LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 24. janúar 2025 . Mál nr. 11/2025 : A (Leifur Runólfsson lögmaður ) gegn Barnavernd Reykjavíkur (Þórhildur Lilja Ólafsdóttir lögmaður ) Lykilorð Kærumál. Vistun barns. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem staðfestur var úrskurður umdæmisráðs BR um að vista skyldi son A á heimili á vegum BR í fjóra mánuði. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Ásgerður Ragnarsdóttir og Kristbjörg Stephensen kveða upp úrskurð í máli þ essu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 31. desember 2024 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 17. janúar 202 5 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. desember 2024 í málinu nr. U - [...] /2024 þar sem úrskurður umdæmisráðs Barnaverndar Reykjavíkur 21. nóvember 2024, um að vista barnið B , á heimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur í fjóra mánuði til 21. mars 2025, var staðfestur. Kæruheimild er í 1 . mgr. 64 . gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. 2 Sókn araðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og öllum kröfum varnaraðila hafnað. Til vara krefst sóknaraðili þess að vistun barnsins utan heimilis verði markaður styttri tími. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar fyrir Landsrétti eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður en um gjafsóknarkostnað sóknaraðila fyrir Landsrétti fer eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Kærumálskostnaður fellur niður. Gjafsóknarkostnaður sóknaraðila, A , fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Leifs Runólfssonar, 450.000 kr ónur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 27. desember 2024 Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Mál þetta barst dóminum 27. nóvember 2024 og var tekið til úrskurðar 20. desember 2024. Sóknaraðili er A , [...] . Varnaraðili er Barnavernd Reykjavíkur. 2 Sóknaraðili kre fst þess aðallega að felldur verði úr gildi úrskurður umdæmisráðs Barnaverndar Reykjavíkur, dags. 21. nóvember 2024, um vistun drengsins B utan heimilis til fjögurra mánaða. Til vara krefst sóknaraðili þess að tímabili vistunar verði markaður skemmri tími. Þá er krafist málskostnaðar eins og málið væri eigi gjafsóknarmál. 3 Varnaraðili krefst þess að staðfestur verði úrskurður umdæmisráðs Barnaverndar Reykjavíkur frá 21. nóvember 2024 um að B , kt. [...] , skuli vistaður á heimili á vegum varnaraðila í fjóra m ánuði frá 21. nóvember 2024, sbr. b - lið 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Helstu málsatvik 4 Mál þetta varðar afskipti barnaverndaryfirvalda af högum drengsins B , kt. [...] , sem er rúmlega [...] ára gamall sonur sóknaraðila. Drengurinn lýtur forsjá sóknaraðila og býr hjá henni ásamt eldri uppkomnum hálfbróður sínum, en [...] . 5 Afskipti varnaraðila af málefnum drengsins liggja fyrir allt frá [...] 2019, meðan á meðgöngu hans stóð. Gögn málsins bera með sér að sóknaraðili hefur verið greind með kvíða, þunglyndi, ADHD og hæðispersónuröskun. 6 Allt frá fyrsta aldursári hefur drengurinn glímt við seinkaða þroskaáfangar og af gögnum málsins verður ráðin þörf sóknaraðila fyrir aðhald og stuðning í uppeldinu og vegna geðræns vanda síns. Fjöldamargar áætlanir um meðferð máls skv. 23. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 hafa verið gerðar og hefur sóknaraðili undirritað þær nánast allar. Ráða má af gögnum málsins viðvarandi tregðu sóknaraðila til að sækja sér aðsto ð utan heimilis og jafnvel að fá aðstoð inn á heimilið. Á það bæði við um hennar eigin andlegu áskoranir en einnig hvað varðar aðstoð og þjálfun fyrir drenginn. Þá hefur leikskóli drengsins iðulega gert athugasemdir við að hann mæti of seint á morgnana og verði því af nauðsynlegri þjálfun vegna fötlunar sinnar. 7 Á meðferðarfundum varnaraðila allt frá fyrri hluta árs 2020 hafa starfsmenn varnaraðila talið tilefni til að hafa miklar áhyggjur af getu móður til að annast drenginn. Hefur ítrekað verið talið að v eita þyrfti henni stuðning til að efla foreldrafærni og vegna geðrænna erfiðleika og að drengurinn þarfnaðist alhliða örvunar vegna seinkaðs þroska. Hinn 11. ágúst 2020 hófst sex vikna dvöl sóknaraðila og drengsins á [...] til að meta hvort hann fengi nægi lega örvun frá móður og veita henni áframhaldandi stuðning við að skipuleggja sig og eftirfylgni. Sóknaraðili sýndi framfarir og var til samvinnu í dvölinni, tók leiðsögn og sýndi frumkvæði að því að leita eftir aðstoð. Drengurinn sýndi framför í þroska og styrk. Á [...] sótti sóknaraðili námskeið á vegum geðheilsuteymis og var stefnt að því að styðja hana með iðjuþjálfun á heimili. Var frekar horft til heimaþjónustu um stuðning þar sem hún ætti sér þá sögu að mæta illa. Eftirfylgni var talin mikilvæg sem o g að drengurinn mætti í nauðsynlega þjálfun, m.a. í leikskólanum. 8 Sálfræðilegt mat á forsjárhæfni sóknaraðila lá síðan fyrir 5. nóvember 2020. Þar segir að sóknaraðili þurfi áframhaldandi stuðning, m.a. frá geðheilsuteymi. Hún hafi slaka aðlögunarfærni, s é einangruð og með lítið bakland. Hún hafi vanrækt umönnun drengsins, ekki sinnt hans grunnþörfum eða sérþörfum, heilsufari, leikskólagöngu eða nauðsynlegri þjálfun. Hún hafi skert innsæi í eigin stöðu og vanda og er áframhaldandi stuðningur talinn forsend a forsjárhæfni hennar. Fram kemur að ef sóknaraðili myndi ekki sýna 3 áframhaldandi framfarir og ekki sinna nauðsynlegum þáttum í uppeldi drengsins þrátt fyrir stuðning þyrfti að skoða vistun drengsins utan heimilis til að tryggja velferð hans og öryggi. 