LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 20. nóvember 2020. Mál nr. 602/2020 : Samskip hf. (Geir Gestsson lögmaður ) gegn A1988 hf. ( Ólafur Eiríksson lögmaður) Lykilorð Aðfarargerð. Nauðasamningur. Vextir. Útdráttur S hf. krafðist þess að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að stöðva nánar tiltekna aðfarargerð og að gerðinni yrði fram haldið. Ágreiningur aðila var sprottinn af dómi Landsréttar 20. desember 2019 í máli nr. 934/2018 þar sem A hf. var dæmdur til að greiða S h f. nánar tilgreindar skaðabætur vegna brota forvera A hf. gegn samkeppnislögum. Áður en S hf. höfðaði áðurgreint dómsmál á árinu 2011 hafði forveri A hf. fengið með úrskurði 1. júlí 2009 heimild til að leita nauðasamnings samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjal dþrotaskipti o.fl. Var nauðasamningurinn staðfestur með úrskurði 28. ágúst sama ár. Að gegnum fyrrgreindum dómi Landsréttar efndi A hf. tildæmda skaðabótakröfu S hf. með framsali hlutabréfa í E hf. í samræmi við ákvæði nauðasamningsins. S hf. krafðist hins vegar fjárnáms hjá A hf. til tryggingar greiðslu vaxta og dráttarvaxta af tildæmdri bótafjárhæð. Hélt S hf. því fram að vaxtakrafan hefði stofnast 4. október 2009 eða eftir að úrskurður gekk um heimild forvera A hf. til að leita nauðasamnings og því tæki nauðasamningurinn ekki til hennar. Laut ágreiningur aðila að því hvort nauðasamningurinn tæki til vaxtakröfunnar og ef svo væri að hvaða leyti hann hefði áhrif á efndir hennar. Ekki var fallist á að S hf. ætti kröfu á hendur A hf. um greiðslu vaxta samkvæm t 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Á hinn bóginn féllu dráttarvextir á samningskröfur eftir almennum reglum ef vanefndir yrðu á honum. Líta yrði svo á að 30 daga frestur til efnda samkvæmt nauðasamningnum hefði byrjað að líða þegar endanl egur dómur í máli aðila var kveðinn upp í Landsrétti 20. desember 2019. Ekki yrði hins vegar krafist dráttarvaxta af kröfu um annað en peningagreiðslu, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 38/2001. Með nauðasamningnum hefði kröfu S hf. verið breytt í hlutafé og he fðu efndir kröfunnar verið fólgnar í afhendingu hlutafjárins 20. febrúar 2020. Gæti S hf. ekki leitað skaðabóta vegna ætlaðs afhendingardráttar A hf. með því að krefjast dráttarvaxta af andvirði þess sem hann teldi A hf. ekki hafa staðið réttilega skil á. Loks þóttu engin rök hníga til þess að eftir að efndafresti samkvæmt nauðasamningi lauk hafi stofnast sjálfstæð krafa S hf. til handa um vexti og dráttarvexti af tilgreindu andvirði sem nauðasamningurinn tæki 2 ekki til og lyti því ekki réttaráhrifum hans. Þ vert á móti leiddi nauðasamningur til þess samkvæmt 3. mgr. 28. gr., sbr. 114. gr., laga nr. 21/1991 að kröfur um vexti, sem féllu til eftir að heimild hefði verið veitt til að leita nauðasamnings, félli niður. Var kröfu S hf. því hafnað. Úrskurður Lands réttar Landsréttardómararnir Aðalsteinn E. Jónasson , Oddný Mjöll Arnardóttir og Ragnheiður Bragadóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 29. október 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 5. næsta mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 16. október 2020 í málinu nr. Y - 2935/2020 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að ákvörðun s ýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 7. apríl 2020 , um að st öðva aðf arargerð í máli nr. 2020 - 010199 , yrði ógil t og gerðinni fram haldið . Kæruheimild er í 4. mgr. 91. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að framangreind krafa verði tekin til greina . Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar. Málsatvik 4 Mál þetta á rót að rekja til dómsmáls sem sóknaraðili höfðaði á hendur varnaraðila 12. október 2011. Í má linu krafðist sóknaraðili skaðabóta úr hendi varnaraðila vegna brota gegn 11. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá 12. mars 2008 voru brotin framin í starfsemi Hf. Eimskipafélags Íslands á árunum 1999 - 2002. Í byrjun árs 2003 yfirtók forveri varnaraðila flutningastarfsemi áðurgreinds félags og var stjórnvaldssekt vegna brotanna lögð á það félag árið 2007. Með dómi Landsréttar 20. desember 2019 í máli aðila nr. 934/2018 var fallist á varakröfu sóknaraðila og va rnaraðila gert að greiða honum 98.144.452 krónur með vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 12. október 2007 til 12. október 2011 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt var varnaraðila gert að greiða sóknaraðila málskostnað. 5 Áður en sóknaraðili höfðaði áðurgreint dómsmál hafði Hf. Eimskipafélag Íslands fengið með úrskurði 1. júlí 2009 heimild til að leita nauðasamnings eftir reglum 3. þáttar laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Var nauðasamningurinn staðfestur með úrskurði 28. ágúst sama ár. Samkvæmt honum bar skuldara að greiða lánardrottnum sem svaraði til 11,9% krafna þeirra með afhendingu hluta fjár í nýju félagi, L1003 e hf. , sem breytt yrði í Eimskipafélag Íslands ehf. Afhending hlutafjárins skyldi eiga sér stað eigi síðar en innan 30 daga frá því að nauðasamningurinn teldist 3 kominn á. Þá var kveðið á um það í samningnum að engir vextir yrðu greiddir vegna krafna lánardrottna frá þeim degi sem frumvarp þetta [ teldist ] komið á og þar til afhending á hlutafénu ætti sér stað. 6 Sóknaraðili lýsti ekki kröfu sinni við fyrrgreindar nauðasamningsumleitanir samkvæmt VIII. kafla laga 21/1991 en óumdeilt er að nauðasamningurinn tók til kröfunnar, sbr. 2. mgr. 31. gr. og fyrri málslið 2. mgr. 60. gr. laga nr. 21/1991 . 7 Með bréfi 12. febrúar 2020 krafði sóknaraðili varnaraðila um efndir dóms Landsréttar í máli aðila. Taldi hann í fyrsta lagi að uppgjör tildæmdra skaðabóta skyldi fara fram í samræmi við nauðasamning forvera varnaraðila með því að varnaraðili greiddi honum 11,9% af höfuðstólsfjárhæðinni með vöxtum samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 12. október 2007 til 1. júlí 2009 eða samtals 14.386.079 krónur. Í öðru lagi krafði hann varnaraðila um greiðslu vaxta að fjárhæð 27.887.792 krónur, sem reiknuðust af áðurgreind ri fjárhæð samkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001 frá 4. október 2 009 til 12. október 2011 en frá þeim degi með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga. 8 Hinn 19. febrúar 2020 efndi varnaraðili skaðabótakröfu sóknaraðila með því að framselja honum hlutabr éf í Eimskipafélagi Íslands hf. sem samsvaraði greiðslu á 14.386.079 krónum eða 11,9% af höfuðstól tildæmdrar bótakröfu sóknaraðila miðað við stöðu hennar með tildæmdum vöxtum 1. júlí 2009, sbr. fyrri málslið 3. mgr. 30. gr. laga nr . 21/1991. 9 Með aðfararbe iðni 5. mars 2020 krafðist sóknaraðili fjárnáms hjá varnaraðila til tryggingar áðurgreindri vaxta - og dráttarvaxta kröfu sinni frá 4. október 2009 til 4. mars 2020 auk áfallandi dráttarvaxta, dráttarvaxta af málskostnaðarkröfu og kostnaðar af fullnustugerðu m að greiðslur vegna tildæmds málskostnaðar hefðu þegar verið inntar af hendi. Samkvæmt gögnum málsins voru dráttarvextir af málskostnaði greiddir 24. mars 2020. 10 Sóknaraðili by ggir á því að vaxtakrafa hans samkvæmt aðfararbeiðni hafi stofnast 4. október 2009 þegar frestur varnaraðila til að efna nauða samninginn með afhendingu hlutafjár var liðinn samkvæmt ákvæðum hans. Vaxtakrafan hafi orðið til eftir að úrskurður gekk um heimil d varna raðila til að leita nauðasamnings og taki hann því ekki til kröfunnar, sbr. 1. tölulið 1. mgr. 28. gr. laga nr. 21/1991. 