LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 3. október 2024 . Mál nr. 263/2023 : Eystri - Leirárgarðar ehf. og Hannes Adolf Magnússon ( Guðbrandur Jóhannesson lögmaður ) gegn Dór u Líndal Hjartardótt u r, Martein i Njálss yni , Karen Líndal Marteinsdótt u r og Valmund i Árnas yni ( Elva Ósk Wiium lögmaður) Lykilorð Ómerking héraðsdóms. Kröfugerð. Útdráttur E ehf. og H kröfðust m.a. viðurkenningar á rétti þeirra in solidum til fulls og óhindraðs umferðarréttar um tiltekinn veg. Í dómi héraðsdóms var ekki fallist á þessa k röfu og tekið fram að ekki fengist séð, miðað við kröfugerð í málinu, að unnt væri að fallast á þá kröfu án þess að viðurkenndur yrði umferðarréttur án takmarkana. Þá var tekið fram í forsendum dómsins að hugsanlega hefði krafa um takmarkaðri afnot eða nán ar tilgreinda umferð þeirra fengið betri hljómgrunn. E ehf. og H breyttu viðurkenningarkröfu sinni fyrir Landsrétti en sú krafa tók mið af forsendum í dómi héraðsdóms. Í dómi Landsréttar var tekið fram að enda þótt dómkrafa E ehf. og H fyrir héraðsdómi hef ði verið sett fram með þeim hætti að krafist væri viðurkenningar á fullum og óhindruðum umferðarrétti mætti vera ljóst að málatilbúnaður E ehf. og H hefði frá upphafi tekið mið af því að þeir ættu umferðarrétt sem tæki til afmarkaðra nota og væri því ekki án takmarkana. Af því leiddi að taka bæri efnislega afstöðu til afmarkaðri umferðarréttar en það yrði að réttu lagi ekki gert í fyrsta sinn fyrir Landsrétti. Var héraðsdómur því ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagninga r að nýju. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Hervör Þorvaldsdóttir og Þorgeir Ingi Njálsson og Kristín Benediktsdóttir settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 8. apríl 2023 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Vesturlands 15. mars 2023 í málinu nr. E - 140/2022 . 2 2 Áfrýjendur krefjast þess að viðurkenndur verði umferðarréttur þeirra in solidum, til þess að sinna búrekstri, það er að vori vegna áburðar á tún og að sumri við heyskap á túninu Jarðfalli, auk túnanna Meltúns nr. 16 og 18, og vegna smölunar á sauðfé að hau sti og eftirlits að vori, um veg í landi Vestri - Leirárgarða í Hvalfjarðarsveit, sem er um það bil 380 metra langur og liggur frá landamerkjum Eystri - og Vestri - Leirárgarða að sunnanverðu (GPS hnit um það bil 362.253, 437.662) og að landamerkjum Vestri - og Eystri - Leirárgarða að norðanverðu (GPS hnit um það bil 362.028, 437.966). Enn fremur krefjast áfrýjendur þess in solidum að stefndu verði gert að fjarlægja girðingar og aðrar hindranir sem stefndu hafa sett á veginn og takmarka umferðarrétt áfrýjenda samkv æmt fyrri dómkröfu, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 25.000 kr ónur frá dómsuppsögu. Þá krefjast áfrýjendur málskostnaðar óskipt úr hendi stefndu í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefnd u kref jast þess að málinu verði vísað frá Landsrétti en til vara að hinn áfrýjaði dómur verði staðfestur. Þá krefjast stefndu málskostnaðar fyrir Landsrétti. 4 Dómendur skoðuðu vettvang 10. september 2024. Málsatvik og málsástæður 5 Eins og fram kemur í héraðsdómi gerðu áfrýjendur og dánarbú Svölu Hannesdóttur Kastenholz þá dómkrö þeirra in solidum til fulls og óhindraðs afnota - framangreind krafa fyrir Landsrétti tekur til. Þá kröfðust stefnendur þess in solidum að viðurkennt yrði að stefnd u væri óheimilt að loka veginum eða hluta hans, hindra umferð og afnot stefnenda af honum og aðkomu og aðgengi þeirra að túnum og beitihögum á landareign þeirra sem eru norðan við veginn. Loks höfðu stefnendur uppi sömu kröfu og áfrýjendur gera samhliða vi ðurkenningarkröfu sinni samkvæmt framansögðu. 6 Undir rekstri málsins í héraði var fallið frá kröfu um viðurkenningu á afnotarétti. Með hinum áfrýjaða dómi var þeirri kröfu sem laut að lokun vegarins sem um ræðir eða hindrunum á umferð um hann vísað frá hér aðsdómi og stefndu sýknuð af öðrum kröfum stefnenda. 7 Málsatvikum og málsástæðum er skilmerkilega lýst í hinum áfrýjaða dómi. Svo sem þar kemur fram var kröfugerð samkvæmt héraðsdómsstefnu meðal annars reist á kvöð um umferðarrétt samkvæmt þágildandi deilis kipulagi Hvalfjarðarsveitar. Hún var felld út með breyttu deiliskipulagi sem öðlaðist gildi 4. apríl 2024, sbr. auglýsingu nr. 409/2024 um deiliskipulag í Hvalfjarðarsveit sem birt var í B - deild Stjórnartíðinda egnumakstur um jörð Vestri - á kvöðinni og styðjast þær nú alfarið við það að umferðarréttur hafi stofnast á grundvelli hefðar. 3 8 Svo sem ráða má af framangreindu hef ur dánarbú Svölu Hannesdóttur Kastenholz ekki áfrýjað héraðsdómi fyrir sitt leyti. Málatilbúnaður aðila um formhlið máls 9 Frávísunarkröfu sína byggja stefndu annars vegar á því að málsaðild til sóknar fyrir Landsrétti sé ekki í samræmi við 18. gr. laga nr . 91/1991 um meðferð einkamála. Mál þetta hafi verið höfðað af eigendum jarðarinnar Eystri - Leirárgarða. Svala Hannesdóttir Kastenholz hafi átt 16,67% hlut í jörðinni. Í héraðsdómsstefnu hafi verið gerð krafa um viðurkenningu umferðarréttar stefnenda in sol idum. Þannig hafi málinu í upphafi verið markaður sá farvegur að umferðarréttur stefnenda í héraði á grundvelli eignarhalds þeirra á jörðinni sé óskiptur og þar með að um sé að ræða eignarréttindi sem þau eigi í óskiptri sameign. Í 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 sé mælt svo fyrir að eigi fleiri en einn óskipt réttindi eða beri óskipta skyldu, þá eigi þeir óskipta aðild. Þá skuli samkvæmt 2. mgr. sömu greinar vísa máli frá dómi ef þeir sem eiga óskipt réttindi sækja ekki mál í sameiningu, að því leyti sem krafa er höfð uppi um hagsmuni einhvers þeirra sem á ekki aðild að því. Samkvæmt þessu og með því að dánarbú Svölu stendur ekki að áfrýjun málsins verði að vísa því frá Landsrétti. Hins vegar er frávísunarkrafan reist á því að breytt kröfugerð áfrýjenda á milli dómstiga raski öllum grundvelli málsins. Það sé skilyrði þess að heimilt sé að breyta dómkröfu að hún rúmist innan upprunalegrar kröfu og raski ekki málsgrundvellinum. Í greinargerð til Landsréttar sé kröfugerð áfrýjenda verulega breytt frá héraðsdóm sstefnu og endanlegri dómkröfu þeirra í héraði. Í hinum áfrýjaða dómi sé skýr afstaða tekin til þess að sú viðurkenningarkrafa sem áfrýjendur hafi upp fyrir Landsrétti rúmist ekki innan kröfugerðar þeirra að þessu leyti fyrir héraðsdómi. Á þessum grunni sé óhjákvæmilegt að vísa málinu frá Landsrétti, enda verði ekki séð að sjálfstæðar málsástæður standi til þess, við svo búið, að kröfugerð áfrýjanda að öðru leyti geti komið til efnislegrar úrlausnar. 10 Áfrýjendur hafna því að ákvæði 18. gr. laga nr. 91/199 1 standi áfrýjun þeirra í vegi. Dómstólar hafi í dómaframkvæmd verið mjög tregir til að vísa málum frá vegna skorts á samaðild til sóknar þegar hafðar eru uppi viðurkenningarkröfur eins og hér um ræðir. Um sé að ræða sjálfstæð réttindi áfrýjenda sem þeir g eti notið án aðildar sameiganda þeirra að jörðinni Eystri - Leirárgörðum. Auk þess liggi fyrir að niðurstaða um umferðarrétt áfrýjenda muni ekki hafa nein áhrif á hagmuni sameigandans, sem taki í einu og öllu undir málatilbúnað áfrýjenda. Ástæða þess að hann láti ekki málið til sín taka fyrir Landsrétti skýrist alfarið af kostnaði sem fylgi málarekstri fyrir dómstólum. Þá mótmæla áfrýjendur því að breytt kröfugerð þeirra raski grundvelli málsins. Málsforræðisregla einkamálaréttarfars, sbr. 111. gr. laga nr. 9 1/1991, heimili áfrýjendum að draga úr kröfum sínum fyrir Landsrétti, enda sé ekki verið að halda fram nýjum málsástæðum til stuðnings hinni breyttu kröfugerð. Breytingin lúti einvörðungu að nánari afmörkun umferðarréttarins, stefndu til hagsbóta. Að því e r varðar kröfugerð áfrýjenda fyrir Landsrétti að öðru leyti vísa þeir til þess að hún sé 4 um aðfararhæfan dóm og sé reist á sömu málsástæðum og lagarökum og upphafleg viðurkenningarkrafa fyrir héraðsdómi. Niðurstaða 11 Svo sem fram er komið hafa áfrýjendur, sem eru tveir af þremur sameigendum jarðarinnar Eystri - Leirárgarða í Hvalfjarðarsveit, uppi þá dómkröfu fyrir Landsrétti að viðurkenndur verði nánar tilgreindur umferðarréttur þeirra um tæplega 400 metra vegarkafla í landi jarðarinnar Vestri - Leirárgarða. V erður á það fallist með áfrýjendum að þeir hafi hvor um sig sjálfstæðra hagsmuna að gæta af þeirri kröfu og að 1. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991 standi því ekki í vegi að þeir geti sótt þennan rétt sinn fyrir dómi án aðildar sameiganda síns, sbr. síðari mál sliður 2. mgr. sömu greinar. Af úrlausn um þá kröfu ræðst síðan hvort fallast megi á kröfur áfrýjenda að öðru leyti. 12 Á milli dómstiga hafa áfrýjendur breytt viðurkenningarkröfu sinni eins og áður er lýst. Ljóst er að sú breyting tekur mið af forsendum hins áfrýjaða dóms. Þannig kemur annars vegar fram í niðurstöðukafla dómsins að með því að þeir hafi fallið frá kröfu sinni um afnotarétt standi eftir krafa um fullan og óhindraðan umferðarrétt. Fái dómurinn ekki séð, miðað við þessa kröfugerð, að hægt sé að f allast á kröfur í málinu öðruvísi en svo að sá réttur yrði þá viðurkenndur án takmarkana. Að undangenginni langri umfjöllun í niðurstöðukafla dómsins um málatilbúnað áfrýjenda segir hins vegar að án þess að nokkur afstaða verði tekin til þess hefði krafa u m takmarkaðri afnot eða nánar tilgreinda umferð áfrýjenda um land stefndu í afmörkuðum tilgangi hugsanlega fengið betri hljómgrunn. 