LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. október 2021. Mál nr. 349/2020 : Sjóvá - Almennar tryggingar hf. ( Kristín Edwald lögmaður ) gegn A ( Páll Kristjánsson lögmaður) Lykilorð Ölvunarakstur. Stórkostlegt gáleysi. Líkamstjón. Skaðabætur. Eigin sök. Gjafsókn. Útdráttur A varð fyrir líkamstjóni er bifreið var ekið aftan á götusóp. A krafðist fullra bóta úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar og byggði á því að hann hefði verið farþegi í henni. Yrði talið sannað að A hefði verið ökumaður bifreiðarinnar byggði hann á því að hann ætti rétt til fullra bóta úr slysatryggingu ökumanns. Héraðsdómur taldi sannað að A hefði verið ökumaður bifreiðarinnar umrætt sinn og að hann ætti rétt til bóta úr slysatryggingu ökumanns en lækkaði bætur til hans um tvo þriðju hluta. A und i við hinn áfrýjaða dóm og því var aðeins til úrlausnar fyrir Landsrétti sú niðurstaða héraðsdóms að viðurkenna bótaábyrgð S hf. á einum þriðja þess líkamstjóns sem A hlaut. Í dómi Landsréttar kom fram að A hefði verið óhæfur til að stjórna ökutæki sökum ö lvunar og fíkniefnaneyslu og væri ekkert fram komið um að rekja mætti atvikið til neins annars en ölvunar - og vímuástands hans. Með háttsemi sinni hefði A sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Var talið að skilyrði 1. mgr. 90. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggin garsamninga væri uppfyllt til að fella niður ábyrgð S hf. á líkamstjóni A. Var S hf. sýknað af kröfu A. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jóhannes Sigurðsson , Kristbjörg Stephensen og Símon Sigvaldason . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 4. júní 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 19. maí 2020 í málinu nr. E - /2019 . 2 Áfrýjandi krefst sýknu af öllum kröfum stefnda og málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst staðfest ingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 2 Niðurstaða 4 Stefndi unir niðurstöðu hins áfrýjaða dóms og er því aðeins til úrlausnar sú niðurstaða dómsins að viðurkenna bótaábyrgð áfrýjanda á einum þriðja þess líkamstjóns sem stefndi hlaut 6. apríl 2017. 5 Um persónutryggingar, þar með talið slysatryggingu ökumanns , gildir II. hluti laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Samkvæmt 1. mgr. 90. gr. laganna má lækka eða fella niður ábyrgð vátryggjanda hafi vátryggður, í öðrum vátryggingum en líftryggingum, valdið því af stórkostlegu gáleysi að vátryggingaratburður va rð eða afleiðingar hans urðu meiri en ella hefðu orðið. Hið sama eigi við ef vátryggður hefur af stórkostlegu gáleysi valdið því að vátryggingaratburður varð með því að hlíta ekki varúðarreglum. Við úrlausn á þessum atriðum skuli litið til sakar vátryggðs, hvernig vátryggingaratburð bar að, hvort vátryggður var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna sem hann hafi sjálfviljugur neytt og atvika að öðru leyti. 6 Svo sem rakið er í héraðsdómi mældist áfengismagn í blóði stefnda 1,46 auk 45 ng/ml af kókaíni og 20 ng /ml af amfetamíni. Var áfrýjandi því óhæfur til þess að stjórna ökutæki sökum ölvunar og fíkniefnaneyslu, sbr. 3. mgr. 45. gr. og 2. mgr. 45. gr. a þágildandi umferðarlaga nr. 50/1987. Ummerki á slysstað sýndu að bifreið þeirri er stefndi ók hafði verið ek ið af allnokkru afli á götusóp sem var málaður í áberandi gulum lit og ók á um 3 km hraða á klukkustund með blikkandi ljósum á þaki og afturhluta tækisins. Er tekið undir með héraðsdómi að ekkert sé fram komið um að rekja megi atvikið til neins annars en ö lvunar - og vímuástands stefnda. 7 Er jafnframt tekið undir með héraðsdómi að það atferli stefnda að setjast undir stýri á bifreið þegar hann var alls óhæfur til að stjórna henni hafi verið stórhættulegt. Þá hafi hann ekið bifreiðinni óvarlega og ekki í samræ mi við aðstæður. Með háttsemi sinni sýndi hann af sér stórkostlegt gáleysi og er mikil mildi að ekki hlaust meira tjón af. 8 Samkvæmt því sem að framan er rakið um sakarstig stefnda eru skilyrði 1. mgr. 90. gr. laga nr. 30/2004 uppfyllt til að fella niður ábyrgð áfrýjanda á líkamstjóni stefnda. Þótt stefndi hafi verið ungur að árum, hann tekið sig á í lífinu og félagsleg staða h ans breyst eftir atburðinn gef ur það ekki tilefni til annarrar niðurstöðu. 9 Þrátt fyrir þessi úrslit þykir rétt að málskostnaður falli niður í héraði og fyrir Landsrétti. 10 Ákvæði héraðsdóms um gjafsóknarkostnað stefnda verður látið standa óraskað en um þann kostnað hans hér fyrir dómi fer samkvæmt því sem greinir í dómsorði. Dómsorð: Áfrýjandi, Sjóvá - Almennar tryggingar hf., er sýkn af kröfu stefnda, A . Málskostnaður í héraði og fyrir Landsrétti fellur niður. 