LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 13. desember 2023 . Mál nr. 849/2023 : A (Rakel Jensdóttir lögmaður ) gegn velferðarsviði Reykjavíkurborgar ( Þórhildur Lilja Ólafsdóttir lögmaður) Lykilorð Kærumál. Nauðungarvistun. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu A um að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumanns um að nauðungarvista hana á sjúkrahúsi í allt að 21 sólarhring. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson , Kristinn Halldó rsson og Símon Sigvaldason kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 8. desember 2023 , sem barst réttinum sama dag . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 12. sama mánaðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. desember 2023 í málinu nr. L - /2023 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að felld yrði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 5. desember 2023 um nauðungarvistun sóknaraðila á sjúkrahúsi í allt að 21 sólarhring. K æruheimild er í 1 . mgr. 16 . gr. lögræðislaga nr. 71/1997 . 2 Sóknaraðili krefst þess að fyrrgreind ákvörðun sýslumanns verði felld úr gildi. Þá krefst hún þóknunar fyrir Landsrétti til handa skipuðum talsmanni sínum. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. 5 Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga greiðist úr ríkissjóði þóknun talsmanns sóknaraðila vegna meðferðar málsins fyrir Landsrétti sem ákv eðin er að meðtöldum virðisaukaskatti eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. 2 Þóknun talsmanns sóknaraðila, A , fyrir Landsrétti, Rakelar Jensdóttur lögmanns, 148.800 krónur , greiðist úr ríkissjóði. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 7. desember 2023 1. Með kröfu, dagsettri 5. desember 2023 og móttekinni af héraðsdómi sama dag, krefst sóknaraðili, A , kt. , , Reykjavík , með dvalarstað í , , Reykjavík, þess að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá 5. desember síðastliðnum, um vistun hennar á sjúkrahúsi í allt að 21 sólarhring. Krafa sóknaraðila er reist á því að skilyrði nauðungarvistunar séu ekki fyrir hendi , sbr. 3. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Jafnframt krefst sóknaraðili þess að málskostnaður skipaðs talsmanns hans greiðist úr ríkissjóði, sbr. 1. mgr. 17. gr. lögræðislaga. 2. Varnaraðili krefst þess að ákvörðun sýslumannsins um áframhaldandi nauðung arvistun sóknaraðila verði staðfest. 3. Málið var þingfest 7. desember 2023 og tekið til úrskurðar sama dag. Sóknaraðili kom sjálf fyrir dóminn og gaf þar skýrslu. Þá var tekin skýrsla af vitninu B yfirlækni á bráðageðdeild 32C, áður en málið var flutt mu nnlega en dómari og lögmenn aðila voru sammála að því loknu um að frekari gagnaöflunar og vitnaleiðslna væri ekki þörf. 4. Um málsatvik segir í gögnum málsins að sóknaraðili sé ára gömul kona með geðrofssjúkdóm og vímuefnavanda. Hún sé sem stendur heimilislaus og dvelji í . Hún sé í tengslum við Samfélagsgeðteymið en hafi í gegnum tíðina sinnt meðferð stopult. 