13 Samkvæmt framansögðu liggur fyrir að héraðsdómari leit svo á að á grundvelli kröfugerðar áfrýjenda í héraði væru ekki forsen dur til að taka afstöðu til þess hvort takmarkaður umferðarréttur þeim til handa í einhverri mynd væri fyrir hendi. Með kröfugerð sinni fyrir Landsrétti og svo sem fram er komið leitast áfrýjendur við að fá slíkan umferðarrétt viðurkenndan. 14 Í umferðarrétti felst réttur annars aðila en eiganda til umferðar yfir fasteign þess síðarnefnda. Enda þótt dómkrafa áfrýjenda fyrir héraðsdómi hafi verið sett fram þannig að krafist væri viðurkenningar á fullum og óhindruðum umferðarrétti þeirra um land stefndu á afmörk uðu svæði, má ljóst vera að til grundvallar kröfunni lá meðal annars að áfrýjendur hefðu frá árinu 1977 til ársins 2020 farið um land Vestri - Leirárgarða og notað umræddan veg til smalamennsku og til að komast að þeim þremur túnum sem sérstaklega eru tilgre ind í kröfugerð þeirra fyrir Landsrétti. Hefur málatilbúnaður áfrýjenda frá upphafi þannig tekið mið af því að þau eigi umferðarrétt sem taki til afmarkaðra nota og sé þar með ekki án takmarkana, svo sem ráða má af orðalagi upphaflegrar kröfugerðar þeirra samkvæmt framansögðu. 15 Af framangreindu leiðir að taka ber efnislega afstöðu til kröfugerðar áfrýjenda. Verður það að réttu lagi ekki gert í fyrsta sinn hér fyrir dómi, enda að meginreglu við það miðað að Landsréttur endurskoði úrlausnir héraðsdóms á sömu forsendum og mál var 5 dæmt þar. Þykir svo sem hér háttar til og að öllu framangreindu gættu rétt að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og leggja fyrir héraðsdóm að taka málið til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. 16 Rétt þykir að málskostnaður fyrir Landsr étti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur er ómerktur og málinu vísað heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Vesturlands 15. mars 2023 I. Dómkröfur, aðild og málsmeðferð 1. Samkvæmt gögnum málsins verður litið svo á að málið hafi verið höfðað 31. ágúst 2022. Stefnendur eru Eystri - Leirárgarðar ehf., Hannes Adolf Magnússon, Eystri - Leirárgörðum, 301 Akranesi, og db. Svölu Hannesdóttur - Kastenholz. Stefnt er Dóru Lí ndal Hjartardóttur, Marteini Njálssyni, Karen Líndal Marteinsdóttur og Valmundi Árnasyni, sem öll eru með lögheimili að Vestri - Leirárgörðum, 301 Akranesi. 2. Stefnendur krefjast þess að viðurkenndur verði réttur þeirra in solidum til fulls og óhindraðs um ferðarréttar um veg í landi Vestri - Leirárgarða, sem er um það bil 380 metra langur og liggur frá landamerkjum Eystri - og Vestri - Leirárgarða að sunnanverðu (GPS hnit ca 362.253, 437.662) og að landamerkjum Vestri - og Eystri - Leirárgarða að norðanverðu (GPS h nit ca 362.028, 437.966). 3. Stefnendur krefjast þess einnig in solidum að viðurkennt verði að stefndu sé óheimilt að loka veginum eða hluta vegarins, hindra umferð og afnot stefnenda af veginum og aðkomu og aðgengi stefnenda að túnum og beitihögum á land areign stefnenda sem eru norðan við veginn. 4. Enn fremur krefjast stefnendur þess in solidum að stefndu verði gert að fjarlægja girðingar og aðrar hindranir sem stefndu hafa sett á veginn, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 25.000 kr. frá dómsuppsögu. 5. Þá krefjast stefnendur in solidum málskostnaðar að viðbættum virðisaukaskatti samkvæmt málskostnaðarreikningi sem verður lagður fram við aðalmeðferð málsins eða að mati dómsins. 6. Stefndu krefjast sýknu af kröfum stefnenda og málskostnaðar sameiginle ga úr þeirra hendi að skaðlausu. 7. Farin var vettvangsganga um ágreiningssvæðið 30. nóvember sl. þar sem dómari mætti ásamt lögmönnum og aðilum málsins. Veður var frekar slæmt en sjálft svæðið, þar sem umferðarréttar er krafist 6 um, er mjög lítið og afma rkað. Dómari taldi ekki þörf á að skoða sérstaklega þau svæði fjarri deilusvæðinu sem stefnendur telja stefndu tálma þeim aðgang að. Aðalmeðferð var lokið föstudaginn 3. febrúar sl. Hófst hún til glöggvunar á sérstakri yfirferð dómara með lögmönnum yfir he lstu kort sem lögð hafa verið fram í málinu, því næst voru skýrslur teknar, málið flutt og það dómtekið að því búnu. Í síðari ræðu lögmanns við aðalmeðferð féllu stefnendur frá upphaflegri kröfu um afnotarétt af vegspottanum og krefjast því eingöngu óhindr aðs umferðarréttar. Fyrir dómsuppsögu var gætt að ákvæðum 1. mgr. 115. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, en dóm hefði með réttu átt að kveða upp eigi síðar en 3. mars sl. 8. Aðilaskýrslur gáfu fyrir hönd stefnenda, Magnús Hannesson og Hannes Ado lf Magnússon og stefndu Marteinn Njálsson og Dóra Líndal Hjartardóttir. Þá komu fyrir dóminn vitnin Grétar Jónsson, Sigurður Valgeirsson og Baldvin Björnsson. Vitnaskýrslu símleiðis gáfu Sigurður Arnar Sigurðsson, Guðjón Valgeir Bjarkason og Jón Gunnar Ing ibergsson. Framburðar verður getið í dómnum eins og ástæða þykir til. II. Málsatvik 9. S tefnendur eiga sameiginlega jörðina Eystri - Leirárgarða ásamt viðskeyttum fasteignum. Hannes Adolf Magnússon á helming jarðarinnar. Hann er sonur Magnúsar Hannessonar, fyrirsvarsmanns Eystri - Leirárgarða ehf. Stefnandinn db. Svölu Hannesdóttur - Kastenholz á 16,67% í jörðinni, en Svala Hannesdóttir var systir Magnúsar Hannessonar. Stefnandi Eystri - Leirárgarðar ehf. á 33,33% í jörðinni, en félagið er í eigu Magnúsar. 10. M agnús Hannesson er fæddur og uppalinn að Eystri - Leirárgörðum. Magnús hefur stundað búrekstur að Eystri - Leirárgörðum áratugum saman, formlega frá árinu 1977, þegar hann tók við búi að hluta af föður og föðurbróður sínum, en hann hafði árin þar á und an aðstoðað föður sinn við bústörf frá unga aldri. Faðir Magnúsar, Hannes Einarsson, og föðurbróðir, Adolf Einarsson, tóku við búi af föður þeirra, Einari Gíslasyni, á fimmta áratugnum. Einar Gíslason, afi Magnúsar, keypti Mið - Leirárgarða árið 1904 og svo Eystri - Leirárgarða árið 1918 og sameinaði jarðirnar í Eystri - Leirárgarða. Stefnendur kveðast því þekkja vel umþrættan veg sem dómkröfur lúta að, forsögu hans og notkun, enda hafa þeir að sögn notað hann óhindrað og án athugasemda í áratugi. 11. Stefndu er u sameiginlegir eigendur jarðarinnar Vestri - Leirárgarða. Stefndu Dóra og Marteinn eru foreldrar Karenar Líndal Marteinsdóttur og stefndi Valmundur Árnason er sambúðaraðili Karenar. Karen og Valmundur keyptu helming jarðarinnar af foreldrum Karenar í maí 20 22. Dóra og Marteinn keyptu jörðina af foreldrum Marteins sem keypt höfðu hana árið 1948 og hafið þar búskap. Engin kvöð var í afsali vegna þeirra kaupa um gegnumakstur og heldur ekki í afsölum sem Marteinn og Dóra fengu fyrir jörðinni 1979 og 1981. 12. Stefndu kveða ágreining málsins um umferðarrétt stefnenda snúast um veg sem liggi gegnum bæjarhlað Vestri - Leirárgarða. Sá vegur hafi verið lagður árið 1981. Áður hafi vegslóði legið vestar og áfram norður um sameignarland aðila að Leirárlaug. Forsaga l augarinnar er að þegar foreldrar stefnda Marteins hafi keypt jörðina var heit náttúrulaug í landi Leirár. Ungmennafélagið Haukur hafi síðar ráðist í þá framkvæmd að steypa sundlaug og byggja búningsklefa. Slóðinn að Leirárlaug hafi legið í gegnum hlaðið á gamla bænum, upp með túni að fjárhúsum (nú við bæjarhlað íbúðarhússins frá 1976) og áfram upp að lauginni. Ný sundlaug hafi verið byggð kringum 1970 og Leirárlaug þá aflögð. Samhliða því hafi vegurinn verið aflagður og einungis notaður tilfallandi. 7 13. Le irárgarðsvegur nr. 5064 nær frá þjóðvegi nr. 504 og endar að sögn stefnenda skömmu eftir að komið er að íbúðarhúsi að Vestri - Leirárgörðum. Aðilar eru sammála um að vegurinn sé héraðsvegur skv. vegaskrá, sbr. c - lið 2. mgr. 8. gr. vegalaga nr. 80/2007, en st efndu kveða veginn enda 50 metrum áður en hann kemur að íbúðarhúsi í samræmi við ákvæðið, en landeigandi sé veghaldari og kosti veghald síðustu 50 metra að húsi. Vegslóðinn sem liggi í gegnum bæjarhlaðið og að landmerkjum sé ekki á vegaskrá. 14. Vegurinn, sem tekur við af Leirárgarðsvegi nr. 5064, nær að sögn stefnenda frá enda þess vegar til norðurs að Leirárlaug. Vegurinn sé sveitarfélagsvegur í skilningi 9. gr. vegalaga. Þessu hafna stefndu og kveða hér ekki hafa verið um sýsluveg að ræða sem síðar hafi orðið sveitarfélagsvegur, líkt og stefnendur byggi á. Af lagabreytingum leiði að þetta sé ekki sveitarfélagsvegur en stefndu fallast á að vegurinn sé skilgreindur sem göngu - og reiðstígur í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar. Vegurinn hafi hins vegar verið felldur úr flokki sýsluvega í Borgarfjarðarsýslu í júní 1965, en hafi verið sýsluvegur til þess tíma frá 1956. 15. Vegurinn frá Vestri - Leirárgörðum upp að Leirárlaug er að sögn stefnenda gömul þjóðleið og hafi í eldri tíð verið eini vegurinn milli Mela - og Leirársveitar. Vegurinn sjáist skýrlega í gömlum heimildum og gögnum, þ.m.t. á herforingjaráðskorti ódagsettu og loftmynd frá árinu 1940 sem breski herinn tók. Stefndu telja hins vegar að kort sýni að þjóðleiðin og gamla kirkjuleiðin hafi legið meðfram Leirá en ekki á milli Eystri - og Vestri - Leirárgarða. 