LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 12. nóvember 2021. Mál nr. 384/2020 : Þríforkur ehf. ( Sveinbjörn Claessen lögmaður ) gegn Sjóvá - Almenn um trygging um hf. ( Kristín Edwald lögmaður) og gagnsök Lykilorð Vátrygging. Brunatrygging. Brunavarnir. Orsakatengsl. Varúðarregla. Útdráttur Altjón varð á iðnarhúsnæði í eigu Þ ehf. í bruna í maí 2017. Húsið var tryggt lögboðinni brunatryggingu hjá S hf. og var óumdeilt að Þ ehf. bæri bætur úr tryggingunni. Ágreiningur aðila í máli þessu tók aðallega til þess hver skyl di vera grundvöllur uppgjörs vátryggingarbóta til Þ ehf. og hvort og eftir atvikum að hvaða marki S hf. væri heimilt að skerða bætur til hans á grundvelli 26. og 27. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga þar sem brunavörnum í húsinu hafi verið ábóta vant. Landsréttur féllst á það með Þ ehf. að lög stæðu ekki til þess að hann þyrfti að sæta skerðingu á bótum á þeim grundvelli að hann hafi selt hina brunatryggðu fasteign og að endurbygging verði í höndum kaupandans. Þegar af þeirri ástæðu kom aðalkrafa S hf. um sýknu að svo stöddu ekki til álita. Niðurstaða héraðsdóms um að endurbyggingarkostnaður og þar með bætur til Þ ehf. yrðu reistar á brunabótamati sem kröfugerð hans tæki mið af, svo og að þær sæti lækkun um tiltekna fjárhæð á grundvelli matsgerðar, var jafnframt staðfest. Var ekki talið að S hf. hefði sýnt fram á að bætur yrðu ákvarðaðar á öðrum grunni. Þá voru ekki talin efni til að hrófla við þeirri niðurstöðu héraðsdóms að Þ ehf. ætti tilkall til bóta vegna kostnaðar sem hlaust af hreinsun brunav ettvangs og förgun brunaleifa. Loks var fallist á þá ályktun, sem héraðsdómur dró af niðurstöðum matsmanns, að brunavörnum í húsinu hafi verið stórlega áfátt og þá sérstaklega með tilliti til þeirrar starfsemi sem fór fram í því og aðstæðna að öðru leyti. Var því fallist á að Þ ehf. hefði af stórfelldu gáleysi brotið gegn varúðarreglu sem laut að brunavörnum og fram kom í skilmálum fyrir brunatryggingu húseigna sem aðilar voru sammála um að hafi gilt um vátryggingu húsnæðisins. Þar sem Þ ehf. hafði ekki sýn t fram á hið gagnstæða lagði Landsréttur til grundvallar að skilyrði 26. gr. laga nr. 30/2004 um að orsakatengsl hafi verið milli saknæms brots á varúðarreglu og vátryggingaratburðar væri uppfyllt. Þá staðfesti Landsréttur niðurstöðu héraðsdóms um skerðing u bóta til Þ ehf. á grundvelli 2 6. gr. laga nr. 30/2004 og að hlutfall hennar skyldi vera 25%. Loks var talið að bætur til Þ ehf. skyldu sæta lækkun sem nemur lögbundnum afreikningi vegna virðisaukaskatts. 2 Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen og Þorgeir Ingi Njálsson og Maríus Þór Jónasson, húsasmíðameistari og byggingaverkfræðingur. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Aðaláfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 24. júní 2020 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 29. maí 2020 í málinu nr. E - 1738/2018 . 2 Aðaláfrýjandi krefst þess að viðurkennd verði með dómi skylda gagnáfrýjanda til að greiða honum 295.426.104 krónur í vátryggingarbætur hlutfallslega í samræmi við framvindu en durbyggingar fasteignar að Goðanesi 12 á Akureyri, fastanr. [...] , á grundvelli brunatryggingar eignarinnar vegna brunatjóns 31. maí 2017. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Gagnáfrýjandi áfrýjaði málinu fyrir sitt leyti 25. ágúst 2 020. Hann krefst aðallega sýknu að svo stöddu af öllum kröfum aðaláfrýjanda en til vara að hann verði einungis dæmdur bótaskyldur að hluta og til greiðslu lægri fjárhæðar en aðaláfrýjandi krefst. Í báðum tilvikum gerir gagnáfrýjandi kröfu um málskostnað í héraði og fyrir Landsrétti. Málsatvik, málsástæður og lagarök 4 Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi varð altjón á iðnarhúsnæði í eigu aðaláfrýjanda að Goðanesi 12 á Akureyri í bruna 31. maí 2017. Í húsinu var starfrækt bátasmiðja. Við rannsókn lögreglu fannst engin skýring á orsökum brunans og eru eldsupptök því ókunn. Húsið var tryggt lögboðinni brunatryggingu hjá gagnáfrýjanda og er óumdeilt að aðaláfrýjanda beri bætur úr tryggingunni. Tekur ágreiningur aðila aðallega til þess hver skuli vera grundvöll ur uppgjörs vátryggingarbóta til aðaláfrýjanda og hvort og eftir atvikum að hvaða marki gagnáfrýjanda sé heimilt að skerða bætur til hans á grundvelli 26. og 27. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga þar sem brunavörnum í húsinu hafi verið ábótavant . Þá greinir aðila einnig á um greiðslu förgunarkostnaðar og hvort við útreikning bótafjárhæðar eigi að taka mið af heimildum aðaláfrýjanda til að færa virðisaukaskatt af kostnaði vegna endurbyggingar hússins til innskatts. 5 Í lok janúar 2017 kom upp eldur í húsinu og fékk aðaláfrýjandi það bætt úr brunatryggingunni. 6 Aðaláfrýjandi höfðaði mál þetta 25. maí 2018. Kröfu sína í málinu reisir hann á brunabótamati fasteignarinnar á tjónsdegi 31. maí 2017 og að það hafi þá numið 320.200.000 krónum. Að frádregnu ve rðmæti þeirra hluta hússins sem ekki eyðilögðust í brunanum en að teknu tilliti til kostnaðar við nauðsynlega lagfæringu á þeim nemi tjón hans 295.426.104 krónum. 7 Vátryggingarfjárhæð samkvæmt vátryggingarskírteini fyrir tímabilið 1. janúar 2017 til 1. jan úar 2018 var 312.570.599 krónur. Í skilmálum þeim sem aðilar eru sammála um að giltu um vátrygginguna er í 8. gr. kveðið á um að matsmenn á vegum félagsins 3 meti tjón. Eyðileggist húseign algerlega skuli matsmenn kanna hvort vátryggingarfjárhæðin sé í samræ mi við raunverulegt verðmæti eignarinnar á tjónsdegi. Með bréfi gagnáfrýjanda 3. október 2017 var aðaláfrýjanda kynnt niðurstaða tjónamats sem þá hafði verið unnið á þessum grundvelli. Hljóðaði það upp á 183.922.783 krónur án virðisaukaskatts og var sagt t aka mið af endurbyggingu sams konar húss og þess sem varð fyrir brunatjóni. Í bréfinu tilkynnti gagnáfrýjandi jafnframt þá ákvörðun sína að skerða bætur til aðaláfrýjanda um helming þar sem brunavörnum hússins hafi verið stórlega ábótavant. Hámarksbætur úr brunatryggingu myndu því nema 91.961.392 krónum. 8 Í ljósi ágreinings aðila um bótagrundvöll og svo sem grein er gerð fyrir í héraðsdómi fékk gagnáfrýjandi dómkvaddan mann til að meta hvert hafi verið markaðsverð fasteignarinnar 31. maí 2017 áður en hún sk emmdist í brunanum. Í matsbeiðni koma fram þau rök fyrir henni að fari svo að ekki verði endurbyggt á reitnum þurfi matsþoli, það er aðaláfrýjandi, undanþágu frá gagnáfrýjanda frá byggingarskyldu til að fá vátryggingarbætur greiddar út, sbr. 9. gr. vátrygg ingarskilmála. Veiti gagnáfrýjandi þá undanþágu sé honum heimilt að miða vátryggingarbætur við markaðsverð fasteignarinnar í stað brunabótamats telji hann brunabótamatið greinilega hærra en markaðsverð. Meðan á vinnslu matsins stóð breytti gagnáfrýjandi ma tsspurningu sinni á þann veg að markaðsverð fasteignarinnar yrði metið án tillits til skemmda sem urðu á henni í framangreindum bruna í janúar 2017. Samkvæmt matsgerð 23. júlí 2019 var það niðurstaða matsmanns að markaðsverð eignarinnar miðað við 27. janúa r 2017 hafi verið 165.000.000 króna. 9 Þá var jafnframt að beiðni gagnáfrýjanda aflað mats dómkvadds matsmanns um það hvert sé eðlilegt endurstofnverð sökkla, undirstaðna í grunni og botnplötu fasteignarinnar miðað við ástand þeirra á tjónsdegi. Var það nið urstaða matsmanns, Hjalta Sigmundssonar byggingatæknifræðings, samkvæmt matsgerð 29. júlí 2019 að afskrifað endurstofnverð þeirra hluta hússins sem eru óskemmdir, að teknu tilliti til viðgerða á skemmdum sem orðið hafi við hreinsun eða við brunann, sé 49.7 29.500 krónur. 10 Svo sem greinir í hinum áfrýjaða dómi hefur gagnáfrýjandi vísað til þess um rétt sinn til að skerða bætur til aðaláfrýjanda að hann hafi sem vátryggjandi fasteignarinnar látið framkvæma áhættumat á henni í apríl 2016 og að við matið hafi kom ið fram ýmsir annmarkar á fyrirkomulagi brunavarna í húsinu. Þannig hafi komið fram að upphafleg brunahólfun hússins hefði verið rofin, þvert á samþykktar teikningar. Athugasemd hafi verið gerð við brunaálag hússins og mælt með að brunahönnuður yrði látinn yfirfara alla brunahönnun. Fram hafi komið að ekkert brunaviðvörunarkerfi væri í húsinu þrátt fyrir ákvæði þar um í samþykktum teikningum. Þá hafi verið lagt til að sérstakt brunarými yrði útbúið fyrir eldfim og eldhvetjandi efni. Aðaláfrýjanda hafi í fra mhaldinu verið gert að bæta strax úr alvarlegustu annmörkunum en honum veittur þriggja mánaða frestur til að bæta úr öðrum. Þá hafi slökkvilið Akureyrar 4 framkvæmt eldvarnarskoðun á fasteigninni 18. maí 2016. Við þá skoðun hafi alvarlegar athugasemdir verið gerðar við það að brunahólfun væri ekki í samræmi við samþykktar teikningar og að brunaviðvörunarkerfi vantaði og frestur veittur til úrbóta til 20. júní 2016. Fram sé komið að endurbótum og úrbótum á brunavörnum hússins eftir fyrri brunann hafi ekki veri ð lokið þegar sá seinni varð. Það hafi verið á ábyrgð aðaláfrýjanda að húsið fullnægði kröfum um brunavarnir og að þær tækju mið af þeirri starfsemi sem þar færi fram og ekki síst í því ljósi að mikið magn eldfimra og eldhvetjandi efna hafi verið í húsinu þegar eldur kom upp í því í maí 2017. 