Úrskurður föstudaginn 22 . febrúar 20 19 . Mál nr. 497/2018 : Biskup Íslands (Hilmar Gunnarsson lögmaður) gegn Páli Ágúst i Ólafssyni (Grímur Sigurðsson lögmaður) og Páll Ágúst Ólafsson (Grímur Sigurðsson lögmaður) gegn b iskup i Íslands aðallega og íslensku þjóðkirkjunni til vara (Hilma r Gunnarsson lögmaður) Lykilorð Frávísun frá Landsrétti. Lögvarðir hagsmunir. Kröfugerð. Vanreifun. Stjórnsýsla. Embættismenn. Útdráttur P var fluttur úr embætti sóknarprests í Staðastaðarprestakalli í embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi frá 1. júlí 2017. Í málinu krafðist P þess aðallega að viðurkennt yrði með dómi að B væri skylt að gefa út erindisbréf sér til handa í embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi með gildistíma frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022. Til vara krafðist P viðurkenningar á bótaskyldu B á því tjóni sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna þeirrar ákvörðunar B að skipa hann í embætti héraðsprests í fyrrgreindu umdæmi til 30. nóvember 2018 en ekki til 30. júní 2022. Héraðsdómur tók aðalkr ö fu P til greina. Í kjölfar þess að héraðsdómur var kveðinn upp var P tilkynnt með bréfi 30. maí 2018 að tekin hefði verið ákvörðun um að leggja niður embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi og var það gert degi síðar. B höfðaði 4. september 2018 ann að dómsmál á hendur B og ÍÞ og gekk dómur í því máli 20. desember 2018. Með þeim dómi var kröfu P um ógildingu á ákvörðun B um að leggja niður embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi vísað frá dómi en fallist var á kr ö f u hans um viðurkenningu á bóta skyldu vegna þeirrar ákvörðunar. Þeim dómi var ekki áfrýjað til Landsréttar. Í úrskurði Landsréttar kom fram að þar sem B og P hefðu ákveðið að una dómi héraðsdóms um skaðabótaábyrgð á því tjóni sem B kynni að hafa orðið fyrir vegna þeirrar ákvörðunar að l eggja niður umrætt embætti hefðu málsaðilar ekki lengur lögvarða hagsmuni af kröfu sinni sem varðaði meinta skyldu B til að gefa út erindisbréf um embættið, sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. Þá vísaði rétturinn til þess að krafa P um viðurkenningu á b ótaskyldu B , sem dæmd hefði 2 verið í málinu , h e f ð i verið víðtækari en sú sem nú væri höfð uppi fyrir Landsrétti. Kröfu sem áður hefði verið dæmd að efni til yrði vísað frá dómi samkvæmt 2. mgr., sbr. 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991 , og því hafi P borið sérstök nauðsyn til að gera með skýrum hætti grein fyrir því að hvaða leyti krafa hans fyrir Landsrétti væri frábrugðin að efni til þeirri sem dæmd hefði verið með fyrrgreindum dómi héraðsdóms sem var ekki áfrýjað . Það hefði P ekki gert. Ef málatilbúnaður P yrði skýrður á þann hátt að hann bæri við annarri kröfu en í hinu fyrra máli væri málatilbúnaður inn svo vanreifaður að ekki yrði hjá því komist að vísa málinu frá Landsrétti, sbr. d - og e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Var málinu því vísað frá Lan dsrétti. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Aðalsteinn E. J ónasson, Hervör Þorvaldsdóttir og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi, biskup Íslands, skaut málinu til Landsréttar 13. júní 2018. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 14. maí 2018 í málinu nr. E - 3066/2017 . 2 Áfrýjandi krefst þess að hinum áfrýjaða dómi verði hrundið og breytt á þann veg að hann verði sýknaður af öllum kröfum stefnda. Þá kr efst hann málskostnaðar fyrir héraðsdómi og Landsrétti. 3 Stefndi, Páll Ágúst Ólafsson, krefst aðallega staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Til vara krefst hann þess að viðurkennd verði bótaskylda áfrýjanda á því tjóni sem hann hafi orðið fyrir vegna þeirrar á kvörðunar áfrýjanda að skipunartími hans í embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi teljist frá 1. júlí 2017 til 30. nóvember 2018 en ekki frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022. Í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 4 A ð fengnu áfrýjunarleyfi skaut stefndi málinu til Landsréttar gagnvart varastefnda, íslensku þjóðkirkjunni, 10. september 2018. Hann gerir sömu kröfur á hendur varastefnda fari svo að áfrýjandi verði sýknaður. 5 Varas tefndi krefst sýknu auk málskostnaðar fyrir Landsrétti. 6 Mál þetta er skriflega flutt á grundvelli 3. mgr. 161. gr. laga nr. 91/1991 , um meðferð einkamála. Niðurstaða 7 Í hinum áfrýjaða dómi var aðalkrafa stefnda tekin til greina og viðurkennt að áfrýjanda væri skylt að gefa út erindisbréf til hans sem héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi með gildistíma frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022. 