LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 3. júlí 2024 . Mál nr. 521/2024 : A ( Axel Kári Vignisson lögmaður ) gegn v elferðarsvið i Reykjavíkur borgar ( Dagmar Arnardóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nauðungarvistun. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem nauðungarvistun A á sjúkrahúsi var framlengd um allt að tólf vikur með heimild til rýmkunar. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Jóhannes Sigurðsson og Ragnheiður Harðardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 21. júní 2024 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 2. júlí sama ár . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júní 2024 í málinu nr. L - [...] /2024 þar sem nauðungarvistun sóknaraðila á sjúkrahúsi var framlengd um allt að tólf vikur með heimild til rýmkunar. Kæruheimild er í 1 . mgr. 16 . gr. lögræðis laga nr. 71/1997 . 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði fell dur úr gildi. Þá krefst hann þóknunar til handa skipuðum verjanda sínum. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti, sem ákveðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Þóknun skipaðs verjanda sóknaraðila fyrir Landsrétti, Axels Kára Vignissonar lögmanns, 161.200 krónur, greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 20. júní 2024 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1. Með kröfu, dagsettri 18. júní 2024 og móttekinni af héraðsdómi sama dag, krefst sóknaraðili, velferðarsvið Reykjavíkurborgar , þess að nauðungarvistun A , [...] , Reykjavík, í 21 sólarhring frá 31. maí 2024 verði framlengd um allt að 12 vikur með heimild til rýmkunar samkvæmt mati lækn a, sbr. 29. gr. a. lögræðislaga nr. 71/1997. Krafa um framlengingu nauðungarvistunar um 12 vikur kemur í framhaldi af nauðungarvistun til 21 dags sem samþykkt var af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu 31. maí 2024 og rennur út í lok dagsins í dag, fimmtudagsins 20. júní 2024 . Um aðild sóknaraðila að málinu er vísað til 20. gr. lögræðislaga nr. 71/1997, með síðari breytingum. 2. Af hálfu varnaraðila er kröfu sóknaraðila mótmælt og þess krafist að henni verði hafnað. Þá er þess krafist að þóknun skip aðs verjanda hans, Axels Kára Vignissonar lögmanns , verði greidd úr ríkissjóði, sbr. 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997. 3. Málið var þingfest 19. júní 2024 og tekið til úrskurðar sama dag. Varnaraðili kom sjálfur fyrir dóminn og gaf þar skýrslu. Þá var tekin skýrsla af vitninu B , sérfræðingi í geðlækningum. Dómari og lögmenn aðila voru sammála að því loknu um að frekari gagnaöflunar og vitnaleiðslna væri ekki þörf. Málið var svo flutt munnlega og tekið til úrskurða r að því búnu. Helstu málsatvik 4. Um helstu málsatvik segir í kröfu sóknaraðila til dómsins að v arnaraðili sé [...] árs gamall, einhleypur, barnlaus og atvinnulaus karlmaður, sem sé greindur með [...] ( [...] ). Hann hafi flutt til Íslands í febrúar 2023 eftir að hafa verið búsettur í [...] í fimm ár og búi sem stendur hjá bróður sínum. Hann hafi sögu um neyslu áfengis og vímuefna (kannabis, amfetamín, kókaín og róandi lyf) frá 15 ára aldri og hafi áður farið í meðferð vegna fíknivanda. Hann eigi einnig sögu um þunglyndi. Hann hafi verið lagður inn á meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma frá 25. júní 2023 til 1. ágúst 2023 og hafi þá verið greindur með geðrofssjúkdóm ( [...] ). Hann hafi greinst með [...] ( [...] ) þega r hann hafi lagst inn í meðferð og endurhæfingu á snemmíhlutunardeild fyrir unga einstaklinga með geðrofssjúkdóma. Sú lega hafi staðið yfir frá 19. október 2023 til 4. janúar 2024. Þá kemur fram að varnaraðili hafi ekkert innsæi í eigin veikindi og neiti a ð taka geðrofslyf. Hann taki aðeins lyfin sín vegna nauðungarvistunar sinnar en frekari meðferð sé talin nauðsynleg. 