11 Í því skyni að renna frekari stoðum undir rétt sinn til að skerða bætur til aðaláfrýjanda af framangreindum ástæðum lagði gagnáfrýjandi fram beiðni um dómkvaðningu matsmanns til að meta ástand brunavarna í húsinu á þei m tíma þegar eldur kom upp í því. Nánar tiltekið var óskað eftir mati á því hvort brunavarnir hefðu verið í samræmi við hönnun, kröfur viðeigandi laga og reglugerða, kröfur um eldvarnir og eldvarnaeftirlit og með hliðsjón af þeirri starfsemi sem var í húsi nu. Þá var þess óskað að matið tæki til fleiri atriða ef niðurstaða matsmanns yrði sú að brunavarnir í húsinu hefðu ekki uppfyllt tilskildar kröfur. Hinn 26. september 2019 var Anna Málfríður Jónsdóttir brunaverkfræðingur dómkvödd til að framkvæma umbeðið mat og lá matsgerð hennar fyrir 14. desember sama ár. Í henni kemur meðal annars fram að ekkert brunaviðvörunarkerfi hafi verið í húsinu. Þá er það niðurstaða matsmanns að eldvarnarveggur sem verið var að reisa langsum eftir húsinu hafi ekki haft nægilega brunamótstöðu enda hafi hann hvorki verið rétt uppbyggður né að fullu frágenginn þar sem vantað hafi eldvarnarhurð. 12 Hinn 3. september 2018 var undirritaður samningur milli aðaláfrýjanda og Festingar hf. um kaup þess á fasteigninni Goðanesi 12 á Akureyri. S egir í samningnum að iðnaðarhúsnæði sem stóð á lóðinni hafi eyðilagst í eldi og eftir standi gólfplata hússins. Þá er tekið fram í samningnum að hinu selda fylgi ekki réttindi aðaláfrýjanda til vátryggingarbóta úr hendi gagnáfrýjanda vegna brunans en um br unatjónið skuli gert sérstakt samkomulag sem teljist hluti samningsins. Var það undirritað þennan sama dag. Í því er meðal annars kveðið á um að þar sem skylda til greiðslu brunabóta anda af innheimtu brunabótanna takist kaupandi á hendur tilgreindar skyldur í því sambandi. Þá segir í samkomulaginu að kaupandi skuli, óski seljandi eftir því, lýsa þ ví yfir við gagnáfrýjanda að brunabætur skuli greiddar á fjárvörslureikning tilgreindrar lögmannsstofu og að hún muni ráðstafa þeim til seljanda. Í samkomulaginu er að öðru leyti mælt fyrir um skyldur samningsaðila sem að framangreindu lúta og meðal annars tekið fram í 9. grein þess að komi til ágreinings við gagnáfrýjanda um uppgjör bóta sé kaupanda skylt að aðhafast með sérhverjum þeim hætti sem nauðsynlegt sé og með sanngirni megi ætlast til af honum til að gæta hagsmuna seljanda. Þessu næst segir Reynist óhjákvæmilegt, þannig að réttur til brunabóta glatist ekki, að réttur til brunabóta yfirfærist á kaupanda sem kaupandi fasteignarinnar, skal kaupsamningi 5 breytt á þá leið að brunabætur teljist hluti hins selda og kaupverð fasteignar hækkað sem nemu 13 Aðalkröfu sína byggir gagnáfrýjandi á því að þar sem aðaláfrýjandi muni ekki endurbyggja hina brunatryggðu húseign fari um rétt hans til brunabóta eftir reglu 2. mgr. 3. gr. laga nr. 48/1994 um brunatryggingar, sem skilmálar vátryggingar taki jafnframt mið af, en þar er svo sem fram er komið mælt fyrir um undanþágu frá byggingarskyldu gegn því skilyrði að 15% dragist frá bótafjárhæð. Af framangreindu leiði að skylda gagnáfrýjanda t il greiðslu bóta sé undir því komin að aðaláfrýjandi leiti eftir slíkri undanþágu. Þar sem það hafi ekki verið gert beri að sýkna gagnáfrýjanda að svo stöddu af kröfum aðaláfrýjanda. 14 Um málsatvik, málsástæður aðila og lagarök þeirra vísast að öðru leyti t il héraðsdóms. 15 Með hinum áfrýjaða dómi var á það fallist með aðaláfrýjanda að hann eigi tilkall til brunabóta óháð því hver hafi endurbyggingu húseignarinnar með höndum. Þá var það niðurstaða héraðsdóms að við mat á endurbyggingarkostnaði fasteignarinnar y rði að leggja til grundvallar brunabótamat eignar þann dag sem hún varð eldi að bráð en til lækkunar kæmi afskrifað endurstofnverð samkvæmt framangreindri matsgerð Hjalta Sigmundssonar byggingatæknifræðings frá 29. júlí 2019. Hlutfall skerðingar bóta vegna ófullnægjandi brunavarna var ákveðið 25%. Þá var kröfu gagnáfrýjanda um skerðingu á bótum vegna ruðnings - eða förgunarkostnaðar hafnað en tekin til greina krafa hans um að ákvarðaðar bætur skyldu sæta frádrætti sem næmi lögbundnum afreikningi vegna virðis aukaskatts. Voru bætur til aðaláfrýjanda ákveðnar 163.591.028 krónur. Af forsendum dómsins verður ráðið að þessi tala sé þannig fundin að frá brunabótamati, 320.200.000 krónum, dragist niðurstöðutala samkvæmt framangreindri matsgerð, 49.729.500 krónur, og að sú fjárhæð sem eftir stendur, 270.470.500 krónur, sæti lækkun sem nemur 24% virðisaukaskatti, og loks að eftirstöðvarnar, 218.121.371 króna, lækki um 25%. 16 Fyrir Landsrétt hefur verið lögð yfirlýsing frá framkvæmdastjóra Festingar hf. 23. september 2021 þar sem fram kemur að í ágúst sama ár hafi félagið gert samning við Tréverk ehf. um byggingu nýrrar þjónustumiðstöðvar Samskipa að Goðanesi 12 á verklok áætluð í júní 2022. 17 Fyrir h éraðsdómi krafðist gagnáfrýjandi frávísunar málsins á þeim grunni að kröfugerð aðaláfrýjanda væri svo óskýr að ekki væri fullnægt áskilnaði 1. mgr. 80. gr. og 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá hafi aðaláfrýjandi með sölu eignarinna r raskað málsgrundvelli sínum og málatilbúnaði þannig að hann uppfyllti ekki kröfur e - liðar 80. gr. laganna. Með úrskurði héraðsdóms 13. desember 2018 var frávísunarkröfu hafnað. Sá úrskurður er ekki til endurskoðunar fyrir Landsrétti en í málflutningi sín um vísaði lögmaður gagnáfrýjanda til þess að þar sem 6 nú liggi fyrir að framkvæmdir við byggingu húss á lóðinni séu hafnar af öðrum en aðaláfrýjanda kæmi til álita að vísa málinu frá dómi án kröfu. Niðurstaða 18 Svo sem fram er komið er ekki um það deilt í má linu að aðaláfrýjandi eigi rétt til bóta úr lögboðinni brunatryggingu hjá gagnáfrýjanda vegna tjóns sem varð á iðnaðarhúsnæði í eigu félagsins í eldsvoða í maí 2017. Á þeim grunni og vegna ágreinings um fjárhæð bótanna tekur viðurkenningarkrafa aðaláfrýjan da, sem hann setur fram með stoð í 2. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991, til þess að bætur til hans eigi að nema tilgreindri fjárhæð og að gagnáfrýjandi standi skil á þeim hlutfallslega og í samræmi við framvindu endurbyggingar fasteignarinnar svo sem skilmála r vátryggingarinnar kveða á um, sbr. enn fremur ákvæði 48. gr. laga nr. 30/2004. Fyrir liggur að framkvæmdir við endurbyggingu eru hafnar. Þá tekur kröfugerðin mið af því að ekki hafi verið sett fram ósk af hálfu aðaláfrýjanda um undanþágu frá byggingarsky ldu en samkvæmt tryggingarskilmálum og svo sem áður er getið er gagnáfrýjanda heimilt að veita hana gegn því skilyrði að 15% dragist frá bótafjárhæð, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 48/1994. Er fallist á með aðaláfrýjanda að hann hafi að svo komnu lögvarða ha gsmuni af úrlausn um inntak bótaréttar síns og svo sem kröfugerð hans felur í sér. Þá horfa ákvæði 4. mgr. 114. gr. laga nr. 91/1991 öðruvísi við þegar stefnandi leitar viðurkenningardóms í stað aðfararhæfs dóms. Með vísan til þessa fullnægja kröfur aðaláf rýjanda áskilnaði laganna um ákveðna og ljósa kröfugerð, sbr. til hliðsjónar til dæmis dóm Hæstaréttar 18. júní 2009 í máli nr. 646/2008. 19 Í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 30/2004 segir að sé ekki um annað samið í vátryggingarsamningi eigi vátryggður rétt á fullu m bótum fyrir fjártjón sitt. Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi því er varð að lögum nr. 30/2004 kemur fram vátryggingarverð myndi greiðsla þess teljast fullar bætur í skilnin gi ákvæðisins og ef ekki er um annað samið myndu fullar bætur teljast þær bætur sem bæri að greiða samkvæmt reglum skaðabótaréttar í því tilviki sem um ræðir. Verður meðal annars að líta svo á í ljósi þessa að ef um munatjón er að ræða þurfi vátryggður að sæta því að bætur til hans verði lækkaðar ef endurkaup, endurbygging eða viðgerð leiðir til umtalsverðrar verðmætisaukningar honum til handa. Þá er mælt fyrir um það í 2. mgr. sömu greinar að ef ákveða á bætur í samræmi við viðgerðarkostnað eða endurkaupsv erð geti vátryggður krafist bóta fyrir slíkan kostnað þótt viðgerð eða endurkaup hafi ekki átt sér stað. Þetta gildi þó ekki ef annað leiðir af vátryggingarskilmálum eða lögum. Um þetta ákvæði segir í framangreindum athugasemdum að þessi regla sé í samræmi við almennar reglur skaðabótaréttar um að þegar staðreynt hefur verið að tjónþoli hafi orðið fyrir fjártjóni eigi hann rétt á skaðabótum úr hendi þess sem bótaskyldur er, óháð því hvort hann hafi gert við skemmdan hlut eða ætli sér að gera það eða afla ný s í stað þess sem eyðilagður hefur verið. Ekki þyki rétt að skylda vátryggðan til viðgerða eða enduröflunar ef hann kýs það ekki sjálfur. Frá þessu yrði þó vikið ef um það væri samið í vátryggingarsamningi 7 eða um það væru fyrirmæli í sérlögum. Veigamesta r eglan þar um er í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 48/1994 þar sem mælt er fyrir um að bætur fyrir tjón á húseign megi aðeins greiða til þess að gera við húseign sem skemmst hefur við bruna eða til endurbyggingar. Þá er í 2. mgr. sömu greinar að auki kveðið á um sk erðingu bóta við tilteknar aðstæður og svo sem áður er getið. 20 Samkvæmt 2. málslið 2. mgr. 3. gr. reglugerðar nr. 809/2000 um lögboðna brunatryggingu húseigna fylgir með við sölu húseignar réttur til vátryggingarbóta vegna bruna nema um annað hafi verið sa mið milli eiganda og kaupanda. Reglugerð þessi var sett með stoð í 8. gr. laga nr. 48/1994 en í greininni er sérstaklega tiltekið að í reglugerð skuli sett nánari fyrirmæli um réttarstöðu við eigendaskipti. Í áður greindum kaupsamningi aðaláfrýjanda og Fes tingar hf. var svo sem fram er komið sérstaklega um það samið að réttur til vátryggingarbóta yrði áfram í höndum seljanda, það er aðaláfrýjanda. 