LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 16. september 2021. Mál nr. 423/2020 : Ákæruvaldið (Jón H. B. Snorrason saksóknari ) gegn X (Guðmundur St. Ragnarsson lögmaður) ( Auður Björg Jónsdóttir , lögmaður einkaréttarkröfuhafa ) Lykilorð Hótanir. Sérstaklega hættuleg líkamsárás. Umferðarlagabrot. Fíkniefnalagabrot. Útdráttur Með dómi héraðsdóms var X sakfelldur fyrir hótanir, umferðarlagabrot, sérstaklega hættulega líkamsárás og fíkniefnalagabrot. Hann játaði sakargiftir, þar á meðal að hafa slegið brotaþola í höfuðið með skralli úr topplyklasetti, en neitaði að hafa stungið brotaþola með skrúfjárni í vinstri sköflung. Í dómi Landsréttar er rakið að samkvæmt framburði læknis fyrir héraðsdómi var um að ræða lokaðan yfirborðsskurð á sköflungnum sem ekki reyndist þörf á að gera að eða búa um. Þá segir í dóminum að þrátt fyrir að ekki hafi fundist blóð á skrúfjárni því sem fannst á vettvangi væri með vísan til annarra gagna málsins hafið yfir skynsamlegan vafa að X hefði veitt brotaþola áverka með skrúfjárninu á áð urgreindum stað í átökum þeirra á milli. Með hliðsjón af skýrslu réttarmeinafræðings fyrir héraðsdómi og lýsingu vitna á aðförum ákærða þótti háttsemi hans samræmast verknaðarlýsingu í ákæru um að hann hefði stungið brotaþola með skrúfjárninu. Að þessu ath uguðu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms var hann staðfestur, þó þannig að til frádráttar refsingu ákærða kæmi gæsluvarðhald sem hann sætti vegna málsins. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Ragnheiður Bragadóttir og Símon Sigvaldason. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 16. júní 2020 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 20. maí 2020 í málinu nr. S - ] /2019 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að refsing ákærða verði þyngd. 2 3 Ákærði krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af þeim sakargiftum 2. töluliðar II. kafla ákæru frá 8. ágúst 2019 að hafa stungið brotaþola með skrúfjárni í vinstri sköflung, að fjárhæð ein karéttarkröfu verði lækkuð og að hann verði að öðru leyti dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa. Til vara krefst ákærði þess að refsing hans verði milduð. 4 Brotaþoli, C , krefst þess að ákærða verði gert að greiða honum miskabætur að fjárhæð 1.200.000 krónur, auk vaxta s amkvæmt 8. gr. , sbr. 4. gr., laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 11. mars 2019 til 22. nóvember sama ár en með dráttarvöxtum s amkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt krefst hann skaðabóta ve gna útlagðs sjúkrakostnaðar að fjárhæð 13.400 krónur , auk vaxta s amkvæmt 8. gr. , sbr. 4. gr., laga nr. 38/2001 frá 11. mars 2019 til 22. nóvember sama ár en með dráttarvöxtum s amkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Þá krefst hann málskostnaðar. Málsatvik og sönnunarfærsla 5 Við meðferð málsins í héraði játaði ákærði sakargiftir í málinu að undanskildu því að hafa stungið brotaþola í vinstri sköflung með skrúfjárni, sbr. 2. tölulið II. kafla ákæru 8. ágúst 2019. Málsatvik er þann ákærulið varða eru rakin í hinum áfrýjaða dómi. Þar er einnig gerð grein fyrir framburði ákærða, brotaþola og annarra vitna sem gáfu skýrslu um þau atvik fyrir héraðsdómi. Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur fyrir brot samkvæmt öllum liðum á kæru 8. ágúst 2019 og samkvæmt I. kafla ákæru 5. nóvember 2019 en áður hafði verið fallið frá sakargiftum á hendur ákærða samkvæmt II. kafla þeirrar ákæru. 