LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 18. desember 2020. Mál nr. 624/2020 : A (Kristinn Hallgrímsson lögmaður ) gegn B ( Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður) og til réttargæslu C (enginn ) Lykilorð Kærumál. Frestur. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem B var veittur frestur til að leggja fram greinargerð um efnisvarnir í máli sem A hafði höfðað á hendur henni. B hafði lagt fram greinargerð um frávísunarkröfu þegar 14 vikur voru liðnar frá þingfestingu málsins. Í úr skurði Landsréttar kom fram að málatilbúnaður B hefði ekki verið í samræmi við 6. málslið 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála þar sem gert er að skilyrði fyrir því að heimilt sé að leggja fram greinargerð þar sem eingöngu er krafist fráví sunar að hún sé lögð fram innan fjögurra vikna frá þingfestingu málsins. Var hinn kærði úrskurður því felldur úr gildi. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir , Jóhannes Sigurðsson og Oddný Mjöll Arnardóttir kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 6. nóvember 2020 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. október 2020 í málinu nr. E - 13 81/2020 þar sem varnaraðilum var veittur frestur til framlagningar greinargerðar um efnisvarnir. Kæruheimild er í h - lið 1 . mgr. 143 . gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og að frestbeiðni varnaraðila verði hafnað. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. 2 4 C , sem stefnt er til réttargæslu í málinu í héraði, hefur ekki látið málið til sín taka fyrir Landsrétti. Niðurstaða 5 Af endurriti úr þingbók héraðsdóms er ljóst að málið var þingfest á reglulegu dómþingi Héraðsdóms Reykjaness 27. maí 2020 og er þar bókað að lögmaður hafi sótt þing af hálfu varnaraðila sem var stefnda í málinu í héraði. Af hálfu varnaraðila var þá sett fram krafa um að sóknaraðila, stefnanda í málinu í héraði, yrði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar. Boðað var til munnlegs málflutnings um ágreining vegna þeirrar kröfu 8. júní sama ár en kröfunni var haf nað með úrskurði héraðsdóms 18. sama mánaðar. Málið var tekið fyrir að nýju á reglulegu dómþingi 24. júní 2020 og þá var bókað í þingbók að stefndu fengju með samþykki stefnanda frest til að leggja fram greinargerð til 2. september 2020. Sameiginleg greina rgerð varnaraðila og C , sem stefnt var til réttargæslu í héraði, var lögð fram í þinghaldi þann dag. Í greinargerðinni var einungis gerð krafa um frávísun málsins. Málið fór þá til dómstjóra til úthlutunar og var næst tekið fyrir 24. sama mánaðar þegar ákv eðið var að fresta málinu til 2. október til munnlegs málflutnings um frávísunarkröfu varnaraðila. Að loknum málflutningi var ágreiningur aðila um frávísunarkröfuna tekinn til úrskurðar og var henni hafnað með úrskurði 12. október 2020. Í þinghaldinu óskað i varnaraðili eftir fresti til að leggja fram greinargerð um efnishlið málsins en af hálfu sóknaraðila var því mótmælt að slík greinargerð kæmist að í málinu og jafnframt að veittur yrði frestur í þeim tilgangi með vísan til 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/199 1. Ákveðið var að munnlegur málflutningur um þennan ágreining aðila færi fram 21. október 2020. Að loknum málflutningi var málið tekið til úrskurðar og úrskurður kveðinn upp 29. sama mánaðar þar sem varnaraðila var veittur frestur til framlagningar greinar gerðar um efnisvarnir. Sóknaraðili kærði úrskurðinn til Landsréttar sem hér er til úrlausnar. 6 Í 1. