LANDSRÉTTUR Dómur föstudaginn 13. mars 2020. Mál nr. 339/2019 : Ákæruvaldið (Stefanía G. Sæmundsdóttir saksóknari ) gegn Sindr a Frey Jenss y n i (Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður) Lykilorð Umferðarlagabrot. Akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Sakarkostnaður. Lagaskil. Hegningarauki. Skilorðsrof. Ökuréttarsvipting. Útdráttur Með dómi héraðsdóms var S sakfelldur fyrir samtals sjö umferðar - og fíkniefnalagabrot og dæmdur í óskilorðsbundið níu mánaða fangelsi, auk þess að vera sviptur ökurétti ævi langt og gert að sæta upptöku á fíkniefnum. Eftir uppkvaðningu hins áfrýjaða dóms tóku ný umferðarlög gildi og samkvæmt þeim telst ökumaður nú aðeins undir áhrifum ávana - og fíkniefna eða lyfja og óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega ef ávana - eða fíkni efni eða lyf finnast í blóði hans. Með dómi Landsréttar var refsing vegna verknaðar samkvæmt einum ákærulið, þar sem S var gefið að sök að hafa ekið bifreið óhæfur til að stjórna henni vegna þess að fundist hafi terahýdrókannabínólsýra í þvagi hans, því fe lld niður með vísan til lokamálsliðar 1. mgr. og 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga. Að öðru leyti staðfesti Landsréttur sakfellingu S, sem jafnframt hafði rofið skilorð eldri dóms. Refsing S var ákveðin fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Þá var S ge rt að greiða hluta sakarkostnaðar í héraði og fyrir Landsrétti, þar á meðal þann hluta kostnaðar við lögreglurannsókn sem tengdist þeim brotum sem S var réttilega sakfelldur fyrir í héraði. Dómur Landsréttar Mál þetta dæma landsréttardómar inn Sigurður Tóma s Magnússon og Ása Ólafsdóttir og Sandra Baldvinsdóttir, settir landsréttardómarar. Málsmeðferð og dómkröfur aðila 1 Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 6. maí 2019 í samræmi við yfirlýsingu ákærða um áfrýjun. Áfrýjað er dómi Héraðsdóms Reykjaness 30. apríl 2019 í málinu nr. S - 9/2019 . 2 Ákæruvaldið krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms. Þá krefst ákæruvaldið þess að ákærða verði gert að greiða allan sakarkostnað í héraði og fyrir Landsrétti. 2 3 Ákærði krefst þess að hann verði dæmdur til vægustu ref singar sem lög leyfa. Þá krefst hann málsvarnarlauna fyrir Landsrétti. Niðurstaða 4 Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur á grundvelli játningar fyrir sex brot gegn umferðarlögum nr. 50/1987 og brot gegn lögum nr. 65/1974 um ávana - og fíkniefni í s amræmi við ákæru 8. janúar 2019. 5 Nánar tiltekið var ákærði sakfelldur fyrir tvö umferðarlagabrot samkvæmt fyrsta og öðrum lið ákæru sem fólust í því að hann var talinn óhæfur til að stjórna bifreið örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og slævandi ly fja sem fundust bæði í blóði og þvagi hans en brotin voru talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 44. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a, allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Þriðja umferðarlagabrotið sem ákærði var sakfelldur fyrir var brot gegn s ömu ákvæðum umferðarlaga en ávana - og fíkniefni og slævandi lyf fundust í blóði hans. Ákærði ók auk þess sviptur ökurétti og var því jafnframt sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 48. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Fjórða og fimmta umferðarlagabrotið sem ákær ði var sakfelldur fyrir voru talin varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. Í báðum tilvikum fundust ávana - og fíkniefni bæði í blóði og þvagi ákærða en ákærði ók sviptur ökurétti. 