6 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti voru spilaðar hljóð - og myndupptökur af framburði ákærða, b rotaþola og vitnanna B og A fyrir héraðsdómi. Niðurstaða 7 Eins og áður greinir hefur ákærði neitað þeim sakargiftum 2. töluliðar II. kafla ákæru 8. ágúst 2019 að hafa stungið brotaþola með skrúfjárni í vinstri sköflung með þeim afleiðingum að brotaþoli hla ut opið sár framanvert á vinstri sköflung. Er lýsing á áverkanum í samræmi við greiningu í áverkavottorði læknis á bráðadeild Landspítala en þangað var brotaþoli fluttur skömmu eftir átökin. Í vottorðinu er því einnig lýst að um hafi verið um að ræða 3,5 c m langan lokaðan yfirborðsskurð á sköflungnum. Fyrir dómi lýsti læknirinn áverkanum einnig sem rispu sem ekki hefði verið þörf á að gera að eða búa um. Fram kemur í gögnum málsins að við rannsókn lögreglu var ekki hægt að greina blóð á skrúfjárni því sem f annst á vettvangi. Það breytir á hinn bóginn ekki því að með vísan til annarra gagna málsins, sem rakin eru í hinum áfrýjaða dómi, telst sannað svo hafið sé yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi í átökunum veitt brotaþola áverka með skrúfjárni á áðurgreind um stað. 8 Samkvæmt mati réttarmeinafræðings gáfu útlínur áverkans á sköflungnum til kynna að hann væri af völdum höggs með frekar mjóu og beittu eða hálfbeittu áhaldi sem 3 notað hefði verið af mikilli ákefð í skálægri stefnu niður á við. Þá væri mögulegt að áverkanum hefði verið valdið með skrúfjárni. Í skýrslu sinni fyrir dómi tók réttarmeinafræðingurinn fram að mögulegt væri að valda stungusári með skrúfjárni eða sambærilegu áhaldi. Með hliðsjón af framangreindu og lýsingu vitna á aðförum ákærða þykir hátts emi hans samræmast verknaðarlýsingu ákæru um að hann hafi stungið brotaþola með skrúfjárninu. 9 Að framangreindu athuguðu en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður hann staðfestur en þó þannig að til frádráttar refsingu ákærða komi gæsluvar ðhald sem hann sætti vegna málsins frá 12. mars til 3. apríl 2019. 10 Ákærði greiði brotaþola, C, 250.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. 11 Ákærða verður gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, s em ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og greinir í dómsorði. Dómsorð: Ákærði, X, sæti fangelsi í 16 mánuði. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 12. mars til 3. apríl 2019. Að öðru leyti skal hinn áfrýjaði dómur ver a óraskaður. Ákærði greiði brotaþola, C, 250.000 krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Ákærði greiði áfrýjunarkostnað málsins, 803.272 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 744.000 krónur. Dómur Héraðs dóms Reykjavíkur 20. maí 2020 Mál þetta, sem dómtekið var 11. maí 2020 , var höfðað með ákæru héraðssaksóknara, dags. 8. ágúst 2019, á hendur: X , kennitala , , Reykjavík, I. Fyrir hótanir, með því að hafa laugardaginn 9. mars 2019, á heimili við í Reykjavík, í viðurvist A og B , er ákærði hélt á hamri, hótað að beita C líkamsmeiðingum en hótanir ákærða voru til þess fallnar að vekja ótta hjá C , A og B um líf, heilbrigði og velferð C . Telst brot þetta varða við 233. gr. almennra hegningarlaga nr. 19 /1940. II. Fyrir eftirtalin brot framin að kvöldi mánudagsins 11. mars 2019: 4 1. Fyrir umferðarlagabrot , með því að hafa ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 295 ng/ml) eftir í Reykjavík. Telst brot þetta varða við 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 sbr. 5. gr. laga nr. 66/2006 og 3. gr. laga nr. 24/2007. 2. Fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa á heimili við í Reykjavík, slegið C , sem þar var gestkomandi, í höfuðið með skralli úr topplyklasetti og stungið hann í vinstri sköflung með skrúfjárni, með þeim afleiðingum að C hlaut opið sár aftanvert á vinstri hnakka, opið sár framanvert á vinstri sköflung og heilahri sting. Telst brot þetta varða við 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 3. Fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum 0,64 grömm af amfetamíni sem lögregla fann við leit í hægri brjóstvasa á vinnusamfesting ákærða. Telst b rot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð n r. 848/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og til sviptingar ökuréttar skv. 