5. Rakið er í kröfu sóknaraðila að í aðdraganda núverandi innlagnar hafi ættingjar varnaraðila haft vaxandi áhyggjur af heilsu varnaraðila. H ann hafi ekki tekið nein geðlyf og farið að einangra sig í ríkari mæli, hafi talað mikið við sjálfan sig og sýnt svipuð veikindaeinkenni og hann hafi gert áður. Hann hafi hafnað allri lyfjameðferð og óskað ítrekað eftir útskrift. Eftir að 21 dags nauðungar vistun hafi verið samþykkt af sýslumanni 31. maí sl. hafi verið hafin lyfjameðferð með geðrofslyfi gegn vilja varnaraðila. 6. Þá kemur fram í kröfunni að núverandi innlögn varnaraðila á geðdeild hafi hafist með því að borgarlæknir hafi fylgt honum, ásamt lög reglu, á bráðamóttöku geðsviðs 28. maí 2024. Varnaraðili hafi náð að strjúka af bráðamóttökunni eftir viðtal en lögreglan hafi fundið hann fljótlega og hafi hann þá verið lagður inn á geðgjörgæslu en svo hafi hann verið fluttur á meðferðardeild geðrofssjúk dóma og nauðungarvistaður í 72 klst. Þá hafi sóknaraðili staðið að nauðungarvistun í 21 dag, sbr. 3. mgr. 19. gr., sbr. 20. og 21. gr. lögræðislaga nr. 71/1991, með beiðni dags. 30. maí 2024 til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu sem samþykkt hafi verið de gi síðar. Varnaraðili hafi kært þá ákvörðun til Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafi fallist á ákvörðun sýslumanns með úrskurði dags. 4. júní 2024. Þá hafi varnaraðili kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar sem hafi staðfest úrskurðinn 11. júní 2024. 7. Í beiðni sóknaraðila kemur fram að krafan um framlengingu nauðungarvistunar styðjist við 29. gr. a., sbr. 3 2. og 3. mgr. 19. gr., lögræðislaga. Krafan sé reist á því að varnaraðili eigi við alvarlegan geðsjúkdóm að stríða eða verulegar líkur séu á því að svo sé og a ð framlenging nauðungarvistunar sé óhjákvæmileg. Varnaraðili sé enn innsæislaus í veikindi sín og ekki hafi náðst samvinna varðandi áframhaldandi innlögn og lyfjagjöf að 21 degi loknum. 8. Með beiðni sóknaraðila fylgdi vottorð frá B , sérfræðingi í geðlækningum, og C , sérnámslækni í geðlækningum, dags. 14. júní 2024 , þar sem rakinn er aðdragandi og saga núveranda veikinda og gangur í legu á geðdeild. Í vottorðinu er tekið fram að sá síðarnefndi riti vottorðið fyrir hönd þess fyrrnef nda út frá nánar tilgreindum fyrirliggjandi gögnum og samtali við þann fyrrnefnda sem hafi sinnt viðtölum, greiningu og meðferð sjúklings í legunni. Í vottorðinu kemur meðal annars kemur fram að varnaraðili lýsi [...] . Hann [...] og sé alfarið innsæislaus og hafi ekki viljað þiggja lyfjameðferð. Hann hafi verið argur og hótandi í fari en aldrei beitt líkamlegu ofbeldi gegn fólki né dauðum hlutum. Hann hafi byrjað á lyfjameðferð þegar honum hafi verið gefnir tveir kostir, annað hvort að taka töflurnar eða f lytjast á geðgjörgæslu þar sem hægt væri að gefa honum forðalyf í sprautuformi. Hann hafi því tekið lyf gegn vilja sínum frá 21. maí sl. Hann sé áfram með geðrofseinkenni og sé með öllu innsæislaus í veikindi sín og þörf sína á lyfjameðferð. Hann segist ei ngöngu taka lyfin vegna nauðungarvistunarinnar en myndi annars ekki taka þessi lyf. Með vottorðinu fylgir sérstök yfirlýsing, undirrituð af sömu geðlæknum, þar sem fram kemur að reynt hafi verið að ná meðferðarsambandi við varnaraðila en án árangurs. Því s tyðji læknarnir eindregið beiðni um framlengingu nauðungarvistunar í allt að 12 vikur, með rýmkun sem háð er mati læknis. 