16. Á sjötta áratug nítjándu aldar var hins vegar að sögn stefnenda vegur ruddur í gömlu þjóðleiðina og lagður frá vegi 5064 upp að Leirárlaug . Þessi vegur hafi verið byggður að tilstuðlan sundlaugan efndar Leirárlaugar, sem er nefnd á vegum sveitarfélagsins og ungmennafélagsins, með aðkomu sýslunefndar Borgarfjarðasýslu, Leirár - og Melahrepps, Hvalfjarðarstrandarhrepps (Strandarhrepp), Skilmannahrepps, U.M.S.B. og íþróttasjóðs ríkisins. Gerð vegarins hafi að öllu leyti verið fjármögnuð með opinberu fé. Þessu mótmæla stefndu einnig og kveða gögn ekki staðfesta þetta. Síðar hafi hins vegar komið vegslóði frá landamerkjum Vestri - Leirárgarða að Leirárlaug og lengra norður, líkast til um svipað leyti og þeg ar laugin var tekin í notkun. 17. Árið 1960 boruðu fjögur sveitarfélög (forverar Hvalfjarðarsveitar) eftir heitu vatni hjá Leirárlaug. Sú borhola er enn þann dag í dag notuð fyrir Heiðarskóla, Heiðarborg, Leirá og Hávarsstaði. Umþrættur vegur er að sögn s tefnenda eini vegurinn að borholunni, en því neita stefndu. 18. Árið 1974 lagaði Akraneskaupstaður veginn þegar borað var eftir heitu vatni í landi Leirár. Stefndu lýsa því svo að bærinn hafi lagfært vegslóðann að Leirárlaug frá Vestri - Leirárgörðum. Með ódagsettum samningi hafi bærinn gert samning við eigendur Leirár og Hávarsstaða um borun eftir heitu vatni að Leirá og Hávarsstöðum. Samningurinn hafi verið gerður 1974. Við þessa framkvæmd hafi Akraneskaupstaður látið bera í vegslóðann og lagfært hann end a verið samkomulag um það við fyrri eiganda Vestri - Leirárgarða. 19. Akraneskaupstaður hafi hins vegar ekki farið að fyrirmælum fyrrum landeiganda að Vestri - Leirárgörðum varðandi umferð um jörð hans vegna framkvæmdanna sem taldi sig hafa orðið fyrir miklu tjóni og var rekið dómsmál um það. 8 20. Ekkert liggi fyrir um að sögn stefndu að Akraneskaupstaður hafi lagfært eða haldið veginum við eftir það líkt og segi í stefnu, enda eigi kaupstaðurinn ekki borholuna. Rangt sé það sem stefnendur staðhæfi að umræddur vegur sé eini vegurinn að borholunni, þ.e. í gegnum bæjarhlað Vestri - Leirárgarða. Auðvelt sé að fara frá þjóðvegi 1 í gegnum land Skorholts, Geldingaár og um land Vestri - og Eystri - Leirárgarða að Leirárlaug og borholunni og sé sú leið almennt farin. Engin n samningur sé við stefndu um umferðarrétt um land Vestri - Leirárgarða að borholunni. Stefnendur kveðast á hinn bóginn hafa notað veginn óhindrað í yfir fjóra áratugi eða frá 1977, án nokkurra athugasemda af hálfu stefndu eða þangað til þau hafi sett hindru n á veginn árið 2020. 21. Stefndu kveða umferð stefnenda um umræddan veg frá 1981 hafa verið tilfallandi. Í fyrsta lagi hafi tún stefnenda norðaustan við Vestri - Leirárgarða fyrst verið ræktað upp í kringum 1980. Aðkoma að því túni sé beint frá og af öðrum samliggjandi túnum Eystri - Leirárgarða. Í öðru lagi hafi tún norðan Vestri - Leirárgarða (efri tún) verið ræktuð upp í kringum síðustu aldamót og síðar. Í þriðja lagi hafi umferð frá Eystri - Leirárgörðum upp á mel aðallega verið meðfram Leiránni eftir slóða sem er þar. Það hafi breyst fyrst þegar ný fjárhús hafi verið reist við Eystri - Leirárgarða árið 1998. Fram að aldamótum hafi umferð þannig einungis verið tilfallandi enda engin ástæða fyrir ábúendur Eystri - Leirárgarða að taka á sig krók til að fara gegnum bæjarhlað Vestri - Leirárgarða. Því sé rangt sem stefnendur haldi fram að þeir hafi farið óhindrað um veginn frá 1977, eða þeir hafi nýtt umferðarrétt sinn að staðaldri eða með reglulegum hætti. 22. Stefndu vilja hins vegar halda því til haga að umferð st efnenda hafi aukist til muna hin síðustu ár og keyrt hafi um þverbak sumarið 2020 þegar stefnendur hafi farið um 48 ferðir á þungum vinnuvélum á tveimur dögum í gegnum bæjarhlað Vestri - Leirárgarða þegar borið var á tún stefnenda. Umferð stefnenda hafi ógna ð almennu öryggi á bæjarhlaði og verið truflandi fyrir atvinnurekstur stefndu. 23. Stefndu hafi lokað fyrir akandi umferð um bæjarhlað sitt í apríl 2021 enda hafi stefnendum þá og nú verið vel færar hið minnsta tvær aðrar leiðir/vegslóðar í gegnum eigið land að efri túnum norðan við Vestri - Leirárgarða. Stefnendur hafi sinnt sínum búskap undanfarin tvö sumur, 2021 og 2022, með því að fara um vegslóða í eigin landi. Því hafni stefndu að stefnendur hafi notað umræddan veg óhindrað í 45 ár, frá árinu 1977, án nokkurra athugasemda og að nauðsyn beri til fyrir stefnendur að komast þar um til þess að sinna bústörfum í landi Eystri - Leirárgarða. 24. Stefndu gerðu samning við leigutaka Leirár í júlí 2021 um umferð í gegnum land Vestri - Leirárgarða. Veiðimenn fari n ú um vegslóða meðfram Leiránni að efri veiðistöðum árinnar. Fyrirsvarsmaður eins stefnenda, Magnús Hannesson, er formaður Veiðifélags Leirár og sem formaður hafi hann sent sveitarfélaginu bréf 23. apríl 2021 þar sem óskað var eftir að sveitarfélagið beitti sér fyrir opnun vegar um jörð stefndu. Landskiptagerð 1980 25. Árið 1979 voru Guðmundur Brynjólfsson, Sigurður Eyjólfsson og Jón Magnússon skipaðir af sýslumannsembættinu í Borgarnesi til þess að framkvæma landskipti milli jarðanna Eystri - og Vestri - Leir árgarða. Land það sem átti að skipta voru búhagar umræddra jarða, er náðu frá mörkum hins ræktaða lands allt að fjallsrótum. Komu 3/5 hlutar umrædds lands í hlut Eystri - Leirárgarða, en 2/5 í hlut Vestri - Leirárgarða. Útgefin var landskiptagjörð því til stað festingar dagsett 28. ágúst 1980. Í framhaldi var grafinn merkjaskurður, tún ræktuð og girt merkjargirðing milli jarðanna. Stefndu draga gildi þessa í efa og benda 9 á að gjörðin sé óundirrituð af landeigendum og hafi ekki verið þinglýst þótt hún hafi verið dagbókarfærð. Stefndu benda á að engin kvöð sé um gegnumakstur um jörð þeirra til að komast inn á veginn á sameignarlandinu sem landskiptagjörðin nær til. 26. Miðað við landskiptin er vegurinn frá Vestri - Leirárgörðum norður að Leirárlaug í landi Eystri - Leirárgarða. 27. Í stefnu og greinargerð stefndu er umfangsmikil umfjöllun um breytingar á deiliskipulagi svæðisins sem unnar voru 2010 og 2011 og einkum um áhrif þess að sett var kvöð á Vestri - Leirárgarða um umferðarrétt um hinn umdeilda vegslóða sem var tilkominn vegna tilmæla frá Skipulagsstofunun að því er virðist. Einnig greinir frá samskiptum aðila við Hvalfjarðarsveit vegna umræðna um breytingar á deiliskipulagi samkvæmt tillögum stefndu Dóru og Marteins 2021 og þá niðurfellingu á umferðarkvö ðinni. Dómnum þykir ekki ástæða til að taka þá umfjöllun upp í dóm þennan í ljósi málatilbúnaðar aðila að öðru leyti en því að til hennar verður vísað eins og þörf þykir í niðurstöðukafla málsins. 28. Með bréfi Hvalfjarðarsveitar, 14. júlí 2021, voru dags ektir boðaðar vegna takmörkunar stefndu á umferð um svæðið. Dagsektir hafa þó ekki verið lagðar á stefndu og það standi ekki til að sögn stefndu, af hálfu sveitarfélagsins, sbr. bókun í fundargerð sveitarstjórnar 12. apríl 2022. 29. Stefndu kveðast hafa alla tíð sýnt mikinn vilja til þess að leysa málið og hafi samþykkt tillögu sveitarfélagsins að nýjum vegi, þar sem komið hafi verið til móts við báða aðila þannig að nýr vegur lægi í landi Eystri - Leirárgarða, meðfram landamerkjum jarðanna. Stefnendur samþ ykktu þessa tillögu og sóttu um styrk í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar. Bókað var um tillöguna á fundi sveitastjórnar 12. apríl 2022. Stefnendur hafa síðan fallið frá samþykki sínu og höfðað þetta dómsmál. 30. Með bréfi 29. september 2022 óskuðu stefndu eftir breytingu á deiliskipulagi Vestri - Leirárgarða á grundvelli skipulagsuppdráttar sem fylgdi og hefur verið lögð fram. Á fundi umhverfis - , skipulags - , náttúruverndar - og landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar þann 19. október 2022 var samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir Vestri - Leirárgarða skv. 1. mgr. 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og málinu vísað til endanlegrar ákvörðunar sveitastjórnar, sem samþykkti á fundi sínum 26. október að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi. Skipul agstillagan er að sögn stefndu í lögbundnu ferli. III. Málsástæður og lagarök stefnenda Umferðarréttur skv. hefð. 31. Umferðarrétt sinn um land Vestri - Leirárgarða kveðast stefnendur byggja á hefð skv. 7. gr., sbr. 8. gr., sbr. 1. mgr. 2. gr., sbr. 3. gr. , laga nr. 46/1905 um hefð. Hafi forfeður stefnenda, sem stefnendur leiða rétt sinn m.a. frá, nánar tiltekið Hannes Einarsson, Adolf Einarsson og Einar Gíslason, allt frá árinu 1904 notað umþrættan vegslóða/veg óhindrað og athugasemdalaust, þ.e. í 117 ár, til að sinna bæði beinum og óbeinum búrekstri, fyrst á hestum, en síðan akandi eftir að sveitarfélagið lagði veginn frá Vestri - Leirárgörðum upp að Leirárlaug á sjötta áratugnum. Ljóst sé því að uppfyllt séu skilyrði 1. mgr. 2. gr. laga nr. 46/1905 um 20 ár a hefðartíma, sem og til vara skilyrði 8. gr. sömu laga um 40 ára hefðartíma. Hefðin hafi verið fullnuð 10 fyrir tálmun á umferðarrétti. Sjá megi veginn af gömlum kortum og loftmyndum frá fyrri tíð, eins og áður greini. 32. Þess er getið að þ egar vegurinn ha fi verið lagður á sjötta áratugnum, þá hafi ekkert íbúðarhúsnæði verið við enda vegar nr. 5064, heldur eingöngu fjárhús. Íbúðarhúsið hafi verið byggt árið 1976, af stefndu Marteini og Dóru Líndal, við hliðina á veginum. Afnota - og umferðarréttur stefnenda og forfeðra þeirra af vegslóðanum (1904 - 1957), og síðar veginum (1957 - ) að Leirárlaug, hafi því verið kominn á mörgum áratugum áður en umrætt hús að Vestri - Leirárgörðum var reist við hlið vegarins. 