LANDSRÉTTUR Dómur fimmtudaginn 27. febrúar 2025 . Mál nr. 34/2024 : Guðmundur Helgi Axelsson ( Flóki Ásgeirsson lögmaður ) gegn Microsoft Ísland ehf. ( Erla Svanhvít Árnadóttir lögmaður ) Lykilorð Samningur. Ráðningarsamningur. Vinnulaun. Uppgjör. Sönnun . Útdráttur G var starfsmaður hjá MC í Bandaríkjunum og síðar hjá dótturfélagi þess á Íslandi, M ehf., þar til hann hætti störfum á árinu 2016. Deildu aðilar um kjör G við starfslok. Byggði G á því að munnlegur samningur hefði komist á milli aðila um sta rfslokin og að þann samning ætti eftir að efna. Þá ætti G eftir að fá greitt andvirði hlutabréfa í MC sem honum hefðu verið veitt en ekki afhent þegar hann hætti störfum. M ehf. mótmælti því að slíkur samningur hefði komist á. G hefði sagt upp störfum og h efði félagið greitt honum laun í uppsagnarfresti í samræmi við ráðningarsamning og ákvæði kjarasamninga. Þá hafi réttur G til óafhentra hlutabréfa í MC fallið niður við uppsögn hans. Í dómi Landsréttar var talið ljóst að samstarfsmenn og yfirmenn G hafi ve rið mjög áhugasamir um að taka G með í fyrirhugaða hópuppsögn og gera við hann sérstakan starfslokasamning sem fæli í sér hærri starfslokagreiðslur en hann ella ætti rétt á. Af gögnum málsins mætti hins vegar glögglega sjá að þessar ráðagerðir yfirmanna G hefðu ekki náð fram að ganga þar sem hann hefði sjálfur sagt upp störfum og staðfesting á því hefði þegar legið fyrir. Var G ekki talinn hafa sýnt fram á að samningur hefði komist á milli aðila um önnur starfslokakjör en ráðningar - samningur hans gerði ráð fyrir. Þá var talið að G hefði mátt vera ljóst af ákvæði í ráðningarsamningi og upplýsingum sem hann hafði um skilmála kaupaukakerfis að hann ætti ekki rétt til að fá uppgjör á óafhentum hlutum við starfslok sem stöfuðu af uppsögn hans. Var hinn áfrýjaði d ómur því staðfestur um sýknu M ehf. af öllum kröfum G . Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómararnir Jóhannes Sigurðsson , Kjartan Bjarni Björgvinsson og Þorgeir Ingi Njálsson . Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Áfrýjandi skaut málinu upphaflega til Landsréttar 3. nóvember 2023 . Ekki varð af fyrirhugaðri þingfestingu þess 20. desember sama ár og áfrýjaði hann öðru sinni 15 . 2 janúar 2024 . Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 6. október 2023 í málinu nr. E - 6881/2020 . 2 Áfrýjandi krefst þ ess að stefnda verði gert að greiða honum 52.710.649 krónur ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu af 16.089.605 krónum frá 1. apríl 2017 til 23. október 2020 og af 52.710.649 krónum frá þeim degi til greiðsl udags. Til vara krefst áfrýjandi þess að viðurkennt verði að stefnda sé skylt að afhenda honum hlutabréf sem nemur 1.261 hlut í Microsoft Corporation að viðlögðum dagsektum að fjárhæð 50.000 krónur á dag að liðnum 15 dögum frá uppkvaðningu dóms. Þá krefst áfrýjandi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. 3 Stefndi krefst þess að niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sýknu verði staðfest. Þá krefst stefndi málskostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti. Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Atvikum málsins og málsástæðum að ila eru gerð skil í hinum áfrýjaða dómi. Svo sem þar kemur fram byggði áfrýjandi á því að með honum og stefnda hafi komist á munnlegur samningur um starfslok hans hjá stefnda. Að sögn áfrýjanda var samkvæmt samningnum gert ráð fyrir að honum yrði sagt upp störfum hjá stefnda og fengi hann greidd laun í sjö mánuði. Að auki skyldi hann fá afhentan 1.261 hlut í móðurfélagi stefnda, Microsoft Corporation, sem áfrýjandi hefði öðlast rétt til á grundvelli þess bónuskerfis sem vísað er til í ákvæði 9.4 í ráðningar samningi hans við stefnda. Í annan stað byggði áfrýjandi á því, ef ekki yrði fallist á að framangreindur samningur hefði komist á, hafi hann eigi að síður átt rétt á að fá afhentan 1.261 hlut í móðurfélagi stefnda við starfslokin. Það hafi verið regla hjá stefnda að starfsmenn sem létu af störfum fengju afhenta hluti sem þeir hefðu unnið sér rétt til með árlegum kaupauka. Ætti það einnig við um hluti sem ekki hefði verið kominn afhendingardagur á samkvæmt skilmálum kaupaukakerfisins. Stefndi reisti sýknu kr öfu sína á því að ósannað væri að samningur hefði verið gerður um starfslok áfrýjanda. Að auki væri skýr regla um það í kaupréttarkerfinu að réttur til að fá afhenta hluti í móðurfélagi félli niður við starfslok. Það væri hins vegar þekkt að þegar stefndi segði starfsmönnum upp í tengslum við skipulagsbreytingar væru gerðir við þá sérstakir starfslokasamningar þar sem þeir fengju afhenta hluti sem þeir hefðu annars ekki átt rétt á. 5 Með hinum áfrýjaða dómi var stefndi sýknaður af báðum kröfum áfrýjanda. Var niðurstaðan byggð á því að sannað væri að áfrýjandi hefði sjálfur sagt upp störfum með tölvupósti 9. september 2016 og hefði samkvæmt því átt rétt á launum í þriggja mánaða uppsagn arfresti. Þótt fyrir lægju gögn um það í málinu að yfirmenn hans hefðu tekið til skoðunar hvort hægt væri að gera við hann samkomulag um að fyrirtækið mundi segja honum upp, greiða honum lengri uppsagnarfrest og afhenda honum hluti í móðurfélaginu, sem han n hefði ella ekki átt rétt á, væri ósannað að samningur þess efnis hafi komist á með aðilum. Þá var komist að þeirri niðurstöðu að 3 áfrýjandi hefði ekki sýnt fram á að í framkvæmd kaupaukakerfis hefði stefndi gert upp við starfsmenn, sem sjálfir sögðu upp s törfum, með hlutum í móðurfélaginu sem þeir hefðu öðlast rétt til að fá afhenta síðar. 6 Við meðferð málsins fyrir Landsrétti lagði áfrýjandi fram ný gögn. Þar er meðal annars að finna viðauka við ráðningarsamning áfrýjanda við stefnda 28. nóvember 2013, lei ðrétt skattframtöl árin 2013 til 2017 og 2022, gagnabeiðni áfrýjanda 28. febrúar 2024 til systurfélags stefnda og svarbréf þess 7. júní og 22. júlí sama ár, ódagsett tölvupóstssamskipti milli starfsmanna systur - og móðurfélags stefnda og yfirlit yfir hluta fjárkaupauka áfrýjanda. 7 Stefndi lagði fyrir Landsrétt hluta af þeim tölvupóstssamskiptum, sem áfrýjandi hafði áður lagt fram, með dagsetningum tölvupósta. Hluti af þeim var texti sem hafði verið afmáður úr þeim tölvupóstum sem áfrýjandi hafði áður fengið a fhenta. Þá lagði stefndi fram drög að uppsagnarbréfi til áfrýjanda sem aldrei var sent honum, form fyrir uppsagnarbréf til starfsmanna í Danmörku, hluta af kjarasamningi VR og Samtaka atvinnulífsins 1. maí 2015 til 31. desember 2018 og skjáskot úr mannauðs kerfi stefnda sem sýnir ferli við móttöku skilyrtra loforða um afhendingu hlutafjár. 8 Fyrir Landsrétti gáfu Sævar Haukdal og Gunnar Karl Níelsson, fyrrverandi starfsmenn, stefnda vitnaskýrslur. Þá gaf Camilla Hillerup, starfsmaður í mannauðsdeild systurfé lags stefnda í Danmörku, skýrslu fyrir réttinum. Niðurstaða 9 Áfrýjandi hóf störf hjá stefnda 15. maí 2012 en hann hafði áður starfað hjá móðurfélagi stefnda, Microsoft Corporation, í Redmond í Washington ríki í Bandaríkjunum frá árinu 2009. Þótt áfrýjandi hafi verið starfsmaður stefnda og búsettur á Íslandi starfaði hann fyrst og fremst sem yfirmaður (e. Senior Program Manager) starfshóps í Bandaríkjunum sem vann við viðskiptakerfi Microsoft Corporation (e. Dynamics Retail). Á árinu 2016 var næsti yfirmaður hans Jeff Blucher en yfir þeim hafi verið Balaji Balasubramanian , en þeir voru báðir starfsmenn hjá móðurfélaginu í Redmond. Yfirmaður stefnda á Íslandi var Heimir Fannar Guðlaugsson , þáveran di framkvæmdastjóri stefnda. 