5. Samkvæmt framlögðu læknisvottorði C , sérfræðings í geðlækningum, dags. 4. desember 2023, er sóknaraðili greind með aðsóknargeðklofa (F20.0) og glímir auk þess við vímuefnavanda. Hún hafi verið í eftirliti í Samfélagsgeðteymi Landspítala frá ágúst 2022, í kjölfar legu á geðdeild vegna geðrofs, en erfiðlega hafi gengið að ná á hana og því hafi hún ekki innritast í formlega þjónustu Samfélagsgeðteymis. Hún hafi dvalið á fíknigeðdeild í 3 vikur í febrúar 2023, tekið geðrofslyf en lítill sem enginn bati orðið. Hún hafi útskrifast að eigin ósk en lagst inn á ný í byrjun maí 2023 og þá dvalið í tæplega 2 mánuði. Hún hafi tekið geðrofslyf í legunni og virst svara meðferð að einhverju leyti en hafi verið í mikilli amfetamínneyslu og verið útskrifuð þar sem hún hafi ekki viljað draga úr notkun vímuefna. Næst hafi hún lagst inn 8. nóvember sl., en Samfélagsgeðteymið hafði þá haft miklar áhyggjur af geðhag hennar. Hún hafi lagst sjálfviljug inn, verið metin í geðrofi og ekki verið í neyslu vímuefna í aðdraganda innlagnar. Hún hafi strokið af deildinni þann 14. nóvember sl. en lagst inn aftur sjálfviljug 21. nóvember sl., eftir vitjun frá meðferðaraðilum í Samfélagsgeðteymi, ásamt lögreglu. Hinn 2. desember sl. hafi hún spennst upp, orðið æst og óðamála og töluvert borið á ranghugmyndum. Hún hafi þá verið metin í geðrofi og í þörf fy rir meðferð á sjúkrahúsi. Hún hafi verið flutt á bráðageðdeild og verið nauðungarvistuð. 6. Þá kemur fram í læknisvottorðinu að sóknaraðili sé metin í geðrofi og sé með skert innsæi í veikindi sín. Hún sé með miklar ranghugmyndir, sé hugsunartrufluð en einni g sé sterkur grunur um heyrnarofskynjanir. Mikið hafi verið reynt að veita henni meðferð, bæði á göngudeild og þegar hún hafi verið sjálfviljug í innlögnum, en án teljandi árangurs. Undanfarna mánuði hafi ástand hennar farið versnandi, hún þurfi lengri inn lögn á geðdeild svo hægt sé að veita viðeigandi meðferð. Enginn vafi sé á því að nauðungarvistun í allt að 21 dag sé óhjákvæmileg til að hægt sé að veita viðeigandi og nauðsynlega meðferð. 7. Í skýrslu sóknaraðila fyrir dómi kom fram að hún kannast við að aðr ir telji hana haldna geðrofssjúkdómi en sjálf kvaðst hún ekki endilega taka undir það. Hún kvaðst ekki kannast við að hafa verið með ranghugmyndir og ofheyrnir að undanförnu. Aðspurð kvaðst hún vera hætt í neyslu vímuefna. Ástæða þess að hún leitaði á geðd eild nýverið sé sú að hún var með flensu og vildi leita skjóls af götunni og komast frá þar sem hún hafi dvalið að undanförnu. Hún kvaðst taka geðrofslyf í innlögninni samkvæmt fyrirmælum lækna og vera samþykk því að gera það áfram eftir útskrift en ja fnframt lýsti hún erfiðleikum við að viðhalda samfelldri lyfjameðferð þegar hún ætti sér ekki fastan samastað. 8. B yfirlæknir, sem kvaðst hafa verið meðferðarlæknir sóknaraðila frá því að hún fluttist á bráðageðdeild 2. desember sl. meðferðarlæknir sóknarað ila, gerði fyrir dómi grein fyrir mati sínu á ástandi sóknaraðila og 3 nauðsyn nauðungarvistunar. Fram kom að enginn vafi leiki á um greiningu sóknaraðila með alvarlegan geðklofasjúkdóm og að hún hafi verið í geðrofi að undanförnu. Sóknaraðili þiggi geðrofsl yf í innlögninni en ranghugmyndir séu enn til staðar, síðast í viðtali í gær. Óhjákvæmilegt sé að hún verði áfram innlögð á sjúkrahúsi á meðan verið sé að ná henni úr geðrofsástandi með viðeigandi lyfjameðferð sem verið sé nú að stilla af í samráði við sók naraðila. Sóknaraðili sé ekki talin í sjálfsvígshættu en hún geti verið hættuleg öðrum í því ástandi sem hún er nú, með vísan til atvika sem læknirinn gerði nánari grein fyrir. Vægari