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 er mælt fyrir um að sæki stefndi þing við þingfestingu máls í héraði eigi hann rétt á hæfilegum fresti til að taka afstöðu til krafna stefnanda og kanna framkomin gögn. Ef stefndi heldur uppi vörnum ber honum samkvæmt 2. mgr. lagaákvæðisins að leggja fram skriflega greinargerð um þær við lok frests samkvæmt 1. mgr. ákvæðisins. Stefnda ber að greina frá öllum kröfum sínum og málsá stæðum í greinargerð, auk annarra atriða, svo sem nánar er rakið í 2. mgr. 99. gr. laganna. Er það því meginregla að stefndi leggi fram eina greinargerð undir rekstri einkamáls þar sem koma fram kröfur hans og málsástæður sem lúta bæði að efnisvörnum og fo rmhlið máls. 7 Undantekningu frá meginreglunni er að finna í 6. málslið 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991, svo sem ákvæðinu var breytt með 7. gr. laga nr. 78/2015. Þar segir að krefjist stefndi þess að máli verði vísað frá dómi sé honum heimilt að leggja fra m greinargerð einungis um þá kröfu, enda sé hún lögð fram innan fjögurra vikna frá þingfestingu málsins. 3 8 Svo sem rakið er hér að framan var mál sóknaraðila á hendur varnaraðila í héraði þingfest 27. maí 2020. Varnaraðili lagði fram greinargerð sína um fráv ísunarkröfu 2. september sama ár þegar 14 vikur voru liðnar frá þingfestingunni. Liggur því fyrir að málatilbúnaður varnaraðila var ekki í samræmi við ákvæði 6. málsliðar 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 þar sem það er gert að skilyrði fyrir því að heimilt sé að leggja fram greinagerð þar sem eingöngu er krafist frávísunar að hún sé lögð fram innan fjögurra vikna frá þingfestingu málsins. Eins og rakið er í hinum kærða úrskurði er engar undanþágur frá fjögurra vikna tímamarkinu að finna í 2. mgr. 99. gr. l aganna. Svo sem áður er komið fram kom ákvæðið inn í lög nr. 91/1991 með 7. gr. laga nr. 78/2015 en af athugasemdum með frumvarpi til þeirra laga verður ráðið að fjögurra vikna tímafresturinn frá þingfestingu hafi þann tilgang að koma í veg fyrir að mál dr agist á langinn og að sú hagkvæmni, sem að sé stefnt með ákvæðinu, snúist upp í andhverfu sína. 9 Af þingbók málsins í héraði er ljóst að ekki var bókað um greinargerðarfrest varnaraðila strax við þingfestingu 27. maí 2020. Það var ekki gert fyrr en við fyr irtöku málsins 24. næsta mánaðar. Þegar litið er til þess að framangreint undanþáguákvæði er skýrt um það við hvaða tímamark beri að miða upphaf þess fjögurra vikna frests, sem stefndi hefur til að skila greinargerð um frávísunarkröfu eingöngu, og að ekki er þar gert ráð fyrir neinni undanþágu frá fjögurra vikna tímamarkinu, er ekki unnt að fallast á þá niðurstöðu hins kærða úrskurðar að miða beri upphaf greinargerðarfrests varnaraðila við 24. júní 2020. 10 Varnaraðili naut aðstoðar lögmanns við rekstur málsi ns í héraði en af þingbók þess er ljóst að lögmaður mætti fyrir hennar hönd við allar fyrirtökur. Að því sögðu verður ekki fallist á það með varnaraðila að hún njóti ekki réttlátrar málsmeðferðar verði henni ekki veittur frekari frestur til framlagningar g reinargerðar um efnisvarnir. 11 Samkvæmt framangreindu verður hinn kærði úrskurðu r felldur úr gildi. 12 Varnaraðila verður gert að greiða sóknaraðila kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Varna raðili, B , greiði sóknaraðila, A , 200.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 29. október 2020 Mál þetta var höfðað með birtingu stefnu 14. maí 2020 og tekið til úrskurðar 21. október sl. um ágreining um frestbeiðni stefndu til að k oma fram með efnisvarnir. 4 Stefnandi er A , kt. , . Stefnda er B , kt. , og réttargæslustefnda er C , kt. , báðar til heimilis að . Stefnandi gerir aðallega þá dómkröfu að viðurkenndur verði beinn eignarréttur hans að 50% eignarhluta í fasteigninni að , sem stefnda er skráð afsalshafi að samkvæmt afsali dagsettu 20. janúar 2016, innfært í þinglýsingabækur þann 19. desember 2017, ása mt öllu því sem eignarhlutanum fylgir og fylgja ber. Til vara gerir stefnandi þá kröfu að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda 44.500.000 krónur með tilheyrandi vöxtum. Til þrautavara krefst stefnandi þess að stefnda verði dæmd til að greiða stefnand a 38.500.000 krónur með tilheyrandi vöxtum. Þá er þess krafist að stefnda verði dæmd til að greiða stefnanda málskostnað að skaðlausu að teknu tilliti til greiðslu virðisaukaskatts