10 Samkvæmt grein 1.2 í ráðningarsamningi áfrýjanda við stefnda 19. apríl 2012 er uppsagnarfrestur samning sins þrír mánuðir. Í honum er kveðið á um að stefndi greiði áfrýjanda föst laun fyrir starf hans , sbr. grein 9.1. Að auki er tekið fram í grein 9.4 að áfrýjandi geti átt rétt til árlegs kaupauka í samræmi við kaupaukakerfi stefnda eins og það er á hverjum tíma. Samkvæmt þeim gögnum sem liggja frammi í málinu hefur áfrýjandi árlega fengið úthlutað kaupaukum í formi peninga og réttinda til hluta í móðurfélaginu allt frá árinu 20 09 til ársins 2016. Fékk hann kaupaukana bæði þegar hann vann hjá móðurfélagi stefnda á árunum 2009 til 2012 og eftir það er hann hóf störf hjá stefnda. Óumdeilt er að við starfslok áfrýjanda haustið 2016 hafi hann átt 4 eftir að fá afhenta n 1.261 hlut í móð urfélagi nu samkvæmt þeim kaupaukum sem hann hafði fengið í sinn hlut á árunum 2012 - 2016. 11 Fyrir liggur að áfrýjandi sagði upp störfum hjá stefnda með tölvupósti 9. september 2016 sem hann sendi yfirmönnum sínum, Jeff Blucher og Balaji Balasubramanian. Í sva rpósti Balaji sama dag voru áfrýjanda þökkuð störf fyrir félagið undangengin ár og jafnframt tekið fram að þeir mundu fara yfir málin þegar hann kæmi til höfuðstöðvanna í Redmond í næstu viku vegna starfslokanna. Að sögn áfrýjanda fór hann til Bandaríkjann a 11. september 2016 í því skyni að ljúka yfirfærslu verkefna sem voru á hans könnu og var áætlað að hann mundi ljúka yfirfærslunni fyrir lok mánaðarins. Þá kemur fram í tölvupósti Thomas Oldenburg, starfsmanns í mannauðsdeild danska systurfélags stefnda, 16. september 2016 til Balaji að hann muni annast málefni áfrýjanda vegna starfslokanna. Af tölvupóstinum má ráða að Thomas hafi fengið upplýsingar um það frá skrifstofunni á Íslandi að Balaji væri að skoða hvort unnt væri að leysa mál áfrýjanda með farsæl um hætti. Þá spyr sendandinn - Reduction in force) þannig að áfrýjandi héldi hlutum sínum í móðurfélaginu. Þá liggur fyrir í málinu útprent af skilaboðum 26. september 2016, úr samskiptakerfi sem yfirmaður stefnda, Heimir Fannar, staðfestir að mál áfrýjanda sé í höndum Thomas 12 Samkvæmt framburði vi tnisins Camillu Hillerup , sem var yfirmaður mannauðsmála í starfsemi dótturfélaga Microsoft í Danmörku og á Íslandi þegar áfrýjandi lét af störfum, fyrir Landsrétti , bar uppsagnir starf s manna hjá Microsoft - samstæðunni að með þrennum hætti. Í fyrsta lagi g á tu starfsm enn sjálf i r sagt upp störfum . Í öðru lagi var starfsm önnum stundum sagt upp á þeim grundvelli að þeir h a fi ekki staðið sig nægilega vel í starfi. Í þriðja lagi v ar starfsmönnum sagt upp með hópuppsögn af stjórnendum móðurfélagsins í því skyni að fækka starfsmönnum í tengslum við endurskipulagningu á starfseminni. Í þeim tilvikum væru ekki ráðnir inn nýir starf s menn í stað þeirra sem gasamir um að koma áfrýjanda inn í hópuppsögn sem var fyrirhuguð. Það hefði þýtt að áfrýjandi hefði fengið nokkuð ríflegri greiðslur við starfslokin sem hefðu verið greiddar af móðurfélaginu, en á móti hefði sparast kostnaður hjá stefnda vegna þriggja mána ða uppsagnarfrests áfrý janda. 13 Samkvæmt framburði áfrýjanda átti hann fund með yfirmanni sínum Balaji að kvöldi 28. september 2016 þar sem honum var tilkynnt að ekki hefði verið unnt að haga starfslokum hans þannig að hún væri hluti af hópuppsögn. Hafi hann fengið þá skýringu að starfsmaður mannauðsdeildar hjá móðurfélaginu, Patricia Turner, hafi talið að það væri ekki mögulegt þar sem hann hefði sjálfur sagt upp störfum og upplýsingar um þá uppsögn lægju fyrir í kerfi fyrirtækisins. Á frýjandi lýsti því í 5 fr amburði sínum í héraði að hann hefði í framhaldi af fundi num með Balaj i átt samskipti við Thomas vegna málsins 29. september 2016 í samskiptakerfi fyrirtækisins . Útprent af þeim samskiptum ligg ur fyrir í málinu. Þar staðfestir Thomas að yfirmenn áfrýjanda hafi reynt að fá heimild til að gera samning við hann um starfslok en að það hafi ekki gengið eftir af fyrr greindum ástæðum. 14 Þá kom fram í framburði áfrýjanda í héraði að í framhaldi af þessum samskiptum hans við Thomas og Balaji hefði hann verið upplýstur um að síðasti starfsdagurinn hans yrði 30. september 2016 og að hann ætti að setja nauðsynlegar upplýsingar vegna starfslokanna í mannauðskerfi fyrirtækisins. Það hafi hann hins vegar ekki gert en yfirmaður hans Jeff hafi síðar upplýst að upplýsingar vegn a starfsloka hans hefðu verið settar í mannauðskerfið. Áfrýjandi hafi þá fengið tölvupóst 20. október 2016 frá mannauðsdeildinni þar sem hann var upplýstur um hvaða þáttum hann þyrfti að ganga frá vegna starfslokanna. 15 Í tölvupóstum sem áfrýjandi og stefndi hafa lagt fyrir Landsrétt, og áður er getið, kemur fram að starfsmenn innan fyrirtækjasamstæðu Microsoft Corporation hafi haft til skoðunar hvort unnt væri að taka áfrýjanda með í fyrirhugaða hópuppsögn 3. október 2016 og gera við hann starfslokasamning m eð ríflegri starfslokagreiðslu m í peningum og hlutum. Í drögum að uppsagnarbréfi á ráðningarsamningi áfrýjanda, sem dagsett eru 3. október 2016 , en bréfið var ekki sent til áfrýjanda, er gert ráð fyrir að áfrýjandi fengi hagstæðari starfslokakjör en ráðnin garsamningur hans gerð i ráð fyrir. Samkvæmt drögunum var gert ráð fyrir að hann fengi fimm mánaða uppsagnarfrest og að auki tveggja mánaða laun í starfslokagreiðslu. Þá gerðu samningsdrögin ráð fyrir að hann fengi hluti í móðurfélaginu sem ætti að afhend a fyrir lok uppsagnarfrests hans í mars 2017. Réttindi til hluta sem ekki hefði átt að afhenda fyrir þann tíma skyldu falla niður. 16 Áfrýjandi byggir á því að yfirmenn hans hafi gefið honum loforð um að starfslok hans yrðu hluti af hópuppsögn samkvæmt ákvörðun móðurfélagsins sem fara átti fram 3. október 2016. Vísar áfrýjandi til þess að yfirmaður hans Balaji hafi sýnt honum tölvupóstssamskipti milli yfirmanna hans og starfsmanna mannauðsdeildar 26. september 2016 þar sem fram komi staðfesting á ákvörðun yfirma nn hans þessa efnis. Í annan stað nefnir áfrýjandi að Balaji hafi sýnt honum drög að starfslokasamningi þar sem fram hafi komið að hann fengi greidd sjö mánaðarlaun, auk þess sem hann fengi uppgerða hluti í móðurfélaginu sem hann hefði ekki þegar fengið af henta. Við flutning málsins fyrir Landsrétti kom fram að áfrýjandi hefði ekki séð þau drög að uppsagnarbréfi sem stefndi lagði fyrir Landsrétt heldur hefði hann fengið að sjá áðurgreind drög að samningi þar sem fram hefði komið að hann fengi alla útistanda ndi hluti afhenta. 