LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 8. mars 2024 . Mál nr. 64/2023 : A ( Jón Sigurðsson lögmaður ) gegn íslenska ríki nu ( Ingvi Snær Einarsson lögmaður) Lykilorð Opinberir starfsmenn. Starfsumsókn. Hæfi. Rannsóknarregla. Andmælaréttur. Meðalhóf. Réttmætisregla. Lögmætisregla. Rökstuðningur. Stjórnsýsla. Skaðabætur. Miskabætur. Útdráttur A höfðaði mál á hendur Í og krafðist skaða - og miskabóta vegna ákvörðunar ráðherra um að hætta við að skipa í embætti forstjóra stofnunarinnar B og auglýsa embætt ið að nýju laust til umsóknar. Hafði A sótt um stöðuna og verið eini umsækjandinn sem uppfyllti hæfnisþætti starfsins. Byggði A á því að ákvörðun ráðherra hefði verið ólögmæt og valdið henni bæði tjóni og miska. Hefði ráðherra með ákvörðun sinni brotið geg n ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og meginreglum stjórnsýsluréttar, bæði hvað varðar efni og málsmeðferð. Í dómi Landsréttar var rakið að hvorki í lögum nr. 88/2021 um B né öðrum lögum væri vikið að því á hvaða sjónarmiðum ætti að byggja við skipun í e mbætti forstjóra B. Ráðherra hafi því notið ákveðins svigrúms til mats á hæfni umsækjenda. Þá var talið að stjórnvald nyti sams konar svigrúms þegar tekin væri ákvörðun um að skipa ekki í auglýst embætti og auglýsa það á ný. Rökstuðningur ráðherra bæri með sér að ákvörðun hans hafi byggst á því mati ráðuneytisins að A félli ekki nægilega vel að þeim kröfum sem gera yrði til hæfni forstjóra B. Var hvorki talið að ákvörðun ráðherra hefði verið tekin á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða né að meðferð ráðuneyt isins við undirbúning ákvörðunarinnar hefði verið í andstöðu við lög. Var hinn áfrýjaði dómur staðfestur um sýknu Í af öllum kröfum A. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Arnfríður Einarsdóttir og Jóhannes Sigurðsson og Kjartan Bja rni Björgvinsson , settur landsréttardómari. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 20. janúar 2023 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 29. desember 2022 í málinu nr. E - [...] /2022 . 2 2 Áfrýjandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að greiða henni 14.592.031 krónu ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af þeirri fjárhæð frá 7. apríl 2022 til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 S tefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Málsatvik 4 Með auglýsingu sem birt var í Lögbirtingablaði 7. september 2021 auglýsti [...]ráðuneytið laust til umsóknar embætti forstjóra B og var umsóknarfrestur til 23. september 2021. Af gögnum málsins verður ráðið að auglýsing um embættið hafi einnig verið birt á Starfatorgi og í dagblaði. 5 Í auglýsingunni kom fram að ráðuneytið leitaði að framsæknum stjórnanda sem hefði áhuga á að byggja upp nýja stofnun, en stofnunin myndi hafa eftirlit með gæðum þjónustu sem veitt væri á grundvelli [...]laga og fleiri laga. Þá var þar rakið að stofnunin myndi taka við gæða - og eftirlitsverkefnum frá C og eftirlitsverkefnum frá D , en helstu verkefni stof nunarinnar væru útgáfa rekstrarleyfa, frumkvæðiseftirlit með gæðum þjónustu, afgreiðsla kvartana yfir þjónustu, beiting viðurlaga við brotum og þróun gæðaviðmiða. 6 Samkvæmt hæfniskröfum sem lýst var í auglýsingunni leitaði ráðuneytið að einstaklingi með háskólagráðu sem nýttist í starfi, þ ekkingu og/eða reynslu af opinberri stjórnsýslu , en þ ekking og/eða reynsla af þeim mála flokkum sem lutu eftirliti stofn unarinnar og þróun gæðaviðmiða voru einnig tilgreind sem kostur. Þá þyrfti viðkomandi að hafa þekk ingu og/eða reynslu af stjórnun, rekstri og mannaforráðu m, þ ekkingu á stefnumótun og áætlanagerð sem og f rumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum , ásamt metnaði og vilja til að ná árangri . Auk þess þyrfti umsækjandi að búa yfir m jög góðri hæfni í mannlegum sa mskiptum ásamt leiðtogahæfileikum , svo og góðri tungumálakunnáttu í ræðu og riti á íslensku og ensku, en kunnátta í Norðurlandamál i væri kostur . 7 Áfrýjandi var á þeim tíma settur framkvæmdastjóri C sem var sett á laggirnar innan ráðuneytisins sem undanfari stofnunarinnar sem síðar sett var á fót með lögum nr. 88/ 2021 um B og auglýsingin um embætti forstjóra laut að. Eins og rakið er í hinum áfrýjaða dómi var áfrýjandi einn sex umsækj e nda um embættið. Að liðnum umsóknarfresti 23. september 2021 framlengdi rá ðuneytið umsóknarfrestinn til 4. október 2021 til þess að reyna að fjölga umsækjendum en fleiri sóttu ekki um starfið. 8 Með erindisbréfi skipaði þáverandi [...] ráðherra ráðgefandi nefnd á grundvelli 39. gr. b laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsm anna ríkisins til að meta hæfni umsækjenda en ráðherra var jafnframt skylt að skipa slíka nefnd samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 88/ 2021 . 3 9 Í álitsgerð nefndarinnar 26. nóvember 2021 kemur fram að áfrýjandi hafi verið eini umsækjandinn sem uppfyllti hæfnisþ ætti starfsins og hafi hún því ein verið boðuð í viðtal. Er þar jafnframt rakið að tilgangur viðtalsins hafi verið að meta bæði þekkingu og reynslu af málaflokkum sem lytu eftirliti stofnunarinnar sem og af mannahaldi, rekstri og breytingastjórnun í þeim b reytingum sem framundan væru. 10 Eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi lagði hæfnisnefndin mat á hæfni - og færniþætti sem fram komu í auglýsingunni í kjölfar viðtalsins við áfrýjanda og fækk - aði þá stigum hennar í tveimur þeirra þátta sem áður höfðu verið metnir og vörð uðu menntun og reynslu . Þá komu tveir persónubundnir hæfnisþættir til viðbótar í matinu sem byggðust á hug lægu mati . Lutu þeir þættir annars vegar að f rum kvæði og sjálf - stæði í vinnu brögðum sem og m etn að i og vilja til að ná árangri en hins vegar að l eið - togahæfni og hæfni í mann legum sam skiptum. Í þessum hæfnisþáttum fékk áfrýjandi tvö stig af fjórum mögu legum en einnig fékk hún fjögur stig fyrir hæfni í ræðu og riti. Hæfnisnefndin fékk áfrý janda síðan í annað viðtal til þess að fara betur yfir þá þætti þar sem hún fékk einungis tvö stig. Það viðtal fór fram 12. nóvember 2021 en að því loknu hækkaði einn liður sem varðaði menntun og reynslu . Að öðru leyti voru þau stig sem nefndin gaf áfrýjan da óbreytt. 11 Í niðurstöðu álitsgerðar nefndarinnar var rakið að áfrýjandi þekkti mjög vel málaflokkana sem lytu að B , auk þess að hafa þekkingu á opinberri stjórn sýslu, stefnumótun, rekstri, mannaforráðum og þróun gæðaviðmiða. Þar var aftur á móti lýst þv í mati nefndarinnar að áfrýjandi hefði ekki sýnt nægi lega vel fram á að hún h e f ð i þá leiðtogahæfni sem þyrfti til að leiða hina nýju stofnun, þótt hún væri mörgum góðum kostum búin til að sinna embættinu og teldist því hæfur umsækjandi. 12 Með e - lið 2. mgr. 4. gr. forsetaúrskurðar nr. 125/2021 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands sem birtist í Stjórnartíðindum 28. nóvember 2021 var [...]ráðuneytinu falið að fara með málefni fyrirhugaðrar B . Þá var jafnframt kve ðið á um það í forsetaúrskurði 126/2021 sama dag að E færi með stjórnarmálefni sem heyrðu undir ráðuneytið og bæri embættisheitið [...] ráðherra. 13 Áfrýjandi átti fund með ráðuneytisstjóra [...]ráðuneytisins 3. desember 2021. Aðilum ber ekki að öllu leyti sa man um hvað fram fór á fundinum. Í málinu liggur aftur á móti fyrir tölvupóstur ráðuneytisstjóra til áfrýjanda þar sem hún er beðin um að staðfesta þann skilning hans á samtali þeirra að hún hefði ákveðið að draga umsókn sína til baka. Í svari áfrýjanda vi ð þeim tölvupósti kvaðst hún m y ndu svara erindinu þegar hún hefði rætt við lögfræðing stéttarfélags síns . Í tölvupósti til ráðuneytisstjóra að kvöldi 7. desember 2021 upplýsti hún síðan að hún hefði ekki í hyggju að draga umsóknina til baka eins og ráðuney tisstjóri hefði hvatt hana til að gera . Í svari ráðuneytisstjóra sama kvöld sagði hann nauðsynlegt að árétta að hann hefði ekki hvatt áfrýjanda til að draga umsókn sína til baka heldur hafi hann bent henni á að það væri möguleiki í ljósi álits hæfnisnefnda rinnar. 4 14 Með tölvupósti 9. desember 2021 var áfrýjanda kynnt álitsgerð hæfnisnefndarinnar og henni veittur frestur til 13. desember til að andmæla niðurstöðum hennar. Í tölvupósti sem áfrýjandi sendi mannauðsstjóra ráðuneytisins daginn sem fresturinn rann út kvaðst hún velta því fyrir sér hvers vegna henni væri boðið að koma með andmæli við álitsgerðina. Kom þar fram að áfrýjandi hefði vissulega athugasemdir við álitsgerðina en hún hefði ekki óskað eftir að gera athugasemdir við hana heldur lytu athugasemdi r hennar að fundi hennar og ráðuneytisstjóra 3. desember 2021. Í svari mannauðsstjóra sama dag kom fram að umsækjendum sem fjallað væri um í álitsgerðinni væri veittur andmælaréttur vegna hennar samkvæmt ráðum lögfræðings ráðuneytisins en hún myndi koma þv í til ráðuneytisstjóra að athugasemdir áfrýjanda sneru að fundi þeirra en ekki álitsgerðinni. Fyrir liggur að áfrýjandi gerði ekki athugasemdir við niðurstöður álitsgerðarinnar. 15 Með tölvupósti 13. desember 2021 óskaði áfrýjandi eftir fundi með ráðherra veg na skipunar forstjóra B . Í tölvupósti ráðu neytisstjóra til áfrýjanda næsta dag kemur fram að ráðherra hafi áhuga á að ræða við hana um umsókn hennar um embætti ð. Jafnframt var óskað eftir því að áfrýjandi sendi ráðherra yfirlit eða samantekt um stöðu undi rbúnings hinnar nýju stofnunar sem tæki til starfa um áramótin fyrir fimmtudaginn 16. desember þannig að ráðherra ætti kost á að kynna sér hana fyrir fund sinn með áfrýjanda 17. desember 2021. Áfrýjandi átti síðan fund með ráðherra þann dag og mun ráðherra þá hafa greint henni frá því að umsókn hennar um embætti forstjóra væri þar til umræðu. 16 Í símtali 31. desember 2021 greindi ráðherra áfrýjanda frá ákvörðun sinni um að hætta við að skipa í embætti forstjóra B samkvæmt því skipunarferli sem hófst með auglý singunni 7. september 2021 og að embættið yrði auglýst að nýju laust til umsóknar. Í sama símtali mun ráðherra hafa innt áfrýjanda eftir því hvort hún gæti hugsað sér að stýra stofnuninni tímabundið á meðan nýtt umsóknarferli rynni sitt skeið. Áfrýjandi féllst á þá beiðni að loknum fundi 5. janúar 2022 og var áfrýjandi sama dag settur forstjóri stofnunarinnar frá 1. janúar 2022 til og með 28. febrúar sama ár. 17 Í tölvupósti lögmanns áfrýjanda til ráðherra 7. janúar 2022 var þess krafist að ráðher ra félli tafar laust frá þeirri ákvörðun að hætta við skipun í embætti for stjóra sam kvæmt fyrra skip un ar ferli og að hann skipaði áfrýjanda í embættið sem sann anlega hæf asta metna umsækj and ann um það. Ráðuneytið varð ekki við kröfunni og birti nýja aug - lýs ingu um embætti forstjóra B 8. janúar 2022 . 18 Með tölvupósti til ráðherra 11. janúar 2022 fór áfrýjandi fram á rök stuðn ing fyrir þeirri ákvörðun hans að stöðva skipunarferli ð og aug lýsa embættið að nýju laust til umsóknar. Í r ökstuðning i ráðherr a sem barst áfrýjanda næsta dag kemur fram að áfrýjandi hafi haldgóða reynslu af stjórnun og mannaforráðum þótt hún hafi ekki umfangsmikla reynslu af því að veita stjórnsýslueiningu forstöðu. 5 19 Í rökstuðningi ráðherra segir enn fremur að í auglýsingu um emb ættið komi fram hæfniskröfur sem varði persónubundna þætti, það er frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, metnað og vilja til að ná árangri í starfi sem og hæfni í mannlegum samskiptum ásamt leiðtogahæfni. Við mat á þessum atriðum hefði einkum verið litið til svara áfrýjanda í viðtölum. Er þar rakið að meðal þess sem fram hefði komið í viðtölum við áfrýjanda væri að hún teldi að línur væru ekki skýrar um hvaða heimildir hún hefði til að taka ákvarðanir og að hún bæri undir ráðuneytisstjóra stórar ákvarðani r. Aftur á móti hefði ekki komið skýrt fram hvernig áfrýjandi sæi fyrir sér að ákvarðanir yrðu teknar ef hún yrði skipuð forstjóri. Þá hefði áfrýjandi ekki gefið greinargóð dæmi um hvernig ferill ákvarðana myndi breytast ef hún tæki við embætti forstjóra. Að þessu leyti hefðu svör hennar ekki borið vott um skýra sýn og sjálfstæði við stjórnun, þar með talið breytingastjórnun. 20 Í rökstuðningi ráðherra segir einnig að af dæmi sem áfrýjandi hefði tekið í viðtali mætti ráða að á skorti að hún fylgdi málum eftir . Af öðrum dæmum sem hún hefði nefnt mætti jafnframt ráða að hún reiddi sig á aðra til að leysa úr málum. Þannig hefði áfrýjandi nefnt sem dæmi um að lausn tiltekins máls hefði falist í því að hún hefði farið með starfsmanni á fund í ráðuneytið og hún mynd i áfram nýta sér þá þjónustu sem væri í boði í ráðuneytinu. Að þessu leyti hefðu svör áfrýjanda ekki borið með sér að hún hefði það frumkvæði, hæfni til ákvarðanatöku og eftirfylgni sem þyrfti til að leiða nýja stofnun. Það hefði verið niðurstaða álitsgerð ar hæfnisnefndarinnar að áfrýjandi hefði ekki sýnt fram á að hún hefði þá leiðtogahæfni sem þyrfti til að leiða nýja B og sú niðurstaða hefði verið staðfest í viðtali hennar við ráðherra. 21 Í framhaldinu er rakið að áfrýjandi hafi verið settur forstjóri C o g hún hafi í krafti þess starfs tekið þátt í undirbúningi að stofnun B . Í þeirri vinnu hafi ráðuneytið lagt áherslu á að hlutverk nýju stofnunarinnar væri frábrugðið hlutverki þeirrar fyrri, meðal annars í ljósi aukinna valdheimilda til að taka íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir gagnvart rekstrarleyfishöfum. Í viðtölum hæfnisnefndar við áfrýjanda hafi aftur á móti komið fram að hún teldi fyrirhugaða stofnun fyrst og fremst vera stuðningsstofnun við sveitarfélög, en það sjónarmið hafi hún síðan ítrekað í viðta li við ráðherra. Að þessu leyti væri ósamræmi í framtíðarsýn áfrýjanda og ráðuneytisins á stofnunina sem benti til þess að áfrýjanda skorti innsýn í mikilvægi þess að stofnunin sýndi áræðni og frumkvæði þegar kæmi að því að beita eftirlitsúrræðum. 