ásamt kostnaði. Loks krefst stefnandi þess að dómurinn úrskurði um að ste fnu málsins eða úrdrætti úr stefnu megi þinglýsa á fasteignina að . Í sameiginlegri greinargerð stefndu og réttargæslustefndu, sem eingöngu er um frávísunarhluta málsins, krefst stefnda þess að málinu verði vísað frá dómi. Þá krefst stefnda málskostnað ar úr hendi stefnanda að teknu tilliti til greiðslu virðisaukaskatts. Þann 12. október sl. var kveðinn upp úrskurður dómsins þar sem frávísun málsins var hafnað. Stefnda óskaði þá eftir fresti til þess að leggja fram efnislega greinargerð en því var hafnað af hálfu stefnanda. Stefnandi krefst þess í þessum þætti málsins að frestbeiðni stefndu og beiðni hennar um framlagningu efnisvarna verði hafnað. Þá krefst stefnandi ákvörðunar málskostnaðar úr hendi stefndu að teknu tilliti til greiðslu virðisaukaskatts. Stefnda krefst þess að frestur verði veittur til þess að leggja fram efnisvarnir. Ekki var gerð krafa af hálfu stefndu um málskostnað í þessum þætti málsins. Munnlegur málflutningur um ágreininginn fór fram 21. október sl. I Stefnandi og réttargæslustefn da gengu í hjúskap á árinu 2007 en höfðu fyrir þann tíma verið í óvígðri sambúð um nokkurra ára skeið. Samvistum þeirra lauk á árinu 2017 og var bú þeirra tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þann 11. september 2019, og standa fjár slit í búi þeirra enn yfir. Stefnda er dóttir réttargæslustefndu og stjúpdóttir stefnanda. Stefnandi og réttargæslustefnda voru eigendur að fasteigninni , fastanr. , og var eignarhlutur hvors um sig 50%. Með kaupsamningi, dagsettum 29. desember 2015 , seldi stefnandi 50% eignarhlut sinn til stefndu B , og var afsal gefið út 20. janúar 2016. Snýr ágreiningur málsins að framsali þess eignarréttar. Málið var þingfest þann 27. maí 2020, og þá krafðist stefnda þess að stefnandi legði fram tryggingu til grei ðslu málskostnaðar, sbr. b - lið 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991. Úrskurður dómsins um þann ágreining var kveðinn upp þann 18. júní 2020 þar sem því var hafnað að stefnanda yrði gert að leggja fram tryggingu. Þann 24. júní 2020 var málið tekið aftur fyrir á reglulega dómþinginu og fært var til bókar að s tefndu fengju, með samþykki stefnanda, frest til að leggja fram greinargerð til 2. september 2020, sem var næsta reglulega dómþing eftir sumarlokun þingsins. Stefnda lagði fram greinargerð, einungis um fráví sun málsins, þann 2. september 2020, eins og fram er komið. II Stefnandi byggir á því að hafna beri kröfu stefndu um frest til framlagningar skriflegrar greinargerðar um efnishlið málsins. Samkvæmt 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, sb r. 7. gr. laga nr. 78/2015 um breytingu á því ákvæði, þá hefði stefndu borið að leggja fram greinargerð innan fjögurra vikna frá þingfestingardegi. Ákvæðið beri að túlka þröngri lögskýringu, enda komi skýrt fram í athugasemdum með 7. gr. frumvarps þess sem varð að lögum nr. 78/2015, að það væri skilyrði þess að fallist væri á þetta réttarfarshagræði að greinargerðin væri lögð fram innan fjögurra vikna frá þingfestingu málsins. Ljóst væri að málið hafi verið þingfest þann 27. maí 2020, og þá hafi greinargerð stefndu verið lögð fram þann 2. september 2020, eða um 14 vikum frá þingfestingu málsins. Engu breytir 5 hér að mati stefnanda þótt ágreiningur hafi verið um málskostnaðartryggingu eða réttarhlé hafi verið hjá dómstólnum á þessu tímabili. Vísar stefnandi ti l úrskurðar Landsréttar í máli nr. 495/2019, þar sem fram komi að ákvæði 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 sé undanþáguákvæði, og að greinargerð um frávísun, sem lögð hafi verið fram 10 vikum eftir þingfestingardag í því máli, hafi gengið í berhögg við nefn t ákvæði. Stefnandi telur að þótt stefndu yrði meinað að leggja fram efnisvarnir í málinu, þá hefði afstaða hennar til sakarefnisins komið nægilega skýrt fram í greinargerð um frávísun, og stefnda hefði enn öll tækifæri til sönnunarfærslu. Stefnda hafi no tið lögmannsaðstoðar á öllum stigum og því notið réttlátar málsmeðferðar skv. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Mætti í því efni horfa til a - til d - liða 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmálans þótt þau ákvæði ættu stra ngt til tekið bara við um sakamál. Þá hefði sá tími sem liðinn væri frá þingfestingu málsins átt að vera nægur fyrir stefndu til að koma fram með efnisvarnir. Stefnandi telur hins vegar að ef fallist yrði á kröfu stefndu þá væri framangreint réttarfarshag ræði og tímafrestir ákvæðisins ekki til neins, og ljóst að brotið væri á rétti stefnanda um hraða málsmeðferð. Rammi einkamálalaga afmarkist af framlagningu einnar stefnu og einnar greinargerðar, sbr. 1. mgr. 80. gr., 2. mgr. 99. gr., 1. og 2. mgr. 111. gr . laga nr. 91/1991. Sömu kröfur séu gerðar til greinargerðar um efnisþátt málsins og gerðar séu til stefnu. Þar sem stefnda hafi ekki komið strax fram með efnislega greinargerð, og frávísunarkröfu hennar hafi verið hafnað, sé útilokað með vísan til 5. mgr. 101. gr. laga nr. 91/1991 að koma fram með þá greinargerð síðar, nema stefnandi samþykki það, sbr. 1. mgr. 111. gr. laga nr. 91/1991. III Stefnda byggir á því að skilyrði 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 um fjögurra vikna frest séu uppfyllt. Við þingfesti ngu málsins þann 27. maí 2020 hafi verið gerð krafa um málskostnaðartryggingu af hálfu stefndu. Málið hafi þá verið tekið út af reglulega dómþinginu vegna málflutnings um þá kröfu. Þann 18. júní 2020 hafi málskostnaðarkröfu stefndu verið hafnað og málið þá farið aftur inn á reglulega dómþingið. Það hafi síðan verið tekið fyrir á næsta reglulega dómþingi þann 24. júní 2020 og þá hafi stefndu verið veittur fjögurra vikna greinargerðarfrestur án aðkomu stefnanda. Málið hafi því að mati stefndu í raun verið þin gfest 24. júní 2020. Eftir þetta hafi tekið við réttarhlé dómsins, og greinargerð stefndu um frávísun málsins hafi verið lögð fram við fyrsta tækifæri á fyrsta dómþingi eftir réttarhlé þann 2. september 2020. Stefnda hafi ekki haft nein önnur tækifæri til þess að leggja greinargerðina fram fyrr en þá. Stefnda telur einnig að þrátt fyrir allt hafi í raun engar tafir orðið á rekstri málsins. Stefnda byggir á því að hún eigi rétt á því að fá frest í því skyni að leggja fram greinargerð um efnishlið málsins. V ísar stefnda til reglna um réttláta málsmeðferð, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Sú meginregla gildi í einkamálum að aðilar eigi að eiga þess kost að undirbúa mál sitt þannig að dómari geti tekið efnislega afs töðu til málsins, og þá komi sú meginregla fram í 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 að dómari skuli veita hæfilegan frest til þess að koma fram með efnisvarnir. IV Í 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, eins og henni var breytt með 7. gr. laga nr. 78/2015, Krefjist stefndi þess að máli verði vísað frá dómi er honum heimilt að leggja fram greinargerð einungis um þá kröfu, enda sé hún lögð fram innan fjögurra vikna frá þingfestingu málsins. Nú verður máli ekki vísað frá dómi og be r þá dómara að veita stefnda sérstakan frest til að leggja fram Samkvæmt 1. mgr. 94. gr. laga nr. 91/1991 er mál þingfest með því að stefna er lögð fram fyrir dómi. Stefna þessa máls var lögð fram fyrir dómi 27. maí 2020, sem e r þingfestingardagur málsins en ekki síðari dagsetning. Staðreynt er að greinargerð stefndu var lögð fram 2. september 2020, og þá var því hafnað með úrskurði dómsins 12. október 2020 að vísa málinu frá dómi. Greinargerð stefndu um frávísun málsins var sam kvæmt því sem fram er komið ekki lögð fram innan fjögurra vikna frá þingfestingu. Stefnda byggir hins vegar á því að til staðar séu þau atvik í málinu, og með vísan til reglna um réttláta málsmeðferð, að framangreind tímamörk geti ekki átt við. 6 Engar unda nþágur frá fjögurra vikna tímamarkinu er að finna