9 Í janúar 2021 var sóknaraðili útskrifuð frá geðheilsuteymi því vegna ítrekaðra afboðana hefði eiginleg greiningarvinna teymisins ekki komist á. Í hjúkrunarbréfi geðheilsuteymis kemur fram að sóknaraðili þurfi langvarandi stuðning til að sinna uppeldi dreng sins. 10 Eins og fram hefur komið varð snemma ljóst að drengurinn fylgdi ekki jafnöldrum í þroska. Á árinu 2020 hófst stuðningur við hann í formi vikulegra heimsókna sjúkraþjálfara í leikskólann. Var mat sjúkraþjálfara að drengurinn væri mjög krefjandi, þyrf ti fulla aðstoð við alla þætti daglegs lífs og væri verulega á eftir jafnöldrum í hreyfifærni. 11 Á meðferðarfundum varnaraðila fyrri part árs 2021 var rakið að sóknaraðili þyrfti áframhaldandi langtímastuðning, en borið hefði á að hana skorti úthald og hún t æki ekki við veittum stuðningi. Var í bókun á meðferðarfundi 8. júní 2021 rakin umfangsmikil þjónusta sem ólíkir fagaðilar hefðu veitt drengnum. Fram kom að atferlisráðgjafi teldi drenginn með almennt slakan þroska, mikinn skyn - og áreitavanda og greinileg einkenni einhverfu. Þá hefði sóknaraðila staðið til boða að koma vikulega í sund með drenginn en hún hefði aldrei mætt. Þrátt fyrir vitjanir ráðgjafa á heimili og tilsjón hefði allt farið aftur í sama farveg og móðir svarað símtölum og tölvupóstum lítið. Áhyggjur væru af getu móður til að veita drengnum þroskavænleg uppeldisskilyrði m.t.t. sérþarfa hans og af stöðu móður vegna geðheilsu hennar og skorts á virkni. Lagt var til að gerð yrði meðferðaráætlun til sex mánaða þar sem henni yrði fylgt hjá [...] - úr ræðinu, hún fengi tilsjón, þjónustu geðlæknis og sálfræðings. Fullreynd væri aðstoð geðheilsuteymis vegna slæmrar mætingar hennar. Fylgja þyrfti drengnum eftir í leikskóla, þ.m.t. greiða leikskólagjöld, og í sjúkraþjálfun og sund, til augnlæknis, taugasérf ræðings og í ferðaþjónustu fatlaðra, Greiningar - og ráðgjafarstöð ríkisins og til stuðningsfjölskyldu. Sækja þyrfti um félagslega heimaþjónustu í formi þrifa og eiga samvinnu við þjónustumiðstöð, meðferðaraðila móður og barns. Hún væri alfarið á móti vistu n drengsins utan heimilis en ljóst væri að hún þyrfti að ná að sýna fram á andlegan stöðugleika og bættar aðstæður fyrir drenginn og grípa þyrfti til íþyngjandi úrræða að öðrum kosti. Meðferðaráætlun til samræmis við framangreint var gerð með undirritun só knaraðila 13. júní 2021. 12 Undir lok ársins 2021 hófst aðstoð í formi dvalar drengsins hjá stuðningsfjölskyldu tvær helgar í mánuði. Sóknaraðili naut einnig ráðgjafar uppeldisráðgjafa sem lýsti í skýrslu sinni tregðu sóknaraðila til að taka á móti ráðgjöf o g aðstoð þar sem hún hefði talið kröfurnar of yfirþyrmandi fyrir sig og drenginn. Hefði sóknaraðili viljað að drengurinn ætti notalegar og rólegar stundir heima þar sem hann fengi nóg af þjálfun og æfingum á leikskólanum. Í skýrslunni greinir að markmið up peldisráðgjafar hafi ekki náðst þar sem sóknaraðili hafi ekki tekið á móti stuðningi. Á þessum tíma virðist einnig sem geðslag sóknaraðila hafi lækkað, en um það var bókað á meðferðarfundi varnaraðila 15. desember 2021. Ljóst var talið að hún glímdi við ge ðræn veikindi og sveiflukennda líðan. Hún hefði verið talsvert ómeðferðarheldin og væri drengurinn farinn að líða fyrir stöðu móður. Talið var sóknaraðili þyrfti að taka sig á hið fyrsta, bæta mætingar drengsins í leikskóla og sinna öðrum liðum meðferðaráæ tlunar varðandi hann svo ekki þyrfti að koma til vistunar hans utan heimilis. 13 Í umsögn leikskóla drengsins 18. janúar 2022 kom fram að drengurinn mætti seint flesta morgna nema þegar hann dveldi hjá stuðningsfjölskyldu. Væri hann að missa af mikilvægri íh lutun á leikskólanum. Hinn 17. febrúar 2022 var staðfest greining á einhverfu drengsins, þroskahömlun, hreyfiþroskaröskun og álagi í félagsumhverfi. Áfram tók sóknaraðili illa á móti stuðningi og sinnti því ekki nægilega vel að mæta með drenginn í sjúkraþj álfun þó mætingar hans á leikskólann hefðu batnað eftir að sóknaraðili fékk íbúð í göngufæri. 14 Hinn 7. desember 2022 voru málefni sóknaraðila og sonar hennar enn tekin fyrir á meðferðarfundi varnaraðila en tilkynning hafði borist 15. september 2022 frá fél agsráðgjafa velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um versnandi andlega og fjárhagslega stöðu hennar. Hafði henni þá verið vísað úr [...] - úrræðinu, var ekki í neinni virkni og voru væg stuðningsúrræði talin fullreynd og ólíklegt að hún hefði burði til að koma á tilætluðum breytingum með drenginn í sinni umsjá. Væru hagsmunir drengsins taldir vera vistun hans utan heimilis í fjóra mánuði á meðan sóknaraðili myndi leita sér viðeigandi meðferðar. Undirritaði sóknaraðili meðferðaráætlun varnaraðila 7. desember 2022 þ ar sem m.a. ætti að skoða 4 viðeigandi meðferð á vegum Heilsustofnunar [...] , fylgja sóknaraðila eftir hjá geðlækni og sálfræðingi, auk stuðnings við drenginn. 15 Gögn málsins, þ.m.t. bókanir á meðferðarfundum varnaraðila og efni meðferðaráætlana árið 2023, be ra vott um enn versnandi líðan og versnandi fjárhagslega stöðu sóknaraðila. Drengurinn hefur ítrekað misst leikskólapláss sitt vegna skulda sóknaraðila sem hafa safnast upp gagnvart leikskólanum og hefur þá varnaraðili stigið inn í á endanum og greitt leik skólagjöldin fyrir hennar hönd. Þá hefur útburði sóknaraðila úr leiguhúsnæði einnig ítrekað verið hótað vegna leiguskulda. Aukist hafa áhyggjur af andlegu ástandi sóknaraðila og verið lagt til að hún leiti sér aðstoðar, m.a. á Heilsustofnuninni [...] , og d rengurinn yrði þá vistaður utan heimilis á meðan. 16 Framangreint ástand breyttist ekki á árinu 2024 og á meðferðarfundi 31. janúar 2024 var enn bókað um sveiflukennda líðan sóknaraðila, ítrekaðar áhyggjur starfsmanna, stuðningsþörf drengsins og að huga skyl di að vistun hans utan heimilis. Á meðferðarfundi varnaraðila 5. febrúar 2024 var síðan lagt til að uppsöfnuð skuld leikskólagjalda yrði greidd fyrir drenginn til að tryggja honum öruggt leikskólapláss. Töldu starfsmenn varnaraðila að ekki væri hægt að tre ysta á að sóknaraðili greiddi mánaðarleg leikskólagjöld og að um gríðarlega vanrækslu væri að ræða af hennar hálfu. 