LANDSRÉTTUR Úrskurður föstudaginn 17. apríl 2020. Mál nr. 166/2020 : Sveinn Andri Sveinsson (sjálfur) gegn BBA Legal ehf., (Baldvin Björn Haraldsson lögmaður) Stjörnunni ehf., Sláturfélagi Suðurlands svf., Mjólkursamsölunni hf., Íslenska gámafélaginu ehf., DHL Express ehf., Tandr a hf., Reykjagarði ehf., AG Dynamics ehf. og 365 miðlum hf. (Heiðar Ásberg Atlason lögmaður) Lykilorð Kærumál. Gjaldþrotaskipti. Hæfi dómara. Útdráttur Staðfestur var úrskurður héraðsdóms þar sem hafnað var kröfu SAS um að héraðsdómari viki sæti í máli BBA, S, SS, MS, ÍG, DHL, T, R, AG og 365 gegn sér. Úrskurður Landsréttar Landsréttardómararnir Kristbjörg Stephensen , Oddný Mjöll Arnardóttir og Sigurður Tómas Magnússon kveða upp úrskurð í máli þessu. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Sóknaraðili skaut málinu til Landsréttar með kæru 12. mars 2020, sem barst réttinum 17. sama mánaðar. Greinargerðir varnaraðila bárust réttinum 1. apríl 2020. Kærður er úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. feb rúar 2020 í málinu nr. Ö - 29/2018 þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að Helgi Sigurðsson héraðsdómari viki sæti í máli varnaraðila gegn sóknaraðila. Kæruheimild er í 1. mgr. 179. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. 2 Sóknaraðili krefst þess a ð fyrrgreind krafa hans verði tekin til greina. Þá krefst hann kærumálskostnaðar. 3 Varnaraðilar krefjast staðfestingar hins kærða úrskurðar og kærumálskostnaðar. 2 Málsatvik og sönnunarfærsla 4 Sóknaraðili var skipaður skiptastjóri í þrotabúi EK1923 ehf. 7. september 2016 en skipti á þrotabúinu standa enn yfir. 5 Mál þetta á rætur að rekja til aðfinnslna varnaraðila, Stjörnunnar ehf., 19. desember 2018, sem kröfuhafa í þrotabúi EK1923 ehf., yfir s tarfsháttum sóknaraðila sem skiptastjóra í þrotabúinu. Aðfinnslurnar lutu að því að sóknaraðili hefði staðið illa að því að upplýsa kröfuhafa um kostnað sem fallið hefði á búið vegna ákvarðana og ráðstafana hans. Þá hefði sóknaraðili ekki gert kröfuhöfum g rein fyrir því að störf hans við skiptastjórn kynnu að verða umfangsmeiri en við hafi mátt búast í upphafi eða hvaða aðferðum hann hygðist beita við ákvörðun þóknunar. Sóknaraðili hefði ekki kynnt hvort hann hefði eða myndi taka sér greiðslu smám saman af fé þrotabúsins upp í áfallna þóknun, sbr. 2. mgr. 77. gr. laga nr. 21/1991. 6 Héraðsdómari tók aðfinnslurnar fyrir í fyrsta sinn 11. janúar 2019 undir málanúmerinu Ö - 29/2018. Málið var tekið fyrir öðru sinni 20. febrúar sama ár og var bókað í þingbók að um v þrjú önnur sams konar mál nr. Ö - 2/2019, Ö - 3/2019 og Ö - 4/2019 vegna aðfinnslna annarra kröfuhafa í sama þrotabúi vegna starfa sóknaraðila og þau sameinuð undir málanúmerinu Ö - 29 /2018 enda taldi héraðsdómari að aðfinnslurnar byggðust allar á svipuðum sjónarmiðum. Héraðsdómarinn hélt fundi í málinu með aðilum 20. mars, 3. apríl og 8. maí 2019 og voru ýmis gögn lögð fram. 7 Í fundargerð sams konar fundar héraðsdómara með málsaðilum 28 . maí 2019 færði með hvað hætti þóknun er kynnt og hún ákveðin orðið tilefni til aðfinnslumáls samkvæmt 76. gr. gjaldþrotalaga. Sama má segja varðandi kynningar og samþykktir fy rir ákvörðunum sem eru grundvöllur tiltekinna aðgerða sem skiptastjóri fyrirhugar og geta reynst kostnaðarsamar fyrir þrotabúið eða reynast mun tímafrekari en vænta 8 Í fundargerð sams konar fundar héraðsdómara með málsaðilum 17. september 2019 var b ókað að á fundinum 20. febrúar sama ár hefði einnig verið tekið fyrir mál nr. Ö - varnaraðila verði gert að greiða þb. EK1923 til baka allar þær greiðslur sem hann kann að hafa gr eitt sér úr þrotabúinu án áskilnaðar samkvæmt 2. mgr. 77. [gr.], sé um slíkar greiðslur að ræða. Sóknaraðilar krefjast þess að skiptaþóknun varnaraðila sem skiptastjóra í þb. EK1923 ehf. verði lækkuð verulega, enda hafi kröfuhafar aldrei samþykkt þá gjalds krá sem varnaraðili kveðst starfa eftir[.] Sóknaraðilar krefjast þess, ef í ljós komi að varnaraðili hafi greitt sjálfum sér án heimildar kröfuhafa að varnaraðila verði vikið úr starfi skiptastjóra þb. EK1923 ehf. þegar í stað með úrskurði skv. 2. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Sóknaraðilar krefjast þess að fallist héraðsdómari ekki á að víkja skiptastjóra úr starfi skv. 2. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991, krefjast sóknaraðilar úrskurðar um hvort skiptastjóranum verði vikið 3 frá, sbr. kröfum og að dómari myndi boða til nýs fundar til að kynna afstöðu sína til þess hvort tilefni væri til aðfinnslna á hendur skiptastjóra, hvort gefa ætti skiptastjóra eftir atvikum kos t á því að bæta úr þeim aðfinnslum eða hvort þær væru þess eðlis að dómari teldi rétt að víkja skiptastjóra úr starfi þegar í stað með úrskurði. 9 Í fundargerð sams konar fundar héraðsdómara með málsaðilum 15. október 2019 kom fram að hann hefði tekið sama n greinargerð vegna aðfinnslna sem afhent yrði málsaðilum í lok fundarins en þar væru ákvarðanir hans rökstuddar. Aðfinnslurnar búsins á meðan á skiptum stæði, án þess að bóka u m þann áskilnað í fundargerð er aðfinnsluverð. Fallist er á að skiptastjóri endurgreiði þrotabúi EK 1923 þá þóknun sem hann hefur ráðstafað til sín af eignum búsins. Þessi endurgreiðsla skal hafa átt sér stað fyrir 22. nóvember nk., en þá verður haldinn að finnslufundur að nýju þar sem ákvörðun verður tekin um aðkomu skiptastjóra við framhald skiptanna. Þá er aðfinnsluvert með hvaða hætti staðið var að kynningu skiptastjóra á tímagjaldi og tímafjölda einstakra verkefna. Afstaða til lækkunar skiptaþóknunar eð a þess hver sé hæfileg þóknun skiptastjóra verður hins vegar ekki tekin í máli sem rekið er samkvæmt 76. gr. laga nr. 21/1991. Þar sem skiptameðferð búsins er í raun lokið að öðru leyti en því að eftir er að flytja mál nr. L - 35/2019 í Landsrétti, ljúka ski ptum með úthlutunargerð, og eftir atvikum ljúka hugsanlegum ágreiningi vegna skiptakostnaðar, 10 Héraðsdómari hefur haldið þrjá fundi með málsaðilum eftir þetta. Á þeim var fjallað um ágreining málsaðila um hvort sóknaraðili hefði gripið til fullnægjandi ráðstafana vegna aðfinnslna dómara. Héraðsdómarinn hefur enn ekki tekið afstöðu til þess ágreinings. Á fundi 27. febrúar 2020 krafðist sóknaraðili þess að héraðsdómarinn viki sæti og hafnaði han n þeirri kröfu með úrskurði 28. febrúar 2020. 11 Fyrir liggur að sóknaraðili bar störf héraðsdómara undir nefnd um eftirlit með störfum dómara samkvæmt lögum nr. 50/2016 um dómstóla. Með ákvörðun 6. mars 2020 vísaði nefndin erindinu frá þar sem hún taldi að kvörtunin lyti að endurskoðun á ákvörðun héraðsdómarans um úrlausn tiltekins réttarágreinings en kvörtun vegna dómsúrlausna yrði ekki samkvæmt 4. mgr. 47. gr. laga nr. 50/2016 beint til nefndarinnar. Niðurstaða 12 Í 2. mgr. 77. gr. laga nr. 21/1991 segir að skiptastjóri eigi rétt til þóknunar fyrir störf sín sem greiðist af búinu eða þeim sem ábyrgist greiðslu skiptakostnaðar samkvæmt 2. mgr. 66. gr. laganna. Honum sé heimilt að taka sér greiðslu af fé búsins upp í áfallna þóknun sína meðan á skiptum standi, enda kynni hann ákvörðun um það á skiptafundi og það teljist tryggt að hann gangi ekki með þessu á hlut þeirra sem eiga rétthærri kröfur á hendur búinu. 