11 Varnaraðili hefur hafnað kröfu sóknaraðil a um greiðslu vaxta og dráttarvaxta af samningskröfunni. Vísar varnaraðili í fyrsta lag i til þess að samningskrafa sóknaraðila hafi verið efnd með afhendingu hlutafjár í samræmi við ákvæði nauðasamningsins en slíkar kröfur beri hvorki vexti né dráttarvexti. Í öðru lagi byggir varnaraðili á því að jafnvel þótt samningskrafa sóknaraðila gæti b orið vexti og dráttarvexti hefði slík krafa fallið niður við nauðasamninginn, sbr. 3. mgr. 28. gr. laga nr. 21/1991. Loks byggir varnaraðili á því að ætluð krafa sóknaraðila um vexti og dráttarvexti hafi stofnast áður en úrskurður gekk um heimild hans til að leita nauðasamnings. 4 Niðurstaða 12 Eins og að framan greinir var nauðasamningur forvera varnaraðila staðfestur með úrskurði héraðsdóms 28. ágúst 2009 og varð úrskurðurinn endanlegur að loknum kærufresti 4 . september sama ár. Aðila greindi á um réttmæti s kaðabótakröfu sóknaraðila og úr þeim ágreiningi var ekki skorið endanlega fyrr en með áðurgreindum dómi Landsréttar 20. desember 2019. Samkvæmt 2. mgr. 31. gr. laga nr. 21/1991 breytir ágreiningur um réttmæti kröfu því ekki að hún verði talin samningskrafa eins og endanlega verður úr henni leyst. 13 Í dómaframkvæmd hefur verið staðfest að nauðasamningur breyti ekki efni kröfu sem hann tekur til heldur efndaaðferðinni og áhrifum hennar, sbr. síðari málslið 2. mgr. 60. gr. laga nr. 21/1991, sbr. og til hliðsjóna r dóm Hæstaréttar 15. maí 2003 í máli nr. 526/2002 og dóm Landsréttar 23. maí 2018 í máli nr. 358/2018. Af framangreindum dómum verður jafnframt leitt að til úrlausnar komi við efndir kröfu, eftir atvikum við fullnustu dóms við aðför, með hvaða hætti og að hve miklu leyti efna ber kröfuna samkvæmt ákvæðum nauðasamningsins. 14 Í 2. málslið 3. mgr. 30. gr. laga nr. 21/1991 segir að samningskröfur beri ekki vexti eftir að nauðasamningur er kominn á nema þar sé kveðið á um það. Í nauð a samningi forvera varnaraðila var sérstaklega tekið fram að engir vextir yrðu greiddir af kröfum lánardrottna frá þeim degi sem nauðasamningur kæmist á þar til afhending á hlutafénu færi fram. Verður því ekki fallist á að sóknaraðili eigi kröfu á hendur varnaraðila um greiðslu vaxta s amkvæmt 8. gr. laga nr. 38/2001. Í lok 2. málsliðar 3. mgr. 30. gr. laga nr. 21/1991 segir hins vegar að dráttarvextir falli á sam n ingskröfur eftir almennum reglum ef vanefndir verða á samningnum. Eins og áður greinir var ágreiningur um kröfu sóknaraðila o g kom ekki til efnda á henni fyrr en endanlegur dómur gekk í máli aðila rúmlega 1 0 árum eftir að frestur til réttra efnda samkvæmt nauðasamningnum var liðinn. 15 Eins og áður greinir breytir ágreiningur um réttmæti kröfu því ekki að hún verði talin samningskr afa eins og endanlega verður úr henni leyst, sbr. 2. mgr. 31. gr. laga nr. 21/1991. Í skýringum við framangreint ákvæði í frumvarpi sem varð að lögum nr. 21/1991 segir að nauðasamningur verði bindandi um slíka kröfu að leystum ágreiningi um hana. Samkvæmt því verður litið svo á að 30 daga frestur til efnda samkvæmt nauðasamningnum hafi byrjað að líða þegar dómur Landsréttar í máli aðila nr. 934/2018 var kveðinn upp 20. desember 2019 . Varnaraðili efndi sem fyrr greinir skaðabótakröfu sóknaraðila 19. febrúar 2020 með því að framselja honum hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands hf. 16 Með nauðasamning i forvera varnaraðila var kröfu sóknaraðila breytt í hlutafé eins og áður er lýst og voru efndir kröfunnar fólgnar í afhendingu hlutafjárins. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr . laga nr. 38/2001 verður ekki krafist dráttarvaxta af kröfu um annað en peningagreiðslu, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 28. október 2004 í máli nr. 160/2004. Krafa sóknaraðila, sem hann telur varnaraðila ekki hafa efnt réttilega 5 samkvæmt nauðasamningn um, var um afhendingu á hlutafé en ekki um greiðslu peningafjárhæðar. Eins og leiða má af framangreindum dómi getur sóknaraðili ekki leitað skaðabóta vegna ætlaðs afhendingardráttar varnaraðila með því að krefjast dráttarvaxta af andvirði þess sem hann tel ur varnaraðila ekki hafa staðið réttilega skil á. 17 Loks þykja engin rök hníga til þess, svo sem sóknaraðili heldur fram, að eftir að efndafresti samkvæmt nauðasamningi lauk hafi stofnast sjálfstæð krafa honum til handa um vexti og dráttarvexti af áðurgreind u andvirði sem nauðasamningurinn taki ekki til og lúti því ekki réttaráhrifum hans. Þvert á móti leiðir nauðasamningur til þess s amkvæmt 3. mgr. 28. gr., sbr. 114. gr. , laga nr. 21/1991 að kröfur um vexti, sem falla til eftir að heimild var veitt til að le ita nauðasamnings, falla niður. 18 Með hliðsjón af öllu framangreindu verður hinn kærði úrskurður staðfestur um annað en málskostnað. 19 Eftir þessum úrslitum verður s óknaraðila gert að greiða varnaraðila málskostnað í héraði og kærumálskostnað sem ákveðinn ver ður í einu lagi eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hin n kærði úrskurður er staðfestur um annað en málskostnað. Sóknaraðili, Samskip hf., greiði varnaraðila, A1988 hf., 750 .000 krónur í málskostnaði í héraði og fyrir Landsrétti. Úrskurður Hérað sdóms Reykjavíkur 16. október 2020 Mál þetta barst Héraðsdómi Reykjavíkur með beiðni dagsettri 27. apríl 2020 og móttekinni sama dag. Sóknaraðili er Samskip hf. , Kjalarvogi 7 - 15, 104 Reykjavík og varnaraðili A1988 hf., kt. 660288 - 1049, Korngörðum 2, 104 R eykjavík. Sóknaraðili gerir þær kröfur að ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. apríl 2020, um að stöðva aðför, skv. 2. mgr. 27. gr. laga um aðför nr. 90/1989, í aðfararmáli nr. 2020 - 010199, verði ógilt með úrskurði og gerðinni fram haldið. Þá er krafist málskostnaðar. Varnaraðili krefst þess að kröfu sóknaraðila verði hafnað og að ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. apríl 2020, um að stöðva aðför, í aðfararmáli nr. 2020 - 010199, verði staðfest. Þá er krafist málskostnaðar. Mál þetta var tekið til úrs kurðar að loknum munnlegum málflutningi 23. september 2020. I Mál þetta má rekja til dóms Landsréttar í máli nr. 934/2018 en þar var varnaraðila gert að greiða sóknaraðila 98.144.452 krónur ásamt vöxtum samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 12. október 2007 til 12. október 2011 en með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sömu laga frá þeim degi til greiðsludags. Dómnum var ekki áfrýjað. 6 Með aðfararbeiðni dagsettri 5. mars 2020 krafðist sóknaraðili fjárnáms hjá varnaraði la fyrir ógreidda vexti á tímabilinu frá 4. október 2009 til greiðsludags, samtals að fjárhæð 28.219.842 krónur. Við fyrirtöku hjá sýslumanni 6. apríl 2020 mótmælti varnaraðili kröfunni með vísan til þess að hann hefði greitt kröfu sóknaraðila með greiðs lum 19. febrúar og 24. mars 2020. Sýslumaðurinn frestaði málinu í einn sólarhring og stöðvaði gerðina á grundvelli 2. mgr. 27. gr. laga um aðför nr. 90/1989. Varnaraðili fékk staðfestan nauðasamning í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst 2009. Efni sam ningsins var svohljóðandi: 1. sem má jafna til að þeim sé boðin greið sla á 11,9% krafna sinna. 2. Eimskip mun afhenda 54,1% af hlutafé Nýja Eimskips til lánardrottna, en það samsvarar greiðslu á 11,9% krafna þeirra. Afhendingin mun eiga sér stað innan 30 daga frá því nauðasamningur telst kominn á. 3. Engir vextir verða greidd ir vegna krafna lánardrottna frá þeim degi sem frumvarp þetta telst komið á og þar til hlutafé Nýja Eimskips verður flutt til lánardrottna. 