 19. janúar 2021. Málið var rekið fyrir Hæstarétti undir númerinu 3/2021 og dómur í því kveðinn upp 27. maí 2021. Niðurs taða réttarins var sú að sú uppgreiðsluþóknun sem þar var deilt um væri ekki ólögmæt. 12. Hinn 1. október 2021 var sendur tölvupóstur fyrir hönd stefnenda til Húsnæðis - og mann virkjastofnunar þar sem krafist var endurgreiðslu uppgreiðslugjaldsins að fjárhæð 1.399.092 krónur, auk dráttarvaxta og innheimtukostnaðar. Stofnunin hafnaði kröfu stefnenda með tölvupósti 6. sama mánaðar. Málsástæður stefnenda Yfirlit um málsástæður stefnanda 13. Stefnendur byggja á því að fyrrgreind yfirlýsing, dags. 4. janúar 2017 , hafi falið í sér samkomulag um stofnun gagnkvæms kröfuréttarsambands milli aðilanna, sem hafi falið í sér að þau samþykktu að tilteknir skilmálar, sem fram hafi komið í veðskulda bréfinu, skyldu gilda í lögskiptum þeirra. Samkomulagið hafi haft í för með sér b æði rétt og skyldu fyrir bæði stefnenda og stefnda. 14. Stefnendur grundvalli málatilbúnað sinn í fyrsta lagi á því að þegar framangreint samn ingssamband þeirra við stefnda stofnaðist hafi þeir skilmálar veðskuldabréfsins sem kváðu á um uppgreiðslugjald farið í berhögg við ófrávíkjanleg bannákvæði laga um neytenda lán. Því hafi ákvæði veðskuldabréfsins um uppgreiðslugjald verið ólögmætt, skuld bind ing þess ógild og gjaldtakan óheimil. Í öðru lagi byggi stefnendur á því að það sé (og hafi verið) óheiðarlegt, ó sanngjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju að bera fyrir sig skil mála veðskuldabréfsins. Í þriðja lagi færa stefnendur fram þá málsástæðu að sú háttsemi að 7 krefja þau um að greiða ólögmætt gjald hafi verið saknæm og ólögmæt og valdið þeim tjóni sem stefn di beri skaðabótaábyrgð á. Að lokum byggi stefnendur á því, í fjórða lagi , að greiðsla þeirra, á ólögmætum grundvelli, hafi verið ofgreiðsla og leitt til auðgunar af hálfu stefnda, sem beri að endurgreiða þeim á grundvelli almennra reglna um endurheimt ofg reidds fjár og óréttmæta auðgun. Af öllum framangreindum sökum beri stefnda að endurgreiða stefnendum það gjald sem þau voru krafin um með ólögmætum hætti, með vöxtum. Gerð verður nánari grein fyrir þessum málsástæðum stefnenda hér á eftir. Um eðli réttars ambands aðila skuldskeyting 15. Stefnendur byggja á því að þegar þau sóttu um að fá að gerast greiðendur að láni, samkvæmt skilmálum veðskuldabréfsins, hafi það aðeins getað gengið eftir með sam þykki stefnda. Það hafi sérstaklega verið tekið fram í 14. tölu lið skilmála veðskulda til að koma í veg fyrir að nýr eigandi gæti yfirtekið skuldbindingu samkvæmt veðskuldabréfinu án samþykkis stefnda samkvæmt 1. mgr. 20. gr. laga nr. 75/1997 um samningsveð. 16. Stefndi hafi því haft val. Hann ha fi haft heimild til að krefjast þess að veðskuldin væri gerð upp af þáverandi skuldara og samþykkja ekki skuldaraskiptin. Hefði sjóðurinn kosið að fara þá leið hefði hann, með lögmætum hætti, getað krafið um greiðslu hins svokallaða uppgreiðslugjalds. Sjóð urinn hafi hins vegar kosið að samþykkja skuldaraskiptin. Þegar skuldaraskipti séu samþykkt af kröfuhafa nefnist þau skuldskeyting og þá beri að líta svo á að fyrri krafa hafi fallið niður fyrir uppgjöf kröfuhafa og ný krafa á hendur nýjum skuldara stofnas t. Stefndi hafi því kosið að stofna til nýs samningssambands við stefnenda. 17. Í dómaframkvæmd og skrifum íslenskra og norrænna fræðimanna hafi verið gengið út frá því að þegar skuldskeytingu sé komið á með samningi kröfuhafa og nýs skuldara standi líkur til þess að í því felist: a) að skyldu fyrri skuldara sé lokið og upprunalega skuldarasambandinu þar með, og b) að stofnast hafi nýtt skuldarasamband, sem eftir því sem við verður komið sé eins og hið fyrra. 18. Að mati stefnenda sé óumdeilanlegt að framangreint eigi við í þessu tilviki. Haldi stefndi því fram að svo sé ekki beri hann sönnunarbyrðina fyrir því að samist hafi á annan veg, enda fari það gegn viðurkenndri venju. 19. Samkvæmt framansögðu sé ljóst að samningssamband stefne nda og stefnda hafi ekki stofnast fyrr en 4. janúar 2017. Á þeim tímapunkti hafi lög nr. 33/2013 um neytendalán tekið gildi og stefnendur telji ljóst að samningur aðilanna hafi fallið undir gildissvið þeirra. Samningur aðila hafi fallið undir gildissvið la ga nr. 33/2013 um neytendalán 20. Stefnendur byggja á því að ljóst sé að um samningssamband þeirra við stefnda hafi gilt lög nr. 33/2013 um neytendalán. Samkvæmt 1. gr. laganna taki þau til lánssamninga sem lánveitandi geri í atvinnuskyni við neytendur. Á þeim tíma sem samningssamband aðilanna stofnaðist hafi það verið megintilgangur stefnda að lána einstaklingum til fast eignakaupa og það verið meginatvinna stefnda. Til að taka algjörlega af allan vafa sé tekið fram í athugasemdum við ákvæðið, í greinargerð se m fylgdi frumvarpi til laganna, að allar lánveitingar í atvinnuskyni falli hér undir, óháð því hvort um kjarna - eða hliðar starfsemi sé að ræða og því falli lánveitingar stefnda undir frumvarpið. 21. Sá lánssamningur sem komist hafi á milli aðilanna 4. janúar 2017 hafi ekki falið í sér yfirdráttarheimild, ósamþykktan yfirdrátt, frestun greiðslna eða breyttar greiðslu aðferðir og því eigi þær takmarkanir á gildissviði neytendalánalaganna sem fram komi í 2. gr. þeirra ekki við. Það sé enn fremur ljóst að engin þe irra undanþága sem upp séu taldar í stafliðum a j í 1. mgr. 3. gr. komi til álita. 22. Hugtakið lánssamningur, í skilningi neytendalánalaganna, sé skilgreint í staflið l í 5. gr. Þar komi fram að ar að veita neytanda lán, greiðslufrest eða stefnendur hafi orðið aðilar að veðskuldabréfinu með samþykki stefnda hafi það verið í tengslum við kaup þeirra á þeirri fasteign sem hafi verið veðandlag skuldabréfsins. Stefnendur hafi borið greiðsluskyldu gagnvart seljanda þeirrar fasteignar. Þau hafi getað efnt þá greiðslu skyldu með því að taka nýtt lán og þá hefði seljanda borið að aflétta áhvílandi veðskuldu m með því að greiða upp veðskuldabréfið. Stefnendur og seljandi fasteignarinnar hafi hins vegar tekið ákvörð un um að fara þess á leit við stefnda að stefnendur 8 tækju yfir greiðsluskuldbindingu sam kvæmt veðskuldabréfinu og greiddu þannig hluta kaupverðs f asteignarinnar. Afleiðing þess hafi orðið sú að á fasteign stefnenda hafi hvílt veðskuldabréf í eigu stefnda, sem stefnendur hafi greitt af mánaðar legar afborganir með vöxtum. Það hafi verið talið fram á skattframtali stefnenda sem lánsskuldbinding og fær t í bækur stefnda sem útlán. Hér hafi því verið um að ræða fjár - mögnun stefnenda á kaupverði fasteignar, með öldungis sam bærilegum hætti og ef þau hefðu gert nýjan lánssamning við nýjan lánveitanda. Því sé ljóst að samningssamband stefnenda og stefnda haf i í öllu falli 23. Stefnendur hafi því verið neytendur í skilningi stafliðar l í 5. gr. laganna, enda hafi lántakan verið liður í kaupum þeirra á íbúðarhúsn æði til eigin nota en ekki í atvinnuskyni. 