3 Ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað ste fnda skal vera óraskað. Allur gjafsóknarkostnaður hans fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, Páls Kristjánssonar, 500.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þriðjudaginn 19. maí 2020 Þetta mál, sem var tekið til dóms 5. maí 2020, höfðar A , kt. , , Reykjavík, með stefnu birtri 28. ágúst 2019 á hendur Sjóvá - Almennum tryggingum hf., kt. , Kringlunni 5, Reykjavík. Stefnandi krefst þess aðallega að viðurkennd verði bótaskylda stefnda úr lög boð inni ábyrgðartryggingu bifreiðar með númerið [...] vegna umferðarslyss sem stefn andi lenti í 6. apríl 2017, er hann var farþegi í bifreiðinni, sem er vátryggð hjá stefnda. Stefnandi krefst þess til vara að viðurkennd verði bótaskylda stefnda úr lög boð inni slysatryggingu ökumanns bifreiðar með númerið [...] vegna umferðarslyss sem stefn andi lenti í 6. apríl 2017, er hann var ökumaður bifreiðarinnar, sem er vátryggð hjá stefnda. Stefnandi krefst einnig málskostnaðar úr hendi stefnda eins og málið væri eigi gjaf sókn armál, auk virðisaukaskatts á málflutnings þóknun. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda svo og að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað. Til vara krefst stefndi þess að krafa stefnanda verði aðeins viðurk ennd að hluta og að máls kostn - aður verði felldur niður. Málsatvik Þetta mál varðar það hvort stefnda beri að bæta stefnanda líkamstjón sem hann hlaut þegar jeppabif reið sem hann sat í var ekið á aðra bifreið. Í málinu er ágreiningur um málsatvik. Hann varðar í raun það eitt hvort stefn andi hafi verið far - þegi í jeppabifreiðinni eða ekið henni. Hann var undir áhrifum vímu efna þegar atvikið varð og því skiptir máli hvort hann ók eða ekki. Alvarlegt umferðarslys varð um kl. 05:00 að morgni 6. aprí l 2017 við [...] í Reykja vík, í nám unda við [...] . Það var myrkur og rigning en götu lýsing góð. [...] - bifreið, með skrán ing ar núm erið [...] , var ekið aftan á bifreið frá fyrirtækinu B ehf., með skrán ing ar núm erið [...] , svo kall aðan götu sóp, á m iklum hraða. Stefnandi var í bifreiðinni [...] og fékk þungt höfuð högg og höfuðáverka. Hann segist ekki muna eftir slysinu eða til drögum þess og því ekki vera viss um hvort hann hafi verið ökumaður bílsins eða farþegi. Hann telur rann sókn lögreglu á vet t vangi hafa verið ófull nægj andi þar eð ekki hafi verið rann sakað til hlítar hvort hann ók bifreiðinni eða var farþegi í henni, en fram burður stefn anda á vettvangi hafi gefið til efni til slíkrar rann sóknar. Í skýrslu sem ökumaður götusópsins gaf hjá lögreglu kvaðst hann hafa ekið á hrað anum 3 km/klst. með blikkandi ljósum austur eftir [...] . Hann kvaðst hafa séð í bak sýnisspeglinum þar sem jeppabifreið kom akandi á vinstra aftur hornið á götu sópnum. Vitnið hafi hringt í Neyðarlínuna og farið út úr bílnum. Hann hafi séð jepp ugur í framan, sitja í bílstjórasætinu. Hann hafi ekki virst með meðvitund í fyrstu en að beiðni Neyðarlínunnar hafi vitnið rætt við manninn í sætinu og þá hafi hann rankað við s ér. Maðurinn hafi stigið út úr bílnum, farið úr hettupeysunni og bullað eitt hvað. Vitnið hafi heyrt hann segja að ein hver hefði hlaupið í burtu en vitnið hafi ekki séð neinn og talið ótrúlegt að einhver í bif reiðinni hefði hlaupið í burtu. Vitnið bar að lögregla hefði verið komin á staðinn tveimur til þremur mín útum eftir atvikið. Aðstæðum á vettvangi og framburði stefnanda og ökumanns [...] er lýst í lög reglu skýrslu sem var rituð að morgni slysdags. Þar segir að þegar lögregla kom á stað inn hafi s tefnandi staðið þar ber að ofan 4 og alblóðugur í framan en í góð standi að öðru leyti. Ökumaður götusópsins [...] virtist hafa sloppið vel. Lög regla ræddi við stefn anda sem sagði að vinur sinn hefði keyrt bílinn, en hlaupið í burtu og að hann myndi ekki n afnið á honum. Lögregla tók framburð stefnanda á vettvangi ekki trúan legan. Það var álit við bragðs aðila á vettvangi að hefði einhver setið í far þegasæti bif reið ar innar [...] hefði sá ekki lifað slysið af, miðað við hversu illa klesst bif reiðin var þeim megin. Öku maður [...] sagðist ekki hafa séð neinn annan en stefn anda á vettvangi. Stefn andi var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Á slysadeild voru tekin blóðsýni úr stefnanda, en hann var grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og lyfja. Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarstofu í lyfja - og eitur efnafræði mældist í blóðsýnum stefnanda amfetamín (20 ng/ml), kókaín (45 ng/ml) og vínandi (1,46 ). Stefndi telur öll gögn benda til þess að það hafi verið stefnandi sem ók [...] - bifreiðinni [...] ef tir [...] og aftan á [...] - vöru bif reið frá B ehf. Lögregla hafi strax grunað stefnanda um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og hafi hann verið fluttur á bráða mót töku LSH þar sem blóðsýni voru tekin úr honum. Niðurstöður rannsóknarstofu í lyfja - og eiturefnafræði sýni að hann hafi verið óhæfur til þess að stjórna öku tæki þegar blóðsýni var tekið, sbr. 3. mgr. 45. gr. og 2. mgr. 45. gr. a í umferðar lögum nr. 50/1987. Fram kemur í vottorði læknis á bráðamóttöku LSH í Fossvogi að stefnandi hafi sagt, þegar hann kom á slysa deild um nóttina 6. apríl 2017, að hann hefði ekið aftan á götu sóp. Gert hafi verið að sárum hans og sneiðmyndir teknar. Á dagvaktinni hefði stefn andi sagt að hann hefði verið farþegi í bifreiðinni en ekki ökumaður. Stefnan di slasaðist í árekstrinum. Nef hans brotnaði og hann fékk skurði og áverka á lík ama og verki í hálshrygg. Afleiðingar slyssins eru varan legar og kveðst stefn andi hafa þurft að sækja læknisaðstoð og sjúkraþjálfun vegna marg vís legra heilsu farsvandamál a sem verði rakin til slyssins. Hann þurfti meðal ann ars að fara í aðgerð á vinstri öxl, þar sem sett var plata og skrúfur í öxlina, og hann fékk heila áverka vegna þungs höfuð höggs sem hann hlaut í árekstr inum. Bifreiðin [...] skemmdist töluvert í árekstrinum og kostnaður hlaust af því að hreinsa vettvang. Með vísan til 2. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 sendi stefndi endurkröfunefnd í lok ágúst 2017 erindi um endurkröfu á hendur stefnanda vegna bóta sem stefndi greiddi ú r ábyrgðartryggingu bifreiðar með númerið [...] . Stefn andi afhenti endurupptökunefnd greinargerð um málið 24. október 2017. Í henni byggði stefnandi aðallega á því að hann hefði ekki ekið bif reið inni [...] í umrætt sinn og því ætti að hafna kröfu stef nda. Yrði talið að hann hefði valdið slys inu með stór kostlegu gáleysi taldi stefnandi til vara að lækka ætti endur kröfu stefnda með vísan til lokamálsliðar 2. mgr. 95. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Því til stuðnings byggði stefn andi í fyrsta lagi á þ ví að hann hefði verið búinn að missa tökin á l ífi sínu þegar slysið varð. Hann hefði verið í tals verðri neyslu en hefði í október 2017 snúið við blað inu og tekið sig verulega á. Í öðru lagi hefði stefn andi hafið nám í á , en hann hefði áður en h ann flosnaði upp úr námi lokið fyrstu tveimur árunum í mennta skóla. Hann hefði fengið skólastyrk frá félagsþjónustunni , sótt allar kennslu stundir og honum gengi vel. Hann þyrfti að afhenda félagsráðgjafa mán aðarlega vott orð náms ráð gjafa um ástund un til þess að fá skóla styrkinn. Í þriðja lagi hefði stefn andi farið í með ferð á 24. júní 2017 og verið þar í 10 daga. Hann hefði síðan farið í fjögurra vikna fram - haldsmeðferð á vegum á . Hann sækti fundi hjá tvisvar til þrisvar í viku. Í fjórða lagi hefði krafa stefnda um endur greiðslu úr hendi stefnanda lagst þungt á stefn anda og valdið bak slagi í endur hæf - ingu hans. Í fimmta lagi lagði stefnandi fram með grein ar gerð sinni yfir lit yfir fjár hags stöðu sína, þ.e. skatt framtal og stað greiðslu yfirlit, sem sýndu að hann hefði ekki fjár hags lega burði til þess að standa undir þeim kostn aði sem kynni að falla á hann. Ákvörðun endur kröfu nefndar lá fyrir 6. nóv ember 2017. Nefndin taldi að stefn andi hefði valdið tjóninu með stór kostl egu gáleysi, með vísan til mats gerðar rann sókn ar stofu Háskóla Íslands í lyfja - og eitur efna fræði. Hins vegar féllst nefndin á að beita bæri lækkunarheimild 2. mgr. 95. gr. umferðarlaga. Vegna aldurs stefn anda, félags legra aðstæðna og efnahag s lækk aði nefndin fjárhæð end ur kröfu stefnda stór lega, úr 1.801.778 kr. í 450.000 kr. Með erindi til stefnda 10. janúar 2019 krafðist stefnandi þess að viðurkennd yrði annaðhvort bóta - skylda úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar [...] eða slysa trygg i ngu öku manns hennar. Kröfu sinni til 5 stuðnings byggði stefnandi á því að ósannað væri að hann hefði ekið bifreiðinni í umrætt sinn. Rannsókn lögreglu hefði verið ófull nægj andi að þessu leyti. Til stuðnings kröfu sinni um viðurkenningu bóta réttar úr sly sa trygg ingu öku manns hjá stefnda byggði stefnandi á sambærilegum sjón ar miðum og í grein ar gerð hans til endurkröfunefndar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti stefnanda með bréfi 26. apríl 2019 að rannsókn máls vegna árekstursins 6. apr íl 2017 hefði verið hætt því