21 Líta verður svo á að gildi meginreglunnar í 1. mgr. 35. gr. laga nr. 30/2004 leiði til þess að í vafatilvikum v erði álitaefni um hvort skerða beri bætur til vátryggðs af einhverjum ástæðum að metast honum í hag. 22 Að því virtu sem að framan er rakið verður á það fallist með aðaláfrýjanda að lög standi ekki til þess að hann þurfi að sæta skerðingu á bótum á þeim grund velli að hann hafi selt hina brunatryggðu fasteign og að endurbygging verði í höndum kaupandans. Þegar af þessari ástæðu kemur aðalkrafa gagnáfrýjanda ekki til álita. 23 Samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 48/1994 skal vátryggingarfjárhæð húseignar nema fullu v erði eignarinnar eftir virðingu sem Þjóðskrá Íslands annast samkvæmt matskerfi og verklagsreglum stofnunarinnar. Heiti þeirrar gerðar er brunabótamat. Er markmið matsins að finna vátryggingarverðmæti húseignarinnar á þeim tíma sem matið fer fram og skal þa ð taka til þeirra efnislegu verðmæta hennar sem eyðilagst geta af eldi og miðast við byggingarkostnað, að teknu tilliti til aldurs, slits, viðhalds og ástands eignar að öðru leyti. Sé ágreiningur á milli vátryggingarfélags og húseiganda um matsfjárhæð getu r hvor aðili um sig óskað endurmats á sinn kostnað, sbr. 4. mgr. sömu greinar. Að þessu sérstaklega gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður staðfest niðurstaða hans um að endurbyggingarkostnaður og þar með bætur til aðaláfr ýjanda verði reistar á brunabótamati sem kröfugerð hans tekur mið af, svo og að þær sæti lækkun um 49.729.500 krónur á grundvelli fyrrgreindrar matsgerðar Hjalta Sigmundssonar 29. júlí 2019. Er um þetta einnig til þess að líta að af hálfu gagnáfrýjanda hef ur ekki verið sýnt fram á að rétt sé að bætur verði ákvarðaðar á öðrum grunni. Þá eru ekki efni til að hrófla við þeirri niðurstöðu héraðsdóms að aðaláfrýjandi eigi tilkall til bóta vegna kostnaðar sem hlaust af hreinsun brunavettvangs og förgun brunaleifa og að sá kostnaður sé hluti vátryggingarbóta. 8 24 Stendur þá eftir að taka afstöðu til kröfu gagnáfrýjanda um takmörkun bótaábyrgðar á grundvelli 26. og 27. gr. laga nr. 30/2004 og þeirrar kröfu hans að bætur til aðaláfrýjanda verði ákvarðaðar án virðisaukask atts. 25 Samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir ber eigandi mannvirkis ábyrgð á að það fullnægi kröfum um brunavarnir sem fram eru settar í lögum og reglugerðum og að brunavarnir taki mið af þeirri starfsemi sem fram fer í mannvirkinu eða á lóð þess á hverjum tíma. Þá er í 2. mgr. sömu greinar kveðið á um að eigandi og eftir atvikum forráðamaður mannvirkis beri ábyrgð á eigin brunavörnum, að þær séu virkar og að haft sé reglubundið eftirlit með þeim. Jafnframt að þeim sé skylt að hlíta fyrir mælum eftirlitsmanna sveitarfélaga og opinberra stofnana um úrbætur sem eiga sér stoð í lögum og reglugerðum um brunavarnir. 26 Samkvæmt 17. grein í skilmálum fyrir brunatryggingu húseigna, sem aðilar eru sammála um að hafi gilt um vátryggingu iðnaðarhúsnæðis aðaláfrýjanda að Goðanesi 12 á Akureyri þegar það varð eldi að bráð í maí 2017, bar vátryggingartaka að sjá um að allur umbú naður á og við hina vátryggðu eign væri í samræmi við fyrirmæli í gildandi lögum og reglugerðum, þar á meðal reglum um brunavarnir. Þar kemur einnig fram að megi rekja tjón á hinni vátryggðu húseign til þess að umbúnaði hafi verið áfátt að einhverju leyti og í trássi við ofangreind fyrirmæli geti ábyrgð félagsins fallið niður að öllu leyti. Þá er í 18. grein skilmálanna mælt fyrir um að varúðarreglur séu settar í því skyni að koma í veg fyrir og takmarka tjón og það sé forsenda fyrir því að veita vátrygging una að settum varúðarreglum sé fylgt. Hafi vátryggður vanrækt að hlíta varúðarreglum eða öðrum fyrirmælum í vátryggingarsamningi megi lækka eða fella niður ábyrgð félagsins, sbr. 26. gr. laga nr. 30/2004. Samkvæmt yfirskrift greinanna taka þær til varúðarr eglna og brota á þeim. Með þessu gerði gagnáfrýjandi skýran fyrirvara við ábyrgð sína með tilliti til brunatjóns svo sem áskilið er samkvæmt tilvitnuðu lagaákvæði. Samkvæmt því kemur fyrirvari þó ekki til álita ef ekki er við vátryggðan að sakast eða sök h ans er óveruleg eða það, að vátryggingaratburður hefur orðið, verður ekki rakið til brota hans. 27 Þess er áður getið að í húsnæðinu var starfrækt bátasmiðja. Kemur fram í lögregluskýrslu að þegar eldurinn kom upp hafi tveir fullbúnir plastbátar verið inni í húsinu og tveir bátsskrokkar. Þá var þar talsvert magn eldfimra og eldhvetjandi efna. 28 Samkvæmt áðurnefndri matsgerð Önnu Málfríðar Jónsdóttur brunaverkfræðings, sem við eigandi laga og reglugerða, kröfur um eldvarnir og eldvarnaeftirlit og með hliðsjón áhættumatsskýrslu gagnáfrýjanda og þess sem fram kom við eldvarnarskoðun sem áður er geti ð og framkvæmd var af slökkviliðinu á Akureyri. Er fallist á þá ályktun, sem héraðsdómur dregur af niðurstöðum matsmanns, að brunavörnum í húsinu hafi verið stórlega áfátt og þá sérstaklega með tilliti til þeirrar starfsemi sem fór fram í því og aðstæðna a ð öðru leyti. 9 29 Samkvæmt framansögðu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður fallist á niðurstöðu hans um að aðaláfrýjandi hafi af stórfelldu gáleysi brotið gegn varúðarreglu sem laut að brunavörnum. Verður að líta svo á að þar m eð standi öll líkindi til þess að skilyrði 26. gr. laga nr. 30/2004 um orsakatengsl sé einnig uppfyllt. Með því að aðaláfrýjandi hefur ekki sýnt fram á annað verður lagt til grundvallar að slík tengsl séu fyrir hendi milli hins saknæma brots á varúðarreglu og vátryggingaratburðar, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 27. janúar 2005 í máli nr. 321/2004, en telja verður að sú túlkun á 51. gr. eldri laga um vátryggingarsamninga nr. 20/1954 um sama efni, sem byggt er á í dóminum, eigi enn við. 30 Þegar tekin er a fstaða til þess hvaða áhrif brot á varúðarreglu eigi að hafa á rétt vátryggðs til bóta er til þess að líta að í lokamálslið 26. gr. laga nr. 30/2004 kemur fram að þótt félagið geti samkvæmt greininni borið fyrir sig að varúðarreglu hafi ekki verið fylgt me gi samt leggja á það ábyrgð að hluta. Við mat á því hvort félagið eigi að bera ábyrgð og hver hún eigi að vera skal höfð hliðsjón af því hvers konar varúðarreglu var ekki sinnt, sök vátryggðs, hvernig vátryggingaratburð bar að og atvikum að öðru leyti. Sak næmisstig hefur þegar verið nefnt. Ljóst er að tjón aðaláfrýjanda er mjög mikið. Í málinu liggur ekkert fyrir um eldsupptök. Í fyrirliggjandi matsgerð brunaverkfræðings kemur fram að ómögulegt sé að segja til um hvenær eldurinn kviknaði og þá hversu lengi hann hafi verið búinn að krauma áður en hans varð vart. Þegar eldur kviknar í lokuðu rými geti hann kraumað í góðan tíma áður en hann breiðist út en hann geti einnig breiðst mjög hratt út og orðið fljótt að stóru báli. Samkvæmt lögregluskýrslum hafi eldsin s fyrst orðið vart þegar dökkan reyk lagði upp frá húsinu. Ef sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi tengt varðstöð hefði verið í húsinu, svo sem ráð var gert fyrir á samþykktum aðaluppdráttum af húsinu, hefði það greint reyk strax í upphafi og sent slökkvilið af stað. Hvort það hefði haft afgerandi áhrif á framvindu brunans og endanlega útkomu sé ómögulegt að segja. Samt sem áður verði að telja það líklegt að vart hefði orðið við reyk og/eða eld fyrr en raunin varð ef brunavarnir í húsinu hefðu verið í samræmi vi ð kröfur. Í matsgerðinni kemur einnig fram að í úttekt gagnáfrýjanda 27. apríl 2016 var á það bent að útbúin skyldu sér brunahólf til geymslu á eldfimum efnum. Ekki yrði séð að það hefði verið gert. Taldi matsmaður öruggt að eldurinn hefði orðið umfangsmin ni ef eldfim efni hefðu verið geymd í sér brunahólfi. Að framangreindu virtu verður staðfest niðurstaða héraðsdóms um skerðingu bóta til aðaláfrýjanda á grundvelli 26. gr. laga nr. 30/2004 og að hlutfall hennar skuli vera 25%. 31 Engin efni standa til þess að bætur til aðaláfrýjanda sæti frekari skerðingu á grundvelli 27. gr. laga nr. 30/2004. 32 Í 9. grein framangreindra vátryggingaskilmála kemur fram að ef vátryggður getur nýtt kostnað vegna tjóns til skattafrádráttar, svo sem vegna innskatts eða réttar til end urgreiðslu virðisaukaskatts vegna endurbóta á hinu vátryggða í kjölfar tjóns, skuli bætur lækka sem því nemur. Engin efni eru til að víkja þessu ákvæði skilmálanna til 10 hliðar. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfe st sú niðurstaða hans að bætur til aðaláfrýjanda sæti lækkun sem nemur lögbundnum afreikningi vegna virðisaukaskatts. 33 Samkvæmt öllu framansögðu verður hinn áfrýjaði dómur staðfestur, þar á meðal ákvæði hans um málskostnað. 34 Rétt þykir að málskostaður fyrir Landsrétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 29. maí 2020 1. Mál þetta var höfðað 25. maí 2018. Stefnandi er Þríforkur ehf., Hamarstíg 26 á Akureyri. Stefndi er Sjóvá - Almennar tryggingar hf., Kringlunni 5 í Reykjavík. Aðalmeðferð málsins fór fram 5. maí 2020 og var málið dómtekið að henni lokinni. 2. Stefnandi krefst þess að viðurkennd verði með dómi skylda stefnda til að greiða stefn anda 295.426.104 krónur í vátryggingarbætur hlutfallslega í samræmi við fram vindu endurbyggingar fasteignar að Goðanesi 12 á Akureyri, fastanr. [...] , á grundvelli brunatryggingar eignarinnar, skírteinisnúmer [...] , vegna brunatjóns 31. maí 2017. Þá krefst stefnandi 6.552 .781 krónu í málskostnað úr hendi stefnda. Stefndi krefst þess aðallega að verða sýknaður að svo stöddu af öllum kröfum stefnanda en til vara að hann verði einungis dæmdur bótaskyldur að hluta og til greiðslu verulega lægri fjárhæðar en krafist er og í báð um tilvikum krefst stefndi þess að stefnandi verði dæmdur til að greiða honum málskostnað að mati dómsins. Stefndi krafðist í öndverðu frávísunar málsins en þeirri kröfu var hafnað með úrskurði 13. desember 2018. Þá voru undir rekstri málsins kveðnir upp ú rskurðir 3. júní 2019 og 12. september 2019 um ágreining aðila um matsbeiðnir stefnda. 