17 Samkvæmt framangreindum gögnum er ljóst að samstarfsmenn og yfirmenn áfrýjanda voru mjög áhugasamir um að taka áfrýjanda með í fyrirhugaða hópuppsögn 3. október 2016 og gera við hann sérstakan starfslokasamning sem fæli í sér hærri 6 starf slokagreiðslur , bæði í formi peninga og uppgjörs á fleiri hlutum í móðurfélaginu en hann ella ætti rétt á. Þeim tölvupóstum sem áfrýjandi vísar til og byggir á að staðfesti munnlegt samkomulag aðila um starfslok var ekki beint til hans , heldur koma þar fra m samskipti sem yfirmenn hans áttu sín á milli og við starfmenn mannauðsdeilda innan samstæðunnar um það hvort og þá hvernig væri hægt að koma áfrýjanda inn í hópuppsögnina. Í þeim er ekki að finna loforð til áfrýjanda um að hann fái þau starfslokakjör sem hann byggir nú mál sitt á. Af samskiptunum má á hinn bóginn glögglega sjá að ráðgerðir yfirmanna hans náðu ekki fram að ganga þar sem áfrýjandi hafði sjálfur sagt upp störfum og að staðfesting á því hefði þegar legið fyrir hjá fyrirtækinu. Þá liggur einni g fyrir að yfirmaður hans , Balaji, upplýsti áfrýjanda 2 8 . september 2016 um að ekki hefði reynst unnt að taka hann með í hópuppsögnina af þessari ástæðu. Þá liggur fyrir að áfrýjanda var ekki sent skriflegt uppsagnarbréf sem lögð höfðu verið drög að. 18 Að ö llu framangreindu virtu hefur áfrýjandi ekki sýnt fram á að samningur hafi komist á milli stefnda og hans um að starfslokakjör skyldu vera með öðrum hætti en ráðningarsamningur hans gerði ráð fyrir. 19 Svo sem áður var vikið að gat áfrýjandi átt rétt til árlegs kaupauka í samræmi við kaupaukakerfi stefnda eins og það var á hverjum tíma, sbr. grein 9.4 í ráðningarsamningi hans. Áfrýjandi lýsti því í framburði sínum í héraði að fyrirkomulag kaupaukakerfisins hafi verið þannig háttað að í ágústmánuði hvers árs hafi yfirmenn tilkynnt starfsmönnum um það hvort og þá í hve ríkum mæli starfsmaður ætti rétt á kaupauka vegna undangengins fjárhagsárs, en fjárhagsár móðurfélagsins hafi verið frá 1. júlí til 30 . júní. Helmingur kaupaukans hafi að jafnaði verið greiddur út í peningum en helmingur í réttindum til afhendingar hluta í móðurfélaginu. Stefndi hafi séð um að greiða peningagreiðslu rnar en móðurfélagið hafi gefið út hlutina. Þá kom einnig fram hjá áfrýjanda að hlutir sem hann fékk í kaupau ka í móðurfélaginu hefðu verið afhentir yfir fimm ára tímabil , eða 20% á hverju ári. Þegar kom að afhendingu hlutabréfa hafi starfsmönnum verið sendur tölvupóstur þar sem tilkynnt var um að afhenda ( e. þurft að samþykkj a það sem fram kæmi í tölvupóstinum áður en afhending hlutanna færi fram. 20 Stefndi hefur lagt fram í málinu samninga um skilyrt loforð Microsoft Corporation um afhendingu hlutabréfa til áfrýjanda dagsetta 31. ágúst 2012, 30. ágúst 2013, 29. ágúst 2014, 31. ágúst 2015 og 31. ágúst 2016. Í 2. gr. samninganna kemur fram að hlutirnir sem áfrýjandi öðlaðist rétt til samkvæmt samningunum verði afhentir honum eftir að réttindin v oru veitt og síðan árlega þar á eftir. Í samningum árin 2014 til 2016 er tekið fram að 10% hlutanna verði afhentir á sex mánaða fresti. Í samningsákvæðinu segir að skyldan til að afhenda hlutina væri háð því að áfrýjandi væri enn starfsmaður á afhendingard egi. Að auki er tekið fram í 4. gr. samninganna að þegar starfsmaður 7 hætti að vera þátttakandi í kaupaukakerfinu falli réttur hans til óafhentra hluta niður. Að endingu er í 11. gr. samninganna tekið fram að virði óafhentra hluta við starfslok sé núll. Sam kvæmt framburði áfrýjanda í héraði hafði hann ekki séð þessa samninga áður, en hann taldi að þeir hefðu orðið til með sjálfvirkum hætti í kerfum móðurfélagsins eftir að hann hafði samþykkt að taka við hlutunum. 21 Í málinu liggur fyrir tölvupóstur 30. ágúst 2 016 frá Jeff Blucher, yfirmanni áfrýjanda, þar sem hann tilkynnir honum um árlegan kaupauka. Í póstinum er vísað til tiltekinnar vefslóðar um nánari upplýsingar um kaupaukann. Þá hefur áfrýjandi lagt fram yfirlit yfir þann rétt sem hann hefur öðlast til af hendingar hluta á árunum 2012 til 2016 ásamt skýringum á þeim réttindum. Þar kemur fram hversu mikið af hlutum hann hefur átt rétt á að fá afhent á hverju ári og hversu marga hluti hann hafði fengið afhenta (e. amt hefur áfrýjandi lagt fram skýrslu um mat á starfsárangri hans á árinu 2013 sem gefur yfirlit yfir kaupauka sem hann fékk úthlutað á því ár. Þar kemur fram að hann hafi fengið 2.609.938 krónur í kaupauka og 617.025 krónur í sérstakan reiðufjárkaupauka. Á yfirlitinu kemur fram að áfrýjandi hafi að auki fengið úthlutað rétti til að fá afhenta hluti í móðurfélaginu að jafnvirði 17.000 bandaríkjadala og er tekið fram í skýrslunni að hlutirnir verði afhentir á næstu fimm árum. Þar er að auki að finna yfirlit yfir þau réttindi til afhendingar á hlutum í móðurfélaginu sem hann hafði fengið á árunum 2009 til 2013 og hversu mikið af þeim hlutum hefði enn ekki verið afhentir. 22 Áfrýjandi byggir kröfur sína að þessu leyti á því að samkvæmt kaupaukakerfi stefnda, sbr. ákvæði 9.4 í ráðningarsamningi, hafi hann átt rétt á að fá alla hluti í móðurfélaginu afhenta þótt hann segði upp störfum sjálfur. Skipti þar engu máli hvernig starfslokin bar að eða hvenær hefði átt að afhenda hlutina. Þessu til stuðnings vísar áfrýjandi til þess að aðrir starfsmenn stefnda sem hafi látið af störfum hafi fengið uppgjör á óafhentum hlutum við starfslok. Þá byggir áfrýjandi á því að hann sé ekki bundinn við skilmála samninga um skilyrt loforð móðurfélagsins um afhendingu hlutbréfa til sín, e nda hafi hann ekki skrifað undir þá. Honum hafi því ekki verið kunnugt um efni þeirra. Hið sama gildi um almenna skilmála í kaupaukakerfi móðurfélagsins. 23 Vitnin Sævar og Gunnar Helgi, fyrrverandi starfsmenn stefnda, staðfestu í framburði fyrir Landsrétti að þeim hefði verið sagt upp störfum hjá stefnda og að þeir hefðu í tengslum við starfslokin fengið uppgerða alla óafhenta hluti í móðurfélaginu sem þeir áttu rétt til. Þetta staðfesti einnig vitnið Camilla sem starfaði hjá mannauðsdeild systurfélags stef nda í Danmörku en hún hafði einnig umsjón með mannauðsmálum hjá stefnda. Tók vitnið fram að þetta hefði verið gert þar sem móðurfélagið hefði ákveðið að segja þeim upp. 24 Í málinu liggur fyrir að áfrýjandi hefur árlega fengið kaupauka fyrir störf sín allt fr á því er hann hóf störf hjá móðurfélaginu 2009 og þar til hann lauk störfum hjá stefnda árið 2016. Engar vísbendingar eru um það í málinu að skilmálar um rétt áfrýjanda til kaupauka hafi breyst þegar hann flutti til Íslands og hóf störf fyrir stefnda. Áfrý jandi 8 hefur staðfest að honum hafi verið kunnugt um að kaupaukar í formi hluta í móðurfélaginu væru afhentir af móðurfélaginu yfir fimm ára tímabil. Þessir skilmálar koma að auki fram í yfirliti um kaupauka sem áfrýjandi fékk afhent á árinu 2013 og liggur fyrir í málinu. Þar kemur einnig fram að ef starfsmaður býr utan Bandaríkjanna greiði dótturfélag reiðufjárhluta kaupauka en móðurfélagið gefi út kauprétt á hlutum beint til starfsmanns. 25 Þótt áfrýjandi byggi á því að hann hafi aldrei séð skilmála samnin ga um skilyrt loforð móðurfélagsins um afhendingu hlut a bréfa , sem stefndi hefur lagt fram í málinu, lýsti hann því í framburði í héraði að hann teldi að samningarnir hefðu orðið til með sjálfvirkum hætti eftir að hann hefði samþykkt að taka við bréfunum. Þ á liggur fyrir að áfrýjandi hefur lýst að hann hafi þurft að staðfesta hvort hann mundi taka við bréfum þegar kæmi að afhendingu þeirra. Loks staðfesti áfrýjandi í framburði sínum - ð upplýsingar um stöðu hluta sem hann ætti rétt til en þar hefðu ekki verið að finna neinar reglur. 