24. Enn fremur sé í þessu sambandi til þess að líta að samkvæmt 1. mgr. 36. gr. laganna hafi þau öðlast að fullu gildi 1. nóvember 2013 og því gilt fullum fetum um allar láns skuld bindingar sem stofnuðust og féllu undir gildissvið laganna frá þeim degi, svo sem láns samning stefnenda við stefnda. Með vísan til alls sem að framan greinir hafi samn ingur aðilanna fallið undir gildissvið laganna. Lög nr. 33/2013 um neytendalán séu og hafi verið ófrávíkjanleg 25. Stefnendu r byggja á því að neytendalánalögin séu (og hafi verið) ófrávíkjanleg nema til hagsbóta fyrir neytendur. Samkvæmt 4. gr. laganna sé aðeins heimilt að víkja frá ákvæð um þeirra til hagsbóta fyrir neytanda. Lögin séu því ófrávíkjanleg, nema því aðeins að vik ið sé frá ákvæðum þeirra til þess að mæla fyrir um betri stöðu neytanda en leiðir af lögunum. Þrátt fyrir að stefnendur telji augljóst og óumdeilt að ákvæðið feli í sér að lögin séu ófrávíkjanleg að öðru leyti hafi orðalag ákvæðisins ekki verið eins skýrt og frekast væri á kosið. Því sé rétt að líta til tveggja atriða til að taka af allan vafa. 26. Í fyrsta lagi bendi stefnendur á að með ákvæðinu hafi ætlunin verið sú að innleiða 2. mgr. 22. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins um lánssamninga fyrir neyten dur nr. 2008/48/EB (sem innleidd hafi verið í EES - samninginn með ákvörðun sam eigin legu EES - nefndarinnar nr. 16/2009, 5. febrúar 2009). Samkvæmt umræddu ákvæði beri aðildarríkjum Evrópusambandsins (og Evrópska efnahagssvæðisins) að tryggja að neyt endur m egi ekki afsala sér réttindum sem þeim séu falin með ákvæðum þeirra landslaga sem innleiði tilskipunina . Samkvæmt hefðbundnum lögskýringar sjónarmiðum beri að skýra ákvæði 4. gr. til samræmis við tilgang þess, sem sé sá að tryggja lágmarks vernd neytenda o g að innleiða réttilega ákvæði tilskipunarinnar. Þá beri einnig að skýra ákvæð ið til samræmis við þjóðréttarlegar skuldbindingar íslenska ríkisins. 27. Í öðru lagi er á það bent að ákvæði 4. gr. laganna hafi verið breytt með lögum nr. 163/2019 og sé það nú or ið verði skýrar á um þá meginreglu 4. gr. laga um neytendalán að ákvæði laganna séu ófrávíkjanleg óheimilt væri að víkja frá efni laganna nema þá aðeins neytanda til hagsbóta. 28. Stefnendur byggja á þ ví að það sé augljóst að ákvæði samnings aðilanna um uppgreiðslu gjald hafi vikið frá þeim lágmarksrétti sem neytendalánalögin hafi tryggt þeim og verið til verulegs óhagræðis. Uppgreiðslugjald sem stefnendur voru krafin um hafi farið gegn bannákvæði lagan na 29. Í 3. mgr. 18. gr. neytendalánalaganna segi berum orðum að uppgreiðslugjald megi ekki fara yfir 1% af fjárhæð endurgreiðslu ef lengri tími en eitt ár sé á milli greiðslunnar og loka lánstíma samkvæmt samningi aðila. Þegar stefnendur hafi greitt upp lán s ín við stefnda hafi uppgreiðsluverðmæti þess verið 23.720.571. krónur og þeim hafi verið gert að greiða 1.399.092 krónur í uppgreiðslugjald. Uppgreiðslugjaldið hafi því numið 5,9% af fjárhæð endurgreiðslu. Því þurfi engum blöðum um það að fletta að ákvæði veðskulda - bréfsins, sem hafi leitt til þess að stefnendum hafi verið gert að greiða 590% hærra gjald en heimild hafi verið til í lögum, hafi verið óhagstæðara fyrir stefnendur en leiddi af neytendalánalögunum. 30. Stefnendur telji því einsýnt að ákvæði veðskul dabréfsins hafi farið gegn ófrávíkjanlegu lagaákvæði sem í gildi hafi verið þegar til samningssambands stefnenda og stefnda stofnaðist. Stefnendur telji skýrt að slíkt ákvæði sé ógilt. Um samningsskuldbindingar sem fara gegn ófrávíkjanlegum lagaákvæðum 9 31. Ste fnendur byggja á því að þar sem ákvæði veðskuldabréfsins hafi gengið í berhögg við skýrt og ófrávíkjanlegt lagaboð sem í gildi hafi verið og átt við um samningssamband aðilanna þegar það stofnaðist hafi ákvæðið verið ólögmætt og því ógilt. Að sama skapi ha fi verið ólögmætt að krefja stefnendur um greiðslu uppgreiðslugjalds á grundvelli ákvæðisins. Því eigi þau skýlausa kröfu um endurgreiðslu þess. 32. Það sé grundvallarregla íslensks samningaréttar að ákvæði löggerninga sem séu í and stöðu við bannreglur laga s éu ógild. Það ráðist af skýringu þess lagaákvæðis sem við eigi hvaða afleiðingar það hafi að samið sé í andstöðu við bannið. Af orðalagi 3. mgr. 18. gr., sbr. 4. gr., laga um neytendalán sé ljóst að samningsákvæði sem fari gegn lágmarksvernd laganna séu óg ild. Vísi stefnendur í dæmaskyni til dóma Hæstaréttar frá 16. júní 2010 í máli nr. 153/2010 og 23. janúar 2014 í máli nr. 563/2013 sem hafi fullt fordæmisgildi um réttaráhrif þess að ákvæði löggerninga fari gegn ófrávíkjanlegu lagaboði. 33. Stefnendur telji mi kilvægt að undirstrika að í þessu sambandi skipti engu hvort stefndi hafi áður átt í sambærilegu samningssambandi við annan skuldara, sem hafi stofnast áður en neytendalánalögin tóku gildi. Um lagaskil 34. Stefnendur leggja á það ríka áherslu að engin sérregla sé í neytendalánalögunum um laga skil að því er varðar uppgreiðslugjöld. Því gildi sú almenna meginregla að ákvæði lag anna taki til allra löggerninga um slík gjöld sem stofnist til eftir gildistöku þeirra en raski ekki gildi löggerninga sem til hafi veri ð stofnað fyrir gildistöku þeirra. Í athuga semdum með 18. gr. laganna, í greinargerð sem fylgdi frumvarpi til laganna, samn ingum gerðum fyrir gildist öku laga nr. 63/2008, frá 12. júní (sic) 2008, halda slík ákvæði gildi sínu. Eftir gildistöku ákvæða um uppgreiðslugjald takmarka þau ákvæði, eins og þau eru á hverjum tíma, samningsfrelsi lánveitenda og neytenda. Verði frumvarp þetta að lögum þurfa því sa mningar sem eru gerðir eftir gildistöku laganna að uppfylla skilyrði þeirra um uppgreiðslugjald 35. Því sé mikilvægt að undirstrika að jafnvel þótt samningssamband stefnda og upprunalegs skuldara veðskuldabréfsins kunni að hafa verið lögmætt í öndverðu gildi það sama alls ekki um samningssamband stefnenda og stefnda. 36. Vissulega hafi stefnendur og stefndi undirritað gagnkvæmt samkomulag sem hafi kveðið á um að stefnendur yfirtækju tilgreind lán og höfðu kynnt sér efni og skilmála þeirra og samþykkt þá. Það brey ti hins vegar ekki þeirri staðreynd að stefnendur og stefndi séu bundin af lögum og skylt að hlíta fortakslausum boðum og bönnum íslenskrar löggjafar. Hinn 4. janúar 2017 hafi, með undirritun stefnda og stefnenda, í fyrsta sinn komist á samningur á milli a ðilanna. Það samningssamband hafi orðið að vera í samræmi við kröfur laga á þeim tímapunkti. Engu máli skipti hvort það hafi vísað til samnings sem eitt sinn hafi verið lögmætur. Sá tímapunktur sem máli skipti að íslenskum rétti er það augnablik er viljayf irlýsingar hvors aðila um sig urðu skuldbindandi, þegar þær bárust gagnaðilanum til vitundar. Á þeim tímapunkti hafi stefnendur notið verndar lögum samkvæmt, sem stefndi hafi kosið að virða að vettugi. Stefnendur verði ekki sviptir lögboðinni neytendavernd sinni með því einu að stefndi láti þau undirrita ólögmæta skilmála, á gömlum pappír. 