17 Í lokaskýrslu uppeldisráðgjafa, dags. 30. maí 2024, er greint frá frásögn sóknaraðila af þrálátu veggjalúsavandamáli á heimili sínu og þráh yggjuhugsunum. Þá hafi hún greint frá ítrekuðum árásum netþrjóta á síma sinn. Hafi hún lýst langþreytu, álagi, kvíða og depurð. Taldi uppeldisráðgjafinn þörf á aðstoð sálfræðings, stuðningi til virkni og alhliða aðstoð félagsráðgjafa. 18 Hinn 5. júlí 2024 ba rst varnaraðila tilkynning frá félagsráðgjafa þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar. Tilkynningin sneri í fyrsta lagi að því að starfsmenn [...] hefðu lýst áhyggjum af sóknaraðila vegna ranghugmynda hennar, m.a. um rafmagnsvíra og að brotist væri inn í síma na hennar. Í öðru lagi sneri tilkynningin að framangreindri frásögn af veggjalús í skýrslu uppeldisráðgjafa. Í þriðja lagi fjallaði tilkynningin um vitjun félagsráðgjafa og starfsmanna bráðateymis varnaraðila á heimili sóknaraðila 5. júlí 2024. Í fyrirligg jandi bráðavaktarskýrslu og bakvaktarskýrslu starfsmanna varnaraðila má síðan finna lýsingu á hegðun sóknaraðila í kjölfarið á tímabilinu 5. 12. júlí 2024 þar sem greina má ranghugmyndir, t.d. frásögn hennar af stöðugu áreiti að næturlagi, að hún hafi þrív egis hringt símtöl til lögreglu um nótt sem þó finnist hvergi skráð í kerfum lögreglu, og að hún hafi látið eldri son sinn sitja frammi um nóttina því henni fyndist hún ekki örugg nema annað hvort þeirra væri vakandi til að passa heimilið. Hafi hún sagt að upp úr miðnætti færi rafmagnið að dansa og að trén dönsuðu með. Hún segi að verið sé að fylgjast með síma hennar og tölvupósti og hún eigi ekki pening fyrir mat. Hún hafi viljað hafa drenginn áfram hjá stuðningsfjölskyldunni þar sem hann væri ekki öruggur heima hjá henni. Samkvæmt skýrslunni hafi sóknaraðili fyrst samþykkt að fara með starfsmönnum varnaraðila á bráðamóttöku geðsviðs en síðan hætt við og viljað fara sjálf síðar. Á meðan á þessu stóð hafi stuðningsfjölskylda drengsins samþykkt að hann mætti vera þar lengur og síðan tók systir sóknaraðila við honum. Í skýrslu starfsfólks varnaraðila um framangreint kemur fram það mat þeirra að sóknaraðili sé með alvarlegan geðvanda sem hún þurfi að fá aðstoð við í viðeigandi úrræði. Á meðan þurfi drengurinn að búa við öryggi og stöðugleika utan heimilis. 19 Hinn 10. júlí 2024 barst varnaraðila símtal frá lækni á geðdeild Landspítala um komu sóknaraðila þangað fyrr um daginn. Hefði hún fengið lyfjum ávísað vegna geðrofseinkenna sem talið væri að hefðu verið til sta ðar í einhvern tíma. Taldi læknirinn að sóknaraðili hefði innsæi í vanda sinn, væri meðvituð um geðrofseinkenni sín og vildi fá hjálp við sínum veikindum. Hefði hún ekki verið metin í hættu. Í upplýsingabréfi sálfræðings Landspítala, dags. 20. ágúst 2024, var staðfest að sóknaraðili hefði í kjölfar framangreinds sótt viðtöl hjá geðdeild Landspítala. Tekið var fram í bréfinu að hún hefði afþakkað frekari boðnar lyfjagjafir og að henni hefði að auki verið boðin innlögn á geðdeild 12. júlí 2024 sem hún hefði a fþakkað þar sem hún teldi sig ekki þurfa á innlögn á geðsvið að halda. Fram kemur í bréfinu að ekkert formlegt greiningarferli hafi farið fram. Borið hafi á aðsóknarkennd og mögulegum ranghugmyndum hjá sóknaraðila en ekki öðrum geðrofseinkennum. Engin fyrr i saga um geðrof hafi komið fram. Mikilvægt var talið að sóknaraðili fengi viðeigandi sálfræðiaðstoð og stuðning frá fagfólki. 20 Vegna þess að starfsmenn varnaraðila höfðu áhyggjur af drengnum í umsjá móður og vegna gruns um að hún glímdi við alvarlegan geðv anda var lagt til að drengurinn yrði vistaður utan heimilis á meðan hún 5 leitaði sér aðstoðar. Var það gert með samþykki sóknaraðila og stóð vistun drengsins utan heimilis yfir frá 12. júlí til 15. ágúst 2024. 21 Hinn 9. september 2024 barst varnaraðila tilky nning undir nafnleynd um áhyggjur af andlegri líðan sóknaraðila. Þann sama dag upplýsti starfsmaður [...] varnaraðila um að borið hefði á ranghugmyndum sóknaraðila í samskiptum þeirra. Sóknaraðili hefði talað um tjöru sem væri að leka og smitast inn í íbúð ina og hafa áhrif á heilsu heimilisfólks og að eitthvað hefði lekið úr sjónvarpinu. Hefði hún sagst vera búin að kítta í alla glugga svo að ekkert bærist inn. Í kjölfarið upplýstu starfsmenn leikskóla drengsins varnaraðila um að mæting hans í leikskólann v æri komin í sama mynstur og áður. Sóknaraðili vildi ekki kannast við að vera með ranghugmyndir í samtali við starfsmann varnaraðila heldur væri hún með áfallastreitu sem ylli kvíða. Náðist sú niðurstaða við sóknaraðila í samtalinu að drengurinn færi til st uðningsfjölskyldu eftir leikskóla, yrði þar fram yfir helgina og eftir helgina fengi hún aukinn stuðning frá [...] . 22 Á meðferðarfundi varnaraðila 11. september 2024 var enn og aftur bókað að tilefni væri til að hafa áhyggjur af drengnum í umsjá móður sökum andlegrar heilsu hennar og takmarkaðrar getu til að halda utan um það sem viðkæmi drengnum, eins og að mæta með hann á réttum tíma í leikskólann svo hann nyti þar nauðsynlegs stuðnings. Talið var nauðsynlegt að móðir myndi undirgangast endurmat á forsjárhæ fni og var hún talin þurfa umfangsmikinn stuðning ætti hún að geta annast drenginn. Starfsmenn höfðu áhyggjur af stöðu hans á heimilinu og töldu að reyna þyrfti til þrautar að veita áframhaldandi stuðning á heimilið með von um breyttar aðstæður til hins be tra. Yrði ekki bót á aðstæðum drengsins væri ljóst að tryggja þyrfti öryggi hans með vistun utan heimilis. Slíkt væri í samræmi við niðurstöðu forsjárhæfnimats frá 2020. Hinn 30. september 2024 undirritaði sóknaraðili meðferðaráætlun þar sem hún samþykkti matsaðila til að framkvæma forsjárhæfnimat og þátttöku í því, tíma hjá sálfræðingi, að taka á móti [...] og nýta sér veittan stuðning, koma drengnum í leikskólann kl. 9 á morgnana og sinna hreinlæti hans. 23 Í símtali við starfsmann varnaraðila 