9. Í skýrslu varnaraðila fyrir dómi kom fram að hann teldi meðferð sína á sjúkrahúsi eingöngu felast í að troða í hann lyfjum gegn vilja sínum með þvingaðri lyfjagjöf. Geðklofalyf væru drasl og hann liti á sjúkrahúsvistun sína sem nauðgunarmál. Hann vildi halda sér edrú og hafa síðast drukkið fyrir einum mánuði en væri alveg edrú af efnum. Aðspurður um sjúkdómsgreiningu sína um [...] samkvæmt vottorðum lækna kvaðst hann hafa verið með það áður en vissi ekki hvernig það væri í dag. Hann héldi að það væri farið. Hann kvaðst enga þörf hafa fyrir meðferð og hafa ekkert að gera á sjúkrahúsinu, þessi staður væri alger niðurlæging. Hann kvaðs t ekki muna nákvæmlega hvaða lyfjum hann væri á núna en þau væru á vökvaformi og vond á bragðið. Hann hefði reynt að halda sér frá að nota þau en tæki lyfin bara af því að starfsfólk sjúkrahússins léti hann fá þau. Hann lýsti því að hafa fengið vonda tilfi nningu eða virkni í höfuðið af lyfjagjöf og það hefði verið mjög sárt, hann væri viss um að það hefði verið spítt í því. Aðspurður um meðferð sína utan sjúkrahúss á [...] og vilja til að þiggja meðferð þannig kvaðst varnaraðili geta gert það. Hann tók fram að hann vildi ekki lyf á sprautuformi og hann hataði sprautur. Hann kannaðist við lýsingar lækna í vottorði um að hann hefði heyrt raddir en kvaðst kominn yfir það fyrir nokkrum dögum og ekki heyra þær lengur. Þær hefðu verið skipandi á tímapunkti en bara verið eitthvað bull og hann hefði bara gefið skít í það. Nánar kom fram hjá honum að hann teldi raddirnar ekki skipta máli og hann gæti alveg virkað í samfélaginu. Aðspurður um hvort þörf hefði verið á fyrri nauðungarvistunum hans í 72 klukkustundir og 21 dag taldi varnaraðili enga þörf hafa verið á þeim og ekkert hafa gerst. Læknir hefði hitt hann sjaldan og varnaraðili ekki einu sinni viljað hitta hann. Hann væri óhæfur í sínu starfi og varnaraðili vildi hann ekki nálægt sér. Aðspurður hvort hann teldi s ig veikan svaraði varnaraðili neitandi, hann væri með heilsteyptari manneskjum sem hann vissi um. Spurður um fyrri veikindi samkvæmt gögnum málsins sagðist varnaraðili bara vera með athyglisbrest. Aðspurður um greiningu sína með geðklofa sagði varnaraðili að þetta flokkaðist kannski sem geðklofi en hann gæti eins kallað þetta lifandi sönnun á að guð væri til. Varnaraðili lýsti því nánar svo að hann hefði átt samskipti við [...] , þeir hefðu talað við hann og [...] [...] . Varna raðili tók einnig fram að sá sem hann vísaði þar til ætti [...] og virtist þar vísa til sjúkrahússins. Aðspurður hver það væri sagði varnaraðili að það væri [...] . 10. Vitnið B , sérfræð ingur í geðlækningum og núverandi meðferðarlæknir varnaraðila, gaf skýrslu fyrir dómi. Hann staðfesti aðkomu sína að fyrrgreindu vottorði og yfirlýsingu frá 14. júní sl. og kvað þau gögn hafa verið unnin á þann hátt sem fram kemur í vottorðinu og áður grei ndi frá. Vitnið staðfesti að hann væri meðferðarlæknir varnaraðila frá upphafi innlagnar hans á deildina sem hann dvelst nú á og vitnið starfar við. Hann mundi ekki hversu oft hann hefði hitt varnaraðila en kvaðst að jafnaði hitta sjúklinga sína tvisvar 4 í viku. Hann hefði síðast hitt varnaraðila á fimmtudag eða föstudag í síðustu viku og reynt að hitta hann í dag en varnaraðili neitað að tala við hann. Vitnið kvaðst hafa kynnt sér upplýsingar úr sjúkraskrá varnaraðila frá undanförnum dögum og hafa átt samtö l við starfsfólk deildarinnar um ástand varnaraðila síðustu daga. Hjá vitninu kom fram að varnaraðili væri greindur með [...] eins og fram kæmi í vottorði og það væri alvarlegur geðsjúkdómur. Vitnið kvað ástand varnaraðila ekki hafa breyst að neinu ráði frá því vottorðið var gefið út. Varnaraðili heyrði enn raddir og hefði lýst