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 , sbr. 25. gr. laga nr. 44/1993 og 18. gr. laga nr. 66/2006. Þess er jafnframt kr afist að fíkniefni sem tilgreind eru í ákærulið 3 í II. kafla ákæru, verði gerð upptæk, sbr. 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Einkaréttarkrafa : Af hálfu C , kt. , er gerð sú krafa að ákærða verði gert að greiða honum miskabætur samtals að fjárhæð kr. 1.200.000, - auk vaxta skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, sbr. 4. gr. laganna frá 11.03.2019 til þess dags er mánuður er liðinn frá því bótakrafa þessi er kynnt fyrir ákærða en með dráttarvöxtum frá þeim degi s kv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga til greiðsludags. Þá er krafist þjáningarbóta á grundvelli 3. gr. skaðabótalaga að fjárhæð kr. 58.500, - auk vaxta skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, sbr. 4. gr. laganna frá 11. mars 2019 til þess dags er mánuður er liðinn frá því bótakrafa þessi er kynnt fyrir ákærða en með dráttarvöxtum frá þeim degi skv. 9. gr., sbr. 6. gr. vaxtalaga til greiðsludags. Þá er krafist skaðabóta vegna útlagðs kostnaðar brotaþola að fjárhæð kr. 13.400, - auk vaxta skv. 8. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, sbr. 4. gr. laganna frá 11. mars 2019 til þess dags er mánuður er liðinn frá því bótakrafa þessi er kynnt fyrir ákærða en með dráttarvöxtum frá þeim degi skv. 9. gr., sbr. 1. mgr. 6. gr. vaxtalaga til greiðsludags. Þá er krafist greiðslu lögma nnsþóknunar eða réttargæsluþóknunar, ef lögmaður verður skipaður réttargæslumaður, allt í samræmi við framlagða tímaskýrslu að teknu tilliti Mál nr. S - /2019 var sameinað málinu í þingha ldi 18. nóvember 2019 og síðar í sama þinghaldi var þáttur meðákærða samkvæmt II. kafla ákæru dagsettrar 5. nóvember 2019 skilinn frá málinu og dæmdur sérstaklega. Ákæruvaldið féll frá refsikröfu á hendur ákærða samkvæmt II. kafla ákærunnar. Eftir stóð I. kafli ákæru þar sem ákærða var gefið að sök fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni 579,35 grömm af maríjúana og 0,7 grömm af amfetamíni sem lögregla lagði hald á við leit að í þann 21. september 2018. Brot ið er talið varða við 2. gr., 5 sbr. 5. og 6. gr., laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upptöku á 579,35 grömmum af maríjúana og 0,7 grömmum af amfetamíni, samkvæmt 6. og 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. regl ugerðar nr. 233/2001. Verjandi ákærða krefst sýknu af þeim hluta ákæru í seinni ákærulið II. kafla er lýtur að stungu með skrúfjárni. Að öðru leyti krefst hann vægustu refsingar er lög leyfa og hæfilegra málsvarnarlauna sér til handa. I. Ákærði hefur skýlaust játað sök samkvæmt I. kafla og 1. og 3. ákærulið II. kafla í ákæru Héraðssaksóknara dagsettri 8. ágúst 2019. Þá hefur hann skýlaust játað sök samkvæmt I. kafla ákæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu dagsettrar 5. nóvember 2019, sem e inn stendur eftir. Sannað er með játningu ákærða og öðrum gögnum málsins að ákærði er sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök samkvæmt framangreindum ákæruköflum og eru brot hans rétt heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Það athugast að ný umferðarlög nr. 77/2019 tóku gildi eftir að ákæra var gefin út í málinu og vísast til 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga. Brot ákærða samkvæmt 1. ákærulið II. kafla eru nú heimfært til 1., sbr. 2. mgr. 50. gr., sbr. 101. gr. laga nr. 77/2019 Ákæra Héraðssaksóknara dagsett 8. ágúst 2019 II. kafli 2. ákæruliður Þann 11. mars 2019 kl. 18:20 var lögreglu tilkynnt um líkamsárás með skrúfjárni að . Sjúkralið var sent á vettvang þar sem þær upplýsingar fylgdu að brotaþola blæddi mikið. Þegar lögregla ko m á vettvang var ákærði í svefnherbergi íbúðarinnar en brotaþoli, C , sat í stofunni blóðugur í andliti. Segir í