LANDSRÉTTUR Úrskurður þriðjudaginn 10. janúar 2023. Mál nr. 621/2022 : EC - Clear ehf. (Sveinn Andri Sveinsson lögmaður ) gegn Arion bank a hf., ( Dóra Sif Tynes lögmaður) SaltPay IIB hf., ( Kristín Edwald lögmaður) Íslandsbank a hf., ( Hörður Felix Harðarson lögmaður) Landsbank anum hf. og ( Arnar Þór Stefánsson lögmaður) Valitor hf. ( Halldór Brynjar Halldórsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Stefna. Kröfugerð. Málatilbúnaður. Samlagsaðild. Kröfusamlag. Frávísunarúrskurður felldur úr gildi að hluta. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem máli E ehf. gegn A hf., B hf., Í hf., L hf. og V hf. var vísað frá dómi. Með málshöfðun sinni höfðaði E ehf. í sjötta sinn mál vegna ætlaðs tjóns K ehf. vegna tilgreindrar háttsemi varnaraðila. Landsréttur féllst á það með E ehf. að málatilbúnaður hans væri nú í því horfi að ekki væri ástæða til að vísa málinu í heild sinni frá dómi. Meðal annars kom fram í úrskurði réttarins að aðalkrafa E ehf. fullnægði áskilnaði d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 u m meðferð einkamála. Þá fullnægðu þriðja, fjórða og fimmta varakrafa E ehf. áskilnaði sama ákvæðis og samrýmdust 2. mgr. 25. gr. sömu laga. Hins vegar fullnægðu fyrsta og önnur varakrafa E ehf. ekki áskilnaði d - liðar 1. mgr. 80. gr. laganna, enda væri þar krafist greiðslu skaðabóta úr hendi varnaraðila án þess að lýst væri því tiltekna skaðaverki sem bæturnar ættu að koma fyrir. Var fyrstu og annarri varakröfu E ehf. því vísað frá héraðsdómi en að öðru leyti var hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Kristbjörg Stephensen og Kristinn Halldórsson kveða upp úrskurð í máli þessu. 2 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 13. október 2022 . Greinargerð ir varnaraðila bárust réttinum 3. nóvember sama ár . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. september 2022 í málinu nr. E - 4112/2021 þar sem máli sóknaraðila á hendur varnaraðilum var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j - lið 1 . mgr. 143 . gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að lagt verði fyrir héraðsdóm að taka málið til efnislegrar meðferðar. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðilar krefjast hver fyrir sig staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar, auk álags samkvæmt 2. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991. Málsatvik og ágreiningsefni 4 Samkeppni seftirlitið hóf á árinu 2006 rannsókn á ætluðum samkeppnislagabrotum varnaraðilans Valitors hf., sem þá hét Greiðslumiðlun hf., varnaraðilans SaltPay IIB hf., sem þá hét Kreditkort hf. en fékk síðar heitið Borgun hf. áður en félagið fékk núverandi heiti, o g Fjölgreiðslumiðlunar hf., síðar Greiðsluveit unnar hf. Laut rannsóknin að greiðslukortaviðskiptum , einkum á árunum 2002 til 2006. Fyrirtækin viðurkenndu ýmis brot gegn 10., 11. og 12. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 , sem miðuðu að því að hindra innkomu dan ska fyrirtækisins PBS International , er síðar fékk heitið Teller, inn á markað fyrir færsluhirðingu hér á landi, en það félag var í samstarfi við Kortaþjónustuna hf. G engust hin brotlegu félög undir sektargreiðslur m eð sáttum við Samkeppniseftirlitið en g r eint var frá þeirri niðurstöðu 10. janúar 2008 í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008. 5 Kortaþjónustan hf. höfðaði mál 16. desember 2014 gegn framangreindum þremur fyrirtækjum og krafðist skaðabóta vegna þeirra samkeppnislagabrota sem fjallað var um í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008. Til stuðnings kröfugerð félagsins lá meðal annars matsgerð dómkvaddra matsmanna 29. október 2013. Málinu lauk með dómsátt 3. mars 2015 en samkvæmt henni skyldu fyrirtækin greiða Kortaþjónustunni hf. samtals 250 .250.000 krónur. Með dómsáttinni lýsti Kortaþjónustan hf. því yfir að um fullnaðaruppgjör væri að ræða vegna þeirra brota sem rakin voru í umræddri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og/eða krafist væri skaðabóta fyrir í stefnu málsins. Fram kom að sáttin tak markaði þó ekki rétt Kortaþjónustunnar hf. til þess að krefjast bóta fyrir önnur ætluð brot, þar á meðal fyrir ætlaða háttsemi sem lýst væri í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins 8. mars 2013. 6 Í kjölfar erindis Kortaþjónustunnar hf. 3. apríl 2009 hóf Samk eppniseftirlitið rannsókn á ætluðum samkeppnislagabrotum varnaraðila á greiðslukortamarkaði. Laut rannsóknin meðal annars að ætl uðu ólögmæt u samráð i útgefenda greiðslukorta í tengslum við ákvörðun milligjalda sem útgefendurnir fengju greidd af kredit - og d ebetkortafærslum og samtvinnunar á færsluhirðingu og vildarkjörum korthafa. Við 3 meðferð málsins gaf Samkeppniseftirlitið varnaraðilum færi á að tjá sig um frumniðurstöðu sína samkvæmt fyrrgreindu andmælaskjali 8. mars 2013. Rannsókninni lauk 30. apríl 2015 með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015 . Ákvörðunin byggðist á sáttum sem varnaraðilar gerðu við Samkeppniseftirlitið vegna málsins 9. júlí, 20. ágúst og 15. desember 2014. Í ákvörðuninni k emur meðal annars fram að fyrirkomulag við ákvörðun milligj alda , sem greidd voru vegna notkunar á VISA og MasterCard greiðslukortum, hefði falið í sér óbeina samvinnu um verð milli útgefenda á greiðslukortum á því tímabili sem rannsóknin beindist að , frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2009. Hið óbeina samstarf hafi falist í því að útgefendur, sem voru varnaraðilarnir Arion banki hf., Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf. og forverar þeirra , hafi með samningum falið annars vegar Borgun hf., nú SaltPay IIB hf. , og hins vegar Valitor hf. , að ákveða í verðskrám mil ligjöld vegna notkunar greiðslukorta . U mrædd milligjöld hafi í framkvæmd verið ákveðin með samræmdum hætti. Jafnframt hafi þetta fyrirkomulag falið í sér að á vettvangi samtaka varnaraðilanna tveggja, Borgunar hf. , nú SaltPay IIB hf. , og Valitors hf., hafi átt sér stað samvinna og framkvæmd sem ekki hafi verið í samræmi við 12. gr. samkeppnislaga. 7 Kortaþjónustan hf. höfðaði mál 13. janúar 2015 á hendur varnaraðilum til greiðslu skaðabóta á hliðstæðum grundvelli og sóknaraðili krefst bóta í þessu máli. Aða lkrafa Kortaþjónustunnar hf. í málinu var um greiðslu tiltekinnar fjárhæðar óskipt úr hendi varnaraðila auk vaxta en til vara var krafist óskipt skaðabóta að álitum dómsins. Að því frágengnu voru gerðar tilteknar kröfur um viðurkenningu skaðabótaábyrgðar v arnaraðila er tóku mið af því að hin bótaskylda háttsemi hefði falist í setningu einhliða og samræmdra milligjalda fyrir debet - og kreditkort af hálfu varnaraðila Borgunar hf. og Valitors hf. á tímabilinu 2003 til 2013 . Meðan á rekstri málsins stóð aflaði Kortaþjónustan hf. matsgerð ar dómkvaddra matsmanna 30. júní 2016, en þá matsgerð hefur sóknaraðili einnig lagt fram í þessu máli til stuðnings því að hann hafi orðið fyrir tjóni og hvert umfang þess sé. Með dómi Hæstaréttar 1. júní 2017 í máli nr. 239/2017 var úrskurður héraðsdóms um frávísun málsins staðfestur með þeim rökum að verulega skorti á að fullnægjandi upplýsingar lægju fyrir um aðkomu og hlutdeild danska félagsins Teller A/S í viðskiptum Kortaþjónustunnar hf. á því tímabili sem um ræddi, ekki sís t hvað varðaði eðli og inntak samstarfs um færsluhirðingu og greiðslu milligjalda. Lægi ekkert fyrir um það hvort Kortaþjónustan hf. eða hið danska félag hefði greitt milligjöldin sem væri grundvöllur þess tjóns sem Kortaþjónustan hf. freistaði að fá staðf est með matsgerð og þar með hvort Kortaþjónustan hf. væri bær til þess að standa ein að málsókn sinni á hendur varnaraðilum í þeim farvegi sem hún hefði sjálf markað henni. Var málatilbúnaður Kortaþjónustunnar hf. að þessu leyti talinn svo óljós og vanreif aður að óhjákvæmilegt væri að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi. 8 Með stefnu 28. september 2017 höfðaði Kortaþjónustan hf. mál að nýju á hendur varnaraðilum og kvaðst þá hafa lagfært þá ágalla á fyrri málatilbúnaði sínum sem 4 leiddu til frávísunar málsin s. Með úrskurði Landsréttar 9. maí 2018 í máli nr. 289/2018 var úrskurður héraðsdóms um frávísun málsins staðfestur . Í úrskurði réttarins var að því vikið að dómkröfur Kortaþjónustunnar hf. væru á því reistar að félagið hefði orðið fyrir tjóni vegna þess a ð markaðshlutdeild þess og þar með framlegð hefði orðið minni vegna samkeppnislagabrota varnaraðila. Í stefnu Kortaþjónustunnar hf. kæmi fram að skaðbótakrafa félagsins og matsgerð dómkvaddra matsmanna 30. júní 2016 miðaðist við að þóknun þess væri 0,1% af veltu í debetkortaviðskiptum. Fram kom í úrskurðinum að ekki yrði ráðið af matsbeiðni sóknaraðila eða framlagðri matsgerð, sem aðalkrafa hans byggðist á, að miðað væri við þetta þóknunarhlutfall við útreikning á tjóni Kortaþjónustunnar hf. Enda þótt varna raðilar hefðu haldið því fram og stutt haldgóðum rökum að í matsgerðinni hefði verið miðað við allt annað og hærra þóknunarhlutfall hafi Kortaþjónustan hf. ekki gert reka að því að gera nánari grein fyrir tölulegum grundvelli matsgerðarinnar og þar með aða lkröfu sinnar. Væri sá grundvöllur aðalkröfunnar þannig í mikilvægum atriðum vanreifaður og samhengi kröfugerðar og málatilbúnaðar sóknaraðila að þessu leyti óskýr. Frávísun málsins samkvæmt úrskurðinum var einnig studd þeim rökum að grundvöllur bótakröfun nar, sem fram kæmi í stefnu að einskorðaðist við tjón sem ólögleg framkvæmd við ákvörðun milligjalda olli Kortaþjónustunni hf. á markaði með færsluhirðingu debetkorta, væri í raun mun víðtækari en svo. Þar var vísað til þess að í stefnu kæmi einnig fram að félaginu hafi verið meinaður aðgangur að innlendu greiðslumiðlunarkerfi og hann orðið fyrir öðrum aðgangshindrunum á markaði. Þá væri lítill sem enginn munur gerður á afleiðingum hinnar ólögmætu ákvörðun ar milligjalda annars vegar á færsluhirðinn sjálfan, sem annaðist greiðslu milligjaldanna, og hins vegar á Kortaþjónustuna hf. , sem hafi haft með höndum afmörkuð verkefni sem tengdust færsluhirðingunni. Sama óskýrleika gætti í matsbeiðni og í matsgerð dómkvaddra matsmanna. Í framangr eindum úrskurði Landsréttar var því næst vikið að fyrrgreindri dómsátt 3. mars 2015 þar sem hinum stefndu fyrirtækjum var gert að greiða Kortaþjónustunni hf. samtals 250.250.000 krónur. Af henni yrði ráðið að Kortaþjónustan hf. gæti aðeins átt rétt til bót a fyrir tjón sem væri umfram það tjón sem leiddi af háttsemi sem lýst væri í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008 og teldist uppgert með sáttinni. Í málatilbúnaði Kortaþjónustunnar hf. væri aftur á móti ekki greint með skýrum hætti á milli afleiðinga þeirra samkeppnislagabrota sem bætt voru með dómsáttinni og afleiðinga ólögmætrar framkvæmdar á ákvörðun milligjalda á markaðshlutdeild og framlegð. Þar af leiðandi yrði ekki ráðið hvort og þá að hvaða leyti Kortaþjónustan hf. hefði þegar fengið bætt það framlegðartap sem félagið krefðist að yrði bætt í málinu. Af öllu framangreindu leiddi að mati réttarins að Kortaþjónustan hf. hefði ekki með fullnægjandi hætti sýnt fram á orsakasamhengi milli þeirra samkeppnislagabrota sem hún reisti málatilbúnað sinn á og þess tjóns sem hún krefði varnaraðila um bætur fyrir. Aðalkröfu Kortaþjónustunnar hf. um tilteknar skaðabætur úr hendi varnaraðila og varakröfum um skaðabætur að mati dómsins var af þeim sökum vísað frá héraðsdómi. Þriðju varakröfu Kortaþjónustunnar hf. , sem fólst í þrískiptri kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu, var einnig vísað frá 5 héraðsdómi þar sem félagið hefði, vegna fyrrnefndra annmarka á málatilbúnaðinum, ekki leitt að því nægar líkur að það hefði orðið fyrir tjóni og ekki gert nægilega skýr a grein fyrir því hver væru tengsl þess við ætlað skaðaverk. 9 Framangreindum úrskurði Landsréttar var skotið til Hæstaréttar sem vísaði málinu frá réttinum með dómi 13. júní 2018 í máli nr. 15/2018. 10 Með samningi 7. nóvember 2018 framseldi Kortaþjónustan hf. allar bótakröfur sínar vegna samkeppnislagabrota varnaraðila, sem lýst er í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015, til sóknaraðila. Í samningnum kemur fram að um sé að ræða sama sakarefni og vísað hafi verið frá dómi með úrskurði Landsréttar 9. maí 2 018 í máli nr. 289/2018 og dómum Hæstaréttar í málum nr. 15/2018 og 239/2017. 11 Sóknaraðili höfðaði mál á hendur varnaraðilum með stefnu 8. nóvember 2018 og kvaðst þá hafa fært til betri vegar þá ágalla sem leiddu til frávísunar málsins með úrskurði Landsrét tar í máli nr. 289/2018. Með úrskurði Landsréttar 15. apríl 2019 í máli nr. 167/2019 var úrskurður héraðsdóms um frávísun málsins staðfestur með þeim rökum að verulega skorti á að sóknaraðili hefði gert viðhlítandi grein fyrir sameiginlegri aðild varnaraði la samkvæmt 19. gr. laga nr. 91/1991 og sameiginlegri ábyrgð allra varnaraðila á tjóni sem hafi hlotist annars vegar af ólögmætu samráði á vettvangi varnaraðilans Valitors hf. og hins vegar á vettvangi varnaraðilans Borgunar hf., nú SaltPay IIB hf., en það eitt og sér varðaði frávísun málsins. Þá hefði sóknaraðili hvorki leitt nægilegar líkur að því að hann hefði orðið fyrir tjóni né gert viðhlítandi grein fyrir tengslum ætlaðs tjóns síns við þau samkeppnislagabrot varnaraðila sem hann vísaði til og þannig ekki bætt úr fyrri ágöllum á málatilbúnaði Kortaþjónustunnar hf. 12 Sóknaraðili mun hafa höfðað mál í fjórða sinn vegna sama sakarefnis í október 2019 en í stefnu segir að það mál hafi verið fellt niður í desember sama ár vegna vangreiddrar málskostnaðartryg gingar. 