12. september 2024 bar enn á einkennilegum frásögnum sóknaraðila. Nefndi hún m.a. að búið væri að setja eitthvað í skráargatið á hurðinni hjá henni og að reglulega væru jarðhræringar sums staðar inni í íbúðinni hennar. Í viðtali hjá varnaraðila 30. september 2024 bar en n á undarlegu tali hennar. Hún hefði sagt að sér liði illa á heimili sínu sem endalaust væri verið að herja á og skrítnir hlutir að gerast. Ljósið hefði verið á hreyfingu og svo virtist sem krani væri inni í ljósinu og úr honum læki olía. Nágranni hennar á efri hæðinni væri búinn að hella bensíni á svalirnar hjá henni og [...] í [...] mafíunni væri að elta hana. [...] kærasti vinkonu hennar hefði dvalið hjá henni og sett upp leynilegt net fyrir glæpastarfsemi heima hjá henni og því væri allt í rugli með raf magnsdósir í íbúðinni. Lögreglan hefði komið og gert leit á heimilinu. Hún lýsti sig samstarfsfúsa varðandi forsjárhæfnimatsvinnu og móttöku starfsmanna frá [...] og lýsti yfir vilja til að dvelja með drengnum á [...] . 24 Í skýrslum [...] í október 2024 kemu r fram það mat að sóknaraðila skorti innsæi í þarfir drengsins og að oft hafi borið á ranghugmyndum hjá henni. Óreiða sé á heimilinu, sem sé óvistlegt, kalt og óhreint, og búið að líma eða kítta með fram öllum gluggum. Hún þurfi mikinn stuðning við að hald a heimili, grunnforeldrafærni hennar sé slök og hún þurfi leiðsögn vegna sérþarfa drengsins. Hún geti langt í frá mætt grunnþörfum hans til fulls og meta þyrfti andlegt ástand hennar. Veittur stuðningur hafi ekki borið árangur og óljóst hvaða stuðningur my ndi henta henni. 25 Hinn 15. október 2024 veitti sérkennari á leikskóla drengsins varnaraðila þær upplýsingar í símtali að hann sýndi aukna vanlíðan samhliða slakari mætingu. Líðan hans hefði farið versnandi eftir að hann hefði aftur farið í umsjá móður og s einkomur hans í skólann hefðu mjög neikvæðar afleiðingar. Áhyggjur væru af einkennilegum frásögnum sóknaraðila um að fylgst væri með henni, bensíni hellt á svalir hennar, gufa ryki upp úr parketinu og eiturefni væru í rafmagnstækjunum. 26 Á meðferðarfundi va rnaraðila 23. október 2024 var enn bókað um verulega miklar áhyggjur af drengnum í umsjá móður sökum slaks utanumhalds hennar, þeirra aðstæðna sem hún virtist búa drengnum og andlegrar stöðu hennar. Hún væri með greinilegar ranghugmyndir og nauðsynlegt vær i að drengurinn yrði vistaður utan heimilis hennar á meðan hún ynni að því að bæta uppeldisaðstæður hans og leita sér aðstoðar. Dvöl á [...] kæmi ekki til skoðunar þar sem hún væri ekki hæf til að sinna því úrræði samhliða því að bæta geðhag sinn. Enn var lögð til vistun drengsins utan heimilis svo móðir gæti leitað sér aðstoðar við geðvanda og undirgengist forsjárhæfnimat. 6 27 Á fundi varnaraðila með sóknaraðila og lögmanni hennar 30. október 2024 hefði sóknaraðili ekki kannast við aðsóknarkennd eða að frásag nir sínar væru ranghugmyndir. Hefði illa gengið að ræða við sóknaraðila um áhyggjur starfsmanna varnaraðila af drengnum til lengri tíma. Hefði hún ekki virst hafa innsæi í veikindi sín eða að uppeldisfærni hennar væri ábótavant. Hún lýsti sig ekki til samv innu um vistun drengsins utan heimilis og teldi engan annan en sig og stuðningsfjölskylduna geta hugsað um hann. Á endanum samþykkti sóknaraðili að taka á móti starfsfólki [...] til vitjana uns fjallað hefði verið um vistun drengsins utan heimilis hjá umdæ misráði. 28 Í umsögnum sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa, dags. 7. nóvember 2024, kemur fram að drengurinn sé enn töluvert undir meðalgetu jafnaldra. Einbeiting drengsins og úthald sé af skornum skammti og þátttaka hans í verkefnum einnig lítil. Hann hafi á árinu sýnt framfarir en sé erfiður við móður sína. Samskipti við móður voru sögð góð en erfitt væri að ná í hana og mæting fremur slök eða um helmingsmæting. 29 Í skýrslu talsmanns drengsins, dags. 15. nóvember 2024, kemur fram að viðbrögð hans við flestum spurning um talsmannsins hafi verið reiði og ekki hafi fengist viðunandi svör hjá honum. Spurningar sem sneru að eldri bróður hans, stuðningsfjölskyldu og móðursystur hans hafi komið drengnum í uppnám en hann hafi ekki orðið reiður þegar talað var um móður hans. 30 Í símtali starfsmanns varnaraðila við starfsmann [...] 18. nóvember 2024 kemur fram að ekki sé að merkja breytingu til batnaðar í aðstæðum sóknaraðila. Hún tali enn um skringilega hluti á heimilinu, eldtungur í ljósunum, ljósblossa sem eyðileggi raftækin, í trekað sé verið að reyna að brjótast inn hjá henni og vatnið sé skrítið. Maturinn sem sóknaraðili gefi drengnum sé næringarlítill og aðallega brauðmeti. Áhyggjur séu af hegðun drengsins en hann hafi slegið starfsmann [...] . 31 Með úrskurði umdæmisráðs Barnaverndar Reykjavíkur var kveðið á um vistun drengsins á heimili á vegum varnaraðila í fjóra mánuði. Að mati Umdæmisráðs hefðu úrræði sem beitt hafði verið skv. 24. og 25. gr. barnaverndarlaga ekki skilað fullnægjandi árangri í því að byggja upp forsjár getu móður. Brýnir hagsmunir drengsins stæðu til þess að hann yrði vistaður utan heimilis á meðan reynt væri að ná samvinnu við sóknaraðila um að efla forsjárgetu hennar. 32 Í kjölfar úrskurðar umdæmisráðs og vistunar barnsins hefur sóknaraðili mætt til funda r hjá starfsmönnum varnaraðila til að ræða stöðu máls síns. Á fundinum ræddu aðilar mikilvægi aukinnar virkni sóknaraðila, að hún tæki þátt í yfirstandandi vinnu við forsjárhæfnimat og sækti samhliða geðþjónustu. Þá ræddu aðilar fyrirkomulag umgengni sókna raðila við drenginn meðan á vistun stæði, þ.m.t. umgengni yfir jólin. Fyrir liggja nýleg gögn um skuldastöðu sóknaraðila, annars vegar gagnvart leikskólanum þar sem fram kemur að hún hafi aldrei greitt sjálf leikskólareikninga fyrir drenginn heldur hafi va rnaraðili ávallt stigið inn á endanum og greitt gjöldin til að drengurinn héldi leikskólaplássi sínu. Hins vegar gagnvart [...] þar sem staðfest er að sóknaraðili skuldi háar fjárhæðir vegna vangreiddrar leigu. 