26 Svo sem áður hefur verið vikið að byggir stefndi á því að meginskilyrði fyrir afhendingu hluta samkvæmt skilyrtum hlutafjárloforðum væri að starfsmaður væri enn við störf hjá fyrirtækinu þegar kæmi að afhendingardegi. Þetta fyrirkomulag væri hugsað sem hvati fyrir starfsmenn til þess að vinna áfram hjá fyrirtækinu. Óafhentir hlutir væru almennt ekki greiddir út við starfslok þegar starfsmaður seg ði sjálfur up p störfum. Í málatilbúnaði áfrýjanda er ekki að finna nein rök fyrir því af hverju gera ætti upp óafhenta hluti við starfsmann sem sjálfur segir upp störfum ef framangreindur tilgangur kaupa uka kerfis er hafður í huga. Þá liggja ekki fyrir í málinu upplýsin gar um nein dæmi þess að starfsmaður sem hafi sjálfur sagt upp hjá stefnda hafi fengið uppgjör á óafhentum hlutum . Áfrýjandi hafði áður unnið hjá móðurfélagi stefnda og verður að leggja til grundvallar að um þá kaupauka sem hann fékk í því starfi hafi gilt þeir einhliða skilmálar sem móðurfélagið setti um réttindi starfsmanna til kaupauka í formi hluta í móðurfélaginu. Samkvæmt öllu því sem að framan er rakið mátti áfrýjanda vera ljóst af ákvæði greinar 9.4 í ráðningarsamningnum og þeim upplýsingum sem hann hefur staðfest að hafa haft um skilmála kaupaukakerfisins að hann ætti ekki rétt til að fá uppgjör á óafhentum hlutum við starfslok sem stöfuðu af uppsögn hans. 27 A ð fengnum framangreindum niðurstöðum um rétt áfrýjanda til greiðsla úr hendi stefnda vegna st arfsloka eru ekki efni til að fjalla um málsástæður stefnda sem snú a að aðild í málinu og tómlæti. 28 Samkvæmt öllu framanrituðu verður stefndi sýknaður af kröfum áfrýjanda. 29 Stefndi hefur ekki gagnáfrýjað héraðsdómi og kemur krafa hans um málskostnað í héra ði því ekki til álita. 30 Eftir atvikum þykir rétt að hvor aðila um sig beri málskostnað sinn fyrir Landsrétti. 9 Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur skal vera óraskaður. Málskostnaður fyrir Landsrétti fellur niður. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur 6. október 2023 Þetta mál, sem var tekið til dóms 25. september 2023, höfðar Guðmundur Helgi Axels son, kt. [...] , [...] , Reykjavík, með stefnu birtri 30. sept ember 2020, á hendur Microsoft Ísland ehf., [...] , [...] , Reykjavík. Stefnandi krefst þess að stefndi verði d æmdur til að greiða stefnanda 52.710.649 kr. ásamt dráttarvöxtum, samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, af 16.089.605 kr. frá 1. apríl 2017 til 23. október 2020 og af 52.710.649 kr. frá þeim degi til greiðsludags. Til vara krefst stefnandi þess að vi ðurkennt verði að stefnda sé skylt að afhenda stefnanda hlutabréf sem nemi 1.261 hlut í Microsoft Corporation að við lögðum 50.000 kr. dag sektum að liðnum 15 dögum frá uppkvaðningu dóms. Þess er krafist, að dæmt verði, að dráttarvextir skuli leggjast vi ð höfuðstól á tólf mánaða fresti, í fyrsta sinn 1. apríl 2020 en síðan árlega þann dag. Þá er krafist málskostnaðar að mati dómsins. Krafist er vaxta af máls kostn aði skv. 3. kafla vaxtalaga frá 15. degi eftir uppkvaðningu dóms til greiðslu dags. Þess e r einnig krafist að fjárhæð sem samsvari virðisaukaskatti verði bætt við máls kostnað. Stefndi krefst sýknu af öllum kröfum stefnanda. Hann krefst einnig málskostnaðar úr hendi stefnanda sér að skaðlausu. Málavextir Í þessu máli stendur ágreining ur um tvennt. Stefnandi byggir á því að milli hans og fyrrum vinnuveitanda hans hafi komist á munnlegur samn ingur um kjör við starfslok og þann samning eigi eftir að efna. Hins vegar eigi hann að fá greitt andvirði hlutabréfa í Microsoft Corporation, sem honum höfðu verið veitt en höfðu ekki verið afhent honum þegar hann hætti störfum, en til vara skuli hann fá bréfin afhent. Stefnandi hóf störf hjá Microsoft Corporation í Redmond í Bandaríkjunum árið 2009 og starfaði þar til ársins 2012 er hann flutti ti l Íslands. Stefnandi gerði ráðningar samn ing (e. Contract of Employment) við stefnda, Microsoft Ísland ehf., dótturfélag Micro soft Corp., 19. apríl 2012 og hóf þar störf 15. maí sama ár. Starfsheitið var Senior Program Manager á sviði sem hannaði viðskip takerfi fyrir smásölu fyrirtæki, Dyna mics Retail. Fyrir komulagið mun hafa verið þannig að hann hafði starfs aðstöðu hjá stefnda en var yfir maður banda rískra teyma sem hönnuðu lausnir fyrir smá sölu fyrir tæki (e. retail). Hann vann einnig með dönskum t eymum. Í starfi sínu leysti stefn andi einnig úr vanda íslenskra fyr ir tækja sem not uðu smá sölu - kerfið þegar stjórn andi stefnda, Microsoft Ísland ehf., bað hann um það. Yfir maður stefn anda var Jeff Blucher, sem var Principal Group Program Man ager og hafði starfsstöð í Seattle í Bandaríkjunum. Yfir honum var Balaji Bala sub ram an ian sem var yfir maður D365 - við skipta sviðs hjá Micro soft Corp. og var starfs heiti hans General Manager, D365 Comm erce, einnig með starfsstöð í Seattle. Yfir Balaji va r enn einn stjórn andi, Sri Srinivasan. Samkvæmt grein 1.2 í ráðningarsamningnum gat hvor um sig sagt samn ingnum upp með þriggja mánaða fyrirvara. Upp sögnin skyldi taka gildi fyrsta dag næsta mán aðar eftir tilkynningu um uppsögn. Samkvæmt ráðningars amningnum var það stefndi sem greiddi stefnanda laun. Í ákvæði samningsins um endurgjald fyrir vinnu (e. remuneration) var mælt fyrir um föst laun í grein 9.1. Í grein 11 starfslok stefnanda undir RIF - lista þannig að það væri Micro soft sem segði honum upp og stefnandi héldi hluta bréfum sínum (e. I take care of Guðmundur from a local HR point of view. I under stand that his team is shutting down these days, and he let me know via the Iceland office that you are looking into send ing him off in a good manor [sic]. Can you help me under stand: Can this be con sid ered a RIF - case, so he can be terminated from Micro soft side, and ke ep ing his stocks etc.?). Ekki liggur fyrir hverju Balaji svaraði. Ekki liggur heldur fyrir hvort Sri var með í ráðum. Sá sem stýrði stefnda, Microsoft Ísland ehf., á þessum tíma sendi stefnanda tölvu skeyti 26. l á yfirmann þinn sem er mjög skýr málið er núna í höndum Síðasta daginn sem stefnandi var í Seattle, 28. september, kveðst hann hafa beðið allan daginn eftir því að fá samning til þess að rita undir me ð því fyrirkomulagi sem hann hefði rætt við Balaji. Hefði Thomas átt að útbúa samninginn. Balaji hefði verið að störfum utan starfsstöðvar (e. offsite) vegna þess að yfirmenn fyrirtækisins hafi þann dag útkljáð endanlega hverjum yrði sagt upp í lok mánaðar ins og hverjum ekki. Þá um kvöldið hafi Balaji hitt stefnanda á hótelinu þar sem stefnandi dvaldi og greint honum andi hafi þá náð Skype - sam bandi við Thomas í Dan mörku enda var þar þá runn inn upp nýr dagur, 29. sept em ber, og hafi Thomas verið mjög orðvar. Þegar sá dagur var risinn í Seattle hafi stefn andi hitt Balaji á skrif stof unni og hafi Balaji þá verið búinn að fá samninginn frá Thomasi. Hann hafi prentað samn inginn út og sýnt stefn anda. Í honum hafi komið fram að stefnandi fengi sjö mánaða uppsagnarfrest sem sam svar aði einum mánuði fyrir hvert ár sem hann hefði unnið hjá Microsoft, bæði móður - og dótturfélagi. Því til viðbótar fengi hann 7/12 af árlegum peningabónus og 7/12 af árlegum hluta br éfabónus reiknuðum út frá bónus síðastliðins starfsárs. Stefnandi tók flug til Íslands síðar þennan dag, 29. september, og lenti hér að morgni 30. september. Hann kvaðst áfram hafa verið á netinu í sambandi við vinnu stað inn og liðsinnt ýmsum fyrirtækju m sem notuðu smá sölu kerfið sem hann vann við. Yfirmenn hans í Bandaríkjunum hafi sagt honum að 30. sept ember ætti að vera síð asti starfs dagur hans og hann ætti nú að færa uppsögn sína í mann auðskerfi Micro soft. Það kvaðst stefn andi ekki hafa gert. Jeff hafi síðan hringt í stefn anda 20. október 2016 og sagt