3. Stefnandi var eigandi fasteignarinnar Goðaness 12 á Akureyri. Húsið var stálgrindarhús reist á árinu 2006, iðnaðarhúsnæði á einni hæð með geymslulofti, alls 1.825 m 2 . Á árinu 2017 kom tvívegis upp eldur í húsinu. Fyrri bruninn varð 27. janúar og hlutust af honum verulegar skemmdir á fasteigninni. Fasteignin var tryggð lögboðinni brunatryggingu hjá stefnda sem viðurkenndi fulla greiðsluskyldu vegna afleiðinga brunans. Þan n 31. maí kviknaði svo aftur í húsinu er enn stóðu yfir endur bætur vegna fyrri brunans og í þessum síðari bruna varð húsið fyrir svo miklum skemmdum að allt burðarvirki þess, klæðningar og innréttingar urðu ónýtar. Ekki kom fram við rannsókn lögreglu nein skýring á orsökum brunans og eru eldsupptök því ókunn. Stefndi lét í samræmi við skilmála tryggingarsamnings aðila fara fram tjónamat í október 2017. Samkvæmt matinu var tjónið talið nema 183.872.783 krónum án virðisaukaskatts. Þá ákvað stefndi að félagið myndi skerða bætur um 50% með vísan til þess að umbúnaður fasteignarinnar á tjónsdegi hefði 11 ekki verið í samræmi við gildandi reglur um brunavarnir og að stefnandi hefði þannig brotið gegn skilmálum brunatryggingarinnar og af stórkostlegu gáleysi valdið þ ví að afleiðingar tjónsins urðu mun meiri en ella hefði orðið. Stefnanda var því tilkynnt um að bætur væru ákveðnar 91.961.392 krónur. Þessu vildi stefnandi ekki una. Hann lýsti því yfir að hann hygðist endurreisa hús á fasteigninni og taldi að sér bæru vá tryggingarbætur sem ákveðnar væru á grundvelli brunabótamats eignarinnar á tjónsdegi, sem hann telur að hafi verið 320.200.000 krónur. Að frádregnu verðmæti þeirra hluta hússins sem ekki eyðilögðust við brunann en að teknu tilliti til kostnaðar við nauðsyn lega lagfæringu þeirra telur stefnandi að rétt ákveðnar vátryggingarbætur nemi 295.426.104 krónum. Undir rekstri málsins kom fram að stefnandi hefur selt fasteignina en við þá sölu haldið eftir rétti til vátryggingarbóta úr hendi stefnda. Óumdeilt er með a ðilum að stefnda beri að greiða stefnanda vátryggingarbætur vegna tjóns af völdum brunans 31. maí 2017. Ágreiningur aðila snýst um fjárhæð bóta og grundvöll bótauppgjörs, það er hvort miða eigi við brunabótamat eða markaðsvirði fasteignarinnar á tjónsdegi. Þá deila aðilar um hvort stefnda sé heimilt að skerða bótarétt stefnanda vegna ætlaðs gáleysis hans. Málatilbúnaður stefnanda 4. Stefnandi byggir á því, með vísan til vátryggingarsamnings aðila og skilmála nr. 261 fyrir brunatryggingu húseigna og laga nr. 3 0/2004 um vátryggingar samn inga, að sér beri vátrygg ingar bætur sem ákveðnar skuli á grundvelli brunabótamats eignarinnar á tjónsdegi, sem hann telur að hafi verið 320.200.000 krónur. Stefnandi telur að rétt ákveðnar vátrygg ingar bætur að frádregnu verð mæti þeirra hluta hússins sem ekki eyðilögðust við brunann nemi 295.426.104 krónum. Stefnandi byggir á því að ekki séu skilyrði til að skerða bótarétt hans vegna brunatjónsins og vísar til þess að samkvæmt 3. mgr. 27. gr. laga nr. 30/2004 geti stefndi ekki borið fyrir sig að vátryggður hafi valdið vátrygg ing aratburði ef háttsemi hans telst ekki ásetningur eða stórkostlegt gáleysi. Stefnandi telur að rök stefnda fyrir skerðingu bótahlutfalls, með því að fyrirsvarsmenn stefnanda hafi brotið gegn varúðarregl um í umsömdum skilmálum brunatryggingar húseigna eða valdið því af stórkostlegu gáleysi að tjón vegna brunans hafi orðið mun meira en ella hefði orðið, eigi ekki við. Þannig séu ekki fram komin skilyrði 27. gr. laga nr. 30/2004 um skerðingu bótaréttar þar sem fyrirsvarsmenn stefnanda hafi ekki sýnt af sér háttsemi í aðdraganda tjónsins sem jafna megi til stórkostlegs gáleysis í skilningi laganna. Sönnunarbyrðin fyrir lögmæti skerðingar hvíli á stefnda. Engin slík sönnun hafi komið fram og því telji stefnand i sig eiga rétt á fullum bótum vegna afleiðinga altjónsins sem varð á fasteign hans að Goðanesi 12 á Akureyri. 5. Stefnandi byggir á því að þrátt fyrir að í ákvæði 9. gr. skilmála stefnda nr. 261 um brunatryggingu húseigna sé kveðið á um að bætur falli ekki í gjalddaga fyrr en viðgerð eða endurbygging hefur farið fram sé venjuhelguð framkvæmd sú að greiðsluskylt trygg ing afélag greiði umsamdar brunabætur eftir framvindu viðgerðar eða endur bygg ingar húss sem orðið hefur fyrir skemmdum. Þannig greiði tryggin gafélag innborganir á tjón eftir eigin úttekt á verkstað og taki fjárhæð innborgana mið af því hversu miklu sé lokið af endurgerðinni. Þetta telur stefnandi að sé óumdeilt með aðilum. Stefnandi hafi fyrirhugað að endurbyggja fasteignina en framkvæmdir séu ekki hafnar. Ástæðuna telur stefnandi að rekja til þess að ekki hafi náðst samkomulag við stefnda um bætur, fyrst og fremst vegna þeirrar afstöðu stefnda að hyggjast skerða greiðsluhlutfall bóta um 50%. Vegna þessa hafi stefnandi neyðst til að selja fastei gnina en við þá 12 sölu hafi stefnandi haldið eftir rétti til tryggingarbótanna, eins og heimilt sé og ráð fyrir gert í 2. mgr. 3. gr. reglugerðar um lögboðna brunatryggingu nr. 809/2000. 6. Stefnandi telur að við úrlausn á því hvort telja megi háttsemi fyrirsv arsmanns stefnanda í aðdraganda brunans stórkostlegt gáleysi verði að líta til þeirrar reglu vátrygg inga réttar að sá sem beri fyrir sig stórkostlegt gáleysi beri sönnunarbyrðina fyrir þeirri staðhæfingu. Þetta telur stefnandi felast í 27. gr. vátrygginga rsamningalaga nr. 30/2004 og þessa reglu telur hann hafa verið staðfesta í fjölmörgum dómum Hæstaréttar. Stefnandi hafnar því að tjóni hans, að hluta eða í heild, hafi verið valdið af stórkostlegu gáleysi. Þannig byggi stefndi skerðingu bótahlutfalls á því að stefnandi hafi farið gegn varúðarreglum skilmála tryggingarinnar sem um ræðir, samanber 17. gr. þeirra. Þessu til stuðnings vísi stefndi til þess að áskorunum hafi verið beint til stefnanda, bæði af stefnda og slökkviliði Akureyr ar, að gera úrbætur hv að brunavarnir snerti. Þessi frásögn stefnda sé út af fyrir sig rétt en á hinn bóginn hafi stefndi í verki viður - kennt að það sem ólokið var hjá stefn anda af úrbótum samkvæmt ábendingum stefnda og slökkviliðsins hafi verið minni háttar. Þannig hafi stefn di þrátt fyrir að sömu að stæður hafi verið uppi er fyrri eldsvoðinn varð 27. janúar 2017 ekki séð ástæðu til þess að skerða hlutfall vátrygg ingarbóta með vísan til ætlaðs stór kostlegs gáleysis fyrirsvarsmanns stefnanda í það sinn. Telur stefnandi að ste fndi hafi því viðurkennt í verki að tjóni vegna síðari brunans hafi ekki verið valdið af stórkost legu gáleysi þar sem yfirlýsing félagsins við uppgjör bóta vegna fyrri brunans án eigin sakar bindi félagið og stefnandi hafi mátt hafa réttmætar væntingar ti l þess að sakarmat yrði hið sama í báðum tilvikum. Þá telur stefnandi að stefndi hafi ekki sýnt fram á að aðstæður í fasteigninni Goðanesi 12 í aðdraganda brunans 31. maí 2017 hafi verið slíkar að jafna megi til stórkostlegs gáleysis. Þær athugasemdir sem fram hafi komið í úttektum stefnda og slökkviliðsins hafi ekki verið svo stórvægilegar að í því felist stórkostlegt gáleysi að ekki hafi verið lokið að lagfæra hvert einasta smáatriði er bruninn varð. Athugasemdir hafi verið minni háttar og þess eðlis að e kki hefði komið í veg fyrir brunann eða dregið úr umfangi hans eða afleiðingum þó lokið hefði verið að bæta úr þeim. Þá verði að hafa í huga að úrbótum vegna afleiðinga fyrri brunans hafi ekki verið að fullu lokið er seinni bruninn varð og að ástæður þess sé ekki að rekja til gáleysis fyrirsvarsmanns stefnanda. 7. Þá vísar stefnandi til þess að jafnvel þó dómurinn teldi að brunavörnum hafi verið svo áfátt að jafna megi til stórkostlegs gáleysis hafi stefndi ekki sýnt fram á orsakatengsl milli þeirra brunavarn a sem á skorti og þess að tjónið hafi orðið umfangsmeira en ella. Sönnunarbyrðin fyrir þessu hvíli á stefnda, sbr. 27. gr. laga nr. 30/2004, en sönnun hafi ekki tekist, ekki heldur með vísan til mats dómkvadds matsmanns sem stefndi hafi kallað til. Stefndi miði við skerðingarhlutfallið 50% sem hljóti að byggjast á því að félagið telji að forða hefði mátt helmingi tjónsins með fullnægjandi brunavörnum. Stefnandi telur að um þetta verði fráleitt fullyrt og vísar til þess að eldsupptök séu ókunn. Þá sé engin l eið að vita hversu lengi eldur hafði logað áður en lögregla varð hans vör. Vísbendingar séu um að eldurinn hafi stigmagnast á ógnarhraða og mikið magn eldhvetjandi efna hafi verið í húsinu. Því telur stefnandi að engin leið hafi verið fyrir slökkvilið að h emja eldinn er hann kom upp, jafnvel þótt tilkynning um eldsvoðann hefði borist fyrr, til dæmis um brunaviðvörunarkerfi. Þannig telur stefnandi að jafnvel þó allar eldvarnir, sem ábendingar voru um, hefðu verið fyrir hendi hefði það engu breytt um afleiðin gar eldsvoðans. Stefnandi vísar til þess að í dómum Hæstaréttar hafi því verið slegið föstu að til þess að gáleysi teljist stórfellt þurfi mjög mikið til að koma. Jafnvel þó fyrirsvarsmaður stefnanda verði talinn hafa sýnt af sér gáleysi sé fráleitt að tel ja það stórfellt. 