22 Í niður stöðu rökstuðnings ráðherra er síðan tekið fram að þegar litið væri til allra gagna málsins, þar með talið álitsgerðar hæfnisnefndar, viðtals ráðherra við áfrýjanda og annarra gagna málsins, væri það niðurstaða ráðherra að áfrýjandi uppfyllti ekki nægilega vel þær hæfniskröfur sem gera yrði til forstjóra B . Nánar tiltekið væri þar um að ræða hæfniskröfur sem lytu að frumkvæði, áræðni og sjálfstæði við stjórnun, þar með talið breytingastjórnun, sem samrýmdist framtíðarsýn ráðuneytisins á stofnunina, auk leið togahæfni, þar með talið hæfni til að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Enginn annar umsækjandi kæmi til greina í embættið og það væri því 6 niðurstaða ráðherra að skipa engan af þeim umsækjendum sem sóttu um embættið í kjölfar auglýsingar í september 20 21 og auglýsa embættið laust til umsóknar að nýju. 23 Í aðilaskýrslu áfrýjanda fyrir héraðsdómi kom fram að hún teldi rangfærslur vera í rökstuðningi ráðuneytisins sem lytu að því að ekki væri rétt eftir henni haft um ýmis atriði sem hún hefði rætt í viðtölu m sínum við hæfnisnefnd. Þannig hafi það til dæmis verið ranghermt að hún hafi talið sig þurfa að bera ákvarðanir undir ráðuneytisstjóra í nýju starfi. 24 Fyrir héraðsdómi gaf einnig skýrslu F , sem gegndi starfi framkvæmdastjóra C í ráðuneytinu frá 2018 til 31. janúar 2020, þegar hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. F var ein þeirra sem sátu í nefndinni sem lagði mat á hæfni áfrýjanda og annarra umsækjenda, en F var auk þess tilgreind sem umsagnaraðili um störf áfrýjanda á umsókn hennar um embættið. 25 Í skýr slu F fyrir dómi kom fram að henni hefði þótt óréttmætt að gefa áfrýjanda lægri einkunn í matskenndum þáttum sem snertu leiðtogahæfni. Í skýrslu sinni taldi hún aftur á móti að taka mætti undir það að áfrýjandi hefði ekki nefnt sérstaklega góð dæmi í viðta li við nefndina um hvernig ferill ákvarðana myndi breytast með tilkomu nýrrar stofnunar. Þá kvaðst hún ekki hafa verið sammála niðurstöðu nefndarinnar um að það hefði skort á að áfrýjandi fylgdi málum eftir. Taldi vitnið að þar hefðu komið inn viðhorf frá ráðuneytinu til þess tíma sem áfrýjandi var þar, en skrifstofustjóri frá ráðuneytinu hefði einnig setið í hæfnisnefndinni. 26 Í skýrslu fyrir héraðsdómi var ráðuneytisstjóri [...]ráðuneytisins , sem undirritar rökstuðning til áfrýjanda fyrir hönd ráðherra ásamt öðrum, spurður út í hvaðan upplýsingar sem vitnað var til úr viðtölum áfrýjanda og vísað var til í rökstuðningi ráðherra kæmu. Í svari ráðuneytisstjórans kvaðst hann halda að þar væri vísað til gagna sem kæmu frá nefndinni, enda væri vísað til nefnda rinnar í rökstuðningi. Þá kvað ráðuneytisstjóri hugsanlegt að þar væri einnig vísað til samtals áfrýjanda við ráðherra. Lýsti ráðuneytisstjórinn því enn fremur fyrir dómi að samtal áfrýjanda við ráðherra hefði ráðið mestu um þá ákvörðun að skipa áfrýjanda ekki í embættið heldur auglýsa það að nýju. 27 Aðspurður fyrir dómi um hvort ráðuneytið hefði verið búið að móta sér einhverja fyrirfram skoðun á hæfni áfrýjanda kvað ráðuneytisstjórinn svo ekki vera. Í ráðuneytinu hafi hins vegar verið reynsla af hennar stö rfum og þar hafi menn þekkt vel til vinnu hennar. Í ráðuneytinu hafi verið uppi ákveðnar hugmyndir um hvers konar færni og hæfni þyrfti að vera inni í nýrri stofnun en ákveðnar efasemdir hafi verið uppi um það hvort áfrýjandi réði við það nýja verkefni, mi ðað við þá reynslu sem væri í ráðuneytinu af störfum hennar sem yfirmaður einingar. 28 Embætti forstjóra B var síðan auglýst laust til umsóknar að nýju í Lögbirtingablaði 11. janúar 2022 með umsóknarfresti til 27. janúar 2022. Alls sóttu 16 um embættið en áf rýjandi var ekki á meðal þeirra. 7 29 Málsatvikum og málsástæðum aðila er að öðru leyti lýst í hinum áfrýjaða dómi. Niðurstaða 30 Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 88/2021 er B ríkisstofnun sem heyrir undir ráðherra. Í 2. mgr. 1. gr. sömu laga er hlutverk stofnun arinnar skilgreint á þann veg að hún fari með eftirlit með gæðum þjónustu sem er veitt á grundvelli [...] laga og annarra laga sem þar eru tilgreind. Í 1. mgr. 3. gr. laganna er stofnuninni sett það markmið að sú þjónusta sem lýtur eftirliti hennar sé traus t, örugg og í samræmi við ákvæði laga, reglugerða, reglna, samninga og leiðbeinin ga. Enn fremur eru verkefni stofnunarinnar meðal annars þau að þróa gæðaviðmið á grundvelli bestu mögulegu þekkingar á málaflokkum á verkefnasviði, stofnunarinnar, veita rekst rarleyfi og hafa eftirlit með því að skilyrði rekstrarleyfa séu uppfyllt, hafa eftirlit með gæðum þjónustu, taka á móti og vinna úr kvörtunum frá notendum þjónustu, sbr. a - til d - lið 2. mgr. 3. gr. sömu laga. 31 Í 1. mgr. 2. gr. laga nr. 88/2021 er kveðið á um að ráðherra skipi forstjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn , en samkvæmt 2. mgr. 2. gr. skal þriggja manna nefnd meta hæfni umsækjenda um embætti forstjóra og láta ráðherra í té rökstudda umsögn þar um. Þá leiðir af e - lið 2. mgr. 4. gr. forsetaúrskurðar nr. 125/2021 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands sem var í gildi þegar atvik málsins áttu sér stað að stofnunin heyrði undir [...] ráðherra , sbr. 3 . gr. forsetaúrskurðar nr. 126/2021 um skiptingu starf a ráðherra. 32 Eins og að framan er rakið var auglýsing um embætti forstjóra B birt í september 2021, bæði í Lögbirtingablaði sem og í öðrum miðlum. Auglýsing á lausu embætti felur í sér upphaf stjórnsýslumáls sem miðar að því að tekin verði stjórnvaldsákvörð un, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, um hvern skuli ráða í starfið úr hópi umsækjenda. Um meðferð málsins fer því eftir stjórnsýslulögum og óskráðum grundvallarreglum stjórnsýsluréttarins. 33 Þegar ráðherra tilkynnti áfrýjanda í símtali 31. d esember 2021 um að ekki yrði skipað í embætti forstjóra B batt hann endi á það stjórnsýslumál sem hófst með auglýsingu um embættið í september 2021. Verður að leggja til grundvallar að með því hafi ráðherra tekið ákvörðun um rétt eða skyldu í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, eins og gengið er út frá í rökstuðningi ráðherra til áfrýjanda 12. janúar 2022. 34 Krafa áfrýjanda í málinu er reist á því að ákvörðun ráðherra um að skipa hana ekki í embætti forstjóra stofnunarinnar og auglýsa embættið að nýju þrátt fyrir að ráðgefandi nefnd hafi metið hana hæfasta umsækjandann hafi verið ólögmæt og að ákvörðunin hafi valdið henni bæði tjóni og miska. Hefur áfrýjandi þá vísað til þess að ráðherra hafi með ákvörðun sinni brotið gegn ákvæðum stjórnsýslulaga og meg inreglum stjórnsýsluréttar, bæði hvað varðar efni og málsmeðferð. 35 Hvorki er í lögum nr. 88/2021 né öðrum lögum vikið að því á hvaða sjónarmiðum eigi að byggja við skipun í embætti forstjóra B . Naut ráðherra því ákveðins svigrúms til 8 mats á hæfni umsækjanda svo sem lagt hefur verið til grundvallar um langt skeið í dómaframkvæmd þegar stjórnvald veitir opinbert starf . Við matið var ráðherra bundinn af réttmætisreglu stjórnsýsluréttar en af henni leiðir að meta verður umsækjendur í samræmi við málefnaleg sjóna rmið sem eru í eðlilegum tengslum við viðkomandi starf, sbr. meðal annars til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 7. júní 2018 í máli nr. 578/2017. 36 Telja verður að stjórnvald sem fer með vald til að skipa í embætti njóti sams konar svigrúms þegar tekin er ákvö rðun um að skipa ekki í auglýst embætti og auglýsa það þess í stað laust til umsóknar að nýju. Þannig verður hvorki leidd af lögum nr. 70/1996 né af öðrum réttarreglum skylda stjórnvalds til að skipa einhvern úr hópi umsækjenda þegar umsóknarfrestur er lið inn. Í því sambandi verður jafnframt að líta til þess að ákvæði 7. gr. laga nr. 70/1996 um auglýsingaskyldu lausra embætta og starfa hjá ríkinu byggist á því sjónarmiði að stjórnvald sem veitir embætti eða starf skuli eiga þess kost að velja úr sem flestum hæfum umsækjendum um hverja stöðu. Er ákvæðinu þar með almennt ætlað að stuðla að því að þeir sem ráðnir eru í þjónustu ríkisins búi yfir sem mestri hæfni . Sjónarmið um að stjórnvald skuli eiga val um fleiri umsækjendur um embæ tti er því alla jafna málefnalegt. 37 Eins að framan er rakið var embætti forstjóra B aug lýst laust til umsóknar í Lög birt - inga blaði og fleiri miðlum með umsóknarfresti til 23. septem ber 2021 en einungis sex umsækjendur sóttu um embættið. Þá liggur fyrir að ráðuneytið framlengdi án árangurs umsókn ar frest inn til 4. október 2021 í því skyni að fjölga umsækjendum. Áfrýjandi var enn fremur eini umsækjandinn sem uppfyllti hæfnisþætti starfsins að mati nefndar sem ráðherra skipaði til að meta hæfni umsækjenda um embætti ð og nefndin taldi ekki ástæðu til að boða aðra umsækjendur en hana í viðtal. Þótt nefndin teldi áfrýjanda mörgum kostum búna til að sinna embætti forstjóra og teldi hana hæfan umsækjanda var það ægilega fram á að hún [hefði] þá leiðtogahæfni sem [þyrfti] til að leiða nýja B Vitnað er til þessarar niðurstöðu í rökstuðningi ráðuneytisins til áfrýjanda 12. janúar 2022 fyrir þeirri ákvörðun að skipa ekki í embættið og auglýsa það laust til umsóknar að nýju, þótt ekki hafi verið farið að öllu leyti réttilega með ályktun nefndarinnar í bréfinu . 38 Í rökstuðningi ráðherra er einnig gerð grein fyrir menntun og starfsreynslu áfrýjanda, meðal annars hjá ráðuneytinu og fyrirrennara þess. Er þar rakið að hún h afi mikla reynslu af opinberri stjórnsýslu og eins í málaflokkum sem tengist beint þjónustu sem lúti eftirliti B , auk reynslu af stjórnun og mannaforráðum en hún hafi ekki umfangsmikla reynslu af því að veita stjórnsýslu einingu forstöðu. 39 Í framhaldinu er vikið að því í rökstuðningnum að í auglýsingu um embættið komi fram hæfniskröfur sem varði persónubundna þætti, þ að e r frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, metnað og vilja til að ná árangri í starfi, hæfni í mannlegum samskiptum ásamt leiðtogahæfni. Vi ð mat á þessum atriðum hefði einkum verið litið til svara áfrýjanda í viðtölum . Ekki verður ráðið af bréfi ráðuneytisins hvort í þessu 9 samhengi sé einungis vísa ð til tveggja viðtala ráðgefandi hæfnisnefndar við áfrýjanda, eða hvort þar sé jafnframt tekið m ið af svörum áfrýjanda í viðtali við ráðherra á fundi þeirra 17. desember 2021. Af skýrslu ráðuneytisstjóra við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi 2. desember 2022 verður á hinn bóginn ráðið að þar sé litið bæði til viðtala áfrýjanda við ráðherra og hæfn isnefndina. Verður í því samhengi að horfa til þess framburðar ráðuneytisstjóra að viðtal ráðherra við áfrýjanda hafi ráðið mestu um þá ákvörðun að auglýsa embætti forstjóra B aftur laust til umsóknar. 40 Í rökstuðningi ráðuneytisins s agði síðan að nýr forst jóri f engi það mikilvæga verkefni að móta nýja stofnun en af þeim sökum væri það mat ráðherra að nauðsynlegt væri að forstjóri hefði til að bera framúrskarandi leiðtogahæfni, sjálfstæði og frumkvæði, þar með talið hæfni til að leiða og stýra breytingum. Þe gar litið væri til allra gagna málsins, þar með talið álitsgerðar hæfnisnefndar, viðtals ráðherra við áfrýjanda og annarra gagna málsins væri það niðurstaða ráðherra að áfrýjandi uppfyllti ekki nægilega vel þær hæfniskröfur sem lytu að frumkvæði, áræðni og sjálfstæði við stjórnun, þ ar m eð talið breytingastjórnun, sem samrýmdist framtíðarsýn ráðuneytisins á stofnunina, auk leiðtogahæfni, þ ar með talið hæfni til ákvarðanatöku og eftirfylgni með ákvörðunum. Þar sem enginn annar umsækjandi kæmi til greina í emb ættið væri það niðurstaða ráðherra að skipa engan í embættið. 41 Framangreindur rökstuðningur ber með sér að ákvörðun ráðherra um að auglýsa embætti forstjóra B laust til umsóknar á nýjan leik hafi byggst á því mati ráðuneytisins að áfrýjandi félli ekki nægi lega vel að þeim kröfum sem gera yrði til hæfni forstjóra nýrrar stofnunar samkvæmt lögum nr. 88/2021. Í ljósi embættisins sem auglýst var verður það að teljast lögmætt sjónarmið að ráðuneyti ð leg g i áherslu á ofangreinda stjórnunarþætti, meðal annars frumk væði, áræðni og sjálfstæði við stjórnun, þar með talið breytingastjórnun, sem samrýmist framtíðarsýn ráðuneytisins á stofnunina, auk leiðtogahæfni, þar með t alið hæfni til ákvarðanatöku og eftirfylgni með ákvörðunum . Þegar litið er til þess að stofnunin he yrir undir ráðherra og að hann ber ábyrgð á starfsemi hennar , sbr. 14. gr. stjórnarskrárinnar, verður heldur ekki séð að óheimilt hafi verið að horfa til þess hvernig persónulegir eiginleikar og viðhorf áfrýjanda féllu að framtíðarsýn ráðherra um starfsemi stofnunarinnar. 42 Að því er varðar þá málsástæðu áfrýjanda að tilgangur ráðuneytisins með því að auglýsa embættið að nýju hafi verið ómálefnalegur, byggist sú málsástæða á því að ráðuneytisstjóri hafi látið þau orð falla á fundi þeirra 3. desember 2021 að ætlunin væri að finna annan einstakling úr hópi stjórnsýslunnar til að taka við embætti forstjóra. Í gögnum málsins er ekkert sem rennir stoðum undir þessa málsástæðu og verður henni því hafnað. 43 Af hálfu áfrýjanda er einnig vísað til þess að ráðherra hafi við framangreint mat vikið með ómálefnalegum hætti frá þeim kröfum sem gerðar hafi verið til umsækjenda samkvæmt auglýsingu um embættið, ýmist með því að bæta við sjónarmiðum sem ekki eiga sér stoð í auglýsingu eða breyta vægi einstakra sjónarmiða. 10 44 Ekki eru efni til að fallast á þessar málsástæður áfrýjanda. Telja verður að hugtakið þekkingu og/eða reynslu af stjórnun, rekstri og mannaforráðum sem vikið er að í auglýsing u. Að því er varðar þá málsástæðu áfrýjanda að ráðuneytinu hafi verið óheimilt að breyta vægi sjónarmiða frá því sem var í auglýsingu um embættið er til þess að líta að það liggur að jafnaði ekki fyrir hverjir sækja um starf fyrr en umsóknarfrestur er liði nn. Í ljósi þess svigrúms sem stjórnvald hefur við mat á umsækjendum verður enn fremur að gera ráð fyrir að áherslur stjórnvalds við hæfnismat geti tekið einhverjum breytingum þegar fyrir liggur hvaða umsækjendur komi til greina, að gættum meginreglum stjó rnsýsluréttar. 