33. Stefnendur hafi frá árinu 1977 til 2020 farið um lan d Vestri - Leirárgarða og notað veginn óhindrað til smalamennsku, eftirlits með fé og til að komast upp að afrétti og að ánni. Auk þess hafi þeir notað veginn til að komast að þremur ræktuðum túnum, sem þeir hafi ræktað upp í lok tuttugustu aldar, sem öll sé u í eigu Eystri - Leirárgarða og séu fyrir norðan Vestri - Leirárgarða. Elsta túnið sé frá árinu 1980. Vegurinn sé eini vegurinn að túnunum og afrétti. 34. Hafi því skapast hefð um afnotarétt og ótakmarkaðan umferðarrétt um veginn á þeim tíma sem liðið hafi f rá því að Einar Gíslason notaði vegslóðann, uns stefnendur fóru að nota veginn, þ.m.t. á ökutækjum, reglulega frá árinu 1977. Hefðarrétturinn sé óumdeildur og vísi stefnendur aðallega til 7. gr. laga nr. 46/1905, en þar komi fram að notkun skapi afnotarétt með sömu skilyrðum og gildi um eignarhefð, en til vara er vísað til 8. gr. sömu laga. 35. Skilyrði hefðar séu þar af leiðandi uppfyllt, bæði er varði raunverulega nýtingu og afnot vegarins, m.a. frá því að umþrætt íbúðarhús var byggt árið 1976. Umferða rréttur á grundvelli gildandi skipulags 36. Auk þessa eigi stefnendur umferðarrétt á grundvelli gildandi skipulagskvaðar, sem stefndu séu bundin af. 37. Stefnendur byggja á því að stefndu sé með öllu óheimilt að takmarka með nokkrum hætti afnot stefnend a af veginum eða umferð að túnum sínum og beitihögum fyrir norðan Vestri - Leirárgarða. Með slíkum aðgerðum séu stefndu að brjóta gegn réttindum stefnenda til afnota vegarins og takmarka um leið möguleika þeirra til að nýta land sitt með eðlilegum hætti, til áframhaldandi ræktunar á því og annarra bústarfa. Beri því að fallast á viðurkenningarkröfu stefnenda. 38. Stefnendur byggja kröfu sína um viðurkenningu á því að stefndu sé óheimilt að loka veginum á sömu málsástæðum og lagarökum og að ofan greinir. Í því sambandi vísa stefnendur m.a. til gildandi skipulags, sem hafi fengið meðferð í samræmi við ákvæði skip ulags - og byggingarlaga nr. 73/1997 og skipulagsreglugerð nr. 400/1998, en samkvæmt því gildi skipulagskvöð um gegnumakstur um land Vestri - Leirárgarða. Skipulagið, þ.m.t. umrædd kvöð, feli í sér gild stjórnvaldsfyrirmæli, sem stefndu séu bundin af og telja st hafa samþykkt fyrir sitt leyti. 11 39. Sveitarfélagið sé sem fyrr greinir veghaldari vegarins frá Vestri - Leirárgörðum að Leirárlaug og Vegagerðin sé veghaldari héraðsvegar nr. 5064 frá vegi nr. 504 að Vestri - Leirárgörðum. Stefndu geti af þeim sökum ekki lokað veginum án samþykkis sveitarfélagsins, sbr. 9. gr. vegalaga, eða girt fyrir hann, sbr. 53. gr. vegalaga. Stefnendur hafna því að vegurinn sé einkavegur, a.m.k. sé það ósannað með öllu. Auk þess breyti mögulegur ágreiningur um stöðu vegarins ekki þei rri staðreynd að í gildi sé skipulagskvöð um gegnumakstur, sem gerð hafi verið með fullu samþykki stefndu, og þau séu bundin af. Stefndu geti því ekki einhliða takmarkað afnot af veginum. 40. Enn fremur sé vegurinn á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar skilg reindur sem göngu - og reiðstígur. Samkvæmt því hafi sveitarfélagið tekið skipulagslega ákvörðun þess efnis að reið - og gönguleið skuli liggja í gegnum jörðina Vestri - Leirárgarða. Þar sem um skipulagðan stíg sé að ræða vísist til 26. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd, en þar segi að þegar girða þurfi fyrir forna þjóðleið eða skipulagðan göngu - , hjólreiða - eða reiðstíg skuli sá sem girðir hafa þar hlið á girðingu. Í þessu felist að stefndu geti ekki lokað skipulagðri reiðleið eða göngustíg sem liggi í gegn um land þeirra án samþykkis sveitarfélagsins. Slíks samþykkis hafi ekki verið aflað og sé lokunin á reið - og göngustígnum því ólögmæt. 41. Samkvæmt lögum nr. 80/2012 um menningarminjar séu vegir og götur sem eru eldri en 100 ára fornleifar í skilningi la ganna, sbr. 3. mgr. 3. gr., en þeim megi enginn spilla, granda eða breyta, hylja, laga, aflaga eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar, sbr. 1. mgr. 21. gr. Umræddur vegur sé forn þjóðleið og eldri en 100 ára og sé stefndu með vísan til framangrei nds lagaákvæðis óheimilt að loka slíkri þjóðleið án samþykkis stofnunarinnar. Stefndu hafi ekki aflað slíks samþykkis og sé lokun þeirra því brot gegn framangreindu ákvæði. 42. Að lokum krefjast stefnendur þess in solidum að stefndu verði gert að fjarlæ gja girðingar og aðrar hindranir sem stefndu hafa sett á veginn, að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 25.000 kr. frá dómsuppsögu, með vísan til sömu málsástæðna og lagaraka og að ofan greinir. Krafa um dagsektir er byggð á heimild í 114. gr. laga nr. 91/1991 og grundvallast á þeim röksemdum að það varði stefnendur miklu að stefndu láti af þeirri ólögmætu háttsemi að hindra stefnendur frá því að nota veginn með eðlilegum hætti eins og réttur þeirra standi til. IV. Málsástæður og lagarök stefndu Athugasemdir stefndu við dómkröfu í stefnu. óhindraðs afnota - - Leirárgarða. Dómkrafan sé óljós að því leyti að ekki sé skýr t hvað felist í fullum og óhindruðum afnotarétti af veginum. Þá verði ekki séð af málatilbúnaði stefnenda að þeir hafi haft full og óhindruð afnot af veginum, né skýrt hvað felist í fullum afnotum umfram umferðarrétt. 44. Þá sé krafist viðurkenningar á þv í að stefndu sé óheimilt m.a. að hindra aðkomu og aðgengi stefnenda að túnum og beitihögum á landareign stefnenda norðan við veginn. Stefndu byggja á því að þessi hluti dómkröfunnar sé óskýr og ekki í samræmi við gögn málsins eða málatilbúnað stefnenda. Hv ergi hafi komið fram eða rök verið leidd að því að stefndu hindri aðkomu eða aðgengi að túnum stefnenda. Stefnendur eigi óhefta aðkomu gegnum land sitt að umræddum túnum og stefndu ómögulegt að hindra þá aðkomu eða 12 aðgengi stefnenda. Sérstaklega benda stef ndu á að stefnendur hafi haft fulla aðkomu og aðgengi að túnum og nytjað þau þegar veginum haf verið lokað tímabundið árið 2020. 45. Þessi óskýrleiki dómkröfu og ósamræmi milli málsástæðna og dómkrafna kunni að varða frávísun málsins án kröfu. Umferðarrét tur skv. hefð 46. Í málinu krefjist stefnendur viðurkenningar á umferðarrétti um land Vestri - Leirárgarða á grundvelli hefðar. Umferðarréttur sem krafist sé viðurkenningar á sé ítaksréttindi. Mismunur sé á hefðartíma sýnilegra ítaka, sbr. 7. gr. hefðarlaga, og ósýnilegra ítaka, sbr. 8. gr. 47. Til að ítak teljist sýnilegt þurfi varanlegar tilfæringar í þágu ítaksnotanna. Þessar tilfæringar eða ummerki þurfi að gefa ítaksnotin til kynna svo að ekki verði um villst. Slíkt sé ekki fyrir hendi hér. Samkvæmt mál atilbúnaði stefnenda sé um að ræða veg eða vegslóða sem hafi verið til staðar og þeir hafi nýtt sér. Geti umferðarrétturinn í þessu tilviki aldrei verið sýnilegt ítak. Hefðartími sé þá full 40 ár, sbr. 8. gr. hefðarlaga. 48. Stefndu séu þinglýstir eigendu r Vestri - Leirárgarða og njóti sem slíkir eignarréttar jarðarinnar. Eignarréttindi þeirra séu varin af 72. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Stefndu byggja á því að stefnendur hafi ekki sýnt fram á að skilyrði hefðar séu fyrir hendi og ekki hafi verið sýn t fram á stöðuga og viðvarandi nýtingu umferðarréttar í fullan hefðartíma eða að slík afnot hafi verið í góðri trú, þ.e. án vitneskju um betri rétt stefnenda. Stöðug og viðvarandi not. 49. Stefndu byggja á því að um sé að ræða einkaveg frá enda héraðsvega rins, 50 m áður en komið er að íbúðarhúsinu. Vegurinn frá enda héraðsvegarins sé hvorki á vegaskrá Vegagerðarinnar né í umsjá sveitarfélagsins. Það sé rangt og ósannað að stefnendur hafi frá árinu 1977 farið um land Vestri - Leirárgarða og notað veginn óhind rað til smalamennsku og eftirlits með fé og til að komast að ánni. Eins og áður er rakið hafi stefnendur aðrar leiðir upp á mel ofan Eystri - og Vestri - Leirárgarða gegnum sitt eigið land, bæði gegnum tún og meðfram Leiránni. 50. Frá því að Leirárlaug var l okað árið 1970 hafa afnot af veginum gegnum Vestri - Leirárgarða verið takmörkuð og tilfallandi. Þó svo að vegurinn hafi verið sýsluvegur fyrir lokun laugarinnar sem aðkomuvegur að henni þá hafi sú umferð fallið niður með lokun laugarinnar. Akraneskaupstaður hafi gert samning um afnot af veginum við landeiganda um miðjan áttunda áratuginn í tengslum við framkvæmdir við borholu. Þeim viðskiptum aðila hafi lokið með dómsmáli, en þessi afmarkaði og umsamdi umferðarréttur Akraneskaupstaðar geti ekki verið grundvö llur umferðarréttar stefnenda. 51. Vegur sá sem krafist sé umferðarréttar um, skv. dómkröfum, hafi fyrst verið lagður árið 1981 eftir að núverandi íbúðarhús að Vestri - Leirárgörðum var byggt. Stefnendur geti ekki byggt rétt á að hefðarréttur hafi unnist fyr ir þann tíma enda vegurinn ekki til staðar. 52. Fram undir síðustu aldamót hafi fjárhús Eystri - Leirárgarða verið út við Leirá. Það hafi ekki verið fyrr en þau voru aflögð að ábúendur Eystri - Leirárgarða hafi byrjað að fara gegnum hlað Vestri - Leirárgarða ve gna fjárbúskapar og að einhverju leyti vegna ræktunar svonefndra efri túna um síðustu aldamót. Umferðin hafi þó aldrei verið regluleg eða viðvarandi. Sumarið 2020 hafi keyrt um þverbak þegar umferð hafi aukist mjög og orðið til þess að stefndu takmörkuðu u mferðina. 