13 8. Stefnandi byggir á því að jafnvel þó stefnandi yrði talinn hafa valdið því að afleiðingar vátryggingaratburðarins urðu meiri en ella með háttsemi sem teljist til stórkostlegs gáleysis sé skerðingarhlutfall bótaréttar vegna stórkostlegs g áleysis samkvæmt ákvörðun stefnda um 50% úr öllu hófi og ekki í samræmi við lagasjónarmið. Stefnandi vísar til þess að vátryggingafélagið fylgi ekki þeirri aðferðafræði sem heimildarákvæði 27. gr. vátryggingarsamningalaga tilgreini. Í ákvæðinu komi fram að hafi v átryggður í öðrum vátryggingum en ábyrgðartryggingum, með háttsemi sem telja verði stórkostlegt gáleysi, valdið vátryggingaratburði losni félagið úr ábyrgð í heild eða að hluta. Við úrlausn á þessum atriðum skuli litið til sakar vátryggðs , hvernig v átryggingaratburð bar að , hvort vátryggður var undir áhrifum áfengis eða fíkniefna sem hann hafði sjálfviljugur neytt og atvika að öðru leyti . Að mati stefnanda byggist afstaða stefnda ekki á lögmætum sjónarmiðum og stefnandi telur að lögfræðileg nálgun fé lagsins sé beinlínis röng og í andstöðu við 27. gr. laga nr. 30/2004. Þannig styðjist höfnun félagsins einvörðungu við úttektarskýrslur stefnda og slökkviliðs Akureyrar en hvergi sé vikið að öðrum þáttum sem lagagreinin tiltekur eins og sakarmati, því hver nig vátryggingaratburð bar að eða atvikum að öðru leyti. Þá sé ekki lagt efnislegt mat á ætlaða saknæma háttsemi fyrir svars manns stefnanda að því er viðkemur uppruna eldsvoðans, sem óvitað sé um og stefnandi hafi enga sök átt á. Aðeins sé einblínt á hugs anlega tjónstakmörkun sem komið hefði til ef brunaviðvörunarbúnaður hefði verið í samræmi við athugsemdir, án þess að nokkur gaumur sé gefinn að orsakatengslum milli þess og afleiðinganna. Stefnandi telur, og vísar um það til sjónarmiða að baki nefndri 27. gr. vátryggingarsamningalaga og dóma for dæma Hæstaréttar, að við mat á sök vátryggðs beri að taka ríkt tillit til afleiðinganna sem af atvikinu hlutust. Við meðferð málsins hjá stefnda hafi það alls ekki verið gert og með öllu litið fram hjá þeim mjög sv o alvarlegu fjárhagslegu afleiðingum sem bruninn hefur haft á rekstur og fjárhag stefnanda. Með vísan til þessa telur stefnandi að niðurstaða stefnda um 50% skerðingu bótaréttar styðjist alls ekki við þá lagalegu aðferðafræði sem 27. gr. laga nr. 30/2004 k veður á um við mat á skerðingu bótaréttar þegar tjóni er valdið af stórkostlegu gáleysi og að við úrlausn málsins verði að líta til þess rökstuðnings sem stefndi færði fyrir neitun sinni í höfnunarbréfi 3. október 2017 en að síðar tilkomin rök hans séu að engu hafandi. 9. Stefnandi telur að mat stefnda á fjártjóni af völdum eldsvoðans frá í október 2017 sé rangt. Samkvæmt tjónamati stefnda hafi tjónið numið 228.002.251 krónu að meðtöldum virðisaukaskatti auk 50.000 króna í bætur vegna viðgerðar á botnplötu fa steignarinnar samkvæmt mati verkfræðistofunnar Verkís sem unnið hafi verið að beiðni stefnda. Stefnandi er ósammála niðurstöðum mats stefnda og telur rétt metið tjón nema 295.426.104 krónum að meðtöldum virðisaukaskatti. Mismuninn telur stefnandi felast að allega í því að í tjónamati stefnda sé byggt á því að brunabótamat Goðaness 12 á tjónsdegi hafi verið 312.450.000 krónur en það sé ekki rétt. Hið rétta sé að brunabótamat eignarinnar á tjónsdegi hafi verið 320.200.000 krónur en um það vísar stefnandi til v ottorðs Þjóðskrár. Þá vísar stefnandi til þess að aðila greini á um raunverulegt ástand sökkla og botnplötu fasteignarinnar eftir brunann. Þannig sé af hálfu stefnda á því byggt að grunnurinn hafi verið í góðu ástandi og að einungis hafi þurft smávægilegra lagfæringa við til að hann yrði nothæfur að nýju. Þetta telur stefnandi rangt. Gólfplatan er að hans mati verr farin en stefndi ætlar. Í því sambandi bendir stefnandi á niðurstöðu dómkvadds matsmanns sem kallaður var til af stefnda og mat kostnað við viðg erðir á undirstöðum hússins og botnplötu 1.342.400 krónur. 14 10. Stefnandi telur að hann sé rétthafi brunabóta úr hendi stefnda og að þær beri að meta á grund velli brunabótamats Goðaness 12 og að ekki verði byggt á mati stefnda á endur stofn verði fasteignarin nar þar sem það sé bæði rangt og þess hafi verið aflað einhliða. Stefnandi lýsir því yfir að hann muni reisa hús á fasteigninni að Goðanesi 12 og að hann hafi ekki hug á að leita undanþágu frá endurbyggingarskyldu. Með vísan til þessa hafnar stefnandi því að til greina komi að byggja bætur á markaðsvirði eignarinnar sem brann eins og stefndi ráðgeri. Þannig sé heimild til að leita undanþágu frá endur bygg ing ar skyldu háð vilja vátryggðs en ekki valkostur vátryggjanda. Stefnandi hafnar þeirri málsvörn stef nda að réttur til endurgreiðslu ruðningskostnaðar hafi ekki stofnast með því að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hann hafi greitt slíkan kostnað og vísar til gagna sem hann telur staðfesta að hann hafi staðið að hreinsun brunavettvangsins og förgun bruna leifa. Stefnandi hafnar því að draga beri frá brunabótum skattfrádrátt vegna innskatts. Hann telur að byggjanda fasteignar sé heimilt en ekki skylt að innskatta og að það að leggja á hann slíka kvöð til hagsbóta fyrir stefnda sé andstætt sjónarmiðum um ful lar bætur þar sem það feli í sér stofnun íþyngjandi og hamlandi kvaðar um leiðréttingarskyldu gagnvart ríkinu sem hann telji sér óskylt að undirgangast. Svo langt gangi tjónstakmörkunarskylda hans ekki. Þá hafnar stefnandi því að krafa stefnda um sýknu að svo stöddu geti átt við þar sem aðeins sé í málinu gerð krafa um viðurkenningu á rétti stefnanda til vátryggingarbóta eftir framvindu endurbyggingar. Málatilbúnaður stefnda 11. Stefndi vísar til þess að áður en fasteignin Goðanes 12 á Akureyri hafi orðið eldi að bráð 31. maí 2017 hafi stefndi sem vátryggjandi fasteignarinnar látið fara fram áhættumat á eigninni í apríl 2016 og að við matið hafi komið fram ýmsir annmarkar á fyrirkomulagi brunavarna í húsinu. Þannig hafi komið fram að upphafleg brunahólfun hússi ns hefði verið rofin, þvert á samþykktar teikningar. Athugasemd hafi verið gerð við brunaálag hússins og mælt með að brunahönnuður yrði látinn yfirfara alla brunahönnun. Fram hafi komið að ekkert brunaviðvörunarkerfi væri í húsinu þrátt fyrir ákvæði þar um í samþykktum teikningum. Þá hafi verið lagt til að sérstakt brunarými yrði útbúið fyrir eldfim og eldhvetjandi efni. Stefnanda hafi í framhaldinu verið gert að bæta strax úr alvarlegustu annmörkunum en verið veittur þriggja mánaða frestur til að bæta úr ö ðrum. Þá hafi slökkvilið Akureyrar framkvæmt eldvarnarskoðun á fasteigninni 18. maí 2016. Við þá skoðun hafi alvarlegar athugasemdir verið gerðar við það að brunahólfun væri ekki í samræmi við samþykktar teikningar og að brunaviðvörunarkerfi vantaði og fre stur veittur til úrbóta til 20. júní 2016. 12. Stefndi vísar til þess að áður hafði orðið bruni í sömu fasteign 27. janúar 2017. Stefndi hafi viðurkennt bótaskyldu úr brunatryggingu stefnanda vegna þess tjóns og bætur hafi verið greiddar eftir framvindu endur bóta á húsnæðinu. Þá vísar stefndi til þess að fram sé komið í málinu að endurbótum og úrbótum eftir fyrri brunann hafi ekki verið lokið er seinni bruninn varð og að úrbætur hafi ekki verið gerðar á brunavörnum eignarinnar og að mikið magn eldfimra og eldh vetjandi efna hafi verið í húsnæðinu við brunann. Stefndi vísar til þess að tjónamat félagsins sem unnið hafi verið í samræmi við skilmála vátryggingarinnar hafi legið fyrir 2. október 2017 og byggst meðal annars á birtu brunabótamati og úttektarskýrslu se m stefndi hafi fengið verkfræðistofuna Verkís til að gera um botnplötu hússins. Útreiknað tjónamat stefnda hafi verið ákveðið 183.872.783 krónur án virðisaukaskatts og stefnanda verið tilkynnt um 15 skerðingu sem næmi 50% af tjónamati og bætur yrðu því ákveðn ar 91.961.392 krónur án virðisaukaskatts. Stefnandi hafi hins vegar kosið að hafna niðurstöðu úr tjónamati stefnda. 13. Stefndi telur að sér beri sýkna að svo stöddu af kröfu stefnanda þrátt fyrir að óumdeilt sé að stefnandi eigi rétt til greiðslu bóta úr bru natryggingu hjá stefnda með því að greiðsluskylda hafi ekki enn stofnast. Þannig sé endurbygging ekki hafin og ekki hafi stefnandi heldur óskað eftir undanþágu frá byggingarskyldu. Við þessar aðstæður fær stefndi ekki séð að unnt sé að fallast á viðurkenni ngarkröfu stefnanda að svo stöddu og enn síður fái þetta staðist eftir að fram er komið að stefnandi hefur selt fasteignina. Stefndi vísar til ákvæðis 35. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga og 9. gr. vátrygg ingarskilmála brunatryggingar aðila. Þ viðgerðarkostnað eða endurkaupsverð getur vátryggður krafist bóta fyrir slíkan kostnað þótt viðgerð eða endurkaup hafi ekki átt sér stað. Þetta gildir þó ekki ef ann Með 9. gr. vátryggingarskilmála stefnda hafi verið vikið frá 35. gr. laga nr. 30/2004 um vátryggingarsamninga og sérstaklega samið um að að stefndi greiddi bætur eftir fram vindu endurbyggingar. Tjónþola séu þ ví almennt tvær leiðir tækar, að endurbyggja eða óska undanþágu frá byggingarskyldu. Ef eignin er endurbyggð þá greiðist bætur miðað við framvindu. En ef ekki er endurbyggt, þá sé félaginu heimilt að veita undanþágu frá byggingarskyldu í samráði við skipul agsyfirvöld og í því tilviki séu bætur greiddar í formi eingreiðslu að frádregnum 15% af bótafjárhæðinni. Þá sé stefnda heimilt að miða við markaðsverð eignarinnar ef hann telur að brunabótamat sé greinilega hærra en markaðs verð hennar. Stefndi vísar um þ essi atriði til 9. gr. skilmála brunatryggingar hjá stefnda og 2. mgr. 3. gr. laga nr. 48/1994 um brunatryggingar, sem og 2. mgr. 16. gr. reglugerðar nr. 809/2000. Þannig sé óumdeilt að endurbygging að Goðanesi 12 sé ekki hafin og stefndi telur ljóst að st efnandi ætli ekki að endurbyggja eignina. Hann hafi enda selt fasteignina í september 2018, eftir að mál þetta var höfðað. Þá beri teikningar sem fylgi kaupsamningi bersýnilega vott um að ekki sé verið að endurbyggja Goðanes 12 í skilningi laga nr. 48/1994 og vátryggingarskilmálanna og í öllu falli verði það ekki stefn andi sem muni byggja þar. Stefnandi hafi ekki sótt um undanþágu frá byggingarskyldu eins og honum beri að gera ef hann vill gera tilkall til brunabóta án þess að endurbyggja eignina og engin gögn hafi verið lögð fram af hálfu stefnanda sem leiði til þess að til greiðsluskyldu komi úr brunatryggingunni. Með vísan til þessa beri að sýkna stefnda að svo stöddu. 