LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 24. nóvember 2023 . Mál nr. 342/2023 : Ákæruvaldið (Hulda María Stefánsdóttir saksóknari ) gegn Páli Jónss yni , (Sveinn Andri Sveinsson lögmaður) Daða Björnssyni, (Arnar Kormákur Friðriksson lögmaður) Jóhannesi Páli Durr og (Almar Þór Möller lögmaður) Birgi Halldórssyni (Ólafur Örn Svansson lögmaður) Lykilorð Fíkniefnalagabrot. Tilraun. Peningaþvætti. Skipulögð brotastarfsemi. Ávana - og fíkniefni. Frávísunarkröfu hafnað. Ákæra. Sýkna að hluta. Samverknaður. Refsiákvörðun. Frávísun frá héraðsdómi að hluta. Upptaka. Útdráttur PJ, DB, JP og BH voru ákærðir fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots, sbr. 173. gr. a, sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr . 19/1940, og skipulagða brotastarfsemi, sbr. 175. gr. a sömu laga, með því að hafa staðið saman, ásamt óþekktum aðila, að innflutningi á 99,25 kg af kókaíni, að styrkleika 81 - 90%, hingað til lands frá Brasilíu, ætluðu til sölu og dreifingar í ágóðaskyni, en efnin voru falin í sjö trjádrumbum sem komið var fyrir í gámi sem var síðar haldlagður í Hollandi þar sem efnin voru fjarlægð og gerviefni sett í þeirra stað. Við komu gámsins hingað til lands hafi hin ætluðu fíknefni verið fjarlægð úr trjádrumbunum í þ ví skyni að koma þeim í sölu og dreifingu, þar til lögregla lagði hald á efnin og ákærðu voru handteknir. Þá voru JP og DB sakfelldir fyrir önnur nánar tilgreind fíkniefnalagabrot sem sættu ekki endurskoðun Landsréttar. Ákærðu játuðu allir brot gegn 173. g r. a, sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga og voru sakfelldir fyrir þá háttsemi, en töldu ósannað að magn eða styrkleiki efnanna hefði verið sem í ákæru greindi og að þeir hefðu vitað hversu mikið af fíknefnum ætlunin hefði verið að flytja til lands ins. Í dómi Landsréttar kom fram að með vísan til matsgerða sem aflað var við rekstur málsins í héraði og fyrir Landsrétti yrði miðað við að magn og styrkleiki efnanna hefði verið samkvæmt ákæru. Þá væri ótrúverðugt að ákærðu hefðu ekki vitað af magni efna nna í ljósi hinnar umfangsmiklu umgjarðar um innflutninginn og kostnað við hann. Í öllu falli hefðu þeir látið sér það í léttu rúmi liggja og samþykkt að taka þátt í innflutningnum. 2 Í dómi Landsréttar var inntak 175. gr. a almennra hegningarlaga um skipul ega brotastarfsemi reifað og skírskotað til lögskýringargagna að baki ákvæðinu. Taldi Landsréttur ekki tilefni til að vísa þeim ákærulið frá dómi á grundvelli þess að hann uppfyllti ekki kröfur c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var kröfunni hafnað. Í annan stað var það mat réttarins að ákæruvaldið hefði hvorki leitt sönnur, svo að yfir skynsamlegan vafa væri hafið, að tilvist skipulagðra brotasamtaka hefði verið raunin í tilfelli ákærðu né að þeir hefðu haft ásetning til að fr emja brot sem lið í starfsemi skipulagðra brotasamtaka í skilningi 175. g r. A almennra hegningarlaga. Voru ákærðu því sýknaðir af sakargiftum samkvæmt því. Ákærðu voru jafnframt ákærðir fyrir peningaþvætti samkvæmt 1., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegnin garlaga með því að hafa tekið við, geymt, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum og eftir atvikum með öðrum ólögmætum eða refsiverðum hætti tilteknum fjárhæðum sem þeir hafi notaði með tilgreindum hætti. Að virtu heildstæðu mati á ákæruliðum er vörðuðu peningaþvætti taldi Landsréttur gallana á þeim slíka að telja yrði að þeir hefðu áhrif á möguleika ákærðu til að verjast þeim. Uppfylltu þeir því ekki skilyrði c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 og var þeim vísað frá dómi. Við ákvörðun r efsingar var litið til þess að brot þeirra varðaði tilraun til innflutnings á fordæmalaust miklu magni af kókaíni. Var jafnframt horft til hættueiginleika efnisins og styrkleika þess. Þar að auki hefði verið um samverknað ákærðu að ræða með verkskiptri aði ld, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Enn fremur var litið til þess að þáttur ákærðu í brotinu hefði verið mismikill. Ásetningur þeirra til innflutningsins, sem skipulagður hefði verið í þaula, þótti einbeittur. Var því við refsiákvörðun litið t il 1., 3., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Jafnframt var höfð hliðsjón af játningu ákærðu. Refsing PJ var ákveðin fangelsi í níu ár, BH var gert að sæta fangelsi í sex ár og sex mánuði og DB og JP hvorum um sig gert að sæta fange lsi í fimm ár. Loks var ákærðu gert að sæta upptöku verðmæta. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Kristinn Halldórsson og Kjartan Bjarni Björgvinsson , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 2. maí 2023 . Málsgögn bárust réttinum 15. júní 2023. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 5. apríl 2023 í málinu nr. S - 4987/2022 . 2 Ákæruvaldið krefst þess að héraðsdómur verði staðfestur um sakfelling u ákærðu og upptöku fíkniefna, muna, fjármuna og bifreiðar. Þá krefst ákæruvaldið þess að ákærði Páll Jónsson verði jafnframt sakfelldur samkvæmt ákærulið II.1. Loks krefst ákæruvaldið þess að refsing ákærðu verði þyngd. 3 3 Ákærði, Páll Jónsson, krefst sýknu af broti gegn 175. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara að refsing hans verði lækkuð. Þá krefst hann þess að hafnað verði upptöku muna sem merktir eru númer í munaskrá. Í greinargerð sinn i til Landsréttar gerir ákærði Páll þá kröfu að 1. lið II. kafla ákærunnar er varðar peningaþvætti verði vísað frá dómi, en til vara að staðfest verði sýkna hans af þeim ákærulið. 4 Ákærði, Daði Björnsson, krefst sýknu af broti gegn 175. gr. a almennra hegningarlaga. Þá krefst ákærði þess að ákærulið II.4 v erði vísað frá dómi en til vara sýknu að hluta af því broti. Loks krefst ákærði refsimildunar og að gæsluvarðhald sem hann hefur sætt komi til frádráttar refsingu. 5 Ákærði, Jóhannes Páll Durr, krefst þess að vísað verði frá héraðsdómi þeim hluta I. kafla ák æru er l ý tur að skipulagðri brotastarfsemi og ákærulið II.3 er varðar peningaþvætti. Þá krefst hann sýknu af I. kafla ákæru og ákærulið II.3 en til vara vægustu refsingar sem lög leyfa vegna þeirra ákæruliða. Enn fremur krefst hann vægustu refsingar sem lö g leyfa vegna III. kafla ákæru. Jafnframt krefst ákærði þess að gæsluvarðhald sem hann hefur sætt komi til frádráttar refsingu. Loks krefst ákærði þess að hafnað verði upptöku á Rolex - armbandsúri og bifreið að gerðinni Lexus með skráningarnúmerið . 6 Ákær ði, Birgir Halldórsson, krefst þess að vísað verði frá héraðsdómi þeim hluta I. kafla ákæru e r l ý tur að skipulagðri brotastarfsemi og ákærulið II. 2 er varðar peningaþvætti. Þá krefst hann sýknu af I. kafla ákæru og ákærulið II. 2 en til vara vægustu refsing ar sem lög leyfa. Jafnframt krefst ákærði þess að gæsluvarðhald sem hann hefur sætt komi til frádráttar refsingu. Sönnunarfærsla fyrir Landsrétti 7 Við aðalmeðferð málsins fyrir Landsrétti var spiluð upptaka af framburði ákærða Páls fyrir héraðsdómi. Hann ga f jafnframt viðbótarskýrslu fyrir dóminum. 8 Fyrir Landsrétt var lögð fram matsgerð dómkvadds matsmanns, WW , prófessor s í líftölfræði við Háskóla Íslands 5. október 2023, en hann var að beiðni ákærða Páls líkindafræði og tölfræði og hliðsjón höfð af gerð og fjölda pakkninga sem haldlagður va r af hollenskum lögregluyfirvöldum þann 30. júní 2022 úr vörugámi , vigtunar pakkninga og sýnatöku úr þeim, hvað má fullyrða, með 95% öryggismörkum, að hin matsmaðurinn einn ig skýrslu fyrir Landsrétti við aðalmeðferð málsins. Niðurstaða 9 Málsatvikum er lýst í hinum áfrýjaða dómi. Þá er þar rakinn framburður ákærðu og vitna fyrir héraðsdómi. Á kærðu eru í málinu bornir sökum um að hafa gert tilraun til að flytja inn í landið mi kið magn fíkniefna sem falin voru í timbri sem sent hafði verið í gámi frá Brasilíu. Þegar innihald gámsins var rannsakað við höfn í Hollandi kom í 4 ljós að miklu magni kókaíns hafði verið komið fyrir inn i í timbrinu. Voru fíkniefnin fjarlægð og gerviefnum komið þar fyrir í staðinn. Í framhaldinu voru ákærðu handteknir . Þeir eru einnig bornir sökum um önnur brot svo sem nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi og í því sem hér fer á eftir. 10 Í I. kafla ákæru er ákærðu öllum gefi n að sök skipulögð brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnabrots með því að hafa staðið saman að innflutningi á 99.25 kílóum af kókaíni að styrkleika 81 - 90%. Brotið er í ákæru talið varða við 173. gr. a, sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga og 175. gr. a almennra hegningarla ga. Ákærðu hafa allir viðurkennt afmarkaðan hluta háttseminnar, það er að eiga þátt í tilraun til innflutnings ólöglegra fíkniefna. Þeir telja þó ósannað að magn eða styrkleiki efnanna hafi verið sem í ákæru greinir. Þá halda ákærðu Jóhannes og Daði því fr am að um hlutdeildarbrot sé að ræða af þeirra hálfu, sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. 11 Ákærðu voru í héraði allir sakfelldir fyrir skipulagða brotastarfsemi samkvæmt 175. gr. a almennra hegningarlaga. Þeir leita endurskoðunar á því fyrir Landsr étti. Þeir krefjast þess aðallega að þessum þætti ákærunnar verði vísað frá dómi, en til vara að þeir verði sýknaðir af honum. 12 Í II. kafla ákæru eru allir ákærðu sakaðir um peningaþvætti samkvæmt 1., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Ákærði Pá ll var sýknaður af peningaþvættisbroti því sem honum er gefið að sök í II. kafla ákærunnar en aðrir ákærðu voru sakfelldir samkvæmt þessum kafla ákærunnar. Í h éraðsdómi var því hafnað að vísa bæri þessum ákæruliðum frá dómi. Fyrir Landsrétti krefjast ákærð u þess að undirliðum þessa kafla ákærunnar verði vísað frá dómi en til vara krefjast þeir sýknu og í tilfelli ákærða Pál s er þess krafist að niðurstaða um sýknu hans af ákærulið II.1 verði staðfest. 13 Í III. kafla ákærunnar er ákærða Jóhannesi gefið að sök f íkniefnabrot með því að hafa haft í vörslum sínum nánar tilgreint magn fíkniefna, sem lögregla fann við húsleit hjá honum. Ákærði Jóhannes játaði brotið samkvæmt þessum kafla ákærunnar og var sakfelldur samkvæmt honum. Hann leitar ekki endurskoðunar þessar ar sakfellingar fyrir Landsrétti. 14 Í IV. kafla ákærunnar er ákærða Daða gefið að sök fíkniefnabrot með því að hafa haft í vörslum sínum nánar tilgrein t magn fíkniefna og hlut a þeirra í sölu - og dreifingarskyni. Ákærði Daði játaði brotið samkvæmt þessum kafl a ákærunnar og var sakfelldur samkvæmt honum. Hann leitar ekki endurskoðunar þessarar sakfellingar fyrir Landsrétti. 15 Þá er í ákæru krafist upptöku á fíkniefnum, bifreið um , farsímum, skjölum og ýmsum munum svo sem nánar greinir í hinum áfrýjaða dómi. 5 Magn og styrkleiki fíkniefnanna 16 Allir ákærðu byggja á því að ósannað sé að magn efnis og styrkur hafi verið eins og greinir í ákæru. Þá byggir hver þeirra um sig á því að ósannað sé að þeir hafi vitað hversu mikið af fíkniefnum ætlunin var að flytja til la ndsins. 17 Svo sem fyrr greinir var að kröfu ákærða Páls aflað matsgerðar WW prófessor s í líftölfræði og liggur hún frammi í málinu. Í niðurstöðum matsgerðarinnar segir: ga vigtun og mælingu. Miðað við forsendur um sýnatöku má áætla með 95% öryggi að 74 100 pakkningar af 100 pakkningum (hver um kíló nettó) hafi innihaldið efni með kókaíni. Miðað við forsendur um þyngd er áætlað að úr 74 til 100 pakkningum fáist a.m.k. 7 2,5 til 97.9 kíló af efni sem inniheldur kókaín (nettó). Hér af efni sem lagt var hald á og metið 108.93 kíló (brúttó) og 99.25 kg nettó (vikmörk 97,9 til 100,5 kg) . Miðað við forsendur um styrkleika má ætla að hver pakkning hafi innihaldið kókaín á bilinu 86% til 89% (88,5% miðgildi). Skilar það samtals 64 , 1 til 86,6 kílóum af hreinu kókaíni 18 Í hinum áfrýjaða dómi er lýst þeim aðferðum sem notaðar voru til að áætla magn kókaíns í umræddri sendingu. Þar er meðal annar s lýst niðurstöðum matsgerðar dómkvadds matsmanns E . Niðurstaða héraðsdóms er sú að ekkert teljist hafa komið fram sem bendi til þess að mælingar á styrkleika efnanna og magni hafi leitt til rangrar niðurstöðu. Matsgerð WW sem lögð var fram við meðferð málsi ns fyrir Land s rétti er ekki til þess fallin að hnekkja þeirri niðurstöðu. Verður því, með vísan til forsendna héraðsdóms og matsgerðar WW , miðað við að magn og styrkleiki efnanna haf i verið eins og í ákæru greinir. 19 Ákærðu bera fyrir sig að þeim hafi ekki v erið kunnugt um hið mikla magn fíkniefna. Í hinum áfrýjaða dómi kemur fram að þeir hafi borið fyrir sig að magn efnanna hefði verið frá sex til 56 kíló og þeim hafi brugðið þegar þeir hafi áttað sig á hinu mikla magni. Niðurstaða héraðsdóms er sú að ótrúve rðugt sé að ákærðu hafi átt von á örfáum kílóum í ljósi hinnar umfangsmiklu umgj a rðar um innflutninginn og kostnað við hann. Þótt svo verði litið á að ákærðu hafi ekki vitað nákvæmlega um hið mikla magn verði að meta það svo að þeir hafi látið sér magnið í léttu rúmi liggja og samþykkt að taka þátt í innflutningnum. Ekki eru efni til að hnekkja þessari niðurstöðu hins áfrýjaða dóms og verður hún lögð til grundvallar við úrlausn málsins. 20 Í ákæru er á því byggt að ákærðu hafi staðið saman að innflutningnum án þess að þætti hvers og eins sé þar lýst. Í hinum áfrýjaða dómi er talið sannað að ákærðu hafi allir tekið að sér afmarkað hlutverk við innflutninginn þannig að virða beri aðild þeirra að brotinu sem eina heild þótt hún sé verkskipt. Af framburði ákærðu ve rður ráðið að þeir vissu að von var á sendingunni erlendis frá og að henni hafði seinkað. Þá var þeim ljóst að þeir væru hluti af stærri hópi og allir í honum hefðu sitt hlutverk við 6 innflutninginn. Þykir því sannað að ákærðu hafi staðið saman að verknaðin um. Hvað varðar þátt Jóhannesar, Birgis og Daða þá verður ekki talið að hann hafi verið það veigalítill eða að um aukahlutverk við framkvæmd brotsins hafi verið að ræða þannig að forsendur séu til að meta hann sem hlutdeild í broti meðákærðu, sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. Við meðferð málsins fyrir Landsrétti hefur ekkert komið fram sem tilefni gefur til að hnekkja þessari niðurstöðu héraðsdóms. Þó er ljóst að þáttur ákærðu í atburðarásinni er misjafn sem hefur þýðingu við ákvörðun refsingar h vers um sig . 21 Að framansögðu áréttuðu og með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest niðurstaða dómsins um sakfellingu ákærðu fyrir brot á 173. gr. a, sbr. 1. mgr. 20. gr. almennra hegningarlaga. Skipulögð brotastarfsemi 22 Svo sem fyrr greinir er öllu m ákærðu gefin að sök skipulögð brotastarfsemi og er háttsemi n talin varða við 175. gr. a almennra hegningarlaga. Í hinum áfrýjaða dómi voru ákærðu sakfelldir samkvæmt þessum lið ákærunnar. Þeir krefjast þess að þessum ákærulið verði vísað frá dómi, en til vara að þeir verði sýknaðir af honum. Krafa um frávísun 23 Krafa ákærðu um frávísun er reist á að verknaðarlýsing samkvæmt ákæru fullnægi ekki þeim kröfum til skýrleika sem leiða má af c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Samkvæmt ákvæðinu skal greina í ákæru svo glöggt sem verða má hver sú háttsemi er sem ákært er út af, hvar og hvenær brot er framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og loks heimfærslu þess til laga. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hafa þessi fyrirmæli verið s kýrð svo að lýsing á háttsemi sem ákærða er gefin að sök í ákæru verði að vera svo greinargóð og skýr að hann geti ráðið af henni hvaða háttsemi hann er sakaður um og hvaða ákvæði refsilaga hann er talinn hafa gerst brotlegur við, sbr. einnig a - lið 3. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Mega ekki vera slík tvímæli um hverjar sakargiftir eru að ákærða verði með réttu talið torvelt að taka afstöðu til þeirra og halda uppi vörnum. Að þessu leyti verður ákæra að vera svo skýr að dómar a sé kleift af henni einni að gera sér grein fyrir hvað ákærði er sakaður um og hvernig sú háttsemi verður talin refsiverð. Ákæra verður því að leggja viðhlítandi grundvöll að saksókn svo að dómur verði lagður á málið í samræmi við ákæru enda verður ákærði ekki sakfelldur fyrir aðra hegðun en þar greinir, sbr. 1. mgr. 180. gr. laga nr. 88/2008. Þá er þess að gæta að lýsing á ætlaðri refsiverðri háttsemi ákærða þarf að samsvara verknaðarlýsingu í því refsiákvæði eða þeim refsiákvæðum sem ákæran lýtur að . V el tur síðan á atvikum máls og eðli brots hvaða nánari kröfur verða gerðar til skýrleika ákæru, sbr. til dæmis dóm Hæstaréttar 2. mars 2022 í máli nr. 46/2021. 24 Í I . kafla ákæru er á því byggt að ákærðu hafi allir tekið þátt í skipulagðri brotastarfsemi með þv í að standa saman, ásamt óþekktum aðila, að innflutningi á miklu magni af kókaíni. Í 1. mgr. 175. gr. a almennra hegningarlaga kemur fram að 7 sá er sammælist við annan mann um að fremja verknað sem varðar að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi og framkvæmd hans er liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka skuli sæta fangelsi allt að fjórum árum, nema brot hans varði þyngri refsingu samkvæmt öðrum ákvæðum laganna eða öðrum lögum. Í 2. mgr. 175. gr. a er að finna nánari afmörkun á hvað átt er við með skipulög ðum brotasamtökum. Segir að með því sé átt við félagsskap þriggja eða fleiri manna sem hefur að meginmarkmiði, beint eða óbeint í ávinningsskyni, að fremja með skipulegum hætti refsiverðan verknað sem varðar að minnsta kosti fjögurra ára fangelsi, eða þega r verulegur þáttur í starfseminni felst í því að fremja slíkan verknað. 25 Í fyrrgreindum ákærulið er því næg jan lega lýst hvaða háttsemi ákærðu er gefin að sök og hvaða refsiákvæði hún er talin varða við. Þá er því lýst með hvaða hætti ákæruvaldið telur að ák ærðu hafi sammælst um þátttöku í skipulagðri brotastarfsemi í skilningi 175. gr. a almennra hegningarlaga með því að standa saman að innflutningi á miklu magni fíkniefna. V erður litið svo á að þessi lýsing sé í nægjanlegu samræmi við verknaðarlýsingu refsi ákvæðisins til að ákærð u geti af henni ráðið á hvaða grunni háttsemin sé talin varða við ákvæðið. Verður því ekki litið svo á að lýsing í ákæru á ætlaðri þátttöku ákærðu í skipulagðri brotastarfsemi sé haldin annmörkum sem séu til þess fallnir að koma niðu r á möguleikum þeirra til að halda uppi vörnum. Er því ekki nægilegt tilefni til að vísa þessum ákærulið frá dómi á þeim grunni að hann uppfylli ekki kröfur c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. 26 Samkvæmt framangreindu og með vísan til forsendna hérað sdóms um þetta atriði er staðfest sú niðurstaða hans að ekki standi rök til þess að vísa þessum ákærulið frá dómi. Efnisleg niðurstaða um 175. gr. a almennra hegningarlaga 27 Inntak i ákvæðis 175. gr. a almennra hegningarlaga er lýst að ofan. Ákvæðið kom í heg ningarlög með 5. gr. laga nr. 149/2009 um breyting á almennum hegningarlögum, nr. 19 12. febrúar 1940 , en ákvæði laganna varða uppt öku verðmæta sem tengjast afbrotum, hryðjuverk, skipul a gð a brotastarfsemi, mansal og peningaþvætti. Í almennum athugasemdum frumvarps til laga nr. 149/2009 kemur fram að ákvæðið sé að rekja til skuldbindinga Íslands samkvæmt Palermó - samningnum sem svo er nefndur. Nánar er um að ræða samning Sameinuðu þj óðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri brotastarfsemi sem var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 15. nóvember 2000. Samningurinn gekk í gildi 29. september 2003 en af hálfu íslenska ríkisins var hann undirritaður 13. desember 2000. Með þingsál yktun nr. 11/135 heimilaði Alþingi ríkisstjórn Íslands að fullgilda samninginn og var hann fullgiltur af hálfu íslenska ríkisins 13. maí 2010 og tók gildi gagnvart Íslandi 12. júní 2010, sbr. auglýsingu nr. 35/2022, sem birtist í C - deild Stjórnartíðinda 26 . ágúst 2022. 28 Í 1. gr. samningsins kemur fram að tilgangurinn með honum sé að stuðla að samvinnu um að koma í veg fyrir og berjast gegn fjölþjóðlegri glæpastarfsemi með skilvirkari hætti en áður. Í 2. gr. hans er að finna skilgreiningar á ýmsum hugtökum s em koma 8 fyrir í samningnum. Segir í a - samhæfð samtök þriggja eða fleiri manna, sem fyrirfinnast á ákveðnu tímabili og starfa í þeim tilgangi að fremja einn eða fleiri alvarlega glæpi eða brot, sem gerð eru refsiverð samkvæmt samningnum , í því skyni að hagnast fjárhagslega eða efnislega með öðrum hætti á beinan eða óbeinan hátt. Þá kemur fram í b - þyngri refsing liggur við. Þá segir í c - lið greinarinnar að samtök sem séu ekki mynduð með tilviljunarkenndum hætti til að fremja brot þegar í stað og þar sem hlutverkaskipting meðlima slíkra samtaka þ urfi ekki að vera formlega ákveðin eða þátttaka í þeim varanleg eða uppbygging þeirra fastmótuð. 29 í sérstöku ákvæði mæla refsivert þe gar brot er framið sem liður í starfsemi skipulagðra glæpasamtaka, en ákvæði 175. gr. a almennra hegningarlaga var sett til að fullnægja þessari skuldbindingu. 30 Í athugasemdum við 5. gr. frumvarps þess sem varð að lögum nr. 149/2009, sbr. nú ákvæði 175. gr . a almennra hegningarlaga, kemur fram að þar sé lagt til að lögfest verði nýtt ákvæði sem geri það refsivert að taka þátt í skipulagðri brotastarfsemi. Undir ákvæðið falli öll refsiverð brot sem fullnægja þeirri kröfu að varða að minnsta kosti fjögurra ár a fangelsi og geti orðið grundvöllur að verknaði sem er liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Fram kemur að við nánari afmörkun á hlutræna efnisskilyrðinu um sammæli manna verði að horfa til þess hvort maður hafi vitandi vits tekið þá ákvörðun að tak a virkan þátt í starfsemi skipulagðra brotasamtaka með því að fremja verknað sem fullnægir framangreindum skilyrðum og framkvæmd verknaðarins sé liður í starfsemi samtaka sem falla undir skilgreininguna í 2. mgr. greinarinnar. Þar er áskilið að um sé að ræ ða félagsskap þriggja eða fleiri manna sem hefur að meginmarkmiði, beint eða óbeint í ávinningsskyni, að fremja með skipulegum hætti refsiverðan verknað sem varðar minnst fjögurra ára fangelsi eða þegar verulegur þáttur í starfseminni felst í því að fremja slíkan verknað. Byggt sé á skilgreiningu a - liðar 2. gr. Palermó - samningsins og einnig að sumu leyti á 162. gr. c norsku hegningarlaganna. Því sé áskilið að tilvist og mótun félagsskaparins sé ekki tilviljunarkennd heldur sé um að ræða meðvitað samstarf á milli þriggja eða fleiri manna um skipulega framkvæmd refsiverðra verka sem fullnægja framangreindum skilyrðum eða að verulegur þáttur í starfseminni felist í því að fremja slíkan verknað. Þá er áskilið að refsiverður verknaður verði að vera beint eða óbei nt í ávinningsskyni. 31 Skilgreiningar þær og skýringar sem lýst er að framan taka ekki í öllum tilfellum af tvímæli um hvenær líta ber i svo á að skipulagt brot sem þrír eða fleiri koma að skuli teljast framið sem liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Hvorki orðalag ákvæðisins né lögskýringargögnin taka skýrlega af skarið í þessu efni, en vafa um þetta atriði verður að skýra sakborningi í hag. Út frá orðalagi ákvæðisins og 9 athugasemdum í greinargerð verður þó ályktað að til þess að skilyrði ákvæðisins s éu uppfyllt þurfi að vera um þrjá eða fleiri einstaklinga að ræða sem vinna saman að því að fremja refsiverðan verknað, einn eða fleiri, sem lið í starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Í því efni ber einnig að líta til fyrrnefnds samnings Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri brotastarfsemi í samræmi við þá viðurkenndu reglu að skýra skuli lög til samræmis við alþjóðasamninga sem ríki hefur fullgilt eftir því sem unnt er, sbr. dóm Hæstaréttar frá 25. október 2018 í máli nr. 106/2017. Þetta á ekki síst við ef slík skýring er sakborningi til hagsbóta. 32 Ákærðu hafa raunar játað þá háttsemi að hafa unnið saman að undirbúningi og framkvæmd þess að flytja inn mikið magn fíkniefna til landsins, þótt ekki séu sammæli með þeim um þátt hvers og eins í undirb úningi og framkvæmd brot s ins. Samkvæmt því eru uppfyllt skilyrði ákvæðisins um fjölda þátttakenda í broti og samvinnu þeirra um að fremja það. Ákærðu hafna því á hinn bóginn að brotið hafi verið framið sem liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka enda li ggi ekki fyrir nein gögn í málinu sem styðji það. 33 Að því er þetta skilyrði varðar er til þess að líta að í almennum hegningarlögum eru ákvæði sem taka á því þegar fleiri en einn fremja brot í félagi. Er þar fyrst að geta 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga sem mælir svo fyrir að hafi fleiri menn en einn unnið verkið í sameiningu skuli að j afnaði taka það til greina til þyngingar refsingu. Þá koma hér einnig til skoðunar ákvæði um hlutdeild í 22. gr. almennra hegningarlaga. Svo sem fram er komið hafa ákærðu játað að hafa haft með sér samvinnu um tilraun til að flytja umtalsvert magn fíkniefn a til landsins þótt þá greini á um þátt hvers um sig í brotinu. Þá er niðurstaðan sú að um haf i verið að ræða verkskipta aðild þeirra að brotin u . 34 Ákærðu hafa á hinn bóginn neitað því að brot þeirra hafi verið framið sem liður í starfsemi skipulagðra brotas amtaka enda hafi þeir hvorki með sér nein slík samtök né séu þeir meðlimir í þeim. Samkvæmt framansögðu er í Palermo - samningnum fjallað er orðað í íslenskri þýðingu samningsins , en ta ka ber mið að þessum bakgrunni ákvæðis 175. gr. a almennra hegningarlaga við skýringu þess. Af a - lið 2. gr. samningsins sem gerð fyrirfinnast á ákveðnu tímabili til geta talist ti skilningi samningsins. Orðalag c - liðar 2. gr. ber auk þess með sér að samtök þriggja eða fleiri sem verða til með tilviljunarkenndum hætti til að fremja brot þegar í stað falla ekki undir skilgreiningu 35 Af þessu verður ályktað að til þess að verknaður geti fallið undir 1. mgr. 175. gr. a skynsamlegan vafa að ásetningur ákærðu hafi staðið til að fremja verknaðinn í tengslum við samhæfð samtök þriggja eða fleiri manna, sem fyrirfinnast á ákveðnu 10 tímabili og starfa í þeim tilgangi að fremja einn eða fleiri alvarlega glæpi eða brot . Til þess að unnt sé að slá því föstu þarf eftir atvikum að færa sönnur á tilvist slíkra samtaka, varanleika þeirra og hlutverkaskiptingu meðlima, sem og skipulag þeirra og samvinnu um að fremja eitt eða fleiri brot, enda er brot sem framið er sem liður í starfsemi almennra hegningarlaga. 36 Í ljósi þessa og að virtum gögnum málsins telur dómurinn að ákæruvaldið hafi hvorki leitt sönnur, svo yfir skynsamlegan vafa sé hafið, að tilvist slíkra skipulagðra brotasamtaka í tilfelli ákærðu né að ákærðu hafi haft ásetning til að fremja brot sem lið í starfsemi skipulagðra brotasamtaka í skilningi 175. gr. a almennra hegningarlaga. Getur ekki breytt þeirri niðurstöðu þótt fyrir liggi a ð þeir hafi haft með sér samvinnu um að fremja fíkniefnabrotið sem þeir hafa verið sakfelldir fyrir og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga komi þannig til skoðunar við ákvörðun refsingar. Verða ákærðu því sýknaðir af ákæru fyrir brot á 175. gr. a almen nra hegningarlaga. Peningaþvætti 37 Samkvæmt 1. til 4. tölulið II. kafla ákæru er öllum ákærðu gefið að sök peningaþvætti, sbr. 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Hafa þeir allir krafist frávísunar á þeim ákæruliðum. 38 Í 1. 4. lið II. kafla ákærunnar e r ákærðu öllum gefið að sök að hafa um nokkurt skeið fram til 4. ágúst 2022 tekið við og geymt, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum og eftir atvikum með öðrum ólögmætum eða refsiverðum hætti tilteknum fjárhæðum sem þeir hafi notað með til teknum hætti. Í ákærunni er vísað til rannsókna lögreglu á fjármálum ákærðu á því tímabili sem tilgreint er að ofan sem afmarka heildarandlag þeirra óskýrðu tekna sem ætlað er að þeir hafi notað sér til framfærslu, til greiðslu fyrir innflutning fíkniefna eða kaupa á bifreið. 39 Í efnisgrein 2 3 hér að framan er gerð grein fyrir þeim kröfum sem felast í c - lið 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008. Í 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga er kveðið á um að hver sem tekur við, nýtir eða aflar sér eða öðrum ávinning s af broti á lögunum eða af refsiverðu broti á öðrum lögum, eða meðal annars umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu eða ráðstöfun ávinnings sku li sæta fangelsi allt að sex árum. Gildissvið 264. gr. var fært til núverandi horfs með lögum nr. 149/2009 og tekur það til ávinnings af öllum refsiverðum brotum. Um tilurð og skýringu ákvæðisins í þeirri mynd hefur ítrekað verið fjallað í dómum Hæstarétta r, sem og um kröfur um skýrleika ákæru vegna slíks brots. Þannig hefur verið lögð áhersla á að í ákæru vegna peningaþvættis þurfi að koma fram að ávinningur sem ákært er vegna stafi af refsiverðu broti en ekki þurfi að koma fram nákvæm tilgreining á því hv ert frumbrotið var og heldur ekki hvaða tegund brots eða brot a um er að ræða. Hins vegar þarf í ákæru að greina frá og afmarka að hvaða verðmætum ávinningurinn lýtur. Undir rekstri málsins þarf ákæruvaldið að sanna að ávinningurinn stafi af 11 refsiverðu brot i og nægir þar að sýna fram á með óyggjandi hætti að útilokað sé að ávinningurinn sé kominn til með lögmætum hætti, sbr. meðal annars dóm Hæstaréttar 25. nóvember 2021 í máli nr. 28/2021. Þá hefur verið lögð áhersla á að í ákæru vegna peningaþvættis þurfi að lýsa í hverju refsiverð háttsemi ákærða felst til viðbótar frumbrotum og að hún falli undir verknaðarlýsingu peningaþvættisákvæðis 264. gr. almennra hegningarlaga, sbr. til hliðsjónar meðal annars dóm Hæstaréttar 13. apríl 2022 í máli nr. 34/2021. 40 Þótt af dómaframkvæmd Hæstaréttar megi ráða að ekki verði gerð sú krafa að fyrir liggi nákvæmlega um hvaða brot sé að ræða sem ætlaður ávinningur verður rakinn til breytir það ekki því að gera verður tilteknar kröfur um skýrleika ákæru sem í þessu tilliti birti st í tilgreiningu og nánari afmörkun þess hvers efnis þau frumbrot séu sem liggi til grundvallar áskilnaði 264. gr. almennra hegningarlaga um peningaþvætti og á hvaða tímabili þau eiga að hafa verið framin. Í þeim efnum verður að líta til þess að grundvöll ur sakamáls er lagður með útgáfu ákæru. Skýrleiki verknaðarlýsingar er jafnframt ein af forsendum þess að ákærði geti gert sér grein fyrir sakargiftum og haldið uppi vörnum auk þess sem dómur verður einungis lagður á mál í samræmi við ákæru. 41 Svo sem fyrr e r komið fram hafa ákærðu í máli þessu verið sakfelldir fyrir tilraun til stórfellds innflutnings fíkniefna til landsins. Þar sem ekki tókst að fullfremja brotið liggur fyrir í málinu að fíkniefnin komust ekki á markað á Íslandi og af brotinu varð þannig enginn ávinningur. Af texta ákæruliðanna verður ekki annað ráðið en að það eitt að í fórum ákærðu hafi fundist fjármunir, sem ákærðu hafi ekki getað gert grein fyrir, feli í sér að áliti ákæruvaldsins fullframi ð brot gegn 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga. Í texta þessara ákæruliða er þó í engu vikið að einstökum brotum eða afmörkun þeirra brota sem ákærðu hafi tekið, nýtt eða aflað sér eða öðrum ávinnings af og legið gætu til grundvallar ákæru um peningaþ vætti. Þess í stað er látið við það sitja að taka upp orðalag ákvæðis 264. gr. almennra hegningarlaga um lýsingu á háttsemi ákærðu og fullyrt að hún hafi verið sú sem ákvæðið lýsir. Þá er tímasetning , án þess að þar sé í nokkru vikið að því á hvaða tímabili þau kunni að hafa átt sér stað. Í ljósi framangreinds og að virtu heildstæðu mati á þessum ákæruliðum eru gallarnir á þeim slíkir að telja verður að þeir hafi áhrif á möguleika ákærðu t il að verjast þeim. Uppfylla þeir ekki skilyrði c - liðar 1. mgr. 152. gr. laga nr. 88/2008 og verður þeim vísað frá dómi. Ákvörðun refsingar 42 Sakaferill ákærðu er rakinn í hinum áfrýjaða dómi. Við ákvörðun refsingar ákærðu verður að líta til þess að brot þa ð gegn 173. gr. a almennra hegningarlaga samkvæmt I. kafla ákæru sem ákærðu eru sakfelldir fyrir, varða r tilraun til innflutnings á fordæmalaust miklu magni af kókaíni af miklum styrkleika í sölu - og dreifingarskyni hér á landi, en um er að ræða hættulegt fíkniefni. Þá var um að ræða samverknað 12 ákærðu með verkskiptri aðild, sbr. 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Verður ákærðu virt þetta til refsiþyngingar. Þá var þáttur ákærðu í brotinu mismikill og er einnig tekið tillit til þess við ákvörðun refsin gar hvers um sig. Ásetningur ákærðu til innflutningsins, sem skipulagður var í þaula, var einbeittur. Verður því við ákvörðun refsingar ákærðu litið til 1., 3., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Jafnframt verður til þess litið að á kærðu játuðu þátt sinn í broti nu sem þeir eru sakfelldir fyrir, þótt þeir bæru því við að þeim hafi ekki verið kunnugt um hið mikla magn fíkniefna sem ætlunin var að flytja inn og bæru brigður á útreikninga þess. Að því er varðar ákærðu Jóhannes og Daða er og litið til þess að þeir eru einnig sakfelldir fyrir önnur brot. 43 Að öllu framangreindu virtu og með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður ákærða Páli gert að sæta fangelsi í níu ár. Ákærða Birgi í sex ár og sex mánuði. Ákærðu Daða og Jóhannesi v erður gert að sæta fangelsi í fimm ár. Í ljósi alvarleika brotsins eru ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna að hluta eða öllu leyti. Samkvæmt 76. gr. almennra hegningarlaga skal draga frá refsingu gæsluvarðhald sem ákærðu hafa sætt vegna málsins að fu llri dagatölu eins og nánar greinir í dómsorði. Kröfur um upptöku verðmæta 44 Samkvæmt IV. kafla ákæru er krafist upptöku á Rolex - armbandsúri, munur nr. í munaskrá nr. og bifreiðinni í eigu ákærða Jóhannesar enda hafi ákærði keypt munina fyrir ávi nning af broti. Fyrir liggur að vísað hefur verið frá héraðsdómi 1. 4. lið II. kafla ákærunnar er varðar ætlað peningaþvætti ákærðu. Af þeim sökum verður kröfu ákæruvaldsins um upptöku fyrrgreinds munar og bifreiðar hafnað. Að öðru leyti verða ákvæði hin s áfrýjaða dóms um upptöku í ríkissjóð staðfest. 45 Eftir þessum málsúrslitum, með vísan til 1. og 2. mgr. 237. gr. laga nr. 88/2008, og að teknu tilliti til þess að ákæruliðum að því er varðar peningaþvætti er vísað frá dómi og ákærðu sýknaðir af broti gegn 175. gr. a almennra hegningarlaga, þykir rétt að áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðra verjenda ákærðu sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í dómsorði greinir. Þá verður ákærðu gert greiða 2/3 hluta sakarkostnaðar fyrir héraðsdómi eins og hann var ákveðinn þar. D ómsorð: Vísað er frá héraðsdómi II. kafla ákæru. Ákærði, Páll Jónsson, sæti fangelsi í níu ár en til frádráttar refsingu kemur óslitið gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 5 . ágúst 2022. Ákærði, Birgir Halldórsson, sæti fangelsi í sex ár og sex mánuði en til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem hann sætti frá 5. ágúst 2022 til 17. ágúst 2022 og gæsluvarðhald sem hann hefur sætt óslitið frá 30. október 2022. 