45 Sem fyrr segir var áfrýjandi eini umsækjandinn sem hæfnisnefnd taldi uppfylla hæfniskröfur auglýsingar en aðeins voru sex umsækjendur um embættið. Með vísan til framangreinds verður ekki séð að óheimilt hafi verið að ljá stjórnunarreynslu o g leiðtogahæfni aukið vægi þegar metið var hvort skipa ætti áfrýjand a að loknu umsóknarferli eða freista þess að auglýsa embætti ð laust til umsóknar á nýjan leik þannig að ráðuneytið ætti mögulega úr fleiri umsækjendum að velja. Þá verður ekki talið að ráð uneytið hafi með þessari ákvörðun brotið gegn meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga, eins og áfrýjandi heldur fram. Í ljósi fámenns hóps umsækjenda um embættið og þess að áfrýjandi var ein talin uppfylla hæfnisþætti verður ekki séð hvernig ráðuneytið hefð i getað náð því málefnalega markmiði sínu að eiga úr fleiri umsækjendum að velja öðruvísi en að auglýsa embættið laust til umsóknar að nýju. 46 Í málatilbúnaði áfrýjanda er einnig byggt á því að stefndi hafi brotið gegn reglum stjórnsýslulaga um málsmeðferð þegar ákvörðunin um að hætta við skipun og auglýsa embættið að nýju var tekin. Vísar áfrýjandi þá til þess að hæfnisnefnd hafi einungis metið leiðtogahæfileika hennar á grundvelli viðtals við hana en áfrýjandi telur að nefndinni hafi með vísan til rannsókn arreglu 10. gr. stjórnsýslulaga einnig borið að líta til reynslu hennar hjá stefnda undanfarin ár. 47 Eins og rakið er hér að framan kemur fram í rökstuðningi ráðherra til áfrýjanda að við ákvörðunina hafi verið litið til allra gagna málsins, þ ar með talið á litsgerðar hæfnisnefndar, viðtals ráðherra við áfrýjanda og annarra gagna málsins . Þá kom fram í skýrslu ráðuneytisstjóra fyrir héraðsdómi að mat ráðherra á hæfni áfrýjanda hefði einnig byggst á þeirri þekkingu sem var hjá stjórnendum ráðuneytisins á eigin leikum hennar í starfi. Lýsti ráðuneytisstjór i því að ákveðnar efasemdir hefðu verið um hvort áfrýjandi réði við það verkefni að stýra nýrri stofnun. Í ljósi þess að áfrýjandi hafði þá starfað í ráðuneytinu um árabil verður að ganga út frá því að ráðuneyti sstjóri og aðrir stjórnendur ráðuneytisins hafi þekkt nægjanlega til starfa hennar til að meta þau atriði sem þýðingu gátu haft við mat á starfshæfni hennar að þessu leyti. Þá eru ekki efni til að gera athugasemdir við að ráðherra hafi í því sambandi meðal annars byggt á upplýsingum sem fram komu í viðtölum áfrýjanda við hæfnisnefnd og hann sjálfan, sbr. til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 24. september 2009 í máli nr. 686/2008. 11 48 Samkvæmt framangreindu byggðust að ályktanir ráðherra um leiðtogahæfileika áfrý janda ekki einungis á álitsgerð hæfnisnefndar, heldur á fleiri þáttum, en fyrir liggur að álitsgerðin var einungis ráðgefandi og niðurstöður hennar þar með ekki bindandi fyrir ráðherra. Í ljósi þessa og þegar litið er til þess að áfrýjandi hafði starfað um langt skeið innan ráðuneytisins í stjórnunarstarfi er ekki unnt að leggja til grundvallar að ályktanir hæfnisnefndar um leiðtogahæfileika hennar hafi haft afgerandi áhrif á mat ráðuneytisins á þeim eiginleikum hennar og þar með ákvörðun þess um að auglýsa embættið aftur. Verður því að hafna þessari málsástæðu áfrýjanda. 49 Áfrýjandi telur enn fremur að ráðherra hafi borið a ð veita henni sérstaklega andmælarétt áður en ákvörðun var tekin um að auglýsa embættið að nýju, sbr. 13. gr. stjórnsýslulaga. Í þessu sa mbandi hefur áfrýjandi einnig byggt á því að í rökstuðningi ráðherra til hennar 12. janúar 2022 sé rangt farið með svör hennar í viðtölum við hæfnisnefnd. 50 Ákvæði 13. gr. stjórnsýslulaga leggur þá skyldu á stjórnvald að sjá til þess að málsaðili eigi þess kost að tjá sig um efni málsins áður en ákvörðun er tekin í máli hans, enda liggi afstaða hans og rök ekki þegar fyrir í gögnum málsins eða slíkt augljóslega óþarft. Almennt uppfyllir stjórnvald þessa skyldu með því að veita málsaðila aðgang að gögnum máls ins auk þess sem því ber að vekja athygli hans á því ef nýjar upplýsingar bætast við, sem honum er ókunnugt um að liggi fyrir og kunna að hafa verulega þýðingu fyrir úrlausn málsins, og veita honum hæfilegan frest til þess að tjá sig um efnisatriði málsin s , sbr. meðal annars til hliðsjónar dóma Hæstaréttar frá 4. febrúar 2016 í málum nr. 272/2015 og 277/2015. 51 Það verður hins vegar ekki leitt af andmælareglu 13. gr. stjórnsýslulaga að stjórnvöldum beri skylda til þess að gera aðila viðvart fyrirfram um hver verði efnisleg niðurstaða stjórnsýslumáls. Að því er varðar athugasemdir áfrýjanda um að rangt hafi verið farið með svör hennar úr viðtölum við hæfnisnefnd í rökstuðningi ráðuneytisins til hennar , vék áfrýjandi fyrst að því atriði í skýrslugjöf sinni fyri r héraðsdómi 2. desember 2022. Staðhæfingar hennar um þetta atriði fá hins vegar ekki stoð í gögnum málsins, þar á meðal framburði F fyrir héraðsdómi . Í ítarlegum athugasemdum lögmanns áfrýjanda til ráðherra 18. janúar 2022 er enn fremur hvergi vikið að því að farið hafi verið rangt með ummæli hennar í viðtölum við hæfnisnefnd. Í stefnu málsins til héraðsdóms er ekki heldur vikið að því að rangt hafi verið farið með ummæli áfrýjanda í í óhag. 52 Að þessu virtu, og þegar litið er til þess sem fram er komið um að í rökstuðningi ráðherra hafi bæði verið vísað til viðtala áfrýjanda við hæfnisnefnd og ráðherra sjálfan verður að telja ósannað að farið hafi verið rangt með umm æli áfrýjanda í viðtölum við hæfnisnefnd þannig að ráðherra hafi borist upplýsingar sem höfðu verulega þýðingu fyrir þá ákvörðun hans að auglýsa embættið að nýju og nauðsynlegt var að gefa áfrýjanda kost á að tjá sig um í samræmi við 13. gr. stjórnsýslulag a. 12 53 Að því er varðar þá málsástæðu áfrýjanda, að annmarkar hafi verið á tilkynningu ráðuneytisins til hennar er ágreiningslaust að ráðherra tilkynnti henni munnlega 31. desember 2021 um þá ákvörðun sína að auglýsa embættið að nýju. Í ljósi þessa verður ekk i talið að ráðherra hafi brotið gegn ákvæðinu eða meginreglum stjórnsýsluréttar en ákvæði 1. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga hefur ekki að geyma áskilnað um að ákvarðanir séu tilkynntar skriflega . 54 Samkvæmt öllu framangreindu verður hvorki talið að ákvörðun r áðherra um að auglýsa embætti forstjóra B hafi verið tekin á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða né að meðferð ráðuneytisins við undirbúning ákvörðunarinnar hafi verið í andstöðu við lög. Af þeirri niðurstöðu leiðir jafnframt að hafna verður málsástæðum áf rýjanda um að rökstuðningur ráðherra til hennar 12. janúar 2022 hafi ekki samræmst kröfum 22. gr. stjórnsýslulaga um efni rökstuðnings og að ráðherra hafi bakað stefnda bótaskyldu með ólögmætri ákvörðun. Er ni ðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu stefnda af kröfum áfrýjanda því staðfest sem og ákvæði héraðsdóms um málskostnað. 55 Rétt þykir að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður . Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 29. desember 2022 Þetta mál, sem var tekið til dóms 2. desember 2022, höfðar A , kt. [...] , [...] , Reykjavík, með stefnu birtri 7. apríl 2022, á hendur íslenska ríkinu. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til þess að greiða stefn anda 27.365.280 kr. auk dráttarvaxta skv. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 af þeirri fjárhæð frá 7. apríl 2022 til greiðsludags. Stefnandi krefst að auki málskostnaðar að skaðlausu að mati dómsins, að með töldum virðisaukaskatti. Stefndi krefst sýknu a f öllum kröfum stefnanda auk málskostnaðar úr hendi stefn anda að mati dómsins. Stefndi krefst þess til vara að málskostnaður verði felldur niður. Málavextir Málið varðar lögmæti þeirrar ákvörðunar stefnda, [...] ráð herra, að skipa ekki stefnanda í e mbætti forstjóra B en auglýsa embættið þess í stað að nýju. Ráðherra skipar forstjóra B til fimm ára í senn, sbr. 2. gr. laga nr. 88/2021 um B , sbr. einnig 23. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Stefnandi telur sig sannlega hafa verið hæfasta umsækjenda um embættið en vísvitandi hafi verið gengið framhjá henni við ákvörðun um skipun í það. 2018 2020 13 Frá því í maí 2018 var, með stoð í 17. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands, starfrækt innan fyrst [...] ráðuneytis en síðar [...]r áðu neytis C . Stefn andi, sem hafði starfað í ráðu neyt inu frá árinu 2013, var frá upphafi staðgengill fram kvæmda stjóra þeirrar stofn unar. Frá 1. febrúar 2020 var stefnandi sett fram kvæmda stjóri C . 2021 Frá árinu 2018 var unnið að því að semja lög um sjálf stæða stofnun sem hefði sam bærileg verkefni með höndum og ráðuneytisstofnunin, C , en bæri heitið B . Lögin voru samþykkt á Alþingi 11. júní 2021 og skyldu taka gildi 1. janúar 2022. Embætti forstjóra nýju stofnunarinnar var aug lýst laust til umsóknar í Lög birt inga blaði 7. september 2021, með umsóknarfresti til 23. septem ber 2021. Stefnandi var meðal þeirra sex sem sóttu um embættið. Til þess að reyna að fjölga umsækj endum var umsókn ar frestur fram lengdur til 4. október 20 21 en fleiri sóttu ekki um. Í auglýsingu um embættið kom fram að [...] ráðuneytið leitaði að fram sæknum stjórnanda sem hefði áhuga á að byggja upp nýja stofnun. Síðan segir: - Háskólagráðu sem nýtist í starfi. - Þekkingu og/eða reynslu af opinberri stjórnsýslu. Þekking og/eða reynsla af þeim mála flokkum sem lúta eftirliti stofn unarinnar og af þróun gæðaviðmiða er kostur. - Þekkingu og/eða reynslu af stjórnun, rekstri og mannaforráðum. - Þekkingu á stefnumótu n og áætlanagerð. - Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. - Metnaði og vilja til að ná árangri. - Mjög góðri hæfni í mannlegum samskiptum ásamt leiðtogahæfileikum. - Með erindisbréfi, á grundvelli 39. gr. b í lögum um réttindi og skyldur starfs manna ríkisins nr. 70/1996, skipaði þáverandi [...]r áð herra ráðgefandi nefnd til að meta hæfni umsækj enda. Í henni sátu þrír: a) skrif stofustjóri í [...] ráðu neyt inu , b) fyrr ver andi framkvæmdastjóri C og c) ráðgjafi hjá G sem var formaður nefndarinnar. Ritari nefnd arinnar var einnig starfsmaður ráðuneytisins. Nefndin fékk matstöflu frá ráðuneytinu til þess að vinna eftir. Í þeirri töflu var þeim þáttum sem varða mennt un, þekkingu og reynslu raðað í sex flokka sem höfðu þó mismikið innbyrðis vægi. Þegar farið var yfir umsóknargögn kom í ljós að einungis stefn andi hafði hvort tveggja menntun sem nýttist í starfinu og hafði starfað í það minnsta við einn af þeim málaflok kum sem lúta eftir liti stofnunarinnar. Hinir fimm umsækj endurnir féllu því út þegar í fyrsta matsþrepi, það er við yfirferð gagna. Stefn andi fékk hins vegar 4 stig af 4 mögulegum í öllum þeim matsþáttum sem vörðuðu menntun, þekkingu og reynslu. Nefndi n bað stefnanda að halda kynningu sem átti að byggjast á svörum við til teknum spurningum. Þær áttu að draga fram þá hæfnis þætti sem komu fram í aug lýs ing unni. Kynningin fór fram 1. nóvember 2021 og í framhaldi af henni ræddu nefnd ar menn við stefnand a. Eftir annað matsþrepið, kynningu og viðtal, var mat lagt á alla hæfni - og færniþætti og fækk aði þá stigum stefn anda í tveimur þeirra þátta sem áður höfðu verið metnir og vörð uðu menntun og reynslu. Til viðbótar koma tveir hæfn is - ast á hug lægu mati. Þeir voru: a) Frum kvæði og sjálf stæði í vinnu brögðum. Metn aður og vilji til að ná árangri og b) Leið togahæfni og hæfni í mann legum sam skiptum. Í þeim fékk stefn andi 2 stig af 4 mögu legum. Hún fékk einn ig 4 stig fyrir hæfni í ræðu og riti. Nefndin ákvað að fá stefnanda í annað viðtal til þess að fara betur yfir þá þætti þar sem hún fékk einungis 2 stig. Það fór fram 12. nóv ember 2021 og eftir það þriðja mats þrep hækkaði einn liður sem varðaði menntun og reynslu en að öðru leyti voru þau stig sem nefndin gaf stefnanda óbreytt. Á grundvelli þessara þriggja matsþrepa lagði nefndin mat á hæfni stefnanda og föstudaginn 26. nóvember 2021 rituðu nefnd ar menn undir álit sitt á hæfni þeirra sem sóttu um embæt ti forstjóra B . Álitsgerðin er ekki löng, fjórar síður ásamt stigatöflum í viðaukum. Á þremur síðum er farið yfir matsferlið, tilgang hvers þreps um sig og loks lýst mati á hæfni stefn anda. Í niðurstöðu nefndarinnar segir: 14 at umsókn ar gagna, kynningu, viðtal og umsagnir voru þær að A hlaut 3,25 stig (sjá viðauka 3). A sýndi marga góða kosti í ráðningarferlinu. Hún þekkir mála flokkana mjög vel sem lúta að stofnuninni, hefur góða þekkingu á opinberri stjórn sýslu, stefnumótu n, rekstri, mannaforráðum og þróun gæðaviðmiða. Þetta kom vel fram í fyrra samtali nefnd ar innar við A þar sem hún hélt kynningu. Þar kom þó ekki nægilega vel fram sýn A á mikilvægi leiðtogahæfileika í starfinu og hvernig hún myndi fást við erfið mál er s núa að starfsfólki og breytingastjórnun. Í þriðja mati sem byggðist á viðtali kom betur fram hvar styrkleikar A liggja. Þar kom fram að hæfni hennar er mikil í mannlegum samskiptum og hún hefur metnað og vilja til að ná árangri í starfi. Þar liggja áherslu r A í hennar stjórnunarstíl frekar en leiðtogahæfnin [sic]. Einnig kom fram að A hefur sýnt frumkvæði og sjálf stæði í vinnubrögðum í fyrri störfum á sínum starfsferli. Það er mat nefndarinnar að A sé mörgum góðum kostum búin til að sinna starfi forstjóra. A telst því hæfur umsækjandi þó hún hafi ekki sýnt nægi lega vel fram á að hún hafi þá leiðtogahæfni sem þarf til að leiða nýja B Einn nefndarmanna gaf skýrslu fyrir dómi. Hún bar að sér hefði fundist að stefn andi hefði átt að fá 3 stig fyrir svokallaða persónubundna þætti, þ.e. frumkvæði og sjálfstæði í vinnu brögðum, metnað og vilja til að ná árangri í starfi, hæfni í mann legum sam skiptum ásamt leiðtogahæfni. Hinir tveir nefndarmennirnir hefðu ekki verið á sama máli. Hún hafi velt fyrir sér að skila séráliti en hafi ákveðið að gera það ekki þar eð stefn andi hefði fengið svo gott mat í öllum þeim þáttum sem vörð uðu menntun, þekk ingu og reynslu og hefði fengið gott heildarmat, 3,25 af 4. Hún hafi einnig verið ósammála síðustu málsgreinin ni í álitsgerðinni og hafi viljað sleppa henni en þeirri breytingu hafi hún ekki náð fram þótt flestar tillögur hennar til breytinga á álitinu hafi verið samþykktar. Það var mat hennar að stefnandi hefði átt að fá starfið. Sunnudaginn 28. nóvember 2021 var heiti ráðuneytisins breytt í [...] ráðuneyti og nýr maður tók við embætti ráð herra. Hvorki liggur fyrir hvenær stefnandi fékk álit hæfnisnefndar í hendur né hve nær það var afhent ráðherra eða ráðuneytisstjóra. Það er óumdeilt að ráðu neytis stjóri b oð aði stefnanda á fund föstudaginn 3. des em ber 2021 með nokkurra stunda fyrirvara án þess