4 13 Samkvæmt 1. mgr. 122. gr. laga nr. 21/1991 fer skiptastjóri með forræði þrotabús meðan á gjaldþrotask iptum stendur og er einn bær um að ráðstafa hagsmunum og svara fyrir skyldur þess, sbr. þó 130. gr. Samkvæmt 2. mgr. greinarinnar skal hann einkum gæta þess í störfum sínum að skiptum verði lokið án ástæðulauss dráttar, að allar eignir og öll réttindi þrot abúsins komi fram og verði ráðstafað á sem hagkvæmastan hátt, að kröfur þess og innstæður verði heimtar inn, að engin þau réttindi þess fari forgörðum sem geta haft verðgildi og gripið verði til þeirra aðgerða sem verða annars taldar nauðsynlegar til að va rna tjóni. 14 Í 2. mgr. 124. gr. laganna er fjallað um skiptafundi og segir þar meðal annars að skiptastjóri haldi skiptafundi eftir því sem honum þyki henta til að kynna ráðstafanir sem hann hefur gert, leita eftir atvikum tillagna eða ákvarðana um ráðstafa nir sem enn eru ógerðar og gefa kost á að slíkar tillögur séu settar fram. Skiptastjóra sé þó skylt að taka þessi málefni á dagskrá á skiptafundi sem haldinn sé til að fjalla um skrá um lýstar kröfur og jafnframt skylt að boða til skiptafundar í þessu skyn i ef þess er krafist skriflega af þeim sem færu að minnsta kosti með fimmtung atkvæða á fundinum. 15 Í 3. mgr. 128. gr. laganna segir að lánardrottinn sem á atkvæði um málefni búsins og telur ákvörðun eða ráðstöfun skiptastjóra ólögmæta geti mótmælt henni þeg ar á þeim fundi sem hún er kynnt en ella á næsta fundi sem hann er boðaður til hafi hann ekki glatað rétti til þess samkvæmt 2. mgr. Komi slík mótmæli fram skuli skiptastjóri leitast við að jafna ágreininginn en takist það ekki skuli hann beina málefninu t il héraðsdóms eftir 171. gr. laganna. 16 Um frumvarp til úthlutunar á eigum þrotabús er fjallað í 158. gr. laga nr. 21/1991 en samkvæmt 2. tölulið 1. mgr. skal koma fram í því eftir því sem tilefni er til meðal nur útgjöld sem búið hefur þurft að um frumvarp til úthlutunar. Þá skal hann samkvæmt 1. mgr. 160. gr. leggja slíkt ð óskum fundarmanna um þessum skiptafundi gefst kröfuhöfum kostur á að hafa uppi mótmæli gegn frumvarpi til úthlutunar. Samkvæmt 5. mgr. 160. gr. skal skiptastjóri, ef honum tekst ekk i að jafna ágreining um frumvarpið, beina málefninu til héraðsdóms eftir 171. gr. laganna. 17 Samkvæmt framansögðu er gert ráð fyrir því í lögum nr. 21/1991 að meginfarvegur ágreinings kröfuhafa og skiptastjóra vegna ákvarðana og ráðstafana skiptastjóra við skipti á þrotabúi sé sá að kröfuhafi geri athugasemdir á skiptafundi, sem eftir atvikum er boðað til að kröfu kröfuhafa, og að ágreiningurinn sé borinn undir héraðsdóm eftir 171. gr. laganna ef ekki tekst að leysa úr honum á skiptafundi. Á þetta meðal anna rs við um ágreining um þóknun sem skiptastjóri hefur áskilið sér. Þá á kröfuhafi samkvæmt framansögðu þess kost að gera athugasemdir við þóknun skiptastjóra og annan kostnað við búskiptin eftir að frumvarp til úthlutunar liggur fyrir og ef ekki 5 tekst að ja fna þann ágreining er unnt að beina honum til héraðsdóms eftir 171. gr. laganna. 18 Í 76. gr. laga nr. 21/1991 er að finna heimildir héraðsdómara til aðhalds og eftirlits með störfum skiptastjóra og fyrirmæli um hvernig staðið verði að því að víkja skiptastj óra úr starfi. Héraðsdómari getur gripið til þessara heimilda að eigin frumkvæði ef hann fær vitneskju um framferði skiptastjóra í starfi sem kann að vera aðfinnsluvert eða á grundvelli skriflegra kvartana frá kröfuhafa. Í athugasemdum við ákvæðið í greina rgerð með frumvarpi því sem varð að lögum nr. 21/1991 er vísað um skýringar á því til athugasemda í greinargerð við sambærilegt ákvæði í frumvarpi sem varð að lögum nr. 20/1991 um skipti á dánarbúum o.fl. Þar segir að fyrirmæli ákvæðisins eigi meðal annars við ef skiptastjóri hefur vanrækt starfið, brotið rétt á erfingjum og þeim sem hafa haft uppi kröfur á hendur búinu, glatað hæfi til að rækja starfið eða ekki orðið við tilmælum héraðsdómara um að setja tryggingu vegna starfa sinna innan tilskilins frests . Héraðsdómari getur samkvæmt 2. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991 vikið skiptastjóra úr starfi með úrskurði þegar í stað eða gefið honum kost á að bæta úr starfsháttum sínum. Ef skiptastjóri verður ekki við tilmælum héraðsdómara um að ráða bót á starfsháttum sínum getur héraðsdómarinn vikið honum úr starfi með úrskurði án frekari málsmeðferðar. Fallist héraðsdómari ekki á að víkja skiptastjóra úr starfi samkvæmt 2. mgr. 76. gr. getur sá sem hafði uppi aðfinnslur um störf skiptastjóra krafist úrskurðar á grundv elli 3. mgr. 76. gr. um hvort honum verði vikið frá og fer um meðferð þess máls eftir 169. gr. laganna. 19 Samkvæmt framansögðu eiga þau aðhalds - og eftirlitsúrræði héraðsdómara sem mælt er fyrir um í 76. gr. fyrst og fremst við um vanrækslu skiptastjóra á s tarfsskyldum sínum og brot gegn kröfuhöfum en ekki um ákvarðanir hans og ágreiningsefni sem unnt er að bera undir héraðsdóm eftir öðrum leiðum. Ekki er þó með öllu fyrir það girt að á grundvelli 76. gr. laga nr. 21/1991 sé unnt að beina til héraðsdómara að finnslum um að skiptastjóri hafi ekki við ákvörðun og greiðslu þóknunar til sín farið að fyrirmælum 2. mgr. 77. gr. laganna. 20 Þær ákvarðanir sem héraðsdómari hefur þegar tekið í aðfinnslumáli þessu, aðrar en sú að hafna því að víkja sæti við áframhaldandi m eðferð þess, sæta ekki endurskoðun Landsréttar í kærumáli þessu. 21 Í þeim þætti aðfinnslumálsins sem hér er til úrlausnar gerir sóknaraðili þá kröfu að héraðsdómarinn víki sæti. Krafan er byggð á g - lið 5. gr. laga nr. 91/1991 sem mælir fyrir um að dómari sé vanhæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru atvik eða aðstæður, önnur en þau sem nefnd eru í a - til f - liðum ákvæðisins, sem eru til þess fallin að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa. 22 Sóknaraðili telur í fyrsta lagi að héraðsdómarinn eigi að víkja sæti þar sem hann hafi farið langt út fyrir lagaheimildir í því skyni að taka ákvörðun sem sé verulega íþyngjandi fyrir sóknaraðila. Af ákvörðun héraðsdómarans og meðferð málsins megi 6 ráða að sóknaraðili njóti ekki sannmælis og að afstaða dómarans litist af persónulegri andúð í garð sóknaraðila. 23 Meginhlutverk dómara er að skera úr ágreiningi milli málsaðila en í því skyni þarf hann meðal annars að taka afstöðu til þess hvað telst sannað í máli, hvaða réttarheimildum eigi að beita við úrlausn þess og með h vaða hætti. Í því felst meðal annars að skýra lög og túlka. Undir rekstri máls getur dómari þurft að leysa úr ýmsum ágreiningi í formi ákvarðana eða úrskurða, þar sem reynir á beitingu og túlkun réttarfarsákvæða, sem eftir atvikum er unnt að fá endurskoðun á fyrir æðra dómi með kæru eða áfrýjun. Sóknaraðili hefur ekki sýnt fram á að héraðsdómarinn hafi með þeim ákvörðunum sem hann hefur tekið undir rekstri málsins og byggjast á túlkun hans á ákvæðum laga nr. 21/1991 sýnt andúð eða óvild í garð sóknaraðila þ annig að draga megi óhlutdrægni héraðsdómarans með réttu í efa. 24 Sóknaraðili telur í öðru lagi að héraðsdómarinn eigi að víkja sæti vegna þess að sóknaraðili hafi kvartað undan honum við nefnd um eftirlit með störfum dómara. 