LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 17. mars 2023. Mál nr. 601/2021 : A ( Einar Gautur Steingrímsson lögmaður ) gegn B ( Bragi Dór Hafþórsson lögmaður) Lykilorð Uppsögn. Áminning. Kjarasamningur. Opinberir starfsmenn. Sveitarfélög. Stjórnsýsla. Hæfi. Skaðabætur. Miskabætur. Kröfugerð. Ógildingarkrafa. Tjáningarfrelsi. Stjórnarskrá. Mannréttindasáttmáli Evrópu. Meðalhóf. Frávísun frá héraðsdómi að hluta. Gjafsókn. Sératkvæði. Útdráttur A höfðaði mál gegn sveitarfélaginu B og krafðist ógildingar á áminningu sem skólastjóri grunnskóla í sveitarfélaginu veitti henni í aðdraganda uppsagnar hennar úr starfi. Þá krafðist A einnig skaða - og miskabóta vegna ætlaðs tjóns sem hún varð fyrir vegna áminningarinnar og uppsagnarinnar sem síðar kom til. Í dómi Landsréttar var rakið að bótakröfur áfrýjanda hvíldu meðal annars á þeirri grunnröksemd að áminningin hafi verið ólögmæt. Úr þeim yrði ekki leyst án þess að tekin yrði afstaða til þeirrar röksemda r. Áfrýjandi hafi á hinn bóginn ekki sýnt fram á að hún hefði af því hagsmuni að lögum að jafnframt þessu yrði áminningin ógilt með dómi. Var kröfu hennar þar um því vísað frá dómi án kröfu. Þá var rakið að áfrýjandi hefði verið áminnt fyrir ámælisverða há ttsemi á kennarafundi. Henni hafi síðan verið sagt upp störfum í kjölfar þess að eftir hana birtist í tímariti grein sem skólastjóri taldi fela í sér grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum hennar. Að því er varðaði háttsemi áfrýjanda á kennarafundinum, þ á hafi verið um lokaðan fund starfsmanna að ræða. Slíkir fundir væru mikilvægur vettvangur til umræðu um starfsemi skólans og óhjákvæmilegt væri að játa þátttakendum á þeim mjög rúmt frelsi til tjáningar sem ekki yrðu gerðar sömu kröfur til og tjáningar á opinberum vettvangi. Þau ummæli sem áfrýjandi hefði haft uppi á fundinum hefðu yfirbragð gildisdóma og með hliðsjón af 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og samsvarandi ákvæðis mannréttindasáttmála Evrópu hafi tjáningin ekki verið slík að nauðsynlegt hafi verið að áminna áfrýjanda vegna ummæla sinna og það á grundvelli almennra ákvæða í kjarasamningi. Þá var talið að ákvörðun um áminninguna hafi farið í bága við 12. gr. stjórnsýslulaga um meðalhóf. Hið sama var talið gilda um uppsögn áfrýjanda vegna greinar skrifa hennar. Enn fremur hefði skólastjóri grunnskólans verið vanhæf í skilningi 6. töluliðar 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga til töku ákvörðunar um uppsögn áfrýjanda. Ákvarðanir um áminningu og uppsögn hafi því verið ólögmætar. Fallist var á kröfu 2 áfrýjan da um greiðslu miskabóta sem ákveðnar voru 1.000.000 króna. Skaðabótakröfu áfrýjanda var á hinn bóginn vísað frá héraðsdómi vegna vanreifunar. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Ragnheiður Harðardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu til Landsréttar 13. október 2021 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Suðurlands 21. september 2021 í málinu nr. E - [...] /2020 . 2 Áfrýjandi krefst þess að stefnda verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð 4.000.000 króna ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 20. september 2018 til greiðsludags. Áfrýjandi krefst þess einnig a ð stefnda verði gert að greiða henni 34.901.662 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 29. febrúar 2020 til greiðsludags. Þá krefst áfrýjandi þess að áminning sem henni var veitt 1. febrúar 2016 verði dæmd ógild. Loks krefs t áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. 3 Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostnaðar fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Áfrýjandi krefst annars vegar ógildingar á áminningu sem skólastjó ri [...] , C , veitti henni 1. febrúar 2016 og hins vegar þess að stefnda verði gert að greiða henni nánar tilteknar miska - og skaðabætur. Bótakröfurnar hvíla meðal annars á þeirri grunnröksemd að áminningin hafi verið ólögmæt. Úr þeim verður ekki leyst án þ ess að taka afstöðu til þessarar röksemdar. Áfrýjandi hefur á hinn bóginn ekki sýnt fram á að hún hafi af því hagsmuni að lögum að jafnframt þessu verði áminningin ógilt með dómi, en uppsögn hefur þegar farið fram á grundvelli hennar. Verður kröfu áfrýjand a þar um því vísað frá dómi án kröfu. 5 Bótakröfur áfrýjanda hvíla bæði á framangreindri áminningu og uppsögn hennar sem síðar kom til. Í málinu reynir þannig einkum á tvær ákvarðanir sem fyrrnefndur skólastjóri tók fyrir hönd stefndu, annars vegar áminn ingu 1. febrúar 2016, sem áfrýjanda var veitt vegna framgöngu hennar á kennarafundi 20. janúar sama ár, og hins vegar uppsögn áfrýjanda 10. maí 2017, sem kom til vegna greinar hennar í svæðisblaði nu [...] 2. mars sama ár. Nauðsynlegt er að taka fyrst afstö ðu til þeirra málsatvika sem sönnuð teljast og rekja þær réttarreglur sem við eiga áður en dæmt verður um kröfur aðila. Helstu atvik sem þýðingu hafa 6 Aðilar deila að nokkru marki um atvik á kennarafundinum 20. janúar 2016. Með bréfi til áfrýjanda 25. sama mánaðar tilkynnti skólastjóri að til skoðunar væri að veita 3 áfrýjanda skriflega áminningu vegna framkomu hennar þar. Í bréfinu segir að við umræður um viðbrögð foreldra við nýju námsmati hafi áfrýjandi mótmælt harkalega vinnubrögðum skólastjóra við ákvörðu n um að námsmat yrði gefið í bókstöfum. Skólastjórinn hafi hlustað á rök hennar og tilkynnt að mótmælin hefðu verið færð til einræðistilburði í starfi og líktir henni við nau ðgara með miklu háreysti. Að því búnu sagðist þú ekki geta meira, þú værir orðin veik, yrðir ábyggilega veik daginn eftir, fórst af fundi og út úr húsi. Með þessu hátterni sýndir þú bæði skólastjóra og öðrum fundarmönnum mikla óvirðingu og yfirgafst fundin Áfrýjandi skilaði andmælum 27. janúar 2016 þar sem meðal annars kom fram að aðdragandi þess að hún færðist í aukana hafi verið sá að skólastjóri hafi látið að því liggja að andmæli hennar ættu ekki rétt á sér þ ví kennarar hefðu ekki mótmælt þeim ákvörðunum sem um ræddi nógu kröftuglega. Við það hafi áfrýjandi reiðst af ástæðum sem hún skýrir nánar í bréfinu. Þar eru síðan nefnd dæmi um samskiptavanda innan skólans, þeirri skoðun lýst að kennarar hafi mátt þola y firgang og harðstjórn af hendi skólastjóra og að atvikin á kennarafundinum séu afleiðing þess. Ekkert er minnst á námsmat í bréfinu og áfrýjandi byggir á því í málinu að umræðuefnið á fundinum umrætt sinn hafi ekki verið námsmat heldur stjórnunarhættir skó lastjóra. Með bréfi 1. febrúar 2016 var áfrýjanda veitt skrifleg áminning. Þar segir ósæmileg og ósamrýmanleg starfi þínu sem kennari með háttsemi þinni á áðurnefndum kennarafu ndi. Ámælisverð háttsemi fólst í grófum ásökunum, ótilhlýðilegri háreysti og ósæmilegu orðbragði. Þá óhlýðnaðist þú löglegu boði með því að neita að hlíta fundarstjórn auk þess sem þú yfirga f st fundinn og vinnustaðinn án heimildar. 7 Fyrir héraðs dómi bar á frýjandi að hún hefði gagnrýnt skólastjóra á fundinum fyrir hennar framkomu og stjórnunarhætti. Þá kvaðst hún hafa sagt að sér liði eins og manneskju sem hefði verið nauðgað og væri kennt um að hafa ekki öskrað nógu hátt eða barið nógu fast frá sér. Þá kan naðist hún við að hafa vænt skólastjórann um einræðistilburði. D kennari bar fyrir héraðs er ofbeldisglæpur og okkur leið eins og E kennari að mikil spenna hefði verið búin að vera í skólanum og ósætti og á fundinum hefði verið eins og einhver bóla spryngi. Henni hafi ekki þótt hegðun áfrýjanda óboðleg, öllum h afi verið orðið heitt í hamsi og fólk verið að tjá sig á mjög skýran hátt . F kennari lýsti vanlíðan sinni og annarra starfsmanna vegna stjórnunarhátta skólastjóra og sagði að eftir á að hyggja fyndist henni eins og þau hefðu átt að standa með áfrýjanda og fara út með henni af kennarafundinum. C skólastjóri bar fyrir héraðs dómi að áfrýjandi hefði verið mjög ósátt við breytingar á námsmati. Á fundinum hefði hún talið að breytingum hefði verið þröngvað upp á kennara með engum fyrirvara og hefði hún mótmælt þei m. Hún hefði 4 orðið reið, rifið sig úr peysunni og sagst vera komin í glímubúninginn og síðan sagt sinn sem vitnið hefði beðið áfrýjanda að hætta hefði hún rokið á dyr og hreytt í sig að hún væri orðin veik og gerði ekki ráð fyrir því að koma til vinnu daginn eftir. G kennari og oddviti sveitarstjórnar stefnda bar á svipaðan veg að þessu leyti fyrir dóm i . Áfrýjandi heldur því fram að hann hafi ekki verið staddur á fundinum er atvik gerðust. 8 Engin fundargerð liggur fyrir um kennarafundinn, sem varpað gæti ljósi á málsatvik, meðal annars hvað var þar til umræðu, framgang umræðunnar og efni ummæla fundarman na. Óhjákvæmilegt er að stefndi beri hallann af þeirri óvissu sem af þessu leiðir. Að því virtu, framangreindum vitnaskýrslum og öðrum gögnum málsins verður að telja ósannað að ummæli áfrýjanda hafi eingöngu sprottið af umræðu um námsmat heldur hafi þau ve rið þáttur í almennari umræðu um stjórnunarhætti skólastjórnenda og ástandið innan veggja skólans. Þá verður í ljósi vitnaskýrslna fyrir dómi að telja sannað að mikil spenna hafi verið í skólanum í aðdraganda kennarafundarins og fleiri verið óánægðir en áf rýjandi. Miðað við gögn málsins er ekki unnt að leggja til grundvallar að áfrýjandi hafi lýst því beinlínis yfir að sér hafi verið nauðgað, eða að og sér hefði verið na bóginn telst ósannað að áfrýjandi hafi neitað að hlíta fundarstjórn en í því sambandi er meðal annars til þess að líta að á slíkt var ekkert minnst í bréfi skólastjóra 25. janúar 2016. Þá verður að telja ósannað að áfrýjandi hafi viðhaft mikla eða ótilhlýðilega háreysti, þótt ljóst sé að hún hafi hækkað róminn og verið heitt í hamsi. Loks virðist óumdeilt að aðkomu h ennar að fundinum hafi lokið með því að hún yfirgaf hann með þeim orðum að hún væri orðin veik. 9 Í maí 2016 gerði H sálfræðingur úttekt á meintu einelti í [...] að beiðni stefnda. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að hegðun skólastjóra gagnvart áfrýjanda gæti ekki talist vera einelti samkvæmt skilgreiningu reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. i er það mat ráðgjafa að um langvarandi erfið samskipti milli A og C sé að ræða. Í raun má segja að samskiptin hafi verið erfið frá byrjun skólaársins 2015 - 2016, er C tekur við skólastjórastöðunni í [...] . Ekki er það metið svo að hún hafi komið inn í starfið með offorsi og yfirgangi. Hinsvegar hafi breytingar átt sér stað er varða námið og starfið í skólanum og upp komið nokkur ágreiningur um hvernig væri staðið að þeim breytingum. Virðist sem svo að þess i ágreiningur sé orðinn persónulegur og erfitt gæti orðið að sætta A og C aftur. Var á þeim að heyra að hvorug vildi vinna með hinni, nú eftir þetta skólaár, 2015 - 2016. Er það mat ráðgjafa að hér sé um faglegan ágreining að ræða en ekki einelti eins og það Þ á segir einnig í tillögum sálfræðingsins í úttektinni: 5 sem komið er upp og klára það. Upplifun ráðgjafa er sú að hér sé um að ræða mál sem á sér miklu dýpri rætur og það mál þurfi að leiða til lykta svo vinnustaðurinn geti sinnt sínu hlutverki sem sk y skólanum , en vettvangsathugun vegna matsins fór fram í febrúar 2017. Þar segir meðal annars í samantekt niðurstaðna að síðustu misseri hafi verið nokkur órói í samfélaginu sem snúi að stjórnun skólans. Nú sé mjög áríðandi að allt skólasamfélagið taki höndum saman og styðji við jákvæðan skólabrag. 10 Áfrýjandi ritaði grein í svæðisblaðið [...] 2. mars 2017. Með bréfi 11. a príl sama ár tilkynnti skólastjóri áfrýjanda að til skoðunar væri hvort tilefni væri til að segja henni u. Í greininni í [...] hefði áfrýjand i frammi grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum sínum sem væru þess eðlis að þær hefðu bein áhrif á þá, samstarf áfrýjanda með þeim og öðrum starfsmönnum skólans og þar með á störf áfrýjanda. Í bréfinu sagði síðan að þau vinna undir stjórn skólastjórans, þ ess vegna er ég frá vinnu. Ég fullyrði að það sama á við um vinnufélaga mína sem eru nú veikir. Og hvað ætli sé svo að okkur? Áfallastrei turöskun eða taugaáfall, það er annað hvort. [2.] Ég fullyrði að skólastjórinn, C , á líka hlut að máli varðandi brotthvarf allra hinna sem eru hættir í skólanum síðan hún hóf störf. [3.] Ég mun éta gras mér til lífsviðurværis í framtíðinni frekar en að v inna á vinnustað eins og þeim sem C stjórnar. [4.] Er ekki tímabært að þoku yfirhylmingar og þöggunar fari að létta hér í [...] Eftir að áfrýjandi hafði skilað vísan til bré fa dags. 1. febrúar 2016 um veitingu skriflegrar áminningar og dags. 11. við [...] Helstu réttarreglur sem þýðingu hafa 11 Í 1. mgr. 12. gr. laga nr. 91/2008 um grunn skóla kemur fram að starfsfólk þeirra skuli rækja starf sitt af fagmennsku, alúð og samviskusemi. Það skuli gæta kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu sinni gagnvart börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki. Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarla ga nr. 138/2011 fer um starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga eftir ákvæðum kjarasamning a hverju sinni og ákvæðum ráðningarsamninga. Í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara , sem hér á við , segir meðal annars í grein við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu skal forstöðumaður stofnunar eða fyrirtækis veita honum skriflega starfsmanni upp störfum vegna ávirðinga þá þarf uppsögnin að grundvallast á 6 að rækja starf sitt af alúð og samviskusemi í hvívetna. Hann skal gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess, sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð Í grein 14.10.1 segir einnig að starfsmanni sé skylt að hlýða lögmætum fyrirskipunum yfirmanna um starf sitt. 12 Í 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar segir að hver maður eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en ábyrgjast verði hann þær fyrir dómi. Samkvæ mt 1. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, á sérhver maður rétt til tjáningarfrelsis og skal sá réttur einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stj órnvalda. Þessi ákvæði vernda meðal annars frelsi opinberra starfsmanna til að tjá sig um atriði er tengjast starfi þeirra, sbr. nú 41. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. lög nr. 71/2019. S amkvæmt lögskýringargögnum með síðastnefndum breytingalögum var ákvæðið tali ð endurspegla gildandi stjórnskipulega vernd, en í 1. mgr. greinarinnar segir að hver sá sem starfar á vegum ríkis eða sveitarfélaga hafi frelsi til að tjá sig opinberlega um atriði er tengjast starfi hans, svo fremi sem þagnarskylda eða trúnað ar - og hollustuskyldur stand i því ekki í vegi. Áminning eða uppsögn slíks starfsmanns vegna tjáningar felur í sér eftirfarandi takmörkun á tjáningarfrelsi hans og þarf því að fullnægja skilyrðum 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. og 2. mgr. 10. gr. m annréttindasáttmála Evrópu, sbr. meðal annars til hliðsjónar dóm Hæstaréttar 11. febrúar 2016 í máli nr. 396/2015. Í ákvæðunum er mælt fyrir um að tjáningarfrelsi verði einungis settar skorður með lögum, í þágu tiltekinna markmiða sem þar eru tilgreind og að því uppfylltu að skorðurnar teljist nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum, eða að nauðsyn beri til þeirra í lýðræðislegu þjóðfélagi, eins og það er orðað í mannréttindasáttmála Evrópu. Margdæmt er að allar takmarkanir á tjáningarfrelsi verður að skýr a þröngt. 13 Að því er varðar kröfu um lagaheimild er ljóst að í tilvikum eins og þessum, þar sem sérstakar lagaáskilnaðarreglur hafa verið settar í mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar, eru jafnan gerðar strangar kröfur til lagaheimildar stjórnvaldsákvörðu nar sem skerðir þau mannréttindi sem um ræðir, sbr. meðal annars áðurnefndan dóm Hæstaréttar. Að því er varðar kröfuna um nauðsyn ræðst niðurstaðan af heildarmati er byggist á viðurkenndum sjónarmiðum um túlkun 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannrét tindasáttmála Evrópu. Í þeim felst meðal annars að taka þarf mið af því hvort sú tjáning sem um ræðir geti talist framlag til umræðu sem varðar almenning, enda verður hún þá síður takmörkuð. Þá skiptir meðal annars máli hvernig dreifingu tjáningar hefur ve rið háttað , enda ber i að líta til þess ef ummæli hafa ekki farið víða og neikvæð áhrif meiðandi tjáningar séu þannig takmörkuð. Eins skiptir máli hvort tjáning teljist fela í sér gildisdóm , en slík tjáning nýtur aukinnar verndar og verður almennt ekki takm örkuð á þeim grunni að gildisdómurinn hafi ekki verið sannað u r. Þá verður við matið meðal annars að líta til hins breiðara samhengis 7 ummæla og skýra þau út frá tjáningu viðkomandi í heild sinni fremur en að horfa einangrað til nánar tiltekinna orða. 14 Í 1. til 5. tölulið 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga eru taldar upp nánar tilteknar ástæður er gera starfsmann vanhæfan til meðferðar máls. Í 6. tölulið málsgreinarinnar kemur síðan fram að starfsmaður sé einnig vanhæfur ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðst æður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu. Meðal þess sem kemur til skoðunar við beitingu þessa töluliðar er óvinátta og skyldar vanhæfisástæður. Um það segir í skýringum við ákvæðið í greinargerð með því frumvarpi sem varð að óvinátta valdi vanhæfi verður að vera um að ræða einhverjar sannanlegar hlutlægar ástæður sem almennt verða taldar til þess fallnar að draga megi í efa óhlutdrægni starfsmanns. Ekki nægir að aðili máls álíti starfsmann sér fjandsaml egan. Hins vegar, í þeim tilvikum þar sem slegið hefur í brýnu með starfsmanni og aðila máls og annar hvor hefur sýnt af sér óviðeigandi framkomu eða viðhaft ósæmilegt orðbragð, mundi starfsmaður talinn vanhæfur, a.m.k. þar sem úrslit máls hefðu verulega þ er síðan að finna bæði málsmeðferðar - og efnisreglur sem fylgja skal við meðferð mála og töku stjórnvaldsákvarðana, þar á meðal rannsóknarreglu í 10. gr. og meðalhófsreglu í 12. gr., auk þess sem stjórnvöld eru bun din af hinni almennu efnisreglu um málefnaleg sjónarmið. Niðurstöður 15 Líkt og að framan greinir var áfrýjandi áminnt fyrir ámælisverða háttsemi á háreysti og ósæmilegu orðbragð því að neita að hlíta fundarstjórn og yfirgefið fundinn og vinnustaðinn án heimildar. Henni var síðan sagt upp í kjölfar þess að grein eftir hana birtist í [...] , sem skólastjóri taldi fela í sér grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum hennar. 16 Áður hefur verið rakið að ósannað er að áfrýjandi hafi óhlýðnast löglegu boði með því að neita að hlíta fundarstjórn á kennarafundinum eða viðhaft þar ótilhlýðilega háreysti. Þá er óumdeilt að áfrýjandi yfirgaf fun dinn og vinnustaðinn með því að lýsa yfir veikindum sínum og í ljósi atvika að því leyti verður ekki talið að fært hafi verið að áminna hana fyrir að yfirgefa fundinn og vinnustaðinn án heimildar. Eftir stendur hvort efni tjáningar áfrýjanda, annars vegar á kennarafundinum og hins vegar í greininni í [...] , hafi verið slíkt að heimilt hafi verið að takmarka hana með áminningu og síðan uppsögn. 17 Að því er varðar kennarafundinn felst sú tjáning sem hér kemur til álita, samkvæmt því sem að framan er rakið, í þ lokaðan fund starfsmanna en t jáningu á slíkum fundi er eðli máls samkvæmt ætluð takmörkuð útbreiðsla. Um er að ræða mik ilvægan vettvang til umræðu um starfsemi skólans , enda er skólastjóra skylt samkvæmt 1. mgr. 7. gr. laga nr. 91/2008 að halda slíka fundi með 8 kennurum og öðrum sérfræðingum skólans svo oft sem þurfa þykir. Óhjákvæmilegt er að játa þátttakendum slíkra funda mjög rúm t frelsi til tjáningar um það sem þeir telja betur megi fara í starfsemi skólans og stjórnun hans og ekki fært að gera sömu kröfur til tjáningar þar og á opinberum vettvangi . 18 Ljóst er að áfrýjandi var mjög ósátt við stjórnunarhætti skólastjóra , a uk þess sem sannað verður að teljast, samkvæmt því sem áður er rakið, að mikil spenna hafi verið í skólanum í aðdraganda kennarafundarins sem um ræðir og fleiri óánægðir en áfrýjandi. Henni var heitt í hamsi á fundinum og notaði þa r stór orð. Á hitt er að líta að þau tvenns konar ummæli sem hún viðhafði höfðu á ýmsan hátt á sér yfirbragð gildisdóms. Þannig verður að líta svo á að hún hafi með orðum sínum lýst þeirri með þ ví að ákvörðunum hafi verið komið í framkvæmd með þeim rökum að kennarar ekki í sér staðhæfingu sem verður sönnuð eða afsönnuð heldur ber vott um gildisdóm áfrýjanda um stjórnu narhætti skólastjórans. Loks verður ekki talið sannað að tjáning áfrýjanda hafi haft þannig áhrif á aðra starfsmenn að áminning hafi verið nauðsynleg þeirra vegna. Hvað sem sjónarmiðum um velsæmi líður verður samkvæmt þessu ekki talið, í ljósi þess sem áðu r er rakið um áskilnað 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, að tjáningin hafi verið slík að nauðsynlegt hafi talist í lýðræðislegu þjóðfélagi að áminna áfrýjanda og það á grundvelli þeirra almennu ákvæða í kjar asamningi sem áður er lýst. Að sama skapi verður að telja að ákvörðunin hafi farið í bága við meðalhófsreglu 12. gr. stjórnsýslulaga, eins og hér verður að skýra hana í ljósi fyrrgreindra mannréttindaákvæða. 