LANDSRÉTTUR Úrskurður miðvikudaginn 24. ágúst 2022 . Mál nr. 457/2022 : A (Ómar R. Valdimarsson lögmaður) gegn sendiráði B á Íslandi ( enginn) Lykilorð Kærumál. Aðildarhæfi. Dómstóll. Þjóðaréttur. Frávísunarúrskurður staðfestur. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem máli A á hendur sendiráði B á Íslandi var vísað frá dómi. Fram kom í úrskurði Landsréttar að erlend sendiráð nytu ekki slíkrar stöðu eftir íslenskum réttarfarslögum að þau kæmu fram sem sjálfstæður aðili að dómsm áli. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Eiríkur Jónsson , Ragnheiður Harðardóttir og Þorgeir Ingi Njálsson kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 12. júlí 2022 . Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. júní 2022 í málinu nr. E - /2022 þar sem því var vísað frá dómi. Kæruheimild er í j - lið 1. mgr. 143. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. 2 Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði felldu r úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið til efnismeðferðar. Þá krefst sóknaraðili kærumálskostnaðar . 3 Varnaraðili hefur ekki látið málið til sín taka. Niðurstaða 4 Samkvæmt 2. mgr. 32. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla getur dómstjóri falið aðstoðar manni önnur dómstörf en þau að fara með og leysa að efni til úr hvers konar einkamálum þar sem vörnum er haldið uppi. Varnaraðili tók ekki til varna í málinu og var dómstjóra því heimilt að fela aðstoðarmanni úrlausn þess. 5 Varnaraðili er erlent sendiráð, en samkvæmt dómi Hæstaréttar 15. september 1995 í máli nr. 299/1995, sem birtur er í dómasafni réttarins það ár á bls. 2023, njóta erlend sendiráð ekki slíkrar stöðu eftir íslenskum réttarfarslögum að þau komi fram sem sjálf stæður aðili að dómsmáli. Hinn kærði úrskurður verður því staðfestur. 2 6 Kærumálskostnaður verður ekki úrskurðaður. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 30. júní 2022 Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið þann 31. maí sl., er höfðað af A , kt. , , Reykjavík með stefnu birtri 27. maí sl. á hendur Sendiráði B , kt. , , Reykjavík. Til fyrirsvars er stefnt C , sendiherra B á Íslandi, kt. , , Reykjavík. Dómkröfur: Stefnandi krefst þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda skuld vegna vangoldinna launa og kjarabóta að fjárhæð 3.4654.589 krónur , ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 18. febrúar 2022 til greiðsludags. Auk þess er krafist miskabóta að fj árhæð 750.000 króna ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. febrúar 2022 til greiðsludags. Til vara er sú krafa gerð að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda aðra fjárhæð að mati dómsins vegna vangoldinna launa og kjara bóta, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, frá 18. febrúar 2022 til greiðsludags. Þar að auki er krafist miskabóta að mati dómsins, ásamt dráttarvöxtum samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001 frá 28. febrúar 2022 til greiðsludags. Þá er krafist málskostnaðar úr hendi stefnda samkvæmt málskostnaðarreikningi sem er á meðal gagna málsins, auk virðisaukaskatts. Af hálfu stefnda hefur hvorki verið sótt né látið sækja þing. Niðurstaða: Í stefnu kveðst stefnandi höfða mál þetta á hendur B málinu styður stefnandi meðal annars við ráðningarsamning við Sendiráð B , sem undirritaður var af hans hálfu 2. maí 2017. Þá verður að skilja málatilbúnað stefnanda þannig að á því sé byggt að íslensk löggjöf á sviði vinnurét er varða einkaréttarlegar athafnir þess innan íslenskrar lögsögu. Hvað sem því líður nýtur erlent sendiráð ekki slíkrar stöðu samkvæmt íslenskum réttarfarslögum að það komi fram sem sjálfstæður aðili að dómsmáli í skilningi 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála. Þegar af þeirri ástæðu er málið svo vanreifað að óhjákvæmilegt er að vísa því í heild sinni frá dómi án kröfu, sbr. síðari málslið 1. mgr . 96. gr. laga nr. 91/1991 og dóm Hæstaréttar 15. september 1995 á blaðsíðu 2023 í dómasafni réttarins frá því ári. Björg Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá dómi.