25 Þessi málsástæða sóknaraðila virðist á því byggð að ákvörðun hans um að kvarta undan störfum héraðsdómarans við nefnd um eftirlit með störfum dómara sé til þess fallin að skapa hjá dómaranum óvild í hans garð. Þótt það geti valdið vanhæfi dómara ef réttmæt ástæða er til að ætla að hann beri þungan hug til málsaðila eða málflytjanda getur það eitt að málsaðili eða málflytjandi beri dómara þungum sökum, kvarti yfir störfum hans eða geri eitthvað á hlut hans ekki sjálfkrafa leitt til þess dómarinn teljist vanh æfur og beri að víkja sæti. Slík túlkun á vanhæfisreglu g - liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 gæti stuðlað að því að málsaðili sem vill losna við dómara úr máli stuðli beinlínis að vanhæfi dómarans með því að bera hann þungum sökum að ósekju. Með þeim hætti gætu málsaðilar í raun valið sér dómara sem er andstætt grunnsjónarmiðum í réttarfari um úthlutun dómsmála til dómara. Sóknaraðili hefur ekki sýnt fram á að kvörtun hans til nefndar um eftirlit með störfum dómara hafi verið til þess fallin að skapa hjá héraðsd ómaranum óvild í hans garð þannig að draga megi óhlutdrægni hans við meðferð málsins með réttu í efa. 26 Í þriðja lagi telur sóknaraðili að tengsl héraðsdómarans við einn varnaraðila, BBA Legal ehf., valdi vanhæfi hans. Félagið sé einn þeirra kröfuhafa í þro tabúi EK1923 ehf. sem kvartað hafi yfir störfum hans. Einn lögmanna BBA Legal ehf. og einn eigenda þess félags til langs tíma en nú ráðgjafi hjá sameinaðri lögmannsstofu BBA Fjeldco ehf. sé Bjarki Diego. Krafa þessa varnaraðila í þrotabúið sé vegna reiknin gs fyrir lögmannsstörf Bjarka en hann hafi verið persónulegur lögmaður eiganda varnaraðila Stjörnunnar ehf. og hins gjaldþrota félags sem og beggja félaganna. Sóknaraðili byggir á því að héraðsdómarinn hafi verið yfirlögfræðingur Kaupþings banka hf. en Bja rki hafi verið framkvæmdastjóri útlána hjá sama banka. Sóknaraðili telur að um mikil tengsl sé að ræða milli þeirra. Þeir hafi verið samstarfsmenn hjá Kaupþingi banka hf. til langs tíma og haldið góðu sambandi eftir að bankinn féll. Þeir hafi verið í trúna ðarsambandi en fyrir lægi af símtölum þeirra að héraðsdómarinn hafi 7 veitt lögmanninum ráð og lagt mat sitt á stöðu sakamáls þar sem lögmaðurinn hafi haft stöðu sakbornings. 27 Sóknaraðili hefur lagt fram fyrir Landsrétti útprentanir af umfjöllun fjölmiðla um aðalmeðferð í sakamáli á árinu 2015 þar sem umræddur lögmaður hafði stöðu ákærða en sakarefni málsins laut að störfum hans hjá Kaupþingi banka ehf. Í þessari fjölmiðlaumfjöllun var meðal annars rakið efni upptaka frá árinu 2010 á tveimur samtölum milli hé raðsdómarans og lögmannsins sem vörðuðu sakarefnið en upptökurnar voru fengnar með símhlustunum. 28 Fyrir liggur að héraðsdómarinn og umræddur lögmaður störfuðu sem lögfræðingar hjá Kaupþingi banka hf. fram að falli hans í byrjun október 2008 eða fyrir meira en 11 árum. Þá eru um 10 ár liðin frá umræddum tveimur símtölum þeirra. 29 Ekkert liggur fyrir um að vina - eða hagsmunatengsl séu eða hafi verið á milli héraðsdómarans og Bjarka Diego eða að annar þeirra hafi starfað með eða í þágu hins eftir fall Kaupþings banka hf. Í umræddum samtölum þeirra á árinu 2010 voru þeir einkum að bera saman bækur sínar um atvik sem áttu sér stað þegar þeir störfuðu báðir hjá bankanum og vörðuðu sakarefni sem beindust að Bjarka. Þau sakarefni tengjast máli þessu ekki á nokkurn hát t. Af samtölunum eða öðrum gögnum og upplýsingum sem sóknaraðili byggir á verður ekki ráðið að fyrir hendi séu atvik eða aðstæður sem séu fallnar til að draga með réttu í efa óhlutdrægni héraðsdómarans við úrlausn máls þessa tíu árum eftir að samtölin fóru fram. 30 Samkvæmt framansögðu hefur sóknaraðili ekki sýnt fram á að fyrir hendi séu atvik eða aðstæður sem fallnar eru til að draga óhlutdrægni héraðsdómarans með réttu í efa. Ekki verður því fallist á að hann sé vanhæfur til að fara með mál þetta og verður hinn kærði úrskurður því staðfestur. 