13 Sóknaraðili höfðaði 7. apríl 2020 í fimmta sinn mál á hendur varnaraðilum . Sóknaraðili taldi sig þá hafa bætt úr þeim ágöllum sem leiddu til frávísunar fyrrgreinds máls hans . Með úrskurði Landsréttar 26. mars 2021 í máli nr. 709/2020 var úrskurður héraðsdóms um frávísun málsins staðfestur . Í úrskurði Landsréttar var rakið að rökstuðningur sóknaraðila fyrir sameiginlegri aðild varnaraðila samkvæmt 19. gr. laga nr. 91/1991 og sameiginlegri ábyrgð allra varnaraðila á tjóni sem hafi hlotist annars vega r af ólögmætu samráði á vettvangi varnaraðilans Valitors hf. og hins vegar á vettvangi varnaraðilans Borgunar hf., nú SaltPay IIB hf., væri efnislega óbreyttur frá fyrra máli sóknaraðila sem lauk með úrskurði Landsréttar í málinu nr. 167/2019. Því var enn talið skorta verulega á að málatilbúnaður sóknaraðila væri reifaður með fullnægjandi hætti hvað varðaði aðild til varnar. Þá var bent á að í þriðju og fjórðu varakröfu sóknaraðila væri krafist viðurkenningar á skaðabótaábyrgð gagnvart Korta hf., áður Korta þjónustunni hf., en ekki gagnvart sóknaraðila sjálfum, án þess að 6 útskýrt væri hvernig það samræmdist málatilbúnaði hans um að hann hefði fengið öll réttindi tengd sakarefninu framseld til sín. Loks taldi Landsréttur að allir meginágallar sem voru á málati lbúnaði sóknaraðila og áður Kortaþjónustunnar hf., er leiddu til frávísunar á fyrri málum þeirra, væru enn til staðar. 14 Mál það sem hér er til úrlausnar höfðaði sóknaraðili með stefnu 12. ágúst 2021 en það var þingfest 9. september sama ár. Eins og vikið er að í hinum kærða úrskurði telur stefnan 63 þéttskrifaðar blaðsíður. Dómkröfum sóknaraðila samkvæmt stefnu málsins er lýst í hinum kærða úrskurði og er til hans vísað um það efni. Í stefnunni er gerð grein fyrir röksemdum sóknaraðila fyrir aðild hans á gru ndvelli framsals á kröfu Kortaþjónustunnar hf. 7. nóvember 2018. Þar er einnig lýst röksemdum sóknaraðila fyrir því að krafa hans skarist ekki við mögulega kröfu hins danska samstarfsaðila Kortaþjónustunnar hf. Í stefnunni er sérstaklega vikið að aðild var naraðila að málinu á grundvelli heimildar samkvæmt 19. gr. laga nr. 91/1991. Þar eru tiltekin rök færð fyrir sameiginlegri skaðabótaábyrgð varnaraðila vegna hlut hvers og eins þeirra og forvera þeirra við að koma á ólögmætu kerfi miðlægt ákvarðaðra milligj alda á greiðslukortamarkaðnum. Í stefnunni er einnig útskýrt hvernig þetta kerfi eigi að hafa torveldað Kortaþjónustunni hf. og samstarfsaðila félagsins að hasla sér völl á markaði fyrir færsluhirðingu debetkorta hér á landi. Sóknaraðili lýsir því einnig í stefnu hvernig dómsáttin 3. mars 2015 hafi lotið að annarri háttsemi en þetta mál. Jafnframt eru færð tiltekin rök fyrir því að hin bótaskylda háttsemi hafi átt sér stað allan þann tíma sem dómkröfur sóknaraðila taki mið af. Að lokum eru þar færð ítarleg rök fyrir því tjóni sem sóknaraðili telur að Kortaþjónustan hf. hafi orðið fyrir vegna hins ólögmæta samráðs varnaraðila. 15 Í stefnu sóknaraðila er skjallegum sönnunargögnum, sem lögð voru fram við þingfestingu, lýst í samræmi við g - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Þar er á það bent að meðal skjalanna væri beiðni til Samkeppniseftirlitsins um afrit allra gagna úr rannsókn stofnunarinnar sem endaði með ákvörðun nr. 8/2015. Fram kemur í stefnu að sóknaraðili geri ráð fyrir því að skjöl úr þeirri rannsókn k omi til með að gegna lykilhlutverki við sönnunarfærslu um lengd tjónstímabils og um verðsamráð varnaraðila Valitor hf. og Borgunar hf., nú SaltPay IIB hf., sín á milli. Þá væri meðal framlagðra skjala áskorun sem beint væri að varnaraðilum um að leggja fra m nánar tilgreind skjöl í þeirra vörslu. Yrðu varnaraðilar ekki við henni segir í stefnu að sóknaraðili byggi á því að leggja beri til grundvallar sem staðreynd, að valdframsal hinna stefndu banka til stefndu Valitor hf. og Borgunar hf. til að ákveða fjárh æð milligjalda vegna færsluhirðinga debetkorta, hafi staðið allt tjónstímabil málsins, frá 21. júní 2003 til 21. júní 2013. Einnig segir í stefnu að sóknaraðili áskilji sér rétt til að afla frekari gagna og leggja fram á síðari stigum, þar á meðal að óska dómkvaðningar matsmanna til að svara viðbótarmatsspurningum og/eða yfirmatsmanna til að svara sömu matsspurningum og svarað var í fyrirliggjandi matsgerð. Enn fremur áskildi sóknaraðili sér í stefnu að kalla eftir skriflegum athugasemdum Samkeppniseftirlit sins og/eða Eftirlitsstofnunar EFTA. Þá áskildi hann sér rétt til þess að að leita ráðgefandi 7 álits EFTA - dómstólsins um það hvort í skaðabótamálum vegna samkeppnisbrota gegn 1. mgr. 53. gr. EES - samningsins beri að horfa til meginreglna tilskipunar Evrópusa mbandsins nr. 2014/104 um skaðabótamál fyrir dómstólum aðildarríkjanna vegna brota á samkeppnisreglum. 16 Með úrskurði héraðsdóms í málinu 23. september 2021 var sóknaraðila gert að leggja fram tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar að kröfu varnaraðila. Má lið var því næst tekið fyrir 30. sama mánaðar þar sem varnaraðilarnir Landsbankinn hf. og Arion banki hf. lögðu fram greinargerðir sínar. Í þeim var einungis krafist frávísunar málsins en áskilinn réttur til að skila síðar greinargerð um efnisvarnir, sbr. 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991, yrði ekki fallist á að vísa málinu frá dómi. Í þinghaldi 5. október 2021 lögðu aðrir varnaraðilar fram greinargerðir af sinni hálfu þar sem sömu kröfur um frávísun málsins voru hafðar uppi með sama áskilnaði. 17 Með úrskurði Landsréttar 11. nóvember 2021 í máli nr. 592/2021 var staðfestur framangreindur úrskurður héraðsdóms 23. september 2021 um að sóknaraðila væri skylt að leggja fram málskostnaðartryggingu. Málið var því næst tekið fyrir í þinghaldi 9. desember 2021. Þar lag ði sóknaraðili fram beiðni um dómkvaðningu matsmanna auk beiðni um að dómurinn leitaði ráðgefandi álits EFTA - dómstólsins. Í beiðni sinni um dómkvaðningu matsmanna kemur fram að matspurningar í beiðninni fælu í sér viðbót við matspurningar sem svarað var í matsgerð 30. júní 2016. Því væri óskað dómkvaðningar sömu matsmanna og áður. Um tilgang matsbeiðninnar segir að nýrri matsgerð sé ætlað að renna sterkari stoðum undir bótakröfu sóknaraðila og varpa skýrara ljósi á þá þætti sem hefðu þótt umdeilanlegir í fy rri niðurstöðu matsmanna. Í þinghaldinu mótmæltu varnaraðilar því að matsbeiðni næði fram að ganga og að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA - dómstólsins áður en skorið yrði úr um frávísunarkröfur þeirra. Málflutningur fór fram um framangreindan ágreining 3. mars 2022. Með úrskurði 31. sama mánaðar var kröfu sóknaraðila hafnað um að aflað yrði mats dómkvaddra matsmanna og ráðgefandi álits EFTA - dómstólsins áður en munnlegur málflutningur færi fram um frávísunarkröfur varnaraðila. Með úrskurði Landsréttar 19. ma í 2022 í máli nr. 199/2022 var framangreindur úrskurður héraðsdóms staðfestur. 18 Í þinghaldi 2. september 2022 lagði sóknaraðili fram bréf Samkeppniseftirlitsins 24. ágúst 2022 ásamt rannsóknargögnum sem lágu til grundvallar ákvörðun stofnunarinnar nr. 8/201 5. Því næst fór fram málflutningur um frávísunarkröfur varnaraðila. Sem fyrr greinir var úrskurður héraðsdóms kveðinn upp 30. september 2022 þar sem máli sóknaraðila var vísað frá dómi með þeim rökum sem þar greinir. 19 Varnaraðilar telja að sóknaraðili hafi ekki bætt úr ágöllum á fyrri málatilbúnaði sínum og Kortaþjónustunnar hf., sem dómstólar hafi ítrekað fallist á að leiði til frávísunar málsins, og taka undir röksemdir héraðsdóms. Í stuttu máli telja þeir að enn séð aðild vanreifuð í stefnu, bæði til sók nar og varnar, auk þess sem þar sé ekki fjallað með viðhlítandi hætti um hvernig varnaraðilar geti borið óskipta skaðabótaábyrgð á ætluðu 8 tjóni sóknaraðila . Þá byggja varnaraðilar einnig á því að hvorki sé fullnægt skilyrðum samlagsaðildar til varnar samkv æmt 19. gr. laga nr. 91/1991 né skilyrðum kröfusamlags samkvæmt 27. gr. sömu laga . M álatilbúnaður sóknaraðila sé einnig óljós og þversagnakenndur um ætlaðan bótagrundvöll og hvernig sú háttsemi sem varnaraðilum er gefin að sök eigi að hafa valdið sóknaraði la tjóni. Varakröfur um bætur að álitum fái ekki staðist einar og sér og þá fullnægi varakröfur um greiðslu bóta hlutfallslega milli varnaraðila, án þess að reifað sé hver sú skipting eigi að vera, ekki kröfum einkamálaréttarfars. Kröfur sóknaraðila um við urkenningu bótaskyldu séu heldur ekki reifaðar með þeim hætti að sýnt sé fram á að áskilnaði 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um lögvarða hagsmuni sé fullnægt. Þá gera varnaraðilar athugasemd við að stefna sé lengri og ítarlegri en gert sé ráð fyrir í 1. m gr. 80. gr. sömu laga og að þar sé lítill greinarmunur gerður á aðal - og aukaatriðum. Að lokum telja varnaraðilar að meginreglur einkamálaréttarfars um hraða og afdráttarlausa málsmeðferð og réttur þeirra til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt 70. gr. stjór narskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu standi því í vegi að þeim verði gert að þola endurtekna málsmeðferð án þess að sóknaraðili hafi bætt úr málatilbúnaði sínum. 20 Sóknaraðili mótmælir því að framangreindir ágallar séu enn fyrir hendi á málati lbúnaði hans. Bendir hann á að ítarlega sé fjallað um röksemdir hans fyrir aðild til sóknar og varnar í stefnu sem og um sameiginlega ábyrgð varnaraðila á því tjóni Kortaþjónustunnar hf. sem leiddi af kerfi miðlægt ákvarðaðra milligjalda vegna færsluhirðin gar debetkorta sem varnaraðilar hafi komið á og haldið við. Dómkröfur sóknaraðila eigi því rætur að rekja til sömu aðstöðu og því sé fullnægt skilyrði samlagsaðildar samkvæmt 19. gr. laga nr. 91/1991 og kröfusamlags samkvæmt 27. gr. sömu laga. Telur sóknar aðili sig einnig hafa fært rök fyrir því að um heildarverðsamráð allra varnaraðila hafi verið að ræða á þeim tíma sem kröfugerð miðast við, meðal annars á milli Borgunar hf. og Valitors hf., en sóknaraðili telur þá ályktun meðal annars fá stoð í nýlega fra mlögðum gögnum úr rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Þá byggir sóknaraðili á því að í stefnu málsins sé gerð fullnægjandi grein fyrir áhrifum samráðs varnaraðila á tekjur Kortaþjónustunnar hf. í tengslum við færsluhirðingu debetkorta og þar með hvernig hátts emi varnaraðila hafi valdið félaginu tjóni sem hægt sé að greina frá tjóni samstarfsaðila félagsins. Nýrri matsgerð sé einnig ætlað að varpa skýrara ljósi á það atriði. Þá sé í stefnu gerð grein fyrir því hvernig tjón vegna samráðs um milligjöld vegna debe tkortafærslna sé annað en það tjón sem dómsáttinni 3. mars 2015 hafi verið ætlað að bæta. Nýrri matsgerð sé einnig ætlað að skýra það atriði enn frekar auk þess sem hún komi til með að varpa gleggra ljósi á forsendur fyrir útreikningi á tjóni Kortaþjónustu nnar hf. sem varnaraðilar hafi talið óljósar. Niðurstaða 21 Það er meginregla í einkamálaréttarfari að málsaðilar hafa forræði á því hvaða kröfur þeir gera á hendur gagnaðila, hvaða röksemdum þeir tefla fram til stuðnings kröfugerð sinni og hvernig þeir hygg jast færa sönnur á staðhæfingar sínar um atvik eða aðstæður. 9 Þessi meginregla sætir takmörkunum samkvæmt lögum, þar á meðal á grundvelli 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 sem fjallar um efni skriflegrar stefnu. Þannig verður sóknaraðili í einkamáli að gera afdráttarlausa grein fyrir dómkröfum sínum í stefnu málsins, lýsa þar málsástæðum sem liggja til grundvallar málsókninni á gagnorðan og skýran hátt og geta helstu sönnunargagna sem aflað hefur verið og eftir er að afla, sbr. d - og e - lið, auk g - liðar greina rinnar. Með stefnu leggur sóknaraðili þannig grunn að allri frekari meðferð málsins, enda getur hann almennt ekki aukið við sakarefnið með því að breyta kröfugerð eða rökstuðningi fyrir henni eftir höfðun málsins. Þá er þessari lýsingu í stefnu ætlað að ve ita gagnaðila nauðsynlegar upplýsingar um grundvöll málsóknarinnar svo honum sé unnt að ákveða hvort og þá með hvaða rökum hann eigi að grípa til varna. 22 Sóknaraðili í einkamáli hefur almennt einnig forræði á því að hverjum hann beinir málsókn sinni. Eftir sem áður verður hann á grundvelli fyrrgreindrar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 að útskýra í stefnu með hvaða rökum hann telur að varnaraðil i beri þá skyldu gagnvart honum sem dómkröfur hans lúta að. Ef sóknaraðili stefnir fleiri en einum varnaraðila í máli, og aðstæður eru ekki þannig að þeir beri óskipta skyldu, þurfa dómkröfur hans einnig að eiga rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings, sbr. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 91/1991. Sé einhverju þessara skilyrða ekki fullnægt ber að fallast á kröfu varnaraðila um að vísa máli frá dómi. Aftur á móti leiða varnir byggðar á aðildarskorti, eins og aðrar efnisvarnir, til sýknu ef fallist er á þær, sbr. 2. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. 23 Í stefnu máls þessa færir sóknaraðili tiltekin rök fyrir því að hann sé réttur aðili að málinu til sóknar á grundvelli framsals tjónþola, Kortaþjónustunnar hf., 7. nóvember 2018, en sóknaraðili mun áður hafa verið aðaleigandi Kortaþjónustunnar hf. Þar er jafnframt fjallað um samstarf Kortaþjónustunnar hf. og dansk s sam starfsaðila félagsins um færsluhirðingu greiðslukorta . Þar segir meðal annars að meðan á samstarfi félaganna stóð hafi átt að haga skiptingu þóknunar milli þeirra þannig að þóknunarhlutur Ko r taþjónustunnar hf. væri 0,1% af veltu debetkorta meðan danska fél agið hafi átt að fá 0,5% veltunnar í sinn hlut. Fullyrt er að dómkvaddir matsmenn hafi reiknað tjón Kortaþjónustunnar hf. eftir eigin aðferð en að hlutföllin hafi þar verið svipuð. Telur sóknaraðili að með þessu séu færð viðhlítandi rök fyrir því að kröfug erð hans sé ekki um óskipt réttindi hans og hins danska félags. 