33 Í skýrslu [...] , dags. 3. desember sl., kemur fram að í nóvember hafi sóknaraðili tekið á móti öllum skipulögðum heimsóknum nema einni og hafi lagt sig fram um að vera til samvinnu og sinna drengnum, þótt úthald hennar hafi verið misgott. Enn kemur fram að drenginn skorti örvun, en heimilið hafi veri ð í sæmilegu horfi þó gólf og veggir hafi verið skítug. 34 Hinn 10. desember sl. sendi C sálfræðingur beiðni fyrir hönd sóknaraðila um þjónustu í geðrofsteymi Landspítala v. Klepp. Í beiðninni er lýst áhyggjum af ranghugmyndum sóknaraðila og þeim lýst á þann máta að hún segi gólfin hristast, rafmagn sé í veggjum og gólfi og útleiðsla úr rafmagni, einhverjir hafi hakkað sig í símann hennar og tölvur, stýrikerfin hrynji og hún hafi ekki stjórn á síma eða sjónvarpi, bensíni hafi verið hellt á svalir og hvít drul la leki úr sjónvörpum. Þá hafi hún sagt blokkina sína hafa gulnað skyndilega og svört drulla lekið úr henni. Hafi sálfræðingurinn skoðað heimili sóknaraðila og sjái ekkert samræmast frásögnum hennar en hins vegar sé þar mikið drasl og límbönd úti um allt. Sálfræðingurinn telji hana hafa skert sjúkdómsinnsæi þó hún sé til samvinnu um að sækja meðferð. 35 Sóknaraðili átti umgengni við drenginn 13. desember sl. í húsnæði á vegum varnaraðila. Þá liggja fyrir gögn í málinu um vist drengsins hjá vistunaraðila, að ha nn sé vanur að dveljast þar, sé í góðri rútínu, sofni alltaf á réttum tíma og sé búinn að vera kátur og hress. Sérkennslustjóri drengsins á leikskólanum hefur 17. desember sl. upplýst varnaraðila um að drengurinn hafi verið í betra jafnvægi eftir að hafa v erið 7 vistaður utan heimilis móður, sé yfirvegaður og sýni framfarir, þ.m.t. í hegðun. Hann nái mikilli viðveru í leikskólanum og vistunaraðili virðist halda vel utan um hann. 36 Við aðalmeðferð málsins gaf sóknaraðili aðilaskýrslu. C , sálfræðingur og matsmaður, D , ráðgjafi varnaraðila, og E , ráðgjafi [...] , gáfu skýrslu fyrir dómi auk F , sálfræðings hjá geðdeild LSH, og G , stuðningsmóður drengsins, sem báðar gáfu skýrslu í gegnum síma. Verður greint frá framburði þeirra eftir því sem þurfa þykir. Helstu málsástæður sóknaraðila 37 Sóknaraðili byggir á því að gögn málsins staðfesti ekki það mat varnaraðila að drengurinn búi við óviðunandi aðstæður á heimili sóknaraðila, að hún geti ekki sinnt honum eða sé andlega óstöðug. Í skýrslum [...] komi fram að heimilið sé ágætlega snyrtilegt og drengurinn ekki illa haldinn. Varnaraðili hafi rengt upplifanir sóknaraðila, kallað þær ranghugmyndir og hana andlega veika og vanhæfa móður án þess að ganga úr skugga um réttmæti staðhæfinga hennar. Læknir h afi ekki metið hana þurfa bráðainnlögn í sumar og talið hana hafa innsæi í vanda sinn. Hún hafi ekki verið talin vera með ranghugmyndir eða mikið andlega veik en varnaraðili hafi samt ráðist í íþyngjandi vistun utan heimilis, án fullnægjandi rannsóknar, sb r. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og 41. gr. barnaverndarlaga. Vægari úrræði skv. 24. 26. gr. laganna hafi ekki verið fullreynd, meðalhófs ekki gætt og málsmeðferðarreglum laganna ekki fylgt. 38 Hagsmunir barnsins skuli ávallt hafðir að leiðarljósi, sb r. 1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga og 1. mgr. 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Aðeins megi taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að er stefnt, verði ekki náð með öðru og vægara móti, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga og 7. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga. Brot á meðalhófsreglu leiði til ógildanleika ákvörðunar stjórnvalds og ekki megi gera kröfu um vistun utan heimilis nema vægari úrræði hafi fyrst verið fullreynd, sbr. 24. og 25. gr. laganna. Ekki skuli heldur vista barn lengur utan heimilis en nauðsyn krefur. Með ráðstöfuninni sé drengnum gert að búa fjarri leikskóla, móður sinni og stóra bróður. 39 Málið hafi nýlega, eða í júlí 2024, verið opnað á ný og rakleitt farið í ferli vistunar utan heimilis án þes s að reynd væru vægari úrræði fyrst. Byggt hafi verið á ósönnuðum fullyrðingum um aðstæður sóknaraðila og meintar ranghugmyndir hennar. Uppástungu hennar um vistun á [...] hafi verið hafnað. Sýnt sé að beiting vægari úrræða virki svo sóknaraðili geti sinnt uppeldishlutverki sínu enda komi fram í gögnum málsins að betur gangi með drenginn þegar hún hefur hlotið stuðning. Sóknaraðili sé viljug til samvinnu við varnaraðila en hann hafi ekki gefið henni svigrúm til að sýna fram á þann vilja. 40 Einungis megi gríp a til vistunar utan heimilis án samþykkis foreldris í algerri neyð. Ekki hafi verið rökstutt hverju að sé stefnt með vistuninni sem ekki sé hægt að ná fram með veittum stuðningi inn á heimilið og tímalengd vistunar sé einnig órökstudd. Brotið hafi verið ge gn meðalhófsreglu sem sé ógildingarástæða. 41 Stjórnvaldi beri að sjá til þess að málsatvik séu nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin í máli, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga og 41. gr. barnaverndarlaga. Úrskurður varnaraðila hafi þurft að vera byggður á óyg gjandi gögnum en gögn málsins styðji ekki fullyrðingar um andlega annmarka eða óviðunandi aðstæður á heimili móður. Ekki hafi verið tekið tillit til vilja barnsins sem samkvæmt skýrslu talsmanns líði vel hjá móður sinni og hafi hún verið eini aðilinn sem h ann hafi ekki sýnt reiði eða uppnám gagnvart í samtali við talsmann. Vilji drengsins sé skýr um að vilja vera áfram í umsjá móður sinnar og vilji barns vegi þungt skv. dómaframkvæmd. 