6 Brot ákærða sem hann var sakfelldur fyrir samkvæmt sjötta ákærulið fólst í því að hann ók bifreið sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna en slík efni fundust í þvagi ákærða. Brotið var talið varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 7 Óumdeilt er að brot ákærða voru réttilega heimfærð til refsiákvæða í þágildandi umferðarlögum í hinum áfrýjaða dómi. Ný umferðarlög nr. 77/2019 tóku gildi eftir upp kvaðningu hins áfrýjaða dóms. Í samræmi við ákvæði 1. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verður nú dæmt um háttsemi ákærða eftir hinum nýju umferðarlögum, bæði um refsinæmi þeirra verknaða sem ákærða eru gefnir að sök og um refsingu. 8 Ákvæði 1. og 2. mgr. 48. gr. núgildandi umferðarlaga eru efnislega samhljóða 1. og 2. mgr. 44. gr. eldri umferðarlaga. Í 6. mgr. 48. gr. núgildandi umferðarlaga er kveðið á um að ráðherra sé heimilt að kveða á um vanhæfismörk með nánari hætti í reglugerð, það er hve nær ökumaður teljist vera óhæfur til að stjórna ökutæki vegna neyslu lyfja. Þá er ákvæði 1. mgr. 58. gr. núgildandi umferðarlaga efnislega samhljóða 1. mgr. 48. gr. eldri umferðarlaga að því leyti sem hér skiptir máli. 9 Ákvæði 50. gr. núgildandi umferðarla ga kveður á um bann við akstri undir áhrifum ávana - og fíkniefna og lyfja en samsvarandi ákvæði voru í 45. gr. a eldri umferðarlaga. Ákvæði 1. mgr. 50. gr. núgildandi umferðarlaga er efnislega samhljóða 1. mgr. 45. gr. a eldri umferðarlaga að því leyti sem hér skiptir máli en þó hefur verið bætt við 3 ákvæðið nýjum málslið sem kveður á um að enginn megi stjórna eða reyna að stjórna vélknúnu ökutæki ef hann telst óhæfur til að stjórna ökutæki vegna neyslu lyfja, sbr. 6. mgr. 48. gr. Með 2. mgr. 50. gr. núgilda ndi umferðarlaga voru hins vegar gerðar þær breytingar á 2. mgr. 45. gr. a eldri umferðarlaga að ökumaður telst nú aðeins undir áhrifum ávana - og fíkniefna eða lyfja og óhæfur til að stjórna ökutæki örugglega ef ávana - og fíkniefni eða lyf skv. 1. mgr., sb r. 6. mgr. 48. gr. finnast í blóði hans en samkvæmt eldra ákvæðinu nægði að slík efni fyndust í blóði eða þvagi hans. 10 Þar sem í verknaðarlýsingu fyrstu fimm liða ákærunnar kemur fram að ávana - og fíkniefni og slævandi lyf hafi fundist í blóði ákærða eða b æði í blóði og þvagi og hann verið sviptur ökurétti hafa umræddar breytingar á umferðarlögum samkvæmt framansögðu hvorki áhrif á refsinæmi verknaða ákærða samkvæmt þessum ákæruliðum, sem nú verða heimfærðir undir 1. og 2. mgr. 48. gr., 1. og 2. mgr. 50. gr . og 1. mgr. 58. gr. nýrra umferðarlaga, né á refsinguna. Sama gildir um refsinæmi og refsingu fyrir þá háttsemi ákærða samkvæmt sjötta ákærulið, að aka bifreið sviptur ökurétti, en sá verknaður verður nú sem fyrr segir heimfærður undir 1. mgr. 58. gr. nýr ra umferðarlaga. 11 Í sjötta lið ákærunnar er ákærða auk aksturs án ökuréttinda gefið að sök að hafa ekið bifreið óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og vísað til þess að fundist hafi tetrah ý drókannabínólsýra í þvagi ákærða . Þar sem umrædd háttsemi ákærða varðar ekki lengur refsingu samkvæmt umferðarlögum nr. 77/2019 og líta verður svo á að þessi breyting á umferðarlögum beri vitni um breytt mat löggjafans á refsinæmi verknaðarins er rétt með vísan til lokamálsliðar 1. mgr. o g 2. mgr. 2. gr. almennra hegningarlaga að refsing ákærða vegna þessa verknaðar falli niður , enda hefur refsing samkvæmt hinum áfrýjaða dómi ekki komið til framkvæmda . Hefur þessi verknaður ákærða því ekki áhrif á refsingu sem ákærða verður gerð í þessu má li fyrir önnur brot. 12 Samkvæmt hinum áfrýjaða dómi var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ákærða 6. nóvember 2015 í máli nr. S - 584/2015, sem kvað á um fimm mánaða fangelsisrefsingu sem skilorðsbundin var til tveggja ára, tekinn upp og ákærða gerð refsing í einu lagi fyrir þau brot sem þá var dæmt fyrir og brot samkvæmt framangreindri ákæru. 