3 8 Í kjölfar þess að hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp 14. maí 2018 var stefnda tilkynnt með bréfi áfrýjanda 30. sama mánaðar að tek in hefði verið ákvörðun um að leggja niður embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi og er óumdeilt að embættið var lagt n iður degi síðar . 9 Stefndi höfðaði 4. september 2018 annað dómsmál á hendur áfrýjanda og varastefnda . Í því dómsmáli gerði stefndi meðal annars þá dómkröfu að ákvörðun áfrýjanda um a ð leggja niður embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi yrði ógilt. Yrði ekki tjóni sem [stefndi] varð fyrir vegna þeirrar ákvörðunar [áfrýjanda] frá 30. maí 2018 að leggja niður embætti [stefnda] sem héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi hjá 10 Fyrir Landsrétt hefur verið lagt endurrit dóms Héraðsdóms Reykjavíkur 20. desember 2018 í málinu nr. E - 2682/2018. Með þeim dómi var fyrrgreindri kröfu stefnda um ógildingu á ákvörðun áfrýjanda um að leggja niður embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi vísað frá dómi af sjálfsdáðum. Fyrir liggur að þeirri niðurstöðu var ekki skotið til Landsrét tar. Með dómi héraðsdóms var krafa hans um viðurkenningu á bótaskyldu áfrýjanda vegna þeirrar ákvörðunar að leggja niður embættið hins vegar tekin til greina . Þ eim dómi var ekki áfrýjað til Landsréttar. 11 Samkvæmt framangreindu liggur fyrir að áfrýjandi hefu r ákveðið að una dómi héraðsdóms um skaðabótaábyrgð á því tjóni sem stefndi kann að hafa orðið fyrir vegna þeirrar ákvörðunar hans að leggja niður umrætt embætti. Stefndi hefur einnig ákveðið að una þeim dómi . Af þessu leiðir að málsaðilar hafa ekki lengur lögvarða hagsmuni af kröfu sinni sem varða r meinta skyldu áfrýjanda til að gefa út erindisbréf um embættið , sbr. 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991. 12 Eins og fyrr greinir áfrýjaði stefndi máli þessu fyrir sitt leyti en í varakröfu hans krefst hann viðurkenni þeirrar ákvörðunar áfrýjanda að skipunartími stefnda í embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi teljist frá 1. júlí 2017 til 30. nóvember 2018 en ekki frá 1. júlí 2017 til 30. jú ní 2022 . Byggir þessi krafa á því að áfrýjandi gaf út skipunarbréf til stefnda er hann var fluttur úr embætti sóknarprests í Staðastaða r prestakalli í embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi frá 1. júlí 2017. Stefndi byggir á því að við þann tilflutning hefði áfrýjandi átt að gefa út skipunarbréf til fimm ára en ekki einungis til eins árs og fimm mánaða eins og gert var . Stef ndi útskýrir þessa dómkröfu með þeim hætti í málatilbúnaði sínum að hún sé sett fram til viðurkenning ar á 13 Eins og fyrr greinir hafa málsaðilar ekki lengur lögvarða hagsmuni af kröfu sem varðar viðurkenningu á skipun stefnda í umrætt embætti. Fyrir liggur dómur héraðsdóms , sem var ekki áfrýjað , um viðurkenningu á bótaskyldu áfrýjanda vegna 4 þeirrar ákvörðunar að leggja embættið niður. Viðurkenningarkrafan sem dæmd var í því máli var samkvæmt efni sínu víðtækari en sú sem hér er höfð uppi þótt hún sé orðuð með öðrum hætti. Kröfu sem áður hefur verið dæmd að efni til verður vísað frá dómi samkvæmt 2. mgr., sbr. 1. mgr. 116. gr. laga nr. 91/1991. Bar stefnda því sérstök nauðsyn til að gera með skýrum hætti grein fyrir því að hvaða leyti krafa hans nú væri frábrugðin að efni til þeirri sem dæmd var með fyrrgreindum dómi héraðsdóms sem var ekki áfrýjað . Það hefur stefndi ekki gert. Verði málatilbúnaður hans skýrður svo að hann beri við annarri kröfu en í hinu fyrra máli er málatilbúna ður hans svo vanreifaður að ekki verður hjá því komist að vísa málinu frá Landsrétti, sbr. d - og e - liði 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt framangreindu verður málinu vísað frá Landsrétti án kröfu. 