brotið væri fyrnt. Erindi stefnanda dagsett í janúar 2018 virðist ekki hafa borist stefnda. Af gögnum málsins verður ráðið að lögmaður stefnanda hafi ítrekað erindið í símtali við lög mann stefnda í apríl 2019. Stefndi fékk a frit af rannsóknargögnum lögreglu 8. maí 2019. Hann hafnaði kröfu stefnanda alfarið með tölvu skeyti 10. maí 2019. Með vísan til rann sókn ar gagna lög reglu taldi stefndi sannað að stefnandi hefði verið öku maður í umrætt sinn. Þá taldi stefndi að stefnan di hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi við akstur inn og taldi rétt með hlið sjón af atvikum öllum að fella alfarið niður bóta rétt hans úr slysa trygg ingu öku manns á grundvelli 90. gr. laga um vátryggingar samn inga nr. 30/2004 og 31. gr. skilmála lög b oð innar öku tækja trygg ingar. Stefnandi unir ekki afstöðu stefnda og mótmælir röksemdum hans. Stefnandi höfðar því þetta mál til að viður kenndur verði réttur hans til bóta. Málsástæður og lagarök stefnanda Aðild og kröfugerð Aðild stefnda grundvall ast á því að bifreið með skráningarnúmerið [...] sem hann hafi verið farþegi í þegar atvikið varð hafi verið tryggð lögboðinni ábyrgðar trygg ingu ökutækis og slysatryggingu ökumanns hjá stefnda, sbr. 1. mgr. 91. gr., sbr. 1. mgr. 92. gr., umferðarlaga nr. 50/1987. Hann vísar jafnframt til 45. gr., sbr. 1. mgr. 44. gr., laga um vátrygg ing ar samninga nr. 30/2004. Heimild stefnanda til að setja fram viðurkenningarkröfu byggist á 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Stefnandi hafi hlotið mikið líkamstjón í slys inu og hafi því lögvarða hagsmuni af því að leita viðurkenningardóms um kröfur sínar. Enn fremur séu afleiðingar slyssins ekki að fullu komnar fram, en stefnandi sé enn í rann sóknum vegna slyssins. Stefnandi hafi þó leitt sterkar l íkur að því að hann hafi hlotið varanlegt líkamstjón sem verði rakið til slyssins. Um aðalkröfu Aðalkrafa stefnanda byggist á því að hann eigi sem farþegi bótarétt úr ábyrgð ar trygg ingu bifreiðar með númerið [...] , sbr. 1. mgr. 88. gr., sbr. 1. mgr. 90. gr., sbr. 1. mgr. 91. gr. laga nr. 50/1987. Stefnandi muni hvorki eftir slysinu né aðdrag anda þess. Vegna þess hafi hann ekki viljað viðurkenna að hann hefði sjálfur verið undir stýri í umrætt sinn, en úti loki hins vegar ekki að svo hafi verið. Stefn andi hafi fengið mjög þungt höfuð högg við áreksturinn, sem valdi því að hann muni lítið eftir atburð inum. Afleiðingar höfuð höggs ins séu ekki að fullu komnar fram en stefn andi glími við tölu verð heilsu fars leg vanda mál sem megi rekja til höggsins. V ið þetta bætist að hann hafi verið í tölu verðri neyslu ávana - og fíkniefna á þeim tíma er slysið varð. Þá byggi stefnandi á því að ekki hafi verið sannað að hann hafi ekið bif reið inni [...] þegar slysið varð. Rannsókn lögreglu á vettvangi hafi verið ófull nægj andi, en hún hafi ekki leitað að hugsanlegum ökumanni á flótta. Vitnið Hrafn Péturs son hafi ekki borið um það að hann hefði séð stefnanda aka bifreiðinni. Vitnið hafi hins vegar sagt að hann hefði ekki séð neinn annan á vettvangi. Stefnandi telur fram burð vitnisins ekki nægjanlegan einan og sér til þess að slá megi því föstu að stefn andi hafi verið öku maður í umrætt sinn, en myrkur hafi verið á vettvangi og rigning. Því megi ætla að hinn óþekkti ökumaður hafi átt greiða undankomuleið út í myrkrið óséður. Gögn máls ins beri jafnframt með sér að rannsókn á bifreiðinni [...] hafi verið ófull nægj andi. Meðal annars hafi blóð, sem var á stýri og loftpúða ökumannsmegin, ekki verið rann sa kað og borið saman við blóð sýni úr stefnanda. Stefnandi byggir á því að sönnunarbyrði fyrir því að hann hafi verið ökumaður [...] í umrætt sinn hvíli á stefnda í þessu máli. 6 Um varakröfu Verði talið sannað að stefnandi hafi verið öku maður bifreiðar innar [...] þegar slysið varð grundvallast varakrafa hans á því að hann eigi bótarétt úr slysa trygg ingu öku manns vegna slyssins, sbr. 92. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, og að óheimilt sé að fella þann rétt niður. Samkvæmt 1. mgr. 90. gr. laga nr. 30/20 04 um vátryggingarsamninga sé heim ilt að lækka eða fella niður ábyrgð vátrygg ingafélags hafi vátryggður í öðrum vátrygg ingum en líf tryggingum valdið því af stórkostlegu gáleysi að vátryggingar atburður varð eða afleið ingar hans urðu meiri en ella hefð u orðið. Hið sama eigi við hafi vátryggður af stór kost legu gáleysi valdið því að vátrygg ingaratburður varð með því að hlíta ekki var úð ar reglum. Við úrlausn á þessum atriðum skuli litið til sakar vátryggðs, hvernig vátrygg - ingaratburð bar að, hvort vá tryggður hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkni efna sem hann hafði sjálfviljugur neytt og atvika að öðru leyti. Stefnandi byggir á því að heildar mat á málsatvikum og þeim mæli kvörðum sem séu tilgreindir í 1. mgr. 90. gr. laga nr. 30/2004 eigi með ré ttu að leiða til þess að stefnda sé óheimilt að fella bótarétt stefnanda niður að öllu leyti. Við mat á því hvort stefnda sé heimilt að skerða eða fella niður bætur skv. 1. mgr. 90. gr. byggi stefnandi á eftirfarandi málsástæðum. Í fyrsta lagi sé dóma fr am kvæmd Hæstaréttar á þá leið að við skýringu á 1. mgr. 90. gr. laga nr. 30/2004 beri ekki að líta svo á að áfengisneysla á slysstundu valdi því ein og sér að háttsemi tjón þola telj ist stór kostlegt gáleysi. Þá byggir stefn andi jafn framt á því að mat á stór kost legu gáleysi sé ekki eins strangt í persónu trygg ingum og í tilviki skaðatrygginga. Í öðru lagi hafi stefnandi verið ungur þegar slysið varð, rúmlega tvítugur. Hann hafi hlotið líkamstjón í slysinu og ljóst sé að var an legar afleiðingar sly ss ins geti haft veru leg áhrif til frambúðar, skert lífsgæði og tak markað möguleika hans á vinnu mark aði. Í þriðja lagi hafi stefnandi tekið sig mikið á. Hann hafi verið í með ferð á 24. júní 2017 til 4. júlí 2017 og fram halds með ferð á frá 7. júlí 2017 til 4. ágúst 2017. Hann sæki enn fundi hjá tvisvar til þrisvar í viku. Hann hafi jafnframt stundað nám við og notið náms styrks frá [...] . Hann sé enn fremur í vinnu hjá C ehf. og hafi staðið sig mjög vel, eins og meðmælabréf, dags. 21. ágúst 2019, sýni. Í fjórða lagi telur stefnandi að byggja megi á niður stöðu endur kröfu nefndar í máli hans. Þar hafi verið talið rétt, með vísan til aldurs og félags legrar stöðu stefn anda auk efna hags, að beita lækkunar heimild í 2. mgr. 95. gr. umf erðarlaga nr. 50/1987. Endur krafa stefnda hafi verið lækkuð úr 1.801.778 kr. í 450.000 kr. Stefn andi tekur undir þessar forsendur og gerir að sínum. Með hliðjón af öllu framangreindu og heildarmati á öllum málsatvikum telur stefn andi að stefnda sé óhe imilt að fella niður bætur úr slysatryggingu ökumanns að öllu leyti, sbr. 1. mgr. 90. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga. Til stuðnings kröfu sinni vísar stefnandi til 88., 90., 91. og 92. gr., umferðar laga nr. 50/1987. Hann vísar til 1. mgr. 90. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. Heimild til höfðunar viðurkenningarmáls byggist á 2. mgr. 25. gr. laga um með ferð einkamála nr. 91/1991. Krafa stefnanda um málskostnað er reist á 129. og 130. gr. laganna og lögum um virðisaukaskatt nr. 5 0/1988. Um gjafsóknarheimild vísast til XX. kafla laga um meðferð einkamála og um varnarþing vísar stefnandi til 33. gr. lag anna. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi mótmælir öllum málsástæðum stefnanda. Með vísan til lögreglu skýrslu, svo og frambur ðar vitnisins Hrafns Péturssonar telur stefndi hafið yfir allan vafa að stefn andi hafi ekið bif reið inni [...] í umrætt sinn en hafi ekki verið farþegi eins og hann reyni að halda fram. Stefn andi eigi því ekki rétt til bóta úr ábyrgðar trygg ingu bif reið arinnar [...] . Eins og áður greini hafi stefndi hafnað kröfu stefnanda um bætur úr lög boð inni ábyrgðartryggingu bifreiðar með númerið [...] svo og úr lög boð inni slysa trygg ingu ökumanns sömu bifreiðar. Samkvæmt 31. gr. skilmála lögboðinnar öku tækja trygg ingar og 1. mgr. 90. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 sé stefnda heim ilt að lækka eða fella niður ábyrgð sína hafi vátryggður af stórkostlegu gáleysi valdið því að vátrygg ingaratburðurinn varð eða að afleiðingar hans urðu meiri en ella. Við mat á því hvort lækka beri eða fella niður ábyrgð skuli litið til sakar vátryggðs, hvernig vátrygg ing aratburð bar að, hvort vátryggður 7 hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkni efna sem hann hafði neytt sjálf viljugur og atvika að öðru leyti. Stefndi mótmælir þeirri fullyrðingu stefnanda að sönnunarbyrðin fyrir því að stefn andi hafi ekið bifreið með númerið [...] umræddan morgun hvíli á stefnda. Þvert á móti hvíli á herðum stefn anda sönnunarbyrðin fyrir því að einhver annar en hann hafi eki ð bif reiðinni, sérstaklega þegar allt bendi til þess að hann hafi ekið henni. Við komu á bráðamóttöku hafi hann sjálfur sagst hafa ekið bifreiðinni en hafi dag inn eftir breytt þeim framburði og þá haldið því fram að einhver annar hefði ekið henni. Stefn andi hafi ekki getað nefnt þann sem eigi að hafa ekið bif reið inni [...] í umrætt sinn. Hann hafi sagt fyrrverandi kærustu sína hafa ekið bif reið inni en hafi síðar