13 Með umræddum dómi 6. nóvem ber 2015 var ákærði sakfelldur fyrir nytjastuld sem hann gerðist sekur um 25. maí 2015. Í dóminum var talið að ákærði hefði með brotinu rofið skilorð samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjaness 12. maí 2015 í máli nr. S - 548/2014 sem kvað á um fjögurra mánaða fange lsisrefsingu sem var skilorðsbundin í tvö ár. Ákæruvaldið hefur upplýst að síðastnefndur dómur hafi ekki verið birtur fyrir ákærða fyrr en 20. júlí 2015 og var því ekki rétt að líta svo á að ákærði hefði með brotinu 25. maí 2015 rofið skilorð síðarnefnda d ómsins, sbr. 4. mgr. 57. gr. almennra hegningarlaga. Þar sem rannsókn á broti ákærða 25. maí 2015 hófst fyrir lok skilorðstíma dómsins frá 12. maí 2015 var í dómi 6. nóvember 2015 heimilt, með vísan til 60. gr. almennra hegningarlaga, að dæma refsingu fyri r brotið sér í lagi án 4 skilorðs. Samkvæmt ákvæðinu var hins vegar ekki unnt að dæma ákærða til skilorðsbundinnar refsingar nema að taka bæði málin til meðferðar, dæma þau í einu lagi og tiltaka refsingu eftir reglum 77. gr. laganna, sbr. dóm Hæstaréttar 18 . desember 2008 í máli nr. 262/2008. Sú ákvörðun dómara að taka bæði málin til meðferðar og dæma ákærða til skilorðsbundinnar refsingar að nýju hafði í för með sér að skilorðstími refsingar samkvæmt fyrri dóminum lengdist í raun. Enda þótt ákærði hafi rofi ð skilorð dómsins frá 6. nóvember 2015 með brotum sínum 12. og 14. október 2017 er, með hliðsjón af framangreindu og því að skilorðstími refsingar samkvæmt dóminum frá 12. maí 2015 hefði verið liðinn þegar hann framdi brot þau sem mál þetta varðar, rétt að taka aðeins upp þann hluta hins skilorðsbundna dóms 6. nóvember 2015 sem laut að broti ákærða 25. maí 2015 og dæma í einu lagi refsingu fyrir það brot og brot þau er mál þetta varðar. 14 Ákærði var með dómi Héraðsdóms Reykjaness 12. maí 2015 meðal annars sak felldur og gerð refsing fyrir akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna 7. nóvember 2014 og var brotið heimfært undir 1. mgr., sbr. 2. mgr. 45. gr. a þágildandi umferðarlaga. Með dómi sama héraðsdóms 14. september 2017, sem birtur var ákærða 15. október sa ma ár, var ákærði sakfelldur fyrir sams konar brot framið 13. október 2015. Ákærði var því með hinum áfrýjaða dómi dæmdur þriðja sinni fyrir brot gegn umræddu ákvæði umferðarlaga. Með hliðsjón af framansögðu, sakaferli ákærða og með vísan til 60., 77. og 7 8. gr. almennra hegningarlaga , en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, telst refsing ákærða hæfilega ákveðin fimm mánaða fangelsi. 15 Af hálfu ákærða hefur verið lagt fram í málinu vottorð sálfræðings frá 1. apríl 2019 þess efnis að ákær ði hafi ekki neytt fíkniefna frá því um miðjan ágúst 2018 og slitið öll tengsl við neyslufélaga sína. Hann hafi síðan þá búið hjá fjölskyldu sinni og unnið sem háseti á línubáti frá október 2018. Af hálfu ákærða er því haldið fram að ekki hafi orðið breyti ng á högum hans eftir það og hefur það ekki verið vefengt af hálfu ákæruvaldsins. 