frumskýrslu lögreglu að ákærði hafi verið æstur og bersýnilega í annarlegu ástandi. Hann hafi verið blóðugur í framan og á höndum en ekki með sj áanlega áverka. Við öryggisleit á ákærða fannst m.a. blóðugur skiptilykill. Ákærði var handtekinn í kjölfarið og færður á lögreglustöð. Haft var eftir brotþola að hann hefði verið gestkomandi þegar ákærði hefði ruðst inn og ráðist á hann í stofunni. Ákærð i hafi slegið hann í höfuðið með skiptilykli og hafi blætt mikið við það. Þeir hafi tekist á og ákærði ítrekað reynt að stinga hann með skrúfjárni. Hafi ákærða tekist að stinga hann í fótinn. Ástandi brotaþola er lýst svo að hann hafi verið í miklu uppnámi , blóðugur á höfði og með áverka á fæti. Fram kemur í skýrslunni að greinilegt hafi verið að til átaka hefði komið í stofu íbúðarinnar en blóðpollur hafi verið á gólfi og í sófa. Þá hafi verið skrúfjárn á stofugólfi. Á heimilinu var húsráðandi, B , og A , dó ttir hennar, og börn. Rætt var við A og B á vettvangi. Lýstu þær því að þetta kvöld hefði brotaþoli verið gestkomandi á heimilinu er ákærði hefði ruðst inn á heimilið og ráðist á brotaþola. Hann hefði slegið brotaþola með skiptilykli í höfuðið og ítrek að reynt að stinga hann með skrúfjárni er þeir tókust á. Hafi ákærði verið undir áhrifum fíkniefna. Þá greindi A frá því að ákærði hefði hótað henni og brotaþola með hamri vikuna áður. B greindi einnig frá því að ákærði hefði ráðist á brotaþola. Kvað hún h ann hafa slegið hann í höfuðið og ítrekað reynt að stinga hann með skrúfjárni. Hafi hún talið að ákærði ætlaði að drepa C . 6 Í skýrslu rannsóknardeildar kemur fram að þær upplýsingar hafi fylgt frá lögreglu á vettvangi að ákærði hefði barið brotaþola í höfuð ið með skralli og stungið hann með skrúfjárni. Tæknideild lögreglu myndaði vettvang. Þá voru teknar myndir af áverkum brotaþola og má sjá sár neðst á hnakka hans og sár ofarlega á vinstri sköflungi. Tekin var skýrsla af brotaþola sama dag og lýsti hann því frekar hvernig ákærði hefði ráðist á hann umrætt sinn. Hafi ákærði haldið á skiptilykli og skrúfjárni þegar hann veittist að honum. Hafi hann m.a. verið laminn í höfuðið með skiptilyklinum og stunginn með skrúfjárni í vinstri sköflung. Í læknisvottorði d agsettu 26. mars 2019 kemur fram að brotaþoli hafi leitað á slysadeild að kvöldi 11. mars 2019. Lýsti hann því að hafa orðið fyrir líkamsárás af hendi ákærða í heimahúsi skömmu áður. Hafi ákærði slegið hann í höfuðið með skrúflykli og hann fengið skurð á h öfuðið. Einnig hafi hann hlotið skurð á framanverðan vinstri sköflung eftir skrúfjárn sem ákærði var með. Við skoðun á höfði hafi komið í ljós sár á aftanverðum hnakka vinstra megin sem mældist 1,2 cm að lengd og 3 4 mm djúpur. Var það saumað með tveimur s porum. Þá hafi verið lokaður yfirborðsskurður á framanverðum vinstri sköflungi, 3,5 cm langur. Greiningar samkvæmt vottorðinu eru opið sár á höfði, opið sár á neðri útlim og heilahristingur. Í tengslum við rannsókn málsins var leitað álits D réttarmeinafræ ðings á því hvort áverki á sköflungi brotaþola gæti hafa hlotist með skrúfjárni eða topplykli sem fundust á vettvangi. Með beiðni til réttarmeinafræðingsins fylgdu frekari upplýsingar um verkfærin sem og ljósmyndir af þeim og áverkanum. Samkvæmt niðurstöðu m álitsins gáfu formfræðilegar útlínur áverkans til kynna að hann notaður með mikilli ákefð í skálegri stefnu niður á við. Eftir samanburð á vopnunum væri mögulegt að áverkinn væri af völdum skrúfjárnsins en hægt að útiloka topplykilinn. Samkvæmt niðurstöðum skýrslu tæknideildar lögreglu voru föt ákærða og áhöld sem fundust á vettvangi rannsökuð með blóðprófi. Fannst jákvæð svörun í samfestingi ákærða og á skiptilykli. Þá fannst jákvæð svörun við skoðun á skóm ákærða. Verður nú gerð grein fyrir framburði ákærða, brotaþola og annarra vitna við aðalmeðferð málsins, að því marki sem nauðsynlegt þykir til úrlausnar