í ákvæðinu sjálfu í 2. mgr. 99. gr. laganna. Í athugasemdum með 7. gr. frumvarps þess sem varð að lögum nr. 78/2015, um breytingu á ákvæðum 2. mgr. 99. gr., kemur fram að heimild ákvæðisins sé bundin því sk ilyrði að greinargerð stefndu sé ekki lögð fram síðar en fjórum vikum frá þingfestingu málsins. Í úrskurði Landsréttar í máli nr. 495/2019 kemur fram, að þar sem meira en 10 vikur voru liðnar frá þingfestingu þess máls og þar til greinargerð um frávísun má lsins var lögð fram, þá væri sá málatilbúnaður ekki í samræmi við undanþágureglur í 6. málslið 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991. Af framangreindu verður ráðið að þá heimild, sem 6. málsliður 2. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 7. gr. laga nr. 78/2015, k veður á um, verði að skýra þröngt, og mögulega eftir orðanna hljóðan. Stefnda krafðist tryggingar fyrir greiðslu málskostnaðar við þingfestingu málsins þann 27. maí 2020, samkvæmt heimild b - liðar 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991. Úrlausn ágreinings um þá kröfu er gerð í úrskurði, sbr. 2. mgr. 133. gr. laganna, og getur sú málsmeðferð tekið lengri tíma en fjórar vikur, sérstaklega sé úrlausnin kærð. Komi fram krafa um málskostnaðartryggingu á reglulegu dómþingi er leyst úr þeim ágreiningi áður en stefnda e r veittur frestur til að taka afstöðu til krafna stefnanda, sbr. 1. mgr. 99. gr. laga nr. 91/1991. Stefndu var því ekki veittur frestur til framlagningar greinargerðar samkvæmt 1. mgr. 99. gr. laganna við þingfestingu málsins. Stefnda hélt því ekki á sama tíma uppi vörnum samkvæmt 1. málslið 2. mgr. 99. gr. laganna, sbr. 1. mgr. Undantekningarákvæði 6. málsliðar 2. mgr. 99. gr. laganna, sem miðar frest til framlagningar greinargerðar við þingfestingardag, verður að skoða með hliðsjón af forsendum nefndra á kvæða 1. og 2. mgr. 99. gr., að stefnda hafi við þingfestingu málsins fengið frest til framlagningar greinargerðar. Stefndu var ekki veittur greinargerðarfrestur við þingfestingu málsins, og ekki fyrr en á dómþingi þann 24. júní 2020, og þá fyrst getur fjö gurra vikna frestur ákvæðisins byrjað að líða að mati dómsins. Staðreynt er að eftir reglulega dómþingið þann 24. júní 2020 var næst reglulegt dómþing haldið þann 2. september 2020. Í máli stefndu kom fram að á dómþinginu 24. júní hafi henni verið veittur fjögurra vikna greinargerðarfrestur án aðkomu stefnanda, en vegna lokunar dómsins hafi ekki verið mögulegt að skila þeirri greinargerð fyrr en 2. september sl. Ekki er hægt að fallast á það með stefndu að hún hafi ekki haft möguleika á því að leggja fram g reinargerð innan fjögurra vikna, enda hefði mátt halda dómþing í því skyni. Þá verður ekki af þingbók málsins séð að stefndu hafi þann 24. júní sl. verið veittur fjögurra vikna frestur án aðkomu stefnanda, eins og stefnda ber. Í þingbók málsins kemur fram að mættir hafi verið lögmenn fyrir hönd aðila, og fært var til bókar að stefndu fengju, með samþykki stefnanda, frest til að leggja fram greinargerð til 2. september 2020. Hvað var rætt að öðru leyti við fyrirtöku málsins þann 24. júní sl., og hvað fólst í veittum fresti að mati hvors aðila, verður ekki fullyrt um. Samkvæmt framangreindu gat fjögurra vikna frestur til framlagningar greinargerðar um frávísun málsins fyrst byrjað að líða þann 24. júní sl. að mati dómsins. Þá þykir, eins og atvikum er hér hátt að um fyrirtöku málsins þann 24. júní og bókun þar um, óvarlegt með hliðsjón af meginreglunni um réttláta málsmeðferð, að meina stefndu um frest til framlagningar greinargerðar um efnisvarnir. Verður því hafnað kröfu stefnanda um að stefndu verði ekki veit tur frestur í þessu skyni. Ákvörðun málskostnaðar bíður endanlegrar niðurstöðu málsins. Úrskurð þennan kveður upp Bogi Hjálmtýsson héraðsdómari. Ú R S K U R Ð A R O R Ð: Stefndu er veittur frestur til framlagningar greinargerðar um efnisvarnir. Ákvörðun málskostnaðar bíður endanlegrar niðurstöðu málsins.