31 Eftir úrslitum málsins verður sóknaraðila gert að greiða varnaraðilum kærumálskostnað eins og greinir í úrskurðarorði. Úrskurðarorð: Hinn kærði úrskurður er staðfestur. Sóknaraðili, Sveinn Andri Sveinsson, greiði varnaraðilanum, BBA Legal ehf. 360.000 krónur í kærumálskostnað. Sóknaraðili greiði varnaraðilunum, Stjörnunni ehf., Sláturfélagi Suðurlands svf., Mjólkursamsölunni hf., Íslenska gámafélaginu ehf., DHL Express e hf., Tandri hf., Reykjagarði ehf., AG Dynamics ehf. og 365 miðlum hf., hverjum um sig, 40.000 krónur í kærumálskostnað. 8 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 28. febrúar 2020 Mál þetta, sem var tekið til úrskurðar 28. febrúar 2020, varðar skriflegar aðfinnslur við störf skiptastjóra á grundvelli 76. gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991 sem bárust fyrst með bréfi Heiðars Ásbergs Atlasonar f.h. sóknaraðila Stjörnunnar ehf. sem móttekið var í Héraðsdómi Reykjavíkur 20. desember 2018. Í kjölfar þessa bárust bréf frá fleiri aðilum þar sem tekið var undir aðfinnslur og voru þau mál sameinuð þessu máli með samþykki sóknar - og varnaraðila. Í þinghaldi 17. september 2019 kröfðust sóknaraðilar aðrir en BBA legal ehf., með vísan til bókunar sem lögð var fram þann 3. apríl sl., þess að varnaraðila, Sveini Andra Sveinssyni lögmanni, skiptastjóra í þrotabúi EK1923 ehf., yrði gert að endurgreiða þb . EK1923 allar þær greiðslur sem hann kynni að hafa greitt sér úr þrotabúinu. Sóknaraðilar kröfðust þess jafnframt að gerðar væru aðfinnslur við skiptaþóknun varnaraðila, og hún lækkuð verulega. Þá kröfðust sóknaraðilar, aðrir en BBA legal ehf., þess a ð varnaraðila yrði vikið úr starfi skiptastjóra þb. EK1923 ehf. þegar í stað með úrskurði skv. 2. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. Loks kröfðust sóknaraðilar, aðrir en BBA legal ehf., úrskurðar féllist héraðsdómari ekki á að víkja s kiptastjóra úr starfi skv. 2. mgr. 76. gr. laga nr. 21/1991, sbr. 3. mgr. 76. gr. laganna. Varnaraðili krafðist þess að öllum kröfum sóknaraðila yrði hafnað. Með ákvörðun 15. október 2019 var fallist á að skiptastjóri endurgreiddi þóknun sem hann hafði rá ðstafað til sín af eignum búsins fyrir 22. nóvember 2019. Þar sem skiptameðferð búsins var nánast lokið að öðru leyti en því að eftir var að flytja mál nr. L - 35/2019 í Landsrétti, ljúka skiptum með úthlutunargerð, og eftir atvikum ljúka hugsanlegum ágreini ngi vegna skiptakostnaðar, var ekki fallist á að víkja skiptastjóra frá störfum, a.m.k. ekki á þessu stigi. Ágreiningur reis um það hvort skiptastjóri hefði bætt úr þeim aðfinnslum sem komu fram í ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. október sl. og var krafa sóknaraðila annarra en BBA legal ehf. um að skiptastjóri viki sæti áfram óhögguð. Ákveðið var að gefa aðilum kost á að ræða sjónarmið sín vegna þessarar kröfu þann 15. janúar sl. Að beiðni aðila var þeim fundi frestað til 14. febrúar sl. og loks til 27. febrúar sl. þar sem varnaraðili lagði fram kröfu um að dómari viki sæti með vísan til g - liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, ásamt greinargerð. Sóknaraðilar höfnuðu kröfu varnaraðila um að dómari myndi víka sæti. II Varnaraðili