19 Sama verður að telja gilda um uppsögnina vegna g reinar áfrýjanda í [...] . Hana ritaði áfrýjandi eftir að hafa leitast við að rétta hlut sinn í kjölfar áminningarinnar en ljóst er af gögnum málsins að málefni skólans og stjórnun hans var þá orðið að deiluefni innan sveitarfélagsins og greinin taldist á þann hátt framlag til umræðu er varða ði almenning. Þar lýsti áfrýjandi því að hún hefði hrakist úr vinnu vegna skólastjórans, sem er efni dómsmáls þessa, og kvað það hafa átt við fleiri starfsmenn, sem að nokkru leyti haf a staðfest það með framburði fyrir dómi. Hefur í reynd lítið verið rökstu tt af hálfu stefnda hvernig nákvæmlega þau ummæli áfrýjanda sem urðu tilefni en skólastjóran um , en ljóst er að ummælin sem um ræddi hver fðust svo til öll um gagnrýni á han a fremur en á aðra starfsmenn eða starfsemi skólans. 20 Að því er hið síðastgreinda varðar er enn fremur til þess að líta að í báðum tilvikum tók skólastjórinn stjórnvaldsákvörðun sem var íþyngjandi fyrir áfrý janda vegna ummæla er fólu í sér gagnrýni á skólastjórann. Áður er getið þeirra skýringa í lögskýringargögnum að til þess að óvinátta valdi vanhæfi samkvæmt 6. tölulið 1. mgr. r 9 ástæður sem almennt verða taldar til þess fallnar að draga megi í efa óhlutdrægni starfsmanns aðila máls og annar hvor hefur sýnt af sér óviðeigandi framkomu eða viðhaft ósæmilegt or hafa verulega þýðingu fyrir aðila. Ekki fer á milli mála að áminning og uppsögn áfrýjanda hafði verulega þýðingu fyrir hana , auk þess sem þær ákvarðanir byggðu beinlínis á því að áfrýj andi hefði sýnt af sér óviðeigandi framkomu og viðhaft ósæmilegt orðbragð. Á hinn bóginn er ljóst að einhliða framkoma málsaðila gagnvart starfsmanni gerir starfsmanninn almennt ekki vanhæfan heldur þurfa einhver hlutræn atriði að vera fyrir hendi sem eru almennt til þess fallin að draga megi óhlutdrægni starfsmannsins gagnvart málsaðila í efa. Er þetta til samræmis við orðalagið í lögskýringargögnum en ljóst er að fleiri en einn þarf til svo að slái í brýnu. Í þessu sambandi er til þess að líta að í úttekt sem stefndi fékk sálfræðing til að vinna í maí 2016 kemur fram að um langvarandi erfið samskipti milli áfrýjanda og skólastjórans hafi verið að ræða sem segja megi að hafi staðið frá því skólastjórinn hóf störf. Segir meðal annars í úttektinni, líkt og áð ur er rakið, að ágreiningur skólastjórans og áfrýjanda sé orðinn persónulegur, hvorug vilji vinna með hinni og erfitt geti orðið að sætta þær. 21 Þrátt fyrir að úttektin nefni langvarandi erfið samskipti áfrýjanda og skólastjórans frá því að skólastjórinn hó f störf verður ekki talið liggja fyrir að viðhorf skólastjórans hafi verið með þeim hætti, er áminningin var veitt, að draga hafi mátt óhlutdrægni hennar gagnvart áfrýjanda í efa. Þegar kom að uppsögninni hafði fyrrnefnd úttekt á hinn bóginn verið framkvæm d þar sem því var lýst að skólastjórinn og áfrýjandi ættu í persónulegum ágreiningi sem erfitt gæti reynst að sætta. Verður að telja að í niðurstöðu úttektarinnar að þessu leyti, sem stefndi sjálfur aflaði og byggir á í málinu, felist sannanlegar hlutlægar ástæður sem almennt hafi verið til þess fallnar að draga mætti óhlutdrægni skólastjórans í efa þegar kom að ákvörðun um uppsögn áfrýjanda. Hér er og til þess að líta að tilefni uppsagnarinnar var eingöngu sú grein sem áfrýjandi ritaði, sem hverfðist svo t il öll um gagnrýni á skólastjórann, en ekki annars konar vanrækslu á starfsskyldum. Þannig fól málsmeðferðin í sér að skólastjórinn, sem fyrir átti í persónulegum ágreiningi við áfrýjanda, tæki ákvörðun um hvort opinber gagnrýni sem áfrýjandi setti fram á hana í blaðagrein ætti að leiða til uppsagnar hennar. Samkvæmt þessu og fyrrnefndum lögskýringargögnum verður að líta svo á að skólastjórinn hafi verið vanhæfur samkvæmt 6. tölulið 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga við meðferð þess máls sem hófst 11. apríl 20 17 og lauk með uppsögn áfrýjanda 10. maí sama ár. Stefndi hefur á hinn bóginn ekki sýnt fram á aðra háttsemi af hálfu stefnda er farið hafi í bága við lög, þar á meðal lög nr. 46/1980 eða stjórnvaldsfyrirmæli byggð á þeim lögum. 22 Samkvæmt framangreindu vor u þær ákvarðanir stefndu sem um er deilt ekki lögmætar enda var með þeim brotið gegn tjáningarfrelsi áfrýjanda og meðalhófsreglu auk þess sem starfsmaðurinn sem sagði henni upp telst hafa verið vanhæfur til þess. Í þessu 10 fólst saknæm háttsemi af hálfu stef ndu en áfrýjandi krefst sem fyrr segir bæði miskabóta og skaðabóta vegna hennar. 23 Krafa áfrýjanda um miskabætur byggir á b - lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Að virtum atvikum öllum og dómaframkvæmd í málum vegna áminninga og uppsagnar verðu r að telja að saknæmisstigið af hálfu stefnda nái þeirri auknu kröfu sem gerð er í fyrrnefndu lagaákvæði , þannig að um ólögmæta meingerð teljist vera að ræða, og að hæfilegt sé að stefndi verði dæmdur til greiðslu miskabóta að fjárhæð 1. 0 00.000 krón a , með dráttarvöxtum frá þingfestingardegi 5. febrúar 2020, sbr. 2. málslið 9. gr. laga nr. 38/2001. 24 Krafa áfrýjanda um skaðabætur byggir á útreikningum tryggingastærðfræðings á launum og lífeyrisréttindum sem áfrýjandi hefði fengið ef hún hefði haldið starfi sí nu til 70 ára aldurs. Í stefnu krafðist áfrýjandi auk þess bóta fyrir líkamstjón og aflaði undir rekstri málsins matsgerðar dómkvaddra manna sem mátu varanlegan miska hennar 15 stig og varanlega örorku 15%. Að fenginni matsgerðinni féll áfrýjandi frá kröfu m vegna líkamstjóns í málinu og boðaði að höfðað yrði sérstakt dómsmál vegna þess. Í málinu krefst áfrýjandi þannig skaðabóta vegna launaskerðingar sem hún telur sig haf a orðið fyrir af völdum þeirra atvika sem um er deilt, á grundvelli útreikninga á þeim launum er hún hefði notið út ævina ef atvikin hefðu ekki komið til, án þess þó að fjallað sé um þá launaskerðingu sem hún telur sig hafa orðið fyrir vegna sömu atvika í formi líkamstjóns. Mat á því tjóni hverfist þó eðli sínu samkvæmt einmitt um áhrif atvi kanna á aflahæfi áfrýjanda út starfsævina. Verður illa séð hvernig unnt er að skilja þarna á milli, sem birtist meðal annars í því að í stefnu virðist fjárhæð kröfunnar sem hér er til úrlausnar taka mið af því að áfrýjandi búi við 20% varanlega örorku vegn a atvikanna, sem hún hefur síðan aflað annarrar matsgerðar um með annarri niðurstöðu og síðan að skilið þann þátt frá málinu. Telja verður ófært að leggja dóm á kröfu áfrýjanda eins og hún liggur fyrir og verður henni vísað frá dómi vegna vanreifunar. 25 Ágrei ningur málsaðila hefur að meginstefnu til lotið að lögmæti áminningar og uppsagnar áfrýjanda. Í ljósi þessa og þrátt fyrir frávísun skaðabótakröfu áfrýjanda verður stefnda gert að greiða áfrýjanda málskostnað fyrir rekstur málsins í héraði og fyrir Landsré tti , eins og greinir í dómsorði, sem renni í ríkissjóð. 26 Staðfest er ákvæði hins áfrýjað a dóms um gjafsóknarkostnað í héraði. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fyrir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði , eins og nánar greinir í dómsorði, þar með talin þóknun lögmanns hennar sem tilgreind er án virðisaukaskatts í samræmi við venju. 11 Dómsorð: Kröfum áfrýjanda, A , um að áminning sem henni var veitt 1. febrúar 2016 verði dæmd ógild og að stefnda, B , verði gert að greiða henni skaðabætur að fjárhæð 34.901.662 krónur auk dráttarvaxta, er vísað frá héraðsdómi. Stefndi greiði áfrýjanda 1. 0 00.000 krón a með dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu frá 5 . febrúar 20 20 til greiðsludags. Stefndi greiði 5 . 8 00.000 krón ur í málskostnað vegna meðferðar málsins í héraði og fyrir Landsrétti sem renni í ríkissjóð. Ákvæði hins áfrýjaða dóms um gjafsóknarkostnað í héraði skal vera óraskað. Allur gjafsóknarkostnaður áfrýjanda fy rir Landsrétti greiðist úr ríkissjóði, þar með talin þóknun lögmanns hennar , Einar s Gauts Steingrímssonar, 800 .000 krón ur . Sératkvæði Ragnheiðar Harðardóttur 1 Ég er sammála röksemdum og niðurstöðu meiri hluta dómenda um að vísa beri frá héraðsdómi kröfum áfrýjanda um ógildingu áminningar sem skólastjóri [...] veitti henni 1. febrúar 2016 og um skaðabætur. Ég er á hinn bóginn ósammála þeirri niðurstöðu að ákvarða nir stefnda um áminninguna og uppsögn áfrýjanda í kjölfarið 10. maí 2017 hafi verið ólögmætar og að stefndi hafi með þeim bakað sér miskabótaábyrgð gagnvart áfrýjanda. 2 Áminninguna sem um ræðir er að rekja til atvika sem áttu sér stað á kennarafundi í [... ] miðvikudaginn 20. janúar 2016. Í ljósi þess að lýsingar fundarmanna á þeim atvikum eru nokkuð misvísandi tel ég rétt að leggja til grundvallar það sem áfrýjandi hefur sjálf látið frá sér fara um það efni. Er þá einnig til þess að líta að fundargerð vegna fundarins hefur ekki verið lögð fram í málinu. 3 Fyrir liggur að á fundinum var verið að ræða hvernig tekist hefði til við innleiðingu breytingar á aðalnámskrá grunnskóla sem ákveðin hafði verið haustið 2015 og fólst í því að gefa skyldi nemendum einkunnir í bókstöfum í stað tölustafa eins og áður var. Mun áfrýjandi hafa verið ósátt við þetta fyrirkomulag, auk þess sem það hafi kallað á nokkra vinnu hjá kennurum að fylgja breytingunum eftir. Af gögnum málsins verður ráðið að umræða um þetta á fundinum hafi ráðið mestu um að áfrýjandi hafi talið sig knúna til að tjá sig um stjórnunarhætti skólastjóra. 4 Við skýrslutöku af áfrýjanda fyrir héraðsdómi voru borin undir hana ummæli sem höfð voru eftir henni í blaðaviðtali 31. maí 2017. Þar kom fram að hún hafi ekki talið skólastjórans og sagði að mér liði eins og manneskju sem hefði verið nauðgað og væri 12 svo kennt um að hafa ekki slegið nógu vel frá sér eða öskrað nógu hátt til að koma í Áfrýjandi kvaðst hafa látið þessi ummæli falla eftir að skólastjórinn hefði haft orð á því að fundarmenn hefðu ekki hreyft andmælum við því hvernig staðið hefði verið að kvaðst hafa reiðst við þetta og gagnrýnt framkomu skólastjóra. Skólastjóri hefði gert ítrekaðar t ilraunir til að þagga niður í henni og hafi hún þá hækkað róminn. Brottför mér og ég sá það náttúrlega að ég gat ekkert verið þarna áfram á fundinum. Eðlileg fundarstörf g átu ekki mögulega haldið áfram með mig þarna innanborðs, þannig að raktar frásagnir nokkurra annarra fundarmanna fyrir héraðsdómi af framgöngu áfrýjanda í umrætt sinn. 5 Í skýrslu C , þáverandi skólastjóra [...] , fyrir héraðsdómi kom fram að áfrýjandi hefði þrátt fyrir áður tilkynnt veikindi mætt í vinnu daginn eftir fundinn og hefði hún ákveðið að l áta tímann líða fram að helgi til að sjá hvort áfrýjandi myndi biðjast afsökunar á framkomu sinni. Það hefði áfrýjandi hins vegar ekki gert. Kvaðst vitnið því á mánudeginum hafa sent áfrýjanda fundarboð þar sem tilkynnt var að til skoðunar væri hvort tilef ni væri til að veita henni skriflega áminningu vegna málsins. Fór svo að áfrýjanda var 1. febrúar 2016 veitt skrifleg áminning fyrir framkomu og athafnir óhlýðnast boði yfirmann að hlíta fundarstjórn og yfirgefið fu ndinn og vinnustaðinn án heimildar. 6 Í 1. mgr. greinar 14.7. í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara segir að forstöðumaður stofnunar skuli veita starfsmanni skriflega áminningu, meðal anna rs ef starfsmaðurinn hefur sýnt óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, ellegar að framkoma hans eða athafnir þyki að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu. Ákvæði um uppsögn eru í grein 14.8 í kjarasamningi en þar segir í 4. mgr. að sé fyrirhugað að segja starfsmanni upp störfum vegna ávirðinga þurfi uppsögnin að grundvallast á skriflegri áminningu. 7 Ákvörðun um áminningu er matskennd stjórnvaldsákvörðun og hefur verið talið að játa verði þeim sem hana tekur nokkurt svigrúm við matið þannig að slíkar ákvarðanir sæti ekki öðrum takmörkunum en leiði af lögum og grunnreglum stjórnsýsluréttar, sbr. meðal annars dóm Landsréttar 9. desember 2022 í máli nr. 555/2021. Þá verður eins og atvikum máls þessa er háttað að gæta að rétti á frýjanda til að tjá sig um atriði 13 sem tengjast starfi hennar, sbr. 2. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994, svo sem nánar er gerð grein fyrir í atkvæði meiri hluta dómenda. 8 Með hliðsjón af þv í sem að framan er rakið og að öðru leyti með vísan til þess sem fram kemur í hinum áfrýjaða dómi er ég sammála þeirri ályktun héraðsdóms að háttsemi, framkoma og orðræða áfrýjanda á framangreindum fundi hafi verið ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hennar. Hafi því verið fullnægt skilyrðum framangreinds kjarasamningsákvæðis til að veita áfrýjanda áminningu. Í því efni tel ég einnig skipta máli að af gögnum málsins verður ráðið að tilefni háttseminnar var að skólastjórinn hafði lagt fyrir kennara að hrinda í framkvæmd breytingum á námsmati í samræmi við ákvörðun menntamálaráðuneytisins þar um. Þá verður einnig ráðið að áfrýjandi hafi ekki talið neitt athugavert við framkomu sína á fundinum og því viðbúið að slíkt gæti endurtekið sig ef látið yrði viðg angast. 9 Samkvæmt framangreindu tel ég að skólastjóra, sem stjórnanda á vinnustaðnum, hafi verið ófært annað en að bregðast við háttsemi áfrýjanda og að málefnaleg sjónarmið hafi legið að baki þeirri ákvörðun að veita henni áminningu. Eins og ummæli áfrýja nda voru fram sett og með hliðsjón af framgöngu hennar á fundinum að öðru leyti tel ég ekki unnt að fallast á að með áminningunni hafi verið brotið gegn tjáningarfrelsi hennar. Þá hafi við meðferð málsins verið gætt málsmeðferðarreglna stjórnsýsluréttarins , eins og nánar er rakið í hinum áfrýjaða dómi. 10 Með bréfi skólastjóra 11. apríl 2017 var áfrýjanda tilkynnt að til skoðunar væri að segja henni upp störfum vegna greinaskrifa hennar í svæðisblaðinu [...] 2. mars það ár. Vísað var til tiltekinna ummæla og eru þau nánar rakin í atkvæði meiri hluta dómenda. Beindust þau að starfsmönnum skólans og persónulegum högum þeirra, svo sem heilsufari þeirra, en einkum þó að störfum skólastjórans. Ritaði áfrýjandi meðal framtíðinni frekar en að vinna á vinnustað eins og þeim sem C skólastjóra 10. maí 2017 þar sem vísað var til áminningar sem henni hefði verið veitt og framangreinds bréfs 11. apríl 2017. 11 Áfrýjandi byggir meðal annars á því að með uppsögninni hafi verið brotið gegn tjáningarfrelsi hennar. Um það er að segja að ekkert var því til fyrirstöðu að áfrýjandi tæki þátt í opinberri umræðu um málefni skólans og stjórnun hans. Henni var á hinn bóginn í lófa lagið að tjá skoðun sína á hófstilltan hátt og þannig að samrýmdist starfi hennar, sbr. ákvæði kjarasamnings, grunnskólalaga og annarra reglna sem um það giltu og reifuð eru í atkvæði meiri hlutans og í hinum áfrýjaða dómi. Vísun áfrýjanda til dóms Hæstaréttar 11. febrúar 2016 í máli nr. 396/2015 á ekki við í málinu, enda voru ummælin sem um ræðir nátengd starfi hennar sem kennara við skólann. Með hliðsjón af framangreindu og að virtum þeim sjónarmiðum um túlkun 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasát tmála Evrópu, sem áður er vikið að, tel 14 ég ekki unnt að fallast á að brotið hafi verið gegn tjáningarfrelsi áfrýjanda með uppsögninni. 12 Með greinarskrifum sínum viðhafði áfrýjandi samskonar háttsemi og henni hafði áður verið veitt áminning fyrir. Því tel ég að stefnda hafi verið rétt að segja henni upp störfum á grundvelli fyrrgreindra ákvæða kjarasamnings. Þá hafi sem fyrr verið gætt skyldubundinna reglna við meðferð málsins eins og fram kemur í hinum áfrýjaða dómi. 13 Ég er ósammála niðurstöðu meiri hluta dóm enda um að skólastjórinn hafi verið vanhæf til meðferðar málsins, sbr. 6. tölulið 1. mgr. 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í lögskýringargögnum með því ákvæði er meðal annars rakið að til þess að talið verði að óvinátta valdi vanhæfi verði að vera um að ræða einhverjar sannanlegar hlutlægar ástæður sem almennt verði taldar til þess fallnar að draga megi í efa óhlutdrægni starfsmanns. Ég tel engu slíku til að dreifa í málinu og að óljós ummæli í greinargerð sálfræðings sem unnin var að beiðni stefnda vegn a ásakana áfrýjanda um einelti í hennar garð hafi ekki þýðingu í því sambandi. Þá tel ég ótækt að álykta sem svo að áfrýjandi hafi með framkomu sinni getað haft í hendi sér hvort skólastjóra væri unnt að sinna starfsskyldum sínum. 14 Með þessum athugasemdum e n að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms tel ég að staðfesta eigi niðurstöðu héraðsdóms um sýknu stefnda af kröfu áfrýjanda um miskabætur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands 21. september 2021 Mál þetta er höfðað með stefnu birtri 29. janúar 2020. Aðalmeðferð fór fram 27. ágúst 2021 og var málið dómtekið að henni lokinni. Stefnandi er A , kt. [...] , [...] , [...] . Stefndi er Sveitarfélagið B , kt. [...] , [...] , [...] . Fyrirsvarsmaður stefnda er I , kt. [...] , [...] , [...] . Endanlegar dómkröfur stefnanda eru svofelldar: Þess er krafist að stefnda verði gert að greiða stefnanda miskabætur að fjárhæð kr. 4.000.000, - með dráttarvöxtum frá 20. september 2018 til greiðsludags samkvæmt 1. mgr. 6. gr. l. nr. 38/2001. Þess er krafist að stefnda verði ge rt að greiða stefnanda bætur fyrir annað fjártjón sem af háttsemi hans hlaust vegna áminningar þann 1.2.2016 og uppsagnar þann 10.5.2017, kr. 34.901.662, - með dráttarvöxtum frá því mánuður er liðinn frá birtingu stefnu þessarar til greiðsludags. Þess er k rafist að áminning sú sem stefnanda var veitt þann 1. febrúar 2016 af C skólastjóra verði dæmd ógild. Krafist er málskostnaðar að skaðlausu eins og mál þetta væri eigi gjafsóknarmál. Stefndi krefst þess aðallega að hann verði sýknaður af öllum kröfum stef nanda. Stefndi krefst þess til vara að kröfufjárhæðir stefnanda verði lækkaðar verulega. Stefndi gerir einnig þá kröfu í öllum tilvikum að stefnandi verði dæmdur til þess að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eða samkvæmt mati dómsins. 15 Stefndi gerir jafnframt kröfu um sérstakt álag á málskostnaðinn úr hendi stefnanda, sbr. 131. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Við aðalmeðferð gaf stefnandi skýrslu og auk þess vitnin J , K , L , M , E , D , F , C , N , G , O og Ó . Málavextir Stefnandi hóf störf hjá stefnda í janúar 2002 og starfaði sem kennari við [...] . Mun hún hafa kennt þar [...] , en stefnandi hefur háskólapróf í [...] og kennsluréttindi fyrir bæði grunnskóla og framhaldsskóla. Í starfi sínu var stefnandi jafnframt öryggistrúnaðarmaður við skólann. Fram hafa verið lagðir ráðningarsamningar stefnanda og stefnda. Sá fyrri frá 8. júní 2004 kveður á um 60% starfshlutfall og ótímabundna ráðningu og hinn síðari 27. október 2008 kveður á um 80% starfshlutfall með ótímabundinni ráðningu. Haustið 2015 var ráðinn nýr skólastjóri við [...] , C . Kveður stefnandi að þessu hafi fylgt neikvæðar breytingar og hafi C sýnt almennan yfirgang gagnvart starfsfólkinu og stjórnað með harðri hendi. Starfsfólk hafi mætt kuldalegu við móti, almennu skilnings - og skeytingarleysi varðandi hagi sína og vinnu. Að mati stefnanda var um að ræða viðvarandi, almennan samskiptavanda milli stjórnenda og starfsfólks skólans. Sama haust, þ.e. haustið 2015, mun hafa legið fyrir breyting á aðalnámskr á grunnskóla í tengslum við námsmat nemenda og á matskvarða við endurgjöf þannig að einkunnir skyldi gefa í bókstöfum en ekki tölustöfum við lok grunnskóla. Mun hafa ákveðið að gefa einkunnir samkvæmt hinu nýja fyrirkomulagi strax þá um jólin. Í desember 2 015 kveðst C skólastjóri hafa orðið þess vör að stefnandi væri ekki að gefa einkunnir til nemenda samkvæmt hinu nýja fyrirkomulagi. Hafi hún því rætt við stefnanda um þetta og beðið hana um að fara eftir hinu nýja kerfi, en að hún gæti jafnframt gefið eink unnir í tölustöfum til viðbótar í skýringum. Við aðalmeðferð lýsti C því að í þessu samtali hafi stefnandi reiðst, en þó fallist á að gefa einkunnir í bókstöfum, en með því samt að gefa einkunnir í tölustöfum til skýringar. Kveður stefndi að C og stefnandi hafi sammælst um að stefnandi gæti gefið nemendum sínum einkunnir í bókstöfum en í skýringum gæti hún gefið einkunnir í tölustöfum. Þann 20. janúar 2016 var haldinn kennarafundur í [...] þar sem rætt var um reynslu af hinni nýju einkunnagjöf og upplifun kennaranna á nefndum breytingum og viðbrögðum foreldra við þeim. Á þessum kennarafundi var stefnandi verulega ósátt og kom því rækilega á framfæri áður en hún fór af fundinum. Eru lýsingar aðila á fundinum nokkuð misvísandi. Stefnandi kveðst í stefnu hafa verið að rækja hlutverk sitt og skyldur sem öryggistrúnaðarmaður skólans þegar hún, ásamt öðrum kennurum, hafi farið að tjá sig við skólastjórann á kennarafundinum, m.a. um samskiptavanda, vinnuálag á kennara, framkvæmd ákvarðanatöku innan skólans, brota á kjarasamningum o.fl. Hins vegar kom fram í framburði hennar við aðalmeðferð að á fundinum hafi hún ekki sett mál sitt og tjáningu fram sem öryggistrúnaðarmaður. Kveður stefnandi að þegar hún hafi reynt að tjá sig um þetta hafi ítrekað verið þaggað niður í henni og henni hreinlega sagt að þegja. Stefnandi hafi fengið sterkt á tilfinninguna að það væri illa liðið hjá skólastjórnendum að gagnrýna stjórnunarhætti og l já máls á samskiptavanda á vinnustaðnum. Framkoma skólastjórans á kennarafundinum, þöggunartilburðirnir, hafi fengið svo á stefnanda að hún hafi ekki getað klárað fundinn. Fundurinn hafi gengið svo nærri henni að hún hafi orðið að tilkynna veikindi og fari ð heim í miklu uppnámi. Í framburði sínum við aðalmeðferð kvaðst stefnandi