24 Á það er fallist að lýsing í stefnu á þeim málsástæðum sem sóknaraðili styður aðild sína við sé nægjanlega skýr. Ekki er því efni til að vísa málinu frá á þeim grunni að aðild sóknaraðila sé vanreifuð í stefnu þannig að fari í bága við framangreindan áskilnað 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Málsvörn varnaraðila um að framsal Kortaþjónustunnar hf. sé takmarkaðra í tíma en málsóknin miðast við lýtur að ætluðum aðildarskorti sóknaraðila vegna h luta krafna hans á hendur varnaraðilum. Málsástæða af þeim toga leiðir eins og áður segir ekki til frávísunar máls heldur til sýknu og kemur því einungis til álita við efnisúrlausn málsins. 10 25 Í stefnu er ítarlega fjallað um það á hvaða grunni sóknaraðili rei sir sameiginlega aðild varnaraðila. Er þar leitast við að færa rök fyrir því að samráð um greiðslu milligjalda til útgefenda greiðslukorta vegna debetkortafærslna hafi verið víðtækara en varnaraðilar telja að ráða megi af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr . 8/2015 og sáttum sem liggja þeirri ákvörðun til grundvallar. Af lestri stefnunnar má ljóst vera að sóknaraðili byggir á því að ekki hafi verið um tvö aðskilin samkeppnislagabrot að ræða af þeirra hálfu eins og varnaraðilar telja að ráða megi af framangre indri ákvörðun. Telur sóknaraðili meðal annars að gögn úr rannsókn Samkeppniseftirlitsins, sem nýlega hafa verið lögð fram í málinu eftir að þau fengust afhent, styðji þá ályktun sem fram komi í stefnu að varnaraðilar hafi allir staðið saman að því að koma á kerfi miðlægt ákvarðaðra milligjalda til útgefenda greiðslukorta sem stangast hafi á við 10. og 12. gr. samkeppnislaga auk 53. gr. EES - samningsins. Óháð því byggir sóknaraðili á því í stefnu að tjón Kortaþjónustunnar hf. megi rekja til tveggja tjónsorsa ka sem varnaraðilar hafi viðurkennt að hafi átt sér stað annars vegar á vettvangi varnaraðila Borgunar hf., nú SaltPay IIB hf., og hins vegar á vettvangi varnaraðila Valitors hf. Þegar svo hátti til sé meginreglan sú að bótaábyrgð sé sameiginleg öllum varn araðilum. 26 Þegar þetta er virt verður ekki á það fallist með varnaraðilum að röksemdum fyrir sameiginlegri aðild og óskiptri ábyrgð þeirra séu gerð ófullnægjandi skil í stefnu málsins með tilliti til áskilnaðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Hefur sóknar aðili enn fremur fært viðhlítandi rök fyrir því að kröfugerð hans eigi rætur að rekja til sömu aðstöðu þannig að heimilt sé að sækja fleiri en einn í sama máli á grundvelli 1. mgr. 19. gr. sömu laga. Sama gildir um heimild hans til að sækja fleiri en eina kröfu á hendur varnaraðilum í sama máli í samræmi við heimild 1. mgr. 27. gr. laganna. Að svo komnu máli verður við efnisúrlausn málsins leyst úr því hvort fallast megi á röksemdir sóknaraðila fyrir sameiginlegri ábyrgð varnaraðila að þessu leyti. 27 Í hinum kærða úrskurði er talið að sóknaraðili hafi ekki fært rök fyrir því að varnaraðilarnir Arion banki hf., Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf., eigi að bera ábyrgð á tjóni sem stofnast hafi fyrir stofnun bankanna haustið 2008. Ekki var vikið að þessu atriði í greinargerðum varnaraðila í héraði en til þessa virðist hafa verið vísað í málflutningi um frávísunarkröfur fyrir héraðsdómi. Varnir á þessum grunni lúta að ætluðum aðildarskorti þessara varnaraðila að tilgreindum hluta kröfugerðar sóknaraðila, en eins og áður segir leiða slíkar varnir til sýknu en ekki frávísunar máls. Ekki er ætlast til þess að í stefnu sé fjallað um mögulegar efnisvarnir sem byggjast á aðildarskorti varnaraðila. Slíkum vörnum er almennt svarað efnislega af hálfu sóknaraðila við aðalme ðferð máls en í greinargerð vegna kæru sóknaraðila til Landsréttar er gerð grein fyrir efnislegum röksemdum hans er lúta að því atriði. Skortur á umfjöllun um þetta atriði í stefnu veldur því ekki frávísun málsins. 28 Af hálfu sóknaraðila er því lýst yfir í s tefnu að hin skaðabótaskylda háttsemi 11 greiðslukorta vegna debetkortafærslna. Málsgrundvöllur sóknar aðila er þannig í öllum aðalatriðum í samræmi við fyrrgreinda ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015 að öðru leyti en því að í stefnu er miðað við lengra brotatímabil en í ákvörðuninni. Sóknaraðili kveður umrædda ákvörðun vera meginsönnunargagn sitt í málinu um hina bótaskyldu háttsemi varnaraðila en lýsir því jafnframt að með öðrum sönnunargögnum hyggist hann færa sönnur á að sú háttsemi hafi varað allan þann tíma sem kröfugerð hans tekur mið af. 29 Af þessu virðist mega draga þá ályktun að ekki sé á því byggt af hálfu sóknaraðila að önnur háttsemi varnaraðila en að framan greinir hafi valdið Kortaþjónustunni hf. því tjóni sem hann leitast við að fá bætt í þessu máli. Þó er á nokkrum stöðum í stefnu vikið að slíkri háttsemi eins og að það hafi valdið félag inu tjóni. Þar virðist því meðal annars haldið fram að hið ólögmæta kerfi miðlægt ákvarðaðra milligjalda, sem sóknaraðili telur að varnaraðilar hafi komið á fót, hafi í raun hindrað að Kortaþjónustan hf. semdi beint við útgefendur greiðslukorta um milligjö ld vegna færsluhirðingar debetkorta, en málaleitan Kortaþjónustunnar hf. í þá veru hafi verið hafnað. Þá er í málsatvikalýsingu í stefnu jafnframt lýst háttsemi af hálfu varnaraðila Borgunar hf. sem hann lýsir sem misnotkun á markaðsráðandi stöðu þess varn araðila. Þótt þessi umfjöllun í stefnu kunni að einhverju leyti að stangast á við fyrrgreinda yfirlýsingu verður í ljósi hennar að líta svo á að dómkröfur hans séu einungis reistar á framangreindri málsástæðu um verðsamráð varnaraðila um milligjöld til útg efenda greiðslukorta, sbr. fyrrgreinda ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. 30 Í stefnunni er leitast við að færa rök fyrir því að hið ólögmæta samráð varnaraðila um milligjöld til útgefenda greiðslukorta hafi veikt stöðu Kortaþjónustunnar hf. í samkeppni við var naraðila Valitor hf. og Borgun hf. um færsluhirðingu vegna debetkorta. Vísar sóknaraðili til þess að milligjöldin myndi gólf undir þóknun fyrir færsluhirðingu sem söluaðilar greiði færsluhirði. Með hinu ólögmæta kerfi um ákvörðun milligjalda hafi varnaraði lunum Valitor hf. og Borgun hf. verið gefið færi á að lækka eða halda gjöldunum lægri en þeim sem keppinautar á borð við Kortaþjónustuna hf. þurftu að greiða. Þessir varnaraðilar hafi því getað stillt milligjöldin af þannig að keppinautar þeirra gætu ekki náð fótfestu á markaði fyrir færsluhirðingu. Byggir sóknaraðili á því að samráðið hafi valdið því að Kortaþjónustan hf. hafi greitt hærri þóknun til útgefenda greiðslukorta en samkeppnisaðilar þeirra á markaði fyrir færsluhirðingu. Því hafi gólfið sem mill igjöldin mynduðu hjá Kortaþjónustunni hf. legið hærra gagnvart söluaðilum en hjá varnaraðilunum Borgun hf. og Valitor hf. Hafi það valdið því að félagið gat ekki boðið söluaðilum eins lága þóknun og framangreindir varnaraðilar er leiddi til skertrar markað shlutdeildar félagsins og minni framlegðar þess. Af lestri stefnunnar er ljóst að kröfugerð sóknaraðila miðar að því að fá bætt það fjárhagstjón sem fólst í missi þess hagnaðar sem Kortaþjónustan hf. varð af sökum þessa. 12 31 Við þetta er það að athuga að í ákv örðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015 , sem sóknaraðili vísar til í stefnu til sönnunar á bótaskyldri háttsemi varnaraðila, kemur ekki fram að samvinna um milligjöld, sem kortafyrirtækin greiddu útgefendum debetkorta, hafi leitt til þess að gjöldin væru l ægri en ella vegna færslna sem fóru um kerfi varnaraðila. Þvert á móti virðist ákvörðunin hafa miðað að því að lækka umrædd milligjöld frá því sem verið hafði. Af þessu álykta varnaraðilar að Samkeppniseftirlitið hafi litið svo á að hið ólögmæta samráð, se m þeir voru reiðubúnir að viðurkenna að hafi átt sér stað á árunum 2007 til 2009 , hafi valdið því að milligjöldin voru ákveðin of há, með tilheyrandi kostnaðarauka fyrir söluaðila vöru og þjónustu, en ekki of lág með þeim afleiðingum sem sóknaraðili lýsi. Varnaraðilar virðast því draga í efa að ákvörðunin styðji þá meginforsendu í málatilbúnaði sóknaraðila að hin ólögmæta háttsemi, sem bótaskyld háttsemi varnaraðila er sögð einskorðast við, hafi gert Kortaþjónustunni hf. og dönskum samstarfsaðila félagsins erfitt um vik að hasla sér völl á markaði fyrir færsluhirðingu. 32 Óháð því hvort fallast megi á réttmæti framangreindrar ályktunar varnaraðila eru röksemdir sóknaraðila fyrir þeim neikvæðu áhrifum, sem hann telur að samráð varnaraðila hafi haft á möguleika K ortaþjónustunnar hf. til að semja um færsluhirðingu debetkorta við söluaðila, reifaðar með viðhlítandi hætti í stefnu. Í því efni ber jafnframt að hafa í huga að sóknaraðili styður málatilbúnað sinn að þessu leyti ekki einungis við ákvörðun Samkeppniseftir litsins nr. 8/2015, heldur einnig við frumathugun sömu stofnunar, sem birtist í andmælaskjali 8. mars 2013, og við nýlega framlögð gögn sem sú athugun var reist á. Sama gildir um aðrar staðhæfingar sóknaraðila um atvik, svo sem um þann tíma sem hann telur að bótaskyld háttsemi varnaraðila hafi varað. Lánist sóknaraðila að færa viðhlítandi sönnur á þessi atriði með framangreindum gögnum og annarri sönnunarfærslu, sem hann hefur hug á að fram fari fyrir dómi, getur það ráðið úrslitum um hvort fallist verði á kröfugerð hans í heild eða að hluta eða hvort sýkna beri varnaraðila. Athugasemdir varnaraðila við sönnunargildi einstakra sönnunargagna sóknaraðila eða hvaða ályktun megi af þeim draga um framangreind atriði koma til álita við þá efnismeðferð en geta við svo búið ekki leitt til frávísunar málsins. 33 Aðalkrafa sóknaraðila styðst við útreikninga í matsgerð dómkvaddra matsmanna 30. júní 2016 á því hver markaðshlutdeild Kortaþjónustunnar hf. hefði orðið ef ekki hefði komið til þeirrar háttsemi sem lögð var til g rundvallar í matsgerð. Í matsgerðinni er greint frá því hvað ætla megi um hagnaðarmissi Kortaþjónustunnar hf. er hlaust af minni markaðshlutdeild félagsins af þessum sökum. Komist er að þeirri niðurstöðu að samtals nemi það tap 922.921.239 krónum sem í mat sgerð og í stefnu er skipt á fjögur tímabil í samræmi við matsbeiðni Kortaþjónustunnar hf. Fyrsta tímabilið nær frá 21. júní 2003 til 31. desember 2006, annað tímabilið nær frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2009, þriðja tímabilið frá 1. janúar 2010 til 2 1. júní 2013 og það fjórða frá við að bæta tjón Kortaþjónustunnar hf. frá 21. júní 2003 til og með 21. júní 2013 en 13 síðasta tímabilið í matsgerð fellur utan þess tíma. Þetta misræmi gefur þó ekki alveg nægjanlegt tilefni til að vísa málinu frá dómi. Skiptir í því sambandi máli að auðveldlega má ráða af matsgerð hvert ætlað tjón Kortaþjónustunnar hf. á að hafa verið á því bótatímabili sem lýst er í stefnu. 34 Í stefnu málsi ns rökstyður sóknaraðili að með matsgerð dómkvaddra matsmanna sé einungis metið það tjón sem Kortaþjónustan hf. hafi orðið fyrir vegna minni markaðshlutdeildar í debetkortaveltu vegna ólögmætrar framkvæmdar við ákvörðun milligjalda til útgefenda greiðsluko rta. Þar eru jafnframt færð rök fyrir því að dómsáttin 3. mars 2015 , sem áður er getið, hafi einskorðast við tjón vegna missis hagnaðar Kortaþjónustunnar hf. sem hlaust af því að félagið náði ekki eðlilegri markaðshlutdeild í kreditkortaveltu á tilgreindu tímabili. Dómsáttin skarist því ekki við kröfugerð í máli þessu. Í stefnu er um þá afmörkun vísað til mats dómkvaddra matsmanna 29. október 2013 en kröfugerð í dómsmáli, sem Kortaþjónustan hf. höfðaði með stefnu 16. desember 2014 og lauk með umræddri dómsá tt, studdist við það mat. Telur sóknaraðili að umrædd matsgerð beri það með sér að þar sé einungis litið til markaðshlutdeildar í veltu kreditkorta en ekki debetkorta. Þar er einnig vísað til þess hvernig háttsemi þeirra félaga, sem ákvörðun Samkeppnisefti rlitsins nr. 4/2008 laut að, var lýst í þeirri ákvörðun, en fyrrgreint dómsmál var eins og áður segir einkum reist á þeirri ákvörðun. 35 Ekki verður betur séð en að gerð sé viðhlítandi grein fyrir því í stefnu hvers vegna sóknaraðili telur að það tap sem bætt var með dómsáttinni 3. mars 2015 sé annað en það sem leitast er við að fá bætt með kröfugerð í þessu máli. Þá er til þess að líta að með matsbeiðni sem liggur fyrir í málinu er meðal annars óskað svara við því hvort tjón Kortaþjónustunnar hf. samkvæmt mat sgerðinni frá 30. júní 2016 kunni að skarast við tjón sem metið var með matsgerð 29. október 2013. Fyrirmæli laga nr. 91/1991 standa því ekki í vegi að sóknaraðili leitist á þennan hátt við að bæta úr annmörkum við sönnun á tjóni sem varnaraðilar skírskota til í greinargerðum sínum, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 26. september 2013 í máli nr. 491/2013. Ekki er því efni til að vísa málinu frá sökum vanreifunar á þessu atriði. 36 Varnaraðilar hafa gagnrýnt matsgerð dómkvaddra matsmanna 30. júní 2016 meðal a nnars með þeim rökum að hún samræmist ekki þeirri forsendu sem fram komi af hálfu sóknaraðila að þóknunarhlutfall Kortaþjónustunnar hf. hafi að átt að vera 0,1% af kortaveltu debetkorta. Telja þeir að matsgerðin miði við mun hærra þóknunarhlutfall eins og nánar er rökstutt í greinargerðum þeirra. Er þá miðað við forsendur um heildarveltu í debetkortaviðskiptum og þá auknu markaðshlutdeild sem matsmenn telja að félagið hefði notið ef ekki hefði komið til ólögmæts samráðs varnaraðila. Telja varnaraðilar að í matsgerðinni og dómkröfum sóknaraðila sé það þóknunarhlutfall af veltunni, sem Kortaþjónustan hf. og danski samstarfsaðili félagsins hafi samanlagt áskilið sér, lagt til grundvallar þó að stærsti hluti þeirrar þóknunar hafi átt að koma í hlut danska fyrirt ækisins. 