honum að Balaji hefði sagt Jeff að setja uppsögn stefn anda inn í mann auðs kerfið. Jeff lét stefnanda vita að aðgangi stefnanda að kerfum Micro soft yrði þá þegar lokað. Þegar stefn andi hafi kí kt í tölvuna sína hafi beðið hans skjal úr mann auðs kerf inu sem hafi litið út eins og hann hefði sjálfur skráð upp sögn sína í kerfið 30. sept em ber. Hann hefði þá ekki getað opnað neina aðganga eða gögn. Eftir þetta hefði stefn andi rætt við Balaji sem hafi ekki viljað blanda sér í málið. Með tölvuskeyti 1. nóvember 2016 óskaði stefnandi skýr inga frá Thomasi á því að aðgangi hans að kerfum Microsoft hefði verið lokað. Thomas svaraði 2. nóv em ber og sagði að síðasti skráði starfsdagur stefnanda hefð i verið 30. sept em ber 2016. Jeff Blucher hefði skráð upp sögn stefnanda í mannauðskerfi Microsoft. Við þá skrán ingu hefði aðgangur stefnanda að innri kerfum fyrirtækisins lokast í sam ræmi við reglur þess. Stefnandi sendi Thomasi aftur skeyti 10. nóve mber 2016. Þar ítrekaði hann óánægju sína með þá ákvörðun Microsoft að falla frá tilboði sem honum hefði verið boðið og hann hafði tekið. Stefnandi áréttaði þá afstöðu sína að hann ætti rétt á starfs loka greiðslum í samræmi við þetta samkomulag. Hann gat þess ekki hvert hann teldi efni samkomulagsins vera. Stefnandi fékk greidd laun í október, nóv em ber og desember 2016 á meðan upp sagn ar frestur hans leið. Í lok janúar 2017 gerði stefndi upp orlof stefn anda og fleiri greiðslur. Stefndi hefur ekki grei tt stefn - anda neitt frekar. Stefnandi leitaði aftur til Thomasar, 30. mars 2017, og óskaði eftir viðræðum um samninginn sem stefnandi taldi hafa komist á enda væri stefnandi í Kaupmanna höfn. Í svari Thomasar kom fram að á þeim tíma er uppsögnin átti sé r stað hafi verið reynt en ekki fundist lausn sem hentaði óskum og þörfum allra. Þeir hittust hins vegar ekki. Ekki eru gögn um að stefnandi hafi fylgt kröfu sinni eftir fyrr en með bréfi lög manns hans 10. september 2020. Þá voru liðin fjögur ár frá því að stefnandi tilkynnti stefnda uppsögn sína, 9. september 12 2016, og þrjú og hálft ár frá síðustu samskiptum hans við Thomas, yfirmann mannauðsmála Microsoft í Danmörku og á Íslandi. Það var ekki fyrr en í þessu bréfi lögmannsins sem stefnandi sundurliðaði hvert hann teldi efni munn lega sam komu lagsins hafa verið. Málið var, eins og áður segir, höfðað með stefnu birtri 30. september 2020. Málsástæður og lagarök stefnanda Stefnandi kveðst byggja kröfur sínar á munnlega samkomulaginu. Í því hafi falist að hann fengi laun í sjö mánuði, 7/12 af peningabónus, 7/12 af hlutabréfabónus svo og hluta bréf í sam ræmi við rétt hans samkvæmt starfs tengdum bónusum. Stefnandi vísar til þess að hann hafi fengið greidda þrjá mánuði í upp sagn ar fresti og hafi síða sta launagreiðsla hans verið fyrir desember 2016. Hann hafi hins vegar hvorki fengið greidd laun í fjóra mán - uði til við bótar eins og munnlegt sam komu lag hafi verið gert um né fengið afhent eða verið greidd hluta bréf eins og ráðningar samn ingur hans s agði til um. Samkvæmt grein 9.4 í ráðningarsamningi við stefnda hafi stefnandi átt rétt á árlegum bónus sem hafi verið veittur í lok ágúst ár hvert. Nánari útfærsla á bónus hafi hvorki verið skilgreind í þeim samn ingi né hafi honum fylgt gögn sem útfærsla bón uss ins byggðist á. Krafan bygg ist á gögnum úr mann auðskerfi Microsoft um útreikn ing á bónus sem stefnandi hafi áunnið sér fram að starfs lokum og hvenær skyldi afhenda hann. Bónus sam kvæmt samn ingnum hafi verið greiddur ann ars vegar með reiðufé og hins vegar með afhend ingu hluta bréfa og hafi fjöldi úthlut aðra bréfa verið met inn eftir vinnu framlagi síðasta reikn - ings árs á undan og verið afhentur hlut falls lega næstu fimm árin, þ.e.a.s. 20% árlega. Stefnandi byggir á því að samkv æmt munnlega samkomulaginu hafi hann átt að fá öll þau bréf sem hann hafði áunnið sér og verið veitt í árlegum launabónusum. Það hafi ekki verið rætt sér stak lega við hann hvort bréfin yrðu greidd út eða þau afhent samkvæmt ákvæðum ráðn ingarsamnings, en hvort tveggja hafi tíðkast. Stefn andi hafi hins vegar hvorki fengið sinn hluta greiddan út né afhentan. Við starfslok hafi hann átt inni rétt til neðangreinds fjölda hluta bréfa eða andvirðis þeirra, en afhend ing bréfa hafi tekið mið af störfum stefnanda næstliðin fimm ár. Bréf vegna áranna 2012 2016, sem átti að afhenda 2017 479 hlutir Bréf vegna áranna 2013 2016, sem átti að afhenda 2018 325 hlutir Bréf vegna áranna 2014 2016, sem átti að afhenda 2019 224 hlutir Bréf vegna áranna 2015 2016, sem átti að afhenda 2020 150 hlutir Bréf vegna ársins 2016, sem átti að afhenda 2021 83 hlutir Stefnandi hafi því samanlagt átt inni 1.261 hlutabréf sem samsvari 36.621.044 krónum miðað við gengi hlutabréfa 29. sept em ber 2020 sem hafi verið 209,76 banda ríkja dalir á hlut og viðmiðunargengi bandaríkjadals 138,45 kr. Þá krefjist stefnandi greiðslu samkvæmt munnlegu samkomulagi sem gert var við hann við starfslok en félagið leggi ríka áherslu á það við starfsmenn sína að halda í heiðri munnlega samninga sem j afngildi skriflegum. Þótt stefn andi hafi ítrekað reynt að fá þessu samkomulagi framfylgt hafi hann ekki fengið greitt sam kvæmt því. Stefnandi krefjist vangoldinna launa vegna janúar, febrúar, mars og apríl 2017 en mánaðarlaun hans hafi verið 1.636.901 kr. Laun fyrir þessa fjóra mánuði nemi því sam anlagt 6.547.604 kr. Þá krefjist hann orlofs en umsamið orlof hafi verið 30 dagar á ári sem geri 13,04% af 6.547.604 kr., alls 853.807 kr. Þá krefjist hann hlutdeildar í peningabónus sem nemi 7/12 (umsaminn sjö mán aða uppsagnarfrestur) miðað við hlutfall af síðast greiddum árlegum bónus sem var 2.900.000 kr. sem geri 1.691.667 kr. og sama hlutfall af hlutabréfabónus sem geri 241 hlut miðað við gengi dags 29. september 2020, 209,76 bandaríkjadalir á hlut. Sa m tals 6.996.526 kr. Krafan sundurliðist svo: Skýring Upphæð Fjöldi bréfa Verðmæti Athugasemdir 13 4 mánaða laun 6.547.604 6.547.604 laun í 4 mánuði 4 mánaða orlof 853.807 853.807 m.v. 30 daga orlof 13,04% 7/12 af peningabónus 1.691.667 1.691.667 hlutfall af síðasta bónus 7/12 af hlutabr.bónus 241 6.996.526 hlutfall af síðasta bónus Fjárkrafa vegna starfslokasamningsins nemi samtals 16.089.605 kr. Þar við bætist verð gildi áunninna en óafhentra hlutabréfa samkvæmt ráðningarsamningi sem nemi 36.621.044 krónum. Heildarkrafa stefnanda sé því 52.710.649 kr. Til vara krefjist stefnandi þess að viðurkennt verði að hann eigi rétt til þess að fá afhent hluta bréf sem hann h afði áunnið sér og honum höfðu verið veitt í árlegum launa bón usum á grundvelli greinar 9.4 í ráðningarsamningi. Áunninn réttur hafi numið 1.261 hlut í Micro soft við starfslok. Bréfin hafi átt að afhenda árlega í fimm ár frá starfs lokum og hafi átt að a fhenda síð ustu bréfin í lok ágúst árið 2021. Innheimtutilraunir 10. september 2020 hafi reynst árangurslausar og því sé máls höfðun nauðsyn. Gerðar séu ýtrustu kröfur samkvæmt lögum og kjara samn ingum. Til stuðnings kröfum sínum vísar stefnandi til l aga nr. 7/1936 um samnings gerð, umboð og ógilda lög gerninga, laga nr. 28/1930 um greiðslu verkkaups, laga nr. 55/1980 um lágmarkskjör o.fl., laga nr. 30/1987 um orlof, meginreglna kröfu - og vinnu réttar, kjara samn inga VR og vinnuveitenda og bókana sem teljast hluti kjara samn inga. Kröfu