16 Ákæra í máli þessu var gefin út 8. janúar 2019. Enda þótt fimm af þeim sjö brotum sem ákærða eru gefin að sök í málinu hafi verið framin á tímabilinu október 2017 til janúar 2018 og því nokkur dráttur orðið á meðferð þeirra brota hjá lögreglu og ákæruvaldi er til þess að líta að um langa brotahrinu var að ræða og að síðasta brotið sem ákært er fyrir var framið 5. ágúst 2018. Þrátt fyrir þær jákvæðu breytingar sem samkvæmt fra mansögðu hafa orðið á högum ákærða þykja, með vísan til sakaferils ákærða og fjölda fíkniefnaakstursbrota sem hann er nú sakfelldur fyrir, ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna. 17 Með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verða ákvæði hans um ævilanga sviptingu ökuréttar og upptöku fíkniefna staðfest. 18 Sakarkostnaður sem ákærði var dæmdur til að greiða samkvæmt hinum áfrýjaða dómi var annars vegar kostnaður vegna blóðtökuvottorða og matsgerða Rannsóknarstofu 5 HÍ, samtals að fjárhæð 1.086.676 krónur, og h ins vegar málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans, 189.720 krónur. Með vísan til þess að 76.971 króna af umræddum kostnaði við lögreglurannsókn tengdist rannsókn á verknaði samkvæmt sjötta lið ákærunnar sem ákærða verður ekki gerð refsing fyrir verður hann að eins dæmdur til að greiða 1.009.705 krónur af þessum rannsóknarkostnaði. Þá þykir rétt að ákærði greiði helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns í héraði eins og þau voru ákveðin í hinum áfrýjaða dómi. Jafnframt verður ákærði dæmdur til að greiða helm ing áfrýjunarkostnaðar málsins, þar með talið helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, sem ákveðin verða að meðtöldum virðisaukaskatti, eins og nánar greinir í dómsorði. Rétt þykir að sakarkostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjó ði. Dómsorð: Ákærði, Sindri Freyr Jensson, sæti fangelsi í fimm mánuði. Ákvæði héraðsdóms um sviptingu ökuréttar og upptöku fíkniefna eru staðfest. Ákærði greiði 1.104.565 krónur af sakarkostnaði í héraði, þar með talið helming málsvarnarlauna skipaðs ver janda síns eins og þau voru ákveðin í héraðsdómi. Ákærði greiði helming áfrýjunarkostnaðar málsins, 169.915 krónur, þar með talið helming málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns fyrir Landsrétti, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 316.200 krónur. Sakar kostnaður greiðist að öðru leyti úr ríkissjóði. Dómur Héraðsdóms Reykjaness þriðjudaginn 30. apríl 2019 Mál þetta, sem var tekið til dóms 10. apríl 2019, höfðaði lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu með ákæru 8. janúar 2019 á hendur Sindra Frey Jenssyni, kt. [...], [...], [...]; ,,fyrir eftirtalin umferðar - og fíkniefnalagabrot, með því að hafa: 1. Fimmtudagi nn 12. október 2017 ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og vegna áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 60 ng/ml, díazepam 370 ng/ml, klónazepam 21 ng/ml, metýlfenídat 25 ng/ml og nordíaz epam 350 ng/ml og auk þess fannst metýlfenídat og umbrotsefni benzódíazepínsambanda í þvagi) um Naustabryggju í Reykjavík, til móts við hús nr. 7, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 44. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 2. Laugardaginn 14. október 2017 ekið bifreiðinni [...] óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og vegna áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist alprazólam 20 ng/m l, amfetamín 405 ng/ml, díazepam 190 ng/ml, klónazepam 50 ng/ml, metýlfenídat 185 ng/ml og nordíazepam 320 ng/ml og auk þess fannst amfetamín, MDMA, metýlfenídat, tetrahýdrókannabínólsýra og umbrotsefni benzódíazepínsambanda í þvagi) um Kaplaskjólsveg í Re ykjavík, við Sörlaskjól, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 44. gr. og 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 6 3. Miðvikudaginn 15. nóvember 2017 ekið bifreiðinni [...] s viptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna og vegna áhrifa slævandi lyfja (í blóði mældist amfetamín 195 ng/ml, brómazepam 45 ng/ml, díazepam 350 ng/ml, kókaín 60 ng/ml, nítrazepam 83 ng/ml, nordíazepam 100 ng /ml og tetrahýdrókannabínól 1,2 ng/ml) um Álfabakka í Reykjavík, á bifreiðastæði við Aktu Taktu, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1. sbr. 2. mgr. 44. gr., 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100 . gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 4. Föstudaginn 17. nóvember 2017 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 70 ng/ml, metýlfenídat 340 ng/ml og tetrahýdrókannab ínól 1,0 ng/ml og auk þess fannst amfetamín, metýlfenídat, tetrahýdrókannabínólsýra, kókaín og metamfetamín í þvagi) um Reykjanesbraut í Hafnarfirði, við N1 Lækjargötu, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. g r. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 5. Laugardaginn 6. janúar 2018 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í blóði mældist amfetamín 140 ng/ ml, metýlfenídat 230 ng/ml og tetrahýdrókannabínól 1,0 ng/ml og auk þess fannst amfetamín, metýlfenídat og tetrahýdrókannabínólsýra í þvagi) norður Reykjanesbraut í Reykjavík, við Bústaðaveg, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 6. Fimmtudaginn 10. maí 2018 ekið bifreiðinni [...] sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa ávana - og fíkniefna (í þvagi fann st tetrahýdrókannabínólsýra) um Lambhagaveg í Reykjavík, við Mímisbrunn, þar sem lögregla stöðvaði aksturinn. Telst brot þetta varða við 1., sbr. 2. mgr. 45. gr. a. og 1. mgr. 48. gr., allt sbr. 1. mgr. 100. gr. umferðarlaga nr. 50/1987. 7. Sunnudaginn 5. á gúst 2018 við [...] í Mosfellsbæ haft í vörslum sínum 8 stykki af MDMA, sem lögreglumenn fundu við öryggisleit á ákærða. 8. Telst brot þetta varða við 2. gr., sbr. 5. og 6. gr. laga um ávana - og fíkniefni nr. 65/1974, sbr. lög nr. 13/1985 og lög nr. 68/2001 , og 2. gr., sbr. 14. gr., reglugerðar um ávana - og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar skv. 101. og 102. gr. laga nr. 50/1987, sbr. 25. og 26. gr. laga nr. 44/1993, sbr. 18. gr. laga nr. 66/2006. Krafist er upptöku á 8 stykkjum af MDMA, sem hald var lagt á, samkvæmt 6. mgr. 5. gr. laga nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 233/2001. Af hálfu ákærða er krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Þá gerir verjandi ákærða kröfu um hæfilega þóknun sér til handa. Ákærði hefur fyrir dómi skýlaust játað að hafa framið þau brot sem honum eru gefin að sök og var farið með mál þetta samkvæmt 164. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og var það tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu eftir að sækjanda og verjanda ákærða hafði verið gefinn kostur á að tjá sig í stuttu máli um lagaatriði og ákvörðun viðurlaga. Sannað er með skýlausri játning u ákærða, sem er í samræmi við framlögð sakargögn, að hann hafi gerst sekur um þau brot sem honum eru gefin að sök og eru þau réttilega heimfærð til refsiákvæða í ákæru. Ákærði hefur því unnið sér til refsingar. Ákærði er fæddur 21. febrúar 1996 og á samkvæmt framlögðu sakavottorði að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 2012. Ákærði var dæmdur í mánaðar fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir þjófnað, húsbrot, fíkniefnalagabrot og vopnalagabrot með dóm i 3. júlí 2012. Ákærði var sakfelldur fyrir líkamsárás og þjófnað með dómi 12. nóvember 2013, en ákvörðun refsingar frestað skilorðsbundið í eitt ár. Með 7 sektargerð lögreglustjóra 14. nóvember 