13 Ákærði, Dað i Björnsson, sæti fangelsi í fimm ár en til frádráttar refsingu kemur óslitið gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 5. ágúst 2022. Ákærði, Jóhannes Páll Durr, sæti fangelsi í fimm ár en til frádráttar refsingu kemur óslitið gæsluvarðhald sem hann hefur sæt t frá 5. ágúst 2022. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um upptöku í ríkissjóð skulu vera óröskuð, að öðru leyti en því að hafnað er kröfu ákæruvaldsins um upptöku á Rolex - armbandsúri, sbr. mun nr. í munaskrá nr. og bifreiðinni í eigu ákærða Jóhannesar. Ákærðu greiði, hver fyrir sig, 2/3 hluta málsvarnarlauna verjenda sinna fyrir héraðsdómi eins og þau voru þar ákveðin. Þá greiði ákærði Páll 2/3 hluta útlagðs kostnaðar verjanda síns, 13.200 krónur, og ákærði Daði 2/3 hluta aksturskostnaðar verjanda síns, 91.656 krónur. Ákærðu greiði sameiginlega 2/3 hluta annars sakarkostnaðar eins og hann var ákveðinn í héraðsdómi og ákærði Daði 2/3 hluta af 86.815 krónum. Allur áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjanda ákærða Páls, Sveins Andra Sveinssonar lögmanns, 4.500.000 krónur, skipaðs verjanda ákærða Daða, Arnars Kormáks Friðrikssonar lögmanns, 3.700.000 krónur, skipaðs verjanda ákærða Jóhannesar, Almars Þórs Möller lögmanns, 3.700.000 krónur og skipaðs v erjanda ákærða Birgis, Ólafs Arnar Svanssonar lögmanns, 3.700.000 krónur. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 5. apríl 2023 Mál þetta, sem dómtekið var 8. mars 2023, er höfðað með ákæru, útgefinni af Héraðssaksóknara 28. Páli Jónssyni, k og Birgi Halldórssyni, kennitala , , Reykjavík, dvst. , I. Gegn ákærðu öllum fyrir skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots sem ákærðu sammæltust um að fremja og var framkvæmd brotsins liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka, en ákærðu, ásamt óþekktum aðila, stóðu saman að innflutn ingi á 99,25 kg (með 81% - 90% styrkleika) af kókaíni hingað til lands frá Brasilíu með viðkomu í Rotterdam í Hollandi. Efnin voru falin í sjö trjádrumbum sem komið var fyrir í gámi með númerinu , en efnin voru haldlögð af hollenskum yfirvöldum þann 30. j úní 2022 og var komið fyrir gerviefnum í trjádrumbunum. Gámurinn kom hingað til lands aðfaranótt 25. júlí 2022 og var afgreiddur af tollsvæði þann 2. ágúst og þaðan fluttur að í Reykjavík. Þann 4. ágúst voru trjádrumbarnir fjarlægðir úr gámnum og flutt ir að í Hafnarfirði, þar sem hin ætluðu fíkniefni voru fjarlægð úr trjádrumbunum. Þar var þeim pakkað og hluti þeirra fluttur dreifingu, en lögregl a lagði hald á hluta af ætluðum fíkniefnum í bifreiðinni þar sem henni hafði verið lagt . Brot ákærðu teljast varða við 173. gr. a., sbr. 1. mgr. 20. gr. og 175. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 14 II. Gegn ákærðu öllum fyrir peningaþvætti, eins og hér nánar greinir: 1. Gegn ákærða Páli, með því að hafa um nokkurt skeið fram til 4. ágúst 2022, tekið við, geymt, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum og eftir atvikum með öðrum ólögmætum eða refsiverðum hæt ti, samtals að fjárhæð 16.188.500 krónur sem ákærði notaði meðal annars til eigin framfærslu og til að greiða fyrir innflutning fíkniefna sbr. I. kafla ákæru. Rannsókn lögreglu á fjármálum ákærða sýnir að heildarinnborganir inn á bankareikning hans hjá hf., nr. , voru samtals 8.229.684 krónur á tímabilinu, þar af voru skýrðar tekjur samtals 4.460.184 krónur og með fjárhæðum sem metnar voru til lækkunar voru óskýrðar tekjur, sem voru reiðufjárinnlagnir, samtals 3.401.500 krónur. Þá leiddi rannsókn lögreglu á fjármálum A ehf., félags í eigu ákærða, í ljós að ákærði lagði inn samtals 12.787.000 krónur í reiðufé inn á bankareikning félagsins nr. . Með fjárhæðum sem metnar voru til lækkunar voru óskýrðar tekjur Páls samtals 16.188.500 krónur, sem sun durliðast hér að neðan: 8.229.684 kr. Skýrðar innborganir 4.460.184 kr. Óútskýrðar reiðufjárinnlagnir 3.769.500 kr. Fjárhæð til lækkunar á óskýrðum tekjum 368.000 kr. Heildarandlag óskýrðar 3.401.500 kr . 12.787.000 kr . Heildarandlag óskýrðra tekna 16.188.500 kr. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 2. Gegn ákærða Birgi, með því að hafa um nokkurt skeið fram til 4. ágúst 2022, tekið við, geymt, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum og eftir atvik um með öðrum ólögmætum eða refsiverðum hætti, samtals að fjárhæð 13.110.849 krónur sem ákærði meðal annars geymdi og notaði til eigin framfærslu. Rannsókn lögreglu á fjármálum ákærða sýnir að heildarinnborganir inn á bankareikning hans hjá hf., nr. [ , námu samtals 32.287.482 krónur á tímabilinu, þar af voru skýrðar tekjur samtals 15.920.933 krónur og með fjárhæðum sem metnar voru til lækkunar voru óskýrðar tekjur samtals 13.110.849 krónur, sem sundurliðast hér að neðan: Heildarinnborganir á bankare 32.287.482 kr. Skýrðar innborganir 15.920.933 kr. Óskýrðar tekjur 16.366.549 kr. Fjárhæð til lækkunar á óskýrðum tekjum 3.255.700 kr. Heildarandlag óskýrðra tekna 13.110.849 kr. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. 15 3. Gegn ákærða Jóhannesi fyrir peningaþvætti, með því að hafa um nokkurt skeið fram til 4. ágúst 2022, tekið við, geymt, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverð um brotum og eftir atvikum með öðrum ólögmætum eða refsiverðum hætti, samtals að fjárhæð 17.041.397 krónur sem ákærði notaði meðal annars til eigin framfærslu og til kaupa á bifreiðinni . Rannsókn lögreglu á fjármálum ákærða sýnir að heildarinnborgani r inn á bankareikning hans hjá hf., nr. , námu samtals 25.971.451 krónur á tímabilinu, þar af voru skýrðar tekjur samtals 6.929.101 krónur. Þá keypti ákærði erlendan gjaldeyri fyrir samtals 4.890.926 krónur í reiðufé. Með fjárhæðum sem metnar voru t il lækkunar voru óskýrðar tekjur samtals 17.041.397 krónur, sem sundurliðast hér að neðan: 25.971.451 kr. Skýrðar innborganir 6.929.101 kr. Óskýrðar tekjur 19.042.350 kr. Kaup á erlendum gjaldeyri með reiðufé 4.890.926 kr. Fjárhæð til lækkunar á óskýrðum tekjum 6.891.879 kr. Heildarandlag óskýrðra tekna 17.041.397 kr. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 4. Gegn ákærða Daða, með því að hafa um nokkurt skeið fram til 4. ágúst 2022, tekið við, geymt, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum og eftir atvikum með öðrum ólögmætum eða refsiverðum hætti, samtals að fjárhæð 16.338.211 krónur sem ákærð i notaði meðal annars til eigin framfærslu og til að greiða leigu á húsnæði við í Hafnarfirði, en húsnæðið notaði ákærði til að fjarlægja ætluð fíkniefnin sem tilgreind eru í I. kafla ákæru úr trjádrumbunum og til kaupa á bifreiðinni Rannsók n lögreglu á fjármálum ákærða sýnir að heildarinnborganir inn á bankareikning hans hjá hf., nr. , voru samtals 19.925.004 krónur á tímabilinu, þar af voru skýrðar tekjur samtals 3.371.923 krónur og með fjárhæðum sem metnar voru til lækkunar voru ósk ýrðar tekjur samtals 16.338.211 krónur, sem sundurliðast hér að neðan: 19.925.004 kr. Skýrðar innborganir 3.371.923 kr. Óskýrðar tekjur 16.553.081 kr. Fjárhæð til lækkunar á óskýrðum tekjum 214.870 kr. Heildarandlag óskýrðra tekna 16.338.211 kr. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 III. Gegn ákærða Jóhannesi fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 4. ágúst 2022, að Básbryggju 2 í Reykjavík, haft í vörslum sínum 5,24 g af maríhúana og 38,25 g af MDMA, sem lögregla fann við leit á heimili hans. 16 Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. IV. Gegn á kærða Daða fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa fimmtudaginn 4. ágúst 2022, að í Reykjavík, haft í vörslum sínum samtals 15,01 g af maríhúana, og að í , haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni 28,31 g af maríhúana, 995 g af kannabisla ufum, 265 g af kannabisplöntum og 24 kannabisplöntur og að hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað greindar plöntur. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 4., 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001, og 2. gr., sbr. 1. mgr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Krafist er upp töku á 99,25 kg af kókaíni , með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 808/2018. Að því er varðar ákærða Pál er krafist upptöku á Samsung farsíma og skjölum, sbr. munir og í munas krá nr. , skjallegum gögnum og innsigli sbr. munaskrá nr. , 83 trjádrumbum, innsigli og timbri sbr. munir nr. - og sbr. munaskrá nr. og munaskrá , með vísan til 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 23 3/2001 , sbr. reglugerð nr. 808/2018 og samkvæmt 1. og 3. tl. 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga, sbr. 2. gr. laga nr. 149/2009 . Þá er krafist upptöku á kr. 155.000, - með vísan til 1. mgr. 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 149/2009. Að því er varðar ákærða Birgi er krafist upptöku á Samsung farsíma, sbr. munaskrá nr. og Iphone farsíma, sbr. munaskrá nr. , grammavog, sbr. munaskrá nr. og Apple fartölvu sbr. munaskrá nr. , með vísan til 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 , sbr. reglugerð nr. 808/2018 og samkvæmt 1. og 3. tl. 1. mgr. 69. gr. a . almennra hegningarlaga, sbr. 2. gr. laga nr. 149/2009 . Að því er varðar ákærða Jóhannes er krafist upptöku á 5,24 g af maríhúana og 38,25 g af MDMA , með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, með síðari breytingum , tveimur spjöldum af Sim kortum, sbr. munur nr. , Samsung farsíma og OnePlus farsíma, sbr. munir og í munaskrá , Samsung farsíma, sbr. munaskrá nr. með vísan til 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, sbr. 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 , sbr. reglugerð nr. 808/2018 og samkvæmt 1. og 3. tl. 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga, sbr. 2. gr. laga nr. 149/2009 , og sbr. 2. gr. laga nr. 140/2009 . Þá er krafist upptöku á Rolex armbandsúri sbr. munur nr. , sbr. munaskrá nr. , 1100 evrum og vísan til 1. mgr. 69. gr. og 1. mgr. 69. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 149/2009. Að því er varðar ákærða Da ða er krafist upptöku á samtals 43,32 g af maríhúana, 995 g af kannabislaufum, 265 g af kannabisplöntum og 24 kannabisplöntum, með vísan til 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001, með síðari breytingum , Samsung farsíma , HP ThinkPad fartölvu og skjölum sbr. munir nr. - í munaskrá nr. , 11 viftum, sex lömpum, þremur loftsíum, tveimur rakatækjum, tveimur tjöldum, tveimur tímarofum og rakamæli, sbr. munaskrá , Xiaomi Redmi farsíma, sbr. munur nr. , í munaskrá nr. , skjölum sbr. munur nr. í munaskrá , slaghamri, kúbeini, 17 meitli, límbandsrúllum, hönskum, hvítum bindiböndum, skærum, pakkningu utan um hengilás, svörtum ruslapokum, handsög, vog, 7 viðarbitum og svartri ferðatösku, sbr. munir í munaskrá nr . með vísan til 7. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974, 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001 , sbr. reglugerð nr. 808/2018 og samkvæmt 1. og 3. tl. 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga, sbr. 2. gr. laga nr. 149/2009. Þá er krafist upptöku á broti og notaði m.a. til að ferja ætluð fíkniefni, með vísan til 1. mgr. 69. gr. og 1. mgr. 69. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, sbr. 2. gr. laga nr. 149/200 Málið var þingfest 16. nóvember 2022 og áskildu verjendur ákærðu sér þá rétt til að skila greinargerð vegna ákærðu. Var aðalmeðferð málsins þá ákveðin 5. og 6. janúar 2023. Í þinghaldi 7. desember 2022 lögðu verjendur fram beiðni um dómkvaðningu m atsmanns sem dómkvaddur var 14. sama mánaðar. Þann 4. janúar 2023 var málið flutt um kröfu sækjanda um að ákærðu viku úr dómsal á meðan meðákærðu gæfu skýrslur við aðalmeðferð málsins og var kröfunni hafnað með úrskurði síðar sama dag. Fyrirhugaðri aðalmeð ferð málsins 5. janúar 2023 var frestað utan réttar til 19. janúar þar sem beðið var matsgerðar og ekki hafði tekist að boða erlend vitni til skýrslugjafar við aðalmeðferð. Hófst aðalmeðferð málsins 19. janúar en tafir vegna framangreindra atriða auk þess sem málflytjendur bættu við frekari vitnum varð til þess að aðalmeðferð málsins frestaðist og lauk henni 8. mars 2023. Við málflutning við aðalmeðferð málsins var af hálfu ákæruvaldsins fallið frá kröfu á hendur ákærða Jóhannesi um upptöku á farsíma af I Af hálfu ákærðu Páls og Daða var skilað greinargerð vegna málsins, sbr. 1. mgr. 165. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Ákærði Páll krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af þeirri hátts emi sem greinir í I. kafla ákæru er lýtur að skipulagðri brotastarfsemi og að hafa ætlað efnin til sölu og dreifingar. Ákærði játaði þátt sinn í tilraun til innflutnings með þeim fyrirvara að magn og styrkleiki hinna haldlögðu efna væri minna en greinir í ákæru og gerir hvað þann þátt varðar kröfu um vægustu refsingu er lög leyfa. Ákærði krefst aðallega sýknu vegna 1. ákæruliðar í II. kafla ákæru. Til vara krefst ákærði þess að hann verði dæmdur til vægustu refsingar er lög leyfa vegna beggja ákæruliða. Kom i til þess að ákærða verði dæmd fangelsisrefsing er þess krafist að gæsluvarðhaldsvist komi til frádráttar dæmdri refsingu. Ákærði hafnar fermetrum af pal laefni en mótmælir upptökukröfu ekki sérstaklega að öðru leyti. Loks krefst ákærði þess að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda vegna vinnu á rannsóknarstigi og fyrir dómi. Ákærði Daði krefst þess að hann verði dæmdur til vægustu refsingar sem lög leyfa og að óslitið gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 5. ágúst 2022 komi til frádráttar dæmdri fangelsisrefsingu. Þá krefst ákærði þess að kröfu um upptöku á Samsung - farsíma, HP ThinkPad - fartölvu og Volkswagen Tigua n - greiddur úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi. Ákærði Jóhannes krefst þess að hann verði sýknaður a f I. kafla ákærunnar og að 3. tölulið II. kafla ákærunnar verði aðallega vísað frá dómi en til vara að hann verði sýknaður af honum. Þá hafi ákærði játað sök samkvæmt III. kafla ákæru en geri athugasemd við magn efnis. Krefst ákærði þess að honum verði dæm d vægasta refsing er lög leyfa og að gæsluvarðhald sem hann hefur sætt komi til frádráttar. Þá samþykkir ákærði upptökukröfur fyrir utan það að hann telur óvíst að annar af tveimur Samsung - farsímum tengist broti og verði sá sími því ekki gerður upptækur, o g mótmælir hann einnig upptöku á Rolex - úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun þeirra tveggja lögmanna sem skipaðir hafa verið verjendur hans við meðferð málsins , samkvæmt framlögum málskostnaðarreikningum. Ákærði Birgir gerir þær kröfur aðallega að hann verði sýknaður af I. kafla ákæru, en til vara að honum verið dæmd vægasta refsing er lög leyfa og að gæsluvarðhald ákærða komi til frádráttar dæmdri 18 fangelsisrefs ingu. Hvað varðar 2. tölulið II. kafla krefst ákærði þess að honum verði aðallega vísað frá dómi, til vara að ákærði verði sýknaður en til þrautavara að honum verði gerð vægasta refsing er lög leyfa. Ákærði krefst þess að upptökukröfum verði hafnað hvað va rðar Iphone - farsíma og Apple - fartölvu. Þá gerir hann ekki athugasemd við upptöku á haldlögðum fíkniefnum. Loks krefst ákærði þess að allur sakarkostnaður verði greiddur úr ríkissjóði, þ.m.t. þóknun skipaðs verjanda samkvæmt framlögum málskostnaðarreikningi og þóknun skipaðs verjanda ákærða á rannsóknarstigi verði jafnframt greidd úr ríkissjóði í samræmi við framlagða tímaskýrslu hans. II Málsatvik Rannsókn málsins hófst þegar lögreglu bárust til greiningar gögn úr dulkóðuðu samskiptaforriti þar sem rætt var um innflutning á viði eða timbri og voru Paragvæ og Brasilía nefnd í því samhengi. Við könnun tollyfirvalda kom í ljós að eitt fyrirtæki hér á l andi hafði flutt inn harðvið frá Brasilíu, A ehf. í eigu ákærða Páls. Þá hafði Páll flutt inn við árið 2017 og hans árið 2019. Í kjölfarið hafði lögregla eftirlit með sendingu sem félagið fékk í febrúar 2022 frá fyrirtækinu B í Brasilíu og reyndist ekk ert saknæmt vera í henni. Í lok maí 2022 bárust lögreglu upplýsingar um að hópur manna væri að flytja inn mikið magn af kókaíni til Íslands, 60 til 100 kg. Kom fram að fíkniefnin yrðu vandlega falin í trjádrumbum og að allur frágangur ætti að vera mjög fag mannlegur og þola alla hefðbundna skoðun eftirlitsmanna. Einnig kom fram að viðurinn yrði sendur frá B og að viðtakandi væri Páll, eigandi A ehf., og að félagið væri með endingarinnar en ekki væri vitað hvert það væri. Um miðjan júní bárust lögreglu upplýsingar um að A ehf. ætti von á annarri timbursendingu frá 2022. R eyndust sjö spýtur innihalda kókaín og voru þær neðst í gáminum, og voru áberandi þykkari en aðrar. Hafði efnið verið sett inn í spýturnar og timbur skrúfað yfir og það límt og málað þannig að ekkert óeðlilegt var að sjá fyrr en spýturnar voru skoðaðar hve r um sig. Kemur fram í skýrslu hollenskra yfirvalda (HARC - teymi) að alls 100 pakkningar af kókaíni, að brúttóþyngd 108,93 kg hafi reynst vera inni í spýtunum og var heildarmagn þess kókaíns sem haldlagt var 99,25 kg. Segir í skýrslunni að 65 pakkninganna h afi verið heilar en plöturnar verið skornar í tvennt í 35 pakkningum og er lögun þeirra önnur samkvæmt framlögðum ljósmyndum. Þar kemur einnig fram að tíu pakkningar hafi verið valdar af handahófi til að taka sýni úr til greiningar á rannsóknarstofu. Hafi umbúðir utan um efnið samanstaðið af plasti, filmu, bláu límbandi, rauðu límbandi, gegnsæju límbandi og lofttæmispoka. Voru pakkningarnar vigtaðar brúttó hver um sig og umbúðir síðan fjarlægðar og efnið vigtað nettó. Tekin voru um þrjú grömm af efninu úr h verri pakkningu og hvert sýni sett í sér plastpoka sem lokað var með gripinnsigli . Að auki voru efni tekin úr tveimur pakkningum og það úðað með hvarfvökva, Narko Spray, og varð það blátt sem benti til þess að um væri að ræða kókaín. Eftir endurútreikning á magni sem gaf niðurstöðuna 99,25 kg var öllum hundrað pakkningunum eytt með brennslu. Var heildarmagn efnis reiknað út frá samtölu á nettó þyngd þeirra tíu pakkninga s em sýni voru tekin úr, deilt var í samtöluna með 10 og sú niðurstaða margfölduð með 100. Var gerviefnunum síðan komið fyrir í stað efnisins og gámurinn endurhlaðinn sem næst upprunalegu ástandi og honum komið til skipafélagsins. Liggja fyrir ljósmyndir af framangreindum aðgerðum. Gámurinn kom til landsins aðfaranótt 25. júlí 2022 og var þá settur eftirfararbúnaður á hann og stöðugt eftirlit haft með honum fram að handtöku ákærðu. Upphaflega hafði staðið til að gámurinn kæmi fyrr til landsins. Í kjölfar þes s að upplýsingarnar bárust hófst rannsókn á Páli og Birgi sem varð einnig til þess að rannsóknin beindist að ákærðu Jóhannesi og Daða. Við rannsókn málsins var, eftir atvikum, fylgst með ákærðu með eftirfararbúnaði, hljóð - og myndupptökum og myndatökum og liggja fyrir ljósmyndir og skjáskot af upptökum og endurrituð samtöl. Að auki fór fram hefðbundin gagnaöflun, m.a. með upptökum úr eftirlitsmyndavélum. Þá var skýrsla tekni af starfsmanni B í Brasilíu en það varð ekki til þess að málið upplýstist frekar. L oks var aflað gagna frá bönkum og fjármálastofnunum, m.a. yfirlita yfir hreyfingar á bankareikningum ákærðu og gagna um gjaldeyrisviðskipti. 19 Leiddi eftirlit lögreglu í ljós að Páll og Jóhannes hittust 6. júlí og ræddu saman nokkra stund í bifreið Páls vi fundarins hittust Jóhannes og Birgir skamma stund. Frekara eftirlit með ferðum Páls og Jóhannesar sýndi þeir síðan saman út á reykingasvæði fyrir framan veitingastað hótelsins. Þar voru þeir tveir einir og voru báðir mikið í farsímum sínum. Páll hringdi þá í B og var með símann á speaker á meðan og sat Jóhannes þá við hlið hans. Símsvari svaraði símtali Páls og lagði hann á eftir að hafa hlýtt á símsvarann. Eftir það ræddu þeir saman og voru mikið að skoða síma Páls. Eftir fundinn lagði Páll 230.000 krónur í reiðufé inn á reikning A ehf. Þá hittust Páll og Jóhannes nokkrum sinnum vikuna 25. 29. júlí. Á einum gámsins á meðan þeir sátu saman inni í bifreið Páls og spurðist fyrir um sendinguna. Fékk hann þær upplýsingar að til þess að hægt væri að tollafgreiða sendinguna þyrfti að senda inn erlend a vörureikninga og vantaði einn slíkan reikning og ætlaði Páll að afla hans. Endurtók Páll mikið af þeim svörum sem hann fékk frá starfsmanni skipafélagsins þannig að Jóhannes vissi hvað fór fram. Hann spurði hvor gámurinn væri kominn til landsins og fékk þau svör að það ætti eftir að færa hann inn á svæði C. Eftir fundinn lagði Páll 390.000 krónur inn í reiðufé á reikning A ehf. og aftur einum degi síðar 580.000 krónur. A ehf. hafði slu á fé sem lagt hafði verið inn á reikning félagsins í reiðufé. þeir þá hvenær gámurinn kæmi, að þeir þyrftu að taka sendibifreið á leigu til að flytja stauran a og fá einhverja til að aðstoða við að flytja þá. Einnig kemur fram að Jóhannes hreinsaði þá síma Páls og sinn síma og skipti um kort í þeim og sagði þá hafa beðið sig að gera það. Nefnir Páll að hann vilji fá þetta út úr gáminum sem fyrst og spyr Jóhanne s hvort það sé í lagi að byrjað verði að losa þetta á laugardaginn og svarar Jóhannes því játandi. Einnig talar Páll um það að þegar hann muni afhenda bifreiðina verði henni ekið á ákveðinn stað, t.d. bensínstöð, og svarar Jóhannes því játandi. Spyr Páll e innig hvort þeir hafi orðið varir við óróleika á markaðnum, það hefur ekkert heyrt neitt , og svarar Jóhannes því neitandi. Segir Jóhannes Páli að heyra í sér ef eitthvað verður og þeir mæli sér þá mót og hittist. Græja það bara hvernig sem þú vilt . Loks se gir Páll að ferilinn fari í gang. Þetta er lokaþrepið . flutti gáminn á lóðina og kvaðst Páll ætla að greiða hann og að hann væri að reyna ná í stráka. Þá sagði Páll: En hvernig standið þið svo að þessu gagnvart mér? Hvernig er þetta hugsað af ykkar hálfu? Ég þarf að hafa einhver skýr svör eins og gefur að skilja. Svaraði Jóhannes þessu játandi og sagði Páll síðan: Þetta er náttúrulega gríðarlega sem ég er að, ta ka allt á mig, þurfum ekkert að ræða það ég kann þetta og veit alveg hvað ég er að tala um. En ég er að spyrja líka, ég ætla ekki að eins og Biggi gerði síðast að eins og með húsið sem ég er búin að lenda í bullandi vandræðum með og kostar peninga að hafa þarna niður frá . Sagði Páll síðan að hann hlyti að hafa eitthvert plan og svaraði Jóhannes því: Já alveg pottþétt. Þá ræða þeir um fjölda staura sem Jóhannes samsinnir Páli með að séu 90 og að fara þurfi tvær ferðir og Jóhannes segir að farið verði með þet ta inn í hús en hann geri þetta ekki það er þeirra maður . Einnig kom fram hjá Páli að Biggi hann fylgst með þaðan. Svarar Jóhannes þessu einnig játandi. Þá ræddu þeir um líklega staðsetningu stauranna í gáminum og Páll sagði að hann hefði í gær greitt 1,2 milljónir króna vegna tollafgreiðslu gámsins. Þá töluðu þeir um það hvar Páll ætti að leigja sendibifreið og sagðist Jóhannes vera með 150.000 krónur á sér fyrir Pál þegar þeir höfðu rætt um kostnað við leigu bifreiðarinnar. Einnig kom fram hjá Jóhannesi að hann vissi ekki hvað ætti að gera við staurana þegar þetta væri búið. Það væri skýrt að þeir væru með plan, það ætti að taka við þessu inni í húsi og að sá sem opna ði staurana væri örugglega sá sem tæki við bifreiðinni. Þá kom fram hjá Páli að þeir væru með símann hjá honum. Einnig nefnir Jóhannes í samtali hvernig þetta gangi núna og fram kom hjá Páli að um væri að ræða kókaín. Á þessu tímabili ræddu Páll og Jóhan nes ekki saman í hefðbundnum farsíma, þrátt fyrir að nota slíka síma. Hvorugur þeirra ræddi símleiðis við Birgi. Þá leiddi eftirlit lögreglu í ljós að þá daga sem Jóhannes fundaði með Páli hitti hann einnig Birgi, fyrir utan eitt skipti en þá var Birgir er lendis. Fram kom við eftirlit þann 2. ágúst 2022 að gámurinn var afgreiddur út af tollsvæði og færður í að fyrirmælum 20 Páls sem tók við honum. Áður höfðu hollensk yfirvöld skipt fíkniefnunum út fyrir gerviefni, sem áður segir. Þá leiddi eftirlit í ljó og hljóðritaði lögregla samtal þeirra. Þá talaði Páll um að hann ætlaði að ná að staurunum um kvöldið og Jóhannes að það væri verið að pressa á hann og því væri hann að pressa á P ál. Þá ræddu þeir leigu á sendibifreið. Jóhannes sagði að staðurinn sem staurarnir ættu að fara á væri ekki í bænum. Þann 4. ágúst saman um vandræði sem Páll virtist hafa lent í með greiðslukort sem hann ætlaði að nota. Einnig heyrist Jóhannes segja ég set 150 hérna og hann talar um að spyrja strákana hvort þeir hafi einhverja hugmynd. Eftirlit lögreglu leiddi í ljós að eftir að þeir hittust tók Páll s endibifreið á leigu og var eftirfararbúnaði komið fyrir á henni á grundvelli úrskurðar héraðsdóms. Ók hann bifreiðinni að timburgáminum sem var á sem ásamt Páli tók timbur út úr gáminum og færði yfir í sendibifreiðina. maður þá með honum í bifreiðinni og tók Daði við bifreiðinni og ók henni að iðnaðarhúsnæði að . Telur lögregla að hann hafi þar tekið nokkra trjádrumba úr bifreiðinni og ekið aftur að bensínstöðinni um klukkustund síðar þar sem Páll tók aftur við bifreiðinni en Daði ók burt á eigin bifreið. Páll ók síðan aftur u þeir fleiri trjádumba úr gáminum og settu í sendibifreiðina og ók Páll einn aftur á sömu bensínstöð. Þar beið hann hátt í tvær klukkustundir þar til Daði á endanum kom aftur þangað og sótti bifreiðina. Beið Páll á bensínstöðinni á meðan Daði ók aftur í [ . Telur lögregla að þar hafi Daði tekið trjádrumbana úr bifreiðinni og ekið henni síðan til baka á bensínstöðin þar sem Páll tók við henni. Síðan sótti hann sendibifreiðina þangað sem Páll hafði þá skilið hana eftir mannlausa. Á skjáskoti úr eftirlitsmyndavél má sjá Daða og Pál á bifreiðastæðinu kl. 17:12 og voru þá nokkrir metrar á milli þeirra og virtist Daði vera á leið að bifreiðinni. Síðan ók Daði aftur að húsnæðinu í og bakkaði bifreiðinni inn í iðnaðarbilið. Á meðan var eftirfararbúnaði komið fyrir á bifreið hans. Klukkan 18:29 kom Daði út úr húsnæðinu og ók sendibifreiðinni aftur á bensínstöðina og virtist vera að skoða í síma sinn þegar hann steig komið þar fyrir búnaði til hljóðupptöku og má á upptöku heyra að Daði var þar einn og greinilega að vinna við trjádrumba og að nota einhver verkfæri. Ein nig mátti heyra hann tala í síma á íslensku og var umræðuefnið skipting efnanna og var þá talað um 98 kg og að það ætti að skipta því í fjóra hluta. Þá liggja fyrir skilaboð sem fóru á milli Birgis og Jóhannesar 3. og 4. ágúst, þar sem þeir töluðu saman á ensku í gegnum Signal og ræddu um það hvernig gámurinn skyldi losaður og þörf á aðstoð við það vegna beiðni sem Páll kom á framfæri við Jóhannes. Kemur þar m.a. fram að Birgir hafi sagt að hægt væri að fresta því að losa gáminn til morguns en ekki lengur og sagt Jóhannesi að koma því til Páls að þeir gætu ekki skaffað aðstoðarmenn þar sem viðkomandi gæti þá farið að gruna eitthvað varðandi þá . Þann 3. ágúst sagði Birgir Jóhannesi að koma og sækja peninga samkvæmt beiðni frá Páli sem hefði komið fram í sam tali hans við Jóhannes. Þá má þar einnig sjá samskipti vegna atvika þegar drumbarnir voru fluttir til Hafnarfjarðar og tæmdir og má af þeim ráða að þeir hafi verið áhyggjufullir þegar ekki náðist í Daða um Liggur fyrir samkvæmt framburði Birgis og framlögðum gögnum að Birgir reyndi þá að hringja í Daða. Einnig liggja fyrir skilaboð og skjáskot af skilaboðum sem fóru á milli Birgis og D sem fundust í síma sem Birgir var með á sér við handtöku. Koma þar m.a. taka efni úr drumbunum og ekki náðist í hann. Þeir ræddu það hvort setja ætti lyklana á dekkið á sendibifreiðinni þar sem hún biði þess að Daði sækti hana í seinna skiptið og Birgir bað um símanúmer Daða en gö gn benda til þess að hann hafi síðan reynt að hringja í Daða en ekki náð sambandi. Einnig bað Birgir um skjáskot af samræðum D við Daða og fékk þau send og sagði D að segja Daða að fara út á 30 mínútna fresti til að komast í samband. Þá hafnaði Birgir því að blanda inn í málið aðila sem þeir kölluðu Taxi guy . Má heyra að þeir hafa áhyggjur af því að lögreglan sé komin í málið og segir Birgir D að segja 21 Daða að kaupa nýtt símkort og spyr hann hvort Daði hafi náð að opna eitthvað. Þarna ræddu þeir einnig um m agn efnisins og sagði D að um 94 kubba væri að ræða og kom í framhaldi af því fram hjá Birgi að hann hefði haldið að það væru 8 kg in each material og sagði D þá I told him to separate og sagði Birgir í kjölfarið Lets get the 94 to safety . Einnig tala þeir um að klára verkið og sækja restina. Við skoðun á síma Jóhannesar mátti sjá í user dictionary orð sem slegin höfðu verið inn í símann. Má af þeim ráða að notandinn notar ýmist ensku eða íslensku og sýnir efni skilaboðanna og samhengi við önnur gögn að h ann ræddi við Birgi á ensku og að hann ræddi einnig við Pál. Varða skilaboðin m.a. það hvenær gámurinn sé væntanlegur til landsins, að það taki tíma að losa hann, hvar sé hægt að fá aðstoðarmenn og leigja sendibifreið. Er um að ræða sambærilegt umræðuefni og kom fram við hlustun á samtali hans og Páls. Má þar einnig greina stress þegar Daði svaraði ekki símtölum á meðan Páll var að ánægður með að þett a sé í höfn og þeir geti hlakkað til að fá greitt fyrir sín verk. efnanna, og að Daði notaði límbandsrúllu við að pakka einhverju inn. Eftirlit með honum leiddi síð an í ljós Redimi en var einnig með Samsung - farsí ma á sér. Birgir var handtekinn skömmu síðar á bifreiðastæði við - stöð. Páll og Jóhannes voru síðan handteknir á heimilum sínum. Leitað var m.a. á heimilum ákærðu og í bifreiðum þeirra og haldlögð þau fíkniefni og þeir munir sem greinir í ákæru. Þe gar Páll var handtekinn voru haldlagðar 155.000 krónur sem hann var með á sér. Einnig var haldlagt timbur sem var í sendibifreið við heimili Páls og annað timbur sem kom til landsins í þeim gámi sem fíkniefnin fundust í. ust sjö trjádrumbar sem búið var að opna og fjarlægja gerviefnin úr. Hluti efnanna fannst í ferðatösku ásamt verkfærum, límbandsrúllum og plastpokum. Við leit í bifreið Daða fundust einnig efni úr trjádrumbunum, 94 kubbar sem voru alls 35,6 kg að þyngd, og var búið að setja efnið í plastpoka. Þá fundust við leit á heimili Jóhannesar þau fíkniefni er greinir í III. kafla kannabisplöntur og kannabislauf sem greinir í IV. kafla ákærunnar. Var bæði í tilviki Daða og Jóhannesar staðfest með efnaskýrslu lögreglu að um væri að ræða þau fíkniefni sem greinir í ákæru. Sýni úr þeim plöntum sem greinir í IV. kafla ákærunnar voru einnig sent til greiningar hjá Rannsókn astofu í lyfja - og eiturefnafræði og var staðfest með matsgerð, dags. 19. september 2022, að sýni sem tekið var úr blómstrandi plöntu innihéldi tetrahýdrókannabínól. Fyrir liggur matsgerð dómkvadds matsmanns, E, dags. 6. febrúar 2023, vegna matsbeiðni ákæ rðu, dags. 5. desember 2022. Í matsgerðinni kemur fram að matsmaður geti ekki staðreynt hver var heildarþyngd haldlagðra efna þar sem þeim hafi verið eytt. Er þá heldur ekki hægt að greina innihald efnis utan þeirra tíu sýna sem voru varðveitt. Vegna matsi ns voru þau sýni send í hefðbundna rannsókn hjá Rannsóknastofu í lyfja - og eiturefnafræði. Voru sýnin öll þurr, duft og kögglar og voru þau gerð einsleit fyrir rannsókn. Reyndust þau öll innihalda kókaín og bentu efnapróf til þess að kókaínið væri að mestu í formi kókaínklóríðs og fundust önnur innihaldsefni ekki. Var styrkur kókaíns í sýnunum á bilinu 86 89%. Þá segir í matsgerðinni að samkvæmt gögnum málsins hafi efnin verið haldlögð og vegin 30. júní 2022. Hafi sýnin verið rök við vigtun megi ætla að sá raki hefði gufað upp fyrir styrkleikamælingu sem fram fór í október 2022. Bendir matsmaður á að þegar slík sýni léttist hækki hlutfallslegur styrkur innihaldsefnanna. Þá segir í matsgerðinni að ekki sé hægt að sjá af gögnum málsins að rakastig efnanna haf i verið mælt sérstaklega en þar sé talað um hvítt duftkennt efni, sem bendi til þess að efnið sé þurrt. Einnig komi þar fram að umbúðarlög pakkninganna hafi samanstaðið af ýmsum lögum af plasti, filmu, bláu límbandi, rauðu límbandi, gagnsæju límbandi og lo fttæmispoka. Verði að telja ólíklegt að innihald pakkninganna hafi dregið í sig verulegt magn af raka í gengum slíkar umbúðir. Gerð hafi verið rannsókn á því hversu miklar breytingar verði á þyngd eins kg pakkningar sem innihaldi kókaínklóríð, í sínum uppr unalegu umbúðum við geymslu við ákveðin skilyrði og þær vigtaðar reglulega á átta mánaða tímabili. Mesta þyngdaraukningin var á pakkningum sem pakkað var í tvö lög og var hún 0,15% eftir átta mánuði. Þar sem umbúðalögin voru fleiri var mesta aukninginn í þ yngd minni, eða 0,075%. Þá segir í matsgerðinni að nær 22 öll kókaínsýni sem matsmaður hafi rannsakað á sínum ferli hafi verið þurr en undantekningin sé sýni úr fjórum málum sem voru í vökvaformi, þ.e. kókaín uppleyst í vökva. Hafi matsmaður engar forsendur t il að meta meintan raka í hinu haldlagða efni né ástæðu til að ætla að efnið sem um ræði hafi verið rakt. Fyrir liggja fjármálagreiningar vegna ákærðu og A ehf. þar sem fram koma m.a. þær niðurstöður sem raktar eru í II. kafla ákæru og samantektir sem unn ar voru úr bankagögnum, m.a. yfirlit yfir þær tekjur sem taldar eru vera óútskýrðar. Náðu greiningarnar frá 1. janúar 2020, hvað ákærðu varðar, til ágúst 2022 og eru niðurstöður þeirra sundurliðaðar eftir árum. Þá eru greiðslur frá einstaklingum úr fjölsky ldu ákærðu ekki taldar til óútskýrðra tekna og sé fjárhæð endurgreidd innan árs teljist greiðsla ekki óútskýrð. Hvað varðar Pál náðu gögnin til 16. ágúst 2022. Er sérstaklega rakið að í ljós hafi komið að samkvæmt því sem upplýst var við rannsókn málsins hafi Páll tekið við reiðufé sem ekki skilaði sér inn á reikning hans eða félagsins, t.d. fé sem hann greiddi aðstoðarmönnum við flutninga, sbr. I. kafla ákæru. Þá sagði Páll að kostnaður vegna gámsins sem kom í febrúar hefði verið greiddur af þeim sem stóð u að innflutningnum með honum. Þá segir í greiningunni að framfærsla Páls sé langt undir viðmiðunarmörkum og þyki líklegt að hann framfæri sig með öðrum hætti en unnt sé að rekja í bankagögnum. Þá hafi hann ngana hafi hann fengið frá Jóhannesi. Kemur einnig fram í greiningunni að Páll sé þekktur í kerfum lögreglu, m.a. í tengslum við framleiðslu fíkniefna með Birgi. Greining vegna A ehf. náði frá desember 2020 til 11. ágúst 2022. Voru 12.787.000 krónur lagðar inn á félagið í reiðufé og var það fé notað skömmu eftir að hafa verið lagt inn til að greiða kostnað vegna