LANDSRÉTTUR Úrskurður fimmtudaginn 19. janúar 2023. Mál nr. 53/2023 : Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu (Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir aðstoðarsaksóknari ) gegn X (Ómar R. Valdimarsson lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gæsluvarðhald. 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem X var gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Ragnheiður Harðardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Varnaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 17. janúar 2023 , sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum degi síðar . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 17. janúar 2023 í málinu nr. R - /2023 þar sem varnaraðila var gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til föstudagsins 10. febrúar 2023 klukkan 16. Kæruheimild er í l - lið 1 . mgr. 192 . gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. 2 Sóknaraðili krefst staðfestingar hins kærða úrskurðar. 3 Varnaraðili krefst þess aðallega að hinn kærði úrskurður verði felldur úr gildi en til vara að gæsluvarðhaldinu verði markaður skemmri tími. Niðurstaða 4 Með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar verður hann staðfestur. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdómur Reykjavíkur 17. janúar 2023 Mál þetta var þingfest og tekið til úrskurðar 17. janúar 2023. 2 Sóknaraðili er Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Dómkröfur til föstudagsins 10. febrúar 2023, kl. 16:00. Málsatvik Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú tilraun til manndráps eða eftir atvikum að í Reykjavík, aðfaranótt föstudagsins 18. nóvember 2022. Lögreglu barst tilkynni ng kl. 23:33 um hnífsstungu að og að þrír hafi verið stungnir. Af gögnum lögreglu verður ráðið að 27 manna hópur hafi farið inn á skemmtistaðinn umrætt sinn, allir klæddir grímum, og ráðist þar á brotaþolana þrjá. Fjöldi manna úr hópnum tók með beinum hætti þátt í árásinni, þ.e. með fjölda högga, spörkum og stungum gagnvart brotaþolum. Ljóst er af málsgögnum að árásin var fyrirfram skipulögð og allir í fyrrgreindum 27 manna grímuklædda hóp tóku þátt í árásinni með einum eða öðrum hætti. Árásin er mjög alvarleg og hlutu brotaþolar lífshættulega áverka, s.s. fjöldamörg stungusár. Með hliðsjón af gögnum lögreglu er ljóst að kærði er undir sterkum grun um að vera einn af gerendum umrætt sinn. Ljóst er af rannsóknargögnum lögreglu að kærði gekk hart fram og sést hann á upptöku stinga brotaþola ítrekað með hníf. Upptaka úr öryggismyndavél hefur verið borin undir kærða. Hann þekkir sig á upptökum og hefur gengist við því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa stungið tvo brotaþola. Þann 18. nóvember 2022 var k ærði úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun til föstudagsins 2. desember nk. á grundvelli a - liðar 1. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 með úrskurði héraðsdóms í máli nr. R - skurði Landsréttar í máli nr. 715/2022 en stytt til mánudagsins 28. nóvember kl. 16:00. Fimmtudaginn 24. nóvember sl. aflétti lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu einangrun. Þann 28. nóvember sl. var kærði úrskurðaður í gæsluvarðhald, á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála, til 22. desember kl. 16:00 með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur nr. R - úrskurði Landsréttar í máli nr. 747/2022. Var gæsluvarðhald yfir kærða framlengt þann 22 . desember sl. með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R - febrúar nk. er kærði búinn að vera í gæsluvarðhaldi í 12 vikur. Málið er enn í rannsókn og miðar rannsókninni vel. Lagarök Kærði er und ir sterkum grun um tilraun til manndráps eða eftir atvikum stórfellda líkamsárás í félagi við fjölmarga aðila. Verknaðurinn kann að varða við 211. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en brot gegn ákvæðinu varðar allt að ævilöngu fangelsi. Þá kann verknaðurinn að varða við 2. mgr. 218. gr. sömu laga, sem varðar fangelsi allt að 16 árum. Af málsgögnum og öllu framangreindu virtu verður ekki annað ráðið en að kærði hafi haft skýran ásetning til verknaðarins. Með vísan til framangreinds, dómaf ramkvæmdar og sakaferils kærða þykir ljóst að kærði muni hljóta óskilorðsbundinn dóm verði hann fundinn sekur af þeim brotum sem til rannsóknar eru. 3 Á því er byggt að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, með vísan til alvarleika br otsins. Óforsvaranlegt þykir að kærði gangi laus eins og sakir standa. Í dómaframkvæmd hefur verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega eru grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir. Vísast í því sa mbandi meðal annars til dóms Hæstaréttar í máli nr. 774/2017 og úrskurða Landsréttar í málum nr. 716/2019 og 261/2022. Þykir brot kærða vera þess eðlis að það stríði gegn réttarvitund almennings og sé til þess fallið að valda hneykslun að maður sem sterkle ga er grunaður um svo alvarleg brot gangi laus áður en málinu er lokið með dómi. Með vísan til framangreinds, framlagðra gagna og 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 