14 Rétt þykir að hver aðili beri sinn kostnað af reks tri málsins fyrir Landsrétti. Ú rskurðarorð : Máli þessu er vísað frá Landsrétti. Málskostnaður fellur niður Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, mánudaginn 14. maí 2018 I. Mál þetta var höfðað 21. september 2017 og dómtekið 16. apríl 2018. Stefnandi er Páll Ágúst Ólafsson, Víðimel 56, Reykjavík. Stefndi er Embætti biskups Íslands, Laugavegi 31, Reykjavík. Varastefndi er íslenska þjóðkirkjan. Stefnandi krefst þess aðallega að viðurkennt verði með dómi að aðalstefnda sé skylt að gefa út e rindisbréf stefnanda til handa í embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi með gildistíma frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022. Til vara er krafist viðurkenningar á bótaskyldu aðalstefnda, biskups Íslands, á því tjóni sem stefnandi varð fyrir vegna þe irrar ákvörðunar aðalstefnda að skipunartími stefnanda í embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi teljist frá 1. júlí 2017 til 30. nóvember 2018 en ekki frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi aðalstefnd a að meðtöldum virðisaukaskatti. Í varasök eru sömu dómkröfur gerðar á hendur varastefnda, íslensku þjóðkirkjunni. Í báðum tilvikum er krafist málskostnaðar úr hendi stefndu að meðtöldum virðisaukaskatti. Stefndu krefjast sýknu af dómkröfum stefnanda og hvor um sig gerir kröfu um málskostnað úr hendi stefnanda að mati dómsins. II Málsatvik Hinn 29. ágúst 2013 var embætti sóknarprests í Staðarstaðarprestakalli auglýst laust til umsóknar á vef þjóðkirkjunnar. Þar kom fram að aðalstefndi, bisku p Íslands, (hér eftir kallaður stefndi), skipaði í embætti sóknarpresta til fimm ára. Einnig kom fram að sóknarprestur í þessu prestakalli hefði sérstökum skyldum héraðsprests við Vesturlandsprófastsdæmi að gegna og að gert væri ráð fyrir að héraðsprestssk yldur við prófastsdæmið gætu numið allt að helmingi starfsins, svo sem nánar yrði útfært í erindisbréfi. Kosið var í embættið 2. nóvember 2013 og var stefnandi hlutskarpastur. Með vígslubréfi, 5 dagsettu 7. desember sama ár, var stefnandi skipaður sóknarpres tur í Staðarstaðarprestakalli og héraðsprestur í Vesturlandsprófastsdæmi frá og með 1. desember 2013. Erindisbréf stefnanda, dagsett 19. janúar 2014, kvað nánar á um starfsskyldur hans, svo sem að sinna helgihaldi í Staðarstaðarprestakalli og héraðsprestss kyldum í Vesturlandsprófastsdæmi til jafns við sóknarprestsskyldur sínar, eftir nánara skipulagi prófasts. Í kjölfarið risu upp deilur milli stefnanda og stefnda, en upphaf þeirra má rekja til umfangsmikilla viðgerða sem nauðsynlegt þótti að ráðast í á p restssetrinu á Staðarstað, en stefnandi flutti í kjölfarið lögheimili sitt úr prestakallinu til Borgarness. Á meðal gagna málsins eru bréfaskriftir milli lögmanns stefnanda og stefnda, þar sem stefnandi setti fram kröfur um efndir á ráðningarkjörum sínum, auk þess sem tekist var á um réttmæti búferlaflutninga hans og aðrar kröfur stefnanda. Á fundi aðila hinn 14. október 2016 var stefnandi í framhaldinu leystur undan búsetuskyldu í Staðarstaðarprestakalli og honum heimilað að búa utan prestakallsins. Var þe tta staðfest af hálfu stefnda með bréfi til stefnanda, dagsettu 2. desember 2016. Með bréfi stefnda til stefnanda, dagsettu 16. júní 2017, var greint frá því að áskorun hefði borist embætti biskups 22. nóvember 2016 um að leysa stefnanda frá störfum sók narprests Staðarstaðarprestakalls. Í bréfinu var stefnanda jafnframt boðið að færast í starf héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis þann tíma sem eftir væri af tímabundinni skipun hans í embætti sóknarprests Staðarstaðarprestakalls, nánar tiltekið til 30. n óvember 2018. Í bréfinu var tekið fram að skynsamlegast væri að stefnandi sinnti eftirleiðis einvörðungu skyldum héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi sem hann hefði haft á hendi, eftir atvikum með endurskilgreindu verksviði. Um þetta vísaði stefndi til 3 6. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (hér eftir kölluð starfsmannalög) og 4. gr. starfsreglna um val og veitingu prestsembætta nr. 114/2016. Stefnanda var veittur frestur til 21. júní s.á. til að nýta sér andmælarétt sinn áðu r en ákvörðun um þessa tillögu yrði tekin. Með bréfinu fylgdi óundirritað samkomulag um breytta prestsþjónustu í Vesturlandsprófastsdæmi. Lögmaður stefnanda sendi stefnda í kjölfarið bréf, dagsett 21. júní 2017, þar sem kallað var eftir svörum stefnda vi ð ýmsum spurningum sem vöknuðu vegna málsins, m.a. hvenær 100% embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi hefði verið stofnað og hvernig fyrirhuguð tilfærsla stefnanda í það starf til 30. nóvember 2018 samrýmdist meginreglu um fimm ára ráðningartíma hé raðspresta, sbr. 36. gr. laga nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar (hér eftir kölluð þjóðkirkjulög). Í svarbréfi stefnda, dagsettu 23. júní 2017, kemur meðal annars fram að embætti héraðsprests í vísað til þess að hann hefði verið skipaður í prestsembætti til fimm ára frá og með 1. desember 2013. Sá skipunartími stæði óraskaður þótt hann yrði færður í annað embætti, enda væri hvergi tekið fram í starfsmannalögum að nýr fimm ára skipunartími skyldi hefjast við tilfærslu á grundvelli heimildar í 36. gr. laganna. Í lok bréfsins kom fram að stefndi myndi að óbreyttu taka ákvörðun um að færa stefnanda til í starfi eigi síðar en 30. júní 2 017 og tæki hún gildi 1. júlí s.