að tilgreina fundarefni. Þá mun hvorki hann né stefnandi hafa séð álits gerðina. Hún mun ekki heldur hafa borist ráðherra á þeim tíma. Stefnanda og ráðuneytisstjór a ber ekki fylli lega saman um hvað kom fram á þessum fundi. Fyrir dómi bar ráðu neyt is - stjór inn að hann hefði fengið pata af því að nefndin teldi stefn anda hæfa en að nefndin hefði í álit inu sett þann fyrir vara að stefn anda skorti til tekna færni ti l þess að gegna embætti for stjóra. Honum hafi boðið í grun að þessi fyrir vari kynni að hafa þau áhrif að stefn andi fengi ekki embættið, nefndin myndi greina ráðherra frá því að hún teldi stefn anda hæfa en ekki nógu hæfa. Til þess að stefn andi þyrfti e kki að lenda í þeim leið indum og sárs auka sem því fylgdi hafi hann viljað benda henni á að enn sem komið væri hefði hún þann mögu ar ferlinu með fullri reisn. Hann hafi þekkt störf stefnanda í ráðuneytinu og vitað að hún yrði fyrirtaks starfs maður hjá stofnuninni þótt hún gegndi ekki starfi for stjóra. Stefnandi bar hins vegar að á fund inum hefði ráðuneytisstjóri tekið fram við hana að vanda þyrfti val á stjórnendum. Hann hefði sagt henni að það kæmi fram í álits gerð inni að hún hefði verið metin hæf en hvorki vel hæf né mjög vel hæf og að hún hefði ekki sýnt fram á leiðtogahæfni. Hann hefði síðan lagt að henni að draga umsókn sína til baka. Að sögn stefn anda kom henni efni fundarins í opna skjöldu. Sam - mæli hafi orðið með þeim að ráðuneytisstjórinn myndi senda stefnanda álits gerð ina þegar hún hefði borist honum. Síðar þennan dag ritaði ráðuneytisstjórinn stefnanda tölvuskeyti og bað hana að staðfesta þann skilning hans á samtali þeirra að hún hefði ákveðið að draga ums ókn sína til baka. Örfáum dögum síðar kvaðst hún svara þessu þegar hún hefði rætt við lög fræð ing stéttarfélags síns og 7. desember sendi hún það svar að hún hefði ekki í hyggju að draga umsóknina til baka. Með tölvuskeyti 9. desember tilkynnti ritari h æfnisnefndar stefnanda að henni væri veittur réttur til 13. desember til þess að andmæla niðurstöðum hæfnisnefndar innar. Síðarnefndan dag svaraði stefnandi 15 og kvaðst hafa athugasemdir við álits gerð ina en hefði ekki óskað eftir því að fá að koma þeim á f ramfæri. Þær athuga semdir sem hún hafi varði fund hennar með ráðuneytis stjóra 3. desember. Með tölvuskeyti 13. desember óskaði stefnandi eftir því við ritara ráðherra að fá að funda með ráðherra vegna ráðningar forstjóra B . Fyrir dómi kvaðst hún hafa ó skað eftir fundinum að ráðum lögfræðings stétt arfélags síns. Í tölvuskeytinu til ritara ráðherra tók stefnandi ekki fram að hún vildi ræða við ráðherra um fund sinn og ráðuneytis stjóra 3. desember. Því var svarað að ráðherra hefði fund ar beiðni stefnand a til athugunar en vegna stífrar dag skrár hans yrði hún látin vita af fund ar tíma síðar. Daginn eftir, 14. desember, ritaði ráðuneytisstjóri stefnanda tölvuskeyti þar sem kom fram að ráðherra hefði áhuga á að ræða við hana um umsókn hennar um embætti f or stjóra B . Jafnframt kom fram að ráðherra óskaði eftir því að stefnandi sendi honum yfir lit eða samantekt um stöðu undirbúnings hinnar nýju stofnunar sem tæki til starfa um ára mótin. Fundurinn var ráðgerður föstudaginn 17. desember og skyldi stefnandi senda ráðherra samantektina eigi síðar en daginn áður. Að sögn stefnanda mættust hún og ráðherra fyrir framan fundarherbergið og hafi hún þá þegar þakkað honum fyrir að gefa sér tíma til að ræða við hana. Hann hafi þá sagt að hann liti svo á að það væri hann sem hefði boðað hana á sinn fund. Þegar þau hafi verið sest inn hafi hún farið að fitja upp á samtali ráðuneytis stjóra við hana 3. des ember. Þá hafi komið fram hjá ráðherra að það yrði ekki rætt á þessum fundi því þetta væri atvinnuviðtal. Tveimur vikum eftir viðtalið, á gamlársdag 2021, hringdi ráðherra í stefnanda og gerði henni grein fyrir þeirri ákvörðun sinni að hætta við að skipa í embætti for stjóra B samkvæmt því skip unarferli sem fór af stað með auglýsingunni 7. september og að embættið y rði auglýst að nýju laust til umsóknar. Ákvörðunin var ein ungis til kynnt stefnanda munnlega. Í sama símtali mun ráð herra hafa innt stefnanda eftir því hvort hún gæti hugsað sér að stýra stofnuninni tíma bundið á meðan nýtt umsókn ar ferli rynni sitt ske ið. Hún hafi viljað hugsa málið. 2022 Að sögn stefnanda fékk hún smáskilaboð frá ráðherra að morgni 3. janúar 2022 þar sem hann bað hana að svara því fyrir lok vinnudags hvort hún féllist á tíma bundna setningu. Hún hafi veitt vilyrði fyrir því en hafi s agst vilja ræða við hann áður. Ráð herra boðaði stefnanda til fundar 5. janúar 2022. Að hennar sögn voru í fundar boði tilgreindir ráð herra, ráðuneytisstjóri, mann auðs stjóri og yfirlögfræðingur ráðu neyt - isins. Hún hafi því óskað eftir að fá að hafa ein hvern með sér á fundinn. Hún taldi að þar yrði til umræðu fundurinn með ráðuneytis stjóra og ákvörðun um að skipunar ferlið yrði stöðvað og tók því með sér á fundinn full trúa stéttarfélags síns. Ráðherra hafi ekki talið fært að ræða þetta þar eð yfirlög fræð ingur ráðuneytisins væri ekki á fund inum. Eftir fundinn var gengið frá setning ar bréfi og var stefnandi sett forstjóri B með bréfi, dags. 5. janúar 2022, frá 1. janúar 2022 til og með 28. febrúar sama ár. Ákvörðunin sem ráðherra tilkynnti stefnand a munnlega 31. desember 2021 var til kynnt umsækjendum skriflega í gegnum ráðn ing ar kerfi ríkis ins 4. janúar 2022. Við nán ari eftirgrennslan kom í ljós að vegna mistaka fór skrif lega til kynn ingin ekki til stefn anda úr ráðningarkerfinu. Stefnandi gat ekki sætt sig við þá ákvörðun ráðherra að skipa engan samkvæmt fyrra skipunarferli. Lögmaður stefnanda sendi ráðherra tölvuskeyti 7. janúar 2022 og krafð ist þess að hann félli tafar laust frá þeirri ákvörðun að hætta við skipun í embætti for stjóra sa m kvæmt fyrra skip un ar ferli og að hann skipaði stefn anda í embættið sem sann anlega hæf asta metna umsækj and ann um það. Stefndi varð ekki við þeirri kröfu og birti í dag blöðum nýja aug lýs ingu um embætti forstjóra B 8. janúar. Með tölvu skeyti til stefnda 11. janúar fór stefn andi fram á rök stuðn ing fyrir þeirri ákvörðun ráðherra að stöðva skipunarferli og aug - lýsa embættið að nýju laust til umsóknar. Rökstuðningur barst strax daginn eftir, dags. 12. janúar 2022. Lögmaður stefnanda ritaði stefn da, [...] ráðherra, bréf 18. janúar 2022, þar sem rakið var að stefnandi teldi ólög mæta þá ákvörðun að skipa hana ekki for stjóra B . Þess var krafist að stefn andi yrði skipuð í embættið. Í svar bréfi ráðuneytisins 27. janúar var kröfum stefnanda hafnað. V akin var athygli á því að hún ætti kost á að sækja um embættið að nýju. Lög maður stefnanda svaraði stefnda með bréfi sama dag þar sem þess var sérstaklega getið að með ákvörðun stefnda hefði stefn andi verið útilokuð frá því að eiga nokkra möguleika á því að hljóta embættið og hafði tjón þá þegar hlotist af ákvörðun stefnda. Í ljósi 16 afdráttarlausrar höfn unar stefnda boð aði lögmaður stefnanda málshöfðun í sama bréfi, dags. 27. janúar 2022. Samkvæmt framlögðum læknisvottorðum hefur stefnandi verið í vei kindaleyfi frá 14. febrúar 2022. Hún bar fyrir dómi að hún hefði veikst um miðjan janúar en pínt sig til að starfa til 14. febrúar. Þá hefði hún brotnað niður og hefði verið undir eftir liti lækna vegna ýmissa líkamlegra og andlega veikinda sem hún glímdi við og rakti til fram komu ráðuneytisins í hennar garð, einkum framkomu ráðuneytisstjóra á fundinum 3. desember 2021. Embætti forstjóra B var auglýst laust til umsóknar að nýju í Lögbirtingablaði 11. janúar 2022 með umsóknarfresti til 27. janúar 2022. Í auglýsingu um embættið kom fram að [...] ráðuneytið leitaði að dríf - andi leiðtoga sem hefði áhuga á að byggja upp nýja stofnun. Síðan segir: - Háskólagráðu sem nýtist í starfi. - Leiðtogafærni og hæfni í mannlegum samskiptum. - Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. - Þekkingu á stefnumótun og áætlanagerð. - Metnaði og vilja til að ná árangri. - Þekkingu og/eða reynslu af opinberri stjórnsýslu. - Góðri tungumálakunnáttu í ræðu og riti (íslensku og ensku, Norður landa mál er kostur). - Þekking og/eða reynsla af stjórnun, rekstri og mannaforráðum er kostur. - Þekking og/eða reynsla af þeim málaflokkum sem lúta eftirliti stofnunar innar er kostur. - Þekking og/eða reynsla af þróun gæðaviðmiða er kostur. - Þekking og/eða reynsla af eftir Í síðara umsóknarferlinu sóttu 16 um stöðuna. Ráðherra skipaði ráðgefandi nefnd 3. febrúar 2022 til að meta hæfni umsækj enda um embættið, sbr. 39. gr. b í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis ins, nr. 70 /1996. Í henni sátu þrír: a) mann auðs stjóri í öðru ráðuneyti sem var for maður, b) prófessor við Háskóla Íslands í [...] deild og c) lög lærður starfsmaður ráðuneytis. Starfs maður nefndarinnar var, sem fyrr, starfsmaður í [...] ráðuneytinu . Nefndin afh enti ráðherra álitsgerð 3. mars 2022. Af 16 umsækjendum voru þrír metnir mjög vel hæfir og tveir vel hæfir. Ráðherra boðaði þá þrjá í viðtal sem hæfn is nefndin mat mjög vel hæfa. Að viðtölum loknum taldi ráðherra einn umsækj anda hæf astan og skipaði hann í embætti for stjóra B frá og með 1. apríl 2022 til fimm ára. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi reisir mál sitt á því að sú ákvörðun stefnda að skipa stefn anda ekki í embætti forstjóra B þótt hún hefði sannanlega verið metin hæfasti umsækja ndinn, heldur stöðva skip un ar ferlið og auglýsa embættið þess í stað aftur laust til umsóknar, hafi verið ólögmæt og haldin svo veru legum ann mörkum að hún sé ógildanleg að stjórnsýslurétti. Með ákvörðuninni hafi stefndi bakað stefn anda fjártjón og mis ka. Ákvörðun stefnda ólögmæt Stefnandi áréttar að dóm stólar og umboðs maður Alþingis hafi staðfest þá megin reglu stjórn sýslu - réttar að stjórnvöldum beri, þegar þau taka ákvörðun um ráðn ingu í auglýst störf og skipun í auglýst embætti hjá ríkinu, að velja hæf asta umsækj and ann. Stefnandi hafi haft mikla yfir burði yfir aðra umsækj - endur til þess að gegna embætt inu. Í þeim þáttum sem áskildir voru í aug lýs ingu hafi hún haft slíka yfir - burði að telja verði ólög mæta þá ákvörðun að skipa hana ekki í embættið. 17 2.1 Stefnandi metin hæfasti umsækjandinn Samkvæmt áðurnefndri meginreglu hafi stefnda borið að skipa hæfasta umsækj andann í embætti forstjóra B . Hæfnis nefnd hafi metið stefnanda hæfasta umsækjandann eins og komi fram í áliti hennar, dags. 26. nóv em ber 2021. Samkvæmt álitinu hafi aðrir umsækj endur ekki verið hæfir. Af upp lýs ingum úr ferilskrá og starfsumsókn um ára langa starfs reynslu hennar, menntun og þekk ingu, sem nýtist beint til starfans, sé aug ljóst að stefn andi hafi verið lan g hæf ust til þess að gegna embættinu hvort sem litið væri til hóps umsækj enda eða utan hans. Stefn andi hafi í tugi ára starfað við [...] mál. Hún hafi hafið störf í [...] - ráðuneytinu í ágúst 2013 og flust til [...] ráðu neytis með flutn ings bréfi, dags. 19. desember 2018, þegar [...] ráðu neytið var lagt niður. Frá októ ber 2018 hafi hún verið staðgengill fram kvæmda stjóra C , ráðuneytisstofnunar sem var forveri hinnar nýju stofn unar, B . Frá 1. febrúar 2020 hafi hún verið settur fram kvæmda stjóri þeirra r stofnunar og eftir að ný stofnun, B , var sett á fót, 1. janúar 2022, hafi stefn andi verið settur for stjóri nýrrar stofn unar. Engar athuga semdir hafi verið gerðar við fram an greind störf stefn - anda. Með vísan til þessa sé augljóst að stefnandi hafi h aft yfir burðareynslu og - þekk ingu á verk efna sviði stofn unarinnar og málaflokknum. Stefnda hafi því verið rétt og skylt að skipa stefn anda í embættið. 2.2 Hæfnisnefnd hafi lagt mat á umsækjendur í þremur áföngum. Fyrsta mat á umsækj endum hafi byggs t á þeim fimm viðmiðum sem voru tilgreind í aug lýs ingu um embættið og hægt var að meta út frá skriflegum umsókn ar gögnum. Þessi við mið voru: - Háskólagráða sem nýtist í starfi. - Þekking og/eða reynsla af opinberri stjórnsýslu. - Þekking og/eða reynsla af þeim málaflokkum sem lúta eftirliti stofnunarinnar og af þróun gæðaviðmiða er kostur. - Þekking og/eða reynsla af stjórnun, rekstri og mannaforráðum. - Þekking á stefnumótun og áætlanagerð. Af uppröðun hæfniskrafna í auglýsingu og umfjöllun í áliti hæfn i s nefndar um fyrsta mat á umsóknum verði dregin sú ályktun að nefndin telji að menntun, hæfni og reynsla séu meginatriðin við mat á umsóknum, svo sem álitið í heild sinni leiði einnig í ljós. Stefnandi hafi upp fyllt þessar kröfur um menntun, hæfni og reyn slu og hafi því verið boðið til viðtals við nefndina og sætt frekara mati hennar. 2.3 Í öðru mati hæfnisnefndar, sem fól í sér kynningu, viðtal og umsagnir, hafi verið settur upp kynningar - og matsrammi fyrir stefnanda sem umsækjanda og mat nefndin þann ig hvernig hún uppfyllti þá hæfnisþætti sem fram komu í auglýsingu. Aðrir hæfn is þættir en sem að framan greinir voru: - Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. - Metnaður og vilji til að ná árangri. - Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum ásamt leiðtogahæfilei kum. - Góð tungumálakunnátta í ræðu og riti (íslensku og ensku, Norðurlandamál er kostur). Stefnanda hafi verið boðið að halda kynningu fyrir hæfnisnefnd, sem hún þáði, og svaraði síðan spurningum nefndarinnar. Mat nefndarinnar á hæfni stefnanda í öðrum þæ tti hafi verið afar jákvætt og hafi meðal annars staðfest mjög góða þekk ingu á málaflokknum, reynslu af stjórnun, stefnumótun, rekstri og manna for ráðum, hún væri reiðubúin að takast á við áskoranir í embættinu og byggi yfir mörgum góðum kostum sem forst jóri stofnunarinnar þyrfti að hafa. Mat hæfnis nefndar hafi verið stutt umsögnum um stefnanda þar sem meðal annars komi fram að hún væri sjálf stæð, vand virk, sýndi frumkvæði og fylgdi verkefnum vel eftir. Í þessu öðru mati hafi hæfn is nefndin þó lagt áh erslu á breytingastjórnun sem stefnandi bendi á að hafi ekki verið hluti af þeim hæfniskröfum sem voru í auglýsingunni um embættið. 