því við starfsfólk deildarinnar síðastliðna helgi. Hann væri enn með geðrofseinkenni en hefði þó litlar nánari upplýsingar gefið um það í viðtölum. Varnaraðili hefði sést tala við sjálfan sig sem benti til ofheyrna og hann sjálfur staðfest það. Þá lýsti vitnið því að varnaraðili hefði á vissan hátt, sem vitnið lýsti, sýnt tregðu til að meðtaka og skila af sér upplýsingum sem hann fengi og þætti það gefa til kynna að varnaraðili væri með ofsóknarhugmyndir. Varnaraðili hefði ekki verið samstarfsfús um töku lyfja og neitað töku þeirra á köflum en tæki þó lyf undir ramma nauðungarvistunarinnar. Bráðnauðsynlegt væri að varnaraðili tæki geðrofslyf þar sem hann væri í alvarlegu geðrofi og þ yrfti lyf við því. Varnaraðili tæki einungis lyf nú undir þeim aðstæðum sem fælust í nauðungarvistuninni en ekki sjálfviljugur heldur hefði hann lýst því skýrlega yfir að lyfjagjöfin væri gegn hans vilja þó hann hefði ekki streist líkamlega á móti henni. V itnið taldi ekki að varnaraðili myndi taka lyf sjálfviljugur við aðrar aðstæður. Vitnið taldi varnaraðila ekkert eða afar takmarkað innsæi hafa í veikindi sín. Aðspurður hvort varnaraðili gæti talist hættulegur sjálfum sér eða öðrum í núverandi ástandi kom fram hjá vitninu að varnaraðili hefði ekki verið ógnandi eða sýnt af sér ofbeldishegðun enda þótt hann hefði verið reiður eða uppstökkur á deildinni við starfsfólk og vitnið þar sem hann skildi ekki aðstæður sínar. Hins vegar væru veikindi varnaraðila alv arleg og þeim fylgdi einangrun. Þá hefði hann lýst skipandi röddum en ekki deilt nánar hvert inntak slíkra heyrna hefði verið. Vitnið taldi því að í núverandi ástandi gæti varnaraðili verið hættulegur. Vitnið kvaðst telja áframhaldandi nauðungarvistun varn araðila óhjákvæmilega. 11. Við munnlegan málflutning ítrekaði lögmaður sóknaraðila gerða kröfu og vísaði henni til stuðnings til fyrirliggjandi læknisvottorða og vitnisburðar geðlæknis, auk þess sem skýrsla varnaraðila sjálfs benti í sömu átt. Varnaraðili væri greindur með alvarlegan geðsjúkdóm og í geðrofi. Hann hefði ekkert innsæi í veikindi sín og væri á móti töku lyfja. Vægari úrræði kæmu ekki til greina í núverandi ástandi varnaraðila. Áframhaldandi nauðungarvistun hans yrði að telja óhjákvæmilega og skily rði lögræðislaga uppfyllt fyrir henni. 12. Af hálfu varnaraðila mótmælti verjandi hans kröfu sóknaraðila, krafðist þess að henni yrði hafnað og að verjanda yrði ákvörðuð þóknun úr ríkissjóði. Varnaraðili teldi skilyrði nauðungarvistunar ekki uppfyllt. Samkvæmt skýrslu varnaraðila teldi hann sig ekki þurfa innlögn á sjúkrahús til að þiggja meðferð við veikindum sínum heldur gæti hann gert það utan sjúkrahúss. Hann hefði kannast við að hafa áður heyrt raddir en borið að það væri nú hætt. Með hliðsjón af meðalhófi og eðli nauðungarvistunar, sem væri undantekning sem meðferðarúrræði og bæri að túlka skilyrði til hennar þröngt, lægi ekki fyrir að áframhaldandi nauðungarvistun varnaraðila væri óhjákvæmileg. Skilyrði væru því ekki uppfyllt fyrir að fallast á kröfu sókn araðila. Niðurstaða: 13. Það er skilyrði þess að unnt sé að nauðungarvista mann á sjúkrahúsi að hann sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur séu taldar á að svo sé ástatt um hann eða ástand hans sé þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms, sbr. 