sína um dráttarvexti og vaxtavexti styður hann við reglur III. kafla vaxta - laga nr. 38/2001. Kröfu um málskostnað styður stefnandi við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991, sbr. 4. tölulið 129. gr. um vexti af málskostnaði . Þar eð stefnandi sé ekki virðisaukaskattsskyldur krefjist hann einnig virðis auka skatts af málskostnaði. Málsástæður og lagarök stefnda Kröfugerð stefnanda Stefndi vísar til þess að stefnandi krefjist aðallega greiðslu 52.710.649 kr. úr hendi stefnd a auk dráttar vaxta. Til vara krefjist stefnandi viðurkenningar á því að stefnda sé skylt að afhenda stefnanda hlutabréf sem nemi 1.261 hlut í Microsoft Corp. að viðlögðum dag sektum. Krafa stefnanda virðist eingöngu byggð á því að hann eigi rétt á bónus g reiðslum samkvæmt ráðningarsamningi og að gerður hafi verið við hann munn legur starfs lokasamningur. Stefndi hafni öllum málsástæðum stefnanda. Stefndi byggi á því að stefnandi hafi ekki sannað að munnlegur samningur um starfslok hafi komist á milli aði la. Þvert á móti hafi stefnandi sagt upp störfum 9. september 2016 og ætlað sér að róa á önnur mið. Uppsögn hans hafi tekið gildi 1. október 2016. Stefndi hafi greitt stefnanda laun í upp sagn ar fresti í samræmi við grein 1.2 í ráðningarsamningi og ákvæðu m kjara - samn inga. Engu breyti í þessu sambandi þótt stefnandi hafi leitast við að vera meðal þeirra sem Micro soft Corp. ráðgerði að segja upp á sviðinu. Enginn samningur hafi komist á milli stefn anda og stefnda. Þá byggi stefndi á því að stærstum hlut a kröfu stefnanda, þ.e. þeim sem varðar and virði hlutabréfa í Microsoft Corp. eða afhendingu þeirra, sé beint að röngum aðila, enda taki stefndi, Microsoft Ísland ehf., hvorki ákvörðun um útgáfu slíkra hlutabréfa, hafi yfir þeim að ráða né að fyrir hendi sé réttur til slíks kaupauka í formi hluta bréfa í ráðn ing ar samn ingi aðila. Þetta sé þvert á móti einstök ákvörðun Microsoft Corp. í hvert sinn þegar komi að útgáfu hlutabréfa, eins og nánar greini síðar. Því verði að sýkna stefnda af kröfu stefnanda u m afhendingu hlutabréfa á grundvelli aðild ar skorts. Jafnvel þótt talið væri að samningur hefði komist á og að sá samningur hefði kveðið á um greiðsluskyldu stefnda sé ljóst að stefnandi hafi nú tapað slíkum rétti á grund velli tómlætis. Krafa stefnanda sé því löngu fallin niður og beri að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda. Stefnandi ber sönnunarbyrði fyrir því að sérstakur starfslokasamningur hafi komist á Stefndi áréttar að samkvæmt meginreglum réttarfars og samningaréttar hvíli sönn unarbyrð in fyrir því að samningur hafi komist á á þeim sem haldi því fram. Þetta gildi bæði um til vist og efni samnings. Það sé megingrundvöllur kröfu stefnanda að á milli aðila hafi komist á ein hvers konar munn legur starfslokasamningur. Stefndi hafni því alfar ið. Rök stuðn ingur stefnanda fyrir þessum meinta munnlega 15 kaupaukastefnu stefnda hverju sinni. Stefn andi byggi á því að bónu s samkvæmt samningnum hafi verið greiddur ann ars vegar í reiðufé og hins vegar með afhendingu hlutabréfa. Þessum skiln ingi stefn anda mót - mæli stefndi. Til skýringar á þessu upplýsi stefndi að stefnandi hafi fengið greiddan bónus sam kvæmt árlegri ákv örðun stefnda. Þegar stefndi hafi talið stefnanda eiga kost á pen inga bónus hafi sá bónus verið greiddur í lok ágúst. Microsoft Corp. hafi innleitt svo kallað hluta bréfa kaup aukakerfi (e. the Microsoft Corporation 2001 Stock Plan). Stefndi, Microsoft Ís land ehf., hafi hins vegar hvorki umsjón, ábyrgð né taki ákvarð anir um útgáfu hluta bréfa loforða sam kvæmt því kaupaukakerfi. Það kerfi sé eingöngu á herðum Microsoft Corp. eins og nánar greini. Stefndi byggi á því að telji stefnandi sig eiga vangoldn ar greiðslur vegna hluta bréfa í Microsoft Corp. þurfi hann að beina þeirri kröfu að móðurfélaginu en ekki stefnda. Því verði að sýkna stefnda af kröfu stefnanda um andvirði hlutabréfa og/eða afhend ingu þeirra sökum aðilaskorts, skv. 16. gr. laga nr. 91/1 991 um meðferð einka mála. form ance Year stöðu mats. Samkvæmt skjal inu ha fi árs laun stefn anda hækkað milli ára um 419.259 kr. Einnig komi fram að stefn andi fékk greiddan árlegan bónus sem nam 2.609.938 kr. og 617.025 kr. í sér stakan bónus. Þetta fé hafi stefndi greitt. Þetta skjal sýni að samþykkt hafi verið um mitt ár 2 013 að stefnandi fengi afhent verðmæti samtals 17.000 bandaríkjadala samkvæmt hluta bréfa kaup auka kerfi Micro soft Corp. End an legur fjöldi hlutabréfa hafi átt að ráðast af verð mæti bréf anna 31. ágúst 2013. Í frammi stöðumatinu sé tiltekið að réttur t il afhend - ingar hlut anna ávinn ist á næsta fimm ára tímabili (e. The stock award will vest over the next 5 years). Fjöldi hluta réðist af gengi á þeim degi er réttur hefði áunnist hverju sinni. Um afhendingu hlutabréfa í Microsoft Corp. bendi stefndi á skilmála neðst í skjal inu undir The Individual Results Report (IRR) does not create any express or implied pro mise or contract for continuing employment, for specific treatment in specific situ ations, or for the f uture grant of stock awards. Your stock awards are granted by Microsoft Corporation and subject to approval by the Compensation Com mittee in its sole discretion and will be subject to the terms of your individual stock award agreement and its vesting cond itions. MSFT share prices are used for illustrative purposes only. For employees outside the U.S. local cash compensation (such as salary) is paid by the local subsidiary, and stock is granted by Microsoft Corporation. Adjust ments in cash compensation ar e made by the local Microsoft subsidiary. Stock awards are granted directly by Microsoft Corporation. Lauslega þýtt merki þetta að veitt hlutabréf samkvæmt hluta bréfa kaup auka kerf inu séu ákveðin, gefin út og greidd af móðurfélaginu, Microsoft Corp. J afnframt segi að starfsmenn utan Bandaríkjanna fái fjárgreiðslur, svo sem laun, greiddar frá dótt ur félögum Microsoft Corp. eins og stefnda. Hlutabréf séu hins vegar ákveðin, veitt og gefin út af móðurfélaginu. Stefndi telji nauðsynlegt að fjalla stutt lega um hlutabréfakaupaukakerfi Micro soft Corp. Núverandi kerfi hafi verið tekið upp 2001. Það sé til gangur þess að verð launa starfsmenn sem starfi hjá Microsoft Corp. og/eða dóttur félögum þess félags. Micro soft Corp. hafi óskorað vald um ákvörðun og afhend ingu hluta bréf anna. Í stuttu máli lofi Microsoft Corp. að afhenda starfs mönnum til tekinn fjölda hluta bréfa að nán ari skilyrðum uppfylltum. Hlutabréfin, sem séu ákveðin hverju sinni, séu afhent yfir fimm ára tíma bil og oftast þannig að miða ð sé við 10 afhendingardaga þar sem starfsmenn fá afhent 10% af hlutabréfaloforðinu í hvert sinn. Til skýringar sé litið svo á að hluta bréfin séu lofuð en óafhent (e. unvested). Sé starfsmaður enn í starfi hjá félaginu á fyrsta afhending ar degi séu bréfi n afhent starfsmanninum (e. vested). Frá því að stefn andi hóf störf hjá Micro soft Corp. árið 2009 og eftir að hann hóf störf hjá stefnda árið 2012 hafi hann fengið afhent hlutabréf frá Microsoft Corp. í samræmi við loforð félagsins í hvert sinn. 19 telji því að jafnvel þótt talið yrði að ráðningar samn ingur aðila veitti stefnanda rétt á hendur stefnda til afhendingar hlutabréfa geti ekki komið til afhend ingar þeirra, þar eð stefnandi uppfyllti ekki