42 Hlutverk barnaverndaryfirvalda sé fyrst og fremst að styrkja uppeldishlut verk fjölskyldunnar og aðstoða foreldra við að gegna foreldraskyldum. Í barnaverndarlögum sé kveðið á um ýmsan stuðning annan en vistun utan heimilis sem skuli aðeins grípa til í neyð og ef önnur úrræði duga ekki til, að því þá undangengnu að mál hafi veri ð upplýst með fullnægjandi hætti í samræmi við rannsóknarregluna. Framangreindum skilyrðum sé ábótavant í máli þessu og málið hafi ekki verið rannsakað sem skyldi þannig að skilyrði laga fyrir vistun utan heimilis séu uppfyllt. Sóknaraðili sé fús til samv innu um allt nema vistun og telji hagsmunum drengsins best borgið með því að dvelja áfram á heimili móður. 43 Tengsl barns við foreldri hafi almennt mikið vægi við úrlausn barnaverndarmála. Vistun utan heimilis í svo langan tíma sé til þess fallin að stuðla að verulegu og skaðlegu tengslarofi, einkum með tilliti til sérþarfa hans og greininga. Hann sé viðkvæmari en önnur börn fyrir breytingum og hafi það komið skýrt 8 í ljós í sumar þegar drengurinn hafi verið vistaður utan heimilis í einn mánuð og hegðun hans og líðan hafi við það breyst til hins verra. Helstu málsástæður varnaraðila 44 Varnaraðili byggir á því að skilyrði vistunar drengsins utan heimilis á grundvelli 27. gr. barnaverndarlaga séu uppfyllt og brýnir hagsmunir hans mæli með vistun hans utan heimil is og vægari úrræði hafi verið fullreynd. Ljóst sé af gögnum málsins að hagsmunir drengsins felist í því að vera vistaður utan heimilis umræddan tíma. Ráðstöfunin eigi sér langan aðdraganda enda um að ræða áralöng afskipti barnaverndaryfirvalda af málefnum sóknaraðila allt frá meðgöngu, þar sem víðtæk og fjölbreytt úrræði hafi verið reynd, en án fullnægjandi árangurs. 45 Í gögnum málsins liggi fyrir með óyggjandi hætti að sóknaraðili glími við alvarleg geðræn veikindi sem hafi farið versnandi en samkvæmt mati geðlæknis 20. ágúst 2024 hafi verið talið líklegt að hún hefði upplifað einkenni geðrofs. Sóknaraðili sé að svo stöddu ekki í aðstöðu til að geta tryggt hagsmuni og öryggi drengsins, þ. á m. tryggja þann víðtæka stuðning, þjálfun og örvun sem hann þurfi n auðsynlega á að halda vegna fötlunar sinnar. Sóknaraðili þurfi að styrkja stöðu sína, bæta uppeldisaðstæður drengsins í sinni umsjá og leita sér aðstoðar vegna geðvanda. Standi til að veita henni þann stuðning sem hún sé talin þurfa á tímabili vistunar í þ essu skyni. Varnaraðila sé skylt að lögum að grípa inn í þegar aðstæður barna séu metnar óviðunandi og grípa til ráðstafana með hliðsjón af hagsmunum þeirra. 46 Skilyrðum 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga sé fullnægt í málinu og enn fremur hafi verið gætt að skyldu til rannsóknar og meðalhófs í hvívetna. Þá er tekið undir rökstuðning sem m.a. komi fram í úrskurði umdæmisráðs. Niðurstaða 47 Í b - lið 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 er meðal annars kveðið á um heimild umdæmisráðs barnaverndar, hér varna raðila, til að úrskurða um vistun barns utan heimilis í tilvikum þar sem ekki liggur fyrir samþykki foreldris, enda mæli brýnir hagsmunir barns með því. Með ákvæðinu er barnaverndarþjónustu heimilað að kveða á um töku barns af heimili í allt að fjóra mánuð i og um nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja öryggi þess eða til að unnt sé að gera viðeigandi rannsókn á því og veita því nauðsynlega meðferð og aðhlynningu. Þá er það jafnframt skilyrði, sbr. 26. gr. laganna, að önnur vægari úrræði hafi ekki skilað ár angri að mati barnaverndarþjónustu eða eftir atvikum að barnaverndarþjónusta hafi komist að þeirri niðurstöðu að þau séu ófullnægjandi. 48 Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. barnalaga nr. 76/2003 og 1. og 2. mgr. 1 gr. barnaverndarlaga á barn rétt á að lifa, þroskast og njóta verndar, umönnunar og annarra réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska. Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. barnaverndarlaga skal það sem barni er fyrir bestu ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Þá skal að auki gæta meðalhófs þan nig að ráðstafanir séu ekki umfangsmeiri en brýna nauðsyn ber til, sbr. m.a. 7. mgr. sömu greinar. 49 Í máli þessu hefur umdæmisráð varnaraðila úrskurðað að sonur sóknaraðila verði vistaður á heimili á vegum varnaraðila í fjóra mánuði, frá 21. nóvember að te lja, sbr. b - lið 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga. Vistun hans standi því óslitið til 21. mars 2025. 50 Mál þetta á rætur að rekja til ítrekaðra tilkynninga til barnaverndaryfirvalda allt frá því árið 2019, áður en sonur sóknaraðila fæddist, og nánast viðvara ndi sleitulausrar meðferðar mála sóknaraðila hjá varnaraðila fram til þessa. Hafa tilkynningar og meðferð mála sóknaraðila hjá varnaraðila lotið að ætlaðri vanrækslu drengsins og bæði varðað áhyggjur af andlegri heilsu sóknaraðila og vangetu hennar til að sinna drengnum og þeirri þjónustu sem honum er mikilvæg, einkum vegna sérþarfa hans vegna þroskaskerðingar sinnar, einhverfu og annarra greininga. 51 Í niðurstöðu sálfræðilegs mats á forsjárhæfni sóknaraðila frá 5. nóvember 2020 segir að talið sé að móðir ha fi nægjanlega hæfni til að fara með forsjá drengsins en þó ekki nema með áframhaldandi stuðningi. Í forsjárhæfnimatinu eru lögð til ýmis úrræði til stuðnings sóknaraðila, þ.m.t. var mælt með stuðningi geðheilsuteymis enda væri geðþjónusta forsenda fyrir áf ramhaldandi framförum hjá henni. Lögð var áhersla á að hún þyrfti að mæta með drenginn á réttum tíma í leikskóla þar sem hann þyrfti sjúkraþjálfun 9 og sérstuðning í leikskóla. Þá segir í forsjárhæfnimatinu að ef móðir sýnir ekki áframhaldandi framfarir og s inni ekki nauðsynlegum þáttum í uppeldinu þrátt fyrir stuðning þurfi að skoða vistun drengsins utan heimilis til að tryggja velferð hans og öryggi. Verður þannig að leggja mat á hvort framangreind forsenda forsjárhæfnimatsins sé fyrir hendi, þ.e. hvort hún sinni nauðsynlegum þáttum í uppeldi drengsins með þeim stuðningi sem henni er boðinn og hún hefur þörf á. 52 Framangreint