LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 2. maí 2024 . . Mál nr. 375/2024 : Héraðssaksóknari (Karl Ingi Vilbergsson saksóknari ) gegn X (Áslaug Lára Lárusdóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. B - liður 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Hervör Þorvaldsdóttir og Jóha nnes Sigurðsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 30. apríl 2024 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 1. maí sama ár . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 30. apríl 2024 í málinu nr. R - [...] /2024 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi til þriðjudagsins 28. maí 2024 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1. mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar h ins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi, til vara að honum verði gert að sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds en að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Niðurstaða 4 Með vís an til forsendna hins kærða verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 3 4