14 37 Sóknaraðili mótmælir þessum röksemdum bæði í stefnu málsins og í greinargerð til Landsréttar. Hann vísar til þess að í matsgerðinni hafi ekki verið stuðst við tiltekið þóknunarhlutfall heldur hafi matsmenn byggt mat sitt á tekjum og gjöldum Kortaþ jónustunnar hf. og öðrum rauntölum úr rekstri félagsins. Ekki þurfi því að taka afstöðu til þóknunarhlutfalls hins danska samstarfsaðila félagsins. Þá sé með nýrri matsbeiðni meðal annars leitað svara við því hvort eitthvað af því tjóni sem lýst sé í matsg erðinni 30. júní 2016 sé tjón sem danski samstarfsaðili Kortaþjónustunnar hf. hafi orðið fyrir. 38 Þær athugasemdir varnaraðila sem hér er vísað til lúta að sönnunargildi framlagðrar matsgerðar að teknu tilliti til forsendu sem sóknaraðili leggi til grundvall ar í málatilbúnaði sínum. Sóknaraðili telur þá forsendu ekki skipta máli við mat á tjóni sínu í ljósi þeirra aðferða sem matsmenn noti. Almennt er leyst úr ágreiningi af þessum toga við efnismeðferð á máli, sbr. 2. mgr. 66. gr. laga nr. 91/1991. Sóknaraðil i hyggst meðal annars leita frekari sönnunar um þetta atriði með dómkvaðningu matsmanna samkvæmt nýrri matsbeiðni sem lögð hefur verið fram í málinu. Eins og málið liggur nú fyrir gefur framangreint álitaefni ekki tilefni til þess að vísa því frá dómi. Sam a á við um aðrar athugasemdir sem varnaraðilar hafa gert við efnistök í matsgerðinni. 39 Í stefnu sóknaraðila eru rakin ýmis atriði úr gögnum og fyrri úrlausnum dómstóla sem ekki verður séð að þörf hafi verið á að tilgreina jafn ítarlega og þar er gert. Að þe ssu leyti virðist sóknaraðili ekki hafa gætt þess að greina í stefnu á gagnorðan hátt frá málsástæðum sínum svo sem áskilið er í e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Eins og hér stendur á verður aftur á móti ekki talið að þessi annmarki á framsetningu m álatilbúnaðar sóknaraðila geti einn og sér leitt til frávísunar málsins. 40 Sóknaraðili hefur nú höfðað í sjötta sinn mál vegna ætlaðs tjóns Kortaþjónustunnar hf. vegna háttsemi varnaraðila sem lýst er í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015. Endurtekin málshöfðun vegna sama sakarefnis byggir á heimild 1. mgr. 22. gr. laga nr. 150/2007 um fyrningu kröfuréttinda. Ekki er unnt að fallast á með varnaraðilum að með því neyta þeirrar heimildar til að bæta í hvert sinn úr fyrri málatilbúnaði sé brotið á réttind um varnaraðila samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu þannig að frávísun málsins varði. 41 Aðalkrafa sóknaraðila fullnægir áskilnaði d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Þar sem málatilbúnaður sóknaraðila gegn v arnaraðilum er nú í því horfi að ekki þykir ástæða til að vísa málinu frá dómi er á það fallist að aðalkrafan eigi að koma til efnismeðferðar. 42 Með fyrstu og annarri varakröfu sóknaraðila er krafist greiðslu skaðabóta úr hendi álitum dómsins, án þess að lýst sé því tiltekna skaðaverki sem bæturnar eigi að koma fyrir. Þessar kröfur fullnægja ekki áskilnaði d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 og því ber að vísa þeim kröfu m frá dómi. 15 43 Þriðja, fjórða og fimmta varakrafa sóknaraðila eru allar um viðurkenningu skaðabótaábyrgðar varnaraðila vegna tilgreindrar háttsemi þeirra sem þar er lýst, ann ars vegar varnaraðilanna Borgunar hf., nú SaltPay IIB hf., og Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf., og hins vegar varnaraðilanna Valitors hf. og fyrrgreindra banka. Kröfur þessar fullnægja áskilnaði d - liðar 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 og samrýmast 2. mgr. 25. gr. sömu laga. Ekki er því efni til að vísa þeim frá dómi. 44 Samkvæmt framansögðu ber að vísa fyrstu og annarri varakröfu sóknaraðila frá dómi. Að öðru leyti verður hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og málinu vísað til efnismeðf erðar í héraðsdómi. 45 Varnaraðilum verður gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir en ákvörðun málskostnaðar í héraði bíður efnislegrar úrlausnar í málinu. Úrskurðarorð: Fyrstu og annarri varakröfu sóknaraðila, EC - Clear ehf ., er vísað frá héraðsdómi. Að öðru leyti er hinn kærði úrskurður felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Varnaraðilar, Arion banki hf., Íslandsbanki hf., Landsbankinn hf., SaltPay IIB hf. og Valitor hf., greiði sóknaraði la óskipt 1.000.000 króna í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. September 2022 I Mál þetta, sem var tekið til úrskurðar 2. september sl., var þingfest hinn 9. september 2021. Stefnandi er EC - Clear ehf., , en stefndu eru Arion banki hf., , Reykjavík, SaltPay IIB hf., , Reykjavík, Íslandsbanki hf., , Kópavogi, Landsbankinn hf., og Valitor hf., , Hafnarfirði. Dómkröfur stefnanda í efnisþætti málsins eru þær aðallega að s tefndu verði dæmd sameiginlega (in solidum ) til að greiða stefnanda 922.921.239 krónur auk skaðabótavaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. júní 2013 til 21. júlí 2013 en auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. s.l. frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 9. gr. s.l. Til vara gerir stefnandi fjórar kröfur: Fyrsta varakrafa er að stefndu verði gert in solidum að greiða stefnanda skaðabætur að álitum að mati dómsins, auk skaðabótavaxta skv. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. júní 2013 til 21. júlí 20 13 en auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. s.l. frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 9. gr. Önnur varakrafa er að stefndu verði gert hlutfallslega (pro rata) að greiða stefnanda skaðabætur, að álitum að mati dómsins, auk skaðabótavaxta skv. 8. gr. lag a nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 21. júní 2013 til 21. júlí 2013 en auk dráttarvaxta samkvæmt 1. mgr. 6. gr. s.l. frá þeim degi til greiðsludags, sbr. 9. gr. Þriðja varakrafa er að viðurkennd verði óskipt skaðabótaábyrgð stefndu gagnvart stefna nda fyrir brot gegn 10. gr. og 12. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 og nr. 44/2005 og 1. mgr. 53. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, með því að hinir stefndu Arion banki hf., Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf. 16 og forverar þeirra, í bága við 10. gr. samkeppnislaga og 1. mgr. 53. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, fólu allir stefndu Borgun hf. og Valitor hf. að ákveða einhliða milligjöld til hinna stefndu banka við hirðingu debetkortafærslna og með því að stefndu Valitor hf. og Borgun hf., se m samtök fyrirtækja, í bága við 12. gr. samkeppnislaga, sbr. 10. gr. s.l. og 1. mgr. 53. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, ákváðu og höfðu samráð um ákvörðun samræmdra milligjalda fyrir hina stefndu banka vegna hirðingar debetkortafærslna á tímab ilinu 21. júní 2003 til 21. júní 2013. Fjórða varakrafa er að viðurkennd verði hlutfallsleg (pro rata) ábyrgð stefndu gagnvart stefnanda fyrir brot gegn 10. gr. og 12. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993 og nr. 44/2005 og 1. mgr. 53. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, með því að hinir stefndu Arion banki hf., Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf. og forverar þeirra, í bága við 10. gr. samkeppnislaga og 1. mgr. 53. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, fólu allir stefndu, Borgun hf. og Valitor hf., að ákveða einhliða milligjöld til þeirra við hirðingu debetkortafærslna og með því að stefndu Valitor hf. og Borgun hf., sem samtök fyrirtækja í bága við 12. gr. samkeppnislaga, sbr. 10. gr. s.l. og 1. mgr. 53. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, á kváðu og höfðu samráð um ákvörðun samræmdra milligjalda fyrir hina stefndu banka vegna hirðingar debetkortafærslna á tímabilinu 21. júní 2003 til 21. júní 2013. Í fimmtu varakröfu er þess annars vegar krafist að viðurkennd verði sameiginleg skaðabótaábyrgð stefndu Borgunar hf., Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankans hf. gagnvart stefnanda vegna brota gegn 12. gr., sbr. 10. gr., samkeppnislaga nr. 8/1993 og nr. 44/2005 og 1. mgr. 53. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, með því að hinir stefndu, Arion banki hf., Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf. og forverar þeirra, í bága við 10. gr. samkeppnislaga og 1. mgr. 53. gr. samningsins um Evrópska efnahagssv æðið, fólu allir stefndu Borgun hf. að ákveða einhliða milligjöld til þeirra við hirðingu debetkortafærslna og með því að stefnda Borgun hf. sem samtök fyrirtækja, í bága við 12. gr. samkeppnislaga, sbr. 10. gr. s.l. og 1. mgr. 53. gr. samningsins um Evróp ska efnahagssvæðið, ákvað einhliða milligjöld fyrir hina stefndu banka vegna hirðingar debetkortafærslna á tímabilinu 21. júní 2003 til 21. júní 2013, og hins vegar að viðurkennd verði sólidarísk skaðabótaábyrgð stefndu Valitors hf., Arion banka hf., Íslan dsbanka hf. og Landsbankans hf. gagnvart stefnanda, vegna brota gegn 12. gr., sbr. 10. gr., samkeppnislaga nr. 8/1993 og nr. 44/2005 og 1. mgr. 53. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993, með því að hinir stefndu, Arion banki hf., Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf. og forverar þeirra, í bága við 10. gr. samkeppnislaga og 1. mgr. 53. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, fólu allir stefnda Valitor hf. að ákveða einhliða milligjöld til þeirra við hirðingu debetkortafærslna og með því að stefndi Valitor hf., sem samtök fyrirtækja, í bága við 12. gr. samkeppnislaga, sbr. 10. gr. s.l. og 1. mgr. 53. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, ákvað einhliða milligjöld fyrir hina stefndu banka vegna hirðingar debetkortafærslna á tí mabilinu 21. júní 2003 til 21. júní 2013. Þá krefst s tefnandi þess að stefndu verði dæmdir til að greiða stefnanda málskostnað, in solidum eða pro rata, eftir atvikum, skv. framlögðu málskostnaðaryfirliti og að málskostnaðurinn beri dráttarvexti frá dómsup psögu til greiðsludags skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, sbr. 9. gr. sömu laga. Stefndu krefjast frávísunar málsins frá dómi og hafa þeir allir kosið að leggja hver fyrir sig einungis fram greinargerð um þá kröfu, sbr. 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 . Við munnlegan flutning málsins var málið flutt í einu lagi og sameiginlega af hálfu stefndu um þann þátt málsins. II Mál þetta á rætur að rekja til ætlaðra samkeppnislagabrota stefndu á greiðslukortamarkaði. Stefnandi krefst í máli þessu skaðabóta úr hendi stefndu vegna ætlaðs tjóns félagsins af þeim sökum. Stefnandi höfðar mál þetta í sjötta sinn gegn stefndu vegna sama sakarefnis. Lýsingar á fyrri málsóknum og niðurstöðum dómstóla eru í öllum aðalatriðum raktar í úrskurði Landsréttar 26. mars 2021 í máli nr. 709/2020 og úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 30. nóvember 2020 í máli nr. E - 2567/2020 og verður stuðst við þær lýsingar hér á eftir. 1. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008 17 Forsaga málsins er sú að seinni hluta árs 2002 hóf Kortaþjónustan h f. í samstarfi við PBS/Teller að veita þjónustu hér á landi á sviði færsluhirðingar fyrir greiðslukort. Kortaþjónustan fékk síðar nafnið Korta hf. Samkeppniseftirlitið hóf á árinu 2006 rannsókn á samkeppnislagabrotum stefnda Valitors hf., (sem þá hét Greiðslumiðlun hf.), stefnda, SaltPay IIB hf. (áður Borgun hf. og Kreditkort hf.) og Fjölgreiðslumiðlunar hf., (síðar Greiðsluveitan hf.), í greiðslukortaviðskiptum, einkum á árunum 2002 til 2006. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins laut að ó lögmætu samráði allra fyrirtækjanna og misnotkun Valitors hf. á markaðsráðandi aðstöðu. Með sáttum við Samkeppniseftirlitið viðurkenndu þessi fyrirtæki ýmis samkeppnislagabrot og féllust á greiðslu sektar og að hlíta ýmsum skilmálum í því skyni að stuðla a ð virkri samkeppni á greiðslukortamarkaði. Greint var frá þessari niðurstöðu 10. janúar 2008 í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008. Er þar nánar rakið til hvaða brota ákvörðunin tekur. Hvað Valitor hf. varðaði fólust brot þess í margvíslegum ólögmæt um aðgerðum til að hrekja stefnanda og samstarfsaðila hans út af markaði, svo sem með því að nýta upplýsingar um viðskiptavini stefnanda og bjóða þeim sérstök kjör í því skyni að fá þá til að hætta í viðskiptum við stefnanda, og ýmsum tæknilegum hindrunum til að gera stefnanda erfiðara um vik að framkvæma viðskipti. Þá er í ákvörðuninni rakið að stefndu Valitor hf. og Borgun hf. hafi haft með sér margvíslegt ólögmætt samráð, m.a. með skiptingu markaða, samkomulagi þessara tveggja stefndu við Kaupmannasamtök in um þóknun söluaðila vegna debetkorta gegn lækkun á þóknun vegna kreditkorta, samráð um þóknun söluaðila vegna debetkorta, samráð um markaðs - og kynningarstarf og samningu ýmiss konar skilmála sem höfðu áhrif á rekstur söluaðila og hagsmuni korthafa og r eglubundið samráð þessara stefndu og Fjölgreiðslumiðlunar um reglubundin upplýsingaskipti um viðskiptaleg málefni, m.a. um verð og verðlagningaráform Valitors hf. og Borgunar hf. 2. Dómsáttin 3. mars 2015 á grundvelli ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr . 4/2008 Kortaþjónustan hf. höfðaði mál á hendur framangreindum þremur fyrirtækjum, þ.e. Valitor hf., Borgun hf. og Greiðsluveitunni hf., með stefnu 16. desember 2014 og krafðist skaðabóta vegna þeirra samkeppnislagabrota sem fjallað var um í ákvörðun Samk eppniseftirlitsins nr. 4/2008. Málinu lauk með dómsátt 3. mars 2015 en samkvæmt henni skyldu fyrirtækin greiða Kortaþjónustunni hf. samtals 250.250.000 krónur. Með sáttinni lýsti stefnandi því yfir, skilyrðislaust og óafturkræft, að í henni fælist fullnaða ruppgjör vegna þeirra brota sem lýst er í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008 og í því fælist m.a. að stefnandi gæti ekki krafist frekari bóta fyrir mögulegt tjón sem framangreind brot kynnu að hafa valdið honum eftir það rannsóknartímabil sem ákvör ðunin tók til. Jafnframt kemur fram að sáttin takmarki ekki rétt stefnanda til að hafa uppi skaðabótakröfu vegna annarra meintra brota en þeirra sem rakin eru í framangreindri ákvörðun, þ. á m. vegna meintrar samræmingar milligjalda sem rakin séu í andmæla skjali Samkeppniseftirlitsins frá 8. mars 2013, og annarra meintra brota sem þar séu rakin, að því gættu að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna þeirra til viðbótar því tjóni sem leiddi af háttsemi sem lýst er í ákvörðuninni og/eða krafist var bóta fyrir í stefnu þess máls. Enn fremur er vísað til matsgerðar sem lá fyrir í málinu, dags. 29. október 2013, og segir að tjón sem metið er í þeirri matsgerð teljist uppgert með sáttinni. 3. Ákvörðun samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015 vegna milligjalda Samkeppni seftirlitið hóf aðra rannsókn á meintum samkeppnislagabrotum allra stefndu á greiðslukortamarkaði í kjölfar erindis Kortaþjónustunnar hf. 3. apríl 2009. Rannsóknin tók meðal annars til ætlaðs ólögmæts samráðs útgefenda greiðslukorta í tengslum við ákvörðun milligjalda og meintrar samtvinnunar á færsluhirðingu og vildarkjörum VISA - korthafa. Samkeppniseftirlitið gaf út andmælaskjal vegna rannsóknarinnar 8. mars 2013. Þar er lýst því frummati Samkeppniseftirlitsins að stefndu hafi með margvíslegum hætti brotið samkeppnislög, m.a. með óbeinu verðsamráði hinna stefndu banka og beinu verðsamráði Valitors og Borgunar tengdu ákvörðun um milligjöld, þ. á m. séu gjöld fyrir krossfærsluhirðingu, og með því hafi hinir stefndu bankar, sem séu í markaðsráðandi stöðu, mism unað Kortu hf. og samstarfsaðila Kortu í samanburði við Valitor hf. og Borgun hf. í sams konar viðskiptum og þannig brotið gegn ákvæðum 11. gr. samkeppnislaga. 18 Framangreindri rannsókn Samkeppniseftirlitsins lauk 30. apríl 2015 með ákvörðun Samkeppniseftir litsins nr. 8/2015 sem byggðist á sáttum sem stefndu gerðu við eftirlitið vegna málsins 9. júlí, 20. ágúst og 15. desember 2014. Í ákvörðuninni kom meðal annars fram að fyrirkomulag um ákvörðun milligjalda hefði falið í sér óbeina samvinnu um verð milli ú tgefenda á greiðslukortum á því tímabili sem rannsóknin beindist að, 1. janúar 2007 til 31. desember 2009. Þetta óbeina samstarf hafi falist í því að útgefendur, sem voru stóru bankarnir þrír, hafi með samningum falið annars vegar Borgun hf. og hins vegar Valitor hf. að ákvarða í verðskrám milligjöld vegna notkunar VISA - og MasterCard - greiðslukorta. Í framkvæmd hafi umrædd milligjöld verið ákvörðuð með samræmdum hætti. Jafnframt hafi þetta fyrirkomulag falið í sér að á vettvangi samtaka stefndu tveggja, Bor gunar hf. og Valitors hf., hafi átt sér stað samvinna og framkvæmd sem ekki hafi verið í samræmi við 12. gr. samkeppnislaga. Þá segir í ákvörðuninni að þar sé ekki fjallað sérstaklega um ýmsa háttsemi stefndu sem greint er frá í andmælaskjalinu og vísar Sa mkeppniseftirlitið til þess að það hafi heimild, samkvæmt 3. mgr. 8. gr. samkeppnislaga, til þess að ákveða að einungis hluta máls ljúki með efnislegri niðurstöðu, enda sé það mat eftirlitsins að stefndu hafi fallist á umfangsmikil skilyrði sem ætlað sé að eyða mögulegum samkeppnishindrunum. 4. Fyrri málssóknir stefnanda á hendur stefndu. Kortaþjónustan hf. höfðaði mál á hendur stefndu með stefnu 13. janúar 2015 til greiðslu skaðabóta vegna framangreinds samráðs stefndu, einkum vegna ákvörðunar þeirra um milligjöldin, þ.e. greiðslu færsluhirða til kortaútgefenda. Til grundvallar málatilbúnaði stefnanda lá m.a. áðurnefnt andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins frá 8. mars 2013 auk matsgerðar dómkvaddra matsmanna á ætluðu tjóni stefnanda. Í matsbeiðni var óskað eftir því að metið yrði umfang missis hagnaðar stefnanda og annað tjón sem leitt hefði af þeirri háttsemi stefndu sem lýst væri í andmælaskjalinu, en síðar var ákveðið að efni matsgerðar skyldi takmarkast við mat á tjóni vegna ákvörðunar milligjalda á deb etkortamarkaði. Með dómi Hæstaréttar 1. júní 2017, í máli nr. 239/2017, var staðfestur úrskurður héraðsdóms um frávísun málsins frá dómi vegna vanreifunar á aðild stefnanda. Taldi dómurinn að verulega skorti á fullnægjandi upplýsingar um aðkomu og hlutdeil d Teller A/S í viðskiptum Kortaþjónustunnar hf. á því tímabili sem um ræddi. Kortaþjónustan hf. höfðaði mál að nýju á hendur stefndu 28. september 2017 og kvaðst þá hafa lagfært þá ágalla á fyrri málatilbúnaði sínum sem leiddu til frávísunar fyrra málsins . Með úrskurði Landsréttar 9. maí 2018, í máli nr. 289/2018, var staðfestur úrskurður héraðsdóms um frávísun málsins frá dómi vegna vanreifunar. Stefnandi höfðaði mál að nýju á hendur stefndu með stefnu birtri 8. nóvember 2018 en með kröfuframsali, dagsettu 7. nóvember s.á., framseldi Kortaþjónustan hf. allar bótakröfur sínar á hendur stefndu, vegna samkeppnislagabrota þeirra, til stefnanda. Með úrskurði Landsréttar 15. apríl 2019 í máli nr. 167/2019 var úrskurður héraðsdóms um frávísun málsins staðf estur vegna vanreifunar á aðild, bæði til sóknar og varnar. Auk þess þótti stefnandi hvorki hafa leitt nægilegar líkur að því að hann hefði orðið fyrir tjóni né gert viðhlítandi grein fyrir tengslum ætlaðs tjóns síns við þau samkeppnisbrot stefndu sem hann vísaði til og þannig ekki bætt úr fyrri ágöllum á málatilbúnaði Kortaþjónustunnar hf. Mál þetta var höfðað í fjórða sinn með stefnu þingfestri 24. október 2019. Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 5863/2019, sem kveðinn var upp hinn 15. nóve mber 2019, var stefnanda gert að leggja fram málskostnaðartryggingu innan fjögurra vikna frá uppkvaðningu úrskurðarins. Af því varð ekki og var málið því fellt niður. Stefnandi höfðaði mál í fimmta sinn á hendur stefndu með stefnu þingfestri 21. apríl 202 0 og var sakarefnið það sama og í fyrri úrlausnum dómsins. Með úrskurði Landsréttar 26. mars 2021 í máli nr. 709/2020 var úrskurður héraðsdóms í máli nr. E - 2567/2020 um frávísun málsins staðfestur. Í niðurstöðum Landsréttar kom m.a. fram að rökstuðningur s tefnanda fyrir sameiginlegri aðild stefndu samkvæmt 19. gr. laga nr. 91/1991 og sameiginlegri ábyrgð allra varnaraðila á tjóni sem hefði hlotist annars vegar af ólögmætu samráði á vettvangi stefnda Valitors hf. og hins vegar á vettvangi Borgunar hf. væri e fnislega óbreyttur frá fyrra máli stefnanda sem lauk með úrskurði Landsréttar í máli nr. 167/2019. Taldi dómurinn að enn skorti verulega á að málatilbúnaður stefnanda væri reifaður með fullnægjandi hætti um aðild til 19 varnar og að það eitt og sér varðaði fr ávísun málsins. Þá var með vísan til forsendna úrskurðar héraðsdóms einnig fallist á að allir meginágallar sem voru á málatilbúnaði stefnanda og áður Kortaþjónustunnar hf., og sem leiddu til frávísunar á fyrri málum þeirra, væru enn til staðar. Í úrskurði héraðsdóms var talið óljóst hvort og þá hvaða áhrif breytingar á starfsemi stefnanda á árinu 2012 hefðu á forsendur og útreikninga tjóns, en á því ári hefði stefnandi hætt samstarfi við PBS Teller og boðið sjálfur upp á færsluhirðingu frá þeim tíma. Hvorki hafi í stefnu né matsgerð verið vikið að áhrifum þessa á útreikninga á ætluðu tjóni. Þá er vikið að dómsátt sem stefnandi gerði 3. desember 2015 í máli gegn stefndu, Valitor hf., Borgun hf. og Greiðsluveitunni hf. Stefnandi hafi fengið greiddar bætur vegn a brota stefndu sem virtust að stærstum hluta hafa átt sér stað á sama tímabili og sú háttsemi sem krafist hefði verið bóta fyrir í umræddu máli. Sú dómsátt hefði verið byggð á því að stefnandi gæti ekki krafist frekari bóta vegna háttsemi sem félli undir sakarefni málsins. Af þessum sökum bæri nauðsyn til þess að í stefnu og matsgerð væri gerður skýr greinarmunur á afleiðingum brota sem bætt voru með dómsáttinni og afleiðingum háttsemi sem kröfugerð málsins lyti að. Stefnandi hefði byggt á því að þessi mun ur væri skýr. Fælist hann í því að brot stefndu, Borgunar og Valitors, sem ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008 laut að og sáttin frá 3. mars 2015 byggðist á, lyti að brotum á kreditkortamarkaði en þau brot sem krafist væri bóta fyrir í umræddu dómsm áli og byggðust á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015, lytu að debetkortamarkaði. Þessum málsástæðum hafnaði héraðsdómur og tók fram að í fyrsta lagi væri í málsgögnum hvergi gerð skýr grein fyrir því hvernig markaðir með þessar mismunandi tegundir greiðslukorta skiptust og hvað væri átt við, í stefnu og víðar í málatilbúnaði stefnanda, þegar vísað væri til færsluhirðingarmarkaðar eða kortaþjónustu. Yrði ekki betur séð en þar væri átt við viðskipti með færsluhirðingu beggja kortategunda, nema annað v æri tekið fram. Í öðru lagi væri með engu móti unnt að fallast á það með stefnanda að fyrri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hefði einvörðungu lotið að brotum á kreditkortamarkaði. Í ákvörðuninni nr. 4/2008 væri fjallað um margvíslegar markaðshindranir til að torvelda stefnanda og samstarfsfyrirtæki hans að komast inn á markaðinn sem virtust, a.m.k. sumar þeirra, hafa átt jafnt við um debet - og kreditkort. Sem dæmi um slíkar aðgerðir sem ákvörðunin tæki til væru sérstakir samningar um lægri þóknun og fría po sa, aðgerðir stefndu Valitors og Borgunar, í samstarfi við Fjölgreiðslumiðlun hf., til að torvelda aðgang að RÁS - kerfinu fyrir debetkortafærslur, markaðsskipting Valitors og Borgunar á posaleigu, samningar þessara stefndu við þjónustuaðila um þóknun fyrir debetkort gegn lækkun á kreditkortaþjónustu, samráð í kynningarstarfi og samráð um ýmiss konar skilmála sem, a.m.k. að hluta til, gátu varðað bæði debet - og kreditkort. Tók héraðsdómur fram að af framangreindu yrði leitt að jafnvel þótt stefnandi leitaðist við að afmarka málatilbúnað sinn við ætlað tjón vegna brota stefndu á debetkortamarkaði leiddi sú afmörkun ekki til þess að greint væri á milli krafna þessa máls og tjóns sem telja yrði að fullu bætt með fyrirliggjandi dómsátt. Síðan segir svo í niðurstöð um dómsins: Þegar allt framangreint er virt er það niðurstaða dómsins að allir meginágallar á málatilbúnaði stefnanda, sem leitt hafa til frávísunar málsins frá dómi á fyrri stigum, séu enn til staðar. Enn skortir á að í stefnu og málsgögnum sé gerð full nægjandi grein fyrir bótagrundvelli krafna og útskýrt hvernig greint er á milli tjóns sem þegar telst bætt á grundvelli dómsáttar frá 3. mars 2015 og ætlaðu tjóni sem krafist er bóta fyrir í þessu máli. Af þessum sökum hefur stefnandi ekki sýnt fram á það með fullnægjandi hætti nú, frekar en í fyrri málatilbúnaði sínum, hvert orsakasamhengið er á milli háttsemi stefndu sem hann kveður vera grundvöll bótakröfu sinnar og þess tjóns sem hann byggir á að sé afleiðing þeirrar háttsemi. Aðalkrafa stefnanda er því vanreifuð skv. d - og e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Af sömu ástæðu er heldur ekki unnt að taka varakröfur hans, um bætur að álitum, til skoðunar. Verður ekki hjá því komist að vísa málinu í heild frá dómi enn á ný. 5. Stefnandi hefur lagt fram beiðni til dómsins um viðbótarmat og dómkvaðningu matsmanns. Með matsbeiðninni hyggst stefnandi renna sterkari stoðum undir bótakröfur sínar, þar sem stefndu hafi gagnrýnt að í fyrirliggjandi matsgerð dómkvaddra matsmanna frá 30. júní 2016, í máli nr. M - 157/2013, hafi við 20 útreikning á meintu tjóni stefnanda ekki verið litið til þess hvaða tjóni hver og einn stefndu hefði valdið. Einnig hafi komið fram í málatilbúnaði stefndu að fyrrgreind matsgerð væri ófullnægjandi að tvennu leyti . Í fyrsta lagi væri um að ræða tvískipta háttsemi hjá stefndu, annars vegar framsal valds frá útgefendum kortanna, stefndu, Arion banka hf., Íslandsbanka hf. og Landsbankanum hf., til stefnda, Valitors hf., til að ákveða milligjald vegna færsluhirðingar á debetkortum sem greiða skyldi bönkunum og hins vegar sams konar framsal frá bönkunum til Borgunar hf. Í annan stað hafi komið fram í málatilbúnaði stefndu að augljóst væri af matsgerðinni að tjónið væri að einhverju leyti tjón samstarfsfyrirtækis Kortu hf ., PBS Teller, en ekki tjón Kortu. Tilgangur með nýrri matsbeiðni sé að varpa skýrara ljósi á þessa þætti í niðurstöðum hinna dómkvöddu matsmanna samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð. Stefndu mótmæltu dómkvaðningu matsmanns áður en málið yrði flutt um frávísu narkröfur þeirra og var sá ágreiningur tekin til úrskurðar 3. mars 2022. Í úrskurði héraðsdóms uppkveðnum 31. mars s.á., sem staðfestur var með úrskurði Landsréttar 19. maí 2022 í máli nr. 199/2022, var beiðni stefnanda um að aflað yrði matsgerðar dómkvadd s matsmanns áður en málið yrði flutt um frávísunarkröfur stefndu hafnað. 6. Með bréfi stefnanda til Samkeppniseftirlitsins, dags. 16. ágúst 2022 var óskað eftir svörum við nánar tilgreindum spurningum sem lutu að afmörkum rannsóknar Samkeppniseftirlitsins í tengslum við ákvörðun eftirlitsins nr. 8/2015, m.a. um afmörkun tímabils rannsóknarinnar. Í svari Samkeppniseftirlitsins, dags. 24. ágúst 2022, kemur m.a. fram að niðurstaða rannsóknarinnar útiloki ekki að hið ólögmæta samráð hafi viðgengist fyrir 1. j anúar 2007 og eftir 31. desember 2009. Við rannsóknir samkeppnislagabrota sé ætíð nauðsynlegt að afmarka rannsókn við tiltekið tímabil. Í greindu máli sem hafi lokið með ákvörðun nr. 8/2015 hafi við afmörkun brotatímabils m.a. verið tekið almennt mið af þv í sem fram hafi komið í kvörtun Kortaþjónustunnar og í umsögnum og svörum málsaðila við úrvinnslu málsins. Þá kom einnig fram í svari Samkeppniseftirlitsins, um meint samráð Valitors hf. og Borgunar hf., að rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefði ekki verið beint sérstaklega að því hvort Valitor hf. og Borgun hf. hefðu átt með sér samráð. Hafi sú áhersla einkum ráðist af því sem fram hafi komið í gögnum sem aflað hafi verið frá málsaðilum við rannsókn málsins. Rannsóknin hafi einkum tekið mið af aðgreindri st öðu hvors þessara fyrirtækja um sig sem samtaka fyrirtækja, skv. 12. gr. samkeppnislaga. III 1. Helstu málsástæður stefndu fyrir frávísun málsins Stefndu telja margvíslega annmarka vera á málatilbúnaði stefnanda. Benda stefndu í fyrsta lagi á að það lig gi ljóst fyrir að samráð hafi ekki verið á milli Valitors hf. og Borgunar hf. og af þeim sökum skorti enn á að stefnandi hafi gert viðhlítandi grein fyrir sameiginlegri aðild stefndu samkvæmt 19. gr. laga nr. 91/1991 og sameiginlegri ábyrgð allra stefndu á tjóni sem hlaust annars vegar af ólögmætu samráði á vettvangi stefnda, Valitors hf., og hins vegar á vettvangi stefnda, Borgunar hf., og varði það eitt og sér frávísun málsins. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum sé ekki hægt að tengja saman ólögmætt samráð Va litors hf. og Borgunar hf. Eina gagnið sem stefnandi geti lagt til grundvallar sé ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, dags. 22. september 2009, en þar segir Samkeppniseftirlitið í bréfi til Kortaþjónustunnar svo: sé að rannsaka ætluð brot sem tvö aðskilin mál. Annars vegar Kortaþjónustunnar ehf. gegn Valitor hf. og útgefendum debetkorta á Íslandi og hins vegar erindi Kortaþjónustunnar ehf. gegn Borgun hf., Kreditkortum hf. og útgefendum debetkorta á Íslandi. Þá b enda stefndu á svör við fyrirspurn Samkeppniseftirlitsins til stefnanda, dags. 24. ágúst 2022, þar sem segir svo: 21 Rannsókn Samkeppniseftirlitsins beindist ekki sérstaklega að því hvort Valitor og Borgun hefðu átt með sér samráð. Réðst sú áhersla einkum að því sem fram kom í þeim gögnum sem aflað var frá málsaðilum við rannsókn málsins. Rannsóknin tók einkum mið af aðgreindri stöðu hvors þessara fyrirtækja um sig sem samtaka fyrirtækja skv. 12. gr. samkeppnislaga. Í öðru lagi er á því byggt að bótagrundvöllur málsins sé enn óljós, eins og lýst er í málsgrein nr. 34 í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E - 2567/2020 sem staðfestur var með úrskurði Landsréttar nr. 709/2020. Telja stefndu að engin tengsl séu á milli tjóns stefnanda og háttsemi stefndu. Korta hf. hafi ekki haft aðgang að innlenda greiðslukerfinu og þess vegna hafi Korta ekki getað keppt við Valitor hf. og Borgun hf. Benda stefndu á það sem segir um þetta í mgr. 184 í stefnu: Á sama tíma neituðu útgefendur að ganga til samninga við PBS/Kortu nema um milligjöld beggja kortategundanna samtímis og þar sem Korta hafði ekki aðgang að innlenda kerfinu hamlaði þetta því að Korta gæti keppt á jafnræðisgrundvelli við stefndu Valitor hf. og Borgun hf. um færsluhirðingu á debetkortum. Stefndu benda á að breyting hafi orðið á starfsemi Kortaþjónustunnar hf. á árinu 2012. Engin grein sé gerð fyrir því í stefnu hvaða áhrif sú breyting hafði á starfsemi stefnanda og útreikninga á tjóni hans. Vísa stefndu til úrskurðar Héraðsdóms í málinu nr. E - 2567/2020, þar sem segir svo: Þá er óljóst hvort og þá hvaða breytingar á starfsemi stefnanda á árinu 2012 hafa á forsendur útreikninga tjóns hans. Svo sem áður er rakið hætti stefnandi samstarfi sið P BS/Teller á því ári og bauð sjálfur upp á færsluhirðingu frá þeim tíma. Hvorki í stefnu né matsgerð er vikið að áhrifum þessa á útreikninga um ætlað tjón stefnanda. Í þriðja lagi er á því byggt að stefnandi hafi þegar fengið greiddar bætur vegna málsins m eð dómsáttinni 3. mars 2015 í máli nr. E - 86/2015. Málatilbúnaður stefnanda nú sem fyrr sé auk þess ekki afmarkaður í ljósi þess tjóns sem áður hafi verið bætt. Stefnandi láti nægja að staðhæfa að dómsáttin hafi engin áhrif í þessu máli. Stefndu benda á að um dómsáttina hafi verið fjallað í úrskurði héraðsdóms og úrskurði Landsréttar í máli nr. 709/2020, sbr. það sem segir í málsgreinum 36 - 37 í úrskurði héraðsdóms: Af þessum sökum ber nauðsyn til þess að í stefnu og matsgerð sé gerður skýr greinarmunur á a fleiðingum brota sem bætt voru með dómsáttinni og afleiðinga háttsemi sem kröfugerð þessa máls lýtur að. Stefnandi byggir á því að þessu greinarmunur sé skýr. Felist hann í því að brot stefndu Borgunar og Valitors, sem ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4 /2008 laut að og sáttin frá 3. mars 2015 byggir á, lúti að brotum á kreditkortamarkaði en þau brot sem hann krefjist bóta fyrir í þessu máli, og byggi á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015, lúti að debetkortamarkaði. Framangreind staðhæfing stefnand engu móti unnt að fallast á það með stefnanda að fyrri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hafi stefnandi leitist við að af marka málatilbúnað sinn við ætlað tjón vegna brota stefndu á debetkortamarkaði leiðir sú afmörkun ekki til þess að greint sé á milli krafna þessa máls og tjóns sem telja verður að fullu bætt með fyrirliggjandi dómsátt. Í fjórða lagi telja stefndu að málatilbúnaður stefnanda samrýmist ekki kröfuframsali Kortaþjónustunnar til stefnanda, dags. 7. nóvember 2018. Þá vekja stefndu sérstaka athygli á því að dómstólar hafi ekki tekið afstöðu til gildis kröfuframsalsins við úrlausn fyrri mála . Kröfuframsalið sé vegna atvika 2007 2009, en krafa stefnanda nái yfir lengra tímabil, þ.e. árin 2003 til 2013. Stefndu benda á að mál stefnanda grundvallist á umræddu kröfuframsali Kortaþjónustunnar hf. til stefnanda. Ljóst sé af kröfuframsalinu að ákvör ðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015 marki grundvöll málsins, en 22 málatilbúnaður stefnanda samrýmist ekki kröfuframsalinu. Kröfuframsalið geri ráð fyrir að mál sé höfðað í kjölfar ákvörðunar samkeppnisyfirvalda nr. 8/2015 og sé það afmarkað við brot gegn 1 0. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Ljóst sé að kröfur stefnanda og málstæður gangi langt út fyrir kröfuframsalið. Bæði stefnan og matsgerðin sem stefnandi leggur til grundvallar kröfugerð sinni séu því marki brennd að umfjöllunin miðist einnig við brot geg n 11. gr. samkeppnislaga, þ.e.a.s. að stefnandi hafi orðið fyrir tjóni vegna aðgangshindrana og annarra útilokunaraðgerða. Þá taki kröfugerð stefnanda einnig til tímabila fyrir og eftir tímabil ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins sem hafi verið afmörkuð við tímabilið 1. janúar 2007 til 31. desember 2009. Málatilbúnaður stefnanda samrýmist því ekki kröfuframsalinu. Taka stefndu fram að það verði að vera samhengi á milli skaðabótakröfu og samkeppnislagabrots. Í fimmta lagi benda stefndu á að matsgerðin sé hels ta sönnunargagn stefnanda, þrátt fyrir að dómstólar hafi ítrekað talið hana ófullnægjandi. Telji stefndu matsgerðina ótækt sönnunargagn fyrir aðalkröfu stefnanda, eins og fram komi í úrskurði Landsréttar í málinu nr. 289/2018, en þar segi svo í málsgrein 1 9: matsmanna, sem aðalkrafa hans byggist á, að miðað sé við þetta þóknunarhlutfall við útreikninga á tjóni sóknaraðila. Enda þótt varnaraðilar hafi haldið því fram og stut t haldgóðum rökum að í matsgerðinni hafi verið miðað við allt annað og hærra þóknunarhlutfall hefur sóknaraðili ekki gert reka að því að gera nánari grein fyrir tölulegum grundvelli matsgerðarinnar og þar með aðalkröfu sinnar. Þá benda stefndu á að aðferð afræði í matsgerð sé gölluð. Krafa stefnanda byggist á tjóni sem stefnandi telji sig hafa orði fyrir vegna ólögmæts samráðs, sbr. 10. gr. samkeppnislaga, en matsmenn miði við tjón sem kunni að verða vegna brota á 11. gr. samkeppnislaga, þ.e.a.s. mat á tapa ðri markaðshlutdeild og töpuðum hagnaði og framlegð. Ástæðan sé sú að til grundvallar matsgerðinni hafi legið andmælaskjal Samkeppniseftirlitsins, dags. 8. mars 2013, þar sem umfjöllun miðaðist við brot á 10. og 11. gr. samkeppnislaga. Endanlega ákvörðun S amkeppniseftirlitsins nr. 8/2015 tók hins vegar, sem fyrr, segir aðeins til brota gegna 10. gr., sbr. 53. gr., samkeppnislaga og sé það óumdeilt. Stefndu benda einnig á að tölulegir annmarkar séu á matsgerðinni sem lúti að þóknunarhlutfallinu, þ.e. þeim t ekjum sem stefnandi telji sig hafa átt að hafa. Stefnandi hafi miðað við þóknanahlutfallið 0,1% í stefnu en það hlutfall samræmist ekki niðurstöðum og forsendum matsgerðarinnar þar sem matsmenn hafi miðað við þóknanahlutfall upp á 0,5%. Þá rými niðurstöður matsgerðarinnar ekki við raunverulegar veltutölur á debetkortamarkaði, miðað við þær veltutölur sem Seðlabankinn hafi tekið saman. Þær sýni að matsgerðin gangi ekki upp. Stefndu telja að úr þessu verði ekki bætt með viðbótarspurningum til matsmanna. Viðbó tarspurningar sem stefnandi hafi óskað eftir að leggja fyrir matsmenn með nýrri matsbeiðni feli í sér tilraun til að áætla hlutdeild hvers og eins stefndu í meintu tjóni og tilraun til að lagfæra annmarka á útreikningum á tapaðri markaðshlutdeild, hagnaðar missi o.s.frv. með það að markmiði að staðreyna tjón vegna brota gegn 11. gr. samkeppnislaga. Þá telja stefndu að ný matsbeiðni sé of seint fram komin. Stefnanda hafi mátt vera ljósir ,í síðasta lagi frá 9. maí 2018, þeir annmarkar sem væru á matsgerðinni, sbr. síðastgreindan úrskurð Landsréttar í máli nr. 289/2018. Í sjötta lagi telja stefndu aðild til sóknar vanreifaða. Byggja stefndu á því að Landsréttur hafi ekki að öllu leyti leyst úr þessu atriði í máli nr. 709/2020. Málinu hafi verið vísað frá dómi af öðrum ástæðum. Stefndu benda á að stefnandi byggi rétt sinn á kröfuframsali Kortaþjónustunnar hf., dags. 7. nóvember 2018. Svo sem þar komi fram hafi stefnandi fengið framseldar bótakröfur vegna samkeppnisbrota samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015. Ákvörðunin hafi tekið til brota á tímabilinu 1. janúar 2007 til 31. desember 2009. Kröfur frá þessum árum hafi verið framseldar en annað ekki. Þess vegna sé vanreifað hvernig stefnandi geti á grundvelli framsalsins og ákvörðunar Samkeppniseftir litsins krafist bóta vegna tímabilsins 2003 2007 og 2010 2013. Ákvörðun samkeppniseftirlitsins lúti aðeins að samráðsbrotum, sbr. 10. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Stefnandi 23 laumi hins vegar inn atriðum um aðgangssynjanir, þ.e. brot gegn markaðsráðandi s töðu, sbr. 11. gr. laganna. Þetta gangi ekki upp og rúmist ekki innan framsalsins. Þess vegna sé sóknaraðild vanreifuð. Í sjöunda lagi sé einnig vanreifað hvernig stefnandi geti átt tilkall til bóta vegna atvika sem urðu áður en hann fékk sjálfur leyfi til færsluhirðingar 2012. Auk þess hafi Korta hf. slitið samstarfi við Teller á árinu 2012 og sé engin grein gerð fyrir því hvaða áhrif þ etta hafi haft á tjónsútreikninga, sbr. úrskurð Landsréttar nr. 289/2018. Það liggi ekki fyrir upplýsingar um samningssamband stefnanda og Teller og nægi það eitt og sér til frávísunar. Í áttunda lagi telja stefndu samlagsaðild til varnar vanreifaða og ski lyrði fyrir henni ekki uppfyllt, sbr. 19. gr. laga nr. 91/1991. Telja stefndu þetta vera augljósasta annmarka á málatilbúnaði stefnanda. Þessi annmarki nægi einn og sér til frávísunar málsins. Þrátt fyrir mörg orð í stefnu þá sé þetta atriði óbreytt í grun ninn, enda byggi stefnandi enn á sömu röksemdum og áður. Málatilbúnaður stefnanda sé reistur á samráð Borgunar og Valitors, en á því hafi verið byggt í öllum fyrri málsóknum stefnanda. Benda stefndu á að í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015 hafi verið tekið fram að um aðgreind samráðsbrot hafi verið að ræða, um hafi verið að ræða rannsókn á tveimur aðskildum málum. Það að aðild til varnar fullnæ gi skilyrðum 19. gr. laga nr. 91/1991 sé því enn vanreifað. Verði þetta atriði ekki talið vanreifað þá telja stefndu að aðstæður í máli geti ekki efnislega fallið undir ákvæði 19. gr. laganna, þar eð ekki sé um að ræða sömu atvik eða aðstæður. Með sömu rök um telja stefndu vanreifað hvernig stefndu geti allir borið óskipta skaðabótaábyrgð í málinu. Engu breyti þótt brotin séu eðlislík, um sé að ræða aðskilda háttsemi. Stefndu telja einnig vanreifaða aðild og skaðabótaskyldu stefndu, Landsbankans hf., Arion banka hf. og Íslandsbanka hf., sem stofnaðir voru á árinu 2008, að því er varðar atvik á árunum 2003 til 2008. Benda stefndu á að þessu atriði hafi ekki verið gefinn gaumur í greinargerðum stefndu. Hinir stefndu bankar hafi verið stofnaðir á árinu 2008 og um leið hafi forverar þeirra horfið. Þessir nýju lögaðilar geti ekki borið skaðbótaábyrgð á fortíðinni. Engu að síður krefji stefnandi þá um bætur fyrir tímabil þegar stefndu voru ekki til. Hvernig þetta horfi við sé með öllu vanreifað af hálfu stefnanda. Stefndu benda á að það sé skýrt að íslenskum rétti að ábyrgð á skaðabótum vegna samkeppnislagabrota yfirfærist ekki á nýjan lögaðila, ólíkt sektum fyrir samkeppnislagabrot. Stefnandi sir forverar eigi enga aðild að málinu. Framangreind atriði ein og sér og þótt annað komi ekki til valdi frávísun málsins. Telja stefndu að sem bein ist að aðilum sem eigi ekki aðild að máli séu ódómtækar. Stefndu byggja í níunda lagi á því að málatilbúnaður stefnanda sé óskýr og vanreifaður. Í fyrsta lagi sé kröfuframsal til stefnanda frá Kortaþjónustunni hf. þröngt. Aðeins hafi verið framseldar kröf ur sem lúti að tjóni vegna atriða sem greinir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015, en ekki önnur atriði. Matsgerð dómkvaddra matsmanna svari því ekki hvaða tjón sé verið að meta, þ.e. tjón af völdum hvaða atvika. Stefndu telja einnig málatilbúnað stefnanda þversagnakenndan og mótsagnakenndan, sem eitt og sér valdi frávísun. Verðsamráð, eins og því hafi verið lýst í ákvörðun nr. 8/2015, bitni almennt á söluaðilum og neytendum en hafi ekki bitnað á Kortu hf. sem keppninaut. Vanreifað sé hvernig samr áðið bitnaði á Kortu hf. Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sé ljóst að talið var að milligjöldin hefðu verið ákveðin of há í samráðinu og að eftirlitið hafi viljað lækkun þeirra. Í stefnu sé hins vegar byggt á því í umfjöllun um saknæmi að milligjöl din hafi verið ákveðin of lág í samráðinu en ekki of há. Það sé þvert á niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins sem taldi samráðið leiða til of hárra milligjalda. Að þessu leyti sé málatilbúnaðurinn svo þversagnakenndur að vísa beri málinu frá dómi. Benda stefnd u á að það hafi verið hinar meintu aðgangssynjanir sem hafi getað valdið stefnanda tjóni en ekki of há milligjöld. Tjón vegna aðgangssynjunar hafi verið gert upp með dómsáttinni árið 2015. Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015 fól í sér að milligjöld in hefðu verið ákveðin of há, og vildi eftirlitið lækka milligjöld. Í stefnu sé hins vegar byggt á því að milligjöldin hafi verið of há, sbr. bls. 38 og 39 í stefnu, málsgrein 193 og 199. Það sé því ekki verið að byggja á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 8/ 2015, eins og haldið sé fram í stefnu. Það sé ekki hægt að laga þetta. Stefnandi sé 24 búinn að fá bætur fyrir aðgangssynjun með dómsáttinni frá árinu 2015 og sé að reyna að fá meira en það gangi ekki upp. Bætur reistar á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segi eitt en málatilbúnaður stefnanda segi annað. Þannig sé þetta þversagnakennt. Stefndu telja í tíunda lagi að dómkröfur stefnanda gangi ekki upp. Telja stefndu að krafa um bætur að álitum, ( 1. og 2. varakrafa) geti tæplega gengið ein og sér sem krafa, öðru máli gegni ef gerð er töluleg krafa og svo meti dómstólar bætur að álitum. Þá telja stefndu að krafa stefnanda um pro rata bætur gangi engan veginn upp. Dómari geti ekki metið fjárhæðina o g hvað hver og einn skuli greiða. Stefnandi verði sjálfur að tilgreina fjárhæðir (2. varakrafa) eða hlutföll (4. varakrafa). Að því er varðar kröfur um viðurkenningu á óskiptri skaðabótaskyldu (3. varakrafa) vísa stefndu til úrskurðar Landsréttar í máli n r. 289/2018, þar sem segir svo: Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 er heimilt að höfða mál til að leita viðurkenningardóms um kröfu, enda hafi aðili lögvarða hagsmuni af því að skorið sé úr um tilvist eða efni réttinda eða réttarsambands. Áskilnað ur ákvæðisins um lögvarða hagsmuni hefur í fjölda dóma Hæstaréttar verið skýrður svo, að sá er höfðar mál til viðurkenningar á skaðabótaskyldu verði að leiða nægar líkur að því að hann hafi orðið fyrir tjóni og gera grein fyrir því í hverju tjón hans felis t og hver tengsl þess séu við ætlað skaðaverk. Með vísan til þeirra vankanta á málatilbúnaði sóknaraðila sem áður hefur verið lýst hefur hann ekki leitt að því nægar líkur að hann hafi orðið fyrir tjóni og ekki gert nægilega skýra grein fyrir því hver séu tengsl þess við ætlað skaðaverk. Stefndu telja að tvískipt krafa (5. varakrafa) gangi ekki heldur upp, þar sem í henni sé í raun viðurkennt að 19. gr. laga nr. 91/1991 sé ekki fullnægt. Með slíkri kröfugerð sé reynt að komast framhjá ákvæði 19. gr. Lo ks telja stefndu að stefnandi hafi með skriflegum málflutningi brotið freklega gegn meginreglunni um munnlegan málflutning með 63 bls. þéttritaðri stefnu. Hægt hefði verið að lýsa málinu á miklu færri blaðsíðum. Ekki sé útilokað að brot gegn reglunni geti leitt til frávísunar. Auk þess telja stefndu að með endurteknum málsóknum stefnanda hafi verið brotið gegn málshraðareglu og að ekki sé útilokað að það geti leitt til frávísunar ásamt öðru. Lögvarðir hagsmunir af úrlausn sakarefnisins séu liðnir undir lok vegna ítrekaðra frávísana og sakarefnið geti vart lengur átt undir dómstóla. Þá krefjast stefndu álags á málskostnað. 2. Helstu málsástæður og lagarök stefnanda um frávísun. Stefnandi krefst þess að frávísunarkröfu stefndu verði hafnað og byggir á því að engir þeir annmarkar séu á málatilbúnaði hans sem leitt geti til frávísunar málsins. Stefnandi hafi með þessari málsókn bætt úr fyrri annmörkum sem taldir voru á málatilbúnaði hans. Reifað sé betur í stefnu það sem áður hafi verið vanreifað og rökstutt betur það sem áður hafi ekki verið nægjanlega rökstutt. Þá hafi hann svarað fyrri frávísunarsjónarmiðum með kerfisbundnum hætti í stefnu. Einnig hafi hann sýnt fram á með nýrri matsbeiðni o.fl. að ætla megi að hann muni með gagnaöflun og annarri sönnunarfæ rslu bæta úr því sem stefndu telji vera ágalla á málatilbúnaði hans. Þá hafi gögn frá Samkeppniseftirlitinu sem máli skipta komið inn í málið á síðustu stundu. Stefnandi tekur fram að Kortaþjónustan hf. hafi mátt greiða hærra verð fyrir milligjöld vegna v erðsamráðs bankanna og færsluhirðanna um þægileg milligjöld. Stefndu hafi með þessu brotið gegn 10. og 12. gr. samkeppnislaga. Bótaábyrgð allra stefndu sé sameiginleg. Stefnandi telur lagagrundvöll málsins reifaðan í stefnu. Byggt sé á sakarreglunni og 10 . og 12. gr. samkeppnislaga. Samkeppniseftirlitið hafi komist að þeirri niðurstöðu að brot stefndu varði við 10. og 12. gr. samkeppnislaga. Telur stefnandi að einhverju af þeirri háttsemi sem falli undir 11. gr. laganna hafi verið lýst í stefnu, en á því s é á hinn bóginn ekki byggt að brot stefndu varði við 11. gr. samkeppnislaga. Kortaþjónustan hf. hafi verið útilokuð frá því að geta samið á sömu kjörum og Valitor hf. og Borgun hf. 25 við hina stefndu banka. Kortaþjónustan hf. hafi ekki átt kost á sömu lágu m illigjöldunum og Valitor og Borgun og það hafi valdið Kortaþjónustunni tjóni. Um aðild til sóknar tekur stefnandi fram að hann hafi ekki farið út fyrir kröfuframsal frá Kortaþjónustunni hf. og bendir á að með úrskurði Landsréttar í máli nr. 709/2020, sem s taðfesti niðurstöðu Héraðsdóms, sé búið að afgreiða það að framsetning stefnanda á aðild til sóknar sé fullnægjandi. Ef þetta hefði ekki verið í lagi þá hefði Landsréttur tekið á þessu atriði í úrskurði sínum og vísað málinu frá dómi. Um aðild til varnar frávísunarástæða, heldur sýknuástæða. Þá sé hann sammála stefndu um að á þetta atriði hafi ekki reynt í fyrri málshöfðunum stefnanda. Stefnandi tekur fram að málið í hnotskurn lúti að því að allir stefndu hafi sameiginlega komið á kerfi miðlægt ákvarðaðra milligjalda. Þeir hafi búið til netið sem aðrir fengu ekki að njóta. Bendir stefnandi á að fram komi í svonefndu andmælaskjali Samkepp niseftirlitsins, á bls. 19, að stefndu hafi getað lækkað milligjöldin sem höfðu veikjandi áhrif á kortaþjónustuna en þar segi nánar svo: Með því að ákveða milligjaldið voru Valitor og Borgun í þeirri stöðu að geta neytt færis til að lækka milligjöldin ni ður fyrir það sem keppninautarnir gerðu til að bæta samkeppnisstöðu sína á færsluhirðingarmarkaði. Fyrirkomulag þetta við ákvörðun milligjalda hefur í för með sér afar veikjandi áhrif á samkeppnisstöðu annarra fyrirtækja sem keppa við Borgun og Valitor. Leggur stefnandi áherslu á að þetta hafi verið heildarsamráðsvettvangur stefndu. Þess vegna séu skilyrði samlagsaðildar uppfyllt, sbr. 19. gr. laga nr. 91/1991. Stefndu séu fimm tjónvaldar og þeir beri sameiginlega ábyrgð. Nánast ógerlegt sé að skipta upp skaðabótaábyrgð hvers og eins tölulega séð. Þeir hafi skapað jarðveg fyrir brotin og þeir hafi allir viðurkennt verðsamráðið. Þess vegna sé um að ræða sameiginlega ábyrgð þeirra og rökrétt að beita 19. gr. laga nr. 91/1991. Samkvæmt ákvörðun Samkeppnisefti rlitsins nr. 8/2015, þá hafi verið lagt til grundvallar að hlutur stefndu hafi verið misjafn en stefnandi telji engu að síður að um sameiginlega ábyrgð þeirra sé að ræða. Ef um tvö aðskilin verðsamráð er að ræða, þ.e. annars vegar vegna Borgunar hf. og hin s vegar vegna Valitors hf., þá verði að hafa í huga að jafnvel þó að viðurkennt sé að um tvískipta háttsemi hafi verið að ræða, þá séu þetta tjónsathafnir sem verkuðu samtímis og þess vegna sé bótaábyrgð þeirra sameiginleg og óskipt. Stefnandi tekur fram að hinir stefndu bankar framseldu vald sitt um ákvörðun milligjalda og fólu Borgun hf. og Valitor hf. að fara með vald sitt. Hið samstíga samráð og framsal á ákvörðun milligjalda til bæði Borgunar og Valitors hafi valdið því að framseljendurnir, þ.e. banka rnir og framsalshafarnir Borgun og Valitor, settu saman á laggirnar og urðu hluti af kerfi miðlægt ákvarðaðra milligjalda. Framsal bankanna til Borgunar og Valitors hafi verið ein ákvörðun í skilningi 10. gr. samkeppnislaga. Bendir stefnandi á andmælaskja l Samkeppniseftirlitsins, bls. 11 þar sem segi svo: Á grundvelli hópaðildar hafa Borgun og Valitor sett reglur/innleitt ákvæði sem útgefendur verða að fara eftir varðandi starfsemi þeirra á markaðnum. Borgun og Valitor eru samtök fyrirtækja með hliðsjón af því að bæði bankarnir og Valitor og Borgun hafa hliðstæða hagsmuni. Stefnandi vísar til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015, bls. 29 þar sem segir svo: Ákvörðun Valitor og Borgunar, sem samtök fyrirtækja í skilningi samkeppnisréttarins, um m illigjöld, fólu í sér brot á 12. gr. samkeppnislaga. Einnig vísar stefnandi til andmælaskjals Samkeppniseftirlitsins, bls. 132, þar sem segi svo: Aðilar að Valitor og Borgun sem samtaka fyrirtækja beittu sameiginlegu markaðsafli sínu gagnvart söluaðilum og viðskiptavinum þeirra til þess að setja samræmd milligjöld. Stefnandi byggir á því að um altækt samráð allra stefndu hafi verið að ræða og vísar til bls. 131 í a ndmælaskjalinu þar sem segi svo: 26 Mikilvægt er einnig að átta sig á því að með því að greiða útgefendum sama milligjald af debetkortafærslum óháð vörumerkjum hafa Valitor og Borgun hamlandi áhrif á samkeppni í vörumerkja gerir málið enn alvarlegra en ella. Einnig vísar stefnandi til bls. 145 í andmælaskjalinu þar sem segir svo: Þetta óeðlilega og ólögmæta ástand sem fólst í því að útgefendur framseldu áhrifavald sitt til Valitor og Borgunar um hvaða milligjö ld skyldu gilda í krossfærsluhirðingu veitti Valitor og Borgun verulegt forskot í samkeppni við PBS/Kortu. Borgun og Valitor gátu farið sínu fram með samþykki útgefenda og byggði þessi mismunun á eigendahagsmunum í Valitor og/eða Borgun. Stefnandi telur að framangreint sýni ótvírætt að um heildarsamráð allra stefndu hafi verið að ræða, þ. á m. á milli Valitors og Borgunar. Þá bendir stefnandi á að sömu aðilar hafi verið í stjórnum fyrirtækjanna og því séu löglíkur fyrir því að gjaldskrár f yrir milligjöld hafi farið á milli aðila. Stefndu hafi allir með einum eða öðrum hætti komið að hinum ólögmætu milligjöldum. Hver og einn þeirra hafi verið valdur að tjóni Kortu. Stefnandi tekur fram að Samkeppniseftirlitið hafi ekki rannsakað sérstaklega samráð á milli Valitors og Borgunar. Málin hafi verið rannsökuð sem tvö aðgreind brot og aðskilin mál en það breyti því ekki að rannsóknargögn þau sem lágu til grundvallar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015, sem stefnandi lagði fram fyrir frávísun arflutning málsins, sýni að um samráð hafi verið að ræða. Samráð Valitors og Borgunar hafi ekki verið andlag rannsóknarinnar, en bankarnir hafi ákveðið samráðið, sbr. það sem fram kemur á bls. 30 í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015. Samkeppnisefti rlitið hafi m.ö.o beint sjónum sínum að valdframsali bankanna til annars vegar Valitors og hins vegar Borgunar, en ekki á milli þeirra síðastnefndu. Stefnandi telur með vísan til framangreinds að hann hafi í stefnu og með framlögðum gögnum bætt verulega ú r reifun málsins og sýnt fram á að það hafi verið heildarsamráð á milli stefndu allra, þ.m.t. Valitors og Borgunar. Í úrskurði Landsréttar hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að verulega skorti á að aðild til varnar hefði verið reifuð nægjanlega. Stefn andi telur sig hafa bætt verulega úr þessu og sýnt fram á að það hafi verið heildarsamráð á milli stefndu allra, þ.m.t. Valitors og Borgunar. Því sé fráleitt að vísa málinu frá á þeim grundvelli að málið sé vanreifað um sameiginlega ábyrgð stefndu. Stefnan di tekur fram að hann hafi rökstutt pro rata ábyrgð með fullnægjandi hætti. Þá hafi hann óskað eftir í nýrri matsbeiðni að reiknað verði, ef unnt er, hver ábyrgð hvers og eins stefnda sé. Um bótagrundvöllinn tekur stefndi fram að stefndu stóðu fyrir ólögm ætu samráði og með því hafi þeir valdið Kortu tjóni. Skaðlegar afleiðingar af háttsemi stefndu séu raktar á bls. 130 í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins, þar sem segi svo: Í ljósi þess að Valitor og Borgun ákveða hvert milligjaldið skal vera sem þau s jálf greiða sem færsluhirðar eru þessi félög í þeirri stöðu að geta neytt færis til að lækka milligjöldin niður fyrir það sem keppinautar greiða til þess að bæta samkeppnisstöðu sína á færsluhirðingarmarkaði. Stefnandi tekur fram að kjarni málsins sé sá að verðákvörðun um milligjöld hafi verið samræmd og samkeppni með því raskað. Stefnandi byggir á því að tjón Kortu hf. hafi falist í því að félagið gat ekki aflað sér tekna á markaðinum. Í krafti lágs milligjalds hafi stefndu getað setið að markaðinum. Há ttsemi stefndu hafi staðið yfir frá því í nóvember 2002 og til ársins 2015, en bótakrafan taki til tímabilsins 21. júní 2003 til 21. júní 2013. Tjónstímabilið samkvæmt fyrirliggjandi matsgerð í máli nr. M - 157/2013, dags. 30. júní 2016, sé afmarkað við tíma bilið 21. júní 2003 til 21. júní 2013. Þá hafi rannsókn Samkeppniseftirlitsins af 27 praktískum ástæðum verið afmörkuð við tímabilið frá 1. janúar 2007 til 31. desember 2009. Vísar stefnandi til bls. 73 í andmælaskjali Samkeppniseftirlitsins þar sem segir svo : Rannsóknartímabil málsins er árin 2007 - 2009, bæði meðtalin. Málið er mjög umfangsmikið og hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að afmarka málið við þetta tímabil, enda þótt merki séu um að sú háttsemi sem málið tekur til hafi varað lengur, bæði fyrir og ef tir framangreint rannsóknartímabil. Um skort á aðgreiningu frá tjóni vegna háttsemi sem lá til grundvallar ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008 bendir stefnandi á að dómsáttin, sem gerð var í kjölfar ákvörðunar nr. Dómsáttin hafi, m.