LANDSRÉTTUR Úrskurður mánudaginn 27. mars 2023 . Mál nr. 132/2023 : FO Projects ehf. (Einar Farestveit lögmaður ) gegn PK Bygging um ehf. ( Arnar Þór Stefánsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Málskostnaðartrygging. Útdráttur Kærður var úrskurður héraðsdóms þar sem fallist var á kröfu P ehf. um að F ehf. yrði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í máli sem F ehf. höfðaði á hendur P ehf. Í úrskurði héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti með vísan til forsendna, kom fram að P ehf. hefð i leitt nægar líkur að því að F ehf. væri ófær um að greiða málskostnað í málinu þannig að fullnægt væri skilyrðum b - liðar 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála svo krafa hans um málskostnaðartryggingu næði fram að ganga. Með hliðsjón af e ðli og umfangi málsins samkvæmt héraðsdómsstefnu og öðrum gögnum þótti málskostnaðartrygging hæfilega ákveðin 2.500.000 krónur. Úrskurður Landsréttar L andsréttardómararnir Ásmundur Helgason og Jóhannes Sigurðsson og Eggert Óskarsson, settur landsrétt ardómari, kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 16. febrúar 2023 . Greinargerð varnaraðila barst réttinum 7. mars 202 3 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 3. febrúar 2023 í málinu nr. E - 269/2023 þar sem fallist var á kröfu varnaraðila um að sóknaraðila yrði gert að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar í máli sínu á hendur varnaraðila. Kæruheimild er í o - lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 S óknaraðili krefst þess að allega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi og hafnað verði kröfu varnaraðila um málskostnaðartryggingu en til vara að ákveðin verði lægri fjárhæð til tryggingar málskostnaði og rúmur tími veittur til að leggja hana fram. Að því frágengnu krefst hann þess að honum verði veittur rúmur tími til að leggja fram málskostnaðartryggingu eins og hún var ákveðin í hinum áfrýjaða 2 úrskurði. Þá krefst hann málskostnaðar í héraði vegna þessa þáttar málsins auk kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar auk kærumálskostnaðar. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður staðfest niðurstaða hans um að sóknaraðila beri að setja tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar, um fjárhæð hennar og málskostnað. 5 Skal málskostnaðartrygging sett á þann hátt sem í úrskurðarorði greinir. 6 Sóknaraðila verður gert að greiða varnaraðila kærumálskostnað eins og í úrskurðarorði greinir. Úrskurðarorð: Sóknaraðila, FO Projects ehf. , er gert að setja innan tveggja vikna frá uppsögu þessa úrskurðar tryggingu í formi peningagreiðslu, bankareiknings eða bankaábyrgðar að fjárhæð 2.500.000 krónur fyrir greiðslu málskostnaðar í máli sínu gegn varnaraðila, PK Byggingum ehf. Sóknaraðili gr eiði varnaraðila 250.000 krónur í kærumálskostnað. Úrskurður Héraðsdóms Reykjaness 3. febrúar 2023. Mál þetta var höfðað 16. janúar 2023. Stefnandi er FO Projects ehf. (áður Formus ehf.), . Stefndi er PK Byggingar ehf., . Við þingfestingu málsins 2 5. janúar krafðist stefndi þess að stefnanda verði gert að setja 2.500.000 króna tryggingu fyrir greiðslu málskostnaðar. Ágreiningur þar að lútandi var tekinn til úrskurðar 1. febrúar sl. að loknum munnlegum málflutningi. Af hálfu beggja aðila er krafist m álskostnaðar sérstaklega í þessum þætti máls. I. Stefnandi sérhæfir sig í innflutningi og uppsetningu innréttinga í nýbyggingar og aðrar fasteignir. Stefndi sérhæfir sig í byggingu íbúðar - og atvinnuhúsnæðis. Í málinu liggja fyrir samningar milli aðila um kaup og sölu á innréttingum í nýbyggingar á vegum stefnda; tvö fjöleignarhús og eitt einbýlishús. Stefnandi byggir á því að stefndi hafa vanefnt samningana og krefst þess að hann verði dæmdur til greiðslu 13.935.965 króna auk dráttarvaxta og málskostnaðar. Af tólf blaðsíðna stefnu og öðrum framlögðum gögnum stefnanda er ljóst að ágreiningur aðila er harður og málið fremur umfangsmikið. Er í niðurlagi stefnu gerður áskilnaður um dómkvaðningu matsmanns undir rekstri máls. II. Krafa stefnda um málskostnaðartry ggingu er reist á b - lið 1. mgr. 133. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Til stuðnings kröfunni hefur stefndi lagt fram endurrit úr gerðarbók sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 29. september 2022 um árangurslaust fjárnám hjá stefnanda fyrir 41.214.8 61 krónu kröfu Skattsins. Samkvæmt endurritinu mætti lögmaður af hálfu stefnanda við gerðina, mótmælti ekki kröfunni og lýsti því yfir að stefnandi ætti engar eignir sem fjárnám verði gert í. Við munnlegan málflutning var jafnframt vísað til þess að stefna ndi nyti í dag heimildar til greiðslustöðvunar og styddi það enn frekar þá niðurstöðu að hann sé ófær um greiðslu málskostnaðar í þessu máli. Bæri því að verða við kröfunni um 3 málskostnaðartryggingu og stæði 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 þ ví ekki í vegi. Málið væri umfangsmikið, kallaði á mikla vinnu við málsvörn stefnda og bæri því að miða trygginguna við 2.500.000 krónur. III. Stefnandi krefst þess aðallega að synjað verði um kröfu stefnda en ellegar verði málskostnaðartrygging ákveðin lægri en krafist er og stefnanda veittur rúmur frestur til að leggja hana fram. Er á því byggt að ekki séu uppfyllt skilyrði b - liðar 1. mgr. 133. gr. einkamálalaga fyrir málskostnaðartryggingu en um undantekningarákvæði sé að ræða, sem skýra beri þröngt og með hliðsjón af athugasemdum er fylgdu frumvarpi til ákvæðisins á sínum tíma. Þar komi fram að málskostnaðartrygging eigi við þegar stefndi er n auðbeygður til að taka til varna gegn tilefnislausri eða tilgangslítilli málsókn og verði fyrir útgjöldum vegna þess, þótt fyrirfram sé sýnt að útilokað sé að stefnandi geti greitt honum þann málskostnað, sem hann verður fyrirsjáanlega dæmdur til. Stefndi hafi ekki sýnt fram á þetta og beri því að synja um málskostnaðartryggingu. Önnur niðurstaða myndi takmarka um of og með ólögmætum hætti rétt stefnanda til að bera málið undir dómstóla, sbr. 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og jafnframt fara á skjön við meginreglur um meðalhóf og jafnræði, sbr. til hliðsjónar hæstaréttardómur nr. 340/2015 og úrskurður Landsréttar nr. 209/2018. Þá byggir stefnandi á því að hin árangurslausa fjárnámsgerð endurspegli ekki hæfi til greiðslu málskostnaðar, að heimild til greið slustöðvunar styrki þá ályktun að stefnandi sé í reynd greiðsluhæfur og hið sama geri ársreikningur stefnanda 2021. IV. Þann 29. september sl. fór fram árangurlaus fjárnámsgerð hjá stefnanda fyrir ríflega 41.00.000 króna gjaldfallinni kröfu og var því lýs t yfir af hálfu stefnanda við gerðina að hann ætti engar eignir sem fjárnám verði gert í. Að því gættu og með vísan til dóma Hæstaréttar í málum nr. 71/1999, nr. 172/2004, nr. 5/2005, nr. 224/2012 og nr. 385/2014, sbr. og úrskurðir Landsréttar í málum nr. 581/2020 og nr. 567/2021, þykir stefndi hafa leitt nægar líkur að því að stefnandi sé ófær um að greiða málskostnað í því máli sem hér er til umfjöllunar. Stefnandi hefur á hinn bóginn hvorki sýnt fram á að hin árangurslausa fjárnámsgerð gefi ranga mynd af fjárhag hans né að fjárhagur hans hafi breyst til betri vegar á þeim rúmu fjórum mánuðum sem liðnir eru frá gerðinni. Öfugt við málatilbúnað stefnanda þykir heimild hans til greiðslustöðvunar styðja þá ályktun dómsins. Samkvæmt því verður að telja að skil yrðum b - liðar 1. mgr. 133. gr. einkamálalaga sé fullnægt svo að krafa stefnda um málskostnaðartryggingu nái fram að ganga. Standa hvorki sjónarmið um meðalhóf og jafnræði né ákvæði 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar í vegi fyrir þeirri niðurstöðu, enda sta ðan í þessu máli ólík því sem uppi var í hæstaréttarmáli nr. 340/2015 og laut að launakröfu sjómanns á hendur vinnuveitanda og í landsréttarmáli nr. 209/2018, sem varðaði ómerkingu ummæla og greiðslu miskabóta í meiðyrðamáli. Með hliðsjón af eðli og umfang i máls samkvæmt stefnu og öðrum sóknarskjölum þykir málskostnaðartrygging hæfilega ákveðin 2.500.000 krónur og skal hún sett á þann hátt sem í úrskurðarorði greinir. Ekki verður kveðið sérstaklega á um málskostnað í þessum þætti málsins. Jónas Jóhannsso n héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Stefnanda, FO Projects ehf., er gert að setja innan tveggja vikna frá uppkvaðningu úrskurðar þessa tryggingu í formi peningagreiðslu, bankareiknings eða bankaábyrgðar að fjárhæð 2.500.000 krónur fyrir greiðslu málskostnaðar í máli sínu gegn stefnda, PK Byggingum ehf. Ákvörðun málskostnaðar bíður niðurstöðu um málslyktir.