14. Að því er varðar varakröfu um lækkun krafna stefnanda byggir stefndi á því að leggja beri markaðsverð eignarinnar á tjónsdegi til grundvallar ákvörðun bóta. Stefndi vísar til þess að stefnandi hafi ráðstafað fasteigninni með kaupsamningi 3. september 2018. Fyrir liggi að hann hafi hætt við áform um að endurbyggja eignina. Þetta leiði til e ingreiðslu bóta, þegar samþykkt hafi verið að falla frá byggingarskyldu. Þá sé heimilt að lækka bóta fjár hæð um 15%. Enn fremur sé, ef brunabótamat er greinilega hærra en markaðsverð, heimilt að miða við markaðsverð að lóð meðtalinni. Um þetta vísar stefn di til matsgerðar um verðmat fast eign arinnar í janúar 2017, sem hann hefur lagt fram, þar sem matsmaður telur markaðs virði hennar þá nema 165.000.000 króna. Þá hafi stefnandi keypt eignina á 90.000.000 króna árið 2013 og boðið hana til sölu á 220.000.00 0 króna árið 2017. Ljóst sé því að bruna - bótamat eignarinnar hafi verið verulega hærra en markaðsverð. Þá vísar stefndi til þess að uppdrættir sem fylgdu umsókn stefnanda um byggingarleyfi í júlí 2018 hafi sýnt að aldrei hafi staðið til að endurbyggja 16 húsi ð heldur hafi þar birst fyrirætlanir um bygg ingu tveggja til þriggja húsa á lóðinni. Með vísan til alls þessa telur stefndi ljóst að miða eigi bætur við markaðsverð fasteignarinnar er hún varð eldi að bráð. 15. Stefndi telur að ef ekki verður fallist á að mi ða við markaðsverð beri að miða við kostnað vegna endurbyggingar á sambærilegri eign. Um þetta beri að leggja tjónamat stefnda til grund vallar. Með þessu fái vátryggður fullar bætur en í því felist að bætur miðist við endur öflun arverð þess hlutar sem fó rst. Vísar stefndi til þess að það sé meginregla skaða bóta réttar að tjónþoli eigi ekki að hagnast á tjóni sínu. Þá vísar stefndi til ákvæðis 8. gr. vátrygg ing arskilmála sinna um að matsmenn á vegum stefnda skuli meta tjón og eyði leggist húseign algerl ega skuli matsmenn kanna hvort vátryggingarfjárhæð sé í samræmi við raunverulegt verðmæti eignarinnar á tjónsdegi. Stefndi byggir á því að fjárhæð á vátrygg ing arskírteini feli ekki í sér bindandi vátryggingarfjárhæð. Reynist raunverulegt verð mæti eignar við altjón lægra en brunabótamat hennar sé heimilt að miða við endur bygg ing arverð við ákvörðun bóta. Vátryggingarfjárhæð samkvæmt vátryggingarskírteini mæli því aðeins fyrir um hámarksbætur. Um þetta vísar stefndi til dómafordæma Hæstaréttar. Þá telur stefndi að stefnandi beri sönnunarbyrði um umfang tjóns síns. Telur stefndi að stefnandi hafi ekki sannað að endurbyggingarverð fasteignarinnar sé hærra en stefndi hafi lagt til grundvallar. 16. Stefndi gerir ýmsar athugasemdir við forsendur tjónamats stefnan da sem stefnufjárhæðin byggist á. Stefndi vísar til tjónamats síns sem unnið hafi verið á grundvelli ákvæða trygg ingar skilmála þeirra sem giltu um vátryggingarsamning aðila. Telur stefndi að það mat hafi frekari stuðning af matsgerð Hjalta Sigmundssonar sem aflað var að tilhlutan stefnda. Þar komi fram að afskrifað endurstofnverð þeirra hluta hússins sem reyndust óskemmdir eftir brunann, að teknu tilliti til viðgerða á skemmdum sem urðu við hreinsun eða við brunann, sé 49.729.500 krónur sem eigi að koma t il frádráttar vátrygg ingarbótum. Þá verði sömuleiðis að miða við, eins og gert er í tjónamati stefnda, að stefnanda beri ekki bætur vegna hönnunar - , eftirlits og verkstjórnarkostnaðar þar sem teikningar af fasteigninni sem brann liggi fyrir. Stefndi vísar til þess að því er varðar hreins un ar - og förgunarkostnað að hann hafi krafist þess að hreinsun og förgun færi fram í samræmi við opinberar kröfur og að tryggt yrði að niðurrif myndi ekki valda skemmdum á botnplötu eða boltafestingum. Að þessu tilskyldu færi greiðsla fullnægj andi reikninga fram eftir úttekt stefnda. Stefnandi hafi hins vegar kosið að hlutast sjálfur til um hreinsun og förgun og fullnægjandi gögn um greiðslur eða kvittaðir reikn ingar liggi ekki fyrir og því hafi ekki stofnast til greiðsl uskyldu vegna þessa liðar. Þá vísar stefndi til þess að uppgjör tryggingarbóta eigi að fara fram að frádregnum virðis auka skatti eða innskatti enda sé stefnandi virðisaukaskattsskyldur aðili og hin vátryggða eign ætluð til atvinnurekstrar. Vísar stefndi t il 9. gr. vátryggingarskilmála sinna sem beri með sér að ef kostnaður vegna tjóns nýtist til skattfrádráttar skuli bætur lækka sem því nemi. Þetta telur stefndi auk þess leiða af þeirri grunnreglu vátryggingarsamningalaga að stefnanda beri að takmarka tjón sitt og að hann eigi ekki að hagnast af tjóninu. 17. Stefndi byggir á því að heimilt sé að skerða bætur til stefnanda þar sem varúðarreglum hafi ekki verið fylgt með vísan til 26. og 27. gr. vátryggingarsamningalaga nr. 30/2004 og 17. og 18. gr. vátryggingar skilmálanna. Í 26. og 27. gr. vátryggingarsamningalaga sé sérstaklega tekið fram að þegar tekin er afstaða til bótaskyldu beri meðal annars að taka mið af því hvers konar varúðarreglu var ekki sinnt, 17 sök vátryggðs, hvernig vátrygg ing ar atburð bar að og a tvika að öðru leyti. Stefndi vísar til ákvæðis 23. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir og ákvæða reglugerða um eldvarnir og eldvarnareftirlit þar sem kveðið sé á um ábyrgð eiganda fasteignar á að fullnægja kröfum um brunavarnir sem fram eru settar í lögum og reglugerðum og að brunavarnir taki mið af þeirri starfsemi sem fer fram í mannvirkinu eða á lóð þess á hverjum tíma. Það hafi því verið stefnandi sem bar ábyrgð á að húsið fullnægði kröfum um brunavarnir sem settar voru í lögum og reglugerðum og að brun avarnir tækju mið af þeirri starfsemi sem fór fram í húsinu og honum bar skylda til að hlíta fyrirmælum eftirlitsmanna sveitarfélaga og opinberra stofnana um úrbætur brunavarna. Vísar stefndi um þetta til framangreindra athugasemda sem gerðar voru á grundv elli áhættumats stefnda frá í apríl 2016 og eldvarnarskoðunar slökkviliðs Akureyrar í maí 2016. Stefndi telur að stefnandi hafi ekki sinnt fullnægjandi endurbótum á brunavörnum fasteignarinnar þrátt fyrir athugasemdir stefnda og slökkviliðs Akureyrar. Stef nandi hafi því ekki uppfyllt skyldur sína samkvæmt lögum nr. 75/2000 og hafi umbúnaður fasteignarinnar verið í trássi við fyrirmæli laga og reglugerða. Með vísan til þessa telur stefndi að hann þurfi aðeins að axla sönnunarbyrði fyrir því að gáleysi stefn anda við brot á varúðarreglum sé ekki óverulegt. Huglæg skilyrði 26. gr. laga nr. 30/2004 séu því uppfyllt í málinu að mati stefnda. Stefndi telur að honum hafi því verið rétt við tjónamat sitt að ákveða að skerða bætur til stefnanda sem nemur 50% með vísa n til 17. og 18. gr. skilmála brunatryggingarinnar. 18. Þá telur stefndi að fyrir liggi að um hafi verið að ræða stórfellt gáleysi fyrirsvarsmanns stefnanda í skilningi 2. mgr. 27. gr. laga nr. 30/2004 og 20. gr. vátryggingarskilmála aðila. Fyrirsvarsmaður st efnanda hafi kannast við framangreindar athugasemdir og þá fresti sem stefnanda voru veittir til úrbóta. Fullnægjandi úrbótum hafi hins vegar ekki verið lokið þegar altjón varð vegna brunans 31. maí 2017. Þá hafi áður orðið bruni í húsnæðinu 29. janúar 201 7. Fyrri bruninn hafi gefið stefnanda sérstakt tilefni til að gera úrbætur tafarlaust og leggja niður starfsemi í fasteigninni þar til úrbótum væri lokið. Þrátt fyrir það hafi starfsemi bátasmiðjunnar, sem fyrirsvarsmaður stefnanda var einnig í fyrirsvari fyrir, enn verið í fullum gangi þar inni. Mikið magn eldfimra og eldhvetjandi efna hafi verið á vinnusvæðum í húsinu og brunahólfun hússins hafi ekki verið lokið. Þrátt fyrir að brunaveggur hafi að einhverju leyti verið kominn upp hafi hurðir ekki verið ko mnar í vegginn, og því líkur á að eldur hafi átt greiða leið þar í gegn. Telur stefndi því að háttsemi stefnanda eftir fyrri brunann hafi falið í sér stórkostlegt gáleysi svo varði skerðingu bóta úr brunatryggingu hans. Þá hefðu viðeigandi úrbætur í samræm i við fyrrgreindar athugasemdir verið til þess fallnar að minnka líkur á eldsvoða, hefta útbreiðslu elds og auka viðbragðstíma við slökkviaðgerðir. Þrátt fyrir að eldsupptök liggi ekki fyrir telur stefndi að skýr orsakatengsl séu milli annmarka á brunavörn um í fasteigninni og stórkostlegs gáleysis stefnanda og eldsvoðans 31. maí 2017. Telur stefndi að stefnandi hefði getað komið í veg fyrir meirihluta tjónsins, og í öllu falli altjón, með fullnægjandi úrbótum. Vísar stefndi máli sínu til stuðnings til matsg erðar Önnu Málfríðar Jónsdóttur brunverkfræðings, dómkvadds matsmanns, sem aflað viðeignandi laga og reglugerðar, kröfur um eldvarnir og eldvarnaeftir lit og með hliðsjón af þeirri starfsemi sem var í húsinu [...] Vegna þess að tjónþoli hafi nýlega lent í því að eldsvoði varð í húsnæðinu, hefði hann átt að vera enn meðvitaðri um brunavarnir og brunahættu. Þetta á enn frekar við þar sem í húsinu var mikið af mjög eldfimum efnum. Það eru t.d. til þráðlaus brunaviðvörunarkerfi sem oft eru notuð tímabundið á byggingarstöðum meðan ekki