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga. Eigi nauðungarvistun að standa lengur en í 72 klukkustundir og í allt að 21 sólarhring er jafnframt sett það skilyrði að áframhaldandi nauðungarvistun sé óhjákvæmileg að mati læknis, sbr. 3. mgr. sömu lagagreinar. Sömu sk ilyrði eiga við um framlengingu nauðungarvistunar samkvæmt 29. gr. a. sömu laga, en samkvæmt þeirri grein er heimilt með úrskurði dómara að framlengja nauðungarvistun manns í eitt skipti í allt að tólf vikur að liðnum 21 sólarhring frá dagsetningu ákvörðun ar sýslumanns samkvæmt 3. mgr. 19. gr. laganna. Slík framlenging nauðungarvistunar getur falið í sér rýmkun sem háð er mati læknis, sbr. 3. mgr. 29. gr. a. 14. Heimild til framlengingar nauðungarvistunar var lögfest með 17. gr. laga nr. 84/2015 um breytingu á lögræðislögum, er varð að núgildandi 29. gr. a lögræðislaga nr. 71/1997. Samkvæmt því verður 5 framlenging nauðungarvistunar afráðin með úrskurði dómara í eitt skipti í allt að 12 vikur að liðnum 21 sólarhring frá dagsetningu ákvörðunar sýslumanns samkvæmt 3 . mgr. 19. gr. s.l. Í athugasemdum með frumvarpi til laga um breytingu á lögræðislögum segir m.a. um nefnda 17. gr. að tilgangur breytingarinnar sé að tryggja að til staðar sé úrræði sem sé vægara en lögræðissvipting. Forsenda framlengingar sé sú að læknir telji að framlenging nauðungarvistunar sé óhjákvæmileg til að meðferð skili árangri. Er það háð mati læknis hverju sinni hvort viðkomandi þurfi áframhaldandi meðferð ef samkomulag um áframhaldandi meðferð hefur ekki náðst og hvort óhjákvæmilegt sé að óska eftir framlengingu nauðungarvistunar með rýmkun í allt að tólf vikur eða sviptingu sjálfræðis. Þá er það háð mati læknis hversu lengi nauðungarvistun má standa innan þess tíma sem nauðungarvistun hefur verið samþykkt frá. 15. Með vísan til gagna málsins og v ættis B , sérfræðings í geðlækningum og meðferðarlæknis varnaraðila, sem og með hliðsjón af skýrslu varnaraðila fyrir dóminum, telst nægilega leitt í ljós að varnaraðili, sem er greindur með [...] , glími nú við geðrofseinkenni og sé alvarlega veikur og þarfnist áframhaldandi meðferðar á sjúkrahúsi. Þá telst fram komið að varnaraðili hafi ekkert eða verulega skert sjúkdómsinnsæi, að minnsta kosti hvað varði nauðsynlega meðferð og meðferðaraðstæður. Án viðeigandi meðferðar á sjúkr ahúsi mætti búast við því að sjúkdómsástand hans færi versnandi og varnaraðili stefndi þannig heilsu sinni og möguleika á bata í voða. Þá taldi sama vitni að varnaraðili gæti reynst hættulegur í núverandi ástandi. Að mati dómsins hefur ekkert komið fram við meðferð málsins sem varpað gæti rýrð á faglegt og rökstutt mat ofangreinds vitnis um þessi atriði sem og um það að telja verði áframhaldandi nauðungarvistun varnaraðila óhjákvæmilega. Verður ekki talið að við þessar aðstæður dugi önnur eða vægari úrræð i en nauðungarvistun til að tryggja heilsu og batahorfur hans. 16. Með velferð varnaraðila í huga er það niðurstaða dómsins að uppfyllt séu skilyrði 29. gr. a. lögræðislaga nr. 71/1997, sbr. 17. gr. laga nr. 84/2015, til að verða við kröfu sóknaraðila um fram lengingu nauðungarvistunar varnaraðila í allt að 12 vikur, en með heimild til rýmkunar samkvæmt mati yfirlæknis. 17. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997, sbr. 5. mgr. 29. gr. a sömu laga, ber að greiða úr ríkissjóði allan kostnað málsins, þar með talda þóknun skipaðs verjanda varnaraðila, Axels Kára Vignissonar lögmanns , sem ákveðin er 210.800 krónur og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. 18. Finnur Þór Vilhjálmsson héraðsdómari kveður upp úrskurðinn. Úrskurðarorð: Nauðungarvistun varnaraðila, A , kt. [...] , á sjúkrahúsi er framlengd um allt að tólf vikur, frá 20. júní 2024 að telja, með heimild til rýmkunar samkvæmt mati yfirlæknis, sbr. 3. mgr. 29. gr. a lögræðislaga nr. 71/1997. Allur kostnaður af málinu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þ óknun skipaðs verjanda varnaraðila, Axels Kára Vignissonar lögmanns , 210.800 krónur.