37. Rétt sé að geta þess að þrátt fyrir að veðskuldabréfið sem um sé þrætt hafi verið viðskipta bréf geti viðskiptabréfareglur engu breytt um niðurstöðu þessa máls. Reglan um mót bárutap skuldara eigi aðeins við um þá aðstöðu þegar viðskiptabréf sé framselt. Veð skuldabréfið hafi aldrei verið framselt og hafi enn verið í eigu stefnda þegar stefnendur greiddu það upp. Þess utan sé ólögmæti samningsákvæða sterk mótbára sem ekki tapist við framsal. Ákvæði veðskuldabréfsins séu ógild á grundvelli 33. gr. og 36. gr. samningalaga nr. 7/1936 38. Telji dómurinn ekki að ákvæði veðskuldabréfsins um uppgreiðslugjald séu ógild á framan greindum grunni byggja stefnendur á því að það hafi í öllu falli verið óheiðarlegt, ósann gjarnt og andstætt góðri viðskiptavenju að bera ákvæði þess fyrir sig. Það hafi verið óheiðarlegt af stefnda að bera fyrir sig samningsákvæði sem löggjafinn hafði lýst ólögmæt þegar samningssambandið stofnaðist. Það séu atvik sem hafi verið fyrir hendi þegar löggerningsvilji stefnenda kom til vitundar stefnda. Því hafi ákvæði veðskulda bréfsins verið ógild á grundvelli 33. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga (samningalaga) . 10 39. Þá beri að líta til þess að stefndi, sem stofnun í eigu og undir forræði ríkisins, geti ekki borið fyrir sig þekkingarskort á ákvæðum laga. Því verði að ganga út frá því að stefndi hafi vitað af ólögmætinu eða í öllu falli mátt hafa vitneskju um það. En n fremur sé rétt að líta til stöðu aðilanna en stefnendur séu einstaklingar sem ekki hafi notið neinnar sér fræðiaðstoðar og verið alls óvanar því að gangast undir svo umfangsmiklar fjárhags skuld bindingar. Stefndi hafi á hinn bóginn verið sérhæfð lánasto fnun sem hafi haft á að skipa hópum sérfræðinga og búið yfir yfirburðaþekkingu. 40. Loks verði í þessu sambandi til þess að líta að með ákvæðum 7., 10., 12., 21. og 25. gr. neytendalánalaganna hafi verið lagðar á stefnda ýmsar skyldur til þess að veita stefne ndum upp lýsingar um eðli skuldbindingar sinnar, kjör þeirra, vexti og vaxtaþróun og árlega hlut fallstölu kostnaðar og meta lánshæfi og greiðslugetu þeirra. Tilgangur þessarar upp lýs ingagjafar sé sá að rétta af það gríðarlega ójafnvægi sem ríki í viðski ptasambandi ein staklings og sérhæfðra lánveitenda. Stefndi hafi ekki veitt stefnendum neinar af framan greindum upplýsingum. Taka verði mið af því við mat á því hvort óheiðarlegt hafi verið að bera fyrir sig skilmála um uppgreiðslugjald að stefndi hafi br ugðist lögboðinni upplýs - ingaskyldu sinni, sem hafi gert aðstöðumun aðilanna afdrifaríkari en ella. 41. Þá byggja stefnendur á því að ákvæði veðskuldabréfsins séu enn fremur ógild sam kvæmt 36. gr., sbr. 36. gr. a, b og c, samningalaga. Ástæða sé til að undirs trika það sem áður hafi komið fram, að stefnendur séu neytendur og stefndi hafi veitt þeim lán í at vinnuskyni. Skilmálar þess láns, á veðskuldabréfinu, hafi verið staðlaðir samnings skilmálar, samdir einhliða af stefnda. Því gildi um samningssambandið 36. gr. a d samkvæmt 1. mgr. 36. gr. a. 42. Stefnendur byggja á því að samkvæmt 2. mgr. 36. gr. beri að líta til þess að: a) ákvæðið hafi verið ósanngjarnt að efni til, þar sem það hafi farið gegn ófrávíkjanlegri réttarreglu og verið í algjöru ósamræmi við þær lá gmarkskröfur sem gerðar hafi verið til sanngirni slíkra ákvæða þegar til samningsins stofnaðist; b) staða samningsaðila hafi samkvæmt framansögðu verið slík að stefnendur hafi staðið verulega höllum fæti; c) atvik við samningsgerðina hafi verið með þeim hæ tti að stefndi hafi hunsað upplýsingaskyldu sína eins og að framan sé rakið; og d) atvik eftir samningsgerðina hafi þróast með þeim hætti að greiðslubyrði stefnenda vegna hinna ósanngjörnu samningsákvæða hafi aukist stór lega og valdi þeim umtalsverðu tjón i þegar þau loks greiddu upp lán sitt. Öll þessi atriði verði að meta í ljósi þekkingar aðilanna, aðstæðna og kjara þann 4. janúar 2017, en ekki þann dag þegar pappírinn með skilmálunum sem aðilarnir gengust undir hafi fyrst komið úr prentaranum mörgum áru m fyrr. Þá sé á því byggt að samkvæmt 2. mgr. 36. gr. c, sbr. 2. mgr. 36. gr., samningalaga megi ekki taka tillit til atvika sem síðar komu til, neytanda í óhag. Því skipti engu þótt t.d. aðstæður á markaði hafi verið stefnda þung bærar eða vextir hafi síð ar hækkað á ný. Löggjafinn hafi lögfest reglu þess efnis í 2. mgr. 36. gr. c að ekki eigi að hafa samúð með slíkum aðstæðum atvinnurekenda sem hafi verið í bestri aðstöðu til þess að sjá þær fyrir og bregðast við þeim. Um rétt til endurkröfu ofgreidds fjár og óréttmæta auðgun 43. Stefnendur telja ljóst að stefnda beri að endurgreiða þeim það fé sem þau hafi verið krafin um á ólögmætum grundvelli. 44. Í fyrsta lagi telji stefnendur að þar sem stefndi sé í reynd hluti ráðuneytis fjármála og efnahagsmála gildi sömu sj ónarmið um skyldu stefnda til að endurgreiða borgurum of tekið fé og eigi við um endurgreiðslu oftekinna gjalda, sbr. 8. gr. laga nr. 150/2019 um innheimtu opinberra skatta og gjalda. 45. Í öðru lagi telji stefnendur að sú aðstaða sem sé uppi sé í reynd öldungis sambærileg þeirri sem 5. mgr. 18. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu taki til. Það ákvæði kveði á um að kröfuhafa beri að hafa frumkvæði að því að endurgreiða skuldara þá fjár hæð sem hann hafi ran glega haft af skuldara vegna ólögmætra vaxta og/eða verðtrygg ingar. Stefnendur telji að beita megi sama ákvæði með lögjöfnun um skyldu stefnda til endur greiðslu. 46. Í þriðja lagi telji stefnendur að öllum almennum skilyrðum fyrir endurheimtu ofgreidds fjár sé fullnægt. Til þess sé að líta að þar sem stefndi tilheyri í reynd einum anga ríkis valdsins geti hann ekki talist grandlaus um ólögmæti gjaldtökunnar þar sem þá væri hann að bera fyrir sig ókunnugleika um löggjöf sem annar angi ríkisvaldsins hafi staðið að. Þá sé það skilyrði uppfyllt að ofgreiðsla stefnenda hafi verið vegna villu um staðreyndir, lögvillu eða rangrar túlkunar á réttarreglu. 11 47. Loks byggi stefnendur hvað þetta snertir á því að ef ekki verði fallist á rétt þeirra til endur greiðslu á framangr eindum forsendum eigi þau altént rétt á endurgreiðslu á óréttmætri auðgun stefnda á þeirra kostnað. Um skaðabótaábyrgð stefnda 48. Stefnendur byggja á því að teljist af einhverjum orsökum ekki rétt að fallast á kröfur þeirra á grundvelli framangreindra málsást æðna eigi þau í öllu falli rétt á skaðabótum úr hendi stefnda. 49. Stefnendur byggja á því að sú háttsemi stefnda að krefja þau um að greiða upp greiðslu gjald sem hafi verið byggt á ólögmætu og ógildu samningsákvæði hafi verið sak næm og ólögmæt og því séu al menn skilyrði sakarreglunnar uppfyllt fyrir bótaábyrgð stefnda. Samkvæmt 34. gr. neytendalánalaganna beri stefnda að greiða bætur, jafnvel þótt ekki sé unnt að sanna sök neins tiltekins starfsmanns, ef sýnt þyki að einhver starfs maður hans hafi gerst brot legur við ákvæði laganna. Ákvæðið byggi á þeirri að ferða fræði sem nefnd sé reglufest saknæmi og feli í sér að það að sýnt sé fram á að háttsemi sé ólögmæt leiði jafnframt til þess að hún teljist saknæm. Eins og áður sé gerð grein fyrir hafi stefnendur ve rið krafin um uppgreiðslugjald sem bersýnilega brjóti gegn ákvæðum neytenda lána laganna. Því liggi fyrir saknæmi og ólögmæti og lögbundin samsömun vinnuveitanda og starfsmanna hans. Því séu öll skilyrði bótaábyrgðar fyrir hendi. 