4. Kærufrestur var ein vika samkvæmt 59. gr. laga nr. 21/1991 og urðu nauðasamningarnir því endanlegir 5. september 2009. Ágreiningur aðila varðar hvort dómur Landsréttar nr. 934/2018 um skyldu til greiðslu vaxta eftir lok nauðasamningstímabils frá 4. októ ber 2009 til greiðsludags sé nauðasamningskrafa þar sem efndaaðferð og áhrif nauðasamnings koma til efnislegrar skoðunar við aðfarargerð hjá sýslumanni eða hvort krafan falli utan nauðasamninga. II Sóknaraðili byggir á því að aðfararhæfir og endanlegir dóm ar um skyldu til greiðslu vaxta verði ekki endurskoðaðir efnislega af sýslumanni við aðför, m.a. með vísan til reglna um þrígreiningu ríkisvaldsins. Dómur Landsréttar nr. 934/2018 er endanlegur og bindandi um úrslit sakarefnis málsins, skv. 1. mgr. 116. gr . l. nr. 91/1991, þ.m.t. um skyldu varnaraðila um greiðslu vaxta frá 4. október 2009 til greiðsludags. Dómurinn er jafnframt aðfararhæfur, skv. 1. tl. 1. mgr. 1. gr. afl. Sóknaraðili vísar jafnframt til þess að varnaraðili geti ekki fyrst komið á framfæri efnislegum mótmælum við greiðslu vaxta, eftir að rekstri dómsmáls sé lokið og búið sé að dæma um vaxtakröfuna, sbr. 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Vaxtakrafan í aðfararbeiðni var sérstaklega afmörkuð þannig að hún tæki einungis ti l vaxta sem féllu til eftir lok nauðasamninga, þ.e. hún tók einungis til tímabilsins frá 4. október 2009 til greiðsludags. Ekki er krafist aðfarar fyrir vaxtagreiðslum fyrir nauðasamninga eða meðan á nauðasamningsferli stóð. Samkvæmt 1. tl. 1. mgr. 28. gr . gþskl. nr. Sóknaraðili vísar til þess að varnaraðili hafi haft 30 daga til að efna n auðasamninginn frá 5. september 2009. Engir vextir reiknuðust á því 30 daga tímabili. Frestur varnaraðila til efnda við kröfuhafa rann út 3. október 2009. Sóknaraðili heldur því fram að vextir reiknist með almennum hætti eftir það eða frá 4. 7 október 2009 t il greiðsludags. Varnaraðili geti ekki verið undanþeginn greiðslu vaxta í 11 ár eftir að nauðasamningsferli lauk og þá sérstaklega þegar hann hafi ekki gert neina tilraun til að efna greiðsluskyldu við sóknaraðila. Greiðsla vaxta eftir 4. október 2009 hafi ekkert með nauðasamninga að gera eða jafnræði nauðasamningskröfuhafa, enda hefðu vextirnir fallið til eftir að nauðasamningstímabilinu lauk. Því bæri að gera fjárnám fyrir vaxtakröfunni samkvæmt dómi Landsréttar og halda áfram gerðinni. Sóknaraðili vís ar til þess að Hrd. 413/2015 staðfesti að það sé einungis ef krafa varð til fyrir nauðasamninga sem réttlætanlegt geti verið að stöðva gerð, vegna vafa um kröfu gerðarbeiðanda, skv. 2. mgr. 27. gr. afl. Annars beri að halda áfram gerðinni. Í þessu máli hef ur krafa um aðför verið sérstaklega afmörkuð við dagsetningar eftir að nauðasamningsferli lauk, þ.e. frá 4. október 2009 til greiðsludags. Hrd. 526/2002 og Lrd. 358/2018 fjalla einnig um kröfur sem stofnast fyrir nauðasamninga og eiga því ekki við í þessu máli. Sóknaraðili mótmælir því að ekki beri að greiða vexti af kröfu sóknaraðila, af þeirri ástæðu að hann hafi gert upp nauðasamningskröfur með afhendingu hlutabréfa, en ekki með peningum. Varnaraðili hafi átt að halda fram þessari málsástæðu undir rekst ri dómsmálsins í Lrd. 934/2018, sbr. m.a. 5. gr. 101. gr. laga nr. 91/1991 og málsforræðisreglu einkamálaréttarfars, og krefjast þess að hann yrði sýknaður af öllum vaxtakröfum eftir lok nauðasamninga þar sem greiða átti með hlutabréfum. Þá verður ekki efn islega fjallað um skyldu til greiðslu vaxta eftir lok nauðasamnings í þessu máli, vegna res judicata áhrifa dóms Landsréttar, sbr. einnig 1. mgr. 116. gr. eml. Sóknaraðili vísar til þess að í nauðasamningnum var staðfest að varnaraðili hefði 30 daga til a ð efna greiðsluskyldu við samningskröfuhafa, til 3. október 2009. Vextir reiknuðust með almennum hætti af fjárkröfum nauðasamningskröfuhafa