dregið þann framburð til baka. Ökumaður [...] - vörubifreiðarinnar sem stefn andi ók afta n á hafi sagt lögreglu að hann hefði séð stefnanda sitja með vit undar lausan undir stýri bif reið arinnar [...] þegar vitnið sté út úr vöru bif reið inni. Vitnið hafi ekki séð neinn koma út úr bif reið inni [...] og þegar hann athugaði með ástand stefn an da rankaði stefn andi við sér og fór út úr bifreiðinni. Í kjölfarið hafi stefnandi rifið sig úr hettupeysu og sagt að ein hver hefði hlaupið í burtu en vitnið hefði ekki séð neinn annan en stefn anda. Þegar vitnið var spurt hvort sá sem var fluttur burt í sjúkra bifreið væri sá sami og hann sá undir stýri hafi vitnið játað því. Þá hafi stefn andi verið alblóðugur og mikið blóð hafi verið á útsprungnum loftpúða bíl stjóra megin í bif reið inni. Þar fyrir utan hafi bif reiðin [...] verið svo illa farin hægra megin að framan og far þegarými að stefn andi hefði að öllum líkindum slasast miklu meira ef hann hefði setið þeim megin í bif reið inni og alls ekki komist út úr henni hjálparlaust. Stefnandi hafi verið undir verulegum áhrifum áfengis og fíkniefna við a kstur bif reið ar innar. Hann sé að auki grunaður um að hafa ekið henni of hratt miðað við aðstæður, en úti hafi verið myrkur og bleyta. Stefnandi hafi valdið slysinu af svo stór kost legu gáleysi að hann hafi að mati stefnda fyrirgert öllum bótarétti sínu m úr slysa trygg ingu öku manns. Stefnandi hafi verið algjörlega óhæfur til að aka bifreið og ekk ert annað en gríð ar legt ölvunar - og vímuástand hans geti skýrt það að hann ók á miklum hraða aftan á stóra skærlitaða vörubifreið með blikkandi vinnuljósum sem var ekið eftir [...] í Reykja vík á um það bil þriggja kílómetra hraða á klukkustund. Stefn andi hafi með hegðun sinni brotið gegn hlutlægum reglum 45. gr. og 45. gr. a í umferðarlögum nr. 50/1987 sem banni akstur undir áhrifum áfengis og fíkni efna. Hegðun hans hafi einnig vikið verulega frá hug lægum viðmiðum um það hvernig ábyrgur og grandvar öku maður hagi sér. Stefndi hafi lagt sjálfan sig og alla aðra í kringum sig í stórhættu. Það megi telja lán í óláni að ferðalag hans endaði á stórri sterk by ggðri vörubifreið en ekki t.d. á smábíl eða jafnvel hjólandi eða gangandi veg far anda. Viðurkenning á bóta skyldu úr slysa trygg ingu ökumanns, jafnvel að hluta, myndi senda þau hættulegu skila boð út í sam félagið að framangreind hegðun sé að ein hverju leyti viðurkennd og í lagi. Stefndi ítrekar því kröfu sína um sýknu af öllum kröfum stefnanda. Um lagarök vísar stefndi einkum til 90. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004, 45. og 45. gr. a í umferðarlögum nr. 50/1987 og skilmála lög boð innar öku tækja tryggingar. Um málskostnað er vísað til XXI. kafla laga nr. 91/1991 um meðferð einka mála. Niðurstaða Stefnandi slasaðist í umferðarslysi snemma morguns 6. apríl 2017. Eins og fram er komið er það umdeilt hvort hann sat sem farþegi í jeppabifreið sem var ekið aftan á aðra þunga bifreið, vélknúinn götusóp, eða ók jeppabifreiðinni. Aðalkrafa um bætur úr lög boð inni ábyrgðartryggingu bifreiðar með númerið [...] Til sönnunar því að stefnandi hafi verið farþegi í bifreiðinni vísar hann fyrst til þess að hann muni ekkert eftir atburðinum. Hann vísar jafnframt til þess sem haft er eftir honum í lögregluskýrslu, að vinur hans hafi ekið bílnum og sá hefði hlaupið í burtu. Stefnandi byggir enn fremur á því að lögregla hafi vanrækt að rannsaka atvik mál s ins nægilega vel. Því liggi til dæmis ekki fyrir hvort það blóð sem hafi verið á stýri bif reiðarinnar og á loftpúða fyrir ökumann hafi verið úr honum eða einhverjum öðrum. Hann vísar að auki til þess að framburður eins vitnis, ökumanns götusópsins, nægi ekki því til sönnunar að stefnandi hafi ekið bílnum. Framburður vitnisins geti ekki útilokað að stefnandi hafi kastast til og yfir í 8 sæti ökumanns við áreksturinn. Í öllu falli hvíli sönnunarbyrðin af því hvort stefnandi hafi ekið [...] - bifreiðinni á stef nda. Í þessu máli, eins og öllum sambærilegum bótamálum, hvílir á herðum þess sem sækir bæturnar byrðin af því að sanna að atvik hafi verið þannig að þau veiti til tek inn bótarétt. Sá sem krefst bóta sem farþegi verður því að sýna fram á að hann hafi v erið farþegi. Sú sönnunar byrði hvílir enn þyngra á herðum hans þegar flest bendir til þess að hann hafi verið öku maður. Þótt stefnandi telji frásögn vitnisins Hrafns Péturssonar, ökumanns götusóps ins, ekki nægja eina og sér vefengir stefnandi ekki að hann hafi setið í öku manns sæt inu þegar Hrafn steig út úr götusópnum. Stefnandi hefur ekki útskýrt hvernig