50. Tjón stefnenda er auðsanna ð. Það nemi þeirri fjárhæð sem þau hafi tapað vegna hinnar saknæmu hegðunar, sem sé stefnufjárhæð málsins. Varðandi kröfu um dráttarvexti 51. Stefnendur krefjast dráttarvaxta frá þeim degi sem hið ólögmæta uppgreiðslugjald hafi verið greitt til stefnda. Verði ekki fallist á það sé þess krafist að krafan beri dráttar vexti frá því að mánuður var liðinn frá því að uppgreiðslugjaldið var greitt, enda hafi verið gerður fyrirvari um réttmæti þess. Þá sé vísað til þess að stjórnvöld hafi lýst því yfir að ekki yrði ge rð krafa um að gerður hefði verið fyrirvari við uppgreiðslu. Verði ekki fallist á það sé þess krafist að krafan beri dráttarvexti frá því að mánuður var liðinn frá móttöku stefnda á kröfu um endurgreiðslu, 8. janúar 2021. Verði ekki á það fallist krefjast stefnendur þess að krafan beri dráttarvexti frá því einum mánuði eftir birtingu stefnunnar. Varðandi fyrningu 52. Stefnendur byggja á því að dómkrafan sé ófyrnd. Þar sem krafan grundvallist á skulda bréfi sé rétt að líta svo á að fyrningarfrestur hennar sé 10 ár, sbr. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Jafnvel þótt einhver vafi væri talinn leika á því hvort krafan eða einhver hluti hennar teldist fyrndur samkvæmt almennum reglum sé á því byggt að undantekningarregla 1. mgr. 10. gr. laga nr. 150/2007 eigi við og dómkrafan fyrnist því aldrei fyrr en ári eftir þann dag sem kröfuhafi hafi fengið eða borið að afla sér nauðsyn legrar vitneskju um kröfu sína. Stjórnvöld hafi um árabil fullyrt að upp greiðslu gjöld stefnda hefðu verið lögmæt. Þá hafi úrskurðarnefndir talið svo vera. Fjöldi dóma héraðs dóms, Landsréttar og Hæstaréttar hafi gengið á þá leið að uppgreiðslugjöld hafi verið lögmæt. Vart sé unnt að gera ríkari kröfu til þekkingar lánþega á lögmæti lánskjara. 53. Þá hafi stefndi (og stjórnv öld) lýst því yfir, í svörum við kröfu stefnenda um endur greiðslu, að stefndi yfirlýsingu sinni. 54. Stefnendur byggja jafnframt á því að stefnda beri að eiga frumkvæði að endurgreiðslu ólögmætra greiðslna, á grundvelli almennra meginreglna laga sem eigi sér meðal annars stoð í 18. gr. laga nr. 38/3001 um vexti og verðtryggingu. Þar sem stefndi hafi ekki gert það liggi ljóst fyrir að fyrningartími kröfunnar geti ekki verið hafinn, þar sem slíkur vafi leiki enn á um rétt stefnenda til endurgreiðslunnar. 55. Loks sé til þess að líta að skaðabótakrafa stefnenda fyrnist með öðrum hætti en endur greiðslukrafan, á grundvelli 9. gr. fyrningarlaga. Málsástæður stefnda Innheimta uppgreiðslugjalds sé lögmæt 56. Dómstólar hafi að undanförnu fjallað ítrekað um uppgreiðslugjald það sem stefndi hafi innheimt í samræmi við 3. og 4. mgr. 15. gr. reglugerðar nr. 522/2004 um ÍLS - veðbréf og íbúðabréf, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 1017/2005 og 7. gr. reglugerðar nr. 1016/2005 og 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998. 12 57. Í máli nr. 3/2021 hjá Hæstarétti hafi verið deilt um lögmæti uppgreiðslugjalds stefnda. Niðurstaða réttarin s hafi verið sú að ákvæði um uppgreiðslugjald í reglugerð nr. 1017/2005, sbr. reglugerð nr. 522/2004 og reglugerð nr. 1016/2005, hefðu fullnægjandi lagastoð samkvæmt 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998 um húsnæðismál. Þá hafi ekki verið talið að skilyrði væru fyrir því að ógilda skilmála um uppgreiðslugjald á grundvelli 36. gr. eða 36. gr. c samningalaga. 58. Í máli nr. 37/2022 hafi Hæstiréttur talið, í kjölfar heildarmats á ÍLS - veðbréfi með uppgreiðslugjaldi, stöðu aðila, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til, að það teldist ekki ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að stefndi bæri fyrir sig skilmála veðbréfs um uppgreiðsluþóknun. Því væru ekki efni til að víkja 5. tölulið skilmála veðbréfsins og samkomulagi aðila um greiðslu uppgreiðslu þóknunar til hliðar á grundvelli 36. gr. laga nr. 7/1936. Ákvæði laga nr. 33/2013 eigi ekki við um hið umdeilda ÍLS - veðbréf 59. Stefndi mótmælir málsástæðum stefnenda um að lög um neytendalán nr. 33/2013 eigi við um þau ÍLS - veðbréf sem stefnendur yfirtóku á ár inu 2017. 60. Þegar hið umdeilda ÍLS - veðbréf var gefið út í júní 2007 hafi verið í gildi lög nr. 121/1994 um neytendalán. Á þeim tíma hafi ekki verið í lögunum nein ákvæði um uppgreiðslugjald önnur en almennt ákvæði um rétt neytanda til greiðslu fyrir gjalddag a í 16. gr. 61. Þegar skuldaraskipti hafi orðið á skuldabréfunum á árinu 2017 hafi lög nr. 33/2013 um neytendalán verið búin að taka gildi. Stefndi byggir á því að þau lög geti aldrei átt við um ákvæði hins umdeilda ÍLS - veðbréfs um uppgreiðslugjald. 62. Eins og al mennt eigi við hafi skuldaraskiptin farið þannig fram að eldri skuldari og nýr skuldari, stefnendur, hafi gert með sér samning um yfirtöku á skuld samkvæmt hinu umdeilda ÍLS - veðbréfi. Í samræmi við meginregluna um skuldaraskipti hafi skuldara skiptin ekki farið fram án samþykkis kröfuhafa og samþykkis stefnda hafi því verið leitað. Við skuldskeytinguna hafi stefndi ekki veitt nýtt lán, heldur hafi orðið til nýtt skuldara samband sem sé nákvæmlega eins og fyrra skuldarasambandið. Stefnendur hafi því gengist undir sams konar skuldbindingu gagnvart kröfuhafa og eldri skuldari hafi haft. Í því sambandi sé rétt að árétta að hið umdeilda ÍLS - veðbréf sé viðskiptabréf og réttur kröfuhafa sé í samræmi við það sem í viðskiptabréfinu stendur. 63. Við skuldaraskiptin hafi s tefnda ekki borið að veita stefnendum upplýsingar um lánin á grundvelli laga nr. 33/2013. 64. Með lögum um neytendalán nr. 33/2013 hafi verið innleidd í íslenskan rétt tilskipun nr. 2008/48/EB. Tilskipunin geri ráð fyrir fullri samræmingu. Í 18. gr. laga nr. 3 3/2013 sé fjallað um endurgreiðslu neytendalána fyrir gjalddaga. Í greinargerð með ákvæðinu komi fram að þar sé lagt til að með því sé 16. gr. tilskipunarinnar innleidd. Í greinargerðinni segi jafnframt að ekki sé ætlunin að ákvæðið gildi afturvirkt. Svo s egir: Sé kveðið á um uppgreiðslugjald í samningum gerðum fyrir gildistöku laga nr. 63/2008, frá 12. júní 2008 (sic), halda slík ákvæði gildi sínu. Eftir gildistöku ákvæða um uppgreiðslugjald takmarka þau ákvæði, eins og þau eru á hverjum tíma, samningsfrel si lánveitenda og neytenda. Verði frumvarp þetta að lögum þurfa því samningar sem eru gerðir eftir gildistöku laganna að uppfylla skilyrði þeirra um uppgreiðslugjald. 