ef varnaraðili afhenti þeim ekki hlutabréf í Nýja Eimskipi fyrir 3. október 2009 Þá vísar sóknaraðili til þess að verulegt óréttlæti felist í því að varnaraðili geri enga tilraun til að efna greiðsluskyldu sína í 11 ár eftir nauðasamninga og beri þrátt fyrir það enga skyldu til greiðslu vaxta. Ef fallist væri á kröfur varnaraðila hefðu skuldarar engan hvata til að ef na skuldbindingar sínar gagnvart kröfuhöfum á réttum tíma. Sóknaraðili mótmælir því að reglur um jafnræði kröfuhafa eigi við eftir lok nauðasamninga, sbr. einnig Hrd. nr. 281 - 282/2015 þar sem staðfest var skattskylda A1988 að upphæð 66,7m EUR vegna eftir gjafar skulda í nauðasamningunum (dskj. 4). Greiða ber vexti af þeim kröfum, enda urðu þær til eftir nauðasamninga, sbr. 6. mgr. 112. gr. laga nr. 90/2003 og 1. mgr. 114. mgr. laganna. Þá vísast til Hrd. 549/2011. Þar var A1988 dæmt til greiðslu skaðabóta og vaxta til manns sem varð fyrir vinnuslysi árið 2005 (fyrir nauðasamninga). Dómurinn féll árið 2012 (eftir nauðasamninga). Vextir voru dæmdir frá árinu 2005 til greiðsludags og tóku þannig bæði til tímabilsins fyrir nauðasamninga og eftir. Varnaraðili vi rðist hvorki hafa borið fyrir sig í málinu að nauðasamningar næðu til greiðslu vaxta af kröfunni eftir lok nauðasamnings né til reglna um jafnræði kröfuhafa. Þá er vísað til þess að regla 2. mgr. 27. gr. aðfararlaga., sem heimilar sýslumanni að fresta ger ð, er undantekningarregla, sem skýra ber þröngt. Meginreglan er sú að aðför skuli fara fram í samræmi við aðfararheimild. III Varnaraðili vísar til þess að kröfur á hendur skuldara, sem ekki eru undanþegnar áhrifum nauðasamnings teljast til samningskrafn a, sbr. 1. mgr. 29. gr. laga nr. 21/1991, án tillits til þess hvort vitað sé um þær eða um þær sé ágreiningur. Kröfur um skaðabætur sem urðu til fyrir gerð nauðasamningsins varnaraðila árið 2009 voru því ekki undanþegnar samningnum eftir ákvæðum 28. gr. la ga nr. 21/1991. Krafa sóknaraðila féll því undir nauðasamninginn. Af því leiðir að sóknaraðili getur ekki krafist efnda, og aðfarar til að knýja þær fram, umfram það sem leiðir af efni nauðasamningsins. 8 Varnaraðili vísar til dómaframkvæmdar Landsréttar og Hæstaréttar um að nauðasamningur breyti ekki efni samningskröfu heldur efndaaðferðinni og áhrifum hennar, sbr. síðari málslið 2. mgr. 60. gr. laga nr. 21/1991. Álitaefni um það hvort og að hve miklu leyti krafa er háð ákvæðum nauðasamnings kemur því til ú rlausnar við fullnustu dóms um hana með aðför. Sýslumanni bar því að taka afstöðu til þess hvort krafan hefði þegar verið efnd í samræmi við efni nauðasamningsins frá 2009, líkt og hann gerði. Var það jafnframt í samræmi við ákvæði 2. mgr. 27. gr. laga nr. 90/1989 um aðför, en af því leiðir að stöðva ber gerð ef sýslumaður telur óvíst að gerðarbeiðandi eigi rétt á að gerðin fari fram með þeim hætti sem hann krefst. Varnaraðili vísar til þess að sóknaraðili hafi sjálfur byggt á þessum sjónarmiðum í stefnu í Lrd. 934/2018, en þar kemur fram að hann hafi ekki lýst kröfu í nauðasamningsferli varnaraðila á árinu 2009 og eigi því rétt á sambærilegum hlutfallslegum efndum á kröfu og nauðasamningskröfuhafar, en slíkt er uppgjörsatriði eftir að dæmt hefur verið um k röfuna. Nú byggir sóknaraðili á því að varnaraðili hefði þurft að byggja á málsástæðum tengdum uppgjöri nauðasamningsins í einkamálinu. Af dómaframkvæmd Hæstaréttar og Landsréttar er hins vegar ljóst að sú fullyrðing sóknaraðila er röng auk þess sem hún er í andstöðu við yfirlýsingar hans sjálfs á fyrri stigum málsins. Varnaraðili byggir á því að krafa sóknaraðila hafi þegar verið greidd og því beri að hafna kröfum sóknaraðila og staðfesta ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að stöðva aðförina. S amkvæmt 