innflutnings á gámunum. Af hálfu Páls voru lögð fram frekari gögn, m.a. yfirlit yfir reiðufjárinnlagnir hans árin 2021 og 2022 og yfirlit yfir fj árreiður fyrirtækisins A árin 2021 og 2022 og gögn yfir starfsemi félagsins. Einnig var lagt fram læknisvottorð vegna Páls. Varðandi Birgi náðu gögnin yfir tímabilið til 5. ágúst 2022 og var hann með uppgefnar tekjur á tímabilinu. Kemur þar fram að lögregla telji að einstaklingar í kunningjahópi Birgis hafi verið að greiða inn á hann og bar ákærði um að þetta væru vinir hans. Þessir einstaklingar séu þó einnig þekktir hjá lögreglu í tengslum við neyslu fíkniefna og brot tengd þeim. Þá eru greiðslur f rá Jóhannesi ekki teknar til lækkunar á óútskýrðum greiðslum með þeim rökum að hann sé einnig sakborningur í málinu ásamt því að greining á fjárhag hans sýni hátt hlutfall óútskýrðra fjármuna í bankagögnum. Beri útgjöld Birgis þess merki að hann framfleyti sér með öðrum hætti en með rekjanlegum tekjum og það sem verði ráðið af gögnum um framfærslu hans bendi til þess að hún sé langt undir viðmiðunarmörkum. Greiðsla að fjárhæð 6.250.863 krónur er metin óútskýrð en rakin til sölu bifreiðar en ekkert liggur fy rir um það hvernig Birgir eignaðist bifreiðina. Hann kvaðst hafa fengið bifreiðina afhenta án þess að greiða fyrir hana en greitt kaupverðið eftir að hafa selt hana áfram. Þá var Birgir talinn hafa lagt þrjár milljónir króna inn í félagið F ehf. í ársbyrju n 2022 gegn 20% hlut í því en ekkert liggur fyrir um hvernig hann greiddi það. Birgir var skráður þess að nokkur greiðsla hefði verið rakin til afnotanna. Þá var hann á tímabilinu skráður eigandi bifreiðanna magns, hita og trygginga. Af hálfu Birgis var lagt fram yfirlit yfir stöðu reiknings hans við handtöku 4. ágúst 2022, fullnaðaruppgjör frá VÍS vegna slyss sem Birgir varð fyrir 1. desember 2016 og gögn varðandi eignarhlut G ehf. í F ehf. Þá lagði hann fra og veitugjalda og samantekt yfir færslur vegna vitnanna H, I og J. Þá ná gögn er varða Jóhannes til 16. ágúst 2022 og var hann með uppgefnar launatekjur á tímabilinu. Má sjá á greiningunni að fjöldi manns lagði tiltölulega lágar fjárhæðir inn á reikning Jóhannesar. Greiddi Birgir um 1,7 milljónir króna inn á reikning Jóhannesar en J óhannes lagði tæplega 1,1 krónur inn á hann. Eru greiðslur frá Birgi og hans metnar til lækkunar á óútskýrðum greiðslum. Einnig kemur fram að Jóhan nes lagði inn á sig rúmlega sjö milljónir króna í reiðufé á tímabilinu og keypti 23 króna, með reiðufé sem ekki fæst séð að tekið hafi verið út af reiknin gum hans. Er rakið í greiningunni að Jóhannes hafi hlotið einn dóm fyrir vörslur fíkniefna. Varðandi Daða náðu gögnin til 4. ágúst 2022. Má sjá á greiningunni að óútskýrð innkoma er að mestu vegna reiðufjárinnborgana og að fjöldi manns lagði tiltölulega lágar fjárhæðir inn á reikning hans. Sjálfur er hann með litlar uppgefnar tekjur á tímabilinu og skýrðar tekjur koma aðallega frá hans. Notaði Daði óútskýrt reiðufé m.a. til að greiða leigu fyrir íbúð þar sem hann var með kannabisræktun, til að greiða Af hálfu Daða var m.a. lögð fram staðfesting á námi, umsögn meðferðarfulltrúa, þingbók héraðsdóms í máli nr. R - - og umráðasögu Daða m.t.t . ökutækja. III Ákærði Páll gaf fyrst skýrslu hjá lögreglu 5. ágúst 2022. Kvaðst hann hafa vitað að kókaín væri í sendingunni en ekki hafa vitað um magnið. Hann hefði verið að flytja inn timbur en ákveðnir aðilar hefðu fengið hann til að flytja inn fíkni efni og hefði hann átt að fá 30.000.000 króna fyrir sitt hlutverk. Hann hefði haft samband við fyrirtæki í Brasilíu og þeir samþykkt að timbur frá öðrum aðila yrði sett í gáminn sem hann flutti síðan til landsins og hefði hann vitað að í því timbri væru fí kniefni. Það hefði fyrst komið til tals að gera þetta árið 2020 þegar Jóhannes hafði samband við hann. Hefði hann alltaf talað um strákana og hefði hann því talið að fleiri aðilar stæðu að baki innflutningnum. Fyrirtæki hans hefði flutt inn annan gám með t sendinguna sem fíkniefnin voru í. Þeir hefðu hist í nokkur skipti og hefði Jóhannes afhent honum reiðufé svo hægt væri að greiða fyrir flutning og tollafgreiðslu gámsins. Í skýrslu 9. ágúst sl. tók ákærði sérstaklega fram að samtal sem hann hefði átt við lögreglumann þegar hann var í fangaklefa á Hverfisgötu hefði farið illa í hann. Þá hefði lögreglumaðurinn sagt við hann að þetta væru 50 kg plús og þetta væri har t efni frá Suður - Ameríku og spurt hann hvers verðmæti það sé heldurðu og hann þá nefnt töluna 30.000.000 króna. Kvaðst hann ekki hafa þekkt þá menn sem stóðu að þessu. Hann hefði fengið síma frá þeim til að hafa samskipti við þá á forritinu Signal. Þar hef ði hann einungis rætt við Jóhannes sem hefði sett upp forritið í símanum og skipt síðan um SIM - kort. Áður hefði Jóhannes keypt hús og greitt strax fyrir það og kvaðst ákærði hafa komið þrisvar til landsins vegna innflutningsins á húsinu sem kom í febrúar 2 022. Strákarnir hefðu verið með Jóhannesi í því að kaupa húsið en ekki sótt það. Jóhannes hefði alltaf talað eins og fleiri væru að baki honum og hann þyrfti að ræða við aðra um ákvarðanir. Kvaðst hann hafa ætlað að hætta við að flytja inn gáminn með fíkni efnunum en ekki getað það og hefðu staurarnir þá verið tilbúnir. Þeir hefðu komið með 60 staura í gáminn en sjálfur og hefði það verið lokahnúturinn vegna gámsins og þeir rætt peninga og Jóhannes afhent honum peninga. Kvaðst hann hafa stofnað A ehf. út af þessum innflutningi. Þá hefði hann einu sinni hitt B irgi, líklega á hálfnað til Íslands en Jóhannes hefði þá verið upptekinn. Staðfesti ákærði að hafa í hljóðrituðu samtali sagt að hans Bigga á íbúð þarna og hefur yfirsýn yfir svæðið en hann myndi ekki hver hefði sagt sér þe tta. Hefði hann vitað frá upphafi að kókaín var í gáminum og hefði hann trúað því að sér yrði greitt það sem honum var lofað. Í skýrslu 15. ágúst sagði ákærði að kannski hefði það verið ætlunin að hann fengi til eignar sem greiðslu húsið sem kom til lands ins í febrúar en það hefði aldrei verið rætt almennilega. Þær 30 milljónir króna sem hann nefndi áður hefðu aldrei verið nefndar heldur hefði hann giskað á þetta. Hann sagði að Birgir hefði fyrst komið að máli við sig varðandi innflutninginn á húsinu og lá tið sig hafa peninga sem hann hefði lagt inn á bankareikning A ehf. Birgir hefði síðan rætt við hann um að flytja inn staura sem kókaín væri falið í. Það hefði einnig verið Birgir sem talaði við hann árið 2020. Þá hefði Jóhannes alltaf þurft að tala við að ra menn í tengslum við innflutninginn. Kvaðst hann aldrei hafa vitað hversu mikið magn ætlunin var að flytja inn. Þá staðfesti ákærði að Birgir hefði verið í samskiptum við hann á árunum 2019 24 i vegna innflutningsins á timbrinu. Jóhannes hefði síðan tekið við samskiptunum en hann teldi að Jóhannes væri ekki planleggjarinn . Í skýrslu 28. september 2022 sagði ákærði að hann hefði viljað hætta við þátttöku í innflutningnum og hefði Birgir þá komið heim til hans, líklega í febrúar, en Jóhannes beðið úti í bifreið á meðan. Hefði Birgir þá sagt honum að það yrði ekki aftur snúið, hann væri búinn að samþykkja þetta og staurarnir væru tilbúnir. Aldrei hefði verið rætt um greiðslu eða magn en Birgir sagt honum að hann ætti að fá vel greitt fyrir sinn hlut. peninga með því að kaupa og selja fasteignir og hefði hann aldrei verið með svarta peninga. Væru greiðslur inn á reikninga hans af reikningi A ehf. vegna kostnaðar og launa. Reiðufé lagt inn á hans reikninga, alls að fjárhæð 3,7 milljónir króna, væri vegna margra mismunandi viðskipta. Reiðufjárinnlagnir inn á reikning félagsins að fjárh æð alls 12,7 milljónir króna væri greiðslur fyrir vörur og annan kostnað í kringum fyrirtækið og væru um 90% af því greiðslur vegna þessara tveggja gáma og hefði hann fengið peninga frá Jóhannesi. Teldi hann að kostnaður vegna gámanna hefði verið um 10 mil ljónir króna. Þá var Páli kynnt hljóðritað samtal milli hans og Jóhannesar 4. ágúst og sagði hann þá að eini tilgangur með þeim fundi hefði verið að fá pening. Skýrsla var tekin af ákærða Birgi 5. ágúst. Kom fram hjá honum að hann fengi laun hjá K í reiðuf é sem hann nýtti m.a. til að greiða fyrir afnot af bifreið sem hann hefði til umráða. Kvaðst hann eiga 20% í F ehf. sem ræki K. Væru 570.000 krónur sem hann lagði inn á bankareikning sinn 3. ágúst sl. laun. Þá kvaðst hann ekki kannast við svartan Samsung - s íma sem fannst í buxnavasa hans við handtöku og hafnaði því alfarið að tengjast neitt innflutningi fíkniefnanna. Kvaðst hann ekki þekkja Daða og sagði að ekki hefði æri vinur afborganir af henni en sjálfur hefði hann unnið mikið í húsinu, sem þeir hefðu keypt þegar einungis var búið að steypa upp burðarvirki þess. Í sk ýrslu ákærða 16. ágúst sl. neitaði hann að tjá sig um þau atriði sem borin voru undir hann. Fram kom hjá honum að hann þekkti Pál í tengslum við annað mál frá árinu 2020 þar sem þeir voru báðir grunaðir um kannabisræktun og símasamskipti þeirra á árunum 20 19 og 2020 tengdust því máli. Sagði hann rangt að hann hefði komið að máli við Pál og beðið hann að flytja inn fyrir sig húsið sem kom í febrúar 2022. Kannaði st hann ekki við að hafa látið Jóhannes taka við samskiptum við Pál vegna þess og neitaði að hafa greitt fyrir húsið. Einnig hafnaði hann því að hafa komið á heimili Páls í kjölfar þess að Páll vildi bakka út úr innflutningi gámsins með fíkniefnunum. Hann neitaði því að hafa látið einstaklinga hafa reiðufé til kaupa á gjaldeyri í ólöglegum tilgangi og sagði að Jóhannes gæti hafa fengið hjá honum pening til að kaupa gjaldeyri þegar þeir hefðu ferðast saman en vildi ekki tjá sig um það hvaðan það fé væri komi ð. Sagði hann þetta hafa gengið í báðar áttir. Var ákærða kynnt símtal sem hann átti við nafngreindan mann 7. júlí 2022 og að fyrir lægju upplýsingar um að þeir hefðu hist í kjölfarið og sagði Birgir að hann hefði mögulega verið að afhenda honum varahlut í bifreið. Birgir staðfesti ekki að hann hefði verið með Samsung - síma á sér við handtöku og vildi ekki tjá sig um upplýsingar sem lögregla kynnti honum tengdar notkun símans. Var honum kynnt samtal milli Páls og Jóhannesar 9. júlí þar sem fram kom hjá Páli að svæðið. Kvaðst hann ekki vita hvar Páll væri með aðstöðu en sín ætti heima hinum megin við götuna þar sem gámurinn hefði verið settur niður. Kvaðst hann ekki vita hvernig Páll gæti vitað þetta. Þá t jáði ákærði sig ekki þegar bornar voru undir hans spurningar um fjármál hans vegna ársins 2020. Hvað varðaði árið 2021 sagði ákærði að hann hefði fengið Land Cruiser - bifreið sem hann seldi þetta ár fyrir sama og ekkert og grætt nokkrar milljónir á henni. Þ á vildi hann ekki tjá sig um fjármál sín vegna ársins 2022. Skýrsla var tekin af ákærða Jóhannesi 5. ágúst 2022. Hann kvaðst vera saklaus af sakarefninu og ekki kannast við innflutninginn á gámnum. Daginn áður, 4. ágúst, hefði hann m.a. hitt Birgi, sem vær i vinur hans. Kvaðst hann ekki kannast við Pál og ekki hafa verið að flytja reiðufé á milli manna. Þá 25 kannaðist hann við fíkniefni sem fundust við húsleit á heimili hans en sagði eiga 1.100 evrur sem þar fundust. Einnig var tekin skýrsla af ákærða 10. ágúst. Kvaðst hann hafa þekkt Pál eitt til tvö ár og hafa kynnst honum í gegnum og hefðu þeir hist og spjallað saman. Staðfesti hann að hafa hitt hann a.m.k. dagsetningu en hann hefði ekki vitað hvað væri annars að gerast og talið að viður væri í gáminum. Þá hefði hann vitað að Páll flutti inn hús í febrúar 2022. Vissi hann ekki hverjir væru tengiliðir í símanum hans en einhver sem hann vissi ekki hver væri hef ði látið sig hafa miða með númeri á. Þekkti ákærði sig á mynd sem tekin var hafa pening. Var ákærða kynnt upptaka af samtali milli þeirra og að þar k æmi fram að hann hefði verið að skipta út SIM - korti í farsíma Páls og strauja símana. Kvaðst ákærði hafa verið stressbolti fyrir Pál og komið peningum til hans. Kvaðst hann hafa haldið að það væru fíkniefni í gáminum en ekki vitað tegund eða magn. Vildi ák ærði ekki greina frá því hvað hann hefði átt að fá fyrir sinn hlut en spurður staðfesti hann að það gæti hafa verið einhvers staðar á bilinu 3 10 milljónir króna. Kvaðst hann aðallega hafa fengið spurningar frá tveimur aðilum varðandi það hvort hann væri b úinn að heyra í gamla og hefðu þeir skrifað honum á ensku. Þann 3. ágúst hefði Páll viljað hitta hann af því að hann vantaði peninga fyrir vinnumönnum þegar Páll vildi fá peninga, en hann vildi ekki tjá sig um það hvert hann hefði sótt peningana. Kannaðist hann við að hafa átt í samskiptum um þetta á ensku og viðkomandi sagt honum að hann gæti komið og sótt peningana og að hafa í leiðinni farið til Birg is, en hann vildi ekki tjá sig um það hvort hann hefði fengið - stöð og svo hefði hann átt að senda á annað númer og segja að hann væri mættur og hefði það verið eitt af þessum þremur númerum sem voru í símanum. Í skýrslu 16. ágúst 2022 sagði ákærði að hann hefði haldið að Páll væri skipuleggjandi innflutningsins, hann hefði talað þannig. Sjálfur hefði hann einungis átt að vera milliliður. Kvaðst hann hafa afhent Páli peninga og síma og aðstoðað hann við að hreinsa símann og setja upp forrit. Borin voru undir ákærða gögn sem sýndu að hann og Birgir hittust eftir fundi með Páli og sagði ákærði þá að hann hefði hitt Birgi reglulega þar sem þeir væru vinir og vildi ek ki tjá sig um það hvort Birgir hefði beðið hann að koma peningunum á milli. Staðfesti ákærði að hafa vitað að það væru fíkniefni í sendingunni, líklega kókaín. Spurður um samverkamenn kvaðst hann vera með fjóra tengiliði í símanum og hefðu þeir komið að þe ssu. Var ákærða kynnt að 99,25 kg af kókaíni hefðu reynst vera í sendingunni og brást ákærði við með mikilli geðshræringu og sagði að þetta væri margfalt meira en hann hefði búist við. Þá gaf ákærði skýrslu 3. október 2022. Sagði hann skattskýrslu ekki bei nt gefa rétta mynd af tekjum sínum þar sem hann hefði verið að vinna sem þjónn og fengið mikið greitt í lok kvöldsins . Einnig hefði hann tekið hópa og fengið mikið greitt í reiðufé. Kvaðst hann hafa tekið að sér ýmis verk á árinu 2020, en það ár hefði hann einnig verið á atvinnuleysisbótum. Minntist hann þess ekki að lagðar hefðu verið inn á hann 6,3 milljónir króna það ár. Þá kvaðst hann ekki muna eftir gjaldeyriskaupum sínum það ár fyrir 3.679.000 krónur í reiðufé. Sagði hann að eitthvað af því hefði veri ð vegna ferðar í mars en vildi 3 ár. Hefði hann tekið peninga út úr banka og lagt til hliðar og fengið smá lán frá félögum sínum og greitt fyrir hana 3,5 milljó nir króna. Væru peningarnir til komnir vegna svartrar vinnu og veðmála. Greiðsla frá Birgi að fjárhæð 1,5 milljónir króna þetta ár hefði verið endurgreiðsla. Hefðu þeir farið til útlanda á árinu og hann þá verið sá eini sem var með kort og hefði það gerst oftar en í þessu tilviki. Kunni ákærði ekki skýringu á því hvers vegna óútskýrðar tekjur hans vegna ársins 2020 væru 10,4 milljónir króna en kvaðst stundum skipta peningum fyrir vini sína og fá peninga fyrir þjónustuverkefni. Setti hann hluta af svörtum pe ningum inn í bankakerfið. Hvað varðaði árið 2021 var ákærða kynnt að það ár hefðu einstaklingar lagt samtals 1,1 milljón króna inn á hann. Sagði hann vini og fjölskyldumeðlimi hafa verið að leggja inn á sig og hefði hann oft verið sá eini sem var með kort í vinahópnum. Þá myndi han n ekki eftir gjaldeyriskaupum þetta ár en teldi að pundin væru vegna úrslitaleiks EM og hefði hann einnig skipt fyrir félaga sína sem fóru með honum. 26 Einnig hefði hann unnið svart á þessum tíma. Var ákærða kynnt að lán væru dregin frá innlögnum og að óútsk ýrðar tekjur hans þetta ár væru 5,3 milljónir króna og kvaðst hann ekki muna þetta. svart. Var honum kynnt að óútskýrðar tekjur hans þetta ár væru taldar vera 470. 000 krónur og kunni hann ekki skýringu á því en sagði að vinir hans hefðu mikið lagt inn á hann. Þá kvaðst ákærði hafa greitt 700.000 krónur fyrir Rolex - úr sem fannst heima hjá honum og hefði hann safnað fyrir því og fengið lánað fyrir hluta kaupverðsins. Hafnaði ákærði því að hafa verið að selja fíkniefni. Vildi hann ekki tjá sig um þann framburð Páls að ákærði hefði beðið fyrir utan þegar Birgir kom heim til Páls eftir að hann kvaðst vilja bakka út úr innflutningnum. Ákærði Daði gaf fyrst skýrslu 5. ágúst 2022. Kvaðst hann hafa verið kynntur fyrir manni, sem hann nafngreindi og lýsti, og hafa leigt iðnaðarpláss í Hafnarfirði í þrjá mánuði að beiðni hans. Hefði maðurinn látið hann hafa pening fyrir leigunni. Síðan hefði maðurinn beðið hann að taka við drumb unum. Hans hlutverk hefði verið að opna drumbana sem hefðu innihaldið einhver ólögleg efni og síðan hefði hann átt að koma efninu áleiðis til óþekkts aðila. Hefði maðurinn látið hann hafa farsíma til að nota í ] í Hafnarfirði eftir leiðbeiningum mannsins og ekið henni í iðnaðarplássið og opnað drumbana þar. Síðan hefði hann ekið bifreiðinni aftur á sama stað og hefðu þá verið í henni þeir drumbar sem ekki höfðu innihaldið neitt. Hefði maðurinn leiðbeint honum um skoðun á drumbunum. Maðurinn hefði hringt í hann í gegnum Signal þegar hann var að taka efnin úr drumbunum og notað þar nafnið L eða L . Sjálfur hefði hann einungis verið í samskiptum við þennan mann en einu sinni fengið skilaboð frá öðrum manni og hefði h ann ekki svarað þeim eða lesið þau. Hefði sér verið sagt að þetta væru 7 drumbar en ekki vitað hve mikið magnið væri að öðru leyti en að þetta væru tugir kílóa. Kvaðst hann, milli ferða, hafa farið í Húsasmiðjuna og keypt vigt. Hann hefði átt að fá 10 mill jónir króna fyrir þetta þegar hann afhenti efnið til aðila sem hann þekkti undir nafninu bókhaldarinn en ekki hefði verið búið að ákveða hvenær það yrði. Kvaðst hann hafa vigtað 50 kg eftir fyrirmælum mannsins og sett í töskur og poka, 25 kg í tösku, 15 kg í poka og 10 kg í annan poka. Þá hefðu verið eftir 25 kg. Hefði hann vitað að þetta væri kókaín þar sem maðurinn hefði sagt honum það. Ákærði gaf skýrslu 15. ágúst 2022 og kom þá fram hjá honum að honum hefði verið lofað greiðslu upp á 5 milljónir króna e n ekki 10. Geðshræring og skömm hefði valdið því að hann sagði þetta. Annað bifreið ákærða. Hefði maðurinn sagt honum að kaupa meitil, hamar, kúbein og límband og hefði hann beðið ákærða að kaupa SIM - kort og haft samband við hann í gegnum það kort og afhent honum nýjan síma 8. júlí 2022 til að nota í sam skiptum við hann. Kvaðst ákærði ekki muna eftir samskiptum sínum við notandann M á Signal en taldi að um væri að ræða þennan mann sem hefði einnig verið tengiliðurinn L . Hefði maðurinn farið með honum að skoða ann gert þá einu kröfu að hægt yrði að koma sendibifreið þangað inn. Hefði Signal verið fyrir í símanum sem hann fékk og hefði hann ekki þurft að setja notendur inn. Kvaðst hann ekki þekkja Birgi en hafa átt að hitta einhvern í Mosfellsbæ varðandi fíkniefn in en vissi ekki hvern. Þá leiðrétti ákærði sig frá því í fyrri skýrslutöku og sagði að það hefðu verið 35 kg sem hann átti að vigta en ekki 50. Hefði hann verið í iðnaðarbilinu þegar hann fékk þessi fyrirmæli en hann hefði ekki vitað hvað hann hefði átt a ð gera við afganginn. Þá sagði ákærði að maðurinn hefði beðið sig að hafa holur tilbúnar fyrir fíkniefni en til hefði staðið að þau kæmu fyrr til landsins. Engar holur hefðu þó verið grafnar. Kvaðst hann hafa fengið bæði símtal og skilaboð frá manninum þeg ar hann var í iðnaðarbilinu og hefði hann verið að kanna hvernig gengi og notað þá aðganginn L . Ákærði sagði að hann hefði tekið fjóra drumba í fyrri ferðinni en þrjá í þeirri seinni. Hefði hann fengið fyrirmæli um að vigta 35 kg og setja í bifreiðina en h ann hefði ekki vitað heildarmagnið. Kvaðst hann hafa heyrt töluna fyrst þegar viðmælandi hans sagði 98 kís og að það ætti að skipta því í fjóra hluta. Hann hefði þó gert sér grein fyrir að þetta væri eitthvert magn fyrst það kom í drumbum. Hefði hann kanns ki getað ímyndað sér að þetta væru tíu kg. Fyrirmælin hefðu síðan breyst og hann hefði átt að taka 10 kg til viðbótar, alls 35 kg. Hefði hann fengið fyrirmæli frá manninum um að nota teip og hann sagt ákærða að hafa poka og töskur tilbúnar. Um það 27 leyti se m hann var að fara úr iðnaðarbilinu hefði hann fengið fyrirmæli um að hitta mann daginn eftir í Mosfellsbæ. Spurður um tösku sem fannst í iðnaðarbilinu með 7 ruslapokum með pakkningum sagði ákærði að einn poki hefði verið úr hverjum drumb en maðurinn hefði sagt sér að taka úr þeim öllum. Ákærði gaf skýrslu 8. september 2022 og kvaðst hann hafa kynnst framangreindum manni í gegnum vin sinn um mánuði áður en hann var handtekinn. Hefði maðurinn notað mörg mismunandi nöfn á Signal og nefndi ákærði M , N og L . Þe gar hann og maðurinn hefðu hist hefðu þeir rætt um það hvaða dag þetta ætti að gerast og hefði maðurinn verið að uppfæra hann . Hefði hann einu sinni fengið peninga, 500.000 krónur, fyrir leigunni. Sagði ákærði að maðurinn hefði síðan farið til útlanda til að fjarlægjast þetta mál. Þá kvaðst hann ekki vita hver notandinn O væri á Signal en sá hefði hringt í hann þegar það var sambandsleysi þar sem hann var. Neitaði ákærði því að hafa verið að afhenda fíkniefni og peninga fyrir þann mann. Þá hefði maðurinn la gt upp með það að þeir töluðu stundum saman á ensku sín á milli. Spiluð var hljóðupptaka fyrir ákærða úr iðnaðarbilinu og kvaðst hann ekki kannast við neinn P og ekki heyra að það nafn væri nefnt. Ætlunin hefði verið sú að hann myndi afhenda efnin aðila se m hann þekkti ekki. Eins og þetta blasti við honum væri reynt að hafa það þannig að menn hefðu samskipti við sem fæsta í svona ferli. Kvaðst hann ekki vita hvers vegna maðurinn hefði beðið sig að gista í íbúðinni í Mosfellsbæ. Hefði maðurinn verið að vísa í einhvern félaga sinn sem hefði greinilega verið með honum að skipuleggja þetta þegar hann sagði hann segir að þetta séu 98 kís . Kvaðst ákærði hafa verið með kannabisræktun í íbúðinni r úr þeirri ræktun eða hvernig hann hefði greitt fyrir leigu á íbúðinni. Þá kaus ákærði að tjá sig ekki um reiðufé sem lagt var inn á reikning hans, 9.427.5000 krónur í 45 tilvikum, og ekki hvort það væri tilkomið vegna sölu fíkniefna. IV Framburður ákærð a og vitna fyrir dómi Ákærði Páll kvaðst hafa kynnst Birgi árið 2019 þegar Birgir hefði verið að hugleiða að taka á leigu gistiheimili. Jóhannesi hefði hann kynnst í gegnum Birgi sem hefði sagt að hann væri vinur sinn, líklega í júní eða júlí 2021. Hefði B irgir sagt að Jóhannes yrði í samskiptum við hann vegna kaupa Birgis á tilsniðnu húsi sem hann hefði pantað hjá ákærða. Hefði ákærði pantað húsið frá framleiðanda fyrir Birgi. Daða hefði hann ekki þekkt. Eftir þetta hefði hann í tvö skipti haft samskipti v ið Birgi. Öll samskipti hefðu annars verið á milli hans og Jóhannesar og hefðu þau varðað greiðslur til framleiðanda og vegna annarra gjalda og hefðu allar greiðslur staðist af hans hálfu. Hefði hann hitt Jóhannes til að fá greiðslurnar þar sem greitt hefð i verið með reiðufé. Einnig hefðu þeir rætt um ferilinn og seinkun sendingarinnar. Hefðu peningarnir verið straujaðir og fínir eins og þeir kæmu beint úr banka en engar bjöllur hringt hjá honum varðandi neitt. Hefðu greiðslurnar farið til framleiðanda í ge gnum reikning fyrirtækis ákærða, A ehf. Ekkert saknæmt hefði verið í fyrri gáminum sem kom í febrúar 2022 og aldrei hefði verið rætt um fíkniefni í tengslum við hann. Svokallað FOB - verð vegna þess innflutnings hefði verið um 30.000 dollarar frá framleiðand a. Ofan á það bættust gjöld og kominn heim hefði kostnaður við gáminn verið kominn í um 10 milljónir króna. Á þessum tíma hefði hann stundað innflutning á timbri og viðskiptavinir oft greitt að hluta með reiðufé til að fá kaupverð lækkað en gjöld sem miðuð ust við höfuðstól kaupverðs lækkuðu þó ekki. Sendingin í febrúar hefði komið í leigugámi og hefði því hlaðist kostnaður á hana. Birgir hefði síðan haft samband við hann og sagt að hann hefði áhuga á að kaupa meira af honum, 500 fermetra af pallaefni, og he fði það farið í seinni gáminn. Hefði Birgir síðan óskað eftir því að bætt yrði í gáminn 60 staurum sem kæmu frá öðrum framleiðanda en yrði komið til framleiðanda ákærða og kvaðst hafa sagt honum að hann myndi athuga það. Birgir hefði síðan spurt hann hvort hann féllist á að taka efni í 6 staurum af þessum 60. Hefði hann útskýrt það fyrir ákærða að hann miðaði við að það færi eitt kg í hvern staur. Þeir yrðu með rauf, 10x10 cm, en staurinn yrði 15x15 cm. Kvaðst hann hafa látið til leiðast og Birgir hefði sag t að þeir myndu láta hann vita þegar staurarnir væru tilbúnir til afhendingar til framleiðanda. Hefði allt frumkvæði að þessu komið frá Birgi. Í millitíðinni hefði sér snúist hugur og hann sagt Jóhannesi það og hefði Birgir þá komið til ákærða og sagt honu m að það yrði ekki aftur snúið. Hefði hann þá haft samband við sína framleiðendur og sagt þeim frá því að staurarnir væru væntanlegir og að þeir ættu að fara í gáminn. Hefðu staurarnir komið fyrstu vikuna í desember 2021 og verið á stæði við 28 lager, að sig minnti þar til í lok apríl 2022. Væntanlega hefði efnið þá verið í þeim í lokuðu rými í 40 stiga hita og 70 gráða raka. Hefði sér ekki verið sagt að magnið væri eins mikið og það reyndist vera. Kæmi framangreind lýsing á því hvað hann hefði talið átt að ve ra í staurunum fram í hljóðupptöku sem tekin var þegar bifreið hans var hlustuð 3. ágúst, daginn áður en hann fékk gáminn afhentan. Þá hefði hann m.a. sagt við Jóhannes að hann sagaði staurinn og tæki þessa 10 cm frá og að hann vildi fá staurana aftur. Þá hefði hann alltaf verið að tala um 6 kg í 6 staurum og ítrekað verið að spyrja Jóhannes alls konar spurninga um þetta. Hefði hann alltaf talið að um 6 7 kg hefði verið að ræða en Jóhannes ekki virst vita neitt og vísað alltaf í strákana, hann þyrfti að tala við þá, og hefði ákærði aldrei fengið svör við neinu. Vissi hann ekki um hvaða stráka væri að ræða. Ákærði kvaðst sjálfur hafa verið búinn að flytja inn gáma í 20 ár frá Brasilíu frá sama framleiðanda og farið í gegnum margar vöruskoðanir. Hann hefði á þessum tíma verið kominn í , en mikið hefði gengið á í lífi hans og hann orðið fyrir alvarlegum áföllum. Kvaðst hann enga mótspyrnu hafa veitt, þetta hefði verið uppgjöf og hann verið búinn að missa alla orku. Aldrei hefði verið talað um það hvað hann fengi greitt fyrir en að það yrði gert vel við hann. Hefði hann ekki hugsað út í áhættuna og treyst Jóhannesi og Birgi eftir að þeir keyptu húsið. Staðfesti ákærði að húsið hefði ekki verið sótt til hans. Hefði hann margrætt það við Jóhannes en hann engin svör fengið. Á þeim tíma hefði ferilinn vegna seinni gámsins löngu verið farinn af stað. Loks hefði Jóhannes sagt að þetta yrði tekið þegar seinni gámurinn kæmi. Kvaðst hann hafa fengið peninga til að greiða gjöld vegna beggja gámanna. Hefði hann hitt Jóh annes, sem hefði látið hann hafa þá peninga sem hann vantaði en hann vissi ekki hvaðan þeir peningar komu. Venjulega hefði liðið einhver tími, svona tveir dagar, frá því að hann bað um peninga þangað til hann fékk þá afhenta. Vissi hann ekki hver hefði átt fíkniefnin. Kvaðst hann hafa stofnað A ehf. á árinu 2020 ef hann myndi flytja inn eitthvað eftir að hafa verið hættur að vinna og áður en Birgir hafði samband við hann í apríl 2021 en þá höfðu þeir ekki verið í samskiptum síðan 2019. Áður hefði hann verið bæði að flytja inn timbur frá Brasilíu sem milliliður fyrir kaupanda og byggja hús. Ákærði kvaðst hafa verið með sinn farsíma á sér þegar hann var handtekinn og Samsung - síma sem hann hefði fengið frá Jóhannesi þegar þeir ræddu fyrri gáminn sem þeir hefðu gert í gegnum Signal. Hann hefði notað sama símann eins vegna seinni gámsins. Jóhannes hefði algjörlega séð um þennan síma, keypt hann, uppfært og skipt um kort. Hefði hann verið í sambandi við Jóhannes þegar hann þurfti en hefði ekki oft hitt hann. Sagði ákærði að Jóhannes hlyti einhvern tímann að hafa skipt símanum út fyrst Samsung - síminn hefði verið keyptur í maí 2022. Kvaðst hann hafa verið viðstaddur þegar Jóhannes hreinsaði símann í lok júlí en ekki hafa spurt hann hvers vegna eða hvers vegna þeir gæ tu ekki talað saman í síma. Jóhannes hefði í þeirra samskiptum verið að spyrja hann um stöðuna á gáminum og hefði hann haft svör við því og alltaf vitað hvar gámurinn væri. Kvaðst hann aldrei hafa verið undir neinum hótunum. Hans þáttur hefði verið sá að k aupa þessa vöru frá framleiðanda og taka við þessum sextíu staurum og koma gáminum til Íslands. Samskipti hans við Birgi á árinu 2019 vegna leigu á gistiheimili hefðu farið í gegnum persónulegan síma ákærða. Hefðu þeir þá hist tvisvar rétt hjá Hlemmi vegna þess og hefði sá staður orðið fyrir valinu þar sem ákærði bjó þar rétt hjá. Þegar gámurinn var kominn til landsins hefði verið mikil panikk . Hann hefði spurt hvað hann ætti að gera og verið sagt að taka staurana og fara með þá og það yrði tekið við þeim. Þegar hann hefði spurt hvert hann ætti að fara hefði Jóhannes þurft að tala við strákana. Ákærði kvaðst hafa fengið menn til að losa gáminn og færa yfir í leigugám en staurarnir hefðu verið neðst í honum og orðið eftir. Einnig hefði sig vantað bifreið og hefði hann ekki fengið aðstoð við það þar sem þeirra nöfn máttu ekki koma nálægt þessu. Hann hefði tekið bílaleigubíl og greitt með korti A ehf. Staurarnir hefðu verið öðruvísi útlítandi en viður frá hans framleiðanda. Hann hefði sett staurana í bifreiðina í tveimur áföngum og þá verið búinn að tilkynna Jóhannesi að hann væri byrjaður að losa gáminn. Jóhannes hefði sagt ákærða að fara með losa gáminn. Hann h efði farið tvær ferðir og í þeirri fyrri hefðu þeir sest inn og fengið sér kaffi. Hefði honum verið sagt að bíða þangað til bifreiðin yrði sótt og búið væri að taka staurana úr henni. Í seinna skiptið hefði hann verið einn og hefði hann beðið eftir að bifr eiðin yrði sótt en það dregist og hefði hann farið aftur í bæinn með staurana í bifreiðinni. Jóhannes hefði síðan haft samband við hann og sagt að þessi 29 aðili væri tilbúinn til að sækja bifreiðina og hefði hann farið aftur á henni til Hafnarfjarðar. Þar he fði hann síðan beðið í um tvo tíma eftir því að bifreiðinni yrði skilað aftur. Hann hefði aldrei séð þann sem tók við bifreiðinni. Sagði hann tilviljun að þeir hefðu verið gangandi um bifreiðastæðið á sama tíma eins og gögn sýna. Hefði Jóhannes látið hann hafa peninga til að greiða mönnunum sem aðstoðuðu hann við að losa gáminn og fyrir leigu á gáminum sem timbrið var flutt yfir í. Hann hefði greitt öll útgjöld og alltaf notað til þess reiðufé. Borið var undir ákærða hljóðritað samtal milli hans og Jóhanne sar frá 27. júlí og kynnt að þar hefðu þeir rætt um gáminn og um að ná honum út fyrir verslunarmannahelgi og hvernig þetta skyldi gert þegar gámurinn yrði kominn á staðinn og að Jóhannes segði það er ekki bara eins og við töluðum um, bara eins og seinast. Kvaðst ákærði ekki vita hvað Jóhannes hefði átt við með seinast og ekki hafa tekið eftir því að hann segði þetta. Þá staðfesti ákærði að hafa sagt að hann réði ekki við þetta einn og hafa ætlað að fá aðstoð við að taka úr gáminum. Ákærði kvaðst ekki hafa o rðið var við neina panikk fyrr en hann fór seinni ferðina og beið eftir því að bifreiðin yrði sótt. Þeir hefðu viljað að hann skildi bifreiðina eftir en hann hefði sagt að það kæmi ekki til greina, hann þyrfti að skila henni. Það hefði þá verið kominn einh ver óróleiki í Jóhannes. Staðfesti ákærði að Jóhannesi hefði seinkað 27. júlí þar sem hann hefði verið að kaupa ný símkort og hefði hann hreinsað símann og sett í hann nýtt kort en hann væri ekki viss hvort hann hefði uppfært símann. Hefði Jóhannes, eins o g fram kæmi í endurriti af samtalinu, verið með símann í hendinni að gera þetta. Þá kvaðst hann telja að um grín hefði verið að ræða þegar hann sagði að vinur Jóhannesar hefði fengið spennufall. Sagði ákærði að hann hefði einungis verið í samskiptum við tv o menn og hlytu þeir því að eiga við Birgi. Kvaðst hann hafa spurt Jóhannes hvort hann hefði orðið var við óróleika á markaðnum og þá verið að vísa til markaðarins almennt en ekki verið að tala um fíkniefni. Ákærði sagði að 60 staurar hefðu komið í sending una frá utanaðkomandi aðila. Það hefðu verið eftir peningar á reikningnum sem þeir höfðu látið hann fá og hefði hann bætt við 30 staurum af því að hann vildi losa þessa peninga og m.a. til að fá meiri ballans á gáminn. Spurður hvað ákærði ætti við þegar ha nn sagði það sem Biggi gerði síðast með húsið, þarna eitthvað lenti í bullandi vandræðum kvaðst hann hafa verið að vísa í Birgi, en það hefði ítrekað verið rætt að það ætti að taka húsið og hefði verið pressað á hann frá eiganda staðarins þar sem gámurinn var geymdur. Hvað varðaði það sem hann sagði um hvernig ætti að skera í viðinn vísaði ákærði til þess sem hann hafði áður sagt og sagði að hann hefði viljað fá viðinn til baka og hefði haft not fyrir hann. Var ákærða kynnt að í samtalinu segði Jóhannes að hann fengi grænar bólur vegna þess að ekki væri búið að skrifa niður hvern einasta punkt, allt ferlið, og væru þeir alveg harðir á því að þeir vildu ekki plana það þannig. Spurður til hverra þarna væri verið að vísa sagði ákærði að það væru væntanlega þess ir strákar sem hann hefði ekki hugmynd um hverjir væru. Hvað varðaði meint peningaþvætti samkvæmt II. kafla ákærunnar og fyrirliggjandi fjármálagreiningu vegna ákærða kvaðst hann ekki vita hvaðan þær rúmlega 16 milljónir króna væru sem hann væri talinn ha fa aflað með ólögmætum eða refsiverðum hætti. Hann hefði fengið þá peninga sem hann bað um og vissi ekki hvaðan þeir hefðu komið. Kvaðst hann hafa hætt að vinna líklega árið 2001. Spurður hvernig hann hefði framfleytt sér eftir það kvaðst hann hafa átt töl uvert af harðviði sem hafði átt stórt býli í Svíþjóð sem þau hefðu selt árið 2017 eftir fram á skattas kýrslum. Þessi um 20 ár hefði hann verið að vinna hjá sjálfum sér, kaupa og selja fyrir fé sem hann hefði fengið í þessum viðskiptum. Væri þetta allt gefið upp til skatts og hefði hann aldrei verið hefði árið 2010 selt íbúð sem hún átti en þau hefðu þá verið í Svíþjóð og að endurbyggja húsnæði. Einnig hefðu þau verið á Spáni í nokkra mánuði og um tíma leigt húsnæði af vinafólki sínu eftir að þau komu heim. Hefði leigan verið á bilinu 70 90.000 krónur að hann minnti. Þá kvaðst hann eiga gamla bifreið að verðmæti 150.000 krónur. Ákærði sa gði að fé sem hefði verið lagt inn á hans persónulega reikning hefði verið hans eigið fé en einnig hefði hann fengið fé frá Jóhannesi fyrir misskilning sem hann hefði síðan millifært yfir á reikning 30 A