á. Í bréfi lögmanns stefnanda til stefnda, dagsettu 28. júní 2017, var bent á að ekki yrði annað ráðið af bréfi hans frá 23. júní s.á., en að ákvörðun lægi í raun fyrir um að færa stefnanda til í starfi. Þá var skorað á st efnda að fylgja í hvívetna þeim lögum, reglum og venjum sem um slíka ákvörðun giltu, þ. á m. um fimm ára skipunartíma. Með bréfi stefnda, dagsettu 30. júní 2017, var stefnandi fluttur úr embætti sóknarprests í Staðarstaðarprestakalli í embætti héraðsprests í Vesturlands - prófastsdæmi frá 1. júlí 2017. Með tölvubréfi stefnanda til stefnda, dagsettu 3. júlí 2017, kallaði st efnandi eftir skipunarbréfi til fimm ára, nánar tiltekið frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022. Í svarbréfi stefnda, dagsettu 14. júlí s.á., var bent á að samkvæmt 1. mgr. 23. gr. starfsmannalaga gilti tilfærsla stefnanda í embætti einungis út upphaflegan ski punartíma hans í embætti sóknarprests í Staðarstaðarprestakalli, þ.e. til 30. nóvember 2018. Í kjölfarið gaf stefndi út erindisbréf dagsett sama dag, þ.e. 14. júlí 2017, þar sem segir m.a. að ðarprestakalli Vesturlandsprófastdæmi, til fimm ára frá 1. desember 2013, gegnir frá 1. júlí 2017, einvörðungu skyldum héraðsprests í 6 s.á., var skipunart íma þessum mótmælt, sem og túlkun stefnda á starfsmannalögum. Þar sem sættir tókust ekki meðal aðila um ágreining þennan höfðaði stefnandi svo sem fyrr segir málið með stefnu birtri á hendur stefnda hinn 21. september 2017. III. Málsástæður og l agarök stefnanda Stefnandi byggir málatilbúnað sinn á því að skipunartími hans sé fimm ár frá því að hann hafi verið skipaður í embætti héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis hinn 1. júlí 2017, gagnstætt stefnda, sem telji skipunartímann í embættið renna ú t 30. nóvember 2018. Kröfugerð stefnanda, hvort tveggja í aðal - og varasök (stefndu), lúti þannig aðallega að því að fá viðurkenndan þann rétt sinn að vera skipaður í embætti héraðsprests til fimm ára en ekki til eins árs og fimm mánaða. Varakrafan lúti að viðurkenningu á rétti til skaðabóta, verði hinn skemmri skipunartími talinn bindandi fyrir aðila. Aðalkröfu sína um viðurkenningu á því að stefnda verði gert skylt að gefa út erindisbréf stefnanda til handa, með gildistíma frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022, byggir stefnandi á því að 36. gr. starfsmannalaga um flutning milli embætta feli í sér að nýr fimm ára skipunartími hefjist við flutning. Kröfu þessa reisir stefnandi á þremur grundvallarforsendum sem hann telur að hver og ein leiði sjálfstætt til þe ss að fallast beri á málatilbúnað hans. Í fyrsta lagi að prestar þjóðkirkjunnar séu embættismenn, sbr. 4. tölulið 1. mgr. 22. gr. starfsmannalaga. Samkvæmt 1. mgr. 23. gr. sömu laga skuli embættismenn skipaðir til fimm ára í senn. Í 25. gr. laganna sé kveðið á um að líta beri svo á að sé maður skipaður eða s ettur í embætti þá skuli hann gegna því starfi þangað til eitthvert þeirra atriða sem tilgreind séu í ákvæðinu komi til. Þá sé í 8. tölulið ákvæðisins flutningur í annað embætti samkvæmt 36. gr. laganna tilgreindur sem ein ástæða þess að skipunartíma í emb ætti ljúki. Samkvæmt 19. gr. starfsmannalaga sé starfsmönnum ríkisins skylt að hlíta þeim breytingum sem stjórnvald ákveði. Í stað þess að breyta starfsskyldum stefnanda í samræmi við það lagaákvæði hafi stefndi kosið að færa stefnanda til í embætti á grun dvelli 36. gr. laganna, þ.e. úr embætti sóknarprests í Staðarstaðarprestakalli í nýtt embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi, eins og skýrt komi fram í gögnum málsins. Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. starfsmannalaga geti stjórnvald, sem skipað hafi mann í embætti, flutt hann úr einu embætti í annað, enda heyri bæði embættin undir það. Í 3. mgr. sömu greinar sé sérstaklega tekið fram að flytjist maður í annað embætti samkvæmt 1. mgr., sem sé lægra launað en fyrra embættið, skuli greiða honum launamismunin n þann tíma sem eftir sé af skipunartíma hans í fyrra embættinu. Í skýringum með 1. mgr. 36. gr. í frumvarpi því sem orðið hafi að starfsmannalögunum komi fram að ákvæðið sé byggt á 4. mgr. 20. gr. stjórnarskrárinnar sem veiti forseta Íslands, eða í raun r éttri hlutaðeigandi ráðherra, heimild til að flytja mann úr einu embætti í annað. Vísað sé til skýringa með 3. mgr. 36. gr. í greinargerð. Stefnandi byggir á því að þessar skýringar í frumvarpi því sem orðið hafi að starfsmannalögum feli ótvírætt í sér að embættismaður sem fluttur sé til í starfi á grundvelli heimildar 36. gr. starfsmannalaga eigi lögvarinn rétt á því að fá skipun til fullra fimm ára í hið nýja embætti. Þannig feli tilfærslan í sér nýja skipun í embætti. Engin heimild sé til að víkja frá h inni ótvíræðu meginreglu 1. mgr. 23. gr. laganna um að skipunartími í embætti sé til fimm ára og binda tilfærslu milli embætta við þann skipunartíma sem eftir sé af fyrri skipunartímanum. Sú lagatúlkun fæli að mati stefnanda í sér augljósa hættu á misnotku n tilfærsluheimildarinnar. Að mati stefnanda sé ótvírætt að hann hafi verið fluttur til í starfi á grundvelli 36. gr. starfsmannalaga í nýtt embætti héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis, sem stofnað hafi verið við tilfærsluna. Stefnandi telur sig því ei ga lögvarinn rétt á því að fá skipun til fimm ára í hið nýja embætti, sem stefndi hafi kosið að flytja hann í, frá 1. júlí 2017, og að stefnda sé lögum samkvæmt skylt að gefa út nýtt skipunarbréf til fimm ára frá þeim tíma. Stefndi hafi haldið því fram a ð fimm ára skipunartími stefnanda í hið nýja embætti sé brot á fortakslausri auglýsingaskyldu 7. gr. starfsmannalaga. Þetta telji stefnandi vera rangt og vísar í því 7 sambandi til lokamálsliðar 1. mgr. 7. gr. laganna. Þar komi fram að heimilt sé að flytja m ann til í embætti samkvæmt 36. gr. án þess að embættið sé auglýst laust til umsóknar. Í öðru lagi sé það biskup Íslands sem skipi í embætti sóknarprests og önnur prestsembætti, sbr. 37. gr. þjóðkirkjulaga. Eitt af þeim embættum sem talin séu upp í ákvæði nu sé embætti héraðsprests, sbr. 36. gr. laganna. Í bréfi stefnda til stefnanda, dagsettu 23. júní 2017, komi skýrt fram að nýtt embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi verði til, verði ákveðið að færa stefnanda til í starfi. Samkvæmt 36. gr. þjóðki rkjulaga sé biskupi Íslands heimilt að ákveða að í prófastsdæmum starfi héraðsprestar. Sé slík heimild nýtt skuli ráðningartími vera til fimm ára í senn. Ótvírætt sé af lagaákvæðinu, eins og því hafi verið breytt með lögum nr. 55/1999, að skipunartími í em bætti héraðsprests skuli alltaf vera fimm ár í senn. Að mati stefnanda leiði því af lagaákvæðunum sem að framan séu rakin að aldrei sé hægt að skipa héraðsprest til skemmri tíma en fimm ára í senn. Þar af leiðandi verði að fallast á dómkröfur stefnanda s em feli í sér að skipunartími hans í embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi sé til fimm ára. Í þriðja lagi telur stefnandi að fallast beri á dómkröfur hans á grundvelli jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. hina almennu jafnræð isreglu stjórnsýsluréttarins og 65. gr. stjórnarskrárinnar. Um þetta vísar stefnandi til framlagðra gagna um tilfærslu annarra presta í embætti héraðspresta og rekur frekar í stefnu. Með því að synja stefnanda um fimm ára skipunarbréf í embætti héraðsprest s í Vesturlandsprófastsdæmi sé mál stefnanda afgreitt með öðrum hætti en sambærileg mál annarra presta. Það sé að mati stefnanda brot á jafnræðisreglu sem leiði til þess að ákvörðun stefnda um skipunartíma stefnanda sé haldin verulegum efnisannmarka. Ste fnandi gerir þær dómkröfur til vara að bótaskylda stefnda verði viðurkennd, svo sem þar sé nánar tilgreint. Við þær aðstæður sé ljóst að skipunartíma stefnanda í embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi ljúki þann 30. nóvember 2018. Á hinn bóginn hef ði lögmæt ákvörðun um tilfærslu stefnanda í starfi falið í sér að skipunartíma hans hefði lokið þann 30. júní 2022. Þar af leiðandi verði stefnandi af launakjörum og annars konar réttindum sem embætti héraðsprests fylgi í þrjú ár og sjö mánuði. Ótvírætt sé að ólögmæt ákvörðun sem svipti stefnanda framangreindum réttindum sé til þess fallin að valda honum tjóni. Þar af leiðandi beri á grundvelli þeirra sjónarmiða sem rakin séu í umfjöllun um aðalkröfu, og samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðfer ð einkamála, að fallast á varakröfu stefnanda. IV. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi krefst sýknu af aðalkröfu stefnanda, um að viðurkennt verði með dómi að honum sé skylt að gefa út erindisbréf til handa stefnanda í embætti héraðsprests Vesturlandsprófastdæmis með tilteknum skipunartíma. Krafa um sýknu byggist í fyrsta lagi á þv í að engin lagaheimild sé fyrir hendi til að skylda hann erindisbréf, enda skal að jafnaði setja starfsmanni slík fyrirmæli ef hann óskar þess, hvort sem það varðar starf hans almennt framangreindu einungis fjallað um umfang þess. Erindisbréf fjalli ekki um réttindi starfsmanns að öðru leyti, s.s. um laun, uppsagnarfrest, skipunartíma og önnur ráðningarkjör. Að þessu virtu og með vísan til lögmætis reglu stjórnsýsluréttarins þá beri að sýkna stefnda af aðalkröfu stefnanda. Krafa um sýknu byggist í öðru lagi á því að flutningur úr einu embætti í annað leiði ekki til þess að nýr fimm ára skipunartími taki sjálfkrafa gildi, eins og stefnandi haldi fra m. Tilfærsla samkvæmt 36. mgr. 40. gr. þjóðkirkjulaga. Við tilfærslu sé ekki skylt að birta auglýsingu um laust embætti samkvæmt 1. mgr. 7. gr. la ganna en slík skylda eigi alltaf við þegar menn séu skipaðir í embætti samkvæmt 23. gr. þeirra. 8 Stefndi bendir á að hvergi segi í lögum að nýr fimm ára skipunartími taki gildi sé embættismaður fluttur úr einu embætti í annað samkvæmt heimild í 1. mgr. 36 . gr. starfsmannalaga. Í lögum segi einungis að við flutning skuli greiða embættismanni launamismuninn þann tíma sem sé eftir af skipunartíma hans, sbr. 3. mgr. 36. gr. laganna. Þá hafi óljóst orðalag í athugasemdum við 36. gr. í frumvarpi því er orðið haf i að starfsmannalögum enga þýðingu í málinu, svo og 36. gr. þjóðkirkjulaga. Málatilbúnaður stefnanda, um að nýr fimm ára skipunartími taki sjálfkrafa gildi vegna flutnings á milli embætta, sé jafnframt í andstöðu við markmið 36. gr. starfsmannalaga, sem s fimm ára skipunartími sjálfkrafa gildi við tilfærslu, þrátt fyrir að hvergi sé kveðið á um það í lögum, sé ljóst að slík sku ldbinding kæmi í veg fyrir það markmið að auka tilfærslu milli embætta. Slík niðurstaða fæli einnig í sér augljósa hættu á að stjórnvöld misnotuðu tilfærsluheimildina með því að færa embættismenn á milli embætta í stað þess að auglýsa þau eða láta skipunar tíma embættismanna renna út samkvæmt 23. gr. laganna. Slík framkvæmd bryti augljóslega gegn þeirri grunnreglu að ráða skuli hæfasta einstaklinginn og að auglýsa skuli laus embætti, sbr. 2. mgr. 7. gr. starfsmannalaga. Stefndi byggir jafnframt á því að til vísun stefnanda í jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins eigi ekki við rök að styðjast. Að öðru leyti geti jafnræðisreglan ekki leitt til réttinda sem stefnandi eigi ekki rétt á lögum samkvæmt. Þá krefst stefndi sýknu af varakröfu stefnanda um að viðurkennd verði bótaskylda á því tjóni sem stefnandi telji sig hafa orðið fyrir sökum þess að skipunartími hans teljist vera til 30. nóvember 2018 en ekki 30. júní 2022. Krafa um sýknu vegna varakröfunnar byggist í fyrsta lagi á því að skilyrði um saknæma háttsemi sé ekki uppfyllt í málinu. Hvergi í lögum sé mælt fyrir um að stefnandi öðlist nýjan fimm ára skipunartíma vegna þeirrar ákvörðunar stefnda að flytja hann milli embætta. Skilyrði fyrir bótaskyldu séu því ekki fyrir hendi, með þeim réttaráhrifum að sýkna b eri stefnda af varakröfu stefnanda. Í öðru lagi byggist krafa stefnda um sýknu á því að það sé ósannað að stefnandi hafi orðið fyrir einhverju tjóni. Varakrafa stefnanda taki mið af stöðu hans í framtíðinni, þ.e. annars vegar því að hann verði ekki í emb ætti hjá stefnda frá og með 30. nóvember 2018 og hins vegar því að hann verði með lægri tekjur frá því tímamarki. Hvorugt þessara atriða liggi hins vegar fyrir og beri því að sýkna stefnda að svo stöddu, enda liggi ekkert fyrir um það að stefnandi hafi orð ið fyrir einhverju tjóni. Missi stefnandi embætti sitt þann 30. nóvember 2018, sem ekkert sé víst um, reyni á skyldu hans til tjónstakmörkunar og sé ekki unnt að ákvarða tjón hans fyrr en sýnt sé fram á að hann hafi sótt um störf og reynt að afla sér tekna . V. Niðurstaða Stefnandi beinir dómkröfum sínum í málinu aðallega að embætti biskups Íslands en til vara að íslensku þjóðkirkjunni. Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. þjóðkirkjulaga nr. 78/1997 fer biskup Íslands með yfirstjórn þjóðkirkjunnar og skipar j afnframt í embætti sóknarprests og í önnur prestsembætti, sbr. 37. gr. sömu laga. Þá kemur í hlut hans samkvæmt 2. mgr. 8. gr. starfsmannalaga nr. 70/1996 að gefa út erindisbréf presta. Réttarframkvæmd sýnir að ekki er óheimilt að beina kröfum að embætti b iskups Íslands eða biskupi sjálfum. Nægjanlegt hefði þó verið að beina kröfum að varastefnda, íslensku þjóðkirkjunni, en aðalstefndi telst vera í fyrirsvari fyrir hana. Aðalkrafa stefnanda var upphaflega tvíþætt og var í fyrri hluta hennar gerð krafa um a ð ákvörðun aðalstefnda, biskups Íslands, um tilfærslu stefnanda í embætti héraðsprests Vesturlandsprófastsdæmis með skipunartíma frá 1. júlí 2017 til 30. nóvember 2018, yrði dæmd ólögmæt. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, dagsettum 5. desember 2017 var þessum hluta kröfunnar vísað frá dómi, enda talinn vera málsástæða fyrir seinni hluta hennar, sem sett er fram sem viðurkenningarkrafa. Taldi dómurinn að seinni hluti kröfunnar hefði raunhæft gildi fyrir réttarstöðu stefnanda og að hann hefði lögvarða hags muni af því að fá viðurkenningu á réttindum sínum. Kröfu stefnda um frávísun þess hluta kröfu var því hafnað. Þá skal 9 á það bent að dómkröfu sem beinist að öðru en aðfararhæfri skyldu og uppfyllir kröfur um skýrleika verður fullnægt með þeim hætti sem tilg reint er í 74. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Aðalkrafa stefnanda, eins og hún stendur nú, er á þá leið að krafist er að viðurkennt verði með dómi að stefnda sé skylt að gefa út erindisbréf stefnanda til handa í embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsd æmi með gildistíma frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022. Ágreiningur aðila lýtur þannig fyrst og fremst að því hvort skipunartími stefnanda í embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi hinn 1. júlí 2017, er hófst við tilflutning hans úr embætti sóknarpre sts að Staðarstað, eigi að gilda frá þeim degi til 30. júní 2022, eins og stefnandi heldur fram, eða aðeins til 30. nóvember 2018, eins og stefndi heldur fram. Þá greinir aðila jafnframt á um hvort lagaheimild sé fyrir hendi sem skyldar stefnda til að gefa út erindisbréf stefnanda til handa með tilteknum gildistíma með þeim hætti sem stefnandi krefst. Líkt og að framan er rakið var stefnandi settur í embætti sóknarprests að Staðarstað með vígslubréfi, dagsettu 7. desember 2013. Var stefnandi skipaður í emb ætti til fimm ára, nánar tiltekið frá 1. desember 2013 til 30. nóvember 2018, svo sem fram kemur í erindisbréfi, dagsettu 19. janúar 2014. Stefnandi var síðan fluttur til í embætti í kjölfar deilna aðila og er ágreiningslaust að það var gert á grundvelli 3 6. gr. starfsmannalaga. Við tilflutninginn gaf stefndi út nýtt erindisbréf, dagsett 1. júlí 2017, þar sem fram kom að stefnandi gegndi frá þeim degi einvörðungu skyldum héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi út skipunartímann. Af hálfu stefnanda er byggt á því að þegar flutningur starfsmanna í starfi samkvæmt 36. gr. starfsmannalaga eigi sér stað byrji ávallt nýr fimm ára skipunartími að líða við flutninginn. Stefndi byggir dómkröfur sínar um sýknu fyrst og fremst á því að engin lagaheimild sé fyrir hendi sem skyldi hann til að gefa út erindisbréf með tilteknum skipunartíma, enda feli erindisbréf samkvæmt 2. mgr. 8. gr. starfsmannalaga aðeins í sér lýsingu á st arfinu og umfangi þess en mæli ekki fyrir um nein réttindi starfsmanns. Í 1. mgr. 36. gr. starfsmannalaga er kveðið á um að stjórnvald, sem skipað hafi mann í embætti, geti flutt hann úr einu embætti í annað, enda heyri bæði embættin undir það. Enn fremu r geti stjórnvald, sem skipað hafi mann í embætti, samþykkt að hann flytjist í annað embætti er lúti öðru stjórnvaldi, enda óski það stjórnvald eftir því. Þá er mælt fyrir um það í 3. mgr. 36. gr. að flytjist maður í annað embætti eða annað starf samkvæ mt 1. og 2. mgr., sem sé lægra launað, skuli greiða honum launamismuninn þann tíma sem eftir sé af skipunartíma hans. Í athugasemdum við frumvarp það er varð að starfsmannalögum kemur fram að ákvæði 2. mgr. 36. gr. laganna, nú 3. mgr. 36. gr. þeirra, sbr . breytingu sem gerð var á lögunum með lögum nr. 130/2016, sé í samræmi við 4. mgr. 20. gr. stjórnarskrárinnar og 19. gr. frumvarpsins. Þar er tekið sem dæmi til skýringar á ákvæðinu að sé embættismaður fluttur í annað lægra launað embætti eftir þrjú ár í starfi, yrði hann skipaður til fimm ára í hið nýja embætti en fengi laun greidd í tvö ár samkvæmt launakerfi fyrra embættisins. Í 1. mgr. 22. gr. starfsmannalaga er mælt fyrir um hvaða starfsmenn ríkisins séu embættismenn en í 4. tl. 1. mgr. þeirra segir að prestar þjóðkirkjunnar séu þeirra á meðal. Samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laganna skuli embættismenn skipaðir til fimm ára í senn, nema annað sé tekið fram í lögum. Í 8. tl. 1. mgr. 25. gr. sömu laga kemur fram að sé maður skipaður eða settur í embætti þá be ri að líta svo á að hann skuli gegna því þar til að hann flytjist