vísar t il þess að dómari hafi við ákvörðun sína frá 15. október 2019 tekið á sig krók og farið langt út fyrir lagaheimildir í því skyni að taka ákvörðun sem væri verulega íþyngjandi fyrir varnaraðila. Í þeirri vegferð hafi dómari farið gegn ákvæðum gjaldþrotalaga og anda þeirra laga og gengið gegn vilja meirihluta kröfuhafa í þrotabúinu, en þess í stað tekið skýra afstöðu með fyrrum eigendum þrotabúsins, sem nú sæta ákærumeðferð. Af þessari ákvörðun og meðferð málsins megi ráða að varnaraðili njóti ekki sannmælis og litist ákvörðunin og málsmeðferðin af persónulegri andúð dómarans í garð varnaraðila. Ákvarðanir dómarans sé ekki hægt að skilja með öðrum hætti. Varnaraðili hefur jafnframt lagt fram kvörtun til nefndar um dómarastörf vegna þessa. Þá byggir varnaraðili á því að slík tengsl séu hjá dómara við einn sóknaraðila, BBA Legal, að varði vanhæfi hans til að taka á kröfum þess sóknaraðila. Með vísan til þessara tengsla, augljósrar andúðar dómara í garð varnaraðila og þeirrar staðreyndar að varnaraðili hefur kvart að yfir störfum dómara til nefndar um eftirlit með störfum dómara er þess krafist með vísan til g - liðar 5. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að dómari víki sæti. Sóknaraðilar höfnuðu kröfu varnaraðila um að dómari viki sæti og mótmæltu því sem full yrt er í greinargerð varnaraðila að Bjarki Diego væri eigandi að BBA legal hf. Að öðru leyti lögðu sóknaraðilar það í mat dómara að leysa úr kröfu varnaraðila. III 9 Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 91/1991 gætir dómari að hæfi sínu sjálfur eða samkvæmt krö fu aðila. Í 5. gr. laga nr. 91/1991 segir í g - lið að dómari sé vanhæfur til að fara með mál ef fyrir hendi eru tilvik eða aðstæður sem fallin eru til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa. Varnaraðili byggir á því að ákvarðanir og meðferð málsins einkennist af persónulegri andúð dómarans í hans garð. Í greinargerð vísar varnaraðili til þess að dómari hafi með ákvörðun sinni frá 15. október sl. ekki tekið tillit til þess að kröfuhafar hefðu glatað rétti til að mótmæla kostnaði og andmæla ráðstöfunum . Túlkun dómara á 2. mgr. 77. gr. gjaldþrotalaga eigi augljóslega ekki við og röksemdir fyrir byggjast allar á því að lagatúlkun dómarans sé svo fráleit að hún feli í sér persónulega andúð dómarans í garð varnaraðila. Dómari getur ekki orðið vanhæfur við það eitt að efnisleg ákvörðun hans og sú lagatúlkun sem þar er lögð til grundvallar litist að mati málsaðila af Það er ekki óþekkt að málsaðilar og jafnvel einstakir lögmenn telji að dómsniðurstöður feli í sér einhvers konar persónulega óvild í sinn garð. Slíkt getur ek ki leitt til vanhæfis enda ræðst mat á vanhæfi ekki af hugarfari varnaraðila til dómara. Varnaraðila var í lófa lagið að virða aðfinnslur dómarans að vettugi ef hann taldi að þær byggðust á ólögmætum og ámælisverðum sjónarmiðum, svo ekki sé talað um persón ulega andúð dómarans í hans garð. Ef slík sjónarmið varnaraðila ættu við rök að styðjast er einboðið að slík afstaða hefði leitt til þess að dómari hefði kveðið upp úrskurð um frávikningu hans, sem hefði þá verið kæranlegur til æðri dóms, þar sem hefði rey nt á þau sjónarmið sem búa að baki umræddum aðfinnslum. Þetta gerði hann hins vegar ekki heldur brást við með því að lagfæra þau atriði sem aðfinnslurnar lutu að. Viðbrögð varnaraðila voru því í engu samræmi við fullyrðingar hans um hæfi dómarans. Eru engi n efni til þess að líta svo á að þessar málsástæður varnaraðila geri dómara vanhæfan í málinu. Að því er varðar meðferð málsins þá kemur fram í greinargerð