ehf., ætti það við um innlagnir sem lögregla teldi óúts kýrðar upp á rúmlega 3,4 milljónir króna. Peningarnir sem hann lagði inn hefðu verið vegna þeirra viðskipta sem hann lýsti áður og hefðu m.a. verið í formi reiðufjár. Leiðrétti ákærði sig síðan og sagði að reiðuféð hefði komið frá Jóhannesi og um væri að r æða hátt í tveggja ára tímabil en hann hefði byrjað að láta hann hafa reiðufé líklega í apríl 2021. Kvaðst hann ekki átta sig á því að svo stöddu hvaðan reiðufé sem lagt var inn á reikning hans fyrir þann tíma hefði komið. Var sérstaklega borin undir ákærð a fjármálagreining vegna hans og sagði hann að til væru skýringar vegna allra þessara færslna. Sem dæmi nefndi ákærði að þessar 3,4 milljónir króna gætu tengst þessum tveimur gámum sem í heildina hefðu kostað um 15 milljónir króna. Hvað varðaði rúmlega 12, 7 milljónir króna inn á reikning A ehf. kvaðst ákærði ekki fyllilega getað svarað því hvort um væri að ræða peninga frá Jóhannesi. Þá staðfesti ákærði að hafa á þessu tímabili verið með lífeyrisgreiðslur frá Svíþjóð. Hans þáttur í málinu hefði einungis ver ið sá að koma þessum gámum til landsins. Að öðru leyti hefði hann ekki haft hugmynd um þetta ferli eða hvaðan efnin kæmu. Kvaðst hann hafa upplifað það svo að það væri verið að nýta þekkingu hans í farmflutningum á timbri milli Brasilíu og Íslands sem gætu verið svolítið sérstakir og flóknir. Hefði hann ekkert komið að því að útvega efnin eða fjármagna kaupin eða haft neitt að segja um það hvað yrði um þau. Ákærði kvaðst mótmæla upptöku á 80 fermetrum af pallaefni sem hann hefði sameinað í gám sem annar við skiptavinur ætti. Kvaðst ákærði hafa upplifað það svo að Jóhannes hefði haft það hlutverk að koma til hans upplýsingum um næstu skref en hann vissi ekki hvaðan hann hefði fengið þær upplýsingar en það hlyti að hafa verið frá þessum strákum. Taldi hann ekki að Jóhannes hefði sjálfur tekið ákvarðanir. Ákærði kvaðst hafa vitað að til stæði að flytja inn fíkniefni og gert sér grein fyrir því að um væri að ræða kókaín, það kæmi ekkert annað efni frá Suður - Ameríku. Ákærði kvaðst hafa sagt við skýrslutöku hjá lögr eglu að hann hefði átt að fá 30 milljónir króna fyrir sinn þátt. Morguninn eftir að hann var handtekinn hefði maður komið í klefann hjá sér og sagt að hann væri stjórnandi rannsóknarinnar og hefði hann farið með honum í myndatöku og fingrafaratöku. Hann he fði síðan tekið ákærða afsíðis og sagt að hann vissi allt um hann og hver hans þáttur hans í málinu væri og sagt að samvinna væri honum til hagsbóta. Hefði hann sagt þú veist hvað þetta er mikið og þetta eru 50 kíló plús . Sagði ákærði að sér hefði þá verið mjög brugðið. Hefði maðurinn spurt hann hvað hann ætti að fá fyrir þetta og hann þá sagt að það hefði aldrei verið talað um það, ja 30 milljónir ætli það ekki bara . Þarna hefði hann verið í andlegu þroti og ekki búinn að hitta lögmann sinn. Svo hefðu kíló in allt í einu verið orðin 100. Þetta hefði allt verið gríðarlegt áfall fyrir hann og hefði hann ekki vitað hvað var að gerast. Þegar hann las fyrstu tvær skýrslurnar sem hann gaf hjá lögreglu hefði hann séð hversu ruglaður hann var og að lögreglan hefði e innig verið að rugla í honum og vildi hann meina að hann hefði verið mataður á upplýsingum. Borið var undir ákærða að í skýrslu hjá lögreglu hefði hann lýst því að það væri kíló í hverri spýtu og að þær hefðu verið 60 og sagt að hann hefði ekki haft hugmynd um magnið. Ákærði sagði að það væri rétt, hann hefði ekki áttað sig á þessu. Hann hefði alltaf haldið að þetta væru 6 kg og kæmi skýrt fram á hljóðupptöku af samtali hvað hann væri að tala um. Ákærði kvaðst hafa komið, að því er hann héldi, tvisvar heim frá Spáni vegna beggja gámanna. Var ákærða kynnt að í skýrslu hans hjá lögreglu kæmi fram að hann Kvaðst ákærði hafa sagt Jóhannesi að hann hefði e kki efni á þessu og þá fengið reiðufé frá honum, að því er hann minnti 400.000 krónur. Kvaðst ákærði hafa farið til Spánar 4. desember 2021 og komið til baka í maí en þess á milli komið heim um mánaðamótin janúar og febrúar vegna húsagámsins. Ákærði Daði k vaðst harma að hafa fallist á að taka þátt í brotinu. Hefði sér verið sagt að þetta ætti að taka skjótt af og að hann væri að koma í stað annars manns. Síðan hefði þetta dregist á langinn og hann ekki áttað sig á alvarleika og umfangi málsins. Hefði hann v erið fenginn af manni sem hann hitti hjá sameiginlegum vini og hann þekkti ekki, og væri enginn af meðákærðu, til að vinna þetta afmarkaða verk. Hefði maður inn leitað til hans í byrjun júlí, nokkrum dögum eftir að hann hitti hann fyrst. Fyrst hefði maðurinn beðið hann að geyma fyrir sig trjádrumba tímabundið en ekki sagt að það væri eitthvað í þeim eða hvað þeir voru margir. Kvaðst hann þá hafa verið með á le 31 geyma þetta þar. Hann hefði ekki spurt manninn í hvaða tilgangi hann ætti að geyma þetta en verið sagt að þetta gæti verið vika og hefði þetta átt að vera greiði. Nokkrum dögum síðar hefði maðurinn sagt honum að það væri efni í drumbunum sem hann vildi að ákærði tæki úr þeim og biði síðan frekari fyrirmæla. Maðurinn hefði ekki talað um það hvaða efni þetta væru, magn þeirra eða fjölda drumba en sig hefði grunað að um væri að ræða ólögleg efni. Maðurinn hefði útskýrt að hann vildi að hann tæki húsnæði á leigu sem hægt væri að koma Sprinter - bifreið inn í og látið verið skráður fyrir leigusamningnum. Hefði honum þá ve rið sagt að von væri á drumbunum á allra næstu dögum og síðan beðinn að skutla því sem væri inni í þeim áleiðis. Sama dag og hann var handtekinn hefði maðurinn sagt að hann ætti að fara með efnið í Mosfellsbæ og hitta einhvern þar daginn eftir. Hefði hann átt að fá nánari fyrirmæli síðar í gegnum samskiptaforrit. Hefði hann hitt manninn nokkrum sinnum og einnig haft samband við hann í gegnum Signal. Til þess hefði hann notað gamlan síma sem hann átti en fengið nýtt símkort hjá manninum. Seinna, nokkrum dögu m áður en hann var handtekinn, hefði sami maður afhent honum annan síma sem hann hefði notað í þessum samskiptum og þá í gegnum Signal. Hefði síminn verið með fyrirfram greitt símkort. Ákærði kvaðst aldrei hafa fengið vitneskju um hvað þetta væru margir dr umbar en verið sagt að Hefði hann farið þangað tvær ferðir og honum verið sagt að þetta væri í Sprinter - sendibifreið og að lyklarnir væru í henni. Hef ði hann farið á bensínstöðina og sótt bifreiðina þangað. Hefði hann ekki fengið neinar leiðbeiningar um það hvernig hann ætti að gera þetta en verið sagt að hann þyrfti kúbein, meitil og hamar, sem hann hefði keypt fyrir reiðufé sem hann hefði fengið frá m anninum. Maðurinn hefði sagt honum að ef hann myndi grandskoða drumbana ætti hann að geta klórað sig fram úr þessu. Í fyrstu hefði sér ekki fundist það vera augljóst hvaða drumba hann ætti að opna en á endanum séð hverjir skáru sig úr og voru dekkri en þó svipaðir í laginu. Hann hefði séð að það var búið að líma einhvers konar tréplötu yfir og að þar á milli gæti hann komið meitli. Þegar hann opnaði drumbinn hefði hann séð pakkningar. Hefði maðurinn beðið hann að teipa pakkana ef honum sýndist þetta vera il la pakkað. Hefði hann talið að límbandið væri laust á einhverjum pakkanna og hefði hann því teipað þá. Einnig hefði honum verið sagt að vigta ákveðinn hluta af efninu, 35 kg, og fara með það í Mosfellsbæ. Hefði hann gert það og sett efnið í bifreið sína. H efði hann talið sig hafa fjarlægt allt efnið úr drumbunum þennan dag, Hann hefði skilið Þá sagði ákærði að maðurinn hefði ekki talað um það hverjir ættu efnið eða stæðu að þessu og hefði hann einungis verið í samskiptum við þennan mann. Kvaðst hann ekki hafa hitt þann sem kom með Sprinterinn fékk afhent, sem þar hét u M og L og kvaðst hann telja að það væri sama manneskjan og hefði hann heyrt það á röddinni. Ákærði sagði að maðurinn hefði sem L beðið sig að athuga hvort væri hægt að grafa holur í Laugardalnum og hefði hann sagt manninum, eftir að hafa kannað það, að þ að væri ómögulegt. Í kjölfarið hefðu þeir rætt um að grafa holur í Heiðmörk. Líklegast hefði átt að koma einhverju af þessu efni í holu og geyma þar. Myndi hann ekki hversu oft hann hefði hitt manninn á þessu tímabili, a.m.k. oftar en tvisvar. Sagði ákærði að það sem hann sagði um manninn í skýrslu sinni hjá lögreglu væri það eina sem hann vissi um hann og þau samskipti sem hann lýsti þar þau einu sem þeir áttu. Þá sagði ákærði að notandinn N væri einnig sami aðili og hefði hann talað við hann undir þessum þremur notandanöfnum. Var ákærða kynnt að kannaðist hann ekki við það. Kvaðst hann ekki vita hver notandinn O væri eða D . Vissi hann ekki hver átti fíkniefni nokkra poka og gert það. Ákærði staðfesti að hafa á Signal verið með notandanafnið Q . Þá var ákærða kynnt að hlustunarbúnaður hefði verið á sendibifreiðinni og h efði verið tekið upp samtal sem hann átti innandyra í hefði áður verið í samskiptum við. Þeir hefðu verið að tala um það hversu mikið magn af efnum vær i í þessum drumbum. Þegar maðurinn segði að þetta væru 98 og hann segði já ok 98 kís væru þeir að tala um 32 magn efnisins. Ákærða var kynnt að maðurinn heyrðist segja já hann talar um það sko og var ákærði spurður hvort hann vissi um hvern maðurinn væri að t ala. Svaraði ákærði því neitandi og staðfesti að þarna virtist vera annar aðili sem einnig væri með upplýsingar um þetta. Hefði maðurinn þegar hann sagði við skiptum þessu upp væntanlega verið að vísa til þess að hann vildi að ákærði skipti þessu í einhver ja hluta. Sagði ákærði að þegar hann segði við tökum þetta frá hann ætti ekki að vigta. Þá sagði ákærði að þegar maðurinn talaði um sjö kúlur, þetta eru sjö total , sjö skífur þá væri hann að tala um drumbana s em ákærði var að opna. Hefði hann viljað að hann skipti þessu í fjóra mismunandi poka og ætti maðurinn við það þegar hann talaði um 25 kg og að skipta þessu í fernt og hefði þetta átt að vera jafnt skipt. Hefði maðurinn vitað að ákærði væri með aðsetur í [ verið að vísa til þess þegar hann spurði ákærða hvort hann gæti sofið upp frá og yrði þar fyrir afhendinguna. Þá var ákærði spurður við hvern maðurinn ætti þegar hann segði heyrum þarna í félaga þínum og þá erum við bara game on á morgun, ertu búinn að henda þessu í tösku og ákærði svaraði því játandi. Kvaðst ákærði ekki vita hvern væri þarna átt við. Þá staðfesti ákærði að hann hefði átt að gefa manninum upp heimilisfang þar sem einhver aðili ætlaði að koma til ákærða. Hefði verið ætlunin daginn eftir og kláraði að vigta restina. Kvaðst ákærði aldrei hafa hitt Birgi. og hefði kannabisræktun sem fannst þar verið í hans eigu . Hefði hann annað slagið verið að rækta og lagt afraksturinn af því inn á sig en hann hefði bæði selt efnið og notað það sjálfur. Kvaðst hann gera athugasemd við fjölda plantna sem tilgreindar væru í ákæru. Það hefðu einungis verið 12 plöntur sem hefðu ve rið búnar í blómstrun en ekki aðrar 12 og hefðu þær því ekki innihaldið neitt virkt efni. Þær framleiddu í raun ekki efni fyrr en þær væru komnar eitthvað áleiðis í blómstrun. Kvaðst hann ekki hafa verið búinn að ákveða hvort hann ætlaði að láta þær stækka og blómstra. Ákærði kvaðst hafa verið atvinnulaus síðustu tæp tvö ár en ekki fengið atvinnuleysisbætur. Spurður um það hvernig hann hefði framfært sig sagði ákærði að það hefði verið misjafnt. Hann hefði fengið mikla aðstoð frá nánum kunningjum, notað afr akstur af pókerspilum og eitthvað selt kannabisefni. Hefði hann eitthvað greitt kunningjum sínum til baka, en hann vissi ekki hve mikið hann hefði fengið frá þeim. Ákærði sagði að hann væri skráður fyrir bifreið sem hann til þess peninga sem hann hefði safnað sér þegar hann var í vinnu. framfærslu sinnar sem hann lýsti áður. Hvað varðar meint peningaþvætti samkvæmt II. kafl a ákæru þá kvaðst ákærði hafa kynnt sér fyrirliggjandi fjármálagreiningu vegna hans og að þar kæmu fram fjármunir að fjárhæð rúmlega 16 milljónir króna sem lögregla teldi vera óútskýrða. Væri mest um að ræða innborganir á reiðufé og greiðslur frá ýmsum ein staklingum og hefði verið dregið frá það sem greitt hefði verið til baka. Kvaðst ákærði ekki geta gert nákvæma grein fyrir greiðslum að fjárhæð um fjórar milljónir króna á árinu 2020, frá ýmsum einstaklingum, í 199 færslum, eða reiðufé að fjárhæð um tvær m illjónir króna sem hann hefði lagt inn. Það sama ætti við um rúmlega fimm milljónir króna á árinu 2021 og 4,6 milljónir króna á árinu 2022. Þegar kunningjar hans hefðu verið að aðstoða hann hefði það aðallega verið með innlögnum en þeir hefðu ekki afhent h onum reiðufé. Kvaðst hann ekki vita hve mikill afraksturinn af kannabisframleiðslunni hefði verið. Ákærði sagði að maðurinn hefði ætlað að greiða sér fimm milljónir króna vegna innflutningsins og þess vegna hefði hann látið til leiðast. Hann hefði ekki ver ið búinn að fá neina greiðslu nema til þess hefði hann verið í mjög slæmu andlegu jafnvægi og ákveðið kæruleysi og meðvirkni hefði valdið því að hann var tilbúinn að fallast á þetta. Hann hefði verið í neyslu á þessum tíma. Kvaðst hann hafa upplifað sig undir þrýstingi frá þessum manni og upplifað ákveðna ógn og fundist hann vera fastur í aðstæðum sem hann gæti ekki komið sér úr. Samskiptin hefðu algjörlega verið að frumkvæði þessa manns, eins og sæist á símagögnum. Maðurinn hefði byrjað samskiptin og ítrekað reynt að ná í hann og haldið honum á tánum gagnvart þessu . Hefði hann upplifað að það hefði verið sett á hann pressa svo hann myndi ekki guggna á þessu . Ákærði staðfesti að hann hefði í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu talað um að hann hefði átt að fá 33 umfangsmikið og alvarlegt þetta var og dauðs kammast sín fyrir að hafa verið narraður út í þetta og fyrir að hafa ætlað að gera þetta fyrir svona lítið. Hann hefði ekki vitað um magnið þegar honum voru boðnar þessar fimm milljónir króna. Þá hefði hann vitað að hann ætti að taka á móti drumbunum og ge rt sér í hugarlund að þetta væri eitthvað af magni en sér hefði aldrei verið sagt hvert magnið væri og hann ekki spurt. Hann hefði fyrst vitað þetta í samtalinu við manninn þegar hann var að taka efnið úr drumbunum. Þá sagði ákærði að þegar hann keypti bif gæti keypt hana. Var ákærða kynnt að hann hefði í skýrslutöku hjá lögreglu sagt að sér hefði verið sagt að það væru tugir kílóa af kókaíni í þessum drumbum og að hann hefði þá staðfest að han n ætti að fá 10 milljónir króna fyrir. Sagði ákærði þá að hann hefði þarna verið í mikilli geðshræringu og ekki verið að hugsa skýrt. Kvaðst hann að öðru leyti hafa verið að segja satt og rétt frá í skýrslutökunni en á þessum tíma hefði hann einnig verið b úinn að sjá magnið og hefði bara verið að fylla inn í einhverjar ákveðnar eyður . Þá staðfesti ákærði að allt sem hann sagði um þann mann sem fékk hann til verksins og fram kom í skýrslu hans hjá lögreglu væri satt og rétt. Ákærði Jóhannes sagði framburð Pá ls hafa komið sér á óvart og mikið af því sem kom fram hjá honum væri ekki satt. Kvaðst ákærði ekki hafa komið að málinu fyrr en í lok maí 2022 og enga vitneskju hafa haft um það fyrr. Þá hefði Birgir ekkert haft með aðkomu hans að málinu að gera. Jóhannes kvaðst þekkt Pál og aldrei hitt hann fyrr en í lok maí 2022 og ekki átt í neinum samskiptum við hann fyrir þann tíma. Ákærði sagði að þeir Birgir væru góð ir vinir til fjölda ára. Spurður um aðkomu sína að málinu kvaðst hann á þessum tíma hafa verið blankur og eftir á með reikninga og ekki hafa farið leynt með það. Hefði hann verið búinn að setja bifreið sína á sölu til að reyna að laga þetta. Þá hefði haft samband við hann aðili sem hefði boðið honum að taka þátt í þessu og boðið honum 5 milljónir króna fyrir mjög lítinn þátt í einhverju verkefni. Væri hann ekki tilbúinn til að segja frá því hver þetta væri en þetta væri enginn af sakborningum í málinu. Kvað st hann halda að þessi aðili hefði komið til hans 19. maí, daginn áður en hann keypti tvo farsíma. Hefði hann spurt ákærða hvort hann væri tilbúinn til að hitta mann, setja upp tvo síma og sjá um að koma peningum til þessa manns ef hann vantaði og fá á mót i dagsetningu á einhverjum hlut sem væri að koma, en hefði ekki sagt nákvæmlega hvað það væri, og koma dagsetningunni til skila. Þessi maður hefði fyrst komið til hans í vinnuna og talað við hann. Þá hefði maðurinn látið hann fá blað með númeri sem hann á tti að setja í Signal þegar hann væri búinn að setja forritið í símann. Þá hefði maðurinn sent honum skilaboð og sagt að hann myndi síðan senda honum skilaboð þar. Hefðu þeir átt í samskiptum á Signal eftir þetta en ekki hist. Fyrsta verkefni hans hefði ve rið að kaupa tvo síma, fyrir sig og Pál sem hefði verið sá aðili sem hann átti að hitta. Hann hefði sett Signal upp í síma Páls samkvæmt fyrirmælum frá manninum. Spurður hvað hann hefði þá vitað sagði ákærði að sér hefði skilist að það væri eitthvað að kom a til landsins og hefði hann átt að fá dagsetningu frá Páli á því hvenær gámurinn kæmi. Hefði það komið fram í fyrsta eða öðru samtali þeirra að þetta væri gámur sem væri á leiðinni og í honum væri timbur en meira hefði honum ekki verið sagt. Ef Pál vantað i peninga ætti ákærði að koma þeim þeir átt í samskiptum á Signal. Einhvern tímann hefði hann gert sér grein fyrir því að það væri meira en timbur í sendingunni, hann myndi ekki hvenær það var en það hefði verið snemma í ferlinu. Hefði hann gert sér grein fyrir því að honum væri ekki borgað fyrir venjulega timbursendingu og að þetta væri ekki löglegt en ekkert spurt. Kvaðst hann ekki hafa vitað hvort m aðurinn sem talaði við hann eða einhver annar hefði staðið að baki þessum innflutningi. Þegar hann var byrjaður að hafa samskipti við Pál hefði hann bæði verið að ræða við hann og þennan mann inni á Signal. Það hefðu verið þrjú númer í símanum hans. Eitt a f því hefði verið númer Páls en hann vissi í raun ekki hverjir hinir voru, hvort það var maðurinn sem talaði fyrst við hann eða einhver annar, eða hvort sami maður hefði verið með þessi tvö númer. Páll hefði látið hann vita ef hann þurfti að hitta ákærða o g þeir ákveðið að hittast. Þá hefði Páll sagt honum annaðhvort að sig vantaði aur eða hann veitti ákærða upplýsingar. Ákærði kvaðst hafa sent skilaboð á þennan mann og peningunum hefði verið skutlað til hans í vinnuna á veitingastaðinn af mismunandi aðilum , líklega 34 þremur. Hefðu þeir vitað við hvern þeir áttu að tala þó að ákærði hefði ekki þekkt neinn þeirra. Hann hefði síðan afhent Páli peningana. Í raun hefði ekki annað farið fram milli hans og Páls en það sem þegar væri komið fram í málinu og heyrðist í samtölum þeirra. Hefði hann t.d. spurt hann um dagsetningu á því hvenær gámurinn ætti að koma til landsins. Ákærði hefði hreinsað sinn síma og símann sem hann keypti fyrir Pál 27. júlí, að beiðni eins af kontöktunum í síma ákærða, og sett upp Signal í þes sum símum. Sagði ákærði að ekki hefði verið samráð milli hans og Birgis um að hreinsa síma sína um þetta leyti heldur tilviljun. Var ákærða kynnt að í farsíma hans hefðu fundist samskipti sem væru í user dictionary þar sem fram kæmu þau orð sem áður hefðu verið slegin inn og kvaðst hann kannast við það. Var ákærða kynnt að lögregla teldi að þarna væri um að ræða samskipti milli m.a. hans og Birgis og sagði ákærði þá að um væri að ræða 200 random orð, sem gætu verið við hvern sem væri. Kvaðst hann hafa einu sinni átt í samskiptum við Birgi í gegnum þennan síma og hefði það verið í lok júlí. Hefði Birgir þá afhent honum 150.000 krónur sem ákærði hefði beðið Birgi að láta Pál hafa. Hefði það verið í eina skiptið sem Birgir afhenti honum peninga og hefði hinn ko ntaktinn hans beðið hann að senda á Birgi. Hefði hann að öllum líkindum verið búinn að láta Birgi hafa peningana áður. Spurður um hlutverk Birgis kvaðst hann halda að hann hefði verið aukahlekkur til að lengja keðjuna til þeirra sem stæðu fyrir aftan þá svo þetta yrði ekki rakið til þeirra. Kvaðst hann ekki vita hve margir stóðu að baki þessu og þegar hann segði þeir væri það út í loftið. Vissi hann ekki hvaða tengingu Birgir hefði inn í þetta og teldi að hann hefði komið inn í þetta á eftir honum en hann hefði sjá lfur ekki bent á hann. Myndi hann ekki hvort hann hefði átt samskipti við Birgi á ensku. Borið var undir ákærða endurrit af samtali sem tekið var upp í bifreið og er talið hafa átt sér stað á milli ákærða og Páls 27. júlí. Var ákærða kynnt að þar hefðu þei r verið að ræða hvernig þetta væri hugsað þegar hann er kominn á staðinn , og hefði Páll þá spurt, hvað þá? Ákærði hefði þá sagt er ekki bara eins og við töluðum um, bara eins og seinast, bara að við mundum taka við bíl með staurunum? Sagði ákærði að hann h efði þarna verið að vitna í síðasta samtal þeirra, á skömmu áður, og þá hefðu þeir verið að ræða sama hlut. Þarna hefðu þeir verið að ræða það að taka bifreið og að síðan yrði einhver hans megin . Sagði ákærði að það heyrðist á upptökunum að öll samtöli n einkenndust af því að hann vildi ekki vera þarna, honum liði mjög illa og hann hefði verið að reyna að koma sér undan. Þarna meinti hann einfaldlega að einhver þeim megin tæki við bifreiðinni og hefði það í rauninni ekki haft neitt með hann að gera þó að hann hefði orðað þetta svona. Hann hefði ekki vitað hver átti að taka bifreiðina. Hans hlutverk hefði verið að afhenda peninga og fylgjast með dagsetningu á gáminum. Þarna hefði hann verið að ræða um móttöku á timbrinu og tala um bifreið til að flytja það og það hefði ekki verið hans hlutverk. Þetta hefði lukkast þannig að Páll spurði hann um þetta og hann hefði þurft að veita svör og spyrjast fyrir til að fá svör. Páll hefði sagt honum að það ætti að setja þetta í bifreið sem einhver tæki við. Þannig hefð i Páll sett þetta upp, að þetta væri besta leiðin til að losa þetta. Kvaðst ákærði ekki vita við hvern Páll hefði átt þegar hann talaði um að vinur hans hefði fengið spennufall. Kvaðst ákærði hafa látið Pál hafa nýjan síma 21. eða 22. maí og hefði það veri ð eini síminn sem ákærði hefði látið hann hafa. Seinna hefði hann hreinsað síman og sett hann upp aftur með nýju númeri og staðfesti hann að hafa keypt fjögur Nova - kort 27. júlí og notað til að setja símann upp á ný. Hann hefði keypt fjögur kort og notað e itt til að setja upp og annað til að hafa áframhaldandi gagnamagn en það hefði verið ákveðið mikið gagnamagn á hverju korti. Hefði tengilinn í símanum hans sagt honum að gera þetta svona. Borið var undir ákærða endurrit af samtali 29. júlí þar sem hann og Páll hefðu rætt saman og kynnt að þá hefði Páll talað um að það þyrfti að fara tvær ferðir og að ákærði hefði þá spurt hvort þið væru ekki að fara með staurana í hús. Var ákærði spurður hverjir þið væru og kvaðst hann ekki vita það en halda að Páll hefði v erið að tala um sig og aðra . Þá var ákærða kynnt að Páll talaði um það í samtalinu sem Biggi gerði síðast með húsið og kvaðst ákærði ekki hafa skilið það. Einnig var ákærða kynnt að Páll hefði talað um að hann hlyti að vera með eitthvert plan og var hann s purður hvort hann vissi við hvern Páll hefði átt. Sagði ákærði að Páll hefði verið í sambandi við einhverja aðila aftur í tímann , m.a. út af þessu húsi, sem hann vissi ekki hverjir væru. Héldi hann að sá aðili væri sá sami og hann hefði verið að tala við t il að fá svör. Kvaðst hann ekki hafa vitað í hve mörgum staurum væri efni og fengið þær upplýsingar frá Páli. Þá var ákærða kynnt að hann hefði sagt í samtalinu að þeirra maður græjaði þetta , þ.e. tæki á móti staurunum, og sagði ákærði það rétt en hann vis si ekki hverjir það voru. Einnig var ákærða kynnt að þarna hefði verið 35 talað um að skera í staurana til að taka úr þeim og kvaðst ákærði ekki hafa verið með upplýsingar um það hvernig þetta hefði verið falið í staurunum. Hann hefði einungis verið með lágma rksupplýsingar og ekkert vitað um staurana, magnið, í hve mörgum þeirra væri efni eða hvernig ætti að opna þá og hefði það ekki verið ætlunin að hann kæmi nálægt staurunum. Kvaðst hann lítið hafa vitað og hálfpartinn verið að bulla þegar hann talaði um tvæ r ferðir og að sá sem ætlaði að opna staurana væri örugglega sá sami og sá sem tæki við bifreiðinni. Á þessum tímapunkti hefði hann ekki vitað hvert ætti að fara með staurana eða hver myndi taka við þeim eða hvað myndi gerast eftir það. Þá var ákærða kynnt að í samtalinu kæmi fram að Páll hefði sagt að Biggi hefði einu sinni sagt Kvaðst ákærði ekki geta sagt til um hvort þarna væri átt við meðákærða Birgi og ekki vita til þess að Páll og Birgir hefðu talað saman um þetta. Einnig var ákærða kynnt að í samtalinu kæmi fram að þeir hefðu verið harðir á að skrifa ekki niður allt ferlið og ekki viljað plana það þannig. Þeir hefðu sagt að þeir yrðu bara að klára að tæma og það væri búið að hugsa út í þetta allt. Kvaðst ákærði aldrei hafa átt samtal við neinn annan um það sem Páll talaði um þarna. Hann hefði þurft að gefa honum svar og bullað bara. Hann hefði t.d. verið að spyrja út í þennan gám með húsinu sem hann he fði ekki haft hugmynd um. Þá var ákærða kynnt að í samtali 3. ágúst milli þeirra hefði ákærði sagt að hann væri alltaf að senda á Pál af því að þeir úti væru alltaf að senda á hann og sagt að þeir væru endalaust eitthvað að pressa á mig . Kvaðst ákærði einu ngis hafa tekið svona til orða og viti ekki hvort þeir voru úti. Þessi tengiliður í símanum hefði verið búinn að spyrja hann hvenær hann væri tilbúinn með þetta og hefði það verið ástæða þess að hann var að spyrja Pál. Að fá dagsetningu hefði verið uppruna lega verkefnið hans í þessu máli og það eina. Þegar Páll talaði þarna um 90 stykki og að leigja sendibifreið daginn eftir hlyti hann að eiga við staurana. Borið var undir ákærða að í samtalinu hefði Páll ítrekað talað um þið og ákærði talað um þá og þannig vísað til þess að fleiri aðilar hefðu komið að þessu. Sagði ákærði þá að hann vissi ekki hvort um fleiri en einn aðila hefði verið að ræða. Ákærði kvaðst ekkert hafa komið að innflutningi fyrri gámsins til landsins. Ákærði var kynnt að haldlögð hefðu veri ð heima hjá honum 5,24 g af maríjúana og 38,25 g af MDMA og kvaðst hann kannast við að þetta efni hefði verið tekið þaðan en gera athugasemdir við magnið. Þessar töflur hefðu hvorki verið ætlaðar til einkanotkunar né ávinnings. Hefðu þetta verið 11 töflur og í þeim væru kannski 10 g af virku efni en restin væri bindingarefni alveg eins og notað væru í t.d. í Paratabs. Hvað varðaði meint peningaþvætti samkvæmt II. kafla ákæru þá var ákærða kynnt að þar kæmi fram að hann væri ákærður fyrir að hafa geymt og mó ttekið rúmlega 17 milljónir króna sem væru óútskýrðar tekjur. Beðinn um að skýra þessar innborganir og kaup á gjaldeyri sagði ákærði að alls konar skýringar væru á þessu og væri þetta ekki saknæmt á neinn hátt. Bæði hefði hann ferðast mikið sjálfur og teki ð út evrur og peninga fyrir það. Þá hefði hann greitt fyrir félaga sinn. Fyndist honum skrýtið að talað væri um 17 milljónir króna þar sem flest væri þetta milli vinahópsins og fjölskyldumeðlima. Þá væru ekki dregnar frá fjárhæðir sem hann hefði greitt til baka en meira og minna væri um að ræða sömu fjárhæðir. Hann hefði farið út með vinum sínum og verið sá eini sem var með kort á sér og lagt út en þeir lagt inn á hann til baka. Einnig hefði hann veðjað um úrslit íþróttaleikja á milli vina og álíka. Væru þe tta lán fram og til baka. Ákærði kvaðst hafa verið að vinna á nokkrum stöðum á þessu tímabili, t.d. fyrir R, á S, T, fyrir U, V, einhverja golfskála og fleiri störf í veitingageiranum og verið með tekjur frá þeim sem yfirleitt hefðu verið greiddar inn á re ikninginn hjá honum. Einnig hefði hann fengið einhverjar atvinnuleysisbætur á árinu 2020. Spurður hvort hann hefði unnið eitthvað svart sagði ákærði að yfir covid - tímann hefði hann einstaka sinnum unnið á kvöldin en þá hefði ekki verið mikla vinnu að fá í veitingageiranum. Á þessum árum hefði hann átt Lexus - bifreið sem hann hefði keypt í júlí eða ágúst 2020 á þrjár og hálfa milljón króna og greitt fyrir hana með reiðufé sem hann hefði safnað líklega þrjú til fjögur ár, sölu á gamalli bifreið og fengið lánað hjá vinum og ættingjum. Sagði ákærði að fjármálatengsl væru ekki milli hans og Birgis nema vegna vinatengsla þeirra. Þeir millifærðu hvor á annan t.d. þegar þeir lánuðu hvor öðrum eða annar greiddi fyrir hinn með korti sem hinn þá endurgreiddi. Væru þetta sömu fjárhæðir sem væru að fara á milli þeirra, í báðar áttir. Var ákærða kynnt að á árunum 2020 til 2022 hefði Birgir lagt inn á hann 1,7 milljónir króna en hann lagt inn á Birgi 1,1 milljón króna. Sagði ákærði að þetta væri vegna lána eins og hann hefði verið að lýsa. Sagði ákærði að þeir einstaklingar sem lagt hefðu inn á hann væru vinir hans eða ættingjar. Væru 36 ástæður þessara innborgana þær sömu og hann hefði áður lýst. Ákærði kvaðst ekki hafa átt húsnæði á þessum tíma og leigt húsnæði fyrir minna en 200.000 krónur á mánuði. Sagði ákærði að reiðuféð sem hann hefði safnað og notað til að greiða bifreiðina hefði hann ekki lagt inn á bankareikning. Var ákærða kynnt að hann hefði á þessu tímabili lagt sjö milljónir króna inn á reikninga sína í reiðufé og k vaðst hann ekki geta gefið nánari skýringu á því. Ákærði kvaðst aldrei hafa stundað sölu og dreifingu fíkniefna. Var ákærða kynnt að hald hefði verið lagt á síma á heimili ákærða sem ekki væri talinn tengjast þessu máli sérstaklega, og kæmu fram í honum up plýsingar sem lögregla teldi að tengdust sölu og dreifingu fíkniefna, nöfn, fjárhæðir og tölur. Kvaðst ákærði ekki kannast við þessa lista og ekki muna eftir þeim. Þá var ákærða kynnt að þar kæmu einnig fram samskipti þar sem óskað hefði verið eftir láni, einhver væri handónýtur og ákærði spurður hvort hann gæti reddað. Kvaðst ákærði ekki muna eftir neinum af þessum samskiptum og ekki muna eftir þessum síma, en hann væri að öllum líkindum í hans eigu. Þá kvaðst ákærði einnig hafa lagt inn á unnustu Birgis o g ætti einnig að horfa til þeirra fjármuna þegar skoðaðar væru endurgreiðslur til Birgis. Kvaðst ákærði ekki hafa átt neitt þátt í innflutningi húss á vegum A ehf. og enga vitneskju hafa haft um það og ekki afhent Páli peninga vegna þess eða átt í samskipt um við hann vegna þess. Sagði hann Pál hafa minnst á að þetta hús væri til í samtali við hann í júlí og hefði það verið í fyrsta skipti sem hann heyrði um það. Þá sagði ákærði að þær 1.100 evrur sem haldlagðar voru á heimili hans r hvort hann hefði einhverja skýringu á þeim framburði Páls að ákærði hefði komið að innflutningi fyrri gámsins og að þeir hefðu hafið samskipti fyrr og að Birgir hefði komið þeim saman sagði ákærði að hann vissi ekki hvort Páll væri að hylja fyrir öðrum m eð því að setja þá í stað annarra eða einfaldlega ljúga til að hylja yfir eitthvað fyrir sjálfan sig. Það væri ósatt að hann hefði verið í samskiptum við Pál frá árinu 2021, hann hefði ekki komið nálægt þessum fjármunum og ekki hitt manninn fyrr en 22. eða 23. maí 2022. Ákærði Birgir sagði að undanfarin ár hefði hann verið á góðum stað í lífinu og lofað sjálfum sér og fjölskyldu sinni að koma ekki nálægt neinu ólögmætu og hefði hann staðið við það þegar reynt var að nálgast hann vegna þessa máls. Í upphafi hefði hann neitað með öllu að koma að þessu máli en hann hefði engar upplýsingar haft um það hverjir stóðu að því eða hvað ætlunin væri að flytja inn til landsins. Þannig væri framburður Páls hjá lögreglu réttur þegar hann sagði að hann hefði átt samskipti við hann, líklega 2019. Annað í framburði hans væri rangt og tilfinning sín væri sú að hann væri að skipta sér og Jóhannesi inn fyrir aðra aðila sem hann væri að hlífa. Það hefði verið seint í maí síðastliðnum að haft hefði verið samband við hann af aðila sem væri tilgreindur sem D í síma sem hann var með við handtöku. Hefði sá aðili beðið hann að koma að málinu en aðkoma hans hefði átt að felast í því að koma boðum á milli manna sem tengdust málinu eftir að gámurinn væri kominn til landsins. Hann hefði ha fnað því í fyrstu en látið til leiðast þegar honum var boðin greiðsla að fjárhæð 5 milljónir króna. Verkefnið hefði ekki átt að taka meira en nokkra daga í framhaldi af því að gámurinn kæmi til landsins. Í kjölfarið hefði honum verið sagt að útvega sér sím a, sem hann hefði gert 23. maí en í símanum hefðu verið settir upp þeir tengiliðir sem voru þar við handtöku að frátöldum Daða, sem hann hefði fyrst fengið í símann 4. ágúst. Kvaðst hann engin samskipti hafa haft við neinn í framhaldinu vegna þessa máls að frátöldum upplýsingum sem hann hefði fengið um það hvenær vænta mætti að gámurinn kæmi til landsins, en það hefði dregist eitthvað. Hefði hann fyrst undir lok júlí fengið skilaboð sem hann hefði komið áfram. Í kjölfarið hefði hann fengið upplýsingar sem h ann hefði komið til baka sem vörðuðu þessi samskipti, hvenær ætti að tæma gáminn, sem þá var kominn til landsins, og hvernig ætti að koma innihaldinu í skjól, þangað sem þeir sem stæðu að innflutningnum gætu nálgast efnið. Hann hefði einu sinni komið 150.0 00 krónum til Jóhannesar en engir aðrir fjármunir hefðu farið í gegnum hann. Hann hefði aldrei átt að gera meira en að bera upplýsingar á milli eftir að gámurinn væri kominn til landsins. Hann hefði þannig ekki komið að kaupum á fíkniefnum eða fjármögnun, enda hefði hann engin fjárráð til þess. Hefði hann ekki komið að því að panta timbur frá Brasilíu, ekki komið fíkniefnunum fyrir í timbrinu eða komið að innflutningnum að öðru leyti. Þá hefði hann ekki átt að taka við efninu. Það hefði verið gott fyrir han n ef fyrir lægju öll hans samskipti við þann mann sem skráður væri D í símanum. Þá hefði greinilega verið hægt að sjá að hann hefði fengið upplýsingar og komið þeim áfram. Það mætti þó sjá af þeim litlu samskiptum sem væri að finna í símanum að hann hefði fengið upplýsingar um það hvað ætti að gera næst. Með því að bæta honum inn í samskiptin 37 hefðu þeir sem stóðu að baki innflutningnum augljóslega verið að lengja samskiptakeðjuna og fjarlægja sig frekar frá málinu. Af samskiptum hans við D 4. ágúst mætti sj á að hann vissi ekkert um þann sem þeir hefðu fengið til að taka efnið úr timbrinu og hefði þurft að spyrja hvort þeir treystu honum. Ákærði tók fram að hann hefði fengið upplýsingar um magn fíkniefnanna tveimur dögum áður en þeir voru handteknir. Sér hefð i verið haldið í algjöru myrkri enda hefði hann aldrei tekið þátt í þessu ef honum hefði verið ljóst magnið, en hann efaðist um að magnið væri rétt tilgreint af tollyfirvöldum í Hollandi. Hans hlutur í málinu væri óverulegur og ekki nauðsynlegur, enda hefð i innflutningurinn sjálfur átt sér stað án aðkomu hans. Þá hefði hann