53. Það sé því rangt hjá stefnendum og ósannað að þeir hafi notað þessa leið reglulega frá árinu 1977. Stefnendur hafi notað veginn einstaka sinnum en þau not verið tilfallandi og óregluleg, enda umferð nær 13 alfarið verið meðfram Leiránni meðan g ömlu fjárhúsin voru í notkun. Þau not sem um ræði geti ekki verið grundvöllur hefðarréttinda og stefnendur geti ekki byggt kröfu sína um fullan og óhindraðan afnota - og umferðarrétt á svo takmarkaðri umferð. Afnot ekki í fullan hefðartíma 54. Stefndu hafna alfarið fullyrðingum stefnenda um að leið sú sem krafist sé umferðarréttar um hafi verið farin frá upphafi tuttugustu aldar. Á þeim tíma hafi svæðið verið ófær mýri, eins og sjá megi á herforingjaráðskortunum frá 1910. Notaðar hafi verið aðrar leiðir , s.s. meðfram Leiránni. 55. Stefndu byggja á því að tún sem eru í landi Eystri - Leirárgarða norðan Vestri - Leirárgarða (efri tún) hafi fyrst verið ræktuð kringum síðustu aldamót. Á loftmynd af svæðinu sem tekin hafi verið 1999 séu þau tún ekki komin í notk un. Stefndu hafna því sem fram komi í stefnu að túnin hafi verið ræktuð upp í lok nítjándu aldar og telja sýnt að það hafi ekki verið fyrr en rúmum 100 árum síðar. Það hafi fyrst verið við uppræktun efri túnanna sem umferð að einhverju marki hafi orðið frá Eystri - Leirárgörðum um vegslóðann. Hvað varði önnur tún stefnenda, sem hafi verið ræktuð 1980, þá séu þau aðliggjandi túnum Eystri - Leirárgarða og aðgengi að þeim hindrunarlaust frá Eystri - Leirárgörðum eins og ljósmyndir sýni. 56. Stefndu byggja jafnframt á því að aðkoma að umræddum túnum sé bæði möguleg og fari aðallega fram í gegnum tún stefnenda sjálfra. Allt að einu, þar sem einungis um 25 ár séu liðin frá ræktun efri túna og byggingu nýrra fjárhúsa Eystri - Leirárgarða hafi mögulegur umferðarréttur um l and stefndu ekki verið fyrir hendi í fullan hefðartíma, sbr. 8. gr. hefðarlaga. Huglæg skilyrði hefðar 57. Þá byggja stefndu á því að huglæg skilyrði hefðar séu ekki fyrir hendi og að stefnendum hafi verið ljóst að sú takmarkaða umferð sem þó hafi farið um veginn hafi verið með samþykki landeigenda Vestri - Leirárgarða. Enginn ágreiningur hafi verið um hvar mörk eignarlands Vestri - Leirárgarða hafi verið gagnvart sameiginlegu og óskiptu landsvæði sem ætlun hafi verið að skipta með landskiptagjörðinni 1980. Þ ar sem stefnendum hafi verið kunnugt eða mátti vera það ljóst að umferðin væri háð samþykki landeiganda geti þeir ekki öðlast ítaksréttindi á grundvelli hefðar. 58. Þá er því mótmælt að stefnendur eigi umferðarrétt á grundvelli gildandi skipulagskvaðar. Í fyrsta lagi sé í auglýsingu breytt deiliskipulag þar sem umrædd kvöð verði felld niður. Í öðru lagi geti stefnendur ekki byggt rétt sinn á kvöð í skipulagi. Slíkur umferðarréttur sé háður samþykki stefndu eða á grundvelli þeirra úrræða sem sveitarfélagið hafi á grundvelli 2. mgr. 50. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 59. Með vísan til alls framangreinds hafi stefnendur ekki sýnt fram á að þeir eigi umferðarrétt um veg gegnum land Vestri - Leirárgarða, hvorki fyrir hefð né á grundvelli skipulagskvaðar. Um aðrar dómkröfur stefnenda 60. Stefndu hafna því að þeim sé óheimilt að takmarka með nokkrum hætti afnot stefnenda af veginum. Stefndu byggja á því að stefnendum sé mögulegt að komast að túnum sínum gegnum eigið land og því sé nýtingarréttur þeirra hvergi t akmarkaður af stefndu. Stefnendur eigi hins vegar ekki rétt til fulls og óhindraðs afnota - og umferðarréttar um veg í landi stefndu. 61. Tilvísun stefnenda í kvöð um gegnumakstur sé haldlaus sem grundvöllur réttinda þeirra eins og áður sé rakið. 14 62. Umræ ddur vegur sé ekki sveitarfélagsvegur og því sé tilvísun stefnenda í 53. gr. vegalaga nr. 80/2007 marklaus. Stefndu sé heimilt að setja girðingar á einkaveg í landi sínu, sbr. tilvísað ákvæði. Þá vísi stefndu enn fremur til ákvæðis 55. gr. vegalaga þar sem landeiganda sé beinlínis heimilað að setja hlið á vegi, stíga eða göngutroðninga yfir land manns sem ekki teljist til vegaflokks skv. lögunum. Engar aðrar hindranir séu á umferð um veginn. Uppsetning hliðs sé því í fullu samræmi við lögbundinn rétt stefnd u skv. vegalögum. 63. Stefndu hafna því sem röngu og ósönnuðu að vegur sá er um ræðir sé forn þjóðleið. Eins og áður sé rakið hafi þjóðleið legið meðfram Leirá í landi Eystri - Leirárgarða og Leirár, en ekki milli Eystri - og Vestri - Leirárgarða. Vegurinn sem krafist sé umferðarréttar um hafi verið lagður 1981 og sé ekki og hafi ekki verið þjóðleið. Tilvísun í ákvæði laga um menningarminjar nr. 80/2012 sé því haldlaus. 64. Fyrir ofan land Vestri - Leirárgarða sé sú leið, sem áður hafi legið að Leirárlaug, nú s kilgreind sem göngu - og reiðstígur skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar. Engar hömlur séu á umferð gangandi eða ríðandi manna, umfram það sem landeigendum sé heimilt að setja, sbr. áðurnefnt ákvæði 55. gr. vegalaga. Umferð gangandi og ríðandi manna eigi g reiða leið í gegnum ólæst hlið á landamerkjum Eystri - og Vestri - Leirárgarða. 65. Stefnendur hafi því ekki haft í frammi neinar haldbærar málsástæður fyrir 2. lið kröfugerðar sinnar né sýnt fram á að slíkar hömlur séu fyrir hendi. Beri því að hafna kröfun ni og jafnframt að hafna kröfu stefnenda um dagsektir. V. Niðurstaða 66. Í upphafi málsóknar gerðu stefnendur kröfu um fullan og óhindraðan afnota - og umferðarrétt um 380 metra veg í landi Vestri - Leirárgarða. Við aðalmeðferð málsins, reyndar ekki fyrr en í lok hennar, var fallið frá kröfu um afnotarétt enda vart forsendur t il slíkrar kröfugerðar miðað við atvik máls og framlögð gögn. 67. Eftir stendur þá aðalkrafa um fullan og óhindraðan umferðarrétt um umræddan veg. Dómurinn fær ekki séð að hægt sé miðað við kröfugerð stefnenda að fallast á stefnukröfur í málinu með öðrum hætti en þeim að sá réttur verði þá viðurkenndur án takmarka. ------- 68. Málatilbúnaður aðila hefur að nokkru snúist um stöðu þess vegar sem um er deilt og aðliggjandi vega, þ.e. um hvort þarna sé um að ræða gamla þjóðleið, hvort þarna hafi verið áður og jafnvel enn í dag sýsluvegur eða héraðsvegur. Til að varpa ljósi á stöðu vegarins hafa verið lagðar fram gamlar heimildir og talsvert af uppdráttum og kortum til að undirstrika almenna notkun vegarins eða umferð um ágreiningssvæðið allt frá aldamótunum 1900. Dómurinn telur þessa gagnaöflun hafa fremur takmarkaða þýðingu fyrir grundvallarágreining málsins sem er annars vegar hvort umferðarréttur stefnenda í gegnum núverandi bæjarhlað Vestri - Leirárgarða hafi unnist þeim fyrir hefð eða hins vegar hvort þan n rétt megi leiða af því skipulagi sem í gildi hefur verið. Í þeim efnum verður reyndar ekki heldur séð hvaða þýðingu 15 aðkoma einstakra aðila að skipulagsbreytingum 2010 og 2011 geti haft sem þó er nokkuð mikið fjallað um af hálfu aðila. Þrátt fyrir þetta t elur dómurinn óhjákvæmilegt, með hliðsjón af málatilbúnaði aðila og aðalmeðferð málsins, að fjalla um þessi atriði og meinta þýðingu þeirra fyrir réttarstöðu aðila þótt sum þessara sjónarmiða rati í raun einungis óbeint í málstæðukafla stefnu. 69. Dómurin n lítur svo á að stefnendur geti, sbr. framangreint, ekki byggt kröfur sínar um umferðarrétt í gegnum bæjarhlað Vestri - Leirárgarða á því að þar hafi legið gömul þjóðleið eða þarna hafi verið og jafnvel sé enn héraðs - eða sýsluvegur. Fyrir liggur staðfestin g í málinu, sem ekki hefur verið andmælt sérstaklega, frá Vegagerðinni um að sá vegslóði sem hér um ræðir sé ekki á vegaskrá þeirri sem Vegagerðinni er ætlað að halda samkvæmt 7. gr. vegalaga nr. 80/2007. 70. Dómurinn telur ósannað að þjóðleið hafi legið á nákvæmlega sama stað og umþrættur vegarspotti. Jafnvel þó að það yrði lagt til grundvallar hefur sú þjóðleið þá fyrir löngu lagst af. Þau réttindi sem lega hennar mögulega veitti, ekki bara stefnendum eða forverum þeirra til umferðar um land stefndu held ur væntanlega einnig þá öllum almenningi, væru að minnsta kosti þá niðurfallin. Nýting almennings og eftir atvikum tilfallandi not eigenda Eystri - Leirárgarða í gegnum tíðina á umræddri þjóðleið getur að mati dómsins a.m.k. ekki orðið grundvöllur fyrir því að stefnendur hafi unnið hefð á þeim réttindum sem þeir krefjast, eða með vísan til skipulags á vegum opinberra aðila. 71. Hið sama á við veg sem lá frá því á fyrri hluta síðustu aldar að Leirárlaug að því er virðist að mestu í gegnum óskipt sameignarland bæjanna, en lega vegarins um ágreiningssvæðið sjálft er að hluta umdeild. Ekki er hægt að líta öðruvísi á en svo að framangreint hlutverk þess vegar, þ.e. að þjóna umferð að lauginni, og þar með umferð um ágreiningssvæðið vegna þeirra nota, hafi enda la gst af þegar lauginni var lokað 1970. 72. Umfjöllun stefnenda um stöðu Leirárgarðsvegs númer 5064 sem liggur frá þjóðvegi 504 að nærliggjandi bæjum í sveitinni, m.a. Vestri - og Eystri - Leirárgörðum, hefur þá enga þýðingu hér. Vegurinn sem flokkaður verður sem héraðsvegur samkvæmt c - lið 2. mgr. 8. gr. vegalaga nr. 80/2007 liggur vissulega að íbúðarhúsi Vestri - Leirárgarða en er sjáanlega ekki ætlað að þjóna nokkurri annarri umferð en heim að bænum og vafalaust að um veginn gildi þar af leiðandi meginregla c - liðar ákvæðisins um að landeigandi, þ.e. stefndu í málinu, skuli kosta og annast veghald síðustu 50 metra að bænum, sbr. fyrirliggjandi tölvuskeyti frá Vegagerðinni frá 14. september 2022, þar sem segir að vegur að Vestri - Leirárgörðum sé flokkaður sem héra ðsvegur með endapunkt við bæinn sem samkvæmt kortasjá, sem fylgdi svarinu, endar nokkru frá bæjarhlaðinu, væntanlega þá að virtri framangreindri 50 metra reglu. Í svarinu er greint frá því að Vegagerðin hafi ekki upplýsingar um hver sé veghaldari vegarins áfram frá Vestri - Leirárgörðum. 