2013 samþykkti ákærði greiðslu sektar vegna fíkniefnalagabrots. Ákærði gekkst undir tvær sektargerðir lögreglustjóra 13. október 2014 vegna fíkniefnalagabrota og samþykkti greiðslu sekta. Með dómi 12. maí 2015 var ákærði dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir brot gegn valdstjórninni, eignaspjöll, fíkniefnalagabrot og akstur án þess að hafa öðlast ökuréttindi og akstur undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Ákærði framdi umferðarlagabrotin 1. mars og 7. nóvember 2014, eftir að hann varð fullra átján ára. Með sama dómi var ákærði sviptur ök urétti í átján mánuði. Með dómnum var ákærða gerður hegningarauki við eldri refsiákvarðanir, vegna brota gegn ákvæðum annarra laga en umferðarlaga. Ákærði var sakfelldur fyrir nytjastuld og dæmdur í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, með dómi 6. nóvember 2015. Með dómnum var áðurnefndur skilorðsdómur frá 12. maí 2015 dæmdur upp og ákærða gerð refsing í einu lagi. Með dómi 14. september 2017 var ákærði dæmdur til greiðslu 160.000 króna sektar og var sviptur ökurétti í tvö ár frá 15. októbe r sama ár að telja fyrir akstur sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana - og fíkniefna. Brot þau sem ákærði var sakfelldur fyrir í málinu voru framin fyrir uppkvaðningu áðurnefnds skilorðsdóms frá 6. nóvember 2015 og var ákærða því gerður hegningarauki við þann dóm og skilorðsdómurinn látinn haldast. Ákærði gekkst undir sektargerð lögreglustjóra 9. nóvember 2018 þess efnis að ákærði samþykkti greiðslu 149.000 króna sektar fyrir fíkniefnalagabrot. Brot þau sem ákærði hefur verið sakfelldur í máli þessu voru f ramin fyrir afgreiðslu sektargerðarinnar frá 9. nóvember 2018, og verður ákærða því gerður hegningarauki samkvæmt 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Skilorðsdómurinn frá 6. nóvember 2015 verður nú tekinn upp og ákærða gerð refsing í einu lagi samk væmt 60. gr. sbr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Samkvæmt framansögðu um sakaferli ákærða og brotum hans virtum, sbr. 77. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og með hliðsjón af skýlausri játningu ákærða, þykir refsing hans réttilega ákveði n níu mánaða fangelsi. Ekki eru efni til að skilorðsbinda refsinguna. Með vísan til framangreinds ber, í samræmi við kröfugerð ákæruvalds og með vísan til 101. gr. og 102. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, að svipta ákærða ökurétti ævilangt frá birtingu dóms þ essa að telja. Með vísan til kröfugerðar ákæruvaldsins, gagna málsins og tilgreindra lagaákvæða í ákæru verða gerðar upptækar 8 MDMA töflur sem ákærði var með í vörslum sínum 5. ágúst 2018. Samkvæmt 1. mgr. 235. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála ver ður ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar sem, samkvæmt framlögðu yfirliti sækjanda um slíkan kostnað og með stoð í öðrum gögnum málsins, nemur samtals 1.086.676 krónum. Þá greiði ákærði þóknun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, sem þykir hæfilega ákveðin 189.720 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Margrét Halldóra Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður dómara, kveður upp dóm þennan. DÓMSORÐ: Ákærði, Sindri Freyr Jensson, sæti fangelsi í níu mánuði. Ákærði er sviptur ökurét ti ævilangt frá birtingu dóms þessa að telja. Ákærði sæti upptöku á 8 töflum af MDMA. Ákærði greiði 1.276.396 krónur í sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns, Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar lögmanns, 189.720 krónur að meðtöldum virðisaukas katti.