engum skilaboðum komið á milli aðila fyrr en eftir að efnin höfðu verið haldlögð í Hollandi. Aðkoma hans gæti þannig aðeins talist hlutdeild í broti annarra. Hvað varðaði meint peningaþv ætti samkvæmt II. kafla ákæru þá mótmælti ákærði því að hann hefði tekið við, umbreytt eða aflað ávinnings af refsiverðum brotum. Hann hefði enga fjármuni móttekið á síðustu þremur árum sem væri ávinningur af refsiverðum brotum. Hann mótmælti greiningu lög reglu og benti meðal annars á að horft væri fram hjá söluandvirði bifreiðar sem hann vísaði til í skýrslutöku hjá lögreglu, einungis á þeim grundvelli að hann greiddi kaupverðið inn á annað félag en seljanda en félagin væru í eigu sömu aðila. Það hefði ekk i verið hans ákvörðun heldur ákvörðun seljanda hvert greiða ætti kaupverðið. Það hefði verið horft til peninga sem ákærði Jóhannes hefði lagt inn á hann á síðustu árum, en ekki horft til greiðslna til hans til baka sem hefðu þó verið jafnháar af reikningi hefði verið horft til þess þegar hann lagði inn peninga en ekki þegar hann tók út peninga. Í mörgum tilvikum hefði verið um að ræða lán til vina eða lán frá vinum, eða uppskiptingu kostnaðar sem lagt hefði verið út fyrir. Í engu tilvi ki hefði verið um ólögmæta háttsemi að ræða. Páls hefði verið að hjálpa Páli við að koma húsi í leigu og leitað til hans og annarra sem hann þekkti og hefði þetta en dað með því að vinur hans tók húsið á leigu. Hefði Páll þá verið með réttarstöðu sakbornings í máli sem vinur ákærða hlaut dóm í. Hann hefði ekkert rætt við Pál eftir þetta utan þess þegar þeir hittust t um hann en Jóhannes væri hann búinn að þekkja síðan árið 2010. Kvaðst hann ekki vilja greina frá því hvaða aðili hefði upphaflega komið að máli við hann en það hefði verið nokkrum mánuðum áður. Þá hefði hann ekki vitað neitt, ekki frá hvaða landi þetta æ tti að koma, hverjir kæmu að þessu eða hvernig þetta yrði gert en gert sér grein fyrir að þetta væri ólöglegt og hafnað því alfarið. Sama manneskjan hefði síðan leitað aftur til hans í lok maí og boðið honum fimm milljón króna greiðslu og sagt að þetta ætt i ekki að taka meira en viku til tíu daga og hefði hann þá látið til leiðast. Hefði hann aldrei átt að gera neitt annað en að koma skilaboðum á milli manna. Hefði hann átt að hafa síma á sér og senda skilaboð fram og til baka. Það sæist á samskiptunum að í öllum tilvikum hefði hann verið að tala við Jóhannes um það sama og hann hafði áður talað við D um. Hefði D sagt honum að til stæði að flytja inn eiturlyf. Upprunalega hafði hann talað um að þetta væru sterar en þá hefði hann ekki vitað að þetta væri að k oma frá Suður - Ameríku, sem svo þróaðist út í að vera kókaín. Í júlí hefði hann vitað að þetta væri að hluta kókaín en hann vissi enn ekki hvort einhver hluti efnanna hefði verið sterar. Stuttu áður en hann var handtekinn hefði hann fengið að vita meira um þennan innflutning en þessi aðili hefði aldrei sagt ákærða hvernig þetta yrði skref fyrir skerf eða hversu mikið magn þetta væri. Ákærði kvaðst hafa verið í samskiptum við D og Jóhannes, sem hefði komið inn í þetta á undan honum. Hefði hann ekki vitað af J óhannesi fyrr en hann var sjálfur kominn inn í þetta og hefðu þeir ekkert rætt það sín á milli. Þeir Jóhannes hefðu talað saman um að Páll tengdist þessu. Sagði ákærði að það væru greinilega fleiri sem stæðu að baki þessu og ljóst að ákærðu væru ekki höfuð paurarnir. Þeir Jóhannes væru góðir vinir og þeir hefðu verið að hittast. Það hefði verið eftirfararbúnaður á bifreið hans og hefði hann stoppað á veitingastaðnum sem Jóhannes vann á næstum því daglega. Hann hefði ekki skipulagt að koma þangað til að tala við Jóhannes. Samskipti þeirra hefðu farið fram í gegnum símann og því hefðu þeir ekki þurft að hittast. Sagði ákærði að ekkert sérstakt samtal hefði verið í gangi í þau tvö skipti sem þeir töluðu saman á útisvæði við veitingastaðinn. Spurður sagði ákærði að Páll hefði líklega gert sér grein fyrir því að ákærði þekkti menn sem Páll hefði verið í slagtogi við vegna þessa máls. Sjálfur hefði hann ekki komið að innflutningi hússins sem kom til landsins í febrúar og benti ákærði á að Páll hefði sagt í skýrslutö ku hjá 38 lögreglu að það hefði verið vinur hans sem pantaði húsið. Kvaðst hann ekki átta sig á því hvað Jóhannes og Páll ættu við þegar þeir töluðu um það sem Biggi gerði síðast með húsið sem kom í febrúar. Spurður um fjármálatengsl milli hans og Jóhannesar sagði ákærði að þær fjárhæðir sem hann og Jóhannes t.d. lánað honum þegar þeir voru erlendis og hann síðar millifært til baka á hann til að greiða lánið. Hefði þetta gengið í báðar áttir og þeir millifært peninga sín á milli án þess að það væri ólöglegt. Ákærði kvaðst aldrei hafa afhent Jóhannesi peninga þegar þeir hittust á S en Jóhannes hefði í eitt skipti komið til hans og sótt 150.000 krónur sem búið v ar að koma á hann . Kvaðst hann hafa fengið þessa peninga afhenta löngu áður þegar leitað var til hans í byrjun. Þá hefði hann fengið 300.000 krónur og spurt um tilgang þess og verið sagt ef það myndi vanta pening . Hefði hann gert sér grein fyrir því að han n gæti þurft að ferja peninga á milli. Að koma peningum áleiðis væri partur af því að vera hlekkur í keðjunni. Kvaðst hann hafa vitað að Jóhannes hefði verið í stöðu til að koma peningum á milli. Fyrir utan þessar 150.000 krónur hefði Jóhannes væntanlega f engið pening frá öðrum stöðum . Myndi ákærði ekki hvað varð um afganginn ef þessum 300.000 krónum, hann hefði a.m.k. ekki endað hjá Jóhannesi. Ákærði kvaðst, kvöldið kki ætlað að hitta neinn þar. Verið gæti að hann hefði fengið síðustu fyrirmælin um tveimur klukkustundum áður en hann var handtekinn en hann myndi þau ekki. Verkið hefði ekki verið búið en ekki hefði verið búið að skila bílaleigubílnum. Kvaðst hann þá haf a vitað að fíkniefnin væru komin í húsnæði. Spurður af hverju hann hefði þá verið í samskiptum við þennan aðila sagði ákærða að þá hefðu allir verið enn í samskiptum. Ákærði kvaðst hafa verið með Samsung - síma á sér þegar hann var handtekinn sem hann hefði síma. Maðurinn sem skráður var fyrir símanum hefði ekkert haft með þetta mál að gera en hann hefði skráð viðkomandi þar sem hann hefði ekki viljað skrá sí mann á sitt nafn. Síminn hefði verið keyptur til að nota í þessum tilgangi. Þeir hefðu notað forritið Signal til að hafa samskipti. Hefði síminn tvisvar verið hreinsaður, fyrst 10. júlí og síðan í lok júlí, og hefði þetta verið gert að beiðni annars manns. Kvaðst hann hafa ætlað að setja símann upp 10. júlí og ekki vita hvers vegna það væri skráð sem hreinsun en hann hefði ekki sett símann strax upp þegar hann keypti hann í maí. Síminn hefði verið hreinsaður en allir sem komu að málinu hefðu þá verið búnir að hreinsa síma sína samkvæmt fyrirmælum frá þessum óþekkta aðila. Ákærði sagði að sá sem væri með notandanafnið D hefði verið með eitthvert af þeim þremur nöfnum sem voru í símaskránni í símanum en hann hefði nefnt hann D af því að hann héti kjánalegu nafni en það hefði ekki verið raunverulega notandanafnið. Staðfesti ákærði að Daði hefði verið Q . Sagði ákærði að venjulega þegar hann fengi senda notendur á Signal kæmu einungis símanúmer en ekki notandanafn. Þegar það væri vistað væri hægt að skrifa notandanafn eða vista. Þessi aðili hefði ekki verið í persónulegum síma hans og kvaðst hann ekki hafa vitað hver væri að baki. Héldi hann að notandinn W hefði verið Jóhannes. Hefðu þrír framangreindir notendur verið í símanum hans. Kvaðst hann telja að D hefði einnig verið hlekkur sem hefði sjálfur verið að fara eftir fyrirmælum sem hann hefði fengið. Þá hefði L verið með sama símanúmer og D og væri vænta nlega um sama notanda að ræða og gæti hann hafa heitið L þegar hann var sendur honum sem notandi. Ákærði kvaðst ekki hafa hitt Pál á þessu tímabili og ekki hafa þekkt Daða. Vildi ákærði leggja á það sérstaka áherslu að hann hefði aldrei farið í neinn hitti ng á tröppurnar hjá Páli til að segja honum að hann gæti ekki bakkað út úr einhverju. Kvaðst hann halda að Pál væri að bera á þennan hátt til að reyna að bjarga sjálfum sér. Kvaðst hann kannast við að hafa talað við Jóhannes í gegnum notandanafn hans W og að hafa tala við hann á ensku en þeir hefðu fengið fyrirmæli um það. Var ákærða kynnt að þar hefðu þeir talað um útlendinga og pressu frá þeim og sagði ákærði að hann hefði fengið þessi skilaboð send frá D eða L og átt að koma þeim áfram til Jóhannesar. Þa ð hefði verið gífurleg pressa á öllum en upprunalega hefði þetta átt að gerast vikuna fyrir verslunarmannahelgi. Ákærði staðfesti að það hefði komið upp eitthvert stress þegar Daði svaraði ekki þegar reynt var að ná í hann handtökudaginn. Það hefði verið erfitt að ná í Daða og þannig hefði Daði endað í símanum hjá honum, af því að skilaboðin frá hinum voru ekki að fara í gegn til Daða. D hefði því beðið ákærða að reyna að ná sambandi við Daða sem hefði aldrei svarað neinum skilaboðum frá honum en hann mynd i ekki 39 hvort hann reyndi eitthvað að hringja í Daða. Hann hefði síðan fengið þær upplýsingar að það hefði náðst í Daða og komið þeim áfram til Jóhannesar svo hann gæti komið þeim til Páls. Kannaðist hann við að hafa verið að senda þessi skilaboð. Myndi han n eftir að hafa spurt hvort þeir treystu Daða en vissi ekki í hvaða samhengi rætt hefði verið um 94 kubba, hvort það voru fíkniefnin eða timbrið. Var ákærða kynnt að þarna hefði verið talað um 8 kg og 94 kubba og að það væru miklir peningar undir. Sagði ák ærði þá að 5 milljónir króna væru miklar fjárhæðir. Hefði hann átt að fá þessar fimm milljónir króna greiddar nokkrum dögum eftir að þeir voru handteknir. Kvaðst hann ekki hafa haft neitt með afhendingu efnanna til raunverulegra eiganda að gera og ekki haf a vitað hvenær ætti að afhenda þau. Ákærði kvaðst hafa ve rið með Wickr - aðgang en hann myndi ekki eftir að hafa sent Páli skilaboð um að tilteknum stað en sagði hana ekki snúa að því svæði þar sem gámurinn hef þegar hann var að koma frá henni, örugglega fyrir þremur eða fjórum árum. Það væri rangt að hann hefði verið að fylgj ast með þessu úr íbúðinni. Ákærði kvaðst aldrei hafa tekið sjálfstæðar ákvarðanir vegna málsins og einungis komið áfram þeim fyrirmælum sem hann fékk. Hefðu þau fyrirmæli sem hann hefði borið áfram verið liður í því að lengja leiðina frá Páli til raunverul egs eiganda. Hann, Jóhannes og hugsanlega D hefðu verið í slíku hlutverki. Kvaðst hann ekki hafa haft neinar kontaktupplýsingar um Daða fyrr en hann bað um upplýsingar um hann, eða the guy, og enga hugmynd hafa haft um hver hann væri. Hvað varðaði II. kafl a ákærunnar vegna meints peningaþvættis var ákærða kynnt að þar kæmi fram að óútskýrðar tekjur hans hefðu verið rúmlega 13 milljónir króna. Sagði ákærði að á árunum 2020 til 2022 hefði hann verið á háum launum og verið í iðnaðarvinnu og á launaskrá þangað til hann var handtekinn. Skattframtöl hans sýndu að hann hefði greitt skatt í hverjum mánuði þetta tímabil. Tók ákærði sérstaklega fram að hann hefði keypt bifreið og lögregla neitaði að taka það gilt þar sem hann hefði ekki lagt kaupverðið inn á sama féla g og það sem hann keypti bifreiðina af. Félögin væru í sömu eigu og seljandi hefði sagt honum inn á hvaða reikning hann ætti að leggja. Peningarnir sem hann lagði inn væru ekki ólöglegir heldur væru þeir söluverð bifreiðarinnar. Kvaðst ákærði hafa gert sam ning við manninn sem hann keypti bifreiðina af. Það hefðu verið gallar í vél bifreiðarinnar og hefði hann fengið hana án þess að greiða fyrir hana fyrr en hann væri sjálfur búin að selja hana og greitt þá 3,1 milljón króna. Einnig gerði hann athugasemd við að metnar væru til frádráttar millifærslur á milli allra nema hans og Jóhannesar. Ákærði kvaðst einhvern tímann hafa þegið svört laun og gæti það hafa verið á þessu tímabili en hann hefði ekki verið að þvætta svartan pening í gegnum bankareikninginn sinn. Hefðu uppgefnar tekjur hans á þessum tíma verið um ein milljón króna á mánuði. Á þessu tíma hefði hann átt eignarhlut í húsi og allt því tengt hefði verið löglegt. Einnig hefði hann átt og ætti enn Ford - bifreið. Þá hefði hann verið skráður fyrir bifreið s íðan 2014 og reynt að afskrá hana en það ekki gengið. Var ákærða kynnt að á reikningi hans væru greiðslur frá einstaklingum sem lögregla mæti óútskýrðar og sagði ákærði að þessar greiðslur hefðu ekkert með fíkniefni að gera. Sagði ákærði að draga ætti frá ákærufjárhæð söluverð bifreiðarinnar og greiðslur milli hans og Jóhannesar sem gætu verið um einstaklingar hefðu verið að leggja inn á hann væri það vegna þess að þeir hefðu verið að gera eitthvað saman og verið að skipta kostnaði. Einnig væru þetta lán fram og til baka. Þegar vinir og kunningjar hefðu verið að leggja inn á hann hefðu þeir ekki verið að gefa honum pening og vísaði ákærði til framangrei ndra skýringa og sagði að í engu tilviki væri um að ræða ólögmæta háttsemi. Þá var ákærða kynnt að fram kæmi í fjármálagreiningunni að framfærsla hans væri langt undir framfærsluviðmiðum. Sagði ákærði þá að ekki væru teknar inn í greininguna tekjur konunna r hans og ekki farið í gegnum neitt hjá henni. Ef það væri gert kæmu í ljós nokkur hundruð þúsund krónur til viðbótar í heimilisbókhaldið. Hún hefði séð um að kaupa til heimilisins og einnig greitt fyrir skóla og dagheimili. Þá var ákærða kynnt að gögn ben tu til þess að hann hefði keypt þriggja milljóna króna hlut í félaginu AA og þá eignast 20% hlut í því og vísaði ákærði hvað það varðaði til gagna sem lögð voru fram fyrir hans hönd hvað þetta varðaði og sýndu hvaðan sú 40 greiðsla kom. Ákærði var spurður hvo rt hann hefði verið á föstum launum hjá fyrirtækinu F og sagði ákærði þá að hann hefði borgað skatt í hverjum mánuði af þessum launum en hefði ekki alltaf fengið þau greidd út og stundum fengið þau greidd í reiðufé en ekki í miklum mæli. Ætti hann inni pen inga hjá fyrirtækinu. Ef hann greiddi tekjuskatt samkvæmt launaseðli mætti hann taka peninga. Hann ætti inni launin fengi hann þau ekki greidd. Ákærði kvaðst hafa hlotið dóm fyrir vörslur fíkniefna fyrir um 6 árum. rið að byggja hús á þeim tíma sem fjármálagreiningin tæki til. hefði séð um að borga af því. Lögreglumaður nr. BB kvaðst hafa verið í vinnuhópi sem var að rannsaka Saltdreifaramálið og í gögnum vegna þess hefði verið að finna samræður milli tveggja aðila sem voru að tala um að flytja kókaín til Íslands í gegnum viðarplötur. Það hefði vakið athygli þeirra og þeir komist að því að Páll var með fyrirtæki og hefðu þeir verið með eftirlit með sendingu sem kom til hans í febrúar. Það hefði ekkert komið g enginn spáði neitt meira í hann. Minnti vitnið að Páll og einhverjir aðstoðarmenn hefðu kíkt inn í hann. Um sumarið hefðu þeir fengið upplýsingar úr annarri átt um að það væri verið að flytja inn kókaín í viðardrumbum og þá farið aftur að fylgja þessari slóð, sem hefði þróast út í það að gámurinn var afhentur 2. ágúst. Daginn eftir hefði verið kominn annar gámur og menn verið farnir að flytja við á milli gáma. Handtökudaginn hefði verið haft eftirlit með sendingunni. Sagði vitnið að lögregla teldi sig vi ta hvaða einstaklingar hefðu verið að ræða þetta upphaflega. Hefði verið fylgst með gáminum sem kom í febrúar og verið með eftirlit í tengslum við A ehf. Þá hefði Páll verið kominn inn í rannsóknina. Í lok júní, byrjun júlí, hefði lögregla verið komin með upplýsingar úr annarri átt sem ýttu undir þann grun sem þeir höfðu um þessa sendingu. Þá hefði rannsóknin farið á fullt til að komast að því hverjir stæðu að baki henni hér og annars staðar. Þeir hefðu fylgst með ákærðu, m.a. fundum Jóhannesar og Páls. Þei r hefðu hist nokkrum sinnum og rætt saman. Einhverjir af þeim fundum hefðu verið hlustaðir þannig að þeir heyrðu hvað þeim fór á milli. Í framhaldi af því hefðu þeir séð Jóhannes hitta Birgi. Þeir hefðu báðir sagt í skýrslutöku að þeir væru vinir. Jóhannes hefði t.d. eftir að hafa hitt Pál keypt símkort frá Nova og sett upp síma Páls og hitt Birgi á dekkjaverkstæði N1 hann hefði áður hitt Pál. Kvaðst hann ekki muna hvort annar hefði farið inn í bifreið hins skamma stund eða þeir hist fyrir utan bifreiðarnar. Þá hefðu þeir einnig fylgst með þegar verið var að flytja timbrið að skipulagt þannig að bifreiðin hefði verið skilin eftir o g annar náð í hana. Samkvæmt eftirlitsmyndavélum gætu þeir ekki útilokað að þeir hefðu horft hvor á annan en það hefðu ekki nein samskipti farið fram og frekar langt hefði verið á milli þeirra. Ekki væri hægt að segja til um hvort Páll hefði séð þegar bifr eiðin var fjarlægð en hann hefði væntanlega vitað af því. Vitnið sagði að Páll hefði fengið gáminn að morgni 4. ágúst og þá fljótlega hefði vinnan farið af stað og timbur verið flutt í sendibifreið sem Páll hefði tekið á leigu. Þeir hefðu fylgt bifreiðinni og Páll síðan farið með bifreiðina til baka og farið aðra ferð. Hann hefði sett meira timbur inn í bifreiðina l að taka við bifreiðinni. Vitnið kvaðst einnig hafa farið yfir flesta farsíma sem skoðaðir voru vegna málsins. Ákærðu hefðu verið að tala saman á samskiptaforritinu Signal. Flesta símana hefði verið búið að hreinsa og setja Signal í þá. Inni á því forrit i hefðu verið einhverjir ákveðnir notendur sem þeir gátu verið í samskiptum við og var búið að setja upp. Annaðhvort 26. eða 27. júlí hefðu símar Jóhannesar og Páls verið hreinsaðir, á sama tíma hefði Jóhannes hitti Pál og sagt að hann væri að setja upp sí ma fyrir hann. Samsung - síminn sem Birgir var með á sér hefði verið hreinsaður 27. júlí og hefði verið hægt að sjá það þegar síminn var afritaður. Signal hefði svo verið sett upp eftir að símarnir höfðu verið hreinsaðir. 41 Vitnið taldi að Páll hefði áður keyp t timbur af B, þar sem þeir fengu timbrið, og verið í samskiptum við einhvern einn starfsmann fyrirtækisins úti. Í þeim samskiptum kæmi fram að hann væri með aukaspýtur sem hann vildi setja inn í sendinguna. Þeir vissu ekki hvernig þessar spýtur hefðu komi ð í gáminn og reynt hefði verið að ræða við þessa aðila í Suður - Ameríku til að fá þetta á hreint. Sendingin í febrúar væri fyrsta sendingin sem A ehf. fékk frá þessu fyrirtæki og síðan sendingin sem efnin voru í. Þegar Páll var handtekinn hefði hann verið með tvo farsíma. Í persónulegum síma hans hefði mátt sjá eldri samskipti milli hans og Birgis þar sem þeir ræddu um hótel á og sendu skilaboð sín á milli um að - skilaboð sín á milli en fær t sig yfir á eitthvert dulkóðara - samskiptaforrit, gæti hafa verið Wickr. Í síma Birgis hefðu verið fimm notendur. Q , W og D og væntanlega þjónustuver og talhólf eða eitthvað sem kæmi aukalega, en það væru þá þessir þrír notendur sem hann hefði raunverulega verið í samskiptum við. Hann hefði fengið sendar tengiliðaupplýsingar um Q , sem væri Daði. Ekki hefðu verið önnur samskipti á milli þeirra en þau að Birgir hefði reynt einu sinni að hringja í hann. Þeir spyrðu þarna einhvers staðar er hann inni á okkar ne tworki. Einnig spyrði hann er hann exclusive á okkar networki og þá fengi hann já eða eitthvað álíka til baka og svo kemur símtal . Væru þeir þá væntanlega að vísa í samskiptanet sem þeir hefðu eflaust getað addað öllum í en þeir virtust ekki vera þar í sam skiptum við aðra. Einn aðili þarna D væri óþekktur en talið að um væri að ræða sama aðila og Daði var að tala við, sá sem hefði komið öllum upplýsingum til hans. Vitnið sagði að svo virtist sem Jóhannes hefði haft það hlutverk að vera sá sem talaði við Pál . Mætti telja að það hlutverk gæti verið áhættusamara að því leyti að ef lögregla hefði eftirlit með gáminum hefði verið haft eftirlit með Páli. Jóhannes hitti Pál og væri í framhaldi af því í samskiptum við Birgi varðandi það hvað vantaði. Ef Pál vantaði peninga hefði Jóhannes talað við Birgi. Jóhannes hefði því verið milliliður milli Páls og Birgis og hefði Birgir verið sá aðili hér á landi sem sá um að það sem vantaði yrði skaffað. Þá væru aðilar erlendis taldir tengjast málinu. Af síma Birgis hefði mátt sjá að hann var í samskiptum á ensku og teldi lögregla að sá aðili sem hann var í samskiptum við væri erlendis og væri það sá sem lét hann hafa upplýsingar um Q . Sá hefði verið erlendis þegar það gerðist en um væri að ræða Íslending. Við þennan aðila hefð i hann verið að ræða um það sem þyrfti að gera. Kvaðst vitnið telja að Jóhannes hefði fengið afhenta peninga frá Birgi og afhent Páli þá en kvaðst ekki muna hvort þeir hefðu talið að Birgir hefði þannig afhent Jóhannesi peninga í fleiri tilvikum en því sem Birgir hefði viðurkennt. Þá sagði vitnið að í samskiptum milli Birgis og D þar sem þeir hefðu talað saman á ensku og D sagt send it to my gay væri verið að vísa til Daða sem hann hefði séð um. Samsung - síminn sem Birgir hefði verið með var keyptur í maí en ekki hefði verið hægt að sjá hvort hann hefði einungis verið notaður við þessi samskipti þar sem hann hefði verið hreinsaður. Einungis hefði verið hægt að sjá gögn um viku aftur í tímann og mögulega samskipti sem tekin hefðu verið skjáskot af vegna þess a ð skilaboðin eyddust svo fljótt og þeir vildu einhvern veginn muna hvað kæmi fram þar. Þetta væri þá í ljósmyndabanka símans. Þau fjögur símkort sem Jóhannes keypti hefðu að mati lögreglu verið sett upp í síma Páls og Jóhannesar en vitnið gæti ekki svarað því hvað varð um hin tvö. Í síma Daða hefðu verið samskipti við notandann L og teldu þeir að um væri að ræða sama aðila og M, en það væru eldri samskipti frá því í byrjun júlí. Þá hefði hann verið að fá Daða til að afhenda fíkniefni, taka við peningum og g rafa holur. Daði sagði í sínum framburði að þetta hefði verið vegna þessa máls og hefðu þeir verið að finna staði þar sem hægt væri að grafa niður efni. Á þessu sæist því aðeins hvað hefði verið að gerast áður. Hann hefði síðan fengið nýjan síma sem var af hentur honum í kringum 8. júlí en þeir hefðu mælt sér mót í fyrri samskiptunum og væri hann þá að hitta M eða L . Eftir þetta byrjaði önnur samskiptasaga. Teldu þeir að þessi aðili hefði þá verið á Íslandi en síðan farið til útlanda. Þá teldi lögregla að N og D væri sami aðili. seinni ferðinni. Það ættu sér stað samræður þegar Daði væri inni í bilinu og væri hann að ræða á íslensku við aðila sem segði að þetta v æru 98 kís og teldi lögregla að átt væri við 98 kg. Daði væri þar spurður hvort ar skömmu áður en hann var handtekinn. Einnig hefði honum verið sagt að daginn eftir ætti hann að afhenda efnið. Þá kæmi fram að hann ætti að skipta þessu upp í fjóra 25 kg hluta en sú tala hefði síðan breyst en restin verið skilin eftir í 42 bilinu. Kæmi fra m að hann hefði átt að hitta einhvern til að afhenda efnið daginn eftir og hefði lögregla talið að það yrði nálægt þeim stað sem Daði átti að gista á. Vitnið sagði að samskipti Daða við N og L hefðu náð alveg fram að handtöku. Minntist vitnið þess ekki að síminn sem Daði fékk 8. júlí hefði verið hreinsaður. Kvaðst vitnið ekki telja að lögregla væri með öll samskipti milli Daða og þessa aðila en hluta hennar og ekki heldur vita hvað fór á milli þeirra þegar þeir hittust. Einnig kom fram hjá vitninu að Daði hefði ekki verið í neinum samskiptum við Birgi, Jóhannes eða Pál en framangreindur aðili hefði sagt hvað hann ætti að gera. Honum hefði t.d. verið sagt að fara og kaupa hluti, grafa holur, hann spurður hvort hann gæti afhent fíkniefni og tekið á móti peningum. Virtist sem um hefði verið að ræða tvö samtöl sem voru hlustuð þegar Daði var í bilinu. Staðfesti vitnið að fyrir lögreglu hefði þetta litið út fyrir að vera keðja manna sem vissu ekki all ir hver af öðrum. Þetta hefði verið skipulagt frá toppi til táar og menn haft ákveðið hlutverk og alveg skýrt hvað þeir áttu að gera. Um hefði verið að ræða yfir 90 kg af kókaíni og flestir virst mjög meðvitaðir um að þetta væri stór sending. Það væri mjög algengt þegar um væri að ræða innflutning á fíkniefnum að menn vissu ekki um aðra sem ættu koma að því. Þannig gætu menn ekki sagt frá viðkomandi ef það kæmist upp um brotið. Væri það í raun eðlilegt að þeir skiptu sér svona upp, Jóhannes væri milliliður á milli Birgis og Páls og svo væri Daði og það væri sá sem m.a. notað nafnið D sem hefði séð um þá hlið. Þessar tvær hliðar vissu þá ekki hvor af annarri. L ögreglumaður nr. CC staðfesti að hafa ritað skýrslu þar sem lýst var upphafi málsins. Lögregla hefð i verið að skoða dulkóðuð gögn sem þeir fengu og fundið þar upplýsingar um að það væri verið að flytja inn fíkniefni til landsins frá Brasilíu, í við. Hefði þetta verið tekið til frekari skoðunar í samvinnu við tollinn og það leitt til þess að þeir hefðu f engið upplýsingar um að sending væri á leið til landsins í febrúar í gámi, en ekkert ólöglegt hefði reynst vera í honum. Í maí hefðu þeir fengið upplýsingar um að sending væri á leið til landsins í gegnum þetta fyrirtæki í Brasilíu og að Páll væri móttakan di og að Birgir hefði eitthvert hlutverk. Gámurinn í febrúar hefði komið frá sama fyrirtæki og verið enn óhreyfður þegar ákærðu voru handteknir í ágúst. Í maí hefði því grunur beinst að Páli og Birgi og hefði verið fylgst með Páli og rannsóknarúrræði verið notuð gegn honum. Hann hefði farið að hitta Jóhannes og Pál og hefðu þeir vitað að tengsl væru á milli Jóhannesar og Birgis. Hefðu þeir fylgst með fundum Jóhannesar og Páls. Flóknara hefði verið að fylgjast með fundum Jóhannesar og Birgis, m.a. vegna búse tu, en þeir hefðu oft orðið vitni það almennt verið stuttir fundir, tvær til fimm mínútur kannski. Þeir hefðu einnig hist á bensínstöðvum og a.m.k. einu sinni hefði Jóhannes farið heim til Birgis en stansað mjög stutt. Minntist hann þess ekki að hafa séð afhendingu á peningum fara fram á milli þeirra. Hefði það verið mat lögreglu þegar málið var skoðað í tímalínu að undantekningarlaust hittust þeir e ftir að Jóhannes hafði áður hitt Pál, síðar sömu daga. Einhverjir fundir Jóhannesar og Páls hefðu verið hlustaðir og þar komið fram að Pál hefði vantað peninga til að greiða aðstoðarmönnum og beðið Jóhannes um peninga. Jóhannes hefði síðan útvegað honum pe ninga. Hefði aðallega komið fram í samtölunum að hann vantaði peninga en einnig að hann hefði lent í vandræðum með að fá sendibifreið og þeir talað um hvar hann gæti leigt bifreið og um kort sem Páll hafði ekki. Hefði það verið hlutverk Jóhannesar að leysa þetta. Eftir þessa fundi með Jóhannesi hefði hann einungis hitt Birgi og Jóhannes hefði ekki sést taka peninga út úr hraðbanka. Var vitninu kynnt að fram hefði komið hjá Jóhannesi að þetta hefðu ekki verið hans peningar heldur hefði hann fengið þá annars staðar frá til að afhenda Páli og sagði vitnið að Jóhannes hefði ekki verið að hitta neinn annan en Birgi. fundað með Páli sem sagði að sig vantaði 150.000 krón ur til að greiða mönnum sem áttu að flytja timbrið, hefði Jóhannes stoppað stutt á veitingastað þar sem hann var einn og síðan ekið beint heim til Birgis. Morguninn eftir hefði hann látið Pál hafa 150.000 krónur. Þá kvaðst vitnið telja að í öllum tilvikum hefði Páll, eftir að hafa tekið við peningum, lagt þá inn á reikning A ehf. Kostnaðurinn við að leysa gáminn úr tollinum í júlí hefði verið um 900.000 krónur og einnig hefði þurft að kaupa efnið í gáminn og greiða kostnað vegna hússins sem flutt var inn í febrúar. Samkvæmt framburði Páls hefðu það verið sömu aðilar sem voru að greiða fyrir það hús og hefði hann sagst hafa þurft að ferðast hingað til lands til að millifæra peninga vegna þess og að mikill kostnaður hefði fylgt þessu. Staðfesti vitnið að fram hefði komið við 43 rannsóknina að inn á bankareikning A ehf. hefði verið lögð sjö og hálf milljón króna í reiðufé á þessu tímabili en starfsemi fyrirtækisins hefði verið lítil sem engin. Páll hefði sagt við rannsóknina að húsið sem kom til landsins í febrúar hefði verið flutt inn af sömu aðilum en ekki verið tekið. Sendingin hefði komið í gámi og hún verið færð yfir í annan gám sem Páll leigði, ekkert annað hefði verið gert. Fram hefði komið hjá Páli að hann hefði viljað bakka út úr þessu þegar hann sá að það hafði verið leitað í gáminum sem kom í febrúar og hefði honum þá verið sagt að það væri ekki í boði. Einungis hefði legið fyrir framburður Páls um að Birgir hefði komið að þessum gámi en Birgir hefði þrætt fyrir það. Þá sagði vitnið að hans reynsla væri sú í svona málum að menn vissu ekki endilega um aðra sem kæmu að máli og það væri eitthvað sem væri talið heppilegt. Keðjan væri lengd til að auka líkurnar á því að þeir slyppu. Páll hefði þó allan tímann vitað um Birgi og væru til samskipti þeirra á milli f rá því fyrir löngu. Þeir hefðu verið að reyna að fjarlægja sig frá vettvangi . Birgir hefði ekki verið í beinum samskiptum við Pál heldur fengið annan í það til að auka líkurnar á því að hann slyppi. Birgir og Jóhannes hefðu verið vinir áður og hefði Birgir borið um að hafa ekki vitað að Jóhannes væri í þessu þegar hann kom inn í þetta. Af samskiptum í símum þeirra, þeim sem Birgir var með við handtöku og þeim sem fannst heima hjá Jóhannesi, hefði mátt ráða að þeir vissu hvor af öðrum. Síðan hefðu þeir farið að hittast eftir þessa fundi og oftast kæmu peningagreiðslur eftir það. Þá Vitnið sagði að þeir hefðu einnig verið með eftirlit með Birgi en ekki vita til þess a ð hann hefði verið að ná í peninga einhvers staðar til að afhenda Jóhannesi eða að hann hefði alltaf verið að hitta kís væri að ræða og hefði lögregla gert ráð fyrir að um væri að ræða kíló en samkvæmt þeim upplýsingarnar sem bárust í lok maí hefði verið um að ræða 60 100 kg og hefðu það verið fyrstu upplýsingarnar sem þeir fengu um magnið. Þá mætti ráða af framburði þeirra ákærðu sem tjáðu sig að þeir hefðu all ir gert sér grein fyrir að þetta væri umfangsmikið. tjöl dum. Út frá búnaði, en mikið af búnaði sem hafði áður verið í notkun var í geymslu, greiðslukvittunum sem sýndu hvenær keypt voru tjöld, hvenær hann tók íbúðina á leigu o.fl. mætti ráða að þetta hefði verið búið að vera lengi í gangi. Einnig hefði verið af lað upplýsinga um það hvenær Daði keypti verkfærin sem ritað um það skýrslu. Hefðu þeir vigtað þá kubba sem fundust þar. Þeir hefðu verið misþungir o g mismunandi. Þá hefði verið búið að setja í þá gerviefni sem væru ekki jafnþung. Hefði þetta ekki endilega verið þannig að það hefði átt að vera eitt kg af kókaíni í hverjum kubbi. Þá hefðu sumir kubbarnir með gerviefninu verið minni en upprunalegu kubbar nir. Staðfesti vitnið að efnið sem Daði var með hefði verið 25 kg eftir að þeim var skipt í fernt og síðan hefði tíu kg verið bætt við og stemmdi það við það sem kom fram við hlustun. Vitnið sagði að ákveðinn hópur starfsmanna lögreglu hefði unnið að málin u og haft samráð sín á milli. Kvaðst hann ekki vita til þess að það hefði verið rætt hvort rétt væri, þegar viðkomandi réttarbeiðni var unnin, að tryggja að Hollendingarnir myndu ekki eyða efninu. Spurður sagði vitnið að stjórnandi rannsóknarinnar hefði ák veðið hvenær ákærðu yrðu handteknir. Þegar það var gert hefði verið einhver óljós hittingur og ekki verið hægt að útiloka að eitthvað hefði farið á milli en síðan hefði þetta reynst vera tilviljun. Vitnið kvaðst ekki hafa komið fyrir upptökubúnaði í bifrei ð Daða handtökudaginn en kvaðst halda að þennan dag hefði verið hlustað beint. Spurður hvort skoðað hefði verið hvenær Páll hefði komið til landsins sagði vitnið að fram hefði komið hjá honum að hann hefði fengið allt greitt, flug og gistingu, þegar hann k om til landsins. Hann hefði verið hér á landi þegar fyrri gámurinn kom í febrúar og þá verið tengiliður en forsvarsmaður fyrirtækisins hefði þurft að vera til staðar til að taka við honum. Það hefði verið slæmt veður þá svo það lengdist í ferðinni hjá honu m. Gríðarlegur kostnaður hefði fylgt því að flytja þennan gám inn og væri það ótrúleg fyrirhöfn ef einungis hefði verið um að ræða 6 7 kg. Sagði vitnið að verð á kókaíni væri misjafnt hér á landi en grammið væri á 15 18.000 krónur. Vitnið kvaðst hafa unni ð fjármálagreiningu vegna Jóhannesar. Mest hefði verið um að ræða reiðufjárinnlagnir inn á bankareikninga hans en gjaldeyriskaup hefðu verið fyrirferðamest hvað varðaði óútskýrðar tekjur. Þá hefðu einstaklingar verið að leggja inn á hann einhverjar fjárhæð ir. Þegar um 44 greiðslur frá einstaklingum væri að ræða væri dregið frá kæmi fram endurgreiðsla. Einnig væri metið til frádráttar það sem gæti verið lán. Þetta væri einungis það sem væri í bankakerfinu. Hann hefði t.d. talað um að hann hefði keypt úr á 700.0 00 krónur og þeir peningar væru hvergi inni í þessu. Væri þetta því algjört lágmark og engar upplýsingar væru um það ef hann greiddi eitthvað með reiðufé, t.d. kæmi greiðsla fyrir úrið ekki úr bankanum og hefði hann þá væntanlega verið með reiðufé. Þá hefð i Jóhannesi verið boðið tekið til lækkunnar og allt sem var frá lögaðilum. Þá hefði Jóhannes keypt bifreið árið 2020 sem greidd var með reiðufé. Ekki hef ði verið að sjá að peningar hefðu verið teknir út á kaupdegi eða þar í kring. Staðfesti vitnið að þetta ár hefði ákærði ekki verið í vinnu en fengið atvinnuleysisbætur. Hefði ákærði sagt að hann hefði safnað sér peningum með því að þjóna. Á þessum tíma hef ði hápunktur Covid og fyndist vitninu ólíklegt að hann hefði þá fengið greiðslur frá ríkum ferðamönnum sem komu til landsins. Þá hefði hann talað um að hann hefði verið að vinna svart þegar Covid var en einnig hefði hann nefnt aðila sem hann vann fyrir og hefðu greiðslur frá þeim aðilum verið dregnar frá. Lögreglumaður nr. DD kvaðst hafa komið að rannsókn málsins eftir að efnin voru komin til landsins og hafa verið við eftirlit, húsleitir og handtökur í kjölfarið. Kvaðst hann hafa gert leit í báðum gámunum og hafa komið að því þegar efnið úr seinni gáminum var haldlagt. Vissi hann ekki hvort það hefði verið búið að fjarlægja eitthvað úr fyrri gáminum. Efnið hefði komið í leigugámi og hefði verið búið að flytja það yfir í annan gám. Í gáminum sem fíkniefnin h öfðu verið í hefði verið harðviður frá Brasilíu, annars vegar þunnar spýtur og hins vegar staurar. Þeir hefðu tekið myndir og af þeim mætti sjá að það var munur á staurunum, mismunandi efni og þykkt og hvernig þeir voru skornir. Hald hefði verið lagt á tim brið í báðum gámunum. Staðfesti vitnið að hafa unnið tvær skýrslur vegna leitanna og myndaskýrslu sem fylgir þeim. Lögreglumaður nr. EE kvaðst hafa unnið við rannsókn málsins frá upphafi og fylgt málinu eftir ásamt öðrum og unnið við frágang málsins. Staðf esti vitnið að hafa gert skýrslu vegna kaupa ákærða Hefðu þetta verið símtækin sem Jóhannes og Páll hefðu notað. Þá kvaðst vitnið hafa komið að leit í og að kvöldi þess dags þegar ákærðu voru handteknir og hefði þá verið búið að fjarlægja allt efni úr spýtunum. Væri þetta iðnaðarbil og í rauninni ekkert þarna inni. Undir stiga væri vinnurými og þar hefði efnið verið tekið úr spýtunum. Þarna hefðu þv í verið tómar spýtur og búið að setja gerviefnin í töskur sem voru þarna og einhver verkfæri sem voru notuð við þetta. Hefðu myndir verið teknar af spýtunum. Efnið sem var eftir hefði verið í sjö pokum í töskunum. Daði hefði tekið úr hverjum bita og sett í sér poka. Spurður hversu mikið hefði verið í einni spýtu sagði vitnið að gerviefnin væru náttúrulega léttari en kókaínið en hann myndi það ekki, þetta hefði verið misjafnt. Daði hefði verið búinn að taka hluta efnanna og setja í bifreiðina og fara með upp Vitnið sagði að lögregla hefði ekki á þessum tíma verið komin með upplýsingar um það hverjir ættu að taka við efninu eða hvernig afhending ætti að fara fram. Daði hefði ekið bifreiðinni í hverfið fyrir ofan einhvers konar kontakt við aðila, að því er virtist fyrir tilviljun, en í framhaldi af því farið undir . Þar hefði hann fengið sér að borða og eftir þetta hefði ekkert annað verið að gera en fara í handtökur . Vitnið sagði að í ljós hefði komið að Daði hefði verið á leiðinni heim. Daði hefði komið inn í þetta 4. ágúst og þeir hefðu því lítið vitað um hann. Þ að hefði ekki skýrst fyrr en seinna að hann hefði verið með einhvers konar dvalarstað þarna og seinna komið í ljós að þar væri kannabisræktun. Taldi vitnið að Daði hefði útskýrt ferðir sínar með því að hann hefði gleymt húslyklunum. Þá sagði vitnið að Daði hefði lýst því í skýrslutöku að hann hefði keypt verkfæri og hefði hann einnig verið með skóflu og hefði verið talað um að hann myndi grafa holur. Hann hefði farið á ákveðinn stað til að kanna hvort hægt væri að koma efnum þar niður en það hefði ekki geng ið. Hefðu hann og þessi aðili talað um að finna einhvern annan stað. Vitnið kvaðst einnig hafa komið að því að hlusta samtöl, t.d. í bifreiðinni hjá Jóhannesi. Í eitt skipti, þegar þeir voru að tala um að leigja sendibifreið, hefði Jóhannes talað eins og h ann hefði gert þetta áður. Þetta hefði Jóhannes útskýrt í skýrslutöku með því að það hefði snerist um að hafa leigt bifreið áður. Í samtölum milli Páls og Jóhannesar hefðu þeir oft sagt við og þið . 