skilyrði skil - yrta lof orðs ins frá Microsoft Corp. Því verði að sýkna stefnda af öllum kröfum stefn anda. Að lokum bendi stefndi á 21. gr. skilyrta loforðsins. Samkvæmt því ákvæði gildi ákvæði laga Washingto n - fylkis í Bandaríkjunum um skilyrt loforð Microsoft Corp. og höfða skuli mál fyrir dómstóli þess fylkis eða alríkisdómstóli fyrir Western District í því fylki. Því lúti ágreiningsefni um afhendingu hlutabréfa ekki lögsögu íslensks dómstóls. Samkvæmt 24. g r. laga nr. 91/1991 um meðferð einka mála skuli vísa máli frá dómi sé sakarefni skilið undan lög sögu íslenskra dómstóla sam kvæmt lögum, samningi, venju eða eðli sínu. Með vísan til máls ástæðna, eins og þeim er lýst að framan, gerir stefndi ekki sérstaka kröfu um frá vísun en telur til greina komi að vísa þessum hluta kröfu stefnanda frá dómi án kröfu (ex officio). Krafa stefnanda er fallin niður sökum tómlætis Vilji svo ólíklega til að héraðsdómur telji stefnanda eigi rétt til greiðslna úr hendi stef nanda á grundvelli ráðningarsamnings og eftir atvikum á grund velli skilyrts lof orðs Microsoft Corp. byggi stefndi á þeirri málsástæðu að krafa stefn anda teljist fallin niður sökum tómlætis. Stefndi bendi á að stefnandi hafi sagt upp störfum með tölvu pósti 9. september 2016. Síðasti starfsdagur hans hafi verið 30. september sama ár. Með tölvupósti 10. nóv ember sama ár til Thomasar hafi stefnandi gert athugasemdir og nefnt að tilboð hafi verið lagt fram sem hann hafi samþykkt, en það hafi síðar verið f ellt niður. Stefn andi hafi talið það vera ósanngjarnt og í ósamræmi við gildi Microsoft. Hann hafi talið sig eiga að fá starfs lokasamninginn en hafi ákveðið að leggja þann ágreining til hliðar. Í tölvu pósti 30. mars 2017 hafi stefnandi óskað eftir viðræ ðum vegna samnings sem ekki hafði verið efndur, án þess þó að tilgreina sérstaklega hvað fólst í hinum meinta samn ingi. Thomas hafi svarað stefn anda samdægurs og tjáð honum að á þeim tíma sem upp sögn átti sér stað hefði ekki fundist lausn sem hentaði bá ðum aðilum. Í þrjú og hálft ár, þ.e. frá 30. mars 2017 og fram að kröfubréfi lögmanns stefn anda, dags. 10. september 2020, hafi stefnandi ekkert gert í því að fylgja eftir meintri kröfu sinni á hendur stefnda. Stefndi hafi ávallt litið svo á að enginn samningur hefði kom ist á. Hafi stefn andi talið sig eiga kröfu á hendur stefnda hafi honum borið fylgja henni strax eftir. Því verði ekki annað séð en að stefnandi hafi talið að krafan væri ekki til staðar. Með vísan til ítarlegrar dómaframkvæmdar Hæstaré ttar um tóm læti í vinnu rétti, þar sem litið hafi verið svo á að dráttur í nokkra mánuði á því að hafa uppi kröfu geti leitt til þess að hún teljist fallin niður, verði að telja að svo sé í þessu til viki. Á grundvelli þess sem rakið hafi verið krefjis t stefndi sýknu af öllum kröfum stefn anda. Til stuðnings kröfum sínum vísi stefnandi til meginreglna samninga - og vinnu réttar, m.a. um sönnun á tilvist samninga og tómlæti. Jafnframt er vísað til megin reglna réttarfars. Krafa um málskostnað styðjist við 1. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Niðurstaða Fyrir dómi gaf einungis stefndi skýrslu. Margítrekað var reynt að fá yfirmenn hans í Bandaríkjunum, sem störfuðu þá ekki lengur hjá Microsoft, til þess að gefa skýrslu en sú viðleitni bar ekki árangur. Samkvæmt skriflegu svari Thomasar Olden burg við fyrir spurn lög manns stefnanda mundi hann alls ekki neitt eftir neinum atvikum tengdum starfs lokum stefnanda hjá Microsoft. Meintur munnlegur samningur Eins og fram er komið er það orsök þessa máls að stefnandi telur að munnlegt sam komulag hafi komist á á milli hans og yfirmanna hans hjá Microsoft Corp. um til tekin starfslokakjör. Dómurinn telur enga ástæðu til þess að draga í efa þann framburð stefn anda fyrir dómi að yfi rmenn hans í Banda ríkj unum hafi, þegar þeim barst uppsögn hans, fært það í tal við hann hvort hann féllist á að láta fyrirtækið segja sér upp til þess að hlífa mætti öðrum starfs manni við uppsögn. Að mati dómsins kemur þetta nægilega skýrt fram í gögnum um sam skipti stefnanda við m.a. Thomas Oldenburg, 20 yfirmann mann auðssviðs Micro soft Corp. í Danmörku og á Íslandi, sem fóru fram um hádegis bil að dönskum tíma 29. september 2016. Það er jafnljóst að Balaji sagði stefnanda að kvöldi 28. september að e kkert yrði af því að stefnandi yrði einn þeirra sem settur yrði á RIF - var Sri Srinivasan yfirmaður Balaji en ekk ert hefur verið fært fram um afstöðu hans til þerrar viðleitni undirmanna sinna að koma stefnanda á RIF - listann. Dómurinn telur það einnig vel kunna að vera rétt að stefnandi hafi séð drög að samn ingi á fundi með Balaji í Seattle þegar þar var morgunn 29. september. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að skýrsla stefnan da er aðilaskýrsla sem hefur jafnan lítið sönn un ar gildi ein og sér. Þar eð stefnandi hefur ekki lagt neitt fram sem getur stutt þann fram burð hans að hann hafi séð samninginn og efni hans verður fram burður hans einn ekki lagður til grundvallar gegn mó tmælum stefnda. Að mati dóms ins sýna gögn málsins að nán ustu yfirmenn stefnanda vildu reyna að setja hann á þennan RIF - lista í stað ann ars starfs - manns, en af því hafi ekki orðið þar eð þeir sem meira réðu hafi ekki talið það bestu lausnina fyrir fyrir - tækið. Að mati dómsins hefur stefnandi því ekki sýnt fram á að honum hafi verið gefið bind andi, munnlegt, loforð þess efnis að frá starfslokum hans yrði gengið þannig að nafn hans færi á RIF - lista þannig að í orði kveðnu myndi fyrirtækið segja honum upp . Þessu breyta ekki drög að samningi sem Thomas Oldenburg á að hafa gert og stefn andi á að hafa séð hjá Balaji. Dómurinn telur ekki heldur breyta neinu þótt stefnandi hafi ekki fært uppsögn sína inn í mannauðskerfi Microsoft heldur hafi starfsmaður Micr osoft gert það 20. október. Vilja sínum til þess að hætta störfum hjá stefnda lýsti stefnandi yfir með sam tölum við yfir menn sína í síma og tölvuskeyti til þeirra 9. september 2016. Þeirri yfir lýs ingu svaraði Balaji, hældi stefnanda fyrir vel unnin stö rf og gladdist yfir því að stefn andi hefði fundið starf sem hentaði betur breyttum fjölskylduaðstæðum hans. Þessa vilja - yfir lýsingu hefur stefn andi aldrei dregið til baka. Málið snýst einungis um það hvort útfærsla þeirra starfs - loka yrði í samræmi við ráðn ingarsamning stefnanda þannig að hann fengi þriggja mánaða upp sagnarfrest eða hvort starfslok hans yrðu útfærð þannig að hann yrði settur á marg nefndan RIF - lista og ætti þá hugsanlega meiri rétt við starfs lok en samkvæmt ráðn ing ar samn ingnum. Þótt starfsmaður Microsoft Corp. hafi fært starfslok stefnanda inn í mann auðs kerfið felst ekki í því sönnun fyrir munnlegu samkomulagi um að stefnandi væri á RIF - lista. Í þessu verki felst ekki heldur að það hafi verið stefndi sem sagði stefnanda upp án þess að setja hann á RIF - lista. Það mun óumdeilt að stefnandi innti ekki nein störf af hendi fyrir stefnda eftir 30. september 2016. Stefnandi er því ekki talinn hafa fært sönnur á að munnlegur samningur hafi kom ist á á milli hans og nánustu yfirmanna hans um þau starfslokakjör sem hann byggir dóm kröfur sínar á. Veitt hlutabréf sem hafa ekki verið afhent Það er óumdeilt að á starfstíma sínum hjá stefnda var stefnanda veittur bónus (kaup auki) árlega sem nam breytilegri