er þess krafist að krafan nái fram að ganga. Niðurstaða Lögregla hefur til rannsóknar þau brot sem lýst er í framangreindri greinargerð og fela í sér alvarlega atlögu fjölmenns hóps manna að þremur mönnum, en þeir hlutu lífshættulega áverka af hnífstungum við atlöguna. Hér telur lögregla vera um að ræða alvarle ga líkamsárás og tilraun til manndráps og að brotin varði við 2. mgr. 218. gr. og 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, en við slíkum brotum liggur allt að ævilöng fangelsisrefsing ef sök sannast. Í greinargerð sóknaraðila segir að með hliðsjón af gögnum lögreglu sé ljóst að varnaraðili sé undir sterkum grun um að vera einn af gerendum í umrætt sinn. Ljóst sé af rannsóknargögnum lögreglu að varnaraðili hafi gengið hart fram og sjáist á upptöku sting a tvo brotaþola ítrekað með hnífi. Upptaka úr öryggis - myndavél hafi verið borin undir hann og hafi hann þekkt sjálfan sig á upptökum. Þá hafi hann gengist við því í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa stungið brotaþola. Krafa sóknaraðila byggir á 2. mgr. 9 5. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála, en varnaraðili hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 18. nóvember sl. fyrst á grundvelli a - liðar 1. mgr. sömu greinar. Þá liggur fyrir að 28. nóvember sl. var varnaraðili úrskurðaður í gæsluvarðhald, á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála, til 22. desember kl. 16:00 með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R - Landsréttar í máli nr. 747/2022. Nú síðast var varnaraðili úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald á sama grundvelli með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. R - krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald sett fram á grundvelli 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008, ein s og þegar er rakið. Af hálfu verjanda er vísað til þess að viðurkennt sé að skilyrði gæsluvarðhalds á framangreindum grunni séu vissulega til staðar en beita eigi þó eins og á stendur fremur vægari úrræðum, sbr. 1. mgr. 100. gr. laga nr. 88/2008, á borð v ið farbann eða rafrænni vöktun. Varnaraðili hafi verið samvinnufús í alla staði við rannsókn og játað sinn þátt auk þess sem hann hafi unnið vel í sínum málum í varðhaldinu. Hann sé Samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði stafliða a d í 1. mgr. 95. gr. laganna séu ekki fyrir hendi leiki sterkur grunur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Varnaraðili hefur játað að hafa tekið þátt í þeirri árás sem lýst er hér að framan og kannast við sjálfan sig á myndum úr öryggismyndavélum. Við skýrslutöku þann 25. nóvem ber sl. kvaðst hann hafa verið undir áhrifum fíkniefna í greint sinn. Eftir að hafa séð upptöku af árásinni kvaðst varnaraðili halda að hann hefði stungið einn árásarþola, en verið geti að hann hefði stungið tvo þeirra með hnífi. Fær þessi framburður varna raðila stoð í öðrum gögnum málsins. Af þeim má sömuleiðis ráða að einn brotaþola var með 6 stungusár eftir árásina, á hægri öxl, hægri upphandlegg, hægri síðu og hægra læri. Stunga í hægri síðu 4 orsakaði loftbrjóst og var sá sem fyrir stungunni varð kominn með dren og blóð í lunga. Annar brotaþoli var með djúpa stungu í síðu/baki. Þriðji brotaþolinn var með slagæðablæðingu á læri. Var hann sendur beint í aðgerð. Að mati lækna voru áverkar brotaþola lífshættulegir og þurftu þeir allir að leggjast inn á sjúkra hús vegna þeirra áverka sem þeir hlutu í árásinni. Að þessu virtu verður að fallast á það með sóknaraðila að varnaraðili sé undir sterkum grun um að hafa framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi. Þá stendur ákvæði 3. mgr. 95. gr. laga nr. 8 8/2008 ekki því í vegi að fallist verði á kröfu sóknaraðila. Í dómaframkvæmd hefur verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega eru grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir, sbr. meðal annars dóma H æstaréttar frá 10. nóvember 2017 í máli nr. 708/2017, 6. desember 2017 í máli nr. 761/2017 og 12. desember 2017 í máli nr. 774/2017 og úrskurði Landsréttar frá 30. október 2019 í máli nr. 716/2019, 29. apríl 2022 í máli nr. 261/2022, 10. júní 2022 í máli n r. 362/2022 og 15. nóvember 2022 í máli nr. 696/2022. Fyrir liggur það mat Landsréttar að rétt þyki að varnaraðili sæti áfram gæsluvarðhaldi á þessum grunni á meðan mál hans er til meðferðar með vísan til almannahagsmuna, sbr. úrskurð réttarins í máli nr. 747/2022 frá 30. nóvember sl., og verður ekki séð að aðstæður hafi nú breyst hvað varðar það mat réttarins. Að því virtu og með vísan til alvarleika þess brots sem varnaraðili er sterklega grunaður um að hafa framið er því fallist á það að áframhaldandi gæ sluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Samkvæmt framansögðu er skilyrðum 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008 fullnægt eins og hér stendur á og verður því fallist á kröfu sóknaraðila um að varnaraðila verði gert að sæta áframhaldandi gæslu varðhaldi eins og í úrskurðarorði greinir. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð febrúar 2023, kl. 16:00.