ö.o. náð til debetkorta en ekki yfir milligjöld debetkorta. Mál þetta skarist því ekki við ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins í máli nr. 4/2008. Um tjón Kortu tekur stefnandi fram að of hátt milligjald vegna færsluhirðinga hafi valdið söluaðilum tjóni. Hið sama eigi við um færsluhirða sem hafi orðið fyrir barðinu á ólögmætu samráði útgefenda. Korta hafi staðið verr að vígi í samkeppni um söluaðila. Þeir sem höfðu áhuga á viðskiptum við Kortu hafi ekki getað það þar sem kostnaður Kortu við færsluhirðingar debetkorta hafi verið of hár. Tjón Kortu hafi falist í þeim tekjum sem fyrirtækið fór á mis við vegna þeirrar skertu markaðshlutdeildar sem ólögmætt verðsamráð stefndu olli. Stefnandi t elur bein orsakatengsl vera á milli háttsemi stefndu og tjóns Kortu. Ólögmætt samráð Borgunar og Valitors hafi leitt til þess að Korta gat ekki boðið samkeppnishæfar þóknanir í uppgjöri á íslenskum debetkortafærslum. Tekur stefnandi fram að dómkvaddir mats menn hafi reiknað út fjárhæð þess tjóns sem Korta varð fyrir vegna þessarar skertu samkeppni. Stefndi telur að hann hafi bætt að þessu leyti úr fyrri annmörkum á málatilbúnaði sínum sem raktir voru í dómi Hæstaréttar í máli nr. 239/2017, úrskurði Landsrétt ar nr. 167/2019 og nr. 709/2020. Telur stefnandi að það hafi hann gert með afmörkun orsakatengsla gagnvart samkeppnislagabrotum skv. ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008. Er á því byggt að tjón það sem krafist er bóta fyrir í máli þessu sé að öllu le yti afleiðing af samræmingu stefndu á milligjöldum vegna færsluhirðingar debetkorta. Þá bendir stefnandi á að hann hafi lagt fram bókun á matsfundi hinn 20. maí 2015 þar sem hann óskaði eftir því að matsmenn einskorðuðu mat sitt við það tjón sem hin ólögmæ ta framkvæmd á ákvörðun milligjalda hafi valdið Kortu. Í stefnu, í grein 259, reki stefnandi hvaða brot stefndu hafi verið afmörkuð í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008. Telur stefnandi að sú afmörkun sýni að lítil sem engin skörun sé á milli þeirr a tjónsafleiðinga og þess tjóns sem komi fram í fyrirliggjandi matsgerð dómkvaddra matsmanna vegna hinna ólögmætu milligjalda, sbr. grein 260 í stefnu. Bendir stefnandi á að ástæðan sé sú staðreynd að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 4/2008 lúti að lang mestu leyti að tjóni vegna kreditkorta, en aðeins lítill hluti þess máls lúti að samkeppnislagabrotum vegna viðskipta með debetkort. Þannig að það tjón sem bætt var með nefndri dómsátt var alfarið vegna samkeppnislagabrota á kreditkortamarkaði en það tjón sem nú eru sóttar bætur fyrir byggist á samkeppnislagabrotum á afmörkuðum hluta hins íslenska debetkortamarkaðar, n.tt. færsluhirðingarmarkaði með debetkort. Stefnandi telur tjón sitt sennilega afleiðingu af háttsemi stefndu. Umfangi hins meinta tjóns lýs ir stefnandi í greinum 287 303 í stefnu. Byggir stefnandi aðalkröfu sína að fjárhæð 922.921.239 krónur á matsgerð dómkvaddra matsmanna í matsmáli nr. M - 157/2013. Óskað hafi verið eftir því við matsmenn að þeir afmörkuðu mat sitt við það tjón sem ólögmæt fr amkvæmd við ákvörðun milligjalda olli Kortu á markaði fyrir færsluhirðingu debetkorta. Það sé því rangt sem haldið sé fram af stefndu að matsgerðin lúti að öðrum atriðum. Bendir stefnandi á að matsmenn hafi áætlað tjón Kortu út frá rekstraráætlun félagsins og að matsmenn hafi lagt sjálfstætt mat á glataðar þóknanatekjur Kortu og hafi einskorðað mat sitt við tekjur og gjöld Kortu. Það sé rangt sem segi í úrskurði Landsréttar nr. 289/2018 að matsgerð dómkvaddra matsmanna hafi miðast við að þóknun Kortu hafi v erið 0,1% af veltu í debetkortaviðskiptum. Matið hafi verið byggt á rauntölum úr rekstri Kortu/kortaveltu og þóknunartekjum af debetkortafærslum. Matsmenn hafi notað rauntölur úr ársreikningum aðila og veltutölur og raunafkomu aðila af debetkortafærslum, f rekar en að miða t.d. við 0,10% þóknunarhlutfall 28 sem Korta hafði ætlað sér af debetkortaveltunni. Matsmenn hafi ekki þurft að leggja mat á það hvort þóknun Kortu ætti að vera eða hafi verið 0,10% eða hærri eða lægri. Matsmenn hafi þannig náð að leggja mat á sjálfstætt tjón Kortu, án þess að þurfa að skoða PBS/Teller eða leggja mat á skiptingu þeirra á milli. Ólögmætt samráð stefndu um milligjöld á debetkortafærslum hafi haft bein og sjálfstæð áhrif á Kortu. Stefnandi bendi sérstaklega á eftirfarandi orð í u mræddri matsgerð á bls. 34: Leggja má til grundvallar að tekjur hafi aukist meira með aukinni veltu en kostnaðurinn. Þannig má ætla að minni velta í kjölfar minni markaðshlutdeildar hafi leitt til tjóns fyrir matsbeiðanda. Samkvæmt sams konar útreikningum og lýst er að ofan um samband kostnaðar og veltu námu tekjur 0,5% af umframveltu, þ.e. þeirri veltu sem reiknast til að matsbeiðandi hefði haft ef ekki hefði komið til meintrar háttsemi. IV 1. Mál þetta er upphaflega að rekja til kvörtunar Kortaþjónustu nnar hf. (sem síðar hét Korta hf.) til Samkeppniseftirlitsins í apríl 2009. Í kvörtuninni gerði Kortaþjónustan hf. athugasemdir við háttsemi stefndu, þar á meðal um ákvörðun svokallaðs milligjalds á debetkortafærslur, en með því er átt við greiðslu sem fær sluhirðir greiðir til útgefanda greiðslukorta fyrir þjónustu þeirra við söluaðila í greiðslukortaviðskiptum. Í andmælaskjali, dags. 8. mars 2013, sem Samkeppniseftirlitið sendi frá sér vegna kvörtunar Kortaþjónustunnar hf. og sem lauk með ákvörðun nr. 8/2 015, kom fram það frummat stofnunarinnar að stefndu hefðu allir gerst brotlegir við nánar tilgreind ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005, þar á meðal við ákvörðun milligjalda. Í kjölfarið gengu stefndu til viðræðna við Samkeppniseftirlitið sem lauk með gerð s átta, dags. 9. júlí, 20. ágúst og 15. desember 2014, þar sem stefndu hver um sig viðurkenndu brot gegn ákvæðum 10. og 12. gr. samkeppnislaga og 53. gr. samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og gengust undir nánar tilgreindar sektargreiðslur af því tilefni . Stefnandi, sem leiðir rétt sinn frá Kortaþjónustunni hf., reisir málatilbúnað sinn á hendur stefndu á því að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna samkeppnislagabrota stefndu á færsluhirðingarmarkaði debetkorta, nánar tiltekið vegna ákvörðunar milligjalda á debetkortafærslur. Háttsemi stefndu hafi átt sér stað alveg frá stofnun Kortaþjónustunnar hf. í lok árs 2002 og fram að því að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 8/2015 tók gildi. Tekur stefnandi fram að bótakröfur hans miðist við tjónstímabilið 21. júní 2003 21. júní 2013. Er málsóknin á því byggð að fyrrgreind samkeppnislagabrot stefndu, sem fólust í ólögmætri ákvörðun milligjalda, hafi leitt til þess að stefnandi hafi misst af viðskiptum og þar með hagnaði sem nemi stefnufjárhæðinni. Umfang tjónsins b yggir stefnandi á matsgerð dómkvaddra matsmanna í matsmáli nr. M - 157/2013. Óskað hafi verið eftir því við matsmenn að þeir afmörkuðu mat sitt við það tjón sem ólögmæt framkvæmd við ákvörðun milligjalda olli Kortu á markaði fyrir færsluhirðingu debetkorta. Bendir stefnandi á að matsmenn hafi áætlað tjón Kortu út frá rekstraráætlun félagsins og að matsmenn hafi lagt sjálfstætt mat á glataðar þóknanatekjur Kortu hf. Matið hafi verið byggt á rauntölum úr rekstri, þ.e. kortaveltu Kortu hf. og þóknunartekjum af debetkortafærslum. Matsmenn hafi notað rauntölur úr ársreikningum aðila og veltutölur og raunafkomu aðila af debetkortafærslum. Telur stefnandi að ólögmætt samráð stefndu um milligjöld á debetkortafærslum hafi haft bein og sjálfstæð áhrif á Kortu hf. sem h afi orðið fyrir fyrrgreindu tjóni af þeim sökum. 2. Svo sem að framan er rakið er þetta sjötta málsókn stefnanda á hendur stefndu vegna sama sakarefnis og hefur öllum fyrri málsóknum verið vísað frá dómi vegna margvíslegra annmarka á kröfugerð og málatilbú naði stefnanda. Í máli þessu gera stefndu einnig margvíslegar athugasemdir við málatilbúnað stefnanda sem þeir telja að leiði til þess að einnig beri að vísa máli þessu frá dómi. Í d - og e - liðum 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála segir að dómkröfur verði að koma glöggt fram í stefnu, auk þess sem lýsing málsástæðna og málsatvika verði að vera svo glögg að ekki fari milli mála hvert sakarefnið er. Samkvæmt þessu verður sakarefnið að vera vel afmarkað og skýrt í stefnu. Þetta þýðir að í s tefnu þurfi bæði að koma fram þær málsástæður sem stefnandi byggir kröfu sína 29 á og frásagnir af atvikum, sem að öðru leyti er þörf á að greina frá vegna samhengis. Þessum áskilnaði þarf m.a. að vera fullnægt svo stefndu sé kleift með viðhlítandi hætti að t aka til varna og dómur verði síðan lagður á málið á réttum grundvelli. Dómurinn telur, með vísan til greindra lagaákvæða og í samræmi við meginregluna um skýran og glöggan málatilbúnað, að stefnanda hafi borið að gera skýra grein fyrir meintu tjóni sínu í stefnu og á hvaða grundvelli hann reisir kröfur sínar, þ. á m. þeim forsendum sem lagðar eru til grundvallar útreikningi fjárkrafna hans. Ekki nægir í því sambandi að vísa til framlagðra gagna málsins eða matsgerða. Aðalkrafa stefnanda er um greiðslu skað abóta sameiginlega úr hendi stefndu að fjárhæð 922.921.239 krónur. Er krafan að því er best verður séð á því byggð að stefndu hafi staðið fyrir ólögmætu verðsamráði og skipulagi á debetkortamarkaði og með því valdið Kortu hf. skaðabótaskyldu tjóni í formi rekstrarerfiðleika, glataðra viðskipta og hagnaðarmissis. Í fyrstu varakröfu stefnanda er þess krafist að stefndu verði sameiginlega gert að greiða stefnanda skaðabætur að álitum að mati dómsins og í annarri varakröfu er þess krafist að stefndu verði gert að greiða stefnanda skaðabætur pro rata að álitum að mati dómsins . Í þriðju, fjórðu og fimmtu varakröfu stefnanda er síðan krafist viðurkenningar á bótaskyldu hinna stefndu banka og svokallaðra forvera þeirra fyrir brot gegn samkeppnislögum vegna sömu ólög mætu háttsemi. 3. Að því er kröfugerðina sjálfa varðar þá er að mati dómsins ekki að finna í stefnu glögga og skýra lýsingu á því hvernig hún eða einstakir hlutar hennar hafi stofnast, auk þess sem kröfugerðin sjálf sé óskýr. Ekki er þannig með skýrum hætti útlistað hvernig samkeppnislagabrot stefndu gátu valdið stefnanda tjóni í þeim mæli sem krafist er. Er þá m.a. litið til þess að rannsókn samkeppnisyfirvalda tók aðeins til hluta þess tíma sem lagður er til grundvallar bótakröfu stefnanda. Við þetta bætist að stefndu, Ar ion banki hf., Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf. voru allir stofnaðir á árinu 2008, en stefnandi krefur þessa aðila engu að síður um greiðslu bóta vegna tjóns sem stofnast hafi til fyrir stofnun þeirra. Í stefnu er engin grein gerð fyrir því á hvaða gru ndvelli hinir stefndu bankar geti borið ábyrgð á tjóni sem rekja megi til atvika sem áttu sér stað fyrir stofnun þeirra. Í stefnu eru með öðrum orðum engin almenn eða sérstök umfjöllun um forvera hinna stefndu banka eða um ábyrgð hinna stefndu banka á tjón i sem rekja má til athafna forveranna. Engin gögn hafa heldur verið lögð fram í málinu sem gefa til kynna að þessir aðilar hafi tekist á hendur bótaábyrgð á meintu tjóni stefnanda á árunum fyrir stofnun þeirra, þ.e. árin 2003 - 2008. Loks telur dómurinn að stefnandi hafi ekki heldur með skýrum og glöggum hætti lýst hvernig hann geti verið lögmætur rétthafi að hugsanlegum kröfum á hendur hinum svokölluðu forverum. Eins og málið liggur fyrir telur dómurinn óljóst hvort stefnandi hafi löglega heimild til að fy lgja þeim eftir. Gildir þetta um allar dómkröfur stefnanda bæði aðal - og varakröfur í ljósi afmörkun bótagrundvallarins í stefnu. 4. Auk framangreinds telur dómurinn að málatilbúnaður og kröfugerð stefnanda sé í heild sinni í andstöðu við meginreglur eink amálaréttarfars um skýran og glöggan málatilbúnað. Stefna málsins er nú 63 blaðsíður, þéttrituð og með smáu letri, þar sem lítill greinarmunur er gerður á aðalatriðum og aukaatriðum. Þetta hefur þau áhrif að málatilbúnaður og málsástæður sem stefnandi bygg ir á verða svo óskýr að málið telst ekki dómtækt í þeim búningi sem það er lagt fyrir dóminn. Er stefnan mun lengri og ítarlegri en gert er ráð fyrir í e - lið 1. mgr. 80. gr. laga nr. 91/1991. Slík framsetning stefnu er einnig andstæð meginreglunni um munnl egan málflutning. Með vísan til alls þess er að framan greinir er það niðurstaða dómsins að málið sé svo vanreifað bæði um aðalkröfu og varakröfur að ekki verði hjá því komist að vísa því í heild sinni frá dómi. 5. Fyrri mál sem stefnandi hefur höfðað á hendur stefndu hafa sætt frávísun vegna margvíslegra ágalla á málatilbúnaði stefnanda sem ekki verður séð að hafi verið bætt úr í máli þessu. Í ljósi þess er við ákvörðun málskostnaðar höfð hliðsjón af ákvæði c - liðar 1. mgr., sbr. 2. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá er við ákvörðun málskostnaðar tekið tillit til málskostnaðar vegna ágreinings um dómkvaðningu matsmanns og öflun ráðgefandi álits EFTA dómstólsins, sbr. úrskurð dómsins 31. mars sl. 30 Að þessu virtu og með vísan til 2. mgr. 130. gr. sömu laga verður stefnanda gert að greiða stefndu málskostnað eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi. Stefnandi, EC Clear ehf. greiði stefndu, Arion banka hf., Borgun hf., Íslandsbanka hf., Landsbankanum hf. og Valitor hf., hverjum um sig 850.000 krónur í málskostnað .