hafa ausið úr sér á fundinum og hafi sér verið ljóst að fundarstörfin gætu ekki haldið eðlilega áfram með hana innanborðs þannig að hún hafi séð að hún yrði, fundarins vegna, að fja rlægja sjálfa sig af fundinum. Hún hafi hins vegar ekki getað bara skellt hurðum og rokið út fyrirvaralaust, þannig að hún hafi tilkynnt veikindi og að hún þyrfti að fara heim. Af hálfu stefnda er atvikum á kennarafundinum lýst svo að stefnandi hafi lýst því með mikilli háreysti að hún væri afar óánægð og að þessari breytingu hafi verið komið á alfarið gegn hennar vilja. Stefnandi hafi fljótt orðið afar reið, lýst áfram óánægju sinni með mikilli háreysti, staðið upp úr stól sínum þar sem hún sat, klætt sig áfram með miklum látum og lýst því m.a. yfir að henni liði líkt og henni hafi verið nauðgað og þáverandi 16 skólastjóri væri nauðgarinn. Hafi stefnandi líkt C skólastjóra við e inræðisherra. C skólastjóri hafi upplýst stefnanda tvisvar sinnum um það að mótmæli hennar væru bókuð. Í þriðja sinn sem stefnanda hafi verið tilkynnt að mótmæli hennar væru bókuð hafi C skólastjóri jafnframt reynt að halda einhverri stjórn á fundinum og s agst verða að biðja stefnanda um að hætta. Stefnandi hafi brugðist afar illa við því og sagst ekki myndu láta bjóða sér þetta. Hafi farið svo að stefnandi hafi yfirgefið fundinn í flýti áður en honum lauk og borið við veikindum, en einnig hafi hún tilkynnt er hún gekk út að hún yrði ábyggilega veik daginn eftir líka. Stefnandi hafi þó mætt til vinnu daginn og dagana eftir fundinn, líkt og ekkert hefði í skorist. Stefndi kveður að fram að umræddum kennarafundi 20. janúar 2016 hafi samskipti stefnanda og C sk ólastjóra verið með ágætum. Fyrsti vísir að samskiptaerfiðleikum við stefnanda hafi verið í desember 2015 í sambandi við einkunnagjöf í tölustöfum en ekki bókstöfum. Þann 25. janúar 2016 tilkynnti C skólastjóri stefnanda að til skoðunar væri hvort tilefni væri til að veita henni skriflega áminningu fyrir framkomu sína á téðum kennarafundi 20. janúar 2016, en ekki liggur neitt fyrir um að fundurinn og það sem þar gerðist hafi verið ræddur eða borist í tal á milli þeirra frá fundinum og til 25. janúar 2016. Í bréfinu var lýst sýn skólastjóra á atburði fundarins og framkomu stefnanda á honum. Var í bréfinu tekið fram að sú ákvörðun sem til skoðunar væri teldist áminning skv. grein 14.7. í kjarasamningi, sjá 1. mgr. Var tekið fram að bætti starfsmaður ekki ráð s itt eftir að hafa verið veitt slík áminning kunni það að leiða til þess að honum verði sagt upp störfum, sbr. 3. mgr. nefndrar gr. 14.7 og 4. mgr. gr. 14.8. Í þessu bréfi var stefnanda gefinn kostur á að tjá sig um málið á fundi 28. janúar 2016 kl. 10:30 í fundarsal í [...] með C skólastjóra, sveitarstjóra og deildarstjóra. Í bréfinu var mælt með því við stefnanda að hún myndi hafa með sér trúnaðarmann á fundinn, sbr. mgr. 2. gr. 14.7 í kjarasamningi. Þá væri henni frjálst að tjá sig skriflega ef hún kysi þ að heldur. Var hún jafnframt beðin að láta vita ef hún kysi það heldur eða ef uppgefinn tími hentaði illa þannig að unnt væri að ákveða annan fundartíma. Þessu bréfi svaraði stefnandi samdægurs með bréfi þar sem hún kvaðst ekki sjá sér fært að tjá sig um m álefnið fyrr en hún hefði ráðfært sig við stéttarfélag sitt. Þann 27. janúar 2016 tilkynnti skólastjórinn stefnanda bréflega að bréf stefnanda, dags. 25. og 26. janúar 2016, væru móttekin og að skólastjórinn liti svo á að stefnandi afþakkaði fundinn og vei tti henni frest til skriflegra andmæla til mánudagsins 1. febrúar 2016. Í niðurlagi þessa bréfs var tekið fram að hafi andmæli ekki borist fyrir þann tíma yrði litið svo á að stefnandi hefði ekki andmæli við því sem fram hefði komið í bréfi skólastjórans 2 5. janúar 2016. Með bréfi, dags. 27. janúar 2016, setti stefnandi fram andmæli sín við fyrirhugaðri áminningu. Kvaðst hún þar hafa reiðst að gefnu tilefni, lýsti samskiptavanda og kvaðst ekki geta litið á háttsemi sína á fundinum sem brot í starfi. Þá kom fram í bréfinu að stefnandi hafi, sem öryggistrúnaðarmaður, ekki þorað að kvarta við C skólastjóra, en ekki var því þó lýst sérstaklega í bréfinu að á fundinum hafi stefnandi verið að rækja skyldur sínar sem öryggistrúnaðarmaður. Þá kom fram í bréfinu, sem var beint til sveitarstjóra stefnda, skólastjóra og deildarstjóra skólans, að með því að hóta áminningu væri skólastjórinn að brjóta reglu um meðalhóf á stefnanda og að hún kærði þá gjörð til yfirboðara C . Með bréfi, dags. 1. febrúar 2016, veitti C skólas tjóri stefnanda skriflega áminningu fyrir framkomu og athafnir sem væru ósæmilegar, óhæfilegar og ósamrýmanlegar starfi hennar og fyrir að óhlýðnast löglegu boði yfirmanns, sbr. grein 14.7 í kjarasamningi, sjá 1. mgr. Var tekið fram í bréfinu að á téðum k ennarafundi hafi stefnandi sýnt ámælisverða framkomu sem væri ósæmileg og ósamrýmanleg starfi hennar sem kennari. Ámælisverð háttsemi hafi falist í grófum ásökunum, ótilhlýðilegri háreysti og ósæmilegu orðbragði. Þá hafi stefnandi óhlýðnast löglegu boði me ð því að neita að hlíta fundarstjórn auk þess sem hún hafi yfirgefið fundinn og vinnustaðinn án heimildar. Framkoma hennar hafi brotið í bága við almenna kurteisi, starfsmannastefnu sveitarfélagsins, siðareglur kennara, gr. 14.10 um skyldur starfsmanna í k jarasamningi, 1. gr. skólareglna [...] auk ákvæða í gr. 14.7 í kjarasamningi. Í niðurlagi bréfsins segir að með áminningarbréfinu sé stefnanda gefið tækifæri á að bæta ráð sitt með því að ítreka ekki ávirðingar eða háttsemi af þessu tagi, ellegar kynni hen ni að verða sagt upp störfum sbr. gr. 14.8 í kjarasamningi. Samkvæmt vottorði J læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í [...] , dags. 10. febrúar 2016, var stefnandi óvinnufær með öllu vegna sjúkdóms frá 1. febrúar 2016. Hefur stefnandi ekki verið við stör f í [...] eftir þetta. 17 Í málinu liggur einnig fyrir vottorð P læknis, dags. 14. september 2017 þar sem segir að stefnandi sé óvinnufær með öllu vegna sjúkdóms frá 1. október 2017 til 30. nóvember 2017. Með bréfi til sveitarstjórnar stefnda, dags. 10. feb rúar 2016, kærði stefnandi C skólastjóra fyrir afglöp í starfi gagnvart sér í málinu. Raunar kærði hún líka N , þáverandi sveitarstjóra í sama bréfi fyrir sömu sakir. Bréfi þessu svaraði sveitarstjórn stefnda með bréfi, dags. 4. mars 2016, þar sem ekki voru talin efni til aðgerða vegna málsins, en stefnanda bent á réttarúrræði sem lýst var í bréfinu, þ. á m. samkvæmt stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Þann 31. mars 2016 sendi stefnandi kvörtun til Vinnueftirlitsins vegna eineltis og samskiptavanda skv. ofan sögðu . Síðastgreindan dag sendi stefnandi jafnframt bréf til stefnda þar sem farið var fram á að málið yrði endurupptekið, allir liðir áminningarinnar felldir niður og hlutur hennar réttur. Þann 4. apríl 2016 sendi C skólastjóri stefnanda bréf þar sem hún var boðuð til viðtals hjá trúnaðarlækni stefnda 12. apríl 2016 kl. 09:00 hjá Heilsugæslunni [...] . Var tekið fram í bréfinu að ef hún treysti sér ekki til að mæta væri óskað eftir að hún hringdi í trúnaðarlækninn í uppgefið símanúmer og hann kæmi þá til hennar . Var tekið fram að ef stefnandi yrði ekki við þessum óskum og hitti trúnaðarlækninn á tilgreindum tíma, hefði samband við trúnaðarlækninn fyrir 11. apríl 2016 eða mætti strax til starfa þá myndi stefndi líta svo á að um væri að ræða fjarvistir af hennar h álfu án lögmætra forfalla og að hún hafi þar með hætt störfum. Fyrir liggur vottorð R trúnaðarlæknis, dags. 12. apríl 2016, þar sem segir að stefnandi komi í viðtal vegna fjarvista. Átti sig á að um einelti sé að ræða í síðustu viku. Gift með 3 uppkomin bö rn. Í miklu uppnámi og greinilega í áfalli. Hafi talað við sálfræðing og segir að R hafi ráðlagt stefnanda að ræða aftur við heilsugæslulækni. Þann 12. apríl 2016 sendi sveitarstjórn stefnda bréf til stefnanda þar sem kom fram að beiðni um endurupptöku ámi nningar hefði verið vísað til C skólastjóra, en kæru vegna eineltis hafi verið vísað til frekari meðferðar hjá fulltrúum sveitarstjórnar í skólanefnd [...] . Þann 29. apríl 2016 sendi C skólastjóri stefnanda bréf þar sem sagði að ekkert tilefni væri til end urupptöku áminningarinnar. Þann 5. júní 2016 sendi eftirlitsmaður Vinnueftirlitsins tilkynningu til stefnanda þar sem tekið var fram að tilkynningu hennar yrði fylgt eftir með heimsókn í [...] . Í maí 2016 óskaði sveitarstjórn stefnda eftir aðstoð Vinnuverndar ehf. vegna meints eineltis í [...] . Í skýrslu H sálfræðings, ódagsett í maí 2016, sem rannsakaði meint einelti, kemur fram að háttsemi C gagnvart stefnanda geti ekki talist einelti samkvæmt skilgreiningu reglugerðar nr. 1009/2015. Þann 16. júní 2016 sendi lögmaður stefnda bréf til stefnanda vegna kvörtunar hennar 31. mars 2016, en með bréfinu var stefnanda send skýrsla H og tekið fram að þegar hefði verið sett í gang vinna við að bregðast við tillögum H . Í skýrslu Menntamálastofnunar frá árinu 2017 um [...] kemur hins vegar fram að nokkurs óróa hafi gætt síðustu misseri vegna stjórnunarhátta í skólanum og að töluverð starfsmannavelta hafi verið þar á sama tíma. Jafnframt að borið hafi á erfið um samskiptum og fráhvarfi fólks úr skólanum af heilsufarsástæðum. Jafnframt segir þar að lýðræðisleg vinnubrögð einkenni samstarfið í skólanum og að í nýlegri könnun á líðan og aðbúnaði starfsmanna komi fram að samstarfið einkennist af jákvæðum samskiptum og gagnkvæmu trausti. C mun hafa verið skólastjóri þegar skýrslan var unnin. Samkvæmt framburði N þáverandi sveitarstjóra stefnda bárust engar formlegar kvartanir vegna starfa C við [...] fram til umrædds fundar 20. janúar 2016. Í framburði vitna, sem stö rfuðu í [...] undir stjórn C á sama tíma og stefnandi, þ.e. þeirra E , D og F , kom hins vegar fram að ekki hafi verið góður andi í skólanum undir stjórn C og að sumum starfsmönnum hafi liðið illa undir hennar stjórn. Þann 9. júní 2016 sendi stefnandi bréf t il yfirvalda skólamála í B , sveitarstjórnar og skólanefndar. Þar kvartaði hún sem einstaklingur yfir meðferð á sér og jafnframt sem öryggistrúnaðarmaður yfir ástandinu á vinnustaðnum. Lögmaður stefnda svaraði þessu erindi stefnanda með bréfi, dags. 29. jún í 2016. Var svarið þríþætt. Í fyrsta lagi vegna meints eineltis var vísað til fyrra bréfs 16. júní 2016 og þess sem þar kom fram. Í öðru lagi var tekið fram að athugasemdir um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustað gæfu ekki tilefni til sérstakra viðbragða o g í þriðja lagi vegna áminningarinnar var tekið fram að ekki væri á valdsviði 18 sveitarstjórnar að endurupptaka áminninguna, sem væri stjórnvaldsákvörðun skólastjóra sem ekki væri kæranleg til sveitarstjórnar. Þann 2. mars 2017 birtist í svæðisblaðinu [...] grein eftir stefnanda. Þar voru ummæli sem leiddu til þess að C skólastjóri sendi stefnanda bréf, dags. 11. apríl 2017. Í bréfinu var stefnanda tilkynnt að til skoðunar væri hvort tilefni væri til að segja stefnanda upp störfum vegna hugsanlegs brots utan starfs sem væri ósamræmanlegt starfsskyldum hennar. Væri hugsanleg uppsögn byggð á eldri áminningu dags. 1. febrúar 2016 sem hafi verið veitt vegna framkomu og hegðunar sem hafi verið ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi stefnanda og að hún hafi óhlý ðnast löglegu boði yfirmanns síns. Sagði í bréfinu að tilefni þessarar skoðunar væru greinaskrif stefnanda í svæðisblaðinu [...] 2. mars 2017. Þar hafi stefnandi haft í frammi grófar ásakanir á hendur samstarfsmönnum sínum sem séu þess eðlis að þau hafi be in áhrif á samstarfsmenn stefnanda, samstarf stefnanda með þeim og öðrum starfsmönnum [...] og þar með störf stefnanda. Þau ummæli sem væru til skoðunar væru eftirfarandi: 1. Mér reyndist óbærilegt að vinna undir stjórn skólastjórans, þess vegna er ég frá vin nu. Ég fullyrði að það sama á við um vinnufélaga mína sem eru nú veikir. Og hvað ætli sé svo að okkur? Áfallastreituröskun eða taugaáfall, - það er annað hvort. 2. Ég fullyrði að skólastjórinn, C , á líka hlut í máli varðandi brotthvarf allra hinna sem eru hæ ttir í skólanum síðan hún hóf störf. 3. Ég mun éta gras mér til lífsviðurværis í framtíðinni frekar en að vinna á vinnustað eins og þeim sem C stjórnar. 4. Er ekki tímabært að þoku yfirhylmingar og þöggunar fari að létta hér í B ? Var í bréfinu ítrekað að sú á kvörðun, sem væri til skoðunar, væri uppsögn byggð á eldri áminningu vegna ávirðinga, samkvæmt gr. 14.8 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna félags grunnskólakennara. Komi til uppsagnar séu réttaráhrif þeirrar á kvörðunar starfslok. Var stefnanda gefinn kostur á að tjá sig um málið á fundi í [...] 26. apríl 2017 kl. 10:00. Var bent á að stefnanda væri heimilt að hafa með sér á fundinn trúnaðarmann stéttarfélagsins. Henni væri líka heimilt að tjá sig skriflega ef h ún kysi það frekar. Var beðið um að stefnandi léti vita ef hún óskaði að tjá sig skriflega, eða ef hún óskaði eftir breytingu á fundartímanum. Þann 4. maí 2017 barst [...] bréf frá S , lögfræðingi Kennarasambands Íslands sem svar við síðast greindu bréfi. Kom þar fram að skólastjóri væri vanhæfur til þess að taka ákvörðun og taka stjórnsýsluákvörðun í málinu. Einnig að tjáningarfrelsi stefnanda hafi verið heft og var vísað til dóms Hæs taréttar nr. 396/2015 í því sambandi, sem og í sambandi við hugsanlegt brot utan starfs. Þá var í bréfinu fjallað um uppsögn starfsmanns í veikindaleyfi og ákvæði kjarasamnings. Þann 10. maí 2017 sendi C stefnanda skriflega uppsögn sem tók gildi 1. júní 2 017. Var stefnanda greiddur út áunninn veikindaréttur auk orlofs og annarra persónuuppbóta. Var tekið fram að stefnandi gæti óskað eftir skriflegum rökstuðningi og að uppsögnin væri kæranleg til ráðuneytis. Þann 1. júní 2017 kærði stefnandi uppsögnina ti l samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytisins. Niðurstaða ráðuneytisins lá fyrir þann 30. apríl 2018, en mat ráðuneytisins var að uppsögn stefnanda hafi verið ólögmæt. Hins vegar væri ekki hægt að ógilda uppsögnina, því það hefði þau réttaráhrif að stefnand i yrði aftur sett inn í starf sitt en ekki væri á valdsviði ráðuneytisins að mæla fyrir um slíkt. Nánar tiltekið sagði í forsendum úrskurðarins að það væri mat ráðuneytisins að ekki liggi fyrir með óyggjandi hætti að [stefnandi] hafi sýnt af sér slíka hátt semi á tilgreindum kennarafundi sem vísað er til í áminningu sveitarfélagsins þannig að réttlætanlegt hafi verið að veita henni áminningu líkt og gert var. Er það mat ráðuneytisins að ekki hafi verið fram á það sýnt af hálfu sveitarfélagsins að uppfyllt ha fi verið skilyrði gr. 14.7 kjarasamningsins fyrir áminningu. Hafi sveitarfélaginu þannig ekki tekist að sýna fram á að áminningin hafi byggt á lögmætum grundvelli og málefnalegum sjónarmiðum. Stefndi gerði ekki reka að því að fá þennan úrskurð ráðuneytisin s ógiltan. 19 Þann 18. september 2018 barst stefnda bréf frá lögmanni stefnanda ásamt kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu, en í byrjun október 2018 óskaði stefndi eftir fundi vegna málsins. Þann 14. nóvember 2018 var haldinn fundur á skrifstofu lögmanns stef nanda og náðist ekkert samkomulag og hefur ekki náðst síðan. Stefnandi aflaði örorkumats T geðlæknis og hefur það verið lagt fram í málinu. Segir þar að stefnandi sé haldin alvarlegu þunglyndi sem hafi gert hana óvinnufæra frá 1. febrúar 2016 og telji hann engar líkur á að hún verði vinnufær fyrr en að þessu máli loknu, en matið er dagsett 5. apríl 2019. Með hliðsjón af kröfugerð stefnanda í málinu er ástæðulaust að gera nánari grein fyrir niðurstöðum matsins. Þá aflaði stefnandi viðbótarmats frá T geðlækni , dags. 28. júlí 2019, þar sem fram kom að engar líkur væru til þess að erfiðleikar í [...] fram að áminningu eigi hlut að erfiðleikum stefnanda. Erfitt væri að greina milli þess miska sem orðinn væri m.t.t. til þess hvað væri að rekja til áminningar og hv að til uppsagnar, en eðlilegt væri að líta á það sem hluta af sama ferli. Undir rekstri málsins aflaði stefnandi mats dómkvaddra matsmanna, U prófessors og L geðlæknis. Samkvæmt niðurstöðum þeirra hafði ástandið í [...] fram að áminningu 1. febrúar 2016 e kki í för með sér varanlegan miska fyrir stefnanda miðað við að ekki hafi neitt annað komið til síðar. Telja matsmenn að við áminninguna 1. febrúar 2016 hafi stefnandi orðið fyrir varanlegum miska miðað við að ekki hafi komið til neitt annað síðar. Segir a ð varanlegur miski stefnanda sé 15 stig, sem skiptist þannig að 10 stig séu að rekja til áminningar en 5 stig til uppsagnar. Þá er varanleg örorka stefnanda metin 15%, sem skiptist þannig að 10% megi rekja til áminningar en 5% til uppsagnar. Að virtum enda nlegum dómkröfum stefnanda er hins vegar ekki þörf á að gera frekari grein fyrir niðurstöðum þessa mats. Stefnandi hefur lagt fram útreikninga K tryggingastærðfræðings, dags. 2. desember 2019, þar sem verðmæti launa og lífeyrisréttinda stefnanda, miðað við 1. janúar 2018, er metið annars vegar miðað við starfslok 65 ára kr. 65.703.870 og hins vegar við starfslok 70 ára kr. 87.254.155. Málsástæður og lagarök stefnanda Í stefnu voru upphaflega gerðar fleiri dómkröfur en hinar endanlegu. Hér verður ekki gerð sérstaklega grein fyrir málsástæðum stefnanda sem vísa einungis til þeirra krafna sem ekki eru á meðal hinna endanlegu, nema nauðsyn beri til samhengis vegna. Stefnandi kveður kröfur sínar byggja bæði á samningssambandi aðila og almennu skaðabótareglunni. Þessar málsástæður geti staðið sjálfstætt við hlið hvor annarrar en ef réttarfarsnauðsyn verði talin krefjast sé byggt á því fyrrnefnda aðallega en því síðarnefnda til vara. Kveðst stefnandi byggja á því að öll sú ólögmæta háttsemi sem lýst sé í stefnu fra m að áminningunni eigi við sem röksemd um ólögmæti áminningarinnar og þar með fyrir ógildingu hennar, að hún hafi ekki getað orðið grundvöllur uppsagnar og vegna krafna um bætur samkvæmt lögum. nr. 50/1993 þ.m.t. 26. gr. þeirra laga. Sama gildi um alla þá háttsemi sem lýst sé sem ólögmætri fram að uppsögn og við framkvæmd hennar eða í tengslum við hana. Byggir stefnandi á því að stefndi hafi með háttsemi sinni, sem m.a. hafi falist í veitingu áminningar og uppsögn stefnanda, brotið ráðningarsamning þann s em gilti milli stefnanda og stefnda auk fjölmargra reglna sem hafi gilt um ráðningarsambandið. Stefnandi vísar til þess að í 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 sé mælt fyrir um að starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga far i eftir ákvæðum kjarasamninga hverju sinni og ráðningarsamninga, en samhljóða regla í 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 hafi verið í gildi þegar stefnandi og stefndi gerðu ráðningarsamning dags. 19. júlí 2004 og aftur þann 27. október 2008. Meginatv ik þessa máls hafi annars vegar gerst í febrúar 2016, þ.e. áminning, en hins vegar í maí 2017, þ.e. uppsögn. Réttindi og skyldur stefnanda í starfi ráðist því af ákvæðum kjarasamnings milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara frá 2016 og 2017. Kveður stefnandi að í greinum 14.7 og 14.8 í kjarasamningum þessum sé að finna ákvæði um áminningu og uppsögn. Í 1. mgr. 14.7 greinar segi: Ef starfsmaður hefur sýnt í starfi sínu óstundvísi eða aðra vanrækslu, ó hlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, vankunnáttu eða óvandvirkni í starfi, hefur ekki náð fullnægjandi árangri í starfi, hefur verið ölvaður að starfi eða framkoma hans eða athafnir í því þykja að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanl egar starfinu skal forstöðumaður 20 stofnunar eða fyrirtækis veita honum skriflega áminningu . Í grein 14.8 séu fyrirmæli um uppsögn og frávikningu. Í fyrstu þremur málsgreinum hennar hafi einkum verið kveðið á um form uppsagnar og fresti, en í 4. málsgrein se gi: Ef fyrirhugað er að segja starfsmanni upp störfum vegna ávirðinga þá þarf uppsögnin að grundvallast á skriflegri áminningu samkvæmt gr. 14.9. Stefnandi byggir á því að framangreind skilyrði hafi ekki verið uppfyllt að neinu leyti, hvorki fyrir áminnin gu, líkt og ráðuneytið hafi staðfest í úrskurði sínum sem stefndi hafi ákveðið að una, né fyrir uppsögninni. Þessar ráðstafanir stefnda hafi því verið ólögmætar með öllu og á því byggt að þar hafi ráðið annarlegar hvatir skólastjóra og sveitarstjórnar, sem hafi verið í nöp við stefnanda persónulega, um að ná sér niður á stefnanda og losna við hana úr starfi og hafi stefndi ekki hikað við að beita ofbeldi, einelti og valdníðslu í þeim annarlega tilgangi sínum. Byggir stefnandi á því að þessi brot hafi verið ítrekuð og gróf, framin af ásetningi. Svo hátt saknæmisstig sé þó ekki skilyrði þess að kröfur stefnanda nái fram að ganga og kveður stefnandi í því sambandi að einfalt gáleysi myndi duga til. Að auki beri stefndi hlutlæga ábyrgð á efndum samningssambands ins við stefnanda samkvæmt reglum um efndabætur. Kveður stefnandi að tjón hennar vegna þessarar háttsemi stefnda sé bæði stórfellt og margvíslegt. Stefnandi hafi uppi nokkrar bótakröfur á hendur stefnda, þ.m.t. kröfu um bætur fyrir miska skv. b lið 26. gr. skaðabótalaga sbr. 50/1993 og annað fjártjón sem hún hafi sannanlega orðið fyrir. Vísar stefnandi til þess að skv. b. lið 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sé heimilt að láta þann, sem ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu an nars manns, greiða miskabætur. Stefndi hafi brotið gegn stefnanda í öllum þessum þáttum. Stefndi hafi brotið gegn frelsi stefnanda, m.a. tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs. Aðferðin sem hafi verið notuð til þess hafi bæði verið niðurlægjandi og ógnandi . Stefnandi kveður að með athöfnum sínum hafi stefndi raskað friði stefnanda og brotið gegn persónu hennar, frelsi og æru. Með ólögmætri og tilhæfulausri áminningu og uppsögn, hafi stefndi haft uppi athafnir sem hafi valdið stefnanda álitshnekki, ótta, van líðan, áfalli og heilsumissi í kjölfarið. Þetta hafi orðið til þess að hún hafi orðið óvinnufær vegna veikinda og hafi verið það síðan 1. febrúar 2016. Stefnandi telur að áminningin sem henni hafi verið veitt að ósekju, eins og staðfest hafi verið í úrskur ði ráðuneytisins, hafi verið til þess fallin að skaða æru hennar, en hún hafi starfað við skólann í 14 ár og átt afar farsælan kennsluferil. Hún hafi mátt vænta þess að starfa þar þangað til hún færi á eftirlaun. Þar að auki hafi hún gegnt mikilvægu hlutve rki öryggistrúnaðarmanns og hafi áminningin verið til þess fallin að skaða ímynd hennar sem slíks og rýra traust hennar gagnvart samstarfsaðilum. Þetta hafi valdið stefnanda álitshnekki, bæði gagnvart öðru starfsfólki skólans og sveitungum hennar í B og ja fnvel víðar. Þá kveður stefnandi ámælisvert hvernig stefndi hafi látið hjá líða að rannsaka með fullnægjandi hætti umkvartanir stefnanda um einelti, ofbeldi og samskiptavanda á vinnustaðnum, í andstöðu við lög og reglugerðir. Aldrei hafi farið fram rannsók n á þeim atburðum sem leiddu til þess að stefnandi var áminnt. Þetta sé sérstaklega ámælisvert í ljósi þess að veiting áminningar sé stjórnvaldsákvörðun og sé stefndi bundinn af stjórnsýslulögum við töku slíkrar ákvörðunar. Stefnandi byggir á því að með þv í að segja henni upp störfum fyrir greinaskrif í blaði, hafi stefndi brotið gegn tjáningarfrelsi hennar sem varið sé af 73. gr. Stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994 og 19. gr. alþjóðasamnings um borgarale g og stjórnmálaleg réttindi. Ríkisstarfsmenn eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir án afskipta stjórnvalda og takmarkanir á þeim rétti megi einungis gera að uppfylltum skilyrðum 3. mgr. 73. gr. Stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Um hafi verið að ræða gróft, ítrekað og vísvitandi mannréttindabrot gegn stefnanda og feli það í sér ólögmæta meingerð gegn frelsi, persónu, friði og æru hennar. Þá kveður stefnandi að brot stefnda séu sérstaklega alvarleg í ljósi þess að þegar stefnanda var sagt upp st örfum hafi KÍ í bréfi sínu rökstutt með ítarlegum hætti hvers vegna ekki væri lagaheimild fyrir brottvikningu hennar úr starfi. Hafi verið fjallað sérstaklega um tjáningarfrelsi skv. 73. gr. Stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og 10. gr. Mannréttindasáttmála Ev rópu. Að auki hafi skólastjórinn verið vanhæf til meðferðar málsins, sbr. 3. og 4. gr. l. nr. 37/1993. Stefndi hafi látið sér í léttu rúmi liggja að brjóta á mannréttindum stefnanda, svo mikið hafi legið á að láta hana gjalda fyrir að láta skoðanir sínar í ljós og berjast gegn ófremdarástandi á vinnustaðnum í hlutverki sínu sem öryggistrúnaðarmaður. 21 Stefnandi telur jafnframt að með framangreindri háttsemi sinni hafi stefndi brotið gegn ákvæðum laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/19 80, einkum 13., 37., 38, 42. og 66. gr., gegn ákvæðum reglugerðar nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum, auk ákvæða reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað og ákvæðum reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyr gð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Vísar stefnandi til þess að stefnandi hafi gegnt lögbundnu hlutverki öryggistrúnaðarmanns skólans skv. 5. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og V. kafla laga nr. 94/19 80 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í lögum sé mælt fyrir um ábyrgð og skyldur slíkra trúnaðarmanna og samkvæmt þeim beri trúnaðarmanni að gæta að því að réttur starfsmanna sé í hvívetna virtur, einkum um vinnuvernd, öryggi og hollustuhætti. Starfsm önnum beri að snúa sér til trúnaðarmanns með umkvartanir sínar og séu þær skyldur lagðar á herðar trúnaðarmannsins að rannsaka málið þegar í stað og ef hann telur ástæðu til, að krefja vinnuveitanda um lagfæringu, sbr. 29. gr. laga nr. 94/1986. Slíkir trún aðarmenn njóti stöðu sinnar vegna ríkari verndar en aðrir starfsmenn skólans, sbr. t.d. 10. gr. reglugerðar nr. 920/2006, sbr. 11. gr. laga nr. 80/1938. Telur stefnandi að með framferði sínu og framkomu hafi stefndi gert henni ókleift að rækja þær skyldur sem hún hafi borið sem öryggistrúnaðarmaður skólans. Þá telur stefnandi að hún hafi verið látin gjalda þess að gegna umræddri stöðu, enda áminnt fyrir að berjast gegn óstjórn skólastjórnar og harðræði gegn starfsfólki, í hlutverki sínu sem öryggistrúnaðarm aður, í andstöðu við 2. mgr. 9. gr. laga nr. 46/1980, sbr. 11. gr. laga nr. 80/1938 auk 2. mgr. 30. gr. laga nr. 94/1986. Þá hafi stefnanda verið hótað uppsögn ef hún vogaði sér að endurtaka slíkar athafnir. Þetta geri brot skólans enn alvarlegri, enda geg ni öryggistrúnaðarmenn skyldum gagnvart öllum starfsmönnum skólans við að tryggja bættan aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sbr. reglugerð nr. 920/2006. Þá sé óheimilt að segja öryggistrúnaðarmönnum upp fyrir að rækja skyldur sínar sem slíkir. Einelti: Stefnandi telur að stefndi hafi með gerðum sínum, sem lýst er hér að framan og eftirleiðis, lagt hana í einelti. Vísar stefnandi til þess að í e lið 38. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað sé gert ráð fyrir að á vinnustöðum sé unnið að aðgerðum gegn einelti. Einelti sé skilgreint í 3. gr. reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað, sem svo: Einelti: Síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni ve rður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir. Kveður stefnandi engan vafa leika á því að hegðun stefnda gagnvart henni falli að orða lagi ákvæðisins. Lítið hafi verið gert úr stefnanda á kennarafundi þegar hún hafi reynt að tjá sig um ástandið á vinnustaðnum og stjórn hans. Hún hafi verið niðurlægð þegar skólastjórinn hafi ítrekað reynt að þagga niður í henni og koma í veg fyrir að hún fengi að tjá sig og hafi henni m.a. verið sagt að þegja. Stefnanda hafi verið ógnað, m.a. með hótunum um áminningu og síðar brottrekstri, ef hún tjáði skoðanir sínar og rækti hlutverk sitt sem öryggistrúnaðarmaður. Hún hafi þurft að þola síendurtekin bréfa skrif skólastjórans og annarra fulltrúa sveitarfélagsins til hennar, sum með röngum málavaxtalýsingum, aðdróttunum og ásökunum sem hafi vegið að æru og velferð stefnanda. Hafi stefnandi síendurtekið verið boðuð á alls konar fundi hjá skólanum og sveitarstj órn, meðan á veikindum hennar stóð. Stefnanda hafi verið settir ósanngjarnir afarkostir ef bréfum skólastjórans væri ekki svarað innan stuttra fresta eða ef hún mætti ekki á boðaðan fund. Þá hafi verið ýjað að því að stefnandi væri að gera sér upp veikindi í veikindaleyfi. Þrátt fyrir að hafa skilað inn veikindavottorðum frá lækni hafi stefnandi verið þvinguð til að mæta til trúnaðarlæknis sveitarfélagsins til að fá staðfest að um raunveruleg veikindi væri að ræða. Þessi þvingun hafi verið sett fram með hót unum um, að ella yrði litið á veikindaleyfi hennar sem ólögmætar fjarvistir og Þegar stefnandi hafi ítrekað reynt að leita til sveitarstjórnar stefnda vegna samskiptavanda innan skólans og eineltis hafi hún annað hvort verið hunsuð, gert lítið úr henni og erindum hennar, henni svarað 22 með ófullnægjandi og jafnvel röngum hætti, eða umkvörtunum hennar vísað frá eða hafnað, oft á hæpnum forsendum. Hafi m.a. verið gert lítið úr stefnanda þegar hún hafi mætt til fundar með sveitarstjóra stefnda, N , hinn 3. febrúar 2016, í áfalli yfir áminningu þeirri sem henni hafði verið veitt. Viðbrögð sveitarstjórans hafi verið þau að gera lítið úr áminningunni og þar með því áfalli sem stefnandi hafi orðið fyrir, með því að skýra ran glega frá því að áminningin væri léttvæg og hyrfi á þremur mánuðum. Þessi framkoma hafi verið til þess fallin að gera lítið úr stefnanda, valda henni vanlíðan og þar að auki draga úr henni það baráttuþrek sem til þurfi til að standa gegn heilu sveitarfélag i og aðförum þess. Stefnandi vísar til þess að í reglugerð nr. 1009/2015 sé fjallað ítarlega um skyldur atvinnurekanda til að koma í veg fyrir einelti en í þessu tilfelli hafi skólastjórinn og sveitarfélagið sjálf lagt stund á það. Kveður stefnandi þetta sérstaklega ámælisvert. Kveðst lögmaður stefnanda hafa þá skoðun af lestri gagna máls og þeim bréfaskriftum sem milli aðila hafa farið, að stefnanda hafi mætt yfirgangur, valdníðsla, kuldalegt viðmót og almennt skilnings - og skeytingarleysi bæði af hálfu s tjórnenda [...] og svo stefnda. Þessi hegðun og framkoma hafi leitt til mikilla þjáninga fyrir stefnanda. Stefnandi kveður að einn alvarlegasti liðurinn í eineltinu hafi verið áminningarferlið, þar sem öllu sem stefnandi sagði, og af hvaða tilefni, á umræd dum kennarafundi, hafi verið snúið á hvolf og afbakað á mjög særandi og meiðandi hátt þar sem hún sé m.a. sökuð um athafnir sem séu ósæmilegar, óhæfilegar og ósamrýmanlegar starfi hennar. Í þessu hafi átt hafa falist ,,grófar ásakanir, ótilhlýðilega háreys ti og sveitarfélagsins, siðareglur kennara, skyldur starfsmanna í kjarasamningi auk skólareglna [...] . Kveður stefnandi að verulega skorti á að lýsing skólastjór ans á því sem fram fór á kennarafundinum, sé í samræmi við það sem raunverulega gerðist, og sé veigamiklum atriðum sleppt til að afbaka raunveruleikann. Hafi það ekki síst verið fyrir þá staðreynd, sem bréf skólastjórans til stefnanda, annars vegar tilkynn ing um fyrirhugaða áminningu dags. 25. janúar og svo sjálf áminningin dags. 1. febrúar, hafi verið sérstaklega særandi og meiðandi, auk þess sem þau hafi falið í sér ógn um atvinnumissi. Þetta hafi valdið svo mikilli vanlíðan hjá stefnanda að hún hafi veik st heiftarlega og orðið óvinnufær. Hafi stefnandi ekki síður orðið fyrir tilfinningalegum og sálrænum skaða en líkamlegum sökum þessa. Stefnandi telur að framganga stefnda í áminningarferlinu hafi tekið til flestra ef ekki allra þátta eineltis sem fram ko mi í reglugerð nr. 1009/2015. Þá kveður stefnandi það sérstaklega ámælisvert af hálfu stefnda að segja stefnanda upp störfum í veikindaleyfi, sem hún hafi neyðst til að fara í vegna veikinda sem hafi verið bein afleiðing af því einelti og ofbeldi sem hún hafi verið beitt af hálfu stefnda. Að mati lögmanns stefnanda virðist verknaðurinn fólskulegur og sé byggt á að um valdníðslu sé að ræða. Kveður stefnandi ljóst að eftir að hún hafi veikst hafi stefnda borið skylda til að hlú að henni í veikindum og stuðla að því að hún myndi ná bata og eiga afturkvæmt til starfa í [...] . Þess í stað hafi stefndi gert hið gagnstæða og ákveðið að halda áfram að níðast á stefnanda, á meðan hún hafi legið í veikindum sínum, með áframhaldandi einelti, ofbeldi og valdníðslu. Með þessu móti hafi stefndi í raun og veru tryggt að stefnandi yrði f yrir því grafalvarlega og varanlega tjóni sem raunin hafi orðið. Verði ekki séð hvernig ásetningur stefnda til þess að valda stefnanda sem mestu og víðtækustu tjóni, hefði getað verið einbeittari og sterkari. Þá telur stefnandi að í öllu framangreindu fel ist andlegt ofbeldi í skilningi umræddrar reglugerðar. Í e lið 3. gr. reglugerðar nr. 1009/2015 sé ofbeldi skilgreint svo: Ofbeldi: hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til, líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir henni verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis. Kveður stefnandi að hegðun og framkoma stefnda gagnvart stefnanda feli m.a. í sér brot gegn eftirfarandi lagaákvæðum: Ákvæði vinnuverndarlaga nr. 46/1980. Vísar stefnandi sérstaklega ti l e - liðar 38. gr. og reglugerðar nr. 1009/2015 en einnig til a - liðar 1. gr. en það geti verið skaðlegt andlegri og líkamlegri heilsu manna að búa við einelti á vinnustað. Þá er vísað til 13. gr. um góðan aðbúnað og hollustu á vinnustað en einelti sé í mik illi andstöðu við þau markmið. 23 Reglur grunnskólalaga nr. 91/2008. Þar vísar stefnandi einkum til 30. gr. en á því sé byggt að skv. framangreindu hafi stefnandi orðið fyrir andlegu ofbeldi í skólastarfi, m.a. á áður nefndum kennarafundi með ítrekuðum tilra unum til þöggunar og fyrirmælum um að þegja, með tilhæfulausum ásökunum um að ummæli og hegðun hennar á kennarafundi hafi verið ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hennar og ásökunum um að hún hafi haft uppi ósæmilegt orðbragð og ótilhlýðilega háreys ti, með því að áreita hana í veikindaleyfi, síendurteknum bréfaskrifum skólastjórans til stefnanda sem hafi falið í sér ásakanir og aðdróttanir sem hafi vegið að æru og velferð hennar, síendurteknum fundarboðunum til skólastjóra og sveitarstjórnar eða aðil a á þeirra vegum á meðan á veikindum hennar stóð, ósanngjörnum afarkostum ef bréfum skólastjórans væri ekki svarað innan stuttra fresta eða ef hún mætti ekki á boðaðan fund, þvingunum til að hitta lækni á vegum sveitarfélagsins og aðdróttunum um að hún vær i að gera sér upp veikindi, þrátt fyrir að hafa skilað inn veikindavottorðum og svo með því að reka hana úr starfi fyrir að tjá skoðanir sínar og tilfinningar í greinarskrifum, eftir 15 ára farsælan starfsferil á umræddum vinnustað. Að auki sé hegðun stefn da í andstöðu við 2. gr. laganna, enda verði ekki talið að starfshættir skólastjórans hafi mótast af umburðarlyndi né kærleika og enn síður af lýðræðislegu samstarfi, sáttfýsi eða virðingu fyrir manngildi. Ákvæði 2. mgr. 9. gr. laga nr. 46/1980, sbr. 11. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Með hegðun og framkomu sinni hafi skólastjóri [...] og sveitarstjórn stefnda gert stefnanda ókleift að sinna skyldum sínum sem öryggistrúnaðarmaður skólans sbr. 5. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollus tuhætti og öryggi á vinnustöðum. Hún hafi verið áminnt fyrir að rækja umrætt hlutverk sitt á kennarafundi og þar með látin gjalda þeirrar stöðu sinnar, í andstöðu við framangreind ákvæði. Þá hafi stefnanda verið hótað uppsögn ef hún vogaði sér að endurtaka slíkar athafnir. Það geri brot skólans enn alvarlegri, enda gegni öryggistrúnaðarmenn skyldum gagnvart öllum starfsmönnum skólans við að tryggja bættan aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sbr. reglugerð nr. 920/2006. Stefnandi telur að stefndi hafi misbeitt valdi sínu til að losna við hana úr starfi vegna þess að hún hafi haft skoðanir og þorað að bjóða stjórnendum skólans birginn. Vegna þessa hafi hún verið illa liðin af skólastjórninni. Engin lög hafi staðið til þeirra gerða sem stjórn skólan s hafi staðið fyrir gagnvart stefnanda. Grundvöllurinn fyrir gerðum skólastjórans hafi verið allt of veikur til að unnt hefði verið að draga slíkar ályktanir. Kveður stefnandi að gerðir stefnda séu, samkvæmt framansögðu og því sem á eftir greinir, ólögmæt ar, sjónarmiðin ólögmæt og óréttmæt. Brot stefnda gegn mannréttindum og mannlegri reisn: Stefnandi byggir á því að brotið hafi verið gegn rétti hennar til að láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir í andstöðu við 73. gr. Stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Þessi mannréttindi stefnanda hafi verið brotin a.m.k. í þrígang af hálfu B : Í fyrsta lagi á kennarafundinum þann 20. janúar 2016, þegar ítrekað hafi verið reynt að þagga niður í stefnanda þegar h ún, m.a. sem öryggistrúnaðarmaður skólans, hafi tjáð óánægju sína og annarra starfsmanna m.a. vegna starfs - og stjórnunarhátta skólans. Í öðru lagi, þegar stefnanda hafi verið veitt áminning fyrir slíka tjáningu á kennarafundi og henni hótað brottrekstri úr starfi, ef hún vogaði sér að viðhafa slík ummæli í skólanum aftur. Í þriðja lagi, þegar hún hafi verið rekin úr starfi sínu fyrir að tjá skoðanir sínar og tilfinningar vegna starfs - og stjórnunarhátta skólans sem vinnustaðar, á meðan hún var í veikindal eyfi. Stefnandi kveður að frelsi hennar til að láta í ljós skoðanir sínar og tilfinningar verði ekki tekið af henni með rangtúlkunum stefnda á lögum, kjarasamningum og starfsmannastefnu sinni. Þá sé sérstaklega ámælisvert að skerða tjáningarfrelsi öryggist rúnaðarmanns vinnustaðarins, sem gegni m.a. því hlutverki að tryggja bættan aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað og beri skyldur þar að lútandi gagnvart öllu starfsfólki vinnustaðarins, sbr. reglugerð nr. 920/2006. Stefnandi kveður að um sé að ræða gróf og ítrekuð mannréttinda - og stjórnarskrárbrot af hálfu stefnda, þar sem, a.m.k. í þriðja brotinu, hafi verið um að ræða eindreginn og alvarlegan ásetning til slíks 24 mannréttindabrots af hálfu skólastjórnar, sbr. það se m að framan greinir. Brot gegn ákvæðum Stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu feli í sér ólögmæta meingerð gegn frelsi, persónu, friði og æru stefnanda. Þá byggir stefnandi á því að stefndi hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs stefnanda í andstöðu við 71. gr. Stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 auk 17. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Inntak þessa réttar sé m.a. að enginn skuli þurfa að þola ólögmæta röskun á einkalífi, fjölskyldu eða heimili, né ólögmætar árásir á heiður eða mannorð sitt. Meginmarkmið ákvæðisins sé að vernda einstaklinga fyrir hvers kyns geðþóttaafskiptum stjórnvalda af einkalífi þeirra. Í dómum mannréttindadómstólsins hafi vinnustaður einstaklinga einn ig verið talinn falla undir vernd ákvæðisins. Stefnandi kveður að með síendurteknum bréfaskrifum, síendurteknum fundarboðunum, ásökunum og aðdróttunum um brot í starfi, brot utan starfs, áminningu fyrir engar sakir og svo ólöglegum brottrekstri úr starfi fyrir að iðka tjáningarfrelsi sitt, hafi stefndi brotið gegn mannréttindum stefnanda sem felist í friðhelgi einkalífs og fjölskyldu. Með þessu hafi verið vegið harkalega að æru og mannorði stefnanda og áratuga langur farsæll kennaraferill hafður að engu. Stefnandi byggir á því að æru og einkalífi manna sé veitt sérstök refsivernd í ákvæðum XXV. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þar sé gert refsivert að raska friði annars manns með því að ofsækja hann með bréfum, símhringingum eða á annan hátt og me iða æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum. Lögð sé refsing, sektir eða fangelsi allt að einu ári við því að meiða æru annars manns með móðgun í orði og athöfnum og drótta að öðrum manni svo að virðingu hans verði til hnekkis. Miski Stefnandi k veður að brot stefnda gegn stefnanda hafi haft gríðarlegan miska í för með sér fyrir stefnanda. Fyrir brotin hafi hún verið kraftmikil, mikilsvirt, notið sérstöðu á vinnustað sínum sem öryggistrúnaðarmaður skólans, verið heilsuhraust, hamingjusöm og skapan di. Hún hafi haft mikinn metnað fyrir kennarastarfi sínu og hlutverki sínu sem öryggistrúnaðarmaður og samstarfsfélagar hennar og aðrir hafi iðulega leitað til hennar um ráðleggingar og styrk. Hún hafi tekið fullan þátt í tómstundum og bústörfum og notið l ífsins og þeirrar virðingar sem hún hafi notið í samfélaginu, hvort sem það var innan eða utan veggja skólans. Metnaður hennar hafi ekki eingöngu legið í því að tryggja nemendum sínum góða og faglega kennslu og skólasamfélag þar sem stuðlað hafi verið að v ellíðan og þroska þeirra, heldur einnig að tryggja samstarfsfólki sínu og samkennurum góðan og faglegan vinnustað þar sem einnig hafi verið stuðlað að vellíðan og jafnræði samstarfsmanna. Það hafi m.a. verið vegna þess hve öflug stefnandi hafi verið í þess um hugsjónum sínum sem aðrir samstarfsmenn hafi kosið hana til að gegna hlutverki sem öryggistrúnaðarmaður skólans og hafi stefnandi tekið alvarlega það hlutverk og það traust sem henni hafi verið sýnt af samstarfsmönnum sínum. Kveður stefnandi hins vegar að þegar hún hafi verið áminnt fyrir að rækja hlutverk sitt sem öryggistrúnaðarmaður skólans með þeim hætti sem gert hafi verið, hafi tilvera hennar hrunið, sem og allt það sem hún hafi staðið fyrir. Kveður stefnandi að ósannar yfirlýsingar skólastjórans u m meint atferli stefnanda á kennarafundinum hafi móðgað, niðurlægt, gert lítið úr og sært stefnanda auk þess sem í þeim hafi falist alvarlegar ógnanir um starfsmissi og hafi þetta valdið stefnanda mikilli vanlíðan. Hafi verið um að ræða aðför að persónu s tefnanda fyrir að iðka tjáningarfrelsi sitt í hlutverki sínu sem öryggistrúnaðarmaður skólans. Áminningin hafi fengið svo mikið á stefnanda að hún hafi fengið áfall, misst heilsuna og orðið rúmliggjandi. Stefnandi hafi gert allt sem hún gat til að berjast gegn þessari áminningu og fá réttlætinu framfylgt. Henni hafi fundist hún vera að berjast fyrir tilverurétti sínum. Þegar stefnanda hafi svo verið sagt upp með ólögmætum hætti, aftur fyrir að tjá sig um ástandið innan veggja skólans, hafi hún fengið annað áfall. Þá hafi hún enn verið veik og í veikindaleyfi. Í huga stefnanda hafi verið óhugsandi að þetta væri að gerast. Atvinnumissir stefnanda fyrir engar sakir hafi orðið til þess að stefnandi og fjölskylda hennar hafi farið að óttast um afkomu sína til fra mtíðar. Mjög mikil óvissa um framhaldið hafi tekið við og það valdið stefnanda bæði kvíða og vanlíðan. Stefnandi hafi sokkið í mikið þunglyndi, orðið ráðvillt, reið og í áfalli yfir framkomu stefnda í sinn garð sem með ólögmætri áminningu og ólögmætri upps ögn hafi haft uppi svo grafalvarlega þöggunartilburði gagnvart stefnanda og vegið svo 25 að persónu hennar og æru, starfsheiðri og orðspori bæði innan og utan starfsstéttarinnar, með þeim afleiðingum að heilsufar stefnanda hafi farið síversnandi. Stefnandi sé enn veik. Hún sé orkulaus, döpur, þunglynd og framtakslaus. Hún hafi einangrað sig mjög mikið og forðast að hitta fólk. Henni finnist allir hafa snúist gegn sér og sé haldin mikilli reiði. Hún upplifi mikið vonleysi og svartsýni um framtíðina. Hún hafi mi klar áhyggjur af framtíðarafkomu hjónanna og fari auðveldlega að gráta. Hún sé ekki lengur sama konan og hún hafi verið. Krafa um ógildingu áminningar: Stefnandi vísar til þess að með úrskurði sínum í máli nr. [...] hafi samgöngu - og sveitarstjórnarráðu neytið komist að þeirri niðurstöðu að uppsögn stefnanda væri ólögmæt. Niðurstaða ráðuneytisins hafi m.a. verið reist á þeim forsendum að áminning sem henni var veitt hafi ekki byggt á málefnalegum ástæðum og því ekki getað verið grundvöllur brottvikningar hennar úr starfi. Hafi verið talið að áminningin hafi hvorki byggt á lögmætum grunni né á málefnalegum sjónarmiðum. Úrskurður ráðuneytisins hafi hins vegar ekki lotið að ógildingu áminningarinnar og hún hafi ekki verið dregin til baka af hálfu stefnda. Ste fnandi krefst þess að áminningin verði dæmd ógild. Stefnandi byggir á því að áminning sú sem stefnanda var veitt þann 1. febrúar 2016 hafi byggt á röngum forsendum, ólögmætum grunni og á ómálefnalegum sjónarmiðum. Í fyrsta lagi hafi áminningin ekki byggt á raunverulegum staðreyndum, heldur afbökun og afskræmingu skólastjórans á því sem fór fram á umræddum kennarafundi, þegar stefnandi hafi í reynd verið að rækja skyldur sínar sem öryggistrúnaðarmaður skólans. Í öðru lagi brjóti áminningin í bága við ákvæð i kjarasamninga um áminningu enda skilyrði fyrir veitingu slíkrar áminningu sbr. ákvæði 14.7 engan veginn uppfyllt. Í þriðja lagi er byggt á því að stefnandi hafi ekki notið raunverulegs andmælaréttar í kjölfar þess að henni barst tilkynning um fyrirhugaða áminningu sbr. 13. gr. laga nr. 37/1993. Stefnanda hafi ekki verið kynntur réttur sinn til skriflegra andmæla fyrr en eftir að hún hafi sjálf farið fram á frest til slíks. Hafi stefnandi fengið 2 daga frest til að skila inn skriflegum andmælum þrátt fyrir að stefnandi hafi tilkynnt um að hún þyrfti ráðrúm til að ráðfæra sig við stéttarfélag sitt áður. Í fjórða lagi er byggt á því að rökstuðningur fyrir áminningunni hafi ekki fullnægt ákvæðum laga, sbr. 20. og 22. gr. laga nr. 37/1993. Umræddur rökstuðningu r hafi ekki byggt á staðreyndum máls og engar leiðbeiningar hafi verið veittar um kæruheimild, kærufresti eða hvert beina skyldi kæru, sbr. 2. mgr. 20. gr. s.l. Í fimmta lagi er byggt á því að rannsóknarskylda stefnda hafi verið brotin enda hafi enginn re ki verið að því gerður að rannsaka atvikin eða upplýsa með fullnægjandi hætti hvað fór fram á umræddum kennarafundi, sbr. 10. gr. s.l. Þá kveðst stefnandi byggja á því að þegar stefndi tók ákvörðun um að áminna stefnanda hafi meginreglur um meðalhóf hvorki verið hafðar í huga né virtar, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Stefnandi kveður samanteknar málsástæður sínar vera eftirfarandi: Bætur fyrir fjártjón. Stefnandi kveður bætur vegna þessa liðar grundvallast bæði á skaðabótaskyldu innan samninga og utan samninga. Að ofan sé lýst broti á kjarasamningi, ráðningarsamningi, trúnaðarskyldu samningsaðila (þ.m.t. tillitsreglan), lögum nr. 46/1980 og reglugerðum samkvæmt þeim, lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilu. Kveðst stefnandi byggja á því að framangreind brot hafi verið framin með saknæmum hætti í skilningi almennu skaðabótareglunnar en hún sé talin gilda einnig í samninga - og kröfurétti. Um ásetning sé að ræða þótt það ráði ekki úrslitum um þennan kröfulið. Einfalt gáleysi dugi. Að auki s é um að ræða brot á samningi og beri þeim sem brýtur samningsskyldur sína að gera viðsemjanda sinn eins settan fjárhagslega og ef hann hefði efnt samninginn réttu lagi (efndabætur). Beri samningsaðili hlutlæga ábyrgð á efndum. Stefnandi kveður að hefði ste fnanda fengið að halda starfi sínu verði að ætla að hún hefði unnið það óáreitt til 70 ára aldurs og hafi hún haft réttmætar væntingar til þess. Því sé um beint orsakasamband að ræða milli starfsmissisins og tjónsins. 26 Þá kveður stefnandi að í öðrum undirk öflum hér á eftir sé fjallað um tjónið út frá almennu skaðabótareglunni og vísar til þeirrar umfjöllunar. Miskabætur, skv. 26. gr. l. nr. 50/1993. Stefnandi kveðst hafa gert grein fyrir háu saknæmisstigi í hegðun stefnda, samningsbrotum hans og lögbrotum. Sé því ljóst að skilyrðum a liðar 1. mgr. 26. gr. laganna sé fullnægt að beri að greiða miskabætur samkvæmt þessari grein til viðbótar skaðabótum fyrir líkamstjón. Þá beri af sömu ástæðu að greiða bætur skv. b lið ákvæðisins en með grófum hætti hafi verið brotið gegn öllum þeim atriðum sem í málsliðnum eru nefnd. Þessi andlög séu m.a. vernduð af 73. og 71. gr. Stjórnarskrár og 8. og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Á því er byggt að þrátt fyrir dóm Hæstaréttar í málinu nr. 828/2017 beri í ljósi 71. og 73. gr. Stjórnarskrárinnar og 8. og 10. gr. Mannréttindsáttmála Evrópu, að túlka 26. gr. þannig að einfalt gáleysi dugi til að koma fram skaðabótum a.m.k. skv. b lið. Að auki er á því byggt að 73. og 71. gr. Stjórnarskrárinnar og 8. og 10. gr. Mannréttind asáttmála Evrópu geymi sjálfstæða lagaheimild til greiðslu miskabóta. Ekki síst í ljósi 13 gr. mannréttindasáttmálans. Væri það brot á fyrrgreindum sáttmála að hafna miskabótakröfu stefnanda. Áminning Stefnandi kveðst hafa lýst því að áminning sú sem stef nandi fékk hafi verið ólögmæt og í andstöðu við kjarasamning. Hún hafi verið liður í öðrum ólögmætum athöfnum stefnda og beri því að fella hana úr gildi. Bótakröfur Stefnandi byggir á því að brottvikningin sé ólögmæt og bótaskyld skv. almennu sakarreglunni og einnig á grundvelli þess að í henni hafi falist brot á ráðningarsambandi aðila og eigi stefnandi að verða eins settur og það hefði verið efnt réttu lagi, skv. almennum reglum kröfu - og vinnuréttarins. Stefnandi eigi að verða eins sett og e f henni hefði ekki verið sagt upp störfum. Verði fjárkrafa miðuð við það. Stefnandi hafi mátt vænta þess að gegna umræddu starfi til frambúðar, sbr. dóm Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 702/2009 enda hafi hún unnið við það s.l. 15 ár. Við ákvörðun bóta veg na fjártjóns verði að leggja framangreint til grundvallar. Þá hafi starfsmissir hennar verið til þess fallinn að sverta æru hennar og gera henni erfitt fyrir um stöðuval og til þess verði enn fremur að líta við ákvörðun bóta skv. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 338/2002. Stefnandi krefst þess að stefndi greiði henni miskabætur að fjárhæð kr. 4.000.000. skv. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 vegna ólögmætrar áminningar, ólögmætrar uppsagnar, orðstírsmissis, ein eltis, ofbeldis auk brota á tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs. Þá krefst stefnandi greiðslu skaðabóta vegna fjártjóns sem sé afleiðing af framangreindu, þ.m.t. vegna launatekjutaps, tapaðrar séreignar og tapaðra lífeyrisréttinda. Krafa stefnanda um mi skabætur byggir á b. lið 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993, 71. og 73. gr. Stjórnarskrárinnar og 8. og 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Á því er byggt að 71. og 73. gr. Stjórnarskrárinnar og 8. og 10., sbr. 13. gr. mannréttindasáttmálans geymi sjálfst æðar bótareglur til viðbótar við ákvæði b. liðar 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Samkvæmt 13. gr. mannréttindasáttmálans beri aðildarríkjum að tryggja að tjón sem borgarar verði fyrir vegna brota á reglum mannréttindasáttmálans skuli bætt. Bent er á að bótaákvæði sáttmálans feli í sér sjálfstæða skyldu til greiðslu miskabóta vegna brota gegn sáttmálanum og standi þannig við hlið 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 sem einnig sé byggt á. Krafa vegna annars fjártjóns Stefnandi kveðst eiga rétt á bótum vegna annars fjártjóns sem felist í því fjártjóni sem hún hafi orðið fyrir vegna brota á ráðningarsamningi og þeim reglum sem gilt hafi um ráðningarsambandið. Síendurtekin og margítrekuð lögbrot stefnda í garð stefnanda séu svo stórtæk, að vart sé unnt að finn a þá reglugerð eða lagabálk, sem fjallar um slíkt réttarsamband, sem ekki hafi verið brotinn. Með ákvörðunum sínum um að áminna stefnanda og svo reka hana á meðan hún var í veikindaleyfi með þeim hætti sem gert hafi verið hafi stefnda mátt vera ljóst að þæ r ákvarðanir væru meiðandi fyrir stefnanda sem hafi til þessa 27 átt farsælan og virðingarverðan feril í starfi sem kennari. Vegna þessara ákvarðana og ráðstafana í garð stefnanda, sem hafi verið ólögmætar, eigi stefnandi rétt á bótum úr hendi stefnda. Í því sambandi verði að dæma bætur, eftir atvikum að álitum líkt og gert hafi verið í dómaframkvæmd, fyrir fjártjón það sem stefnandi hafi orðið fyrir sem afleiðingu af hinni ólögmætu uppsögn. Á því er byggt að stefnandi eigi rétt á bótum sem felist í þeirri fj árhæð sem hún hefði fengið greidda frá stefnanda hefði hún haldið starfi sínu út starfsævina, líkt og hún hafi mátt vænta. Þegar stefnanda hafi verið sagt upp hafi hún verið í þessu starfi farsællega í 15 ár og verið með ótímabundinn ráðningarsamning. Stef nandi búi í litlu sveitarfélagi þar sem fátt sé um aðra kosti til starfa við það sem hún hafi menntað sig til. Þá hafi sveitarfélagið sjálft, eða stefndi, verið sá sem hafi brotið ítrekað á stefnanda og neitað að leiðrétta óréttlætið. Stefnandi hafi ekki g etað séð hvernig hún ætti að geta unnið við sambærilegt starf í því sveitarfélagi sem hafi beitt hana svo miklum órétti og valdníðslu. Kveður stefnandi óraunhæft að ætlast til þess að hún ferðist langar vegalengdir til kennslustarfa í öðru sveitarfélagi. Á meðan á veikindaleyfi stefnanda stóð hafi hún gert allt sem hún hafi getað til að draga úr tjóni sínu og bæta heilsu sína, m.a. með því að vera í hlutanámi í náttúru - og umhverfisfræði. Hún hafi verið staðráðin í að ná sér upp úr þessum alvarlegu veikindu m og fara aftur til starfa við skólann og nýta þar viðbótarmenntun sína. Þær áætlanir hafi hins vegar algjörlega runnnið út í sandinn þegar stefnanda hafi verið sagt upp ólöglega og hafi stefnanda þá verið allri lokið. Hún hafi hvorki haft krafta lengur ti l náms né bústarfa og enga framtíð séð fyrir sér lengur. Stefnandi kveðst enn veik og líkt og staðfest hafi verið í örorkumati T sé engin leið að hún fari að ná bata fyrr en máli þessu er lokið og að eftir það verði hún samt sem áður með töluvert skerta fæ rni til að afla tekna til framtíðar og enn fremur skerta möguleika á slíku. Stefnandi kveður að fjártjónið felist m.a. í eftirfarandi: Stefnandi hafi verið svipt raunhæfum möguleikum til að starfa áfram sem kennari m.v. búsetu sína og orðsporshnekki sem h ún hafi hlotið. Ekki sé raunhæft að vænta þess að henni bjóðist starf í sveitarfélagi sem hafi losað sig við hana með ólögmætum hætti. Ekki verði gerðar kröfur til þess að stefnandi leiti vinnu í nágrannasveitarfélögum og komi þar þrennt til. Í fyrsta lagi sé um langan veg að fara. Í öðru lagi hafi málum verið komið svo fyrir að líklega muni nágrannasveitarfélög forðast að ráða hana til vinnu. Í þriðja lagi hafi verið búið að brjóta stefnanda svo mikið niður að hún hafi ekki getað borið sig eftir björginni vitandi að allir vissu um starfslok hennar. Ekki bara skólayfirvöld annarsstaðar heldur einnig samkennarar, foreldrar og nemendur. A.m.k. verði ekki gerðar kröfur til þess að hún leggi þessar píslir á sig m.v. það niðurbrot og þunglyndi sem hafi leitt af g erðum stefnda. Útreikningur annars fjártjóns. Stefnandi byggir á því að hún hafi orðið fyrir líkamstjóni í skilningi skaðabótalaga. Að auki hafi hún orðið fyrir fjártjóni vegna uppsagnarinnar sem slíkrar óháð líkamstjóninu. Nánar þannig. Stefnandi kveðst h afa kennsluréttindi bæði fyrir grunn - og framhaldsskóla. Hún hafi menntað sig sérstaklega í þessum fræðum í þeim tilgangi að fá vinnu við kennslu í sveitinni og hafi eytt mörgum árum í það nám. Engir aðrir raunhæfir atvinnumöguleikar við kennslu standi ste fnanda til boða, enda búi hún á stað þar sem langt sé að sækja aðra skóla. Stefnandi hafi þó fylgst með atvinnuauglýsingum kennara hjá þeim skólum sem eru í nágrannasveitarfélögum en engar séð, hvorki á [...] né t.d. [...] . Stefnandi sé [...] og hafi stytt ing framhaldsskólans bitnað hvað mest á þeirri námsgrein. Mikil fækkun hafi verið á starfsfólki og kennurum í þessum greinum. Atvinnumöguleikar fyrir [...] séu því almennt af skornum skammti og hvað þá þeirra sem æra, heilsa og starfsheiður hefur verið eyð ilagður, líkt og eigi við um stefnanda. Kveður stefnandi að jafnvel þótt auglýst væri eftir kennurum í framhaldsskólum nærliggjandi sveitarfélaga, t.d. á [...] eða [...] , sé fjarlægðin frá heimili stefnanda að þessum skólum slík að ósanngjarnt væri að ger a kröfu um að hún sækti starf þangað. Vegurinn að [...] sé slæmur og sé eiginkona skólameistarans þar, þar að auki í bæði sveitarstjórn og sitji í skólanefnd stefnda. Telur stefnandi með öllu óraunhæft að hún fengi starf þar af þeim sökum. Börnum í [...] f ari sífækkandi og hafi ekki verið auglýst eftir [...] í þeim skóla í áraraðir og ekkert bendi til að breytinga sé að vænta þar hvað þetta varðar. Stefnandi sé orðin [...] ára gömul og hafi ekki hugsað sér annað en að vinna í [...] áfram til eftirlaunaaldurs, líkt og allt hafi bent til þegar atburðir þessa máls gerðust enda hafi hún unnið við skólann í 15 ár við góðan orðstír og árangur. 28 Samkvæmt framlögðum útreikningum K tryggingastærðfræðings, dags. 2. desember 2019, sé reiknað ei ngreiðsluverðmæti tapaðra tekna til 65 ára og 70 ára aldurs, kr. 65.703.870 og 87.254.155. Vegna tapaðrar starfsorku, 20% sé reiknað 80% af þessum fjárhæðum, kr. 52.563.096 og 69.803.324. Sé það tjón stefnanda að óbreyttu. Stefnandi kveður að á henni hvíl i sú skylda að gera það sem með sanngirni megi ætlast til að hún geri til að draga úr tjóni sínu. Í því felist að stefnanda beri að afla sér tekna þannig að tjón hennar minnki og krefja aðeins um það tjón sem þá standi eftir. Á þessari reglu sé fyrirvari s em lúti að sanngirni. Sá fyrirvari sé almennt orðaður þannig að tjónþoli verði að gera það sem með sanngirni má ætlast til af honum til að draga úr tjóni sínu. Þannig verði í tilfelli stefnanda að horfa til þeirra þátta sem raktir hafi verið. Kveður stefn andi að vandinn við bætur í svona málum sé hversu erfitt er að rýna inn í framtíðina í ljósi tjónstakmörkunarskyldunnar. Dómstólar hafi litið svo á að iðulega verði að ákvarða bætur að álitum en tjónsútreikningar eins og fram komi frá K tryggingastærðfræði ngi hafi verið taldir hjálplegir, sbr. dóma Hæstaréttar í málum nr. 244/2010 og 828/2015. Hvert mál þurfi samt að meta einstaklingsbundið. Í máli stefnanda séu engar líkur á að stefnandi geti náð nema litlum hluta tapaðra tekna sinna með öðrum atvinnumögul eikum sé allrar sanngirni gætt. Miðað sé við helming útreiknaðra bóta í kröfugerð þessari. Lengra verði ekki gengið í að lækka fjárhæðir með tilliti til tjónstakmörkunarskyldu stefnanda. Þá sé miðað við að stefnandi hefði að óbreyttu unnið til 70 ára aldur s. Í þessu sambandi bendir stefnandi á að dómstólar hafi slegið því föstu að launþegar, við aðstæður sem þessar, megi hafa réttmætar væntingar til að halda starfi sínu til frambúðar og bætur ákvarðaðar með hliðsjón af því. Kveður stefnandi að krafan byggi á almennu skaðabótareglunni og reglunni um rétt samningsaðila til að verða eins settur fjárhagslega og ef samningsbrot hafi ekki átt stað. Samningsbrot hafi falist í hinni ólögmætu uppsögn og hafi stefnandi mátt hafa réttmætar væntingar til að geta starfað sem kennari við skólann út starfsævina. Miða verði við að það hefði verið til 70 ára aldurs enda ekkert sem bendi til annars. Miskabætur Krafa stefnanda um miskabætur er kr. 4.000.000. Kveður hún að þar þurfi að líta m.a. til þeirrar röskunar á stöðu og högum sem hlotist hafi af skaðaverki stefnda. Nánar hafi verið fjallað um það framar og vísar stefnandi til þess hvað þessa kröfu varðar. Vaxtakrafa Um vexti og verðbætur vísar stefnandi til 15. og 16. gr. laga nr. 50/1993. Miðað er við að 20. júní 2019 hafi mánaðarfrestur 9. gr. laga nr. 38/2001 verið liðinn. Frá þeim degi beri að reikna vexti skv. 1. mgr. 6. gr. sömu laga. Um lagarök fyrir kröfum sínum vísar stefnandi til 71. og 73. gr. Stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, 8., 10. og 13. gr. Mannréttindasát tmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Einnig ákvæði skaðabótalaga nr. 50/1993, einkum 1. kafla laganna, auk ákvæða 15., 16. og 26. gr., ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993, sbr. einkum 3., 4., 7., 10., 12., 13. gr. auk 5. kafla laganna, lög um aðbúnað, hollus tuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 einkum ákvæði 5., 9., 13., 37., 38., 42 og 66. gr., ákvæði reglugerðar nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum, auk ákvæða reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti á vinn ustað og ákvæði reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum, reglugerð nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum, reglur grunnskólalaga nr. 91/2008, einkum 2. og 30. gr., ákvæði vinnuver ndarlaga nr. 46/1980, einkum 5. og 9. gr., ákvæði 11. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, V. kafli laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Um málskostnað vísar stefnandi til XXI. kafla laga nr. 91/1991, sérstaklega 129. gr . og 130. gr. 29 Málsástæður og lagarök stefnda Aðalkrafa stefnda um sýknu Stefndi mótmælir öllum kröfum, málsástæðum og lagarökum stefnanda og telur að engin þeirra eigi að leiða til þess að fallist verði á kröfur stefnanda. Gerir stefndi kröfu um sýknu af öllum kröfum stefnanda. Byggir stefndi sýknukröfu sína á því að stefnandi hafi ekki orðið fyrir fjártjóni sem stefndi beri ábyrgð á vegna áminningarinnar og svo uppsagnarinnar. Í ljósi málatilbúnaðar stefnanda lítur stefndi svo á að málið um áminn ingu og uppsögn stefnanda hafi í raun verið endurupptekið með máli þessu af hálfu stefnanda. Byggir stefndi kröfu sína um sýknu því jafnframt á því að áminningin sem stefnanda var veitt hinn 1. febrúar 2016 hafi verið lögmæt, sem og uppsögn stefnanda þann 10. maí 2017. Stefndi beri því ekki ábyrgð á hinu meinta fjártjóni. Skrifleg áminning dags. 1. febrúar 2016 Stefndi byggir á því að áminningin hafi verið veitt með lögmætum hætti. Kveðst stefndi byggja sýknukröfu sína á því að háttsemi stefnanda á kennar afundinum 20. janúar 2016 hafi brotið gegn 12. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla, en samkvæmt ákvæðinu skuli starfsfólk grunnskóla rækja starf sitt af fagmennsku, alúð og samviskusemi. Þá skuli það gæta kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu sinni gagn vart börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki. Einnig segi í 2. mgr. 3. gr. reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum nr. 1040/2011 að starfsfólk skuli sýna nærgætni og gæta virðingar í framkomu sinni gagnvart nemendum, forel drum og starfsfólki. Þá byggir stefndi einnig á því að háttsemi stefnanda á kennarafundinum hafi ekki verið í samræmi við skyldur starfsmanna, s.s. vammleysisskylduna sem nú sé að finna í ákvæði 14.10 í kjarasamningi grunnskólakennara, en samkvæmt ákvæðin u sé starfsmanni skylt að rækja starf sitt af alúð og samviskusemi í hvívetna. Hann skuli gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Hann skuli forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess, sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við. Þá sé starfsmanni skylt að hlýða lögmætum fyrirskipunum yfirmanna um starf sitt, sbr. ákvæði samningsins nr. 14.10.1. Jafnframt hafi stefnandi brotið gegn 3. gr. starfsmannastefnu stefn da, en samkvæmt ákvæðinu beri starfsmönnum skylda til þess að takast á við síbreytilegt starfsumhverfi af jákvæðni og leggja sig fram um að auka með sér faglega og persónulega hæfni til starfa. Starfsmönnum beri einnig að hlíta lögmætum fyrirmælum yfirmann a sinna, sýna heiðarleika, trúmennsku og vandvirkni. Starfsmönnum beri að uppfylla þær skyldur sem settar eru gagnvart viðkomandi í lögum og reglugerðum. Í ráðningarsamningi stefnanda komi fram að um hann gildi ákvæði gildandi laga og kjarasamninga, auk þe ss sem segi í 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 38/2011 að starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga fari eftir ákvæðum kjarasamninga hverju sinni og ákvæðum ráðningarsamninga. Stefnandi hafi því verið bundinn af framangreindum ákvæð um í starfi sínu. Stefnanda hafi því samkvæmt öllu framangreindu borið að gæta að háttsemi sinni gagnvart öðrum starfsmönnum og borið að hlýða lögmætum fyrirskipunum yfirmanna sinna um starf sitt en þá skyldu hafi stefnandi virt að vettugi á umræddum kenn arafundi. Bendir stefndi sérstaklega á það að ekki sé um það deilt að stefnandi hafi viðhaft ámælisvert orðbragð og mikla háreysti á nefndum kennarafundi og að hún hafi yfirgefið fundinn, heldur beri hún því við að sú háttsemi hafi verið réttlætanleg söku m þess að hún hafi með því verið að sinna hlutverki öryggistrúnaðarmanns skólans fyrir hönd annarra starfsmanna. Ekki sé því deilt um það að háttsemi stefnanda hafi verið með þeim hætti sem lýst er í áminningunni. Kveðst stefndi hafna alfarið skýringum ste fnanda á því að hún hafi með háttsemi sinni verið að sinna hlutverki sínu sem öryggistrúnaðarmaður skólans, enda hafi því ekki verið borið við af hálfu stefnanda fyrr en mörgum mánuðum eftir atvikið, eða þann 9. júní 2016 og það hafi heldur ekki komið fram á fundinum þann 20. janúar 2016 að hún væri þar að sinna því hlutverki. Engin gögn liggi frammi í málinu sem styðji þá frásögn stefnanda að hún hafi á kennarafundi þann 20. janúar 2016 verið að sinna hlutverki öryggisfulltrúa. Byggir stefndi á því að ste fnandi hafi ekki sýnt fram á að í þetta sinn hafi hún komið fram sem öryggistrúnaðarmaður skólans og séu staðhæfingar hennar þar um ekki sönnun þess. Frá því stefnandi var 30 kosin öryggistrúnaðarmaður skólans árið 2014 hafi engin erindi borist frá henni sem öryggistrúnaðarmanni og engin vinna hafi verið unnin af hennar hálfu sem slíkur fyrr en eftir að hún hlaut skriflega áminningu. Vísar stefndi til þess að óhjákvæmilegt og nauðsynlegt hafi verið að bregðast við þeirri háttsemi sem höfð var frammi af hálfu s tefnanda á kennarafundinum. Tilraunir þáverandi skólastjóra til þess að hafa eðlilega fundarstjórn á kennarafundinum geti ekki talist til þess að vera þöggunartilburðir og enn síður tilraunir til þess að koma í veg fyrir að stefnandi geti sinnt hlutverki s ínu sem öryggistrúnaðarmaður. Staðhæfingum stefnanda um þetta sé mótmælt að öllu leyti. Þrátt fyrir að stefndi telji að stefnandi hafi ekki verið að sinna hlutverki öryggistrúnaðarmanns í umrætt sinn, telur stefndi nauðsynlegt að varpa ljósi á það hlutverk sem öryggistrúnaðarmaður er og hvernig því skuli sinnt. Samkvæmt upplýsingum KÍ um hlutverk, réttindi og skyldur öryggistrúnaðarmanna þá séu helstu hlutverk öryggistrúnaðarmannsins m.a. að taka þátt í gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað, en auk þess skuli öryggistrúnaðarmaður, ásamt öryggisverði, fara í eftirlitsferðir um vinnustaðinn svo oft sem þurfa þykir og gæta sérstaklega að vélum og tæknibúnaði, öryggisbúnaði starfsmanna og að ekki viðgangist ámælisverð og síendurtekin ótilhlýðileg hát tsemi. Vísar stefndi til þess að í heilræðum KÍ til trúnaðarmanna frá 7. október 2015, komi m.a. fram að aðgreina skuli vel hvenær maður talar sem trúnaðarmaður og hvenær maður talar sem starfsmaður. Í nefndum heilræðum segi einnig að trúnaðarmaður skuli vera málefnalegur, nákvæmur, hlusta vel, spyrja spurninga, ekki staðhæfa eða setja sig í dómarasæti, vera samstarfsfús en líka að vinna sjálfstætt. Trúnaðarmaður sé því hlutlaus þriðji aðili samkvæmt framangreindu. Kveður stefndi að framkoma stefnanda á n efndum kennarafundi, þ.e. að láta í ljós sína eigin óánægju til breytinga í skólastarfi á kennarafundi með mikilli háreysti og ósæmilegu orðbragði og yfirgefa svo fundinn, geti ekki að neinu leyti fallið undir það hlutverk öryggistrúnaðarmanns sem lýst sé að framan. Háttsemi stefnanda á umræddum kennarafundi hafi verið ósæmileg í garð samstarfsmanna stefnanda, auk þess sem háttsemin hafi verið óhæfileg að öllu leyti og því brot á starfsskyldum hennar. Þá sé enn bent á það að stefnandi hafi ekki borið því vi ð að hún hefði þarna verið að koma fram sem öryggistrúnaðarmaður fyrr en löngu eftir kennarafundinn. Ekki sé hægt að fallast á þá málsástæðu að stefnandi hafi þarna komið fram sem öryggistrúnaðarmaður, enda hafi framkoman ekki verið í neinu samræmi við hlu tverk öryggistrúnaðarmanns og hafi ummæli stefnanda eingöngu snúist um óánægju hennar sjálfrar. Stefnanda hafi verið veitt áminning í samræmi við grein 14.7 kjarasamnings KÍ vegna Félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga, enda hafi hátt semi stefnanda verið ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfinu. Stefnandi hafi haft í frammi ósæmilegt og óhæfilegt orðbragð á margnefndum kennarafundi með mikilli háreysti og ekki látið af háttseminni þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir yfirmanns síns áður en hún hafi yfirgefið fundinn áður en honum lauk. Öll efnisleg skilyrði áminningar hafi verið uppfyllt fyrir veitingu áminningarinnar. Þá ítrekar stefndi að stefnandi hafi ekki neitað að hafa haft frammi slíka háttsemi og vísi meðal annars sjálf til þess að Stefndi mótmælir lýsingum stefnanda um að framkoman með bréfi stefnda um fyrirhugaða áminningu hafi verið til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, særa, móðga, ógna og valda vanlíðan hjá stefnanda. Þá er mótmælt fullyr ðingum stefnanda um að í tilkynningunni um fyrirhugaða áminningu hafi Tilkynning til starfsmanns um fyrirhugaða áminningu sé lögbundin tilkynning sem yfirmanni beri að senda starfsmanni í slíkum aðstæðum, en sú tilkynning sé í samræmi við tilkynningaskyldu stjórnvalds um meðferð máls, sbr. 14. gr. stjórnsýslulaga. Það að st jórnvald sinni þeirri skyldu geti ekki talist til þess að vera meingerð gegn starfsmanninum né heldur að það geti bakað stjórnvaldi skaðabótaskyldu að neinu leyti. Stefndi kveðst að öllu leyti hafa farið eftir reglum stjórnsýslulaga við meðferð máls stefn anda. Málið hafi verið rannsakað með fullnægjandi hætti, með vísan til 10. gr. stjórnsýslulaga, en stefndi bendir á að yfirmaður stefnanda hafi setið fundinn og verið á staðnum. Stefnandi hafi verið boðuð á fund með hæfilegum fresti með vísan til 14. gr. s tjórnsýslulaga, og svo veittur frekari frestur, og hafi tilefni fundarins verið kynnt fyrir stefnanda. Stefnanda hafi jafnframt verið boðið að hafa trúnaðarmann sinn með á fundinum. Stefnanda hafi verið veittur kostur á að tjá sig um ávirðingarnar áður en ákvörðunin um 31 áminninguna var tekin og það í viðurvist trúnaðarmanns með vísan til 13. gr. stjórnsýslulaga, en stefnandi hafi kosið að tjá sig skriflega. Þá hafi verið tekin afstaða til athugasemda stefnanda áður en ákvörðun var tekin um veitingu áminninga rinnar. Stefnanda hafi verið veitt áminning skriflega, efni hennar tilgreint og hún verið upplýst um þá afleiðingu áminningarinnar að ef hún myndi ekki bæta ráð sitt yrði henni mögulega sagt upp störfum. Það eitt að ekki hafi verið leiðbeint um rétt stefna nda til frekari rökstuðnings ákvörðunarinnar geti ekki talist slíkur ágalli á meðferð málsins að það varði stefnda bótaskyldu eða það hafi haft í för með sér fjártjón fyrir stefnanda. Stefndi mótmælir sem röngum og ósönnuðum lýsingum stefnanda um meintar hvatir bæði þáverandi skólastjóra og sveitarstjórnar, s.s. persónulega andúð gagnvart stefnanda og ásakanir um einelti, ofbeldi, valdníðslu í annarlegum tilgangi og um ásetning stefnda. Stefndi hafi í einu og öllu fylgt ákvæðum stjórnsýslulaga og kjarasamn inga og furðar sig á því að slíkar lýsingar hafi ratað í stefnu enda sé ljóst af gögnum málsins að ítrekað hafi verið reynt af hálfu stefnda að ræða við stefnanda í því skyni að koma henni aftur til starfa. Kveður stefndi að sama gildi um lýsingar í stefn u á meintum brotum stefnda gagnvart frelsi, friði, æru eða persónu stefnda, að stefndi hafi valdið stefnanda ótta, vanlíðan, áfalli og heilsumissi og hvað þá að stefndi hafi notað til þess aðferðir sem voru bæði niðurlægjandi og ógnandi, þeim staðhæfingum sé mótmælt að öllu leyti. Hafi stefnandi orðið fyrir álitshnekki vegna þessa máls sé það ekki á ábyrgð stefnda. Uppsögn stefnanda dags. 10. júní 2017. Stefndi byggir á því að uppsögn stefnanda hafi verið í samræmi við grein 14.8 kjarasamnings grunnskólakennara og því lögmæt. Uppsögnin hafi verið skrifleg, byggð á skriflegri áminningu samkvæmt grein 14.7 kjarasamningsins, miðast við mánaðamót og verið byggð á málefnalegum ástæðum. Málið hafi verið rannsakað með fullnægjandi hætti, sbr. 10. gr. s tjórnsýslulaga, stefnandi verið boðuð á fund með hæfilegum fresti með vísan til 14. gr. stjórnsýslulaga og tilefni fundarins verið kynnt fyrir stefnanda. Stefnanda hafi jafnframt verið boðið að hafa trúnaðarmann sinn með á fundinum. Stefnanda hafi verið ve ittur kostur á að tjá sig um ávirðingarnar áður en ákvörðunin um áminninguna var tekin og það í viðurvist trúnaðarmanns með vísan til 13. gr. stjórnsýslulaga. Þá hafi stefnandi verið upplýst um þann kost að geta skilað skriflegum athugasemdum. Stefnandi ha fi hins vegar kosið að nýta sér ekki andmælarétt sinn. Stefndi kveður að þær ávirðingar sem uppsögnin var byggð á hafi birst í grein í svæðisblaðinu [...] [...] ha fi haft í frammi í umræddri grein hafi ekki verið sögð á starfsstöð hennar við skólann verði þau engu að síður að teljast tengjast starfi hennar með beinum hætti. Þó stefnandi hafi verið í veikindaleyfi hafi hún enn verið starfsmaður skólans og að því leyt inu til enn í starfi. Ummæli stefnanda í umræddri grein hafi verið fullyrðingar um viðkvæmar persónuupplýsingar núverandi og fyrrum samstarfsmanna, m.a. um heilsufar þeirra og alvarlegar ásakanir á hendur stjórnendum skólans. Þá hafi stefnandi látið í ljós afstöðu sína til vinnustaðarins í heild og hennar vilja um áframhaldandi viðveru á vinnustaðnum. Stefndi andmælir því að stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi stefnanda sé takmarkað af hálfu stefnda, enda hafi henni ekki verið meinað að tjá sig. Hins vegar s éu þau skrif, sem og sú háttsemi sem var áminningin var byggð á, grundvöllur samstarfsörðugleika á svo alvarlegu stigi að nauðsynlegt hafi verið að bregðast við. Þessir alvarlegu samstarfsörðugleikar af hálfu stefnanda hafi jafnframt verið staðfestir í skr ifum stefnanda í eftirfarandi ummælum: C stjórnar. Hvað varðar hið meinta brot gegn tjáningarfrelsi stefnanda bendir stefndi á að ummælum ein s og þeim sem stefnandi hafi haft í frammi í greinarskrifunum, séu settar skorður með lögum, en slíkar aðdróttanir og ósannaðar fullyrðingar um persónulega hagi samstarfsmanna séu ekki verndaðar með vísan til tjáningarfrelsis, enda njóti tjáningarfrelsi ek ki verndar þegar brotið er gegn friðhelgi einkalífs manna, auk þess sem það sé ekki verndað sé um að ræða rógburð á hendur einstaklingum. Framangreindar takmarkanir byggi á réttindum annarra, en stefnandi hafi t.d. ekki hagað orðum sínum um samstarfsmenn s ína líkt og um gildisdóm væri að ræða, heldur hafi hún fullyrt um stöðu þeirra líkt og um staðreyndir væri 32 að ræða. Hafi verið staðfest af Hæstarétti Íslands að æruvernd gangi lengra en réttur aðila til þess að viðhafa ummæli opinberlega, sbr. dómur Hæstar éttar Íslands í máli nr. 306/2001. Fullyrðingum stefnanda um að stefndi hafi látið sér í léttu rúmi liggja að fremja mannréttindabrot sé mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Að auki gerir stefndi athugasemdir við svo alvarlegar ávirðingar og er þeim sérstakleg a mótmælt af hálfu stefnda. Stefndi kveður að stefnandi hafi vísað til dóms Hæstaréttar Íslands nr. 396/2015 til stuðnings kröfum sínum, en stefndi kveður að í forsendum Hæstaréttar segi eftirfarandi: tarfs síns og án tengsla við það , og hefði því vegna ákvæða 2. mgr. og 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar þurft ótvíræða stoð fyrir slíkum viðbrögðum í kjarasamningnum, sem réði réttindum og skyldum stefnda í starfi samkvæmt 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnar Stefndi vísar til þess að ummælin í skrifum stefnanda hafi vissulega ekki verið höfð í frammi á starfsstöð hennar heldur með greinaskrifum í svæðisblaðið, en þau séu þó í svo miklum tengslum við starf stefnanda að ekki sé hægt að líta á það með öðru m hætti en svo að hún hafi með þeim brotið gegn starfsskyldum sínum með háttsemi sem hafi verið ósæmileg, óhæfileg og ósamræmanleg starfinu, en ummælin hafi beinlínis fjallað um samstarfsmenn stefnanda og stjórnendur skólans með óvægnum og óréttmætum hætti . Telur stefndi að yfirlýsingar stefnanda í greininni hafi því ekki verið í samræmi við starfsskyldur stefnanda og til viðbótar því verið skólanum öllum til vanvirðu og álitshnekkis, og m.a. til þess fallin að v arpa rýrð á starf stefnda. Starfsmenn grunnskóla beri skyldur til þess að gæta að kurteisi, nærgætni, virðingu og lipurðar í framkomu sinni gagnvart samstarfsfólki. Umrædd ummæli stefnanda í grein sinni hafi farið gegn framangreindum starfsskyldum hennar, auk þess sem þau hafi brotið gegn réttindum samstarfsmanna hennar, m.a. um friðhelgi. Slík háttsemi sé ósæmileg gagnvart samstarfsfólki stefnanda og hafi ummælin jafnframt verið óhæfileg og ekki samrýmanleg starfsskyldum hennar. Byggt er á því að framangre ind háttsemi falli undir grein 14.7 og þ.a.l. grein 14.8 kjarasamnings grunnskólakennara. Stefndi vísar til þess að skv. 7. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 sé skólastjóri forstöðumaður grunnskóla, stjórni honum, veiti faglega forystu og beri ábyrgð á starfi skólans gagnvart sveitarstjórn. Skólastjóri stuðli að samstarfi allra aðila skólasamfélagsins. Því verði að játa skólastjóra nokkuð frelsi, innan marka laganna og kjarasamninga, til þess að stjórna skólanum, þ. á m. að sinna starfsmannamálum á þann hátt a ð skólastarfið getið verið jákvætt, friður sé á og um vinnustaðinn og að starfsmenn upplifi öryggi og vinnufrið á vinnustað. Þá kveður stefndi að ummæli stefnanda í greinaskrifum sínum séu röng. Í fyrsta lagi beri að nefna skýrslu H sálfræðings sem hafi g ert úttekt á meintu einelti í kjölfar þess að sveitarstjórn stefnda hafi óskað eftir aðstoð Vinnuverndar ehf. Í öðru lagi beri að nefna úttekt Menntamálastofnunar (ytra mat) á [...] , dagana 22. 24. febrúar 2017 , en áður hafi farið fram gagnaöflun og undirbúningur af hálfu matsaðila. Kveður stefndi að úttekt Menntamálastofnunar sýni í raun fram á hversu rangar fullyrðingar stefnanda um skólastarfið séu. Grundvöllur úttektar Menntamálastofnunar séu viðmið um gæði stjórnunar, náms og kennslu og innra mats. Meðal þeirra upplýsinga sem matsaðilar hafi aflað sér hafi verið upplýsingar sem fengnar hafi verið á rýnifundum með kennurum, öðrum starfsmönnum skólans, nemendum í 4. 10. bekk, foreldrum og fulltrúum í skólaráð i. Í úttektinni hafi matsaðilar gert góð skil þeim mannaskiptum sem stefnandi vísi til í greinarskrifum sínum, sem og ástæðum mannaskiptanna, og þær skýringar séu ekki í samræmi við þær fullyrðingar sem komi fram í greinaskrifum stefnanda. Einnig segi í matsaðila einkenni lýðræðisleg vinnubrögð samstarfið í skólanum í dag og að í nýlegri könnun á líðan og aðbúnaði starfsmanna hafi það komið fram að samstarfið einkennist af jákvæðu m samskiptum og gagnkvæmu trausti. Sama sjónarmið hafi komið fram í rýnihópum starfsfólks. Ummæli stefnanda í grein þeirri er birtist í [...] og voru grundvöllur uppsagnar hennar, hafi því ekki einungis verið ósæmileg, óhæfileg og ósamræmanleg starfinu hel dur hafi þau sannanlega verið röng. 33 Ljóst sé að stefnanda hafi enn fremur verið kunnugt um það að ummælin væru röng á þeim tíma er greinin birtist þann 2. mars 2017, sbr. niðurstöðu skýrslu H sálfræðings um meint einelti. Ítrekar stefndi það sem fram hefu r komið um grundvöll uppsagnar stefnanda og að sú uppsögn hafi verið lögmæt. Þau ummæli stefnanda sem lögð hafi verið til grundvallar uppsagnarinnar hafi verið í beinum tengslum við starf hennar og svo alvarleg að ekki hafi verið hægt að líta á það með öðr um hætti en þeim að hún hafi með þeim brotið gegn starfsskyldum sínum með háttsemi sem hafi verið ósæmileg, óhæfileg og ósamræmanleg starfinu. Meint vanhæfi þáverandi skólastjóra [...] . Stefndi kveður að stefnandi hafi haldið því fram að þáverandi skólastj óri hafi verið vanhæf til meðferðar málsins sökum þess að ummælin sem stefnandi lét falla hafi m.a. snúist um skólastjórann. Stefndi byggir á því að þáverandi skólastjóri hafi verið hæf til meðferðar málsins. Kveður stefndi að til að hægt sé að halda því fram að starfsmaður sveitarfélags geti verið vanhæfur til meðferðar máls þá verði að vera til staðar einhverjar hlutlægar aðstæður sem eru almennt taldar til þess fallnar að draga megi í efa óhlutdrægni starfsmannsins. Ekki sé nægjanlegt að málsaðili telj i stafsmanninn sér óvinveittan svo hann verði talinn vanhæfur. Til staðar verða að vera einhver hlutræn atriði sem séð utan frá eru til þess fallin að draga megi í efa óhlutdrægni starfsmannsins, þ.e. starfsmaðurinn þarf að hafa með einhverjum hlutrænum hæ tti komið þannig fram að draga megi hlutdrægni og þannig hæfni hans í efa. Kveður stefndi að engum slíkum hlutrænum atriðum sé hér til að dreifa. Þáverandi skólastjóri hafi ekki orðið vanhæfur af þeirri ástæðu einni að stefnandi hafi haft um hann ósæmileg t orðbragð eða verið honum óvinveittur. Ætti slíkt við gæti málsaðili ávallt gert ákvörðunaraðila vanhæfan með þeim hætti. Engin hlutræn atriði liggi til grundvallar staðhæfingum stefnanda um vanhæfni skólastjórans. Þá geti þáverandi skólastjóri [...] ekk i talist til aðila máls í þessu tilviki. Í stjórnsýslulögunum sé vera sá sem ákvörðun beinist að. Ákvörðunin um veitingu áminningarinnar hafi e kki beinst að skólastjóranum, né heldur hafi hann haft nokkurra lögvarinna hagsmuna að gæta í þessu máli. Skólastjórinn geti því ekki talist vera aðili máls og þ.a.l. eigi ákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 eða stjórnsýslulaga nr. 37/1993 um vanhæfi e kki við. Þá vísar stefndi til þess að skv. 1. mgr. greinar 14.7 í kjarasamningi grunnskólakennara skuli forstöðumaður stofnunar veita starfsmanni skriflega áminningu komi upp þau tilvik sem þar eru nefnd. Það sé þ.a.l. hluti af skyldu skólastjóra að veita áminningu telji hann nefnt ákvæði kjarasamningsins eiga við. Þáverandi skólastjóri [...] hafi því verið hæf til að koma að allri meðferð málsins vegna áminningarinnar sem og veitingu hennar, auk uppsagnarinnar. Hafnar stefndi öllum ásökunum stefnanda um a ð skólastjóri hafi á einhvern hátt misbeitt valdi sínu við meðferð málsins vegna áminningarinnar og uppsagnarinnar. Yfirmaður stefnanda hafi brugðist við háttsemi stefnanda á kennarafundinum dags 20. janúar 2016 og greinarskrifunum þann 2. mars 2017 með þe im hætti sem kjarasamningar og lög geri ráð fyrir. Um meint einelti Stefndi mótmælir öllum fullyrðingum stefnanda um að stefndi hafi lagt stefnanda í einelti, sem röngum og ósönnuðum. Byggir stefndi á því að háttsemi stefnda eða starfsmanna hans geti ekki talist vera einelti samkvæmt skilgreiningu reglugerðar nr. 1009/2015. Í málinu liggi fyrir áður nefnd skýrsla Vinnuverndar sem unnin hafi verið af H eftir viðtöl við meintan geranda og stefnanda. Niðurstaða þeirrar skýrslu hafi verið afdráttarlaus, þ.e. a ð ekki væri um einelti að ræða samkvæmt skilgreiningu reglugerðar nr. 1009/2015 og vísar stefndi til þeirrar skýrslu og umfjöllunar í málsatvikalýsingu stefnda vegna þessa. Stefnandi hafi ekkert lagt fram sem hnekki því mati. Stefndi kveður að í stefnu lý si stefnandi upplifun sinni af kennarafundinum 20. janúar 2016 og í þessu sambandi sem hluta af hinu meinta einelti. Kveðst stefndi þegar hafa mótmælt þessum lýsingum 34 stefnanda á því sem fram fór á kennarafundinum og aðdraganda þess. Kveðst stefndi hafa lý st atvikinu í málsatvikalýsingu og vísar til þess. Ítrekar stefndi mótmæli sín í þessu sambandi. Þá kveður stefndi að stefnandi hafi lýst síendurteknum bréfaskrifum skólastjórans og annarra fulltrúa sveitarfélagsins til stefnanda og síendurteknum fundarbo ðum og það hafi verið ein birtingarmynd eineltisins. Stefndi ítrekar að þau bréfaskrif og fundarboð sem voru að frumkvæði stefnda hafi verið þau bréfaskrif og fundarboð sem hann sé skyldugur til að senda stefnanda samkvæmt lögum og kjarasamningum, sbr. ákv æði 14.7 og 14.8 kjarasamninga grunnskólakennara. Sú skylda hvíli á stefnda í því skyni að verja hagsmuni stefnanda öðru fremur og vísar stefndi hér til meginreglna stjórnsýsluréttarins. Þess háttar lögboðin bréfaskrif og fundarboð geti ekki verið til þess fallin að baka stefnda bótaskyldu af neinu tagi. Önnur bréf sem send hafi verið til stefnanda hafi ávallt verið send í þeim tilgangi að svara bréfum stefnanda. Staðhæfingar stefnanda um bréfaskrifin og fundarboðin sem hluta af hinu meinta einelti geti því ekki átt við. Stefndi vísar til þess að ákvæði 13.2.1.1 kjarasamnings grunnskólakennara kveði á um það að verði starfsmaður óvinnufær vegna veikinda eða slyss, skuli hann þegar tilkynna það yfirmanni sínum sem ákveði hvort læknisvottorðs skuli krafist og hvort það skuli vera frá trúnaðarlækni hlutaðeigandi stofnunar. Krefjast megi læknisvottorðs af starfsmanni vegna óvinnufærni hvenær sem forstöðumanni /yfirmanni stofnunar þyki þörf á. Þá er einnig vísað til ákvæða 13.2.1.4 og 13.2.1.4 í kjarasamningi grun nskólakennara. Beiðni yfirmanns stefnanda þess efnis að hún hefði samband við trúnaðarlækni hafi því verið innan þeirra heimilda sem forstöðumanni/yfirmanni stofnunar eru veittar í kjarasamningi. Fullyrðingum stefnanda um þvinganir af hálfu stefnda í samba ndi við skoðun trúnaðarlæknis eigi því ekki við rök að styðjast og sé mótmælt sem röngum og ósönnuðum. Þá er mótmælt lýsingum stefnanda á því að ekki verði séð hvernig meintur ásetningur stefnda til þess að valda stefnanda sem mestu og víðtækustu tjóni hef ði getað verið einbeittari og sterkari. Þá er því einnig alfarið mótmælt að í háttsemi eða athöfnum stefnda hafi getað falist andlegt ofbeldi í skilningi áður nefndrar reglugerðar 1009/2015. Hér telur stefndi að stefnandi seilist gríðarlega langt í tilraun um sínum til þess að sýna fram á meint hátt ásetningsstig stefnda, en gera verði alvarlegar athugasemdir við slíkar fullyrðingar enda séu þær augljóslega rangar og fram úr öllu hófi. Stefndi og starfsmenn hans hafi ítrekað reynt að ræða málin við stefnand a, koma henni aftur til starfa og reyna að ná fram sáttum, m.a. með heimsókn heim til hennar af fulltrúum sveitarstjórnar. Lýsingar stefnanda á því hvernig reynt hafi verið að bola henni úr starfi séu því að öllu leyti rangar og ekki síst ósannaðar. Um me int brot stefnanda gegn mannréttindum og mannlegri reisn Stefndi hafnar því að háttsemi hans hafi brotið gegn mannréttindum og mannlegri reisn stefnanda. Í þessu sambandi vísar stefndi til framangreindrar umfjöllunar um þau atvik sem stefnandi vísar til se m hinna meintu mannréttindabrota stefnda gagnvart stefnanda og umfjöllunar um afstöðu stefnda til þess að stefnandi hafi verið að sinna hlutverki öryggistrúnaðarmanns á kennarafundinum 20. janúar 2016. Kveður stefndi að stefnandi hafi ekki sýnt fram á það á neinn hátt að brotið hafi verið gegn mannréttindum eða mannlegri reisn stefnanda. Jafnvel þó það yrði niðurstaða dómsins að áminningin eða uppsögnin hafi verið ólögmæt sé því engu að síður hafnað af hálfu stefnda að brotið hafi verið gegn mannréttindum e ða mannlegri reisn stefnanda. Stefndi telur sig þó þurfa að mótmæla sérstaklega einstökum atriðum í stefnu í þessu sambandi. Í fyrsta lagi er mótmælt sérstaklega fullyrðingum stefnanda um eindreginn og alvarlegan ásetning skólastjórnar til mannréttindabro ta gagnvart stefnanda. Kveður stefndi að háttsemi stefnda og starfsmanna hans hafi verið fyllilega í samræmi við ákvæði laga og kjarasamninga um áminningar og uppsagnir og geti því ekki verið um ásetning til mannréttindabrota að ræða af hálfu stefnda eða s tarfsmanna hans. Í öðru lagi er því mótmælt að stefndi hafi brotið gegn friðhelgi einkalífs stefnanda í andstöðu við 71. gr. Stjórnarskrárinnar, 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu auk 17. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Vísar s tefndi til fyrri umfjöllunar um þessi atriði sem hér birtist í málatilbúnaði stefnanda, svo sem umfjöllun um bréfaskrif, fundarboð, áminningu, uppsögn o.fl. 35 Í þriðja lagi verði ekki hjá því komist að mótmæla sérstaklega umfjöllun stefnanda um meint refsiv ert brot gegn æru og einkalífi stefnanda. Telur stefndi að hér sé um að ræða fordæmalausan málatilbúnað af hálfu stefnanda, en hér virðist stefnandi vera að vísa til þess að stefndi, sem sé sveitarfélag, geti borið refsiábyrgð vegna hinna meintu brota sem stefnandi haldi hér fram. Stefndi kveðst vísa á bug slíkum ásökunum stefnanda og telur þær ekki geta átt sér neina stoð. Þau samskipti og þær athafnir stefnda eða starfsmanna hans hafi að öllu leyti verið lögmætar, innan ramma laganna og kjarasamnings og g eti ekki verið álitin meingerð gegn stefnanda sem varði refsingu samkvæmt almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Jafnvel þótt niðurstaða dómsins yrði sú að áminning og/eða uppsögn hafi ekki verið lögmæt, gæti framangreint ekki átt við, enda ekki um saknæma h áttsemi að ræða af hálfu stefnda. Um ógildingu áminningar. Vegna kröfu um niðurfellingu áminningar, dags. 1. febrúar 2016, vísar stefndi til alls framangreinds og ítrekar afstöðu sína þess efnis að áminningin hafi verið veitt með lögmætum hætti. Stefndi kveðst mótmæla þeim atriðum sem stefnandi byggir kröfu sína á sem röngum og ósönnuðum. Byggir stefndi á því að áminningin hafi verið veitt með lögmætum hætti, stefndi hafi fylgt öllum málsmeðferðarreglum sem kveðið er á um í lögum og kjarasamningum, þ. á m. reglum um rannsóknarskyldu og andmælarétt. Það sé rangt sem haldið sé fram í stefnu um þennan þátt málsins er varðar frest stefnanda til andmæla. Tilkynning til stefnda um að til skoðunar væri hvort tilefni væri til að veita henni skriflega áminningu da gs. 25. janúar 2016 hafi kveðið skýrt á um það að stefnanda væri veittur sá kostur að skila inn skriflegum athugasemdum ef hún kysi það fremur en að mæta á fund með trúnaðarmanni. Sá frestur sem henni var upphaflega gefinn til þess að skila inn skriflegum athugasemdum hafi svo verið framlengdur að beiðni stefnanda og hafi hún því samtals fengið 7 daga frest til þess að skila inn athugasemdum frá dagsetningu tilkynningarinnar. Hefðbundinn frestur í sambærilegum málum séu 3 - 5 dagar. Þá tekur stefndi fram að ákvörðun um áminningu sé ekki kæranleg, sbr. 2. mgr. 109. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og hafi stefnda því ekki verið skylt að veita leiðbeiningar um kæruheimild, kærufresti eða hvert skyldi beina kæru, enda slíkur réttur ekki til staðar. Stefndi k veður að stefnandi byggi á því að stefndi hafi ekki virt meginreglur um meðalhóf, sbr. 12. gr. stjórnsýslulaga, en eins og lýst sé í málsatvikalýsingu stefnda þá hafi skólastjóri áður átt tiltal við stefnanda í desember 2015 um það að henni bæri að fara ef tir fyrirmælum og sameiginlega teknum ákvörðunum um matskvarða og einkunnagjöf nemenda, en stefnandi hafi ekki ætlað að fara eftir lögmæltum fyrirmælum yfirmanns síns. Stefndi hafi að engu farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til. Meint brot stefnda gegn ákvæðum laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Stefndi kveður að stefnandi vísi til þess að stefndi hafi með háttsemi sinni brotið gegn ákvæðum laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980, einkum 13. , 37., 38., 43. og 66. gr. laganna, gegn ákvæðum reglugerðar nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum, auk ákvæðum reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað og ákvæðum reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð o g skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Vísar stefndi til þess að engin sönnun sé færð fyrir þessum málsástæðum stefnanda og þeim mótmælt sem röngum, ósönnuðum og verulega vanreifuðum. Almennt um bótakröfur stefnanda Stefndi hafnar því sem röngu og ósönnuðu að hann beri ábyrgð á meintu tjóni stefnanda. Ákvarðanir stefnda og ráðstafanir hafi verið lögmætar og ekki falið í sér brot gegn þeim lögum sem stefnandi vísar til. Stefndi byggir á því að skilyrði almennu skaðabótareglunnar séu ekki uppfyllt og stefndi sé því ekki ábyrgur fyrir meintu tjóni stefnanda. Bótakröfur stefnanda séu vanreifaðar og hafi engin haldbær sönnun verið lögð fram sem sýni fram á hið meinta tjón stefnanda. 36 Skilyrði þess að bætur fyrir tjón verði greiddar séu að sýnt sé fram á að öll skilyrði almennu sakarreglunnar séu uppfyllt, þar á meðal þau meginskilyrði að háttsemi starfsmanna viðkomandi stjórnvalds teljist bæði ólögmæt og saknæm, orsakatengsl séu milli þeirrar háttsemi og tjóns sem krafist er að verði bætt og að tjónið s é sennileg afleiðing af háttseminni. Það hvíli á tjónþola að færa sönnur á að öll skilyrði sakarreglunnar séu uppfyllt. Stefnandi hafi ekki sýnt fram á að skilyrði almennu skaðabótareglunnar séu uppfyllt um saknæmi stefnda, að orsakatengsl séu milli þeirra r háttsemi stefnda og þess meinta tjóns sem krafist er að verði bætt, og að tjónið sé sennileg afleiðing af háttseminni í neinum þeirra atriða sem stefnandi byggi á. Kveður stefndi að þetta eigi við um allar dómkröfur stefnanda og vísar stefndi til þessa í eftirfarandi umfjöllun. Stefndi vísar öllum bótakröfum stefnanda eindregið á bug. Kveður stefndi að jafnvel þótt dómurinn ákveði að leggja úrskurð samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli [...] til grundvallar um ólögmæti áminningarinnar og þá uppsagnarinnar, sé því mótmælt að skilyrðum bótaskyldu stefnda sé fullnægt. Verði að meta í hverju máli og hverri kröfu hvort skilyrðin séu uppfyllt. Af dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands verði jafnframt ráðið að töluvert þurfi til að koma til þess að sýnt sé fram á saknæma háttsemi starfmanna stjórnsýslunnar við rækslu starfa sinna og að það eitt að ákvörðun eða málsmeðferð reynist hafa verið ólögmæt í einhverjum atriðum leiði ekki sjálfkrafa í til þess að saknæmisskilyrði teljist fullnægt. Því sé hafnað se m röngu og ósönnuðu að ef liggi fyrir stjórnvaldsákvörðun um ólögmæti þá séu skilyrði bótaskyldu uppfyllt. Stefndi mótmælir sérstaklega að matsgerð/læknisvottorð T geðlæknis hafi nokkuð sönnunargildi. Hafnar stefndi því að tilvitnaður dómur Hæstaréttar Ísl ands nr. 375/2010 hafi nokkurt fordæmisgildi varðandi sönnunargildi matsgerðarinnar. Í máli Hæstaréttar Íslands nr. 375/2010 hafi dómurinn byggt á matsgerð sem hafi verið aflað einhliða, m.a. með vísan til þess að matsþoli í málinu hafi lagt matsgerðina ti l grundvallar við ákvörðun bóta til áfrýjanda úr slysatryggingu launþega. Við þær aðstæður hafi þótt mega leggja niðurstöðu matsgerðarinnar til grundvallar við ákvörðun bóta til áfrýjanda. Í því máli sem er hér til umfjöllunar hafi stefndi ávallt mótmælt þ ví að umrædd matsgerð T hafi nokkurt sönnunargildi og hefur ekki lagt hana til grundvallar að neinu leyti. Kveður stefndi að það væri fráleitt að stefndi þyrfti að kosta til dómkvaðningar matsmanna til að tryggja sönnun fyrir kröfu stefnanda líkt og stefna ndi virðist gefa í skyn. Stefnandi fari með málsforræði á máli sínu, sem og sönnunarbyrði fyrir meintu tjóni og hafi rétt til þess að óska eftir matsgerð dómkvaddra matsmanna. Stefnandi hafi hins vegar valið að leggja fram mat sem hún hafi aflað einhliða o g verði stefnandi því að bera hallann af því að það mat sé ekki haldbært sönnunargagn um grundvöll krafna stefnanda. Sundurliðun bótakröfu Krafa stefnanda um miskabætur Stefndi hafnar því að stefnandi hafi orðið fyrir miska sem stefndi beri ábyrgð á og kr efst sýknu af kröfu stefnanda. Byggt er á því að ekki hafi verið um ólögmæta meingerð í garð stefnanda að ræða af hálfu stefnda, þannig að ákvæði 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 um miskabætur geti komið til álita. Kveður stefndi að ekkert sem hann gerði í áminningar - og uppsagnarferlinu hafi verið til þess fallið að vega að æru, starfsheiðri eða persónu stefnanda og verði ekki séð að áminningin eða uppsögnin hafi bitnað á orðspori stefnanda sem stefndi beri ábyrgð á. Stefndi kveðst hafna málsástæðu stefn anda um að þrátt fyrir dóm Hæstaréttar Íslands í máli nr. 828/2017 beri að túlka 26. gr. skaðabótalaga þannig að einfalt gáleysi dugi til að koma fram skaðabótum a.m.k. skv. b lið ákvæðisins. Í þessu sambandi vísar stefndi í forsendur Hæstaréttar Íslands í umræddu máli nr. 828/2017, en í því máli hafi sveitarfélagið sent frá sér fréttatilkynningu þar sem tilkynnt hafi verið um brottrekstur kennarans, en í forsendum Hæstaréttar segi eftirfarandi: áta þann sem ber ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert er við. Í athugasemdum við greinina í frumvarpi til laganna kemur fram að í skilyrðinu um ólögmæta meingerð felist að um sa knæma hegðun sé að ræða. Gáleysi þurfi þó að vera verulegt til þess að tjónsatvik verði talið ólögmæt meingerð. Í réttarframkvæmd hefur verið við það miðað að lægsta stig 37 Byggir stefndi á því að skv. framangreindu sé það skilyrði fyrir ólögmætri meingerð í skilningi 26. gr. skaðabótalaga að um saknæma hegðun þurfi að vera að ræða. Þá þurfi gáleysi að vera verulegt til að tjónsatvik verði talið ólögmæt meingerð, en í réttarframkvæmd hafi sannanlega verið miðað við a ð lægstu stig gáleysis fullnægi ekki kröfum ákvæðisins um ólögmæta meingerð. Jafnframt megi ráða af dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands að töluvert þurfi til að koma til þess að sýnt sé fram á saknæma háttsemi starfmanna stjórnsýslunnar við rækslu starfa sin na og að það eitt að ákvörðun eða málsmeðferð reynist hafa verið ólögmæt í einhverjum atriðum leiði ekki sjálfkrafa til þess að saknæmisskilyrði teljist fullnægt. Ekki hafi verið sýnt fram á saknæmi stefnda í máli þessu og beri því að sýkna hann af kröfum stefnanda. Samkvæmt meginreglum einkamálaréttarfars beri aðilar sönnunarbyrði fyrir málsástæðum sínum og kröfum byggðum á þeim. Stefnandi hafi ekki axlað þá ábyrgð í þessu máli, hvorki hvað varðar þessa dómkröfu né aðrar, en stefnandi hafi ekki sýnt fram á að hún hafi orðið fyrir miska sem stefnda beri að bæta á grundvelli ákvæða skaðabótalaga. Byggir stefndi á því að jafnvel þó svo að niðurstaða dómsins verði sú að áminning og/eða uppsögn hafi ekki verið lögmæt, þá hafi það ekki sjálfkrafa þau áhrif að ste fnandi eigi rétt á miskabótum, enda beri stefnandi ábyrgð á því að sanna að skilyrði fyrir slíkri kröfu séu fyrir hendi, en það hafi ekki verið gert. Þá kveður stefndi að miskabótakrafa stefnanda að fjárhæð kr. 4.000.000 sé óhófleg og fordæmalaus, enda van dséð að athafnir stefnda hafi sem slíkar leitt til miska. Engin dómafordæmi séu fyrir svo háum miskabótum. Í stefnu sé einnig notað orðalag sem ekki verði séð að geti með nokkru móti átt við. Engin gögn hafi verið lögð fram sem styðji fullyrðingar í stefnu um miska eða önnur andleg óþægindi sem stefndi geti borið ábyrgð á. Krafa stefnanda vegna annars fjártjóns Stefndi mótmælir því að hann beri ábyrgð á meintu öðru fjártjóni stefnanda og mótmælir öllum málsástæðum stefnanda í þessu sambandi. Krafa stefnand a sé vanreifuð og byggð á röngum forsendum. Stefndi mótmælir því að uppsögnin hafi verið til þess fallin að draga úr atvinnumöguleikum stefnanda annarsstaðar og telur kröfu stefnanda fordæmalausa í íslenskri dómaframkvæmd að auki. Í fyrsta lagi sé enn á þv í byggt að ákvarðanir stefnda um áminningu og uppsögn hafi verið lögmætar. Í öðru lagi sé á því byggt að stefnandi hafi ekki orðið fyrir neinu fjártjóni sem stefndi beri ábyrgð á. Í þriðja lagi sé hið meinta tjón stefnanda með öllu ósannað, hvort sem um ræ ðir hið meinta líkamstjón eða hið meinta fjárhagstjón. Þá vísar stefndi til þess að stefnandi hafi ekki mátt gera ráð fyrir að halda starfinu allan þann tíma sem krafa sé gerð um, enda hefðu ýmis önnur atvik getað leitt til uppsagnar eða starfsmissis. Ste fndi hafi greitt stefnanda lögbundinn uppsagnarfrest og hafi veikindaréttur hennar jafnframt ekki verið skertur að neinu leyti. Þegar uppsögn stefnanda bar að garði hafi launuðum veikindarétti stefnanda verið lokið, en stefnandi fengið greiddan uppsagnarfr est sinn, ásamt uppsöfnuðu orlofi og veikindarétti við lok uppsagnarfrestsins, líkt og lög og kjarasamningar kveði á um. Stefnandi hafi heldur ekki haldið öðru fram. Með vísan til framangreinds hafi stefnandi ekki orðið fyrir neinu fjártjóni vegna áminning arinnar og uppsagnarinnar sem stefndi ber ábyrgð á. Stefndi mótmælir sem rangri og ósannaðri þeirri málsástæðu stefnanda að hún hafi verið svipt raunhæfum möguleikum á að starfa áfram sem kennari m.v. búsetu sína og þeim orðsporshnekki sem hún hafi hlotið . Kveður stefndi að næstu tveir liðir sem stefnandi kveður meint fjártjón sitt felast í virðist byggðir á sömu rökum og í fyrsta lið og eigi því eftirfarandi umfjöllun við um alla þrjá liðina, en til áréttingar þá sé þeim einnig mótmælt sem röngum og ósönn uðum. Fyrst kveður stefndi að þess beri að geta að í sveitarfélagi stefnanda, B , séu [...] leikskólar, [...] grunnskólar og [...] menntaskóli, [...] , en stefnandi hafi nú kennsluréttindi á öllum skólastigum frá leikskóla til framhaldsskóla. Því til viðbót ar séu skólar á öllum framangreindum skólastigum í næstu nágrannasveitarfélögum. Þá sé stærsti framhaldsskóli [...] staðsettur á [...] , [...] . Málsástæða stefnanda um að eiga ekki raunhæfan möguleika á starfi sem kennari vegna búsetu eigi því ekki við rök að styðjast. 38 Í stefnu sé því ranglega haldið fram að fólksfækkun hafi orðið í nágrannasveitarfélaginu [...] sem eigi að hafa haft þau áhrif að atvinnumöguleikar stefnanda séu takmarkaðri en ella. Sú fullyrðing sé röng en hið rétta sé að fólksfjölgun hafi verið í nágrannasveitarfélaginu [...] . Stefndi vísar til þess að ekki sé hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að stefnandi býr í dreifbýli og eðli máls samkvæmt geti því verið lengra að sækja vinnu en hjá þeim sem býr í þéttbýliskjarna. Stefndi byggir á þ ví að vegalengd í skóla innan sveitarfélagsins og í nágrannasveitarfélögunum og samgöngur til þeirra skóla geti ekki verið fyrirstaða fyrir því að stefnandi geti sótt þangað atvinnu. Í þessu sambandi bendir stefndi á að starfsmenn [...] séu m.a. búsettir í [...] , ofarlega eða efst í [...] , á [...] og skólastjórinn á [...] . Sumir nemendur [...] ferðist svipaða vegalengd í skólann og kennararnir. Einnig sæki margir sveitungar stefnanda störf á [...] og í ýmis önnur störf bæði innan B og til annarra nágranna s veitarfélaga. Stefnandi sé búsett í dreifbýli og því ekki raunhæft að hún geti ávallt gert ráð fyrir því að geta starfað í engu meira en 10 mínútna fjarlægð frá heimili sínu, starfi hún við önnur störf en bústörf. Stefnandi geti því ávallt gert ráð fyrir þ ví að þurfa að ferðast til þess að sinna störfum utan bústarfa. Í samanburði við önnur sveitarfélög af sömu stærð séu margir skólar á hinum ýmsu skólastigum bæði í sveitarfélagi stefnanda og nágranna sveitarfélögunum innan þeirrar vegalengdar sem með fullr i sanngirni megi ætla að hún geti sótt vinnu, miðað við búsetu hennar. Þá tekur stefndi fram að eiginkona skólameistara [...] , sem hafi tekið sæti í skólanefnd stefnda í mars 2020, komi ekki að ráðningum við skóla sveitarfélagsins, en í stefnu sé því hald ið fram að það að eiginkona skólameistara [...] sitji í skólanefnd sé ein af ástæðum þess að stefnandi geti ekki sótt um störf við [....] . Stefnandi hafi því ekki sinnt skyldu sinni til þess að takmarka hið meinta tjón sitt fram til þessa, en það sé ein a f meginreglum skaðabótaréttar. Engin gögn hafi heldur verið lögð fram af hálfu stefnanda um að reynt hafi verið takmarka hið meinta tjón, svo sem með því að sækja um önnur störf, og þaðan af síður að hún hafi ekki fengið störf vegna athafna stefnda sem fja llað er um í þessu máli. Hugleiðingar stefnanda um það að ekki sé raunhæft að henni bjóðist starf í sveitarfélaginu eða öðrum nágrannasveitarfélögum séu einungis hugleiðingar stefnanda og engin gögn til stuðnings þeim. Kveður stefndi að sama máli gegni um fullyrðingar stefnanda um að ekki sé hægt að ætlast til þess að hún leggi það á sig að sækja um störf á svæðinu. Framangreindum fullyrðingum og hugleiðingum stefnanda sé því mótmælt af hálfu stefnda sem röngum, vanreifuðum og ósönnuðum og geti þær hvorki v erið grundvöllur bótakröfu stefnanda á hendur stefnda né heldur staðið í vegi fyrir því að stefnandi sinni skyldu sinni um að takmarka hið meinta tjón. Í þessu sambandi beri að líta til þeirrar grundvallarreglu skaðabótaréttar að einungis skuli bæta sannan legt tjón, auk þess sem tjónþolum beri skylda til að takmarka tjón sitt. Þá bendir stefndi á að stefnandi hafi nýlega lokið meistaranámi við [...] í [...] og hafi verið [...] um árabil. Því sé ekki unnt að ganga út frá því að hún hafi ekki getað haft sambæ rilegar tekjur af slíkum störfum. Stefnandi hafi jafnframt haldið áfram bústörfum sínum og frekara námi á því sviði eftir uppsögnina. Þá hafi stefnandi jafnframt hafnað sáttaboði stefnda að fjárhæð kr. 6.000.000, en umrætt tilboð hafi verið afar rausnarleg t og sett fram umfram skyldu en sýnt vilja stefnda til að leysa mál þetta. Stefnandi hafi hafnað því og beint málinu í þennan farveg, en hún verði að bera ábyrgð og áhættuna af því. Varakrafa stefnda um lækkun kröfufjárhæða Stefndi byggir varakröfu sína um lækkun á öllum dómkröfum stefnanda á öllum málsástæðum sem að framan greinir. Einungis komi til álita að mati stefnda tjón sem ótvírætt telst sannað sem afleiðing af athöfnum/ákvörðunum stefnda ef á bótaskyldu vegna þeirra yrði fallist. Verði stefnda ge rt að greiða stefnda er upphafstíma vaxta - og dráttarvaxtakrafna stefnanda mótmælt. Kveður stefndi að í fyrsta lagi séu engin skilyrði að lögum til greiðslu dráttarvaxta, en stefnandi hafi ekki lagt fram neinar þær upplýsingar sem þörf sé á til að meta mei nt tjónsatvik og fjárhæð bóta. Engin efni séu til að reikna dráttarvexti frá fyrri tíma en dómsuppsögu þar sem ekki verði ljóst fyrr en þá hvort stefnandi eigi kröfu á hendur stefnda, sbr. 9. gr. vaxtalaga nr. 38/2001, en að mati stefnda skorti verulega á að rökstuðningur eða gögn hafi komið fram um ætlað tjón stefnanda. 39 Byggt er jafnframt á því af hálfu stefnda að stefnandi hafi verið meðábyrg í tjóni sínu, en með háttsemi sinni hafi hún a.m.k. af stórkostlegu gáleysi átt þátt í því að tjón hafi orðið, en margra ára dómaframkvæmd sé fyrir því að tjónþoli geti talist meðábyrgur í tjóni sínu vegna athafnar eða athafnaleysis síns. Stefndi ítrekar mótmæli sín við matsgerð/læknisvottorð T og að það hafi ekkert sönnunargildi í málinu. Stefndi kveðst að auki hafa mótmælt þeirri aðferðafræði sem beitt sé í matinu. Byggir stefndi þess vegna á því að ekki sé hægt að byggja upphafsdagsetningu vaxtakrafna stefnanda á dagsetningum sem byggðar eru á umræddu mati/læknisvottorði, sem einhliða hafi verið aflað. Krafa um má lskostnað álag á málskostnað Stefndi gerir þá kröfu að stefnandi verði dæmdur til þess að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu samkvæmt framlögðum málskostnaðarreikningi eða samkvæmt mati dómsins. Stefndi byggir kröfu um málskostnað á 129. gr., 130. g r. og 1., 2. og 4. mgr. 