73. Af þessum svörum og framlögðum gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að enginn vegur sé á vegaskrá í dag í gegnum bæjarhlað Vestri - Leirárgarða og ekki áfram þaðan. 74. Þótt litið yrði svo á að um væri að ræða þjó ðveg í einhverjum skilningi samkvæmt 8. gr. vegalaga verður að telja vanreifað hvaða þýðingu það hefði fyrir réttarstöðu stefnenda sem byggja fyrst og fremst á lagareglum um hefð. Umfjöllun um fyrra hlutverk vegarins sem þá flokkaðist sem sýsluvegur hefur enga þýðingu hér enda liggur fyrir yfirlýsing opinbers aðila, þ.e. samgönguráðuneytisins, frá 25. janúar 1977 16 um að vegurinn, þ.e. að gömlu Leirárlauginni sem liggur norðan við Leirárgarða, hafi verið aflagður sem sýsluvegur 1965. Jafnframt ligga fyrir gög n í málinu um að vegurinn hafi sannanlega haft stöðu sýsluvegar á árunum 1955 - 1965. Fyrra hlutverk vegarins hvort sem var að hluta eða öllu sem sýsluvegar, sem lagðist þannig af fyrir hartnær sextíu árum, getur ekki skapað stefnendum sérstaklega rétt í mál inu. 75. Aðalatriði hér er að þótt fallist yrði á að um þjóðveg væri að ræða sem ætlaður væri þá almenningi til frjálsrar umferðar yrði málatilbúnaður stefnenda að vera byggður upp með öðrum hætti að mati dómsins, þ.e. ef talið yrði að stefnendur hefðu y fir höfuð forræði á slíkri kröfugerð. Krafa sem byggð er á því einfaldlega að allur almenningur eigi rétt á umferð um ágreiningssvæði á grundvelli flokkunar umrædds vegslóða samkvæmt lögum er allt annars eðlis en sértæk krafa stefnenda um umferðarrétt um v eginn sem byggð er á sjónarmiðum um hefð og þá á notkun stefnenda og forvera þeirra á veginum en ekki annarra. 76. Sama máli gegnir um framkvæmdir sem hafa verið við veginn. Helst þá annars vegar framkvæmdir til að tryggja aðgengi að Leirárlaug, sem sann anlega fóru fram á sjötta áratug síðustu aldar á vegum opinberra aðila, en vegur sem þá var lagður var að sögn stefnenda fullbyggður 1957. Hins vegar framkvæmdir á vegum Akraneskaupstaðar árið 1974 og eitthvað eftir það sem voru tímabundnar og komu til að því er virðist eingöngu vegna framkvæmda við borun á heitu vatni í landi Leirár og Hávarsstaða. Dómurinn fær ekki séð að þær hafi nokkra þýðingu fyrir kröfur stefnenda í málinu. Ekkert bendir til annars en að þær framkvæmdir hafi einvörðungu verið til að t ryggja annars vegar aðgengi tímabundið að framkvæmdasvæði og hins vegar áður að sundlaug sem fyrir löngu hefur verið lokað. Að minnsta kosti verður því slegið föstu að framkvæmdum vegna borana fyrir vatni 1974 og jafnvel einnig þegar borað var eftir vatni 1960 hafi ekki frekar en öðrum framkvæmdum við veginn verið ætlað að tryggja umferð almennings um veginn og alls ekki umferð stefnenda sérstaklega auk þess sem framkvæmdir hafa sem slíkar í engu skipað veginum í ákveðinn flokk samkvæmt vegalögum. Öðru máli gegnir um sýsluveginn að Leirárlaug en sá vegur virðist þó hafa verið lagður eingöngu til að tryggja aðgang að lauginni. Þeirri laug hefur verið lokað, sbr. framangreint, og vegurinn ekki lengur á vegaskrá. 77. Sjónarmiðum stefnenda um fyrra hlutverk v egarins um miðbik síðustu aldar og framkvæmdir við hann og þýðingu þessa fyrir stefnukröfur málsins verður því hafnað. Einnig að það hafi sérstaka þýðingu þótt vegurinn í norður frá Vestri - Leirárgörðum yrði talinn sveitarfélagsvegur í skilningi 9. gr. vega laga. 78. Að endingu er hér rétt að fjalla um landskiptagjörð sem unnið var að 1979 og virðist hafa verið lokið í ágúst 1980. Dómurinn sér ekki að hún hafi nokkra þýðingu fyrir dómkröfur stefnenda, þ.e. veiti þeim ekki sérstakt brautargengi eða stuðning. Burtséð frá því að stefndu hafa að því er virðist mótmælt gildi hennar, þar sem skorti undirskrift eigenda Vestri - Leirárgarða, verður ekki séð að umþrættur umferðarréttur hafi verið sérstaklega til umfjöllunar eða hann hafi haft áhrif á hvernig ráðgert var að ski pta hinu óskipta landi, þ.e. búfjárhögum jarðanna. 79. Þar hefur enga þýðingu að mati dómsins að ákveðið var að land sem næst er enda umrædds vegspotta að norðanverðu skyldi falla í hlut Eystri - Leirárgarða. Aðkoma að því svæði og túnum er eftir sem áður fær án þess að farið sé um bæjarhlað Vestri - Leirárgarða. 17 80. Til að óbeinn eignarréttur teljist hafa unnist fyrir hefð yfir fasteign verður að liggja fyrir viðvarandi og nokkuð ágreiningslaus nýting í fullan hefðartíma. Fyrir slíkum notum ber sá sem held ur þeim fram ótvírætt sönnunarbyrði, enda með slíkum málatilbúnaði sótt að eign sem er í eigu almennings eða mun oftar líkt og hér um ræðir í eigu annarra einstaklinga eða lögaðila. Hér er því í grunninn um að ræða atlögu að eignarrétti sem varinn er af 72 . gr. stjórnarskrár, þar sem vitaskuld verður við heildarmat einnig að gaumgæfa að sá réttur sem talinn er að hafi hefðast nýtur þá einnig verndar ákvæðisins. Vafalaust er að umferðarréttur verður unninn fyrir hefð að uppfylltum skilyrðum, en um er að ræða form takmarkaðs eignarréttar sem nefnt er gjarnan, ásamt ýmsum öðrum slíkum takmörkuðum notkunar - eða umráðarétti yfir eign annarra, ítak, en þar getur verið um að ræða bæði ósýnilegt ítak eða sýnilegt. Sú aðgreining skiptir máli þar sem hefðartími sýnile gs ítaks er 20 ár á meðan full 40 ár þarf til að hefða ósýnilegt ítak. Umferðarréttur um land, hvort sem er tiltekið landsvæði eða um veg eins og hér um ræðir, verður jafnan talinn ósýnilegt ítak nema sýnt sé fram á að vegur hafi beinlínis verið lagður, ti l að sinna ákveðinni umferð eða sérstakar ráðstafanir gerðar til að undirstrika meintan rétt og tryggja hann með einum eða öðrum hætti. 81. Það eitt að vegur hafi verið lagður, þ.e. af öðrum en þeim er umferðarréttar krefst um slíkan veg, leiðir þannig e kki til þess að mati dómsins að um sýnilegt ítak sé að ræða og þar með 20 ára hefðartíma skv. 7. gr., sbr. 1. mgr. 2. gr., hefðarlaga nr. 46/1905. Tilfæringar og ráðstafanir til að undirstrika meintan umferðarrétt þurfa að hafa verið fyrir tilverknað þess sem telur sig hafa hefðað réttindi. 82. Í samræmi við framangreint um sögu vegarins verður ekki fallist á að stefnendur hafi gert neinar ráðstafanir sjálfir þeirrar gerðar að hafi aukið á rétt þeirra. Í því sambandi athugast að færsla á hluta af þeim veg sem ágreiningur stendur um, þ.e. einkum að bæjarhlaði Vestri - Leirárgarða, og þar með bygging nýs vegar að hluta, breytir engu um réttarstöðu aðila að þessu leyti. Ekkert bendir til annars en að sú veglagning hafi verið að frumkvæði eigenda Vestri - Leirárga rða og ákvörðun vegstæðis, öll sú framkvæmd og kostun vegarins hafi alfarið verið á vegum opinberra aðila, enda um héraðsveg að ræða. Engin efni eru til að líta svo á, og er ósannað að þessi framkvæmd hafi verið aðgerð eða sérstök ráðstöfun stefnenda til a ð tryggja áunnin réttindi sín eða festa þau í sessi. Því telur dómurinn að hefðarréttur stefnenda verði einungis byggður á því að skilyrðum 8. gr. hefðarlaga sé fullnægt um 40 ára óslitin not. 83. Kröfugerð stefnenda miðast reyndar samkvæmt hnitsetningu við að stærstum hluta framangreindan veg sem byggður var 1981 þegar breyting varð á legu vegarins upp að Vestri - Leirárgörðum. Með vísan til framangreinds um hefðartíma geta því sjónarmið um umferð um veginn fyrir þann tíma vart stutt við meintan hefðarrétt um hann allan. Dómurinn telur þó hægt að líta svo á að meginágreiningur snúist um þann stutta hluta sem liggur í gegnum sjálft bæjarhlað Vestri - Leirárgarða, framhjá íbúðarhúsinu sem reist var 1976 og í raun þegar upp er staðið umferð stefnenda um land Ves tri - Leirárgarða í sjálfu sér á milli merkja jarðanna. Þótt málatilbúnaður sé ónákvæmur að þessu leyti verður að líta svo á að krafa um umferðarrétt, um þann afmarkaða hluta sem mestur ágreiningur er um, rúmist innan hans. Lögmaður stefnenda byggði enda á þ ví í málflutningi sínum að hefðarréttur sem áunnist hefði áður en færsla vegarins átti sér stað hefði flust yfir á nýjan vegslóða, sem reistur hafi verið til að gegna nákvæmlega sama hlutverki áfram. 84. Hryggjarstykkið í málatilbúnaði stefnenda hlýtur a ð vera að tryggja þá hagsmuni sem þeir telja sig eiga af því að hafa óhindraðan aðgang í gegnum bæjarhlað Vestri - Leirárgarða. Í því sambandi getur notkun á veginum sjálfum ekki verið meginatriði heldur nauðsynlegt hlutverk hans að mati stefnenda við að try ggja aðgengi þeirra að því sem við tekur, en þar eiga stefnendur hagsmuna að gæta. 18 85. Áréttað skal að telja verður að unnt sé að hefða afnotarétt eða ítaksréttindi þótt not hafi ekki verið mjög mikil, ef notin eru regluleg og í sama tilgangi, til dæmis í tengslum við búrekstur líkt og hér um ræðir, þ.e. að vori vegna áburðar á tún og að sumri við heyskap, eða vegna smölunar á sauðfé að hausti. Strangari kröfur verða þó vafalaust gerðar í slíkum tilvikum en ef til staðar væru samfelld og stöðug afnot. 