hann gat kast ast yfir í öku manns sætið við áreksturinn ef þar sat þá þegar einhver annar. Faðir stefn anda er skráður eigandi bifreiðarinnar og s tefnandi hefur ekki byggt á því að ein hver honum alls ókunnur hafi ekið bifreiðinni í umrætt sinn heldur einhver félagi hans eða vinur. Hann minnist þess þó ekki að neinn þeirra hafi slasast þennan dag. Hann gaf skýrslu hjá lögreglu í lok ágúst 2017 og kv aðst þá ekki hafa rætt áreksturinn við neinn vina sinna. Hann hefur jafn framt dregið til baka þann framburð að fyrrverandi kær asta hans hafi ekið bif reið inni. Lögregla, sem kom á staðinn örfáum mínútum eftir atvikið, tók allnokkrar myndir af [...] - bi freiðinni. Þær sýna skýrt að bifreiðin var mjög saman kramin hægra megin að framan. Farþegahurðin lá á jörðinni og mjög skýr ummerki eru í þaki bif reiðarinnar farþegamegin um það hvernig bifreiðin hefur kramist undan lóðréttum aftur hluta götusópsins og þ ak jeppans lagst niður og inn framan við farþegasætið. Í lög reglu skýrslu kemur einungis fram að mikið blóð hafi verið á loftpúða fyrir ökumann en þess er ekki getið að blóð hafi verið í farþegarými. Læknir sem tók á móti stefnanda á bráðamóttökunni hef ur eftir stefnanda í vott orði að hann hefði ekið bifreiðinni. Þessu til viðbótar féllst stefnandi á að greiða stefnda endurkröfu vegna bóta á þeim grundvelli að hann hefði ekið bifreiðinni af stór kostlegu gáleysi. Allt þetta bendir til þess að stefnan di hafi ekið bílnum í umrætt sinn. Þegar þetta liggur fyrir getur stefnandi ekki, með því að vísa til minn isleysis, vanrækslu lög reglu og þess að einungis eitt vitni sé til frásagnar, varpað sönn unarbyrðinni yfir á stefnda. Stefnandi hefur ekki getað hn ekkt því sem álykta má af fram lögðum gögnum, fram burði hans og gerðum eftir atvikið, að hann hafi ekið [...] - bif reið eftir [...] að morgni 6. apríl 2017 aftan á vinstra horn götusóps af gerð inni [...] sem ekið var úti í vegarkanti á hraðanum 3 km/klst. Af þessum sökum er hafnað þeirri kröfu stefnanda að hann eigi rétt til bóta úr lög boð inni ábyrgðartryggingu bifreiðar með skráningarnúmerið [...] . Varakrafa um bætur úr lög boð inni slysatryggingu ökumanns bíls með númerið [...] Þá kemur til skoðun ar hvort stefnandi eigi sem ökumaður bifreiðar með númerið [...] rétt til bóta úr slysatryggingu öku manns hennar. Gegn kröfu stefnanda vísar stefndi til 31. gr. skilmála lögboðinnar öku tækja trygg ingar og 1. mgr. 90. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004. Samkvæmt þessum ákvæðum sé honum heimilt að lækka eða fella niður ábyrgð sína hafi vátryggður af stórkostlegu gáleysi valdið því að vátrygg ingar - atburðurinn varð eða að afleið ingar hans urðu meiri en ella. Við mat á því hvort lækka beri eða fella niður ábyrgð skuli litið til sakar vátryggðs, hvernig vátrygg ing aratburð bar að, hvort vátryggður hafi verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna sem hann hafði neytt sjálf vilj ugur og atvika að öðru leyti. Í blóðsýni úr stefnanda, sem var tekið s kömmu eftir atvikið, mældi rann sókn ar stofa í lyfja - og eiturefnafræði áfeng is magn sem var 1,46 kvæmt 3. mgr. 45. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 óhæfur til þess að stjórna ökutæki. Rann sóknarstofan mældi auk þess 45 ng/ml af kóka íni í blóði stefnanda og 20 ng/ml af amfetamíni. Þegar sýnið var tekið var hann því jafnframt óhæfur til þess að stjórna öku tæki samkvæmt 2. mgr. 45. gr. a í sömu lögum vegna fíkniefnaneyslu. Sam kvæmt frá sögn stefnanda neytti hann þessara efna sjálfviljugur . Hann kom sér því af stór kost legu gáleysi í ástand sem gerði hann óhæfan til þess að stjórna bifreið. Engu að síður ákvað hann að aka bifreið. Ummerki á [...] - bifreiðinni sýna að henni var ekið af allnokkru afli á götu sópinn enda er skýrt lóðrétt far eftir afturhluta hans farþegamegin á [...] - bílnum. Af götusópnum kastaðist jeppabifreiðin 9 þversum á veginn. Þetta var árla morg uns og lítið farið að birta af degi. Götu sóp urinn var hins vegar gulmálaður og ók löt ur hægt með blikk andi ljósum, meðal an nars tveimur á þaki og tveimur á aftur hlut - anum. Maður með lágmarksathygli hefði því átt að veita sópnum athygli í tæka tíð. Jeppa bifreiðinni var því, hvað sem öðru líður, ekið óvarlega og ekki í samræmi við aðstæður. Þar fyrir utan var stefnandi ekki í bílbelti við akstur inn. Þótt það atriði eitt og sér teljist ekki stórfellt gáleysi verður ekki fram hjá því litið að hefði stefnandi spennt beltið yfir sig hefði það getað dregið verulega úr því höggi sem hann fékk þegar hann kastaðist fram við áreksturin n og hann rekur