úrræði en nauðungarvistun séu ekki tæk eins og sakir standa, enda hafi f ram til þessa ítrekað verið reynt að aðstoða hana í gegnum göngudeildarúrræði og samfélagsgeðteymi, en það dugi ekki til. 9. Talsmaður sóknaraðila byggði fyrir dómi á því að ekki sé nægilega sýnt að meðalhófs hafi verið gætt við ákvörðun um nauðungarvistun, einkum þegar litið er til þess að sóknaraðili hafi ítrekað leitað sjálfviljug á geðdeild þegar hún telji þörf á því. Af hálfu varnaraðila er hins vegar vísað til fyrirliggjandi læknisvottorðs og vættis yfirlæknisins, til stuðnings mótmælum við kröfu sókna raðila. Niðurstaða: 10. Það er skilyrði þess að unnt sé að nauðungarvista mann á sjúkrahúsi að hann sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða verulegar líkur séu taldar á að svo sé ástatt um hann eða ástand hans sé þannig að jafna megi til alvarlegs geðsjúkdóms, sbr. 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga. Sama gildir ef maður á við alvarlega áfengisfíkn að stríða eða ofnautn ávana - og fíkniefna. Eigi nauðungarvistun að standa lengur en í 72 klukkustundir og í allt að 21 sólarhring er jafnframt sett það skilyrði að áframhal dandi nauðungarvistun sé óhjákvæmileg að mati læknis, sbr. 3. mgr. sömu lagagreinar. 11. Með vísan til gagna málsins og vitnisburðar B yfirlæknis og núverandi meðferðarlæknis þykir nægjanlega í ljós leitt að sóknaraðili glími við alvarlegan geðsjúkdóm og sé nú með skýr geðrofseinkenni. Er það mat yfirlæknisins að áframhaldandi nauðungarvistun á sjúkrahúsi sé enn um sinn ótvírætt óhjákvæm ileg til að tryggja að sóknaraðili fái viðeigandi lyfjagjöf, aðstoð, meðferð og eftirfylgni til að ná henni úr geðrofsástandi og færa líðan hennar til betri vegar. Vægari úrræði en nauðungarvistun teljist fullreynd. Fær álit yfirlæknisins stoð í fyrirliggj andi læknisvottorði C sérnámslæknis sem einnig mat sóknaraðila í geðrofi, með skert innsæi og í brýnni þörf fyrir nauðungarvistun á sjúkrahúsi 4. desember sl. Er ekkert fram komið, hvorki í gögnum málsins né í framburði sóknaraðila, sem varpar rýrð á fagle gt álit framangreindra lækna. Verður ekki séð að við núverandi aðstæður dugi önnur eða vægari úrræði til að tryggja heilsu og batahorfur sóknaraðila. 12. Er það því niðurstaða dómsins að skilyrði 3. mgr., sbr. 2. mgr. 19. gr. lögræðislaga nr. 71/1997 séu uppfyllt til áframhaldandi nauðungarvistunar sóknaraðila í allt að 21 sólarhring frá 5. desember 2023 að telja. Verður því að staðfesta ákvörðun sýslumanns og hafna kröfu sóknaraðila um afléttingu nauðungarvistunar. 13. Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. laga nr. 71/1997, sbr. 21. gr. sömu laga, ber að greiða úr ríkissjóði allan kostnað málsins, þar með talda þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Rakelar Jensdóttur lögm anns , sem ákveðin er 198.400 krónur, og hefur þá verið tekið tillit til virðisaukaskatts. 14. Hildur Briem héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu sóknaraðila, A , kt. , um að felld verði úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuð borgarsvæðinu frá 5. desember 2023 , um að nauðungarvista hann á sjúkrahúsi í allt að 21 sólarhring. Allur kostnaður af málinu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun skipaðs talsmanns sóknaraðila, Rakelar Jensdóttur lögmanns, 198.400 krónur.