65. Þá byggir stefndi á því að í 36. gr. laga nr. 33/2013, þar sem fjallað sé um gildistöku, séu með tæmandi laganna og 18. gr. sé ekki tilgreind þar. Í athugasemdum við 36. gr. segi að með ákvæðinu sé verið að innleiða 2. mgr. 30. gr. tilskipun ar 2008/48/EB. Í 30. gr. tilskipunarinnar segi að hún gildi ekki um lánssamninga sem hafi þegar verið gerðir þann dag sem innlendar framkvæmdarráðstafanir öðlist gildi. Þá segi að aðildarríki skuli þó tryggja að 11., 12., 13. og 17. gr., og 18. gr. (annar málsliður 1. mgr. og 2. mgr.) gildi einnig um opna lánssamninga sem hafi þegar verið gerðir þann dag sem innlendar framkvæmdarráðstafanir öðlast gildi. Því sé ljóst að vilji löggjafans hafi aldrei staðið til þess að ákvæði laga nr. 33/2013 um uppgreiðslugj ald tækju til lánssamninga sem gerðir höfðu verið fyrir gildistöku laganna. Í því sambandi sé bent á að á grundvelli 3. gr. laga nr. 2/1993 beri íslenskum dómstólum að skýra lög og reglur, að svo miklu leyti sem við á, til samræmis við EES - samninginn og þæ r reglur sem á honum byggi. 13 66. Þar sem fyllilega sé ljóst að skuldabréfið sem deilt er um í málinu hafi verið gefið út fyrir gildistöku laga nr. 33/2013, að þau lög hafi engin áhrif á þá löggerninga sem hafi verið gerðir í samræmi við eldri lög og að með skul dskeytingu á árinu 2017 hafi stefnendur gengist undir sams konar skuldbindingu og fyrri skuldari geti ákvæði laga nr. 33/2013 ekki átt við um hið umdeilda skuldabréf. 67. Í þessu samhengi bendir stefndi á ákvæði 63. gr. laga um fasteignalán til neytenda, nr. 1 18/2016, en þar segi: Við skuldskeytingu samnings um fasteignalán sem gerður var fyrir gildistöku laga þessara fer um réttindi og skyldur aðila samkvæmt þeim lögum sem giltu um veitingu fasteignalána til neytenda á þeim tíma þegar lánið var upphaflega veitt . Í athugasemdum við 63. gr. í greinarg erð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 118/2016 segi að í greininni komi fram að ef annar neytandi taki við sem aðalskuldari fasteignaláns í skilningi frumvarpsins fari með réttindi og skyldur aðila samkvæmt þeim lögum sem voru í gildi þegar lánið var upphaflega veitt. Þar segi að ákvæðinu sé ætlað að taka af allan vafa um að hægt verði áfram að yfirtaka fasteignalán, en slíkt geti verið afar erfitt eða ómögulegt ef gríðarlegur munur sé á ákvæðum hins upphaflega samnings um fasteignalán og gildandi lögu m á sviðinu. 68. Sem dæmi megi nefna að ef upplýsingakröfur séu orðnar mun ítarlegri en þegar upphaf lega lánið var veitt eða ákvæði um uppgreiðslu lánsins séu ósamþýðanleg gildandi reglu verki sé afar líklegt að lánveitandi muni hafna yfirtöku lánsins. Þetta takmarki möguleika neytanda til að fá sem best kjör, svo sem með yfirtöku fasteignaláns á hagstæðum vöxtum, og valdi því að hann þurfi að greiða þann einskiptiskostnað sem fylgi nýjum lánveitingum. Ákvæði um uppgreiðslugjald fari ekki gegn ófrávíkjanlegum lagaákvæðum 69. Stefndi mótmælir málsástæðum stefnenda um að ákvæði skuldabréfsins gangi gegn ófrávíkjanlegum lagaákvæðum og sé því ólögmætt. 70. Eins og að framan sé rakið byggi stefndi á því að ákvæði laga um neytendalán nr. 121/1994, sem í gildi hafi verið þega r skuldabréfið var gefið út, eigi við um ákvæði skuldabréfsins. Með vísan til þess sem að framan sé rakið eigi ákvæði laga nr. 33/2013 ekki við um skuldabréfið, enda hafi það verið gefið út fyrir gildistöku þeirra laga og það fæli í sér ólögmæta afturvirkn i laga að láta þau gilda um skuldabréfið. Þá byggir stefndi á því að um skuldskeytinguna sem deilt sé um í þessu máli gildi það sama og um skuldskeytingu almennt og því hafi stefnendur gengist undir sams konar skuldbindingu gagnvart stefnda og eldri skulda ri. Um þýðingu ógildingarreglna samningalaga 71. Stefndi mótmælir því að skilyrði séu til að ógilda ákvæði hins umdeilda veðskuldabréfs á grundvelli ákvæða 33. gr., 36. gr. eða 36. gr. c í samningalögum nr. 7/1936. 33. gr. samningalaga 72. Stefndi byggir á því að ekki séu skilyrði til þess að ógilda skilmála hins umdeilda skuldabréfs um uppgreiðslugjald á grundvelli 33. gr. samningalaga og mótmælir þeirri málsástæðu stefnenda að það sé samningssambandið stofnaðist. 73. Í fyrsta lagi sé bent á að ekki sé heimilt að víkja hluta samnings til hliðar á grundvelli 33. gr. samningalaga, heldur taki ákvæðið aðeins til löggernings í heild. 74. Í öðru lagi sé ítrekað að lög nr. 121/1994 um neytendalán eiga við um hið umdeilda skuldabréf, þ.m.t. um ákvæði þess um uppgreiðslugjald. Við skuldskeytinguna sem hafi verið gerð 2017 hafi ekkert breyst heldur hafi stefnendur tekið yfir lánið eins og það hafði verið frá upphafi og borið sömu réttindi og skyldur og fyrri skuldari. Um þau réttindi og skyldur fari samkvæmt lögum nr. 121/1994 sem hafi verið í gildi þegar lánið var upphaflega veitt. 75. Í þriðja lagi sé því mótmælt að löggjafinn hafi lýst samningsákvæði eins og þau sem deilt er um ólögmæt. Því fari fjarri. Hið rétta sé að í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 33/2013 sé sérstaklega tiltekið að ákvæði um uppgreiðslugjald í samningum sem gerðir hafi verið fyrir gildistöku laganna skuli halda gild i sínu. 76. Meginreglan sé sú að menn beri ábyrgð á eigin gjörðum og geti af fúsum og frjálsum vilja stofnað til samninga og skuldbindinga. Yfirtakan hafi verið að frumkvæði stefnenda og alfarið gerð á þeirra forsendum. Við yfirtökuna hafi stefnendur staðfest að þau hefðu kynnt sér efni og skilmála yfirtekna 14 lánsins og samþykkt þá með undirritun sinni. Skýrlega komi fram bæði í fyrirsögn lánsins og í 5. og 6. tölulið skilmála þess að óheimilt sé að greiða aukaafborganir af láninu eða að greiða það upp nema gegn sérstakri þóknun. 77. Í ljósi þess sem og þess að óumdeilt sé í málinu að ákvæði ÍLS - veðbréfsins hafi verið í samræmi við lög nr. 121/1994 geti aldrei talist óheiðarlegt af stefnda að bera ákvæði skuldabréfsins um uppgreiðslugjald fyrir sig. Ákvæði 36. gr. a c samningalaga eigi ekki við 78. Stefndi byggir á því að ekki sé unnt að ógilda skilmála hins umdeilda skuldabréfs um uppgreiðslugjald á grundvelli ákvæða 36. gr. c í samningalögum þar sem skilmálarnir byggist alfarið á ákvæðum laga og reglugerða. 79. Ákvæði 36. g r. a c í samningalögum hafi verið lögfest með lögum nr. 14/1995, en með lögunum hafi tilskipun 93/13/EBE um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum verið innleidd í íslenskan rétt. Í 2. mgr. 2. gr. tilskipunarinnar segi að tilskipunin nái ekki til samning sskilmála sem endurspegli lög. Draga megi þá ályktun af lögskýringargögnum að það sama verði talið eiga við um gildissvið 36. gr. a c. Það sé rökrétt, enda hafi löggjafinn þegar fjallað um þá skilmála sem byggist á ákvæðum laga og því sé ekki sama þörf á a ð vernda neytendur, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr. 160/2015. 