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þá gerir stefndi alvarlegar athugasemdir við stærstan hluta málsatvikalýsingar stefnanda í stefnu og sömu alvarlegu athugasemdir við stóran hluta staðhæfinga í málsástæðukafla stefnand a í stefnu. Byggir stefndi kröfu sína um greiðslu álags á málskostnað skv. 131. gr. laga nr. 91/1991 á því að í stefnu sé röngum staðhæfingum ítrekað haldið fram og staðhæfingum sem stefnandi og lögmaður hennar hafi mátt vita að væru rangar eða haldlausar. Kveður stefndi að lýsingar í stefnu séu afar grófar, óþarflega meiðandi og ósæmilegar í garð stefnda og ekki í samræmi við það sem um er deilt í málinu. Stefndi sé sveitarfélag og deilt sé um lögmæti áminningar og uppsagnar, og um bótakröfur vegna meint rar ólögmætrar háttsemi stefnda, en í því sambandi séu þær ávirðingar sem stefnandi beri á stefnda fram úr öllu hófi. Um lagarök vísar stefndi til sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, einkum 20. gr., 1. mgr. 57. gr., og 109. gr. laganna. Einnig er vísað alme nnt til stjórnsýslulaga nr. 37/1993, einkum til III. og IV. kafla þeirra. Vísað er almennt til laga um grunnskóla nr. 91/2008, en einkum 7. og 12. gr. laganna. Stefndi vísar einnig almennt til skaðabótalaga nr. 50/1993. Jafnframt er vísað til grundvallarre glna skaðabótaréttarins. Að auki er vísað til reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað og reglugerðar nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Þá krefst stefndi krefst þess, hvernig sem úrslit máls ver ða, að stefnandi verði dæmdur til þess að greiða stefnda málskostnað að skaðlausu samkvæmt framlögðu málskostnaðaryfirliti eða samkvæmt mati dómsins. Málskostnaðarkrafa stefnda byggist á 129., 130. og 131. gr. laga nr. 91/1991. Stefndi gerir jafnframt kröf u um sérstakt álag á málskostnaðinn úr hendi stefnanda, sbr. 131. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Forsendur og niðurstöður Endanlegar efnislegar dómkröfur stefnanda í máli þessu, auk kröfu um málskostnað, eru um miskabætur, um bætur fyrir fjárh agslegt tjón og loks krafa um að áminning sem stefnanda var veitt 1. febrúar 2016 verði dæmd ógild. Að mati dómsins er áminningin og krafa um ógildingu hennar burðarás í málatilbúnaði stefnanda og af þeim sökum liggur beint við að víkja fyrst að henni hér. Samkvæmt 1. mgr. 57. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 fer um starfskjör, réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga eftir ákvæðum kjarasamninga hverju sinni og ákvæðum ráðningarsamninga. Um réttindi og skyldur stefnanda er í ráðningarsamningum vísa ð til kjarasamnings og laga um grunnskóla, sem og laga um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla. Í 1. mgr. 12. gr. grunnskólalaga nr. 91/2008 segir að starfsfólk grunnskóla skal rækja starf sitt af fagmennsku, alúð og samviskusemi. Það skal gæta kurteisi, nærgætni og lipurðar í framkomu sinni gagnvart börnum, foreldrum þeirra og samstarfsfólki. Þá segir í 1. mgr. 30. gr. laganna að [ö]llum aðilum skólasamfélagsins ber að leggja sitt af mörkum til þess að stuðla að og viðhalda góðum starf sanda og jákvæðum skólabrag. 40 Í grein 14.7 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara segir að forstöðumaður stofnunar skuli veita starfsmanni skriflega áminningu, m.a. ef starfsmaðurinn hefur sýnt óhlýðni við löglegt boð eða bann yfirmanns síns, eða framkoma hans eða athafnir í því þyki að öðru leyti ósæmilegar, óhæfilegar eða ósamrýmanlegar starfinu. Í starfsmannastefnu stefnda, sem samþykkt var á sveitarstjórnarfundi 12. janúar 2010, sem fra m hefur verið lögð í málinu, segir m.a. um skyldur starfsmanna að þeim beri að hlíta lögmætum fyrirmælum yfirmanna sinnam sýna heiðarleik, trúmennsku og vandvirkni. Þeim beri að uppfylla þær skyldur sem settar eru gagnvart viðkomandi í lögum og reglugerðum . Þeir skuli vinna á grundvelli þeirra og fylgja þeim reglum sem í gildi eru í hverri stofnun svo og ákvæðum stjórnsýslulaga. Í siðareglum Kennarasambands Íslands, sem fram hafa verið lagðar, segir m.a. að kennari skapi góðan starfsanda og hvetjandi námsum hverfi, vinni með samstarfsfólki sínu á faglegan hátt og sýni öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu. Skólareglur [...] hafa verið lagðar fram í málinu. Þar kemur fram að þær hafi verið unnar í samvinnu kennara og nemenda haustið 2015, en síðan verið bornar undir nemendur, kennarafund, skólaráð og skólanefnd og samþykktar í janúar 2016. Í skólareglunum segir m.a. að nemendu m og starfsmönnum beri að koma fram við aðra eins og þeir vildu að aðrir kæmu fram við þá af virðingu, kurteisi og tillitssemi. Þá segir í reglunum að kennarar og aðrir í skólanum skuli í sameiningu kosta kapps um að starfsandi og skólabragur sé sem best ur. Reglurnar eru settar á grundvelli reglugerðar nr. 270/2000 um skólareglur í grunnskóla, sem raunar var felld brott með reglugerð nr. 1040/2011 um um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum. Í síðast nefndri reglugerð segir m.a. í 3. gr. að [s]tarfsfólk skóla skal ávallt bera velferð nemenda fyrir brjósti og leggja sig fram um að tryggja nemendum öryggi, vellíðan og vinnufrið til að þeir geti notið skólagöngu sinnar. Starfsfólki ber að stuðla að jákvæðum skólabrag og starfsanda í öllu skó lastarfi og góðri umgengni. Starfsfólk skal sýna nærgætni og gæta virðingar í framkomu sinni gagnvart nemendum, foreldrum og samstarfsfólki og gæta þagmælsku, nema þegar um er að ræða tilkynningarskyldu gagnvart barnaverndarlögum. Í málavaxtakafla hér að ofan hefur verið fjallað um háttsemi stefnanda á marg nefndum kennarafundi 26. janúar 2016. Um framkomu stefnanda á kennarafundinum ber nokkuð í milli í frásögnum stefnanda og stefnda í stefnu og greinargerð í málinu. Stefnandi hefur hins vegar sjálf í fr amburði sínum við aðalmeðferð lýst framkomu sinni þannig að hún hafi ausið úr sér á fundinum og hafi henni verið ljóst að fundarstörfin gætu ekki haldið eðlilega áfram með hana innanborðs þannig að hún hafi séð að hún yrði, fundarins vegna, að fjarlægja sj álfa sig af fundinum. Af framburðum annarra sem hafa gefið skýrslu í málinu verður ráðið að á fundinum hafi stefnandi staðið upp úr sæti sínu, klætt sig úr peysu sinni og hent henni frá sér, haft uppi háreysti og sagst þurfa að fara í glímugallann. Þá hefu r komið fram að hún hafi haft uppi stóryrði, m.a. í garð skólastjóra, og neitað að hlíta fundarstjórn, enda hefur hún sjálf lýst því að hún hafi metið það svo að fundurinn gæti ekki haldið áfram á eðlilegan hátt ef hún sæti áfram á fundinum. Í framburði st efnanda við aðalmeðferð kom fram að á umræddum kennarafundi hafi stefnandi ekki verið að tjá sig eða koma skoðun sinni á framfæri sem öryggistrúnaðarmaður, en óumdeilt er að hún gegndi þó því hlutverki á þessum tíma. Má hér jafnframt líta til þess að sú há ttsemi og framkoma stefnanda sem lýst hefur verið getur ekki samrýmst rækslu hlutverks öryggistrúnaðarmanns eins og því hefur verið lýst að ofan og sem ekki hefur verið mótmælt. Stefnandi hefur byggt á því að framkoma C skólastjóra í sinn garð, sem og anna rra starfsmanna, hafi verið með þeim hætti að stefnanda hafi verið ófært annað en að láta svo rösklega til sín taka á umræddum kennarafundi. Í málinu hafa komið fram nokkuð misvísandi upplýsingar um þetta. Bæði hefur það komið fram að stjórnarhættir C haf i verið umdeildir, en einnig að lýðræðisleg vinnubrögð einkenni samstarfið í skólanum og að í nýlegri könnun á líðan og aðbúnaði starfsmanna komi fram að samstarfið einkennist af jákvæðum samskiptum og gagnkvæmu trausti, sbr. það sem áður segir um skýrslu Menntamálastofnunar um [...] . Þá liggur fyrir úttekt um að háttsemi C og framkoma hennar í garð stefnanda geti ekki talist vera einelti og hefur því ekki verið hnekkt af hálfu stefnanda. Á hinn bóginn hafa ýmsir fyrrverandi starfsmenn 41 skólans gefið um það framburð sinn að stjórnun C hafi verið ábótavant og að þeim hafi liðið mjög illa undir hennar stjórn og það svo að leitt hafi til veikinda þeirra. Um þetta er hins vegar það að segja að stjórnunarhættir C í [...] eru ekki sakarefni þessa þáttar krafna stef nanda og varða það ekki umfram það sem skiptir máli varðandi stjórnsýslulega meðferð hennar á málefnum stefnanda. Þá ber jafnframt að líta til þess að háttsemi C gat ekki leyst stefnanda undan framangreindum skyldum sínum skv. lögum og kjarasamningi. Hvort sem stjórnun og framkoma C var ámælisverð eða ekki gat stefnandi ekki með nokkru móti litið svo á að það leysti hana undan ábyrgð á eigin framkomu. Samkvæmt framansögðu er það mat dómsins að háttsemi, framkoma og orðræða stefnanda á kennarafundinum 20. j anúar 2016 hafi verið ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hennar. Að mati dómsins var C skólastjóra ófært annað en að bregðast við þeirri háttsemi, framkomu og orðræðu, en til þess hafði hún þær aðferðir sem mælt er fyrir um í grein 14.7 í framangre indum kjarasamningi. Af hálfu stefnanda hefur því verið borið við að skólastjórinn hafi ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni til fulls áður en ákvörðun var boðuð og tekin. Á þetta verður ekki fallist. Bæði er til þess að líta að skólastjórinn var á kennarafun dinum og sá því og upplifði sjálf hvað þar gerðist, en ekki síður vegna þess að stefnanda var gefinn fullur kostur á að koma sínum sjónarmiðum og andmælum að áður en ákvörðun um áminningu var tekin. Verður ekki betur séð en að C skólastjóri hafi gætt allra málsmeðferðarreglna við undirbúning og töku þeirrar ákvörðunar sem fólst í því að veita stefnanda umrædda áminningu. Gildir það jafnt um veitingu andmælaréttar sem og annað. Ber sérstaklega að taka fram að virtri framkomu og afstöðu stefnanda verður ekki séð að vægara úrræði hefði getað náð tilgangi sínum, en stefnandi hefur auk þess ekki bent á hvað það hefði átt að vera. Af hálfu stefnanda hefur verið byggt á því að í samgöngu - og sveitarstjórnarráðuneytinu hafi verið kveðinn upp úrskurður 30. apríl 2018 þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að segja stefnanda upp störfum hafi verið ólögmæt, vegna þess að áminningin hafi verið ólögmæt. Byggir stefnandi á því að þar sem úrskurður þessi hafi ekki verið ógiltur með dómi sé dómurinn nú bundin n af niðurstöðu hans og geti ekki komist að þeirri niðurstöðu að áminningin hafi verið ólögmæt. Dómurinn fellst ekki á þetta. Krafa stefnanda í stjórnsýslumálinu var um að uppsögnin yrði úrskurðuð ólögmæt og úrskurðarorðið var um það, en ályktun ráðuneytis ins um ólögmæti áminningarinnar var aðeins hluti af forsendunum. Þá er kröfugerð stefnanda um þennan þátt sú að áminningin verði dæmd ógild. Sú kröfugerð leiðir til þess að stefnda er fært að gera kröfu um að verða sýknaður af henni, en í sýknukröfunni fel st að dómurinn fallist ekki á að ógilda áminninguna. Þannig leiðir þessi kröfugerð stefnanda til þess að stefndi gerir kröfu um að verða sýknaður af henni, og getur þá dómurinn ekki verið bundinn við framangreindan úrskurð ráðuneytisins við úrlausn kröfunn ar. Verður því ekki fallist á kröfu stefnanda um ógildingu áminningar sem stefnanda var veitt þann 1. febrúar 2016 af C skólastjóra og verður stefndi sýknaður af þeirri kröfu. Þá gerir stefnandi kröfur um að stefnda verði gert að greiða henni miskabætur að fjárhæð kr. 4.000.000. Samkvæmt stefnu vísar stefnandi í þessu sambandi til samningssambands aðila, almennu skaðabótareglunnar, sem og til 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993. Vísar stefnandi til ýmissa atvika til stuðnings miskabótakröfunni. Vegna miskabótakröfunnar vísar stefnandi til þeirrar áminningar sem stefnanda var veitt 1. febrúar 2016. Á þetta verður ekki fallist. Að ofan hefur því verið lýst að stjórnsýsluleg meðferð stefnda og starfsmanna hans, einkum C skólastjóra, hafi verið lögum samkv æm og að ekki séu efni til að ógilda áminninguna. Verður af þessum sökum ekki litið svo á að í því ferli, allt frá tilkynningu um fyrirhugaða áminningu til veitingar áminningarinnar, hafi stefndi eða starfsmenn hans haft uppi ólögmæta háttsemi gagnvart ste fnanda, enda hefur stefnandi ekki sýnt fram á slíka ólögmæta háttsemi að mati dómsins. Leiðir þetta til þess að miskabótaskylda getur ekki hafa stofnast vegna áminniningarinnar og þeirra athafna starfsmanna stefnda sem henni tengjast. Þá hefur stefnandi ví sað til atvika sem gerðust á marg nefndum kennarafundi 20. janúar 2016. Að mati dómsins hefur stefnandi ekki sýnt fram á að neitt í athöfnum eða framkomu starfsmanna stefnda, hvorki C skólastjóra né annarra, hafi verið til þess fallið að valda stefnanda bó taskyldum miska. Verður 42 hér sérstaklega tekið fram að enginn bótaskyldur miski verður talinn felast í því að stefnanda hafi verið gert, eða því beint til hennar, að virða fundarsköp á téðum fundi. Stefnandi hefur vísað til meint eineltis til stuðnings misk abótakröfu sinni. Ekkert liggur þó fyrir um að starfsmenn stefnda, hvorki C né aðrir, hafi lagt stefnanda í einelti. Í málinu liggur fyrir ein úttekt um þetta og þar komist að því að athafnir og framkoma C gagnvart stefnanda geti ekki talist vera einelti. Þá verður ekki talið að einelti geti falist í því að stefndi, sem vinnuveitandi stefnanda, hafi nýtt kjarasamningsbundinn rétt sinn til að fara fram á það við stefnanda að hún hitti trúnaðarlækni stefnda, en í slíku felst ekki áburður um að stefnandi hafi verið að gera sér upp veikindi. Þá er útilokað að telja að í lögbundnum bréfaskriftum, s.s. tilkynningu um fyrirhugaða áminningu og uppsögn geti falist bótaskyldur miski. Í tengslum við meint einelti hefur stefnandi jafnframt vísað til fundar hennar með þá verandi sveitarstjóra, N , þann 3. febrúar 2016. Ekkert liggur fyrir um þann fund annað en mismunandi frásagnir stefnanda og N , en af þeim frásögnum verður ekki talið sannað neitt um að innihald þess fundar, eða það sem þar fór fram, geti talist til einelti s. Stefnandi hefur ekki gert um það kröfur í málinu að uppsögn hennar úr starfi verði dæmd ólögmæt, en málatilbúnaður hennar verður þó skilinn svo að á því sé byggt að í uppsögninni hafi falist ólögmætur miski. Ekki verður betur séð en að stefndi og starf smenn hans hafi farið að öllum málsmeðferðarreglum stjórnsýsluréttar við uppsögn stefnanda. Henni var kynnt að fyrirhugað væri að segja henni upp, henni var gefinn andmælaréttur og vakin athygli á rétti til að óska eftir skriflegum rökstuðningi og kynntur kæruréttur og leiðbeiningar um hann. Þá ber að geta þess að ekki kemur til álita að telja að C hafi verið vanhæf til að taka ákvörðun um uppsögn stefnanda og gildir einu þó ummæli stefnanda í greinaskrifum sínum hafi að hluta til varðað C . Var C hvorki van hæf til að taka ákvörðun um áminningu né uppsögn stefnanda, enda liggur ekkert fyrir um persónulega afstöðu hennar til stefnanda og nægir ekki til vanhæfis að stefnandi telji hana hafa horn í síðu sinni. Þá liggur fyrir að stefnanda hafði áður verið veitt áminning vegna sambærilegrar háttsemi, þ.e. háttsemi sem ekki væri samrýmanleg starfi hennar, eins og nánar hefur verið lýst. Að mati dómsins fólst í greinaskrifum stefnanda í [...] samskonar eða sambærilegt brot og hún hafði þegar verið áminnt fyrir. Getu r í því efni engu breytt þó hún hafi verið í veikindaleyfi, en hún var enn starfsmaður [...] og birti greinina sem slíkur og var greinin og það sem þar kemur fram svo nátengt starfi hennar sem kennari, að ekki kemur til álita að telja að uppsögnin hafi ver ið vegna atvika sem ekki vörðuðu starf hennar. Uppsögnin byggði á ákvæðum kjarasamnings sem giltu um starf, réttindi og skyldur stefnanda. Ekki er unnt að fallast á að með uppsögninni hafi verið gengið gegn meðalhófi, en þvert á móti hafði hið vægara úrræð i, þ.e. áminning, verið reynt og án árangurs. Þá verður ekki heldur fallist á að með uppsögninni hafi verið brotið gegn tjáningarfrelsi stefnanda, en um hana gildir jafnt og aðra að orðum fylgir ábyrgð. Getur þannig uppsögnin, aðdragandi hennar og atvik henni tengd, ekki orðið grundvöllur að bótaskyldum miska sem stefndi geti borið ábyrgð á. Um þetta, líkt og um áminninguna, ber að taka fram að jafnvel þótt atvik þessi kunni að hafa leitt til tjóns fyrir stefnanda, sem hún hefur raunar rennt nokkrum stoðu m undir að hafi verið, þá leiðir það ekki sjálfkrafa til bótaskyldu stefnda á grundvelli þeirra bótareglna sem stefnandi hefur vísað til þar sem ekki hefur verið sýnt fram á að athafnir stefnda og starfsmanna hans hafi verið ólögmætar, en það er skilyrði s líkrar bótaskyldu. Þá er að mati dómsins ekki heldur fullnægt huglægum skilyrðum slíkrar bótaskyldu um gáleysi eða ásetning. Ber hér jafn framt að geta þess að því fer fjarri að stefnanda hafi lánast að færa sönnur á staðhæfingar sínar um að annarlegar hva tir hafi ráðið för hjá starfsmönnum stefnda sem hafi verið í nöp við stefnanda persónulega. Stefnandi hefur vísað til þess að stefndi hafi látið hjá líða að rannsaka með fullnægjandi hætti umkvartanir hennar varðandi einelti, ofbeldi og samskiptavanda í [. ..] . Dómurinn fellst ekki á að þessar röksemdir leiði til þess að fallast beri á miskabótakröfu stefnanda. Í fyrsta lagi verður ekki betur séð en að stefndi hafi einmitt látið fara fram könnun á meintu einelti, en auk þess verður ekki horft fram hjá því að rækileg úttekt var gerð á [...] og skólastarfi þar með skýrslu Menntamálastofnunar á árinu 2017, en í skýrslunni kemur fram að hún sé unnin á grundvelli athugunar í skólanum 22. 24. febrúar 2017. Verður 43 ekki séð að í því geti falist bótaskyldur miski í garð stefnanda að stefndi skyldi ekki aðhafast frekar en gert var. Stefnandi hefur vísað til þess að brot stefnda gagnvart stefnanda hafi verið sérlega alvarleg í ljósi þess að ekki hafi verið byggt á umsögn Kennarasambands Íslands í andmælabréfi fyrir hön d stefnanda. Ekki er unnt að fallast á þetta, en ljóst er að stefndi var ekki sammála því sem fram kom í andmælabréfinu, en í því felst ekki bótaskyldur miski af hálfu stefnda í garð stefnanda. Af hálfu stefnanda hefur til stuðnings miskabótakröfunni jafnf ramt verið vísað til þess að stefndi hafi brotið gegn lögum um aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum nr. 46/1980, sem og reglugerðum nr. 920/2006, 1009/2015 og 1040/2011, auk þess að vísa til laga nr. 80/1930 um stéttarfélög og vinnudeilur og lag a nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Í fyrsta lagi er alfarið ósannað að stefndi hafi brotið gegn umræddum ákvæðum, en í öðru lagi er ekki ljóst af hálfu stefnanda hvernig þau brot hefðu á að leiða til þess að umrædd bótaskylda hefði stofn ast. Stefnandi hefur byggt á því að brotið hafi verið gegn mannlegri reisn hennar og mannréttindum og er í því sambandi vísað til þess að brotið hafi verið gegn tjáningarfrelsi hennar. Dómurinn fellst ekki á þetta, en að framan hefur því verið lýst að ekki hafi verið brotið gegn stefnanda með viðbrögðum stefnda við háttsemi stefnanda og tjáningu hennar á kennarafundi 20. janúar 2016 og með viðbrögðum stefnda við greinaskrifum stefnanda í [...] . Verður þessu hafnað. Að öðru leyti hefur stefnandi ekki fært fr am neinar málsástæður sem megi duga henni til að fallist verði á miskabótakröfu hennar á hendur stefnda. Verður því stefndi sýknaður af miskabótakröfunni. Þriðji liðurinn í dómkröfum stefnanda er um bætur fyrir fjárhagstjón sem felst í ætluðu tjóni vegna t apaðra launa og lífeyrisréttinda vegna uppsagnarinnar, en í því efni byggir stefnandi á því að uppsögnin hafi verið ólögmæt, sem og áminningin, og að hún hafi mátt gera ráð fyrir að halda starfi og launum til 70 ára aldurs. Hér að ofan hefur verið fjallað um áminningu þá sem stefnanda var veitt og komist að því að hún hafi verið lögmæt og því verið hafnað að ógilda hana. Áminningin var grundvöllur að uppsögninni. Hér að ofan hefur líka verið fjallað um uppsögnina og komist að því að hún hafi verið lögmæt og að hún hafi ekki, ekki frekar en áminningin, getað leitt til miskabótaskyldu stefnda gagnvart stefnanda. Með því að uppsögnin var lögmæt að mati dómsins brestur allan grundvöll undir þessari bótakröfu stefnanda og verður því stefndi sýknaður af henni. Sam kvæmt framansögðu verður stefndi sýknaður af öllum kröfum stefnanda í málinu. Að virtum atvikum málsins þykir rétt að málskostnaður á milli aðila falli niður. Í málinu hefur stefnandi gjafsókn sem skv. gjafsóknarleyfi takmarkast við réttargjöld og þóknun l ögmanns við rekstur málsins fyrir héraðsdómi, sbr. þó 5. mgr. 127. gr. laga nr 91/1991. Er gjafsóknarkostnaður stefnanda hæfilega ákveðinn kr. 5.000.000 og greiðist úr ríkissjóði. Sigurður G. Gíslason dómstjóri kveður upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, B , skal vera sýkn af öllum kröfum stefnanda, A . Málskostnaður fellur niður milli aðila. Gjafsóknarkostnaður stefnanda, kr. 5.000.000, greiðist úr ríkissjóði.