2.4 Í þriðja mati hæfnisnefndar hafi stefnandi farið í annað viðtal hjá nefnd inni. Sam kvæmt álitinu hafi 18 ástæða þess vi anda um þau atriði sem ekki var farið nægilega aðar hæfniskröfurnar frum kvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, metnaður og vilji til að ná árangri og mjög góð h æfni í mannlegum samskiptum ásamt leið toga hæfi leikum. Eins og komi fram í rök stuðn ingi stefnda, dags 12. janúar 2022, hafi mat vegna þessara hæfn is krafna ein göngu byggst á við tali við stefnanda. Þar með hafi ekki verið litið til tæp lega tveggja á ra starfs reynslu stefn anda sem setts framkvæmdastjóra C , stofn unar sem var forveri þeirrar stofn - unar sem forstjóra var ætlað að stýra og stofn unar sem hafði mjög sam bæri legt hlut verk og sú er auglýsing laut að. Stefnandi byggi á því að það sé afa r ómálefnalegt að hæfnisnefnd skuli við mat sitt á þeim hæfn - is kröfum sem hafi verið metnar í þriðja þrepi ráðningarferlis ein göngu hafa horft til þess sem fram kom í við tali nefndarinnar við stefnanda og þannig litið fram hjá ára langri starfsreynslu s tefn anda sem framkvæmdastjóra C og frammistöðu í því starfi í ljósi þess að það sé náskylt viðfangsefnum þess embættis sem var auglýst. 2.5 Í niðurstöðu lokamats hæfnisnefndarinnar hafi stefnandi hlotið 3,25 stig. Af níu tölu legum matsliðum í niðurstöðum hæfnisnefndar fái stefnandi fullt hús stiga (4,0) í sex liðum, eða 67% hæfniskrafna, 3,0 stig í einum lið og 2,0 í tveimur liðum. Hæfnis nefndin hafi talið stefnanda hæfan umsækjanda þótt ekki hefði nægilega vel komið fram að hún hefði þá leiðt ogahæfni sem þyrfti fyrir nýja B. Niðurstaðan hafi því verið afar góð og hagfelld fyrir stefnanda og séu forsendur í niður stöðukafla nefndarinnar til samræmis við þá niðurstöðu. Stefnandi hafi verið metin hæf ust til að gegna embættinu og hafi stefnda bor ið að skipa hana í embættið að virtri þeirri niður stöðu, enda hafi ekki verið neinar forsendur til annars. 3 Engar forsendur eða málefnalegar ástæður fyrir ákvörðun stefnda Stefnandi telur að hvorki hafi verið forsendur né málefnalegar ástæður fyrir þ eirri ákvörðun stefnda, [...] ráðherra, að stöðva skipunar ferlið eftir að stefnandi var metin hæfust til að gegna embætti forstjóra B og hefja aug lýs ing ar ferli fyrir embættið að nýju. Í rök stuðn ingi sínum hafi stefndi talið að ákvörðun um skipun í em bætti forstjóra ríkis stofn unar fæli að jafnaði í sér val á hæf asta umsækjandanum um embættið en að ráð herra væri þó jafnframt heimilt, væru fyrir því málefnaleg sjónarmið, að ákveða að skipa engan í auglýst embætti. Jafnframt komi þar fram að stefnda v æri ekki skylt að fara að áliti hæfnisnefndar. Stefnandi bendi á að almennt þurfi að vera fylli lega ótví ræð, lögmæt og mál efna leg rök fyrir því að skipa ekki í embætti umsækj anda sem hæfnisnefnd hafi met ið með fram angreindum hætti og þess í stað s töðva skipunar ferlið og aug lýsa embættið að nýju. Engin slík rök hafi legið fyrir. Að því virtu byggi stefn andi á því að sú ákvörðun stefnda að stöðva skip un ar ferlið, skipa ekki hæfasta umsækj and ann heldur aug lýsa embættið að nýju sé ekki ein ungi s ólög mæt, heldur einnig ómál efna leg, óskilj anleg og ólíðandi. Engar forsendur hafi verið fyrir því að taka þessa ákvörð un, enda hafi hæfnis nefnd lokið mati sínu með þeirri ótví ræðu nið ur stöðu að stefn andi væri hæf asti umsækjandinn og engar fors endur til þess að bera brigður á það mat. Sam kvæmt þessu hafi stefndi að lögum og grund vallar reglum stjórn sýsluréttar ekki átt annan kost en að skipa stefn anda í embætti for stjóra. Engin sýnilega réttmæt ástæða hafi verið til þess að auglýsa embættið aftur laust til umsóknar. 3.1 Stefnandi telji að sem stjórnvaldi hafi stefnda verið fullkomlega ljósar skyldur sínar um málsmeðferð við skipun í opinbert embætti. Engu að síður hafi ráðu neytis stjóri stefnda farið fram á það við stefnanda að hún drægi umsókn sína til baka á fundi þeirra 3. desember 2021, þvert á niðurstöðu hæfnisnefndar, enda hafi ráðu neytis stjór inn sagst ætla að finna annan einstakling innan stjórnsýslunnar til þess að taka við embætti forstjóra. Að mati stefnanda sé þessi málaleita n af hálfu stefnda for kast anleg, í engu samræmi við atvik máls og niðurstöðu hæfnisnefndar, og með því hafi lög og meg in reglur stjórnsýsluréttar verið þverbrotnar. 19 3.2 Stefnandi byggi á því að tjón hennar hafi raungerst þegar stefndi ákvað að skipa h ana ekki í embætti forstjóra B 31. desember 2021, heldur þess í stað stöðva skipunarferlið og auglýsa embættið laust til umsóknar að nýju. Stefnandi telji að með ákvörðun stefnda hafi hún án nokk urs vafa verið úti lokuð frá því að eiga nokkra möguleika á því að hljóta embættið. Með ákvörðun sinni hafi ráðherra gert álits gerð hæfn - is nefndar að engu og þá þegar bakað stefnanda tjón. 4 Rökstuðningur stefnda fyrirsláttur byggt á nýjum kröfum umfram auglýsingu Stefnandi byggi á því að rökstuðningur ste fnda fyrir umþrættri ákvörðun sé fyrir sláttur og standist ekki skoðun. Í álitum umboðsmanns Alþingis og dómum hafi verið lögð áhersla á það að veitingarvaldshafi byggi mat sitt á umsóknum út frá þeim hæfn is kröfum sem séu gerðar til umsækjenda þegar stað a er aug lýst. Séu í mati gerðar kröfur umfram hæfniskröfur auglýsingar sé matið talið ómál efna legt og stjórn valds - ákvörðun sem á matinu byggi ógild. Þær hæfnis kröfur sem lágu til grund vallar hafi verið birtar í auglýsingu um embætti forstjóra B . Í rökstuðningsbréfi stefnda séu sýnilegar rang færslur um mat á hæfni stefn anda, stefndi geri eftir á viðbótarhæfniskröfur vegna embætt is ins og hæfn is kröfum sem höfðu minna vægi við auglýsingu er gefið veru lega meira vægi við matið. Stefnandi meti röks tuðning stefnda ómálefnalegan og með öllu ófull nægj andi. 4.1 Stefndi taki fram í rökstuðningi sínum að hæfnisnefndin hafi ekki talið stefn anda upp fylla allar hæfniskröfur auglýsingar um embætti for stjóra B . Þetta telji stefnandi rangt enda komi skýr t fram í áliti hæfnis nefndar að nefndin telji stefnanda hæfa til að gegna embætti for stjóra stofn un arinnar. Hún hafi sannanlega uppfyllt allar hæfnis kröfur aug lýs ingar samkvæmt álitinu. Stefndi taki fram í rök stuðn ingi sínum að jafn framt megi ráð a af niður stöðum hæfn is nefndar að stefn andi búi ekki yfir miklu frum kvæði, sjálf stæði í vinnu brögðum og metn aði og vilja til að ná árangri. Stefn andi hafni þessu sem röngu enda sé sér stak lega tekið fram í niður stöðu nefnd ar innar að hæfni stef n anda í mann legum sam skiptum sé mikil og hún hafi metnað og vilja til að ná árangri í starfi. Þá komi einnig fram að hún hafi sýnt frum kvæði og sjálf stæði í vinnu brögðum í fyrri störfum sínum. Rök stuðn ingur stefnda sé því aug ljós lega rangur hvað þetta varðar og standist ekki skoðun. 4.2 Stefnandi byggi á því að stefndi hafi ranglega gert viðbótarhæfniskröfur við mat á stefn anda til embættis forstjóra B . Hvoru tveggja í mati hæfnisnefndar og rökstuðningi stefnda sé hæfn is - inga stj lýstar sem hæfn is kröfur þegar embættið var auglýst laust til umsóknar. Stefndi geti ekki með réttu byggt mat sitt á kröfu sem þessari hafi hún ekki verið meðal hæfnis krafna í aug lý s ingu. Þegar af þeirri ástæðu einni sé ákvörðun stefnda ómálefnaleg og ólög mæt. 4.3 Stefnandi telji rök stefnda fyrir því að hætta við skipunarferlið og hefja aug lýs ing ar ferli að nýju ekki standast skoðun. Í rökstuðningi sínum beri stefndi fyrir si g að í niður stöðukafla álits hæfnisnefndar hafi komið fram að stefnandi hafi ekki gert nægi lega grein fyrir sýn sinni á mikilvægi leiðtogahæfileika í starfinu. Stefnandi telji stefnda ekki geta réttlætt á þennan hátt svo afdrifaríka ákvörðun sem felst í því að stöðva skip un ar ferli og auglýsa embætti að nýju. Með því sé gert mun meira úr ályktun hæfn is nefndar en atriði í auglýsingu til embættisins og verði ekki í skipunarferl i gert hærra undir höfði en aug lýs ing kveði á um. Af tíu hæfniskröfum sem voru toga hæfi - ljóst að leiðtogahæfileikar komi til viðbótar við aðal at riði umrædds liðar í hæfniskröfum um mjög góða hæfni í mannlegum samskiptum. Stefn andi bendi á að hæfnisnefndin meti umræddan lið rangt við stigagjöf í mati sínu. Þar sé kröfu lið ur mann legum sam verði annað ályktað af þessu en að leiðtogahæfileikar, sem séu auka atriði í hæfnis kröfu liðum í auglýsingu, séu gerðir að aðal atriði og umfram hæfni í mann legum sam skiptum, þvert á það sem greini í aug lýs ingu um embættið. Sam kvæmt þessu virðist hæ fn isnefndin seinna í ferli sínu hafa 20 farið að gera meira úr kröf unni um leið toga hæfi leika en efni stóðu til miðað við vægi þess sama í aug lýs - ing unni. Stefn andi telji að sá hluti málsmeðferðarinnar hafi í raun farið fram úr hæfn is kröfum aug lýsin gar og með því brotið gegn máls með ferð ar reglum stjórn sýslu laga. Engu að síður fái stefn andi 2 stig af 4 mögulegum undir þessum lið í mat inu og stand ist þar með þann mats þátt. Sam kvæmt stigaskala hæfnis - nefndar þýði 2 í eink unn að hæfnin í umræd fram komi í rök stuðn ingi stefnda að hæfnis nefnd hafi ekki talið stefnanda uppfylla allar hæfn is kröfur aug - lýs ing arinnar. Stefn andi hafi vissulega upp fyllt allar kröfur til embætt is ins. 4.4 Eins og áður greini hafi mat stefnda vegna þeirra hæfniskrafna sem voru metnar í þriðja mati hæfnisnefndar, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, metn aður og vilji til að ná árangri og mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum ásamt leið toga hæfi lei kum, eingöngu byggst á viðtali við stefnanda. Með því hafi verið litið framhjá reynslu og þekkingu hennar sem framkvæmdastjóra C og hlutverki hennar við að koma B á laggirnar. Þegar nefndin mat þessar hæfniskröfur hafi hún ekki litið til þess arar starfsre ynslu. Hefði stefndi haft einhvern áhuga á að telja þá starfs reynslu stefn anda til tekna, umfram hið huglæga mat hæfnisnefndar á við tal inu við stefnanda, hefði stefnda verið í lófa lagið að meta þá starfsreynslu stefn anda og vitn eskju um störf hennar á þeim vettvangi henni í hag í meira mæli en hæfn is nefnd hafði gert. Við töku ákvörð unar hafi stefndi ekki hirt um þetta. Stefn andi bendi á að ekki hafi verið gerðar neinar athugasemdir við störf hennar sem fram kvæmda stjóra ráðu neyt is stofn un ar innar, C , og sem setts forstjóra B . 5 Breyttar hæfniskröfur í auglýsingu til málamynda Stefnandi byggi á því að engar meiriháttar breytingar hafi verið gerðar á embætt inu eða því sem leitað var eftir í embætti forstjóra sem réttlæti það að embættið yr ði auglýst að nýju og telji að meintar breytingar hafi aðeins verið til mála mynda. Stefn andi bendi á að hæfniskröfum, frá því sem var í fyrri auglýsingu, hafi með nýrri aug lýsingu um embættið einungis verið breytt varðandi leið toga hæfni, en í síðari a ug lýs Hæfniskröfu fyrri auglýsingar, sem gekk út á mjög góða hæfni í mann legum sam skiptum ásamt leiðtogahæfileikum, hafi verið breytt þannig að krafist var lei ð toga færni og hæfni í mannlegum sam - skiptum. Atriðunum hafi verið snúið við og leið toga færni verið gerð að aðalatriði. Þá hafi þessi hæfniskrafa verið færð frá því að vera næst síðasta hæfniskrafan sem var talin upp í fyrri auglýs ingu í það að vera ön nur hæfn is krafan í seinni auglýsingu, strax á eftir kröfu um háskóla menntun. Krafa um þekk ingu og/eða reynslu af stjórnun, rekstri og manna for ráðum hafi áfram verið í síðari aug lýs ingu, en sú krafa fái sess skör lægra og sé ekki lengur skil yrði he ldur nú ein krafa um þekkingu og/eða reynslu af þeim mála flokkum sem lúta eftirliti stofn un ar innar hafi einnig verið færð mun neðar á lista hæfn iskrafna sam kvæmt nýrri aug lýs ingu. Þá sé nýrri hæfn iskröfu bætt við í síðari aug lýsingu, um þekk - ingu og/eða reynslu af eftirliti með opin berri þjón ustu, sem sögð er vera kostur. Staðfest hafi verið að þegar metið sé hvort mál efnalegt hafi verið að hafna öllum umsóknum um embætti vegna tilgreindra ástæðna verði að ráð a af hinu nýja umsókn arferli, tilgreiningu á breyttum hæfnis - kröfum og fram kvæmd á mati á umsækj endum að raunverulegar breyt ingar hafi verið gerðar þar á til að mæta gefinni ástæðu. Stefn andi telji að ekkert af framangreindum breyt ingum feli í sér br eytingar á embætt inu eða þeim raun veru legu kröfum sem séu gerðar til þess sem gegni embætt inu og því hafi breytingin aðeins verið til mála mynda. 5.1 Stefnandi telji raunverulegan tilgang þess að rjúfa skipunarferlið og aug lýsa embættið að nýju síður en svo málefnalegan. Eins og áður greini beri stefn andi um að ráðu neytisstjóri hafi á fundi þeirra 3. desember 2021 látið þau orð falla að ætl unin væri að finna einhvern annan innan stjórn sýsl unnar, utan hóps umsækjenda, til þess að taka við emb ætti forstjóra. Sú sem hafi að lokum verið skipuð í embættið komi ein mitt úr öðru starfi innan stjórnsýslunnar. Með vísan til þess, og þeirra breyt inga sem urðu á hæfn - iskröfum fyrir embættið, hafi efni nýrrar aug lýs ingar vakið með stefnanda sterkan gr un um það hver væri raunverulegur til gangur þess að breyta hæfn is kröfum á þann hátt sem gert var og að hann væri hvorki 21 mál efna legur né for svar anlegur. 6 Brotið í bága við reglur stjórnsýslulaga og meginreglur stjórnsýsluréttar Stefnandi byggi á því að sú ákvörðun að skipa hana ekki í embætti for stjóra B og auglýsa embættið að nýju sé ólögmæt af þeirri ástæðu að með henni hafi stefndi brotið gegn ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993, meginreglum stjórnsýsluréttar og góðum stjórn sýslu háttum. 6. 1 Brot gegn lögmætisreglunni Stefnandi reisi kröfur sínar á því að stefndi hafi, með því að fara á svig við lög, brotið í bága við hina óskráðu meginreglu stjórnsýsluréttar um að stjórn valds ákvarð anir verði að samræmast lögum, þ.e. lögmætisregluna. S ú ákvörðun að hafna því að skipa stefnanda í embætti forstjóra B sé stjórn valds - ákvörðun skv. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Slík ákvörðun verði að byggja á traustum og lögmætum grunni og sá sem taki hana verði að fara í einu og öllu að ákvæð um stjórnsýslulaga og öðrum viðurkenndum megin reglum stjórn sýslu réttar. Málsmeðferð stefnda hafi verið verulega ábótavant að þessu leyti. Með vísan til þess sem að framan greinir sé ljóst að ákvörðunina skorti allt lög mæti og hún gangi því í berhögg vi ð umrædda meginreglu stjórnsýsluréttar. Brot gegn lög mæt is reglunni hafi einnig falist í því að stefndi hirti ekki um að tilkynna stefnanda skrif lega um þá ákvörðun sem ráðherra tók og upplýsti stefnanda um munn lega 31. des ember 2021. Stjórn sýslan sé formbundin og beri að tilkynna stjórn valds - ákvarð anir skrif lega. Þetta hafi verið sérstaklega brýnt vegna þess hversu verulega íþyngjandi ákvörð unin var fyrir stefnanda. 6.2 Brot gegn réttmætisreglunni Stefnandi byggi á því að ákvörðun stefnda haf i verið ómálefnaleg og því í trássi við óskráða réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Stefndi hafi byggt á ómálefnalegum sjón ar miðum þegar hann tók þá ákvörðun að skipa ekki stefnanda í embætti forstjóra enda hafi hún verið hæfust til að gegna embættinu eins og hæfnisnefnd hafi staðfest. Ekki verði talið málefnalegt að líta framhjá stefnanda á þeim eina grund - velli að sýn hennar á mikilvægi leiðtogahæfileika hafi ekki komið nógu skýrt fram, sérstaklega í ljósi þess að leiðtogahæfni hafi ekki verið aðalhæfniss kilyrðið. Allt málið sýni að mati stefn anda fram á misbeitingu ráð herra á valdi sínu. 6.3 Brotið í bága við rannsóknarreglu stjórnsýslulaga Stefnandi byggi á því að stefndi hafi við málsmeðferðina og við töku ákvörð un ar brotið gegn rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þetta eigi einkum stoð í því að stefnda hafi verið og mátt vera fullkunnugt um þær lagalegu skyldur sem á honum hvíldu við skipun í embættið. Fyrir liggi að hæfn is nefnd hafi aðeins metið leiðtogahæfileika stefnanda á grundvelli viðtals en ekki skoðað reynslu hennar undan farin ár og þar með hafi stefndi brotið gegn rann sókn ar reglu stjórn sýslu laga. Þetta hafi einkum verið mikilvægt í ljósi þess að hæfnisnefndin gat þess í áliti sínu að stefn andi hefði ekki sýnt n ægilega fram á sýn sína á leiðtogahæfni. Stefnda hafi því í kjöl farið borið að meta þann þátt betur út frá öðru og fleira en við tali við stefn anda, til að mynda reynslu hennar við störf sín hjá stefnda undan farin ár. Stefndi hafi skirrst við að gera þa ð og þar með brotið gegn rannsóknarreglu stjórn sýslu laga. Með því að kynna sér ekki og meta við töku ákvörðunar hvílíka yfirburðahæfni stefn andi hafði vegna starfs reynslu sinnar til þess að hljóta skipun í embættið hafi stefndi einnig brotið gegn ranns óknarreglunni. 6.4 Brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga Með vísan til þess að stefndi skipaði ekki hæfasta umsækjandann í embætti for stjóra B byggi stefnandi á því að stefndi hafi brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Stefndi s em stjórn - vald hafi þannig farið mun strangar í sakirnar en nauðsyn hafi borið til. Líta verði til þess hversu verulega íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun stefnda hafi reynst stefnanda. 6.5 Brotið gegn andmælaréttarreglu stjórnsýslulaga 22 Stefnandi reisi mál sitt á því að stefndi hafi einnig brotið í bága við 13. gr. stjórn sýslulaga með því að hafa ekki veitt stefnanda andmælarétt áður en hann ákvað að stöðva skipunarferlið og auglýsa embættið að nýju. Afstaða stefnanda og rök fyrir ákvörðun hafi ekki legið fyrir áður en ákvörðunin var tekin. Það hafi verið sér stak lega nauð syn legt að leita eftir afstöðu stefnanda með hliðsjón af því hversu veru lega íþyngjandi stjórn valdsákvörðunin hafi verið fyrir stefnanda. 6.6 Brotið í bága við V. kafla stjórnsýslul aga nr. 37/1993 Stefnandi byggi á því að stefndi hafi brotið í bága við ákvæði V. kafla stjórn sýslu laga, sérstaklega ákvæði 20. gr. um birtingu stjórnvaldsákvarðana og 22. gr. um rök stuðning ákvörðunar. Sú grundvallarregla gildi í stjórnsýslurétti að tilkynna skuli ákvarð anir skriflega. Stjórnsýslan sé formbundin og beri að taka stjórn valds ákvarð anir og tilkynna þær skriflega. Sú ákvörðun að stöðva skip un ar ferlið og að aug lýsa ætti embættið að nýju hafi einungis verið tilkynnt stefnanda munn le ga og það í sím tali 31. des em ber 2021. Í rök stuðn ings bréfi stefnda sé því haldið fram að fyrir mis tök hafi ákvörð unin ekki verið til kynnt með útsendri til kynn ingu úr ráðn ing ar kerfi rík is ins. Stöðluð tilkynning til umsækj enda úr tölvukerfum um að hætt hafi verið við ráðn ing ar ferli uppfylli trauðla skyldu stjórnvalds til að til kynna formlega um svo íþyngj andi stjórn valds ákvörðun sem þessa. Stefnda hafi borið að leið beina stefn anda um heim ild hennar til þess að fá ákvörð unina rökstu dda en það hafi ekki verið gert. Lög maður stefn anda óskaði sérstaklega eftir rökstuðningi eftir að tekin var ákvörðun um að setja stefn anda í embættið tíma bundið á meðan auglýsingarferlið færi af stað að nýju. Í rök stuðn ings bréfi stefnda sé byggt á því að stefnda hafi verið heimilt að stöðva skip un ar ferlið þar sem fyrir því hafi legið mál efnalegar ástæður. Stefnandi telji engar mál efna legar ástæður hafa legið að baki ákvörðuninni og að stefnda hafi ekki verið heim ilt að stöðva skipunarferlið t il þess eins að hefja það að nýju án þess að gera nokkrar breyt ingar á embættinu eða aðeins breytingar til málamynda á kröfum gerðum til for stjóra þess. Þá telji stefn andi að sá rök stuðn ingur sem varði hæfni hennar í embættið stand ist ekki og að orð hennar úr viðtölum hafi verið tekin úr sam hengi henni í óhag. Hún bendi einnig á að í rök stuðn ings bréfi hafi ekki verið talin upp meðal hæfn is krafna um embætti for stjóra krafan um góða tungu málakunnáttu í ræðu og riti (íslensku og ensku, Norður lan da mál hæf framangreindum sökum hafi rök stuðn ing urinn verið alls ófull nægj andi að lögum. 7 Um bótakröfu stefnanda Stefnandi krefjist bóta vegna þess fjártjóns og miska sem stefndi hafi bakað henni með þeirri ólög mætu ákvörðun að skipa hana ekki í embætti forstjóra B . Alls nemi höfuðstóll kröfunnar 27.365.280 kr. og sund ur liðist svo: 1. Fjártjónskrafa, sbr. lið 7.1 24.365.280 kr. 2. Miskabótakrafa, sbr. lið 7.2 3.000.000 kr. Stefnandi krefst dráttarvaxta af kröfunni frá útgáfudegi stefnu, 7. apríl 2022, skv. 1. mgr. 6. gr., sbr. 4. mgr. 5. gr., laga nr. 38/2001. 7.1 Fjártjónskrafa Stefnandi byggi bótakröfu sína á mismun þeirra launa sem hún hafi í núverandi starfi, sem sér - fræð ingur hjá B , og þeim launum sem hún hefði mátt vænta í embætti for stjóra stofnunarinnar út skipunartíma embætt isins. Ráð herra skipi í embætti for stjóra til fimm ára í senn, sbr. 2. gr. laga nr. 88/2021, sbr. einni g 23. gr. laga nr. 70/1996. Skipun stefn anda hefði því staðið frá 1. janúar 2022 til 31. desember 2026, eða í 60 mánuði. Til stuðnings bótakröfu sinni vísar stefnandi til þess að hún hafi verið hæf ust í embættið og hafi stefnda borið að skipa hana í það þá þegar. Allur starfs ferill stefn anda hafi undirbúið hana fyrir þetta embætti. Hún hverfi nú til fyrri starfa þar sem hún lækki töluvert í launum. Fram setn ing bóta kröfu taki mið af launum stefn anda sem hún fékk sem settur forstjóri B og launum henna r eins og þau eru í dag. Bóta krafan gefi því raunsanna mynd af því tjóni sem stefn andi hafi orðið fyrir við ólög mæta ákvörðun stefnda. Laun stefn anda sem setts for stjóra B hafi numið 1.531.570 kr. á mán uði. Laun stefn anda sem sér fræð ings séu 1.125 .482 kr. á mánuði. Mismunur þess ara tveggja fjárhæða nemi 406.088 kr. Krafa 23 vegna þessa liðar samsvari marg feldi af 60 mán uðum, þ.e. tíma bilinu 1. janúar 2022 til 31. desember 2026, 406.088 * 60 = 24.365.280. 7.2 Miskabótakrafa Til stuðnings miskab ótakröfu vísar stefnandi til 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Hún vísar til atvika málsins, til þess að stefndi hafi virt hana að vett ugi við skipun í embætti forstjóra B . Fram - ferði stefnda í hennar garð hafi verið sérlega íþyngjandi og hafi va ldið henni and legu tjóni, rýrt starfsheiður hennar og álit annarra á henni. Stefndi hafi valdið ólög mætri meingerð gegn æru og persónu stefnanda og beri því bótaábyrgð vegna þess miska tjóns sem hún hafi orðið fyrir. Til þess verði einnig að líta í þessu sam bandi að stefn andi uppfyllti allar kröfur laga til þess að hljóta skipun í embætti for stjóra og því sé miski hennar enn meiri en ella. Stefnandi byggi enn fremur á því að með því að líta framhjá stefnanda við skipunina hafi staða stefn anda, menntun , starfs ferill og starfs reynsla verið sniðgengin á einkar niður lægj - andi hátt og verið í raun höfð að engu. Í samræmi við framangreint krefjist stefnandi þess að stefndi greiði henni miska bætur að fjárhæð 3.000.000 kr. sem hún telji síst of háa að tekn u tilliti til máls atvika og framkomu stefnda. Málsástæður og lagarök stefnda Stefndi byggir sýknukröfu sína á því að sú ákvörðun að skipa stefn anda ekki í stöðu for stjóra B hafi verið lögmæt og því séu skil yrði bótaskyldu ekki fyrir hendi. Þeirri fullyrðingu stefnanda að ákvörðunin hafi verið haldin verulegum annmörkum sem varði ógildi sé hafnað. Sú ákvörðun að hætta við skipunarferli hafi ekki beinst að stefn anda sérstak lega heldur hafi ákvörðunin verið almenn og varðað ráðningarferlið í heild . Þetta hafi því ekki verið sjálfstæð ákvörðun um að skipa stefnanda ekki sem for stjóra eins og stefn andi byggi á. atriði. Það gefi augaleið þegar auglýst sé staða st jórnanda við nýja stofnun að leiðtogahæfileikar umsækjanda skipti máli við mat á hæfni. Ekki sé hægt að draga svo víðtækar ályktanir af því hvar í starfsauglýsingu krafan sé sett fram, það er að segja hvort tiltekinn þáttur sé ofar eða neðar á lista yfir þ ætti sem máli skiptu. Auglýsing um laust starf eða embætti feli í sér upphaf stjórnsýslumáls sem miði að því að tekin verði stjórnvaldsákvörðun um hvern skuli ráða í starfið úr hópi umsækj enda. Þótt starf eða embætti hafi verið auglýst laust til umsókn ar sé stjórn valdi ekki skylt að ljúka því ferli með því að ráða eða skipa einn úr umsækj enda hópnum. Það að einhver umsækjandi hafi verið hæfari en aðrir breyti engu þar um. Stjórn - valdi, sem hafi auglýst starf eða embætti laust til umsóknar, sé almennt heim ilt að hætta við að ráða í starfið eða skipa í embættið, enda sé ákvörðunin byggð á mál efna legum sjón ar miðum. Stjórnvaldið sem fari með veitingarvald hverju sinni hafi nokk urt svigrúm til að taka slíka ákvörðun og geti við það mat byggt á hlut læ gum og hug lægum sjón ar miðum. Í niðurstöðu hæfnisnefndar komi fram að stefnandi sé mörgum góðum kostum búin til að sinna starfi forstjóra og teljist því hæfur umsækjandi þótt hún hafi ekki sýnt nægilega vel fram á að hún hefði þá leiðtogahæfni sem þur fi til að leiða nýja stofnun. Stefndi vísar til þess að skv. 39. gr. b í lögum nr. 70/1996, um rétt indi og skyldur starfs manna ríkisins, geti hlutaðeigandi ráðherra falið sérstakri hæfn is nefnd þriggja manna að meta hæfni umsækjenda um starf forstöðuman ns og sé niður staða hennar ráð gef andi. Þetta ákvæði sé sambærilegt 19. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórn ar ráð Íslands. Eftir sem áður sé það hlutaðeigandi ráðherra sem beri ábyrgð á ráðn ing ar ferl inu, þar á meðal að reglum stjórnsýsluréttar sé fylgt við ákvörðunina. Ráð herr ann beri ábyrgð á öllum ákvörðunum í ráðningarferlinu, svo sem hvaða sjón ar - mið eigi að leggja til grund vallar við ákvarðanatökuna, vægi þeirra sjónarmiða, hverjir verði kall aðir í við töl o.s.frv. Niðurstaða nefndarinnar sé r áðherra til ráðgjafar við skipun í embætti en ætla verði að veigamiklar, hlutlægar og málefnalegar ástæður verði að vera fyrir hendi ætli ráðherra að horfa framhjá áliti hæfnisnefndar. Álit hæfn is nefndar geti engu að síður ekki komið í veg fyrir sjálfstæ tt mat hlutaðeigandi ráð herra en það geti verið hluti af þeim þáttum sem ráðherra byggir mat sitt á. Stefnandi hafi verið framkvæmdastjóri ráðuneytisstofnunarinnar, C , og hafi, í krafti þess starfs, 24 tekið þátt í undir bún ingi að stofnun B . Í þeirri vin nu hafi ráðuneytið lagt áherslu á að ný eftir litsstofnun færi meðal ann ars með athuganir og eftirlit gagnvart ein stökum þjón ustu veitendum sem kynni að leiða til þess að B tæki íþyngjandi stjórn valds ákvörðun gagn vart rekstar leyfis hafa, svo sem um að veita áminn ingu og afturkalla rekstr ar leyfi, auk þess að beita sveitarfélög dagsektum, sbr. lög nr. 88/2021, um B . Við þessar íþyngj andi stjórn valds ákvarðanir sé lög bundið hlutverk B frá brugðið hlutverki ráðu neytisstofn unarinnar C . Stefndi haf i lagt áherslu á mikil vægi þess að til staðar væri þekk ing og hæfni til að byggja upp þetta hlutverk. Þessi áhersla komi fram í skýrslu ráð gjaf ar fyrir tækis sem var unnin fyrir [...] ráðu neytið til að styðja breyt ing arferlið. Í við tölum við stefn anda hafi aftur á móti komið fram að hún teldi B fyrst og fremst vera stuðn ings stofnun við sveit ar félög. Þetta sjónarmið hafi hún ítrekað í viðtali við ráð herra. Að þessu leyti hafi verið nokkurt ósam ræmi á milli fram tíðar sýnar ráðherra á hlut verk B , sem komi jafn framt fram í vinnu ráð gjaf anna og ákvæðum laga nr. 88/2021, og sýnar stefn anda á hlut verk stofn un ar innar. Þetta hafi bent til þess að stefn anda skorti inn sýn í mikil vægi þess að B sýni frum kvæði og áræðni við beit ingu eftir li ts úrræða. Þótt hæfnisnefndin hafi talið stefnanda hæfa til að gegna embættinu sé jafn framt ljóst að nefndin hafi ekki talið stefnanda uppfylla allar hæfniskröfur sem fram komu í auglýsingunni. Þar eð nýr forstjóri B fái það mikil væga verkefni að mó ta nýja stofnun hafi það verið mat ráðherra að nauð syn legt væri að for stjóri hefði framúrskarandi leiðtogahæfni, sjálfstæði og frum kvæði, þar með talda hæfni til að leiða og stýra breytingum. Þegar horft var til álits gerðar hæfnis nefndar, viðtals ráð herra við stefnanda og annarra gagna málsins hafi það verið niður staða ráð herra að stefnandi uppfyllti ekki nægilega vel þær hæfniskröfur sem gera verði til for stjóra B . Þessar hæfn is kröfur séu frum kvæði, áræðni og sjálfstæði við stjórnun, þar með ta lda breyt inga stjórnun, sem sam rýmist framtíðarsýn ráðherra á B auk leið toga hæfni, þar með talinnar hæfni til ákvarðanatöku og eftirfylgni með ákvörð unum. Enginn annar umsækjandi hafi komið til greina í