80. Fjallað hafi verið um ákvæði sambærilegs skuldabréfs í dómum Hæstaréttar í málum nr. 3/2021 og 37/2022. Niðurstaða réttarins hafi verið sú að ákvæði um uppgreiðslugjald séu reist á fyrirmælum 3. mgr. 23. gr. laga nr. 44/1998 sem séu nánar útfærð í ákvæðum reglugerða nr. 522/2004 og 1016/2005. Reglugerðarákvæðin eigi sér fullnægjandi laga stoð og geti því hvorki komið til álita að þau verði metin ógild á grundvelli meginreglu samningaréttar um ógi ldi ólögmætra löggerninga né vikið til hliðar með vísan til 36. gr. a c laga nr. 7/1936. 81. Ljóst sé að það sama á við hér, enda séu ákvæði skuldabréfsins sem deilt er um í þessu máli að öllu leyti sambærileg ákvæðum skuldabréfs þess sem deilt var um í máli n r. 3/2021 hjá Hæstarétti. Skilyrði 36. gr. samningalaga ekki uppfyllt 82. Stefndi byggir á því að ekki séu skilyrði til að víkja skilmálum skuldabréfsins til hliðar á grundvelli 36. gr. samningalaga eða 36. gr. c í sömu lögum ef ákvæðið verður talið eiga við. Ein af grunnreglum samningaréttar sé að samninga skuli halda. Ógildingarákvæði samningalaga feli í sér undantekningu frá meginreglunni sem beri að skýra þröngt. 83. Stefndi byggir á því að stefnendur hafi ekki sýnt fram á að ákvæði skuldabréfsins um uppgreiðsl ugjald séu ósanngjörn eða andstæð góðri viðskiptavenju. Við sanngirnismatið verði ekki einungis litið til þeirra upplýsinga sem fram komi í skuldabréfinu sjálfu heldur verði í samræmi við 2. mgr. 36. gr. að horfa heildstætt á ferlið við skuldskeyt inguna. 84. Stefndi bendir á að í málum nr. 3/2021 og 37/2022 hafi Hæstiréttur fjallað um ákvæði sambærilegs ÍLS - veðbréfs um uppgreiðslugjald og komist að þeirri niðurstöðu að ákvæð in væru ekki ósanngjörn eða andstæð góðri viðskiptavenju, enda hefðu þau viðhlítandi l agastoð. Ákvæði þess veðbréfs sem fjallað var um í máli nr. 3/2021 hjá Hæstarétti hafi verið sambærileg ákvæðum veðbréfsins sem deilt er um í þessu máli. 85. Í forsendum dóms í máli nr. 3/2021 bendi Hæstiréttur á að lántakar hafi sjálf valið að taka umrætt lán hjá stefnda þó að fleiri aðilar hefðu á þeim tíma er lánið var tekið boðið lán til íbúðakaupa. Þá bendi rétturinn á að vegna uppgreiðslugjaldsins hafi lánið borið 0,5% lægri vexti en lán sem ekki hafi verið með uppgreiðslugjaldi. Loks bendi Hæsti réttur á að lántakar hafi haft val um hvort og þá hvenær þau greiddu lánið upp. Í dómnum segi að slík ákvörðun hljóti að taka mið af tilteknum þáttum, svo sem vöxtum á þeim tíma, líklegri vaxtaþróun og jafnframt mögulegum ávinningi af endurfjármögnun með nýju og h agstæðara láni, hvað sem liðið hafi óhagstæðu hlutfalli uppgreiðsluþóknunar. 86. Í dómi Hæstaréttar í máli nr. 37/2022 bendi Hæstiréttur á að með því að undirrita veð bréfið hafi lántakendur með skýrum og ótvíræðum hætti tekið á sig skyldu til að greiða sérsta ka þóknun ef til uppgreiðslu lánsins kæmi að þeirra frumkvæði fyrir gjalddaga en þau hafi á móti notið 0,5% lægri ársvaxta en þeir sem völdu að halda rétti til upp greiðslu án þóknunar. Þessi valkvæða samningsskylda hafi ekki aðeins komið fram í 5. tölulið 15 heimildar til uppgreiðslu eða aukaafborgana nema gegn sérstakri þókn á að uppgreiðslugjaldið hafi einungis verið lagt á af því a ð lántakar hafi ákveðið að greiða lánið upp fyrir gjalddaga. Efni samnings og atvik við samningsgerð 87. Það sé mjög skýrt af skuldabréfinu að um sé að ræða lán með uppgreiðslugjaldi, bæði af fyrirsögn og 5. og 6. tölulið skilmála skuldabréfsins. Stefnendur hafi staðfest með undir skrift sinni að þau hefðu kynnt sér efni og skilmála hins yfirtekna láns og samþykkt þá. 88. Þá hafi uppgreiðslugjöld verið á lánum viðskiptabanka og sparisjóða í mörg ár þegar stefnendur yfirtóku skuldina. Stefndi hafi verið búinn að bjóða lán með sambæri legum ákvæðum frá árinu 2005 og veita mörg þúsund lán með sambærilegum skilmálum. Einnig liggi fyrir að sambærilegir skilmálar hafi verið notaðir á Norðurlöndunum. Ákvæði um uppgreiðslugjald sé í fullu samræmi við lög og reglugerðir 89. Þ á byggir stefndi á því að ákvæði skuldabréfsins hafi verið í samræmi við lög og reglur sem í gildi hafi verið á þeim tíma sem skuldabréfið var upprunalega gefið út og vísar til fyrri umfjöllunar um að það séu þær reglur sem gildi og að þær kröfur sem gerða r hafi verið til upplýsingagjafar við veitingu nýrra lána í lögum nr. 33/2013 hafi enga þýðingu við skuldskeytingu sem farið hafi fram eftir gildistöku laganna. Lægri vextir 90. Það sé óumdeilt að lán það sem stefnendur yfirtóku hafi borið lægri vexti en lán stefnda sem voru ekki með uppgreiðslugjaldi og þetta hafi leitt til þess að stefnendur hafi greitt minna af láninu en þau hefðu gert ef þau hefðu tekið lán með hærri vöxtum án upp greiðslugjalds. Einnig verði að bend a á það að uppgreiðslugjaldið hefði lækkað til muna ef stefnendur hefðu greitt lánið upp seinna og vextir hefðu haldist óbreyttir, en þau hafi valið að greiða það upp þegar aðeins um tæp 13 ár af 40 ára lánstíma voru liðin. 91. Einnig hafi það verið val stefne nda að greiða skuldabréfið upp fyrir gjalddaga, en óum deilt sé að uppgreiðslugjald hefði verið lægra ef skuldabréfið hefði verið greitt upp síðar. 92. Þá liggi fyrir að stefnendur greiddu lánið upp af því að þeim hafi boðist hagstæðari lánskjör hjá öðrum lánv eitendum og höfðu þau því hag af uppgreiðslunni. Staða samningsaðila 93. Stefndi mótmælir því að sjóðurinn hafi beitt aðstöðumun gagnvart stefnenda. Skilmálar ÍLS - veðbréfa séu nær algjörlega lögbundnir. Samkvæmt lögum og reglugerðum hafi sjóðurinn mátt, á þeim tíma sem lánið var veitt, veita lán með 5,7% vöxtum sem heimilt var að greiða upp án uppgreiðslugjalds og lán með 5,2% vöxtum sem ekki mátti greiða upp fyrir gjalddaga nema gegn sérstakri þóknun. Stefndi hafði engin áhrif á það hvaða tegund upphaflegur lá ntaki valdi og kom ekki með neinu móti að ákvörðun stefnenda um að taka yfir hið umdeilda lán. Því verði ekki séð að aðstöðumunur geti leitt til þess að ákvæði skuldabréfsins verði talin ósanngjörn eða andstæð góðri viðskiptavenju. Atvik sem síðar komu til 94. Ekki verði séð að nein atvik sem síðar komu til geti leitt til þess að skilmálar skulda bréfsins teljist ósanngjarnir, enda hafi hvorki aðilar né aðrir getað séð fyrir hvernig vextir kæmu til með að þróast á 40 ára lánstíma, sbr. dóm Hæstaréttar í máli nr . 3/2021. 95. Því telji stefndi skilmála hins umdeilda skuldabréfs um uppgreiðslugjald hvorki ósann gjarna né andstæða góðri viðskiptavenju og að því séu ekki forsendur til að víkja skil málum veðbréfsins um uppgreiðslugjald til hliðar á grundvelli 36. gr. lag a nr. 7/1936. Ekki ofgreiðsla eða óréttmæt auðgun 96. Stefndi mótmælir málsástæðum stefnenda um að stefnda beri að endurgreiða þeim upp greiðslugjaldið á grundvelli reglna um endurgreiðslu ofgreidds fjár. 97. Í fyrsta lagi beri stefnda engin skylda til að endurgre iða stefnenda uppgreiðslugjaldið, enda hafi innheimta þess verið lögmæt eins og fjallað hafi verið um hér að framan. 98. Þá byggir stefndi á því að enginn fótur sé fyrir því að ákvæði laga nr. 150/2019 um innheimtu opinberra skatta og gjalda leiði til þess að stefnda beri að endurgreiða þeim uppgreiðslugjaldið sem þau inntu af hendi. 