86. Stefnendur hafa ekki lagt fram nein gögn sem staðfesta að einhver grundvallarbreyting, sem stefndu eða aðrir máttu sannanlega merkja, hafi orðið á notkun vegslóðans þá þegar og með því að Magnús Hannesson, einn stefnenda, hóf sjálfur að fullu búskap að Ey stri - Leirárgörðum 1977. Ekkert styður slíkan vendipunkt í málinu líkt og stefnendur vísa þó til. 87. Þar er í málsgögnum einkum vísað til smalamennsku og annars eftirlits með fé, til að komast upp að afrétti og að ánni. Gengið verður út frá því að bændur og búalið að Eystri - Leirárgörðum hafi notað umræddan vegslóða í framangreindu skyni í gegnum árin eftir að vegurinn var byggður og jafnvel fyrir þann tíma. Einnig er að mati dómsins hægt að slá því föstu að þessi umferð stefnenda í gegnum land stefndu haf i verið látin óátalin. Þótt þarna séu nokkur víðerni og láglent allt í kring er augljóslega hagfelldara að ferðast um uppbyggðan og sæmilegan akveg en eftir t.a.m. melum eða túnum. Þessi umferð virðist þó hafa verið mun frekar tilfallandi, utan mögulega um ferðar að hausti vegna gangna og smalamennsku, þótt sauðfé hafi reyndar verið rekið meðfram ánni en ekki í gegnum bæjarhlaðið samkvæmt framburði fyrir dómi. 88. Dómurinn telur hins vegar að gögn málsins bendi ekki til þess, og því sé ósannað, að stefnendu r hafi haft slík afnot af veginum og regluleg, hvorki fyrir eða strax eftir að Magnús Hannesson tekur við búskap á jörðinni, að hægt sé að byggja á því að stefnendur hafi hefðað umferðarrétt í gegnum bæjarhlaðið. Hvorki framlögð gögn málsins né framburður fyrir dómi gefur slíkt til kynna. Í þessu sambandi athugast að notkun annarra vegfarenda, framkvæmdaaðila eða eftir atvikum veiðimanna getur ekki orðið rökstuðningur fyrir hefðarrétti stefnenda. Þannig virðist notkun á umræddum veg hafa fyrst og fremst fyr ir þann tíma tengst umferð að Leirárlaug allt til ársins 1970 og svo öðrum þeim framkvæmdum þriðja aðila sem að framan er getið. Umferð landeigenda Eystri - Leirárgarða virðist þannig hafa meira verið óregluleg og tilfallandi og að minnsta kosti að mati dóms ins ekki slík að hægt sé að líta svo á að ótakmarkaður umferðarréttur hafi þá þegar fyrir 1980 unnist fyrir hefð. Notkun fyrir þann tíma kemur því eðli máls samkvæmt ekki til sérstakrar skoðunar þegar lagt er mat á hvort í kjölfarið hafi hins vegar skapast aðrar aðstæður sem hafi leitt til þess að stefnendur hafi hefðað þann rétt sem krafist er. 89. Dómurinn telur hins vegar óhætt að slá því föstu að eftir að stefnendur ræktuðu upp ný tún, fyrst svokallað Jarðfall rétt norðan við bæjarhús Vestri - Leirárgar ða 1980 og síðan önnur eilítið norðar í kringum 1995 eða um aldamótin, hafi umferð stefnenda um vegslóðann aukist mikið. Þetta gerist að því er virðist eftir landskiptin 1980 enda kom þá umrætt svæði í hlut Eystri - Leirárgarða og þar með einnig vegurinn sem tekur við hinum umdeilda vegi í gegnum hlaðið. 90. Ekki hafa stefnendur heldur mótmælt því sem stefndu halda fram að umferð ferðamanna hafi einnig aukist mjög, einkum í seinni tíð, og skyldi engan undra. Stefndu byggja á því að það hafi verið vegna stór aukinnar og mun umfangsmeiri og þyngri umferðar sem þau hafi ákveðið að grípa til þess úrræðis að takmarka aðgengi í fyrstu 2020 í gegnum bæjarhlaðið og síðan loka með öllu í apríl 2021. 19 91. Dómurinn telur gögn málsins staðfesta að þessi sé raunin. Að um ferð stefnenda hafi þannig aukist eðli máls samkvæmt til að sinna nýrækt eftir 1980 og svo enn frekar um og eftir 1995 vegna túna sem voru ræktuð þá. Má um framangreinda þróun m.a. benda á skjal sem stefnendur sjálfir lögðu fram sem er tölvuskeyti frá Sigu rði Valgeirssyni frá 6. nóvember 2022 þar sem hann svarar spurningu Magnúsar Hannessonar, eins stefnanda málsins sem forsvarsmaður Eystri - Leirárgarða ehf., um hvort umferð um - L eirárgörðum fóru að rækta og nytja tún í landi sem liggur að vegi (vegslóða) þessum hefur umferð óhjákvæmilega aukist verulega á til fram til 1990 hafi umferð vegna Jarðfalls farið fyrst og fremst í gegnum land Eystri - Leirárgarða af þeirra túnum, en ekki í gegnum bæjarhlað Vestri - Leirárgarða. 92. Einnig varð nokkur aukning á umferð þegar aðilar þessa máls réðust sameiginlega í að bora eftir heitu vatni norðan við ágreiningssvæðið árið 1990, sem kallað hefur a.m.k. á eitthvert viðhald eftir það þótt ágreiningur sé um hversu mikið. Stefnendur haf a ekki sýnt fram á reglulega viðhaldsþörf vegna holunnar sem þeim beri að sinna, enda má hugsa sér ef kæmu upp neyðartilvik að umferð yrði heimiluð til að sinna slíku, en gögn málsins benda til að brugðist hafi verið við slíkum tilfellum, þ.e. þá varðandi áburð á tún, eftir að deilur aðila mögnuðust. Þá hefur því ekki verið andmælt sjáanlega að breyting hafi orðið á umferð þegar eldri fjárhús Eystri - Leirárgarða voru aflögð undir lok aldarinnar. 94. Þessi staða um stóraukna umferð frá 1980, sem virðist haf a allt frá því einungis aukist, var staðfest í framburði fyrir dómi, m.a. aðilaskýrslum, og verður að mati dómsins ekki gerður ágreiningur um hana. 93. Til að hefða réttindi til afnota af landi annars manns þurfa not hverju sinni að vera að mestu leyti ó breytt á hefðartíma. Umferð á fyrri tíð, sem allt bendir til að hafi vart háð ábúendum á Vestri - Leirárgörðum þá, getur ekki á grundvelli 3. gr. hefðarlaga skapað óafturkræfan rétt byggðan á hefð fyrir allt öðrum og umfangsmeiri notum og umferðarþunga sem í ofanálag virðist hafa aukist ár frá ári allt til þess er stefndu ákváðu að spyrna við fótum. Dómurinn telur því engin efni til að fallast á dómkröfur stefnenda um fullan og óhindraðan umferðarrétt eftir umræddum vegslóða. Fyrir liggur að not stefnenda haf a í gegnum árin breyst og aukist og jafnframt breyst frá því að vera í sæmilegri sátt við stefndu yfir í það að vera í þeirra óþökk. 94. Því verður hafnað að það geti skipti máli í þessu sambandi hvenær núverandi íbúðarhús var reist að Vestri - Leirárgörðu m, þ.e. að réttindi stefnenda hefðu hefðast fyrir þann tíma, en stefndu kosið þrátt fyrir það að koma íbúðarhúsi sínu fyrir þar sem það stendur nú. 95. Umferð á fyrri tíð var allt önnur, sbr. framangreint, og alls ekki þannig að hafi tryggt fyrir hefð fu llan umferðarrétt stefnenda fyrir þann tíma. Þessi, að því er virðist, málsástæða stefnenda undirstrikar þó þá sýn að réttarstaða aðila hafi væntanlega tekið breytingum við byggingu íbúðarhússins, sem má til sanns vegar færa, en einnig liggur fyrir að efti r byggingu þess jókst umferðarþungi umtalsvert og forsendur fyrir umferðarrétti stefnenda breyttust. 20 96. Án þess að nokkur afstaða verði tekin til þess, en til að undirstrika framangreind sjónarmið, hefði krafa um takmarkaðri afnot eða um nánar skilgreind a umferð stefnenda um land stefndu í afmörkuðum tilgangi hugsanlega fengið betri hljómgrunn. 97. Það sem skiptir ekki síður máli við heildarmat á atvikum málsins og stöðu aðila er að ekkert bendir til annars en að aðrar leiðir séu stefnendum færar til að sinna þeim bústörfum sem kalla á för norður fyrir hlað Vestri - Leirárgarða. Fyrir ókunnuga þá virðist sem svo að fjölmargir kostir séu fyrir stefnendur að komast leiðar sinnar yfir á sín eignarlönd eða t.d. að borholum til að sinna eftirliti eða viðhaldi e ins og þeir þurfa eftir atvikum eða til að sinna afréttarmálum og fjallskilum. 98. Almennt séð hefur verið litið svo á að það standi þeim næst er krefst umferðarréttar að sýna fram á að aðrar leiðir séu ekki tækar, þ.e. sérstaklega undir þeim kringumstæð um þegar allar líkur standa til þess að slíkar leiðir séu þeim færar, sbr. t.a.m. dóm Hæstaréttar í máli nr. 781/2016. Stefndu bentu til að mynda á leið sem liggur svo til samhliða hinni umdeildu leið en þá hinum megin við íbúðarhús Vestri - Leirárgarða; lei ð sem liggur um land Eystri - Leirárgarða og hefur greinilega verið farin eftir að deilur aðila komu upp. Á þá leið sem og aðrar færar leiðir var bent á til lausnar á málinu þegar málsaðilar leituðu sátta í málinu, m.a. með aðkomu sveitarfélagsins. 99. Krö fum stefnenda um viðurkenningu á því að þau eigi fullan og óhindraðan umferðarrétt um land stefndu á grundvelli hefðar, eins og stefnendur gera kröfu um, verður því hafnað. Þótt dómurinn telji að hér sé um ósýnilegt ítak að ræða, þá telur hann að niðurstað an yrði í ljósi framangreinds hin sama þótt ítakið yrði talið sýnilegt og að regla 7. gr. hefðarlaga um 20 ára hefðartíma gilti. ------- 100. Önnur stefnukrafa málsins er að mati dómsins óljós, þ.e. að virtum málatilbúnaði stefnenda í heild. Dómurinn f ær þannig ekki betur séð en að stefnendur byggi á því að ef fallist verður á þá kröfu telji stefnendur í raun fallist á þau raunverulegu réttindi sem þau sækjast eftir með fyrstu stefnukröfu málsins um ótakmarkaðan umferðarrétt stefnenda um hinn umdeilda v eg, þótt hefðarrétti yrði hafnað. Annað verður ekki ráðið af orðalagi kröfunnar, þ.e. um að stefndu sé þá á grundvelli gildandi skipulags svæðisins óheimilt að loka veginum eða hluta vegarins, hindra umferð og afnot stefnenda af veginum ; þ.e. til að komast að túnum og beitihögum á landareign sinni norðan vegar. 101. Þrátt fyrir tilvísun stefnenda í stefnu til sömu sjónarmiða varðandi þá kröfu og eru færðar fram fyrir því að réttur þeirra hafi hefðast, sér dómurinn ekki hvernig sá málatilbúnaður gengur upp . Tilvísuð notkun stefnenda á svæðinu getur þannig ekki skapað þeim sérstök réttindi á grundvelli gildandi skipulags umfram aðra að mati dómsins og er það í það minnsta vanreifað af hálfu stefnenda. Í því sambandi blasir við að hér vísa stefnendur einkum t il kvaðar um umferðarrétt í gegnum bæjarhlað Vestri - Leirárgarða, en sú kvöð kom í skipulag 2011 og hlýtur því að vera alls ótengd meintum hefðarrétti stefnenda og þannig meginmálsástæðu þeirra. 