í annað embætti, sbr. 36. gr. laganna. Í 7. gr. starfsmannalaga er mælt fyrir um þá meginreglu að laus embætti hjá ríkinu skuli auglýsa en í lok síðari málsliðar 1. mgr. 7. gr. er sú undante kning gerð að heimilt er að flytja mann til í embætti samkvæmt 36. gr. laganna án þess að auglýsa embættið laust til umsóknar. Þá kemur fram í 36. gr. þjóðkirkjulaga að biskupi Íslands sé heimilt að ákveða að í prófastsdæmum starfi héraðsprestar og að rá ðningartími þeirra skuli vera fimm ár í senn. Fyrir liggur að stefndi bauð stefnanda að flytjast í embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi þann tíma sem eftir var af tímabundinni skipun hans í embætti sóknarprests að Staðarstað, sbr. bréf stefnda til stefnanda, dagsett 16. júní 2017. Í málinu liggur fyrir bréf stefnda, dagsett 23. júní 2016, með svörum við fyrirspurnum stefnanda, dagsettum 21. júní s.á. Þar segir m.a. að embætti 10 héraðsprests við Vesturlandsprófastsdæmi verði til þegar og ef tilfærs la öðlast gildi. Með bréfi stefnda til stefnanda, dagsettu 30. júní 2017, var síðan tilkynnt að tilfærslan myndi öðlast gildi daginn eftir, eða þann 1. júlí 2017. Að mati dómsins þykir sýnt af þessum bréfaskiptum aðila að stefndi hafi með tilfærslu stefn anda í starfi hinn 1. júlí 2017, á grundvelli 36. gr. starfsmannalaga, í raun komið á fót nýju embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi þar sem starfskraftar stefnanda yrðu nýttir til fulls. Engu breytir þótt stefnandi hafi áður verið skipaður héraðs prestur í Vesturlandsprófastsdæmi, sbr. orðalag eldra erindisbréfs hans, dagsetts 19. janúar 2014, en óumdeilt er í málinu að hann gegndi þar aðeins ákveðnum prestsskyldum samhliða þeim skyldum sem hann hafði með höndum sem sóknarprestur að Staðarstað. Þ ar sem stefndi hafði í reynd verið fluttur í nýtt embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi þykir 1. mgr. 25. gr. starfsmannalaga, sbr. 8. tl. hennar, leiða til þess að eldri skipunartíma hans í embætti sóknarprests að Staðarstað hafi þar með lokið. Í ljósi þess og meginreglu 1. mgr. 23. gr. laganna, um að embættismenn skuli skipaðir tímabundið til fimm ára í senn, sbr. einnig síðari málslið 36. gr. þjóðkirkjulaga um að héraðspresta skuli skipa til jafn langs tíma, þykir að mati dómsins sýnt að við til flutninginn hafi nýr fimm ára skipunartími byrjað að líða. Þykja fyrrgreind ummæli í athugasemdum við 2. mgr. 36. gr., nú 3. mgr., jafnframt styðja framangreinda niðurstöðu. Ákvörðun stefnda um að gefa út erindisbréf einvörðungu frá 1. júlí 2017 til 30. nó vember 2018 var því ekki í samræmi við lög. Í stefnu var skorað á stefnda að leggja fram gögn um skipunartíma allra þeirra sem skipaðir hafi verið héraðsprestar samkvæmt 36. gr. starfsmannalaga, þar með talið þeirra sem fluttir hefðu verið úr öðru embætt i, en við því varð stefndi ekki. Lagði stefnandi þá fram nokkur skipunarbréf nafngreindra embættismanna hjá ríkinu, sem fluttir voru til í starfi á grundvelli 36. gr. starfsmannalaga , ásamt flutningsbréfum og fylgibréfi. Þar kemur fram að við tilflutning þeirra hafi nýr fimm ára skipunartími byrjað að líða og þykir það renna enn frekari stoðum undir fyrrgreinda niðurstöðu um framangreinda lagatúlkun. Í málinu liggur fyrir að stefnandi óskaði eftir því við stefnda að erindisbréf yrði gefið út honum til ha nda frá og með 1. júlí 2017 til næstu fimm ára, sbr. framlagt tölvubréf hans til stefnda, dagsett 3. júlí 2017. Með vísan til þess er að framan greinir og ákvæðis 2. mgr. 8. gr. starfsmannalaga bar stefnda þannig að gefa út erindisbréf til stefnanda til f imm ára frá og með þeim degi er tilflutningur átti sér stað, þ.e. frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022. Eins og mál þetta liggur fyrir verður málsástæðu stefnda um hið gagnstæða því hafnað. Samkvæmt því sem að framan hefur verið rakið verður því fallist á aðalkröfu stefnanda, svo sem nánar er rakið í dómsorði. Með hliðsjón af niðurstöðu málsins ber stefnda að greiða stefnanda málskostnað, sbr. 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sem þykir hæfilega ákveðinn 1.400.000 krónur. Tekið er ti llit til kostnaðar vegna flutnings um frávísunarkröfu. Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp þennan dóm. D Ó M S O R Ð: Viðurkennt er að aðalstefnda, biskupi Íslands, sé skylt að gefa út erindisbréf stefnanda til handa í embætti héraðsprests í Vesturlandsprófastsdæmi með gildistíma frá 1. júlí 2017 til 30. júní 2022. Aðalstefndi, biskup Íslands, greiði stefnanda, 1.400.00 0 krónur í málskostnað.