embættið og það hafi því verið niður staða ráð h erra að auglýsa embættið laust að nýju. Þótt stefnanda hafi, fyrir mistök, ekki borist skrifleg tilkynning úr ráðn ing ar kerfi um þá ákvörðun ráðherra að skipa engan af umsækjendum um starfið hafi stefn anda verið tilkynnt ákvörðunin 31. desember 2021 í samræmi við 1. mgr. 20. gr. stjórn sýslulaga nr. 37/1993. Sú ákvörðun stefnda að ljúka ekki fyrra ráðningarferli um stöðu forstjóra B hafi byggt á málefnalegum sjónarmiðum og verið í samræmi við réttmætisreglu stjórnsýsluréttarins. Í ferlinu hafi ekki verið brotið gegn rann sókn ar reglu stjórnsýsluréttar. Samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga skuli stjórn vald sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun sé tekin í því. Með vísan til framangreinds og skriflegs rökstuðnings ráðu neyt isins 12. og 27. janúar 2022 sé ljóst að aflað hafi verið þeirra upp lýs inga sem voru nauð synlegar áður en ákvörðun var tekin. Málið hafi því verið nægjanlega upp lýst þegar ráðherra tók þá ákvörðun að nauð synlegt væri að stöðva ráðn ing ar ferlið og aug lýsa emb ættið á ný. Stefndi mótmæli því að meðalhófsreglan hafi ekki verið virt. Samkvæmt 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 skuli stjórnvald því aðeins taka íþyngjandi ákvörðun þegar lögmætu markmiði, sem að sé stefnt, verði ekki náð með öðru og vægara móti. Þ ess skuli þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauðsyn beri til. Eins og áður greini hafi það verið mat ráðherra að stefnandi hafi ekki uppfyllt nægi lega vel þær hæfn is kröfur sem gera verði til forstjóra B . Eng inn annar umsækjandi hafi komið til greina í embættið. Það hafi því verið nið ur staða ráð herra að skipa engan þeirra sem sóttu um í fyrra umsóknarferli. Sú ákvörðun að stöðva ráðningarferlið og aug lýsa embættið á ný hafi verið byggð á mál efna legum sjón ar - miðum þar eð settu mark mi ði yrði ekki náð með öðru og vægara móti. Þegar embætti forstjóra B var auglýst að nýju hafi komið fram aðrar hæfniskröfur en í fyrra umsóknarferli. Ástæða breyttra hæfn is krafna í auglýsingu hafi einkum verið það markmið með nýju umsóknarferli að stærri hópur kæmi til greina í embættið. Fyrir liggi að einungis sex manns, með áhuga á starf inu, hafi talið sig falla að hæfniskröfum fyrri auglýsingar. Það sé því mál efna legt, þegar auglýsing birtist í annað sinn, að hæfniskröfur auglýsingarinnar séu mið aðar að því að fleiri einstaklingar geti talið sig falla að þeim kröfum og viðmiðum sem þar koma fram. Stefndi vísi því alfarið á bug að ómálefnaleg sjónarmið hafi legið að baki nýjum hæfniskröfum í auglýsingunni. Stefndi telji þá ákvörðun að stöðva ráðningarferlið og auglýsa embættið að nýju hafa byggst á 25 málefnalegum sjónarmiðum og að meðferð máls ins að öðru leyti hafi verið í samræmi við lög. Ákvörðunin hafi verið almenn og hafi ekki beinst að stefn anda sérstaklega. Því hafi ekki verið nein lögbu ndin krafa um að veita stefnanda and mæla rétt. Vilji svo ólíklega til að dómurinn telji að stefndi hafi að ein hverju leyti brotið gegn málsmeðferðarreglum og/eða öðrum ákvæðum stjórn sýslu laga og eftir atvikum ann arra laga við ráðningarferlið leiði sú niðurstaða, út af fyrir sig, ekki til þess að stefn andi eigi rétt á skaða - og miskabótum. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að í ákvörðunum stefnda hafi falist ólögmæt mein gerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu hennar í skilningi 26. gr. skaðabótal aga nr. 50/1993. Ákvarðanir stefnda hafi verið lögmætar og ekki hafi verið brugðist harka legar við en ástæða hafi verið til. Stefndi mótmæli því sem ósönnuðu að framganga ráð herra vegna máls ins teng ist persónu stefnanda. Engar þær hvatir eða ástæður er stefn andi nefni hafi því legið að baki ákvörðun ráðherra heldur hafi ástæður hennar verið þær að stefn - andi hafi ekki uppfyllt nægilega vel þær hæfn is kröfur sem gera verði til forstjóra B . Aðrir umsækj endur í fyrra umsókn ar ferli hafi ekki heldur ver ið taldir uppfylla þessar kröfur. Verði ekki fallist á sýknukröfu stefnda í málinu krefst stefndi verulegrar lækk unar bótafjárhæðar, bæði varðandi fjártjón og miska. Komi til bóta skyldu verði að líta til dómaframkvæmdar varðandi fjárhæðir því fjárhæði r í dómkröfu séu ekki í neinu sam ræmi við dómaframkvæmd. Með vísan til alls sem rakið hafi verið sé málatilbúnaði stefnanda að öðru leyti en að framan greinir mótmælt og byggi stefndi á því að kröfur stefnanda eigi sér ekki stoð í lögum. Stefndi krefst sýknu af dómkröfum stefnanda. Niðurstaða Það er álitaefni þessa máls hvort ólögmæt sé sú ákvörðun [...] ráðherra 31. des ember 2021 að skipa engan þeirra sem sóttu um embætti for stjóra B , sem skyldi taka til starfa þá um ára mótin, en auglýsa embætti ð þess í stað að nýju. Það er óumdeilt að í auglýsingu um starf eða embætti sem er laust til umsóknar felist upphaf stjórnsýslumáls sem hafi það markmið að tekin verði stjórn valds ákvörðun um hvern úr hópi umsækjenda skuli ráða í starfið eða skipa í emb ættið. Með ferð hennar fer, eins og meðferð annarra stjórn valds ákvarð - ana, eftir óskráðum grund vallarreglum stjórnsýsluréttar og stjórn sýslu lögum. Það er við ur kennt að stjórn - valdi, sem hefur auglýst starf laust til umsóknar, sé almennt heim ilt að hætta við að ráða í starfið eða skipa í embættið. Sú ákvörðun verði þó að byggja á mál efna legum ástæðum og rétt mætum sjón ar miðum. Stefnandi telur ákvörðun ráðherra ólögmæta og því beri að ógilda hana. Það byggir stefnandi í fyrsta lagi á því að ástæð ur stefnda fyrir því að skipa engan umsækj anda í embættið heldur auglýsa embættið að nýju hafi ekki verið mál efna legar. Ráðherra tilkynnti stefnanda ákvörðun sína í símtali 31. desember 2021. Í skrif legum rök stuðningi ráð herra, dags. 12. janúar 20 22, eru til greindar þær ástæður sem réðu þeirri ákvörðun hans að ráða ekki í embættið heldur aug lýsa það aftur. Þar eru taldir upp persónu bundnir hæfnisþættir sem voru til greindir þegar embætti for stjóra var aug lýst laust til umsóknar. Þeir þættir er u frum kvæði og sjálf stæði í vinnu - brögðum, metnaður og vilji til að ná árangri í starfi, hæfni í mann legum sam skiptum ásamt leiðtogahæfni. Rökstuðningurinn byggist á áliti hæfnisnefndarinnar og svörum stefnanda í tveimur viðtölum við nefndarmenn. Í r ökstuðningnum segir meðal annars að ekki hafi komið skýrt fram hvernig stefn andi sæi fyrir sér að ákvarðanir yrðu teknar yrði hún skipuð forstjóri. Hún hafi ekki gefið greinargóð dæmi um hvernig ferill ákvarðana myndi breytast yrði hún skipuð forstjóri. R áðherra hafi talið að þessi svör bæru ekki vott um skýra sýn og sjálf stæði við stjórnun, þar með talda breytingastjórnun. Í rökstuðningnum er tilgreint að stefnandi hafi meðal annars talið leiðtogafærni sína felast í því að hlusta á og heyra hvað starfs fólk hennar hefði að segja. Af dæmi sem hún tók til að skýra hvernig hún sem stjórnandi á vinnustað myndi taka á sam skiptum tveggja starfsmanna álykt aði ráð herra að á skorti að stefnandi fylgdi málum eftir. Af öðru dæmi hennar dró ráð herra þá ályktun a ð hún reiddi sig á aðra til þess að leysa úr málum og að hún myndi áfram nýta þjónustu sem væri í boði í ráðuneytinu. Þessi svör hennar hefðu ekki borið með sér að hún hefði það frumkvæði, hæfni til ákvarð anatöku og eftirfylgni sem þyrfti til 26 að leiða nýj a stofnun. Ráðherra benti einnig á að hæfnisnefndin hefði komist að þeirri niður stöðu í áliti sínu að stefnandi hefði ekki sýnt fram á að hún hefði þá leiðtoga hæfni sem þurfi til þess að leiða nýja B og hafi sú niðurstaða nefndarinnar verið staðfest í vi ðtali ráð herra við stefnanda. Í rökstuðningi ráðherra er tekið fram að ráðuneytið hafi við undirbúning að stofnun hinnar nýju stofnunar lagt áherslu á að athuganir og eftirlit stofnunarinnar með rekstr ar leyfishöfum og þjónustuveitendum kunni að leiða til þess að stofnunin þurfi að beita þá íþyngj andi úrræðum, svo sem áminningu, að afturkalla rekstrarleyfi og jafn vel beita sveit ar félög dagsektum. Ráðuneytið telji mikilvægt að í nýju stofnuninni sé þekk ing og hæfni til þess að gegna þessu hlutverki . Í viðtölum hæfnisnefndar við stefn anda hafi komið fram að stefnandi teldi hina nýju stofnun fyrst og fremst vera stuðn ingsstofnun við sveitar félög. Þetta sjónarmið hafi stefnandi ítrekað í viðtali við ráð herra. Í þessu efni væri því nokkurt ósamræmi í framtíðarsýn annars vegar ráðu neyt is ins og fyrirmælum laga um nýju stofnunina og hins vegar sýn stefnanda á stofn un ina. Það bendi til þess að hana skorti innsýn í mikilvægi þess að stofnunin sýni frum kvæði og áræðni við beitingu eftirlitsúrræða. Í rökstuðningnum er næst vísað í ráð gef andi hlutverk hæfnisnefndarinnar. Mats töflur sem hafi fylgt áliti hennar sýni að nefndin hafi talið að stefnandi byggi ekki yfir miklu frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og metnaði og vilja til að ná árangri en þ essar hæfniskröfur auk leiðtogahæfni hafi verið tilgreindar í auglýsingu um starfið. Þótt hæfnisnefndin telji stefnanda hæfa til þess að gegna starfinu hafi nefndin ekki talið hana uppfylla allar hæfniskröfur sem gerðar hafi verið í auglýsingu um embættið. Í viðtali ráðherra við stefnanda hafi þessi niður staða hæfnisnefndarinnar verið staðfest. Ráðherra vísar næst til þess í rökstuðningi sínum að nýi forstjórinn fái það mikil væga verkefni að móta nýja stofnun. Af þeim sökum sé það mat ráðherra að nauð s ynlegt sé að forstjórinn hafi framúrskarandi leiðtogahæfni, sýni sjálfstæði og frum kvæði, þar með talda hæfni til að leiða og stýra breytingum. Þegar litið sé til allra gagna málsins, þar á meðal álits hæfnisnefndar, viðtals ráðherra við stefnanda og ann arra gagna, sé það mat ráðherra að stefnandi uppfylli ekki nægilega vel þær kröfur sem verði að gera til forstjóra B . Nánar tiltekið séu ekki uppfylltar hæfniskröfur sem varði frumkvæði, áræðni og sjálfstæði við stjórnun, þar með talda breytingastjórnun, a uk leiðtogahæfni, þar með talda hæfni til ákvarð ana töku og eftirfylgni með ákvörðunum. Að lokum segir í rökstuðningnum að þ ar eð annar umsækjandi komi ekki til greina í embættið sé það niðurstaða ráð herra að skipa ekki neinn þeirra sem sótti um embætt i forstjóra stofnunarinnar eftir að það var auglýst 3. september 2021 heldur aug lýsa embættið laust til umsóknar að nýju. Breytingastjórnun Stefnandi byggir á því að bæði nefndin og ráðherra hafi bætt við færni þætt inum breytingastjórnun en hann hafi ekki verið tilgreindur í auglýsingu um starfið. Í auglýsingu um starf eða embætti verður aldrei tæmandi talning á öllum þeim hæfnisþáttum sem kunna að koma til skoðunar enda kynnu auglýsingarnar þá að verða álnar langar. Hver hæfnis þáttur er því frekar eins og fyrirsögn eða yfirheiti yfir marga undir ugur orða forði, fullt vald á mál fræði, uppbygging röksemdafærslu, góður ritstíll og svo mætti áfram telja. Því er ekki hægt að líta svo á að sé viðkomandi færni eða hæfni ekki nefnd berum orðum í aug lýsingu komi hún ekki til skoðunar nema útilokað sé, vegna eðlis starfsins eða af öðrum ástæðum, að telja hana heyra undir þá færni eða hæfni sem er tilgreind í aug lýs ingunni. Í áliti hæfnisnefndarinnar eru raktar þær spurningar sem stefnandi átti að hafa til hliðsjónar þegar ingar þú sérð fyrir þér samhliða breytingunni í sjálfstæða stofnun og hvern Í rökstuðningi fyrir spurningunum segir í álitinu að hæfnisnefndin hafi ákveðið að setja upp kynningar - og mats ramma fyrir umsækjanda með skilgreiningum og við miðum sem hafi falið í sér þá hæfn is þætti sem komi fram í auglýsingunni. Þannig hafi nefnd armenn getað metið þekk ingu og reynslu stefnanda af þeim málaflokkum sem lúti eftirliti stofnunarinnar og þekkingu og reynslu stefnanda af mannahaldi, rekstri og breyt ingastjórnun í þeim breyt ingum sem væru framundan. 27 Eðli málsins samkvæmt fólust breytingar í því að færa starfsemina úr ráðu neyt is stofnun í sjálfstætt embætti sem og því að taka við verkefnum og hugsanlega starfs mönnum frá D . Þetta vissi stefnandi og átti henni því ekki að koma á óvart að spurningar nefndarinnar vörðuðu breytingastjórnun og að sá þáttur kæmi fram í áliti hennar. Miðað við eðli þess verkefnis sem var framundan hjá for stjóra nýrrar þáttinn stjórnun í aug lýsingunni. Dómurinn telur því að hvorki hæfnis nefndin hafi í áliti sínu né ráðherra í rökstuðningi sínum eftir á bætt við færniþáttum sem falli ekki undir þá færniþætti sem eru tilgreindir í auglýsingunni. Leiðtogahæfni Í áliti hæfnisnefndar kom fram að stefnandi hefði ekki sýnt nægilega vel fram á að hún hafi þá leiðtogahæfni sem þurfi til að leiða nýja B . Stefnandi vísar til þess að í rökstuðningi sínum beri ráðherra þetta fyrir sig. Með því að réttlæta stöðvun skipunar ferlisins með vísan til þessarar ályktunar nefnd arinnar geri ráðherra mun meira úr ályktun nefndarinnar en efni standi til því hæfn is hafi verið algjört auka atriði í auglýsingunni og verði ekki í skipunarferli gert hærra und ir höfði en ætla megi af aug lýs ingunni. Dómurinn fellst ekki á að það ráðist af því hvort hæfniskrafa er tilgreind fram ar eða aftar í auglýsingu hvaða vægi hún hafi eða eigi að hafa. Álitsgerð hæfn is nefndar fylgir tafla þar sem hver hæfnisþáttur fær tiltekið vægi. Ekki liggur annað fyrir en að þetta vægi hæfnisþátta hafi verið samið í ráðuneytinu og afhent nefnd inni til að vinna eftir. 