er búið að ganga frá öllu innan hús. Í öðru lagi er frágangur 18 eldvarnarveggjarins. Ljóst er að ekki hefur verið leitað til bru nahönnuðar um framkvæmd og frágang eldvarnarveggjarins og uppfyllti hann því ekki þær kröfur sem til hans voru gerðar. Ljóst er að hann hefur að einhverju leiti tafið útbreiðslu eldsins, eins og sjá má á ljósmyndum sem teknar voru og gerði hann því gagn að grundvelli ákvæða 26. og 27. gr. laga nr. 30/2004 og 17., 18. og 20. gr. vátryggingarskilmála. Þetta sé auk þess á engan hátt í ósamræmi við afstöðu stefnda til b ótaskyldu í kjölfar brunanna tveggja árið 2017. Úttekt stefnda vegna fyrri brunans hafi ekki falið í sér samþykki stefnda á fullnægjandi ástandi brunavarna á þeim tíma. Niðurstaða 19. Ekki er umdeilt með aðilum að stefnandi á rétt til greiðslu bóta úr brunatr yggingu hjá stefnda. Ágreiningur aðila í máli þessu snýst um hver skuli vera grundvöllur uppgjörs vátryggingarbóta til stefnanda. Hvort leggja beri til grundvallar ákvörðun bóta heildarfjárhæð brunabótamats eða endurbyggingarverð eða eftir atvikum hvort st efndi geti krafist þess að uppgjör fari fram á grundvelli markaðsverðs fasteignarinnar á tjónsdegi. Stefndi hefur lagt fram matsgerð Finnboga Hilmarssonar fasteignasala um ætlað markaðsverð fasteignarinnar að Goðanesi 12 áður en eignin skemmdist fyrst og v arð svo að lokum ónýt í tveimur brunum í janúar og maí 2017. Niðurstaða Finnboga var að áður en eignin skemmdist í bruna hafi markaðsvirði hennar verið 165.000.000 króna. Við aðalmeðferð málsins staðfesti Finnbogi Hilmarsson matsgerð sína. Í máli Finnboga kom fram að forsendur verðmats hans væru meðal annars leiguverð sem hann áætlaði 800 900 krónur á fermetra á mánuði. Einnig kom fram í svörum Finnboga að erfitt hafi verið að finna fordæmi fyrir sölu á líku húsnæði á Akureyri. Lögmaður stefnanda vísaði til tiltekinnar sölu á iðnaðarhúsnæði á 280.000 krónur á fermetra en Finnbogi taldi að þar sem um mun minna húsnæði væri að ræða væri það ekki samanburðarhæft. Dómurinn telur að til að gera verðmat með þeirri aðferð að bera saman við raunverulega kaup samn in ga um líkar eignir séu til dæmi um nokkra sölusamninga á sömu slóðum og sama tíma sem mætti að einhverju leyti hafa til hliðsjónar við verðmat. Þar verður eftir atvikum að taka tilliti til þess að kaupsamningar þessir varða fasteignir sem ekki eru alveg sö mu gerðar og Goðanes 12 var. Að þessu gættu og með tilliti til kostnaðar við þær lagfæringar sem gera þurfti á Goðanesi 12, þar á meðal kostnaðar við frágang á malbikuðu plani umhverfis húsið, telur dómurinn verðmat dómkvadds matsmanns fremur lágt. Þannig telur dómurinn að verðmat samkvæmt þessari nálgun ætti að vera nær 215.000.000 króna. 20. Þá telur dómurinn að við verðmat með þeirri aðferð að horfa til áætlaðra leigutekna af Goðanesi 12 væri eðlilegt að miða við að leigutekjur til langs tíma gætu verið all t að 1.150 krónur á fermetra á mánuði. Í viðmiði dómkvadds matsmanns um 800 900 krónur á fermetra á mánuði virðist fremur vera gengið út frá tímabundinni ráðstöfun, á meðan beðið er eftir að leigutaki finnist sem getur nýtt húsnæðið á eðlilegan hátt, en eð lilegu verði ef um lang tímasamning væri að ræða. Miðað við leigutekjur 1.150 krónur á fermetra á mánuði að frádregnum gjöldum sem leigusali greiddi, svo sem fast eign a sköttum, lóðarleigu, vatns - gjöldum, fráveitugjöldum, brunatryggingum, hús eig enda try gg ingum, viðhaldskostnaði og fasteigna - og umsjónarkostnaði, telur dómurinn að nettó tekjur af eigninni hefðu numið um 18.000.000 króna á ári. Miðað við einfalda virðis útreikninga sem almennt er að fjárfestar á þessu sviði miði við mætti með þessari aðfe rð áætla markaðsverð eignarinnar 210.000.000 króna. Dómurinn telur því, sam kvæmt þessum tveimur 19 verðmats aðferðum, hæfilega metið markaðsverðmæti fast eign arinnar Goðaness 12, í ársbyrjun 2017, á bilinu 210.000.000 króna til 215.000.000 króna. 21. Eins og áður er rakið er ekki umdeilt með aðilum að stefnandi á rétt til greiðslu bóta úr brunatryggingu hjá stefnda. Að mati dómsins leikur ekki vafi á að fullnægt sé áskilnaði 2. mgr. 25. gr. einkamálalaga og að stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr um inntak og umfang bótaréttar síns og geti því leitað viðurkenningardóms um kröfu sína. Ekki síst hefur stefnandi brýna þörf á úrlausn með tilliti til þess að stefndi hefur ákvarðað 50% skerðingu bótaréttar hans. Telur dómurinn að engu varði um þetta þó að endurbygging að Goðanesi 12 sé ekki hafin. Í 3. gr. laga nr. 48/1994 um brunatryggingar er kveðið á um að bætur fyrir tjón á húseign megi aðeins greiða til að gera við húseign sem skemmst hefur við bruna eða til endurbyggingar og að vátrygg janda sé skylt að sjá til þess áður en bætur eru greiddar að þeim sé réttilega varið. Tekið er fram að vátryggjanda sé heimilt að veita undanþágu frá bygg ing ar skyldu að höfðu samráði við skipulagsyfirvöld gegn því skilyrði að 15% dragist frá bótafjárhæð inni. Þá tiltekur ákvæðið að hafi ákvörðun verið tekin um að veita undanþágu frá byggingarskyldu og telji vátryggjandi brunabótamat húseignar greinilega hærra en markaðsverð sé vátryggjanda heimilt að miða bótafjárhæð við markaðsverð viðkom andi húseignar. Þetta telur stefndi eiga við í því máli sem hér er til úrlausnar með því að stefnandi hafi selt fasteignina og með því einnig að fyrir liggi að hvorki stefnandi né sá sem nú á fasteignina hyggist byggja húsið aftur í sömu eða sambærilegri mynd. Dómur inn fellst ekki á þennan málatilbúnað stefnda. Ótvírætt virðist að 2. mgr. 3. gr. laga nr. 48/1994 geri ráð fyrir að heimild til að veita undanþágu frá byggingarskyldu verði að byggjast á ósk vátryggða en ekki ákvörðun vátryggjanda. Þá virðist inntak eða nánar i skilmálar hugtaksins byggingarskyldu hvergi skilgreint að lögum eða bundið við sams konar eða sambærilega húseign þó færa megi rök fyrir að jafnverðmæt húseign sé skilyrði fullra bóta. Þá verður að taka undir með stefnanda að í reglugerð um lögboðna brunatryggingu nr. 809/2000 er beinlínis gert ráð fyrir að við sölu húseignar sé hægt að semja svo um milli seljanda og kaupanda að réttur til vátryggingarbó ta vegna bruna fylgi ekki með. Því telur dómurinn heldur engu varða að fram er komið að stefnandi hefur selt fasteignina og hyggst sjálfur ekki endurbyggja hana enda var honum að lögum heimilt að ráðstafa eigninni með þeim skilmálum að hann héldi eftir bót arétti gagnvart stefnda. Með vísan til þessa eru ekki efni til að fallast á kröfu stefnda um sýknu að svo stöddu. 22. Almennt hefur verið litið svo á að það sé eitt af einkennum skaðatrygginga eins og bruna tryggingar fasteigna að vátryggingafélagi sé óskylt að greiða hærri bætur en þarf til að bæta það tjón sem orðið hefur. Þessi regla var lögfest í 39. gr. eldri laga um vátrygg ingar samninga nr. 20/1954. Í núgildandi lögum um vá trygg ing ar samn inga nr. 30/2004 er slíkt ákvæði ekki að finna en þrátt fyrir það verður talið að byggja verði á sama grunnviðhorfi um að aðeins skuli greiða bætur sem nemi raunverulegu tjóni vátryggðs og að hann skuli ekki auðgast af að fá greiddar vá trygg ingar bætur. Þetta viðhorf hefur og stuðning af 35. gr. núgildandi vá tryg g ing ar samn ingalaga þar sem fram kemur að sé ekki um annað samið í vátryggingarsamningi eigi vátryggður rétt á fullum bótum fyrir fjártjón sitt en í því telur dómurinn felast reglu um að vátryggður eigi ekki rétt á bótum umfram það sem þarf til að bæta raunverulegt tjón hans. Eins og atvikum þessa máls er háttað og í ljósi málatilbúnaðar aðila verður því við það miðað að við ákvörðun um vátryggingarbætur til handa stefnanda vegna eyðileggingar fast eign ar innar að Goðanesi 12 á Akureyri í brunanum í maí 2017 skuli miða við þann kostnað sem stefnandi myndi hafa af því að 20 endurreisa fasteignina sem eyðilagðist í brunanum. Dómurinn telur að við mat á því hver sé endurbyggingarkostnaður fasteign arinnar verði að byggja á því að sá kostnaður sé sem nemur brun abótamati eignarinnar á þeim degi er hún varð eldi að bráð. Kemur þar bæði til að samkvæmt lögum nr. 48/1994 um bruna¬trygg¬ingar er mark mið brunabótamats að finna vátrygg ingar verðmæti húseignar sem miðast við bygg ingar¬kostnað að teknu tilliti til ald urs, slits, viðhalds og ástands eignar að öðru leyti og svo hitt, að ekki hefur verið leitast við að sýna fram á að endur¬bygg¬ing¬ar¬kostnaður fast eign arinnar sé lægri en sem nemur brunabótamati að teknu tilliti til verðmætis þess hluta sem ekki eyðilag ðist í eldinum og þess kostnaðar sem sparast stefnanda samkvæmt eðlisrökum í þessu tilviki. 