45 Það hefði verið augljóst að Páll var með fyrirtæki sem flu tti inn viðinn og það hefði verið hans verkefni. Samkvæmt upplýsingum sem lögreglu bárust tengdist Birgir einnig málinu og fljótlega hefðu þeir séð Pál hitta Jóhannes á bifreiðastæði við uppi á Höfða. Þeir hefðu engin tengsl séð á milli þeirra en strax séð tengsl á milli Jóhannesar og Birgis. Þannig hefði verið augljóst að búið hefði verið til ákveðið net þar sem verkum var skipt og þannig verið að ná fjarlægð á milli manna. Hefði vitnið skilið það svo að við og þið væru þessi tvö verkefni, annars vegar að koma efnunum heim og svo að taka á móti efnunum hér heima og græja þau. Þannig kæmi einhver annar að móttöku og afhendingu efnanna. Vitnið sagði að þeir hefðu einnig verið með eftirlit með Birgi og hefðu verið með tracker á honum og símhlustun. Var vit ninu kynnt að Birgir hefði sagt fyrir dómi að hann hefði aðeins einu sinni afhent Jóhannesi peninga og en annars hefði hann einungis borið áfram fyrirmæli. Vitnið sagði að þá daga sem Páll og Jóhannes hefðu hist hefðu Jóhannes og Birgir alltaf hist síðar s ama dag. Í einhverjum tilfellum hefði Pál vantað peninga og í eitt skiptið hefði Jóhannes örugglega farið heim til Birgis að sækja peninga. En í einhverjum tilvikum hefði einungis verið að koma skilaboðum áfram eða upplýsa um stöðu málsins. Páll hefði þá v erið að upplýsa þá um stöðuna á gámnum. Þeir hefðu ekki séð Birgi hitta neinn eftir að hafa hitt Jóhannes í þessum tilvikum en hann hefði verið í samskiptum við einhvern erlendis frá sem vitnið kvaðst telja að hefði einnig verið í samskiptum við Daða. Ekki hefði verið að sjá að Jóhannes hefði tekið þessa peninga úr banka. Jóhannes hefði klárlega fengið pening frá Birgi fyrir sendibifreiðinni eða vegna aðstoðarmannanna og hefði þá verið um að ræða 150.000 krónur. Jóhannes hefði engu að síður sagt að hann hef ði fengið peninga annars staðar frá, en hans tengiliður hefði verið Birgir og þessi peningar sæjust ekki í bankakerfinu. Sérfræðingur lögreglustjóra nr. FF kvaðst hafa verið beðinn um að fara yfir þau rafrænu gögn sem komu inn vegna rannsóknarinnar. Hefði verið um að ræða 13 eða 14 símanúmer, afrit af 11 símtækjum, og gögn úr einu eftirfararbúnaðartæki. Hefði markmiðið verið að keyra gögnin saman, annars vegar skoða samskipti á milli símanúmera og símtækja, þ.e. hverjir hefðu verið í samskiptum við hverja, og hins vegar að keyra staðsetningar úr datagögnum, sem væru þá gögn frá farsímafyrirtækjunum, saman við staðsetningar á trackernum, til að sjá hvort og þá hvaða farsímar hefðu verið á sama stað á sama tíma og hvort farsími og tracker hefðu verið á sama s tað á sama tíma. Til þess væri notað tól sem kallaðist meeting point greining þar sem stilltir væru inn í parametrar, sem væru þá viss radíus á vissum tíma, og athugað hvort það væru ólík númer sem tengdust sendum á þeim stöðum á þeim tíma. Hefði verið mið að við sama 500 metra radíus á nema á sömu 15 mínútunum. Ein tenging gæti þá verið tilviljun en ef það kæmi oft fyrir að farsímar væru á sama stað væru minni líkur á því. Farsímasendar væru þá innan sama 500 metra radíuss en sendarnir segðu ekki til um nák væma staðsetningu á símtæki heldur tengdust sendum á sama svæði. Þá hefði hann skoðað hvort símanúmer hefðu fylgt eftirfararbúnaði eða öðru símtæki. Hvað varðaði samskipti aðila samkvæmt þessum gögnum vísaði vitnið á mynd í málsgögnum sem sýndi samskipti þ eirra númera sem ákærðu og einn annar aðili hefðu verið að nota og hvaða símtæki tengdust þeim. Þar sæist að Daði væri þar í samskiptum við D , M og N og það væru samskipti milli hans og Birgis og síðan væri Birgir í raun í samskiptum við alla. Á einum stað væru ekki bein samskipti en númer væri vistað í farsíma eða alla vega á contakt - lista . Þarna væru öll gögnin til skoðunar og í sumum farsímum hefðu verið gögn allt aftur til ársins 2019 og jafnvel lengra aftur. Hvað varðaði símanúmer þar sem notandi var ó þekktur hefði oft ekki verið hægt að skoða þau með tilliti til staðsetningar þar sem engin hnit voru í gögnunum. Upplýsingar um staðsetningar kæmu úr gögnum frá farsímafyrirtækjum og þá væri það úrskurður sem réði því um hvaða tímabil væri að ræða. Mislang t væri á milli senda og væri t.d. þéttara net í miðbænum þar sem mikið væri af símum en minna annars staðar. Einnig væru sendarnir mismunandi. Lögreglumaður nr. GG kvaðst hafa farið í gegnum farsíma Jóhannesar og þar hefðu komið fram eldri gögn sem lögregla hefði talið að tengdust sölu og dreifingu fíkniefna. Í símanum hefði komið fram samtal við aðila þar sem hann var spurður hvort hann geti red dað einhverju í kvöld. Einnig hefðu komið fram myndir af bókhaldi, skuldalisti þar sem fram kæmu nöfn aðila og svo segði tvö bullet, sem væri þá væntanlega hylki. Einnig kæmi fram fjöldi gramma sem vitnið kvaðst telja að segði til um sölueiningu. Hann hefð i t.d. verið beðinn um að láta einhvern hafa þrjá og svo sykur líka en sykur væri oft notaður sem yfir íblöndunarefni til að drýgja fíkniefnin. Einnig kæmu þarna fram upplýsingar sem bentu til að það ætti 46 að greiða honum peninga fyrir og að viðkomandi reyn di að fá fíkniefni hjá honum en greiða síðar. Vitnið kvaðst hafa ritað skýrslu vegna skoðunar sinnar á símanum og staðfesti hann þá skýrslu sína. haft samband og viljað leigja bilið í einn eða tvo mánuði. Hefði hann sagst vera að koma úr námi í Danmörku og hann og einhver vinur hans ætluðu að geyma búslóð þarna. Hefði hann ekki sagst hafa verið tilbúinn til að leigja bilið í svo stuttan tíma og hefðu þeir því ge rt fjögurra mánaða samning og leigan verið 170.000 krónur auk virðisaukaskatts. Þeir hefðu gert skriflegan samning og Daði greiddi fyrir hluta af júlí og 2. ágúst fyrir ágúst og héldi hann að Daði hefði síðan verið handtekinn. Greiðslan fyrir júlí hefði ve rið 160.000 krónur og fyrir ágúst 210.000 krónur og hefði Daði lagt þetta inn á reikning félagsins. Hann hefði talað við Daða í síma og þeir síðan hist á kaffihúsi og undirritað samninginn. Sagði vitnið að vinur sinn hefði síðan afhent Daða lyklana. Staðfe sti vitnið að leigusamningurinn hefði verið undirritaður 4. júlí og sagði að fyrri greiðslan hefði borist 8. júlí en hann myndi ekki hvenær Daði hafði fyrst samband við hann, það gæti hafa verið tveimur til þremur vikum fyrr. H kvaðst hafa verið vinur Birg is í um tíu ár en fjármálatengsl væru annars ekki á milli þeirra. Kvaðst vitnið hafa lagt peninga inn á reikning Birgis. Hann hefði verið með gömlu PlayStation - tölvuna hans Birgis og kort Birgis hefði enn verið tengt við tölvuna og hefði hann verið að legg ja inn á reikning tengdan því. Hefði hann verið að kaupa með kortinu í PlayStation Store, m.a. FIFA - points en áttaði sig ekki á því á hvaða tímabili þetta hefði verið. Spurður um færslu að fjárhæð 13.000 krónur 9. nóvember 2020 sagði vitnið að það væru 100 dollarar og væri þeir fyrir FIFA - bytes sem væri pakki inni í FIFA sem kostaði 99 dollara. Hefði verið þægilegra fyrir hann að nota kort Birgis en að setja nýtt inn. Þá var vitninu kynnt að í mars 2020 hefði verið millifærsla að fjárhæð 14.000 krónur og sa gði vitnið að það væri sama ástæða fyrir henni. Var vitninu kynnt að í mars hefði einnig verið millifærsla að fjárhæð 50.000 krónur og taldi vitnið að ástæðan væri sú sama og hefði hann verið að kaupa einhvern tölvuleik. Ætti það sama við um millifærslu í febrúar 2020 að fjárhæð 80.000 krónur. Þá var vitninu kynnt að í janúar hefði hann þann 23. greitt 45.000 krónur og þann 27. janúar 15.000 krónur og taldi vitnið að þetta væri einnig tengt PlayStation og teldi hann að nærri allar færslurnar tengdust því. Í einhverju tilviki gæti hann hafa skuldað Birgi fyrir mat eftir að þeir fóru út að borða. Hefði Birgir ekki endilega verið að greiða með reiðufé en það hefði verið þægilegast að vera ekki að skipta reikningnum. Sagði vitnið það geta staðist að hann hefði á árunum 2020 2022 lagt inn á Birgi alls 275.000 krónur vegna framangreinds. Vitnið sagði að hann hefði einnig verið vinur Jóhannesar álíka lengi og tengdist honum svipað og Birgi. Hefði hann engin fjármálatengsl við Jóhannes en kvaðst örugglega einhvern tímann hafa lagt eitthvað inn á hann. Var vitninu kynnt að samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefði hann lagt fimm sinnum inn á Jóhannes alls 489.000 krónur, þ. á m. 284.000 krónur í þremur færslum árið 2020. Kvaðst vitnið ekki muna hvers vegna, en hann gæti e kki útilokað að hann hefði lánað Jóhannesi peninga. II kvaðst vera vinur Birgis og sagði að ekki væru fjármálatengsl á milli þeirra. Vitnið sagði að Birgir hefði verið með afslátt í Birgisson og hefði keypt gólfflísar fyrir vitnið. Kvaðst hann hafa 1. mar s 2021 lagt inn á Birgi 160.000 krónur og hann hefði keypt flísarnar og skilað honum 100.000 krónum til baka þar sem eitthvað hefði ekki verið til í versluninni og þeir hefðu því núllast út. Það hefðu því verið greiddar 60.000 krónur fyrir flísarnar. Líkle ga væri þetta eina skiptið sem hann hefði lagt inn á Birgi en hann væri þó ekki viss. Flísarnar hefðu ekki dugað á herbergið og hefði hann sjálfur farið seinna og keypt afganginn. JJ sagði Daða vera í sama vinahópi og hann og væru þeir búnir að þekkjast í þó nokkur ár og kvaðst hann hafa keypt af honum bassa og vínilplötur. Var vitninu kynnt að samkvæmt gögnum hefði hann á tímabilinu 2020 2022 lagt inn á Daða 30 sinnum, samtals rúmlega 516.000 krónur. Vitnið kvaðst ekki vera viss um það hvers vegna hann he fði gert það en hann hefði verið að kaupa af Daða, fá lán hjá honum og láta hann hafa peninga, m.a. fyrir bassanum. Var vitninu kynnt að hann hefði t.d. 2. og 3. nóvember 2020 lagt inn á Daða fjórum sinnum, 20.000, 15.000, 28.000 og 4.000 krónur. Kvaðst ha nn ekki vita hvers vegna hann hefði gert það. Var vitninu kynnt að hann hefði 4., 5. og 13. ágúst 2020 lagt inn á Daða 10.000, 15.000 og 22.500 krónur og sagði vitnið þá að það gæti hafa verið fyrir bjór á barnum eða eitthvað. Sagði 47 vitnið að millifærslur milli hans og vina hans væru algengar vegna slíks og væri þá verið að endurgreiða það sem hefði verið keypt á barnum. Vitnið kvaðst ekki hafa neytt fíkniefna á þessum árum og aldrei hafa keypt fíkniefni af Daða. Kvaðst vitnið hafa keypt bassann af Daða á h átt í 300.000 krónur fyrir um tveimur árum og greitt hann með fleiri en einni greiðslu. Þá hefði hann keypt vínilplötur af Daða og greitt fyrir frá 1.000 krónum og upp í 10.000 krónur. Vitninu var kynnt að millifærslur til Daða upp á 10.000 og 15.000 krónu r væru algengar og sagði vitnið að verið gæti að það hefði verið verðið á plötunum. KK kvaðst hafa keypt nokkrum sinnum kókaín af Daða þegar hún var í neyslu. Væru líklega um fjögur ár síðan hún keypti síðast af honum. Var vitninu kynnt að hún hefði lagt i nn á Daða 22 sinnum á árunum 2020 til 2022, samtals 544.000 krónur, og sagði vitnið að hún hefði þá örugglega verið að greiða gamla skuld. Hún hefði aldrei keypt neitt annað af Daða en kókaín og væru allar greiðslurnar vegna þess. LL sagði að Daði væri vin ur hennar og væru engin fjármálatengsl á milli þeirra. Var vitninu kynnt að á árinu 2020 hefði hún lagt alls 17 sinnum inn á Daða samtals 284.000 krónur. Kvaðst hún aldrei hafa lánað honum pening en hafa keypt af honum kókaín og væru færslur upp á 15.000 k rónur örugglega vegna þess. Spurð um færslur að fjárhæð 28.000, 14.000 og 52.000 krónur sagði hún að greiðslur frá henni til Daða hefðu ekki verið vegna neins annars en kókaíns en hún hefði verið hætt að nota það árið 2020. MM kvaðst hafa millifært inn á D aða fyrir neysluskömmtum og hefði verið um að ræða kókaín. Var vitninu kynnt að fram kæmi í gögnum að árið 2020 hefði hann lagt 14 sinnum inn á Daða samtals 276.000 krónur, í hvert skipti 15.000, 5.000, 7.000 eða 28.000 krónur. Sagði vitnið að þetta væri f yrir fíkniefni og hefði hann aldrei lagt inn á Daða greiðslu fyrir annað en kókaín. - og eiturefnafræði og dómkvaddur matsmaður, staðfesti þá matsgerð sem hann vann vegna málsins. Hann kvaðst hafa fengið þá matsspurningu hv ort hann gæti staðreynt hver nettóþyngd allra pakkninganna í málinu væri og hefði hann ekki getað gert það. Einnig hefði verið spurt hvort hann gæti staðreynt innihaldsefni, en eins og hann hefði ritað í matsgerðina væri ekki hægt að greina innihaldsefnið í þessum pakkningum eftir að þeim hafði verið eytt. Matsmaðurinn kvaðst hafa fengið þau tíu sýni sem voru til og hefðu þau farið í gegnum hefðbundna rannsókn á rannsóknarstofunni og öll reynst innihalda kókaín. Þá hefði það verið niðurstaða þeirra að styrk ur kókaíns í þeim sýnum væri 86 89%. Einnig hefði hann verið beðinn að meta hver þyngd efnanna væri hefðu þau verið rök en hans reynsla væri sú að kókaínsýni sem kæmu til þeirra væru nær undantekningarlaust þurr. Undantekning væri kókaín í vökvaformi, þ.e. a.s. kókaínklóríð, sem hefði verið leyst upp í vökva. Styrkur efnisins þegar þau mældu efnið og þegar það var mælt í Hollandi hefði verið áþekkur. Í Hollandi hefði verið beitt annarri aðferð, magngreiningu, og væri munurinn innan skekkjumarka. Matsmaðurinn sagði að þau sýni sem þau fengju almennt frá lögreglu væru tekin úr heildarpakka þannig að inn á borð hjá þeim kæmi aðeins hluti efnis. Vitnið sagði að ef efni léttist væri það raki sem væri að fara úr því, leysiefni eða vatn, og þá hækkaði hlutfallslegur styrkleiki. Matsmaðurinn sagði að sá styrkleiki sem hefði mælst væri hár. Hefði hann skoðað styrkleika sem hefði mælst síðustu fimm ár og væru þetta í flestum tilvikum efni úr innflutningsmálum og hefði miðgildi styrksins verið 74% og meðaltalið 65%. Þann ig væru um 10% sýna sem þeim bærust með 86% styrkleika eða meiri. Matsmaðurinn sagði að styrkleikamælingarnar hjá þeim og í Hollandi hefðu gefið sambærilega niðurstöðu. Ef efnin hefðu verið mjög blaut þegar þau voru styrkleikamæld í Hollandi hefði styrkuri nn átt að vera meiri þegar hann mældi þau. Matsmaðurinn kvaðst hafa lesið í gögnum að umbúðalögin hefðu samanstaðið af ýmsum lögum af plasti og filmu, bláu límbandi, rauðu límbandi, gegnsæju límbandi og lofttæmispoka og væri mjög ólíklegt að það sem væri þ ar fyrir innan drægi í sig mikinn raka úr andrúmsloftinu. Rannsókn hefði sýnt að allur gangur væri á því hvort eins kg pakkningar af kókaíni þyngdust eða léttust með tímanum. Mesta þyngdaraukning sem hefði átt sér stað hefði verið á átta mánaða tímabili og verið 0,15%, sem samsvaraði þá einu og hálfu grammi á eitt kg. Hefði skipt máli í hve langan tíma efnin voru í pakkningunum. Hefði þetta verið mest þegar kókaíninu hefði verið pakkað í tvö lög en eftir því sem umbúðalögin væru fleiri væri aukningin á þyng d minni. Spurður um muninn á styrkleikamælingu hans og þeirri sem var gerð í Hollandi sagði matsmaðurinn að skekkjumörk í hans mælingu væru rúm 4%. Þannig að ef sýni mældist 88% gæti það verið plús/mínus 4,4%. Hollendingarnir væru væntanlega líka með einh verja skekkju á móti þannig að 48 þess vegna segði hann að þetta gæti legið innan skekkjumarka. Þeir mæltu með gasgreiningu með logaskynjara en hér á landi væri mælt með vökvagreiningu og annars konar skynjari notaður. Báðar þessar aðferðir væru þekktar til n otkunar við þessa mælingu. Matsmaðurinn staðfesti að sýnin sem honum bárust hefðu verið þurr, duft og kögglar. Það að efni væri í kögglum segði ekkert um það. Kókaínsýni sem hann fengi til rannsóknar væru iðulega annaðhvort duft eða kögglar. Vissi hann ekk i hvaða starfshætti Hollendingarnir hefði við sína magngreiningu og hefði hann kannski frekar búist við að efnið væri allt duftað og væri þá verið að gera sýnin einsleit fyrir rannsókn. Væri þetta gert til að sýnatakan yrði nákvæmari. Þegar efnið væri fram leitt væri það pressað í blokkir og væri væntanlega brotið úr blokkinni til að taka sýni og væri sýnið því í kögglum. Matsmaðurinn sagði að þeirri aðferð sem notuð væri til að framleiða kókaín fylgdi talsvert af vökvum og raka sem reynt væri að skilja frá með því að pressa það. Væri mögulegt að vökvi sem notaður væri við framleiðsluna færi í pakkninguna. Efni sem væri rakt þegar því væri pakkað væri hins vegar ekki góð söluvara. Þá væri um að ræða leysiefni og það gufaði tiltölulega hratt upp en ekki eftir að búið væri að pakka efninu. Leysiefni kæmust þó í gegnum ákveðin lög af umbúðum en vatn gerði það ekki. Staðfesti matsmaðurinn að það væri ólíklegt að efnið hefði safnað í sig raka í gegnum pakkningarnar en hann gæti ekki svarað því hvort efnið hefði ver ið rakt þegar því var pakkað. Þá kom fram hjá matsmanninum að hefðu sýnin verið rök þegar þau voru tekin 30. júní 2022 væri líklegt að sá raki hefði ekki verið í þeim þegar efnið var mælt í október. Vissi hann ekki hvernig sýnin voru geymd frá því að þau v oru tekin erlendis þangað til þau voru rannsökuð en hann héldi að þau hefðu verið í plastpoka með rennilás miðað við það hvernig þau komu. Ef það væru kögglar og duft í sýni benti allt til þess að efnið væri þurrt. I kvaðst hafa verið vinur Jóhannesar í um 12 ár og verið gæti að einhverjar millifærslur hefðu farið á milli þeirra. Var vitninu kynnt að samkvæmt gögnum málsins hefði hann lagt samtals 550.000 krónur inn á Jóhannes á árinu 2020 í sex millifærslum. Kvaðst hann í fljótu bragði ekki muna vegna hver s það hefði verið. Var vitninu kynnt að hann hefði tvisvar á þessum tíma lagt inn á Jóhannes 100.000 krónur og sagði vitnið að líklega hefði hann fengið Jóhannes til að fara í hraðbankann fyrir hann eða eitthvað í þá áttina. Þá leggi hann inn á Jóhannes se m fari í hraðbankann fyrir hann og taki út peninga. Haldi hann að hann hefði sjálfur ekki verið með kort þá. Var vitninu kynnt að í eitt sinn hefði hann lagt 306.000 krónur inn á Jóhannes og aftur 100.000 krónur. Kvaðst hann ekki vita hvort skýringar hans hefðu átt við í öllum þessum tilvikum. Vitnið kvaðst halda að hann hefði ekki verið að kaupa neitt af Jóhannesi en hann hefði lánað honum pening sem hann hefði greitt til baka. Jafnvel hefði hann látið Jóhannes hafa peninga til að kaupa fyrir sig gras þega r þeir voru yngri og voru að reykja. Kvaðst hann hafa reykt gras á árinu 2020. Þá var borin undir vitnið færsla að fjárhæð 8.000 í október 2020 og vildi hann ekki svara því vegna hvers hún væri. Jóhannesi og hefði lögregla þann hefði verið á leiðinni til Alicante með vinkonu sinni um viku síðar og hefði verið um að ræða uppsafnaða peninga og h efði hún verið búin að safna þeim í um tvo mánuði. Hún hefði safnað íslenskum krónum og skipt þeim yfir í evrur. Hún hefði lent í vanda eftir að peningarnir voru haldlagðir og þurft að útvega sér hún það hafa verið mismunandi hvernig þær voru teknar. OO, hollenskur lögreglumaður, sagði að þeim hefði bor ist beiðni um réttaraðstoð frá Íslandi þar sem þeir voru beðnir að skoða ákveðinn gám sem væri mögulega með bönnuðum efnum. Hefði hann tekið að sér að framfylgja þessari beiðni en ekki verið sjálfur á staðnum þegar efnið var haldlagt eða þegar sýnin voru t ekin. Vitninu var kynnt að fyrir lægi skýrsla hans þar sem rakinn væri ferill haldlagningarinnar. Sagði vitnið að sitt hlutverk hefði verið að framfylgja réttarbeiðninni og hefði hann verið einhvers konar milliliður milli þeirra sem sáu um að haldleggja ef nið og taka sýni og annarra sem voru að sinna beiðninni. Kvaðst hann þekkja allar reglur sem giltu um haldlagningu og sýnatökur úr efnum og ekki vita annað en að þeim hefði verið fylgt eftir. Væri það í samræmi við þeirra reglur að velja tíu pakkningar af handahófi til sýnatöku. Það væru alltaf tekin 10% af pakkningum í sendingu en að hámarki 30 pakkningar, eða 30 49 sýni. Ástæðan fyrir þessum reglum væri sú að þeir fengju stórar sendingar og væri þá ekki gerlegt að taka sýni úr hverri einustu pakkningu. Þessi 10% regla kæmi einnig fram í evrópskum reglum. Pakkningarnar tíu væru valdar af handahófi en vitnið kvaðst ekki hafa séð þær en séð sendinguna í heild. Spurður hvort þessar 100 pakkningar hefðu allar litið eins út sagði vitnið að útlitið og stærðin á öllu m pakkningunum hefði verið eins. Vitnið staðfesti skýrslu sem hann vann vegna málsins þar sem rakinn er feril vinnunnar vegna málsins. Hollenskur lögreglumaður nr. PP kvaðst vera stjórnandi í teymi sérstakrar aðstoðar, HARC - teymisins, en þegar grunur léki á um að efni sem fyndust væru ólögleg væru þeir kallaðir til. Sæju þeir um að rannsaka hvort um slík efni væri að ræða, hvar þau væru, taki sýni og handtaka menn ef það kæmi til þess. Beðinn um að lýsa ferlinu varðandi haldlagningu efnanna sagði vitnið að það væri tollurinn sem hefði fundið eitthvað grunsamlegt og þeir hefðu haft samband við teymið til að rannsaka þetta. Þegar þeir komu að gáminum hefði verið búið að taka mikið af vörum út úr honum og taka timbrið til hliðar. Hefði verið um að ræða sjö við arbjálka eða bita sem þeir hefðu sett í gegnum skanna. Hefðu þessir viðarbjálkar verið opnaðir og pakkningarnar teknar úr þeim. Pakkningarnar hefðu þá verið formlega haldlagðar og tekin úr þeim sýni til rannsóknar. Reglan væri sú að þegar um væri að ræða s endingar undir 300 kg væru tekin tíu sýni en væru sendingar stærri, allt að 1000 kg, væru tekin sýni úr 30 pakkningum. Úr þessari sendingu hefðu verið teknar tíu pakkningar af handahófi og úr þeim tekin tíu sýni. Spurður hvort pakkningarnar hefðu allar lit ið eins út sagði vitnið að 65 pakkningar hefðu verið það sem þeir kölluðu kílóapakkningar og 35 pakkningar hefðu verið minni en það. Umfram þessar tíu pakkningar sem sýni voru tekin úr hefðu tvær pakkningar verið opnaðar og Narco - spray úðað yfir efnið, sem yrði blátt ef um kókaín væri að ræða. Hefðu þessar pakkningar einnig verið valdar af handahófi. Sú regla að taka sýni úr 10% af sendingu væri í hollenskum verklagsreglum. Sagði vitnið að oftast væru þessar pakkningar þannig að yst væru mörg lög af límband i og undir því væri oftast lofttæmingarpoki og efnið undir öllum þessum lögum. Kvaðst hann ekki hafa tekið sjálfur sýni úr efnunum og vissi því ekki hvort þau voru blaut eða þurr inni í þessum umbúðum. Þá staðfesti vitnið að hafa kynnt sér þá ferilskýrslu sem liggur fyrir um haldlagningu efnanna og hafa staðfest hana. - teymið. Væru öll verkefni teymisins rædd við hana. Það hefði verið rætt við hana um þessa sendingu sem þyrfti að fylgjast með. Reglurna r væru þannig í Hollandi að þegar svona mál kæmi upp þyrfti yfirmaður rannsóknarinnar og mögulega dómari lögreglustjóra að koma að máli. Væri það á valdi saksóknara að ákveða hvernig þetta væri rannsakað. Spurð hvort hún hefði komið að ákvörðun um haldlagn ingu efnanna og greiningu þeirra sagði vitnið að hún hefði ákveðið hvenær ætti að eyða efnum og þá vissi hún um hve mikið magn væri að ræða. Reglur um töku sýna væru staðlaðar og væri reglan sú að tekin væru sýni úr 10% af pakkningum en að hámarki úr 30 pa kkningum. Hefðu þessar reglur orðið til vegna mála sem komið hefðu upp og hefði verið fjallað um þær í dómum. Vitnið staðfesti að hún hefði tekið ákvörðun um að eyða efnunum eftir að sýni höfðu verið tekin og væri það í samræmi við þeirra reglur. Ástæðan f yrir því að efnum væri eytt væri að þannig ætti að koma í veg fyrir að efnin færu aftur í umferð og yrði t.d. stolið. Staðfesti vitnið, sem stjórnandi aðgerðanna, að öllum verkferlum hafi verið fylgt við haldlagningu og sýnatöku. Var vitnið spurt hvort fík niefnin hefðu verið varðveitt ef íslensk yfirvöld hefðu sent réttarbeiðni og beðið um að þau yrðu varðveitt í einhvern tíma og hvort það hefði verið heimilt samkvæmt hollenskum lögum og sagði vitnið að það hefði ekki verið gert. Reglurnar væru þannig að sý ni sem væru tekin væru geymd en ekki efnin sjálf, þeim væri eytt. RR, starfsmaður á rannsóknarstofu, sagði að þegar sýnin komu á rannsóknarstofuna hefðu tveir starfsmenn tekið á við þeim og hefðu verið gerðar tvær greiningar á þeim. Sýndu báðar greiningarn ar sömu niðurstöðu væri gerð skýrsla um greininguna sem send væri þeim sem bað um hana. Í þessu tilviki hefði verið um að ræða tíu sýni og reyndust þau öll innihalda kókaín. Var vitninu kynnt að fram hefði komið í skýrslu hans að styrkleiki kókaíns hefði v erið á bilinu 81 90% og var vitninu kynnt framlögð skýrsla hans frá 4. ágúst 2022 sem hann staðfesti. Sagði vitnið að áður hefði verið rannsakað um hvaða efni væri að ræða en síðan borist beiðni þar sem einungis hefði verið óskað eftir styrkleikamælingu. S taðfesti vitnið að styrkleikinn á sýnunum hefði reynst vera 81 90% kókaín. Samkvæmt hollenskum lögum skipti ekki máli 50 hversu sterk efnin væru og væri þeir því ekki mikið að styrkleikamæla efni. Hvað þetta efni varðaði mætti vænta þess að það hefði verið fr ekar hreint. Ekkert hefði komið fram við hans rannsókn sem hefði bent til þess að efnið hefði verið blautt þegar það var haldlagt en ef svo hefði verið hefði það komið fram við fyrstu greiningu rannsóknarstofunnar. Lögreglumaður nr. SS kvaðst hafa komið að greiningarvinnu vegna málsins, m.a. fjármálagreiningum, og tekið þátt í þeim aðgerðum sem voru í gangi. Hefði hennar hlutverk verið að vera inni og fylgjast með tækjum og tólum, myndbandsupptökuvélum eða hljóðupptökum, eftirfararbúnaði og öðru og að koma skilaboðum til þeirra sem voru útivinnandi. Sagði vitnið að eftirlit með ákærðu hefði ekki leitt það í ljós að Birgir hefði hitt einhvern eða verið í samskiptum við einhvern eftir að hafa hitt Jóhannes sem hefði þá áður hitt Pál. Rannsóknin hefði sýnt að J óhannes hefði verið í því hlutverki að bera skilaboð á milli Páls og Birgis en ekkert sem kom fram í rannsókninni benti til þess að Birgir hefði verið að koma skilaboðunum eitthvað annað. Hvað varðaði fjármálagreiningu vegna Páls þá hefði hann verið með tö luvert mikið reiðufé en lítil hreyfing hefði verið á bankareikningi hans. Hann hefði verið með engar eða mjög lágar tekjur á tímabilinu, einungis lífeyri, og einnig hefði hann fengið eitthvað frá A ehf. Óútskýrðir fjármunir hefðu verið rúmlega 3,7 milljóni r króna og hefði þetta einungis verið reiðufé sem hann hefði verið að leggja inn á sig. Hefði hann ekki getað skýrt hvaðan þessi fjármunir komu en sagt að þeir hefðu verið frá aðilum sem tengdust innflutningi efnanna. Þessir fjármunir hefðu að mestu leyti farið í það og flugferðir og gistingu en ekki persónuleg útgjöld hjá honum. Þá hefði hann einnig keypt bifreið og lagt þá inn reiðufé sem hann hefði fengið þegar hann hitti Jóhannes, af upptökunum að dæma, og keypt bifreið tveimur dögum síðar og millifært þá á seljanda. Annaðhvort hefði hann greitt kostnað vegna innflutningsins beint, eins og t.d. til aðstoðarmanna, eða lagt inn á bankareikning sinn eða A ehf. og greitt síðan útgjöldin. Einhverjar greiðslur hefðu verið flokkaðar sem einkaneysla, t.d. gistin g, veitingar, áfengi og erlendar greiðslur. Ekkert hefði verið dregið frá til lækkunar á óútskýrðum tekjum. Vitnið sagði að greiningin tæki ekki til sænsks reikning sem Páll hefði lagt fram gögn yfir. Innlagnir á íslenska reikninginn samrýmdust ekki greið slum sem teknar hefðu verið út af sænska reikningnum og teldi vitnið að miðað við yfirlitið væru þær 317.000 krónur vegna allra áranna. Virtist vera um að ræða lágar framfærslufjárhæðir fremur en að hann hefði verið að safna fjármunum og leggja síðan inn. Það sem lagt hefði verið inn væri allt aðrar fjárhæðir en þær sem hann tók út. Einnig væri kostnaður bankans inni í þessum fjárhæðum, sem viðkomandi fengi ekki til sín. Lögregla skoðaði hvort viðkomandi væri að taka út launin sín og leggja aftur inn þannig að um hreina peninga væri að ræða en ekki væri hægt að taka það til greina ef misræmi væri hvað varðaði fjárhæðir og tíma. Páll hefði lagt inn 500.000 krónur í upphafi árs 2021 og síðan farið að taka út. Þannig væri búið að setja óhreina peninga saman við þá hreinu . Þá væri erfitt að greina fjárhæðina. Skýrðar tekjur Páls hefðu verið það lágar, eða undir 50%, að meirihluti tekna hans væri alltaf óútskýrður. Þá hefðu 358.000 krónur frá A ehf. verið teknar til greina til lækkunar þannig að heildarandlagið ár ið 2021 væri 2.247.500 krónur og yrði hver greiðsla einungis tekin til greina einu sinni. Einungis hefði verið skoðað tímabilið til 5. ágúst 2022 og væru 221.000 krónur því fyrir utan tímabilið. Taldi vitnið að gögn yfir sænska reikninginn breyttu ekki nið urstöðu fjármálagreiningarinnar miðað við þær forsendur sem hún hefði verið unnin eftir og gefnar væru í skýrslunni. Þau yrðu að gefa sér forsendur og þegar skýringar vantaði væri byggt á þessum forsendum. Kæmu svör væri hægt að rannsaka hvort í raun og ve ru væri verið að ráðstafa löglegum peningum. Það væri eðli peningaþvættis að reyna að fela þetta í löglegum tekjum og blanda þessu saman. Skýringar kynnu að leiða til þess að óútskýrðar tekjur yrðu lækkaðar. Hvað varðaði fjármálagreiningu vegna Birgis þá h efði það orðið niðurstaðan að samtals 13 milljónir króna hefðu verið taldar vera óútskýrðar tekjur á þessum rúmlega tveimur árum. Væri stærsti hlutinn bifreið sem hann gat ekki skýrt hvernig hann greiddi fyrir. Hann hefði síðan selt bifreiðina og fengið gr eiðslu fyrir. Hann hefði verið með uppgefnar tekjur en framfærsla hans verið langt undir tryggingar, hita og rafmagn og annað. Ekki kæmi fram skýring á þess u af hálfu Birgis og engin gögn bentu til þess og hefði því ekki verið hægt að gera ráð fyrir þessu. Á sama tíma hefði Birgir notað bifreið sem 51 hann hefði ekki verið búinn að greiða. Sagði vitnið að allt hefði verið óljóst milli þess aðila sem hann hefði k eypt flestar bifreiðarnar af og fasteignina og engar skýringar hefðu fengist og framburður hans verið ætti hlut í húsinu en ekki sagt hvað hann greiddi fyrir hann. Staðfesting á því breytti ekki niðurstöðu greiningarinnar þar sem ekki væri verið að uppreikna framfærsluna sem andlag. Þessar 13 milljónir væru til komnar vegna reiðufjárinnlagna og greiðslna frá einstaklingum. Þá tækju þau til lækkunar endurgreiðslur sem greiddar væru innan árs. Matarinnkaup og dagleg framfærsla hefði verið mjög lág og langt undir öllum viðmiðunarmörkum, sem almennt gæfi vísbendingu um að verið væri að nota aðra greiðslumáta til að hefði einnig verið skoðuð og það hefði ekki skýrt neitt frekar. Ekki hefði verið að sjá að hún hefði alfarið séð um dagleg útgjöld en þó hefði hún verið með aðeins meiri framfærslu. Hún hefði verið með mjög lágar tekjur en Birgir með einhverjar tekjur en hluti af uppgefnum tekjum hefði aldrei v erið greiddar inn á bankareikning hans. Það væri ekki nóg að vera með uppgefnar tekjur ef maður fengi ekki launin til sín. Birgir hefði sagt í skýrslutöku að hann tæki launin úr kassanum í reiðufé hjá F en vitni sögðu að svo væri ekki, þar væri ekkert reið ufé. Mætti ætla að dagleg framfærsla væri að einhverju leyti með reiðufé. bifreiðum en ekki þeirri bifreið sem hann ók sjálfur, sem væri 14 milljóna króna vi rði. Hann hefði haft afnot af bifreiðinni frá því í febrúar 2022 án þess að nokkur greiðsla kæmi fyrir. Fram hefði komið hjá og félagið sem seldi h onum bifreiðina og væri þetta sama félag og hann keypti fasteignina af. Hefði hann keypt bifreiðina í janúar og selt hana í maí. Hefði það ekki verið metið trúverðugt að þetta væri greiðsla fyrir bifreiðina og hefði ekki verið hægt að fá kvittun vegna grei ðslunnar og hún því ekki tekin til greina. Þá hefði bifreiðin verið seld nokkrum vikum seinna á 6,2 milljónir króna og hefði því vantað upp á kaupverðið. Þá hefði eigandi þessara félaga átt félög með Birgi. Vitnið sagði að framfærsla Birgis hefði einnig ve verið metnar skýrðar. Einnig hefðu verið greiðslur milli Birgis og Jóhannesar. Sagði vitnið að þar sem Jóhannes og Birgir væru báðir sakborningar í málinu og báðir grunaðir um m.a. peningaþvætti þá hefðu greiðslur á milli þeirra ekki talist vera endurgreiðslur og væri það forsenda sem þau gæfu sér. Þegar stór hluti tekna sakborninga væri óútskýrður væri þetta í raun bara áframhald á keðjunni og hluti af þvættin u. Vitnið útskýrði að ekki væri horft á greininguna eins og rekstrarreikning fyrirtækis þannig að um inneign gæti verið að ræða. Endurgreiðslur væru núllaðar út en það myndaðist ekki inneign. Sagði vitnið að við mat á innborgunum og úttektum væri reynt að skoða forsendur, fjárhæðir og tímasetningar. Þá sagði vitnið að í þeirra greiningu væri framfærsla miðuð við útgefin viðmið og miðað við það hefði framfærsla en engu að síður væru aðrir þætti einnig frekar lágir, eins og