10% 10% 10% 5% 15% 15% 15% 15% 5% 100% Háskólagráða sem nýtist í starfi Þekking og/eða reynsla af opinberri stjórn sýslu Þekking og/eða reynsla af einum af þeim mála - flokkum sem lúta eftirliti stofnunar innar Þekking og/eða reynsla af þróun gæða við miða er kostur Þekking og/eða reynsla af stjórnun, rekstri og mannaforráðum Þekking á stefnumótun og áætlanagerð Frumkvæði og sjálfstæði í vinnu brögðum. Metnaður og vilji til að ná árangri Leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum sam - skiptum Góð kunnátta í ræðu og riti (íslenska, enska og Norðurlandamál) 4 4 4 4 3 4 2 2 4 3,25 Mikilvægi hvers hæfnisþáttar ræðst því ekki af því hvar hann kann að vera tal inn upp í auglýsingu heldur því hversu þungvægur hann er talinn í samanburði við aðra hæfnisþætti og sem hlutfall af heild. Taflan sýnir að leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum vega 15% og eru því meðal þun gvægustu færniþátta auglýsingarinnar þótt þeir hafi þar verið taldir upp aftarlega. Dómurinn telur því að ráðherra hafi ekki gert meira en efni stóðu til úr þeirri ályktun hæfn is nefndarinnar að stefnandi hefði ekki sýnt að hún hefði þá leið toga hæfni se m þyrfti til fyrir hið nýja starf. hæfni í mannlegum sam leiðtogahæfni úr auka atriði í aðal atriði og þar með hafi málsmeðferð hennar við mat á þeim þætti sem tal inn er næst síðast í aug lýs ing unni brotið gegn málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga. 28 Stefnandi byggir á því að hún hafi, hvað sem öðru líði, uppfyllt þennan færni þátt vel með því að hafa fengið 2 stig af 4 mögulegum. Með áliti hæfnisnefndarinnar er einnig tafla yfir það hvað þurfi að sýna fram á til þess að fá tiltekin stig fyrir hvern hæfnisþátt. Til þess að fá 2 stig fyrir þá 3 hæfnis þætti sem eru taldir upp aftast í Ráðherra bar endanlega ábyrgð á skipun forstjóra hinnar nýju stofnunar. Hann varð að leggja mat á þá hæfnis - og færniþætti sem vörpuðu ljósi á frammistöðu stefn anda í því starfi sem var auglýst. Að mati dómsins er fyllilega málefnalegt að leggja það til grundvallar ákvörðun um val á forstjóra toga g góðri hæfni í mann ekki uppfyllt allar þær hæfniskröfur sem komu fram í auglýsingunni, í það minnsta ekki nægilega vel. Mat ákveðinna hæfnisþátta eingöngu byggt á viðtali Stefnandi finnur einnig að því að í öðru viðtali, þriðja þætti í mati hæfnis nefnd ar innar, hafi mat verið lagt á frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, metn að og vilja til að ná árangri og mjög góða hæfni í mannlegum samskiptum ásamt leið toga hæfi lei kum, eingöngu út frá viðtali við stefnanda. Með því hafi verið litið framhjá reynslu og þekkingu hennar sem framkvæmdastjóra ráðuneytisstofnunarinnar svo og hlut verki hennar við að koma hinni nýju stofnun á laggirnar. Nefndin hafi ekki lagt þá starfs reyn slu til grundvallar við mat á þessum hæfnisþáttum. Ráðherra hefði átt að telja þessa starfsreynslu stefnanda til tekna umfram huglægt mat hæfn is nefndar í við tali við stefnanda. Í áliti hæfnisnefndar kemur fram að í fyrstu umferð hafi þeir 6 hæfnisþætt ir sem fyrst eru taldir í auglýsingunni verið metnir út frá þeim gögnum sem umsækj endur lögðu fram. Í næstu umferð voru allir þættir metnir og var matið grundvallað á kynn ingu stefnanda, viðtali við hana og umsögnum umsagnaraðila. Um það mat segir í álit inu að horft hafi verið til allra gagna sem þá lágu fyrir, sem voru svör stefnanda við þeim spurningum sem vörðuðu viðkomandi hæfnisþátt, gæða þeirra dæma sem hún rökstuddi mál sitt með í kynningunni auk umsóknargagna. Einnig hafi verið horft til málfars, framkomu og viðmóts þar sem það átti við. Í áliti nefndarinnar segir að með þriðju umferð matsins, síðara viðtalinu, hafi nefndin viljað fá nánari umfjöllun stefnanda um þau atriði sem hafi ekki verið farið nægi lega vel yfir í annarri umferð matsins. Þ brögðum. Metnaður og vilji til að ná árangri. Leiðtogahæfni og hæfni í mann annarri um ferð, verið horft til allra fyrirliggjandi gagna, svara stefnanda, þeirra dæma sem hún nefndi og umsóknargagna. Samkvæmt álitsgerðinni leit hæfnisnefndin til allra þeirra gagna sem henni voru tiltæk. Dómurinn telur því að hæfnisnefndin hafi veitt stefnanda fullt tæki færi til þess að greina frá því að h ún hafi í starfi sínu fyrir ráðuneytisstofnunina og þegar hún undir bjó stofnun hinnar nýju stofnunar sýnt frumkvæði og sjálfstæði í vinnu brögðum, sýnt metnað og vilja til að ná árangri svo og leiðtogahæfni og hæfni í mann - legum sam skiptum. Með vísan t il þess sem kemur fram í áliti hæfnisnefndarinnar fellst dómurinn ekki á að mat á þeim hæfnisþáttum sem vógu þungt í mati ráðherra hafi nefndin ein vörð ungu byggt á einu lokaviðtali við stefnanda. Rangfærslur í rökstuðningi ráðherra Stefnandi byggir á því að í rökstuðningi ráðherra, dags. 12. janúar 2022, sé rangt farið með það sem kemur fram í áliti hæfnisnefndarinnar. Við aðalmeðferð var einnig ýjað að því að í sama rökstuðningi væri rangt haft eftir stefnanda og því rangar álykt anir dregnar af svör um hennar hjá hæfnisnefndinni. Það er rétt hjá stefnanda að í áliti hæfnisnefndar segir að stefnandi sé hæfur umsækj andi en nefndin áréttar þó, eins og áður greinir, að stefnandi hafi ekki sýnt nægi lega fram á þá leiðtogahæfileika 29 sem nefndin telji að þurfi til þess að leiða nýja stofnun. Dómurinn telur að það geti ekki ráðið úrslitum þótt í áliti hæfnisnefndar segi að stefnandi hafi ekki sýnt nægilega vel fram á tiltekinn hæfnisþátt en í rökstuðningi ráð herra sé sagt að nefndin hafi ekki talið stefn anda uppfylla allar hæfniskröfur. Skilja verður álitið þannig að stefnandi uppfylli alla þá þætti sem færa má rök fyrir með gögnum, svo sem prófskírteinum og starfsferilsskrá. Einn þeirra þátta, sem verði ekki einvörðungu metnir út frá þessum gögnum held ur verði einnig að meta út frá umsögnum umsagnaraðila og svörum við spurningum, hafi stefnandi ekki sýnt nægi lega fram á að hún uppfylli. Ákvörðun ráðherra verður að byggjast á mati hans á öllum þeim þáttum, hlut lægum og huglægum, sem geta varpað ljósi á vænta frammistöðu umsækjandans í við kom andi starfi. Ráðherra hafði álit nefndarinnar undir höndum, án sérálitsins sem einn nefnd ar manna sá síðar meir eftir að hafa ekki skrifað og án þeirra athugasemda sem stefn andi hafði við álit nefndarinnar e n kaus að koma ekki á framfæri. Eins og áður greinir fylgja álitinu stiga töflur, eins og þær voru eftir hvert þrep hæfnismatsins, svo og end an leg stig. Af rökstuðningi ráðherra er greinilegt að hann hefur til viðbótar við álitið kynnt sér það sem kom fram í viðtölum nefndarinnar við stefnanda. Þótt svör hennar við spurn ingum nefndar innar hafi ekki verið lögð fram hefur ekkert komið fram sem gefur til efni til að ætla að sá sem skráði svör hennar hafi umorðað þau eða hreint og klárt haft rangt eftir. Stefn andi kannaðist ekki við öll svörin sem ráðherra dregur álykt anir af. Hún mundi hins vegar eftir spurningunum sem svörin voru veitt við og mundi eftir þeim dæmum sem hún hafði tekið. Ýmis svör, sem eru tekin upp í rök stuðn ingi ráð herra, áréttaði s tefn anda fyrir dómi, svo sem þá grundvallarsýn sína að nýja stofn unin ætti framar öllu að styðja sveitarfélög við að innleiða lögbundið innra eftir lit með þjón ustu sinni því C hefði tekið eftir því að sveitarfélög sinntu þessu eftir liti tak markað. Bæ ri stuðningur stofn unarinnar hins vegar ekki árangur yrði að grípa til lög boð inna íþyngjandi úrræða. Rætt hefði verið um stjórnunarstíl hennar í báðum við tölum við nefndina og hefði hún svarað því til að hún hlustaði á samstarfsfólk sitt og tæki tillit til þess sem það hefði að segja enda væri það flestallt sér fræð ingar á sínu sviði. Dómurinn telur því ekki sýnt fram á annað en að ráðherra hafi dregið ályktanir af þeim svörum sem stefnandi gaf nefndinni. Þótt nefndin teldi stefnanda hæfa sá nefnd in ástæðu til að taka fram það sem hún taldi Akkilesarhæl stefnanda í þetta tiltekna embætti. Áður en ráðherra tók ákvörðun kynnti hann sér gögn málsins og svör stefnanda í við tölum við nefndina og ræddi auk þess sjálfur við stefnanda. Að þessu loknu koms t hann að sömu niðurstöðu og hæfn is nefndin varðandi þá þætti sem hann taldi vega þyngst við mat á því hvernig stefn andi myndi standa sig í hinu nýja starfi, þrátt fyrir þá starfs reynslu hennar sem vísað hefur verið til. Dómurinn fær ekki annað séð e n að ákvörðun ráðherra hafi byggst á ítarlegu heild ar mati hans á öllu því sem draga mátti ályktanir af um líklega hæfni og færni stefn anda til þess að gegna embættinu. Eins og áður segir er það mat dómsins að þau sjón armið sem ráðherra taldi vega þyngs t fyrir þetta tiltekna embætti hafi ekki verið ómál efnaleg. Ákvörðun hans hafi því verið lögmæt. Hæfniskröfur í nýrri auglýsingu Eins og fram er komið telur dómurinn stefnanda ekki hafa sýnt fram á að sú ákvörðun ráðherra að skipa hana ekki í embættið hafi byggst á ómál efna legum sjónar miðum. Af þessum sökum telur dómurinn ekki ástæðu til þess að taka sér staka afstöðu til þess hvort auglýsing um embættið sem birtist í Lögbirtingablaði 11. janúar 2022 sé frá brugðin þeirri sem birtist í sama blaði 7. september 2021. Rannsóknarreglan Stefnandi byggir á því að við meðferð umsóknar hennar hafi verið brotið gegn rann sóknarreglu stjórnsýsluréttar. Eins og þegar hefur verið rakið lagði hæfnisnefndin mat á þau gögn sem stefn andi lagði fram. Hún gaf stefnanda kost á að kynna betur með stuttum fyrirlestri sýn sína á nýju stofnunina svo og hvernig 30 stefnandi hygðist takast á við verkefni hennar og áskoranir sem fylgdu þeim. Nefndin ræddi tvisvar við stefnanda og ræddi við umsagn ar aðila. Mat sitt byggði nefndin á framlögðum gögnum, viðtölum við stefnanda og umsögnum umsagnaraðila um hana. Ráðherra tók stefnanda í starfsviðtal, hann kynnti sér álit hæfnis nefnd ar innar og önnur gögn. Á þetta allt lagði hann mat. Dómurinn telur stefnanda ekki hafa sýnt fram á að málið hafi ekki verið nægi lega rannsakað áður en ákvörðun var tekin í því. Andmælaréttur Stefnandi byggir einnig á því að brotið hafi verið gegn andmælarétti hennar með því að henni hafi ekki verið veittur réttur til að andmæla þeim sjónarmiðum sem ráð herra byggði á þá ákvörðun sína að stöðva skipunarferlið og auglýsa embættið að nýju. Ekki liggur fyrir hvenær stefnanda var afhent álit hæfnisnefndarinnar. Í það minnsta byggir hún ekki á því að það hafi borist henn i of seint til þess að hún gæti nýtt sér andmælarétt sinn. Með tölvuskeyti 9. desember 2021 tilkynnti starfsmaður ráðuneytisins stefn anda að henni væri veittur réttur til 13. desember til þess að andmæla áliti hæfnis nefnd arinnar. Í svari sínu kvaðst stefnandi hafa athugasemdir við álitsgerðina en hefði hins vegar ekki óskað eftir að gera athugasemdir við hana. Hún vildi einungis gera athuga semdir við fund sem hún átti með ráðuneytisstjóra 3. desember. Stefnanda var því vissulega gefinn kostur á að færa rök fyrir því að nefndin hefði vanmetið ákveðna hæfnisþætti og stefnandi hefði með réttu átt að fá fleiri stig fyrir þá sem hún fékk annað hvort 3 eða 2 stig fyrir og riðu á endanum baggamuninn. Þennan rétt sinn nýtti hún sér ekki. Hún hafði unnið í r áðuneytinu frá árinu 2013 og mátti vita hversu þýðingarmikið það væri að nýta þennan rétt til þess að leiðrétta mætti, áður en lengra væri haldið, það sem hún taldi rangar ályktanir eða vanmat, annað hvort á gögnum eða því sem kom fram í viðtölum. Ráðher ra boðaði stefnanda á fund til þess að ræða umsókn hennar. Á þeim fundi átti stefnandi þess einnig kost að koma á framfæri athugasemdum sínum við niður stöður hæfnisnefndarinnar, hvort heldur ályktanir í texta álitsins eða stigagjöf í töflum. Í álitinu eru dregnir fram allir þeir þættir þar sem þekking og reynsla stefnanda er mikil og fjölbreytt en einnig persónulegir þungvægir þættir þar sem hæfni eða færni hennar var talin þó nokkur en hvorki umtalsverð né mikil, svo sem margnefnd leið toga hæfni en ei nnig frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og metnaður og vilji til að ná árangri. Þetta voru þeir þættir sem ráðherra lagði áherslu á þegar hann tók ákvörðun sína. Þar eð stefnanda hafði þegar verið veittur andmælaréttur vegna þessara þátta var að mati d ómsins ekki þörf á að gefa henni kost á að andmæla þeim áður en ráð herra tók ákvörðunina. Aðrar málsmeðferðarreglur stjórnsýsluréttar og stjórnsýslulaga [...] ráðherra ákvað 31. desember 2021 að ljúka umsókn ar ferli sem hófst með auglýsingu í Lögbirtin gablaði 7. september 2021 með því að skipa engan umsækj anda í það embætti sem þá var auglýst laust til umsóknar. Eins og fram er komið telur dóm ur inn þá ákvörðun lögmæta. Af þeim sökum telur dóm ur inn að ráðherra hafi hvorki farið á svig við lög mætis - né réttmætisreglu stjórn sýslu réttar. Jafn framt telur dómurinn að eins og málið var vaxið hafi ráðherra ekki getað beitt væg ara úrræði og því hafi ákvörðun hans ekki heldur farið í bága við meðal hófs regl una. Auk þess telur dómurinn að stefnandi ha fi ekki orðið fyrir réttarspjöllum þótt henni hafi ekki borist ákvörðun ráðherra skriflega. Stefnandi byggir á því að ráðherra hafi hringt í hana á gamlársdag 2021 og tilkynnt henni í því símtali þessa ákvörðun sína. Stefnandi byggir einnig á því að þá þeg ar hafi hún orðið fyrir tjóni. Því telur dóm urinn engu breyta þótt stefnanda hafi ekki borist skrifleg tilkynning 4. janúar 2022 eins og öðrum sem sóttu um sama embætti. Að sama skapi telur dómurinn að stefnandi hafi ekki orðið fyrir réttarspjöllum þótt henni hafi ekki verið tilkynnt sérstaklega að hún gæti óskað rökstuðnings. Stefn andi hafði starfað hjá ráðuneytinu frá árinu 2013 og verður að ganga út frá því að hún hafi þekkt þennan rétt, meðal annars vegna starfa sinna sem framkvæmdastjóri C . Auk þes s naut hún frá 7. des em ber 2021 ráð gjafar lögfræðings stéttarfélags síns sem og lögmanns stéttar félagsins. 31 Þau veikindi sem stefnandi hefur glímt við frá því um miðjan janúar 2022 verða því ekki talin vera í orsakasamhengi við ólögmæta stjórnvaldsák vörðun. Því þarf ekki að taka afstöðu til stefnanda um bætur. Samandregið Það er því niðurstaða dómsins að lögmæt sé sú ákvörðun [...] ráð herra 31. desember 2021 að skipa engan þeirra sem þá hafði sótt um embætti forstjóra B . Af þeim sökum hafi verið l ög mætt að auglýsa embættið laust til umsóknar að nýju. Dómurinn telur stefnda ekki hafa farið á svig við mikilvægar reglur stjórn sýslu réttar við undirbúning þeirrar ákvörðunar. Að því marki sem það fórst fyrir hjá stefnda að fylgja málsmeðferðarreglum verður ekki talið að sá annmarki hafi valdið stefn anda réttarspjöllum. Dómurinn hefur því alfarið hafnað kröfum og málsástæðum stefnanda. Engu að síður þykir rétt að málskostnaður milli málsaðila falli niður. Ingiríður Lúðvíksdóttir héraðsdómari kveður upp þennan dóm. D Ó M S O R Ð Stefndi, íslenska ríkið, er sýkn af kröfu stefnanda, A . Málskostnaður milli aðila fellur niður.