þess. Ákærði lýsti atvikum svo að hann og A , barnsmóðir hans, hefðu verið hætt saman. Hann hefði tekið öryggið úr bifreið hennar, sem var við heimili móður hennar, og hefði hún viljað fá það aftur. Kvaðst hann að endingu hafa farið af stað með öryggið. Hefði hann hringt í A og heyrt að brotaþoli var hjá henni. Hefði hann gengið inn í íbúðina og þá séð brotaþola. Hafi þeir hlaupið hvor á móti öðrum. Ákærði kvaðst hafa verið í vinnugallanum og með skrúfjárnið í rassvasanum þar sem það væri hnakkann. Hafi þeir þá verið við borðstofuborðið og flogist á. Ákærði kvaðst lítið muna þegar hér var komið sögu. Hann muni þó eftir því að hafa beygt sig niður og sparkað í magann á brotaþola sem hafi þá dottið ofan á hann. Kvaðst ákærði síðan hafa náð að halda honum niðri og m.a. krækt fótunum utan um hann. Hafi hann haldið í bol hans. Ákærði kvaðst aldrei hafa gripið til skrúfjárnsins. Kvaðst hann því ekki geta skýrt áverka á brotaþola sem tengdur væri við skrúfjárnið. Taldi ákærði að ómögulegt hefði ver ið fyrir hann að stinga brotaþola í sköflunginn og halda honum niðri á sama tíma. Að endingu hafi bæði ákærði og brotþoli orðið þreyttir á að halda hvor í annan. Eftir átökin hafi hann farið inn í herbergi þar sem börnin voru. Ákærði lýsti ástandi sínu e hann verið í neyslu og fengið sér amfetamín um morguninn. Hann kvað þau A hafa tekið saman að 7 nýju og það hefði gerst fljótlega eftir þetta. Þau byggju saman í dag. Kvaðst ákærði ekki vera í neyslu nú. Brotaþoli lýsti atvikum svo að bifreið A , sem var lagt í stæði við heimili B móður hennar, hefði ekki farið í gang eftir að ákær ði hefði átt eitthvað við hana. Umrætt sinn hefðu þau verið þarna á heimilinu og hann setið í sófanum í stofunni þegar B hrópaði að ákærði væri kominn og það ætti að læsa hurðinni. Ákærði hafi rokið inn með skrallið í vinstri hendi en skrúfjárnið í þeirri hægri. Hann hafi hrint A frá þar sem hún stóð nálægt dyrunum. Brotaþoli kvaðst hafa rokið upp á móti ákærða. Ákærði hafi lyft hendi og brotaþoli náð að beygja sig aðeins frá og hafi höggið þá komið í hnakka brotaþola. Þá hefði ákærði reynt að stinga hann í hálsinn. Kvaðst brotaþoli hafa tekið ákærða niður og hefði hann sköflunginn. Hafi ákærði náð að munda skrúfjárnið en brotaþoli hafi verið með hnéð í efri hluta líkama að hans beiðni og lagt til að þeir myndu ræða málin. Brotaþoli kvað ákærða hafa sagt að hann væri að sofa hjá kærustu sinni og hefði hann viljað s ýna honum sms - skilaboð. Brotaþoli kvaðst hafa verið hræddur enda hefði hann ekki vitað hvort ákærði væri líklegur til að aðhafast meira. Skyndilega hafi hann rokið upp og farið inn í herbergi. Skömmu síðar hafi aðstoð borist. Brotaþoli hafi fengið gat á hö fuðið eftir skrallið og áverka á sköflung eftir skrúfjárnið. Aðspurður kvað hann átökin hafa verið í stofunni í liggjandi stöðu og lýsti hann því frekar er bornar voru undir hann myndir af vettvangi. Kvað hann allt hafa gerst mjög hratt og verkfærin hafa s vo endað einhvers staðar í gólfinu. Brotaþoli kvað þetta hafa verið í fyrsta skipti sem hann sá ákærða. Ákærði hafi verið undir A hafi lokið um viku eftir þetta en hún hafi slitið því. Brot aþoli kvað sér ekki hafa liðið vel eftir þetta atvik og lýsti hann því að hann hefði verið var um sig og ekki talið sig óhultan, m.a. vegna hótana frá óþekktum aðilum. A kvaðst hafa staðið í stofunni þegar einhver hefði sagt að ákærði væri að koma. Ákærði hafi gengið rösklega inn og hún séð þegar hann og brotaþoli stefndu í áttina hvor til annars. Kvað hún það hafa verið augljóst hvað myndi gerast og hefði hún náð í börnin, sem voru í stofunni, og farið með þau inn í herbergi. Vitnið kvaðst síðan hafa hring t á neyðarlínuna. Hún hafi ekki séð átökin og það síðasta sem hún hefði séð hefði verið brotaþoli ofan á ákærða. Kvaðst hún bara hafa heyrt af því eftir á sem gerst hafði, þ.e. að ákærði hefði slegið