16 99. Gildissvið laga nr. 150/2019 sé skilgreint í 1. gr. laganna. Þar komi fram að lögin gildi í fyrsta lagi um innheimtu á sköttum, gjöldum og sektum ásamt vöxtum, álagi og kostnaði se m lögð séu á af stjórnvöldum og sem innheimtumönnum ríkissjóðs sé falið að inn heimta. Í öðru lagi gildi lögin um innheimtu erlendra skatta, gjalda og sekta sem inn heimtumönnum sé falið að innheimta á grundvelli samninga sem Ísland hafi gert við önnur rík i. Í þriðja lagi gildi lögin um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda og um endurgreiðslu oftekinna sekta sem lagðar séu á af stjórnvöldum. Í 8. gr. laganna segi að stjórnvöld sem innheimti skatta, gjöld eða sektir skuli endurgreiða það fé sem ofgreitt reynist lögum samkvæmt. 100. Stefndi byggir á því að uppgreiðslugjald það sem stefnendur greiddu til stefnda á árinu 2020 geti aldrei fallið undir gildissvið laga nr. 150/2019, enda teljist það hvorki skattur, gjald né sekt í skilningi þeirra laga. Í því samban di sé rétt að hafa í huga að um sé að ræða gjald sem samið hafi verið um að stefnendur skyldu greiða ef þau ákvæðu að greiða lánið upp fyrir gjalddaga. Greiðslan hafi verið innt af hendi til stefnda, sem sé sjálfstæður lögaðili og ekki hluti af fjármála - o g efnahagsráðuneytinu þó að fjármála - og efnahagsráðherra hafi verið falið að fara með yfirstjórn sjóðsins og hafa yfirumsjón með úrvinnslu og uppgjöri eigna og skulda sjóðsins, sbr. 1. gr. laga nr. 137/2019. 101. Einnig mótmælir stefndi fullyrðingum um að stef nda hafi borið að eiga frumkvæði að endurgreiðslu á u sem byggist á 18. gr. vaxtalaga. Þá byggir stefndi á því að 18. gr. vaxtalaga geti aldrei átt við í málinu, hvorki beint né með lögjöfnun, enda eigi greinin við ef ákvæði samnings um vexti eða verðtryggingu teljist ógild. Í því sambandi vísar stefndi sér staklega til dóms Hæstaréttar í máli nr. 37/2022 þar sem rétturinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að uppgreiðslugjaldi stefnda yrði ekki jafnað til vaxta eða annars lántökukostnaðar. 102. Loks mótmælir stefndi því að almennum skilyrðum fyrir endurheimtu ofgre idds fjár sé fullnægt og að stefndi hafi auðgast með óréttmætum hætti. Stefndi byggir á því að frum skilyrðið um að stefnendur hafi greitt meira en þeim bar sé ekki uppfyllt, enda hafi stefnda verið heimilt og skylt að innheimta uppgreiðslugjaldið. Mótmæli við skaðabótakröfu stefnenda 103. Stefndi mótmælir skaðabótakröfu stefnenda og byggir á því að ekki séu skilyrði fyrir greiðslu stefnda á skaðabótum til stefnenda vegna uppgreiðslugjalds. 104. Í fyrsta lagi byggir stefndi á því að innheimta uppgreiðslugjalds hafi verið lögmæt og að stefndi hafi ekki sýnt af sér saknæma eða ólögmæta háttsemi og því séu ekki fyrir hendi skilyrði til að gera stefnda að greiða stefnendum skaðabætur á grundvelli almennra reglna skaðabótaréttar. 105. Í öðru lagi byggir stefndi á því að ákvæði 34. gr. laga nr. 33/2013 eigi ekki við í umræddu tilviki, enda hafi lögin ekki verið búin að taka gildi þegar lánið var veitt á árinu 2007. Því hafi stefndi ekki brotið gegn ákvæðum laganna. Þá sé rétt að benda á að jafnvel þótt litið yrði svo á að líta ætti til gildandi laga á hverjum tíma þegar kæmi að beitingu viður laga, þá gætu lög nr. 33/2013 aldrei átt við, enda hafi þau ekki gilt um fasteignalán til neytenda þegar stefnendur greiddu lánin upp í maí 2020. Þá hafi lög nr. 118/2016 um fasteignal án til neytenda gilt um samninga um fasteignalán sem lánveitandi geri í atvinnuskyni við neytendur, en þau hafi tekið gildi 1. apríl 2017. Tómlæti 106. Stefndi byggir sýknukröfu sína einnig á því að stefnendur hafi sýnt af sér tómlæti og þannig firrt sig rétti til greiðslu. 107. Stefndi byggir á því að þegar stefnendur yfirtóku skuld samkvæmt hinu umdeilda veðbréfi hafi komið fram með skýrum hætti í skuldabréfinu að óheimilt væri að greiða aukaafborganir eða endurgreiða skuldina að fullu nema gegn greiðslu sérstakrar þóknunar. Staðfestu stefnendur með undirritun sinni að hafa kynnt sér efni og skilmála hins yfirtekna láns og samþykkt þá. 108. Stefnendur hafi greitt afborganir af lánunum frá 2017 til 2020 án athugasemda. Þá hafi stefnendur greitt uppgreiðslugjald í maí 2020 án athugasemda. Þau hafi fyrst gert athuga semdir við uppgreiðslugjaldið með tölvupósti 1. október 2021, um einu og hálfu ári eftir að þau inntu greiðsluna af hendi. Kröfum þeirra hafi 17 verið hafnað fimm dögum síðar, sbr. framlagðan tölvupóst frá 6. sama mánaðar. Þrátt fyrir það hafi þau ekkert aðhafst í tæp tvö ár þar til þau birtu stefnu í málinu í júní 2023. 109. Við mat á tómlæti stefnenda verði að líta til þess að mikil umræða skapaðist um inn heimtu stefnda á uppgreiðslug jöldum í kjölfar dóma um uppgreiðslugjald í desember 2020 og maí 2021 og hefði stefnendum þá átt að vera ljóst að þau gætu mögulega átt kröfu á hendur stefnda, ef uppgreiðslugjald teldist ólögmætt. 110. Verði því að telja að stefnendur hafi sýnt af sér verulegt tómlæti með því að hafa ekki haft kröfurnar uppi miklu fyrr. Upphafsdegi dráttarvaxta mótmælt 111. Stefndi mótmælir dráttarvaxtakröfu stefnenda, en í stefnu sé þess krafist að krafa stefn enda beri dráttarvexti frá 26. maí 2020 . Stefndi byggir á því að samkvæm t 3. mgr. 5. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu sé heimilt að reikna dráttarvexti frá og með þeim degi þegar liðinn er mánuður frá því að kröfuhafi sannanlega krafði skuldara með réttu um greiðslu. Í 4. mgr. komi svo fram að ætíð sé heimilt að reikna dráttarvexti frá og með þeim degi er dómsmál er höfðað um kröfu. 112. Ekkert liggi fyrir um það í gögnum málsins að stefnendur hafi gert fyrirvara um réttmæti uppgreiðslugjaldsins við greiðslu þess í maí 2020. Samkvæmt framlögðum gögnum hafi stefnendur f yrst gert kröfu um endurgreiðslu þess með bréfi 1. október 2021. Verði stefnda gert að greiða stefnenda dráttarvexti geti upphafsdagur dráttarvaxta aldrei verið fyrr en mánuður hafi verið liðinn frá því að bréfið var sent. Forsendur og niðurstöður Hömlur á innheimtu uppgreiðslugjalds samkvæmt 3. mgr. 18. gr. laga nr. 33/2013 113. Skuldabréfið sem mál þetta varðar var sem fyrr segir upphaflega gefið út 20. júní 2007 og þar kom fram að skuldurum væri ekki heimilt að greiða aukaafborganir eða endur greiða skuldina að fullu fyrir gjalddaga nema gegn sérstakri þóknun. Stefnendur tóku við skyldum fyrri skuldara samkvæmt skuldabréfinu með skuldskeytingu 4. janúar 2017. Þannig er ljóst að við skuldskeytinguna var gengið út frá því í lögskiptum aðila að ákvæði lánssamnin gsins um uppgreiðslugjald héldi gildi sínu. Við úrlausn málsins reynir á mat á því hvort umrætt samningsákvæði hafi verið gilt að lögum. Ganga verður út frá því að slík samningsákvæði séu gild nema lög reisi þeim sérstaklega skorður. 