forsjárhæfnimat, dags. 5. nóvember 2020, var unnið af C sálfræðingi. Hann hefur aftur verið fenginn til að endurmeta forsjárhæfni sókna raðila og stendur sú matsvinna yfir nú. Þá sendi C 10. desember sl. beiðni fyrir hönd sóknaraðila um þjónustu í geðrofsteymi Landspítala v. Klepp og var í beiðninni lýst efnislega alvarlegum ranghugmyndum sóknaraðila, einkum varðandi heimili hennar og umhv erfi. C kom fyrir dóminn og bar um að framangreindri beiðni um þjónustu í geðrofsteyminu hefði verið hafnað. Taldi hann sóknaraðila í mikilli þörf fyrir aðstoð í sínum geðrænu veikindum sem hefðu farið versnandi á liðnu ári. Hann taldi veikindi sóknaraðila meiri nú en þau hefðu verið þegar fyrra forsjárhæfnimat var framkvæmt, t.a.m. hefði ekki borið á ranghugmyndum sóknaraðila við fyrra forsjárhæfnimat. Brýnt væri að geðhagur hennar yrði skoðaður af geðlækni og að hún fengi meðferð. Hann taldi óljóst hvort þær viðamiklu ranghugmyndir sem hann lýsti fyrir dóminum gerðu það að verkum að hún væri eða yrði talin hættuleg sjálfri sér eða barninu. Tók hann fram að svo hefði ekki verið talið hingað til en að óvissa væri almennt um þróun ranghugmynda hjá einstakling um og því væri staðan óviss. Hann taldi hana hvorki hafa innsæi í veikindi sín né þörf sína fyrir aðstoð. Kom fram að matsmaðurinn hefði verulegar áhyggjur af sóknaraðila. Ranghugmyndir og hugsanleg geðrofseinkenni væru mjög alvarlegt ástand sem þyrfti að meðhöndla strax, framar öllum öðrum vandamálum sóknaraðila, helst á bráðamóttöku geðsviðs. 53 Samkvæmt gögnum málsins hefur varnaraðili ítrekað og árum saman reynt að veita sóknaraðila og drengnum þann stuðning og þjónustu sem nauðsynleg hefur verið talin, einkum með tilliti til sérþarfa hans, þ.m.t. þau úrræði sem tilgreind voru í forsjárhæfnimati nu og úrræði sem rakin hafa verið í málsatvikakafla og hún hefur ekki nýtt sér sem skyldi. Í gögnum málsins liggur fyrir ýmis aðstoð sem sóknaraðila hefur staðið til boða. Hún hefur hlotið mikla og ítrekaða aðstoð frá [...] , hún hefur fengið greiningu og r áðgjöf heim, tilsjón á heimili sitt, uppeldisráðgjöf frá [...] , vistun hjá [...] , [...] - úrræðið, hún hefur verið skráð í geðheilsuteymi, hlotið fjármálaráðgjöf og - aðstoð og henni hafa verið boðin sálfræðiviðtöl. Þá liggja fyrir ítrekuð gögn þar sem sóknar aðili hefur ekki sinnt boðinni aðstoð, þ.m.t. sálfræðiviðtölum í þessum mánuði. 54 Sýnt er, m.a. með gögnum frá leikskóla drengsins, sjúkra - og iðjuþjálfara hans og starfsmönnum [...] síðastliðinn mánuð að fyrir vistun drengsins utan heimilis sóknaraðila hafi ávallt sótt í sama farið; að sóknaraðili mætti illa með drenginn til nauðsynlegrar þjálfunar hans og að mætingar hans á leikskólann væru aftur orðnar lélegar. Hefur þó sóknaraðila um árabil verið gert ljóst mikilvægi þess að drengurinn mæti á réttum tíma í leikskólann til að geta notið þar þeirrar þjálfunar sem honum stendur sérstaklega til boða. Þá hafa undanfarið, að gögnum málsins virtum, bæst við áhyggjur af hegðun drengsins og vanlíðan þar sem hann var farinn að slá til starfsfólks leikskólans og [... ] áður en hann var vistaður utan heimilis sóknaraðila. 55 Einnig bera gögn málsins með sér versnandi andlega líðan sóknaraðila, versnandi geðhag hennar og tregðu til að nýta sér þann víðtæka stuðning sem henni hefur staðið til boða um langan tíma. Hér vega þ ungt nýleg gögn sem ótvírætt gefa versnandi geðhag sóknaraðila til kynna og vaxandi ranghugmyndir hennar um skynjun umhverfis síns, þ.m.t. skýrsla sálfræðings geðdeildar Landspítala og framburður hennar fyrir dómi auk beiðni matsmannsins C um þjónustu fyri r sóknaraðila í geðrofsteymi Landspítala, dags. 10. desember sl. Gögn málsins rekja ranghugmyndir sóknaraðila um heimili sitt og skynjun umhverfis. Fyrir dómi bar nefndur matsmaður að ranghugmyndir sóknaraðila væru alvarlegar og viðvarandi og að þær væru þ ess eðlis að hafa þyrfti af sóknaraðila verulegar áhyggjur, eins og að framan er rakið. 56 Að gögnum málsins, málsatvikum og framangreindu virtu er það mat dómsins að önnur og vægari úrræði, sbr. 24. og 25. gr. barnaverndarlaga, hafi verið fullreynd. Það eigi jafnframt við um þau úrræði sem hafi verið forsenda forsjárhæfni sóknaraðila, sbr. forsjárhæfnimat 2020. Þau séu að sama skapi fullreynd. Fái slíkt einnig stuðning í framangreindum framburði matsmannsins sem nú vinnur að gerð nýs forsjárhæfnimats á sóknar aðila. 10 57 Ekki er á það fallist með sóknaraðila að brotið hafi verið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 eða 41. gr. barnaverndarlaga eða að málið sé ekki nægilega upplýst m.t.t. þess hvort fótur sé fyrir frásögnum hennar í raunveruleikan um. Það er mat dómsins, með vísan til gagna málsins og framburðar matsmanns fyrir dómi, að frásagnir hennar séu þess eðlis að ekki sé tilefni til að hefja sérstaka rannsókn á efni þeirra. Að mati dómsins verður lagt til grundvallar að frásagnirnar sýni brý na þörf sóknaraðila á að bæta geðhag sinn og andlega heilsu. 58 Þó að ekki sé dregið í efa að sóknaraðili kunni að vilja vera til samvinnu við varnaraðila hefur hún hingað til ýmist ekki sinnt veittum stuðningi eða sá stuðningur hefur ekki nægt til að bæta u ppeldisfærni hennar og geðhag. Að mati dómsins hefur sóknaraðila um árabil verið veitt svigrúm og henni ítrekað gefist kostur á að bæta uppeldisfærni sína og sýna fram á getu til að sinna þörfum drengsins, með boðnum stuðningi varnaraðila. Einhverfa og þro skaskerðing drengsins gera það að verkum að enn alvarlegra er fyrir heilsu hans, aðbúnað, öryggi og þroskaskilyrði þegar nauðsynlegri þjálfun hans og umönnun er ekki sinnt sem skyldi. Með vísan til atvika og gagna málsins liggur óyggjandi fyrir að sóknarað ili hefur ekki verið til fullnægjandi samvinnu við varnaraðila um heimilisaðstæður sínar, andlega heilsu sína eða málefni drengsins. Að auki hefur veitt aðstoð og stuðningur ekki nægt. Lagt er til grundvallar að sýnt sé að varnaraðili hafi látið reyna á sl íka samvinnu með fullnægjandi hætti og að sóknaraðili hafi vanrækt foreldraskyldur sínar. 