brotaþola í höfuðið og reynt að stinga hann með skrúfjár ni. Hafi móðir hennar og brotaþoli sagt henni frá því. Frá því hafi hún greint þegar lögregla kom á vettvang. B lýsti því er ákærði kom á heimili hennar umrætt sinn. Hún hafi staðið við glugga í íbúðinni og séð hann koma. Hafi það ekki verið góðs viti enda A , m.a. sökum afbrýðisemi hans vegna samskipta hennar við brotaþola. Hafi hún látið A og brotaþola vita að hann væri á leiðinni. Ákærði hafi síðan gengið inn í íbúðina og rakleiðis í átt að brotaþola sem va r í stofunnar. Aðspurð kvaðst vitnið ekki hafa séð ákærða stinga brotaþola en hún hefði séð handahreyfingar hans og sér hefði virst sem ákærði væri að stinga brotaþola ítrekað í síðuna. Hafi hún greint lögreglu frá því að ákærði hefði verið með skrúfjárn en vitnið kvaðst ekki muna í dag hvaða áhald þetta var. Taldi hún ekkert skrúfjárn hafa fundist á vettvangi. Minnti hana að ákærði hefði verið með eitthvað í a nnarri hendinni þegar hann kom inn. Kvaðst hún hafa séð ákærða slá brotaþola í hnakkann og fengið að vita síðar að það hefði verið með skiptilykli. Vitnið kvaðst hafa verið í stofunni í fyrstu en ekki getað skakkað leikinn og hefði hún þá farið til þess að hringja á lögregluna. Hún hafi farið inn í herbergi til A en farið svo aftur fram og þá séð C hreyfingarlausan ofan á ákærða og blóðugan á hnakka. Þeir hafi síðan sest við borðstofuborðið þegar átökunum lauk. Allt hefði gerst mjög hratt og kvaðst vitnið e kki muna vel eftir því sem gerðist á eftir, öðru en því að lögreglan hefði komið og rætt við hana og fleiri. Aðspurð kvað hún rétt að brotaþoli hefði varist ákærða og tekið á móti honum. 8 Lögreglumaður E kvaðst hafa verið í bifreið sem kom fyrst á vettvang . Hefðu fengist þær upplýsingar að ákærði hefði verið með skrúfjárn og skrall á staðnum. Hafi vitnið rætt við húsráðanda sem hefði talað um að ákærði hefði slegið brotaþola í höfuðið og reynt að stinga hann ítrekað með skrúfjárninu. Hafi brotaþoli verið bl óðugur í andliti og á höfði. Ákærði hafi verið ör og virst vera undir áhrifum fíkniefna en verið rólegur við handtökuna. F , starfsmaður tæknideildar LRH, lýsti aðkomu sinni að rannsókn málsins. Ekki hafi fundist blóð á skrúfjárni því sem lagt var hald á á vettvangi. Þá kvaðst hún aðeins hafa rannsakað skó brotaþola en ekki fengið annan fatnað hans til rannsóknar. D réttarmeinafræðingur fór yfir helstu atriði álits síns í tengslum við sýnilega áverka á fæti brotaþola. Hafi áverkinn verið yfirborðsáverki sem farinn var að gróa. Línur áverkans hafi verið óreglulegar og óskýrar. Hafi því áhaldið sem var notað ekki verið hnífur. Þannig væri ekki um að ræða stungusár. Formfræðileg lögun áverkans benti til höggs með fremur mjóu og þunnu áhaldi. Taldi vitnið áverka nn ekki hafa getað hlotist við að reka sig í húsgagn, sem væri jafnan með stóru yfirborði. Ef málmur stæði út úr húsgagni gæti sambærilegur áverki hlotist við að rekast utan í það er sköflungurinn drægist upp með því. Vitnið kvað óreglulegar línur áverkans helst benda til þess að skrúfjárnið hefði verið notað. G læknir fór yfir helstu niðurstöður læknisvottorðs síns. Kvað vitnið áverka brotaþola samrýmast sögu hans af atvikum. Hann hefði verið með rispu á sköflungi og áverka á höfði. Hugsanlegt væri að áver kinn á sköflungnum væri eftir að hann hefði rekið sig í, enda ekki skurður, en þó náð að rispa í gegnum fatnað. Ekki hafi þurft að gera að þessum áverka, hann hafi ekki verið í gegnum húð. Um afleiðingar kvað vitnið brotaþola væntanlega koma til með að ber a ör eftir áverka á höfði en andlegar afleiðingar væru einnig fylgifiskur. Þá hafi brotaþoli fengið væg einkenni heilahristings. II. Niðurstaða Í málinu er óumdeilt að ákærði réðst á brotaþola á heimili vitnisins B þar sem brotaþoli var gestkomandi. Ákærð i hefur gengist við því að hafa komið inn í íbúðina með skrall og skrúfjárn í fórum