LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 13. október 2022. Mál nr. 613/2022 : Lögreglustjórinn á Suðurnesjum (Daníel Reynisson aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Bjarni Hauksson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Farbann. Gæsluvarðhaldskröfu hafnað. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Í úrskurði Landsréttar kom fram að almennt skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi 1. mgr. 95. gr. sömu lag a væri uppfyllt í málinu. Hins vegar var ekki talið rökstutt með fullnægjandi hætti hvernig skilyrði a - liðar 1. mgr. 95. gr. laganna væru fyrir hendi í ljósi þess sem lá fyrir um framgang rannsóknarinnar. Þá væri samkvæmt 1. mgr. 100. gr. laganna heimilt a ð beita farbanni ef skilyrðum gæsluvarðhalds samkvæmt 1. eða 2. mgr. 95. gr. væri fullnægt og þótti því rétt eins og á stóð að beita því úrræði í stað gæsluvarðhalds. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason , Jóhannes Sigurðsson og Kristinn Halldórsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 10. október 2022 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 7. október 2022 í málinu nr. R - [...] /2022 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi allt til fimmtudagsins 3. nóvember sama ár klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst sta ðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og hann látinn sæta farbanni í stað gæsluvarðhalds en til vara að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Niðurstaða 2 4 Eins og rakið er í hi num kærða úrskurði rannsakar sóknaraðili innflutning á kókaíni sem varnaraðili og ferðafélagi hans voru með innvortis við komu þeirra hingað til lands 29. september síðastliðinn. Við líkamsrannsókn á varnaraðila fundust yfir 900 grömm af efninu en ferðafél agi hans var með rúm 700 grömm. Varnaraðili hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 30. september síðastliðnum samkvæmt heimild í a - lið 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Sóknaraðili krefst þess að varnaraðili sæti áfram gæsluvarðhaldi nú á grundvelli a - og b - liðar s ömu greinar allt til fimmtudagsins 3. nóvember 2022. Með hinum kærða úrskurði var fallist á þá kröfu. 5 Rökstuddur grunur leikur á því að varnaraðili hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við. Að því leyti er fullnægt almennu skilyrði 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 fyrir gæsluvarðhaldi yfir varnaraðila. 6 Skýrslutökur af varnaraðila og ferðafélaga hans fóru fram hjá lögreglu 30. september síðastliðinn. Ekki liggur fyrir að aðrar skýrslur hafi verið teknar af þeim eða öðrum við rannsókn mál sins. Varnaraðili kannaðist í skýrslu sinni við að hafa verið í samskiptum við ónefndan mann sem hafi fengið hann til að fara í þessa ferð gegn greiðslu. Lýsti hann því að maðurinn hefði tjáð honum að annar maður myndi taka við efninu hér á landi og greiða þeim fyrir. Þá nafngreindi varnaraðili og lýsti þriðja manninum sem lét þá hafa efnin á Spáni. Varnaraðili heimilaði lögreglu að skoða og rannsaka farsíma sinn, þar á meðal öll rafræn gögn sem vistuð eru í símanum eða á símkorti tækisins og á skýjaþjónust um sem síminn hefur tengst. Þá heimilaði hann lögreglu að afla bankagagna um sig. Ekki liggja fyrir lögregluskýrslur um rannsókn þessara gagna. Miðað við það sem fyrir liggur um framgang rannsóknarinnar, sem nú hefur staðið í meira en 12 daga, hefur sóknar aðili ekki rökstutt með fullnægjandi hætti hvernig skilyrði a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 séu enn þá uppfyllt í málinu. 7 Varnaraðili er [...] ríkisborgari og með afar takmörkuð tengsl við Ísland. Því er hætta á að hann muni reyna að komast úr lan di eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn hér á landi eða fullnustu refsingar meðan mál hans er til meðferðar. Verður á það fallist að skilyrði b - liðar 1. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 séu fyrir hendi í málinu. 8 Varnaraðili er einungis 18 ára. Eins og að framan er rakið hefur hann verið samvinnuþýður við rannsókn málsins. Samkvæmt 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008 má meðal annars beita farbanni sé skilyrðum gæsluvarðhalds samkvæmt 1. eða 2. mgr. 95. gr. laganna fullnægt og þykir eins og hér stendur á rétt að beita því úrræði í stað gæsluvarðhalds eins og nánar greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Varnaraðila, X , er bönnuð för frá Íslandi allt til fimmtudagsins 3. nóvember 2022 klukkan 16. 5 Úrskurðarorð Varnaraðili X skal sæta áfram gæsluvarðhaldi til fimmtudagsins 3. nóvember 2022, kl. 16:00.