t.d. eldsneytiskostnaður, heimilisvara og veitingastaðir. Þá sagði vitnið að hvað varðaði fjármálagreininguna á Birgi hefðu ekki verið teknar skýrslur af einstaklingum sem greiddu greiðslur se m voru taldar óútskýrðar. Vitnið kvaðst ekki hafa jafnað greiðslur á milli Birgis og Jóhannesar í greiningunni vegna Birgis en sá sem vann fjármálagreiningu vegna Jóhannesar hefði gert það og þá unnið eftir öðrum forsendum og gæti vitnið ekki gefið skýring ar á þessum Hvað varðaði fjármálagreiningu vegna Daða sagði vitnið að hún hefði tekið til sama tímabils. Hann hefði verið með uppgefnar tekjur árið 2019 en ekki 2020 og 2021 þannig að í raun og veru væru hans fjármunir nánast allir óútskýrðir. Skýrðar tekjur hefðu aða greiðslur frá einstaklingum og reiðufjárinnlagnir hans sem væru óútskýrðar og hefði Daði neitað að tjá sig um þetta. Heildarandlagið hjá honum væri 16,3 milljónir króna. Reiðuféð sem hann lagði inn á sig hefði hann notað þetta verið almenn framfærsla hjá honum. Daði hefði greit t fyrir bifreiðina 800.000 krónur með láni eða tekjum Daða væri óútskýrður, 80 90%. Var vitninu kynnt að Daði hefði borið um að hafa fengið aðstoð 52 frá kunning jum auk þess sem hann hefði verið að spila póker og hefði í einhverjum tilvikum greitt til baka það sem hann hefði fengið lánað. Sagði vitnið að endurgreiðslur væru alltaf metnar til frádráttar innan ársins. Væru í raun ekki eltar skýringar sem væru óranns akanlegar eins og þessar og þetta metið ótrúverðugt. Vitnið sagði að við rannsókn málsins hefðu ekki verið teknar skýrslur af þeim einstaklingum sem hefðu verið að leggja inn á Daða en ekki geta svarað því hvort tiltekin nöfn hefðu verið borin undir hann. Vitnið sagði að skoðað hefði verið hvort endurgreiðslur hefðu verið innan ársins en í sumum tilvikum væri ákveðið að hafa aðrar forsendur eins og allt tímabilið eða skoða sérstaklega stærri greiðslur sem hefðu farið fram skömmu eftir lok tímamarka. Vitnið hefðu staðið undir greiðslu af láni á bifreiðinni. Vitnið kvaðst hafa verið hluti af eftirlitsteymi sem fylgdist með frá lögreglustöð þegar eftirlit væri í gangi. Væri fylgst með í rauntíma á aðgerð ardögum eins og 4. ágúst. Kvaðst hún telja að aðstoðaryfirlögregluþjónn hefði tekið ákvörðun um handtökuna. Hefði eftirfararbúnaður með hlustun og gæti það sem sagt væri inni í bifreið á meðan henni væri ekið heyrst en hún myndi ekki hvernig það var í þessu tilviki, hvort hann hefði þá verið í símanum eða hvort það hefði náðst að gera kröfu um úrskurð um hlustun á farsíma hans. TT, staðfesti að hafa þann 29. maí 2020 millifært 200.000 krónur inn á bankareikning hjá Daða og hefðu hann og UU verið að kaupa með honum Kawasaki krossara . Minnti hann að Daði hefði lagt út fyrir honum og verið skráður eigandi og síðan hefðu þeir greitt honum í pörtum. Hann og UU hefðu lagt inn á Daða til að greiða sinn hlut. Minnti hann að hjólið hefði kostað í kringum 500.000 krónur og sjálfur hefði hann greitt í kringum 200.000 krónur og UU svipað. V Niðurstaða, I. kafli ákæru Ákærðu eru allir í I. kafla ákærunnar ákærðir fyri r skipulagða brotastarfsemi og tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots og eru brotin talin varða við 173. gr. a, sbr. 1. mgr. 20. gr. og 175. gr. a í almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Eru ákærðu taldir hafa sammælst um að fremja fíkniefnalagabrotið og er framkvæmd þess talin hafa verið liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Ákærðu eru taldir hafa, ásamt óþekktum aðila, staðið saman að innflutningi fíkniefnanna, eins og nánar er rakið í ákæru. Ákærðu hafa allir viðurkennt afmarkaðan hluta háttsemi nnar en neita sök að öðru leyti. Byggja þeir á því að ósannað sé að þeir hafi gerst sekir um brotið eins og því er lýst í ákæru og verði þeir ekki sakfelldir fyrir annað og meira brot en þeir hafa sjálfir viðurkennt. Af hálfu Jóhannesar og Birgis er á því byggt að um hlutdeildarbrot sé að ræða, sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. Sönnunarbyrði um sekt ákærðu og atvik sem telja má þeim í óhag hvílir á ákæruvaldinu og metur dómari hverju sinni hvort nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsam legum rökum, sé fram komin um hvert það atriði sem varðar sekt og ákvörðun viðurlaga við broti, sbr. 108. og 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þá skal dómur samkvæmt 1. mgr. 111. gr. sömu laga reistur á sönnunargögnum sem færð eru fram við með ferð máls fyrir dómi. Um þátt ákærðu í brotinu er aðallega við framburð þeirra að styðjast og þau gögn sem lögregla aflaði, og þá sérstaklega hljóðrituð samtöl og gögn sem aflað var úr farsímum ákærðu. Málsgögn og framburður ákærðu staðfesta að atburðarási n var með þeim hætti sem greinir í ákæru að því leyti að kókaín hafi verið flutt hingað til lands frá Brasilíu eins og þar er lýst. Fyrir liggur að rannsókn málsins hófst eftir að lögreglu bárust upplýsingar um fyrirhugaðan innflutning. Upphaflega var uppi grunur um að fíkniefni væru í gámi sem Páll tók við í febrúar 2022 en svo reyndist ekki vera. Frá því í maí sama ár voru uppi grunsemdir um að Birgir tengdist málinu en eftirlit með Páli leiddi lögreglu síðan að Jóhannesi og Daða. Bera gögnin með sér að u m fyrirfram ákveðið skipulag var að ræða þar sem þáttur hvers ákærðu var ákveðinn. Af þessu má einnig ráða að fleiri en ákærðu hafi komið að innflutningnum og má nefna þann sem kallaður hefur verið D , og þann eða þá sem komu efninu í gáminn í Brasilíu eða áttu að taka við efninu hér á landi. Með framburði ákærðu og gögnum um samskipti Daða og Birgis við D hefur verið sýnt fram 53 á að óþekktur aðili hafi einnig staðið með ákærðu að innflutningnum og telst það sannað. Þá er ekki annað komið fram en að samskipta leiðir milli þeirra sem komu að innflutningnum hafi verið bundnar við samskiptaforritið Signal og notuðu þeir ekki sína eigin síma eða nöfn í þeim samskiptum. Þá töluðu Jóhannes og Birgir þar saman á ensku. Einnig voru símar ákærðu, utan Daða, hreinsaðir t il að eyða upplýsingum um samskipti þeirra og settir upp að nýju. Voru símar Páls og Jóhannesar hreinsaðir 27. júlí og sími Birgis 10. og 26. júlí, en gögn úr tveimur símum Daða tengjast atvikum. Í öðrum þeirra voru gögn frá 3. 7. júlí en hinn síminn var v irkjaður 8. júlí og voru í honum gögn frá þeim degi og fram að handtöku hans. Allir ákærðu hafa lýst því að þeir hafi átt að fá greiðslur fyrir sinn þátt, Páll sagði fyrir dómi að fjárhæð hefði ekki verið tiltekin en aðrir nefndu 5 milljónir króna. Enginn þeirra bar um að hafa verið búinn að fá greiðslu vegna annars en útlagðs kostnaðar. Samkvæmt framangreindu gat ákærðu ekki dulist að þeir voru þátttakendur í ólögmætri háttsemi enda báru þeir allir um að hafa vitað að ætlunin var að flytja inn fíkniefni. L iggur ekkert fyrir um það hvernig kaupin á fíkniefnunum voru fjármögnuð eða hver kom þeim fyrir í gáminum en fyrir liggur að timbrið og kostnaður vegna flutnings var greiddur af Páli með fjármunum sem honum voru afhentir í því skyni. Eins og rakið er hér a ð framan liggja fyrir hljóðrituð samtöl Páls og Jóhannesar. Í þessum samtölum ræddu þeir um innflutninginn og er það sem þar kemur fram að miklu leyti í samræmi við framburð þeirra. Páll ræddi við Jóhannes um það sem hann vanhagaði um og Jóhannes fékk frá Páli upplýsingar um stöðu gámsins. Skýrt kom fram hjá Jóhannesi í samtölum og framburði hans að hann leitaði annað til að fá þær upplýsingar og fjármuni sem Pál vantaði. Er í samtölum þeirra hvað þetta varðar ítrekað vísað til annarra einstaklinga, þeirra og strákanna, og verður af orðanotkun ráðið að um a.m.k. tvo menn sé að ræða og að annar þeirra hafi ekki verið Jóhannes. Verður af þessu dregin sú ályktun að þar sé vísað til einstaklinga sem höfðu meira að segja um skipulag innflutningsins eða aðgengi að slíkum aðila, og kom m.a. fram að þeir vildu ekki að ferlið við innflutningnum væri skrifað niður. Einnig talaði Jóhannes um þá sem voru hans megin. Þá töluðu Jóhannes og Páll m.a. um að losun gámsins væri síðasta skrefið og Páll nefndi að um væri að ræða kókaín. Einnig kemur nafn Birgis fram í samtölum þeirra og er þar vísað til aðkomu hans að gámi sem kom til landsins í febrúar 2022 og aðstöðu sem Páll sagði hann hafa til að fylgjast með gáminum á svæði A ehf., sem reyndust að einhverju leyti vera rétt. Þá beindi Páll því til Jóhannesar að þeir ættu ekki að koma nálægt gáminum. Í samtali eftir að gámurinn var kominn til landsins sagði Páll Jóhannesi að vinur Jóhannesar hefði fengið spennufall og Jóhannes svarað því Létt sko . Sagði Páll að þarna hlytu þeir að hafa átt við Birgi. Nafn Birgis kom fram í þeim upplýsingum sem lögreglu bárust í maí um fyrirhugaða sendingu. Skoðun á síma Jóhannesar leiddi í ljós upplýsingar sem benda til þess að hann hafi sent skilaboð bæði á Pál og Birgi. Verður þetta ráðið af u pplýsingum í user dictionary en þar voru orð sem slegin höfðu verið inn í símann ýmist á ensku eða íslensku. Af efni þeirra og samhengi við önnur gögn má ráða að hann ræddi við Birgir á ensku og að hann ræddi einnig við Pál. Varða þau skilaboð m.a. hvenær gámurinn kæmi og skipulag við losun hans og þau samskipti sem Páll lýsti síðar sem svo að stress hefði komið kom upp þegar ekki náðist í Daða þegar hann var í og Páll beið með bifreiðina. Er um að ræða sambærilegt umræðuefni og kom fram við hlustun á s amtali milli hans og Páls. Kemur þarna fram af hálfu Jóhannesar að hann sé ánægður með að þetta sé í höfn og þeir geti hlakkað til að fá greitt fyrir sín verk. Þá liggja fyrir skilaboð sem fundust í síma Birgis og fóru á milli hans og Jóhannesar 3. og 4. á gúst, þar sem þeir töluðu saman á ensku í gegnum Signal. Er umræðuefni þeirra um margt svipað og það sem fór á milli Jóhannesar og Páls. Þeir ræddu um það hvernig gámurinn yrði losaður og þörf á aðstoð við það vegna beiðni sem Páll kom á framfæri við Jóhan nes. Kom þar m.a. fram hjá Birgi að hægt væri að fresta því að losa gáminn til morguns en ekki lengur og sagði hann Jóhannesi að koma því til Páls að þeir gætu ekki skaffað aðstoðarmenn þar sem þá gæti farið að gruna þá um eitthvað . Þann 3. ágúst sagði Bir gir Jóhannesi að koma og sækja peninga til samræmis við beiðni frá Páli sem kom fram í samtali hans við Jóhannes. Þá má þar sjá samskipti vegna atvika þegar drumbarnir voru fluttir til Hafnarfjarðar 4. ágúst og tæmdir og má af þeim ráða að þeir hafi verið áhyggjufullir þegar ekki náðist í Daða í síma og þeir töldu hann vera í húsnæðinu í . 54 Í síma sem Birgir var með við handtöku fundust skilaboð og skjáskot vegna samskipta hans og D . Af þeim verður ráðið að þeir voru að leggja á ráðin og ræddu í því samb andi bæði um Daða og Pál, án þess að nafngreina þá, og að einhverju leyti um magn efnisins og sagði D að um 94 kubba væri að ræða og kom í framhaldi af því fram hjá Birgi að hann hefði haldið að það væru 8 kg in each material og sagði D þá I told him to se parate og sagði Birgir í kjölfarið Lets get the 94 to safety . Einnig tala þeir um að klára verkið og sækja restina. Verður framangreint ekki skilið öðruvísi en svo að D hafi gefið Daða fyrirmæli um að skipta upp pakkningunum. Er hafnað skýringum ákærðu í þ á veru að með tölunni 94 væri verið að vísa til annars en kubbanna. Telur dómurinn óljóst hvort þar sé verið að vísa til fjölda pakkninga sem þeir áttu von á eða þeirra sem Daði átti að fara með, en í bifreið hans fundust 94 pakkningar sem voru 35,6 kg að þyngd. Fær þetta stoð í hljóðrituðu samtali Daða við óþekktan mann sem gaf Daða leiðbeiningar. Sagði viðkomandi einnig að um væri að ræða 98 kg eða kís og að hann ætti að taka 25 kg og skipta þeim í fernt og kom ítrekað fram hjá Daða að hann hefði ekki vig tað afganginn. Þá kom fram hjá Daða að honum hefði síðar verið sagt að bæta 10 kg við þessi 25 kg. Framburður Páls hefur að mörgu leyti verið staðfestur með þeim gögnum sem aflað var, m.a. við eftirlit með ákærðu. Páll og Birgir báru báðir um að hafa veri ð í samskiptum árið 2019 vegna leigu á fasteign og er það staðfest með símagögnum. Þá bar Páll um að Birgir hefði komið að innflutningi húss sem kom til landsins með gámi í febrúar 2022 og þá hefðu samskipti þeirra hafist aftur eftir hlé frá árinu 2019, en þessu hafnaði Birgir. Framburður Páls hefur engu að síður verið að reiki hvað þetta varðar og í skýrslutöku hjá lögreglu talaði hann ýmist um Jóhannes eða Birgi. Samtal frá 29. júlí 2022 milli Páls og Jóhannesar sem liggur fyrir verður ekki skilið öðruvís i en svo að Páll fullyrði að vinur Birgis eigi innihald þess gáms, en Jóhannes sagði í sama samtali að þeir gætu tekið innihald gámsins. Þá kom fram í samtali þeirra um losun gámsins með efnunum vísun til þess hvernig þetta var gert síðast. Bar Páll um að greiðslur til hans vegna kostnaðar við þann gám hefðu borist honum á sama hátt og hvað varðaði gáminn sem fíkniefnin voru í; í reiðufé sem hann lagði inn á sinn reikning áður en hann greiddi kostnaðinn. Þá hefðu samskiptin í báðum tilvikum farið fram í geg num Signal. Þau samskipti liggja ekki fyrir. Er ekkert fram komið sem bendir til þess að aðrir hafi komið að innflutningi þess gáms, en fyrir liggur að lögregla fylgdist með því þegar hann var opnaður. Þrátt fyrir að framburður Páls sé á reiki hvað þetta v arðar bendir þetta að mati dómsins til þess að bæði Birgir og Jóhannes tengist innflutningnum á þeim gámi en óvíst sé hver aðkoma þeirra nákvæmlega var. Hefur framburður Páls hins vegar verið stöðugur frá upphafi hvað það varðar að það hafi verið Birgir se m kom upphaflega að máli við hann vegna innflutningsins á fíkniefnunum. Fyrst hefði Birgir rætt við hann í apríl 2021 vegna þess gáms og skömmu síðar talað um að hann vildi setja fíkniefni í gáminn. Hafi Birgir rætt við hann þegar hann vildi hætta við og v erður af framburði hans ráðið að það hafi verið áður en lögregla hóf eftirlit með Páli. Bar Páll um að Jóhannes hefði þá komið til hans með Birgi en beðið í bifreið á meðan. Sagði Páll að annars hefði Jóhannes verið í samskiptum við hann vegna innflutnings ins eftir að Birgir hafði komið samstarfinu á. Hvað varðar Jóhannes hefur Páll hins vegar ekki lýst aðkomu sem telja verði að sé augljóslega utan þeirrar háttsemi sem Jóhannes hefur sjálfur viðurkennt. Jóhannes og Birgir hafa viðurkennt aðkomu sína að máli nu nánast eingöngu á því tímabili sem gögn lögreglu tengja þá við atvik. Þá hafa þeir litlar skýringar gefið á framburði Páls um samskipti við þá fyrir lok maí 2022. Hafa þeir þó lagt á það áherslu að framburður Páls sé ótrúverðugur hvað þátt þeirra varðar og að hann hafi jafnvel verið að nefna þá í stað annarra sem hann vildi hlífa. Sú háttsemi sem þeir hafa viðurkennt er engu að síður í beinu framhaldi af þeirri sem Páll bar um; að Birgir hafi beðið hann að flytja inn fíkniefnin og síðan falið Jóhannesi a ð vera í samskiptum við Pál. Þá verður ráðið af símagögnum að Birgir var tengiliður við Jóhannes og ekkert er fram komið sem bendir til þess að hann hafi verið með fleiri tengiliði. Eins og að framan hefur verið rakið komu fram í samtölum Jóhannesar og Pál s upplýsingar sem benda til frekari aðkomu Birgis að málinu en Birgir hefur nefnt sem virtist ekki koma Jóhannesi á óvart. Er þannig ótrúverðugur sá framburður þeirra beggja að þeir hafi fyrst komið að málinu á síðari stigum, þegar gámurinn var kominn til landsins eða á leið þangað. Framangreind samskipti Jóhannesar og Birgis við meðákærðu og D daginn sem meint fíkniefni voru tekin úr drumbunum og daginn áður benda einnig til umfangsmeiri þáttar Birgis í málinu en hann 55 hefur viðurkennt. Má einnig af þeim r áða að Birgir gaf þá fyrirmæli um einstök atriði. Þá liggja fyrir símasamskipti Daða við D sem samkvæmt framangreindu var einnig í samskiptum við Birgi sem gaf honum einnig fyrirmæli. Er Birgir sá eini í hópi ákærðu sem var í samskiptum við alla hina en hv að varðar Daða var einungis um að ræða tilraun Birgis til að ná sambandi við hann. Engu að síður hafði hann greiðan aðgang að upplýsingum um Daða frá D . Loks telur dómurinn ótrúverðugt að bæði Birgir og Jóhannes hafi haft það hlutverk að lengja keðjuna. Ei ns og að framan er rakið metur dómurinn framburð Páls um aðkomu Birgis að fyrri gáminum trúverðugan þrátt fyrir að nákvæmt hlutverk Birgis hafi verið á reiki. Einnig er mat dómsins að framburður Páls og Daða sé einnig trúverðugur um þátt þeirra í brotinu e nda samrýmist hann þeim gögnum sem fram eru komin. Þeir breyttu þó báðir framburði sínum um fjárhæð þeirrar greiðslu sem þeim var lofað fyrir verkið. Í fyrstu skýrslunni sem Páll gaf hjá lögreglu kom fram að hann hefði átt að fá 30.000.000 króna fyrir. Han n breytti síðar þessum framburði og vísaði um skýringar hvað þetta varðaði til samtals sem hann hefði átt við lögreglumann. Sagði Páll að sér hefði brugðið þegar honum var sagt að magnið væri 50 kg plús og þetta væri hart efni frá Suður - Ameríku. Varða skýr ingar Páls það að nefnt samtal hafi slegið hann út af laginu og að um einhvers konar ágiskun hafi verið að ræða hjá honum. Daði sagði í fyrstu skýrslunni sem hann gaf að hann ætti að fá 10 milljónir króna fyrir þátttökuna en í næstu skýrslu 5 milljónir kró na. Gaf hann þá skýringu á breyttum framburði að sér hefði fundist upphæðin sem hann samdi um skammarlega lág eftir að honum varð ljóst magnið og því nefnt hærri fjárhæð. Um þetta liggja ekki fyrir önnur gögn en framburður ákærðu sem telst vera á reiki hva ð þetta varðar. Engu að síður er það mat dómsins að framburður Páls og Daða sé trúverðugur að öðru leyti og fær um margt stoð í málsgögnum. Verður hann lagður til grundvallar niðurstöðu í málinu í samræmi við það sem að framan er rakið. Ákærði Páll hefur v iðurkennt að hafa að beiðni Birgis samþykkt að taka með í sendingu af pallaefni fyrir Birgi 6 staura með fíkniefnum og yrði eitt kg af kókaíni í hverjum staur. Hefði hann átt að fá greitt fyrir en ekki hefði verið rætt hver greiðslan yrði. Hans hlutverk he fði verið að koma gámnum til landsins. Kvaðst Páll hafa séð um allt sem varðaði innflutninginn og notað til þess fyrirtæki í Brasilíu sem hann hafði áður átt viðskipti við. Keypti hann af fyrirtækinu timbur sem sett var í gám. Drumbar með fíkniefnunum sem komu annars staðar frá voru settir í gáminn og kvaðst hann ekki hafa komið að því. Hann hefði komið gámnum hingað til lands og afhent trjádrumbana áfram og verið í samskiptum við Jóhannes á meðan það ferli var í gangi og hefði Jóhannes m.a. látið hann hafa þá fjármuni og upplýsingar sem hann þurfti. Þær upptökur af samtölum Páls og Jóhannesar sem liggja fyrir benda til þess að hann hafi litið svo á að hann væri að taka á sig mikla áhættu fyrir aðra og hann spurði t.d. í samtali 29. júlí sl. hvernig þeir ætluðu að standa að þessu gagnvart honum. Hann k vaðst frá upphafi hafa vitað að um væri að ræða kókaín. Var hlutverk hans veigamikið og sinnti hann m.a. samskiptum við sendanda gámsins í Brasilíu og flutningsaðila og lauk aðkomu hans að atburðarásinni að mestu þegar öll efnin höfðu verið afhent Daða á [ í Hafnarfirði áður en efnin voru flutt í . Er framburður Páls trúverðugur hvað varðar aðkomu hans að málinu og í samræmi við gögn. Með vísan til framangreinds telur dómurinn sannað að Páll hafi flutt efnin hingað til lands í samræmi við lýsingu hans. Ákærði Daði viðurkenndi að hafa tekið við drumbunum eftir að þeir voru komnir til landsins og tekið fíkniefnin úr þeim. Hann kvaðst hins vegar ekki hafa vitað um hvaða efni væri að ræða og ekki um magn þess. Auk framangreinds hefði hann tekið á leigu hús næði sem hann notaði þegar hann fjarlægði efnin og m.a. keypt verkfæri til að nota við það, sótt bifreið með efnum tvisvar á tiltekinn stað og skilað aftur. Þá hefði hann skipt efnunum og verið með hluta þeirra í bifreið sinni þegar hann var handtekinn en hann hefði átt að afhenda efnin daginn eftir. Einnig hefði hann verið beðinn að athuga hvort hægt væri að grafa holur á tilteknum stöðum og hefði hann skilið það svo að ætlunin væri að setja fíkniefni í þær. Hefði hann átt að fá 5 milljónir króna fyrir ver kið. Hefði hann ekki vitað fyrr en hann var að taka efnið úr drumbunum hversu mikið magn þetta væri. Í framburði hans hjá lögreglu kom hins vegar fram að hann hefði áttað sig á því að um fíkniefni væri að ræða og eitthvert magn fyrst það kom í drumbum. Fy rir liggur að lögreglu bárust fyrst upplýsingar um Daða handtökudaginn. Í tveimur farsímum hans mátti sjá gögn aftur til 3. júlí 2022 sem varða samskipti hans og þess einstaklings sem hann sagði að 56 hefði fengið sig til að taka þátt í brotinu. Staðfesta þau gögn að Daði hafi í byrjun júlí verið að leita að húsnæði sem varð síðan til þess að hann tók húsnæðið í á leigu og að á þeim tíma var hann einnig beðinn að grafa holur fyrir fíkniefni. Engar upplýsingar eru fram komnar um aðkomu hans að málinu fyrir þann tíma. Að mati dómsins eru lýsingar hans á aðkomu sinni að málinu í samræmi við málsgögn og er framburður hans metinn trúverðugur hvað þátt hans varðar. Ákærði Jóhannes lýsti hlutverki sínu þannig að það hefði verið lítið; hann hefði verið sendiboði se m bar skilaboð til og frá Páli. Einnig hefði hann sett upp tvo síma, hreinsað þá og sett upp aftur og sett forritið Signal í þá. Hjá lögreglu sagði Jóhannes að hann hefði átt að fá á bilinu 3 10.000.000 króna fyrir en fyrir dómi sagði hann 5 milljónir krón a. Hefði hann tekið að sér að hitta Pál og átt þau samskipti við hann sem að framan greinir og skutlað til hans peningum. Kvaðst hann hafa gert sér grein fyrir því að eitthvað ólöglegt væri í sendingunni og viljað vita sem minnst um það. Samkvæmt fyrirligg jandi samtali milli Jóhannesar og Páls vissi hann að það var kókaín í sendingunni og í skýrslu hjá lögreglu kvaðst hann hafa vitað að í henni væru fíkniefni, líklega kókaín. Af samskiptum milli hans og annarra ákærðu í málinu má ráða að hann hafi haft mikl a vitneskju um atvik. Fær framburður Jóhannesar um aðkomu sína að málinu stoð í gögnum og framburði m.a. Birgis og Páls. Bar Páll um að Jóhannes hefði fljótlega tekið við samskiptum við hann af hálfu Birgis sem bendir til þess að það hafi verið fyrir lok m aí 2022 miðað við að samskipti Birgis og Páls hefðu byrjað í apríl 2021. Lýsing Jóhannesar á þætti Birgis í málinu samræmist hins vegar einungis að litlu leyti framkomnum gögnum og verður ekki á honum byggt nema um þau samskipti varðar sem Jóhannes þó bar um. Benda þau til þess að hann hafi snúið sér til Birgis um peninga og annað sem Pál vanhagaði um og að Birgir hafi þá afhent Jóhannesi peninga til að koma þeim áfram til Páls. Einnig benda þau til þess að Birgir og Jóhannes hafi í langflestum tilvikum his t eftir að Jóhannes hitti Pál. Bendir ekkert til þess að Jóhannes hafi verið í sambandi við annan tengilið auk Birgis. Þau gögn sem að framan eru rakin staðfesta lýsingu Jóhannesar á hlutverki sínu og er það mat dómsins að framburður hans sé trúverðugur en að hann hafi leitast við að gera minna úr vitneskju sinni. Þó verður ekki séð að hann hafi tekið ákvarðanir um framkvæmdina eða að hlutverk hans hafi verið víðtækara. Verður ekkert fullyrt um beina aðkomu hans að brotinu fyrr en í júlí annað en að framan er rakið, og ekkert er komið fram um að hann hafi sjálfur fengið aðra til koma að brotinu. Er þáttur Jóhannesar mikilvægur sérstaklega með tilliti til þess skipulags sem notað var við framkvæmd brotsins. Ákærði Birgir viðurkenndi fyrir dómi að hafa átt að koma boðum á milli manna eftir að gámurinn væri kominn til landsins. Hefði hann í lok júlí fengið skilaboð sem hann hefði komið áfram. Í kjölfarið hefði hann fengið upplýsingar sem hann kom til baka sem vörðuðu það hvenær ætti að tæma gáminn sem þá var kom inn til landsins. Honum hefðu áður verið afhentar 300.000 krónur af aðila sem hann nafngreindi ekki. Hann hefði afhent Jóhannesi helming fjárins sem hann hefði komið áfram til Páls og keypt farsíma. Hann hefði gert sér grein fyrir að um ólöglegan innflutni ng væri að ræða og hefðu honum verið boðnar 5 milljónir króna fyrir verkið. Í júlí hefði hann vitað að um væri að ræða kókaín a.m.k. að hluta. Birgir tjáði sig lítið um atvik við rannsókn lögreglu. Fyrir dómi kvaðst hann hafa komið skilaboðunum á framfæri í Signal og því hefði ekki verið nein ástæða fyrir hann til að hitta Jóhannes vegna þess. Þá er fram komið að Birgir hafi í fleiri en einu tilviki afhent Jóhannesi peninga til að afhenda áfram og að hann hafi verið tengiliður Jóhannesar. Þau gögn sem ligg ja fyrir um samskipti hans við Jóhannes og D staðfesta þetta hlutverk hans. Eru engin gögn fram komin sem benda til þess að Jóhannes hafi leitað annað, hvorki með samskiptum í gegnum Signal né heldur að hann hafi hitt annan en Birgi í tengslum við fundi ha ns með Páli eða tekið út peninga. Þannig má ætla að upplýsingar hafi einnig verið bornar á milli í samtölum á milli Jóhannesar og Birgis þegar þeir hittust. Af samskiptum þeirra má ráða að Jóhannes hafi leitað eftir upplýsingum frá Birgi og bendir það til þess að hann annaðhvort hafi haft meira ákvörðunarvald um framkvæmd brotsins eða verið í tengslum við einhvern sem það hafði. Samkvæmt framburði þeirra lögreglumanna sem fylgdust með ákærðu sáu þeir þess enginn merki að Birgir hefði haft samband við annan tengilið. Af síma Birgis verður ekki ráðið annað en að hann hafi einungis verið í samskiptum við Jóhannes og D utan þess að hann reyndi einu sinni að hringja í Daða. Af þeim upplýsingum sem liggja fyrir vegna samskipta Birgis og D, og áður hafa verið rakin , verður ráðið að í samskiptum þeirra hafi Birgir 57 einnig verið að gefa fyrirmæli þó að af þeim verði ekki ráðið með afgerandi hætti um stöðu hans gagnvart D . Eftirlit lögreglu með Birgi leiddi í ljós að hann hefði hitt Jóhannes reglulega og þá í beinu fra mhaldi af fundum Jóhannesar við Pál. Telur dómurinn skýringar sem byggja á því að þetta hafi verið tilviljun vera ótrúverðugar. Verður ekki séð að Jóhannes hefði getað fengið þá peninga annars staðar frá en frá Birgi, eins og rakið er hér að framan. Kom fr am hjá Jóhannesi að það hefði ekki alltaf verið sá sami sem afhenti honum peninga þegar hann vantaði þá. Ekkert kom fram við eftirlit lögreglu sem styður þetta. Fyrir liggur að Birgir keypti farsíma 23. maí 2022 til að nota vegna innflutningsins og skráði þann síma á nafn annars manns í því skyni að síminn yrði ekki tengdur við hann sjálfan. Birgir hafnar alfarið framburði Páls um að hann hafi fengið Pál til að taka að sér að flytja fíkniefnin inn falin í gámi. Auk þess sem framburður Páls er metinn trúver ðugur hvað þetta varðar fær þetta einnig stoð í samtölum hans og Jóhannesar, sem að framan hafa verið rakin. Einnig fær þetta stoð í atvikum í kjölfarið þegar Jóhannes raunverulega tók við samskiptum vegna gámsins og bar skilaboð til Birgis. Verður þannig talið að samskipti Birgis við Pál vegna gámsins hafi hafist í kringum apríl 2021. Virðist sem reynt hafi verið að auka fjarlægð milli Birgis og Páls þegar Jóhannesi tók við samskiptum við Pál. Af framburði Páls verður þó ráðið að hann taldi að fleiri stæðu einnig að baki þessu. Þá bendir samtal Birgis við D til þess að Birgir hafi haft meira að segja um framkvæmdina en hann heldur fram. Verður af framangreindu ráðið að Birgir hafi fyrir dómi leitast við að gera minna úr aðkomu sinni að málinu. Einnig eru sk ýringar hans á samskiptum hans við Jóhannes ótrúverðugar með vísan til þess sem fram er komið. Er það því mat dómsins að framburður Birgir sé ótrúverðugur með vísan til framangreinds. Þá er það mat dómsins að þáttur Birgis hafi verið veigamikill. Þannig sé sannað að hlutverk hans hafi verið meiri en hann hafi viðurkennt og náð yfir lengra tímabil. Hann hafi fengið Pál til samstarfs og hefði í framhaldi af því samskipti við hann í gegnum Jóhannes og þannig gefið honum fyrirmæli og afhent honum fjármuni. Þá h afði hann ákveðna stjórn á aðgerðum t.d. daginn sem efnin voru losuð úr drumbunum auk þess sem Jóhannes leitaði til hans eftir ákvörðunum í aðdraganda þess auk þess sem uppspretta fjármuna er rakin til hans. Ákærðu byggja allir á því að ósannað sé að magn efnis og styrkur hafi verið eins og greinir í ákæru. Byggja þeir á því að pakkningarnar hafi ekki allar verið vigtaðar og styrkleikamældar, raki hafi haft áhrif á mælingu á styrkleika efnis og benda sérstaklega á að nokkrir mánuðir hafi liðið frá sýnatöku og þar til efnið var styrkleikamælt. Óvíst sé hvernig sýnin voru geymt á meðan og það gæti hafa haft áhrif á niðurstöðuna. Loks byggja ákærðu á því að ósannað sé að þeir hafi haft vitneskju um hversu mikið af fíkniefnum ætlunin hafi verið að flytja inn. F yrir dóminn komu hollenskir lögreglumenn sem staðfestu að fundist hefðu 100 pakkningar í trjádrumbunum og að þeim hefði verið skipt út fyrir gerviefni. Í skýrslu þeirra um fund efnanna segir að 100 pakkningar hafi verið fjarlægðar úr drumbunum og hafi 65 þ eirra verið heilar en 35 skornar í tvennt. Ráða má af framlögðum ljósmyndum og framburði vitnis sem kom að haldlagningunni að upprunalegu pakkningarnar hafi verið um eitt kg að þyngd, eða 65 pakkningar í heilum plötum, og hins vegar 35 pakkningar, sem vitn ið sagði að hefðu verið minni. Samkvæmt ljósmyndum voru plöturnar skornar í tvennt og settar saman í pakkningu sem var þá með annarri lögun. Má þar m.a. sjá 6 af pakkningunum á vigtinni. Voru þær með mismunandi lögun en allar í kringum eitt kg að þyngd, m. a. það efni sem hafði verið skorið. Allar voru pakkningarnar útbúnar á sambærilegan hátt; pakkað í plast, filmu, blátt límband, rautt límband, gegnsætt límband og lofttæmispoka og faldar í drumbunum. Heildarþyngd var áætluð í samræmi við hollenskar reglur. Efnið var ekki allt vigtað heldur reiknuð út meðalþyngd pakkninganna á grundvelli tíu pakkninga sem voru vigtaðar og sú tala margfölduð með 100. Af þeim gögnum sem áður hefur verið vísað í verður ekki ráðið að um léttari pakkningar en í kringum eitt kg ha fi verið að ræða. Í samtali Daða við óþekktan mann, þegar hann var að losa efnin úr drumbunum, kom fram að sá taldi að um 98 kís væri að ræða á grundvelli upplýsinga sem sá hafði fengið frá öðrum einstaklingi. Verður að telja að hér sé um að ræða fjölda kí lóa og staðfesti Daði það í framburði sínum fyrir dómi. Einnig staðfesti hann að hann hefði átt að skipta efninu í fjóra 25 kg hluta og fær þessi framburður hans einnig stoð í upptöku af framangreindu samtali. 58 Þá voru sýni tekin úr tíu pakkningum og þau r annsökuð og reyndust þau innihalda kókaín að styrkleika 81 90%. Einnig voru tvær pakkningar til viðbótar opnaðar og efnið í þeim prófað og staðfest að um kókaín væri að ræða. Dómkvaddur matsmaður rannsakaði framangreind tíu sýni á ný og staðfesti að um vær i að ræða kókaín. Mældi hann einnig styrkleika sýnanna á ný og reyndist hann vera á bilinu 86 89% í stað 81 90% áður. Sagði hann að sýni sem þessi væru undantekningarlaust þurr þegar þau kæmu á rannsóknastofu og ef sýni þornuðu hækkaði styrkur þeirra. Hefð u efnin verið blaut þegar þau voru rannsökuð í Hollandi hefði styrkurinn verið lægri. Þá kom fram hjá honum að rannsóknir sem gerðar hefðu verið á þyngdarbreytingu á eins kílós pökkum af kókaíni sýndu að þær hefðu ýmist lést eða þyngst og hefði mesta þyngd araukningin verið 0,15% á kg. Hér að framan er rakið hvernig fíkniefnunum var pakkað í mörg lög af umbúðum og taldi matsmaðurinn ólíklegt að efni í slíkum umbúðum gætu dregið til sín mikinn raka úr andrúmsloftinu væri höfð hliðsjón af framangreindri rannsó kn. Haldlögðum efnum var eytt í Hollandi eftir að sýni höfðu verið tekin úr þeim. Kom fram hjá vitnum sem að því stóðu að slíkt væri í samræmi við hollenskar reglur og jafnvel þó íslensk yfirvöld hefðu óskað eftir því að efnunum yrði eytt hefði ekki verið hægt að verða við þeirri beiðni. Vigtun og sýnataka á einungis hluta efnanna væri einnig í samræmi við hollenskar reglur. Samkvæmt verklagsreglum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um móttöku efna, greiningu o.fl. sem lagðar voru fram skulu öll efni for prófuð með tilliti til tegundar efnis. Frá því má þó víkja þegar hald er lagt á margar efniseiningar sömu tegundar í sama máli enda sennilegt að úrtak gefi rétta mynd af tegund efnanna. Er þá m.a. miðað við að fimm próf séu tekin af 75 einingum eða færri o g eitt fyrir hverjar eitt hundrað einingar umfram það. Eins og að framan greinir áttu þeir sem stóðu að innflutningnum von á svipuðu magni og greinir í ákæru. Styðja gögn um haldlagningu efnanna að svo hafi verið. Þá viðurkenndu allir ákærðu að hafa vitað að kókaín væri í sendingunni en Birgir taldi að jafnvel væru einnig sterar í henni. Þá staðfesta framangreindar styrkleikamælingar þann styrk sem byggt er á í ákæru. Í skýrslu um haldlagningu efnanna kemur fram að um duftkennt efni hafi verið að ræða. Einn ig kom fram í framburði starfsmanns hollensku rannsóknarstofunnar að ekkert hefði komið fram sem benti til þess að efnið hefði verið blautt við komu en það hefði þá komið fram við fyrstu greiningu. Með hliðsjón af framangreindu og matsgerð og vætti dómkvad ds matsmanns telst ekkert vera fram komið sem bendir til þess að raki í efni eða annað hafi leitt til rangrar niðurstöðu mælinga eða vigtunar efnanna. Eins og atvikum er háttað telur dómurinn að magn efnisins og styrkleiki hafi verið eins og í ákæru greini r. Af því sem fram er komið verður ekki fullyrt um það hvað ákærðu vissu hver um sig um það magn sem var væntanlegt og hafa þeir nefnt tölur frá 6 kg og upp í 56 kg. Verður af viðbrögðum Jóhannesar og Páls þegar þeim varð magnið ljóst ráðið að þeim hafi ve rið brugðið. Engu að síður er það mat dómsins að það sé ótrúverðugt að ákærðu hafi átt von á örfáum kílóum í ljósi þess hversu umfangsmikil umgjörðin var um innflutninginn hvað varðaði kostnað og þá aðferð sem notuð var til að reyna að koma efninu til land sins. Þá hafa ákærðu sjálfir borið um að hafa átt að fá háar fjárhæðir fyrir hlutverk sitt, jafnvel þó litið sé til breytts framburðar þeirra. Þó að ákærðu hafi ekki vitað nákvæmt magn efnanna og haft mismunandi hugmyndir um það verður að meta það svo að þ eir hafi látið sér magnið í léttu rúmi liggja og samþykkt að taka þátt í innflutningnum þrátt fyrir það. Hafi þeir mátt gera ráð fyrir að um mikið magn væri að ræða miðað við þá flutningsleið sem notuð var. Vegna þess magns sem flutt var inn telur dómurinn ótvírætt að efnið hafi verið ætlað til sölu og dreifingar og hafi ákærðu mátt vera það ljóst. Eins og að framan er rakið er því lýst í ákæru að ákærðu hafi staðið saman að innflutningnum án þess að þætti hvers og eins sé þar lýst, en ferli innflutningsins er lýst. Í samræmi við framangreint telst sannað að ákærðu hafi allir tekið að sér afmarkað hlutverk við innflutninginn þannig að virða beri aðild þeirra að brotinu sem eina heild þó hún sé verkskipt. Af framburði ákærðu verður ráðið að þeir vissu að von var á sendingunni erlendis frá og að henni hafði seinkað. Þá var þeim ljóst að þeir væru hluti af stærri hópi og allir í honum hefðu hlutverk við innflutninginn. Þykir því sannað að ákærðu hafi staðið saman að verknaðinum. Hvað varðar þátt Jóhannesar, Birg is og Daða þá verður ekki talið að hann hafi verið það veigalítill eða að um aukahlutverk við framkvæmd brotsins hafi verið að ræða þannig að forsendur séu til að meta hann sem hlutdeild í broti meðákærðu, sbr. 1. mgr. 22. gr. almennra hegningarlaga. 