varnaraðila að engin lagastoð hafi verið fyrir því að fresta aðfinnslufundi þar til búið væri að leysa úr ágreiningi um ósamþykktan kröfuhafa. Á aðfinnslufundi þann 28. maí 2019 var kynnt sú ákvörðun að aðfinnslur ættu undir 76. gr. gjaldþrotalaga nr. 21/1991, en samkomulag var um að kalla eftir afstöðu dómara til þess og átti varnaraðili sjálfur frum kvæði að því. Þessi niðurstaða leiddi til þess að fyrirsjáanlegt var að boða þyrfti til nýs aðfinnslufundar. Á fundinum var jafnframt bókað að rétt þætti að fresta þeim fundi þar til niðurstaða fengist í umræddu ágreiningsmáli, en málflutningur vegna þess máls, sem upphaflega var fyrirhugaður 6. júní 2019, fór fram 20 júní 2019. Engar athugasemdir voru gerðar af hálfu varnaraðila við þessa málsmeðferð, sem sérstaklega var bókuð í þingbók og bókunin lesin upp á fundinum. Frestun á málinu hafði því engar eða a.m.k. óverulegar tafir í för með sér. Úrskurður í ágreiningsmálinu lá fyrir 3. júlí 2019, þar sem ágreiningskrafan var viðurkennd. Úrskurðurinn, sem féll varnaraðila í óhag, var ekki kærður til Landsréttar. Fyrir umræddri frestun voru málefnalegar ástæður , hún leiddi ekki til neinna eða a.m.k. mjög óverulegra tafa á málinu og henni var ekki mótmælt af hálfu varnaraðila. Ekkert í lögum kemur í veg fyrir að dómari fresti aðfinnslufundum við slíkar aðstæður og raunar er gert ráð fyrir því í 3. mgr. 102. gr. l aga nr. 91/1991 um meðferð einkamála að dómari geti frestað máli ef annað mál hefur verið höfðað út af efni sem varðar úrslit þess máls sem er til meðferðar. Í frestuninni fólst því á engan hátt brot gegn varnaraðila og hún studdist við viðurkennd sjónarmi ð einkamálalaga. Verður því á engan hátt fallist á að dómari víki sæti af þessum ástæðum. Loks vísar varnaraðili til þess að þrátt fyrir að hann hafi fylgt fyrirmælum dómsins í einu og öllu þá hafi dómari ákveðið að hafa sérstakan fund þar sem fjallað yr ði um það hvort brugðist hefði verið við með eigin fingri á vegg Héraðsdóms Reykjavíkur um að ekki verið neitt tilefni til aðfinnslu, dygði það dómara ekki aðfinnslum sem gerðar hafa verið. Krafa sóknaraðila um að varnaraðili viki sæti sem skiptastjóri var óhögguð. Það var því ekki hægt að ljúka málinu fyrr en búið væri að t aka afstöðu til þeirrar kröfu. Það var því ekki um neitt annað að ræða fyrir dómara en að boða til fundar til þess að gefa aðilum kost á að leggja fram gögn og reifa sjónarmið sín um um það hvort viðbrögð við umræddum aðfinnslum væru fullnægjandi og þá um leið hvort ástæða væri til þess að víkja varnaraðila frá störfum sem skiptastjóra eða ekki. Slíkt 10 yrði þá gert með sérstökum úrskurði. Umrædd málsmeðferð var því óhjákvæmileg og getur ekki á neinn hátt leitt til vanhæfis dómara í málinu. Þá eru þau tengsl sem varnaraðili vísar til á milli dómara og Bjarka Diego og lúta að því að þeir hafi verið samstarfsmenn fyrir ríflega 11 árum, og hugsanlega ræðst við í síma eftir það, á engan hátt þess eðlis að þau geti leitt til vanhæfis. Með vísan til framangreinds er ekkert fram komið sem gefur tilefni til að draga megi óhlutdrægni dómara í efa í máli því sem hér er til úrlausnar né hafa verið færð fram rök fyrir því að dómarinn beri óvildarhug til varnaraðila. Þá hafa þær málsástæður sem varnaraðili byggir kröfu sí na á legið fyrir í nokkurn tíma og gáfu varnaraðila tilefni til þess að bregðast við mun fyrr, ef hann taldi ástæðu til þess að draga hæfi dómarans í efa. Helgi Sigurðsson héraðsdómari kveður upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Helgi Sigurðsson héraðsdómari víkur ekki sæti í máli þessu.