21 102. Rétt er að árétta nokkur atriði varðandi gildi og umfang téðrar umferðarkvaðar. Af stefnu málsins verður þannig helst ráðið að önnur stefnukrafa málsins sé byggð á gildandi skipulagi sem hafi fengið meðferð í samræmi við skipulags - og byggingarlög nr. 73/1997, sbr. reglugerð nr. 400/1998. Í gildi sé þannig skip ulagskvöð um gegnumakstur um land Vestri - Leirárgarða. Í því felist stjórnvaldsfyrirmæli sem stefndu séu bundin af og teljist hafa gefið samþykki fyrir. Sveitarfélagið sé veghaldari og stefndu geti því ekki lokað veginum án samþykkis sveitarfélagsins. 103 . Ekki verður tekin afstaða til þess hvort þessi sé raunveruleg staða málsins. Í ljósi málatilbúnaðar stefnenda er þó rétt að líta til afstöðu sveitarfélagsins eins og hún birtist í framlögðum gögnum málsins, enda byggist þessi málsástæða stefnenda á því a ð stefndu þurfi samþykki sveitarfélagsins til að loka umræddum vegi eða takmarka umferð um hann. 104. Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar 12. apríl 2022 var kröfu landeiganda Eystri - Leirárgarða um að sveitarfélagið beitti þvingunarúrræðum í því skyni að opna akstursleið á landi Vestri - Leirárgarða hafnað. Var þar m.a. vísað til þeirrar viðleitni sveitarfélagsins að leita sátta með deiluaðilum. Sveitarstjórn hefur þannig fallið frá því að beita úrræðum í þessa veru gagnvart stefndu, sem vissulega v oru uppi áform um á fyrri stigum málsins. 105. Þvert á móti liggur nú fyrir að á fundi umhverfis - , skipulags - , náttúruverndar - og landbúnaðarnefndar Hvalfjarðarsveitar 19. október 2022 var samþykkt að auglýsa samkvæmt skipulagslögum nr. 123/2010 tillögu e igenda Vestri - Leirárgarða um breytingu á deiliskipulagi fyrir jörðina sem ráðgerir m.a. niðurfellingu á títtnefndri kvöð um umferð um veginn. Var þessi samþykkt staðfest samhljóða á fundi sveitarstjórnar viku síðar. 106. Það blasir því við í málinu að í farvatninu er breyting á deiliskipulagi sem kveður á um að umrædd kvöð verði felld niður. Burtséð frá því hvaða athugasemdir munu koma fram af því tilefni virðist ljóst að sveitarstjórn metur það svo að engir ríkir almannahagsmunir krefjist þess að sú kvöð haldi gildi sínu. 107. Þá verður að telja ósannað í málinu að eigendur Vestri - Leirárgarða hafi samþykkt sérstaklega á sínum tíma umrædda umferðarkvöð líkt og stefnendur byggja á, þótt einn stefndu hafi komið með tillögur að skipulaginu á sínum tíma til s tefnenda til að afla samþykkis fyrir þeim vegna einkum grenndarkynningar að því er virðist. Jafnvel þótt litið væri svo á að slíkt samþykki hefði verið veitt með einum eða öðrum hætti, þá hefði í slíku samþykki ekki falist samþykki fyrir þeim umferðarrétti sem stefnendur gera nú kröfu um, enda umferðarréttur samkvæmt kvöðinni í engu skilgreindur. Nærtæk væri sú skýring í samræmi við gildandi skipulag að í dag væri fremur um að ræða rétt til umferðar gangandi og ríðandi vegfarenda, sbr. tölvuskeyti frá skipu lagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar til stefndu 15. september 2022 um að vegurinn sé skilgreindur sem göngu - og/eða reiðleið. Í þessu sambandi verður aftur vísað til dóms Hæstaréttar í máli nr. 781/2016 þar sem því var slegið föstu að ekki yrði til umferðarrét tar stofnað með skipulagsákvörðunum sem færi í bága við eignarrétt eiganda, nema að fengnu samþykki hans eða fyrir eignarnám. Slíkt samþykki þarf að mati dómsins að vera vafalaust og umfang og innihald þess ljóst, en því er að minnsta kosti ekki að heilsa í þessu máli. 22 108. Stefndu þvertaka fyrir að hafa veitt samþykki í þessa veru og halda því reyndar fram að allar lögbundar meginreglur um málsmeðferð hafi verið brotnar eftir að athugasemdir Skipulagsstofnunar komu fram í skipulagsferlinu 2010 og 2011 se m leiddu til þess að kvöðin var sett inn. 109. Engin efni eru því til að fallast á að stefnendur hafi fullan og óhindraðan rétt til umferðar um veginn á grundvelli framangreindrar kvaðar í deiliskipulagi sveitarfélagsins. 110. Dómurinn hafnar því hins v egar að þótt fallist yrði á að framangreind umferðarkvöð um veginn, sett á samkvæmt skipulags - og byggingarlögum nr. 73/1996, 26. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd eða lögum um menningarminjar nr. 80/2012, skuli leiða til þess að viðurkennt verði að krö fu stefnenda að stefndu sé óheimilt að loka veginum eða hluta hans eða hindra umferð og afnot stefnenda að honum líkt og segir í stefnu, að þá fælist í slíkri viðurkenningu þar með að fallist væri á aðalkröfu stefnenda um ótakmarkaðan umferðarrétt um vegin n. Með öðrum orðum gæti slík niðurstaða að mati dómsins aldrei heimilað stefnendum þau not sem þeir gera kröfu um og stefndu hafa eindregið mótmælt. 111. Stefnendur freista þess þannig með því að vísa til fyrirmæla og lagareglna, allsherjarréttareðlis sem ætlað er að tryggja hagmuni almennings, en ekki stefnenda sérstaklega, að ná fram að því er virðist óheftum umferðarrétti og afnotum sér til handa. Niðurstaða dómsins varðandi þá dómkröfu, þ.e. um heimildir stefndu gagnvart fyrirmælum sveitarstjórnar eða eftir atvikum landstjórnar til að takmarka umferð um bæjarhlaðið, getur þannig ekki skorið úr um þann umferðarrétt sem stefnandi gerir kröfu um. 112. Dómurinn telur hér skorta á samhengi milli kröfugerðar, málsástæðna stefnenda og þeirra markmiða sem þei r augljóslega stefna að með málatilbúnaði sínum. Með öllu er þannig vanreifað hvaða áhrif það hefði á umferðarrétt stefnenda þótt fallist yrði á kröfur hans í öðrum kröfulið stefnu. Í því sambandi athugist að kvaðir um umferðarrétt geta verið margvíslegar og í engu er útskýrt eða reifað í stefnu málsins hvað felist í umræddri kvöð og hvaða heimildir til umferðar hún veitir. Með því að fallast á dómkröfur stefnenda samkvæmt þessum kröfulið eins og þær eru settar fram myndi dómsorð í þá veru í engu skera úr u m raunverulegt deilumál aðila. Hér verður einnig að telja raunhæft álitamál hvor hægt sé að líta svo á að stefnendur geti yfir höfuð gert kröfu sem þessa, þegar kröfugerðin byggist öll á því að stefndu hafi gengið gegn fyrirmælum samkvæmt lögum og stjórnva ldsfyrirmælum, sem fyrst og fremst opinberum aðilum er ætlað að fylgja eftir. 113. Samhengi milli dómkrafna og málsástæðna er þannig ekki að fullu ljóst en vanreifað ella hvernig með kröfunni augljós markmið stefnenda með málsókn þeirra verði tryggð. Lögv arðir hagsmunir stefnenda, sem sérstaklega og vissulega varða þá, yrðu þannig ekki tryggðir þótt fallist yrði á að stefndu væri óheimilt að hindra umferð um veginn, sem gæti þannig aldrei orðið á grundvelli annars en hagsmuna alls almennings en myndu engu slá föstu um sérstök réttindi og umferðarrétt stefnenda sjálfra þar sem umrædd umferðarkvöð eða umræddar skyldur sem á stefndu kunna að hvíla og leiða má af lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd eða lögum um menningarminjar nr. 80/2012 hafa ekki verið reifaðar og settar í samhengi við þann umferðarrétt sem stefnendur gera kröfu um og byggja á að þeir njóti. Með vísan til framangreinds telur dómurinn óhjákæmilegt að vísa öðrum kröfulið stefnenda frá dómi án kröfu með vísan til e - liðar og að sínu leyti f - liðar 1. mgr. 80. gr. laga um meðferð einkmála nr. 91/1991 sem og meginreglna réttarfars. 23 114. Með því að kröfum stefnenda um fullan og ótakmarkaðan umferðarrétt um hinn umdeilda vegslóða hefur verið hafnað og kröfum um að stefndu sé óheimilt að setja upp hindran ir og takmarka umferð um veginn verið vísað frá dómi, verður kröfum um að stefndu verði gert að fjarlægja girðingar og aðrar hindranir sem þeir hafi sett á veginn að viðlögðum dagsektum eðli máls samkvæmt hafnað. 115. Þrátt fyrir úrslit málsins og meginr eglur bæði í 1. og 2. mgr. 130. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 verður stefnendum, með vísan til atvika málins, einkum þess að stefnendur hafa sannanlega óátalið um langt skeið átt nokkuð greiða leið um umræddan vegslóða sem og til framangreindra r skipulagskvaðar um umferð, einungis gert að greiða hluta af málskostnaði stefndu með vísan til 3. mgr. sama ákvæðis. 116. Málskostnaðarreikningar beggja aðila eru ríflegir sem ræðst m.a. af því að málatilbúnaður er að mati dómsins að einhverju leyti um fram það sem nauðsynlegt hefði talist til að knýja fram niðurstöðu um nokkuð afmarkaðan ágreining aðila. 117. Með hliðsjón af framangreindum atriðum verður stefnendum gert sameiginlega að greiða stefndu óskipt 1.500.000 krónur í málskostnað. 118. Stefndu verða því sýknuð af kröfum stefnenda samkvæmt fyrsta kröfulið í stefnu en öðrum kröfulið stefnu verður vísað frá dómi og stefnendum gert að greiða hluta af málskostnaði stefndu. 119. Málið fluttu fyrir hönd stefnenda Guðbrandur Jóhannesson l ögmaður og fyrir hönd stefndu Elva Ósk Wiium lögmaður. 120. Dóminn kveður upp Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari. D Ó M S O R Ð Kröfu stefnenda samkvæmt öðrum kröfulið í stefnukröfu, þess efnis að viðurkennt verði að stefndu sé óheimilt að loka veg inum eða hluta vegarins, hindra umferð og afnot stefnenda af veginum og aðkomu og aðgengi stefnenda að túnum og beitihögum á landareign stefnenda sem eru norðan við veginn, er vísað frá dómi án kröfu. Stefndu, Dóra Líndal Hjartardóttir, Marteinn Njálsson , Karen Líndal Marteinsdóttir og Valmundur Árnason eru sýknuð af öðrum kröfum stefnenda í málinu. Stefnendur, Eystri - Leirárgarðar ehf., Hannes Halldór Magnússon og db. Svölu Hannesdóttur - Kastenholz, greiði sameiginlega stefndu óskipt 1.500.000 krónur í má lskostnað.