1. gr. nauðasamningsins bar varnaraðila að greiða lánardrottnum sem svaraði til 11,9% Krafa sóknaraðila, með áföllnum vöxtum til 1. júlí 2009, var samningskrafa sem féll undir nauðasamning varnaraðila og því bar að efna hana í samræmi við framangreinda skilmála. Óumdeilt er að þann 1. júlí 2009 námu 11,9% af kröfunni 14.386.079 krónum. Fjö og útreikningar félagsins miðaðir við það. Samningskröfuhafar varnaraðila fengu við efndir ið gengið 150.189 per hlut og var einnig miðað við það í uppgjöri á kröfu sóknaraðila. Í samræmi við þetta var samningskrafa sóknaraðila efnd þann 19. febrúar 2020 með afhendingu alls 95.797 hluta í Nýja Eimskipi. Um fullar efndir kröfunnar var að ræða, en da var hún efnd í samræmi við efni nauðasamningsins, sbr. 2. mgr. 60. gr. laga nr. 21/1991. Varnaraðili hafnaði hins vegar kröfum sóknaraðila um greiðslu vaxta og dráttarvaxta af samningskröfunni. Ástæða þess var sú að samkvæmt efni nauðasamningsins var sóknaraðila aðeins heimilt að krefjast efnda hennar með framsali hluta í Eimskipafélagi Íslands hf. Slíkar kröfur bera ekki vexti og dráttarvexti í samræmi við ákvæði laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu, enda falla slíkar kröfur utan gildissviðs lag anna, sbr. 1. mgr. 1. gr. þeirra. Varnaraðila bar því að hafna kröfu sóknaraðila um vexti og dráttarvexti. Jafnvel þótt talið yrði að samningskrafa sóknaraðila gæti borið vexti og dráttarvexti í samræmi við ákvæði laga nr. 38/2001, er ljóst að slíkar krö fur hefðu fallið niður við nauðasamninginn, sbr. 3. mgr. 28. gr. laga nr. 21/1991. Þar er kveðið á um að nauðasamningur leiði til brottfalls skulda sem skipað yrði í skuldaröð eftir 114. gr. laganna ef bú skuldarans hefði verið tekið til gjaldþrotaskipta, en þar með talið eru kröfur um vexti og dráttarvexti, sbr. 1. tölul. ákvæðisins. Krafa sóknaraðila um greiðslu málskostnaðar féll hins vegar ekki undir nauðasamninginn og var hún því greidd með millifærslu 5.000.000 króna á reikning sóknaraðila þann 19. Febrúar. Útistandandi vextir á málskostnaðarkröfuna voru greiddir 24. mars 2020. 9 Með vísan til framangreinds er ljóst að kröfur sóknaraðila hafa þegar verið efndar að fullu og því ber að hafna kröfum sóknaraðila og staðfesta ákvörðun Sýslumannsins á höfu ðborgarsvæðinu frá 7. apríl 2020, um að stöðva aðför í aðfararmáli nr. 2020 - 010199. IV Með Lrd. nr. 934/2018 var varnaraðili dæmdur til að greiða sóknaraðila skaðabætur vegna samkeppnisbrota að fjárhæð 98.144.452 krónur ásamt vöxtum og dráttarvöxtum. Af dó mafordæmum má ráða, sbr. Hrd. 526/2002 og Lrd. 358/2018, að nauðasamningur leiðir ekki til þess að að krafan verði ekki dæmd án tillits til nauðasamningsins eða ágreinings aðila um hann. Ástæðan er sú að nauðasamningurinn breytir ekki efni samningskröfunna r heldur efndaaðferðinni og áhrifum hennar, sbr. 2. mgr. 60. gr. laga nr. 21/1991. Það er því ekki fyrr en nú, við fullnustu dómsins með aðför, sem kemur til úrlausnar hvort og að hve miklu leyti krafa sóknaraðila er háð ákvæðum nauðasamningsins og hvernig hún verður efnd samkvæmt ákvæðum hans. Verður því ekki fallist á að sýslumanni hafi verið rétt að samþykkja fullnustu kröfunnar í samræmi við dómsorð Lrd. 934/2018, og andmæli varnaraðila um efndir kröfunnar á grundvelli nauðasamningsins komist ekki að ve gna útilokunarreglunnar. Varnaraðili fékk staðfestan nauðasamning í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst 2009 sem varð endanlegur að loknum kærufresti þann 5. september 2009. Ágreiningur um réttmæti kröfu breytir því ekki að hún verði talin samningskraf a eins og endanlega verður úr henni leyst, sbr. 2. mgr. 31. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Með dómi Landsréttar í máli nr. L - 934/2018 var varnaraðili dæmdur til að greiða sóknaraðila 98.144.452 krónur ásamt vöxtum frá 12. október 2007 til s tefnubirtingardags 12. október 2011 en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Vaxtakrafan stofnaðist því þann 12. október 2007, eða u.þ.b. tveimur árum áður en nauðasamningurinn var samþykktur og varð því til áður en úrskurður gekk um heimild va rnaraðila til að leita nauðasamninga. Með þeim nauðasamningi var samþykkt að greiðsla krafna yrði gerð upp með hlutafé í Nýja Eimskipi til kröfuhafa, þ.m.t. sóknaraðila, sem samsvaraði greiðslu á 11,9% krafna á hendur félaginu. Með réttum efndum nauðasamni ngsins fellur því niður 88,1% af heildarkröfunni, þ.m.t. áfallnir vextir og dráttarvextir, sbr. 3. mgr. 28. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Efndir kröfu í samræmi við það sem nauðasamingurinn kveður á um teljast réttar efndir kröfunnar svo sem hún hefði verið efnd eftir upphaflegu efni sínu, sbr. 2. mgr. 60. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Réttar efndir nauðasamningsins fólu í sér að afhenda hlutabréf til kröfuhafa innan 30. dag a frá því nauðasamningurinn taldist kominn á. Um kröfu sóknaraðila var ágreiningur og því kom ekki til efnda á henni fyrr en niðurstaða í ágreiningsmálinu lá fyrir. Um aðrar efndir en afhendingu hluta í félaginu var ekki að ræða samkvæmt nauðasamningnum sj álfum. Sá áskilnaður í nauðasamningnum um að engir vextir séu greiddir frá þeim tíma sem frumvarpið er samþykkt og þar til hlutaféð er afhent verður ekki skilinn með öðrum hætti en að með því sé verið að festa fjárhæð uppgjörskröfunnar við ákveðinn dag og gefa félaginu ákveðið svigrúm til þess að afhenda hlutina án þess að það leiði til einhverjar hækkunar og hugsanlega röskunar á innbyrðis eignarhlutum kröfuhafanna. Verður ekki fallist á með sóknaraðila að þessi áskilnaður gefi tilefni til þess að gagnályk ta með þeim hætti að vextir reiknist á kröfuna frá 4. október 2009. Samkvæmt lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. getur það að nauðasamningur hafi ekki verið efndur að fullu haft þær afleiðingar að sérhver sem á samningskröfu á hendur skuldarinum geti krafist ógildingar á nauðasamningnum, sbr. 62. gr. laganna. Í lögunum er hvergi kveðið á um það að afleiðingar vanefnda geti orðið þær að dráttarvextir reiknist á kröfuna. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu gilda þau u m vexti af peningakröfum. Upphafleg krafa sóknaraðila var vissulega fjárkrafa sem heldur áfram að bera vexti og dráttarvexti. Krafan samkvæmt umræddum nauðasamningi var hins vegar um afhendingu á hlutum í Eimskipfélaginu og með honum urðu kröfur um vexti o g dráttarvexti eftirstæðar og féllu niður, sbr. 3. mgr. 28. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Verður ekki séð að nein lagaheimild sé fyrir því að vanefndir á efndaaðferð sem felst í afhendingu á hlutum, geti leitt til þess 10 að þeir dráttarvexti r rakni við á nýjan leik. Það hefði hins vegar verið skýrara af hálfu varnaraðila að tiltaka það nákvæmlega í nauðasamningnum hvernig skyldi farið með ágreiningskröfur og eftir atvikum skilyrtar kröfur, þannig að ekki hefði þurft að koma til ágreinings veg na þessa. Það verður þó ekki talið leiða til þess að hægt sé að fallast á kröfur sóknaraðila. Með hliðsjón af öllum atvikum þykir rétt að málskostnaður falli niður. Af hálfu sóknaraðila flutti málið Geir Gestsson lögmaður Af hálfu varnaraðila flutti málið Ólafur Eiríksson lögmaður. Helgi Sigurðsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Málinu var úthlutað til dómara 12. júní sl. Úrskurðarorð: Kröfu sóknaraðila er hafnað. Staðfest er ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgar - svæðinu, dagsett 7. apríl 2 020, um að stöðva aðför í aðfararmáli nr. 2020 - 010199. Málskostnaður fellur niður.