fjárhæð. Að sögn stefnanda var verðmæti helm ings fjárhæðarinnar reiknað yfir í hlutabréf í Microsoft Corp. þannig að bónusinn var hvort tveggja reiðufé og hlutafé. Ekki er heldur deilt um það að afhend ing veittra hluta bréfa dreifðist á fimm ár. Þannig voru hlutabréf sem starfs manni voru veitt frá 1. júlí 2011 til 30. júní 2012 greidd út á næstu fimm árum, 20% árið 2013 og svo koll af kolli þar til síðustu 20% voru afhent árið 2017. Sam kvæmt þessu skipulagi fékk starfs mað urinn afhent árið 2016 20% af þeim bréfum sem honum voru vei tt árið 2012, 2013, 2014 og 2015. Stefnandi hætti störfum í lok árs 2016 og fékk því ekkert afhent af þeim 416 hluta bréfum sem honum höfðu verið veitt fyrir tímabilið frá 1. júlí 2015 til 30. júní 2016. Það er hluti af aðalkröfu stefnanda að hann fái greitt andvirði hlutabréfa sem honum voru veitt árin 2012, 2013, 2014, 2015 og 2016 en höfðu ekki verið afhent þegar hann hætti störfum. Þau munu hafa verið 1.266 en hann krefst einungis and virðis 1.261 bréfs miðað við gengi bréfanna og gengi banda ríkja - dals 29. september 2020, þ.e.a.s. á þeim tíma þegar stefnan var gefin út. Til stuðnings því að hann eigi rétt á að fá heildarandvirði þessara bréfa greitt út í reiðufé vísar hann til þess að samkvæmt munnlega samkomulaginu hafi hann átt að fá öll þau br éf sem honum höfðu 22 Stefnandi hefur einnig lagt fram nokkur ákvæði úr ráðningarsamningi þessa fyrrum starfsmanns stefnda. Í grein 7.2 kemur fram að hann fái, þegar við ráðningu, hluta bréf sem samsvari tiltekinni fjárhæð. Síðan er tekið fram í þessu ákvæði ráðning ar samn ingsins að hlutabréfin verði afhent á næstu fimm árum, 20% í senn (e. Pres ently the stocks vest over a 5 year period with 20% each year). Í grein 7 í þessum ráðningarsamningi eru ákvæði samhljóða ákvæðum í grein 9 í ráðningarsamningi stefnanda. Hins vegar er ekki í ráðningarsamningi stefnanda ákvæði sambærilegt grein 7.2 í ráðningarsamningi samstarfsmanns hans. Í ráðningar samn ingi stefnanda segir því ekkert umfram það að starfsmaðurinn kunni að eiga rétt á (e. may be entitled to) árlegum bónus í samræmi við stefnu fyrirtækisins og þá stöðu sem starfsmaðurinn gegni hjá því. Þar er hvorki nefnt að hluti bónussins kunni að fel ast í hlutabréfum né hvernig og hvenær þau kynnu að vera afhent. Samanburður á ráðninga rsamningi stefnanda og ráðningarsamningi samstarfs manns hans sýnir að samningarnir eru að nokkru leyti staðlaðir en að nokkru leyti aðlag aðir að sérkjörum hvers starfsmanns. Einnig sést af drögum að ráðningar samn ingi stefnanda að upphaflega var í grein 9.4 vísað til viðauka I (e. Appendix I) við samn ing - - auki. Stefnandi lí tur svo á að miðað við drög að ráðningarsamningi hans hafi þeim samn ingi átt að fylgja viðauki I þar sem gerð væri grein fyrir því bónuskerfi sem gilti um hann (e. The bonus plan applicable to the Employee's job category at the time of the appoint ment is described in Appendix I). Stefnandi hefur þó ekki sýnt fram á það að efni þess við auka hefði haggað réttarstöðu hans nokkuð. Hann hefur lagt fram þann við auka sem fylgdi ráðningarsamningi samstarfsmanns hans (e. Annex 1: Appendix to the employ ment agre ement). Í því skjali er almennt fjallað um bónuskerfið. Síðan segir að nánari lýsing á bónuskerfinu sé afhent starfsmanninum í PPA - skjali (e. A more detailed descrip tion of the bonus scheme is handed over to the Employee in the form of the PPA document (P lan Participant Agreement).). Það skjal hefur ekki verið lagt fram og verður enginn réttur byggður á hugsanlegu efni þess enda fylgdi ráðn ing ar - samn ingi stefnanda enginn viðauki og því alls óljóst hvor PPA - skjal var útbúið sér stak lega fyrir hann. Í þa ð minnsta var það ekki afhent honum. Í ráðningarsamningi við stefnanda skuldbatt Microsoft sig ekki til þess að veita honum bónusa árlega. Í samningnum skuldbatt félagið sig hvorki til þess að veita honum hlutfall af bónus sem hlutafé í félaginu né afhen da honum 20% af veittum hluta bréfum ár hvert í fimm ár. Af ráðn ing ar samn ingi sínum getur hann því ekki ályktað á sama veg og samstarfsmaður hans gat, sem átti reyndar ótví ræðan rétt til áfram hald andi afhendingar hlutabréfa samkvæmt starfs loka samn ingi sínum. yfirlit yfir ýmsa liði í launum stefnanda, fjárhæðir ýmissa bónusa sem stefnanda voru veittir og út frá hvaða fjárhæð fjöldi hlutabréfa er reiknaður . Í dálki í línu um þessi bréf segir að þau verði afhent á næstu fimm árum, þ.e.a.s. árunum 2014 til og með 2018. Að mati dóms ins verður þessi setning á yfirliti yfir laun og bónusa stefn anda á tilteknu ári ekki lögð að jöfnu við skilyrðislaust loforð í ráðningar samn ingi eða starfs - loka samn ingi. Auk þess telur dómurinn að lesa verði þetta skjal með hliðsjón af Stock Award Agree ment sem segir að rétturinn til afhendingar veittra bréfa sé bundinn því að við kom andi starfi hjá Microsoft Corp. eða dóttu rfélögum þess. Eins og áður greinir leggur dómurinn til grundvallar að það skjal hafi stefnandi sam þykkt rafrænt því annars hefðu honum ekki verið afhent nein hluta bréf. Það er því mat dómsins að með þeim gögnum sem stefn andi hefur lagt fram hafi hann ekki sýnt fram á að Microsoft hafi afhent honum skjal þar sem félagið gaf honum skuldbindandi, óskilyrt, loforð þess efnis að hluta bréf sem honum kynnu að verða veitt á starfs tím anum yrðu greidd honum út á fimm ára tímabili burtséð frá því hvort hann y nni á afhendingartímanum enn hjá stefnda eða væri hættur störfum fyrir hann. Stefnandi hefur einnig vísað til annarra samninga sem Microsoft Corp. hafi gert við aðra fyrrverandi starfsmenn um uppgjör á veittum en óafhentum hlutabréfum. Samn ingana hefur stefnandi ekki lagt fram en þeir voru allir gerðir við starfsmenn sem Micro soft sagði upp störfum og það var hluti af svo köll uðum starfslokasamningi (e. sever ance agree ment) að fá annað hvort hlutabréfin greidd út eða 23 afhent. Ekki liggur fyrir hvort þ essum starfs mönnum var sagt upp áður en stefnandi hætti störfum fyrir stefnda eða eftir það. Það er því niðurstaða dómsins að stefnanda hafi ekki tekist að sýna fram á að hann hafi mátt gera ráð fyrir því, þegar hann ákvað síðsumars 2016 að hætta störf um fyrir stefnda, að hann héldi, þrátt fyrir starfslokin, rétti til hlutabréfa sem honum höfðu verið veitt en tími til að gera þau upp var ekki kominn. Það er eins og áður segir niðurstaða dómsins að stefnandi hafi ekki sýnt fram á að munnlegt samkomulag hafi komist á á milli hans og yfirmanna hans hjá Microsoft. Hann hefur því ekki heldur sýnt fram á að meðal þess sem þar var samið um hafi verið réttur hans til veittra en óafhentra hlutabréfa, hvort heldur að fá þau greidd út eða afhent sér. Dómurinn te lur því hvorki þörf á að taka afstöðu til þeirrar málsástæðu stefnda að hann geti ekki átt aðild að kröfu stefnanda um afhendingu hlutabréfa né þeirrar að stefnandi hafi glatað meintum rétti sínum fyrir tómlæti. Af þessum sökum er stefndi sýkn bæði af aðal - og varakröfu stefn anda. Með vísan til allra atvika þessa máls svo og 3. mgr. 130. gr. laga nr. 91/1991 þykir rétt að hvor málsaðili um sig beri sinn kostnað af málinu. Ingiríður Lúðvíksdóttir héraðsdómari kveður upp þennan dóm. D Ó M S O R Ð Stefndi, Microsoft Ísland ehf., er sýkn af kröfu stefnanda, Guðmundar Helga Axels sonar. Málskostnaður milli aðila fellur niður.