tjón sitt til. Auk þess er ekkert komið fram um það að rekja megi atvikið til neins annars en ástands ökumannsins. Það atferli stefnanda að setjast undir stýri á bifreið þegar hann var alls óhæfur til þess að stjórna henni var stórhættule gt. Það var því mikil mildi að ekki var neinn far þegi í bifreiðinni með honum, svo og að fyrir honum varð sterkbyggð bifreið sem gat varið þann sem í henni var fyrir tjóni af völdum stefnanda en ekki smábíll sem hefði getað kramist undan þunga jeppans, hv að þá algerlega óvarinn vegfarandi. Það er því for sjón inni einni fyrir að þakka að stefnandi skaðaði ekki neinn nema sjálfan sig með athöfnum sínum. Stefnandi telur sig engu að síður eiga rétt á fullum bótum úr slysatryggingu öku manns. Til stuðnings því að stefndi megi ekki lækka bæturnar vísar stefn andi til þeirra sjónarmiða sem hann færði fram gegn endur kröfu stefnda fyrir kostnaði vegna skemmda á götu sópnum og vegna þrifa á vettvangi eftir atvikið. Dómurinn telur að aldur stefnanda á slysdegi geti ekki haft þýðingu. Menn á tutt ug asta og fyrsta lán og verið kominn með einnar milljónar króna yfirdrátt þegar hann hafi í byrjun árs 2019 ákveðið að nú væri nóg komið og hann yrði að taka sig á fyrir alvöru. Fjár hags staða stefnanda gat haft þýðingu fyrir mat á því hvort honum bæri að endur greiða stefnda alla þá fjárhæð sem stefndi varð að leggja út vegna árekstursins en að mati dóms ins geta skuldir stefnanda ekki haft þýðingu f yrir mat á því hvort lækka megi bætur til hans vegna stórkostlegs gáleysis. Samkvæmt 1. mgr. 90. gr. laga nr. 30/2004 er heimilt að líta til atvika að öðru leyti. Dómurinn telur mjög óljóst af framlögðum gögnum hversu mikið líkams tjón stefn anda verður , að hvaða marki það skerðir lífsgæði hans og jafnframt hvort það tak markar möguleika hans á vinnumarkaði. Lagaákvæðið tilgreinir ekki hvort þau atvik sem líta mál til séu alfarið bundin við slysstundu eða hvort líta megi til þess sem síðar kann að gera st svo sem þess að tjón valdur hafi látið afleiðingar gerða sinna sér að kenn ingu verða. Dóm urinn telur að líta megi til þess að stefnandi tók sig að lokum á og breytti líf erni sínu. Áreksturinn varð 6. apríl 2017 og mun stefnandi hafa farið í með ferð á í júní það ár og fram halds með ferð á . Samkvæmt framburði hans fyrir dómi náði hann þó ekki fullum tökum á neyslu sinni fyrr en í byrjun árs 2019 en hann sagð ist hafa haldið bind indi frá 6. janúar 2019. Hann kvaðst einnig hafa farið þá í nám o g lokið einni önn en hafa síð ast liðið ár starfað í . Honum væri nú treyst til þess að gegna þar starfi [...] og lýsti hann þeirri ábyrgð sem því starfi fylgir. Hann bar að það traust sem honum væri sýnt hjálpaði honum við að ná bata. Hann kvaðst hafa náð sér upp úr þung lyndi og slóðaskap og sagt skilið við neyslu vin ina. Þess í stað lifði hann nú heil brigðu lífi og reyndi að rækta líkama og sál. Honum fyndist hann hafa tilgang í líf inu. Dómurinn dregur ekki úr því að háttsemi stefnanda var stórhæ ttuleg og ljóst að mun verra líkamstjón og jafnvel mannslát hefði getað hlotist af henni. Engu að síður telur dómurinn að líta verði svo á að atvikið hafi orðið á skammvinnu tímabili þegar stefn andi hafði alger lega misst tökin á lífi sínu, en nú hafi han n tekið sig verulega á og sýnt að hann hafi sagt skilið við fyrra líferni. Dómurinn telur því að lækka beri bætur til stefnanda um tvo þriðju hluta en hann eigi rétt á bótum að einum þriðja hluta úr lög boð inni slysatryggingu ökumanns bif reiðar með núm erið [...] vegna umferðarslyss sem hann lenti í 6. apríl 2017. Dómurinn hefur einungis fallist á kröfu stefnanda að hluta til. Af þeim sökum og með vísan til 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 þykir rétt að hvor aðili um sig beri sinn kostnað af mál inu. 10 Með bréfi dómsmálaráðuneytisins, 25. júní 2019, var stefnanda veitt gjaf sókn til að reka þetta mál fyrir héraðsdómi. Gjafsóknar kostnaður hans greiðist því úr ríkis sjóði, þar með talin mál flutn ings - þóknun lögmanns hans, Ólafs Vals Guðjónssonar, sem þ ykir hæfilega ákveðin 750.000 krónur. Við ákvörðun fjár hæð ar innar var tekið tillit til skyldu stefnanda til þess að greiða virðis auka skatt af mál flutn - ings þóknun. Ingiríður Lúðvíksdóttir héraðsdómari kveður upp þennan dóm. D Ó M S O R Ð Viðurkennd er bótaábyrgð stefnda, Sjóvár - Almennra trygginga hf., á einum þriðja þess líkamstjóns sem stefnandi, A , hlaut 6. apríl 2017. Málskostnaður milli aðila fellur niður. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans , Ólafs Vals Guðjónssonar, 750.000 krónur, greiðist úr ríkissjóði.