59 Þegar atvik máls þessa eru virt í heild sinni verður þannig ekki talið að brotið hafi verið gegn meðalhófi í máli sóknaraðila. Þvert á móti hafi henni verið gefin ítr ekuð tækifæri til að þiggja aðstoð, eins og rakið er að framan, og boðinn eða veittur víðtækur stuðningur hafi hreinlega ekki nægt til að aðstoða sóknaraðila við að sinna uppeldisskyldum sínum. Fallist er á það með varnaraðila að gefa þurfi sóknaraðila tóm til að ná betra ástandi í geðhag sínum og sækja sér viðunandi heilbrigðisþjónustu til að líðan hennar verði betri. Á meðan þarf að tryggja öryggi drengsins og velferð hans og ber við slíka ákvörðun að hafa hagsmuni hans í öndvegi. Úrræði skv. 24. og 25. g r. laganna teljast fullreynd og skilyrði 26. gr. barnaverndarlaga teljast uppfyllt. Sýnt er að brýnir hagsmunir drengsins standi til vistunar hans utan heimilis sóknaraðila í samræmi við kærðan úrskurð umdæmisráðs varnaraðila. 60 Sóknaraðili hefur borið því v ið að drengurinn, einkum vegna fötlunar sinnar og sérþarfa, geti vegna vistunarinnar utan heimilis orðið fyrir tengslarofi við sóknaraðila sem valdið geti óafturkræfu tjóni. Með vísan til gagna málsins og stöðu sóknaraðila telur dómurinn að hagsmunir dreng sins séu ótvírætt þeir að sóknaraðila verði gefið færi á að efla foreldrahæfni sína og koma geðhag sínum í betra horf. Með því móti verði öryggi drengsins og velferð, einkum með vísan til sérþarfa hans vegna fötlunar sinnar, betur tryggð. Þykir framburður matsmannsins C sálfræðings renna styrkum stoðum undir framangreint, en hann bar fyrir dómi að ranghugmyndir sóknaraðila væru á alvarlegu stigi og þyrfti að meðhöndla strax. Því væri hugsanlegt tengslarof drengsins við móður sína ekki mest aðkallandi vandamálið um sinn o g sagðist matsmaðurinn ekki hafa af því sérstakar áhyggjur. 61 Að öllu framangreindu virtu verður ekki fallist á að brotið hafi verið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, meðalhófsreglu, sbr. 41. gr. barnavernd arlaga, né heldur er á það fallist að brotið hafi verið gegn málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga eða barnaverndarlaga við meðferð málsins hjá varnaraðila. 62 Að teknu tilliti til alls framangreinds og hagsmuna sonar sóknaraðila, sem hefur eðli máls samkvæmt, í ljósi aldurs hans og þroska sem og sérstaklega í ljósi þroskaskerðingar hans, einhverfu og annarra greininga, ríka þörf fyrir öryggi og stöðugleika, telur dómurinn það samræmast best hagsmunum hans að vera vistaður tímabundið utan heimilis sóknaraðila. V erður ekki séð að fyrirliggjandi skýrsla talsmanns um afstöðu drengsins standi þeirri niðurstöðu í vegi, nema síður sé, enda verður af henni helst ráðið hvað þroskaskerðing og einhverfa drengsins er honum íþyngjandi. 63 Þarfnast drengurinn bæði stöðugleika o g þroskavænlegra aðstæðna og þykir dóminum einkar mikilvægt að gætt sé að því að sinna þeirri meðferð og þjálfun sem drengurinn þarf á að halda. Upplýst er í málinu að drengurinn sé nú vistaður á heimili stuðningsfjölskyldu sinnar. Dómurinn lítur til þess að í gögnum málsins hefur komið fram sú afstaða móður að hún treysti aðeins sér sjálfri og stuðningsfjölskyldunni til að annast drenginn. Þá kemur fram í gögnum málsins að starfsfólk leikskóla drengsins hefur staðfest að 11 hann mæti ávallt á réttum tíma í le ikskólann þegar hann dvelst hjá stuðningsfjölskyldunni og nýlegar fyrirliggjandi upplýsingar frá sérkennara hans bera vott um að drengurinn sé í betra jafnvægi nú en áður en til vistunarinnar kom. Að mati dómsins nýtur drengurinn þannig hvors tveggja stöðu gleika og þroskavænlegra aðstæðna hjá stuðningsfjölskyldu sinni. 64 Samkvæmt því sem rakið hefur verið verður fallist á kröfu varnaraðila um að honum verði veitt heimild til að vista barnið utan heimilis, sbr. b - lið 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga. Ekki er f allist á að tímalengd vistunarinnar sé úr hófi en í úrskurði umdæmisráðs er lögð áhersla á að meðan á vistun drengsins standi skuli reynt að ná samvinnu við sóknaraðila um að efla forsjárgetu hennar. Þykir tímalengd vistunar heldur ekki úr hófi með vísan t il þess að víðtækur og fjölbreyttur stuðningur hefur verið reyndur til handa sóknaraðila frá fæðingu drengsins, án mikils árangurs. Einnig er litið til framburðar matsmannsins fyrir dómi sem taldi tímalengd vistunarinnar frekar knappa til að sóknaraðila gæ fist nægur tími til að bæta úr geðhag sínum. 65 Sóknaraðili gerir kröfu um málskostnað úr hendi varnaraðila en varnaraðili krefst ekki málskostnaðar. Rétt þykir að málskostnaður falli niður. Sóknaraðili nýtur gjafsóknar samkvæmt gjafsóknarleyfi frá 27. nóvemb er sl., sbr. 60. gr. barnaverndarlaga. Allur gjafsóknarkostnaður sóknaraðila greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar, Leifs Runólfssonar, sem telst hæfilega ákveðin með hliðsjón af tímaskýrslu lögmannsins 1.116.250 krónur. Samkvæmt dóm venju ákvarðast gjafsóknarþóknunin án virðisaukaskatts, sbr. til hliðsjónar úrskurð Landsréttar frá 22. janúar 2019 í máli nr. 7/2019. 66 Af hálfu sóknaraðila flutti málið Leifur Runólfsson lögmaður en af hálfu varnaraðila flutti málið Snædís Björt Agnarsdót tir lögmaður. Sigríður Rut Júlíusdóttir héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Úrskurður umdæmisráðs Barnaverndar Reykjavíkur, frá 21. nóvember 2024, um að vista barnið B , kt. [...] , á heimili á vegum Barnaverndar Reykjavíkur í fjóra mánuð i, til 21. mars 2025, sbr. b - lið 1. mgr. 27. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, er staðfestur Málskostnaður fellur niður. Allur gjafsóknarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns sóknaraðila, Leifs Runólfssonar, 1.116.250 krónur.