114. Áður en skuldaraskipt in fóru fram tóku gildi lög nr. 33/2013 um neytendalán. Í 3. mgr. 18. gr. þeirra eru lagðar hömlur á hve háu hlutfalli af fjárhæð endurgreiðslu uppgreiðslu gjald megi nema. Samkvæmt ákvæðinu má uppgreiðslugjald ekki fara yfir 1% af fjárhæð endurgreiðslu ef lengri tími en eitt ár er milli greiðslunnar og loka lánstíma samkvæmt samningi aðila en ef eitt ár eða minna er eftir af samningstímanum má uppgreiðslugjaldið ekki fara yfir 0,5% af fjárhæð endurgreiðslunnar. 115. Í lögum nr. 33/2013 er ekki tekið fram hvort ákvæðum þeirra sé ætlað að gilda um réttarsamband lánveitanda og nýs skuldara ef skuldaraskipti verði síðar á lánssamningum sem þegar hefur verið stofnað til fyrir gildistöku laganna. Í 2. mgr. 36. gr. laganna er þó tiltekið að ákvæði 13. 15. gr., 2. mgr. 19. gr. og 20. gr. skuli gilda um opna lánssamninga, sbr. 15. gr., sem séu í gildi við gildistöku laganna. Þannig er ekki vísað þar til 18. gr. laganna. Hugtakið opinn lánssamningur er skilgreint í o - lið 5. gr. laganna sem láns samningur þar sem neytanda er gert kleift að fá endurtekna fyrirgreiðslu innan um sam innar úttektarheimildar. Tilvitnuð ákvæði eiga því ekki við um þann lánssamning sem hér er til umfjöllunar eða hömlur á álagningu uppgreiðslugjalda samkvæmt 3. mgr. 18. gr. laganna. 116. Í skýringum me ð 18. gr. í frumvarpinu sem varð að lögum nr. 33/2013 segir að ætlunin sé ekki sú að greinin gildi afturvirkt. Sé kveðið á um uppgreiðslugjald í samningum gerðum fyrir gildistöku laga nr. 63/2008 haldi slík ákvæði gildi sínu. Eftir gildistöku ákvæða um upp greiðslugjald takmarki þau ákvæði, eins og þau eru á hverjum tíma, samningsfrelsi lánveitenda og neytenda. Yrði frumvarpið að lögum þyrftu því samningar sem væru gerðir eftir gildistöku laganna að uppfylla skilyrði þeirra um uppgreiðslugjald. Raunar er hva ð þetta snertir vísað til 17. gr. en af samhenginu er ljóst að þar er í reynd átt við 18. gr. enda er tilvitnaður texti í umfjöllun um hana. Af þessu verður skýrlega ráðið að ákvæðum 18. gr. laga nr. 33/2013 var ekki ætlað að hrófla við láns samningum sem þá þegar voru í gildi, enda hefði þurft að kveða á um það með ótvíræðum hætti í lögunum ef svo hefði átt að vera. 18 117. Samkvæmt framansögðu var ekki tekin afstaða til þess í lögum nr. 33/2013 eða lög skýringargögnum vegna þeirra hvort ákvæðum þeirra væri ætlað að gilda við skuld skeytingu eldri lána. Til samanburðar má nefna að það var aftur á móti gert í lögum nr. 118/2016 um fasteignalán til neytenda. Í 63. gr. þeirra kemur fram að við skuldskeytingu samnings um fasteignalán sem gerður var fyrir gildistöku laganna fari um réttindi og skyldur aðila samkvæmt þeim lögum sem giltu um veitingu fasteignalána til neytenda á þeim tíma þegar lánið var upphaflega veitt. Þó skuli framkvæma greiðslumat í samræmi við ákvæði VI. kafla áður en skuldskeyting er gerð. Þannig er í lögum nr. 118/2016 að meginstefnu gert ráð fyrir því að réttarstaða aðila ráðist af þeim lögum sem giltu á þeim tíma þegar lán var upphaflega veitt en ekki þegar skuldskeyting fer fram. 118. Að vir tum reglum kröfuréttar um skuldaraskipti verður að ganga út frá því að skuld skeyting sé heimil með samþykki kröfuhafa nema lög eða samningsákvæði reisi því skorður. Jafnframt verður almennt að gera ráð fyrir að nýr skuldari taki við sömu skyld um og hvíld u á fyrri skuldara, nema um annað sé samið. Að þessu virtu verður ekki litið svo á að sú skuldskeyting sem hér um ræðir hafi falið í sér nýja lánveitingu eða að henni verði jafnað til þess, á þann hátt að ákvæði 3. mgr. 18. gr. laga nr. 33/2013 verði talin eiga við um réttarsamband aðilanna eftir skuldskeytinguna. Þá er til þess að líta að kröfuréttindi njóta verndar sem eignarréttindi samkvæmt 1. mgr. 72. gr. stjórnar skrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og lagaákvæði sem takmarka stjórnarskrárvarin rétt indi verða almennt ekki túlkuð rúmt. Þótt stefndi sé ríkisstofnun og njóti því ekki verndar ákvæðisins með sama hætti og aðrir kröfuhafar verður að ætla að lög nr. 33/2013 taki með sama hætti til stefnda og annarra lánveitenda sem gera lánssamninga í atvin nu skyni, sbr. 1. gr. laganna. Ef fallist yrði á kröfur stefnenda fæli það í sér niðurstöðu um að krafa stefnda gagnvart stefnendum sem byggðist á lánssamningnum hefði í reynd verið minna virði en um var samið. 119. Að framangreindu virtu verður ekki fallist á það með stefnendum að túlka beri umrætt ákvæði 3. mgr. 18. gr. laga nr. 33/2013 svo rúmt að það verði talið hafa girt fyrir að stefnda væri heimilt að krefja stefnendur um uppgreiðslugjald á grundvelli þeirra samningsskilmála sem giltu milli aðila þegar st efnendur greiddu lánin upp. Um þýðingu ógildingarreglna samningalaga 120. Stefnendur byggja á því að hið umdeilda ákvæði veðskuldabréfsins sé ógilt á grundvelli 33. gr. og 36. gr. samningalaga nr. 7/1936. Í fyrrnefndu lagagreininni er kveðið á um að löggerning sem ella mundi talinn gildur geti maður sem tók við honum eigi borið fyrir sig ef það yrði talið óheiðarlegt vegna atvika sem voru fyrir hendi þegar löggerningurinn kom til vitundar hans og ætla megi að hann hafi haft vitneskju um. Þá er unnt á grundvelli 36. gr. laganna að víkja samningi til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig. 121. Þótt löggjafinn hafi með 3. mgr. 18. gr. laga nr. 33/2013 um neytendalán girt fyrir að up pgreiðslugjöld á nýjum lánum færu yfir það hámark sem þar er getið um var að framan komist að niðurstöðu um að þær hömlur ættu ekki við um skuldaraskipti á eldri lánssamningum. Að því virtu er ekki unnt að fallast á það með stefnendum að það hafi verið óhe iðarlegt af stefnda að bera umrætt samningsákvæði fyrir sig þar sem löggjafinn hafi lýst það ólögmætt. Þá verður að ætla að þótt staða aðila við samningsgerðina hafi verið ójöfn hafi aðilum öllum verið vel kunnugt um ákvæði lánssamningsins um uppgreiðslugj ald enda var getið um þau með skýrum hætti í samningnum sjálfum og einnig á yfirlýsingunni frá 4. janúar 2017, sem gerð var í tengslum við skuldaraskiptin. Þá verður ekki talið að það að um staðlaða samningsskilmála hafi verið að ræða eigi að leiða til þes s að umræddu ákvæði hans verði vikið til hliðar. 122. Að framangreindu virtu verður hafnað sjónarmiðum stefnenda um að hið umdeilda samningsákvæði skuli talið ógilt vegna ákvæða 33. gr. eða 36. gr. samningalaga. Niðurstöður 123. Að öllu framangreindu virtu verður stefndi sýknaður af kröfum stefnenda. Í ljósi fyrr greindra forsendna að baki þeirri niðurstöðu, sem lúta að því að krafa stefnenda hafi aldrei stofnast, er ekki þörf á að fjalla um aðrar málsástæður sem aðilar hafa fært fram til stuðnings málatilbúnaði sí num. Það á m.a. við um þær varnir stefnda sem byggjast á því að ætluð krafa stefnenda sé fallin niður fyrir tómlæti. 124. Með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þykir rétt að máls kostnaður falli niður milli aðila. 19 Þorsteinn Magnússon héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, ÍL - sjóður, skal vera sýkn af kröfum stefnenda, Gunnars Njáls Gunnarssonar og Völu Maríu Kristjánsdóttur. Málskostnaður fellur niður.