sínu. Hann viðurkennir að hafa slegið brotaþola í höfuðið með skralli. Telst háttsemin og afleiðingar hennar, þ.e. opið sár á höfði og heilahristingur, sannaðar enda í samr æmi við gögn málsins og framburð vitna. Á hinn bóginn neitar ákærði að hafa stungið brotaþola með skrúfjárni. Framburður brotaþola þess efnis að ákærði hafi ráðist að honum með skrall í annarri hendi og skrúfjárn í hinni hefur verið stöðugur. Frá þessu gr eindi hann á vettvangi, í skýrslutöku hjá lögreglu og á slysadeild. Kvað hann ákærða ítrekað hafa reynt að stinga sig og hafi honum að endingu tekist að skrapa á honum sköflunginn en þá hafi þeir verið í tökum á stofugólfinu. Vitnin B og A voru á vettvangi , en þær kváðust hvorug hafa séð atburðarásina frá upphafi til enda. Staðfesti vitnið B framburð sinn hjá lögreglu um að ákærði hefði ítrekað hoggið til eða slegið brotaþola með áhaldi sem hún taldi vera skrúfjárn. A kvaðst hafa það eftir brotaþola og B að ákærði hefði veitt brotaþola áverka með skrúfjárninu og er það í samræmi við þá tilkynningu sem barst lögreglu. Framburður vitnanna var að mati dómsins trúverðugur og engin merki þess að tengsl við ákærða hefðu haft þar áhrif. Fyrrgreindur framburður brot aþola, sem var allsgáður þegar atvik gerðust, um að ákærði hefði veitt honum áverka á sköflung með skrúfjárni er trúverðugur og sennilegur þegar litið er til framangreinds. Hlaut brotaþoli yfirborðsáverka eftir átökin sem staðfestir eru í frumskýrslu, lækn isvottorði og nánar í vitnisburði G læknis fyrir dómi. Þá bar vitnið D að áverkinn gæti samræmst því að skrúfjárni eða áþekku áhaldi hefði verið beitt með tilteknum hætti. Tók hann þó fram að ekki væri útilokað að áverkinn hefði hlotist við að brotaþoli he fði rekist utan í hlut tiltekinnar tegundar og 9 bar læknirinn á sama veg. Á hinn bóginn er ekkert fram komið í málinu sem gerir það sennilegt að brotaþoli hafi hlotið áverkann með þeim hætti. Átökin á milli ákærða og brotaþola áttu sér stað í stofunni en s krúfjárnið fannst á gólfi í forstofu. Fyrir liggur að ákærði fór að átökunum afstöðnum inn í svefnherbergi í íbúðinni en á þeirri leið fannst skrúfjárnið. Á því fannst ekki blóð eða fingraför. Þessi atriði sanna þó ekki að skrúfjárninu hafi ekki verið beit t gegn brotaþola. Þá verður ekki hjá því litið að ástand ákærða var annarlegt umrætt sinn auk þess sem hann var í tilfinningalegu uppnámi og árásarham. Hefur það vafalaust haft áhrif á skynjun hans og minni. Metur dómurinn framburð hans um að hann hafi ekk i beitt skrúfjárni í átökunum ótrúverðugan. Dómurinn telur sannað með afdráttarlausum framburði brotaþola, sem fær stoð af vitnisburði B , læknisfræðilegum gögnum og að hluta til vitnisburði A og framburði D , að ákærði hafi umrætt sinn ráðist á brotaþola og veitt honum áverka með því að beita skrúfjárni með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á sköflung. Orðalag ákæru á þá leið að ákærði hafi stungið brotaþola í vinstri sköflunginn er í sjálfu sér ekki rangt þegar litið er til aðfara ákærða í aðdraganda þessa og er í samræmi við gögn málsins. Þá eru afleiðingarnar sagðar vera opið sár framanvert á vinstri sköflungi, sem er í samræmi við greininguna T 13.1 sem tilgreind er í læknisvottorði. Á hinn bó ginn gerði læknirinn nánar grein fyrir áverkanum fyrir dómi og teljast þær afleiðingar sannaðar, eins og áður greinir. Samkvæmt framangreindu verður ákærði sakfelldur fyrir brot þau sem í ákæru greinir. Háttsemi hans er réttilega heimfærð undir 2. mgr. 2 18 gr. almennra hegningarlaga enda réðst ákærði að brotaþola með áhöldum sem beitt var sem vopnum. Bæði voru þau hættuleg, ekki síst þegar litið er til aðstæðna og hvernig ákærði beitti þeim. Mátti honum vera ljós hættan sem af slíku stafaði og að langlíkl egast væri að brotaþoli hlyti alvarlega líkamsáverka í átökunum. III. Refsiákvörðun Ákærði hefur verið sakfelldur fyrir