59 Samkv æmt I. kafla ákæru er brot ákærðu jafnframt talið varða við 175. gr. a í almennum hegningarlögum. Samkvæmt lagaákvæðinu skal sá er sammælist við annan mann um að fremja verknað sem varðar að minnsta kosti 4 ára fangelsi og framkvæmd hans er liður í starfse mi skipulagðra brotasamtaka sæta fangelsi allt að 4 árum, nema brot hans varði þyngri refsingu samkvæmt öðrum ákvæðum laga þessara eða öðrum lögum. Í 2. mgr. lagaákvæðisins kemur fram að með skipulögðum brotasamtökum er átt við félagsskap þriggja eða fleir i manna sem hefur það að meginmarkmiði, beint eða óbeint í ávinningsskyni, að fremja með skipulegum hætti refsiverðan verknað sem varðar að minnsta kosti 4 ára fangelsi, eða þegar verulegur þáttur í starfseminni felst í því að fremja slíkan verknað. Af hál fu ákærðu er á því byggt að forsendur séu til þess að vísa frá dómi ákæru vegna meints brots gegn 175. gr. a þar sem sjálfstæða verknaðarlýsingu vegna brotsins skorti, lítil tengsl séu á milli ákærðu og ekkert sé fram komið um það á hvern hátt þeir hafi sa mmælst um verkið. Verði ekki fallist á frávísun er þess krafist að ákærðu verði sýknaðir þar sem skilyrði lagaákvæðisins séu ekki uppfyllt, og byggja þeir sérstaklega á því að hópurinn sem stóð að brotinu hafi verið tilviljunarkenndur. Samkvæmt c - lið 1. mg r. 152. gr. laga um meðferð sakamála skal í ákæru greina svo glöggt sem verða má hver sú háttsemi er sem ákært er vegna, hvar og hvenær brotið er talið framið, heiti þess að lögum og aðra skilgreiningu og loks heimfærslu þess til laga. Í dómaframkvæmd hafa fyrirmæli þessa lagaákvæðis verið skýrð svo að verknaðarlýsing í ákæru verði að vera það greinargóð og skýr að ákærði geti ráðið af henni hvaða refsiverða háttsemi honum er gefin að sök og við hvaða lagaákvæði hann er talinn hafa gerst brotlegur. Með vísa n til orðalags ákæru verður að telja að háttseminni sé nægilega lýst þar og að ekki séu forsendur til að vísa ákærunni frá dómi á þeim forsendum en sambærilegt orðalag hefur í dómaframkvæmd ekki verið talið varða frávísun, sbr. dóm Landsréttar í máli nr. 4 93/2020 sem kveðinn var upp 26. febrúar 2021. Í athugasemdum með frumvarpi sem varð að lögum nr. 149/2009 um breytingu á almennum hegningarlögum, en með þeim var framangreint lagaákvæði lögfest, segir að við túlkun á skilyrðinu um sammæli manna verði að h orfa til þess hvort maður hafi vitandi vits tekið þá ákvörðun að taka virkan þátt í starfsemi skipulagðra brotasamtaka með því að fremja verknað sem fullnægi framangreindum skilyrðum og framkvæmd verknaðar sé liður í starfsemi slíkra samtaka. Um skipulögð brotasamtök segir að með hugtakinu sé áskilið að tilvist og mótun félagsskaparins sé ekki tilviljunarkennd heldur meðvitað samstarf á milli þriggja eða fleiri manna um skipulagða framkvæmd refsiverðra verka sem fullnægi framangreindum skilyrðum eða að veru legur þáttur í starfseminni felist í því að fremja slíkan verknað. Þá verði framkvæmd refsiverðs verknaðar að vera óbeint eða beint í ávinningsskyni án þess að áskilið sé að ávinningurinn sé fjárhagslegur heldur geti hvers konar efnislegur ávinningur eftir atvikum fullnægt efnisskilyrðum ákvæðisins. Það er mat dómsins að brotið hafi verið skipulagt og framið af nokkrum mönnum í félagi, ákærðu og a.m.k. einum óþekktum aðila. Ákærðu vissu allir að aðrir einstaklingar tækju einnig þátt í því að fremja brotið og að um væri að ræða sendingu að utan. Bendir framburður þeirra og það sem upplýst er um atvik til þess að þeir hafi allir verið með beina vitneskju um a.m.k. tvo einstaklinga auk þeirra sjálfra sem kæmu að brotinu og hafi mátt vita að fleiri kæmu þar að. Vissu ákærðu að brotið var skipulagt og Jóhannes og Birgir báru um að Birgir hefði haft það hlutverk að lengja keðjuna til þess eða þeirra sem stóðu að baki innflutningnum. Auk framningar brotsins miðaði háttsemi ákærðu að því að hylja spor þeirra, eins o g að framan er rakið. Brotið var framið í ávinningsskyni og hafa allir ákærðu borið um að hafa átt að fá háar fjárhæðir fyrir þátttöku sína. Er ljóst að ávinningur af brotinu hefði orðið gríðarlegur. Markmið félagsskaparins var að flytja inn mikið magn af sterkum fíkniefnum og koma í dreifingu, en það brot getur varðað allt að 12 ára fangelsi. Telst hópurinn ekki hafa verið tilviljunarkenndur heldur samanstóð hann, þegar horft er til ákærðu, af einstaklingum sem flestir voru fyrir tengdir á einhvern hátt og skuldbundu sig til vinnu við verkefnið í a.m.k. einhverjar vikur, sem drógust upp í nokkra mánuði. Með því að samþykkja þátttöku í verknaðnum er fullnægt því skilyrði að ákærðu hafi sammælst við annan mann um að fremja verknaðinn og er brotið þá fullframi ð. Samkvæmt þessu eru uppfyllt skilyrði 175. gr. a í almennum hegningarlögum og verða ákærðu því jafnframt sakfelldir fyrir brot gegn því ákvæði. 60 Að öllu þessu virtu telur dómurinn sannað, sbr. 108. og 109. gr. laga um meðferð sakamála, að ákærðu hafi gers t sekir um þá háttsemi sem greinir í I. kafla ákæru, að teknu tilliti til þess sem hér að framan er rakið um aðkomu þeirra að tilraun til innflutnings á fíkniefnunum, og er háttsemi þeirra rétt heimfærð til refsiákvæða. Niðurstaða, II. kafli ákæru Í II. kafla ákærunnar eru ákærðu ákærðir fyrir peningaþvætti samkvæmt 1. mgr., sbr. 2. mgr., 264. gr. almennra hegningarlaga, fyrir að hafa tekið við, geymt, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum eða eftir atvikum með öðrum ólögmætum eða re fsiverðum hætti. Er litið á heildarandlag óútskýrðra tekna sem andlag brotanna og er það tilgreint í ákæru. Til stuðnings sakargiftum lagði ákæruvaldið fram fjármálagreiningar og gögn unnin úr bankayfirlitum og öðrum fjármálagögnum um ákærðu. Ákærðu telja að vísa beri þessum ákærulið frá dómi án kröfu (ex officio) þar sem á skorti að í texta ákæru sé upphaf tímabils tiltekið, tilvísun til tiltekinnar refsiverðrar háttsemi skorti og skýringu skorti á tengslum frumbrots og peningaþvættis auk þess sem fullnægj andi gögn hafi ekki verið lögð fram til stuðnings þessum ákærulið. Þá hafi ekki verið leitað skýringa á greiðslum með því að taka skýrslur af þeim sem þær greiddu. Hæstiréttur hefur metið það svo, sbr. dóm réttarins í máli nr. 28/2021, sem kveðinn var upp 25. nóvember 2021, að sambærilegt orðalag ákæru fari ekki í bága við c - lið 1. mgr. 152. gr. laga um meðferð sakamála sem rakinn er hér að framan. Þar kemur jafnframt fram það mat réttarins að í ákæru vegna peningaþvættis þurfi að koma fram að ávinningur s em ákært er vegna stafi frá refsiverðu broti en ekki nákvæm tilgreining á því hvert frumbrotið var og heldur ekki hvaða tegund brots eða brota var um að ræða. Hins vegar þurfi í ákæru að greina frá og afmarka að hvaða verðmætum ávinningur lýtur. Beri ákæru valdinu að sanna að ávinningur stafi af refsiverðu broti og nægi þar að sýna fram á með óyggjandi hætti að útilokað sé að ávinningurinn sé kominn til með lögmætum hætti. Verður ekki á það fallist með ákærðu að dómur Landsréttar í máli nr. 499/2020, sem kve ðinn var upp 22. maí 2022, hafi að geyma sambærilegt atvik eða geti raskað því fordæmi sem Hæstiréttur setti með framangreindum dómi, og á það sama við um aðra dóma sem vísað var til af hálfu ákærðu. Í samræmi við framangreint eru ekki forsendur til að vís a þessum kafla ákærunnar frá dómi né heldur verður talið að sýnt hafi verið fram á slíka annmarka á rannsókn þessa sakarefnis að þeir eigi að leiða til frávísunar, þ. á m. vegna þess að ekki hafi verið teknar skýrslur af öllum þeim sem lögðu inn á reikning a ákærðu á tímabilinu. Né heldur telst það slíkur ágalli að einungis sé horft til endurgreiðslna innan árs. Tvö síðastnefnd atriði kunna að hafa áhrif við mat á sönnun. Þá verður að leggja til grundvallar að ákæruvaldið hafi metið það svo að lögð hafi veri ð fram fullnægjandi gögn til að sækja ákærðu til sakar fyrir peningaþvætti, sbr. 145. gr. laga um meðferð sakamála, og ber það hallann af því reynist svo ekki vera. Sætir þetta mat ekki endurskoðun dómstóla. Eins og rakið hefur verið ber ákæruvaldinu að sa nna að ávinningur stafi af refsiverðu broti. Af hálfu ákæruvaldsins var við flutning málsins að meginstefnu á því byggt að ávinningur ákærðu stafaði af fíkniefnabrotum. Fyrir liggur að ákærðu hafa allir verið sakfelldir fyrir brot samkvæmt I. kafla ákæru. Hafa þeir allir viðurkennt að hafa tekið við fjármunum vegna framkvæmdar brotsins; Páll til að greiða kostnað við kaup á timbri, komu gámsins til landsins og kostnað við upphald þegar hann kom sjálfur hingað til lands erlendis frá vegna verksins. Birgir kv aðst hafa tekið við 300.000 krónum og afhent Jóhannesi helming fjárins og keypt farsíma. Jóhannes kvaðst hafa haft milligöngu um að færa fé á milli manna og Daði sagði að hann hefði fengið fé til að greiða leigu og kaupa verkfæri. Ekkert liggur fyrir um b einan ávinning af brotinu enda um tilraun að ræða. Kemur því til skoðunar hvort líta beri á greiðslur til ákærðu sem ávinning þeirra af þátttöku sinni í brotinu eða að móttaka þeirra og notkun verði talin falla undir þátttöku þeirra í frumbrotinu sem þá tæ mi sök gagnvart peningaþvætti. Í ljósi atvika verður að telja að brot gegn 264. gr. falli saman við frumbrot þegar ekkert liggur fyrir um viðbótarathafnir af hálfu ákærðu og tæmi því sök. Er það raunin í þessu máli og verður því að telja að 1. mgr. 173. gr . a tæmi sök gagnvart 1. mgr., sbr. 2. mgr., 264. gr. almennra hegningarlaga hvað framangreindar greiðslur varðar og koma þær ekki til frekari skoðunar hvað meint peningaþætti varðar. 61 Ákærði Páll er í 1. tölulið ákæru ákærður fyrir peningaþvætti að fjárhæð 16.188.500 krónur sem ákærði er talinn hafa notað meðal annars til eigin framfærslu og til að greiða fyrir innflutning fíkniefna. sbr. I. kafla ákæru. Í niðurstöðu fjármálagreiningar lögreglu, sem tekur til tímabilsins frá 1. janúar 2020 til 16. ágúst 2022, kemur fram að 3.769.500 krónur af framangreindri fjárhæð eru óútskýrðir fjármunir á bankareikningi ákærða en 12.787.000 krónur hafi hann lagt inn á r eikning A ehf. Ákærði bar um að hafa lagt inn á reikning félagsins reiðufé sem hann fékk afhent til að greiða kostnað vegna innflutningsins og er það að hluta til staðfest í gögnum. Þá sagði hann að kostnaður vegna beggja gámanna hefði verið um 15 milljóni r króna. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann ekki áður verið sakfelldur fyrir refsiverða háttsemi og frekari upplýsingar liggja ekki fyrir um tengsl ákærða við brot sem Birgir var einnig grunaður um og getið er um í fjármálagreiningu. Samkvæmt því og með vísan til þess sem rakið hefur verið hér að framan telst ósannað hvað ákærða varðar að fjármunirnir séu ávinningur af refsiverðum brotum eða um sé að ræða ávinning sem aflað hafi verið með öðrum ólögmætum eða refsiverðum hætti og heyri undir 264. gr. a lmennra hegningarlaga. Í samræmi við það er ákærði þegar af þeim ástæðum sýknaður af brotinu. Ákærði Birgir er í 2. tölulið ákærður fyrir peningaþvætti að fjárhæð 13.110.849 krónur sem hann er m.a. talinn hafa geymt og notað til eigin framfærslu. Í niðurst öðu fjármálagreiningar lögreglu, sem tekur til tímabilsins frá 1. janúar 2020 til 5. ágúst 2022, kemur fram að framangreind fjárhæð er óútskýrðar tekjur ákærða. Samanstanda þær af greiðslum frá einstaklingum og lögaðilum auk þess sem ákærði lagði inn reiðu fé. Í síma Jóhannesar fundust gögn frá árinu 2018 sem lögregla telur benda til þess að hann hafi þá komið að sölu fíkniefna. Er þar á meðal eitt skjáskot frá ákærða. Í þessum gögnum koma fram nöfn ýmissa einstaklinga sem ætla má að hafi verið í viðskiptum við Jóhannes og orð sem ákæruvaldið byggir á að eigi við um fíkniefni og ýmis skilaboð því tengd. Á skjáskotinu frá ákærða mátti sjá nöfn og fjárhæðir. Þá var ákærði með dómi héraðsdóms 29. október 2016 sakfelldur fyrir vörslur fíkniefna í sölu - og dreifin garskyni og 19. desember 2017 fyrir vörslur fíkniefna. Á yfirlitum yfir færslur af reikningi ákærða á tímabilinu má sjá að einstaklingar lögðu ítrekað inn á hann misháar fjárhæðir. Þá teljast tekjur ekki óútskýrðar samkvæmt greiningunni hafi viðkomandi fen gið endurgreitt innan árs og ekki hafa komið fram tilvik sem benda til þess að slíkar greiðslu hafi komið utan þess tíma. Af hálfu ákærða hafa að einhverju leyti komið fram skýringar á þessum tekjum og hefur hann einnig sýnt fram á að hafa fengið aðstoð vi ð framfærslu af hálfu síns en fjármunir frá hans teljast ekki til óútskýrðra tekna. Einnig vísaði hann til þess að um væri að ræða endurgreiðslur á milli vina þar sem útlagður kostnaður væri endurgreiddur. Í samræmi við skýringar ákærða verður grei ðsla að fjárhæð 6.250.863 krónur vegna sölu bifreiðarinnar sem hann kvaðst hafa lagfært og selt metin til lækkunar ákærufjárhæð en ákæruvaldið verður að bera hallann af því að ekki fór fram frekari rannsókn hvað þetta varðar. Auk þess verða greiðslur J óhannesar til ákærða metnar skýrðar og er þá horft jafnframt til greiðslna milli Jóhannesar og ákærða. Er það í samræmi við það hvernig fjármálagreining vegna Jóhannesar var unnin og til hagsbóta fyrir ákærða. Í ljósi þess er ákærufjárhæðin lækkuð um 1 .700.000 krónur. Vitnið II bar um að hafa lagt inn á ákærða 160.000 krónur vegna kaupa á flísum og hafa fengið 100.000 krónur endurgreiddar og eru þær greiðslur staðfestar með gögnum. Í ljósi skýringa vitnisins teljast þessar greiðslu ekki vera óútskýrðar og koma því 60.000 krónur af nefndri fjárhæð einnig til frádráttar. Þá bar vitnið H um að hafa ítrekað greitt inn á reikning ákærða vegna kaupa með korti ákærða sem skráð var í Playstation - tölvu sem vitnið notaði. Voru lögð fram gögn til staðfestingar því að greiddar hefðu verið 70.742 krónur af reikningi ákærða til Playstation. Ekkert er fram komið sem hnekkir þessum framburði og verður framangreind fjárhæð metin til lækkunar en ekki aðrar greiðslur frá vitninu. Þá hafa ekki verið lögð fram gögn sem styðja það að ákærði hafi fengið laun í reiðufé frá F ehf. Hvað varðar greiðslur J og I staðfesta þau gögn sem lögð voru fram ekki að um sé að ræða endurgreiðslur og verður ekki tekið tillit til frekari greiðslna en gert er í greiningunni. Á öðrum greiðslum hafa ekki komið fram fullnægjandi skýringar, þar á meðal reiðufjárinnlögnum, og standa því eftir 5.029.244 krónur. Eru þannig ekki komnar fram haldbærar skýringar á þessari fjárhæð. Fær það ekki haggað þeirri niðurstöðu að ekki hafa verið teknar skýrslur af öl lum þeim sem lögðu inn á reikning ákærða á tímabilinu eða að heildaryfirlit yfir allar færslur á reikningi 62 hans var ekki lagt fram. Verður af gögnum ráðið að ákærði notaði þessa fjármuni að einhverju leyti til framfærslu, m.a. til kaupa á matvöru og eldsne yti. Hníga gögn málsins að þeirri niðurstöðu að útilokað sé að sá ávinningur sem greinir í ákæru, að teknu tilliti til framangreinds, sé af lögmætum toga. Verður ákærði því sakfelldur fyrir peningaþvætti og er háttsemin réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði Jóhannes er í 3. tölulið ákæru ákærður fyrir peningaþvætti að fjárhæð 17.041.397 krónur sem hann notaði meðal annars til eigin framfærslu og til kaupa á bifreiðinni . Í niðurstöðu fjármálagreiningar lögreglu kemur fram að framangreind fjá rhæð sé óútskýrðar tekjur ákærða. Samanstendur fjárhæðin af greiðslum frá einstaklingum og lögaðilum auk þess sem ákærði lagði inn reiðufé og keypti gjaldeyri fyrir reiðufé. Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann ekki undanfarin ár verið sakfelldur fyrir refsiverða háttsemi til þess fallna að afla honum ávinnings af broti, en hann var árið 2016 dæmdur til greiðslu sektar fyrir vörslur fíkniefna. Í síma ákærða fundust gögn frá árinu 2018, eins og rakið hefur verið, sem benda til þess að hann hafi þá komið a ð sölu fíkniefna og koma þar fram nöfn ýmissa einstaklinga sem ætla má að hafi verið í viðskiptum við hann. Er þar á meðal eitt skjáskot frá Birgi. Þar fyrir utan er ekkert fram komið sem bendir til þess að þessi gögn stafi frá öðrum en ákærða. Þá kom fram hjá ákærða að hann hefði fengið tekjur á tímabilinu sem hefðu ekki verið gefnar upp til skatts. Byggir ákærði sýknukröfu sína á því að framangreindar upplýsingar séu of gamlar til að á þeim verði byggð sakfelling í málinu. Þá sagði hann að greiðslur inn á bankareikning hans væru endurgreiðslur á milli vina. Ákærði kvaðst hafa keypt bifreiðina fyrir 3,5 milljónir króna á árinu 2020 sem hann hefði verið búinn að safna fyrir í þrjú til fjögur ár og átt í reiðufé. Einnig byggir hann á því að tekjur hans ha fi verið hærri en byggt er á í greiningunni. Fjármálagreining vegna ákærða tekur til tímabilsins frá 1. janúar 2020 til 16. ágúst 2022. Er því hafnað að ekki verði horft til framangreindra gagna vegna aldurs þeirra enda hefur ákærði m.a. borið um að uppsaf nað reiðufé hans hafi árið 2020 náð aftur til þess tíma. Í yfirliti yfir færslur á reikningi hans á tímabilinu má sjá að einstaklingar leggja ítrekað inn á hann misháar fjárhæðir. Af hálfu ákærða hafa ekki verið lögð fram nein gögn til staðfestingar á því hvaðan fjármunir til greiðslu framangreindrar bifreiðar komu né heldur gögn sem styðja það að innlagnir einstaklinga inn á reikning hans séu tilkomnar vegna endurgreiðslna eða uppgjörs milli þeirra. Byggir ákærði á því að greiðsla VV á árinu 2020 eigi að k oma að fullu til frádráttar þar sem ákærði sé í skuld við hann þegar tímabilið er skoðað í heild. Eru ekki forsendur til að fallast á framangreint en greiðsla hans árið 2021 lækkuð að hluta vegna endurgreiðslu árið 2022 að fjárhæð 95.500 krónur, ákærða til hagsbóta. Þá komu hvorki fram fullnægjandi skýringar hjá vitninu I á greiðslum hans inn á reikning ákærða né hjá ákærða á gjaldeyriskaupum. Að teknu tilliti til framangreindra skýringa er það niðurstaðan að óútskýrðar tekjur ákærða á tímabilinu séu 16.945 .897 krónur. Verður af gögnum ráðið að ákærði hafi notað þessa fjármuni m.a. til framfærslu og til kaupa á nefndri bifreið. Í samræmi við framangreint verður að telja útilokað að sá ávinningur sem greinir í ákæru sé af lögmætum toga. Fær það ekki haggað þe irri niðurstöðu að ekki hafa verið teknar skýrslur af öllum þeim sem lögðu inn á reikning ákærða á tímabilinu. Með vísan til framangreinds verður ákærði sakfelldur fyrir peningaþvætti og er háttseminni réttlega lýst og hún heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði Daði er í 4. tölulið ákæru ákærður fyrir peningaþvætti að fjárhæð 16.338.211 krónur. Er framangreind tala í samræmi við niðurstöðu úr fjármálagreiningu vegna ákærða sem tekur til tímabilsins frá 1. janúar 2020 til 2. ágúst 2022 og er talin vera óút skýrðar tekjur ákærða. Er um að ræða óútskýrðar greiðslur frá einstaklingum og óútskýrðar reiðufjárinnlagnir ákærða. Ákærði staðfesti fyrir dómi að hafa haft tekjur af sölu kannabisefna sem hann ræktaði á þessu tímabili og játaði að hafa haft efnið sem ti lgreint er í IV. kafla ákæru í vörslum sínum í sölu - og dreifingarskyni. Einnig komu vitni fyrir dóminn sem staðfestu að hafa keypt af honum kókaín og gögn úr síma ákærða benda einnig til þess að hann hafi dreift fíkniefnum. Framlögð gögn sýna að ákærði no taði þá fjármuni sem runnu inn á reikning hans til eigin framfærslu og til greiðslu húsaleigu vegna húsnæðis sem notað var í þágu þeirrar háttsemi sem hann hefur verið ákærður fyrir. Að mati lögreglu notaði ákærði einnig fjármunina til kaupa á bifreiðinni , sem hann m.a. notaði til að flytja ætluð fíkniefni samkvæmt I. kafla ákæru. Ákærði byggir á því að hans hafi lagt inn á hann peninga til að greiða bifreiðina og greiði af 63 bílaláni vegna hennar. Fjármunir sem ákærða lögðu inn á hann voru metnir skýrðir en ekki verður staðhæft að þeir hafi verið notaðir í tilteknum tilgangi aðskilið frá öðrum fjármunum hans. Voru lögð fyrir dóminn gögn til staðfestingar á því að bifreiðin var skráð á nafn annars einstaklings 25. ágúst 2022. Þá kom fyrir dóminn vi tni sem kvaðst hafa keypt krossara með ákærða og öðrum félaga þeirra og hefði ákærði lagt út fyrir honum vegna þeirra. Vegna þess hefðu þeir greitt ákærða líklega samtals um 400.000 krónur. Samkvæmt framlögðum gögnum frá Samgöngustofu keypti ákærði hjólið 26. október 2019 og seldi það 19. maí 2020. Samrýmist það ekki því að vitnið hafi keypt hjólið með honum og greitt fyrir 29. maí 2020. Þá kom fyrir dóminn vitni sem kvaðst hafa keypt bassa og vínilplötur af ákærða en annað er ekki fram komið sem styður það . Er því ekki fallist á þessar skýringar og verður því ekki litið til þeirra til lækkunar. Í samræmi við framangreint verður að telja útilokað að sá ávinningur sem greinir í ákæru sé af lögmætum toga. Fær það ekki haggað þeirri niðurstöðu að ekki hafa veri ð teknar skýrslur af öllum þeim sem lögðu inn á reikning ákærða á tímabilinu. Með vísan til framangreinds verður ákærði sakfelldur fyrir peningaþvætti og er háttseminni réttlega lýst og hún heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Niðurstaða, III. kafli ákæru Ák ærði Jóhannes hefur játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í III. kafla ákærunnar en telur að magn MDMA hafi verið minna en greinir í ákæru þar sem íblöndunarefni í töflunum sé hluti af þyngdinni. Í framkvæmd hefur verið litið til heildarmagns fíknief na enda verður íblöndunarefni vart greint frá fíkniefninu. Engu að síður kann það í þeim tilvikum þegar forsendur eru til að styrkleikamæla fíkniefni að leiða til þess að styrkleikinn reynist lægri og það hafi áhrif við ákvörðun refsingar, en það á ekki vi ð hvað þessi efni varðar. Er þessum vörnum ákærða því hafnað. Fær játning ákærða fulla stoð í gögnum málsins. Er með henni og öðrum gögnum málsins sannað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er þar gefin að sök. T eljast brot ákærða vera rétt ilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Niðurstaða, IV. kafli ákæru Ákærði Daði hefur játað þá háttsemi sem honum er gefin að sök í III. kafla ákærunnar en telur að sumar plantnanna hafi verið svo litlar að þær hafi ekki verið byrjaðar að mynda virka efnið. Í dómaframkvæmd hefur almennt verið litið til fjölda plantna eingöngu, óháð vaxtarstigi. Þá fer það gegn þeim framburði ákærða að hann hafi verið að rækta efnið til sölu að hann hafi ekki verið búinn að ákveða hvort hann ætlaði að láta þessar plöntur blómstra. Er þessum vörnum ákærða því hafnað. Fær játning ákærða fulla stoð í gögnum málsins. Með henni og öðrum gögnum málsins er san nað að ákærði hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er þar gefin að sök. T eljast brot ákærða vera réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. VI Ákærði Páll er fæddur í 1955 . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 27. október 2022, hefur hann ekki verið dæmdur til refsingar. Ákærði Birgir er fæddur í 1995 . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 27. október 2022, nær sakaferill hans aftur til ársins 2014. Hefur honum ítre kað verið gerð refsing vegna brota gegn lögum um ávana - og fíkniefni, umferðarlögum og almennum hegningarlögum. Var hann m.a. 2017 dæmdur í 45 daga fangelsi fyrir vörslur fíkniefna. Þá var hann með dómi héraðsdóms 2015 dæmdur í níu mánaða fangelsi skilorðsbundið í þrjú ár vegna brots gegn 2. mgr. 218. gr. og 225. gr. almennra hegningarlaga. Þá var ákærði dæmdur í 12 mánaða fangelsi 2016 vegna brots gegn lögum um ávana - og fíkniefni, vegna vörslu fíkniefna í sölu og dreifingarskyni og brots gegn umferðarlögum. Var framangreindur skilorðsdómur frá 2015 þá dæmdur upp. Hefur sakaferill ákærða að öðru leyti ekki áhrif við ákvörðun refsingar hans. Ákærði Jóhannes er fæddur í 1994 . Samkvæmt framlögðu sakavottorði, dags. 27. október 2022, hefur hann alls þrisvar gengist undir sektargerð lögreglustjóra eða verið sakfelldur með dómi héraðsdóms fyrir brot gegn umferðarlögum eða lögum um ávana - og fíkniefni, síðast 2016, fyrir vörslur ávana - og fíkniefna. 64 Ákærði Daði er fæddur í 1992 . Samkvæmt fra mlögðu sakavottorði, dags. 27. október 2022, gekkst hann undir greiðslu sektar með sektargerð lögreglustjóra 2015 vegna brota gegn umferðarlögum og lögum um ávana - og fíkniefni. Ákærðu í máli þessu eru sakfelldir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með þ ví að hafa gert tilraun til að flytja til landsins fordæmalaust mikið magn af kókaíni í því skyni að koma efninu í sölu og dreifingu. Í dómaframkvæmd hefur verið litið á kókaín sem hættulegt fíkniefni. Auk framangreinds verður einnig við ákvörðun refsingar ákærðu litið til þess að þeir frömdu brotið, sem var þaulskipulagt og bar vott um sterkan ásetning, í félagi. Verður því við ákvörðun refsingar ákærðu litið til 1., 3., 6. og 7. töluliðar 1. mgr. og 2. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Hvað varðar Pál er sérstaklega horft til þess að framburður hans átti þátt í því að upplýsa málið. Þá sögðu bæði hann og Daði hreinskilnislega frá sínum þætti fyrir dómi. Að öðru leyti eiga ákærðu sér engar málsbætur. Við ákvörðun refsingar skiptir meginmáli það hlutverk sem ákærðu hver og einn tók að sér við framkvæmd brots samkvæmt I. kafla ákæru og að framan er rakið. Í ljósi alls framangreinds og alvarleika brotsins og með vísan til 77. gr. almennra hegningarlaga, hvað varðar Daða, Birgi og Jóhannes, þykir refsing Pál s hæfilega ákveðin fangelsi í 10 ár, Daða fangelsi í 6 ár og 6 mánuðir, Jóhannesar fangelsi í 6 ár og Birgis fangelsi í 8 ár. Til frádráttar komi gæsluvarðhaldsvist ákærðu eins og í dómsorði greinir, sbr. 76. gr. almennra hegningarlaga. VII Upptæk eru ge rð til ríkissjóðs 99,25 kg af kókaíni . Ákærði Páll samþykkir upptökukröfur að öðru leyti en að því er varðar muni merkta nr. og í munaskrá nr. og og 80 fermetra af pallaefni. Í ákæru er ekki krafist upptöku á haldlögðu timbri merktu nr. í munaskrá nr. , sem er dökkur harðviður, um hálfur 20 feta gámur og ekki getið um 80 fermetra af pallaefni. Haldlagður harðviður sem kom til landsins í sama gámi og fíkniefnin, og var merkt sem munur nr. í munaskrá nr. , verður talinn hafa veri ð notaður við framningu brots samkvæmt I. kafla ákæru og er hann gerður upptækur. Einnig er gerður upptækur Samsung - farsími, sbr. mun nr. í munaskrá nr. , og skjöl, sbr. mun nr. í munaskrá nr. , skjalleg gögn og innsigli, sbr. munaskrá nr. ] , 83 trjádrumbar, innsigli og timbur, sbr. muni nr. í munaskrá nr. , en framangreindir munir eru taldir hafa verið notaðir við framningu brotsins. Þá eru gerðar upptækar 155.000 krónur sem ákærði er talinn hafa móttekið frá meðákærða skömmu áður en hann var handtekinn, ætlaðar til að greiða útgöld vegna brots samkvæmt I. kafla ákæru. Er framangreint gert upptækt með vísan til þeirra lagaákvæða er greinir í ákæru. Ákærði Birgir samþykkir upptökukröfur að öðru leyti en hvað varðar iPhone - farsím a, sbr. mun nr. í munaskrá nr. og Apple - fartölvu, sbr. mun nr. í munaskrá nr. . Ekki hafa komið fram röksemdir sem réttlæta upptöku farsímans og fartölvunnar og hefur ekkert verið upplýst um innihald þessara muna, hvernig og hvenær þeirra va r aflað og þar með hvort þeir hafi verið keyptir fyrir ávinning af broti eða hvenær. Né heldur er upplýst hvernig þeir tengjast brotum þeim sem Birgir hefur verið sakfelldur fyrir. Eru því ekki forsendur til annars en að hafna upptöku þessara tækja. Þá er gerð upptæk grammavog, sbr. mun nr. í munaskrá nr. , með vísan til þeirra lagaákvæða er greinir í ákæru. Ákærði Jóhannes samþykkir upptökukröfur fyrir utan það að hann telur óvíst að annar af tveimur Samsung - farsímum tengist broti og krefst þess að sá sími verði ekki gerður upptækur. Þá mótmælir hann upptöku á Rolex - armbandsúri, 1.100 evrum og bifreiðinni . Jóhannesar kom fyrir dóminn og bar um að vera eigandi þeirra 1.100 evra sem fundust og er það í samræmi við framburð Jóhannesar. Í ljó si þessa verður kröfu um upptöku þeirra fjármuna hafnað enda ekki fram komið að nefndir fjármunir tengist brotum ákærða. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir peningaþvætti og verða Rolex - armbandsúr, sbr. munur nr. í munaskrá nr. , og bifreiðin talin vera keypt að hluta eða öllu leyti fyrir ávinning af því broti og verða gerð upptæk. Hvað varðar tvo Samsung - farsíma, sbr. mun nr. í munaskrá nr. , og Samsung farsíma, mun nr. í munaskrá nr. , verður af málsgögnum ráðið að síminn sem sk ráður er munur nr. var notaður í samskiptum vegna þess brots er greinir í I. kafla ákæru og verður hann gerður upptækur. Munur nr. tengist ekki málinu samkvæmt skýrslu lögreglu um 65 skoðun á símanum og verður upptöku hans því hafnað. Einnig verða ger ð upptæk 5,24 g af maríjúana og 38,25 g af MDMA og tvö spjöld með símkortum, sbr. mun nr. í munaskrá nr. , allt með vísan til þeirra lagaákvæða er greinir í ákæru. Ákærði Daði samþykkir upptökukröfur að öðru leyti en hvað varðar Samsung farsíma, HP ThinkPad - fartölvu og Volkswagen Tiguan - bifreið með skráningarnúmerið . Er krafist upptöku á bifreiðinni með vísan til 1. mgr. 69. gr. og 1. mgr. 69. gr. a í almennum he gningarlögum nr. 19/1940. Ákærði er talinn hafa keypt bifreiðina fyrir ávinning af broti og notað hana m.a. til að ferja ætluð fíkniefni. Fyrir liggur að bifreiðin var 25. ágúst 2022 skráð eign annars einstaklings. Bar því að beina kröfunni einnig að þeim einstaklingi í samræm i við 1. mgr. 69. gr. f í almennum hegningarlögum. Þar sem upptökukröfunni var einungis beint að ákærða er henni hafnað. Hvað varðar ThinkPad - fartölvu, sbr. mun nr. í munaskrá nr. , þá hafa ekki hafa komið fram röksemdir sem réttlæta upptöku farsímans og fartölvunnar og hefur ekkert verið upplýst um innihald tölvunnar, hvernig og hvenær hennar var aflað og þar með hvort hún hafi verið keyptir fyrir ávinning af broti og hvenær. Né heldur er upplýst hvernig þeir tengjast brotum þeim sem Daði hefur verið sakfelldur fyrir. Eru því ekki forsendur til annars en að hafna upptöku hennar. Hvað varðar Samsung - farsíma, sbr. mun nr. í munaskrá nr. , þá var hann notaður í samskiptum vegna þess brots sem greinir í I. kafla ákæru og ák ærði hefur verið sakfelldur fyrir og verður hann því gerður upptækur. Einnig eru gerð upptæk 43,32 g af maríjúana, 995 g af kannabislaufum, 265 g af kannabisplöntum og 24 kannabisplöntur, skjöl, sbr. mun nr. í munaskrá nr. , 11 viftur, sex lampar, þ rjár loftsíur, tvö rakatæki, tvö tjöld, tveir tímarofar og rakamælir, sbr. munaskrá nr. , Xiaomi Redmi - farsími, sbr. mun nr. í munaskrá nr. , skjöl, sbr. muni nr. í munaskrá nr. , slaghamar, kúbein, meitill, límbandsrúllur, hanskar, hvít b indibönd, skæri, pakkning utan um hengilás, svartir ruslapokar, handsög, vog, 7 viðarbitar og svört ferðataska, sbr. muni í munaskrá nr. . Eru framangreindir munir gerðir upptækir með vísan til þeirra lagaákvæða er greinir í ákæru. VIII Eftir úrslitum málsins, sbr. 235. gr. laga um meðferð sakamála, greiði ákærðu sameiginlega sakarkostnað að fjárhæð 1.643.968 krónur samkvæmt framlögðu yfirliti en Daði greiði jafnframt 86.968 krónur vegna IV. kafla ákæru. Þá greiði ákærðu málsvarnarlaun skipaðra verjanda sinna og útlagðan kostnað við meðferð málsins eins og í dómsorði greinir. Hafnað er kröfu Ragnars Björgvinssonar lögmanns greiðslu útlagðs kostnaðar að fjárhæð 38.299 þar sem nánari skýringar eða reikningur hefur ekki verið lagður fram. Hefur við ákvörðun málsvarnarlauna verið tekið tillit til virðisaukaskatts og reglna Dómstólasýslunnar nr. 1/2023. Af hálfu ákæruvaldsins flutti málið Anna Barbara Andradóttir aðstoðarsaksóknari. Sigríður Elsa Kjartansdóttir héraðsdómari kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Ákærði, Páll Jónsson, sæti fangelsi í 10 ár. Frá refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 5. ágúst 2022, með fullri dagatölu. Ákærði, Daði Björnsson, sæti fangelsi í 6 ár og 6 mánuði. Frá refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 5. ágúst 2022, með fullri dagatölu. Ákærði, Jóhannes Páll Durr, sæti fangelsi í 6 ár. Frá refsingu dregst óslitið gæsluvarðhald ákærða frá 5. ágúst 2022, með fullri dagatölu. Ákærði, Birgir Hall dórsson, sæti fangelsi í 8 ár. Frá refsingu dregst gæsluvarðhald ákærða frá 5. ágúst 2022, með fullri dagatölu, að undanskildum 17. ágúst til 30. október 2022. Upptæk eru gerð 99,25 kg af kókaíni . Ákærði Páll sæti upptöku á harðviði, Samsung - farsíma og skjölum, skjallegum gögnum, 83 trjádrumbum, innsigli, timbri og 155.000 krónum. Ákærði Birgir sæti upptöku á grammavog. Ákærði Jóhannes sæti upptöku á Rolex - armbandsúri, bifreiðinni , Samsung - farsíma (munur nr. í munaskrá nr. ), 5,24 g af maríjúa na og 38,25 g af MDMA og tveimur spjöldum af símkortum. 66 Ákærði Daði sæti upptöku á Samsung - farsíma, 43,32 g af maríjúana, 995 g af kannabislaufum, 265 g af kannabisplöntum, 24 kannabisplöntum, skjölum, (munir nr. og ) 11 viftum, sex lömpum, þremur loftsíum, tveimur rakatækjum, tveimur tjöldum, tveimur tímarofum og rakamæli, Xiaomi Redmi - farsíma, slaghamri, kúbeini, meitli, límbandsrúllum, hönskum, hvítum bindiböndum, skærum, pakkningu utan um hengilás, svörtum ruslapokum, handsög, vog, 7 viðarbitum og svartri ferðatösku. Ákærði Páll greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Unnsteins Arnar Elvarssonar lögmanns, 11.900.000 krónur og útlagðan kostnað verjanda 13.200 krónur. Ákærði Daði greiði málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Arnars Kormáks Frið rikssonar lögmanns, 12.700.000 krónur og aksturskostnað verjanda 91.656 krónur. Ákærði Jóhannes greiði málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, Almars Þórs Möller lögmanns, 9.500.000 krónur, og Karólínu Finnbjörnsdóttur lögmanns, 2.800.000 krónur. Ákærði Bi rgir greiði málsvarnarlaun skipaðra verjenda sinna, Ólafs Arnar Svanssonar lögmanns, 8.500.000 krónur, og Ragnars Björgvinssonar lögmanns, 3.000.000 króna. Ákærðu greiði sameiginlega 1.643.968 krónur í annan sakarkostnað og ákærði Daði að auki 86.815 krónu r.