23. Í tjónamati stefnda 2. október 2017 er byggt á reiknilíkani Þjóðskrár sem stofnunin notar við gerð brunabótamats en heildarvátryggingarfjárhæð miðuð við 312.570.59 9 krónur á tjónsdegi, sem var mat birt í júní 2016, reiknað á grunni verðlags í janúar 2016. Stefnandi hefur lagt fram vottorð Þjóðskrár þar sem fram kemur að til er brunabótamat reiknað 31. maí 2017 á grunni verðlags í janúar 2017, sem var ekki, birt en s amkvæmt því nam brunabótamat Goðaness 12 á tjónsdegi 320.200.000 krónum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvers vegna þetta mat var ekki birt en óumdeilt er að lagaskylda stendur til þess að birta slíkt mat mánaðarlega og verður stefnandi ekki látinn bera hallann af því að slík birting hafi farist fyrir af hálfu Þjóðskrár. Við gerð tjónamatsins er miðað við að grundun, undirstöður og lagnir í grunni og á lóð hafi ekki skemmst í brunanum. Einnig er miðað við að hönnun hússins nýtist eftir sem áður og verði þ ví ekki bætt en eftirlits - , stjórnunar - og fjármagnskostnaður verði bættur hlutfallslega. Sú staðhæfing stefnda að undirstöður, botnplata og lagnir í grunni hafi ekki skemmst í brunanum í maí 2017 fær stoð í áður nefndri matsgerð Hjalta Sigmundssonar. Í ma tsgerðinni er gerð grein fyrir því að undirstöður og botnplata og lagnir í grunni séu óskemmdar eftir brunann og endurstofnverð þeirra byggingarhluta metið 51.071.900 krónur á verðlagi í maí 2017 miðað við grunn frá janúar 2017. Kostnaður við viðgerðir á s kemmdum sem urðu við hreinsunar - og slökkvistörf er í matsgerð Hjalta metinn 1.342.400 krónur á verðlagi í maí 2017. Við aðalmeðferð málsins staðfesti Hjalti matsgerð sína. Dómurinn telur að rétt metinn endurbyggingarkostnaður verði byggður á brunabótamati á tjónsdegi miðað við brunabótamat reiknað 31. maí 2017 á grunni verðlags í janúar 2017, 320.200.000 krónur, að frádregnum þeim byggingarhlutum og hönnun sem skemmdust ekki við brunann og viðbættum viðgerðarkostnaði, eða 270.470.500 krónur. Þá telur dómur inn engin efni til skerða bótarétt stefnanda sem nemur ruðnings - eða förgunarkostnaði enda hefur stefnandi lagt fram gögn sem sýna að hann stóð að hreinsun brunavettvangsins og förgun brunaleifa og sá kostnaður er hluti vátryggingarbótanna. 24. Með tölvupóstb réfi starfsmanns stefnda til þáverandi lögmanns stefnanda 16. júní 2017 tilkynnti stefndi að félagið kynni að bera fyrir sig takmörkun bótaábyrgðar og beita lækkunarheimild með vísan til þess að umbúnaður fasteignarinnar á tjónsdegi hefði ekki verið í samr æmi við gildandi reglur um brunavarnir og að stefnandi hefði þannig brotið gegn skilmálum brunatryggingarinnar og af stórkostlegu gáleysi valdið því að afleiðingar brunans urðu mun meiri en ella hefði orðið. Með tilkynningu stefnda til stefnanda um tjónama t 2. október 2017 var svo staðfest sú ákvörðun stefnda að skerða bætur til stefnanda um 50%. Undir rekstri málsins aflaði stefndi mats dómkvadds matsmanns, Önnu Málfríðar Jónsdóttur brunaverkfræðings, um ástand brunavarna að Goðanesi 12 á tjónsdegi. Við að almeðferð málsins staðfesti Anna Málfríður matsgerð sína. Samkvæmt mati hennar var brunavörnum hússins stórlega áfátt. Þannig var ekki fyrir hendi 21 brunaviðvörunarkerfi tengt vaktstöð, sem þó var áskilið samkvæmt því sem fram kom í samþykktum aðaluppdráttum af húsinu. Þá telur Anna Málfríður að eldvarnarveggur sem ekki var að fullu frágenginn þegar bruninn varð hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem til hans voru gerðar. 25. Dómurinn telur með vísan til ákvæðis 23. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir og ábyrgðar eig anda fasteignar á að fullnægja kröfum um brunavarnir að fallast verði á það með stefnda að stefnandi hafi gerst sekur um stórkostlegt gáleysi með því að vanrækja uppsetningu viðeigandi brunavarna að Goðanesi 12. Í þessu sambandi verður að líta til þess að stefnandi hefði í ljósi reynslu sinnar af fyrri brunanum í janúar átt að gæta sérstakrar varfærni varðandi eldhættu í húsinu. Þá verður ekki litið fram hjá því að athugasemdir höfðu verið gerðar bæði á grundvelli áhættumats stefnda frá í apríl 2016 og eldv arnarskoðunar slökkviliðs Akureyrar frá í maí 2016. Þá fellst dómurinn ekki á þann málatilbúnað stefnanda að stefndi hafi í verki viðurkennt að það sem ólokið var hjá stefn¬anda af úrbótum samkvæmt ábendingum stefnda og slökkviliðisins hafi verið minni¬hát tar og dómurinn telur ekki að uppgjör bóta vegna fyrri brunans án eigin sakar feli í sér að yfirlýsingu sem bindi félagið eða að stefnandi hafi mátt hafa réttmætar vænt ingar til þess að sakarmat yrði hið sama í báðum tilvikum. Um það hversu miklu vanræksl a stefnanda á fullnægjandi brunavörnum hefur valdið varðandi umfang tjóns hans er örðugt að dæma og um það er matsmaðurinn ekki tilbúinn að fullyrða. Hvað sem þessu líður verður að fallast á að líkur á því að unnt hefði verið að bregðast fyrr við og draga úr tjóninu hefðu verið meiri ef fyrir hendi hefði verið sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi tengt vaktstöð eins og áskilið var í samþykktum teikningum hússins. Stefnandi verður að bera hallann af þessu. Stefndi hefur ákveðið að skerða bætur til stefnanda sem n emur 50% með vísan til 17. og 18. gr. skilmála brunatryggingar aðila og með vísan til 26. og 27. gr. vátryggingarsamningalaga nr. 30/2004. Dómurinn telur að þessi skerðing bótaréttar sé óhæfilega mikil og að stefndi hafi ekki lagt fram nein gögn eða fært f ram röksemdir sem styðji svo mikla skerðingu. Á hinn bóginn verði stefnandi að bera ábyrgð á því að hafa ekki gert þær ráðstafanir sem honum var rétt að gera til að stuðla að því að brunavörnum í fasteign hans væri fyrir komið með skikkanlegum hætti. Því t elur dómurinn að rétt sé og hæfilegt að stefnanda verði, með vísan til framangreindra raka, gert að þola 25% bótaskerðingu. 26. Aðila greinir á um hvernig skuli fara með útreikning bóta með tilliti til þess hvort draga beri frá þeim virðisaukaskatt. Eins og a ð framan er rakið telur stefndi að uppgjör tryggingarbóta eigi að fara fram að frádregnum virðis auka skatti eða innskatti enda stefnandi virðis auka skatt skyldur aðili og hin vátryggða eign ætluð til atvinnu rekstrar. Stefndi vísar til 9. gr. vátrygginga rskilmála sinna sem áskilur að ef kostnaður vegna tjóns nýtist til skattafrádráttar skuli bætur lækka sem því nemur. Þetta leiðir að mati stefnda auk þess af þeirri grunnreglu vátryggingaréttar að tjónþola beri að takmarka tjón sitt og að hann eigi ekki að hagnast af tjóninu. Fyrir liggur að stefnandi er ekki lengur eigandi fasteignarinnar að Goðanesi 12. Hvað sem því líður verður við það að miða að sala hans á fasteigninni með þeim skilmálum að hann héldi eftir rétti til vátryggingarbóta gagnvart stefnda e igi hvorki að hafa áhrif á rétt hans á hendur stefnda til hækkunar eða lækkunar. Ekki liggur fyrir að eignin hafi áður verið skráð frjálsri skráningu en fyrir liggur að þegar stefnandi eignaðist eignina með kaupum af Landsbanka Íslands var hún fullnustueig n svo að hafi leiðréttingarkvöð hvílt á eigninni áður en hún var seld á nauðungarsölu til Landsbanka þá hefur sú kvöð fallið niður, samanber 3. tl. 4. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 192/1993, um innskatt. Ljóst er að það væri eins 22 og hér stæði á á forræði ré tthafa vátryggingarbóta að afla sér heimildar til að draga frá við uppgjör virðisaukaskatts kostnað vegna innskatts af efni og vinnu vegna endurbyggingar. Slíkt myndi þá leiða til þess að á vátryggingartaka myndi stofnast kvöð um leiðréttingu á frádrætti v egna innskatts sem myndi fyrnast á tuttugu árum eða um 5% á ári. Þetta felur í sér að ef eignin yrði seld á næstu tuttugu árum eftir að endurbyggingu hennar lyki kæmi til hlutfallslegrar endurgreiðslu á hinum frádregna innskatti. Ekki er útilokað að ef fél ag um fasteignina yrði selt með kvöðinni eða kaupandi fasteignar yfirtæki kvöðina myndi tilvist kvaðarinnar leiða til þess að lægra verð fengist fyrir eignina. Þá er einnig hugsanlegt að slík kvöð gæti leitt til þess að húseigandi þyrfti að sæta því að haf a lægri leigutekjur af eign sinni en ef hann nýtti sér undanþágu fast eigna leigu frá virðisaukaskatti samkvæmt 8. tl. 3. mgr. 2. gr. laga um virðisaukaskatt nr. 50/1988. Sjónarmið af þessum toga leiddu til þess að í dómi Hæstaréttar í máli nr. 490/1999 va rð niðurstaðan sú að til að vátryggði fengi brunatjón sitt bætt að fullu voru bætur til hans ekki lækkaðar á grundvelli skyldu til að afla og viðhalda heimild til innskatts frádráttar vegna endurbyggingar fasteignar. Eins og hér stendur á eru atvik á hinn bógin þau að ákvæði skilmála stefnda eru alveg skýr um skyldu vátryggða til að sæta frádrætti vegna innskatts og ekki leikur vafi á að fasteignin að Goðanesi 12 var hrein atvinnueign eða eign ætluð til afnota við atvinnu rekstur. Í því ljósi og samkvæmt þv í sem við var miðað í viðskiptum aðila verður því að leggja á vátryggða skyldu til að takmarka tjón sitt með því að nýta og viðhalda innskattsfrádrætti vegna endurbyggingar, samanber ákvæði skilmála stefnda. Samkvæmt þessu verður því krafa stefnanda að sæt a frádrætti sem nemur lögbundum afreikningi vegna virðisaukaskatts. 27. Með vísan til alls framangreinds verður það niðurstaða þessa dóms að fallast beri á kröfu stefnanda um viðurkenningu á skyldu stefnda til að greiða stefn anda vátryggingarbætur eins og gr einir í dómsorði og að með vísan til þeirrar niðurstöðu verði stefndi að greiða stefnanda málskostnað sem þykir hæfilega ákveðinn eins og greinir í dómsorði. Í þessu felst aðeins viðurkenning á því hvert sé vátryggingarverðmæti hússins að Goðanesi 12 því þ ótt stefnandi hafi lýst því yfir að hann hafi ákveðið að endurbyggja fasteignina hefur hann ekki sýnt fram á að hann hafi gert þær ráðstafanir til að framkvæma framangreinda ákvörðun að réttur til greiðslu vátryggingarbótanna hafi stofnast honum til handa. Af hálfu stefnanda flutti málið Sveinbjörn Claessen lögmaður en af hálfu stefnda flutti málið Kristín Edwald lögmaður. Málið dæmdu, dómsformaðurinn, Ástráður Haraldsson héraðsdómari , Ásmundur Ingvarsson byggingaverkfræðingur og Magnús Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Dómsorð: Stefnda, Sjóvá - Almennum tryggingum hf., er skylt að greiða stefn anda, Þríforki ehf., 163.591.028 krónur í vátryggingarbætur vegna brunatjóns 31. maí 2017 hlutfallslega í samræmi við fram vindu endur bygg ingar fasteignar að Goðanesi 12 á Akureyri. Stefndi greiði stefnanda 5.000.000 króna í málskostnað.