hótun, umferðarlagabrot, fíkniefnalagabrot, m.a. sölu og dreifingu efna, og sérlega hættulega líkamsárás. Ákærði játaði brot sín að stæ rstum hluta og er til þess litið. Samkvæmt sakavottorði ákærða var hann síðast dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá september 2016. Það skilorð stóðst ákærði. Hann hefur ekki áður verið dæmdur til refsingar fyri r ofbeldisbrot eða hótanir. Við ákvörðun refsingar nú er til þess litið að umferðarlagabrot ákærða samkvæmt 1. ákærulið II. kafla ákæru frá 8. ágúst 2019 varðar sektum. Brot ákærða samkvæmt I. og 2. ákærulið II. kafla voru fólskuleg, tilefnislaus og beind ust að brotaþola með aðeins tveggja daga millibili. Hið síðarnefnda var verulega gróft og breytir hér engu þó að ákærði hafi verið í tilfinningalegu ójafnvægi enda ásetningur hans einbeittur. Þá var ákærði undir áhrifum fíkniefna og skeytti engu um afleiði ngar gjörða sinna. Hefði hæglega getað farið verr hvað 2. ákærulið II. kafla varðar ef brotaþoli hefði ekki verið í stakk búinn til að verja sig. Við ákvörðun refsingar vegna fíkniefnalagabrota er litið til sakaferils ákærða og magns fíkniefna. Er ákærði m.a. sakfelldur fyrir að hafa haft í vörslum sínum fíkniefni í sölu og dreifingarskyni, eins og fram kemur í ákæru dagsettri 5. nóvember 2019. Með vísan til framangreinds og 1., 2., 3. og 6. og 1. mgr. 70. gr. og 77. gr. almennra hegningarlaga, þykir hæfi leg refsing ákærða vera 16 mánaða fangelsi. 10 Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhaldsvist sem ákærða var gert að sæta vegna málsins frá 12. mars til 3. apríl 2019. Með vísan til lagaákvæða í ákæru er ákærði sviptur ökurétti í samræmi við kröfu ákæruval dsins. Jafnframt eru gerð upptæk fíkniefni sem haldlögð voru á rannsóknarstigi, eins og nánar greinir í dómsorði. Af hálfu brotaþola er krafist skaðabóta samtals að fjárhæð 1.271.900 krónur auk vaxta. Krafan sundurliðast svo að krafist er miskabóta að fjár hæð 1.200.000 krónur, þjáningabóta að fjárhæð 58.500 krónur og 13.400 króna útlagðs sjúkrakostnaðar. Ákærði er bótaskyldur vegna háttsemi sinnar. Brotaþoli á rétt á miskabótum úr hendi hans á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Við ákvörðun bóta er litið til þess að um gróf brot var að ræða gegn brotaþola. Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir sálfræðileg gögn í málinu og að líkamstjón brotaþola hafi verið óverulegt er ljóst að þau voru til þess fallin að valda honum miska. Þykja miskabætur til brotaþol a hæfilega ákveðnar 500.000 krónur. Krafa brotaþola vegna útlagðs kostnaðar er studd gögnum og tekin til greina. Hvað varðar þjáningabætur þá liggja ekki fyrir læknisfræðileg gögn um það hversu lengi brotaþoli var óvinnufær og verður kröfulið þessum því ví sað frá dómi. Samtals ber ákærða að greiða brotaþola 513.400 krónur og ber krafan vexti eins og nánar greinir í dómsorði. Þá skal ákærði greiða brotaþola 350.000 krónur í málskostnað við að halda bótakröfunni fram. Með vísan til 1. mgr. 235. gr. laga nr. 8 8/2008 ber ákærða að greiða allan sakarkostnað málsins , þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða, og annan sakarkostnað eins og nánar greinir í dómsorði. Við ákvörðun málsvarnarlauna er tekið tillit til virðisaukaskatts og tímaskýrslu verjanda. Sigríður Hjaltested héraðsdómari kveður upp dóm þennan. D ó m s o r ð : Ákærði, X , sæti fangelsi í 16 mánuði. Ákærði er sviptur ökurétti í eitt ár frá birtingu dómsins að telja. Ákærði sæti upptöku á 579,35 g af maríjúana og 1,34 g af amfetamíni. Ákærði greiði C 513.400 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 frá 11. mars 2019 til 22. nóvember 2019 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags og 350.000 krónur í m álskostnað. Ákærði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Guðmundar St. Ragnarssonar lögmanns, 790.655 krónur, og 262.904 krónur í annan sakarkostnað.